Fréttir

Landshlutaæfing stúlkna á Austurlandi - 31.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í landshlutaæfingum stúlkna á Austurlandi sunnudaginn 6. nóvember 2016. Æfingar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Tap í lokaleiknum gegn Írum - 31.10.2016

U17 kvenna tapaði í kvöld 4-1 gegn Írum í lokaleik liðsins í undankeppni EM. Ísland var fyrir leikinn búið að tryggja sér sæti í milliriðli en toppsæti riðilsins var í húfi.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 kvenna - 30.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs kvenna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland í milliriðil - 28.10.2016

Stelpurnar í U17 unnu sinn annan leik í undankeppni EM í dag þegar þær lögðu stöllur sínar frá Færeyjum.  Lokatölur urðu 4 - 0 eftir að Ísland hafði leitt með einu marki í leikhléi.  Síðasti leikur Íslands verður gegn heimastúlkum í Írlandi og verður leikið á mánudaginn. 

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið sem mætir Færeyjum - 28.10.2016

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið byrjunarliðið sem mætir Færeyjum í undankeppni EM.  Leikurinn hefst kl 14:00 að íslenskum tíma, föstudaginn 20. október, og er leikið í Cork á Írlandi.  Ísland lagði Hvít Rússa í fyrsta leik sínum í riðlinum 4 - 0 en Færeyjar töpuðu fyri Írlandi, 0 - 6. Lesa meira
 

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða - 28.10.2016

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2015/2016 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2016 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 56 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs.

Lesa meira
 

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga 5. nóvember - 28.10.2016

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fer fram laugardaginn 5. nóvember næstkomandi kl. 12:00-15:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð).  Til fundarins eru boðaðir formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga KSÍ. Lesa meira
 
Þór

Úrskurðir í málum Þórs gegn ÍBV - 26.10.2016

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í tveimur kærum Þórs gegn ÍBV vegna leik félaganna í 2. flokki karla.  Aga- og úrskurðarnefnd hafnað kröfum kæranda í báðum málum og standa úrslit leiksins óbreytt. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Öruggur sigur á Hvít Rússum - 26.10.2016

Stelpurnar í U17 byrjuðu undankeppni EM á mjög sannfærandi hátt þegar þær lögðu Hvít Rússa í Cork á Írlandi.  Lokatölur urðu 4 - 0 fyrir Ísland og leiddu okkar stelpur með þremur mörkum í leikhléi.

Lesa meira
 

Ísland í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður 8. nóvember - 26.10.2016

Þann 8. nóvember næstkomandi verður dregið í úrslitakeppni EM kvenna 2017 og þar verður Ísland að sjálfsögðu í pottinum.  Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki ásamt Ítalíu, Skotlandi og Danmörku og getur því ekki dregist gegn einhverri af þeim þjóðum.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Byrjunarliðið á móti Hvít Rússum - 26.10.2016

U17 ára landslið kvenna er nú á Írlandi þar sem liðið tekur þátt í undankeppni EM. Fyrsti leikurinn í riðlinum fer fram í dag og hefst hann kl. 14:00 að íslenskum tíma. Úlfar Hinriksson þjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið á móti Hvíta Rússlandi í dag.

Lesa meira
 

Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu - 25.10.2016

Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir að ráða þjálfara í fullt starf. Meginverkefni er umsjón með hæfileikamótun KSÍ, úrtaksæfingum og önnur verkefnum tengd yngstu landsliðum Íslands.

Lesa meira
 

Sigur á Úsbekistan í lokaleik Sincere Cup - 24.10.2016

Ísland vann 1-0 sigur á Úsbekistan í lokaleik liðsins á Sincere Cup sem fram fer í Kína. Ísland fékk nokkur góð marktækifæri í leiknum en það var mark Fanndísar Friðriksdóttur sem tryggði Íslandi sigur í leiknum.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Úsbekistan - 23.10.2016

Ísland leikur við Úsbekistan í lokaleik Sincere Cup í Chongqing í Kína á morgun, mánudag, og hefst leikurinn klukkan 16:00 að kínverskum tíma eða 8:00 að íslenskum tíma. Ísland er með eitt stig á mótinu eftir að gera jafntefli við Kína en tapað fyrir Danmörku.

Lesa meira
 

Tap gegn Dönum á Sincere Cup - 22.10.2016

Ísland tapaði 0-1 gegn Danmörku á Sincere Cup sem fram fer í Chonqing í Kína. Eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik en fram að því hafði Ísland skapað sér mun hættulegri færi.

Lesa meira
 

Erlendur Eiríksson dæmir í Wales - 21.10.2016

Erlendur Eiríksson verður dómari á leik Cefn Druids og Bala Town í welsku úrvalsdeildinni föstudaginn 21. október.  Verkefnið er hluti af dómaraskiptum á milli knattspyrnusambanda Íslands og Wales. 

Lesa meira
 

A karla - Vináttulandsleikur við Írland - 21.10.2016

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Írlands um vináttulandsleik hjá A landsliðum karla. Leikurinn fer fram 28. mars 2017 á Aviva leikvangnum í Dublin.

Lesa meira
 

A kvenna - Skemmtileg heimsókn í skóla í Chongqing - 21.10.2016

Leikmönnum úr kvennalandsliðinu var boðið að heimsækja grunnskóla í Chongqing í dag og satt að segja átti enginn von á því sem tók við leikmönnum. Á skólalóðinu voru yfir 1000 krakkar með íslenska og kínverska fána og mætti halda að sjálfur Justin Bieber væri mættur á svæðið, slíkur var æsingurinn.

Lesa meira
 

Ísland í 21. sæti á nýjasta styrkleikalista FIFA - 21.10.2016

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 21. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í gær. Ísland var í 27. sæti listans þegar hann var síðast gefinn út og hefur aldrei verið ofar á listanum en nú.

Lesa meira
 

Ísland og Kína skildu jöfn á Sincere Cup - 20.10.2016

Kvennalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Kína í fyrsta leik Sincere Cup sem fram fer í Kína. Fanndís Friðriksdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum en leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu.

Lesa meira
 

KFG og Víkingur Ó. sektuð vegna framkomu leikmanna - 20.10.2016

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 27. september síðastliðinn voru KFG og Víkingur Ó. sektuð um 50.000 krónur hvort félag, annars vegar vegna framkomu leikmanns KFG og hins vegnar framkomu Pontus Nordenberg leikmanns Víkings Ó. Að auki úrskurðaði Aga- og úrskurðarnefnd Pontus Nordenberg í eins leiks bann vegna framkomu hans.

Lesa meira
 

KSÍ II þjálfaranámskeið - 20.10.2016

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum, eitt helgina 28.-30. október og tvö helgina 4.-6. nóvember. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði.

Lesa meira
 

Ísland mætir Kína í dag á Sincere Cup - Byrjunarlið - 19.10.2016

Ísland mætir Kína á morgun, fimmtudag, í fyrsta leik Sincere Cup sem fram fer í Chongqing í Kína. Leikið er á Yongchuan Sport Center leikvanginum sem tekur um 25 þúsund manns í sæti en mótshaldarar gera ráð fyrir að um 20 þúsund manns mæti á leik Íslands og Kína.

Lesa meira
 

Lokahópur U17 karla - 19.10.2016

18 leikmenn hafa verið valdir í lokahóp U17 ára liðs karla í Undankeppni EM sem fram fer í Ísrael dagana 30. okt - 7. nóv 2016. Æfingar og leikir fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands. Æfingar fara fram dagana 21. - 23. október.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 kvenna - 19.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum U17 ára liðs kvenna. Æfingar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Ungmennadeild UEFA - Breiðablik úr leik - 19.10.2016

Breiðablik er úr leik í Ungmennadeild UEFA en Blikarnir töpuðu 4-0 í seinni leik liðanna á útivelli. Fyrri leikurinn endaði með 0-3 tapi og því vann Ajax 7-0 samanlagt.

Lesa meira
 

Markmannsskóli KSÍ - Frestur til tilnefninga er til 19. október - 18.10.2016

Knattspyrnusamband Íslands mun bjóða upp á Markmannsskóla fyrir stúlkur og drengi í 4. aldursflokki (árg. 2003 og 2004) í kringum næstu mánaðarmót. Félög sem starfrækja 4. flokk drengja og/eða stúlkna geta tilnefnt tvo drengi og tvær stúlkur hvert. Markmannsskóli drengja verður 28.-30. október og Markmannsskóli stúlkna verður dagana 4.-6. nóvember.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - 975 áhorfendur að meðaltali á leik - 18.10.2016

Alls komu 128.741 áhorfendur á leiki Pepsi-deildar karla á nýliðinu tímabili eða 975 að meðaltali á hvern leik.  Flestir mættu á heimaleiki Íslandsmeistara FH eða 1.541 að meðaltali á hvern leik.  Næst besta aðsóknin var á Kópavogsvöll þar sem 1.203 áhorfendur mættu að meðaltali Lesa meira
 
ÍR

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR - 18.10.2016

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍR og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Bríet dæmir vináttulandsleik í Noregi - 18.10.2016

Bríet Bragadóttir mun, fimmtudaginn 20. október nk., dæma vináttulandsleik Noregs og Svíþjóðar skipað leikmönnum 23 ára og yngri. Leikurinn fer fram í Hamar í Noregi.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar og Bryngeir dæma í Lúxemborg - 18.10.2016

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari og Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómari munu síðar í þessum mánuði sinna dómaraverkefnum í undankeppni EM U17 landsliða karla. Riðillinn sem þeir eru að dæma í fer fram í Lúxemborg og auk heimamanna eru í riðlinum lið Sviss, Tékklands og Færeyja.

Lesa meira
 

Freyr Alexandersson: „Ætlum að nýta tímann vel til að undirbúa leikmenn” - 18.10.2016

Íslenska kvennalandsliðið leikur fyrsta leik sinn á Sincere-mótinu í Yongchan á fimmtudaginn. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, er ánægður með aðstæðurnar og segist spenntur fyrir leikjunum.

Lesa meira
 

A kvenna - Æfingar ganga vel í Yongchuan - 18.10.2016

Stelpurnar okkar hafa æft vel í Yongchuan en í dag, þriðjudag, var ansi heitt og rakinn mikill í loftinu. Stemningin er góð í hópnum og hafa æfingar gengið vel það sem af er dvöl liðsins í Yongchuan.

Lesa meira
 

A kvenna - Stelpurnar okkar komnar til Kína - 16.10.2016

Stelpurnar okkar eru komnar til Kína en liðið ferðaðist langan veg í gær frá Íslandi til Chongqing. Það er líka 8 klukkutíma mismunur milli Íslands og Kína og því fór fyrsti dagur liðsins í að aðlaga sig breyttum tíma en á morgun, mánudag, verður æft af krafti en þá munu einnig þeir leikmenn sem léku með félagsliðum sínum í dag koma til móts við liðið.

Lesa meira
 

Áfrýjunardómstóll KSÍ í máli Víkings Ó. gegn aga- og úrskurðarnefnd - 14.10.2016

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál Víkings Ólafsvíkur gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ varðandi úrskurð nefndarinnar þar sem Pontus Nordberg var dæmdur í eins leiks leikbann og knattspyrnudeildin sektuð um 50.000 krónur.

Lesa meira
 

Sigurvegarar sumarsins 2016 - 13.10.2016

Það eru ansi margir Íslands- og bikarmeistarar krýndir á hverju tímabili. Það er keppt í mörgum flokkum allt frá 6. flokki upp í eldri flokk með leikmönnum 50 ára og eldri.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ gekk frábærlega - 13.10.2016

Það var ekki slegið slöku við í hæfileikamótun N1 og KSÍ að þessu sinni en lokamót hæfileikamótunar var í september. Nokkur hundruð ungmenni tóku þátt í hæfileikamótuninni sem Hallbór Björnsson hafði veg og vanda með.

Lesa meira
 

Blikar gerðu markalaust jafntefli við Rosengård - 12.10.2016

Breiðablik er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að gera markalaust jafntefli við sænska stórliðið Rosengård á útivelli. Fyrri leikurinn endaði með 0-1 sigri sænska liðsins sem fer á áfram á minnsta mun.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Lokahópur vegna undankeppni EM - 12.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdnar í lokahóp U17 ára liðs kvenna í Undankeppni EM sem fram fer í Írlandi dagana 24. okt - 1. nóv 2016. Æfingar og leikir fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Breiðablik mætir Rosengård í seinni leik liðanna í dag - 12.10.2016

Breiðablik leikur seinni leikinn við stórlið Rosengård í Malmö í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Fyrri leikurinn endaði 1-0 fyrir Rosengård og eiga Blikastelpur því enn góða möguleika á að komast áfram.

Lesa meira
 

A karla – Miðasala á Finnland - Ísland - 11.10.2016

Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir um miðasölu á leik Finnlands og Íslands sem fram fer í Finnlandi þann 2. september 2017.  Engar upplýsingar hafa enn borist frá finnska knattspyrnusambandinu um miðasölu á leikinn en um leið og þær upplýsingar berast verða þær kynntar hér á heimasíðu KSÍ.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland úr leik eftir tap gegn Úkraínu - 11.10.2016

Lið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði lokaleik sínum í undankeppni EM 2017 gegn Úkraínu í kvöld. Leikurinn endaði 2-4 fyrir gestina en rigning og rok settu svip sinn á leikinn. Íslenska liðið endar því í 3. sæti riðilsins og er úr leik að þessu sinni.

Lesa meira
 

U19 karla - Sigur gegn Lettlandi - 11.10.2016

U19 ára landslið karla lék lokaleik sinn í undankeppni EM í dag en strákarnir okkar unnu góðan 2-0 sigur á Lettlandi í lokaleiknum. Fyrra mark Íslands kom á 19. mínútu en það var Sveinn Aron Guðjohnsen sem kom Íslandi yfir. Seinna mark Íslands kom undir lok leiksins en Axel Andrésson skoraði það.

Lesa meira
 

Arnar Bill útskrifast með UEFA PRO gráðu - 11.10.2016

Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, útskrifaðist nýlega með UEFA PRO þjálfaragráðu frá enska knattspyrnusambandinu. Arnar hóf námið í janúar 2015 ásamt 23 öðrum þjálfurum. Námið er viðamikið eins og gefur að skilja en meðal þess sem fjallað er um er; Leiðtogaefni, samskipti við leikmenn, stjórnarmenn, stuðningsmenn og fjölmiðla, leikgeining og fjármál.

Lesa meira
 

A karla – Miðasala á Finnland - Ísland - 11.10.2016

Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir um miðasölu á leik Finnlands og Íslands sem fram fer í Finnlandi þann 2. september 2017. Engar upplýsingar hafa enn borist frá finnska knattspyrnusambandinu um miðasölu á leikinn en um leið og þær upplýsingar berast verða þær kynntar hér á vef KSÍ.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

U21 karla - Ísland mætir Úkraínu í dag - 11.10.2016

Strákarnir í U21 mæta Úkraínu í dag á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:45.  Með sigri tryggir íslenska liðið sér farseðilinn í úrslitakeppni EM í Póllandi á næsta ári.  Það er því til mikils að vinna og getur stuðningur áhorfenda skipt sköpum í kvöld.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

U21 karla - Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina á Ísland - Úkraína - 10.10.2016

Handhafar A og DE skírteina geta framvísað þeim við innganginn fyrir leik Íslands og Úkraínu í undankeppni EM U21 karla sem fram fer á Laugardalsvelli þriðjudaginn 11. október kl. 16:45  Ekki þarf að sækja miða fyrir leikinn, eins og venja er, á skrifstofu KSÍ.  Lesa meira
 

U17 karla - Undirbúningsæfingar fyrir undankeppni EM - 10.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í æfingahelgi vegna undirbúnings U17 ára liðs karla fyrir Undankeppni EM sem fram fer í Ísrael dagana 30. okt - 7. nóv 2016.

Lesa meira
 
European Qualifiers

Leikurinn gegn Króatíu fyrir luktum dyrum - 10.10.2016

Vert er að minna á að leikur Króatíu og Íslands í undankeppni HM, sem fram fer 12. nóvember í Zagreb, verður leikinn fyrir luktum dyrum.  Króatar leika þá annan heimaleik sinn í þessari undankeppni við þær aðstæður, vegna framkomu áhorfenda.  Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir um miðasölu á þennan leik og vill KSÍ vekja athygli á þessu.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynning fyrir Íslandsmót meistaraflokka í Futsal 2017 - 10.10.2016

Þátttökutilkynning fyrir Íslandsmót meistaraflokka í knattspyrnu innanhúss 2017 (futsal) hefur verið send út til aðildarfélaga.  Frestur til að tilkynna þátttöku er til laugardagsins 15. október.  Ef eitthvað félag hefur ekki fengið til sín slíka tilkynningu er það beðið um að hafa samband við skrifstofu KSÍ  Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Þorvaldur og Jóhann Gunnar dæma í Belgíu - 10.10.2016

Dómararnir Þorvaldur Árnason og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru þessa dagana við störf í Belgíu þar sem riðill í undankeppni EM U19 karla fer fram.  Þeir voru við störf á leik Kasakstan og Belgíu í fyrstu umferð og Þorvaldur dæmdi og Jóhann Gunnar var aðstoðardómari á leik Rússland og Kasakstan í 2. umferð riðilsins.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir á Spáni í undankeppni U21 karla - 10.10.2016

Gunnar Jarl Jónsson verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik Spánar og Eistlands í undankeppni EM hjá U21 karla.  Leikið verður í Pontevedra á Spáni og Gunnari til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson.  Varadómari verður Ívar Orri Kristjánsson. Lesa meira
 

Íslenskir stuðningsmenn fengu viðurkenningu frá UEFA - 9.10.2016

Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að verðlauna stuðningsmenn Íslands fyrir frábæra frammistöðu á EM í sumar. Íslenskir stuðningsmenn fóru mikinn í stúkunni og vöktu heimsathygli fyrir vaska framgöngu sína.

Lesa meira
 

Undankeppni HM 2018 - Frábær frammistaða gegn Tyrkjum - 9.10.2016

Íslendingar unnu öruggan 2 - 0 sigur á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn var í þriðju umferð undankeppni HM 2018.  Bæði mörk Íslands komu í fyrri hálfleik og var sigurinn síst of stór, íslenska liðið réð ferðinni allan leikinn og var sterkari aðilinn frá upphafi til enda.  Frábær byrjun á undankeppninni.

Lesa meira
 

U17 karla - Úrtaksæfingar (fæddir 2001) - 9.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 ára landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Ísland tekur á móti Tyrklandi í kvöld - Byrjunarlið - 9.10.2016

Ísland tekur á móti Tyrklandi í kvöld í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 18:45.  Uppselt er á leikinn og eru vallargestir hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn til að losna við örtröð en hlið Laugardalsvallar ljúkast upp kl. 17:30.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Svekkjandi tap gegn Tyrkjum - 8.10.2016

Strákarnir í U19 biðu lægri hlut gegn Tyrkjum í dag í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Úkraínu.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Tyrki sem leiddu, 1 - 0 í leikhléi.  Axel Andrésson jafnaði metin í seinni hálfleik, með marki eftir hornspyrnu.

Lesa meira
 

U21 karla - STRÁKARNIR OKKAR ÆTLA Á EM 2017! - 7.10.2016

U21 landslið karla leikur hreinan úrslitaleik um sæti á EM 2017 sem fram fer í Póllandi næsta sumar. Með sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli myndi íslenska liðið tryggja sér sæti á lokakeppni EM! Það er gríðarlega mikilvægt að fjölmenna á leikinn og styðja vel við bakið á strákunum okkar!

Lesa meira
 

A-karla - Ísland og Króatía með sigra í kvöld - 6.10.2016

Ísland og Króatía unnu sigra í kvöld í undankeppni HM 2018. Ísland vann 3-2 sigur á Finnlandi en Króatía vann 0-6 stórsigur á Kósóvó. Tyrkir gerðu 2-2 jafntefli við Úkraínu á heimavelli í riðlinum.

Lesa meira
 

A karla - Mögnuð endurkoma og sigur gegn Finnlandi - 6.10.2016

Strákarnir okkar buðu upp á háspennuleik á Laugardalsvelli í kvöld í fyrsta heimaleik Íslands í undankeppni HM. Leikurinn var frábær skemmtun og þrátt fyrir að lenda undir í tvígang vann Ísland að lokum magnaðan 3-2 sigur á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Tolfan

A karla - Miðar til á Ísland - Finnland - 6.10.2016

Ennþá er eitthvað til af miðum á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18:45.  Eitthvað var skilað af miðum og eru þessir miðar nú í sölu í miðasölu Laugardalsvallar.  Um kl. 14:30 í dag voru enn eftir um 250 miðar og eru þeir í blátt og rautt svæði og kosta 5.000 og 7.000 krónur.  Það er svo 50% afsláttur á miðaverði fyrir 16 ára og yngri. Lesa meira
 

U19 karla - Tap gegn Úkraínu í fyrsta leik - 6.10.2016

Strákarnir í U19 töpuðu gegn Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Úkraínu.  Lokatölur urðu 2 - 0 en markalaust var í leikhléi.  Í hinum leik riðilsins gerðu Lettland og Tyrkland jafntefli, 2 - 2 en Ísland mætir Tyrkjum á laugardaginn. 

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Leikið gegn Úkraínu í dag - 6.10.2016

Strákarnir í U19 hefja í dag leik í undankeppni EM en leikið er í Úkraínu.  Það eru einmitt heimamenn sem eru mótherjarnir í fyrsta leiknum sem hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Hægt er að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA og þar koma einnig fréttir af byrjunarliði.

Lesa meira
 

KSÍ I þjálfaranámskeið í október - 6.10.2016

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 21.-23. október og eitt helgina 28.-30. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 21.-23. október og 35 laus pláss helgina 28.-30. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 

Undankeppni HM 2018 - Ísland mætir Finnlandi í kvöld - 6.10.2016

Ísland tekur á móti Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld og hefst leikurinn kl. 18:45 á Laugardalsvelli.  Þetta er fyrst heimaleikur Íslands í keppninni en liðið gerði jafntefli í fyrsta leiknum, gegn Úkraínu á útivelli.

Miðasala á Laugardalsvelli opnar kl. 12:00 en þar verður eitthvað af miðum til sölu sem t.a.m. var skilað.

Lesa meira
 

U21 karla - Sigur á Skotlandi og úrslitaleikur gegn Úkraínu - 5.10.2016

U21 landslið karla leikur hreinan úrslitaleik um æsti í lokakeppni EM 2017 í Póllandi en liðið vann 2-0 sigur á Skotlandi í kvöld. Vinni Ísland sigur á Úkraínu þann 11. október þá er farseðillinn á EM tryggður.

Lesa meira
 

Leiksskrá fyrir A-karla og U21 er komin út - 5.10.2016

Rafræn leikskrá fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2018 karla og undankeppni EM U21 er komin út. Í leikskránni má finna viðtöl, greinar og upplýsingar um leiki liðanna sem eru leiknir á komandi dögum.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

U21 karla - Ísland mætir Skotlandi í dag kl. 15:30 - 5.10.2016

Strákarnir í U21 mæta Skotum í dag í undankeppni EM og hefst leikurinn kl. 15:30 á Víkingsvelli.  Með sigri stígur íslenska liðið stórt skref í áttina að úrslitakeppninni sem haldin verður í Póllandi á næsta ári.  Miðasala fer fram hjá www.midi.is og einnig verður miðasala á Víkingsvelli frá kl. 14:30. Lesa meira
 
Tolfan

Uppselt á leik Íslands og Tyrklands - 5.10.2016

Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM sem fram fer sunnudaginn 9. október á Laugardalsvelli.  Um 1100 miðar fóru í sölu í gær en um var m.a. að ræða miða sem Tyrkir nýttu sér ekki. Ef fleiri miðum verður skilað til KSÍ verða þeir seldir á leikdag í miðasölunni á Laugardalsvelli og á það bæði við um Tyrkjaleikinn sem og á Finnaleikinn

Lesa meira
 
Merki KF

KF auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla - 4.10.2016

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla í knattspyrnu. Félagið hefur á undanförnum árum leikið í 2.deild en mun næsta tímabili leika í 3.deild. Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Blikar töpuðu naumlega gegn Rosengård - 4.10.2016

Sænska liðið Rosengård vann 0-1 sigur á Breiðablik í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna. Eina mark leiksins kom í upphafi leiks en það var Lotta Schelin sem skoraði markið á 8. mínútu.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Úrtaksæfingar vegna undankeppni EM 2017 - 4.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í æfingahelgi vegna undirbúnings U17 ára liðs kvenna fyrir Undankeppni EM sem fram fer í Írlandi dagana 24. okt - 1. nóv 2016.

Lesa meira
 

A-kvenna - Hópurinn sem leikur á æfingamóti í Kína - 4.10.2016

Knattspyrnusamband Íslands hefur þekkst boð frá Knattspyrnusambandi Kína um þátttöku í fjögurra þjóða móti í Kína en leikið verður 20. – 24. október næstkomandi.  Leikið verður gegn heimamönnum, Dönum og Úsbekum

Lesa meira
 

U21 Ísland - Skotland: Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 3.10.2016

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Skotland í undankeppni EM U21 landsliða karla, þriðjudaginn 4. október frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Sigurvegarar í Grunnskólamóti KRR 2016 - 3.10.2016

Um helgina fór fram úrslitakeppni í Grunnskólamóti KRR en þar etja kappi 7. og 10. bekkir grunnskóla í Reykjavík.  Undankeppni og úrslitakeppni fóru fram í Egilshöll, að venju, og skemmtu þátttakendur og áhorfendur sér hið besta. Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Skotlandi í dag - Byrjunarlið - 3.10.2016

Strákarnir í U21 munu standa í ströngu á næstu dögum en þeir eru í góðu færi á að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Póllandi á næsta ári.  Framundan er tveir leikir á heimavelli, gegn Póllandi 5. október á Víkingsvelli og gegn Úkraínu, 11. október á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Ísland - Tyrkland: 1104 miðar fara í sölu þriðjudaginn 4. október - 3.10.2016

Miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018, fara í sölu þriðjudaginn 4. október og hefst kl. 12:00 á hádegi.  Um er að ræða miða, 1104 talsins, sem m.a. voru teknir frá fyrir stuðningsmenn Tyrkja.  Miðarnir sem fara í sölu eru í aðallega í hólfum: B, J, K og T.  Einnig eru nokkrir miðar lausir í annars staðar þó í minna magni en í fyrrgreindum hólfum. 

Lesa meira
 

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 7.-9. október 2016 - 3.10.2016

Helgina 7.-9. október mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði á höfuðborgarsvæðinu. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í skriflega KSÍ B prófinu. Námskeiðið er upphafið af KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu. Seta á þessu námskeiði framlengir einnig gildistíma KSÍ B skírteinis (UEFA B skírteinis) um þrjú ár.

Lesa meira
 

Knattspyrnuæfingar fyrir konur með fötlun - 3.10.2016

Stjarnan í Garðabæ og íþróttafélagið Ösp munu í samstarfi við ÍF og KSÍ standa að knattspyrnuæfingum fyrir stelpur / konur með fötlun. Æfingar hefjast 8. október og verða í Garðabæ

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Ísland - Tyrkland: Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 3.10.2016

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM A landsliða karla, mánudaginn 3. október frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 

KR og Stjarnan í Evrópudeildina - FH fékk bikarinn afhentan - 1.10.2016

FH-ingar fengu Íslandsbikarinn afhentan á Kaplakrika í dag en liðið var fyrir lokaumferðina búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Liðið gerði 1-1 jafntefli í dag gegn ÍBV og endaði því mótið í toppsætinu með 43 stig. FH leikur því í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög