Fréttir

Gylfi Sigurðsson íþróttamaður ársins 2016 - 29.12.2016

Gylfi Þór Sigurðsson var rétt í þessu útnefndur Íþróttamaður ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörinu var lýst í Hörpu í Reykjavík. Í hófinu var einnig valið lið ársins og var það karlalandslið Íslands í fótbolta sem hlaut þá útnefningu.

Lesa meira
 

Gleðilega hátíð - Kveðja frá KSÍ - 24.12.2016

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu. 

Lesa meira
 

Þorlákur Árnason ráðinn þjálfari U17 karla - 23.12.2016

KSÍ hefur gengið frá tveggja ára samningi við Þorlák Árnason um þjálfun U17 karla. Þorlákur mun hefja störf í janúar.

Lesa meira
 

A kvenna - 30 leikmenn valdir fyrir úrtaksæfingar í janúar - 22.12.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið leikmenn til æfinga dagana 19.–22. janúar og fara flestar æfingarnar fram á Akureyri.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna - 21.12.2016

Meðfylgjandi eru æfingahópar U17 og U19 kvenna fyrir úrtaksæfingar sem verða á haldnar í byrjun janúar. 

Lesa meira
 
Freyr Alexandersson

KSÍ og Freyr Alexandersson hafa skrifað undir nýjan samning - 19.12.2016

KSÍ og Freyr Alexandersson hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning um að Freyr haldi áfram sem þjálfari A landsliðs kvenna. Freyr hefur verið þjálfari landsliðsins frá 2013 og hefur náð frábærum árangri með liðið sem undir hans stjórn hefur nú tryggt sér þátttökurétt í lokakeppni EM.

Lesa meira
 

Gylfi Þór og Sara Björk knattspyrnufólk ársins 2016 - 16.12.2016

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2016. Þetta er í 13. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Lokaumferð riðlakeppni Futsal um helgina - 16.12.2016

Um komandi helgi fer fram lokaumferðin í riðlakeppni Íslandsmótsins í Futsal en þá klárast keppni í C riðli karla og A og B riðli kvenna.  Eftir helgina kemur því í ljós hvaða félög munu komast í úrslitakeppnina sem fer fram helgina 6. - 8. janúar. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2017 - 16.12.2016

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2017 hefur verið birt á vef KSÍ undir mót 2017. Best er að skoða leiki ykkar á vef KSÍ undir "mótamál" á forsíðunni og velja svo leiki félaga, eða fylgja neðangreindum tengli:

Lesa meira
 

Jörundur Áki Sveinsson ráðinn sem þjálfari U17 ára landsliðs kvenna - 16.12.2016

Jörundur Áki Sveinsson hefur verið ráðinn í starf þjálfara U17 landsliðs kvenna, og gildir samningur hans næstu tvö árin. Jörundur Áki mun einnig starfa að fræðslumálum hjá knattspyrnusambandinu sem og að sinna verkefnum sem snúa að útbreiðslustarfi.

Lesa meira
 

Stefán Geir Þórisson skipaður í Alþjóðlega íþróttadómstólinn - 14.12.2016

Föstudaginn 9. desember sl. var Stefán Geir Þórisson Hæstaréttarlögmaður skipaður dómari í Alþjóðlega íþróttadómstólinn (Court of Arbitration for Sport, skammstafað CAS). Tilnefningin gildir frá 1. janúar 2017 og er til 4 ára. Stefán hefur setið í Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ frá árinu 2007 og í stjórn KSÍ 2007-2009.

Lesa meira
 

Formaður KSÍ í framboði til stjórnar FIFA - 14.12.2016

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er í framboði til stjórnar FIFA og nýtur stuðnings knattspyrnusambandanna á Norðurlöndum. Kosið verður um fjögur sæti af níu sem Evrópa hefur í stjórn FIFA á þingi UEFA 5. apríl nk. Framboðsfrestur rann út 5. desember sl. og bárust fimm framboð.

Lesa meira
 
Þorvaldur Örlygsson

Þorvaldur endurráðinn þjálfari hjá U19 karla - 13.12.2016

Þorvaldur Örlygsson hefur verið endurráðinn í starf þjálfara U19 landsliðs karla, og gildir samningur hans næstu tvö árin.  Þorvaldur mun einnig starfa að fræðslumálum hjá knattspyrnusambandinu sem og að sinna verkefnum sem snúa að útbreiðslustarfi.  Lesa meira
 

Eyjólfur endurráðinn þjálfari hjá U21 karla - 13.12.2016

Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára eða til loka árs 2018.  Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005.  Lesa meira
 

Leikmenn með flestar stoðsendingar í Pepsi-deildunum heiðraðir - 13.12.2016

Hilmar Árni Halldórsson úr Stjörnunni lagði upp flest mörk í Pepsi-deild karla á keppnistímabilinu 2016 og fjórar knattspyrnukonur urðu jafnar og efstar hvað stoðsendingar varðar í Pepsi-deild kvenna.

Lesa meira
 

Bókin Íslensk knattspyrna 2016 komin út - 13.12.2016

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2016 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 36. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er 272 blaðsíður og myndirnar í henni eru 380 talsins

Lesa meira
 
UEFA

U17 og U19 karla - Dregið í undankeppni EM 2017/18 - 13.12.2016

Í dag var dregið í undankeppni EM 2017/18 hjá U17 og U19 karla og var dregið í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.

Hjá U17 er Ísland í riðli með Rússlandi, Finnlandi og Færeyjum og hjá U19 verða andstæðingar Ísland: England, Búlgaría og Færeyjar

Lesa meira
 

Íslenskir stuðningsmenn tilnefndir til verðlauna af FIFA - Kjóstu á netinu! - 9.12.2016

FIFA hefur tilnefnt íslenska stuðningsmenn til verðlauna fyrir magnaðan stuðning á EM árinu. Hægt er að kjósa um þrjár tilnefningar á vef FIFA.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla - 9.12.2016

Meðfylgjandi eru æfingahópar U17 og U19 karla fyrir úrtaksæfingar sem verða á haldnar á milli jóla og nýárs.

Lesa meira
 

Knattspyrnuþing 2017 - 9.12.2016

71. ársþing KSÍ verður haldið í Höllinni, Vestmannaeyjum 11. febrúar 2017. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi:

Lesa meira
 

Fjölmenni á súpufundi um þjálfunaraðferðir Stjörnunnar - Myndband - 8.12.2016

115 manns mættu í höfuðstöðvar KSÍ þriðjudaginn 6. desember til að hlýða á Þórhall Siggeirsson, yfirþjálfara yngri flokka hjá Stjörnunni, fjalla um þjálfun leikmanna hjá félaginu. Þetta var 20. Súpufundur KSÍ og jafnframt sá fjölmennasti.

Lesa meira
 

Aðalfundur KÞÍ er í kvöld, fimmtudag - 8.12.2016

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 8. desember n.k. klukkan 20:00.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 og U17 kvenna 9. – 11. desember - 7.12.2016

Úlfar Hinriksson hefur valið tvo úrtakshópa skipuðum stúlkum fæddum 2000, 2001 og 2002. Hóparnir æfa helgina 9. – 11. desember.

Lesa meira
 

Skallagrímur 100 ára 3. desember 2016 - 5.12.2016

Í hófi sem haldið var í Borgarnesi um helgina voru sjö einstaklingar heiðraðir fyrir vel unnin störf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar. Það voru þeir Gísli Gíslason ritari stjórnar KSÍ og Jakob Skúlason landshlutafulltrúi vesturlands í stjórn KSÍ sem veittu viðurkenningarnar.

Lesa meira
 

Knattspyrnuþing 2017 - Boðun - 5.12.2016

Ársþing KSÍ, það 71. í röðinni, verður haldið í Höllinni, Vestmanneyjum 11. febrúar næstkomandi.

Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 11. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
IBV-Futsal

Íslandsmótið í Futsal heldur áfram um helgina - 1.12.2016

Um komandi helgi hefst seinni hluti riðlakeppni Ílslandsmótsins í innanhússknattspyrnu, Futsal, þegar leikið verður í A og B riðli karlla.  Tvö efstu félögin tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum en úrslitakeppnin sjálf verður leikin helgina 6. - 8. janúar.  Undanúrslit og úrslit fara fram í Laugardalshöll. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög