Fréttir

U17 karla - Góður sigur 3-2 á Svíum - 30.4.2016

U17 ára lið karla vann í dag góðan 3-2 sigur á Svíþjóð á UEFA-æfingarmóti sem fram fer í Finnlandi. Ísland leikur í riðli með heimamönnum, Svíum og Rússum.

Lesa meira
 

Staðfest niðurröðun í 1. deild kvenna, 3. deild karla og 4. deild karla - 29.4.2016

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í 1. deild kvenna, 3. deild karla og 4. deild karla.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning. Skoða má leiki félaga og þátttöku í mótum með ýmsum hætti á vef KSÍ. Lesa meira
 

Borgunarbikarinn rúllar um helgina - 29.4.2016

Það er leikið um helgina í Borgunarbikar karla en alls eru 20 leikir á dagskránni í Borgunarbikarnum á laugardag og sunnudag. Einum leik er lokið í 1. umferð, en þar KH vann sigur á Snæfelli.

Lesa meira
 

Hvað má skipta mörgum leikmönnum inn á? - 29.4.2016

Skrifstofa KSÍ og ekki síður dómarar leikja fá mjög reglulega fyrirspurnir um það hversu mörgum leikmönnum má skipta inn á í einum leik.  Svarið er hins vegar ekki það sama í öllum tilfellum, því það skiptir máli í hvaða móti og hvaða aldursflokki er leikið. 

Lesa meira
 

Pepsi-deild karla hefst í dag, sunnudag - 29.4.2016

Pepsi-deild karla hefst í dag en þá verða leiknir fjórir leikir. Fyrsti leikur tímabilsins en viðureign nýliða Þróttar og Íslandsmeistara FH og er sá leikur klukkan 16:00 á Þróttarvelli í Laugardal. Þegar blásið verður til leiks er Íslandsmótið formlega hafið og við tekur heilt tímabil af skemmtilegum leikjum.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfingar á Austurlandi - 29.4.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 16 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerð um ferðaþátttökugjald - 28.4.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 22. apríl sl. voru samþykktar breytingar á reglugerð KSÍ um ferðaþátttökugjald. Um er að ræða smávægilega breytingu á bráðabirgðaákvæði reglugerðarinnar um að nettókostnaður vegna ferðaþátttökugjalds umfram kr. 75.000 á lið verði greiddur af KSÍ. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

FH spáð sigri í Pepsi-deild karla 2016 - 28.4.2016

Í dag fór fram hinn árlegi kynningarfundur Pepsideildar karla og fór hann fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna og er Íslandsmeisturum FH spáð titlinum og KR öðru sæti.  Nýliðum Víkings Ólafsvíkur og Þróttar er spá falli í 1. deild.

Lesa meira
 

Kynningarfundur Pepsi-deildar karla er í dag, fimmtudag - 28.4.2016

Kynningarfundur vegna Pepsi-deildar karla verður í dag, fimmtudag, í Ölgerðinni á Grjóthálsi. Á fundinum munu fulltrúar allra félaga í deildinni mæta til að svara spurningum fjölmiðla um mótið sem framundan er en fyrsti leikur tímabilsins er leikur nýliða Þróttara og Íslandsmeistara FH.

Lesa meira
 

ÍBV og Breiðablik mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna - 28.4.2016

ÍBV og Breiðablik mætast í úrslitaleik A-deildar Lengjubikars kvenna í Vestmannaeyjum á laugardaginn, 30. apríl, og hefjast leikar klukkan 15:00. Að þessu sinni eru það ÍBV og Breiðablik sem leika til úrslita.

Lesa meira
 

Handbók leikja 2016 - 27.4.2016

Handbók leikja inniheldur ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja.  Leiðbeiningarnar eru ætlaðar öllum félögum við framkvæmd leikja í meistaraflokki karla og kvenna.  Handbók leikja 2016 var samþykkt af stjórn KSÍ 22. apríl 2016 í samræmi við grein 1.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn 2016 hefst á miðvikudag - 26.4.2016

Alls eru leiknir 23 leikir í 1. umferð Borgunarbikars karla og fara þeir flesti fram um komandi Helgi.  KH og Snæfell taka þó forskot á sæluna og mætast að Hlíðarenda á miðvikudag.  Á laugardag fara svo fram 16 leikir, fimm leikir fara fram á sunnudag, og 1. umferð lýkur þriðjudaginn 3. maí með viðureign Berserkja og Afríku. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Vítaspyrnukeppni í úrslitaleikjum B og C deilda Lengjubikars karla - 26.4.2016

Úrslitaleikir B og C deilda Lengjubikars karla fóru fram á sunnudag. Í B-deildinni vann Grótta sigur á Magna og í C-deild unnu Hamarsmenn sigur á KFG.  Í báðum leikjum voru úrslit knúin fram með vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 

Valsmenn meistarar meistaranna - 26.4.2016

Valsmenn fögnuðu sigri í Meistarakeppni KSÍ í karlaflokki í ár.  Valur mætti FH á Valsvellinum að Hlíðarenda á mánudagskvöldið og vann sigur eftir æsispennandi markaleik og vítaspyrnukeppni.  Þetta er í 9. sinn sem Valur fagnar sigri í Meistarakeppni karla

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn leikinn út árið 2017 - 25.4.2016

Borgun og 365 miðlar undirrituðu í höfuðstöðvum KSÍ dag, mánudag, samning vegna bikarkeppni KSÍ - Borgunarbikarsins. Í samningnum, sem gildir næstu tvö keppnistímabil (2016 og 2017) er kveðið á um fleiri beinar útsendingar og enn meiri umfjöllun um Borgunarbikarinn og er þannig áfram haldið samstarfi Borgunar, KSÍ og 365 miðla um bikarkeppni KSÍ í karla- og kvennaflokki.

Lesa meira
 

Velkomin til leiks - 25.4.2016

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst um næstu helgi, 1. maí, í 105. sinn frá því fyrsta mótið fór fram 1912. Næstu 5 mánuði fara fram mörg þúsund leikir í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum landsins á vegum KSÍ þar sem rúmlega 20 þúsund iðkendur reyna með sér í Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ. Lesa meira
 

Úrslitaleikir B og C deilda Lengjubikars karla fara fram í dag - 24.4.2016

Úrslitaleikur C deildar Lengjubikars karla fer fram á Samsung vellinum í kvöld, sunnudag. Athugið breyttan leiktíma en leikurinn hefst klukkan 19:00.

Lesa meira
 

Hvað getum við lært af árangri karlalandsliðsins í knattspyrnu? - 24.4.2016

Málstofa á vegum Knattspyrnusambands Íslands og Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands í samvinnu við íþróttasvið Háskólans í Reykjavík verður haldin málstofa í stofu m101 í Háskólanum í Reykjavík kl. 19.00, föstudaginn 29. apríl.

Lesa meira
 

Meistarakeppni KSÍ karla í kvöld, mánudaginn 25. apríl - 24.4.2016

Valsmenn og FH-ingar leiða á morgun saman hesta sína í Meistarakeppni KSÍ. Þar mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar seinasta tímabils og eru það að þessu sinni FH og Valur sem mætast á Valsvelli.

Lesa meira
 
Join us

Síðustu miðarnir á EM fara í sölu þann 26. apríl - 22.4.2016

Þeir sem hafa ekki tryggt sér miða á EM en hafa áhuga á að fara geta mögulega keypt miða í gegnum miðasölu sem opnar þann 26. apríl. Um er að ræða fyrstur kemur - fyrstur fær og skiptir því mestu máli að fara strax á miðasölukerfi UEFA þegar salan opnar til að sækja um miða.

Lesa meira
 

Tvö mörk Óskars tryggðu KR Lengjubikarinn - 21.4.2016

KR-ingar unnu í kvöld Lengjubikar karla með 2-0 sigri á Víkingi R. Óskar Örn Hauksson skoraði mörk KR í leiknum en bæði mörkin komu í seinni hálfleik.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Hagkvæmnisathugun á frekari uppbyggingu Laugardalsvallar - 20.4.2016

KSÍ gerði í dag samkomulag við Borgarbrag og Lagardére sports um hagkvæmnisathugun á frekari uppbyggingu Laugardalsvallar.  Samkvæmt samkomulaginu, sem kynnt var á fjölmiðlafundi í höfuðstöðvum KSÍ, er gert ráð fyrir að aðilar skili KSÍ skýrslu í lok ágúst. 

Lesa meira
 
A landsliðs karla

Ingólfstorg verður EM-torg - 20.4.2016

Reykjavíkurborg og Höfuðborgarstofa hafa staðfest samstarf við KSÍ, Símann, Landsbankann, Icelandair, N1, Vífilfell, Borgun og Íslenskar Getraunir um viðburði á Ingólfstorgi á meðan á úrslitakeppni EM 2016 stendur í sumar.  Settur verður upp risaskjár þar sem allir leikir mótsins verða sýndir.

Lesa meira
 

Óúttekin leikbönn í byrjun Íslandsmóts, bikarkeppni og Meistarakeppni KSÍ 2016 - 20.4.2016

Skrifstofa KSÍ hefur tekið saman lista til upplýsinga fyrir félögin um þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga eftir að taka út leikbönn vegna leikja fyrir keppnistímabilið 2015.  Sérstök athygli er vakin á því að gefnir eru út tveir listar, annars vegar fyrir Íslandsmót og Meistarakeppni KSÍ og hinsvegar fyrir bikarkeppni KSÍ og eru þeir hér að neðan. Á listanum eru leikmenn skráðir í þau félög sem þeir fengu leikbann með.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Lokahópur fyrir Finnland - 20.4.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í UEFA móti vegna U 17 liðs kvenna sem haldið verður í Eerikkilä í Finnlandi dagana 5. – 10. maí. Leikir fara fram undir stjórn Freys Alexanderssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Víkingur R. og KR mætast í úrslitaleik Lengjubikars karla í dag - 20.4.2016

Leikið verður til úrslita í Lengjubikar karla í dag, fimmtudag, sem er einmitt sumardagurinn fyrsti. Leikurinn fer fram í Egilshöll og verður blásið til leiks klukkan 19:15.

Lesa meira
 

U17 karla - Hópurinn fyrir UEFA mót í Finnlandi - Uppfært - 20.4.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdnir til þátttöku í UEFA móti sem haldið verður í Eerikkilä Finnlandi.

Lesa meira
 

Breytingar á knattspyrnulögunum 2016 - 19.4.2016

Breytingar þær sem Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) gerir á knattspyrnulögunum hverju sinni taka alla jafna ekki gildi fyrir en 1. júní ár hvert, en að fenginni heimild IFAB tók stjórn KSÍ þá ákvörðun að nýja útgáfa laganna skyldi gilda á Íslandi allt frá 25. apríl þegar Meistarakeppni KSÍ karla fer fram.

Lesa meira
 

Allra síðasta byrjendadómaranámskeiðið í Reykjavík - 18.4.2016

Byrjendadómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, mánudaginn 25. apríl. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 17:30.

Lesa meira
 

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest eftirfarandi mót - 18.4.2016

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í mótun sem hefjast á komandi vikum. Um er að ræða Pepsi-deildir karla og kvenna, Borgunarbikar karla og kvenna, Inkasso-deildina og 2. deil karla.

Lesa meira
 
Inkasso-deildin

1. deild karla verður Inkasso-deildin næstu þrjú árin - 15.4.2016

KSÍ, Inkasso og 365 miðlar undirrituðu í dag samning um markaðsréttindi Inkasso vegna næst efstu deildar karla (1. deild) og rétt 365 til beinna útsendinga frá leikjum deildarinnar fyrir árin 2016-2018 (3 keppnistímabil).  Frá og með undirritun samningsins ber næst efsta deild karla nafnið Inkasso-deildin og mun gera það a.m.k. næstu þrjú árin.

Lesa meira
 

Viðamiklar breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót - 13.4.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 7. apríl s.l. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Er um að ræða breytingar á reglum um hlutgengi leikmanna í yngri flokkum, leikskýrsluskráningar í 5. flokki og eldri leikmenn í 2. flokki kvenna. Þá er einnig að finna breytingar á mótafyrirkomulagi í 1. deild kvenna sem eru til komnar vegna fækkunar í C riðli.  Taka allar þessar reglugerðarbreytingar gildi þá þegar.

Lesa meira
 

Vorleikir um allt land - 13.4.2016

Næstu daga fara fram tugir leikja í öllum deildum Lengjubikarsins víðs vegar um landið.  Úrslitakeppni A-deildar karla er þegar hafin og riðlakeppni annarra deilda er að ljúka og þá kemur í ljós havaða lið fara í úrslitin.  Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til að skoða hvaða leikir eru í næsta nágrenni þeirra og skella sér á völlinn.

Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

Breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga - 12.4.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 7. apríl sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Breytingar þessar byggja á ályktunartillögu sem lögð var fyrir og samþykkt á 70. ársþingi KSÍ 2016 og varðar breytingar á reglum um kurl í grasi, útbúnað leikvalla og úrskurðarvald KSÍ um tæknilausnir.

Lesa meira
 

Viðamiklar breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga - 12.4.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 7. apríl sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um samninga, félagaskipti og stöðu leikmanna og félaga. Breytingar þessar byggja í grundvallaratriðum á niðurstöðum vinnuhóps um félagaskipti og samninga en skipan vinnuhópsins byggir á ályktunartillögu sem lögð var fyrir og samþykkt á 68. ársþingi KSÍ þann 15. febrúar 2014. Lesa meira
 

Fimm marka sigur í Minsk - 12.4.2016

A landslið kvenna vann öruggan fimm marka sigur á liði Hvíta-Rússlands þegar liðin mættust í undankeppni EM 2017 í Minsk í dag, þriðjudag.  Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum.  Úrslitin þýða að Ísland er með fullt hús eftir fjóra leiki og fylgir Skotlandi fast eftir í baráttunni um toppsætið.

Lesa meira
 

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 19. apríl - 12.4.2016

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 19. apríl kl. 18:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu. Lesa meira
 

A kvenna – Byrjunarliðið gegn Hvít-Rússum - 11.4.2016

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hvít-Rússum klukkan 15:00 í dag. Elísa Viðarsdóttir leikur sinn 25. landsleik í dag fyrir Íslands hönd.

Lesa meira
 

A kvenna mætir Hvít-Rússum á þriðjudag - 11.4.2016

A landslið kvenna mætir Hvít-Rússum í Minsk á þriðjudag, í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með gangi mála á vef UEFA - byrjunarliðum, textalýsingu, og tölfræði.  

Lesa meira
 

Dómaramál á Austurlandi - 11.4.2016

Dagana 16. og 17. apríl munu fulltrúar KSÍ heimsækja Austurland, halda dómaranámskeið og vera með kynningu á breyttum áherslum í knattspyrnulögunum. Öll félög á Austurlandi eru hvött til þess að senda fulltrúa.

Lesa meira
 

Dómaramál á Norðurlandi - 11.4.2016

Sunnudaginn 17. apríl mun Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar KSÍ heimsækja Norðurland, halda héraðsdómaranámskeið og vera með kynningu á breyttum áherslum á knattspyrnulögunum. Öll félög á Norðurlandi eru hvött til þess að senda fulltrúa á kynninguna.

Lesa meira
 

Ísland upp um þrjú sæti á heimslista FIFA - 7.4.2016

Karla­landsliðið í knatt­spyrnu fer upp um þrjú sæti og er í 35. sæti á nýj­um styrk­leikalista Alþjóða knatt­spyrnu­sam­bands­ins sem gef­inn var út í morg­un, fimmtudag.

Lesa meira
 

8-liða úrslit Lengjubikars karla - 6.4.2016

8-liða úrslit Lengjubikars karla hefjast fimmtudaginn 7. apríl og lýkur miðvikudaginn 13. apríl.

Lesa meira
 

U17 karla – Sigur á Grikklandi en það dugði ekki til - 3.4.2016

U17 lið karla vann í dag 1-0 sigur á Grikklandi í milliriðli fyrir EM. Helgi Guðjónsson skoraði eina mark leiksins á 63. mínútu. Austurríki vann á sama tíma 2-1 sigur á Frökkum í riðlinum og það er því ljóst að Austurríki endar í 2. sæti.

Lesa meira
 

A kvenna – Landsliðshópurinn sem mætir Hvíta Rússlandi - 1.4.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur gegn Hvíta Rússland í Minsk þann 12. apríl n.k. Sif Atladóttir kemur aftur í hópinn eftir að vera fjarverandi vegna meiðsla í undanförnum verkefnum.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög