Fréttir

Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar sunnudaginn 31. júlí - 29.7.2016

Sunnudagurinn 31. júlí, er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, sunnudaginn 31. júlí.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrtökumót fyrir stúlkur 2016 á  Laugarvatni 12.-14. ágúst - 29.7.2016

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur fer fram á Laugarvatni, dagana 12. - 14. ágúst. Umsjón með mótinu hefur Úlfar Hinriksson og honum til aðstoðar er Mist Rúnarsdóttir. Félög leikmanna og leikmenn eru beðin um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar:

Lesa meira
 

Þorvaldur dæmir í Hvíta Rússlandi - 28.7.2016

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik FC Torpedo-Belaz Zhodino og Rapid Vín í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Zhodino í Hvíta Rússlandi.  Þetta er fyrri viðureign liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA. Lesa meira
 

Dómaramál - Sex dómarar á undanúrslitum Borgunarbikars karla - 26.7.2016

Sex dómarar verða á leikjum í undanúrslitum Borgunarbikars karla sem fram fara á miðvikudag og fimmtudag. Þetta fyrirkomulag þekkist m.a. frá úrslitakeppni EM í sumar.  Í leikjunum verður dómari, tveir aðstoðardómarar, tveir auka aðstoðardómarar og fjórði dómari.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Hvaða lið komast í úrslitaleik karla? - 26.7.2016

Það kemur í ljós í vikunni hvaða lið mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla. Á morgun, miðvikudag, er fyrri leikurinn í undanúrslitum þar sem Selfyssingar taka á móti ríkjandi Borgunarbikarmeisturunum Vals á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - ÍBV og Breiðablik mætast í úrslitaleiknum - 26.7.2016

Það liggur fyrir hvaða lið mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna en það verða ÍBV og Breiðablik sem munu leiða sama hesta sína á Laugardalsvelli þann 12. ágúst klukkan 19:15.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópurinn valinn fyrir Norðurlandamótið í Finnlandi - 25.7.2016

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Finnlandi en leikið verður dagana 3. - 9. ágúst.  Hópurinn verður við æfingar 28. - 30. júlí.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Hvaða félög komast í úrslitaleikinn? - 22.7.2016

Það skýrist á morgun hvaða félög leika til úrslita í Borgunarbikar kvenna í ár en úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 12. ágúst.  Í kvöld, föstudaginn 22. júlí, mætast Stjarnan og Breiðablik á Samsung vellinum en á morgun, laugardaginn 23. júlí, eigast við Þór/KA og íBV á Þórsvelli. Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna - Harpa valin best í fyrri hlutanum - 22.7.2016

Í dag var tilkynnt um hverjir skipa úrvalslið fyrstu níu umferðanna í Pepsi-deild kvenna en athöfnin fór fram í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni, var valin besti leikmaður umferðanna og þjálfari hennar, Ólafur Þór Guðbjörnssn var valinn besti þjálfarinn.  Bríet Bragadóttir var valin besti dómari umferðanna og þá fengu stuðningsmenn Breiðabliks viðurkenningu fyrir sína frammistöðu á pöllunum.

Lesa meira
 

Evrópudeildin - KR úr leik eftir tap í Sviss - 22.7.2016

KR-ingar eru úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-1 tap gegn Grasshopper í Sviss. Fyrri leikurinn endaði 3-3 á Alvogen-vellinum og vinnur Grasshopper því samanlagt 5-4. Morten Beck Andersen skoraðimark KR í leiknum en Rúnar Már Sigurjónsson skoraði bæði mörk Grasshopper.

Lesa meira
 

Fyrirlestur fitnessþjálfara Frankfurt á myndbandsformi - 22.7.2016

Alvaro Molinos, fitnessþjálfari kvennaliðs Frankfurt í knattspyrnu, verður með fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 18. júlí kl. 12.00-13.00. Molinos er Spánverji með meistaragráðu bæði í íþrótta- og næringarfræði.

Lesa meira
 
FH

Meistaradeild Evrópu - FH úr leik eftir jafntefli á heimavelli - 20.7.2016

FH er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Dundalk frá Írlandi í seinni leik liðanna sem fram fór í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Írlandi og því komst Dundalk áfram með fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Lesa meira
 

Enskir gestadómarar á Íslandi - 20.7.2016

Á landinu eru staddir enskir dómarar sem munu dæma leiki í Pepsi-deildinni og Inkasso-deildinni á næstunni. Íslenskir dómarar fara reglulega og dæma leiki í erlendum deildum og fáum við að sama skapi góða gesti sem dæma hér á Íslandi.

Lesa meira
 

Sara Björk í 19. sæti yfir bestu knattspyrnukonur Evrópu - 19.7.2016

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, landsliðskona, er í 19. sæti yfir bestu knatt­spyrnu­kon­ur Evr­ópu á tíma­bil­inu 2015–2016. Þetta er í fyrsta skipti sem ís­lensk­ur leikmaður kemst á blað í þessu kjöri, hvort sem er í kvenna- eða karla­flokki.

Lesa meira
 

Evrópukeppnir - FH og KR leika í vikunni - 18.7.2016

FH og KR leika í Evrópukeppni í vikunni en bæði lið eiga seinni leiki sína í þessari umferð. FH-ingar leika við Dundalk frá Írlandi á Kaplakrika en FH gerði 1-1 jafnrefli við liðið á útivelli og er í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 – leikmenn fæddir 2000 - 15.7.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 – Norðurland - 15.7.2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Dalvík þriðjudaginn 19.júlí.  Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

Evrópudeildin - KR og Grasshopper skildu jöfn í markaleik - 14.7.2016

KR og svissneska liðið Grasshopper gerðu 3-3 jafntefli á KR-velli í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Það leit ekki vel út fyrir KR í hálfleik en svissneska liðið leiddi þá 0-2. Góð byrjun á seinni hálfleik og vítaspyrna undir lok leiksins tryggðu KR að lokum jafntefli í leiknum.

Lesa meira
 
Haukur Hinriksson

Haukur tekur við sem leyfisstjóri KSÍ - 14.7.2016

Þann 1. júlí sl. tók Haukur Hinriksson við af Ómari Smárasyni sem leyfisstjóri KSÍ. Ómar hefur farið með stjórn leyfismála hjá KSÍ frá því leyfiskerfið var innleitt í íslenska knattspyrnu haustið 2002 en lætur nú af störfum eftir sitt 14. tímabil sem leyfisstjóri.  Haukur, sem er lögfræðingur að mennt, hóf störf hjá KSÍ 1. janúar 2016. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar föstudaginn 15. júlí - 14.7.2016

Föstudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.

Lesa meira
 

Íslenskir dómarar í verkefnum erlendis - 14.7.2016

Íslenskir dómarar eru að dæma víðsvegar um þessar mundir í Evrópukeppnum. Um er að ræða verkefni í Evrópudeildinni og á lokamóti U19 karla sem fram fer í Þýskalandi.

Lesa meira
 

A karla - Ísland aldrei ofar á heimslista FIFA - 14.7.2016

Ísland stökk upp um 12. sæti á heimslista FIFA sem var birtur í morgun. Það er því ljóst að Ísland hefur aldrei komist ofar á listanum en gott gengi Íslands á EM í sumar hefur mest um stöðu liðsins að segja.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - FH gerði 1-1 jafntefli við Dundalk - 14.7.2016

FH-ingar gerðu 1-1 jafntefli við írska liðinu Dundalk á útivelli og eru því í ágætri stöðu fyrir sinni leik liðanna sem fram fer á Kaplakrika n.k. miðvikudag. Dundalk komst yfir í leiknum á 66. mínútu en Steven Lennon jafnaði metin á 77. mínútu leiksins sem varð lokastaða leiksins.

Lesa meira
 

Evrópudeildin - KR mætir Grasshopper í kvöld - 14.7.2016

KR-ingar leika í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld gegn svissneska liðinu Grasshopper. KR vann 8-1 samanlagt sigur á Norður Írska liðinu Glenovan og þarf nú að takast á við töluvert sterkari mótherja.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - FH mætir Dundalk á miðvikudag - 11.7.2016

FH-ingar leika í vikunni í Meistaradeild Evrópu en fyrsta viðureign Hafnfirðinga er á Írlandi þar sem liðið mætir Dundalk. Leikurinn fer fram á Oriel Park vellinum í Dundalk en völlurinn tekur 4500 manns í sæti.

Lesa meira
 

EM 2016 - Portúgal er Evrópumeistari - 10.7.2016

Portúgal varð í kvöld Evrópumeistari í knattspyrnu eftir að vinna heimamenn í Frakklandi 1-0 eftir framlengingu. Eder skoraði eina mark leiksins á 109. mínútu leiksins og það tryggði Portúgal sinn fyrsta Evrópumeistaratitil.

Lesa meira
 

Birkir Sigurðsson aðstoðardómari í leik Portúgals og Austurríkis - 10.7.2016

Birkir Sigurðsson er aðstoðardómari í leik Portúgals og Austurríkis á lokakeppni EM U19 ára karla sem fram fer í Þýskalandi. Leikurinn fer fram á morgun, mánudag.

Lesa meira
 

Pepsi-deildin - Lars dæmir leik KR og Víkings Ó. - 10.7.2016

Lars Müller mun dæma leik KR og Víkings Ólafsvíkur í Pepsi-deild karla sem fram fer sunnnudaginn 10. júlí kl. 16.00 á Alvogenvellinum.

Lesa meira
 

Pepsi-deildin á fulla ferð - 9.7.2016

Það er leikið í Pepsi-deildum karla og kvenna um helgina en nú er Pepsi-deild karla komin á fulla ferð eftir EM-ævintýrið. Það er heil umferð í Pepsi-deild kvenna á föstudagskvöldið og svo er aftur leikið á miðvikudagskvöld og þá er aftur heil umferð í deildinni.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik Breiðabliks og ÍA breytt  - 8.7.2016

Leik Breiðabliks og ÍA í Pepsi-deild karla hefur verið breytt.  Nýr leikdagur og tími er mánudagurinn 11. júlí kl. 19:15 á Kópavogsvelli. Lesa meira
 
Fram

Aðstoðarþjálfari Fram í tveggja leikja bann - 8.7.2016

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum 7. júlí síðastliðinn að sekta knattspyrnudeild Fram um kr. 50.000,- og úrskurða Zeljko Sankovic aðstoðarþjálfara Fram í tveggja leikja bann, vegna framkomu hans við dómara eftir leik.

Lesa meira
 

Evrópudeildin - KR áfram, Valur og Blikar úr leik - 7.7.2016

KR er komið áfram í Evrópudeildinni eftir 6-0 sigur gegn Glonavon frá Norður Írlandi í kvöld á útivelli. KR vann heimaleik liðanna 2-1 og er því komið áfram með 8-1 samanlagt. KR mætir svissneska liðinu Grasshopper í næstu umferð Evrópudeildarinnar.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Öruggur sigur á Finnum - 7.7.2016

Stelpurnar í U17 unnu öruggan sigur á Finnum í dag með fjórum mörkum gegn engu.  Liðið tryggði sér þar með fimmta sætið á Norðurlandamótini sem leikið var í Noregi.  Okkar stelpur höfðu yfirhöndina allan leikinn og leiddu með einu marki í leikhléi.

Lesa meira
 

Birkir að störfum í úrslitakeppni U19 karla - 7.7.2016

Birkir Sigurðarson verður einn af aðstoðardómurum í úrslitakeppni U19 karla en keppnin fer fram í Þýskalandi, 11. - 24. júlí.  Birkir er einn af 8 aðstoðardómurum í kepninni en opnunarleikur mótsins verður leikur Þýskalands og Ítalíu sem fram fer í Stuttgart.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir í Póllandi - 7.7.2016

Gunnar Jarl Jónsson verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik Cracovia frá Póllandi og Shkëndija frá Makedóníu.  Leikið er í Kraká í Póllandi en þetta er seinni viðureign liðanna í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA en gestirnir unnu fyrri leikinn, 2 - 0.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Finnum - 7.7.2016

Stelpurnar í U17 leika í dag um fimmta sætið á Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi.  Leikið verður gegn Finnum og hefst leikurinn kl. 11:00 að íslenskum tíma.  Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt og er það þannig skipað: Lesa meira
 

Knattspyrnan er sameiningarafl - 6.7.2016

Í knattspyrnunni sameinast stuðningsmenn af ólíku þjóðerni og uppruna. Sameiginlegur áhugi stórs hluta mannkyns á þessari íþrótt sem okkur þykir svo vænt um færir fólk nær hvert öðru og við notum íþróttina markvisst til að færa fólk saman, en ekki til að stía því í sundur. 

Lesa meira
 

Evrópudeildin - Valur, KR og Breiðablik í eldlínunni á fimmtudaginn - 6.7.2016

Það er leikið í forkeppni Evrópudeildarinnar í vikunni en Valur, KR og Breiðablik leika öll á útivelli á fimmtudaginn.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Undanúrslit karla og kvenna - 6.7.2016

Það er ljóst hvaða félög mætast í undanúrslitum í Borgunarbikar karla og kvenna en dregið var í hádeginu.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Jafntefli gegn Frökkum - 5.7.2016

Stúlkurnar í U-17 gerðu jafntefli við Frakkland í dag.  Eftir góða byrjun okkar stúlkna skoruðu Frakkarnir á 25. mínútu og var það nokkuð gegn gangi leiksins en markið kom upp úr afar vel útfærðri hornspyrnu. Þannig var staðan þegar flautað var til leikhlés. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 5.7.2016

Stelpurnar í U17 kvenna verða í eldlínunni í dag þegar þær mæta Frökkum í lokaleik liðsins í riðlakeppni Norðurlandamótsins.  Leikið er í Noregi en áður hafði Ísland lagt Danmörku en tapað fyrir heimastúlkum. Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland úr leik á EM eftir tap gegn heimamönnum - 3.7.2016

Ísland er úr leik á EM eftir að komast í 8-liða úrslit mótsins. Franska liðið reyndist of stór biti til að kyngja og svo fór að Frakkar unnu leikinn 2-5 og eru komnir áfram í undanúrslit. Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Lesa meira
 

EM 2016 - Sama byrjunarlið og gegn Englandi - 3.7.2016

Byrjunarlið Íslands sem leikur gegn Frakklandi í kvöld hefur verið tilkynnt. Það er sama byrjunarlið og hefur hafið leik í öllum leikjum Íslands í keppninni. 

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland mætir Frökkum í dag - 3.7.2016

Ísland og Frakkland leik í dag á Stade de France í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi. Það þarf ekki að taka fram að karlalandsliðið hefur aldrei náð víðlíka árangri en enn sem komið er hefur Ísland ekki tapað leik í lokakeppni stórmóts.

Lesa meira
 

EM 2016 - Hannes Þór: „Maður lætur sig dreyma um ýmislegt” - 2.7.2016

Hannes Þór Halldórsson, markmaður íslenska liðsins, segir ferðalag Íslands á EM hafa verið lygasögu líkast. Aðspurður um hvort honum hafi dreymt um slíka velgengni á mótinu segir Hannes að hann hafi klárlega látið sig dreyma um ýmislegt.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Leikið er í bikarnum næstu daga - 2.7.2016

Það er leikið í Borgunarbikarnum um helgina og í komandi viku. Í Borgunarbikar karla eru tveir leikir á sunnudag en það eru leikir Breiðabliks og ÍBV annarsvegar og leikur Vals og Fylkis. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14:00.

Lesa meira
 

EM 2016 - Sagan á bandi Frakka úr viðureignum þjóðanna - 2.7.2016

Ísland og Frakkland hafa mæst 11 sinnum á knattspyrnuvellinum. Ísland hefur aldrei náð að bera sigur úr býtum úr viðureignum þjóðanna. Markatalan er vissulega á bandi Frakka en Ísland hefur skorað 8 mörk gegn 30 mörkum franska liðsins.

Lesa meira
 

Upptökur af fyrirlestrum um árangur karlalandsliðsins aðgengilegar - 2.7.2016

Í lok maí stóðu KSÍ og KÞÍ fyrir málstofu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Yfirskrift málstofunnar var Hvað getum við lært af árangri karlalandsliðsins í knattspyrnu?

Lesa meira
 

U17 kvenna - Öruggur sigur á Dönum - 2.7.2016

Stúlkurnar í U-17 sigruðu Dani nokkuð auðveldlega á Norðurlandamótinu sem haldið er í Noregi. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 18.mínútu og var þar að verki Stefanía Ragnarsdóttir.

Lesa meira
 

EM 2016 - Seinasti fjölmiðlafundurinn í Annecy… í bili - 1.7.2016

Seinasti fjölmiðlafundur Íslands í Annecy var haldin í morgun þar sem Lars Lagerbäck, Birkir Már Sævarsson og Jón Daði Böðvarsson sátu fyrir svörum. Á fundinum var rætt um komandi stórleik við Frakka sem og um undirbúning liðsins og, já, eplasafa.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland leikur við Danmörku í dag - 1.7.2016

U17 ára lið kvenna leikur í riðlakeppni í Norðurlandamóti í dag en þetta er fyrsti leikur Íslands í riðlinum. Leikurinn hefst klukkan 13:00 en leikið er í Noregi.

Lesa meira
 

Evrópudeildin - KR vann, Valur og Blikar töpuðu - 1.7.2016

KR-ingar unnu Glenovan frá Norður Írlandi 2-1 á Alvogen-vellinum í gær. KR lenti undir í leiknum en Pálmi Rafn Pálmason og Hólmbert Friðjónsson skoruðu tvívegis fyrir KR sem tryggði sér mikilvægan 2-1 sigur.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög