Fréttir

Drög að Íslandsmóti meistaraflokka í Futsal - 30.10.2015

Drög hafa verið gefin út af mótanefnd KSÍ fyrir Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu 2016 – Futsal og má finna mótið á vef KSÍ.  Félög hafa frest til miðvikudagsins 4. nóvember til þess að koma með athugasemdir við þessi drög.  Vakin er athygli á því að laus sæti eru í keppni meistaraflokks kvenna og hægt er að bæta við einu félagi í meistaraflokki karla.

Lesa meira
 

Þjálfaranámskeið KSÍ VI tókst vel - 27.10.2015

Undanfarna viku hafa 26 þjálfarar frá Íslandi setið KSÍ VI þjálfaranámskeið í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem námskeiðið er haldið annars staðar en á Englandi en að þessu sinni var farið til Farum, í útjaðri Kaupmannahafnar.

Lesa meira
 

U17 kvenna tapaði seinasta leiknum í riðlinum - 27.10.2015

U17 ára landslið kvenna tapaði 2-0 gegn Finnum í lokaleik fyrri undankeppni EM 2016. Finnar unnu leikinn 2-0 með mörkum sem komu í sitt hvorum hálfleiknum.

Lesa meira
 

U17 kvenna mætir Finnum klukkan 12:00 - Byrjunarlið Íslands - 27.10.2015

Íslenska U17 ára lið kvenna leikur seinasta leik sinn í undankeppni EM í dag klukkan 12:00. Ísland er þegar búið að tryggja sig áfram í næstu umferð en tvö lið fara beint áfram í næsta riðil. Ísland og Finnland eru með 6 stig eftir tvo leiki en leikurinn í dag segir til um hvaða lið vinnur okkar riðil.

Lesa meira
 

Dvergurinn tekinn í notkun í Hafnarfirði - 27.10.2015

FH-ingar tóku nýlega í notkun knatthúsið Dverginn í Kaplakrika. Húsið er 51metra á lengd og 25 metrar á breidd. Húsið verður með hitablásurum og klætt tvöföldum dúk svo það mun aldrei verða kaldara en 8° yfir veturinn.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 karla - 27.10.2015

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið neðangreinda leikmenn til að taka þátt í úrtaksæfingum U19 karla.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Þóroddur og Gylfi að störfum í Wales - 26.10.2015

Þessa dagana eru þeir Þóroddur Hjaltalín dómari og Gylfi Már Sigurðsson aðstoðardómari við störf í undankeppni EM U17 landsliða karla.  Riðillinn sem þeir eru að dæma í fer fram í Wales og auk heimamanna eru í riðlinum eru lið Albaníu, Hollands og Sviss. Lesa meira
 

Öruggur sigur Íslands í Slóveníu - 26.10.2015

Ísland vann í dag öruggan 0-6 sigur á Slóveníu í undankeppni EM. Þetta var jafnframt þriðji sigur Íslands í undankeppninni en Ísland er því með 9 stig eftir þessa þrjá leiki eða fullt hús stiga.

Lesa meira
 

Hólmfríður leikur sinn 100. landsleik í dag - 26.10.2015

Hólmfríður Magnúsdóttir leikur sinn hundraðasta leik í dag með A-landsliði kvenna en Hólmfríður lék sinn fyrsta leik árið 2003 gegn Bandaríkjunum. Hólmfríður hefur leikið á tveimur lokamótum fyrir hönd Íslands en hún var í leikmannahópnum sem lék á EM í Svíþjóð og EM í Finnlandi.

Lesa meira
 

Úrtakshópur U19 kvenna - 25.10.2015

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið hóp til æfinga 30. október – 1. nóvember. Að þessu sinni eru 28 leikmenn valdir og eru stelpurnar fæddar 1996-1998.

Lesa meira
 

Stúlkur fæddar 2001 til æfinga 30. október - 1. nóvember - 25.10.2015

Úlfar Hinriksson hefur valið hóp stúlkna af Suður- og Vesturlandi fæddar 2001 til æfinga 30. október – 1. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
 

Kvennalandsliðið mætir Slóveníu - Byrjunarlið Íslands í dag - 25.10.2015

Kvennalandsliðið leikur gegn Slóveníu í undankeppni EM í dag, mánudag, á útivelli. Ísland hefur unnið báða leiki sína í riðlinum en þeir voru gegn Hvít Rússum á heimavelli og gegn Makedóníu á útivelli seinasta fimmtudag.

Lesa meira
 

U17 kvenna- Ísland vann 8 marka sigur í undankeppni EM - 24.10.2015

Íslenska U17 ára kvennalandsliðið vann 8-0 sigur á Færeyjum í undankeppni EM en leikið er í Svartfjallalandi. Ísland komst í 5-0 í fyrri hálfleik og fylgdi því eftir með 3 mörkum í seinni hálfleik og endaði leikurinn 8-0.

Lesa meira
 

U17 kvenna- Byrjunarliðið gegn Færeyjum - 24.10.2015

U17 ára landslið kvenna leikur við Færeyjar í undankeppni EM en leikurinn hefst klukkan 11:00 í dag, laugardag. Ísland vann fyrsta leik sinn í riðlinum 3-0 en það var gegn Svartfjallalandi.

Lesa meira
 

Rúna aðstoðardómari á leik Þýskalands og Tyrklands - 22.10.2015

Rúna Kristin Stefánsdóttir verður aðstoðardómari á leik Þýskalands og Tyrklands í undankeppni EM kvenna sem fram fer í Þýskalandi á sunnudaginn. Rúna verður með írskum dómurum en Daly Rhona verður aðaldómari á leiknum.

Lesa meira
 

A kvenna - Öruggur sigur gegn Makedóníu í undankeppni EM - 22.10.2015

Ísland vann öruggan 0-4 sigur á Makedóníu í undankeppni EM en leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður í Skopje. Völlurinn var mjög blautur og pollar víða á vellinum sem gerðu leikmönnum erfitt fyrir með spilamennsku.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Íslenskur sigur gegn Svartfjallalandi - 22.10.2015

Íslenska U17 ára lið kvenna vann öruggan 3-0 sigur á Svartfjallalandi í undankeppni EM. Mörkin létu aðeins á sér standa en flóðgáttir brustu á 66. mínútu en þá skoraði Aníta Daníelsdóttir fyrsta mark leiksins.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland leikur við Makedóníu í dag, fimmtudag - Byrjunarliðið - 21.10.2015

Kvennalandsliðið leikur við Makedóníu í undankeppni EM 2017 en leikurinn hefst klukkan 11:30 að íslenskum tíma. Ísland er með 3 stig eftir fyrsta leik en stelpurnar okkar unnu Hvít Rússa 2-0 á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Svartfjallalandi - 21.10.2015

U17 ára lið kvenna leikur í dag, fimmtudag, við Svartfjallaland í undankeppni EM en leikurinn hefst klukkan 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Unglingadeild UEFA - Stjarnan úr leik þrátt fyrir sigur - 21.10.2015

Stjarnan er úr leik í Unglingadeild UEFA en liðið vann samt leik sinn gegn Elfsborg í kvöld 1-0. Fyrri leikurinn fór 2-0 fyrir sænska liðinu Elfsborg sem kemst því áfram 2-1.

Lesa meira
 

U17 landslið kvenna í Svartfjallalandi - 20.10.2015

U17 landslið kvenna hefur leik í undankeppni EM 2016 í vikunni, í riðli sem er leikinn í Svartfjallalandi.  Auk Íslendinga og heimastúlkna eru Færeyingar og Finnar í riðlinum.  Leikdagar eru 22., 24. og 27. október og eru fyrstu mótherjarnir Svartfellingar.

Lesa meira
 

Leikir í undankeppni EM 2017 framundan - 20.10.2015

Það eru leikir í undankeppni EM kvennalandsliða 2017 framundan á á næstu dögum leikur A landslið kvenna tvo leiki á Balkanskaganum.  Fyrst er leikið gegn Makedóníu á fimmtudag og svo gegn Slóveníu mánudaginn 26. okt.  Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 

Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu? - 20.10.2015

KSÍ óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins.  Meginverkefni er þjónusta við aðildarfélög KSÍ og starfsemi tengd leyfiskerfi KSÍ, samningum leikmanna, félagaskiptum, störfum milliliða, uppfærslu á reglugerðum sambandsins og ýmsum tilfallandi verkefnum.  Leitað er að einstaklingi með lögfræðimenntun. 

Lesa meira
 

Seinni leikur Stjörnunnar og Elfsborg í Unglingadeild UEFA í kvöld, kl. 18:00 - 20.10.2015

Stjarnan mætir Elfsborg í Unglingadeild UEFA á miðvikudag, en í þeirri deild leika U19 lið karla.  Þetta er seinni leikur liðanna, en þeim fyrri, sem fram fór í Borås í Svíþjóð, lauk með tveggja marka sigri Svíanna.  Leikurinn á miðvikudag fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og hefst kl. 18:00.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 karla - 19.10.2015

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 16 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara U16 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 karla - 19.10.2015

Í vikunni verða úrtaksæfingar U19 landslið karla.  Æft verður í Kórnum í Kópavogi, Egilshöll í Reykjavík og Samsungvellinum í Garðabæ. Þorvaldur Örlygsson er þjálfari U19 landsliðsins.

Lesa meira
 

KSÍ II þjálfaranámskeið - 19.10.2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum, eitt helgina 30.október - 1. nóvember og tvö helgina 6.-8. nóvember. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 

Umsóknarglugginn opnar 17. desember - 16.10.2015

Miðasöluvefur UEFA vegna úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016 er nú kominn í loftið og er þar að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um miðamál og miðasöluna sjálfa fyrir keppnina.  Umsóknarglugginn opnar þó ekki fyrr en 17. desember.  Dregið verður í riðla í París þann 12. desember, og þá fyrst liggur leikjaniðurröðun fyrir.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan úr leik eftir tap í Rússlandi - 15.10.2015

Stjarnan er úr leik í 32-liða úrslitunum í Meistaradeild kvenna eftir 3-1 tap gegn Zvezda 2005 í Rússlandi. Stjarnan tapaði fyrri leiknum á Samsung-vellinum 1-3 og svo aftur 3-1 í dag.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan mætir Zvezda 2005 í dag, fimmtudag - 15.10.2015

Kvennalið Stjörnunnar leikur seinni leik sinn við rússneska liðið Zvezda 2005 í Meistaradeild Evrópu í dag, fimmtudag. Fyrri leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ þar sem Zvezda 2005 hafði betur 1-3.

Lesa meira
 

A landslið karla leikur við Pólverja og Slóvaka í nóvember - 15.10.2015

A landslið karla mun leika tvo vináttulandsleiki í nóvember og hafa mótherjarnir nú verið staðfestir.  Fyrst verður leikið gegn Póllandi í Varsjá þann 13. nóvember, og fjórum dögum síðar, þann 17. nóvember, leikur íslenska liðið við Slóvakíu í Zilina. Lesa meira
 
Valdmar Pálsson

Valdimar Pálsson dæmir í Wales - 15.10.2015

Valdimar Pálsson verður dómari á leik Airbus UK Broughton og Llandudno í welsku úrvalsdeildinni á föstudag.  Verkefnið er hluti af dómaraskiptum á milli knattspyrnusambanda Íslands og Wales.  Lesa meira
 

Uppgjör UEFA á undankeppni EM 2016 - 15.10.2015

UEFA hefur birt uppgjör af ýmsu tagi í tengslum við lok riðlakeppninnar fyrir EM karlalandsliða 2016 og á íslenska landsliðið sína fulltrúa þar.  Gylfi Þór Sigurðsson var valinn í úrvalslið keppninnar, Ragnar Sigurðsson er einn fárra leikmanna sem lék allar mínútur í öllu leikjum síns liðs, og bestu úrslit keppninnar voru valin eins marks sigur Íslands á Hollandi í Amsterdam.

Lesa meira
 
European Qualifiers

Átta þjóðir í umspilsleikjum í nóvember - 15.10.2015

Raðað hefur verið í styrkleikaflokka fyrir umspil um sæti í lokakeppni EM karlalandsliða 2016.  Um er að ræða 8 þjóðir og eru fjórar í hvorum flokki um sig, en dregið verður næstkomandi sunnudag.  Umspilsleikirnir fara fram 12.-14. nóvember og 15.-17. nóvember. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Ísland í fjórða styrkleikaflokki fyrir EM 2016 - 15.10.2015

UEFA hefur gefið út styrkleikaflokkana fyrir úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016.  Röðunin er þó ekki klár fyrir öll liðin, því bíða þarf eftir niðurstöðu úr umspilsleikjunum, sem fram fara í nóvember.  Það liggur þó ljóst fyrir að Ísland er í fjórða styrkleikaflokki.

Lesa meira
 
Mynd frá Marc Boal

U21 karla - Markalaust í Skotlandi - 13.10.2015

Íslenska U21-landsliðið gerði markalaust jafntefli við Skotland í Aberdeen en leikurinn þótti heldur rólegur. Frederik Schram, markmaður, átti góðan leik en Skotar sóttu heldur meira en íslensku strákarnir í leiknum.

Lesa meira
 

Tékkland vann A-riðil, Ísland áfram ásamt Tyrklandi - 13.10.2015

Mikill fögnuður braust út í leiks­lok á leik Tékklands og Íslands en og það var ljóst að Kasakst­an hefði unnið Lett­land. Þau úr­slit þýða að Tyrk­ir fara beint á EM, sem liðið með best­an ár­ang­ur í 3. sæti í undan­keppn­inni, þegar horft er til úr­slita í leikj­um fimm efstu liða hvers riðils. Íslend­ing­ar og Tékk­ar höfðu þegar tryggt sér far­seðil­inn, en Ísland endaði í 2. sæti og Tékk­land efst með sigri á Hollandi í Amster­dam.

Lesa meira
 

Tap gegn Tyrklandi - Tyrkir komust beint á EM - 13.10.2015

Ísland tapaði 1-0 gegn Tyrkland í kvöld en leikið var í Konya. Leikurinn var heilt yfir heldur bragðdaufur þrátt fyrir magnaða stemningu á áhorfendapöllunum. Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik en heimamenn voru mun meira með boltann en Ísland átti ágætar skyndisóknir.

Lesa meira
 

Byrjunarlið U21 karla í Aberdeen - 13.10.2015

U21 landslið karla mætir Skotlandi í Aberdeen í dag, þriðjudag, og hefst leikurinn kl. 16:45 að íslenskum tíma.  Ein breyting er gerð á byrjunarliði íslenska liðsins milli leikja.  Árni Vilhjálmsson, sem skoraði sigurmarkið gegn Úkraínu í síðasta leik, byrjar í dag.

Lesa meira
 

Uppselt á leik Tyrklands og Íslands - 13.10.2015

Eins og kunnugt er eigast Tyrkir og Íslendingar við í lokaumferðinni í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Leikurinn fer fram í Konya í Tyrklandi og er uppselt á leikinn - rúmlega 41.000 miðar seldir og má búast við mikilli stemmningu. Lesa meira
 
European Qualifiers

Mínútu þögn fyrir leik - leikið með sorgarbönd - 13.10.2015

Fyrir leik Tyrklands og Íslands í undankeppni EM karlalandsliða 2016 á þriðjudagskvöld verður fórnarlamba sprengjuárásanna í Ankara í Tyrklandi minnst með táknrænum hætti.  Fyrir leikinn verður einnar mínútu þögn á leikvanginum og munu leikmenn beggja liða jafnframt bera sorgarbönd i leiknum. Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Tyrkjum í Konya - 12.10.2015

Þrjár breytingar eru gerðar á byrjunarliði A landsliðs karla, sem mætir Tyrkjum í Konya í kvöld, í lokaumferð undankeppni EM 2016.  Jón Daði Böðvarsson kemur í framlínuna í stað Alfreðs Finnbogasonar, Ögmundur Kristinsson stendur á milli stanganna í stað Hannesar Þórs Halldórssonar, sem meiddist á æfingu á sunnudag, og Aron Einar Gunnarsson snýr til baka úr leikbanni.

Lesa meira
 

Þrír leikir í riðli Íslands í undankeppni EM U21 karla á þriðjudag - 12.10.2015

Á þriðjudag fer fram heil umferð í riðli Íslands í undankeppni EM U21 landsliða karla, þrír leikir.  Ísland og Skotland mætast á Pittodrie Stadium í Aberdeen og hefst leikurinn kl. 16:45 að íslenskum tíma.  Íslenska liðið er á toppi riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki.

Lesa meira
 
Sænskri þjálfarar í heimsókn hjá KSÍ

Sænskir þjálfarar í heimsókn - 12.10.2015

Í liðinni viku heimsótti hópur þjálfara frá Gautaborg Ísland og fræddist um uppbyggingarstarf í íslenskri knattspyrnu.  Hópurinn gerði víðreist, heimsótti aðildarfélög KSÍ, skoðaði aðstöðu til keppni og æfinga og fylgdist með æfingum, og hlýddi einnig á fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Eins marks tap U19 karla gegn Norður-Írum - 12.10.2015

U19 karla lék á dögunum tvo vináttuleiki við Norður-Írland.  Seinni leikurinn fór  fram í Sandgerði á sunndag og þar unnu gestirnir sigur með eina marki leiksins.  Þessir tveir leikir voru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni EM Lesa meira
 
A karla á æfingu í Konya

Æft á keppnisvellinum í Konya - 12.10.2015

A landslið karla er nú í Tyrklandi og mætir heimamönnum í lokaumferð undankeppni EM 2016.   íslenski hópurinn æfði í dag, mánudag, á keppnisvellinum í Konya, og tóku allir leikmenn  þátt í æfingunni. Lesa meira
 
European Qualifiers

Tveir síðustu leikdagarnir framundan - 12.10.2015

Tveir síðustu leikdagarnir í undankeppni EM karlalandsliða 2016 eru framundan, en leikið er á mánudag og þriðjudag.  Í riðlum C-G-H er enn keppt um annað sætið, sem gefur beinan þátttökurétt í úrslitakeppninni.  Á meðal liða sem eru enn í þeirri baráttu eru Svíar og Norðmenn. Lesa meira
 

Skrifstofa KSÍ er lokuð mánudag og þriðjudag - 12.10.2015

Skrifstofa KSÍ er lokuð á mánudag og þriðjudag og opnar aftur á miðvikudagsmorgun.

Lesa meira
 

Hannes Þór meiddur - Róbert Örn í hópinn - 11.10.2015

Hannes Þór Halldórsson, markmaður, meiddist á öxl á æfingu með landsliðinu í morgun og ferðast ekki með til Tyrklands. Róbert Örn Óskarsson, markmaður FH, tekur sæti Hannesar í verkefninu gegn Tyrklandi.

Lesa meira
 

Ísland heldur toppsætinu í A-riðli - 10.10.2015

Ísland er áfram í toppsæti A-riðils en Tyrkir unnu öruggan 0-2 sigur á Tékkum í Tékklandi. Það þýðir að Ísland er með 20 stig en Tékkar eru með 19 stig. Tyrkir eru því komnir í bílstjórasætið í baráttunni um 3. sætið sem gefur sæti í umspili en Tyrkland leikur við Ísland í lokaleiknum en Holland leikur við Tékka á heimavelli.

Lesa meira
 

Kolbeinn Sigþórsson orðinn næst markahæsti landsliðsmaðurinn - 10.10.2015

Kolbeinn Sigþórsson er orðinn næst markahæsti leikmaðurinn í sögu landsliðsins en mark Kolbeins gegn Lettum er hans 18 mark fyrir Ísland en Ríkharður skoraði á sínum ferli 17 mörk.

Lesa meira
 

Svekkjandi jafntefli gegn Lettum - 10.10.2015

Ísland gerði 2-2 jafntefli við Lettland í undankeppni EM en íslenska liðið missti niður tveggja marka forystu í seinni hálfleik. Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi í 1-0 með marki á 5. mínútu en hann fylgdi þar eftir góðri aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Gylfi var sjálfur á ferðinni á 27. mínútu þegar hann geystist upp völlinn og skaut glæsilegu skoti í mark Lettlands.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Lettlandi - 10.10.2015

Ísland leikur í dag sinn seinasta heimaleik í undankeppni EM karlalandsliða 2016. Mótherjinn er Lettland og hefst leikurinn kl 16:00. Byrjunarlið íslenska liðsins hefur verið opinberað og eru tvær breytingar frà síðasta leik.

Lesa meira
 

Ísland mætir Lettlandi í dag klukkan 16:00 - 9.10.2015

Karlalandsliðið leikur í dag við Lettland í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst klukkan 16:00. Íslenska liðið er í góðri stöðu í riðlinum en liðið trónir á toppnum með 19 stig eins og Tékkar en Ísland er með mun betri markamun eða 12 mörk en Tékkar eru með 6 mörk í plús. Sigur gegn Lettlandi ætti því að sjá til þess að Ísland haldi toppsætinu en Tékkar eiga nokkuð erfiðan leik fyrir höndum gegn Tyrkjum á heimavelli.

Lesa meira
 

U19 karla - Albert Guðmundsson með bæði i sigri á Norður Írum - 9.10.2015

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri mætti Norður-Írlandi í vináttuleik á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld, föstudag. Ísland vann 2-0 sigur þar sem Albert Guðmundsson, leikmaður PSV Eindhoven, skoraði bæði mörkin.

Lesa meira
 

U21 karla - Árni Vilhjálmsson tryggði Íslandi sigur á Úkraínu - 8.10.2015

U21 árs lið karla vann í kvöld mikilvægan 0-1 sigur á Úkraínu á útivelli. Eina mark leiksins kom á 71. mínútu en það var Árni Vilhjálmsson sem skoraði markið. Árni hafði komið inn á sem varamaður og stuttu síðar skoraði hann markið mikilvæga.

Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir Ísland - Lettland og Facebook-leikur - 8.10.2015

Ísland mætir Lettlandi í seinasta heimaleik í undankeppni EM 2016 á laugardaginn. Í tilefni af því er komin út rafræn leikskrá þar sem finna má viðtöl við Lars Lagerbåck og Gunnleif Gunnleifsson en einnig er efni sem tengist leiknum að finna í leikskránni.

Lesa meira
 

U19 karla - Tveir leikir gegn Norður Írum - 8.10.2015

Íslenska U19 ára lið karla leikur tvo vináttuleiki við Norður Íra á komandi dögum. Á morgun, föstudag, leikur liðið á Samsung-vellinum í Garðabæ en leikurinn er klukkan 19:00. Seinni leikurinn er á sunnudaginn og verður hann leikinn á K&G-vellinum í Sandgerði. Leikurinn hefst klukkan 12:00 á sunnudaginn.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan tapaði á heimavelli - 8.10.2015

Stjarnan tapaði 1-3 gegn rússneska liðinu WFC Zvezda 2005 í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu kvenna. Rússarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust yfir á 5. mínútu leiksins. Staðan var orðin 0-2 á 13. mínútu og útlitið ekki gott.

Lesa meira
 
Leikvangurinn í Álaborg

Íslenskir eftirlitsmenn á alþjóðlegum leikjum - 7.10.2015

KSÍ hefur um árabil kappkostað að vera virkt í innra starfi hjá UEFA og FIFA og á Ísland þannig sína fulltrúa á meðal alþjóðlegra eftirlitsmanna, dómaraeftirlitsmanna og starfsmanna leikja.  Þessi þátttaka, og val UEFA og FIFA á einstaklingum frá Íslandi í alþjóðleg verkefni, er viðurkenning á því starfi. Lesa meira
 
European Qualifiers

Spenna fyrir síðustu tvær umferðirnar - 7.10.2015

Þegar tvær umferðir eru eftir af undankeppni EM karlalandsliða 2016 hafa aðeins fimm þjóðir þegar tryggt sér sæti í lokakeppninni.  Það er því ljóst að það verður spenna í öllum riðlum, þar sem efstu tvö lið hvers riðils komast beint í úrslitakeppnina og liðin í þriðja sæti komast í umspil. Lesa meira
 

A-kvenna - Leikmannahópurinn sem mætir Makedóníu og Slóveníu - 7.10.2015

Kvennalandsliðið leikur tvo útileiki í október í undankeppni EM. Fyrri leikurinn er gegn Makedóníu í Skopje en leikurinn fer fram 22. október. Seinni leikurinn er gegn Slóveníu en sá leikur fer fram í Lendava þann 26. október.

Lesa meira
 

Rússar dæma leik Íslands og Lettlands - 7.10.2015

Það verða rússneskir dómarar sem dæma leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM á laugardaginn. Aleksei Eskov er aðaldómari leiksins en sex dómarar dæma leikinn þar sem aukaaðstoðardómarar eru einnig í dómarateyminu.

Lesa meira
 

Þrír af 24 í hópi Tyrkja hjá erlendum félagsliðum - 6.10.2015

Eins og kunnugt er tekur Ísland á móti Lettlandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM karlalandsliða 2016 næstkomandi laugardag.  Þremur dögum síðar fer lokaumferð riðilsins fram og mætir íslenska liðið þá því tyrkneska í Konya i Tyrklandi.  Tyrkneska liðið hafur vaxið eftir því sem á keppnina hefur liðið.  Landsliðsmenn þeirra leika flestir í heimalandinu.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Tæplega sextíu á úrtaksæfingum U17 karla - 6.10.2015

Úrtaksæfingar vegna U17 landsliðs karla fara fram í Egilshöll og Kórnum dagana 9.-11. október næstkomandi.  Alls hafa tæplega sextíu drengir verið valdir til æfinganna, sem fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs karla. Lesa meira
 
FARE Action Weeks 2015

Sérstakir baráttudagar gegn mismunun í Evrópu - 6.10.2015

Í tengslum við leiki í undankeppni EM karlalandsliða 2016, sem leiknir eru dagana 8. til 22. október, notar evrópska knattspyrnuhreyfingin tækifærið og efnir til sérstakra baráttudaga gegn rasisma í Evrópu.  Rasismi á engan tilverurétt í fótbolta!

Lesa meira
 

Sigurvegarar sumarsins - 6.10.2015

Það eru ansi margir Íslands- og bikarmeistarar krýndir á hverju tímabili. Það er keppt í mörgum flokkum allt frá 6. flokki upp í eldri flokk með leikmönnum 50 ára og eldri.

Lesa meira
 

Meistaraflokkur kvenna í Grindavík leitar að þjálfara - 6.10.2015

Kvennaráð Knattspyrnudeild Grindavíkur óskar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna í knattspyrnu fyrir tímabilið 2015-2016.

Lesa meira
 

Málþing um andlega líðan íþróttamanna - 6.10.2015

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík og Knattspyrnusamband Íslands efna til málþings um andlega líðan íþróttamanna.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Stjarnan - WFC Zvezda 2005 í Meistaradeild kvenna í kvöld - 6.10.2015

Stjarnan mætir rússneska liðinu WFC Zvezda 2005 í tveimur leikjum í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og er fyrri leikurinn á Samsung-vellinum í Garðabæ á miðvikudag kl. 19:00.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sport TV. Lesa meira
 

Karlalandsliðið æfði á Laugardalsvelli - 6.10.2015

Karlalandsliðið er komið saman og það æfði nú í morgun á Laugardalsvelli. Fjölmiðlar fjölmenntu til að taka viðtöl og myndir en auk íslenskra fjölmiðla voru nokkrir erlendir fjölmiðlar mætti til að taka viðtöl og efni enda mikill áhugi fyrir íslenska liðinu víða erlendis.

Lesa meira
 

Íslenskir dómarar á EM U21 karla - 6.10.2015

Íslenskir dómarar munu dæma leiki í undankeppni EM U21 karla sem er í fullum gangi. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leik Svíþjóðar og Eistlands sem fram fer þann 9. október. Með honum eru Gylfi Már Sigurðsson, Frosti Viðar Gunnarsson og Þóroddur Hjaltalín sem er fjórði dómari.

Lesa meira
 

Æfingaáætlun yngri landsliða veturinn 2015-2016 - 6.10.2015

Æfingaáætlun yngri landsliða veturinn 2015-2016 liggur nú fyrir og er skipulagið töluvert breytt frá því undanfarin ár. Í stað þess að þrír hópar æfi að jafnaði laugardag og sunnudag tvisvar í mánuði þá munu tveir hópar æfa föstudag/laugardag/sunnudag eina helgi í mánuði.

Lesa meira
 

1.107 áhorfendur að meðaltali á leiki Pepsi-deildar karla - 3.10.2015

Alls mættu 146.138 áhorfendur á leiki Pepsi-deildar karla á keppnistímabilinu sem lauk í dag.  Þetta gera 1.107 áhorfendur að meðaltali á hvern leik en flestir mættu á leik FH og Breiðabliks í umferð, 2.843 talsins.  Það var líka heimavöllur nýkrýndra Íslandsmeistara, Kaplakrikavöllur, sem var með bestu meðaltalsaðsóknina, 1.925 áhorfendur.

Lesa meira
 

Patrick Pedersen markakóngur í Pepsi-deild karla - 3.10.2015

Valsmaðurinn Patrick Pedersen er markakóngur í Pepsi-deild karla en Patrick skoraði 13 mörk á tímabilinu. Mörkin 9 mörk komu utan af velli en Daninn skoraði einnig 4 mörk af vítapunktinum. Mörkin komu í 20 leikjum á tímabilinu og fær Patrick því gullskóinn í ár.

Lesa meira
 

Emil Pálsson valinn leikmaður ársins í Pepsi-deildinni - 3.10.2015

Emil Pálsson, leikmaður FH, var valinn leikmaður ársins af leikmönnum liða í Pepsi-deildinni. Emil lék bæði með Fjölni og FH á tímabilinu en hann átti stóran þátt í velgengi beggja liða en FH varð Íslandsmeistari þar sem Emil skoraði sigurmarkið sem var einmitt gegn Fjölni.

Lesa meira
 

Ármann Smári Björnsson fær háttvísiverðlaun Borgunar - 3.10.2015

Ármann Smári Björnsson, leikmaður ÍA, fær háttvísiverðlaun Borgunar en verðlaunin eru veitt leikmanni sem sýnir af sér heiðarlega framkomu á velli. Ármann er 34 ára leikmaður ÍA á Akranesi en hann er einnig fyrirliði liðsins.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl útnefndur besti dómari ársins í Pepsi-deild karla - 3.10.2015

Gunnar Jarl Jónsson var valinn besti dómari ársins af leikmönnum í Pepsi-deild karla. Gunnar er alþjóðlegur dómari sem hefur dæmt bæði heima sem og hefur hann fengið mörg verkefni erlendis.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitakeppni 10. bekkjar á laugardag - 2.10.2015

Riðlakeppni í Grunnskólamóti KRR í 10. bekk drengja og stúlkna er nú lokið og ljóst er hvaða skólar leika til úrslita laugardaginn 3. október.  Allir leikirnir fara fram í Egilshöll og má sjá upplýsingar um hvaða skólar leika til úrslita með því að smella hér að neðan. Lesa meira
 

Landsliðshópurinn sem mætir Lettlandi og Tyrklandi í undankeppni EM - 2.10.2015

Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Lettlandi þann 10. október á Laugardalsvelli og Tyrklandi þann 13. október ytra.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynningar í Íslandsmóti meistaraflokka í innanhússknattspyrnu - 1.10.2015

Þátttökutilkynningar vegna Íslandsmóts meistaraflokka í innanhússknattspyrnu, hafa verið sendar út til aðildarfélaga.  Frestur til að tilkynna þátttöku er til mánudagsins 12. október.  Mótið er leikið með sama fyrirkomulagi og 2015, þ.e. að forkeppni meistaraflokka karla og kvenna verður leikin með hraðmótsfyrirkomulagi en úrslitakeppnin verður leikin með fullum leiktíma.


Lesa meira
 

Íslandsmót í keppni 5 manna liða í 5. og 4. flokki - 1.10.2015

Íslandsmót í keppni fimm manna liða í 5. og 4. flokki kemur í stað Íslandsmótsins í knattspyrnu innanhúss (futsal).  Leikið verður á gervigrasi og fer mótið fram í knattspyrnuhúsum í nóvember ár hvert. Þátttökutilkynning þarf að berast í síðasta lagi laugardaginn 10. október. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Ljóst hvaða lið leika til úrslita í Grunnskólamóti KRR fyrir 7. bekk - 1.10.2015

Riðlakeppni í Grunnskólamóti KRR í 7. bekk drengja og stúlkna er nú lokið og ljóst er hvaða skólar leika til úrslita föstudaginn 2. október.  Smellið hér að neðan til að sjá hvaða skóla er um að ræða.

Lesa meira
 

Eyjólfur velur 20 manna hóp fyrir leiki við Úkraínu og Skotland - 1.10.2015

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Ukraínu 8. október og Skotlandi 13. október ytra í undankeppni EM 2017.  Í hópnum eru 20 leikmenn og leika sjö þeirra með erlendum félagsliðum.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland áfram í 23. sæti á FIFA-listanum - 1.10.2015

A landslið karla er í 23. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og heldur því sæti sínu frá því listinn var síðast gefinn út.  Næstu mótherjar Íslendinga í undankeppni EM 2016, Lettar, eru í 103. sæti og falla um 13 sæti milli mánaða.  Tyrkir eru í 37. sæti og fara upp um 9 sæti. Lesa meira
 
Stjarnan

Tveggja marka tap Stjörnunnar gegn Elfsborg - 1.10.2015

U19 lið Stjörnunnar beið lægri hlut gegn sænska liðinu Elfsborg þegar liðin mættust í Borås í Svíþjóð, í fyrri leik fyrstu umferðar Unglingadeildar UEFA (UEFA Youth League). Heimamenn unnu 2-0 með marki í sitt hvorum hálfleik.   Lesa meira
 
European Qualifiers

Pahars hefur tilkynnt 23 manna hóp sem fer til Íslands - 1.10.2015

Marian Pahars, þjálfari lettneska landsliðsins, hefur tilkynnt 23 manna hóp fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Sem kunnugt er mæta Lettar Íslandi laugardaginn 10. október, og þeir ljúka síðan keppni með heimaleik gegn Kasakstan þremur dögum síðar.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög