Fréttir

Ríkharður Jónsson í Heiðurshöll ÍSÍ - 30.12.2015

Rík­h­arður Jóns­son og Sig­ríður Sig­urðardótt­ir voru tek­in inn í Heiðurs­höll ÍSÍ í kvöld en þau voru heiðruð í Hörpu þar sem íþróttamaður árs­ins er krýnd­ur.

Lesa meira
 

Karlalandsliðið valið lið ársins - Heimir þjálfari ársins - 30.12.2015

Karlalandsliðið var útnefnt lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en úrslit voru kunngjörð í kvöld, miðvikudag. Karlalandsliðið tryggði sér á árinu sæti í úrslitakeppni EM í Frakklandi en þetta er í fyrsta sinn sem karlalandsliðið tryggir sér sæti á lokamóti í knattspyrnu.

Lesa meira
 

Vináttulandsleikur við Grikkland 29. mars - 29.12.2015

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Grikklands um vináttuleik A landsliðs karla þriðjudaginn 29. mars.  Leikið verður á heimavelli Olympiakos, en sem kunnugt er leikur landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason með Olympiakos. 

Lesa meira
 

Námskeið um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna - 28.12.2015

KSÍ heldur námskeið um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna á Íslandi 8.- 9. janúar 2016. Námskeiðið verður haldið í Kórnum föstudaginn 8. janúar frá 20:00-21:00 og í húsakynnum KSÍ laugardaginn 9. janúar frá 10:00-14:00. Námskeiðsgjald er 5.000 krónur og innifalin er hádegisverður á laugardeginum. Þjálfarar í 11 manna bolta kvenna eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Lesa meira
 

Aron Einar, Gylfi Þór og Sara Björk meðal tilefndra sem íþróttamaður ársins 2015 - 23.12.2015

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilnefnt 10 íþróttamenn í kjörinu um íþróttamann ársins 2015. Fótboltinn á fulltrúa á listanum en meðal tilnefndra eru Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir. Þá er karlalandsliðið tilnefnt sem lið ársins og Heimir Hallgrímsson er tilnefndur sem þjálfari ársins.

Lesa meira
 

Gleðilega hátíð - Kveðja frá KSÍ - 22.12.2015

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu. GLEÐILEG JÓL!

Lesa meira
 

Herragarðurinn klæðir A landslið karla á EM 2016 í Frakklandi - 21.12.2015

KSÍ og Herragarðurinn hafa gert með sér samkomulag  vegna þátttöku A landsliðs karla í úrslitakeppni EM 2016.  Samkvæmt samkomulaginu mun Herragarðurinn útvega leikmönnum og starfsmönnum A landsliðs karla jakkaföt sem þeir sem munu klæðast fyrir leiki í keppninni og við sérstök tækifæri.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 og U19 karla - 21.12.2015

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem mætir Katar í janúar - 18.12.2015

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið eftirtalda leikmenn til að leika fyrir Íslands hönd í U23 vináttulandsleik gegn Katar en leikið verður í Belek Tyrklandi 6. Janúar 2016.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland leikur tvo leiki við Skotland í febrúar - 18.12.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Skotlands hafa komist að samkomulagi um að U17 kvennalandslið þjóðanna spili æfingaleiki á Íslandi í byrjun febrúar 2016.

Lesa meira
 

Úrtakshópar vegna U17 kvenna - 18.12.2015

Freyr Alexandersson hefur valið tvo úrtakshópa U17 kvenna til æfinga 8. – 10. janúar 2016. Í viðhenginu eru nöfn leikmanna og dagskrá helgarinnar. Vinsamlegast komið þessum upplýsingum til ykkar leikmanna.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland í 19. sæti á heimslista FIFA - 18.12.2015

Kvennalandsliðið er í 19. sæti á heimslista FIFA sem var birtur í dag, föstudag. Liðið stendur í stað á frá seinasta lista en lítil breyting er á efstu sætum listans að þessu sinni. Spánn fer upp um 4 sæti á listanum og er nú í 14. sæti en að öðru leyti er engin breyting á liðum í 1. - 13. sæti.

Lesa meira
 

Knattspyrnuþing 2016 - 18.12.2015

70. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica 13. febrúar nk. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér upplýsingar undir hlekknum hér að neðan.  Nánari upplýsingar um þingið og tillögur verða sendar til sambandsaðila í janúar, hálfum mánuði fyrir þing. Lesa meira
 

Gylfi Þór og Sara Björk knattspyrnufólk ársins 2015 - 17.12.2015

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2015. Þetta er í 12. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum.

Lesa meira
 

Landsliðsþjálfari U17 karla með æfingar á Hólmavík - 17.12.2015

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, heimsótti Hólmavík á dögunum og leyfði krökkum og unglingum að spreyta sig á æfingu.

Lesa meira
 

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2016 - 16.12.2015

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2016 hefur verið birt á vef KSÍ undir mót 2016. Best er að skoða leiki ykkar á vef KSÍ undir "mótamál" á forsíðunni og velja svo leiki félaga, eða fylgja neðangreindum tengli:

Lesa meira
 

KSÍ III þjálfaranámskeið á Akureyri - 15.12.2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 15.-17. janúar 2016. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Lesa meira
 
Nicola Rizzoli

Dómararnir 18 á EM 2016 - 15.12.2015

UEFA hefur opinberað nöfn þeirra 18 dómara sem koma til með að dæma leikina á EM karlalandsliða í Frakklandi 2016, alls 51 leik.  Nöfn aðstoðardómara og aukaaðstoðardómara verða birt í febrúar.

Lesa meira
 

Miðapantanir á úrslitakeppni EM einungis á miðasöluvef UEFA - 14.12.2015

Eins og mörgum er kunnugt þá er búið að opna fyrir miðapantanir á leiki úrslitakeppni EM í Frakklandi 2016, þ.m.t. á leiki Íslands í keppninni.  Allar upplýsingar um ferlið er hægt að finna á miðasöluvef UEFA þar sem einnig er sótt um miða.  Að gefnu tilefni er bent á að einungis er hægt að panta og kaupa miða í gegnum UEFA á leiki keppninnar. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Íslensk knattspyrna er á vegferð sem mun halda áfram - 14.12.2015

Íslensk knattspyrna er á vegferð sem mun halda áfram.  Um það er ég sannfærður.  Landslið okkar af báðum kynjum og í öllum aldursflokkum halda áfram að ná eftirtektarverðum árangri.  Félagsliðin halda áfram að ná eftirtektarverðum árangri í Evrópukeppni.  Það góða og mikla starf sem unnið hefur verið í aðildarfélögum KSÍ, vöxtur þjálfaramenntunar í yngri flokkum, og sú uppbygging sem hefur átt sér stað á knattspyrnumannvirkjum með stuðningi sveitarfélaga, á stóran þátt í þessum árangri.  Lesa meira
 

Umsóknarglugginn fyrir miða á EM 2016 opnar í dag, mánudag - 14.12.2015

Umsóknarglugginn fyrir miða á úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016 opnar mánudaginn 14. desember kl. 11:00 að íslenskum tíma. Eingöngu er hægt að sækja um miða í gegnum miðasöluvef UEFA (www.euro2016.com) og öll afgreiðsla eða þjónusta vegna umsókna fer fram í gegnum UEFA.

Lesa meira
 

Vináttuleikur við Sameinuðu arabísku furstadæmin 16. janúar - 14.12.2015

KSÍ hefur komust að samkomulagi við Knattspyrnusamband Sameinuðu arabísku furstadæmanna um vináttuleik A landsliðs karla í Abu Dhabi þann 16. janúar. Áður hafði verið staðfestur vináttuleikur Íslands og Finnlands í sömu borg og fer sá leikur fram 13. janúar.

Lesa meira
 

Ísland með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki í F-riðli á EM - 12.12.2015

Ísland leikur með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki í riðli í lokakeppni EM en dregið var í riðla í París í dag.

Lesa meira
 

Hvaða liðum mætir Ísland á lokakeppni EM? - 12.12.2015

Það er dregið í riðla fyrir lokakeppni EM í Frakklandi í dag, laugardag. Það kemur því í ljós milli klukkan 17 og 18 hvaða lið leika við Ísland í Frakklandi. Drátturinn fer fram í París og er Skjárinn með beina útsendingu frá viðburðinum.

Lesa meira
 
Úr leik Wales og Íslands (mynd frá faw.org.uk)

Vináttuleikur við Bandaríkin 31. janúar - 11.12.2015

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Bandaríkjanna hafa samið um vináttulandsleik fyrir A landslið karla. Leikið verður í Los Angeles í Kaliforníu þann 31. janúar næstkomandi á StubHub Center leikvanginum í Carson.

Lesa meira
 

UEFA.com valdi líklegt byrjunarlið Íslands á EM - 10.12.2015

UEFA birti á vef sínum, UEFA.com, hugsanleg byrjunarlið þjóða sem leika á á EM í Frakklandi næsta sumar. Ekki kemur fram á hverju UEFA byggir valið en líklega er valið ákvarðað af byrjunarliðum þjóðanna í undankeppninni.

Lesa meira
 

Íslensk knattspyrna 2015 komin út - 10.12.2015

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 35. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.

Lesa meira
 

Hádegisfundur um hagræðingu úrslita í íþróttum - 10.12.2015

Næstkomandi þriðjudag 15. desember mun ÍSÍ standa fyrir hádegisfundi um hagræðingu úrslita í íþróttum sem í dag er talin vera ein mesta ógn sem íþróttirnar standa andspænis á heimsvísu.  Hádegisfundurinn fer fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst kl.12 og stendur í um klukkustund.

Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið þann 15. desember - 10.12.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Hauka og hefst kl. 17:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 
Join us

Lykilspurningar og svör um miðasölu á EM 2016 - 9.12.2015

KSÍ fær reglulega fyrirspurnir vegna miðasölu á leiki í úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016, sem fram fer í Frakklandi næsta sumar.  Umsóknargluggi fyrir miða á leiki Íslands opnar 14. desember og er opinn til 18. janúar.  Öll miðasalan og öll þjónusta/afgreiðsla fer fram í gegnum UEFA.  Smellið hér að neðan til að skoða nokkrar lykilspurningar og svör .

Lesa meira
 

Ekki missa af EM 2016 drættinum á laugardag - 9.12.2015

Dregið verður í riðla fyrir EM 2016 næstkomandi laugardag og verður drátturinn í beinni útsendingu á SkjáEinum. Sett hefur verið saman kort sem sýnir tímasetninguna á mismunandi stöðum í heiminum, þannig að það þarf enginn að missa af drættinum, burtséð frá því hvar viðkomandi er í heiminum.

Lesa meira
 
Afturelding

Úrskurður í máli Aftureldingar gegn Val - 8.12.2015

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál nr. 6/2015, Afturelding gagn Val.  Kærandi taldi kærða ekki hafa farið eftir reglum varðandi framkvæmd leiks í 2. flokki  karla og úrskurðaði sýknaði Aga- og úrskurðarnefnd þann kærða af öllum kröfum kæranda. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Svona er dregið í riðla fyrir EM 2016 - 8.12.2015

Næstkomandi laugardag verður dregið í riðla fyrir úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016 og eins og kunnugt er verður íslenska landsliðið á meðal þátttökuþjóða í Frakklandi næsta sumar.  Drátturinn fer fram í París og hefst viðburðurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um það hvernig drátturinn fer fram.

Lesa meira
 

70. ársþing KSÍ haldið í Reykjavík 13. febrúar 2016 - 8.12.2015

70. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica laugardaginn 13. febrúar 2016.  Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 13. janúar nk.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir leik Chelsea og Porto í Unglingadeild UEFA - 7.12.2015

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Chelsea og Porto í Unglindadeild UEFA en þar eru lið skipuð leikmönnum 19 ára og yngri.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar fyrir stúlkur fæddar 1999-2001 - 7.12.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, og Úlfar Hinriksson hafa valið tvo hópa til úrtaksæfinga helgina 11. – 13. desember. Þetta eru stúlkur fæddar 1999, 2000 og 2001. Vinsamlegast komið þessum upplýsingum til ykkar leikmanna.

Lesa meira
 

Kvennlandsliðið fékk milljón króna styrk - 4.12.2015

Kvennalandsliðið fékk í vikunni milljón króna styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ vegna verkefna á árinu 2016. Afrekssjóðurinn afhenti alls 3.5 milljónir sem fóru til fjögurra sérsambanda en alls bárust 39 styrkbeiðnir.

Lesa meira
 

U17 og U19 karla – Riðlar fyrir undankeppni EM 2017 - 3.12.2015

Það var dregið í undanriðla EM hjá U17 og U19 liðum karla í höfuðstöðvum UEFA í morgun, fimmtudag. Bæði lið hefja leik haustið 2016 en lokakeppnirnar fara fram sumarið 2017.

Lesa meira
 

U17 karla – Ísland með Frakklandi, Grikklandi og Austurríki í milliriðli - 3.12.2015

U17 landslið karla er með Frakklandi, Grikklandi og Austurríki í milliriðli EM 2016. Dregið var í riðla í morgun, fimmtudag.

Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið KSÍ - 8. desember - 3.12.2015

Unglingadómaranámskeið verður haldið af KSÍ í samvinnu við Val þriðjudaginn 8. desember, klukkan 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Námskeiðið fer fram á Valsvellinum á Hlíðarenda.

Lesa meira
 

Námskeið um gerð æfingaáætlana - 3.12.2015

KSÍ mun halda námskeið í gerð æfingaáætlana laugardaginn 12. desember. Heiti námskeiðsins er þrepaskipt þjálfun innan mismunandi tímabila í knattspyrnu.

Lesa meira
 

Ísland í 36. sæti á heimslista FIFA - 3.12.2015

Íslenska karlalandsliðið fer niður um 5 sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag, fimmtudag. Ísland vermir nú 36. sæti listans en var í 31. sæti seinast þegar listinn var birtur. Svíar tóku stórt stökk að þessu sinni en þeir eru í 35. sæti eftir að hoppa upp um 10 sæti frá seinasta lista. Danir eru í 42. sæti listans en þeir falla um 7 sæti.

Lesa meira
 

Haukur Hinriksson ráðinn til starfa á skrifstofu KSÍ - 2.12.2015

Haukur Hinriksson lögfræðingur hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu KSÍ frá og með 1. janúar næstkomandi.  Haukur mun sinna almennri þjónustu við aðildarfélög KSÍ, sinna verkefnum tengdum leikmannasamningum og félagaskiptum, milliliðum, aga- og úrskurðarmálum, og vinna að leyfiskerfi KSÍ. Lesa meira
 

Íslenskir FIFA dómarar 2016 - 2.12.2015

FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2016. Að þessu sinni eru tveir nýliðar í hópnum en Bryngeir Valdimarsson og Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson koma nýir inn á listann.

Lesa meira
 

Minningarleikur um Hlyn Þór Sigurðsson - 2.12.2015

ÍR og Leiknir úr Reykjavík mætast miðvikudaginn 2. desember, í árlegum minningarleik um Hlyn Þór Sigurðsson í EGILSHÖLL klukkan 18:30. Leikið verður að þessu sinni í Egilshöll þar sem vallaraðstæður og veðurfar hafa ekki verið upp á sitt besta undanfarið.

Lesa meira
 

Kynningarfundur á starfi U17 og U19 landsliða - 2.12.2015

Miðvikudaginn 2. desember munu landsliðaþjálfarar U17 og U19 karla og kvenna halda kynningarfund á starfi liðanna. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum.

Lesa meira
 

Samstarfssamningur KSÍ og PIPAR/TBWA - 1.12.2015

KSÍ og PIPAR\TBWA hafa gert með sér samstarfssamning um vörumerkjavöktun og gildir samningurinn fram yfir úrslitakeppni EM karlalandsliða í knattspyrnu 2016. Samningurinn felur í sér að PIPAR\TBWA gæti hagsmuna KSÍ og sinni vörumerkjavöktun fyrir knattspyrnusambandið.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög