Fréttir

Skotland_logo

A kvenna - Skoski hópurinn sem mætir Íslandi - 31.5.2016

Alls eru 12 leikmenn í 20 manna leikmannahópi skoska liðsins sem leika utan landssteinanna en flestir leikmenn koma fram Glasgow FC, fjórir talsins.  Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk að meðaltali í leik í undankeppni EM að svo stöddu, heldur en Skotar.  Mörkin hafa verið 5,4 að meðaltali í leik og markahæsti leikmaðurinn til þessa í keppninni er framherjinn Jane Ross með átta mörk

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands á Ullevaal - 31.5.2016

A landslið karla mætir Noregi í vináttuleik í Osló í kvöld.  Leikið er á Ullevaal-leikvanginum og verður leikurinn, sem hefst kl. 17:45, í beinni útsendingu á RÚV.  Byrjunarlið íslenska liðsins hefur verið opinberað.

Lesa meira
 

A kvenna - Dagný komin til Falkirk - 31.5.2016

Allur hópurinn er nú kominn saman í Falkirk en Dagný Brynjarsdóttir kom til móts við hópinn í dag.  Dagný var að leika með félagsliði sínu í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld og ferðalag frá vesturströnd Bandaríkjanna tekur sinn tíma. Lesa meira
 

A landslið karla mætir Noregi í dag - 31.5.2016

A-landslið karla leikur í dag vináttulandsleik við Noreg á Ullevål-vellinum í Osló. Leikurinn er hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir EM í Frakklandi en seinasti leikur Íslands verður gegn Liechtenstein þann 6. júní og er miðasala á leikinn í fullum gangi.

Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli drengja á Laugarvatni 6. – 10. júní - 31.5.2016

Knattspyrnuskóli drengja  fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 2002.

Lesa meira
 

"Allt eða ekkert" - 31.5.2016

Skotar eru ekkert að draga undan þegar þeir auglýsa leik Skotlands og Íslands í undankeppni EM kvenna sem fram fer í Falkirk, föstudaginn 3. júní.  Þeir auglýsa hann með yfirskriftinni "Allt eða ekkert".  Þó svo að örugglega megi rökræða fram og til baka um þá fullyrðingu þá er alveg ljóst að það er mikið undir í þessum leik.

Lesa meira
 

Allur 23 manna hópurinn kominn saman í Osló - 30.5.2016

A landslið karla er saman komið í Osló, þar sem liðið mætir Norðmönnum á miðvikudag.  Allur 23 manna hópurinn sem valinn var fyrir úrslitakeppni EM er þar með saman kominn.  Æft var í dag, mánudag, á hinum fræga Bislett leikvangi í Osló, í sól og blíðu.  Lesa meira
 

Undankeppni HM 2018:  Leikið fyrir luktum dyrum í Úkraínu og Króatíu - 30.5.2016

Ljóst er að ekki verða margir áhorfendur á fyrstu útileikjum A landsliðs karla í undankeppni HM 2018 sem hefst í september næstkomandi.  FIFA hefur tilkynnt að fyrstu heimaleikir Úkraínu og Króatíu í keppninni verði leiknir fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsmanna í vináttuleikjum fyrr á árinu.

Lesa meira
 
EM kvenna U17

A kvenna - Stelpurnar komnar til Falkirk - 30.5.2016

Kvennalandsliðið er komið til Skotlands, nánar tiltekið til Falkirk, en þar verður leikið við Skota í undankeppni EM, föstudaginn 3. júní.  Fyrsta æfing hópsins var í dag og tóku allir leikmenn þátt í henni að undanskildri Dagnýju Brynjarsdóttur, serm kemur til móts við hópinn á morgun. Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir Suðurnes - 30.5.2016

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir Suðurnes verður í Grindavík fimmtudaginn 2. júní. Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka sem eru fædd 2002 og 2003. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

Miðasala á Ísland – Liechtenstein gengur vel - 30.5.2016

Miðasala fyrir síðasta vináttuleik A landsliðs karla fyrir EM 2016 í Frakklandi er í fullum gangi á midi.is. Leikurinn, sem er gegn liði Liechtenstein, fer fram á Laugardalsvellinum 6. júní næstkomandi.

Lesa meira
 

A kvenna - Mikilvægir leikir við Skotland og Makedóníu - 28.5.2016

A landslið kvenna mætir Skotlandi og Makedóníu í tveimur mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2017 í næsta mánuði. Fyrri leikurinn er gegn Skotum ytra 3. júní og sá seinni á Laugardalsvellinum 7. júní. Leikmannahópur Íslands var tilkynntur á fjölmiðlafundi í höfuðstöðvum KSÍ nýverið

Lesa meira
 

Fjölmargar spennandi viðureignir í 16-liða úrslitum - 27.5.2016

Fjölmennt var í höfuðstöðvum KSÍ í dag, föstudag, þegar dregið var í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla.  Framundan eru fjölmargar spennandi viðureignir og í þremur leikjanna mætast lið úr Pepsi-deildinni. Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir Austurland - 26.5.2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir Austurland verður á Egilsstöðum laugardaginn 28.maí og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4. flokki. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

24 útskrifuðust með  KSÍ A/UEFA A þjálfaragráðu - 26.5.2016

Laugardaginn 21. maí útskrifaði fræðsludeild KSÍ 24 þjálfara með KSÍ A/UEFA A þjálfaragráðu. Námskeiðið hófst í september 2015 þegar þjálfararnir leikgreindu leiki í Pepsi-deild karla og lærðu í kjölfarið á leikgreiniforritið Sideline Analyser.

Lesa meira
 

Fylkir og Keflavík sektuð vegna framkomu þjálfara - 25.5.2016

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 24. maí síðastliðinn voru Keflavík og Fylkir sektuð um 75.000 krónur, hvort félag, vegna framkomu þjálfaranna, Hermanns Hreiðarssonar og Þorvalds Örlygssonar. Lesa meira
 
Eysteinn Hrafnkelsson

Eysteinn Hrafnkelsson ráðinn til starfa á skrifstofu KSÍ - 25.5.2016

Eysteinn Hrafnkelsson hefur verið ráðinn sem sumarstarfsmaður í mótadeild Knattspyrnusambands Íslands. Þar mun hann meðal annars sinna almennri þjónustu við aðildarfélög KSÍ, skráningu leikskýrslna og önnur tilfallandi verkefni.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur á CORE námskeiði í Sviss - 25.5.2016

Þóroddur Hjaltalín er um þessar mundir staddur í Nyon í Sviss þar sem hann er á svokölluðu CORE dómaranámskeiði.  Þetta er námskeið, haldið af UEFA, fyrir FIFA dómara til að undirbúa þá fyrir alþjóðleg verkefni. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Klara eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna - 25.5.2016

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna á fimmtudaginn, 26. maí.  Þar mætast Wolfsburg og Lyon og verður leikið á Stadio Città del Tricolore vellinum í Reggio á Ítalíu. Lesa meira
 

Leikið í Borgunarbikar karla í dag, miðvikudag, og á morgun - 25.5.2016

Það er leikið í Borgunarbikar karla í dag, miðvikudag, og á morgun. Á föstudag verður svo dregið í 16-liða úrslit. Það eru margir áhugaverðir leikir í boði báða daganna og hvetjum við alla til að mæta á völlinn og styðja við bakið á sínu liði.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Ísland - Liechtenstein: Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 24.5.2016

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein , fimmtudaginn 26. maí frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Bikarmeistararnir mæta FH - 24.5.2016

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Handhafar titilsins, Stjarnan, mæta FH í Kaplakrika og þá tekur Selfoss á móti Val.  Leikirnir fara fram 11. og 12. júní. Lesa meira
 

Dregið í dag í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna - 24.5.2016

Í hádeginu í dag verður dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Félögin í Pepsi-deildinni koma nú til skjalanna og verða í skálinni góðu þegar dregið verður.

Lesa meira
 

Undanþága vegna félagaskipta - 24.5.2016

Framkvæmdastjóri hefur, í samræmi við ákvæði 10.2. í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, samþykkt beiðni Knattspyrnudeildar Stjörnunnar um undanþágu fyrir félagaskipti markvarðar fyrir meistaraflokk karla. Því hefur Fjalari Þorgeirssyni verið heimilað að skipta úr SR í Stjörnuna. Lesa meira
 
merki_isi

Hvernig er að vera hinsegin íþróttamanneskja á Íslandi í dag? - 23.5.2016

Miðvikudaginn 25. maí verður haldinn opinn hádegisfundur í Íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal. María Helga Guðmundsdóttir, landsliðskona í karate, íþróttaþjálfari og jafningjafræðari á vegum Samtakanna '78, fjallar um stöðu hinsegin fólks í íþróttum og leiðir til að stuðla að því að allt íþróttafólk geti hámarkað árangur og ánægju í íþróttaheiminum.

Lesa meira
 

Nóg um að vera í mótum innanlands um helgina - 20.5.2016

Það er nóg um að vera í knattspyrnumótunum innanlands um helgina og um að gera fyrir knattspyrnuáhugafólk að skella sér á völlinn.  Í meistaraflokki karla er leikið í fjórum efstu deildum Íslandsmótsins og í Meistaraflokki kvenna er leikð í 1. deild og Borgunarbikarnum. Lesa meira
 
Dómarateymið á úrslitaleik EM U17 karla 2016

Gunnar Jarl 4. dómari á úrslitaleik EM U17 karla - 20.5.2016

Gunnar Jarl Jónsson milliríkjadómari, sem er við störf fyrir UEFA í úrslitakeppni EM U17 landsliða karla í Aserbaídsjan um þessar mundir, hefur verið valinn í dómarateymi úrslitaleiks mótsins, milli Spánar og Portúgals, sem fram fer á laugardag.

Lesa meira
 

130 manns hlýddu á umfjöllun um borgirnar og leikstaðina á EM - 19.5.2016

Rétt tæplega 130 manns gerðu sér ferð í Laugardalinn í vikunni á súpufund hjá KSÍ til að hlýða á Gerard Lemarquis, kennara og fréttaritara, fjalla um borgirnar og leikstaðina á EM 2016 í Frakklandi.  Erindið var tekið upp og er nú aðgengilegt þeim sem misstu af og áhuga hafa á að hlusta á það sem Gerard hafði að segja.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl fjórði dómari í undanúrslitaleik á EM U17 karla - 17.5.2016

Gunnar Jarl Jónsson verður fjórði dómari á undanúrslitaleik Portúgals og Hollands á lokamóti EM U17 karla sem fram fer í Azerbaijan.

Lesa meira
 

Súpufundur um borgir sem leikið verður í á EM - 15.5.2016

Miðvikudaginn 18. maí mun Gerard Lemarquis halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ milli kl: 12:00-13:00. Gérard mun fjalla um borgirnar þrjár, þar sem íslenska karlalandsliðið mun leika í á EM í Frakklandi í sumar; Marseille, Saint-Etienne og Saint-Denis-Paris. Fjallað verður um sögu leikvallanna í þessum borgum, um borgirnar sjálfar og um áhugaverða staði í nágrenninu.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - 32-liða úrslit - 13.5.2016

Það var dregið í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í hádeginu og eins og áður verða margir áhugaverðir viðureignir. Liðin úr Pepsi-deildinni komu í pottinn í 32-liða úrslit.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun á Ísafirði - 13.5.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í hæfileikamótun sem fram fer á Ísafirði 19. maí. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla – Forkeppninni lýkur í kvöld, miðvikudag - 11.5.2016

Forkeppni í Borgunarbikar karla lýkur í kvöld með áhugaverðum leikjum en í hádeginu á föstudag verður svo dregið í 32-liða úrslit þar sem lið úr Pepsi-deildinni bætast í hópinn.

Lesa meira
 

Félagaskiptaglugginn lokar sunnudaginn 15. maí - 10.5.2016

Athygli félaga er vakin á því að félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti,  sunnudaginn 15. maí.  Glugginn er lokaður fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka.  Þeir geta skipt til og með 31. júlí að öðrum skilyrðum uppfylltum.  Glugginn opnar svo aftur 15. júlí og er opinn til 31. júlí.

Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli fyrir stúlkur og drengi fædd 2002 - 10.5.2016

Eins og undanfarin ár starfrækir Knattspyrnusamband Íslands í sumar knattspyrnuskóla fyrir stúlkur og drengi. Í ár eru þetta iðkendur fæddir 2002.

Lesa meira
 

Ítarleg umfjöllun um Pepsi-deild kvenna hjá 365 miðlum - 10.5.2016

Nýtt keppnistímabil í Pepsi-deild kvenna hefst á morgun og verður ítarleg umfjöllun í miðlum 365 í allt sumar. KSÍ, 365, Hagsmunasamtök félaga í  efstu deild kvenna og Sport TV undirrita í dag framleiðslusamning um Pepsi-deild kvenna sem gerir það að verkum að deildin fær ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Breiðablik spáð sigri í Pepsi-deild kvenna 2016 - 10.5.2016

Í dag fór fram hinn árlegi kynningarfundur Pepsideildar kvenna og fór hann fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna og er Íslandsmeisturum Breiðabliks spáð titlinum og Stjörnunni öðru sæti.  ÍA og KR er spáð falli í 1. deild. Lesa meira
 

Mót sumarsins - Staðfest niðurröðun - 10.5.2016

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í keppni eldri flokks. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir. Eftir er að gefa út niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ (6. flokkur – 5 manna bolti).

Lesa meira
 

U17 kvenna – Stór sigur í lokaleik - 10.5.2016

U17 lið kvenna vann í morgun 5-2 sigur á Rússum í seinasta leik undirbúningsmóts UEFA sem haldið var í Finnlandi.

Lesa meira
 

A karla – Lars lætur af störfum eftir EM - 9.5.2016

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, mun láta af störfum eftir EM í Frakklandi en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á fjölmiðlafundi rétt í þessu.

Lesa meira
 

A karla – Lokahópur fyrir EM 2016 - 9.5.2016

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar, tilkynntu í dag lokahóp leikmanna sem munu leika á EM í Frakklandi. Þjálfararnir völdu 23 leikmenn í hópinn en 6 aðrir leikmenn eru tilbúnir að koma út verði skakkaföll á hópnum.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Svekkjandi tap gegn Finnum - Seinasti leikurinn er á þriðjudag - 9.5.2016

Íslenska U17 ára kvennalandsliðið spilaði sinna annan leik á UEFA æfingamótinu í dag. Leikið var gegn heimaliði Finna og tapaðist leikurinn 4-2. Óhætt er að segja að Íslensku stelpurnar hafi átt meira skilið úr leiknum, þær sköpuðu sér fleiri færi og gáfu allt í leikinn.

Lesa meira
 

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda og KSÍ - 8.5.2016

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár. Í ár fer 68. mótið fram í Helsinki. Reykjavík sendir úrvalslið með 41 keppanda, fjóra þjálfara og tvo farastjóra.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Ísland mætir Finnum í dag – Byrjunarliðið - 8.5.2016

U17 kvenna leikur i dag annan leik sinn á undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Finnlandi. Leikurinn í dag er gegn heimaliðinu og verður hann sýndur beint á vef finnska sambandsins.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Tap gegn Svíum í fyrsta leik - 6.5.2016

U17 ára lið kvenna tapaði 3-1 gegn Svíþjóð í fyrsta leik á UEFA-móti sem fram fer í Finnlandi. Svíar komust i 2-0 í fyrri hálfleik og gerðu útum leikinn með marki í seinni hálfleik. Ísland skoraði mark undir lok leiksins en það var Alexandra Jóhannsdóttir sem skoraði mark Íslands.

Lesa meira
 

Miðasala á Ísland – Liechtenstein hefst mánudaginn 9. maí kl. 15:00 - 6.5.2016

Eins og alþjóð veit leikur A landslið karla í úrslitakeppni EM 2016, sem fram fer í sumar. Síðasti leikur liðsins áður en það heldur til Frakklands er vináttuleikur gegn Liechtenstein á Laugardalsvellinum þann 6. júní.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir leik Portúgals og Skotlands lokamóti U17 karla - 6.5.2016

Gunnar Jarl hefur fengið annan leik að dæma, Portúgal - Skotland á morgun. 11:30 íslenskum tíma. Tyrki og Svisslendingur með honum og Marc Batta einn af aðal dómaranefndarmönnum UEFA í eftirliti.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Ísland mætir Svíþjóð í dag - Byrjunarlið - 6.5.2016

U17 ára kvennalandslið er nú að keppa í alþjóðlegu UEFA-móti í Eerikkila í Finnlandi. Fyrsti leikurinn er í dag og verður leikið gegn Svíþjóð kl 12.00 að íslenskum tíma. Um er að ræða undirbúningsmót.

Lesa meira
 

Blikar eru meistarar meistaranna - 5.5.2016

Sonný Lára Þráinsdóttir var hetja Breiðabliks sem vann í kvöld leikinn um hver væri meistarar meistaranna þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks mættu Borgunarbikarmeisturunum Stjörnunnar.

Lesa meira
 

Fararstjóranámskeið hjá ÍSÍ - 4.5.2016

ÍSÍ býður upp á námskeið fyrir fararstjóra í íþróttaferðum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, miðvikudaginn 11. maí. Þátttaka er öllum heimil án endurgjalds á meðan húsrúm leyfir en námskeiðið mun fara fram á þriðjuhæð Íþróttamiðstöðvarinnar í E - sal, kl. 17:00-19:00.

Lesa meira
 

U17 karla - Tap í lokaleiknum en sigur í riðlinum - 4.5.2016

U17 karla tapaði lokaleik sínum á undirbúningsmóti UEFA sem fram fór í Finnlandi. Leikurinn í morgun var gegn Rússum og svo fór að Rússar unnu 3-0 sigur. Ísland náði að verja vítaspyrnu undir lok leiksins.

Lesa meira
 

ÍBV Lengjubikarmeistari í A-deild kvenna - 4.5.2016

ÍBV varð í vikunni Lengjubikarmeistari í A-deild kvenna en liðið vann 3-2 sigur á Breiðablik á Hásteinsvelli. Leikurinn var eins og tölurnar gefa til kynna æsispennandi en það var ÍBV sem leiddi 3-1 í hálfleik.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

EM-sölugluggi fyrir miða í sæti með skyggðu útsýni opnar á miðvikudag - 3.5.2016

UEFA tilkynnti í dag, þriðjudag, að á miðvikudagsmorgunn myndi opna sölugluggi fyrir miða í sæti með skyggðu útsýni (restricted view).  Í fréttatilkynningu frá UEFA kemur fram að miðarnir séu seldir með 25% afslætti og að um sé að ræða "fyrstu koma, fyrstu fá" fyrirkomulag.

Lesa meira
 

U17 karla - Lokaleikur UEFA-mótsins á morgun klukkan 7:30 - 3.5.2016

U17 ára lið karla leikur í fyrramálið, miðvikudag, við Rússa í lokaleik UEFA-ungirbúningsmótsins en leikurinn hefst klukkan 7:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Knattspyrnusumarið er komið á fulla ferð - 2.5.2016

Knattspyrnusumarið er komið á fulla ferð og framundan eru fjölmargir leikir í meistaraflokkum karla og kvenna.  Yfirlit næstu leikja má sjá her á vef KSÍ - leiki í Lengjubikar, Pepsi-deild, Borgunarbikar, Inkasso-deild, 2. deild og Meistarakeppni KSÍ. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Tveggja marka sigur á Finnum - 2.5.2016

U17 karla vann í dag, mánudag, 2-0 sigur á Finnum í undirbúningsmóti UEFA, en mótið fer fram í Finnlandi.  Þessi úrslit þýða að Ísland mun hafna í efsta sæti mótsins burtséð frá úrslitum leikja í lokaumferðinni á miðvikudag, þar sem einungis Finnar geta náð Íslandi að stigum.  Þar standa Íslendingar þó betur að vígi vegna innbyrðis viðureignarinnar í dag. Lesa meira
 

Breiðablik og Stjarnan mætast í meistarakeppni KSÍ kvenna í kvöld - 2.5.2016

Breiðablik og Stjarnan mætast í kvöld í leik um hver verður krýndur meistarar meistaranna. Blikarnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar og Stjarnan vann Borgunarbikarinn á seinasta tímabili og etja því þessi lið kappi í leiknum.

Lesa meira
 

Minningarsteinn um Lárus Jakobsson - 2.5.2016

Minningarsteinn um Lárus Jakobsson var afhjúpaður fyrir leik ÍBV og ÍA í Pepsi-deild karla á sunnudag. Lárus, sem lést langt um aldur fram, 36 ára gamall, var frumkvöðull að stofnun Tommamóts Týs. Minningarsteinninn stendur austan við Týsheimilið.

Lesa meira
 

Úthlutun úr Mannvirkjasjóði 2016 - 2.5.2016

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 22. apríl síðastliðinn úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ.  Þetta í níunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland leikur við Finna á UEFA-mótinu í dag - 2.5.2016

U17 lið karla leikur annan leik sinn á æfingarmóti UEFA í dag en leikið er í Finnlandi. Strákarnir okkar mæta Finnum í leik dagsins og hefst hann klukkan 15:00.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög