Fréttir

Gylfi Sigurðsson íþróttamaður ársins 2016 - 29.12.2016

Gylfi Þór Sigurðsson var rétt í þessu útnefndur Íþróttamaður ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörinu var lýst í Hörpu í Reykjavík. Í hófinu var einnig valið lið ársins og var það karlalandslið Íslands í fótbolta sem hlaut þá útnefningu.

Lesa meira
 

Gleðilega hátíð - Kveðja frá KSÍ - 24.12.2016

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu. 

Lesa meira
 

Þorlákur Árnason ráðinn þjálfari U17 karla - 23.12.2016

KSÍ hefur gengið frá tveggja ára samningi við Þorlák Árnason um þjálfun U17 karla. Þorlákur mun hefja störf í janúar.

Lesa meira
 

A kvenna - 30 leikmenn valdir fyrir úrtaksæfingar í janúar - 22.12.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið leikmenn til æfinga dagana 19.–22. janúar og fara flestar æfingarnar fram á Akureyri.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna - 21.12.2016

Meðfylgjandi eru æfingahópar U17 og U19 kvenna fyrir úrtaksæfingar sem verða á haldnar í byrjun janúar. 

Lesa meira
 
Freyr Alexandersson

KSÍ og Freyr Alexandersson hafa skrifað undir nýjan samning - 19.12.2016

KSÍ og Freyr Alexandersson hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning um að Freyr haldi áfram sem þjálfari A landsliðs kvenna. Freyr hefur verið þjálfari landsliðsins frá 2013 og hefur náð frábærum árangri með liðið sem undir hans stjórn hefur nú tryggt sér þátttökurétt í lokakeppni EM.

Lesa meira
 

Gylfi Þór og Sara Björk knattspyrnufólk ársins 2016 - 16.12.2016

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2016. Þetta er í 13. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Lokaumferð riðlakeppni Futsal um helgina - 16.12.2016

Um komandi helgi fer fram lokaumferðin í riðlakeppni Íslandsmótsins í Futsal en þá klárast keppni í C riðli karla og A og B riðli kvenna.  Eftir helgina kemur því í ljós hvaða félög munu komast í úrslitakeppnina sem fer fram helgina 6. - 8. janúar. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2017 - 16.12.2016

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2017 hefur verið birt á vef KSÍ undir mót 2017. Best er að skoða leiki ykkar á vef KSÍ undir "mótamál" á forsíðunni og velja svo leiki félaga, eða fylgja neðangreindum tengli:

Lesa meira
 

Jörundur Áki Sveinsson ráðinn sem þjálfari U17 ára landsliðs kvenna - 16.12.2016

Jörundur Áki Sveinsson hefur verið ráðinn í starf þjálfara U17 landsliðs kvenna, og gildir samningur hans næstu tvö árin. Jörundur Áki mun einnig starfa að fræðslumálum hjá knattspyrnusambandinu sem og að sinna verkefnum sem snúa að útbreiðslustarfi.

Lesa meira
 

Stefán Geir Þórisson skipaður í Alþjóðlega íþróttadómstólinn - 14.12.2016

Föstudaginn 9. desember sl. var Stefán Geir Þórisson Hæstaréttarlögmaður skipaður dómari í Alþjóðlega íþróttadómstólinn (Court of Arbitration for Sport, skammstafað CAS). Tilnefningin gildir frá 1. janúar 2017 og er til 4 ára. Stefán hefur setið í Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ frá árinu 2007 og í stjórn KSÍ 2007-2009.

Lesa meira
 

Formaður KSÍ í framboði til stjórnar FIFA - 14.12.2016

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er í framboði til stjórnar FIFA og nýtur stuðnings knattspyrnusambandanna á Norðurlöndum. Kosið verður um fjögur sæti af níu sem Evrópa hefur í stjórn FIFA á þingi UEFA 5. apríl nk. Framboðsfrestur rann út 5. desember sl. og bárust fimm framboð.

Lesa meira
 
Þorvaldur Örlygsson

Þorvaldur endurráðinn þjálfari hjá U19 karla - 13.12.2016

Þorvaldur Örlygsson hefur verið endurráðinn í starf þjálfara U19 landsliðs karla, og gildir samningur hans næstu tvö árin.  Þorvaldur mun einnig starfa að fræðslumálum hjá knattspyrnusambandinu sem og að sinna verkefnum sem snúa að útbreiðslustarfi.  Lesa meira
 

Eyjólfur endurráðinn þjálfari hjá U21 karla - 13.12.2016

Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára eða til loka árs 2018.  Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005.  Lesa meira
 

Leikmenn með flestar stoðsendingar í Pepsi-deildunum heiðraðir - 13.12.2016

Hilmar Árni Halldórsson úr Stjörnunni lagði upp flest mörk í Pepsi-deild karla á keppnistímabilinu 2016 og fjórar knattspyrnukonur urðu jafnar og efstar hvað stoðsendingar varðar í Pepsi-deild kvenna.

Lesa meira
 

Bókin Íslensk knattspyrna 2016 komin út - 13.12.2016

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2016 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 36. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er 272 blaðsíður og myndirnar í henni eru 380 talsins

Lesa meira
 
UEFA

U17 og U19 karla - Dregið í undankeppni EM 2017/18 - 13.12.2016

Í dag var dregið í undankeppni EM 2017/18 hjá U17 og U19 karla og var dregið í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.

Hjá U17 er Ísland í riðli með Rússlandi, Finnlandi og Færeyjum og hjá U19 verða andstæðingar Ísland: England, Búlgaría og Færeyjar

Lesa meira
 

Íslenskir stuðningsmenn tilnefndir til verðlauna af FIFA - Kjóstu á netinu! - 9.12.2016

FIFA hefur tilnefnt íslenska stuðningsmenn til verðlauna fyrir magnaðan stuðning á EM árinu. Hægt er að kjósa um þrjár tilnefningar á vef FIFA.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla - 9.12.2016

Meðfylgjandi eru æfingahópar U17 og U19 karla fyrir úrtaksæfingar sem verða á haldnar á milli jóla og nýárs.

Lesa meira
 

Knattspyrnuþing 2017 - 9.12.2016

71. ársþing KSÍ verður haldið í Höllinni, Vestmannaeyjum 11. febrúar 2017. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi:

Lesa meira
 

Fjölmenni á súpufundi um þjálfunaraðferðir Stjörnunnar - Myndband - 8.12.2016

115 manns mættu í höfuðstöðvar KSÍ þriðjudaginn 6. desember til að hlýða á Þórhall Siggeirsson, yfirþjálfara yngri flokka hjá Stjörnunni, fjalla um þjálfun leikmanna hjá félaginu. Þetta var 20. Súpufundur KSÍ og jafnframt sá fjölmennasti.

Lesa meira
 

Aðalfundur KÞÍ er í kvöld, fimmtudag - 8.12.2016

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 8. desember n.k. klukkan 20:00.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 og U17 kvenna 9. – 11. desember - 7.12.2016

Úlfar Hinriksson hefur valið tvo úrtakshópa skipuðum stúlkum fæddum 2000, 2001 og 2002. Hóparnir æfa helgina 9. – 11. desember.

Lesa meira
 

Skallagrímur 100 ára 3. desember 2016 - 5.12.2016

Í hófi sem haldið var í Borgarnesi um helgina voru sjö einstaklingar heiðraðir fyrir vel unnin störf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar. Það voru þeir Gísli Gíslason ritari stjórnar KSÍ og Jakob Skúlason landshlutafulltrúi vesturlands í stjórn KSÍ sem veittu viðurkenningarnar.

Lesa meira
 

Knattspyrnuþing 2017 - Boðun - 5.12.2016

Ársþing KSÍ, það 71. í röðinni, verður haldið í Höllinni, Vestmanneyjum 11. febrúar næstkomandi.

Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 11. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
IBV-Futsal

Íslandsmótið í Futsal heldur áfram um helgina - 1.12.2016

Um komandi helgi hefst seinni hluti riðlakeppni Ílslandsmótsins í innanhússknattspyrnu, Futsal, þegar leikið verður í A og B riðli karlla.  Tvö efstu félögin tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum en úrslitakeppnin sjálf verður leikin helgina 6. - 8. janúar.  Undanúrslit og úrslit fara fram í Laugardalshöll. Lesa meira
 

Súpufundur um aðferðir Stjörnunnar í þjálfun - 30.11.2016

Þriðjudaginn 6. desember kl. 12.00 mun Þórhallur Siggeirsson, yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar, halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Þórhallur mun fjalla ítarlega um aðferðir Stjörnunnar í þjálfun leikmanna en félagið hefur undanfarin 2 ár unnið markvisst eftir nýrri stefnu. Stefnan er áhugaverð og frábrugðin því sem gengur og gerist í íslensku knattspyrnuumhverfi.

Lesa meira
 

Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun - 28.11.2016

Í dag, mánudag, hefst Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun en að þessu sinni er hún haldin hér á landi. Ráðstefnan er haldin á hverju ári en skipst er á að fjalla um þjálfaramenntun og hæfileikamótun.

Lesa meira
 

Mögnuð tilþrif á Special Olympics - 28.11.2016

Mikil stemmning var um helgina á Special Olympics þar sem fatlað íþróttafólk sýndi magnaða takta á knattspyrnuvellinum. Gleðin skein úr hverju andliti og ekki minnkaði brosið þegar hvert glæsimarkið af fætur öðru var skorað!

Lesa meira
 

U19 kvenna - Vináttuleikir gegn Ungverjum - 28.11.2016

KSÍ hefur ná samkomulagi við ungverska knattspyrnusambandið um að U19 kvenna landslið þjóðanna munu leika vináttuleiki 11. og 13. apríl 2017 í Ungverjalandi.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 – leikmenn fæddir 2001 - 25.11.2016

Eftirtaldir leikmenn fæddir 2001 hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands. 

Lesa meira
 

Forseti Íslands mun taka þátt í kyndilhlaupi lögreglumanna og setja Íslandsleika Special Olympics 2017 - 24.11.2016

Special Olympics á Íslandi og Knattspyrnusamband Íslands standa að árlegum Íslandsleikum í knattspyrnu, sunnudaginn 27. nóvember 2016 kl. 14. 00 – 16.00 í Reykjaneshöllinni.   Keppt er í tveimur styrkleikaflokkum en markmið Special Olympics samtakanna er að skipuleggja keppni sem gefur öllum jöfn tækifæri.  

Lesa meira
 

Ísland í 21. sæti heimslista FIFA - 24.11.2016

Íslenska karlalandsliðið er í 21. sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag. Ísland stendur í stað frá seinustu birtingu seinasta lista. Eins og undanfarið er Ísland efst Norðurlandaþjóða.

Lesa meira
 

A kvenna - Mótherjar Íslendinga á Algarve kunnir - 23.11.2016

Raðað hefur verið í riðla á Algarve Cup, sem fram fer 1. - 8. mars á næsta ári.  Að venju eru íslenska liðið á meðal þátttakenda á mótinu og hefur verið raðað í riðla.  Ísland er í B riðli með Japan, Noregi og Spáni.

Lesa meira
 

Minningarleikur um Hlyn Þór Sigurðsson - 23.11.2016

ÍR og Leiknir úr Reykjavík mætast laugardaginn 26. nóvember, í árlegum minningarleik um Hlyn Þór Sigurðsson í Egilshöll klukkan 15:30.

Lesa meira
 

Landshlutaæfingar á Norðurlandi - 21.11.2016

Freyr Sverrisson hefur valið hóp drengja fæddir 2002 til æfinga í Boganum á Akureyri 26. og 27. nóvember. Hópinn og dagskrá má sjá hér.

Lesa meira
 

A karla – Ísland tekur þátt í China Cup í Nanning í janúar - 21.11.2016

KSÍ hefur þegið boð um þátttöku í fjögurra þjóða móti í Kína í janúar nk. Auk Íslands og Kína munu landslið Chile og Króatíu taka þátt í mótinu sem fram fer á Guangxi leikvangnum í Nanning borg. Mótið er skipulagt utan við alþjóðalega landsleikjadaga FIFA.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Æfingar 25. – 27. nóvember - 21.11.2016

Þórður Þórðarsson þjálfari U19 landsliðs kvenna hefur valið hóp til æfinga helgina 25. – 27. nóvember næstkomandi. Hópurinn og dagskrána má sjá hér.

Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið hjá HK - 21.11.2016

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við HK og hefst kl. 18:15.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

U17 karla - Naumt tap gegn Þýskalandi - 19.11.2016

U17 ára landslið karla tapaði öðru sinni gegn Þýskalandi en liðin mættust öðru sinni í dag. Leikurinn endaði með 1-0 sigri þýska liðsins en sigurmarkið kom á 50. mínútu leiksins. 

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar og Gunnar Jarl dæma erlendis - 18.11.2016

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Gunnar Jarl Jónsson munu í næstu viku dæma sitthvorn leikinn í UEFA Youth League.

Lesa meira
 

Miðasala á EM í Hollandi - 18.11.2016

Knattspyrnusamband Evrópu birti í gær frekari upplýsingar um miðasölu á leiki í úrslitakeppni EM kvenna í Hollandi en tvær leiðir eru í boði fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins.  

Lesa meira
 

U17 karla - Þýskaland of stór biti fyrir íslensku strákanna - 17.11.2016

U17 ára landslið Íslands tapaði 2-7 fyrir Þýskalandi í fyrri vináttuleik liðanna sem fram fór í Egilshöll í kvöld. Þýska liðið byrjaði af miklum krafti í leiknum og leiddi 0-3 eftir 15. mínútna leik. Íslenska liðið minnkaði muninn í 2-3 í fyrri hálfleik en þýska liðið gaf þá í og hafði að lokum 2-7 sigur.

Lesa meira
 

Nýr starfsmaður í mótadeild KSÍ - 16.11.2016

Pjetur Sigðursson hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu KSÍ frá og með 1. janúar næstkomandi. Pjetur mun sinna verkefnum tengdum dómara- og mótamálum.

Lesa meira
 

U17 karla - Sjáðu framtíðarstjörnur Íslands og Þýskalands í Egilshöll - 16.11.2016

U17 ára landslið karla leikur vináttuleiki við Þýskaland á morgun, fimmtudag, og á laugardaginn. Fyrri leikurinn er klukkan 19:15 en leikurinn á laugardag er klukkan 16:00, báðir leikirnir fara fram í Egilshöll.

Lesa meira
 

A karla - Sigur á Möltu í lokaleik ársins - 15.11.2016

Ísland vann 2-0 sigur á Möltu í vináttuleik sem fram fór í kvöld. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill en Ísland fékk þó ágæt færi til að skora. Fyrra mark Íslands kom á 47. mínútu en það var Arnór Ingvi Traustason sem skoraði með góðu skoti en Sverrir Ingi Ingason skoraði svo seinna markið á 74. mínútu. 

Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

Leyfisferlið fyrir 2017 hafið - 15.11.2016

Í samræmi við leyfisreglugerð KSÍ (útg. 3.2.) hefur þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla árið 2017 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst. Leyfisferlið hefst formlega 15.nóvember ár hvert. Lesa meira
 

Námskeið i samstarfi við Dale Carnagie - 15.11.2016

Miðvikudaginn 23. nóvember mun KSÍ í samstarfi við Dale Carnagie bjóða upp á námskeið fyrir þjálfara. Markmið námskeiðsins er að auka færni þjálfara í að tjá sig fyrir framan hóp, hvort sem um er að ræða hóp leikmanna eða foreldra.

Lesa meira
 

A karla – Byrjunarlið Íslands gegn Möltu - 14.11.2016

Íslenska karlalandsliðið leikur vináttuleik við Möltu í dag. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 kvenna (eldri hópur) - 14.11.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum U17 ára liðs kvenna. Æfingar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 kvenna - Yngri hópur - 14.11.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum U16 ára liðs kvenna. Æfingar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

A karla - Ísland í 3. sæti I-riðils - 13.11.2016

Króatía trónir á toppi I-riðils eftir sigur á Íslandi í gær en Úkraína fór í 2. sætið þar sem liðið vann 1-0 sigur á Finnlandi. Staða riðilsins er því þannig að Króatía er á toppnum með 10 stig, Úkraína er með 8 stig í 2. sæti og Ísland kemur næst með 7 stig.

Lesa meira
 

A karla - Tap í Króatíu - 12.11.2016

Króatía vann 2-0 sigur á Íslandi í Zagreb í kvöld en sigur heimamanna var sanngjarn. Marcelo Brozović skoraði bæði mörk leiksins en fyrra markið kom á 15. mínútu er Brozović skaut af löngu færi en seinna markið var svipað en það var undir lok leiksins og Brozović átti þá gott skota að marki sem Hannes náði ekki að verja.

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarliðið gegn Króatíu - 12.11.2016

Ísland mætir Króatíu í dag klukkan 17:00 í undankeppni HM en leikurinn fer fram fyrir tómum velli í Króatíu. Króatía er fyrir leikinn á toppi riðilsins með 7 stig eins og Ísland en mun hagstæðari markatölu.

Lesa meira
 

U17 karla - Hópurinn sem mætir Þýskalandi - 12.11.2016

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Þýskalandi í tveimur vináttuleikjum 17. og 19. nóvember í Egilshöll.

Lesa meira
 

A karla – Íslenska landsliðið mætt til Zagreb - 11.11.2016

A landslið karla er nú mætt til Zagreb í Króatíu þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni HM 2018 á morgun. Liðið hefur dvalið í Parma undanfarna daga þar sem undirbúningur fyrir leikinn hefur farið fram.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland í milliriðli með Spán, Svíþjóð og Portúgal - 11.11.2016

Ísland er í milliriðli með Spán, Svíþjóð og Portúgal. Leikið verður í Portúgal 28. mars - 2. apríl 2017.

Lesa meira
 

U17 karla - Tveir vináttulandsleikir gegn Þýskalandi í nóvember - 11.11.2016

Knattspyrnusambönd Íslands og Þýskalands hafa komist að samkomulagi um að U17 karlalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki á Íslands í nóvember.  Leikirnr fara fram 17. og 19. nóvember og verða leiknir í Egilshöll. Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland í milliriðli með Þýskalandi, Póllandi og Sviss - 11.11.2016

Það er búið að draga í milliriðla fyrir U19 kvenna og forkeppni fyrir U19 kvenna fyrir 2017-2018. Ísland leikur í milliriðli með Þýskalandi, Sviss og Póllandi en riðillinn fer fram 6. - 13. júní 2017.

Lesa meira
 

Íslandsmótið í Futsal hefst um helgina - 11.11.2016

Nú um helgina hefst Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu, Futsal, en þá hefst keppni í tveimur riðlum í meistaraflokki karla.  Sama fyrirkomulag er við lýði og undafarin ár þar sem að leikin er riðlakeppni í hraðmótsfyrirkomulagi og svo er 8 liða úrslitakeppni í byrjun janúar.

Lesa meira
 

A kvenna - Úrtaksæfingar helgina 25. og 27. nóvember - 11.11.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp til úrtaksæfinga helgina 25. - 27. nóvember.  Eingöngu er um að ræða leikmenn sem leika með félagsliðum hér á landi og meðal þeirra eru leikmenn sem leikið hafa með yngri landsliðum Íslands á árinu. Lesa meira
 

Nýr listi yfir alþjóðlega dómara - 10.11.2016

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur birt nýjan lista yfir alþjóðlega dómara og er þar að finna tvo nýja aðstoðardómara. Andri Vigfússon og Oddur Helgi Guðmundsson koma inn sem nýir aðstoðardómarar. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinssonkemur inn sem nýr Futsal dómari.


Lesa meira
 

EM 2017 - Ísland hefur einu sinni lagt Frakka að velli - 9.11.2016

Ísland leikur við Frakka, Sviss og Austurríki í riðlakeppni EM næsta sumar. Fyrsti leikur Íslands er gegn Frökkum og má segja að sagan sé ekki á bandi Íslands þegar kemur að fyrri viðureignum þjóðanna.

Lesa meira
 

EM 2017 - Staðfestir leikdagar Íslands - 8.11.2016

UEFA hefur staðfest leikdaga og borgir þar sem Ísland mun leika í riðlakeppni EM í Hollandi. Ísland hefur leik þann 18. júlí gegn Frökkum en leikið verður í Tilburg, næsti leikur er gegn Sviss þann 22. júlí í Doetinchem og lokaleikur Íslands í riðlakeppninni er 26. júlí í Rotterdam þegar Ísland mætir Austurríki.

Lesa meira
 

Freyr Alexandersson: „Öll lið verðug þess að komast áfram” - 8.11.2016

Ísland er með Frakklandi, Austurríki og Sviss í C-riðli á EM í Hollandi sem fram fer næsta sumar. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, segist ánægður með dráttinn og á hann von á spennandi móti.

Lesa meira
 

EM 2017 - Ísland í riðli með Frökkum, Austurríki og Sviss - 8.11.2016

Það er ljóst að Ísland er í C-riðli með Frakklandi, Austurríki og Sviss í riðlakeppni EM í Hollandi. Dregið var í riðli í dag og er ljóst að Íslandi býður verðugt verkefni næsta sumar. Við munum birta nánari upplýsingar um leikvanga, borgir og annað þegar þær liggja fyrir.

Lesa meira
 

Almenn miðasala á EM hefst í kvöld - 8.11.2016

Almenn miðasala á leiki á EM 2017 í Hollandi hefst í kvöld á vef UEFA. Miðasalan sem hefst í kvöld er með því fyrirkomulagi að ekki er vitað hvar á vellinum sætin sem keypt eru, og er möguleiki á að þau séu ekki á svæði sem er ætlað íslenskum stuðningsmönnum.

Lesa meira
 

Landshlutaæfingar stúlkna á Norðurlandi - 8.11.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í landshlutaæfingum stúlkna á Norðurlandi. Æfingar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar.

Lesa meira
 

EM 2017 - Bein útsending frá EM drættinum! - 8.11.2016

Það er dregið í riðla í lokakeppni EM 2017 í dag í Hollandi en eins og flestir vita þá er Ísland meðal þeirra þjóða sem leika á lokamótinu. 16 lið eru í pottinum en 15 lið komust úr riðlakeppni og Holland er gestgjafi komandi sumar.

Lesa meira
 

A karla – Undirbúningur hafinn fyrir leikinn á móti Króatíu - 7.11.2016

Íslenska karlalandslið er nú komið til Parma þar sem næstu dagar fara í undirbúning fyrir leikinn gegn Króatíu. Leikurinn fer fram í Zagreb laugardaginn 12. nóvember kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 

A karla - Ísland leikur við Mexíkó í febrúar - 7.11.2016

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Mexíkó um vináttuleik A landsliðs karla miðvikudaginn 8. febrúar 2017.  Leikið verður í Las Vegas í Bandaríkjunum.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynning í Lengjubikarinn 2017 - 7.11.2016

Þátttökutilkynning fyrir Lengjubikarinn 2017 hefur verið send til félaganna. Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi sunnudaginn 20. nóvember.

Lesa meira
 

Fjölmenni í Markmannsskóla KSÍ - 7.11.2016

Undanfarnar tvær vikur hefur KSÍ haldið úti Markmannsskóla drengja og stúlkna á Akranesi en þetta er í fimmta skipti sem Markmannsskólinn er starfsræktur og öll árin hefur hann verið á Akranesi.

Lesa meira
 

A karla - Arnór Smárason hefur verið kallaður inn hópinn - 6.11.2016

Vegna meiðsla verður Björn Bergmann Sigurðarson ekki í landsliðshópnum sem kemur til Parma á Ítalíu á morgun (mánudag). Björn tognaði í nára í leik með Molde fyrr í dag og er ljóst að hann getur ekki leikið með íslenska liðinu á næsta laugardag þegar það mætir Króötum í undankeppni HM 2018.

Lesa meira
 

U17 karla - Armenar unnu 3-2 sigur á Íslandi - 6.11.2016

U17 ára lið karla lauk leik í undankeppni EM í dag með tapi gegn Armeníu en leikurinn endaði með 3-2 sigri armenska liðsins. Ísland lauk því leik án sigurs en liðið tapaði gegn Póllandi, Ísrael og Armeníu.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland leikur við Armeníu í dag, sunnudag - 6.11.2016

Ísland leikur lokaleik sinn í undankeppni EM U17 karla í dag en leikið er í Ísrael. Leikurinn er gegn Armeníu en Ísland getur ekki tryggt sér sæti í milliriðli eftir tvö töp.

Lesa meira
 

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra fór fram í dag - 5.11.2016

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í dag.  Fundinn sóttu um 70 fulltrúar félaga víðs vegar af landinu og hlýddu m.a. á erindi um knattspyrnumótin 2016 og 2017, reglugerðarbreytingar.  Þá var dregið í töfluröði í Pepsi-deild kvenna, Inkasso-deildinni og 2. deild karla.

Lesa meira
 

A karla - Breyting á landsliðshópnum sem mætir Króötum og Maltverjum - 4.11.2016

Vegna meiðsla verður Emil Hallfreðsson, leikmaður Udinese, ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins sem mætir Króötum í Zagreb þann 12. nóvember nk. og Maltverjum í vináttuleik þremur dögum síðar.

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna KSÍ 5. nóvember - 4.11.2016

KSÍ er með landsdómararáðstefnu um komandi helgi þar sem farið verður yfir mörg mál sem tengjast dómgæslunni.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem mætir Króatíu í undankeppni HM - 4.11.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt um leikmannahópinn sem mætir Króatíu í Zagreb þann 12. nóvember nk. í undankeppni HM 2018.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 karla – leikmenn fæddir 2002 - 4.11.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U16 karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar þjálfara.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 karla - 4.11.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland úr leik í undankeppni EM - 3.11.2016

U17 ára landslið karla tapaði 2-0 gegn Póllandi í undankeppni EM sem fram fer í Ísrael. Kacper Wełniak skoraði bæði lið pólska liðsins í leiknum en fyrra markið kom á 11. mínútu en seinna markið undir lok leiksins.

Lesa meira
 

KSÍ II þjálfaranámskeið - 3.11.2016

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 11.-13. nóvember. Dagskrá námskeiðsins er hér í viðhengi. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Námskeiðsgjald er kr. 19.000,-

Lesa meira
 

KSÍ III þjálfaranámskeið 18.-20. nóvember 2016 - 2.11.2016

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 18.-20. nóvember. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Tap gegn heimamönnum í fyrsta leik - 2.11.2016

Strákarnir í U17 töpuðu sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar þeir mættu Ísrael en riðillinn er einmitt leikinn þar í landi.  Heimamenn höfðu betur, 2 - 0, eftir að hafa leitt með einu marki í leikhléi. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Byrjunarliðið sem mætir Ísrael - 1.11.2016

Strákarnir í U17 hefja í dag leik í undankeppni EM en riðill Íslands er að þessu sinni leikinn í Ísrael.  Heimamenn eru fyrstu mótherjar Íslands og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað: Lesa meira
 

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Noregi - 1.11.2016

12.-18. október síðastliðinn fór fram KSÍ VI þjálfaranámskeið í Noregi. Námskeiðið var einstakt að því leiti að einungis kvennkyns þjálfarar voru þátttakendur en UEFA er þessi misserin með aðgerðir til að fjölga konum í þjálfun og var þetta námskeið liður í því verkefni.

Lesa meira
 

Breytingar á leyfisreglugerð KSÍ - 1.11.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 27. október sl. var samþykkt ný útgáfa (3.2) af Leyfisreglugerð KSÍ. Ný útgáfa af reglugerðinni hefur verið birt á heimasíðu KSÍ en mikilvægt er að aðildarfélög KSÍ, sem leika í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla árið 2017, kynni sér ákvæði reglugerðarinnar ítarlega.

Lesa meira
 

Landshlutaæfing stúlkna á Austurlandi - 31.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í landshlutaæfingum stúlkna á Austurlandi sunnudaginn 6. nóvember 2016. Æfingar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Tap í lokaleiknum gegn Írum - 31.10.2016

U17 kvenna tapaði í kvöld 4-1 gegn Írum í lokaleik liðsins í undankeppni EM. Ísland var fyrir leikinn búið að tryggja sér sæti í milliriðli en toppsæti riðilsins var í húfi.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 kvenna - 30.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs kvenna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland í milliriðil - 28.10.2016

Stelpurnar í U17 unnu sinn annan leik í undankeppni EM í dag þegar þær lögðu stöllur sínar frá Færeyjum.  Lokatölur urðu 4 - 0 eftir að Ísland hafði leitt með einu marki í leikhléi.  Síðasti leikur Íslands verður gegn heimastúlkum í Írlandi og verður leikið á mánudaginn. 

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið sem mætir Færeyjum - 28.10.2016

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið byrjunarliðið sem mætir Færeyjum í undankeppni EM.  Leikurinn hefst kl 14:00 að íslenskum tíma, föstudaginn 20. október, og er leikið í Cork á Írlandi.  Ísland lagði Hvít Rússa í fyrsta leik sínum í riðlinum 4 - 0 en Færeyjar töpuðu fyri Írlandi, 0 - 6. Lesa meira
 

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða - 28.10.2016

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2015/2016 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2016 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 56 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs.

Lesa meira
 

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga 5. nóvember - 28.10.2016

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fer fram laugardaginn 5. nóvember næstkomandi kl. 12:00-15:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð).  Til fundarins eru boðaðir formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga KSÍ. Lesa meira
 
Þór

Úrskurðir í málum Þórs gegn ÍBV - 26.10.2016

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í tveimur kærum Þórs gegn ÍBV vegna leik félaganna í 2. flokki karla.  Aga- og úrskurðarnefnd hafnað kröfum kæranda í báðum málum og standa úrslit leiksins óbreytt. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Öruggur sigur á Hvít Rússum - 26.10.2016

Stelpurnar í U17 byrjuðu undankeppni EM á mjög sannfærandi hátt þegar þær lögðu Hvít Rússa í Cork á Írlandi.  Lokatölur urðu 4 - 0 fyrir Ísland og leiddu okkar stelpur með þremur mörkum í leikhléi.

Lesa meira
 

Ísland í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður 8. nóvember - 26.10.2016

Þann 8. nóvember næstkomandi verður dregið í úrslitakeppni EM kvenna 2017 og þar verður Ísland að sjálfsögðu í pottinum.  Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki ásamt Ítalíu, Skotlandi og Danmörku og getur því ekki dregist gegn einhverri af þeim þjóðum.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Byrjunarliðið á móti Hvít Rússum - 26.10.2016

U17 ára landslið kvenna er nú á Írlandi þar sem liðið tekur þátt í undankeppni EM. Fyrsti leikurinn í riðlinum fer fram í dag og hefst hann kl. 14:00 að íslenskum tíma. Úlfar Hinriksson þjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið á móti Hvíta Rússlandi í dag.

Lesa meira
 

Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu - 25.10.2016

Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir að ráða þjálfara í fullt starf. Meginverkefni er umsjón með hæfileikamótun KSÍ, úrtaksæfingum og önnur verkefnum tengd yngstu landsliðum Íslands.

Lesa meira
 

Sigur á Úsbekistan í lokaleik Sincere Cup - 24.10.2016

Ísland vann 1-0 sigur á Úsbekistan í lokaleik liðsins á Sincere Cup sem fram fer í Kína. Ísland fékk nokkur góð marktækifæri í leiknum en það var mark Fanndísar Friðriksdóttur sem tryggði Íslandi sigur í leiknum.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Úsbekistan - 23.10.2016

Ísland leikur við Úsbekistan í lokaleik Sincere Cup í Chongqing í Kína á morgun, mánudag, og hefst leikurinn klukkan 16:00 að kínverskum tíma eða 8:00 að íslenskum tíma. Ísland er með eitt stig á mótinu eftir að gera jafntefli við Kína en tapað fyrir Danmörku.

Lesa meira
 

Tap gegn Dönum á Sincere Cup - 22.10.2016

Ísland tapaði 0-1 gegn Danmörku á Sincere Cup sem fram fer í Chonqing í Kína. Eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik en fram að því hafði Ísland skapað sér mun hættulegri færi.

Lesa meira
 

Erlendur Eiríksson dæmir í Wales - 21.10.2016

Erlendur Eiríksson verður dómari á leik Cefn Druids og Bala Town í welsku úrvalsdeildinni föstudaginn 21. október.  Verkefnið er hluti af dómaraskiptum á milli knattspyrnusambanda Íslands og Wales. 

Lesa meira
 

A karla - Vináttulandsleikur við Írland - 21.10.2016

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Írlands um vináttulandsleik hjá A landsliðum karla. Leikurinn fer fram 28. mars 2017 á Aviva leikvangnum í Dublin.

Lesa meira
 

A kvenna - Skemmtileg heimsókn í skóla í Chongqing - 21.10.2016

Leikmönnum úr kvennalandsliðinu var boðið að heimsækja grunnskóla í Chongqing í dag og satt að segja átti enginn von á því sem tók við leikmönnum. Á skólalóðinu voru yfir 1000 krakkar með íslenska og kínverska fána og mætti halda að sjálfur Justin Bieber væri mættur á svæðið, slíkur var æsingurinn.

Lesa meira
 

Ísland í 21. sæti á nýjasta styrkleikalista FIFA - 21.10.2016

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 21. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í gær. Ísland var í 27. sæti listans þegar hann var síðast gefinn út og hefur aldrei verið ofar á listanum en nú.

Lesa meira
 

Ísland og Kína skildu jöfn á Sincere Cup - 20.10.2016

Kvennalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Kína í fyrsta leik Sincere Cup sem fram fer í Kína. Fanndís Friðriksdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum en leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu.

Lesa meira
 

KFG og Víkingur Ó. sektuð vegna framkomu leikmanna - 20.10.2016

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 27. september síðastliðinn voru KFG og Víkingur Ó. sektuð um 50.000 krónur hvort félag, annars vegar vegna framkomu leikmanns KFG og hins vegnar framkomu Pontus Nordenberg leikmanns Víkings Ó. Að auki úrskurðaði Aga- og úrskurðarnefnd Pontus Nordenberg í eins leiks bann vegna framkomu hans.

Lesa meira
 

KSÍ II þjálfaranámskeið - 20.10.2016

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum, eitt helgina 28.-30. október og tvö helgina 4.-6. nóvember. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði.

Lesa meira
 

Ísland mætir Kína í dag á Sincere Cup - Byrjunarlið - 19.10.2016

Ísland mætir Kína á morgun, fimmtudag, í fyrsta leik Sincere Cup sem fram fer í Chongqing í Kína. Leikið er á Yongchuan Sport Center leikvanginum sem tekur um 25 þúsund manns í sæti en mótshaldarar gera ráð fyrir að um 20 þúsund manns mæti á leik Íslands og Kína.

Lesa meira
 

Lokahópur U17 karla - 19.10.2016

18 leikmenn hafa verið valdir í lokahóp U17 ára liðs karla í Undankeppni EM sem fram fer í Ísrael dagana 30. okt - 7. nóv 2016. Æfingar og leikir fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands. Æfingar fara fram dagana 21. - 23. október.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 kvenna - 19.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum U17 ára liðs kvenna. Æfingar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Ungmennadeild UEFA - Breiðablik úr leik - 19.10.2016

Breiðablik er úr leik í Ungmennadeild UEFA en Blikarnir töpuðu 4-0 í seinni leik liðanna á útivelli. Fyrri leikurinn endaði með 0-3 tapi og því vann Ajax 7-0 samanlagt.

Lesa meira
 

Markmannsskóli KSÍ - Frestur til tilnefninga er til 19. október - 18.10.2016

Knattspyrnusamband Íslands mun bjóða upp á Markmannsskóla fyrir stúlkur og drengi í 4. aldursflokki (árg. 2003 og 2004) í kringum næstu mánaðarmót. Félög sem starfrækja 4. flokk drengja og/eða stúlkna geta tilnefnt tvo drengi og tvær stúlkur hvert. Markmannsskóli drengja verður 28.-30. október og Markmannsskóli stúlkna verður dagana 4.-6. nóvember.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - 975 áhorfendur að meðaltali á leik - 18.10.2016

Alls komu 128.741 áhorfendur á leiki Pepsi-deildar karla á nýliðinu tímabili eða 975 að meðaltali á hvern leik.  Flestir mættu á heimaleiki Íslandsmeistara FH eða 1.541 að meðaltali á hvern leik.  Næst besta aðsóknin var á Kópavogsvöll þar sem 1.203 áhorfendur mættu að meðaltali Lesa meira
 
ÍR

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR - 18.10.2016

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍR og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Bríet dæmir vináttulandsleik í Noregi - 18.10.2016

Bríet Bragadóttir mun, fimmtudaginn 20. október nk., dæma vináttulandsleik Noregs og Svíþjóðar skipað leikmönnum 23 ára og yngri. Leikurinn fer fram í Hamar í Noregi.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar og Bryngeir dæma í Lúxemborg - 18.10.2016

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari og Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómari munu síðar í þessum mánuði sinna dómaraverkefnum í undankeppni EM U17 landsliða karla. Riðillinn sem þeir eru að dæma í fer fram í Lúxemborg og auk heimamanna eru í riðlinum lið Sviss, Tékklands og Færeyja.

Lesa meira
 

Freyr Alexandersson: „Ætlum að nýta tímann vel til að undirbúa leikmenn” - 18.10.2016

Íslenska kvennalandsliðið leikur fyrsta leik sinn á Sincere-mótinu í Yongchan á fimmtudaginn. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, er ánægður með aðstæðurnar og segist spenntur fyrir leikjunum.

Lesa meira
 

A kvenna - Æfingar ganga vel í Yongchuan - 18.10.2016

Stelpurnar okkar hafa æft vel í Yongchuan en í dag, þriðjudag, var ansi heitt og rakinn mikill í loftinu. Stemningin er góð í hópnum og hafa æfingar gengið vel það sem af er dvöl liðsins í Yongchuan.

Lesa meira
 

A kvenna - Stelpurnar okkar komnar til Kína - 16.10.2016

Stelpurnar okkar eru komnar til Kína en liðið ferðaðist langan veg í gær frá Íslandi til Chongqing. Það er líka 8 klukkutíma mismunur milli Íslands og Kína og því fór fyrsti dagur liðsins í að aðlaga sig breyttum tíma en á morgun, mánudag, verður æft af krafti en þá munu einnig þeir leikmenn sem léku með félagsliðum sínum í dag koma til móts við liðið.

Lesa meira
 

Áfrýjunardómstóll KSÍ í máli Víkings Ó. gegn aga- og úrskurðarnefnd - 14.10.2016

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál Víkings Ólafsvíkur gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ varðandi úrskurð nefndarinnar þar sem Pontus Nordberg var dæmdur í eins leiks leikbann og knattspyrnudeildin sektuð um 50.000 krónur.

Lesa meira
 

Sigurvegarar sumarsins 2016 - 13.10.2016

Það eru ansi margir Íslands- og bikarmeistarar krýndir á hverju tímabili. Það er keppt í mörgum flokkum allt frá 6. flokki upp í eldri flokk með leikmönnum 50 ára og eldri.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ gekk frábærlega - 13.10.2016

Það var ekki slegið slöku við í hæfileikamótun N1 og KSÍ að þessu sinni en lokamót hæfileikamótunar var í september. Nokkur hundruð ungmenni tóku þátt í hæfileikamótuninni sem Hallbór Björnsson hafði veg og vanda með.

Lesa meira
 

Blikar gerðu markalaust jafntefli við Rosengård - 12.10.2016

Breiðablik er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að gera markalaust jafntefli við sænska stórliðið Rosengård á útivelli. Fyrri leikurinn endaði með 0-1 sigri sænska liðsins sem fer á áfram á minnsta mun.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Lokahópur vegna undankeppni EM - 12.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdnar í lokahóp U17 ára liðs kvenna í Undankeppni EM sem fram fer í Írlandi dagana 24. okt - 1. nóv 2016. Æfingar og leikir fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Breiðablik mætir Rosengård í seinni leik liðanna í dag - 12.10.2016

Breiðablik leikur seinni leikinn við stórlið Rosengård í Malmö í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Fyrri leikurinn endaði 1-0 fyrir Rosengård og eiga Blikastelpur því enn góða möguleika á að komast áfram.

Lesa meira
 

A karla – Miðasala á Finnland - Ísland - 11.10.2016

Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir um miðasölu á leik Finnlands og Íslands sem fram fer í Finnlandi þann 2. september 2017.  Engar upplýsingar hafa enn borist frá finnska knattspyrnusambandinu um miðasölu á leikinn en um leið og þær upplýsingar berast verða þær kynntar hér á heimasíðu KSÍ.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland úr leik eftir tap gegn Úkraínu - 11.10.2016

Lið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði lokaleik sínum í undankeppni EM 2017 gegn Úkraínu í kvöld. Leikurinn endaði 2-4 fyrir gestina en rigning og rok settu svip sinn á leikinn. Íslenska liðið endar því í 3. sæti riðilsins og er úr leik að þessu sinni.

Lesa meira
 

U19 karla - Sigur gegn Lettlandi - 11.10.2016

U19 ára landslið karla lék lokaleik sinn í undankeppni EM í dag en strákarnir okkar unnu góðan 2-0 sigur á Lettlandi í lokaleiknum. Fyrra mark Íslands kom á 19. mínútu en það var Sveinn Aron Guðjohnsen sem kom Íslandi yfir. Seinna mark Íslands kom undir lok leiksins en Axel Andrésson skoraði það.

Lesa meira
 

Arnar Bill útskrifast með UEFA PRO gráðu - 11.10.2016

Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, útskrifaðist nýlega með UEFA PRO þjálfaragráðu frá enska knattspyrnusambandinu. Arnar hóf námið í janúar 2015 ásamt 23 öðrum þjálfurum. Námið er viðamikið eins og gefur að skilja en meðal þess sem fjallað er um er; Leiðtogaefni, samskipti við leikmenn, stjórnarmenn, stuðningsmenn og fjölmiðla, leikgeining og fjármál.

Lesa meira
 

A karla – Miðasala á Finnland - Ísland - 11.10.2016

Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir um miðasölu á leik Finnlands og Íslands sem fram fer í Finnlandi þann 2. september 2017. Engar upplýsingar hafa enn borist frá finnska knattspyrnusambandinu um miðasölu á leikinn en um leið og þær upplýsingar berast verða þær kynntar hér á vef KSÍ.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

U21 karla - Ísland mætir Úkraínu í dag - 11.10.2016

Strákarnir í U21 mæta Úkraínu í dag á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:45.  Með sigri tryggir íslenska liðið sér farseðilinn í úrslitakeppni EM í Póllandi á næsta ári.  Það er því til mikils að vinna og getur stuðningur áhorfenda skipt sköpum í kvöld.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

U21 karla - Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina á Ísland - Úkraína - 10.10.2016

Handhafar A og DE skírteina geta framvísað þeim við innganginn fyrir leik Íslands og Úkraínu í undankeppni EM U21 karla sem fram fer á Laugardalsvelli þriðjudaginn 11. október kl. 16:45  Ekki þarf að sækja miða fyrir leikinn, eins og venja er, á skrifstofu KSÍ.  Lesa meira
 

U17 karla - Undirbúningsæfingar fyrir undankeppni EM - 10.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í æfingahelgi vegna undirbúnings U17 ára liðs karla fyrir Undankeppni EM sem fram fer í Ísrael dagana 30. okt - 7. nóv 2016.

Lesa meira
 
European Qualifiers

Leikurinn gegn Króatíu fyrir luktum dyrum - 10.10.2016

Vert er að minna á að leikur Króatíu og Íslands í undankeppni HM, sem fram fer 12. nóvember í Zagreb, verður leikinn fyrir luktum dyrum.  Króatar leika þá annan heimaleik sinn í þessari undankeppni við þær aðstæður, vegna framkomu áhorfenda.  Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir um miðasölu á þennan leik og vill KSÍ vekja athygli á þessu.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynning fyrir Íslandsmót meistaraflokka í Futsal 2017 - 10.10.2016

Þátttökutilkynning fyrir Íslandsmót meistaraflokka í knattspyrnu innanhúss 2017 (futsal) hefur verið send út til aðildarfélaga.  Frestur til að tilkynna þátttöku er til laugardagsins 15. október.  Ef eitthvað félag hefur ekki fengið til sín slíka tilkynningu er það beðið um að hafa samband við skrifstofu KSÍ  Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Þorvaldur og Jóhann Gunnar dæma í Belgíu - 10.10.2016

Dómararnir Þorvaldur Árnason og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru þessa dagana við störf í Belgíu þar sem riðill í undankeppni EM U19 karla fer fram.  Þeir voru við störf á leik Kasakstan og Belgíu í fyrstu umferð og Þorvaldur dæmdi og Jóhann Gunnar var aðstoðardómari á leik Rússland og Kasakstan í 2. umferð riðilsins.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir á Spáni í undankeppni U21 karla - 10.10.2016

Gunnar Jarl Jónsson verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik Spánar og Eistlands í undankeppni EM hjá U21 karla.  Leikið verður í Pontevedra á Spáni og Gunnari til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson.  Varadómari verður Ívar Orri Kristjánsson. Lesa meira
 

Íslenskir stuðningsmenn fengu viðurkenningu frá UEFA - 9.10.2016

Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að verðlauna stuðningsmenn Íslands fyrir frábæra frammistöðu á EM í sumar. Íslenskir stuðningsmenn fóru mikinn í stúkunni og vöktu heimsathygli fyrir vaska framgöngu sína.

Lesa meira
 

Undankeppni HM 2018 - Frábær frammistaða gegn Tyrkjum - 9.10.2016

Íslendingar unnu öruggan 2 - 0 sigur á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn var í þriðju umferð undankeppni HM 2018.  Bæði mörk Íslands komu í fyrri hálfleik og var sigurinn síst of stór, íslenska liðið réð ferðinni allan leikinn og var sterkari aðilinn frá upphafi til enda.  Frábær byrjun á undankeppninni.

Lesa meira
 

U17 karla - Úrtaksæfingar (fæddir 2001) - 9.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 ára landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Ísland tekur á móti Tyrklandi í kvöld - Byrjunarlið - 9.10.2016

Ísland tekur á móti Tyrklandi í kvöld í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 18:45.  Uppselt er á leikinn og eru vallargestir hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn til að losna við örtröð en hlið Laugardalsvallar ljúkast upp kl. 17:30.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Svekkjandi tap gegn Tyrkjum - 8.10.2016

Strákarnir í U19 biðu lægri hlut gegn Tyrkjum í dag í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Úkraínu.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Tyrki sem leiddu, 1 - 0 í leikhléi.  Axel Andrésson jafnaði metin í seinni hálfleik, með marki eftir hornspyrnu.

Lesa meira
 

U21 karla - STRÁKARNIR OKKAR ÆTLA Á EM 2017! - 7.10.2016

U21 landslið karla leikur hreinan úrslitaleik um sæti á EM 2017 sem fram fer í Póllandi næsta sumar. Með sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli myndi íslenska liðið tryggja sér sæti á lokakeppni EM! Það er gríðarlega mikilvægt að fjölmenna á leikinn og styðja vel við bakið á strákunum okkar!

Lesa meira
 

A-karla - Ísland og Króatía með sigra í kvöld - 6.10.2016

Ísland og Króatía unnu sigra í kvöld í undankeppni HM 2018. Ísland vann 3-2 sigur á Finnlandi en Króatía vann 0-6 stórsigur á Kósóvó. Tyrkir gerðu 2-2 jafntefli við Úkraínu á heimavelli í riðlinum.

Lesa meira
 

A karla - Mögnuð endurkoma og sigur gegn Finnlandi - 6.10.2016

Strákarnir okkar buðu upp á háspennuleik á Laugardalsvelli í kvöld í fyrsta heimaleik Íslands í undankeppni HM. Leikurinn var frábær skemmtun og þrátt fyrir að lenda undir í tvígang vann Ísland að lokum magnaðan 3-2 sigur á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Tolfan

A karla - Miðar til á Ísland - Finnland - 6.10.2016

Ennþá er eitthvað til af miðum á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18:45.  Eitthvað var skilað af miðum og eru þessir miðar nú í sölu í miðasölu Laugardalsvallar.  Um kl. 14:30 í dag voru enn eftir um 250 miðar og eru þeir í blátt og rautt svæði og kosta 5.000 og 7.000 krónur.  Það er svo 50% afsláttur á miðaverði fyrir 16 ára og yngri. Lesa meira
 

U19 karla - Tap gegn Úkraínu í fyrsta leik - 6.10.2016

Strákarnir í U19 töpuðu gegn Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Úkraínu.  Lokatölur urðu 2 - 0 en markalaust var í leikhléi.  Í hinum leik riðilsins gerðu Lettland og Tyrkland jafntefli, 2 - 2 en Ísland mætir Tyrkjum á laugardaginn. 

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Leikið gegn Úkraínu í dag - 6.10.2016

Strákarnir í U19 hefja í dag leik í undankeppni EM en leikið er í Úkraínu.  Það eru einmitt heimamenn sem eru mótherjarnir í fyrsta leiknum sem hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Hægt er að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA og þar koma einnig fréttir af byrjunarliði.

Lesa meira
 

KSÍ I þjálfaranámskeið í október - 6.10.2016

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 21.-23. október og eitt helgina 28.-30. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 21.-23. október og 35 laus pláss helgina 28.-30. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 

Undankeppni HM 2018 - Ísland mætir Finnlandi í kvöld - 6.10.2016

Ísland tekur á móti Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld og hefst leikurinn kl. 18:45 á Laugardalsvelli.  Þetta er fyrst heimaleikur Íslands í keppninni en liðið gerði jafntefli í fyrsta leiknum, gegn Úkraínu á útivelli.

Miðasala á Laugardalsvelli opnar kl. 12:00 en þar verður eitthvað af miðum til sölu sem t.a.m. var skilað.

Lesa meira
 

U21 karla - Sigur á Skotlandi og úrslitaleikur gegn Úkraínu - 5.10.2016

U21 landslið karla leikur hreinan úrslitaleik um æsti í lokakeppni EM 2017 í Póllandi en liðið vann 2-0 sigur á Skotlandi í kvöld. Vinni Ísland sigur á Úkraínu þann 11. október þá er farseðillinn á EM tryggður.

Lesa meira
 

Leiksskrá fyrir A-karla og U21 er komin út - 5.10.2016

Rafræn leikskrá fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2018 karla og undankeppni EM U21 er komin út. Í leikskránni má finna viðtöl, greinar og upplýsingar um leiki liðanna sem eru leiknir á komandi dögum.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

U21 karla - Ísland mætir Skotlandi í dag kl. 15:30 - 5.10.2016

Strákarnir í U21 mæta Skotum í dag í undankeppni EM og hefst leikurinn kl. 15:30 á Víkingsvelli.  Með sigri stígur íslenska liðið stórt skref í áttina að úrslitakeppninni sem haldin verður í Póllandi á næsta ári.  Miðasala fer fram hjá www.midi.is og einnig verður miðasala á Víkingsvelli frá kl. 14:30. Lesa meira
 
Tolfan

Uppselt á leik Íslands og Tyrklands - 5.10.2016

Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM sem fram fer sunnudaginn 9. október á Laugardalsvelli.  Um 1100 miðar fóru í sölu í gær en um var m.a. að ræða miða sem Tyrkir nýttu sér ekki. Ef fleiri miðum verður skilað til KSÍ verða þeir seldir á leikdag í miðasölunni á Laugardalsvelli og á það bæði við um Tyrkjaleikinn sem og á Finnaleikinn

Lesa meira
 
Merki KF

KF auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla - 4.10.2016

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla í knattspyrnu. Félagið hefur á undanförnum árum leikið í 2.deild en mun næsta tímabili leika í 3.deild. Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Blikar töpuðu naumlega gegn Rosengård - 4.10.2016

Sænska liðið Rosengård vann 0-1 sigur á Breiðablik í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna. Eina mark leiksins kom í upphafi leiks en það var Lotta Schelin sem skoraði markið á 8. mínútu.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Úrtaksæfingar vegna undankeppni EM 2017 - 4.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í æfingahelgi vegna undirbúnings U17 ára liðs kvenna fyrir Undankeppni EM sem fram fer í Írlandi dagana 24. okt - 1. nóv 2016.

Lesa meira
 

A-kvenna - Hópurinn sem leikur á æfingamóti í Kína - 4.10.2016

Knattspyrnusamband Íslands hefur þekkst boð frá Knattspyrnusambandi Kína um þátttöku í fjögurra þjóða móti í Kína en leikið verður 20. – 24. október næstkomandi.  Leikið verður gegn heimamönnum, Dönum og Úsbekum

Lesa meira
 

U21 Ísland - Skotland: Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 3.10.2016

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Skotland í undankeppni EM U21 landsliða karla, þriðjudaginn 4. október frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Sigurvegarar í Grunnskólamóti KRR 2016 - 3.10.2016

Um helgina fór fram úrslitakeppni í Grunnskólamóti KRR en þar etja kappi 7. og 10. bekkir grunnskóla í Reykjavík.  Undankeppni og úrslitakeppni fóru fram í Egilshöll, að venju, og skemmtu þátttakendur og áhorfendur sér hið besta. Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Skotlandi í dag - Byrjunarlið - 3.10.2016

Strákarnir í U21 munu standa í ströngu á næstu dögum en þeir eru í góðu færi á að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Póllandi á næsta ári.  Framundan er tveir leikir á heimavelli, gegn Póllandi 5. október á Víkingsvelli og gegn Úkraínu, 11. október á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Ísland - Tyrkland: 1104 miðar fara í sölu þriðjudaginn 4. október - 3.10.2016

Miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018, fara í sölu þriðjudaginn 4. október og hefst kl. 12:00 á hádegi.  Um er að ræða miða, 1104 talsins, sem m.a. voru teknir frá fyrir stuðningsmenn Tyrkja.  Miðarnir sem fara í sölu eru í aðallega í hólfum: B, J, K og T.  Einnig eru nokkrir miðar lausir í annars staðar þó í minna magni en í fyrrgreindum hólfum. 

Lesa meira
 

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 7.-9. október 2016 - 3.10.2016

Helgina 7.-9. október mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði á höfuðborgarsvæðinu. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í skriflega KSÍ B prófinu. Námskeiðið er upphafið af KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu. Seta á þessu námskeiði framlengir einnig gildistíma KSÍ B skírteinis (UEFA B skírteinis) um þrjú ár.

Lesa meira
 

Knattspyrnuæfingar fyrir konur með fötlun - 3.10.2016

Stjarnan í Garðabæ og íþróttafélagið Ösp munu í samstarfi við ÍF og KSÍ standa að knattspyrnuæfingum fyrir stelpur / konur með fötlun. Æfingar hefjast 8. október og verða í Garðabæ

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Ísland - Tyrkland: Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 3.10.2016

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM A landsliða karla, mánudaginn 3. október frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 

KR og Stjarnan í Evrópudeildina - FH fékk bikarinn afhentan - 1.10.2016

FH-ingar fengu Íslandsbikarinn afhentan á Kaplakrika í dag en liðið var fyrir lokaumferðina búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Liðið gerði 1-1 jafntefli í dag gegn ÍBV og endaði því mótið í toppsætinu með 43 stig. FH leikur því í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð.

Lesa meira
 

Harpa markahæst í Pepsi-deild kvenna árið 2016 - 30.9.2016

Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er markadrottning í Pepsi-deild kvenna en Harpa skoraði 20 mörk í 16 leikjum í deildinni. Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals, kemur næst með 14 mörk í 17 leikjum og þá kemur Cloe Lacosse, leikmaður ÍBV, með 13 mörk í 18 leikjum.

Lesa meira
 

STJARNAN ÍSLANDSMEISTARI! - 30.9.2016

Stjarnan er Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir að vinna FH 4-0 í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna. Sigur hefði alltaf tryggt Stjörnunni titilinn en úrslit í leik Vals og Breiðabliks hefðu þýtt að Stjarnan hefði alltaf hampað titlinum.

Lesa meira
 

Pepsi-deild karla – Óttar Magnús valinn efnilegastur - 30.9.2016

Óttar Magnús Karlsson, úr Víkingi Reykjavík, var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla fyrir keppnistímabilið 2016 en það er leikmenn sjálfir sem að velja.  Óttar, sem er 19 ára, skoraði 7 mörk í 20 leikjum með Víkingi á tímabilinu og vakti mikla athygli.

Lesa meira
 

Pepsi-deild karla - Kristinn Freyr Sigurðsson valinn bestur - 30.9.2016

Kristinn Freyr Sigurðsson, úr Val, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla fyrir keppnistímabilið 2016 en það er leikmenn sjálfir sem velja.  Kristinn átti frábært tímabil og var lykilmaður í liði bikarmeistara Vals á þessu keppnistímabili.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl besti dómari ársins í Pepsi-deild karla - 30.9.2016

Gunnar Jarl Jónsson var valinn besti dómari ársins af leikmönnum í Pepsi-deild karla. Gunnar Jarl er einn af okkar reynslumestu dómurum og er einn af alþjóðlegum dómurum okkar Íslendinga.  Gunnar Jarl dæmdi leik KR og Fylkis í lokaumferðinni í dag.

Lesa meira
 

Andri Rafn Yeoman fær háttvísiverðlaun Borgunar - 30.9.2016

Andri Rafn Yeoman, leikmaður Breiðabliks, fær háttvísiverðlaun Borgunar fyrir keppnistímabilið 2016 en verðlaunin eru veitt leikmanni sem hefur sýnt af sér heiðarlega framkomu á velli.  Það er Háttvísinefnd KSÍ sem stendur að valinu.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna – Harpa Þorsteinsdóttir valin best - 30.9.2016

Harpa Þorsteinsdóttir, úr Stjörnunni, var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna fyrir keppnistímabilið 2016 en það er leikmenn sjálfir sem velja.  Harpa var, sem fyrr, lykilmaður í liði Stjörnunnar sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum eftir harða baráttu

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna – Lillý Rut valin efnilegust - 30.9.2016

Lillý Rut Hlynsdóttir, úr Þór/KA, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna fyrir keppnistímabilið 2016 en það eru leikmenn sjálfir sem velja.  Lillý, sem er 19 ára, lék alla 18 leiki Þórs/KA á tímabilinu og skoraði í þeim 2 mörk.

Lesa meira
 

Málfríður Erna Sigurðardóttir fær háttvísiverðlaun Borgunar - 30.9.2016

Málfríður Erna Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks, fær háttvísiverðlaun Borgunar fyrir keppnistímabilið 2016 en verðlaunin eru veitt leikmanni sem hefur sýnt af sér heiðarlega framkomu á velli.  Það er Háttvísinefnd KSÍ sem stendur að valinu.

Lesa meira
 

Elías Ingi Árnason besti dómarinn í Pepsi-deild kvenna - 30.9.2016

Elías Ingi Árnason var valinn besti dómari ársins í Pepsi-deild kvenna en það eru leikmenn í deildinni sem velja.  Elías, sem dæmir fyrir KH, er vel að þessari nafnbót kominn en hann dæmdi 10 leiki í Pepsi-deild kvenna í sumar og var varadómari á leik Stjörnunnar og FH í lokaumferðinni í dag.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

A karla – Hópurinn sem mætir Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM - 30.9.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Finnum þann 6. október og Tyrkjum þann 9. október á Laugardalsvelli. Leikirnir eru í undankeppni fyrir HM 2018 sem fram fer í Rússlandi. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna - Úrslitin ráðast - 30.9.2016

Úrslitin ráðast í kvöld þegar lokaumferðin í Pepsi-deild kvenna fer fram.  Það eru Stjarnan og Breiðablik sem berjast um sigurverðlaunin og standa Garðbæingar betur fyrir síðustu umferðina.  Stjarnan er með tveggja stiga forystu á Breiðablik og með sigri, tryggja þær sér Íslandsmeistaratitilinn.

Lesa meira
 
Merki Hauka

Haukar tryggðu sér titilinn í 1. deild kvenna - 28.9.2016

Haukar tryggðu sér titilinn í 1. deild kvenna í gær þegar þær lögðu Grindavík í úrslitaleik sem fór fram í Grindavík.  Lokatölur urðu 5 - 1 en í leikhléi var staðan jöfn, 1 - 1.  Bæði þessi félög höfðu þegar tryggt sér sæti í Pepsi-deild kvenna en þar voru svo Haukar sem hömpuðu titlinum. Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem mætir Skotlandi og Úkraínu - 28.9.2016

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Skotlandi 5. október á Vikingsvelli og Úkraínu 11. október á Laugardalsvelli í undankeppni EM 15/17. Íslenska liðið er í góðri stöðu í riðlinum og getur með sigrum í leikjunum sem eftir eru tryggt sér sæti í lokakeppni EM 2017 sem fram fer í Póllandi.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Ísland -Finnland: Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 27.9.2016

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM A landsliða karla, fimmtudaginn 29. september frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 

Bikarsúrslitaleikir 2. flokks í beinni á Sport TV - 27.9.2016

Bikarsúrslitaleikur 2. flokks karla er í dag á Nettóvellinum í Keflavík þar sem Keflavík/Njarðvík og Fjölnir mætast. Leikurinn er klukkan 16:00 og verður leikurinn sýndur beint á Sport TV.

Lesa meira
 

Ungmennadeild UEFA - Blikar töpuðu á heimavelli - 27.9.2016

Breiðablik tapaði 0-3 gegn hollenska liðinu Ajax í fyrri leik liðanna í ungmennadeild Evrópu. Ajax komst í 0-2 í fyrri hálfleik en seinasta markið kom undir lok leiksins.

Lesa meira
 

Fyrirlestur um foreldrafundi - 27.9.2016

Fimmtudaginn 22. september hélt Hákon Sverrisson, yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks, fyrirlestur í KSÍ. Viðfangsefnið var ráðleggingar fyrir þjálfara hvernig halda skuli foreldrafundi. Rétt rúmlega 50 manns mættu til að hlýða á Hákon en hér að neðan er upptaka í þremur hlutum og glærurnar frá fyrirlestrinum.

Lesa meira
 

U17 karla - Úrtaksæfingar vegna undankeppni EM 2017 - 26.9.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 17 liðs karla. Æfingarnar eru liður að undirbúningi fyrir Undankeppni EM 2017 sem fram fer í Ísrael dagana 30. október – 7. nóvember.

Lesa meira
 

U19 karla - Undankeppni EM 2017 í Úkraínu - 24.9.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir í landsliðshóp U19 liðs karla fyrir undankeppni EM 2017 sem haldin verður í Úkraínu dagana 4. – 12. október.

Lesa meira
 

Þóroddur og Frosti Viðar dæma á UEFA Regions Cup - 21.9.2016

Þóroddur Hjaltalín og Frosti Viðar Gunnarsson eru þessa dagana í Rúmeníu þar sem þeir dæma á UEFA Regions Cup. Um er að ræða keppni áhugamannaliða á vegum UEFA en leikið er í riðlakeppni núna. Úrslitakeppni fer fram næsta sumar.

Lesa meira
 

Hæfileikamót N1 og KSÍ stúlkna 2016 - 21.9.2016

Hæfileikamót KSÍ og N1 stúlkna fer fram í Kórnum í Kópavogi dagana 30. sep. – 2. okt. Mótið fer fram undir stjórn Halldórs Björnssonar og hér að neðan má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem boðaðir eru til leiks.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland vann riðilinn - 20.9.2016

Kvennalandsliðið endaði á toppi Riðils-1 í undankeppni EM en liðið tapaði aðeins einum leik á mótinu. Tapið kom á heimavelli í kvöld en það voru Skotar sem náðu að vinna íslenska liðið 1-2. Lokastaða riðilsins er þannig að Ísland er með 21 stig eins og Skotland en hefur betur í innbyrðis viðureignum eftir að vinna 0-4 í Skotlandi.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland-Skotland í dag kl. 17:00 - 20.9.2016

Lokaleikur íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM verður í dag gegn Skotum á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 17:00. Stelpurnar okkar hafa nú þegar tryggt sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar en í dag verður barist um efsta sætið í riðlinum þar sem Skotarnir geta ennþá stolið því sæti. Markmið dagsins er ekki síður að klára keppnina með fullt hús stiga og án þess að fá á sig mark sem verður að teljast mögnuð tölfræði.

Lesa meira
 

U19 kvenna – Ísland komst í milliriðil - 20.9.2016

U19 ára landslið kvenna þurfti að lúta í lægra haldi fyrir liði Finna í undankeppni EM í dag. Leikurinn sem var síðasti leikur liðanna í undankeppninni fór fram í Finnlandi fyrr í dag og endaði 3-0 fyrir finnska liðið.

Lesa meira
 

Pepsi-deildin - FH ÍSLANDSMEISTARI - 19.9.2016

FH er Íslandsmeistari í knattspyrnu en það varð ljóst eftir að Breiðablik og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í kvöld í Pepsi-deildinni. FH er með 7 stiga forskot í Pepsi-deildinni þegar tvær umferðir eru eftir en ekkert lið getur náð FH að stigum og Hafnfirðingar verja því titilinn en þeir eru ríkjandi meistarar.

Lesa meira
 
Alidkv1981-0002

35 ár frá fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu - 19.9.2016

Leikur Íslands gegn Skotlandi á morgun verður merkilegur fyrir margar sakir. Farseðillinn á EM í Hollandi hefur nú þegar verið tryggður en einnig eru liðin 35 ár frá því að íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik.

Lesa meira
 

Dómarinn sem dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar dæmir leikinn gegn Skotlandi - 19.9.2016

Ísland mætir Skotlandi í lokaleik Íslands í undankeppni EM en leikurinn fer fram á Laugardalvelli, klukkan 17:00 á morgun, þriðjudag. Dómari leiksins er hin ungverska Katalin Kulcsar, reynslumikill dómari sem m.a. dæmdi úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu kvenna í ár. 

Lesa meira
 

Fjölmenni á opinni æfingu hjá kvennalandsliðinu - 18.9.2016

Fjölmenni fylgdist með opinni æfingu hjá kvennalandsliðinu í dag en Ísland mætir Skotlandi í lokaleik undankeppni EM á þriðjudaginn. Um 200-300 manns mættu og fengu eiginhandaráritun eftir æfinguna.

Lesa meira
 

Sex leikmenn heiðraðir fyrir að leika fleiri en 100 leiki fyrir kvennalandsliðið - 17.9.2016

Í tengslum við landsleikina gegn Slóveníu og Skotlandi mun KSÍ heiðra sex knattspyrnukonur sem hafa náð þeim merkilega áfanga að spila yfir 100 leiki fyrir íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu. Allar hafa þær spilað gríðarlega stórt hlutverk fyrir íslenska liðið.

Lesa meira
 

Breyting á skráningu markaskorara - 17.9.2016

KSÍ hefur farið yfir ábendingar þess efnis að markaskorarar í tveimur leikjum Pepsi-deildar karla séu rangt skráðir.

Lesa meira
 

KA er Inkasso-deildarmeistari - 17.9.2016

KA er deildarmeistari i Inkasso-deildinni en liðið vann 2-1 sigur á Grindavík í uppgjöri efstu liða deildarinnar sem mættust í dag. Grindavík komst yfir í leiknum en KA jafnaði metin og skoraði svo sigurmark leiksins úr vítaspyrnu.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland vann stórsigur á Kasakstan - 17.9.2016

U19 landslið kvenna vann stórsigur á Kasakstan í öðrum leik sínum í undankeppni EM en leikurinn endaði með 10-0 sigri Íslands. Anna Rakel Pét­urs­dótt­ir og Agla María Al­berts­dótt­ir skoruðu fjög­ur mörk hvor í dag og þær Selma Sól Magnús­dótt­ir og Ásdís Kar­en Hall­dórs­dótt­ir gerðu sitt markið hvor fyrir Ísland.

Lesa meira
 

A kvenna – ÍSLAND Á EM! - 16.9.2016

Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Slóveníu  í undankeppni EM en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli í kvöld. Fyrr í dag var ljóst að liðið væri þá þegar komið með farseðilinn á EM í Hollandi næsta sumar.

Lesa meira
 

A kvenna – Opin æfing í dag, sunnudag - 16.9.2016

Sunnudaginn 18. september nk. mun æfing A landsliðs kvenna verða opin fyrir almenning og geta ungir sem aldnir áhangendur liðsins komið á Laugardalsvöllinn og fylgst með æfingu. Æfingin hefst kl. 15.30 og í lok hennar munu landsliðskonurnar veita áritanir í anddyri Laugardalsvallar.

Lesa meira
 

A kvenna - A og DE skírteini gilda við innganginn - 16.9.2016

Handhafar A og DE skírteina geta framvísað þeim við innganginn fyrir leik Íslands og Slóveníu í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18:45.  Ekki þarf að sækja miða fyrir leikinn, eins og venja er, á skrifstofu KSÍ.  Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri en almenn miðasala hefst kl. 12:00 á Laugardalsvelli. Lesa meira
 

A-kvenna - Ísland mætir Slóveníu í kvöld - 16.9.2016

Næst síðasti leikur Íslands í undankeppni EM kvennalandsliða verður í kvöld þegar tekið verður á móti liði Slóveníu á Laugardalsvelli. Lokaundirbúningur fyrir leikinn hefur gengið vel hjá stelpunum okkar en aðeins eitt stig vantar til að liðið tryggi sig inn á lokakeppnina sem verður í Hollandi næsta sumar.

Lesa meira
 
Leiknir Reykjavík

Úrskurður í máli Leiknis gegn ÍA - 15.9.2016

Á fundi sínum 13. september síðastliðinn tók Aga- og úrskurðarnefnd fyrir mál Leiknir R gegn ÍA vegna leik félaganna í 3. flokki karla.  Kærandi kærði framkvæmd leiksins. Lesa meira
 

Leikskrá fyrir leiki Íslands gegn Slóveníu og Skotlandi komin út - 15.9.2016

Leikskrá fyrir leiki Íslands gegn Slóveníu og Skotlandi er komin út en í leikskránni eru viðtöl við Margréti Láru Viðarsdóttur, fyrirliða íslenska liðsins, og Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara. Einnig má finna ýmsar greinar um leikina.

Lesa meira
 

Íslenskir stuðningsmenn fá verðlaun fyrir EM - 15.9.2016

UEFA hefur ákveðið að verðlauna stuðningsmenn Íslands, Írlands, Wales og Norður-Írlands fyrir góða frammistöðu á EM í sumar. Stuðningsmenn Íslands fóru mikinn í stúkunni á leikjum Íslands og vöktu heimsathygli fyrir vaska framgöngu sína.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Frábær byrjun í undankeppni EM - 15.9.2016

U19 kvenna byrjaði vel í und­anriðli Evr­ópu­keppn­inn­ar í Finn­landi í dag þegar það sigraði Fær­ey­inga ör­ugg­lega, 5-0, í fyrsta leik sín­um á mótinu.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Færeyjum - 15.9.2016

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Færeyjum í fyrsta leiknum í undanriðli EM en leikið er í Finnlandi.  Aðrar þjóðir í riðlinum eru Finnland og Kasakstan.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og er í beinni textalýsingu á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 

U19 kvenna – Undankeppni EM 2017 hefst á fimmtudag - 14.9.2016

U19 ára landslið kvenna er nú statt í Finnlandi þar sem liðið tekur þátt í undankeppni fyrir EM 2017. Liðið mun spila þrjá leiki í undanriðlinum og verður sá fyrsti gegn frændum okkar frá Færeyjum á morgun, annar leikurinn verður gegn Kazakhstan laugardaginn 17. september og síðasti leikurinn verður gegn Finnum þriðjudaginn 20. september. Lesa meira
 

Hæfileikamót N1 og KSÍ drengja 2016 - 14.9.2016

Hæfileikamót KSÍ og N1 drengja fer fram í Kórnum í Kópavogi  dagana 23. – 25. september. Mótið fer fram undir stjórn Halldórs Björnssonar og hér að neðan má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem boðaðir eru til leiks. 

Lesa meira
 

FC Sækó keppir við FC Crazy - 13.9.2016

Næstkomandi laugardag, 17. september kl. 11:00 mun knattspyrnufélagið FC Sækó etja kappi við lið FC Crazy í 11 manna fótbolta í 2 x 25 mín.

Lesa meira
 

A kvenna – Undirbúningur fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í fullum gangi - 13.9.2016

Stelpurnar okkar í A landsliði kvenna eru komnar á fullt í undirbúningi fyrir leikina mikilvægu gegn Slóveníu og Skotlandi. Um er að ræða síðustu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2017, fyrri leikurinn er gegn Slóveníu og fer hann fram föstudaginn 16. september kl. 18.45 en síðari leikurinn verður þriðjudaginn 20. september kl. 17.00. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Lesa meira
 

Mikill áhugi á íslenska landsliðinu meðal Vestur Íslendinga í sumar - 13.9.2016

Á liðnu sumri fylgdust Vestur íslendingar í Kanada grannt með gengi íslenska liðsins á EM í Frakklandi.  Frændur okkar söfnuðust saman til að fylgjast með gengi liðsins og þegar á leið jókst áhuginn þannig að aðrir Kanadamenn slógust í hópinn.  Tímaritið Lögberg - Heimskringla, sem fagnar í ár 130 ára afmæli, gerði landsliðinu m.a. góð skil. 

Lesa meira
 

U21 karla - Nýir leikstaðir - 13.9.2016

Strákarnir í U21 landsliðinu munu leika síðustu tvo leiki sína í undankeppni fyrir EM 2017 í október.  Fyrri leikurinn, sem er á móti Skotum verður á Víkingsvelli miðvikudaginn 5. október kl. 15.30.  Síðari leikurinn er á móti Úkraínu á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 11. október kl. 16.45. Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir í Ungmennadeild UEFA - 12.9.2016

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Manchester City Youth og PVfL Borussia Mönchengladbach Youth í Ungmennadeild UEFA en þar eru lið skipuð leikmönnum 19 ára og yngri. 

Lesa meira
 
FH

Úrskurður á máli Stjörnunnar gegn FH - 8.9.2016

Á fundi sínum 6. september síðastliðinn tók Aga- og úrskurðarnefnd fyrir mál Stjörnunnar gegn FH vegna leik liðanna í 2. flokki kvenna.  Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði Lesa meira
 

Undanúrslit 1. deildar kvenna - Breyttar dagsetningar - 8.9.2016

Eftirfarandi leikir fara fram í undanúrslitum 1. deildar kvenna.  Verulegar breytingar hafa átt sér stað vegna verkefna landsliða og fara leikirnir fram á eftirfarandi dagsetningum: Lesa meira
 
EM kvenna U17

A kvenna - Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum - 7.9.2016

Freyr Alexanderson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Slóvenum og Skotum í undankeppni EM en þetta eru lokaleikir Íslands í undankeppninni.  Leikið verður gegn Slóvenum, 16. september og gegn Skotum 20. september og fara báðir leikirnir fram á Laugardalsvelli. Lesa meira
 

U21 karla - Góðir möguleikar þrátt fyrir tap í Frakklandi - 6.9.2016

U21 karla tapaði í 2-0 gegn sterku liði Frakka í undankeppni EM. Frakkarnir voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum og komust yfir snemma í leiknum. Corentin Tolisso kom franska liðinu yfir á 10. mínútu þegar hann komst einn í gegn. Hann var aftur á ferðinni á 62. mínútu leiksins þegar hann skallaði boltann yfir Rúnar Alex, markmann Íslands.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna - Leik Breiðabliks og ÍBV frestað - 6.9.2016

Vegna samgöngutruflanna hefur leik Breiðabliks og ÍBV, í Pepsi-deild kvenna, verið frestað en leikurinn átti að fara fram í dag, þriðjudaginn 6. september, á Kópavogsvelli.  Leikurinn fer fram á morgun, miðvikudaginn 7. september kl. 17:30. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Jafntefli gegn Wales - 6.9.2016

Strákarnir í U19 gerðu í dag markalaust jafntefli gegn Wales en þetta var seinni vináttulandsleikur þjóðanna á þremur dögum.  Ísland vann fyrri leikinn, 2 - 1, en í dag var boðið upp á mikla baráttu en engin mörk. Lesa meira
 

U21 karla - Leikið í Caen í kvöld á glæsilegum velli - 6.9.2016

Það er leikið á glæsilegum velli í Frakklandi í kvöld en það er Stade Michel-d'Ornano-völlurinn í Caen. Þetta mannvirki tekur 21.500 manns í sæti og er var hann opnaður árið 1993. Völlurinn er notaður af heimaliðinu SM Caen en einnig er hann notaður fyrir landslið Frakka.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið í seinni leiknum gegn Wales - 6.9.2016

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Wales í seinni vináttulandsleik þjóðanna á þremur dögum en leikið er ytra.  Fyrri leiknum lauk með sigri Íslands, 2 - 1 en leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U21 karla - Hjörtur: „Þetta er í okkar höndum" - 6.9.2016

U21 karla leikur í kvöld mikilvægan leik gegn Frökkum í undankeppni EM en Ísland er á toppi riðilsins fyrir leikinn. Það mun væntanlega mæða mikið á Hirti Hermannssyni, varnarmanni íslenska liðsins, í leiknum.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Frökkum í toppslag í dag - 5.9.2016

U21 karla leikur við sannkallaðan toppslag við Frakka í undankeppni EM í kvöld. Ísland er á toppi riðilsins með 15 stig en Frakkar eru með 14 stig í 3.sæti. Makedónía er með 15 stig eins og Ísland í 2. sæti riðilsins.

Lesa meira
 

A karla - Gott stig í fyrsta leiknum í undankeppni HM - 5.9.2016

Eitt stig var niðurstaðan þegar Ísland hóf leik í undankeppni HM en fyrsti leikurinn fór fram fyrir tómum velli í Kænugarði.  Lokatölur urðu 1 - 1 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Alfreð Finnbogason kom Íslandi yfir á 6. mínútu en heimamenn jöfnuðu 41. mínútu.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

A karla - Byrjunarliðið gegn Úkraínu - 5.9.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Úkraínu í undankeppni HM.  Þetta er fyrsti leikurinn í keppninni hjá þessum liðum og er leikið í Kiev fyrir luktum dyrum vegna refsingar sem UEFA setti á Úkraínumenn. Lesa meira
 

Grænlensk börn heimsóttu Laugardalsvöll - 5.9.2016

Í síðustu viku fékk Knattspyrnusambandi góða heimsókn þegar 25 börn, ásamt 6 manna fylgdarliði, heimsótti sambandið á Laugardalsvöll.  Börnin eru 11 ára gömul og koma frá litlu þorpunum á Austur-Grænlandi.

Lesa meira
 
Tolfan

A karla – Ísland hefur leik í undankeppni HM í dag - 5.9.2016

Ísland mætir Úkraínu í Kænugarði í dag í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2018. Íslenska liðið hefur undirbúið sig fyrir leikinn frá því á þriðjudag í síðustu viku þegar hópurinn kom saman í Frankfurt í Þýskalandi. Leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn flugu svo til Úkraínu á laugardag og var æfing á ólympíuleikvanginum í Kiev í gær. Lesa meira
 

U19 karla - Sigur í fyrri leiknum gegn Wales - 4.9.2016

U19 ára lið karla vann í dag 2-1 sigur á Wales en um var að ræða vináttuleik sem er hluti af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem fer fram í næsta mánuði.

Lesa meira
 

KA og Grindavík í Pepsi-deild karla - 4.9.2016

KA og Grindavík hafa tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni á komandi tímabili en bæði liðin unni leiki sína í gær í Inkasso-deildinni og er ljóst að önnur lið geta ekki náð þeim að stigum. KA vann 1-0 sigur á heimavelli á Selfossi en Grindavík vann Fjarðarbyggð 1-0.

Lesa meira
 

U19 karla - Ísland leikur við Wales í dag, sunnudag - 4.9.2016

U19 karla leikur tvo vináttuleiki við Wales á komandi dögum en fyrri leikurinn er í dag, klukkan 14:00. Um er að ræða leiki sem eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem er í október.

Lesa meira
 

A karla - Undirbúningur fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM í fullum gangi - 4.9.2016

Strákarnir okkar undirbúa sig nú af kappi fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM 2018.  Fyrsti leikur liðsins verður mánudaginn 5. september og hefst hann kl. 18.45 að íslenskum tíma. Hópurinn dvelur nú við æfingar í Frankfurt í Þýskalandi en mun á laugardaginn ferðast til Kiev í Úkraínu.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Uppselt á leik Íslands og Tyrklands - 3.9.2016

Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. Miðasala hófst á midi.is kl. 12:00 í gær, föstudaginn 2. september. Alls fóru ríflega 3 þúsund miðar í sölu og seldust þeir síðstu nú í morgun, laugardag.

Lesa meira
 

A karla - Kolbeinn ekki með gegn Úkraínu - 2.9.2016

Kolbeinn Sigþórsson er meiddur á hné og mun hann ekki leika með íslenska landsliðinu þegar það mætir Úkraínu nk. mánudag í Kænugarði. Kolbeinn hefur verið í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum og lækni landsliðsins í Frankfurt, þar sem liðið er við æfingar, en nú hefur verið àkveðið að tefla Kolbeini ekki fram í leiknum à mànudag. Lesa meira
 

U21 karla - Góður sigur á Norður Írlandi - 2.9.2016

U21 landsliðið vann mikilvægan sigur á Norður Írum í undankeppni EM í kvöld. Sigurinn þýðir að Ísland er í keppni við Frakka um að vinna riðilinn en næsti leikur er einmitt gegn sterku liði Frakka. Mark Íslands í kvöld kom undir lok leiksins en það var Heiðar Ægisson sem skoraði þetta mikilvæga mark.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrslitakeppnir yngri flokka komnar í gang - 2.9.2016

Nú þegar kominn er september fer að draga til úrslita í Íslandsmótum yngri flokka.  Úrslitin ráðast um helgina í 5. flokki karla og kvenna og þá hefst einnig úrslitakeppni í 4. flokki karla og kvenna.  Það er því um að gera að mæta og sjá margt af okkar efnilegasta knattspyrnufólki í skemmtilegum leikjum um helgina Lesa meira
 

Úrslitakeppnir í 1. deild kvenna og 4. deild karla hefjast um helgina - 2.9.2016

Úrslitakeppnir 1. deildar kvenna og 4. deildar karla hefjast á laugardaginn en þá fara fram fyrri leikir 8 liða úrslita.  Síðari leikirnir fara fram á miðvikudaginn og eftir það verður ljóst hvaða fjögur félög berjast um tvö sæti í Pepsi-deild kvenna og í 3. deild karla á næsta tímabili.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Hópurinn valinn fyrir undankeppni EM - 2.9.2016

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í riðli Íslands í undankeppni EM.  Riðillinn verður leikinn í Finnlandi, dagana 15. - 20. september.  Auk heimastúlkna leikur Ísland gegn Færeyjum og Kasakstan.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Miðasala á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM hefst í dag - 2.9.2016

Miðasala á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM hefst í dag, föstudaginn 2. september kl. 12:00 á hádegi. Leikurinn fer fram sunnudaginn 9. október á Laugardalsvelli kl. 18:45 og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is. Lesa meira
 

U21 karla - Ísland leikur við Norður Íra í kvöld - Byrjunarlið - 1.9.2016

U21 karla leikur við Norður Íra í kvöld í undankeppni EM. Ísland er í 2. sæti riðilsins með 12 stig en Frakkar eru á toppnum með 14 stig, Ísland á þó einn leik til góða. Það er því mikið undir í komandi leikjum sem eru gegn Norður Írum og toppliði Frakklands.

Lesa meira
 

U21 karla - Eyjólfur: „Ætlum okkur beint í úrslitakeppnina” - 1.9.2016

Íslenska U21 landsliðið leikur tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM næstu dag en það er leikur gegn Norður Írum á morgun, föstudag, og leikur gegn Frökkum sem verma toppsætið sem stendur í riðlinum. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, á von á erfiðum leik og það gefi ekki rétt mynd af Norður Írum ef horft er á stöðuna í riðlinum.

Lesa meira
 

U21 karla - Æfingar ganga vel í Belfast - 1.9.2016

U21 karla er statt í Norður Írlandi en á morgun, föstudag, leikur liðið við heimamenn í undankeppni EM. Ísland er í 2. sæti riðilsins með 12 stig en Frakkar eru á toppnum með 14 stig, Ísland á þó einn leik til góða. Það er því mikið undir í komandi leikjum sem eru gegn Norður Írum og toppliði Frakklands.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Breiðablik mætir Rosengård - 1.9.2016

Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta sænsku meisturunum í Rosengård í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í dag.  Fyrri leikurinn verður heima og fer fram 5. eða 6. október.  Seinni leikurinn er ytra og fer fram viku síðar. Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Uppselt á leik Íslands og Finnlands - 31.8.2016

Uppselt er á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018. Miðasala hófst á midi.is kl. 12:00 í dag, miðvikudag, eins og kynnt var á vef KSÍ í vikunni. Alls fóru um 3 þúsund miðar í sölu í dag og seldust þeir upp á rúmum þremur tímum.

Lesa meira
 

A karla – Miðasala á leik Íslands og Tyrklands hefst föstudaginn 2. september - 31.8.2016

Miðasala á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM hefst föstudaginn 2. september kl. 12:00 á hádegi. Leikurinn fer fram sunnudaginn 9. október á Laugardalsvelli kl. 18:45 og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 

Þorvaldur dæmir í undankeppni U21 landsliða - 31.8.2016

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Íra og Slóvena í undankeppni U21 EM karlalandsliða en leikið verður í Waterford, 2. september næstkomandi.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og fjórði dómari verður Ívar Orri Kristjánsson.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Horsens - 31.8.2016

Þóroddur Hjaltalín mun í kvöld dæma vináttulandsleik Danmerkur og Liechtenstein en leikið verður í Horsens.  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Birkir Sigurðarson en fjórði dómari er heimamaður. Lesa meira
 

A karla – Miðasala á leik Íslands og Finnlands hefst kl. 12:00 í dag - 31.8.2016

Miðasala á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM hefst í dag, miðvikudaginn 31. ágúst. Leikurinn fer fram þann 6. október á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

Ungmennadeild UEFA - Breiðablik mætir Ajax - 30.8.2016

Það er spennandi verkefni framundan hjá undmennaliði Breiðabliks en þeir mæta Ajax í 32 liða úrslitum ungmennadeildar UEFA en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í dag.  Fyrri leikurinn fer fram á heimavelli Blika, 28. september og sá seinni í Amsterdam, 19. október.

Lesa meira
 

Ungmennadeild UEFA - Breiðablik í pottinum - 30.8.2016

Í dag verður dregið í ungmennadeild UEFA en þar eru 32 félög í pottinum og eru Blikar fulltrúar Íslands sem Íslandsmeistarar 2. flokks karla.  Leikið verður heima og heiman og er drátturinn í þessari fyrstu umferð svæðaskipt.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Röð liða breytist í C riðli 1. deildar kvenna - 29.8.2016

Í samræmi við neðangreint ákvæði reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót breytist röð liða í C riðli 1. deildar kvenna á þann hátt að Hamrarnir enda í 2. sæti og Sindri í 3. sæti.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Breiðablik áfram eftir stórsigur í lokaleiknum - 28.8.2016

Kvennalið Breiðabliks er komið í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en liðið vann 8-0 sigur á Cardiff Met í lokaleik riðilsins sem leikinn var í Wales. Blikarnir höfðu fyrir leikinn unnið einn leik og gert eitt jafntefli og þurfti því sigur, helst stóran, til að vera öruggar áfram.

Lesa meira
 

Undanþága vegna félagaskipta markvarða - 26.8.2016

Framkvæmdastjóri KSÍ hefur, í samræmi við ákvæði 10.2. í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, samþykkt beiðnr frá Tindastóli og KFS um undanþágu fyrir félagaskipti markvarða í meistaraflokki kvenna annars vegar og meistaraflokki karla hinsvegar. Lesa meira
 

35 ár frá fyrsta landsleiknum - 26.8.2016

Leikurinn gegn Skotum er merkilegur, ekki bara fyrir þær sakir að Ísland getur þar tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM, heldur líka að þann 20. september eru nákvæmlega 35 ár síðan að íslenska kvennalandsliðið lék sinn fyrsta landsleik.

Lesa meira
 

A-karla - Ísland mætir Möltu í nóvember - 26.8.2016

KSÍ og Knattspyrnusamband Möltu hafa náð samkomulag um vináttulandsleik fyrir A-landslið karla. Leikurinn fer fram 15. nóvember næstkomandi á Ta'Qali, þjóðarleikvangi Maltverja. 

Lesa meira
 

Kvendómarakvartett á landsleik Íslands og Póllands - 26.8.2016

Fjórir kvendómarar dæmdu landsleik U19 ára landsliðs kvenna gegn Póllandi í gær í Sandgerði. Bríet Bragadóttir var aðaldómari en Rúna Kristín Stefánsdóttir og Jovana Vladovic voru aðstoðardómarar. Þá var Guðrún Fema Ólafsdóttir varadómari í leiknum.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Naumt tap gegn Póllandi - 26.8.2016

U19 ára landslið kvenna varð að lúta í lægra haldi gegn Póllandi í vináttulandsleik sem leikinn var í Sandgerði. Eitt mark var skorað í leiknum en það var Pólland sem skoraði í byrjun seinni hálfleiks. Íslenska liðið stóð sig vel í leiknum og átti í fullu tré við pólska liðið.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Öruggur Blikasigur gegn NSA Sofia - 25.8.2016

Blikar léku í dag sinn annan leik í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna en riðillinn er leikinn í Wales.  Leikið var gegn NSA Sofia frá Búlgaríu og unnu Blikar öruggan sigur, 5 - 0, eftir að hafa leitt með þremur mörkum í leikhléi. Lesa meira
 

A kvenna - Miðasala á lokaleiki undankeppni EM er hafin - 25.8.2016

Kvennalandsliðið leikur lokaleiki sína í undankeppni EM í september en þá ræðst hvort liðið tryggi sér farseðil á lokakeppni EM í Hollandi. Íslenska liðið er í góðri stöðu á toppi riðilsins en seinustu leikirnir eru gegn Slóveníu þann 16. september og Skotlandi þann 20. september.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Jafnt hjá Blikum í fyrsta leik - 24.8.2016

Breiðablik gerði jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna en leikið var gegn Spartak Subotica frá Serbíu.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Blika en serbneska liðið jafnaði í blálokin, með síðustu kollspyrnu leiksins.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Wales - Dagskrá - 24.8.2016

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Wales, 4. og 6. september.  Leikið verður ytra en þessir leikir eru undirbúningur fyrir riðil Íslands í undankeppni EM þar sem leikið verður gegn Tyrklandi, Lettlandi og Úkraínu.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem mætir N. Írlandi og Frakklandi - 24.8.2016

U21 karla leikur tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM í byrjun september. Fyrri leikurinn er gegn Norður Írum þann 2. september en seinni leikurinn er gegn Frökkum þann 6. september. Ísland er sem stendur í 2. sæti riðilsins með 12 stig en Frakkar eru á toppnum með 14 stig. Ísland hefur þó leikið einum leik minna en franska liðið.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland leikur vináttuleik við Pólland þann 25. ágúst - 24.8.2016

U19 ára landslið kvenna leikur vináttulandsleik við Pólland þann 25. ágúst, klukkan 18:00, á Sandgerðisvelli. Leikurinn er liður af undirbúningi liðsins fyrir Undankeppni EM sem fram fer í Finnlandi í september.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem mætir Úkraínu í undankeppni HM - 23.8.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt um leikmannahópinn sem mætir Úkraínu í Kiev þann 5. október en leikurinn er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM. Landsliðið mun koma saman í Frankfurt í Þýskalandi til æfinga en fer svo til Úkraínu í leikinn.

Lesa meira
 

Breiðablik hefur leik í Meistaradeild kvenna í dag, þriðjudag - 23.8.2016

Kvennalið Breiðabliks leikur í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunni en riðill er leikin í Wales þar sem efsta lið riðilsins fer beint í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Lesa meira
 

Vel heppnuð Bikarúrslitaráðstefna - 22.8.2016

KSÍ og Knattspyrnuþjálfara félag íslands héldu veglega Bikarúrslitaráðstefnu 12. – 13. ágúst. Þorkell Máni Pétursson var með leikgreiningu á liðum Breiðabliks og ÍBV sem léku til úrslita um Borgunarbikar kvenna á föstudagskvöldinu.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ – Vesturland - 19.8.2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Grundarfirði 22. ágúst.   Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

600 auka mótsmiðar fara í sölu í dag, föstudag - 18.8.2016

Vegna mikils áhuga á mótsmiðum fyrir undankeppni HM sem hefst í september hefur verið ákveðið að bæta við 600 mótsmiðum sem fara í sölu í dag, föstudag, og hefst miðasala klukkan 12:00 á www.midi.is

Lesa meira
 

Allir mótsmiðar á undankeppni HM eru uppseldir - 17.8.2016

Mótsmiðar á undankeppni HM sem fóru í sölu á miða.is í hádeginu í dag eru uppseldir. Alls er búið að selja 1500 mótsmiða sem gilda á alla heimaleiki Íslands í undankeppni HM. 

Lesa meira
 

Mikil stemning á sumarmóti FC Sækó - 17.8.2016

Þann 10. ágúst sl. fór sumarmót FC Sækó fram á Kleppsvellinum. Mótið er árlegur viðburður og að þessu sinni voru sex lið skráð til leiks. Ekki vantaði keppnisskapið í þátttakendur og tilþrifin sem sáust á vellinum voru oft á tíðum frábær.

Lesa meira
 

EM framlag til aðildarfélaga KSÍ - 16.8.2016

Á ársþingi KSÍ sem fram fór 13. febrúar sl. var tilkynnt að 300 m. kr. yrði úthlutað á árinu til aðildarfélaga KSÍ sem sérstakt EM framlag eða um 25% af greiðslunni frá UEFA. Í samræmi við auknar greiðslur UEFA til KSÍ vegna EM hefur stjórn KSÍ ákveðið að hækka framlagið til aðildarfélaga sambandsins í 453 m. kr. sem er um 25% af heildargreiðslu UEFA. Stjórn KSÍ hefur einnig ákveðið hvernig greiðslurnar skiptast á milli aðildarfélaga.

Lesa meira
 

Sænskur dómari dæmir leik Leiknis R. og Grindavíkur í Inkasso-deildinni - 15.8.2016

Sænskir dómarar munu dæma leik Leiknis R. og Grindavíkur í Inkasso-deildinni, þriðjudaginn 16. ágúst. Patrik Eriksson er dómari leiksins en annar af aðstoðardómurunum kemur einnigi frá Svíþjóð og heitir Pär Lindström.

Lesa meira
 

Mótsmiðasala fyrir undankeppni HM hefst á miðvikudaginn - 15.8.2016

Líkt og fyrir síðustu undakeppni EM karla verður nú hægt að kaupa mótsmiða á undankeppni HM karla sem hefst í september. Mótsmiði gildir á alla heimaleiki Íslands í undankeppni HM. Sala mótsmiða fer fram á www.midi.is og hefst miðvikudaginn 17. ágúst kl. 12:00.

Lesa meira
 

Valur er Borgunarbikarmeistari karla 2016 - 15.8.2016

Valsmenn eru Borgunarbikarmeistarar karla eftir að leggja ÍBV að velli í úrslitaleiknum sem fram fór á Laugardalsvelli í dag. Sigurður Egill Lárusson var hetja Valsmanna en hann skoraði bæði mörk liðsins í leiknum.

Lesa meira
 

Breiðablik er Borgunarbikarmeistari kvenna 2016 - 12.8.2016

Breiðablik er Borgunarbikarmeistari kvenna eftir 3-1 sigur á ÍBV á Laugardalsvelli. Blikar komust yfir strax á 2. mínútu leiksins þegar Olivia Chance skoraði og Blikar tvöfölduðu svo forystuna á 24. mínútu þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 – Suðurland - 12.8.2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Hvolsvelli þriðjudaginn 16 ágúst.  Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.  

Lesa meira
 

Þorvaldur Árnason dæmir úrslitaleik Borgunarbikars karla - 12.8.2016

Þorvaldur Árnason dæmir sinn fyrsta bikarúrslitaleik í dag en það er leikur Vals og ÍBV í Borgunarbikar karla. Þorvaldur, sem er FIFA-dómari, var valinn besti dómari umferða 1-11 í Pepsi-deildinni, bæði af Fótbolta.net og Pepsi-mörkunum.

Lesa meira
 

Erlendur dæmir úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 12.8.2016

Erlendur Eiríksson verður dómari á bikarúrslitaleik Breiðabliks og ÍBV í Borgunarbikar kvenna en leikurinn er klukkan 19:5 í kvöld, föstudag.

Lesa meira
 

Úrtökumót fyrir drengi 2016 á  Laugarvatni 19.-21. ágúst - 12.8.2016

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fer fram á Laugarvatni, dagana 19. - 21. ágúst.  Umsjón með mótinu hefur Freyr Sverrisson . Félög leikmanna og leikmenn eru beðin um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar:

Lesa meira
 

Valur mætir ÍBV í úrslitum Borgunarbikarsins í dag! - 12.8.2016

Það verður sannkölluð bikarhelgi um komandi helgi þegar leikið verður til úrslita í Borgunarbikar karla og kvenna. Borgunarbikarinn hefur verið æsispennandi í sumar og hápunkturinn verður svo á föstudag og laugardag á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

Þórður Þórðarson heldur áfram sem þjálfari U19 kvenna - 11.8.2016

KSÍ og Þórður Þórðarson hafa náð samkomulagi um framlengingu á samningi Þórðar með U19 ára landslið kvenna. Samningur Þórðar er til 1. maí 2018 en framlengist fram yfir lokakeppni EM 2018 komist liðið þangað.

Lesa meira
 

Norskir dómarar dæma leik Hauka og Þórs í Inkasso-deildinni - 11.8.2016

Norski dómarinn Torkjell Traedal mun dæma leik Hauka og Þórs í Inkasso-deildinni sem fram fer á Ásvöllum, fimmtudaginn 11. ágúst. Samlandi hans, Thomas Skaiaa, mun verða honum til aðstoðar.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland vann silfrið á opna Norðurlandamótinu - 9.8.2016

U17 ára lið karla hampaði silfrinu á opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Finnlandi. Danmörk vann úrslitaleikinn 2-0 en bæði mörk leiksins komu í upphafi leiksins.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland leikur til úrslita í dag á opna Norðurlandamótinu - 9.8.2016

U17 ára landslið karla leikur í dag úrslitaleikinn á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi. Mótherjar Íslands í leiknum eru Danir. Ísland vann sigra á Svíum og Færeyingum en tapaði gegn Svartfjallalandi í riðlakeppninni.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland leikur til úrslita eftir sigur á Svíþjóð - 7.8.2016

U17 karla leikur til úrslita á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi. Strákarnir okkar unnu góðan 2-1 sigur á Svíþjóð í dag og það er því ljóst að Ísland leikur til úrslita á þriðjudaginn. Frábær árangur hjá strákunum.

Lesa meira
 

A karla - Mótsmiðasala fyrir undankeppni HM hefst vikuna 15. - 19. ágúst - 5.8.2016

Hægt verður að kaupa mótsmiða á undankeppni HM karla sem hefst í september. Mótsmiði gildir á alla leiki í undankeppni HM sem leiknir eru á Íslandi.

Lesa meira
 

A karla - Helgi Kolviðsson ráðinn sem aðstoðarlandsliðsþjálfari - 5.8.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er samningsbundinn næstu tvö árin eða fram yfir lokakeppni HM í Rússlandi. Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari, mun áfram starfa með landsliðinu en hann hefur séð um markmannsþjálfun landsliðsins undanfarin ár. Helgi Kolviðsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarlandsliðsþjálfari en hann var í starfsliði landsliðsins á EM í Frakklandi.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stúlkur á höfuðborgarsvæðinu - 4.8.2016

Halldór Björnsson, yfirmaður hæfileikamótunar, mun vera með æfingar laugardaginn 13. ágúst  fyrir stúlkur á höfuðborgarsvæðinu fæddar 2002.  

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir drengi á höfuðborgarsvæðinu - 4.8.2016

Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingar föstudaginn 12. ágúst fyrir drengi á höfuðborgarsvæðinu, fædda 2002.

Lesa meira
 

U17 karla - Tap gegn Svartfjallalandi - 3.8.2016

U17 ára landslið karla tapaði 0-1 í fyrsta leik sínum á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svartfjallalandi. Næsti leikur Íslands er gegn Færeyjum á föstudaginn og hefst leikurinn klukkan 16:00.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland hefur leik á opna Norðurlandamótinu í dag - 3.8.2016

U17 ára lið karla leikur í dag á opna Norðurlandamótinu sem hefst í dag. Ísland er í riðli með Svíum, Svartfellingum og Færeyingum en fyrsti leikur Íslands er gegn Svartfjallalandi.

Lesa meira
 

Bikarúrslitaráðstefna KSÍ og Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands - 3.8.2016

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands kynnir glæsilega bikarúrslitaráðstefnu sem haldin verður í tengslum við bikarúrslitaleiki karla og kvenna, föstudaginn 12. ágúst og laugardaginn 13. ágúst. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er Heimir Hallgrímsson þjálfari A-landslið karla. Heimir mun fara ítarlega yfir vegferð íslenska landsliðsins á EM

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - ÍBV og Valur leika til úrslita - 2.8.2016

ÍBV og Valur leika til úrslita í Borgunarbikar karla en Eyjamenn unnu FH 1-0 á Hásteinsvelli í seinni leik undanúrslita. Valsmenn voru búnir að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum með því að vinna Selfoss á JÁ-verk vellinum og munu bikarmeistararnir því fá tækifæri á að verja titilinn.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar sunnudaginn 31. júlí - 29.7.2016

Sunnudagurinn 31. júlí, er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, sunnudaginn 31. júlí.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrtökumót fyrir stúlkur 2016 á  Laugarvatni 12.-14. ágúst - 29.7.2016

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur fer fram á Laugarvatni, dagana 12. - 14. ágúst. Umsjón með mótinu hefur Úlfar Hinriksson og honum til aðstoðar er Mist Rúnarsdóttir. Félög leikmanna og leikmenn eru beðin um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar:

Lesa meira
 

Þorvaldur dæmir í Hvíta Rússlandi - 28.7.2016

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik FC Torpedo-Belaz Zhodino og Rapid Vín í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Zhodino í Hvíta Rússlandi.  Þetta er fyrri viðureign liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA. Lesa meira
 

Dómaramál - Sex dómarar á undanúrslitum Borgunarbikars karla - 26.7.2016

Sex dómarar verða á leikjum í undanúrslitum Borgunarbikars karla sem fram fara á miðvikudag og fimmtudag. Þetta fyrirkomulag þekkist m.a. frá úrslitakeppni EM í sumar.  Í leikjunum verður dómari, tveir aðstoðardómarar, tveir auka aðstoðardómarar og fjórði dómari.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Hvaða lið komast í úrslitaleik karla? - 26.7.2016

Það kemur í ljós í vikunni hvaða lið mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla. Á morgun, miðvikudag, er fyrri leikurinn í undanúrslitum þar sem Selfyssingar taka á móti ríkjandi Borgunarbikarmeisturunum Vals á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - ÍBV og Breiðablik mætast í úrslitaleiknum - 26.7.2016

Það liggur fyrir hvaða lið mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna en það verða ÍBV og Breiðablik sem munu leiða sama hesta sína á Laugardalsvelli þann 12. ágúst klukkan 19:15.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópurinn valinn fyrir Norðurlandamótið í Finnlandi - 25.7.2016

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Finnlandi en leikið verður dagana 3. - 9. ágúst.  Hópurinn verður við æfingar 28. - 30. júlí.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Hvaða félög komast í úrslitaleikinn? - 22.7.2016

Það skýrist á morgun hvaða félög leika til úrslita í Borgunarbikar kvenna í ár en úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 12. ágúst.  Í kvöld, föstudaginn 22. júlí, mætast Stjarnan og Breiðablik á Samsung vellinum en á morgun, laugardaginn 23. júlí, eigast við Þór/KA og íBV á Þórsvelli. Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna - Harpa valin best í fyrri hlutanum - 22.7.2016

Í dag var tilkynnt um hverjir skipa úrvalslið fyrstu níu umferðanna í Pepsi-deild kvenna en athöfnin fór fram í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni, var valin besti leikmaður umferðanna og þjálfari hennar, Ólafur Þór Guðbjörnssn var valinn besti þjálfarinn.  Bríet Bragadóttir var valin besti dómari umferðanna og þá fengu stuðningsmenn Breiðabliks viðurkenningu fyrir sína frammistöðu á pöllunum.

Lesa meira
 

Evrópudeildin - KR úr leik eftir tap í Sviss - 22.7.2016

KR-ingar eru úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-1 tap gegn Grasshopper í Sviss. Fyrri leikurinn endaði 3-3 á Alvogen-vellinum og vinnur Grasshopper því samanlagt 5-4. Morten Beck Andersen skoraðimark KR í leiknum en Rúnar Már Sigurjónsson skoraði bæði mörk Grasshopper.

Lesa meira
 

Fyrirlestur fitnessþjálfara Frankfurt á myndbandsformi - 22.7.2016

Alvaro Molinos, fitnessþjálfari kvennaliðs Frankfurt í knattspyrnu, verður með fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 18. júlí kl. 12.00-13.00. Molinos er Spánverji með meistaragráðu bæði í íþrótta- og næringarfræði.

Lesa meira
 
FH

Meistaradeild Evrópu - FH úr leik eftir jafntefli á heimavelli - 20.7.2016

FH er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Dundalk frá Írlandi í seinni leik liðanna sem fram fór í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Írlandi og því komst Dundalk áfram með fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Lesa meira
 

Enskir gestadómarar á Íslandi - 20.7.2016

Á landinu eru staddir enskir dómarar sem munu dæma leiki í Pepsi-deildinni og Inkasso-deildinni á næstunni. Íslenskir dómarar fara reglulega og dæma leiki í erlendum deildum og fáum við að sama skapi góða gesti sem dæma hér á Íslandi.

Lesa meira
 

Sara Björk í 19. sæti yfir bestu knattspyrnukonur Evrópu - 19.7.2016

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, landsliðskona, er í 19. sæti yfir bestu knatt­spyrnu­kon­ur Evr­ópu á tíma­bil­inu 2015–2016. Þetta er í fyrsta skipti sem ís­lensk­ur leikmaður kemst á blað í þessu kjöri, hvort sem er í kvenna- eða karla­flokki.

Lesa meira
 

Evrópukeppnir - FH og KR leika í vikunni - 18.7.2016

FH og KR leika í Evrópukeppni í vikunni en bæði lið eiga seinni leiki sína í þessari umferð. FH-ingar leika við Dundalk frá Írlandi á Kaplakrika en FH gerði 1-1 jafnrefli við liðið á útivelli og er í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 – leikmenn fæddir 2000 - 15.7.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 – Norðurland - 15.7.2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Dalvík þriðjudaginn 19.júlí.  Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

Evrópudeildin - KR og Grasshopper skildu jöfn í markaleik - 14.7.2016

KR og svissneska liðið Grasshopper gerðu 3-3 jafntefli á KR-velli í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Það leit ekki vel út fyrir KR í hálfleik en svissneska liðið leiddi þá 0-2. Góð byrjun á seinni hálfleik og vítaspyrna undir lok leiksins tryggðu KR að lokum jafntefli í leiknum.

Lesa meira
 
Haukur Hinriksson

Haukur tekur við sem leyfisstjóri KSÍ - 14.7.2016

Þann 1. júlí sl. tók Haukur Hinriksson við af Ómari Smárasyni sem leyfisstjóri KSÍ. Ómar hefur farið með stjórn leyfismála hjá KSÍ frá því leyfiskerfið var innleitt í íslenska knattspyrnu haustið 2002 en lætur nú af störfum eftir sitt 14. tímabil sem leyfisstjóri.  Haukur, sem er lögfræðingur að mennt, hóf störf hjá KSÍ 1. janúar 2016. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar föstudaginn 15. júlí - 14.7.2016

Föstudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.

Lesa meira
 

Íslenskir dómarar í verkefnum erlendis - 14.7.2016

Íslenskir dómarar eru að dæma víðsvegar um þessar mundir í Evrópukeppnum. Um er að ræða verkefni í Evrópudeildinni og á lokamóti U19 karla sem fram fer í Þýskalandi.

Lesa meira
 

A karla - Ísland aldrei ofar á heimslista FIFA - 14.7.2016

Ísland stökk upp um 12. sæti á heimslista FIFA sem var birtur í morgun. Það er því ljóst að Ísland hefur aldrei komist ofar á listanum en gott gengi Íslands á EM í sumar hefur mest um stöðu liðsins að segja.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - FH gerði 1-1 jafntefli við Dundalk - 14.7.2016

FH-ingar gerðu 1-1 jafntefli við írska liðinu Dundalk á útivelli og eru því í ágætri stöðu fyrir sinni leik liðanna sem fram fer á Kaplakrika n.k. miðvikudag. Dundalk komst yfir í leiknum á 66. mínútu en Steven Lennon jafnaði metin á 77. mínútu leiksins sem varð lokastaða leiksins.

Lesa meira
 

Evrópudeildin - KR mætir Grasshopper í kvöld - 14.7.2016

KR-ingar leika í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld gegn svissneska liðinu Grasshopper. KR vann 8-1 samanlagt sigur á Norður Írska liðinu Glenovan og þarf nú að takast á við töluvert sterkari mótherja.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - FH mætir Dundalk á miðvikudag - 11.7.2016

FH-ingar leika í vikunni í Meistaradeild Evrópu en fyrsta viðureign Hafnfirðinga er á Írlandi þar sem liðið mætir Dundalk. Leikurinn fer fram á Oriel Park vellinum í Dundalk en völlurinn tekur 4500 manns í sæti.

Lesa meira
 

EM 2016 - Portúgal er Evrópumeistari - 10.7.2016

Portúgal varð í kvöld Evrópumeistari í knattspyrnu eftir að vinna heimamenn í Frakklandi 1-0 eftir framlengingu. Eder skoraði eina mark leiksins á 109. mínútu leiksins og það tryggði Portúgal sinn fyrsta Evrópumeistaratitil.

Lesa meira
 

Birkir Sigurðsson aðstoðardómari í leik Portúgals og Austurríkis - 10.7.2016

Birkir Sigurðsson er aðstoðardómari í leik Portúgals og Austurríkis á lokakeppni EM U19 ára karla sem fram fer í Þýskalandi. Leikurinn fer fram á morgun, mánudag.

Lesa meira
 

Pepsi-deildin - Lars dæmir leik KR og Víkings Ó. - 10.7.2016

Lars Müller mun dæma leik KR og Víkings Ólafsvíkur í Pepsi-deild karla sem fram fer sunnnudaginn 10. júlí kl. 16.00 á Alvogenvellinum.

Lesa meira
 

Pepsi-deildin á fulla ferð - 9.7.2016

Það er leikið í Pepsi-deildum karla og kvenna um helgina en nú er Pepsi-deild karla komin á fulla ferð eftir EM-ævintýrið. Það er heil umferð í Pepsi-deild kvenna á föstudagskvöldið og svo er aftur leikið á miðvikudagskvöld og þá er aftur heil umferð í deildinni.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik Breiðabliks og ÍA breytt  - 8.7.2016

Leik Breiðabliks og ÍA í Pepsi-deild karla hefur verið breytt.  Nýr leikdagur og tími er mánudagurinn 11. júlí kl. 19:15 á Kópavogsvelli. Lesa meira
 
Fram

Aðstoðarþjálfari Fram í tveggja leikja bann - 8.7.2016

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum 7. júlí síðastliðinn að sekta knattspyrnudeild Fram um kr. 50.000,- og úrskurða Zeljko Sankovic aðstoðarþjálfara Fram í tveggja leikja bann, vegna framkomu hans við dómara eftir leik.

Lesa meira
 

Evrópudeildin - KR áfram, Valur og Blikar úr leik - 7.7.2016

KR er komið áfram í Evrópudeildinni eftir 6-0 sigur gegn Glonavon frá Norður Írlandi í kvöld á útivelli. KR vann heimaleik liðanna 2-1 og er því komið áfram með 8-1 samanlagt. KR mætir svissneska liðinu Grasshopper í næstu umferð Evrópudeildarinnar.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Öruggur sigur á Finnum - 7.7.2016

Stelpurnar í U17 unnu öruggan sigur á Finnum í dag með fjórum mörkum gegn engu.  Liðið tryggði sér þar með fimmta sætið á Norðurlandamótini sem leikið var í Noregi.  Okkar stelpur höfðu yfirhöndina allan leikinn og leiddu með einu marki í leikhléi.

Lesa meira
 

Birkir að störfum í úrslitakeppni U19 karla - 7.7.2016

Birkir Sigurðarson verður einn af aðstoðardómurum í úrslitakeppni U19 karla en keppnin fer fram í Þýskalandi, 11. - 24. júlí.  Birkir er einn af 8 aðstoðardómurum í kepninni en opnunarleikur mótsins verður leikur Þýskalands og Ítalíu sem fram fer í Stuttgart.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir í Póllandi - 7.7.2016

Gunnar Jarl Jónsson verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik Cracovia frá Póllandi og Shkëndija frá Makedóníu.  Leikið er í Kraká í Póllandi en þetta er seinni viðureign liðanna í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA en gestirnir unnu fyrri leikinn, 2 - 0.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Finnum - 7.7.2016

Stelpurnar í U17 leika í dag um fimmta sætið á Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi.  Leikið verður gegn Finnum og hefst leikurinn kl. 11:00 að íslenskum tíma.  Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt og er það þannig skipað: Lesa meira
 

Knattspyrnan er sameiningarafl - 6.7.2016

Í knattspyrnunni sameinast stuðningsmenn af ólíku þjóðerni og uppruna. Sameiginlegur áhugi stórs hluta mannkyns á þessari íþrótt sem okkur þykir svo vænt um færir fólk nær hvert öðru og við notum íþróttina markvisst til að færa fólk saman, en ekki til að stía því í sundur. 

Lesa meira
 

Evrópudeildin - Valur, KR og Breiðablik í eldlínunni á fimmtudaginn - 6.7.2016

Það er leikið í forkeppni Evrópudeildarinnar í vikunni en Valur, KR og Breiðablik leika öll á útivelli á fimmtudaginn.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Undanúrslit karla og kvenna - 6.7.2016

Það er ljóst hvaða félög mætast í undanúrslitum í Borgunarbikar karla og kvenna en dregið var í hádeginu.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Jafntefli gegn Frökkum - 5.7.2016

Stúlkurnar í U-17 gerðu jafntefli við Frakkland í dag.  Eftir góða byrjun okkar stúlkna skoruðu Frakkarnir á 25. mínútu og var það nokkuð gegn gangi leiksins en markið kom upp úr afar vel útfærðri hornspyrnu. Þannig var staðan þegar flautað var til leikhlés. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 5.7.2016

Stelpurnar í U17 kvenna verða í eldlínunni í dag þegar þær mæta Frökkum í lokaleik liðsins í riðlakeppni Norðurlandamótsins.  Leikið er í Noregi en áður hafði Ísland lagt Danmörku en tapað fyrir heimastúlkum. Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland úr leik á EM eftir tap gegn heimamönnum - 3.7.2016

Ísland er úr leik á EM eftir að komast í 8-liða úrslit mótsins. Franska liðið reyndist of stór biti til að kyngja og svo fór að Frakkar unnu leikinn 2-5 og eru komnir áfram í undanúrslit. Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Lesa meira
 

EM 2016 - Sama byrjunarlið og gegn Englandi - 3.7.2016

Byrjunarlið Íslands sem leikur gegn Frakklandi í kvöld hefur verið tilkynnt. Það er sama byrjunarlið og hefur hafið leik í öllum leikjum Íslands í keppninni. 

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland mætir Frökkum í dag - 3.7.2016

Ísland og Frakkland leik í dag á Stade de France í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi. Það þarf ekki að taka fram að karlalandsliðið hefur aldrei náð víðlíka árangri en enn sem komið er hefur Ísland ekki tapað leik í lokakeppni stórmóts.

Lesa meira
 

EM 2016 - Hannes Þór: „Maður lætur sig dreyma um ýmislegt” - 2.7.2016

Hannes Þór Halldórsson, markmaður íslenska liðsins, segir ferðalag Íslands á EM hafa verið lygasögu líkast. Aðspurður um hvort honum hafi dreymt um slíka velgengni á mótinu segir Hannes að hann hafi klárlega látið sig dreyma um ýmislegt.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Leikið er í bikarnum næstu daga - 2.7.2016

Það er leikið í Borgunarbikarnum um helgina og í komandi viku. Í Borgunarbikar karla eru tveir leikir á sunnudag en það eru leikir Breiðabliks og ÍBV annarsvegar og leikur Vals og Fylkis. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14:00.

Lesa meira
 

EM 2016 - Sagan á bandi Frakka úr viðureignum þjóðanna - 2.7.2016

Ísland og Frakkland hafa mæst 11 sinnum á knattspyrnuvellinum. Ísland hefur aldrei náð að bera sigur úr býtum úr viðureignum þjóðanna. Markatalan er vissulega á bandi Frakka en Ísland hefur skorað 8 mörk gegn 30 mörkum franska liðsins.

Lesa meira
 

Upptökur af fyrirlestrum um árangur karlalandsliðsins aðgengilegar - 2.7.2016

Í lok maí stóðu KSÍ og KÞÍ fyrir málstofu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Yfirskrift málstofunnar var Hvað getum við lært af árangri karlalandsliðsins í knattspyrnu?

Lesa meira
 

U17 kvenna - Öruggur sigur á Dönum - 2.7.2016

Stúlkurnar í U-17 sigruðu Dani nokkuð auðveldlega á Norðurlandamótinu sem haldið er í Noregi. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 18.mínútu og var þar að verki Stefanía Ragnarsdóttir.

Lesa meira
 

EM 2016 - Seinasti fjölmiðlafundurinn í Annecy… í bili - 1.7.2016

Seinasti fjölmiðlafundur Íslands í Annecy var haldin í morgun þar sem Lars Lagerbäck, Birkir Már Sævarsson og Jón Daði Böðvarsson sátu fyrir svörum. Á fundinum var rætt um komandi stórleik við Frakka sem og um undirbúning liðsins og, já, eplasafa.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland leikur við Danmörku í dag - 1.7.2016

U17 ára lið kvenna leikur í riðlakeppni í Norðurlandamóti í dag en þetta er fyrsti leikur Íslands í riðlinum. Leikurinn hefst klukkan 13:00 en leikið er í Noregi.

Lesa meira
 

Evrópudeildin - KR vann, Valur og Blikar töpuðu - 1.7.2016

KR-ingar unnu Glenovan frá Norður Írlandi 2-1 á Alvogen-vellinum í gær. KR lenti undir í leiknum en Pálmi Rafn Pálmason og Hólmbert Friðjónsson skoruðu tvívegis fyrir KR sem tryggði sér mikilvægan 2-1 sigur.

Lesa meira
 

Evrópudeildin - Þrír leikir í kvöld á heimavelli - 30.6.2016

Íslensk félagslið eru í eldlínunni í kvöld í Evrópudeildinni en Valur, KR og Breiðablik leika öll í forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikirnir eru allir á Íslandi en liðin leika svo aftur eftir viku erlendis.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ertu að fara til Parísar? - Helstu upplýsingar - 30.6.2016

Það eru margir sem eru að fara til Parísar í Frakklandi til að sjá leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM. Leikurinn fer fram á sunnudagskvöld og mun KSÍ vera með skrifstofu í París sem verður opin frá föstudegi og fram að leik á sunnudag. Á skrifstofunni verður reynt að veita m.a. upplýsingar um miðamál en minnt er á að miðasala er einungis á vegum UEFA.

Lesa meira
 

Íslenskir dómarar í verkefnum erlendis - 29.6.2016

Íslenskir dómarar eru á faraldsfæti um þessar mundir þar sem þeir taka þátt í erlendum verkefnum. Dómararnir munu dæma í forkeppni Evrópudeildarinnar sem er leikin í þessari viku.

Lesa meira
 

EM 2016 - Fjölmiðlafundur 29. júní - 29.6.2016

Enn eitt metið var slegið í fjölda fjölmiðlamanna á fundi með þjálfurunum liðsins í Annecy í dag. Milli 60-70 fjölmiðlamenn mættu á fundinn en mikill áhugi er skiljanlega fyrir leik Íslands og Frakklands sem fram fer á sunnudaginn.

Lesa meira
 

Breytingar á leiktímum í Borgunarbikarnum - 29.6.2016

Eftirfarandi leikjum í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla hefur verið breytt. Vinsamlega takið mið af þessu og sendið áfram eins og þurfa þykir.

Lesa meira
 

EM 2016 - Miðasala á leik Íslands og Frakklands hefst klukkan 12:00 á þriðjudag - 27.6.2016

Miðar á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum fara í sölu klukkan 12:00 á morgun (28. júní) á vef UEFA. Hægt er að fara í röð í miðasöluna klukkan 11:45.

Lesa meira
 

EM 2016 - ÍSLAND Í 8-LIÐA ÚRSLIT! - 27.6.2016

Ísland vann England 2-1 í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. Ísland lék skínandi góðan leik og átti sigurinn fyllilega skilið. Mörk Íslands komu bæði í fyrri hálfleik en það voru samt Englendingar sem komust yfir í leiknum með marki úr vítaspyrnu.

Lesa meira
 

EM 2016 - Sama byrjunarlið og gegn Austurríki - 27.6.2016

Byrjunarlið Íslands sem leikur gegn Englandi í kvöld hefur verið tilkynnt. Það er sama byrjunarlið og hefur hafið leik í öllum leikjum Íslands í keppninni.

Lesa meira
 

EM 2016 - Leikvangur dagsins er Stade de Nice (Allianz Arena) - 27.6.2016

Ísland og England mætast í kvöld í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi en leikurinn fer fram á hinum glæsilega Stade de Nice (Allianz Arena) í Nice. Leikvangurinn tekur 35.624 áhorfendur í sæti en leikvangurinn er frekar lítill miðað við þá velli sem Ísland hefur leikið á í keppninni.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland mætir Englandi í dag - 27.6.2016

Ísland leikur við Englandi í 16-liða úrslitum í dag í Nice. Leikurinn er leikinn á Stade de Nice sem tekur um 36.000 manns í sæti en mun meiri eftirspurn hefur verið eftir miðum en framboð. Það var ansi fljótlega uppselt á þennan stórleik og má búast við mikilli stemningu á leiknum.

Lesa meira
 

Skrifstofa KSÍ er lokuð mánudaginn 27. júní - 26.6.2016

Skrifstofa KSÍ er lokuð á morgun, mánudaginn 27. júní, en aftur verður opnað í hádeginu þriðjudaginn 28. júní. Ef nauðsynlega þarf að ná í starfsmenn mótadeildar þá er hægt að hringja í síma 896 4474 (Birkir) eða 661 8183 (Guðlaugur).

Lesa meira
 

EM 2016 - Slóveni dæmir leik Íslands og Englands - 25.6.2016

Slóveninn Damir Skomina dæmir leik Íslands og Englands á mánudaginn í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Skomina er 39 ára en hann fæddist í borginni Koper í suðvesturhluta Slóveníu.

Lesa meira
 

EM 2016 - Eiður Smári: „Viðurkenni að ég var stressaður” - 25.6.2016

Það var aftur fjölmennt á fjölmiðlafundi íslenska landsliðsins í Annecy í dag. Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum og var mikill áhugi enskra fjölmiðla á leiknum.

Lesa meira
 

Úrskurður í máli HK/Víkings gegn Breiðablik/Augnablik - 24.6.2016

Á fundi sínum 21. júní síðastliðinn tók Aga- og úrskurðarnefnd fyrir mál HK/Víkings gegn Breiðabliki/Augnabliki vegna leik liðanna í 2. flokki kvenna.  Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði.

Lesa meira
 

Ísland upp um fimm sæti á heimslista FIFA - 24.6.2016

Íslenska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu fer upp um fjög­ur sæti á heimslista FIFA sem gef­inn var út í morg­un og hækk­ar sig um fjög­ur sæti frá því list­inn var síðast gef­inn út.

Lesa meira
 

Breiðablik leikur í Wales í Meistaradeild Evrópu kvenna - 24.6.2016

Það var dregið í dag í Meistaradeild Evrópu kvenna en Breiðablik var í pottinum. Breiðablik dróst með Cardiff Met frá Wales, ŽFK Spartak frá Serbíu og NSF Sofia frá Búlgaríu en riðillinn verður leikinn í Wales.

Lesa meira
 

EM 2016 - Mikill áhuga fjölmiðla á íslenska liðinu - 24.6.2016

Mikill fjöldi fjölmiðlamanna mætti á fund íslenska liðsins í dag þar sem Lars Lagerbäck, Arnór Ingi, og Theódór Elmar sátu fyrir svörum. Enskir fjölmiðlar fjölmenntu á fundinn og spurði mikið útí leikinn en einnig um sögu íslenska liðsins og auðvitað sýn Lars á gengi Íslands.

Lesa meira
 

EM 2016 - Heimir Hallgrímsson: „Nýr dagur, sólin skín, getur ekki verið betra” - 23.6.2016

Heimir Hallgrímsson, landliðsþjálfari, var glaður í bragði þegar fjölmiðlar ræddu við hann á æfingarsvæði liðsins í Annecy í dag. Heimir byrjaði að tala um nýjan dag, yndislegan, með sól í heiði.

Lesa meira
 

Miðasala á Ísland - England hefst kl. 12:00 í dag, fimmtudag - 23.6.2016

Eins og kunnugt er mætast Ísland og England í 16-liða úrslitum EM karla 2016.  Leikurinn fer fram í Nice á mánudag.  Miðasala á leikinn hefst í dag, fmmtudag kl. 12:00 að íslenskum tíma og fer öll miðasalan fram í gegnum miðasöluvef UEFA.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland mætir Englandi í Nice - 22.6.2016

Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum en England varð í 2. sæti í B-riðli og það er því ljóst að við etjum kappi við enska landsliðið. Leikurinn fer fram í Nice á mánudagskvöldið og er flautað til leiks klukkan 21:00 (19:00 að íslenskum tíma).

Lesa meira
 

EM 2016 - ÍSLAND Í 16-LIÐA ÚRSLIT! - 22.6.2016

Ísland er komið í 16-liða úrslit á EM eftir 2-1 sigur á Austurríki. Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Lesa meira
 

EM 2016 - Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki - 22.6.2016

Ísland leikur klukkan 16:00 við Austurríki í F-riðli en möguleikar Íslands á að komast áfram eru góðir. Sigur tryggir Íslandi sæti í 16-liða úrslitum en jafntefli kemur liðinu að öllum líkindum áfram í keppninni.

Lesa meira
 

EM 2016 - Athugið að Fan Zone í Saint-Denis er einungis opið frá 17:30 - 20:30 á leikdag - 22.6.2016

Þeir sem eru að fara á Ísland - Austurríki og ætluðu á Fan Zone í Saint Denis ná ekki að gera það fyrir leikinn en Fan Zone er einungis opið frá klukkan 17:30-20:30 af öryggisástæðum. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og löngu fyrir þann tíma þurfa stuðningsmenn Íslands að vera komnir í stúkuna á Stade de France.

Lesa meira
 

FH mætir írska liðinu Dundalk í Meistaradeild Evrópu - 20.6.2016

FH mæt­ir írska liðinu Dundalk í ann­arri um­ferð í for­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu karla. FH-ing­ar sitja hjá í fyrstu um­ferð og í þegar dregið var í aðra um­ferðina í Nyon í Sviss í dag voru þeir í efri styrk­leika­flokkn­um. Tak­ist FH-ing­um að slá út and­stæðinga sína í ann­arri um­ferð eru þeir bún­ir að tryggja sér tvær um­ferðir í viðbót. Liðin sem tapa í þriðju um­ferð Meist­ara­deild­ar­inn­ar fara í fjórðu um­ferð Evr­ópu­deild­ar­inn­ar og leika þar um sæti í riðlakeppn­inni. 

Lesa meira
 

EM 2016 - Lokaleikur riðilsins á hinum glæsilega Stade de France - 20.6.2016

Lokaleikur Ísland í F-riðli gegn Austurrík verður leikinn á einum glæsilegasta leikvangi heims, það er Stade de France sem er staðsettur í St. Denis sem er við París.

Lesa meira
 

EM 2016 - Stutt saga Austurríkismönnum hagstæð - 20.6.2016

Ísland og Austurríki eiga ekki langa sögu hvað varðar leiki. Liðin hafa þrívegis mæst á knattspyrnuvellinum og tvisvar hafa liðin sæst á skiptan hlut en einu sinni unnu Austurríkismenn.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland mætir Austurríki í dag - MÆTIÐ SNEMMA! - 20.6.2016

Ísland leikur seinasta leik sinn í riðlakeppni EM í Frakklandi í dag en það eru Austurríkismenn sem eru mótherjar Íslands í leiknum. Það er ljóst að sigur í leiknum fleytir íslenska liðinu áfram í 16-liða úrslit en eitt stig gæti einnig gert það eins lengi og úrslit í öðrum riðlum eru okkur hagstæð.

Lesa meira
 

EM 2016 - Fjölmiðlafundur í Annecy - 20.6.2016

Íslenska landsliðið hélt fjölmiðlafund í dag þar sem ræddur var komandi leikur við Austurríki og farið yfir leikinn við Ungverja. Varnarmennirnir Ragnar Sigurðsson, sem varð þrítugur í gær, og Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum ásamt Heimi Hallgrímssyni.

Lesa meira
 

EM 2016 - Miðar á leik Íslands og Austurríkis - 19.6.2016

Hægt er að kaupa miða á leik Íslands og Austurríkis í úrslitakeppni EM karla, en leikurinn fer fram í St. Denis í nágrenni Parísar þann 22. júní næstkomandi.  Miðasalan, sem er á vef UEFA og verður opin á meðan miðar eru til.  Ekki liggur fyrir hversu margir miðar er til sölu.

Lesa meira
 

ICELAND styður ÍSLAND með stolti á EM - 19.6.2016

KSÍ og ICELAND Frozen Food  hafa gert samkomulag um markaðsherferð á samfélagmiðlum undir yfirskriftinni „ICELAND proud to support ICELAND“, eða „ICELAND styður ÍSLAND með stolti“ og verður unnið með myllumerkið #ComeOnIceland í herferðinni.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland getur unnið riðilinn - 18.6.2016

Sú áhugaverða staða er uppi í F-riðli að Ísland getur unnið riðilinn. Eftir leiki kvöldsins er Ísland með 2 stig og í 2. sæti riðilsins en Ungverjar eru á toppnum með 4 stig. Portúgal er með 2 stig eins og Ísland en hefur skorað marki minna en íslenska liðið. Austurríki rekur lestina með 1 stig eftir jafnteflið í kvöld.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ragnar Sigurðsson: „Þetta var fáránlega svekkjandi” - 18.6.2016

Ragnar Sigurðsson átti góðan leik í vörn Íslands í kvöld. Ragnar segir liðið hafa varist full mikið í leiknum á kostnað sóknarleiksins. „Þetta var fáránlega svekkjandi. Við náðum að verjast vel allan leikinn, en vorum kannski að verjast of mikið," sagði Ragnar í samtali við fjölmiðla í leikslok.

Lesa meira
 

EM 2016 - Birkir Már: „Erfitt að lýsa því hvað ég er svekktur” - 18.6.2016

Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í kvöld er hann reyndi að hreinsa boltann úr vítateig íslenska liðsins. Skiljanlega var Birkir ekki upplitsdjarfur eftir leikinn.

Lesa meira
 

EM 2016 - Sárgrátlegt jafntefli gegn Ungverjum - 18.6.2016

Ísland gerði í kvöld jafntefli við Ungverja í Marseille. Mark Íslands kom úr vítaspyrnu en það var Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði eftir að brotið var á Aroni Einari í vítateignum. Ungverjar náðu að jafna metin undir lok leiksins en það var Birkir Már Sævarsson sem varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark eftir sendingu fyrir mark Íslands.

Lesa meira
 

EM 2016 - Sama byrjunarlið og gegn Portúgal - 18.6.2016

Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað. Leikurinn fer fram í Marseille og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu í sjónvarpi Símans. Liðið er óbreytt frá seinasta leik gegn Portúgal en sá leikur endaði með 1-1 jafntefli.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland og Ungverjaland hafa mæst 10 sinnum - 18.6.2016

Ísland og Ungverjaland hafa mæst 10 sinnum í gegnum tíðina. Ísland hefur unnið 3 leiki af þessum 10 en þeir sigrar komu allir á árunum 1992-1995. Fyrsti leikur liðanna var árið 1988 í vináttuleik og unnu Ungverjar leikinn 3-0.

Lesa meira
 

EM 2016 - Stade Vélodrome er leikvangur dagsins - 18.6.2016

Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram á hinum stórglæsilega Stade Vélodrome sem er í Marseille. Leikvangurinn tekur 67.394 áhorfendur í sæti og er talinn af mörgum einn glæsilegasti leikvangur Frakklands.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland leikur við Ungverja í dag - 18.6.2016

Ísland leikur annan leik sinn á EM í dag þegar liðið mætir Ungverjum í Marseille. Það fór varla framhjá neinum að Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik mótsins þar sem Birkir Bjarnason skoraði jöfnunarmark Íslands. Mótherjar Íslands í dag eru Ungverjar sem komu nokkuð á óvart með því að leggja Austurríki að velli í fyrsta leik sínum á mótinu.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland gat ekki æft á Stade Vélodrome útaf AC/DC - 17.6.2016

Landsliðið gat ekki æft á Stade Vélodrome þar sem leikur Íslands og Ungverjaland fer fram á morgun og er ástæðan hin undarlegasta. Málið er að rokkhljómsveitin AC/DC var með tónleika nýverið á vellinum og það fór algjörlega með grasið á vellinum.

Lesa meira
 

Ertu að fara til Marseille? - 16.6.2016

Það var glæsilegt blátt haf stuðningsmanna sem prýddu leikvanginn í Saint Etienne á þriðjudaginn þegar Ísland mætti Portúgal.  Það lítur út fyrir að ekki verði færri Íslendingar á vellinum í Marseille en þangað liggur nú straumurinn þar sem Ísland mætir Ungverjum á laugardaginn.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn fyrir Norðurlandamótið í Noregi - 16.6.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í Norðurlandamóti U17 kvenna.  Mótið fer fram í Noregi að þessu sinni og verður leikið í Sarpsborg og Moss, dagana 1. - 7. júlí. Lesa meira
 

EM 2016 - Jóhann Berg mundi ekki að það væri 17. júní á morgun - 16.6.2016

Það var fjölmiðlafundur hjá íslenska liðinu í Annecy í dag þar sem Kári Árnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum. Það kom eitt og annað fram á fundinum en meðal hápunkta var þegar Jóhann Berg var spurður um hvort íslenska liðið ætlaði að fagna saman á morgun og hann svaraði: „Á æfingunni þá?”

Lesa meira
 

EM 2016 - Rússneskur dómari í Marseille - 16.6.2016

Sergei Karasev verður dómari á laugardaginn þegar Ísland leikur gegn Ungverjalandi í Marseille. Karasev hefur getið sér gott orð sem dómari en hann dæmdi viðureign Rúmeníu og Sviss á EM.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Úrtaksæfingar 17. - 19. júní - 15.6.2016

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar sem fram fara 17. - 19. júní.  Æfingarnar fara fram á Þróttarvelli við Suðurlandsbraut en leikmenn mæta á Laugardalsvöll 17. júní þar sem þær fá fatnað og hafa búningsaðstöðu. Lesa meira
 

Dagskráin framundan í hæfileikamótun KSÍ og N1 - 15.6.2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 hefur verið í gangi í allt sumar og núna liggur fyrir dagskrá í júlí og ágúst.  Það er Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, sem fer fyrir verkefninu en það sem er framundan í júlí og ágúst er eftirfarandi: Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi deild karla - Þrír leikir framundan - 15.6.2016

Í kvöld, miðvikudagskvöld, fara fram tveir leikir í Pepsi-deild karla og á morgun, fimmtudag, er einn leikur í dagskránni.  ÍBV tekur á móti Breiðablik kl. 18:00 í kvöld og á Fjölnisvelli eigast við heimamenn og KR kl. 19:15.  Á fimmtudag taka svo Valsmenn á móti Íslandsmeisturum FH kl. 20:00.

Lesa meira
 

Heimir Hallgrímsson: „Aldrei sýnt jafn góða frammistöðu” - 14.6.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segir jafnteflið í kvöld mikilvægt upp á framhaldið á mótinu og að stuðningsmenn íslenska liðsins eigi sérstakt hrós skilið.

Lesa meira
 

Gylfi Þór: „Þetta er geggjað” - 14.6.2016

Gylfi Þór Sigurðsson var öflugur á miðjunni í leiknum í kvöld. Hann þurfi að hægja á miðjuspili Portúgala og vera öflugur í hjálparvörninni. Gylfi vildi sértaklega þakka fyrir magnaðan stuðning áhorfenda í leiknum.

Lesa meira
 

EM 2016 - Jafntefli gegn Portúgal í fyrsta leik Íslands á EM - 14.6.2016

Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðanna á EM í Frakklandi. Nani kom Portúgal yfir í fyrri hálfleik en Birkir Bjarnason jafnaði metin með glæsilegu marki í byrjun seinni hálfleiks. Gott stig fyrir Ísland og góð byrjun á EM í Frakklandi.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal - 14.6.2016

Eins og knattspyrnuáhugafólki er eflaust kunnugt um leikur A landslið karla í kvöld fyrsta leik sinn í lokakeppni stórmóts. Mótherjinn er Portúgal og sviðið er EM í Frakklandi. Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað. Leikurinn fer fram í St. Etienne og hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu í sjónvarpi Símans.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

EM í Frakklandi - Ertu að fara á völlinn? - 14.6.2016

Stóra stundin er nú runnin upp. Þúsundir Íslendinga eru nú staddir í Frakklandi að gera sig klára til þess að styðja íslenska liðið. Það er mikilvægt að allir standi klárir á þeim reglum sem gilda á leikvöngum í Frakklandi og hér að neðan má finna þær reglur sem gilda í keppninni. Þarna má m.a. finna það sem ekki er leyfilegt að taka með inn á völlinn og er hægt að miða við að það sem ekki má taka með í flugvél má ekki fara með inn á völlinn.

Lesa meira
 

A karla - Sagan á bandi Portúgala - 13.6.2016

Íslenska landsliðið leikur sinn fyrsta leik á EM og þá um leið sinn fyrsta leik í lokakeppni stórmóts karla í kvöld þegar liðið mætir Portúgal. Segja má að sagan sé á bandi Portúgala en liðin hafa fjórum sinnum mæst á knattspyrnuvellinum og hefur Portúgal unnið alla leikina.

Lesa meira
 

A karla - Söguleg stund í íslenskri knattspyrnu - 13.6.2016

Það er sögulegur dagur í íslensku knattspyrnunni í dag þegar karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á lokakeppni stórmóts. Aldrei fyrr í sögunni hefur landsliðið komist svo langt en það eru Portúgalar sem eru fyrstu mótherjar Íslands í lokakeppni stórmóts.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Suðurlandsslagur hjá konunum - 13.6.2016

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna og var dregið í höfuðstöðvum KSÍ.  Hjá konunum verður Suðurlandsslagur á dagskránni þegar ÍBV tekur á móti Selfossi og bikarmeistarar Stjörnunnar fá Hauka í heimsókn.

Lesa meira
 

A karla - Cak­ir dæmir leik Íslands og Portúgal - 13.6.2016

Tyrk­inn Cü­neyt Cak­ir dæm­ir leik Íslend­inga og Portú­gala á Evr­ópu­mót­inu í knatt­spyrnu í Saint-Et­inne á morgun, þriðjudag. Cak­ir er 39 ára gam­all sem hef­ur dæmd marga stór­leiki á ferli sín­um.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Dregið í 8 liða úrslitum karla og kvenna - 13.6.2016

Í dag verður dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu. Hjá konunum eru 6 félög úr Pepsi-deildinni í pottinum og 2 félög úr 1. deild.  Hlutföllin eru þau sömu hjá körlunum en þar koma 6 úr Pepsi-deildinni og 2 úr Inkasso deildinni.

Lesa meira
 

Aron Einar: „Erum ekki komnir hingað í sumarfrí” - 11.6.2016

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir íslenska landsliðið ekki komið á EM í Frakklandi til að vera í sumarfríi þrátt fyrir að það sé gott veður. Liðið ætli sér stóra hluti á mótinu en spennan sé óneitanlega að aukast meðal leikmanna liðsins.

Lesa meira
 

Afabarn fyrrum stjóra Swansea heilsaði upp á Gylfa Þór - 10.6.2016

Á opinni æfingu íslenska liðsins í dag mætti Clement Davies sem er ungur aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea á Englandi. Clement býr ásamt foreldrum sínum í Frakklandi en pabbi hans er frá Wales en mamma hans er frönsk.

Lesa meira
 

A karla - Fjölmennt á opinni æfingu landsliðsins í Annecy - 10.6.2016

Í dag var opin æfing hjá landsliðinu í Annecy og mættu yfir 300 manns á æfingu. Eftir æfingu gáfu leikmenn eiginhandaráritanir og voru myndaðir bak og fyrir af gestum sem komu frá Frakklandi og auðvitað Íslandi.

Lesa meira
 

ÁFRAM ÍSLAND vörur á tilboði á Laugardalsvelli - 9.6.2016

Föstudaginn 10. júní frá kl 12-18 býður Áfram Ísland öllum þeim sem vilja klæða sig upp fyrir EM að koma á Laugardalsvöll frá klukkan 12-18 og kaupa ÁFRAM ÍSLAND vörur á tilboðsverði.

Lesa meira
 

Kosovo í HM-riðli með Íslandi - 9.6.2016

Í kjölfar ákvörðunar þings FIFA í maí, þegar Kosovo og Gíbraltar voru samþykkt sem 210. og 211. aðildarþjóðir FIFA, hafa knattspyrnusambönd beggja þessara landa nú þátttökurétt í undankeppni HM 2018, sem hefst í september. UEFA hefur nú verið falið það verkefni að aðlaga niðurröðun leikja og keppnismódel undankeppninnar í Evrópu að þessari ákvörðun.

Lesa meira
 

Leikmaður Vestra dæmdur í þriggja leikja bann - 9.6.2016

Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði á fundi, fimmtudaginn 9. júní, Vincent Broderick Steigerwald leikmann Vestra í þriggja leikja bann vegna atviks í leik Ægis og Vestra í 2. deild karla sem fram fór 4. júní síðastliðinn.

Lesa meira
 

Heimir Hallgrímsson: "Fínasta aðstaða sem við höfum" - 9.6.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var léttur í viðtölum við fjölmiðla enda varla annað hægt þegar hann var kallaður Heimar í byrjun eins viðtals sem sjá má á Youtube-síðu KSÍ. Heimir segir undirbúning liðsins ganga vel og allt sé eins og best verður á kosið.

Lesa meira
 

Gylfi Þór: "Þurfum að berjast fyrir hvor annan" - 9.6.2016

Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Portúgal í St. Etienne á þriðjudaginn. Gylfi sagði í samtali við fjölmiðla í dag að liðið þyrfti að verjast vel í leiknum og það þýddi ekki að reyna að stoppa einn leikmann, þó hann sé vissulega mjög öflugur.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni 13. – 17. júní - 8.6.2016

Knattspyrnuskóli stúlkna  fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár eru fæddir árið 2002.  Mæting er stundvíslega kl. 14:30 mánudaginn 13. júní á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

A karla - Fyrsta æfingin í Annecy gekk vel - 8.6.2016

Íslenska landsliðið æfði í fyrsta sinn á æfingasvæðinu í Annecy í dag. Aðstæður voru allar hinar bestu en hitinn var um 24 gráður. Það rigndi vel í morgun en stytti upp áður en æfingin hófst.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - 16 liða úrslit karla og kvenna framundan - 8.6.2016

Framundan eru 16 liða úrslit karla og kvenna og eru það karlarnir sem hefja leik í kvöld þegar fjórir leikir eru á dagskránni.  Aðrir fjórir leikir eru svo á morgun en um helgina eiga konurnar sviðið en dregið verður í 8 liða úrslitum karla og kvenna, mánudaginn 13. júní kl. 12:00 í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
EM kvenna U17

A kvenna - Öruggur sigur á Makedóníu - 7.6.2016

Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur á Makedóníu i kvöld en leikið var í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 8 - 0 og komu sex markanna í fyrri hálfleik.  Íslenska liðið er nú í dauðafæri um það að tryggja sér öruggt sæti í úrslitakeppniinni sem haldin verður í Hollandi á næsta ári. Lesa meira
 

Strákarnir okkar komnir til Annecy - 7.6.2016

Karlalandsliðið kom í dag til Annecy í Frakklandi þar sem liðið mun dveljast á meðan riðlaleppni EM stendur yfir. Ferðin gekk mjög vel í alla staði og þegar lent var tók var móttökuathöfn en svo var keyrt áleiðis á hótelið í Annecy.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

A kvenna - Byrjunarliðið sem mætir Makedóníu - 7.6.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Makedóníu í undankeppni EM í kvöld en leikið er á Laugardalsvelli kl. 19:30.  Gerðar eru fimm breytingar frá byrjunarliðinu sem lagði Skota síðastliðinn föstudag. Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Farseðillinn nánast tryggður með sigri - 7.6.2016

Með sigri á Makedóníu í kvöld mun íslenska liðið verða á þröskuldi þess að vera öruggt í úrslitakeppnina í Hollandi 2017.  Efsta þjóðin í hverjum riðli tryggir sér sæti í úrslitakeppninni ásamt þeim sex þjóðum sem eru með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum átta.  Þær tvær þjóðir sem eru þá eftir leika innbyrðis umspilsleiki um eitt sæti.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Makedóníu í kvöld - 7.6.2016

Ísland og Makedónía mætast í kvöld í undankeppni EM kvenna og hefst leikurinn á Laugardalsvelli kl. 19:30.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá miði.is og þá hefst miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00.

Lesa meira
 

Öruggur sigur í síðasta leiknum fyrir EM - 6.6.2016

Laugardalurinn skartaði sínum fegursta í kvöld þegar íslenska liðið lék sinn síðasta leik fyrir úrslitakeppni EM.  Lið Liechtenstein var lagt að velli með fjórum mörkum gegn engu.  Íslenska liðið lék af öryggi og yfirvegun og gáfu gestunum engin færi á sér.

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarliðið gegn Liechtenstein - 6.6.2016

A landslið karla mætir Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld, í síðasta vináttuleiknum áður en liðið heldur til Frakklands til að taka þátt í úrslitakeppni EM 2016.  Byrjunarlið Íslands í leiknum, sem hefst kl. 19:30 og er í beinni útsendingu á RÚV, hefur verið opinberað.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stúlkur á höfuðborgarsvæðinu - 6.6.2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á höfuðborgarsvæðinu fyrir stúlkur fæddar 2003 verður fimmtudaginn 9. júní.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.  Æfingar verða í Kórnum í Kópavogi. 

Lesa meira
 

A kvenna - Rafræn leikskrá fyrir Ísland - Makedónía - 6.6.2016

Hér að neðan má finna tengil á rafræna leikskrá fyrir leik Íslands og Makedóníu í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 7. júní kl. 19:30.  Í leikskránni er m.a. að finna viðtal við Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara Íslands, sem og viðtöl við leikmenn og ýnsar gagnlegar upplýsingar. Lesa meira
 

A karla - Rafræn leikskrá fyrir Ísland - Liechtenstein - 6.6.2016

Hér að neðan má finna tengil á rafræna leikskrá fyrir vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein sem fram fer á Laugardalsvelli, mánudaginn 6. júní kl. 19:30.  Í leikskránni er m.a. að finna viðtal við Lars Lagerbäck, annan landsliðsþjálfara Íslands, sem stýrir nú liðinu í síðasta skipti á Laugardalsvelli.  Fleiri viðtöl er að finna sem og aðrar gagnlegar upplýsingar.

Lesa meira
 

Vilhjálmur dæmir leik Spánar og Georgíu - 6.6.2016

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður í eldlínunni á morgun, þriðjudaginn 7. júní,  þegar hann dæmir vináttulandsleik Spánar og Georgíu.  Leikið verður í Getafe og er þetta síðasti leikur Spánar fyrir úrslitakeppni EM í Frakklandi. 

Lesa meira
 
Óskar Örn Guðbrandsson

Óskar Örn Guðbrandsson ráðinn á skrifstofu KSÍ - 5.6.2016

KSÍ hefur ráðið Óskar Örn Guðbrandsson til starfa á skrifstofu sambandsins.  Óskar Örn, sem kemur úr íþróttabænum Akranesi og hefur víðtæka reynslu af því að starfa í íþróttahreyfingunni, mun sinna fjölmiðla- og markaðsmálum fyrir KSÍ og hefur hann formlega störf í september. 

Lesa meira
 
liechtenstein_logo

Sex sinnum áður mætt Liechtenstein - 4.6.2016

A landslið karla mætir sem kunnugt er Liechtenstein í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á mánudag.  Þetta er síðasti heimaleikur íslenska liðsins áður en það heldur til Frakklands til að leika í úrslitakeppni EM 2016.  Þessar þjóðir hafa 6 sinnum áður mæst. Lesa meira
 

Ísland mætir Liechtenstein í kvöld kl. 19:30 - 4.6.2016

Miðasala fyrir síðasta vináttuleik A landsliðs karla fyrir EM 2016 í Frakklandi er í fullum gangi á midi.is.  Leikurinn, sem er gegn liði Liechtenstein, fer fram á Laugardalsvellinum mánudaginn 6. júní næstkomandi. Búast má við að uppselt verði á leikinn.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

EM 2016 sýnt í yfir 200 löndum - 4.6.2016

Aðdáendur A landsliðs karla ættu ekki að vera í vandræðum með að sjá leiki liðsins á EM 2016 í beinni útsendingu, hvar svo sem í heiminum þeir verða staddir.  Leikir keppninnar eru sýndir í yfir 200 löndum um allan heim. Lesa meira
 

Undanþága vegna félagaskipta - 4.6.2016

Framkvæmdastjóri hefur, í samræmi við ákvæði 10.2. í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, samþykkt beiðnr frá Gróttu og KF um undanþágu fyrir félagaskipti markvarða í meistaraflokki kvenna annars vegar og meistaraflokki karla hinsvegar.

Lesa meira
 

A kvenna - Mögnuð frammistaða og öruggur sigur í Falkirk - 3.6.2016

Ísland vann frábæran sigur á Skotum í kvöld í undankeppni EM en leikið var í Falkirk.  Lokatölur urðu 0 - 4  eftir að Ísland hafði leitt 0 – 1 í leikhléi.  Sigurinn var ákaflega öruggur, íslenska liðið sterkari aðilinn allan leikinn og sýndi frammstöðu sem hlýtur teljast ein sú besta sem íslenskt kvennalandslið hefur sýnt.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Skotum - 3.6.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Skotum í undankeppni EM í kvöld en leikið er í Falkirk.  Leikurinn er í beinni útsendingu á RUV og hefst leikurinn kl. 18:00 að staðartíma.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

A kvenna - Ísland mætir Skotlandi í kvöld - 3.6.2016

Skotar og Íslendingar mætast í kvöld í undankeppni EM kvenna og hefst leikurinn kl. 18:00 að íslenskum tíma á Falkirk vellinum.  Þarna mætast toppliðin tvo í riðlinum sem berjast hatrammri baráttu um efsta sæti riðilsins og þar með öruggt sæti í úrslitakeppni EM í Hollandi 2017. Lesa meira
 

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Staðfestir úrskurð aga- og úrskurðarnefndar - 2.6.2016

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð aga-og úrskurðarnefndar um að vísa máli Stjörnunnar gegn mótanefnd KSÍ frá.  Stjarnan kærði ákvörðun mótanefndar um að fresta ekki tveimur leikjum félagsins í Pepsi-deild karla. Lesa meira
 

Mót sumarsins - Staðfest niðurröðun í Polla- og Hnátumáotum - 2.6.2016

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ (6. flokkur – 5 manna bolti). Vinsamlegast hafið í huga að verulega miklar breytingar hafa verið gerðar undanfarna daga á niðurröðun leikja í sumum mótum vegna breyttra skráninga. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög séu tekin úr umferð.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á höfuðborgarsvæðinu - 2.6.2016

Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingar miðvikudaginn 8. júní fyrir stráka á höfuðborgarsvæðinu fædda 2003.  Æfingar verða í Kórnum í Kópavogi.

Lesa meira
 

A kvenna - Stelpurnar á sögufrægum slóðum - 2.6.2016

Það má með sanni segja að íslenski hópurinn sé á sögufrægum slóðum hér í Skotlandi og tengist það mikið helstu sjálfstæðishetju Skota, William Wallace. 

Lesa meira
 
Alidkv1981-0002

A kvenna - Fyrsti leikurinn var gegn Skotum - 2.6.2016

Ísland og Skotland hafa mæst 8 sinnum hjá A landsliði kvenna og var fyrsti kvennalandsleikur Íslands einmitt gegn Skotum.  Það var vináttulandsleikur sem fram fór í Kilmarnock, 20. september 1981.  Lauk honum með sigri Skota, 3 - 2 Lesa meira
 

A kvenna - Tvær góðar æfingar í gær - 2.6.2016

Hér í Falkirk heldur undirbúningur kvennalandsliðsins áfram fyrir leikinn mikilvæga gegn Skotum, sem fram fer föstudaginn 3. júní.  Tvær æfingar fóru fram í gær og voru þær á velli við háskólann í Sterling. Lesa meira
 

A kvenna - "Brunaæfing" í Falkirk - 2.6.2016

Það getur ýmislegt komið upp á í landsliðsferðum og í nótt var landsliðshópnum, ásamt öðrum hótelgestum, boðið upp á "brunaæfingu" og þurftu allir að yfirgefa herbergi sín og koma sér út úr húsi.  Reyndar var engin skipulögð æfing í gangi heldur fór brunavarnarkerfi hótelsins í gang um kl. 02:00 í nótt þegar allir voru í fastasvefni. 

Lesa meira
 

Úrskurður í máli Stjörnunnar gegn mótanefnd KSÍ - 1.6.2016

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir á fundi sínum 31. maí síðastliðinn, kæru Stjörnunnar gegn mótanefnd KSÍ vegna beiðni kæranda að fresta leikjum félagsins í Pepsi-deild karla.  Aga- og úrskurðarnefnd vísaði málinu frá.

Lesa meira
 
Stjarnan

Úrskurður í máli HK/Víkings gegn Stjörnunni/Skínanda - 1.6.2016

Á fundi sínum 31. maí tók aga- og úrskurðarnefnd fyrir mál nr. 2/2016, HK/Víkingur gegn Stjörnunni/Skínanda.  HK/Víkingur taldi lið Stjörnunnar/Skínanda í viðureign liðanna í 2. flokki kvenna, ólöglega skipað.

Lesa meira
 

A karla - Tap gegn Noregi - 1.6.2016

Ísland tapaði 3-2 gegn Noregi í vináttulandsleik sem fram fór á Ulleval-vellinum í Osló í kvöld. Norðmenn komust yfir eftir um 40 sekúndna leik en íslenska liðið lét það ekki slá sig útaf laginu og jafnaði metin á 36. mínútu með laglegu marki Sverris Inga Ingasonar.

Lesa meira
 
Noregur

Flestir leika utan Noregs - 1.6.2016

Flestir leikmannanna í norska landsliðshópnum sem mætir Íslandi í vináttuleik í Osló á miðvikudag er á mála hjá félagsliðum utan Noregs.  Leikurinn við Ísland er annar í þriggja leikja hrinu vináttulandsleikja Norðmanna, sem hafa þegar leikið við Portugal, og leika við Belgíu 5. júní. Lesa meira
 
Skotland_logo

A kvenna - Skoski hópurinn sem mætir Íslandi - 31.5.2016

Alls eru 12 leikmenn í 20 manna leikmannahópi skoska liðsins sem leika utan landssteinanna en flestir leikmenn koma fram Glasgow FC, fjórir talsins.  Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk að meðaltali í leik í undankeppni EM að svo stöddu, heldur en Skotar.  Mörkin hafa verið 5,4 að meðaltali í leik og markahæsti leikmaðurinn til þessa í keppninni er framherjinn Jane Ross með átta mörk

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands á Ullevaal - 31.5.2016

A landslið karla mætir Noregi í vináttuleik í Osló í kvöld.  Leikið er á Ullevaal-leikvanginum og verður leikurinn, sem hefst kl. 17:45, í beinni útsendingu á RÚV.  Byrjunarlið íslenska liðsins hefur verið opinberað.

Lesa meira
 

A kvenna - Dagný komin til Falkirk - 31.5.2016

Allur hópurinn er nú kominn saman í Falkirk en Dagný Brynjarsdóttir kom til móts við hópinn í dag.  Dagný var að leika með félagsliði sínu í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld og ferðalag frá vesturströnd Bandaríkjanna tekur sinn tíma. Lesa meira
 

A landslið karla mætir Noregi í dag - 31.5.2016

A-landslið karla leikur í dag vináttulandsleik við Noreg á Ullevål-vellinum í Osló. Leikurinn er hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir EM í Frakklandi en seinasti leikur Íslands verður gegn Liechtenstein þann 6. júní og er miðasala á leikinn í fullum gangi.

Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli drengja á Laugarvatni 6. – 10. júní - 31.5.2016

Knattspyrnuskóli drengja  fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 2002.

Lesa meira
 

"Allt eða ekkert" - 31.5.2016

Skotar eru ekkert að draga undan þegar þeir auglýsa leik Skotlands og Íslands í undankeppni EM kvenna sem fram fer í Falkirk, föstudaginn 3. júní.  Þeir auglýsa hann með yfirskriftinni "Allt eða ekkert".  Þó svo að örugglega megi rökræða fram og til baka um þá fullyrðingu þá er alveg ljóst að það er mikið undir í þessum leik.

Lesa meira
 

Allur 23 manna hópurinn kominn saman í Osló - 30.5.2016

A landslið karla er saman komið í Osló, þar sem liðið mætir Norðmönnum á miðvikudag.  Allur 23 manna hópurinn sem valinn var fyrir úrslitakeppni EM er þar með saman kominn.  Æft var í dag, mánudag, á hinum fræga Bislett leikvangi í Osló, í sól og blíðu.  Lesa meira
 

Undankeppni HM 2018:  Leikið fyrir luktum dyrum í Úkraínu og Króatíu - 30.5.2016

Ljóst er að ekki verða margir áhorfendur á fyrstu útileikjum A landsliðs karla í undankeppni HM 2018 sem hefst í september næstkomandi.  FIFA hefur tilkynnt að fyrstu heimaleikir Úkraínu og Króatíu í keppninni verði leiknir fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsmanna í vináttuleikjum fyrr á árinu.

Lesa meira
 
EM kvenna U17

A kvenna - Stelpurnar komnar til Falkirk - 30.5.2016

Kvennalandsliðið er komið til Skotlands, nánar tiltekið til Falkirk, en þar verður leikið við Skota í undankeppni EM, föstudaginn 3. júní.  Fyrsta æfing hópsins var í dag og tóku allir leikmenn þátt í henni að undanskildri Dagnýju Brynjarsdóttur, serm kemur til móts við hópinn á morgun. Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir Suðurnes - 30.5.2016

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir Suðurnes verður í Grindavík fimmtudaginn 2. júní. Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka sem eru fædd 2002 og 2003. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

Miðasala á Ísland – Liechtenstein gengur vel - 30.5.2016

Miðasala fyrir síðasta vináttuleik A landsliðs karla fyrir EM 2016 í Frakklandi er í fullum gangi á midi.is. Leikurinn, sem er gegn liði Liechtenstein, fer fram á Laugardalsvellinum 6. júní næstkomandi.

Lesa meira
 

A kvenna - Mikilvægir leikir við Skotland og Makedóníu - 28.5.2016

A landslið kvenna mætir Skotlandi og Makedóníu í tveimur mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2017 í næsta mánuði. Fyrri leikurinn er gegn Skotum ytra 3. júní og sá seinni á Laugardalsvellinum 7. júní. Leikmannahópur Íslands var tilkynntur á fjölmiðlafundi í höfuðstöðvum KSÍ nýverið

Lesa meira
 

Fjölmargar spennandi viðureignir í 16-liða úrslitum - 27.5.2016

Fjölmennt var í höfuðstöðvum KSÍ í dag, föstudag, þegar dregið var í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla.  Framundan eru fjölmargar spennandi viðureignir og í þremur leikjanna mætast lið úr Pepsi-deildinni. Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir Austurland - 26.5.2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir Austurland verður á Egilsstöðum laugardaginn 28.maí og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4. flokki. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

24 útskrifuðust með  KSÍ A/UEFA A þjálfaragráðu - 26.5.2016

Laugardaginn 21. maí útskrifaði fræðsludeild KSÍ 24 þjálfara með KSÍ A/UEFA A þjálfaragráðu. Námskeiðið hófst í september 2015 þegar þjálfararnir leikgreindu leiki í Pepsi-deild karla og lærðu í kjölfarið á leikgreiniforritið Sideline Analyser.

Lesa meira
 

Fylkir og Keflavík sektuð vegna framkomu þjálfara - 25.5.2016

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 24. maí síðastliðinn voru Keflavík og Fylkir sektuð um 75.000 krónur, hvort félag, vegna framkomu þjálfaranna, Hermanns Hreiðarssonar og Þorvalds Örlygssonar. Lesa meira
 
Eysteinn Hrafnkelsson

Eysteinn Hrafnkelsson ráðinn til starfa á skrifstofu KSÍ - 25.5.2016

Eysteinn Hrafnkelsson hefur verið ráðinn sem sumarstarfsmaður í mótadeild Knattspyrnusambands Íslands. Þar mun hann meðal annars sinna almennri þjónustu við aðildarfélög KSÍ, skráningu leikskýrslna og önnur tilfallandi verkefni.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur á CORE námskeiði í Sviss - 25.5.2016

Þóroddur Hjaltalín er um þessar mundir staddur í Nyon í Sviss þar sem hann er á svokölluðu CORE dómaranámskeiði.  Þetta er námskeið, haldið af UEFA, fyrir FIFA dómara til að undirbúa þá fyrir alþjóðleg verkefni. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Klara eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna - 25.5.2016

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna á fimmtudaginn, 26. maí.  Þar mætast Wolfsburg og Lyon og verður leikið á Stadio Città del Tricolore vellinum í Reggio á Ítalíu. Lesa meira
 

Leikið í Borgunarbikar karla í dag, miðvikudag, og á morgun - 25.5.2016

Það er leikið í Borgunarbikar karla í dag, miðvikudag, og á morgun. Á föstudag verður svo dregið í 16-liða úrslit. Það eru margir áhugaverðir leikir í boði báða daganna og hvetjum við alla til að mæta á völlinn og styðja við bakið á sínu liði.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Ísland - Liechtenstein: Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 24.5.2016

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein , fimmtudaginn 26. maí frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Bikarmeistararnir mæta FH - 24.5.2016

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Handhafar titilsins, Stjarnan, mæta FH í Kaplakrika og þá tekur Selfoss á móti Val.  Leikirnir fara fram 11. og 12. júní. Lesa meira
 

Dregið í dag í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna - 24.5.2016

Í hádeginu í dag verður dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Félögin í Pepsi-deildinni koma nú til skjalanna og verða í skálinni góðu þegar dregið verður.

Lesa meira
 

Undanþága vegna félagaskipta - 24.5.2016

Framkvæmdastjóri hefur, í samræmi við ákvæði 10.2. í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, samþykkt beiðni Knattspyrnudeildar Stjörnunnar um undanþágu fyrir félagaskipti markvarðar fyrir meistaraflokk karla. Því hefur Fjalari Þorgeirssyni verið heimilað að skipta úr SR í Stjörnuna. Lesa meira
 
merki_isi

Hvernig er að vera hinsegin íþróttamanneskja á Íslandi í dag? - 23.5.2016

Miðvikudaginn 25. maí verður haldinn opinn hádegisfundur í Íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal. María Helga Guðmundsdóttir, landsliðskona í karate, íþróttaþjálfari og jafningjafræðari á vegum Samtakanna '78, fjallar um stöðu hinsegin fólks í íþróttum og leiðir til að stuðla að því að allt íþróttafólk geti hámarkað árangur og ánægju í íþróttaheiminum.

Lesa meira
 

Nóg um að vera í mótum innanlands um helgina - 20.5.2016

Það er nóg um að vera í knattspyrnumótunum innanlands um helgina og um að gera fyrir knattspyrnuáhugafólk að skella sér á völlinn.  Í meistaraflokki karla er leikið í fjórum efstu deildum Íslandsmótsins og í Meistaraflokki kvenna er leikð í 1. deild og Borgunarbikarnum. Lesa meira
 
Dómarateymið á úrslitaleik EM U17 karla 2016

Gunnar Jarl 4. dómari á úrslitaleik EM U17 karla - 20.5.2016

Gunnar Jarl Jónsson milliríkjadómari, sem er við störf fyrir UEFA í úrslitakeppni EM U17 landsliða karla í Aserbaídsjan um þessar mundir, hefur verið valinn í dómarateymi úrslitaleiks mótsins, milli Spánar og Portúgals, sem fram fer á laugardag.

Lesa meira
 

130 manns hlýddu á umfjöllun um borgirnar og leikstaðina á EM - 19.5.2016

Rétt tæplega 130 manns gerðu sér ferð í Laugardalinn í vikunni á súpufund hjá KSÍ til að hlýða á Gerard Lemarquis, kennara og fréttaritara, fjalla um borgirnar og leikstaðina á EM 2016 í Frakklandi.  Erindið var tekið upp og er nú aðgengilegt þeim sem misstu af og áhuga hafa á að hlusta á það sem Gerard hafði að segja.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl fjórði dómari í undanúrslitaleik á EM U17 karla - 17.5.2016

Gunnar Jarl Jónsson verður fjórði dómari á undanúrslitaleik Portúgals og Hollands á lokamóti EM U17 karla sem fram fer í Azerbaijan.

Lesa meira
 

Súpufundur um borgir sem leikið verður í á EM - 15.5.2016

Miðvikudaginn 18. maí mun Gerard Lemarquis halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ milli kl: 12:00-13:00. Gérard mun fjalla um borgirnar þrjár, þar sem íslenska karlalandsliðið mun leika í á EM í Frakklandi í sumar; Marseille, Saint-Etienne og Saint-Denis-Paris. Fjallað verður um sögu leikvallanna í þessum borgum, um borgirnar sjálfar og um áhugaverða staði í nágrenninu.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - 32-liða úrslit - 13.5.2016

Það var dregið í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í hádeginu og eins og áður verða margir áhugaverðir viðureignir. Liðin úr Pepsi-deildinni komu í pottinn í 32-liða úrslit.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun á Ísafirði - 13.5.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í hæfileikamótun sem fram fer á Ísafirði 19. maí. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla – Forkeppninni lýkur í kvöld, miðvikudag - 11.5.2016

Forkeppni í Borgunarbikar karla lýkur í kvöld með áhugaverðum leikjum en í hádeginu á föstudag verður svo dregið í 32-liða úrslit þar sem lið úr Pepsi-deildinni bætast í hópinn.

Lesa meira
 

Félagaskiptaglugginn lokar sunnudaginn 15. maí - 10.5.2016

Athygli félaga er vakin á því að félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti,  sunnudaginn 15. maí.  Glugginn er lokaður fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka.  Þeir geta skipt til og með 31. júlí að öðrum skilyrðum uppfylltum.  Glugginn opnar svo aftur 15. júlí og er opinn til 31. júlí.

Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli fyrir stúlkur og drengi fædd 2002 - 10.5.2016

Eins og undanfarin ár starfrækir Knattspyrnusamband Íslands í sumar knattspyrnuskóla fyrir stúlkur og drengi. Í ár eru þetta iðkendur fæddir 2002.

Lesa meira
 

Ítarleg umfjöllun um Pepsi-deild kvenna hjá 365 miðlum - 10.5.2016

Nýtt keppnistímabil í Pepsi-deild kvenna hefst á morgun og verður ítarleg umfjöllun í miðlum 365 í allt sumar. KSÍ, 365, Hagsmunasamtök félaga í  efstu deild kvenna og Sport TV undirrita í dag framleiðslusamning um Pepsi-deild kvenna sem gerir það að verkum að deildin fær ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Breiðablik spáð sigri í Pepsi-deild kvenna 2016 - 10.5.2016

Í dag fór fram hinn árlegi kynningarfundur Pepsideildar kvenna og fór hann fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna og er Íslandsmeisturum Breiðabliks spáð titlinum og Stjörnunni öðru sæti.  ÍA og KR er spáð falli í 1. deild. Lesa meira
 

Mót sumarsins - Staðfest niðurröðun - 10.5.2016

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í keppni eldri flokks. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir. Eftir er að gefa út niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ (6. flokkur – 5 manna bolti).

Lesa meira
 

U17 kvenna – Stór sigur í lokaleik - 10.5.2016

U17 lið kvenna vann í morgun 5-2 sigur á Rússum í seinasta leik undirbúningsmóts UEFA sem haldið var í Finnlandi.

Lesa meira
 

A karla – Lars lætur af störfum eftir EM - 9.5.2016

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, mun láta af störfum eftir EM í Frakklandi en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á fjölmiðlafundi rétt í þessu.

Lesa meira
 

A karla – Lokahópur fyrir EM 2016 - 9.5.2016

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar, tilkynntu í dag lokahóp leikmanna sem munu leika á EM í Frakklandi. Þjálfararnir völdu 23 leikmenn í hópinn en 6 aðrir leikmenn eru tilbúnir að koma út verði skakkaföll á hópnum.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Svekkjandi tap gegn Finnum - Seinasti leikurinn er á þriðjudag - 9.5.2016

Íslenska U17 ára kvennalandsliðið spilaði sinna annan leik á UEFA æfingamótinu í dag. Leikið var gegn heimaliði Finna og tapaðist leikurinn 4-2. Óhætt er að segja að Íslensku stelpurnar hafi átt meira skilið úr leiknum, þær sköpuðu sér fleiri færi og gáfu allt í leikinn.

Lesa meira
 

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda og KSÍ - 8.5.2016

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár. Í ár fer 68. mótið fram í Helsinki. Reykjavík sendir úrvalslið með 41 keppanda, fjóra þjálfara og tvo farastjóra.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Ísland mætir Finnum í dag – Byrjunarliðið - 8.5.2016

U17 kvenna leikur i dag annan leik sinn á undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Finnlandi. Leikurinn í dag er gegn heimaliðinu og verður hann sýndur beint á vef finnska sambandsins.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Tap gegn Svíum í fyrsta leik - 6.5.2016

U17 ára lið kvenna tapaði 3-1 gegn Svíþjóð í fyrsta leik á UEFA-móti sem fram fer í Finnlandi. Svíar komust i 2-0 í fyrri hálfleik og gerðu útum leikinn með marki í seinni hálfleik. Ísland skoraði mark undir lok leiksins en það var Alexandra Jóhannsdóttir sem skoraði mark Íslands.

Lesa meira
 

Miðasala á Ísland – Liechtenstein hefst mánudaginn 9. maí kl. 15:00 - 6.5.2016

Eins og alþjóð veit leikur A landslið karla í úrslitakeppni EM 2016, sem fram fer í sumar. Síðasti leikur liðsins áður en það heldur til Frakklands er vináttuleikur gegn Liechtenstein á Laugardalsvellinum þann 6. júní.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir leik Portúgals og Skotlands lokamóti U17 karla - 6.5.2016

Gunnar Jarl hefur fengið annan leik að dæma, Portúgal - Skotland á morgun. 11:30 íslenskum tíma. Tyrki og Svisslendingur með honum og Marc Batta einn af aðal dómaranefndarmönnum UEFA í eftirliti.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Ísland mætir Svíþjóð í dag - Byrjunarlið - 6.5.2016

U17 ára kvennalandslið er nú að keppa í alþjóðlegu UEFA-móti í Eerikkila í Finnlandi. Fyrsti leikurinn er í dag og verður leikið gegn Svíþjóð kl 12.00 að íslenskum tíma. Um er að ræða undirbúningsmót.

Lesa meira
 

Blikar eru meistarar meistaranna - 5.5.2016

Sonný Lára Þráinsdóttir var hetja Breiðabliks sem vann í kvöld leikinn um hver væri meistarar meistaranna þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks mættu Borgunarbikarmeisturunum Stjörnunnar.

Lesa meira
 

Fararstjóranámskeið hjá ÍSÍ - 4.5.2016

ÍSÍ býður upp á námskeið fyrir fararstjóra í íþróttaferðum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, miðvikudaginn 11. maí. Þátttaka er öllum heimil án endurgjalds á meðan húsrúm leyfir en námskeiðið mun fara fram á þriðjuhæð Íþróttamiðstöðvarinnar í E - sal, kl. 17:00-19:00.

Lesa meira
 

U17 karla - Tap í lokaleiknum en sigur í riðlinum - 4.5.2016

U17 karla tapaði lokaleik sínum á undirbúningsmóti UEFA sem fram fór í Finnlandi. Leikurinn í morgun var gegn Rússum og svo fór að Rússar unnu 3-0 sigur. Ísland náði að verja vítaspyrnu undir lok leiksins.

Lesa meira
 

ÍBV Lengjubikarmeistari í A-deild kvenna - 4.5.2016

ÍBV varð í vikunni Lengjubikarmeistari í A-deild kvenna en liðið vann 3-2 sigur á Breiðablik á Hásteinsvelli. Leikurinn var eins og tölurnar gefa til kynna æsispennandi en það var ÍBV sem leiddi 3-1 í hálfleik.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

EM-sölugluggi fyrir miða í sæti með skyggðu útsýni opnar á miðvikudag - 3.5.2016

UEFA tilkynnti í dag, þriðjudag, að á miðvikudagsmorgunn myndi opna sölugluggi fyrir miða í sæti með skyggðu útsýni (restricted view).  Í fréttatilkynningu frá UEFA kemur fram að miðarnir séu seldir með 25% afslætti og að um sé að ræða "fyrstu koma, fyrstu fá" fyrirkomulag.

Lesa meira
 

U17 karla - Lokaleikur UEFA-mótsins á morgun klukkan 7:30 - 3.5.2016

U17 ára lið karla leikur í fyrramálið, miðvikudag, við Rússa í lokaleik UEFA-ungirbúningsmótsins en leikurinn hefst klukkan 7:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Knattspyrnusumarið er komið á fulla ferð - 2.5.2016

Knattspyrnusumarið er komið á fulla ferð og framundan eru fjölmargir leikir í meistaraflokkum karla og kvenna.  Yfirlit næstu leikja má sjá her á vef KSÍ - leiki í Lengjubikar, Pepsi-deild, Borgunarbikar, Inkasso-deild, 2. deild og Meistarakeppni KSÍ. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Tveggja marka sigur á Finnum - 2.5.2016

U17 karla vann í dag, mánudag, 2-0 sigur á Finnum í undirbúningsmóti UEFA, en mótið fer fram í Finnlandi.  Þessi úrslit þýða að Ísland mun hafna í efsta sæti mótsins burtséð frá úrslitum leikja í lokaumferðinni á miðvikudag, þar sem einungis Finnar geta náð Íslandi að stigum.  Þar standa Íslendingar þó betur að vígi vegna innbyrðis viðureignarinnar í dag. Lesa meira
 

Breiðablik og Stjarnan mætast í meistarakeppni KSÍ kvenna í kvöld - 2.5.2016

Breiðablik og Stjarnan mætast í kvöld í leik um hver verður krýndur meistarar meistaranna. Blikarnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar og Stjarnan vann Borgunarbikarinn á seinasta tímabili og etja því þessi lið kappi í leiknum.

Lesa meira
 

Minningarsteinn um Lárus Jakobsson - 2.5.2016

Minningarsteinn um Lárus Jakobsson var afhjúpaður fyrir leik ÍBV og ÍA í Pepsi-deild karla á sunnudag. Lárus, sem lést langt um aldur fram, 36 ára gamall, var frumkvöðull að stofnun Tommamóts Týs. Minningarsteinninn stendur austan við Týsheimilið.

Lesa meira
 

Úthlutun úr Mannvirkjasjóði 2016 - 2.5.2016

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 22. apríl síðastliðinn úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ.  Þetta í níunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland leikur við Finna á UEFA-mótinu í dag - 2.5.2016

U17 lið karla leikur annan leik sinn á æfingarmóti UEFA í dag en leikið er í Finnlandi. Strákarnir okkar mæta Finnum í leik dagsins og hefst hann klukkan 15:00.

Lesa meira
 

U17 karla - Góður sigur 3-2 á Svíum - 30.4.2016

U17 ára lið karla vann í dag góðan 3-2 sigur á Svíþjóð á UEFA-æfingarmóti sem fram fer í Finnlandi. Ísland leikur í riðli með heimamönnum, Svíum og Rússum.

Lesa meira
 

Staðfest niðurröðun í 1. deild kvenna, 3. deild karla og 4. deild karla - 29.4.2016

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í 1. deild kvenna, 3. deild karla og 4. deild karla.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning. Skoða má leiki félaga og þátttöku í mótum með ýmsum hætti á vef KSÍ. Lesa meira
 

Borgunarbikarinn rúllar um helgina - 29.4.2016

Það er leikið um helgina í Borgunarbikar karla en alls eru 20 leikir á dagskránni í Borgunarbikarnum á laugardag og sunnudag. Einum leik er lokið í 1. umferð, en þar KH vann sigur á Snæfelli.

Lesa meira
 

Hvað má skipta mörgum leikmönnum inn á? - 29.4.2016

Skrifstofa KSÍ og ekki síður dómarar leikja fá mjög reglulega fyrirspurnir um það hversu mörgum leikmönnum má skipta inn á í einum leik.  Svarið er hins vegar ekki það sama í öllum tilfellum, því það skiptir máli í hvaða móti og hvaða aldursflokki er leikið. 

Lesa meira
 

Pepsi-deild karla hefst í dag, sunnudag - 29.4.2016

Pepsi-deild karla hefst í dag en þá verða leiknir fjórir leikir. Fyrsti leikur tímabilsins en viðureign nýliða Þróttar og Íslandsmeistara FH og er sá leikur klukkan 16:00 á Þróttarvelli í Laugardal. Þegar blásið verður til leiks er Íslandsmótið formlega hafið og við tekur heilt tímabil af skemmtilegum leikjum.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfingar á Austurlandi - 29.4.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 16 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerð um ferðaþátttökugjald - 28.4.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 22. apríl sl. voru samþykktar breytingar á reglugerð KSÍ um ferðaþátttökugjald. Um er að ræða smávægilega breytingu á bráðabirgðaákvæði reglugerðarinnar um að nettókostnaður vegna ferðaþátttökugjalds umfram kr. 75.000 á lið verði greiddur af KSÍ. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

FH spáð sigri í Pepsi-deild karla 2016 - 28.4.2016

Í dag fór fram hinn árlegi kynningarfundur Pepsideildar karla og fór hann fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna og er Íslandsmeisturum FH spáð titlinum og KR öðru sæti.  Nýliðum Víkings Ólafsvíkur og Þróttar er spá falli í 1. deild.

Lesa meira
 

Kynningarfundur Pepsi-deildar karla er í dag, fimmtudag - 28.4.2016

Kynningarfundur vegna Pepsi-deildar karla verður í dag, fimmtudag, í Ölgerðinni á Grjóthálsi. Á fundinum munu fulltrúar allra félaga í deildinni mæta til að svara spurningum fjölmiðla um mótið sem framundan er en fyrsti leikur tímabilsins er leikur nýliða Þróttara og Íslandsmeistara FH.

Lesa meira
 

ÍBV og Breiðablik mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna - 28.4.2016

ÍBV og Breiðablik mætast í úrslitaleik A-deildar Lengjubikars kvenna í Vestmannaeyjum á laugardaginn, 30. apríl, og hefjast leikar klukkan 15:00. Að þessu sinni eru það ÍBV og Breiðablik sem leika til úrslita.

Lesa meira
 

Handbók leikja 2016 - 27.4.2016

Handbók leikja inniheldur ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja.  Leiðbeiningarnar eru ætlaðar öllum félögum við framkvæmd leikja í meistaraflokki karla og kvenna.  Handbók leikja 2016 var samþykkt af stjórn KSÍ 22. apríl 2016 í samræmi við grein 1.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn 2016 hefst á miðvikudag - 26.4.2016

Alls eru leiknir 23 leikir í 1. umferð Borgunarbikars karla og fara þeir flesti fram um komandi Helgi.  KH og Snæfell taka þó forskot á sæluna og mætast að Hlíðarenda á miðvikudag.  Á laugardag fara svo fram 16 leikir, fimm leikir fara fram á sunnudag, og 1. umferð lýkur þriðjudaginn 3. maí með viðureign Berserkja og Afríku. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Vítaspyrnukeppni í úrslitaleikjum B og C deilda Lengjubikars karla - 26.4.2016

Úrslitaleikir B og C deilda Lengjubikars karla fóru fram á sunnudag. Í B-deildinni vann Grótta sigur á Magna og í C-deild unnu Hamarsmenn sigur á KFG.  Í báðum leikjum voru úrslit knúin fram með vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 

Valsmenn meistarar meistaranna - 26.4.2016

Valsmenn fögnuðu sigri í Meistarakeppni KSÍ í karlaflokki í ár.  Valur mætti FH á Valsvellinum að Hlíðarenda á mánudagskvöldið og vann sigur eftir æsispennandi markaleik og vítaspyrnukeppni.  Þetta er í 9. sinn sem Valur fagnar sigri í Meistarakeppni karla

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn leikinn út árið 2017 - 25.4.2016

Borgun og 365 miðlar undirrituðu í höfuðstöðvum KSÍ dag, mánudag, samning vegna bikarkeppni KSÍ - Borgunarbikarsins. Í samningnum, sem gildir næstu tvö keppnistímabil (2016 og 2017) er kveðið á um fleiri beinar útsendingar og enn meiri umfjöllun um Borgunarbikarinn og er þannig áfram haldið samstarfi Borgunar, KSÍ og 365 miðla um bikarkeppni KSÍ í karla- og kvennaflokki.

Lesa meira
 

Velkomin til leiks - 25.4.2016

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst um næstu helgi, 1. maí, í 105. sinn frá því fyrsta mótið fór fram 1912. Næstu 5 mánuði fara fram mörg þúsund leikir í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum landsins á vegum KSÍ þar sem rúmlega 20 þúsund iðkendur reyna með sér í Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ. Lesa meira
 

Úrslitaleikir B og C deilda Lengjubikars karla fara fram í dag - 24.4.2016

Úrslitaleikur C deildar Lengjubikars karla fer fram á Samsung vellinum í kvöld, sunnudag. Athugið breyttan leiktíma en leikurinn hefst klukkan 19:00.

Lesa meira
 

Hvað getum við lært af árangri karlalandsliðsins í knattspyrnu? - 24.4.2016

Málstofa á vegum Knattspyrnusambands Íslands og Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands í samvinnu við íþróttasvið Háskólans í Reykjavík verður haldin málstofa í stofu m101 í Háskólanum í Reykjavík kl. 19.00, föstudaginn 29. apríl.

Lesa meira
 

Meistarakeppni KSÍ karla í kvöld, mánudaginn 25. apríl - 24.4.2016

Valsmenn og FH-ingar leiða á morgun saman hesta sína í Meistarakeppni KSÍ. Þar mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar seinasta tímabils og eru það að þessu sinni FH og Valur sem mætast á Valsvelli.

Lesa meira
 
Join us

Síðustu miðarnir á EM fara í sölu þann 26. apríl - 22.4.2016

Þeir sem hafa ekki tryggt sér miða á EM en hafa áhuga á að fara geta mögulega keypt miða í gegnum miðasölu sem opnar þann 26. apríl. Um er að ræða fyrstur kemur - fyrstur fær og skiptir því mestu máli að fara strax á miðasölukerfi UEFA þegar salan opnar til að sækja um miða.

Lesa meira
 

Tvö mörk Óskars tryggðu KR Lengjubikarinn - 21.4.2016

KR-ingar unnu í kvöld Lengjubikar karla með 2-0 sigri á Víkingi R. Óskar Örn Hauksson skoraði mörk KR í leiknum en bæði mörkin komu í seinni hálfleik.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Hagkvæmnisathugun á frekari uppbyggingu Laugardalsvallar - 20.4.2016

KSÍ gerði í dag samkomulag við Borgarbrag og Lagardére sports um hagkvæmnisathugun á frekari uppbyggingu Laugardalsvallar.  Samkvæmt samkomulaginu, sem kynnt var á fjölmiðlafundi í höfuðstöðvum KSÍ, er gert ráð fyrir að aðilar skili KSÍ skýrslu í lok ágúst. 

Lesa meira
 
A landsliðs karla

Ingólfstorg verður EM-torg - 20.4.2016

Reykjavíkurborg og Höfuðborgarstofa hafa staðfest samstarf við KSÍ, Símann, Landsbankann, Icelandair, N1, Vífilfell, Borgun og Íslenskar Getraunir um viðburði á Ingólfstorgi á meðan á úrslitakeppni EM 2016 stendur í sumar.  Settur verður upp risaskjár þar sem allir leikir mótsins verða sýndir.

Lesa meira
 

Óúttekin leikbönn í byrjun Íslandsmóts, bikarkeppni og Meistarakeppni KSÍ 2016 - 20.4.2016

Skrifstofa KSÍ hefur tekið saman lista til upplýsinga fyrir félögin um þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga eftir að taka út leikbönn vegna leikja fyrir keppnistímabilið 2015.  Sérstök athygli er vakin á því að gefnir eru út tveir listar, annars vegar fyrir Íslandsmót og Meistarakeppni KSÍ og hinsvegar fyrir bikarkeppni KSÍ og eru þeir hér að neðan. Á listanum eru leikmenn skráðir í þau félög sem þeir fengu leikbann með.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Lokahópur fyrir Finnland - 20.4.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í UEFA móti vegna U 17 liðs kvenna sem haldið verður í Eerikkilä í Finnlandi dagana 5. – 10. maí. Leikir fara fram undir stjórn Freys Alexanderssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Víkingur R. og KR mætast í úrslitaleik Lengjubikars karla í dag - 20.4.2016

Leikið verður til úrslita í Lengjubikar karla í dag, fimmtudag, sem er einmitt sumardagurinn fyrsti. Leikurinn fer fram í Egilshöll og verður blásið til leiks klukkan 19:15.

Lesa meira
 

U17 karla - Hópurinn fyrir UEFA mót í Finnlandi - Uppfært - 20.4.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdnir til þátttöku í UEFA móti sem haldið verður í Eerikkilä Finnlandi.

Lesa meira
 

Breytingar á knattspyrnulögunum 2016 - 19.4.2016

Breytingar þær sem Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) gerir á knattspyrnulögunum hverju sinni taka alla jafna ekki gildi fyrir en 1. júní ár hvert, en að fenginni heimild IFAB tók stjórn KSÍ þá ákvörðun að nýja útgáfa laganna skyldi gilda á Íslandi allt frá 25. apríl þegar Meistarakeppni KSÍ karla fer fram.

Lesa meira
 

Allra síðasta byrjendadómaranámskeiðið í Reykjavík - 18.4.2016

Byrjendadómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, mánudaginn 25. apríl. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 17:30.

Lesa meira
 

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest eftirfarandi mót - 18.4.2016

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í mótun sem hefjast á komandi vikum. Um er að ræða Pepsi-deildir karla og kvenna, Borgunarbikar karla og kvenna, Inkasso-deildina og 2. deil karla.

Lesa meira
 
Inkasso-deildin

1. deild karla verður Inkasso-deildin næstu þrjú árin - 15.4.2016

KSÍ, Inkasso og 365 miðlar undirrituðu í dag samning um markaðsréttindi Inkasso vegna næst efstu deildar karla (1. deild) og rétt 365 til beinna útsendinga frá leikjum deildarinnar fyrir árin 2016-2018 (3 keppnistímabil).  Frá og með undirritun samningsins ber næst efsta deild karla nafnið Inkasso-deildin og mun gera það a.m.k. næstu þrjú árin.

Lesa meira
 

Viðamiklar breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót - 13.4.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 7. apríl s.l. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Er um að ræða breytingar á reglum um hlutgengi leikmanna í yngri flokkum, leikskýrsluskráningar í 5. flokki og eldri leikmenn í 2. flokki kvenna. Þá er einnig að finna breytingar á mótafyrirkomulagi í 1. deild kvenna sem eru til komnar vegna fækkunar í C riðli.  Taka allar þessar reglugerðarbreytingar gildi þá þegar.

Lesa meira
 

Vorleikir um allt land - 13.4.2016

Næstu daga fara fram tugir leikja í öllum deildum Lengjubikarsins víðs vegar um landið.  Úrslitakeppni A-deildar karla er þegar hafin og riðlakeppni annarra deilda er að ljúka og þá kemur í ljós havaða lið fara í úrslitin.  Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til að skoða hvaða leikir eru í næsta nágrenni þeirra og skella sér á völlinn.

Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

Breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga - 12.4.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 7. apríl sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Breytingar þessar byggja á ályktunartillögu sem lögð var fyrir og samþykkt á 70. ársþingi KSÍ 2016 og varðar breytingar á reglum um kurl í grasi, útbúnað leikvalla og úrskurðarvald KSÍ um tæknilausnir.

Lesa meira
 

Viðamiklar breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga - 12.4.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 7. apríl sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um samninga, félagaskipti og stöðu leikmanna og félaga. Breytingar þessar byggja í grundvallaratriðum á niðurstöðum vinnuhóps um félagaskipti og samninga en skipan vinnuhópsins byggir á ályktunartillögu sem lögð var fyrir og samþykkt á 68. ársþingi KSÍ þann 15. febrúar 2014. Lesa meira
 

Fimm marka sigur í Minsk - 12.4.2016

A landslið kvenna vann öruggan fimm marka sigur á liði Hvíta-Rússlands þegar liðin mættust í undankeppni EM 2017 í Minsk í dag, þriðjudag.  Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum.  Úrslitin þýða að Ísland er með fullt hús eftir fjóra leiki og fylgir Skotlandi fast eftir í baráttunni um toppsætið.

Lesa meira
 

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 19. apríl - 12.4.2016

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 19. apríl kl. 18:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu. Lesa meira
 

A kvenna – Byrjunarliðið gegn Hvít-Rússum - 11.4.2016

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hvít-Rússum klukkan 15:00 í dag. Elísa Viðarsdóttir leikur sinn 25. landsleik í dag fyrir Íslands hönd.

Lesa meira
 

A kvenna mætir Hvít-Rússum á þriðjudag - 11.4.2016

A landslið kvenna mætir Hvít-Rússum í Minsk á þriðjudag, í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með gangi mála á vef UEFA - byrjunarliðum, textalýsingu, og tölfræði.  

Lesa meira
 

Dómaramál á Austurlandi - 11.4.2016

Dagana 16. og 17. apríl munu fulltrúar KSÍ heimsækja Austurland, halda dómaranámskeið og vera með kynningu á breyttum áherslum í knattspyrnulögunum. Öll félög á Austurlandi eru hvött til þess að senda fulltrúa.

Lesa meira
 

Dómaramál á Norðurlandi - 11.4.2016

Sunnudaginn 17. apríl mun Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar KSÍ heimsækja Norðurland, halda héraðsdómaranámskeið og vera með kynningu á breyttum áherslum á knattspyrnulögunum. Öll félög á Norðurlandi eru hvött til þess að senda fulltrúa á kynninguna.

Lesa meira
 

Ísland upp um þrjú sæti á heimslista FIFA - 7.4.2016

Karla­landsliðið í knatt­spyrnu fer upp um þrjú sæti og er í 35. sæti á nýj­um styrk­leikalista Alþjóða knatt­spyrnu­sam­bands­ins sem gef­inn var út í morg­un, fimmtudag.

Lesa meira
 

8-liða úrslit Lengjubikars karla - 6.4.2016

8-liða úrslit Lengjubikars karla hefjast fimmtudaginn 7. apríl og lýkur miðvikudaginn 13. apríl.

Lesa meira
 

U17 karla – Sigur á Grikklandi en það dugði ekki til - 3.4.2016

U17 lið karla vann í dag 1-0 sigur á Grikklandi í milliriðli fyrir EM. Helgi Guðjónsson skoraði eina mark leiksins á 63. mínútu. Austurríki vann á sama tíma 2-1 sigur á Frökkum í riðlinum og það er því ljóst að Austurríki endar í 2. sæti.

Lesa meira
 

A kvenna – Landsliðshópurinn sem mætir Hvíta Rússlandi - 1.4.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur gegn Hvíta Rússland í Minsk þann 12. apríl n.k. Sif Atladóttir kemur aftur í hópinn eftir að vera fjarverandi vegna meiðsla í undanförnum verkefnum.

Lesa meira
 

U17 karla – Naumt tap gegn Frökkum - 31.3.2016

Ísland tapaði í 1-0 gegn Frökkum í öðrum leik liðsins í milliriðli í EM. Ísland er því með 1 stig en Frakkar hafa þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins ef Frakkar eru með 6 stig og ekkert lið getur náð þeim.

Lesa meira
 

Skýrsla um skráða milliliði hjá KSÍ - 31.3.2016

Rétt er að árétta að einungis milliliðir sem skráðir hafa verið hjá KSÍ eða öðru knattspyrnusambandi innan FIFA í samræmi við reglugerð KSÍ um milliliði mega starfa sem milliliðir leikmanna eða félaga við samningsgerð og félagaskipti. Skulu slíkir milliliðir starfa skv. reglugerð KSÍ um milliliði.

Lesa meira
 

U17 karla – Ísland leikur við Frakka í dag, fimmtudag - 31.3.2016

U17 ára lið karla leikur í dag við Frakka í milliriðli fyrir EM. Ísland hefur leikið einn leik í riðlinum sem var gegn Austurríki og endaði hann með markalausu jafntefli. Frakkar unnu hinsvegar Grikki 1-0 í fyrsta leik sínum og eru á toppi riðilsins með 3 stig.

Lesa meira
 

Helgi Mikael og Tómas Orri til Englands - 31.3.2016

Helgi Mikael Jónasson og Tómas Orri Hreinsson halda til Englands í vikunni þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni.  Þeir munu einnig starfa á leikjum í U21 deildinni í Englandi sem og sækja ráðstefnu úrvaldsdeildardómara og aðstoðardómara.

Lesa meira
 

Síðasta byrjendanámskeið í Reykjavík - 31.3.2016

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, fimmtudaginn 7. apríl. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 17:30.

Lesa meira
 

Öflug endurkoma í Aþenu - 29.3.2016

A landslið karla mætti Grikklandi í vináttulandsleik í Aþenu í kvöld, þriðjudagskvöld.  Grikkirnir byrjuðu betur og náðu tveggja marka forystu áður en íslenska liðið minnkaði muninn.  Ísland var mun sterkara liðið á vellinum í seinni hálfleik og tvö mörk tryggðu íslenskan sigur.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla:  Markalaust jafntefli gegn Austurríki - 29.3.2016

U17 landslið karla hóf keppni í EM milliriðli í dag, þriðjudag, en leikið er í Frakklandi.  Fyrsti mótherji Íslands var Austurríki og gerðu liðin markalaust jafntefli í annars fjörugum leik.  Austurríkismenn áttu fleiri færi í leiknum, en bæði lið voru nálægt því að skora.

Lesa meira
 

Laugardalsvöllur leitar eftir sumarstarfsfólki fyrir sumarið 2016 - 29.3.2016

Laugardalsvöllur leitar eftir sumarstarfsfólki fyrir sumarið 2016. Starfið er krefjandi og fjölbreytt og snýr að vallarsvæði Laugardalsvallar, almennri umhirðu þess og viðhaldi. Frábært væri að umsækjendur gætu byrjað snemma í maí og unnið fram í október. Annars er hægt að semja um vinnutímabil ef þess þarf.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Heimastúlkur sterkari í lokaleiknum - 29.3.2016

Stelpurnar í U17 luku í dag leik í milliriðli EM en hann fór fram í Serbíu að þessu sinni.  Leikið var gegn heimastúlkum í dag sem höfðu öruggan sigur, 5 - 1.  Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti riðilsins, á eftir Englendingum og Serbum en á undan Belgum. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Æfingar um komandi helgi - 29.3.2016

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið leikmenn til úrtaksæfingar um komandi helgi en æft verður í Kórnum og í Egilshöll.  Boðaðir eru 22 leikmenn á þessar æfingar og koma þeir frá 11 félögum.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Leikið gegn Austurríki í dag - 29.3.2016

Strákarnir í U17 karla hefja í dag leik í milliriðli EM en leikið er í Frakklandi.  Fyrstu mótherjarnir eru Austurríkismenn og hefst leikurinn kl. 16:30 að íslenskum tíma.  Á sama tíma mætast heimamenn og Grikkir.  Íslendingar mæta svo heimamönnum á fimmtudaginn og leika gegn Grikkjum á sunnudag.

Lesa meira
 

A karla – Byrjunarlið Íslands gegn Grikkjum - 29.3.2016

Karlalandsliðið leikur í dag, þriðjudag, við Grikki vináttulandsleik og verður blásið til leiks klukkan 17:30. Nokkrar breytingar eru á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Dönum enda eru landsliðsþjálfararnir að leyfa fleiri leikmönnum að spreyta sig.

Lesa meira
 

A karla – Ísland leikur við Grikkland í dag, þriðjudag - 29.3.2016

Karlalandsliðið leikur í dag, þriðjudag, við Grikki vináttulandsleik og verður blásið til leiks klukkan 17:30. Leikurinn er hluti af undirbúningi liðsins fyrir EM í Frakklandi en Ísland lék á dögunum við Dani og tapaði 2-1.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna mætir Serbíu á þriðjudag - 28.3.2016

U17 landslið kvenna mætir Serbum á þriðjudag í lokaumferð milliriðils fyrir úrslitakeppni EM, en leikstaðurinn er einmitt Serbía.  Þetta er úrslitaleikur um annað sæti riðilsins og á sama tíma leika Englendingar og Belgar, en þær fyrrnefndu hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna:  Fimm marka tap gegn Englandi - 27.3.2016

U17 landslið kvenna beið lægri hlut gegn Englendingum í 2 umferð EM-milliriðils, en liðin mættust í Serbíu í dag, sunnudag.  Enska liðið var mun sterkari aðilinn og vann fimm marka sigur.  Íslensku súlkurnar náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Belgum í fyrstu umferð.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Ísland mætir Englandi í dag, sunnudag - 27.3.2016

U17 ára lið kvenna mætir í dag Englendingum í undankeppni EM. Ísland vann fyrsta leik sinn í riðlinum 2-1 gegn Belgum en England lagði á sama tíma Serbíu að velli, 3-1. Ísland og England eru því með 3 stig eftir fyrsta leik sinn í riðlinum.

Lesa meira
 

A karla – Fyrsta æfingin í Grikklandi gekk vel - Myndir - 26.3.2016

A-landslið karla æfði í dag í Aþenu á Grikklandi en liðið kom í dag frá Danmörku. Æfingin gekk vel og voru aðstæður góðar, um 15 gráðu hiti og skýjað.

Lesa meira
 

A karla – Ólafur Ingi ekki með gegn Grikklandi - 26.3.2016

Ólafur Ingi Skúlason leikur ekki með landsliðinu gegn Grikkjum á þriðjudaginn þar sem hann glímir við meiðsli.

Lesa meira
 
Vonarstræti  4 þar sem stofnfundur KSÍ var haldinn 26. mars 1947

Knattspyrnusamband Íslands 69 ára - 26.3.2016

Í dag, fimmtudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 69 ára.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ.  Stofnfundurinn var haldinn við Vonarstræti í Reykjavík.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

A kvenna í 20. sæti á FIFA-listanum - 25.3.2016

A landslið kvenna er í 20. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA, þeim fyrsta sem gefinn er út á árinu 2016, en listinn er gefinn út ársfjórðungslega.  Íslenska liðið fellur um eitt sæti frá því listinn var síðast gefinn út.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Sigur U17 kvenna á Belgum - 25.3.2016

U17 landslið kvenna vann í dag góðan 2-1 sigur á Belgum í fyrstu umferð milliriðils fyrir EM, en leikið er í Serbíu.  Í hinum leik dagsins unnu Englendingar heimastúlkur 3-1 og mætast íslenska og enska liðið í næstu umferð.  Smellið her að neðan til að lesa umfjöllun um leik Íslands. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna mætir Belgum í Serbíu - 25.3.2016

Í dag kl 13.00 að íslenskum tíma leikur U-17 kvenna við Belgíu í milliriðli EM. Veðrið er gott, sól og 13°c hiti. Freyr Alexandersson, þjàlfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Hægt er að fylgjast með gangi màla í leiknum à vef UEFA. 

Lesa meira
 

A karla - Tap gegn Dönum í Herning - 24.3.2016

A-landslið karla tapaði í kvöld 2-1 gegn Dönum í vináttulandsleik en leikið var í Herning. Leikurinn var hin ágætasta skemmtun fyrir áhorfendur en bæði lið fengu mörg færi til að skora en Danirnir nýttu sín færi betur og höfðu að lokum verðskuldaðan sigur.

Lesa meira
 

U21 karla - Jafntefli í Makedóníu - 24.3.2016

Makedón­ía og Ísland gerðu marka­laust jafn­tefli þegar liðin mætt­ust í undan­keppni Evr­ópu­móts 21-árs landsliða karla í knatt­spyrnu í makedónsku höfuðborg­inni Skopje í dag. Leikurinn var hinn fjörugasti þrátt fyrir að ekkert mark hafi litið dagsins ljós.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla leikur í Skopje í dag kl. 13:00 - 24.3.2016

U21 landslið karla mætir Makedóníu í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 í dag.  Leikið er í Skopje og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Allar upplýsingar um leikinn verður að finna á vef UEFA - byrjunarlið, textalýsingu frá leiknum og aðrar upplýsingar. Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Leikmaður Selfoss dæmdur í þriggja leikja bann - 23.3.2016

Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði á fundi, miðvikudaginn 23. mars, Stefán Ragnar Guðlaugsson leikmann Selfoss í þriggja leikja bann vegna atviks í leik KA og Selfoss í Lengjubikar karla sem fram fór þann 19. mars síðastliðinn. Lesa meira
 

Ólöglegur leikmaður hjá Fjarðabyggð/Hetti - 23.3.2016

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni kvenna hefur skrifstofa KSÍ staðfest að lék ólögleg með Fjarðabyggð/Hetti gegn Tindastóli í leik í C deild Lengjubikar kvenna, þann 20. mars síðastliðinn.  Leikmaðurinn var skráður í Leikni Fáskrúðsfirði. Lesa meira
 

A karla – Ísland mætir Danmörku í kvöld, fimmtudag - 23.3.2016

A-landslið karla leikur við Danmörku í kvöld, fimmtudag, í Herning. Ísland hefur ekki átt góðu gengi að fagna gegn frændum okkar frá Danmörku en þjóðirnar hafa alls mæst 22 sinnum og Ísland hefur aldrei ná að leggja Dani að velli.

Lesa meira
 

A karla – Byrjunarliðið gegn Danmörku - 23.3.2016

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. Um er að ræða vináttulandsleik og hafa þjálfararnir því tækifæri á að reyna marga leikmenn, en sex skiptingar eru leyfðar hjá hvoru liði.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Leikdögum í milliriðli U17 kvenna breytt - 23.3.2016

Vegna hryðjuverkaárásanna í Belgíu hefur leikdögum í milliriðli U17 landsliða kvenna, sem fram fer í Serbíu og hefst í vikunni, verið breytt.  Þátttökuþjóðirnar, auk Íslendinga og Serba, eru Englendingar og Belgar.  Fyrstu tveir leikdagarnir færast aftur um einn dag, en þriðji leikdagurinn helst óbreyttur.

Lesa meira
 

A karla – Liðið æfði við góðar aðstæður í Herning - Myndir - 23.3.2016

A landslið karla leikur vináttulandsleik við Danmörku í Herning á morgun, fimmtudag. Íslenska liðið æfði í dag á MCH-vellinum í Herning þar sem leikurinn mun fara fram. Aðstæður voru góðar á vellinum en danska liðið Midtjylland leikur á vellinum.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfingar - 22.3.2016

Í viðhengi er listi yfir leikmenn sem valdir hafa verið af Frey Sverrissyni landsliðsþálfara til æfinga dagana 1. – 3. apríl. Vinsamlegast komið afriti af þessu bréfi til leikmanna ykkar félags.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar dæmir í Ungverjalandi - 21.3.2016

Þann 24. mars mætast Ungverjar og Ísraelar í undankeppni EM U21 landsliða karla á Gyirmóti Stadion, í Gyor í Ungverjalandi. Dómarar leiksins koma frá Íslandi og verður það Vilhjálmur Alvar Þórarinsson sem verður með flautuna. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna hefur leik í milliriðli EM í vikunni - 21.3.2016

U17 landslið kvenna leikur í milliriðli fyrir úrslitakeppni EM og er fyrsti leikdagur fimmtudagurinn 24. mars.  Leikið er í Serbíu og auk heimastúlkna og Íslendinga eru Belgar og Englendingar í riðlinum.  Fyrsti mótherji íslenska liðsins er Belgía.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Verðlaunafé í Lengjubikarnum tvöfaldað - 18.3.2016

Á stjórnarfundi KSÍ fimmtudaginn 10. mars síðastliðinn var samþykkt að tvöfalda verðlaunafé í Lengjubikarnum 2016.  Keppni í Lengjubikar karla og kvenna er fyrir margt löngu orðinn fastur liður í knattspyrnuárinu á Íslandi og endurspeglar þessi hækkun mikilvægi keppninnar.

Lesa meira
 
f17230712-val_fram-04

Útgefin þátttökuleyfi á öðrum fundi leyfisráðs - 18.3.2016

Annar fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2016 fór fram í vikunni og voru þátttökuleyfi 15 félaga samþykkt.  Sjö af leyfunum 15 eru gefin út með fyrirvara um afgreiðslu stjórnar KSÍ á umsókn viðkomandi félags um vallarleyfi. 

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara í Keflavík - 18.3.2016

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Keflavík í Akademíunni á móti Reykjaneshöll mánudaginn 21. mars kl. 19:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Keflavík og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

A karla – Hópurinn sem mætir Danmörku og Grikklandi - 17.3.2016

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Danmörku þann 24. mars og Grikklandi þann 29. mars. Um er að ræða vináttulandsleiki sem eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Frakklandi.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stráka á höfuðborgarsvæðinu - 17.3.2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stráka á höfuðborgarsvæðinu verður í Kórnum mánudaginn 21. mars og miðvikudaginn 23. mars og eru þetta æfingar fyrir drengi fædda 2002 og 2003. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stelpur á höfuðborgarsvæðinu - 17.3.2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stelpur á höfuðborgarsvæðinu verða í Kórnum mánudaginn 21. mars og þriðjudaginn 22. mars og eru þetta æfingar fyrir stúlkur fæddar 2002 og 2003. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

Guðmundur Hreiðarsson inn í hóp sérfræðinga í markmannsþjálfun hjá UEFA - 15.3.2016

Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari A landsliðs karla í knattspyrnu, var nýverið tekinn inn í hóp sérfræðinga í markmannsþjálfun á vegum UEFA. Hópurinn er þessa vikuna að störfum í Serbíu þar sem hópar frá sex löndum eru saman komnir í þeim tilgangi að þjálfa þá kennara sem koma að kennslu á markmannsþjálfaragráðum í hverju landi fyrir sig.

Lesa meira
 

U17 karla - Æfingar fyrir milliriðla í Frakklandi og lokahópur - 15.3.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í æfingum vegna undirbúnings U17 liðs karla fram að milliriðlum sem fram fara í Frakklandi í mars/apríl. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Æfingahelgi og lokahópur fyrir milliriðla í Serbíu - 15.3.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í æfingahelgi vegna undirbúnings U17 ára liðs kvenna fyrir milliriðla sem fram fara í Serbíu 22.-30. mars 2016. Æfingar fara fram undir stjórn Freys Alexanderssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U21 karla – Hópurinn sem mætir Makedóníu - 15.3.2016

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Makedóníu í Skopje 24. mars í undankeppni EM15/17.

Lesa meira
 

Þróttur Vogum leitar að þjálfara - 15.3.2016

Þróttur Vogum leitar að einstaklingi sem vill slást í hóp metnaðarfullra þjálfara sem nú þegar starfa hjá félaginu. Félagið leitar að metnaðarfullum einstaklingi sem er faglega góður, drífandi og með brennandi áhuga á að þjálfa börn.

Lesa meira
 

Þinggerð 70. ársþings KSÍ - 14.3.2016

Hér að neðan má sjá þinggerð 70. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var Hilton Nordica Reykjavík, 13. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 
f32300712-kria-16

Níu þátttökuleyfi útgefin á fyrri fundi leyfisráðs - 12.3.2016

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2016 fór fram í vikunni.  Níu félög fengu útgefin þátttökuleyfi, en afgreiðslu leyfisumsókna 15 félaga var frestað um eina viku.  Ráðið kemur aftur saman á fimmtudag í næstu viku. Lesa meira
 

Umfangsmesta endurskoðun knattspyrnulaganna í 130 ára sögu IFAB - 11.3.2016

Á 130. ársfundi Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda (IFAB), sem haldinn var í Wales 5. mars sl., samþykkti nefndin að heimila tilraunir með "vídeó-aðstoðardómara". Á fundinum var einnig gefið grænt ljós á umfangsmestu endurskoðun sem gerð hefur verið á knattspyrnulögunum í allri 130 ára sögu IFAB. Lesa meira
 

Drög að leikjaniðurröðun sumarsins liggur fyrir - 11.3.2016

Drög að leikjaniðurröðun í mótum sumarsins hefur verið birt á vef KSÍ. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi sunnudaginn 20. mars á netfangið birkir@ksi.is.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland vann bronsverðlaun á Algarve-mótinu - 9.3.2016

Stelpurnar okkar unnu Nýja Sjáland í leik um bronsið á Algarve-mótinu sem fram fer í Portúgal. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Guðbjörg markmaður varði spyrnu í bráðabana og Sandra María skoraði úr næstu spyrnu sem tryggði Íslandi sigur.

Lesa meira
 

A karla – Landsliðshópur Danmerkur sem mætir Íslandi - 9.3.2016

Åge Harei­de landsliðsþjálf­ari Dana í knatt­spyrnu tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Danmörk mætir Íslandi í vináttulandsleik á MCH Arena í Herning þann 24. mars.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ í Vestmannaeyjum - 9.3.2016

Hæfileikamótun N1 og KSÍ í Vestmannaeyjum verður þriðjudaginn 15. mars Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu. Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka sem eru fædd 2002 og 2003.

Lesa meira
 

KSÍ B próf - 18. apríl - 9.3.2016

Mánudaginn 18. apríl stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Lesa meira
 

A kvenna – Byrjunarlið Íslands gegn Nýja Sjálandi - 9.3.2016

A-landslið kvenna leikur seinasta leik sinn á Algarve-mótinu í dag, miðvikudag. Leikurinn er um bronsið og mætum við Nýja Sjálandi í leiknum.

Lesa meira
 
f27200612-valuria-12

Upplýsingar um aðildarfélög á vef KSÍ - 9.3.2016

Á vef KSÍ er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um knattspyrnustarfið í landinu og um knattspyrnuhreyfinguna á Íslandi.  Meðal annars eru upplýsingar um aðildarfélög KSÍ aðgengilegar á tveimur stöðum - annars vegar efst á forsíðu vefsins og hins vegar undir "Um KSÍ" hér til hægri. Lesa meira
 

Félagaskipti - Eru þínir leikmenn skráðir í rétt félag? - 8.3.2016

Félög eru beðin um að fara vel yfir skráningar sinna leikmanna en núna er keppni í Lengjubikarnum í fullum gangi.  Í vikunni hefst keppni i í C deild karla og um komandi helgi hefst keppni í Lengjubikar kvenna.  Fyrri félagaskiptaglugginn opnaði 22. febrúar og er opinn til 15. maí.

Lesa meira
 
ÍA

Byrjendanámskeið fyrir dómara hjá ÍA 15. mars - 8.3.2016

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá ÍA í hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum þriðjudaginn 15. mars kl. 16:30.  Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍA, stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland leikur um bronsið á Algarve-mótinu - 7.3.2016

Ísland leikur við Nýja Sjáland um bronsið á Algarve-mótinu eftir að tapa 1-0 gegn Kanada í kvöld. Kanada var heilt yfir sterkara liðið í leiknum og stelpurnar okkar náðu ekki að skapa nægilega hættuleg marktækifæri. Ísland mætir Nýja Sjálandi í leik um bronsið.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Kanada - 7.3.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið byrjunarliðið sem mætir Kanada á Algarve-mótinu í dag. Nái Ísland stigi úr leiknum mun liðið leika til úrslita á mótinu. Leikurinn hefst klukkan 18:30.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Byrjendanámskeið fyrir dómara hjá Víkingi R. 14. mars - 7.3.2016

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Víkingi í Víkinni mánudaginn 14. mars kl. 18:00.

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking og hefst kl. 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Endursöluvefur EM-miða - 7.3.2016

UEFA hefur tilkynnt að þann 9. mars verði opnaður endursöluvefur fyrir miða á EM karlalandsliða 2016, sem fram fer í Frakklandi í sumar.  Miðahafar sem af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt miðana sína geta boðið þá til endursölu á þessum vef, sem er aðgengilegur í gegnum miðasöluvef UEFA.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Kanada á Algarve í kvöld - 7.3.2016

Ísland mætir Kanada í lokaleik liðsins í riðakeppni Alagarve mótsins en leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma.  Íslenska liðinu dugar jafntefli til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og um leið, sæti í úrslitaleiknum.  Þetta verður í fyrsta skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði kvenna.

Lesa meira
 

A kvenna – Íslenskur sigur á Danmörku - 4.3.2016

Ísland vann öruggan 4-1 sigur á Danmörku á Algarve-mótinu og því er ljóst að íslenska liðinu nægir jafntefli í seinasta leiknum gegn Kanada til að leika um gullið.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 karla - 4.3.2016

Meðfylgjandi er listi yfir þá leikmenn sem eru boðaðir á úrtaksæfingar U17 karla helgina 11. – 13. mars. Vinsamlegast komið þessu til þeirra er málið varðar.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir Vesturland - 4.3.2016

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir Vesturland verður þriðjudaginn 8. mars á Akranesi. Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka sem eru fædd 2002 og 2003. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

Grunnnámskeið fyrir dómara hjá Aftureldingu - 4.3.2016

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu og hefst kl. 20:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland hefur einu sinni lagt Dani að velli - 4.3.2016

Ísland leikur við Danmörk í dag, föstudag, á Algarve-mótinu í Portúgal. Ísland hefur ekki átt góðu gengi að fagna gegn Danmörku í gegnum tíðina en aðeins einn sigur hefur unnist á frændum okkar frá Danaveldi.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland mætir Danmörku í dag - Byrjunarlið - 3.3.2016

A-landslið kvenna leikur klukkan 15.00 í dag, föstudag, annan leik sinn á Algarve-mótinu í Portúgal. Leikurinn er gegn Danmörku en bæði liðin unnu fyrstu leiki sína á mótinu.

Lesa meira
 

Vestri kemur í stað BÍ/Bolungarvíkur - 3.3.2016

Íþróttafélagið Vestri frá Ísafirði var stofnað laugardaginn 16. janúar sl. og tekur yfir allar skráningar félaganna BÍ og Bolungarvíkur í mótum á vegum KSÍ.Í raun er BÍ knattspyrnudeild hins nýja félags.

Lesa meira
 

Ísland stendur í stað á heimslista FIFA - 3.3.2016

Karlalandsliðið stendur í stað á heimslista FIFA sem birtur var í morgun, fimmtudag. Ísland er í 38. sæti listans en það er sama sæti og seinast þegar listinn var birtur. Íslenska liðið hefur ekki leikið landsleik frá þeim tíma og því aðeins úrslit annarra leikja sem gæti haft áhrif á stöðu íslenska liðsins.

Lesa meira
 

A kvenna - Sigur í fyrsta leik á Algarve-mótinu - 2.3.2016

A-landslið kvenna vann 2-1 sigur á Belgíu í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu i Portúgal. Sigurmarkið kom í uppbótartíma en það var Dagný Brynjarsdóttir sem tryggði Íslandi sigur í leiknum.

Lesa meira
 

Ísland hefur leik á Algarve-mótinu í dag, miðvikudag - Byrjunarlið - 2.3.2016

Íslenska kvennalandsliðið hefur leik á Algarve-mótinu í Portúgal í dag, miðvikudag. Byrjunarleikur Íslands er gegn Belgíu og er flautað til leiks klukkan 15:00. Leikið er á Est. Municipal de Lagos-vellinum á Algarve.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Umsækjendur sem fengu synjun fá annað tækifæri - 2.3.2016

Hluti þeirra umsækjenda um miða á leiki í úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016, sem fengu synjun á umsókn sinni vegna þess að kreditkortagreiðsla gekk ekki fá eða hafa þegar fengið annað tækifæri til þess að ganga frá miðakaupum á leiki mótsins samkvæmt upplýsingum frá UEFA.

Lesa meira
 

Nýr landsliðsbúningur afhjúpaður - 1.3.2016

Nýr landsliðsbúningur var formlega kynntur til sögunnar í dag, þriðjudag – samtímis í höfuðstöðvum KSÍ í Reykjavík og í höfuðstöðvum Errea á Ítalíu, en eins og kunnugt er leika öll íslensk landslið í búningum frá Errea og hafa gert síðan 2002.

Lesa meira
 

Pepsi-deildin til næstu þriggja ára - 29.2.2016

365 ehf. og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa samið um nafnarétt efstu deilda Íslandsmóts karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Nafnið skal vera Pepsi-deildin og skulu merki og nafn mótsins verða áberandi á öllum viðburðum sem skipulagðir eru í tengslum við mótið. Þar skiptir þáttur íþróttafélaganna miklu máli.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar vegna U19 kvenna - 26.2.2016

Þórður Þórðarson þjálfari U19 ára landsliðs kvenna hefur valið eftirtalda leikmenn til æfinga helgina 4.-6.mars.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar vegna U16 kvenna - 26.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdar til æfinga hjá U16 helgina 4. – 6. mars. Æfingarnar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara.

Lesa meira
 

Valur Reykjavíkurmeistari kvenna - 25.2.2016

Valskonur urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar kvenna eftir 1-0 sigur á Fylki í úrslitaleik mótsins. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark leiksins en það kom á 59. mínútu úr vítaspyrnu.

Lesa meira
 

Þórdís á Selfossi vallarstjóri ársins - 25.2.2016

Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi héldu aðalfund sinn síðastliðinn föstudag. Þar voru kunngerð úrslit í vali á knattspyrnu- og golfvallastjóra ársins.

Lesa meira
 

U17 karla – Baráttusigur í seinni leiknum gegn Skotum - 25.2.2016

U17 ára lið karla vann 1-0 sigur á Skotlandi í seinni leik liðanna sem fram fór í dag en um var að ræða vináttulandsleiki. Strákarnir okkar unnu baráttusigur en eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik og var það Ísak Atli Kristjánsson sem skoraði markið.

Lesa meira
 

Búðu til slagorð íslenska liðsins fyrir EM - 25.2.2016

Það styttist óðum í EM í Frakklandi og núna þurfum við að finna flott slagorð sem verður sett á rútu íslenska liðsins. UEFA og Hyundai eru með skemmtilegan leik sem snýst um að búa til öflugt slagorð fyrir þjóðirnar sem leika á EM og mun slagorðið sem er valið frá hverri þjóð vera prentað á rútu viðkomandi liðs.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir Austurland - 25.2.2016

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir Austurland verða miðvikudaginn 2. mars. Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka sem eru fædd 2002 og 2003. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna KSÍ – 26.–27. febrúar - 24.2.2016

Um komandi helgi fer fram árleg landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það David Elleray sem verður gestur ráðstefnunnar.

Lesa meira
 

U17 karla – Tap í fyrri leiknum gegn Skotlandi - 23.2.2016

U17 ára landslið karla tapaði 2-1 fyrir Skotum í vináttulandsleik sem fram fór í Skotlandi í kvöld, þriðjudag. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en Skotar komust yfir á 51. mínútu með marki Liam Burt. Markið kom gegn gangi leiksins en íslenska liðið var líklegra til að komast yfir þegar markið kom.

Lesa meira
 

U17 karla – Ísland mætir Skotlandi í dag, fimmtudag - 23.2.2016

U17 ára landslið karla leikur vináttulandsleik við Skotland í kvöld, þriðjudag. Leikurinn fer fram í Skotlandi en liðin mætast aftur á fimmtudagskvöldið.

Lesa meira
 

Íslenskir dómarar á U19 æfingamóti á La Manga - 23.2.2016

Dómararnir Bríet Bragadóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir verða að störfum á æfingamóti á vegum norska knattspyrnusambandsins dagana 3.-7. mars. Um er að ræða átta liða mót U19 landsliða kvenna, sem fram fer á La Manga á Spáni.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U21 karla - 22.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U21 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar þjálfara U21 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

A kvenna – Hópurinn sem tekur þátt á Algarve-mótinu - 22.2.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem tekur þátt í Algarve-mótinu í Portúgal. Mótið stendur yfir frá 2. -9. mars en með Íslandi í riðli er Danmörk, Kanada og Belgía.

Lesa meira
 

FIFA birtir lista yfir dómara á Algarve-mótinu - 22.2.2016

FIFA hefur birt lista yfir þá dómara sem dæma á Algarve-mótinu sem fram fer í Portúgal daganna 2. – 9. mars en kvennalandsliðið leikur á mótinu. Dómarar mótsins koma frá 18 löndum en meðal þeirral eru dómarar sem líklegir til að dæma á heimsmeistaramótum U17 og U20 kvenna sem fara fram á árinu.

Lesa meira
 

Fylkir og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmóts kvenna - 22.2.2016

Það verða Fylkir og Valur sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna en leikurinn fer fram í Egilshöll, fimmtudaginn 25. febrúar, og hefst kl. 18:45. Fylkiskomur unnu KR 3-1 í undanúrslitum en Valur vann 9-0 sigur á HK/Víking.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir Suðurland - 22.2.2016

Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka sem eru fædd 2002 og 2003. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

Skagamenn heiðraðir á hátíðarfundi knattspyrnudeildar ÍA - 19.2.2016

Aðalfundur knattspyrnudeildar ÍA fór fram í gærkvöldi en þann 3. febrúar síðastliðinn voru 70 ár frá því að ÍA var stofnað.  Var fundurinn í gær því sérstakur hátíðarfundur og að því tilefni sæmdi formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, nokkra Skagamenn og konur heiðursmerki KSÍ. Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 karla - 19.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Lengjubikar kvenna hefst laugardaginn 20. febrúar - 18.2.2016

Lengjubikar kvenna fer af stað laugardaginn 20. febrúar þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta bikarmeisturunum Stjörnunnar í Fífunni. Fjölmargir leiki fara svo fram á komandi vikum og má finna yfirlit yfir leikina á mótakerfi KSÍ.

Lesa meira
 

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara þriðjudaginn 23. febrúar - 17.2.2016

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið þriðjudaginn 23. febrúar í höfuðstöðvum KSÍ og hefst það kl. 17:30. Gunnar Sverrir Gunnarsson FIFA aðstoðardómari mun fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið hjá FH í Kaplakrika - 16.2.2016

Unglingadómaranámskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við FH og hefst kl. 19:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

U17 – Hópurinn sem mætir Skotlandi - 16.2.2016

Halldór Björnsson, þjálfari U17 karla, hefur valið landsliðshóp sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Skotum í næstu viku. Leikið er í Skotlandi dagana 23. og 25. febrúar.

Lesa meira
 

Leikjaniðurröðun í Borgunarbikarnum liggur fyrir - 15.2.2016

Dregið hefur verið vegna leikjaniðurröðunar í Borgunarbikar karla og kvenna. Borgunarbikar karla fer af stað þann 30. apríl en konurnar hefja leik 8. maí.

Lesa meira
 

Margrét Lára og Hólmfríður heiðraðar fyrir 100 landsleiki - 15.2.2016

Tveir leikmenn kvennalandsliðsins náðu þeim áfanga á seinasta ári að ná 100 landsleikjum með A-landsliði kvenna. Þetta eru Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir.

Lesa meira
 

Riðlaskipting í 1. deild kvenna 2016 - 15.2.2016

Mótanefnd hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna fyrir keppnistímabilið 2016. Liðum deildarinnar fjölgar um þrjú lið þar sem Grótta, KH og Skínandi koma ný inn.

Lesa meira
 

Riðlaskipting í 4. deild karla 2016 - 15.2.2016

Mótanefnd hefur gefið út riðlaskiptingu fyrir 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2016.

Lesa meira
 

A kvenna - Jafntefli í Póllandi - 14.2.2016

Ísland og Pólland skildu jöfn, 1-1, í vináttulandsleik kvenna í knattspyrnu sem fram fór í Nieciecza í Póllandi í dag, sunnudag. Andrea Rán Hauksdóttir skoraði mark Íslands beint úr aukaspyrnu. Ísland fékk undir lok leiksins vítaspyrnu sem Berglind Björg náði ekki að nýta.

Lesa meira
 

Syngdu með David Guetta og þú gætir verið á leiðinni á opnunarleik EM! - 14.2.2016

Það styttist óðum í EM í Frakklandi of spennan farin að magnast hjá mörgum. Það er enginn annar en skífuþeytarinn David Guetta sem mun semja lag keppninnar og þú getur sungið með honum!

Lesa meira
 

70. ársþingi KSÍ lokið - 13.2.2016

Rétt í þessu lauk 70. ársþingi KSÍ sem haldið var á Hótel Nordica Reykjavík.  Fréttir af afgreiðslu tillagna má finna hér á síðunni. Ekki urðu breytingar á stjórn KSÍ að þessu sinni en sitjandi stjórnarmenn gáfu kost á sér til endurkjörs og bárust ekki önnur framboð.

Lesa meira
 

Setningarræða formanns á 70. ársþingi KSÍ - 13.2.2016

Ársþing KSÍ, það 70. í röðinni, stendur nú yfir á Hilton Nordica Reykjavík en þingið var sett kl. 10:30.  Þingið hófst með setningarræðu formanns, Geirs Þorsteinssonar, og er hana að finna hér að neðan. Lesa meira
 

FC Sækó fær Jafnréttisverðlaun KSÍ - 13.2.2016

Það er FC Sækó sem hlýtur Jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni.  Fótboltaverkefnið Geðveikur fótbolti og fótboltaliðið FC Sækó byrjaði í nóvember 2011 og er samstarfsverkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, geðdeildar Landspítalans og Hlutverkaseturs.

Lesa meira
 

Breiðablik og Víkingur Ólafsvík fá Dragostytturnar - 13.2.2016

Breiðablik og Víkingur Ólafsvík fengu Dragostytturnar á 70. ársþingi KSÍ sem haldið er Hótel Nordica Reykjavík.  Þá fengu KV, KFS og Kóngarnir viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.

Lesa meira
 

Fjölmiðlaverðlaun til RUV og Guðjóns Guðmundssonar - 13.2.2016

Það voru tveir aðilar sem fengu afhent fjölmiðlaverðlaun á 70. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hótel Nordica Reykjavík.  Annars vegar var það RUV vegna útsendinga á leikjum í undankeppn EM og hinsvegar Guðjón Guðmundsson sem hefur séð um þætti um knatspyrnumót yngstu iðkendanna

Lesa meira
 

70. ársþing KSÍ hafið - Fylgist hér með framvindu þingsins - 13.2.2016

Nú er nýhafið 70. ársþing KSÍ en það haldið á Hilton Nordica Reykjavík.  Nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu og verður fylgst með afgreiðslu þeirra hér í þessari frétt og verður hún uppfærð reglulega.

Lesa meira
 

Stjarnan fær Kvennabikarinn 2015 - 13.2.2016

Það var Stjarrnan sem hlaut Kvennabikarinn fyrir árið 2015 en það eru verðlaun fyrir háttvísi í Pepsi-deild kvenna.  Verðlaunin voru veitt á 70. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hótel Nordica Reykjavík.  Þá fengu Hamrarnir viðurkenningu fyrir prúðmannlega framkomu í 1. deild kvenna á síðasta tímabili.

Lesa meira
 

Tindastóll fær Grasrótarverðlaun KSÍ - 13.2.2016

Grasrótarverðlaun KSÍ árið 2016 hlýtur Ungmennafélagið Tindastóll. Tindastóll hefur um áraraðir haldið úti knattspyrnumóti fyrir bæði stráka og stelpur með miklum sóma, Landsbankamót Tindastóls fyrir stúlkur í 6. og 7. flokki og Króksmót Tindastóls fyrir drengi í 5., 6. og 7. flokki.

Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

156 milljónir til 31 félags - 12.2.2016

Mannvirkjasjóður KSÍ er fjármagnaður með framlagi frá UEFA til fjögurra ára í senn og í lok 2015 lauk fjögurra ára tímabilinu 2012-2015.  Alls fékk 31 félag styrk yfir þessi fjögur ár, alls að upphæð kr. 156.350.000.  Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. mars. Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 og U17 kvenna (fæddar 2000 og 1999) - Uppfært - 12.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U16 og U17 landsliðum kvenna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Alexanderssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.. 

Lesa meira
 

Landshlutaæfingar stúlkna á Austurlandi - 12.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í landshlutaæfingum stúlkna á Austurlandi. Æfingar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar.

Lesa meira
 

Lengjubikarinn hefst föstudaginn 12. febrúar - 11.2.2016

Lengjubikarinn fer af stað á morgun. Fyrsti leikur mótsins að þessu sinni er leikur Fjölnis og Íslandsmeistara FH. Leikurinn hefst klukkan 19:00 í Egilshöll og klukkan 21:00 sama kvöld leika Reykjavíkurfélögin Þróttur og Leiknir sem varð á dögunum Reykjavíkurmeistari. Fjölmargir leikir verða svo í A-deild karla um komandi helgi.

Lesa meira
 

Dagskrá 70. ársþings KSÍ - 10.2.2016

Ársþing KSÍ, það 70. í röðinni, fer fram á Hilton Nordica Reykjavík laugardaginn 13. febrúar.  Vakin er sérstök athygli á því að þingið hefst kl. 10:30 en afhending þinggagna hefst kl. 09:30.  Hér að neðan má finna dagskrá þingsins. Lesa meira
 

Fjöldi þingfulltrúa á 70. ársþingi KSÍ - 10.2.2016

Laugardaginn 13. febrúar næstkomandi fer fram 70. ársþing KSÍ á Hilton Nordica Reykjavík.  Alls hafa 146 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 88 fulltrúa frá 13 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum.  Þingið verður sett að þessu sinni kl. 10:30.

Lesa meira
 

Leiknir Reykjavíkurmeistari karla - 10.2.2016

Leiknir mætti Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins annað árið í röð. Að þessu sinni voru Leiknismenn sem höfðu betur en Breiðhyltingar unnu 4-1 sigur.

Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR þann 18. febrúar - 9.2.2016

Unglingadómaranámskeið verður haldið hjá ÍR í Seljaskóla fimmtudaginn 18. febrúar kl. 18:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍR og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Námskeið fyrir dómara þriðjudaginn 16. febrúar - 9.2.2016

Námskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, þriðjudaginn 16. febrúar kl. 18:00. Kristinn Jakobsson, reyndasti FIFA dómari Íslands, mun kenna á námskeiðinu. Aðaláherslan verður lögð á ,, að lesa leikinn og leikstjórn‘‘. Auk þess geta þátttakendur spurt Kristin spjörunum úr um hin ýmsu efni sem tengjast dómgæslunni.

Lesa meira
 

Áhugaverður fyrirlestur Pálmars á súpufundi – myndband - 9.2.2016

Rúmlega 60 manns komu á Súpufund KSÍ miðvikudaginn 3. febrúar sl. til að hlýða á körfuboltaþjálfarann Pálmar Ragnarsson. Þar fjallaði Pálmar um aðferðir sýnar við þjálfun barna í körfubolta hjá KR.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Sífellt sótt fram - 8.2.2016

Loksins er Ísland á meðal þátttökuþjóða í úrslitakeppni EM karla í knattspyrnu. Það var stór stund þegar dómarinn flautaði til leiksloka á Laugardalsvelli 6. september síðastliðinn.  Markalaust jafntefli Íslands og Kasakstan var staðreynd og íslenska landsliðið hafði tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi.  Lesa meira
 

A kvenna - Ísland leikur við Pólland í dag, sunnudag - 8.2.2016

A landslið kvenna leikur vináttulandsleik gegn Póllandi í dag, sunnudag. Leikurinn fer fram í Nieciecza í Póllandi á Stadion Bruk-Bet Nieciecza vellinum og hefst hann klukkan 11:00.

Lesa meira
 

Miðasala á Danmörk - Ísland 24. mars - 8.2.2016

A landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki í mars, fyrst gegn Dönum í Herning 24. mars og síðan gegn Grikkjum í Aþenu 29. mars.  Opnað hefur verið fyrir miðasölu á leikinn við Dani á miðasöluvef danska knattspyrnusambandsins. Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 – leikmenn fæddir 1999 og 2000 - 5.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands. Athugið að um tvo árganga er að ræða.

Lesa meira
 

Rekstur KSÍ í samræmi við áætlun - 5.2.2016

Rekstur KSÍ á árinu 2015 var í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun á ársþingi 2015. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2015 námu 1.112 milljónum króna samanborið við 1.067 milljónir króna árið á undan. Eignir námu 581 milljón króna en þar af var handbært fé 152 milljónir. Eigið fé KSÍ var 221 milljón króna í árslok 2015.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Leiknir og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmóts karla - 5.2.2016

Það verða Leiknir og Valur sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla en leikurinn fer fram í Egilshöll, mánudaginn 8. febrúar, og hefst kl. 19:00.  Leiknir lagði Fjölni í undanúrslitum, eftir vítaspyrnukeppni, og Valur hafði betur gegn Víkingi

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Suðurnes - 5.2.2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Reykjaneshöllinni þriðjudaginn 9. febrúar. Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka sem eru fædd 2002 og 2003.

Lesa meira
 

Undanúrslit Reykjavíkurmóts kvenna þriðjudaginn 9. febrúar - 5.2.2016

Þriðjudaginn 9. febrúar fara fram undanúrslit Reykjavíkurmóts meistaraflokks kvenna en leikið verður í Egilshöll. Fylkir og KR mætast í fyrri leiknum og hefst hann kl. 18:45. Strax á eftir, eða kl. 20:45, leika svo Valur og HK/Víkingur.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Annar sigur á Skotum - 4.2.2016

U17 ára lið kvenna vann í dag 4-2 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik en þetta var seinni leikur liðanna í vikunni. Fyrri leikurinn endaði 3-0 fyrir Íslandi.

Lesa meira
 

Ísland í 38. sæti á heimslista FIFA - 4.2.2016

Karlalandsliðið er í 38. sæti á heimslista FIFA sem var birtur í dag. Liðið fellur um tvö sæti frá seinasta lista en af Norðurlandaþjóðunum eru Svíar eina liðið sem er fyrir ofan Ísland. Sænska liðið er í 35. sætinu og fellur um eitt sæti frá seinasta lista.

Lesa meira
 

Vináttulandsleikir U17 kvenna við Skotland - Seinni leikurinn er í dag, fimmtudag - 4.2.2016

U17 kvenna leikur tvo vináttulandsleiki við Skotland í vikunni. Fyrri leikurinn er þriðjudaginn 2. febrúar klukkan 19:15 en sá seinni er fimmtudaginn 4. febrúar klukkan 13:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit Rvk.móts karla á fimmtudag - 3.2.2016

Fimmtudaginn 4. febrúar fara fram undanúrslit Reykjavíkurmóts mfl. karla. Báðir leikirnir fara fram í Egilshöll.  Leiknir og Fjölnir mætast í fyrri leiknum og hefst hann kl. 18:45. Strax á eftir, eða kl. 20:45, leika svo Valur og Víkingur. Lesa meira
 

U17 kvenna - Öruggur sigur á Skotum - 2.2.2016

Stelpurnar í U17 ára landsliði Íslands unnu í kvöld, þriðjudag, öruggan 3-0 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik. Íslenska liðið lék agaðan fótbolta og gaf ekkert eftir í leiknum.

Lesa meira
 

Æfingahópur vegna A-landsliðs kvenna - 2.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir í æfingahóp A landsliðs kvenna vegna vináttuleiks gegn Póllandi. Leikurinn fer fram í Nieciecza þann 14. febrúar á Termalika Bruk Bet club leikvangnum.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 kvenna - 2.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs kvenna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Framboð á 70. ársþingi KSI - 1.2.2016

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. 

Lesa meira
 

KSÍ IV þjálfaranámskeið 5.-7. febrúar 2016 - 1.2.2016

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 5.-7. febrúar 2015. Námskeiðið fer fram í Reykjavík, Hveragerði og á Akranesi. Dagskrá námskeiðsins má finna hér í viðhengi.

Lesa meira
 

Bandarískur sigur á StubHub Center - Viðtöl - 31.1.2016

Bandaríkin unnu 3-2 sigur á Íslandi í vináttulandsleik sem fram fór á StubHub Center vellinum í Carlson í kvöld, sunnudag. Fimm íslenskir leikmenn léku sinn fyrsta A-landsleik í leiknum.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum - 31.1.2016

A landslið karla mætir Bandaríkjunum í vináttuleik í Los Angeles á sunnudag. Byrjunarlið Íslands í leiknum hefur verið opinberað. Eiður Smári Guðjohnsen verður í framlínunni með fyrirliðabandið og nýliðinn Aron Sigurðarson verður á vinstri kantinum.

Lesa meira
 
StubHub Center

Búist við um 10.000 áhorfendum - 31.1.2016

A landslið karla mætir liði Bandaríkjanna í vináttulandsleik í Carson, Los Angeles á sunnudag.  Á sjöunda þúsund miða hafa selst á leikinn, en leikvangurinn sem leikið verður á, StubHub Center, heimavöllur LA Galaxy sem leikur í MLS-deildinni, tekur 27.000 manns í sæti. Lesa meira
 
FIFA Diploma in Football medicine

FIFA kynnir nýtt fræðsluverkefni fyrir lækna og sjúkraþjálfara - 30.1.2016

FIFA kynnti nýverið fræðsluverkefnið FIFA Diploma in Football Medicine sem miðar að því að styðja við lækna og sjúkraþjálfara í þeirra starfi, sér í lagi við greiningu og meðhöndlun meiðsla knattspyrnumanna.  Um er að ræða námskeið sem tekið er í gegnum vef FIFA.

Lesa meira
 
Diego Jóhannesson

Diego:  "Mig dreymir um að spila fyrir Ísland í framtíðinni"  - 30.1.2016

Diego Jóhannesson er í leikmannahópnum hjá A landsliði karla fyrir vináttuleikinn við Bandaríkin, sem fram fer í Carson, Los Angeles á sunnudag.  Diego líst vel á verkefnið og vonast eftir tækifæri í leiknum, sem fram fer á Stubhub Center leikvanginum, hefst kl. 20:45 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV2.

Lesa meira
 

Tillögur á 70. ársþingi KSÍ - 29.1.2016

Ársþing KSÍ, það 70. í röðinni verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica, 13. febrúar næstkomandi.  Þingið verður sett kl. 10:30 að þessu sinni.  Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:

Lesa meira
 

Umsóknarglugginn fyrir almenna miða á EM lokar 1. febrúar - 29.1.2016

Umsóknarglugginn fyrir almenna miða á EM í Frakklandi sem opnaði þann 18. janúar lokar 1. febrúar n.k. Allir þeir sem eru ekki með umsókn nú þegar í ferli á vef UEFA geta sótt um miða á alla leiki mótsins.

Lesa meira
 
Jefrey Solis

Dómarakvartett frá Kosta Ríka - 29.1.2016

Dómararnir í vináttulandsleik Bandaríkjanna og Íslands á sunnudag koma frá Kosta Ríka.  Dómari verður Jeffrey Solis, 41 árs dómari með mikla reynslu.  Aðstoðardómarar verða samlandar hans, þeir Warner Castro og Carlos Fernandez, og fjórði dómari verður Ricardo Montero. Lesa meira
 
Mynd af ussoccer.com

Nær allir úr MLS deildinni - 28.1.2016

A landslið karla mætir Bandaríkjunum í vináttuleik í Los Angeles næstkomandi sunnudag.  Leikurinn fer fra á StubHub Center leikvanginum, heimavelli LA Galaxy, sem leikur í MLS deildinni þar í landi.  Nær allir í 26 manna hópi Bandaríkjanna eru á mála hjá MLS liðum. Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Hornafirði - 28.1.2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Hornafirði miðvikudaginn 3. febrúar. Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka sem eru fædd 2002 og 2003.

Lesa meira
 

Súpufundur KSÍ 3. febrúar n.k. - 27.1.2016

KSÍ heldur súpufund miðvikudaginn 3. febrúar klukkan 12:00-13:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Fyrirlesari er körfuknattleiksþjálfarinn Pálmar Ragnarsson.

Lesa meira
 

Utanferðir félaga – Yngri flokkar - 27.1.2016

Skipulagning móta er hafin, af þeim sökum er mikilvægt að þessar upplýsingar berist sem fyrst. Því fyrr sem upplýsingarnar berast er líklegra að hægt verði að taka tillit til utanferða félaga við niðurröðun leikja.

Lesa meira
 

Tillögur um breytingar á reglugerð kynntar - Uppfært - 27.1.2016

Í samræmi við samþykktir 68. og 69. ársþings KSÍ hefur verið unnið að tillögum um breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.  Um viðamiklar breytingar er að ræða og ákvað stjórn KSÍ því að halda kynningarfundi um tillögurnar. Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 2016 - Dagskrá næstu vikur - 26.1.2016

Þessa dagana er Hæfileikamótun KSÍ og N1 að fara af stað á árinu 2016.  Eins og áður hefur komið fram verður byrjað að þessu sinni á Norðurlandi en dagskráin næstu vikurnar er annars svohljóðandi:

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Norðurlandi - 25.1.2016

Þessa dagana er Hæfileikamótun N1 og KSÍ að fara af stað og er það Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.  Fyrsti staðurinn sem Halldór heimsækir er Akureyri.

Lesa meira
 

Heimir:  „Mikilvægt að skoða sem flesta“ - 25.1.2016

Leikmannahópur A landsliðs karla fyrir vináttuleikinn við Bandaríkin var birtur á vef KSÍ í dag, mánudag, en liðin mætast í Los Angeles 31. janúar.  Líkt og í fyrra janúarverkefni liðsins segir Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara liðsins, að markmiðið sé að breikka hópinn og skoða fleiri leikmenn.

Lesa meira
 

A landslið karla sem mætir Bandaríkjunum 31. janúar - 25.1.2016

A landslið karla mætir Bandaríkjunum í vináttuleik í Los Angeles 31. janúar næstkomandi.   Fimm nýliðar eru í hópnum og fimm leikmenn tóku einnig þátt í fyrra janúarverkefni liðsins, en líkt og þá koma flestir leikmennirnir frá félagsliðum á Norðurlöndunum. 

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 karla - 24.1.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 karla - 24.1.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 16 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara U16 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

A landslið karla kveður með heimaleik - 22.1.2016

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Liechtenstein um vináttuleik A karla á Laugardalsvelli 6. júní.  Leikmenn og stuðningsmenn íslenska liðsins fá því tækifæri til að kveðjast á heimavelli áður en haldið er í víking til Frakklands.

Lesa meira
 

Vináttulandsleikur við Dani 24. mars - 21.1.2016

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Danmerkur um vináttuleik A landsliðs karla fimmtudaginn 24. mars næstkomandi.  Leikið verður í Herning í Danmörku.  Áður hafði verið tilkynnt um vináttuleik við Grikki í Aþenu 29. mars.  

Lesa meira
 

Tilnefningar óskast vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ 2015 - 20.1.2016

Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2015. Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi. 

Lesa meira
 

Ný reglugerð um Mannvirkjasjóð KSÍ - 20.1.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 14. janúar 2016 var samþykkt ný reglugerð fyrir mannvirkjasjóð KSÍ.   Reglugerðin hefur þegar verið birt á heimasíðu KSÍ og gildir fyrir keppnistímabilin 2016-2019. Helstu breytingar á reglugerðinni er kynntar hér að neðan en mikilvægt er fyrir aðildarfélög KSÍ að kynna sér reglugerðina ítarlega.

Lesa meira
 

23 af 24 félögum hafa skilað leyfisgögnum - 18.1.2016

Af þeim 24 félögum sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2016, þ.e. félögin í efstu tveimur deildum karla, hafa 23 þegar skilað leyfisgögnum, en eitt félag fékk framlengdan skilafrest.  Leyfisstjórn hefur þegar farið yfir gögnin og gert athugasemdir þar sem við á. Lesa meira
 

Umsóknarglugga fyrir miða í svæði stuðningsmanna Íslands á EM-leiki lokað - 18.1.2016

Það er búið að loka umsóknarglugganum vegna miða á leiki Íslands á EM í Frakklandi, þ.e. í þau svæði sem ætluð eru stuðningsmönnum íslenska liðsins. Þúsundir Íslendinga sóttu um miða en UEFA mun svara þeim sem sóttu um fyrir 29. febrúar.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 kvenna - 16.1.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs kvenna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Ísland tapaði seinni leiknum í SAF - 16.1.2016

Íslenska karlalandsliðið tapaði seinni vináttulandsleik sínum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag en mótherjarnir í dag voru heimamenn. Niðurstaðan í leiknum, sm fram fór í Dubai var, 2-1.

Lesa meira
 

Fimm breytingar á byrjunarliði A karla - 15.1.2016

A landslið karla leikur seinni vináttuleik sinn í æfingaferðinni til Sameinuðu arabísku furstadæmanna á laugardag. Leikið er gegn heimamönnum, leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV og hefst hann kl. 14:15 að íslenskum tíma. Fimm breytingar eru gerðar á byrjunarliði Íslands milli leikja.

Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið 21. janúar - 15.1.2016

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki og hefst kl. 17:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Laugardalsvöllur heflaður vegna klaka - 15.1.2016

Það er ekki oft sem stórvirkar vinnuvélar fá að keyra um á Laugardalsvellinum. Vallarstarfsmenn sjá almennt til þess að sem minnstur átroðningur sé á grasinu en þar sem þykkur klaki er nú yfir vellinum þá þarf að grípa til örþrifaráða.

Lesa meira
 

Frumdrög að Íslandsmótinu 2016 fyrir eftirtalin mót - 15.1.2016

Mótanefnd KSÍ hefur birt frumdrög að leikjaniðurröðun í Pepsi-deild karla og kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla. Sem og leikdagar í Borgunarbikar karla og kvenna.

Lesa meira
 

A karla - Ísland mætir Noregi í júní - 14.1.2016

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Noregs hafa gert samkomulag um að A-landslið karla leiki vináttulandsleik 1. júní.

Lesa meira
 

Umsóknarglugginn fyrir miða á EM lokar klukkan 11:00, í dag (mánudag) - 14.1.2016

Í dag, mánudag, er lokadagur til að sækja um miða á EM í Frakklandi en miðasalan fer fram á vef UEFA (www.euro2016.com). Hægt er að sækja um miða til klukkan 11:00 og hvetjum við alla sem eiga eftir að sækja um miða að fara á vef UEFA og ganga frá umsókn.

Lesa meira
 

Opnað hefur verið á starfsskýrsluskil í Felix - 14.1.2016

Opnað hefur verið fyrir árleg starfskýrsluskil í Felix - félagakerfi íþróttahreyfingarinnar. Samkvæmt 8. grein í lögum ÍSÍ skulu allir sambandsaðilar, íþróttafélög, íþróttahéruð og sérsambönd skila skýrslu inn eigi síðar en 15. apríl ár hvert.

Lesa meira
 

Íslenskur sigur gegn Finnlandi í Abu-Dhabi - 13.1.2016

Íslenska karlalandsliðið vann í dag 1-0 sigur á Finnlandi í vináttulandsleik en leikið var í Abu-Dhabi. Þar sem ekki er um ræða alþjóðlega landsleikjadaga þá er íslenska liðið skipað leikmönnum frá Norðurlöndunum, Kína og Rússlandi.

Lesa meira
 

Æfingahópur A landsliðs kvenna 21. – 24. janúar - 13.1.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdar í æfingahóp A landsliðs kvenna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Alexanderssonar landsliðsþjálfara.

Lesa meira
 

Byrjunarliðið gegn Finnum í Abu Dhabi (uppfært) - 13.1.2016

A landslið karla mætir Finnlandi í vináttuleik á Military Sports Complex leikvanginum í Abu Dhabi í dag, miðvikudag.  Leikurinn, sem er í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV, hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað.

Lesa meira
 
Abu Dhabi

Leikið við Finna í Abu Dhabi á miðvikudag - 11.1.2016

A landslið karla er nú statt í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF), þar sem liðið er í æfingabúðum, og mun leika tvo vináttuleiki.  Fyrri leikurinn er við Finna á miðvikudag, en finnska liðið mætti Svíum á sunnudag og tapaði með þremur mörkum gegn engu.

Lesa meira
 

Víkingur Ólafsvík og Selfoss Íslandsmeistarar í innanhúsknattspyrnu - 10.1.2016

Selfoss vann 7-4 sigur gegn Álftanesi í úrslitaleik kvenna. Selfossliðið reyndist öflugra á lokasprettinum eftir að staðan hafði verið jöfn 4-4. Í karlaflokki vann Víkingur Ólafsvík öruggan 13-3 sigur á Leikni/KB.

Lesa meira
 

Breytingar á niðurröðun Lengjubikarsins 2016 - 10.1.2016

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2016. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning.

Lesa meira
 

Árlegur vinnufundur um leyfismál - 9.1.2016

Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ á föstudag og var hann að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.

Lesa meira
 
Futsal-Vikingur-Ol

Úrslitakeppnin innanhúss fer fram um helgina - 8.1.2016

Í kvöld, föstudagskvöld, hefst úrslitakeppni Íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu en leikið verður í 8 liða úrslitum karla í kvöld.  Undanúrslitin fara svo fram í Laugardalshöll á laugardaginn og á sunnudag verður leikið til úrslita, á sama stað, í karla- og kvennaflokki. Lesa meira
 

Úrtaksæfingar hjá U17 karla - 8.1.2016

Úrtaksæfingar fyrir U17 karla fara fram 15. - 17. janúar. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs karla.

Lesa meira
 

Kosningar í stjórn á 70. ársþingi KSÍ - 8.1.2016

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 30. janúar næstkomandi.  Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Lesa meira
 

Nýjar reglugerðir um deildarbikarkeppnir KSÍ samþykktar - 8.1.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 16. desember 2015 voru samþykktar nýjar reglugerðir KSÍ um deildarbikarkeppnir  KSÍ.  Þessar reglugerðir hafa verið birtar á heimasíðu KSÍ.  Helstu breytingar á reglugerðunum eru kynntar hér að neðan en mikilvægt er fyrir aðildarfélög KSÍ að kynna sér reglugerðirnar ítarlega. Lesa meira
 

FIFA-merkin afhent - 8.1.2016

Í lok síðasta árs staðfesti FIFA íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2016. Fulltrúar dómaranefndar KSÍ afhentu FIFA-merkin í höfuðstöðvum KSÍ á fimmtudag, og nutu þar aðstoðar formanns og framkvæmdastjóra KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót KRR hefst föstudaginn 8. janúar - 7.1.2016

Blásið verður til leiks í Reykjavíkurmóti KRR á morgun, föstudaginn 8. janúar kl. 19:00 en þá mætast Víkingur og ÍR í A riðli karla.  Það eru svo konurnar sem eiga sviðið um helgina en á laugardag fara fram tveir leikir í A riðli kvenna og á sunnudag verða tveir leikir í B riðli kvenna.  Allir leikir Reykjavíkurmótsins fara fram, sem fyrr, í Egilshöllinni. Lesa meira
 

Leikmannahópurinn sem fer til Abu-Dhabi - 7.1.2016

Hópurinn sem mun leika við Finnland og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin í Abu-Dhabi var tilkynntur í dag. Landsliðið mun leika tvo landsleiki í ferðinni en það er gegn Finnlandi þann 13. janúar og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin þann 16. janúar.

Lesa meira
 

Ísland stendur í stað á FIFA-listanum - 7.1.2016

Íslenska karla­landsliðið í knatt­spyrnu er áfram í 36. sæt­inu á heimslista FIFA sem gef­inn var út í fyrsta skipti á þessu ári í dag, fimmtudag. Fáir landsleikir hafa verið síðan listinn var birtur seinast og því ekki mikil hreyfing á liðunum á listanum.

Lesa meira
 

Skiladagur leyfisgagna er 15. janúar 2016 - 6.1.2016

Leyfisferlið vegna keppnistímabilsins 2016 er nú í fullum gangi og vinna þau félög sem undirgangast kerfið hörðum höndum að undirbúningi leyfisgagna.  Skiladagur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, er 15. janúar.  Þrjú félög hafa þegar skilað gögnum. Lesa meira
 

Þátttökutilkynningar fyrir mót sumarsins - 5.1.2016

Þátttökutilkynningar hafa verið póstlagðar til aðildarfélaga KSÍ í almennum pósti og ættu þær að hafa borist aðildarfélögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað í síðasta lagi 19. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 

Gunný Gunnlaugsdóttir ráðin til starfa á skrifstofu KSÍ - 5.1.2016

Gunný Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin til starfa á skrifstofu KSÍ frá og með 5. janúar.  Hún mun m.a. sinna verkefnum tengdum landsliðum.

Lesa meira
 

Ekki verður af leik U21 karla við Katar - 5.1.2016

Til stóð að U21 landslið karla myndi leika gegn U23 landsliði Katar í Antalya í Tyrklandi miðvikudaginn 6. janúar.  Síðla dags á mánudag 4. janúar bárust þær upplýsingar að vegna veðurs og aðstæðna í Antalya myndi lið Katar halda heim áður en leikur liðanna færi fram.  Því er ljóst að ekki verður af leiknum.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög