Fréttir

Pepsi-deildin til næstu þriggja ára - 29.2.2016

365 ehf. og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa samið um nafnarétt efstu deilda Íslandsmóts karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Nafnið skal vera Pepsi-deildin og skulu merki og nafn mótsins verða áberandi á öllum viðburðum sem skipulagðir eru í tengslum við mótið. Þar skiptir þáttur íþróttafélaganna miklu máli.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar vegna U19 kvenna - 26.2.2016

Þórður Þórðarson þjálfari U19 ára landsliðs kvenna hefur valið eftirtalda leikmenn til æfinga helgina 4.-6.mars.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar vegna U16 kvenna - 26.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdar til æfinga hjá U16 helgina 4. – 6. mars. Æfingarnar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara.

Lesa meira
 

Valur Reykjavíkurmeistari kvenna - 25.2.2016

Valskonur urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar kvenna eftir 1-0 sigur á Fylki í úrslitaleik mótsins. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark leiksins en það kom á 59. mínútu úr vítaspyrnu.

Lesa meira
 

Þórdís á Selfossi vallarstjóri ársins - 25.2.2016

Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi héldu aðalfund sinn síðastliðinn föstudag. Þar voru kunngerð úrslit í vali á knattspyrnu- og golfvallastjóra ársins.

Lesa meira
 

U17 karla – Baráttusigur í seinni leiknum gegn Skotum - 25.2.2016

U17 ára lið karla vann 1-0 sigur á Skotlandi í seinni leik liðanna sem fram fór í dag en um var að ræða vináttulandsleiki. Strákarnir okkar unnu baráttusigur en eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik og var það Ísak Atli Kristjánsson sem skoraði markið.

Lesa meira
 

Búðu til slagorð íslenska liðsins fyrir EM - 25.2.2016

Það styttist óðum í EM í Frakklandi og núna þurfum við að finna flott slagorð sem verður sett á rútu íslenska liðsins. UEFA og Hyundai eru með skemmtilegan leik sem snýst um að búa til öflugt slagorð fyrir þjóðirnar sem leika á EM og mun slagorðið sem er valið frá hverri þjóð vera prentað á rútu viðkomandi liðs.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir Austurland - 25.2.2016

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir Austurland verða miðvikudaginn 2. mars. Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka sem eru fædd 2002 og 2003. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna KSÍ – 26.–27. febrúar - 24.2.2016

Um komandi helgi fer fram árleg landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það David Elleray sem verður gestur ráðstefnunnar.

Lesa meira
 

U17 karla – Tap í fyrri leiknum gegn Skotlandi - 23.2.2016

U17 ára landslið karla tapaði 2-1 fyrir Skotum í vináttulandsleik sem fram fór í Skotlandi í kvöld, þriðjudag. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en Skotar komust yfir á 51. mínútu með marki Liam Burt. Markið kom gegn gangi leiksins en íslenska liðið var líklegra til að komast yfir þegar markið kom.

Lesa meira
 

U17 karla – Ísland mætir Skotlandi í dag, fimmtudag - 23.2.2016

U17 ára landslið karla leikur vináttulandsleik við Skotland í kvöld, þriðjudag. Leikurinn fer fram í Skotlandi en liðin mætast aftur á fimmtudagskvöldið.

Lesa meira
 

Íslenskir dómarar á U19 æfingamóti á La Manga - 23.2.2016

Dómararnir Bríet Bragadóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir verða að störfum á æfingamóti á vegum norska knattspyrnusambandsins dagana 3.-7. mars. Um er að ræða átta liða mót U19 landsliða kvenna, sem fram fer á La Manga á Spáni.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U21 karla - 22.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U21 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar þjálfara U21 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

A kvenna – Hópurinn sem tekur þátt á Algarve-mótinu - 22.2.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem tekur þátt í Algarve-mótinu í Portúgal. Mótið stendur yfir frá 2. -9. mars en með Íslandi í riðli er Danmörk, Kanada og Belgía.

Lesa meira
 

FIFA birtir lista yfir dómara á Algarve-mótinu - 22.2.2016

FIFA hefur birt lista yfir þá dómara sem dæma á Algarve-mótinu sem fram fer í Portúgal daganna 2. – 9. mars en kvennalandsliðið leikur á mótinu. Dómarar mótsins koma frá 18 löndum en meðal þeirral eru dómarar sem líklegir til að dæma á heimsmeistaramótum U17 og U20 kvenna sem fara fram á árinu.

Lesa meira
 

Fylkir og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmóts kvenna - 22.2.2016

Það verða Fylkir og Valur sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna en leikurinn fer fram í Egilshöll, fimmtudaginn 25. febrúar, og hefst kl. 18:45. Fylkiskomur unnu KR 3-1 í undanúrslitum en Valur vann 9-0 sigur á HK/Víking.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir Suðurland - 22.2.2016

Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka sem eru fædd 2002 og 2003. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

Skagamenn heiðraðir á hátíðarfundi knattspyrnudeildar ÍA - 19.2.2016

Aðalfundur knattspyrnudeildar ÍA fór fram í gærkvöldi en þann 3. febrúar síðastliðinn voru 70 ár frá því að ÍA var stofnað.  Var fundurinn í gær því sérstakur hátíðarfundur og að því tilefni sæmdi formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, nokkra Skagamenn og konur heiðursmerki KSÍ. Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 karla - 19.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Lengjubikar kvenna hefst laugardaginn 20. febrúar - 18.2.2016

Lengjubikar kvenna fer af stað laugardaginn 20. febrúar þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta bikarmeisturunum Stjörnunnar í Fífunni. Fjölmargir leiki fara svo fram á komandi vikum og má finna yfirlit yfir leikina á mótakerfi KSÍ.

Lesa meira
 

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara þriðjudaginn 23. febrúar - 17.2.2016

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið þriðjudaginn 23. febrúar í höfuðstöðvum KSÍ og hefst það kl. 17:30. Gunnar Sverrir Gunnarsson FIFA aðstoðardómari mun fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið hjá FH í Kaplakrika - 16.2.2016

Unglingadómaranámskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við FH og hefst kl. 19:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

U17 – Hópurinn sem mætir Skotlandi - 16.2.2016

Halldór Björnsson, þjálfari U17 karla, hefur valið landsliðshóp sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Skotum í næstu viku. Leikið er í Skotlandi dagana 23. og 25. febrúar.

Lesa meira
 

Leikjaniðurröðun í Borgunarbikarnum liggur fyrir - 15.2.2016

Dregið hefur verið vegna leikjaniðurröðunar í Borgunarbikar karla og kvenna. Borgunarbikar karla fer af stað þann 30. apríl en konurnar hefja leik 8. maí.

Lesa meira
 

Margrét Lára og Hólmfríður heiðraðar fyrir 100 landsleiki - 15.2.2016

Tveir leikmenn kvennalandsliðsins náðu þeim áfanga á seinasta ári að ná 100 landsleikjum með A-landsliði kvenna. Þetta eru Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir.

Lesa meira
 

Riðlaskipting í 1. deild kvenna 2016 - 15.2.2016

Mótanefnd hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna fyrir keppnistímabilið 2016. Liðum deildarinnar fjölgar um þrjú lið þar sem Grótta, KH og Skínandi koma ný inn.

Lesa meira
 

Riðlaskipting í 4. deild karla 2016 - 15.2.2016

Mótanefnd hefur gefið út riðlaskiptingu fyrir 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2016.

Lesa meira
 

A kvenna - Jafntefli í Póllandi - 14.2.2016

Ísland og Pólland skildu jöfn, 1-1, í vináttulandsleik kvenna í knattspyrnu sem fram fór í Nieciecza í Póllandi í dag, sunnudag. Andrea Rán Hauksdóttir skoraði mark Íslands beint úr aukaspyrnu. Ísland fékk undir lok leiksins vítaspyrnu sem Berglind Björg náði ekki að nýta.

Lesa meira
 

Syngdu með David Guetta og þú gætir verið á leiðinni á opnunarleik EM! - 14.2.2016

Það styttist óðum í EM í Frakklandi of spennan farin að magnast hjá mörgum. Það er enginn annar en skífuþeytarinn David Guetta sem mun semja lag keppninnar og þú getur sungið með honum!

Lesa meira
 

70. ársþingi KSÍ lokið - 13.2.2016

Rétt í þessu lauk 70. ársþingi KSÍ sem haldið var á Hótel Nordica Reykjavík.  Fréttir af afgreiðslu tillagna má finna hér á síðunni. Ekki urðu breytingar á stjórn KSÍ að þessu sinni en sitjandi stjórnarmenn gáfu kost á sér til endurkjörs og bárust ekki önnur framboð.

Lesa meira
 

Setningarræða formanns á 70. ársþingi KSÍ - 13.2.2016

Ársþing KSÍ, það 70. í röðinni, stendur nú yfir á Hilton Nordica Reykjavík en þingið var sett kl. 10:30.  Þingið hófst með setningarræðu formanns, Geirs Þorsteinssonar, og er hana að finna hér að neðan. Lesa meira
 

FC Sækó fær Jafnréttisverðlaun KSÍ - 13.2.2016

Það er FC Sækó sem hlýtur Jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni.  Fótboltaverkefnið Geðveikur fótbolti og fótboltaliðið FC Sækó byrjaði í nóvember 2011 og er samstarfsverkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, geðdeildar Landspítalans og Hlutverkaseturs.

Lesa meira
 

Breiðablik og Víkingur Ólafsvík fá Dragostytturnar - 13.2.2016

Breiðablik og Víkingur Ólafsvík fengu Dragostytturnar á 70. ársþingi KSÍ sem haldið er Hótel Nordica Reykjavík.  Þá fengu KV, KFS og Kóngarnir viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.

Lesa meira
 

Fjölmiðlaverðlaun til RUV og Guðjóns Guðmundssonar - 13.2.2016

Það voru tveir aðilar sem fengu afhent fjölmiðlaverðlaun á 70. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hótel Nordica Reykjavík.  Annars vegar var það RUV vegna útsendinga á leikjum í undankeppn EM og hinsvegar Guðjón Guðmundsson sem hefur séð um þætti um knatspyrnumót yngstu iðkendanna

Lesa meira
 

70. ársþing KSÍ hafið - Fylgist hér með framvindu þingsins - 13.2.2016

Nú er nýhafið 70. ársþing KSÍ en það haldið á Hilton Nordica Reykjavík.  Nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu og verður fylgst með afgreiðslu þeirra hér í þessari frétt og verður hún uppfærð reglulega.

Lesa meira
 

Stjarnan fær Kvennabikarinn 2015 - 13.2.2016

Það var Stjarrnan sem hlaut Kvennabikarinn fyrir árið 2015 en það eru verðlaun fyrir háttvísi í Pepsi-deild kvenna.  Verðlaunin voru veitt á 70. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hótel Nordica Reykjavík.  Þá fengu Hamrarnir viðurkenningu fyrir prúðmannlega framkomu í 1. deild kvenna á síðasta tímabili.

Lesa meira
 

Tindastóll fær Grasrótarverðlaun KSÍ - 13.2.2016

Grasrótarverðlaun KSÍ árið 2016 hlýtur Ungmennafélagið Tindastóll. Tindastóll hefur um áraraðir haldið úti knattspyrnumóti fyrir bæði stráka og stelpur með miklum sóma, Landsbankamót Tindastóls fyrir stúlkur í 6. og 7. flokki og Króksmót Tindastóls fyrir drengi í 5., 6. og 7. flokki.

Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

156 milljónir til 31 félags - 12.2.2016

Mannvirkjasjóður KSÍ er fjármagnaður með framlagi frá UEFA til fjögurra ára í senn og í lok 2015 lauk fjögurra ára tímabilinu 2012-2015.  Alls fékk 31 félag styrk yfir þessi fjögur ár, alls að upphæð kr. 156.350.000.  Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. mars. Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 og U17 kvenna (fæddar 2000 og 1999) - Uppfært - 12.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U16 og U17 landsliðum kvenna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Alexanderssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.. 

Lesa meira
 

Landshlutaæfingar stúlkna á Austurlandi - 12.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í landshlutaæfingum stúlkna á Austurlandi. Æfingar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar.

Lesa meira
 

Lengjubikarinn hefst föstudaginn 12. febrúar - 11.2.2016

Lengjubikarinn fer af stað á morgun. Fyrsti leikur mótsins að þessu sinni er leikur Fjölnis og Íslandsmeistara FH. Leikurinn hefst klukkan 19:00 í Egilshöll og klukkan 21:00 sama kvöld leika Reykjavíkurfélögin Þróttur og Leiknir sem varð á dögunum Reykjavíkurmeistari. Fjölmargir leikir verða svo í A-deild karla um komandi helgi.

Lesa meira
 

Dagskrá 70. ársþings KSÍ - 10.2.2016

Ársþing KSÍ, það 70. í röðinni, fer fram á Hilton Nordica Reykjavík laugardaginn 13. febrúar.  Vakin er sérstök athygli á því að þingið hefst kl. 10:30 en afhending þinggagna hefst kl. 09:30.  Hér að neðan má finna dagskrá þingsins. Lesa meira
 

Fjöldi þingfulltrúa á 70. ársþingi KSÍ - 10.2.2016

Laugardaginn 13. febrúar næstkomandi fer fram 70. ársþing KSÍ á Hilton Nordica Reykjavík.  Alls hafa 146 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 88 fulltrúa frá 13 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum.  Þingið verður sett að þessu sinni kl. 10:30.

Lesa meira
 

Leiknir Reykjavíkurmeistari karla - 10.2.2016

Leiknir mætti Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins annað árið í röð. Að þessu sinni voru Leiknismenn sem höfðu betur en Breiðhyltingar unnu 4-1 sigur.

Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR þann 18. febrúar - 9.2.2016

Unglingadómaranámskeið verður haldið hjá ÍR í Seljaskóla fimmtudaginn 18. febrúar kl. 18:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍR og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Námskeið fyrir dómara þriðjudaginn 16. febrúar - 9.2.2016

Námskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, þriðjudaginn 16. febrúar kl. 18:00. Kristinn Jakobsson, reyndasti FIFA dómari Íslands, mun kenna á námskeiðinu. Aðaláherslan verður lögð á ,, að lesa leikinn og leikstjórn‘‘. Auk þess geta þátttakendur spurt Kristin spjörunum úr um hin ýmsu efni sem tengjast dómgæslunni.

Lesa meira
 

Áhugaverður fyrirlestur Pálmars á súpufundi – myndband - 9.2.2016

Rúmlega 60 manns komu á Súpufund KSÍ miðvikudaginn 3. febrúar sl. til að hlýða á körfuboltaþjálfarann Pálmar Ragnarsson. Þar fjallaði Pálmar um aðferðir sýnar við þjálfun barna í körfubolta hjá KR.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Sífellt sótt fram - 8.2.2016

Loksins er Ísland á meðal þátttökuþjóða í úrslitakeppni EM karla í knattspyrnu. Það var stór stund þegar dómarinn flautaði til leiksloka á Laugardalsvelli 6. september síðastliðinn.  Markalaust jafntefli Íslands og Kasakstan var staðreynd og íslenska landsliðið hafði tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi.  Lesa meira
 

A kvenna - Ísland leikur við Pólland í dag, sunnudag - 8.2.2016

A landslið kvenna leikur vináttulandsleik gegn Póllandi í dag, sunnudag. Leikurinn fer fram í Nieciecza í Póllandi á Stadion Bruk-Bet Nieciecza vellinum og hefst hann klukkan 11:00.

Lesa meira
 

Miðasala á Danmörk - Ísland 24. mars - 8.2.2016

A landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki í mars, fyrst gegn Dönum í Herning 24. mars og síðan gegn Grikkjum í Aþenu 29. mars.  Opnað hefur verið fyrir miðasölu á leikinn við Dani á miðasöluvef danska knattspyrnusambandsins. Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 – leikmenn fæddir 1999 og 2000 - 5.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands. Athugið að um tvo árganga er að ræða.

Lesa meira
 

Rekstur KSÍ í samræmi við áætlun - 5.2.2016

Rekstur KSÍ á árinu 2015 var í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun á ársþingi 2015. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2015 námu 1.112 milljónum króna samanborið við 1.067 milljónir króna árið á undan. Eignir námu 581 milljón króna en þar af var handbært fé 152 milljónir. Eigið fé KSÍ var 221 milljón króna í árslok 2015.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Leiknir og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmóts karla - 5.2.2016

Það verða Leiknir og Valur sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla en leikurinn fer fram í Egilshöll, mánudaginn 8. febrúar, og hefst kl. 19:00.  Leiknir lagði Fjölni í undanúrslitum, eftir vítaspyrnukeppni, og Valur hafði betur gegn Víkingi

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Suðurnes - 5.2.2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Reykjaneshöllinni þriðjudaginn 9. febrúar. Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka sem eru fædd 2002 og 2003.

Lesa meira
 

Undanúrslit Reykjavíkurmóts kvenna þriðjudaginn 9. febrúar - 5.2.2016

Þriðjudaginn 9. febrúar fara fram undanúrslit Reykjavíkurmóts meistaraflokks kvenna en leikið verður í Egilshöll. Fylkir og KR mætast í fyrri leiknum og hefst hann kl. 18:45. Strax á eftir, eða kl. 20:45, leika svo Valur og HK/Víkingur.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Annar sigur á Skotum - 4.2.2016

U17 ára lið kvenna vann í dag 4-2 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik en þetta var seinni leikur liðanna í vikunni. Fyrri leikurinn endaði 3-0 fyrir Íslandi.

Lesa meira
 

Ísland í 38. sæti á heimslista FIFA - 4.2.2016

Karlalandsliðið er í 38. sæti á heimslista FIFA sem var birtur í dag. Liðið fellur um tvö sæti frá seinasta lista en af Norðurlandaþjóðunum eru Svíar eina liðið sem er fyrir ofan Ísland. Sænska liðið er í 35. sætinu og fellur um eitt sæti frá seinasta lista.

Lesa meira
 

Vináttulandsleikir U17 kvenna við Skotland - Seinni leikurinn er í dag, fimmtudag - 4.2.2016

U17 kvenna leikur tvo vináttulandsleiki við Skotland í vikunni. Fyrri leikurinn er þriðjudaginn 2. febrúar klukkan 19:15 en sá seinni er fimmtudaginn 4. febrúar klukkan 13:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit Rvk.móts karla á fimmtudag - 3.2.2016

Fimmtudaginn 4. febrúar fara fram undanúrslit Reykjavíkurmóts mfl. karla. Báðir leikirnir fara fram í Egilshöll.  Leiknir og Fjölnir mætast í fyrri leiknum og hefst hann kl. 18:45. Strax á eftir, eða kl. 20:45, leika svo Valur og Víkingur. Lesa meira
 

U17 kvenna - Öruggur sigur á Skotum - 2.2.2016

Stelpurnar í U17 ára landsliði Íslands unnu í kvöld, þriðjudag, öruggan 3-0 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik. Íslenska liðið lék agaðan fótbolta og gaf ekkert eftir í leiknum.

Lesa meira
 

Æfingahópur vegna A-landsliðs kvenna - 2.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir í æfingahóp A landsliðs kvenna vegna vináttuleiks gegn Póllandi. Leikurinn fer fram í Nieciecza þann 14. febrúar á Termalika Bruk Bet club leikvangnum.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 kvenna - 2.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs kvenna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Framboð á 70. ársþingi KSI - 1.2.2016

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. 

Lesa meira
 

KSÍ IV þjálfaranámskeið 5.-7. febrúar 2016 - 1.2.2016

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 5.-7. febrúar 2015. Námskeiðið fer fram í Reykjavík, Hveragerði og á Akranesi. Dagskrá námskeiðsins má finna hér í viðhengi.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög