Fréttir

Evrópudeildin - Þrír leikir í kvöld á heimavelli - 30.6.2016

Íslensk félagslið eru í eldlínunni í kvöld í Evrópudeildinni en Valur, KR og Breiðablik leika öll í forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikirnir eru allir á Íslandi en liðin leika svo aftur eftir viku erlendis.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ertu að fara til Parísar? - Helstu upplýsingar - 30.6.2016

Það eru margir sem eru að fara til Parísar í Frakklandi til að sjá leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM. Leikurinn fer fram á sunnudagskvöld og mun KSÍ vera með skrifstofu í París sem verður opin frá föstudegi og fram að leik á sunnudag. Á skrifstofunni verður reynt að veita m.a. upplýsingar um miðamál en minnt er á að miðasala er einungis á vegum UEFA.

Lesa meira
 

Íslenskir dómarar í verkefnum erlendis - 29.6.2016

Íslenskir dómarar eru á faraldsfæti um þessar mundir þar sem þeir taka þátt í erlendum verkefnum. Dómararnir munu dæma í forkeppni Evrópudeildarinnar sem er leikin í þessari viku.

Lesa meira
 

EM 2016 - Fjölmiðlafundur 29. júní - 29.6.2016

Enn eitt metið var slegið í fjölda fjölmiðlamanna á fundi með þjálfurunum liðsins í Annecy í dag. Milli 60-70 fjölmiðlamenn mættu á fundinn en mikill áhugi er skiljanlega fyrir leik Íslands og Frakklands sem fram fer á sunnudaginn.

Lesa meira
 

Breytingar á leiktímum í Borgunarbikarnum - 29.6.2016

Eftirfarandi leikjum í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla hefur verið breytt. Vinsamlega takið mið af þessu og sendið áfram eins og þurfa þykir.

Lesa meira
 

EM 2016 - Miðasala á leik Íslands og Frakklands hefst klukkan 12:00 á þriðjudag - 27.6.2016

Miðar á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum fara í sölu klukkan 12:00 á morgun (28. júní) á vef UEFA. Hægt er að fara í röð í miðasöluna klukkan 11:45.

Lesa meira
 

EM 2016 - ÍSLAND Í 8-LIÐA ÚRSLIT! - 27.6.2016

Ísland vann England 2-1 í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. Ísland lék skínandi góðan leik og átti sigurinn fyllilega skilið. Mörk Íslands komu bæði í fyrri hálfleik en það voru samt Englendingar sem komust yfir í leiknum með marki úr vítaspyrnu.

Lesa meira
 

EM 2016 - Sama byrjunarlið og gegn Austurríki - 27.6.2016

Byrjunarlið Íslands sem leikur gegn Englandi í kvöld hefur verið tilkynnt. Það er sama byrjunarlið og hefur hafið leik í öllum leikjum Íslands í keppninni.

Lesa meira
 

EM 2016 - Leikvangur dagsins er Stade de Nice (Allianz Arena) - 27.6.2016

Ísland og England mætast í kvöld í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi en leikurinn fer fram á hinum glæsilega Stade de Nice (Allianz Arena) í Nice. Leikvangurinn tekur 35.624 áhorfendur í sæti en leikvangurinn er frekar lítill miðað við þá velli sem Ísland hefur leikið á í keppninni.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland mætir Englandi í dag - 27.6.2016

Ísland leikur við Englandi í 16-liða úrslitum í dag í Nice. Leikurinn er leikinn á Stade de Nice sem tekur um 36.000 manns í sæti en mun meiri eftirspurn hefur verið eftir miðum en framboð. Það var ansi fljótlega uppselt á þennan stórleik og má búast við mikilli stemningu á leiknum.

Lesa meira
 

Skrifstofa KSÍ er lokuð mánudaginn 27. júní - 26.6.2016

Skrifstofa KSÍ er lokuð á morgun, mánudaginn 27. júní, en aftur verður opnað í hádeginu þriðjudaginn 28. júní. Ef nauðsynlega þarf að ná í starfsmenn mótadeildar þá er hægt að hringja í síma 896 4474 (Birkir) eða 661 8183 (Guðlaugur).

Lesa meira
 

EM 2016 - Slóveni dæmir leik Íslands og Englands - 25.6.2016

Slóveninn Damir Skomina dæmir leik Íslands og Englands á mánudaginn í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Skomina er 39 ára en hann fæddist í borginni Koper í suðvesturhluta Slóveníu.

Lesa meira
 

EM 2016 - Eiður Smári: „Viðurkenni að ég var stressaður” - 25.6.2016

Það var aftur fjölmennt á fjölmiðlafundi íslenska landsliðsins í Annecy í dag. Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum og var mikill áhugi enskra fjölmiðla á leiknum.

Lesa meira
 

Úrskurður í máli HK/Víkings gegn Breiðablik/Augnablik - 24.6.2016

Á fundi sínum 21. júní síðastliðinn tók Aga- og úrskurðarnefnd fyrir mál HK/Víkings gegn Breiðabliki/Augnabliki vegna leik liðanna í 2. flokki kvenna.  Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði.

Lesa meira
 

Ísland upp um fimm sæti á heimslista FIFA - 24.6.2016

Íslenska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu fer upp um fjög­ur sæti á heimslista FIFA sem gef­inn var út í morg­un og hækk­ar sig um fjög­ur sæti frá því list­inn var síðast gef­inn út.

Lesa meira
 

Breiðablik leikur í Wales í Meistaradeild Evrópu kvenna - 24.6.2016

Það var dregið í dag í Meistaradeild Evrópu kvenna en Breiðablik var í pottinum. Breiðablik dróst með Cardiff Met frá Wales, ŽFK Spartak frá Serbíu og NSF Sofia frá Búlgaríu en riðillinn verður leikinn í Wales.

Lesa meira
 

EM 2016 - Mikill áhuga fjölmiðla á íslenska liðinu - 24.6.2016

Mikill fjöldi fjölmiðlamanna mætti á fund íslenska liðsins í dag þar sem Lars Lagerbäck, Arnór Ingi, og Theódór Elmar sátu fyrir svörum. Enskir fjölmiðlar fjölmenntu á fundinn og spurði mikið útí leikinn en einnig um sögu íslenska liðsins og auðvitað sýn Lars á gengi Íslands.

Lesa meira
 

EM 2016 - Heimir Hallgrímsson: „Nýr dagur, sólin skín, getur ekki verið betra” - 23.6.2016

Heimir Hallgrímsson, landliðsþjálfari, var glaður í bragði þegar fjölmiðlar ræddu við hann á æfingarsvæði liðsins í Annecy í dag. Heimir byrjaði að tala um nýjan dag, yndislegan, með sól í heiði.

Lesa meira
 

Miðasala á Ísland - England hefst kl. 12:00 í dag, fimmtudag - 23.6.2016

Eins og kunnugt er mætast Ísland og England í 16-liða úrslitum EM karla 2016.  Leikurinn fer fram í Nice á mánudag.  Miðasala á leikinn hefst í dag, fmmtudag kl. 12:00 að íslenskum tíma og fer öll miðasalan fram í gegnum miðasöluvef UEFA.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland mætir Englandi í Nice - 22.6.2016

Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum en England varð í 2. sæti í B-riðli og það er því ljóst að við etjum kappi við enska landsliðið. Leikurinn fer fram í Nice á mánudagskvöldið og er flautað til leiks klukkan 21:00 (19:00 að íslenskum tíma).

Lesa meira
 

EM 2016 - ÍSLAND Í 16-LIÐA ÚRSLIT! - 22.6.2016

Ísland er komið í 16-liða úrslit á EM eftir 2-1 sigur á Austurríki. Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Lesa meira
 

EM 2016 - Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki - 22.6.2016

Ísland leikur klukkan 16:00 við Austurríki í F-riðli en möguleikar Íslands á að komast áfram eru góðir. Sigur tryggir Íslandi sæti í 16-liða úrslitum en jafntefli kemur liðinu að öllum líkindum áfram í keppninni.

Lesa meira
 

EM 2016 - Athugið að Fan Zone í Saint-Denis er einungis opið frá 17:30 - 20:30 á leikdag - 22.6.2016

Þeir sem eru að fara á Ísland - Austurríki og ætluðu á Fan Zone í Saint Denis ná ekki að gera það fyrir leikinn en Fan Zone er einungis opið frá klukkan 17:30-20:30 af öryggisástæðum. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og löngu fyrir þann tíma þurfa stuðningsmenn Íslands að vera komnir í stúkuna á Stade de France.

Lesa meira
 

FH mætir írska liðinu Dundalk í Meistaradeild Evrópu - 20.6.2016

FH mæt­ir írska liðinu Dundalk í ann­arri um­ferð í for­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu karla. FH-ing­ar sitja hjá í fyrstu um­ferð og í þegar dregið var í aðra um­ferðina í Nyon í Sviss í dag voru þeir í efri styrk­leika­flokkn­um. Tak­ist FH-ing­um að slá út and­stæðinga sína í ann­arri um­ferð eru þeir bún­ir að tryggja sér tvær um­ferðir í viðbót. Liðin sem tapa í þriðju um­ferð Meist­ara­deild­ar­inn­ar fara í fjórðu um­ferð Evr­ópu­deild­ar­inn­ar og leika þar um sæti í riðlakeppn­inni. 

Lesa meira
 

EM 2016 - Lokaleikur riðilsins á hinum glæsilega Stade de France - 20.6.2016

Lokaleikur Ísland í F-riðli gegn Austurrík verður leikinn á einum glæsilegasta leikvangi heims, það er Stade de France sem er staðsettur í St. Denis sem er við París.

Lesa meira
 

EM 2016 - Stutt saga Austurríkismönnum hagstæð - 20.6.2016

Ísland og Austurríki eiga ekki langa sögu hvað varðar leiki. Liðin hafa þrívegis mæst á knattspyrnuvellinum og tvisvar hafa liðin sæst á skiptan hlut en einu sinni unnu Austurríkismenn.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland mætir Austurríki í dag - MÆTIÐ SNEMMA! - 20.6.2016

Ísland leikur seinasta leik sinn í riðlakeppni EM í Frakklandi í dag en það eru Austurríkismenn sem eru mótherjar Íslands í leiknum. Það er ljóst að sigur í leiknum fleytir íslenska liðinu áfram í 16-liða úrslit en eitt stig gæti einnig gert það eins lengi og úrslit í öðrum riðlum eru okkur hagstæð.

Lesa meira
 

EM 2016 - Fjölmiðlafundur í Annecy - 20.6.2016

Íslenska landsliðið hélt fjölmiðlafund í dag þar sem ræddur var komandi leikur við Austurríki og farið yfir leikinn við Ungverja. Varnarmennirnir Ragnar Sigurðsson, sem varð þrítugur í gær, og Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum ásamt Heimi Hallgrímssyni.

Lesa meira
 

EM 2016 - Miðar á leik Íslands og Austurríkis - 19.6.2016

Hægt er að kaupa miða á leik Íslands og Austurríkis í úrslitakeppni EM karla, en leikurinn fer fram í St. Denis í nágrenni Parísar þann 22. júní næstkomandi.  Miðasalan, sem er á vef UEFA og verður opin á meðan miðar eru til.  Ekki liggur fyrir hversu margir miðar er til sölu.

Lesa meira
 

ICELAND styður ÍSLAND með stolti á EM - 19.6.2016

KSÍ og ICELAND Frozen Food  hafa gert samkomulag um markaðsherferð á samfélagmiðlum undir yfirskriftinni „ICELAND proud to support ICELAND“, eða „ICELAND styður ÍSLAND með stolti“ og verður unnið með myllumerkið #ComeOnIceland í herferðinni.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland getur unnið riðilinn - 18.6.2016

Sú áhugaverða staða er uppi í F-riðli að Ísland getur unnið riðilinn. Eftir leiki kvöldsins er Ísland með 2 stig og í 2. sæti riðilsins en Ungverjar eru á toppnum með 4 stig. Portúgal er með 2 stig eins og Ísland en hefur skorað marki minna en íslenska liðið. Austurríki rekur lestina með 1 stig eftir jafnteflið í kvöld.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ragnar Sigurðsson: „Þetta var fáránlega svekkjandi” - 18.6.2016

Ragnar Sigurðsson átti góðan leik í vörn Íslands í kvöld. Ragnar segir liðið hafa varist full mikið í leiknum á kostnað sóknarleiksins. „Þetta var fáránlega svekkjandi. Við náðum að verjast vel allan leikinn, en vorum kannski að verjast of mikið," sagði Ragnar í samtali við fjölmiðla í leikslok.

Lesa meira
 

EM 2016 - Birkir Már: „Erfitt að lýsa því hvað ég er svekktur” - 18.6.2016

Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í kvöld er hann reyndi að hreinsa boltann úr vítateig íslenska liðsins. Skiljanlega var Birkir ekki upplitsdjarfur eftir leikinn.

Lesa meira
 

EM 2016 - Sárgrátlegt jafntefli gegn Ungverjum - 18.6.2016

Ísland gerði í kvöld jafntefli við Ungverja í Marseille. Mark Íslands kom úr vítaspyrnu en það var Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði eftir að brotið var á Aroni Einari í vítateignum. Ungverjar náðu að jafna metin undir lok leiksins en það var Birkir Már Sævarsson sem varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark eftir sendingu fyrir mark Íslands.

Lesa meira
 

EM 2016 - Sama byrjunarlið og gegn Portúgal - 18.6.2016

Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað. Leikurinn fer fram í Marseille og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu í sjónvarpi Símans. Liðið er óbreytt frá seinasta leik gegn Portúgal en sá leikur endaði með 1-1 jafntefli.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland og Ungverjaland hafa mæst 10 sinnum - 18.6.2016

Ísland og Ungverjaland hafa mæst 10 sinnum í gegnum tíðina. Ísland hefur unnið 3 leiki af þessum 10 en þeir sigrar komu allir á árunum 1992-1995. Fyrsti leikur liðanna var árið 1988 í vináttuleik og unnu Ungverjar leikinn 3-0.

Lesa meira
 

EM 2016 - Stade Vélodrome er leikvangur dagsins - 18.6.2016

Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram á hinum stórglæsilega Stade Vélodrome sem er í Marseille. Leikvangurinn tekur 67.394 áhorfendur í sæti og er talinn af mörgum einn glæsilegasti leikvangur Frakklands.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland leikur við Ungverja í dag - 18.6.2016

Ísland leikur annan leik sinn á EM í dag þegar liðið mætir Ungverjum í Marseille. Það fór varla framhjá neinum að Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik mótsins þar sem Birkir Bjarnason skoraði jöfnunarmark Íslands. Mótherjar Íslands í dag eru Ungverjar sem komu nokkuð á óvart með því að leggja Austurríki að velli í fyrsta leik sínum á mótinu.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland gat ekki æft á Stade Vélodrome útaf AC/DC - 17.6.2016

Landsliðið gat ekki æft á Stade Vélodrome þar sem leikur Íslands og Ungverjaland fer fram á morgun og er ástæðan hin undarlegasta. Málið er að rokkhljómsveitin AC/DC var með tónleika nýverið á vellinum og það fór algjörlega með grasið á vellinum.

Lesa meira
 

Ertu að fara til Marseille? - 16.6.2016

Það var glæsilegt blátt haf stuðningsmanna sem prýddu leikvanginn í Saint Etienne á þriðjudaginn þegar Ísland mætti Portúgal.  Það lítur út fyrir að ekki verði færri Íslendingar á vellinum í Marseille en þangað liggur nú straumurinn þar sem Ísland mætir Ungverjum á laugardaginn.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn fyrir Norðurlandamótið í Noregi - 16.6.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í Norðurlandamóti U17 kvenna.  Mótið fer fram í Noregi að þessu sinni og verður leikið í Sarpsborg og Moss, dagana 1. - 7. júlí. Lesa meira
 

EM 2016 - Jóhann Berg mundi ekki að það væri 17. júní á morgun - 16.6.2016

Það var fjölmiðlafundur hjá íslenska liðinu í Annecy í dag þar sem Kári Árnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum. Það kom eitt og annað fram á fundinum en meðal hápunkta var þegar Jóhann Berg var spurður um hvort íslenska liðið ætlaði að fagna saman á morgun og hann svaraði: „Á æfingunni þá?”

Lesa meira
 

EM 2016 - Rússneskur dómari í Marseille - 16.6.2016

Sergei Karasev verður dómari á laugardaginn þegar Ísland leikur gegn Ungverjalandi í Marseille. Karasev hefur getið sér gott orð sem dómari en hann dæmdi viðureign Rúmeníu og Sviss á EM.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Úrtaksæfingar 17. - 19. júní - 15.6.2016

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar sem fram fara 17. - 19. júní.  Æfingarnar fara fram á Þróttarvelli við Suðurlandsbraut en leikmenn mæta á Laugardalsvöll 17. júní þar sem þær fá fatnað og hafa búningsaðstöðu. Lesa meira
 

Dagskráin framundan í hæfileikamótun KSÍ og N1 - 15.6.2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 hefur verið í gangi í allt sumar og núna liggur fyrir dagskrá í júlí og ágúst.  Það er Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, sem fer fyrir verkefninu en það sem er framundan í júlí og ágúst er eftirfarandi: Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi deild karla - Þrír leikir framundan - 15.6.2016

Í kvöld, miðvikudagskvöld, fara fram tveir leikir í Pepsi-deild karla og á morgun, fimmtudag, er einn leikur í dagskránni.  ÍBV tekur á móti Breiðablik kl. 18:00 í kvöld og á Fjölnisvelli eigast við heimamenn og KR kl. 19:15.  Á fimmtudag taka svo Valsmenn á móti Íslandsmeisturum FH kl. 20:00.

Lesa meira
 

Heimir Hallgrímsson: „Aldrei sýnt jafn góða frammistöðu” - 14.6.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segir jafnteflið í kvöld mikilvægt upp á framhaldið á mótinu og að stuðningsmenn íslenska liðsins eigi sérstakt hrós skilið.

Lesa meira
 

Gylfi Þór: „Þetta er geggjað” - 14.6.2016

Gylfi Þór Sigurðsson var öflugur á miðjunni í leiknum í kvöld. Hann þurfi að hægja á miðjuspili Portúgala og vera öflugur í hjálparvörninni. Gylfi vildi sértaklega þakka fyrir magnaðan stuðning áhorfenda í leiknum.

Lesa meira
 

EM 2016 - Jafntefli gegn Portúgal í fyrsta leik Íslands á EM - 14.6.2016

Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðanna á EM í Frakklandi. Nani kom Portúgal yfir í fyrri hálfleik en Birkir Bjarnason jafnaði metin með glæsilegu marki í byrjun seinni hálfleiks. Gott stig fyrir Ísland og góð byrjun á EM í Frakklandi.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal - 14.6.2016

Eins og knattspyrnuáhugafólki er eflaust kunnugt um leikur A landslið karla í kvöld fyrsta leik sinn í lokakeppni stórmóts. Mótherjinn er Portúgal og sviðið er EM í Frakklandi. Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað. Leikurinn fer fram í St. Etienne og hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu í sjónvarpi Símans.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

EM í Frakklandi - Ertu að fara á völlinn? - 14.6.2016

Stóra stundin er nú runnin upp. Þúsundir Íslendinga eru nú staddir í Frakklandi að gera sig klára til þess að styðja íslenska liðið. Það er mikilvægt að allir standi klárir á þeim reglum sem gilda á leikvöngum í Frakklandi og hér að neðan má finna þær reglur sem gilda í keppninni. Þarna má m.a. finna það sem ekki er leyfilegt að taka með inn á völlinn og er hægt að miða við að það sem ekki má taka með í flugvél má ekki fara með inn á völlinn.

Lesa meira
 

A karla - Sagan á bandi Portúgala - 13.6.2016

Íslenska landsliðið leikur sinn fyrsta leik á EM og þá um leið sinn fyrsta leik í lokakeppni stórmóts karla í kvöld þegar liðið mætir Portúgal. Segja má að sagan sé á bandi Portúgala en liðin hafa fjórum sinnum mæst á knattspyrnuvellinum og hefur Portúgal unnið alla leikina.

Lesa meira
 

A karla - Söguleg stund í íslenskri knattspyrnu - 13.6.2016

Það er sögulegur dagur í íslensku knattspyrnunni í dag þegar karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á lokakeppni stórmóts. Aldrei fyrr í sögunni hefur landsliðið komist svo langt en það eru Portúgalar sem eru fyrstu mótherjar Íslands í lokakeppni stórmóts.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Suðurlandsslagur hjá konunum - 13.6.2016

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna og var dregið í höfuðstöðvum KSÍ.  Hjá konunum verður Suðurlandsslagur á dagskránni þegar ÍBV tekur á móti Selfossi og bikarmeistarar Stjörnunnar fá Hauka í heimsókn.

Lesa meira
 

A karla - Cak­ir dæmir leik Íslands og Portúgal - 13.6.2016

Tyrk­inn Cü­neyt Cak­ir dæm­ir leik Íslend­inga og Portú­gala á Evr­ópu­mót­inu í knatt­spyrnu í Saint-Et­inne á morgun, þriðjudag. Cak­ir er 39 ára gam­all sem hef­ur dæmd marga stór­leiki á ferli sín­um.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Dregið í 8 liða úrslitum karla og kvenna - 13.6.2016

Í dag verður dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu. Hjá konunum eru 6 félög úr Pepsi-deildinni í pottinum og 2 félög úr 1. deild.  Hlutföllin eru þau sömu hjá körlunum en þar koma 6 úr Pepsi-deildinni og 2 úr Inkasso deildinni.

Lesa meira
 

Aron Einar: „Erum ekki komnir hingað í sumarfrí” - 11.6.2016

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir íslenska landsliðið ekki komið á EM í Frakklandi til að vera í sumarfríi þrátt fyrir að það sé gott veður. Liðið ætli sér stóra hluti á mótinu en spennan sé óneitanlega að aukast meðal leikmanna liðsins.

Lesa meira
 

Afabarn fyrrum stjóra Swansea heilsaði upp á Gylfa Þór - 10.6.2016

Á opinni æfingu íslenska liðsins í dag mætti Clement Davies sem er ungur aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea á Englandi. Clement býr ásamt foreldrum sínum í Frakklandi en pabbi hans er frá Wales en mamma hans er frönsk.

Lesa meira
 

A karla - Fjölmennt á opinni æfingu landsliðsins í Annecy - 10.6.2016

Í dag var opin æfing hjá landsliðinu í Annecy og mættu yfir 300 manns á æfingu. Eftir æfingu gáfu leikmenn eiginhandaráritanir og voru myndaðir bak og fyrir af gestum sem komu frá Frakklandi og auðvitað Íslandi.

Lesa meira
 

ÁFRAM ÍSLAND vörur á tilboði á Laugardalsvelli - 9.6.2016

Föstudaginn 10. júní frá kl 12-18 býður Áfram Ísland öllum þeim sem vilja klæða sig upp fyrir EM að koma á Laugardalsvöll frá klukkan 12-18 og kaupa ÁFRAM ÍSLAND vörur á tilboðsverði.

Lesa meira
 

Kosovo í HM-riðli með Íslandi - 9.6.2016

Í kjölfar ákvörðunar þings FIFA í maí, þegar Kosovo og Gíbraltar voru samþykkt sem 210. og 211. aðildarþjóðir FIFA, hafa knattspyrnusambönd beggja þessara landa nú þátttökurétt í undankeppni HM 2018, sem hefst í september. UEFA hefur nú verið falið það verkefni að aðlaga niðurröðun leikja og keppnismódel undankeppninnar í Evrópu að þessari ákvörðun.

Lesa meira
 

Leikmaður Vestra dæmdur í þriggja leikja bann - 9.6.2016

Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði á fundi, fimmtudaginn 9. júní, Vincent Broderick Steigerwald leikmann Vestra í þriggja leikja bann vegna atviks í leik Ægis og Vestra í 2. deild karla sem fram fór 4. júní síðastliðinn.

Lesa meira
 

Heimir Hallgrímsson: "Fínasta aðstaða sem við höfum" - 9.6.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var léttur í viðtölum við fjölmiðla enda varla annað hægt þegar hann var kallaður Heimar í byrjun eins viðtals sem sjá má á Youtube-síðu KSÍ. Heimir segir undirbúning liðsins ganga vel og allt sé eins og best verður á kosið.

Lesa meira
 

Gylfi Þór: "Þurfum að berjast fyrir hvor annan" - 9.6.2016

Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Portúgal í St. Etienne á þriðjudaginn. Gylfi sagði í samtali við fjölmiðla í dag að liðið þyrfti að verjast vel í leiknum og það þýddi ekki að reyna að stoppa einn leikmann, þó hann sé vissulega mjög öflugur.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni 13. – 17. júní - 8.6.2016

Knattspyrnuskóli stúlkna  fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár eru fæddir árið 2002.  Mæting er stundvíslega kl. 14:30 mánudaginn 13. júní á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

A karla - Fyrsta æfingin í Annecy gekk vel - 8.6.2016

Íslenska landsliðið æfði í fyrsta sinn á æfingasvæðinu í Annecy í dag. Aðstæður voru allar hinar bestu en hitinn var um 24 gráður. Það rigndi vel í morgun en stytti upp áður en æfingin hófst.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - 16 liða úrslit karla og kvenna framundan - 8.6.2016

Framundan eru 16 liða úrslit karla og kvenna og eru það karlarnir sem hefja leik í kvöld þegar fjórir leikir eru á dagskránni.  Aðrir fjórir leikir eru svo á morgun en um helgina eiga konurnar sviðið en dregið verður í 8 liða úrslitum karla og kvenna, mánudaginn 13. júní kl. 12:00 í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
EM kvenna U17

A kvenna - Öruggur sigur á Makedóníu - 7.6.2016

Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur á Makedóníu i kvöld en leikið var í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 8 - 0 og komu sex markanna í fyrri hálfleik.  Íslenska liðið er nú í dauðafæri um það að tryggja sér öruggt sæti í úrslitakeppniinni sem haldin verður í Hollandi á næsta ári. Lesa meira
 

Strákarnir okkar komnir til Annecy - 7.6.2016

Karlalandsliðið kom í dag til Annecy í Frakklandi þar sem liðið mun dveljast á meðan riðlaleppni EM stendur yfir. Ferðin gekk mjög vel í alla staði og þegar lent var tók var móttökuathöfn en svo var keyrt áleiðis á hótelið í Annecy.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

A kvenna - Byrjunarliðið sem mætir Makedóníu - 7.6.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Makedóníu í undankeppni EM í kvöld en leikið er á Laugardalsvelli kl. 19:30.  Gerðar eru fimm breytingar frá byrjunarliðinu sem lagði Skota síðastliðinn föstudag. Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Farseðillinn nánast tryggður með sigri - 7.6.2016

Með sigri á Makedóníu í kvöld mun íslenska liðið verða á þröskuldi þess að vera öruggt í úrslitakeppnina í Hollandi 2017.  Efsta þjóðin í hverjum riðli tryggir sér sæti í úrslitakeppninni ásamt þeim sex þjóðum sem eru með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum átta.  Þær tvær þjóðir sem eru þá eftir leika innbyrðis umspilsleiki um eitt sæti.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Makedóníu í kvöld - 7.6.2016

Ísland og Makedónía mætast í kvöld í undankeppni EM kvenna og hefst leikurinn á Laugardalsvelli kl. 19:30.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá miði.is og þá hefst miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00.

Lesa meira
 

Öruggur sigur í síðasta leiknum fyrir EM - 6.6.2016

Laugardalurinn skartaði sínum fegursta í kvöld þegar íslenska liðið lék sinn síðasta leik fyrir úrslitakeppni EM.  Lið Liechtenstein var lagt að velli með fjórum mörkum gegn engu.  Íslenska liðið lék af öryggi og yfirvegun og gáfu gestunum engin færi á sér.

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarliðið gegn Liechtenstein - 6.6.2016

A landslið karla mætir Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld, í síðasta vináttuleiknum áður en liðið heldur til Frakklands til að taka þátt í úrslitakeppni EM 2016.  Byrjunarlið Íslands í leiknum, sem hefst kl. 19:30 og er í beinni útsendingu á RÚV, hefur verið opinberað.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stúlkur á höfuðborgarsvæðinu - 6.6.2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á höfuðborgarsvæðinu fyrir stúlkur fæddar 2003 verður fimmtudaginn 9. júní.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.  Æfingar verða í Kórnum í Kópavogi. 

Lesa meira
 

A kvenna - Rafræn leikskrá fyrir Ísland - Makedónía - 6.6.2016

Hér að neðan má finna tengil á rafræna leikskrá fyrir leik Íslands og Makedóníu í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 7. júní kl. 19:30.  Í leikskránni er m.a. að finna viðtal við Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara Íslands, sem og viðtöl við leikmenn og ýnsar gagnlegar upplýsingar. Lesa meira
 

A karla - Rafræn leikskrá fyrir Ísland - Liechtenstein - 6.6.2016

Hér að neðan má finna tengil á rafræna leikskrá fyrir vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein sem fram fer á Laugardalsvelli, mánudaginn 6. júní kl. 19:30.  Í leikskránni er m.a. að finna viðtal við Lars Lagerbäck, annan landsliðsþjálfara Íslands, sem stýrir nú liðinu í síðasta skipti á Laugardalsvelli.  Fleiri viðtöl er að finna sem og aðrar gagnlegar upplýsingar.

Lesa meira
 

Vilhjálmur dæmir leik Spánar og Georgíu - 6.6.2016

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður í eldlínunni á morgun, þriðjudaginn 7. júní,  þegar hann dæmir vináttulandsleik Spánar og Georgíu.  Leikið verður í Getafe og er þetta síðasti leikur Spánar fyrir úrslitakeppni EM í Frakklandi. 

Lesa meira
 
Óskar Örn Guðbrandsson

Óskar Örn Guðbrandsson ráðinn á skrifstofu KSÍ - 5.6.2016

KSÍ hefur ráðið Óskar Örn Guðbrandsson til starfa á skrifstofu sambandsins.  Óskar Örn, sem kemur úr íþróttabænum Akranesi og hefur víðtæka reynslu af því að starfa í íþróttahreyfingunni, mun sinna fjölmiðla- og markaðsmálum fyrir KSÍ og hefur hann formlega störf í september. 

Lesa meira
 
liechtenstein_logo

Sex sinnum áður mætt Liechtenstein - 4.6.2016

A landslið karla mætir sem kunnugt er Liechtenstein í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á mánudag.  Þetta er síðasti heimaleikur íslenska liðsins áður en það heldur til Frakklands til að leika í úrslitakeppni EM 2016.  Þessar þjóðir hafa 6 sinnum áður mæst. Lesa meira
 

Ísland mætir Liechtenstein í kvöld kl. 19:30 - 4.6.2016

Miðasala fyrir síðasta vináttuleik A landsliðs karla fyrir EM 2016 í Frakklandi er í fullum gangi á midi.is.  Leikurinn, sem er gegn liði Liechtenstein, fer fram á Laugardalsvellinum mánudaginn 6. júní næstkomandi. Búast má við að uppselt verði á leikinn.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

EM 2016 sýnt í yfir 200 löndum - 4.6.2016

Aðdáendur A landsliðs karla ættu ekki að vera í vandræðum með að sjá leiki liðsins á EM 2016 í beinni útsendingu, hvar svo sem í heiminum þeir verða staddir.  Leikir keppninnar eru sýndir í yfir 200 löndum um allan heim. Lesa meira
 

Undanþága vegna félagaskipta - 4.6.2016

Framkvæmdastjóri hefur, í samræmi við ákvæði 10.2. í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, samþykkt beiðnr frá Gróttu og KF um undanþágu fyrir félagaskipti markvarða í meistaraflokki kvenna annars vegar og meistaraflokki karla hinsvegar.

Lesa meira
 

A kvenna - Mögnuð frammistaða og öruggur sigur í Falkirk - 3.6.2016

Ísland vann frábæran sigur á Skotum í kvöld í undankeppni EM en leikið var í Falkirk.  Lokatölur urðu 0 - 4  eftir að Ísland hafði leitt 0 – 1 í leikhléi.  Sigurinn var ákaflega öruggur, íslenska liðið sterkari aðilinn allan leikinn og sýndi frammstöðu sem hlýtur teljast ein sú besta sem íslenskt kvennalandslið hefur sýnt.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Skotum - 3.6.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Skotum í undankeppni EM í kvöld en leikið er í Falkirk.  Leikurinn er í beinni útsendingu á RUV og hefst leikurinn kl. 18:00 að staðartíma.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

A kvenna - Ísland mætir Skotlandi í kvöld - 3.6.2016

Skotar og Íslendingar mætast í kvöld í undankeppni EM kvenna og hefst leikurinn kl. 18:00 að íslenskum tíma á Falkirk vellinum.  Þarna mætast toppliðin tvo í riðlinum sem berjast hatrammri baráttu um efsta sæti riðilsins og þar með öruggt sæti í úrslitakeppni EM í Hollandi 2017. Lesa meira
 

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Staðfestir úrskurð aga- og úrskurðarnefndar - 2.6.2016

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð aga-og úrskurðarnefndar um að vísa máli Stjörnunnar gegn mótanefnd KSÍ frá.  Stjarnan kærði ákvörðun mótanefndar um að fresta ekki tveimur leikjum félagsins í Pepsi-deild karla. Lesa meira
 

Mót sumarsins - Staðfest niðurröðun í Polla- og Hnátumáotum - 2.6.2016

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ (6. flokkur – 5 manna bolti). Vinsamlegast hafið í huga að verulega miklar breytingar hafa verið gerðar undanfarna daga á niðurröðun leikja í sumum mótum vegna breyttra skráninga. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög séu tekin úr umferð.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á höfuðborgarsvæðinu - 2.6.2016

Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingar miðvikudaginn 8. júní fyrir stráka á höfuðborgarsvæðinu fædda 2003.  Æfingar verða í Kórnum í Kópavogi.

Lesa meira
 

A kvenna - Stelpurnar á sögufrægum slóðum - 2.6.2016

Það má með sanni segja að íslenski hópurinn sé á sögufrægum slóðum hér í Skotlandi og tengist það mikið helstu sjálfstæðishetju Skota, William Wallace. 

Lesa meira
 
Alidkv1981-0002

A kvenna - Fyrsti leikurinn var gegn Skotum - 2.6.2016

Ísland og Skotland hafa mæst 8 sinnum hjá A landsliði kvenna og var fyrsti kvennalandsleikur Íslands einmitt gegn Skotum.  Það var vináttulandsleikur sem fram fór í Kilmarnock, 20. september 1981.  Lauk honum með sigri Skota, 3 - 2 Lesa meira
 

A kvenna - Tvær góðar æfingar í gær - 2.6.2016

Hér í Falkirk heldur undirbúningur kvennalandsliðsins áfram fyrir leikinn mikilvæga gegn Skotum, sem fram fer föstudaginn 3. júní.  Tvær æfingar fóru fram í gær og voru þær á velli við háskólann í Sterling. Lesa meira
 

A kvenna - "Brunaæfing" í Falkirk - 2.6.2016

Það getur ýmislegt komið upp á í landsliðsferðum og í nótt var landsliðshópnum, ásamt öðrum hótelgestum, boðið upp á "brunaæfingu" og þurftu allir að yfirgefa herbergi sín og koma sér út úr húsi.  Reyndar var engin skipulögð æfing í gangi heldur fór brunavarnarkerfi hótelsins í gang um kl. 02:00 í nótt þegar allir voru í fastasvefni. 

Lesa meira
 

Úrskurður í máli Stjörnunnar gegn mótanefnd KSÍ - 1.6.2016

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir á fundi sínum 31. maí síðastliðinn, kæru Stjörnunnar gegn mótanefnd KSÍ vegna beiðni kæranda að fresta leikjum félagsins í Pepsi-deild karla.  Aga- og úrskurðarnefnd vísaði málinu frá.

Lesa meira
 
Stjarnan

Úrskurður í máli HK/Víkings gegn Stjörnunni/Skínanda - 1.6.2016

Á fundi sínum 31. maí tók aga- og úrskurðarnefnd fyrir mál nr. 2/2016, HK/Víkingur gegn Stjörnunni/Skínanda.  HK/Víkingur taldi lið Stjörnunnar/Skínanda í viðureign liðanna í 2. flokki kvenna, ólöglega skipað.

Lesa meira
 

A karla - Tap gegn Noregi - 1.6.2016

Ísland tapaði 3-2 gegn Noregi í vináttulandsleik sem fram fór á Ulleval-vellinum í Osló í kvöld. Norðmenn komust yfir eftir um 40 sekúndna leik en íslenska liðið lét það ekki slá sig útaf laginu og jafnaði metin á 36. mínútu með laglegu marki Sverris Inga Ingasonar.

Lesa meira
 
Noregur

Flestir leika utan Noregs - 1.6.2016

Flestir leikmannanna í norska landsliðshópnum sem mætir Íslandi í vináttuleik í Osló á miðvikudag er á mála hjá félagsliðum utan Noregs.  Leikurinn við Ísland er annar í þriggja leikja hrinu vináttulandsleikja Norðmanna, sem hafa þegar leikið við Portugal, og leika við Belgíu 5. júní. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög