Fréttir

Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Uppselt á leik Íslands og Finnlands - 31.8.2016

Uppselt er á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018. Miðasala hófst á midi.is kl. 12:00 í dag, miðvikudag, eins og kynnt var á vef KSÍ í vikunni. Alls fóru um 3 þúsund miðar í sölu í dag og seldust þeir upp á rúmum þremur tímum.

Lesa meira
 

A karla – Miðasala á leik Íslands og Tyrklands hefst föstudaginn 2. september - 31.8.2016

Miðasala á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM hefst föstudaginn 2. september kl. 12:00 á hádegi. Leikurinn fer fram sunnudaginn 9. október á Laugardalsvelli kl. 18:45 og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 

Þorvaldur dæmir í undankeppni U21 landsliða - 31.8.2016

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Íra og Slóvena í undankeppni U21 EM karlalandsliða en leikið verður í Waterford, 2. september næstkomandi.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og fjórði dómari verður Ívar Orri Kristjánsson.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Horsens - 31.8.2016

Þóroddur Hjaltalín mun í kvöld dæma vináttulandsleik Danmerkur og Liechtenstein en leikið verður í Horsens.  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Birkir Sigurðarson en fjórði dómari er heimamaður. Lesa meira
 

A karla – Miðasala á leik Íslands og Finnlands hefst kl. 12:00 í dag - 31.8.2016

Miðasala á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM hefst í dag, miðvikudaginn 31. ágúst. Leikurinn fer fram þann 6. október á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

Ungmennadeild UEFA - Breiðablik mætir Ajax - 30.8.2016

Það er spennandi verkefni framundan hjá undmennaliði Breiðabliks en þeir mæta Ajax í 32 liða úrslitum ungmennadeildar UEFA en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í dag.  Fyrri leikurinn fer fram á heimavelli Blika, 28. september og sá seinni í Amsterdam, 19. október.

Lesa meira
 

Ungmennadeild UEFA - Breiðablik í pottinum - 30.8.2016

Í dag verður dregið í ungmennadeild UEFA en þar eru 32 félög í pottinum og eru Blikar fulltrúar Íslands sem Íslandsmeistarar 2. flokks karla.  Leikið verður heima og heiman og er drátturinn í þessari fyrstu umferð svæðaskipt.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Röð liða breytist í C riðli 1. deildar kvenna - 29.8.2016

Í samræmi við neðangreint ákvæði reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót breytist röð liða í C riðli 1. deildar kvenna á þann hátt að Hamrarnir enda í 2. sæti og Sindri í 3. sæti.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Breiðablik áfram eftir stórsigur í lokaleiknum - 28.8.2016

Kvennalið Breiðabliks er komið í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en liðið vann 8-0 sigur á Cardiff Met í lokaleik riðilsins sem leikinn var í Wales. Blikarnir höfðu fyrir leikinn unnið einn leik og gert eitt jafntefli og þurfti því sigur, helst stóran, til að vera öruggar áfram.

Lesa meira
 

Undanþága vegna félagaskipta markvarða - 26.8.2016

Framkvæmdastjóri KSÍ hefur, í samræmi við ákvæði 10.2. í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, samþykkt beiðnr frá Tindastóli og KFS um undanþágu fyrir félagaskipti markvarða í meistaraflokki kvenna annars vegar og meistaraflokki karla hinsvegar. Lesa meira
 

35 ár frá fyrsta landsleiknum - 26.8.2016

Leikurinn gegn Skotum er merkilegur, ekki bara fyrir þær sakir að Ísland getur þar tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM, heldur líka að þann 20. september eru nákvæmlega 35 ár síðan að íslenska kvennalandsliðið lék sinn fyrsta landsleik.

Lesa meira
 

A-karla - Ísland mætir Möltu í nóvember - 26.8.2016

KSÍ og Knattspyrnusamband Möltu hafa náð samkomulag um vináttulandsleik fyrir A-landslið karla. Leikurinn fer fram 15. nóvember næstkomandi á Ta'Qali, þjóðarleikvangi Maltverja. 

Lesa meira
 

Kvendómarakvartett á landsleik Íslands og Póllands - 26.8.2016

Fjórir kvendómarar dæmdu landsleik U19 ára landsliðs kvenna gegn Póllandi í gær í Sandgerði. Bríet Bragadóttir var aðaldómari en Rúna Kristín Stefánsdóttir og Jovana Vladovic voru aðstoðardómarar. Þá var Guðrún Fema Ólafsdóttir varadómari í leiknum.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Naumt tap gegn Póllandi - 26.8.2016

U19 ára landslið kvenna varð að lúta í lægra haldi gegn Póllandi í vináttulandsleik sem leikinn var í Sandgerði. Eitt mark var skorað í leiknum en það var Pólland sem skoraði í byrjun seinni hálfleiks. Íslenska liðið stóð sig vel í leiknum og átti í fullu tré við pólska liðið.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Öruggur Blikasigur gegn NSA Sofia - 25.8.2016

Blikar léku í dag sinn annan leik í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna en riðillinn er leikinn í Wales.  Leikið var gegn NSA Sofia frá Búlgaríu og unnu Blikar öruggan sigur, 5 - 0, eftir að hafa leitt með þremur mörkum í leikhléi. Lesa meira
 

A kvenna - Miðasala á lokaleiki undankeppni EM er hafin - 25.8.2016

Kvennalandsliðið leikur lokaleiki sína í undankeppni EM í september en þá ræðst hvort liðið tryggi sér farseðil á lokakeppni EM í Hollandi. Íslenska liðið er í góðri stöðu á toppi riðilsins en seinustu leikirnir eru gegn Slóveníu þann 16. september og Skotlandi þann 20. september.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Jafnt hjá Blikum í fyrsta leik - 24.8.2016

Breiðablik gerði jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna en leikið var gegn Spartak Subotica frá Serbíu.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Blika en serbneska liðið jafnaði í blálokin, með síðustu kollspyrnu leiksins.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Wales - Dagskrá - 24.8.2016

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Wales, 4. og 6. september.  Leikið verður ytra en þessir leikir eru undirbúningur fyrir riðil Íslands í undankeppni EM þar sem leikið verður gegn Tyrklandi, Lettlandi og Úkraínu.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem mætir N. Írlandi og Frakklandi - 24.8.2016

U21 karla leikur tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM í byrjun september. Fyrri leikurinn er gegn Norður Írum þann 2. september en seinni leikurinn er gegn Frökkum þann 6. september. Ísland er sem stendur í 2. sæti riðilsins með 12 stig en Frakkar eru á toppnum með 14 stig. Ísland hefur þó leikið einum leik minna en franska liðið.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland leikur vináttuleik við Pólland þann 25. ágúst - 24.8.2016

U19 ára landslið kvenna leikur vináttulandsleik við Pólland þann 25. ágúst, klukkan 18:00, á Sandgerðisvelli. Leikurinn er liður af undirbúningi liðsins fyrir Undankeppni EM sem fram fer í Finnlandi í september.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem mætir Úkraínu í undankeppni HM - 23.8.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt um leikmannahópinn sem mætir Úkraínu í Kiev þann 5. október en leikurinn er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM. Landsliðið mun koma saman í Frankfurt í Þýskalandi til æfinga en fer svo til Úkraínu í leikinn.

Lesa meira
 

Breiðablik hefur leik í Meistaradeild kvenna í dag, þriðjudag - 23.8.2016

Kvennalið Breiðabliks leikur í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunni en riðill er leikin í Wales þar sem efsta lið riðilsins fer beint í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Lesa meira
 

Vel heppnuð Bikarúrslitaráðstefna - 22.8.2016

KSÍ og Knattspyrnuþjálfara félag íslands héldu veglega Bikarúrslitaráðstefnu 12. – 13. ágúst. Þorkell Máni Pétursson var með leikgreiningu á liðum Breiðabliks og ÍBV sem léku til úrslita um Borgunarbikar kvenna á föstudagskvöldinu.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ – Vesturland - 19.8.2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Grundarfirði 22. ágúst.   Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

600 auka mótsmiðar fara í sölu í dag, föstudag - 18.8.2016

Vegna mikils áhuga á mótsmiðum fyrir undankeppni HM sem hefst í september hefur verið ákveðið að bæta við 600 mótsmiðum sem fara í sölu í dag, föstudag, og hefst miðasala klukkan 12:00 á www.midi.is

Lesa meira
 

Allir mótsmiðar á undankeppni HM eru uppseldir - 17.8.2016

Mótsmiðar á undankeppni HM sem fóru í sölu á miða.is í hádeginu í dag eru uppseldir. Alls er búið að selja 1500 mótsmiða sem gilda á alla heimaleiki Íslands í undankeppni HM. 

Lesa meira
 

Mikil stemning á sumarmóti FC Sækó - 17.8.2016

Þann 10. ágúst sl. fór sumarmót FC Sækó fram á Kleppsvellinum. Mótið er árlegur viðburður og að þessu sinni voru sex lið skráð til leiks. Ekki vantaði keppnisskapið í þátttakendur og tilþrifin sem sáust á vellinum voru oft á tíðum frábær.

Lesa meira
 

EM framlag til aðildarfélaga KSÍ - 16.8.2016

Á ársþingi KSÍ sem fram fór 13. febrúar sl. var tilkynnt að 300 m. kr. yrði úthlutað á árinu til aðildarfélaga KSÍ sem sérstakt EM framlag eða um 25% af greiðslunni frá UEFA. Í samræmi við auknar greiðslur UEFA til KSÍ vegna EM hefur stjórn KSÍ ákveðið að hækka framlagið til aðildarfélaga sambandsins í 453 m. kr. sem er um 25% af heildargreiðslu UEFA. Stjórn KSÍ hefur einnig ákveðið hvernig greiðslurnar skiptast á milli aðildarfélaga.

Lesa meira
 

Sænskur dómari dæmir leik Leiknis R. og Grindavíkur í Inkasso-deildinni - 15.8.2016

Sænskir dómarar munu dæma leik Leiknis R. og Grindavíkur í Inkasso-deildinni, þriðjudaginn 16. ágúst. Patrik Eriksson er dómari leiksins en annar af aðstoðardómurunum kemur einnigi frá Svíþjóð og heitir Pär Lindström.

Lesa meira
 

Mótsmiðasala fyrir undankeppni HM hefst á miðvikudaginn - 15.8.2016

Líkt og fyrir síðustu undakeppni EM karla verður nú hægt að kaupa mótsmiða á undankeppni HM karla sem hefst í september. Mótsmiði gildir á alla heimaleiki Íslands í undankeppni HM. Sala mótsmiða fer fram á www.midi.is og hefst miðvikudaginn 17. ágúst kl. 12:00.

Lesa meira
 

Valur er Borgunarbikarmeistari karla 2016 - 15.8.2016

Valsmenn eru Borgunarbikarmeistarar karla eftir að leggja ÍBV að velli í úrslitaleiknum sem fram fór á Laugardalsvelli í dag. Sigurður Egill Lárusson var hetja Valsmanna en hann skoraði bæði mörk liðsins í leiknum.

Lesa meira
 

Breiðablik er Borgunarbikarmeistari kvenna 2016 - 12.8.2016

Breiðablik er Borgunarbikarmeistari kvenna eftir 3-1 sigur á ÍBV á Laugardalsvelli. Blikar komust yfir strax á 2. mínútu leiksins þegar Olivia Chance skoraði og Blikar tvöfölduðu svo forystuna á 24. mínútu þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 – Suðurland - 12.8.2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Hvolsvelli þriðjudaginn 16 ágúst.  Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.  

Lesa meira
 

Þorvaldur Árnason dæmir úrslitaleik Borgunarbikars karla - 12.8.2016

Þorvaldur Árnason dæmir sinn fyrsta bikarúrslitaleik í dag en það er leikur Vals og ÍBV í Borgunarbikar karla. Þorvaldur, sem er FIFA-dómari, var valinn besti dómari umferða 1-11 í Pepsi-deildinni, bæði af Fótbolta.net og Pepsi-mörkunum.

Lesa meira
 

Erlendur dæmir úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 12.8.2016

Erlendur Eiríksson verður dómari á bikarúrslitaleik Breiðabliks og ÍBV í Borgunarbikar kvenna en leikurinn er klukkan 19:5 í kvöld, föstudag.

Lesa meira
 

Úrtökumót fyrir drengi 2016 á  Laugarvatni 19.-21. ágúst - 12.8.2016

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fer fram á Laugarvatni, dagana 19. - 21. ágúst.  Umsjón með mótinu hefur Freyr Sverrisson . Félög leikmanna og leikmenn eru beðin um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar:

Lesa meira
 

Valur mætir ÍBV í úrslitum Borgunarbikarsins í dag! - 12.8.2016

Það verður sannkölluð bikarhelgi um komandi helgi þegar leikið verður til úrslita í Borgunarbikar karla og kvenna. Borgunarbikarinn hefur verið æsispennandi í sumar og hápunkturinn verður svo á föstudag og laugardag á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

Þórður Þórðarson heldur áfram sem þjálfari U19 kvenna - 11.8.2016

KSÍ og Þórður Þórðarson hafa náð samkomulagi um framlengingu á samningi Þórðar með U19 ára landslið kvenna. Samningur Þórðar er til 1. maí 2018 en framlengist fram yfir lokakeppni EM 2018 komist liðið þangað.

Lesa meira
 

Norskir dómarar dæma leik Hauka og Þórs í Inkasso-deildinni - 11.8.2016

Norski dómarinn Torkjell Traedal mun dæma leik Hauka og Þórs í Inkasso-deildinni sem fram fer á Ásvöllum, fimmtudaginn 11. ágúst. Samlandi hans, Thomas Skaiaa, mun verða honum til aðstoðar.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland vann silfrið á opna Norðurlandamótinu - 9.8.2016

U17 ára lið karla hampaði silfrinu á opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Finnlandi. Danmörk vann úrslitaleikinn 2-0 en bæði mörk leiksins komu í upphafi leiksins.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland leikur til úrslita í dag á opna Norðurlandamótinu - 9.8.2016

U17 ára landslið karla leikur í dag úrslitaleikinn á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi. Mótherjar Íslands í leiknum eru Danir. Ísland vann sigra á Svíum og Færeyingum en tapaði gegn Svartfjallalandi í riðlakeppninni.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland leikur til úrslita eftir sigur á Svíþjóð - 7.8.2016

U17 karla leikur til úrslita á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi. Strákarnir okkar unnu góðan 2-1 sigur á Svíþjóð í dag og það er því ljóst að Ísland leikur til úrslita á þriðjudaginn. Frábær árangur hjá strákunum.

Lesa meira
 

A karla - Mótsmiðasala fyrir undankeppni HM hefst vikuna 15. - 19. ágúst - 5.8.2016

Hægt verður að kaupa mótsmiða á undankeppni HM karla sem hefst í september. Mótsmiði gildir á alla leiki í undankeppni HM sem leiknir eru á Íslandi.

Lesa meira
 

A karla - Helgi Kolviðsson ráðinn sem aðstoðarlandsliðsþjálfari - 5.8.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er samningsbundinn næstu tvö árin eða fram yfir lokakeppni HM í Rússlandi. Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari, mun áfram starfa með landsliðinu en hann hefur séð um markmannsþjálfun landsliðsins undanfarin ár. Helgi Kolviðsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarlandsliðsþjálfari en hann var í starfsliði landsliðsins á EM í Frakklandi.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stúlkur á höfuðborgarsvæðinu - 4.8.2016

Halldór Björnsson, yfirmaður hæfileikamótunar, mun vera með æfingar laugardaginn 13. ágúst  fyrir stúlkur á höfuðborgarsvæðinu fæddar 2002.  

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir drengi á höfuðborgarsvæðinu - 4.8.2016

Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingar föstudaginn 12. ágúst fyrir drengi á höfuðborgarsvæðinu, fædda 2002.

Lesa meira
 

U17 karla - Tap gegn Svartfjallalandi - 3.8.2016

U17 ára landslið karla tapaði 0-1 í fyrsta leik sínum á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svartfjallalandi. Næsti leikur Íslands er gegn Færeyjum á föstudaginn og hefst leikurinn klukkan 16:00.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland hefur leik á opna Norðurlandamótinu í dag - 3.8.2016

U17 ára lið karla leikur í dag á opna Norðurlandamótinu sem hefst í dag. Ísland er í riðli með Svíum, Svartfellingum og Færeyingum en fyrsti leikur Íslands er gegn Svartfjallalandi.

Lesa meira
 

Bikarúrslitaráðstefna KSÍ og Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands - 3.8.2016

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands kynnir glæsilega bikarúrslitaráðstefnu sem haldin verður í tengslum við bikarúrslitaleiki karla og kvenna, föstudaginn 12. ágúst og laugardaginn 13. ágúst. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er Heimir Hallgrímsson þjálfari A-landslið karla. Heimir mun fara ítarlega yfir vegferð íslenska landsliðsins á EM

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - ÍBV og Valur leika til úrslita - 2.8.2016

ÍBV og Valur leika til úrslita í Borgunarbikar karla en Eyjamenn unnu FH 1-0 á Hásteinsvelli í seinni leik undanúrslita. Valsmenn voru búnir að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum með því að vinna Selfoss á JÁ-verk vellinum og munu bikarmeistararnir því fá tækifæri á að verja titilinn.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög