Fréttir

A karla - Ólafur Ingi í hópinn en Emil verður ekki með - 31.8.2015

Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður tyrkneska liðsins Genclerbirligi, hefur verið kallaður í hópinn og kemur hann til Amsterdam í kvöld, mánudag. Emil Hallfreðsson, leikmaður Verona á Ítalíu, er meiddur og mun ekki taka þátt í leiknum gegn Hollandi.

Lesa meira
 

Stjarnan Borgunarbikarmeistari kvenna 2015 - 29.8.2015

Stjarnan er bikarmeistari kvenna en liðið vann Selfoss 2-1 í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna. Leikurinn var hinn fjörugasti og fengu þeir sem mættu á Laugardalsvöllinn frábæra skemmtun.

Lesa meira
 

Áhorfendamet slegið í bikarkeppni kvenna - 29.8.2015

Áhorfendamet var slegið í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna þegar Stjarnan og Selfoss léku til úrslita, en 2.435 áhorfendur komu á leikinn. Þetta er í þriðja árið í röð sem áhorfendamet er slegið í bikarkeppni kvenna en á seinasta úrslitaleik mættu 2.011 á leikinn og þá mættust einmitt Stjarnan og Selfoss.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ á Norðurlandi þann 1. september - 29.8.2015

Hæfileikamótun KSÍ verður á Akureyri þriðjudaginn 1.september. Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum frá félögum á Norðurlandi. Æfingarnar verða á KA-velli.

Lesa meira
 

Viðtöl við Lars og Heimi um leikinn gegn Hollandi - Myndbönd - 28.8.2015

Landsliðsþjálfararnir Lars Lågerback og Heimir Hallgrímsson svöruðu spurningum fjölmiðlamanna í hádeginu um komandi verkefni gegn Hollandi.

Lesa meira
 

Landsliðshópurinn sem mætir Hollandi og Kasakstan - 28.8.2015

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt hópinn sem leikur við Holland og Kasakstan í undankeppni EM en leikirnir fara fram þann 3. og 6. september.

Lesa meira
 
Ísland - Holland 2014

Um 100 miðar lausir á Holland-Ísland - 27.8.2015

Uppgjöri á miðasölu KSÍ á leikinn Holland-Ísland í undankeppni EM karla 2016 er nú lokið og liggur fyrir að um 100 miðar eru eftir til sölu (ósóttar/ógreiddar pantanir, o.fl.).  Nú er því lokatækifæri fyrir áhugasama að tryggja sér miða á leikinn. Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir Suðurnes - 26.8.2015

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir Suðurnes verður í Grindavík föstudaginn 28.ágúst og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4. flokki. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem mætir Frökkum og Norður Írum - 26.8.2015

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hópinn sem leikur gegn Frökkum og Norður Írum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn er gegn Frökkum þann 5. september og fer hann fram á Kópavogsvelli.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Futsal Cup - Tap í fyrsta leik Víkinga - 26.8.2015

Fyrstu leikir E riðils í undankeppni Futsal Cup fóru fram í gærkvöldi en riðillinn er leikinn í Ólafsvík.  Heimamenn léku gegn Flamurtari Vlore frá Albaníu og höfðu gestirnir betur, 1 - 5.  Í fyrr leik kvöldsins voru það Hamburg Panthers frá Þýskalandi sem lögðu FC Differdange frá Lúxemborg, 6 - 2. Lesa meira
 
Ísland - Holland 2014

Áfram Ísland með opinn sölubás á Laugardalsvelli á mánudag - 25.8.2015

Stuðningsmannahópurinn Áfram Ísland hefur lengi fylgt íslensku landsliðunum í knattspyrnu og selt varning í litum landsliðsins til að auka stemmningu.  Mánudaginn 31. ágúst milli kl. 15:00 og 19:00 verður Áfram Ísland með opinn sölubás á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Molar um úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 25.8.2015

Stjarnan og Selfoss mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00.  Þetta eru sömu lið og léku til úrslita í fyrra, þar sem Stjarnan hafði betur og fagnaði þar með sínum öðrum bikarmeistaratitli.  Fyrir keppnina í fyrra hafði Selfoss aldrei komist lengra en í 16-liða úrslit. Lesa meira
 

Verður aðsóknarmetið slegið þriðja árið í röð? - 25.8.2015

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna fer fram á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00.  Þar mætast Stjarnan og Selfoss, sem léku einnig til úrslita í fyrra.  Í fyrra var sett aðsóknarmet þegar 2.011 áhorfendur studdu liðin dyggilega og var þá met slegið sem sett var árið á undan. 

Lesa meira
 

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna á laugardag kl. 16:00 - Leikskrá - 25.8.2015

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna fer fram á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00.  Þar mætast sömu lið og í fyrra, Stjarnan og Selfoss.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi á midi.is.  Smellið hér að neðan til að skoða ýmsar upplýsingar um leikinn. Lesa meira
 
Andri Vigfússon

Andri dæmir í Moldavíu - 24.8.2015

Andri Vigfússon verður í eldlínunni en hann mun dagana 27. – 29. ágúst dæma í undankeppni Futsal Cup, Evrópukeppni félagsliða í Futsal.  Riðillinn sem fer fram í Moldavíu en þar mætast félagslið frá Armeníu, Belgíu auk Moldavíu. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Vestfjörðum - 24.8.2015

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir Vestfirði  verður á Ísafirði þriðjudaginn 25. ágúst og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4. flokki. Strákar eiga að mæta  kl.15:00 og  stelpur  kl. 16:30 .  Smellið hér að neðan til að sjá nöfn þeirra sem boðuð hafa verið á þessar æfingar. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tveimur leikjum í Pepsi-deild karla breytt - 21.8.2015

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest breytingu á tveimur leikjum í Pepsi-deild karla.  Leikirnir Víkingur-ÍBV og Keflavík-KR áttu að fara fram á mánudag, en hafa nú verið færðir til þriðjudags.  Leikstaðir eru þeir sömu og leiktímar óbreyttir. Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Futsal Cup - Fyrstu leikirnir á þriðjudaginn - 21.8.2015

Víkingar frá Ólafsvík standa í stórræðum þessa dagana en þeir eru gestgjafar í E riðli undankeppni Futsal Cup sem er Evrópukeppni félagsliða í Futsal.  Auk Víkinga leika í riðlinum, Hamburg frá Þýsklandi, Flamurtari Vlorë frá Albaníu og FC Differdange frá Lúxemborg.  Fyrstu leikirnir fara fram þriðjudaginn 25. ágúst en leikjadagskráin er svohljóðandi: Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik ÍBV og KR frestað til föstudags - 20.8.2015

Leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla, sem fara átti fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag, fimmtudag kl. 18:00, hefur verið frestað.  Leikurinn mun fara fram á morgun, föstudag kl. 18:00. Lesa meira
 
Leyfiskerfi FIFA

Leyfiskerfi FIFA innleitt í árslok 2016 - 20.8.2015

FIFA hefur tilkynnt að leyfiskerfi FIFA, sem smíðað er að mestu eftir leyfiskerfum UEFA og AFC (Knattspyrnusambands Asíu), verði innleitt í árslok 2016.  Undirbúningsvinna hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið og nú styttist í innleiðingu kerfisins fyrir öll aðildarsambönd FIFA.

Lesa meira
 

Stjarnan mætir sama liði og í fyrra - 20.8.2015

Dregið hefur verið í 32-liða úrslit Meistaradeildar kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í dag, fimmtudag.  Stjarnan, sem komst með fullt hús stiga í gegnum undanriðil sem leikinn var á Kýpur, fékk sömu mótherja og í fyrra, WFC Zvezda 2005 frá Rússlandi.   Lesa meira
 
Tólfan

Vegleg dagskrá fyrir íslenska stuðningsmenn í Amsterdam - 20.8.2015

Stuðningssveitin Tólfan hefur skipulagt veglega dagskrá fyrir íslenska stuðningsmenn í tengslum við leik Hollands og Íslands í undankeppni EM karlalandsliða 2016, en liðin mætast í Amsterdam þann 3. september.  Á leikdegi er ætlunin að Íslendingar taki yfir Dam-torg og máli Amsterdam í bláum lit. Lesa meira
 

Ósóttir miðar á Holland-Ísland afhentir á skrifstofu KSÍ til og með 26. ágúst - 20.8.2015

Vegna ósóttra miða á leikinn Holland-Ísland í undankeppni EM karla 2016 er bent á að þau sem keyptu miða í gegnum midi.is geta sótt miðana á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli, milli kl. 09:00-12:00 og 13:00-16:00 virka daga til og með miðvikudeginum 26. ágúst.  

Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum og íþróttafulltrúa - 20.8.2015

Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík auglýsir eftir starfsfólki.  Leitað er að þjálfurum fyrir yngri flokka, yfirþjálfara barna- og unglingastarfs, og íþróttafulltrúa.  Nánari upplýsingar veitir Ótthar Edvardsson framkvæmdastjóri Þróttar. Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Engar athugasemdir í gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ - 19.8.2015

Í byrjun ágústmánaðar framkvæmdi fulltrúi SGS gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  SGS er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki sem framkvæmir árlegar úttektir á leyfiskerfum aðildarlanda UEFA og gildir hver vottun í eitt ár.  Engar athugasemdir voru gerðar við leyfiskerfi KSÍ. Lesa meira
 

Ráðstefna í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 19.8.2015

KÞÍ í samstarfi við KSÍ kynnir glæsilega bikarúrslitaráðstefnu sem haldin verður í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars kvenna.  Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar eru Jonas Eidevall, fyrrum þjálfari Rosengard í Svíþjóð. Lesa meira
 
Frá hæfileikamótun á Ísafirði

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á höfuðborgarsvæðinu 21.ágúst - 19.8.2015

Halldór Björnsson, yfirmaður hæfileikamótunar KSÍ, mun vera með æfingar fyrir drengi frá félögum á höfuðborgarsvæðinu þann 21. ágúst.  Æfingarnar verða í Laugardal og er um að ræða seinni hluta æfingaseríu á höfuðborgarsvæðinu.  Leikmenn sem eru boðaðir nú (fæddir 2001 og 2002) koma frá Fjölni, Fram, Fylki, ÍR, KR, Leikni, Val, Víkingi og Þrótti.

Lesa meira
 
Guðbjörg Pedersen

Guðbjörg Pedersen fyrst kvenna til að dæma í efstu deild karla - 18.8.2015

Í síðara bindi 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu, eftir Sigmund Ó. Steinarsson, kemur fram að þann 16. júní 1979 hafi Guðbjörg Pedersen úr Ármanni verið aðstoðardómari á leik ÍBV og KR.  Guðbjörg var þar með fyrst kvenna til að starfa við dómgæslu í efstu deild karla.   Lesa meira
 

Dregið í 32-liða úrslit Meistaradeildar kvenna á fimmtudag - 17.8.2015

Dregið verður í 32-liða úrslit í UEFA Meistaradeild kvenna fimmtudaginn 20. ágúst, en eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um tryggði Stjarnan sér sæti þar með því að leggja alla mótherja sína í undanriðli sem fram fór á Kýpur.   Lesa meira
 

Dómarar frá Danmörku, Finnlandi og Wales að störfum - 17.8.2015

KSÍ hefur átt í samstarfi síðustu ár við knattspyrnusambönd á Norðurlöndum og Bretlandseyjum varðandi dómaraskipti.  Þannig hafa dómarar komið hingað til lands og dæmt leiki í deildarkeppni og íslenskir dómarar dæmt leiki ytra.  Á næstunni munu dómarar frá Finnlandi og Wales dæma leiki hér á landi. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn

Besta aðsókn að bikarúrslitaleik karla á þessari öld - 17.8.2015

Áhorfendur á úrslitaleik Borgunarbikars karla síðastliðinn laugardag, þar sem Valur og KR mættust, voru 5.751 talsins, sem er mesti fjöldi á úrslitaleik bikarsins á þessari öld, og mesti fjöldi síðan 1999 þegar 7.401 var viðstaddur leik ÍA og KR. Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan í 32-liða úrslitin - 16.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag, sunnudag, eftir 2-0 sigur á Fc Apollo Ladies frá Kýpur.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan leikur úrslitaleik við Apollon Ladies - 16.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar leikur í dag, sunnudag, hreinan úrslitaleik um sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðið leikur við FC Apollon Ladies frá Kýpur en í seinasta leik riðakeppninnar en bæði lið eru með 6 stig.

Lesa meira
 

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi á Laugarvatni 21. - 23. ágúst | Uppfært - 15.8.2015

Úrtökumót KSÍ árið 2015 fyrir drengi verður haldið á Laugarvatni, dagana 21. - 23. ágúst. Umsjón með mótinu hefur Freyr Sverrisson.

Lesa meira
 

Valur varð seinast bikarmeistari fyrir 10 árum - 15.8.2015

Valsmenn urðu seinast bikarmeistarar árið 2005 en þá unnu þeir Fram í úrslitaleik 1-0. Það eru því 10 ár síðan Valsmenn hömpuðu seinast bikarmeistaratitlinum.

Lesa meira
 

VALUR BIKARMEISTARI KARLA - 15.8.2015

Valur varð á laugardag Borgunarbikarmeistari karla en liðið vann 2-0 sigur á KR á Laugardalsvelli. Valsmenn byrjaðu leikinn af krafti en hvorugt lið náðu þó að skora í fyrri hálfleik og var staðan markalaust þegar Erlendur Eiríksson, dómari, flautaði til hálfleiks.

Lesa meira
 

Klara Bjartmarz ráðin framkvæmdastjóri KSÍ - 14.8.2015

Á fundi stjórnar KSÍ fimmtudaginn 13. ágúst var samþykkt að ráða Klöru Bjartmarz í starf framkvæmdastjóra KSÍ, en hún hafði áður verið ráðin tímabundið í mars á þessu ári.  Klara hefur starfað fyrir KSÍ síðan í janúar 1994, lengst af við mótamál og landslið kvenna.  Þá gegndi hún jafnframt starfi skrifstofustjóra KSÍ um árabil.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á höfuðborgarsvæðinu 18. ágúst - 14.8.2015

Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingar fyrir drengi á höfuðborgarsvæðinu fædda 2001 og 2002 (Fyrri hluti: Afturelding, Breiðablik, FH, Grótta, Haukar, HK og Stjarnan)

Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir úrslitaleik Borgunarbikars karla - 13.8.2015

Valur og KR leika til úrslita í Borgunarbikar karla en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli á laugardaginn, 15. ágúst, og hefst leikurinn klukkan 16:00.

Lesa meira
 

Stjarnan vann sigur á KÍ frá Færeyjum - 13.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar vann öruggan 4-0 sigur á KÍ frá Færeyjum í Meistaradeild Evrópu og það er því ljóst að Stjarnan og FC Apollo Ladies leika til úrslita um efsta sæti riðilsins. Stjarnan hafði unnið Hbernians frá Möltu í fyrsta leiknum og er því með 6 stig eftir sigurinn á KÍ.

Lesa meira
 

Völsungur leitar að yfirþjálfara - 13.8.2015

Barna- og unglingaráð í knattspyrnu hjá Völsungi auglýsir stöðu yfirþjálfara yngri flokka lausa til umsóknar. Um er að ræða virkilega spennandi starf, en Völsungur rekur öflugt yngri flokka starf í knattspyrnu. Um þessar mundir eru rétt ríflega 200 iðkendur skráðir í yngri flokka félagsins.

Lesa meira
 

Erlendur dæmir úrslitaleik Borgunarbikars karla - 13.8.2015

Erlendur Eiríksson mun dæma úrslitaleik Borgunarbikars karla sem fram fer á laugardaginn, 15. ágúst. Leikurinn er á milli Vals og KR en Erlendur dæmdi árið 2010 bikarúrslitaleik FH og KR.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan leikur við KÍ frá Færeyjum - 13.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar leikur í dag annan leik sinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag, fimmtudag, og eru það Færeyingar sem etja kappi við íslenska liðið að þessu sinni. Stjarnan byrjaði vel í riðlakeppninni en liðið vann Hibernians frá Möltu í fyrsta leik 5-0.

Lesa meira
 

Breytingar í Pepsi-deild karla - 13.8.2015

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 2015 - 12.8.2015

Laugardaginn 15. ágúst leika Valur og KR til úrslita í Borgunarbikar karla.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 16:00.  Forsala aðgöngumiða er þegar hafin á midi.is og einnig er hægt að kaupa miða beint af félögunum.  Leikurinn er jafnframt í beinni sjónvarpssendingu á Stöð 2 sport. Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan byrjaði með stórsigri - 11.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar byrjaði af krafti í Meistaradeild Evrópu en liðið vann 5-0 sigur á maltneska liðinu Hibernians í fyrsta leik sínum í riðlinum. Stjarnan leiddi 3-0 í hálfleik og var sigurinn því aldrei í hættu.

Lesa meira
 
Ísland - Holland 2014

Uppselt á Ísland-Kasakstan - 11.8.2015

Uppselt er á leik Íslands og Kasakstans í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Miðasala hófst kl. 12:00 í dag, þriðjudag, eins og kynnt var á vef KSÍ í síðustu viku.  Alls fóru um 5 þúsund miðar í sölu í dag og seldust þeir upp á rúmlega einni klukkustund.   Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan leikur við Hibernians - 11.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar hefur leik í dag, þriðjudag, í Meistaradeild Evrópu, en liðið er í riðli með Appollon Ladies FC frá Kýpur, Hibernians FC frá Möltu og Klaksvíkar ĺtrottarfelag frá Færeyjum. Stjarnan hefur leik gegn Hibernians frá Möltu en riðillinn verður leikinn á Kýpur næstu daga.

Lesa meira
 

U17 karla - Sigur á Dönum og 3. sætið staðreynd - 9.8.2015

Ísland vann Dani á Opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag, sunnudag, en leikurinn endaði í vítakeppni þar sem Ísland hafði betur. Leikurinn var sjálfur hinn fjörugasti og átti íslenska liðið góð færi í leiknum án þess þó að ná að skora.

Lesa meira
 
ÍA

Úrskurður í máli Víkings gegn ÍA - 7.8.2015

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál nr. 3/2015, Víkingi gegn ÍA.  Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði í leik 2. flokks karla og úrskurðaði  Aga- og úrskurðarnefnd  kæranda í hag. Lesa meira
 

U17 karla - Sigur á Færeyjum - 7.8.2015

Íslenska U17 ára landslið karla vann í dag, föstudag, 2-0 sigur á Færeyjum á Opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Ísland skoraði tvívegis í seinni hálfleik en Arnór Sigurðsson kom Íslandi yfir á 46. mínútu leiksins en það var Birgir Finnsson sem skoraði seinna marki á 48. mínútu og endaði leikurinn 2-0.

Lesa meira
 
KSÍ-skírteini

Ísland - Kasakstan: Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 6.8.2015

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Kasakstan í undankeppni EM A landsliða karla, fimmtudaginn 13. ágúst frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast.  Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 

Miðasala á Ísland – Kasakstan hefst þriðjudaginn 11. ágúst kl. 12:00 - 6.8.2015

Sunnudaginn 6. september tekur Ísland á móti Kasakstan í undankeppni EM A landsliða karla 2016 á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst kl. 12:00 á hádegi, þriðjudaginn 11. ágúst, og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Lesa meira
 

Sekt vegna framkomu stuðningsmanna - 6.8.2015

Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 4. ágúst síðastliðinn voru knattspyrnudeildir Kormáks og Hvatar sektaðar um samtals 150.000 krónur vegna framkomu stuðningsmanns félagsins á leik Kormáks/Hvatar og KB í 4. deild karla D riðli sem fram fór 17. júlí síðastliðinn.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Valur-Stjarnan verður á Laugardalsvelli - 6.8.2015

Ákveðið hefur verið að leikur Vals og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, sem fram fer í kvöld, fimmtudagskvöld, verði leikinn á Laugardalsvelli.  Til stóð að leika á leik á gamla keppnivelli Vals að Hlíðarenda, en síðdegis á miðvikudag kom í ljós að vegna aðstæðna þar þyrfti að færa leikinn.

Lesa meira
 

A-landslið karla niður um eitt sæti á heimslista FIFA - 6.8.2015

A-landslið karla féll um eitt sæti á heimslista FIFA sem var birtur í dag, fimmtudag. Landsliðið er í 24. sæti listans en það hefur þó ekki leikið síðan seinasti listi var birtur. Albanir fara upp fyrir Ísland á listanum en íslenska liðið er áfram efst Norðurlandaþjóðanna en Danir eru í 25. sæti.

Lesa meira
 

U17 karla - Sigur á Bandaríkjunum - 5.8.2015

U17 ára landslið karla vann 2-0 sigur á Bandaríkjunum á Opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Fyrra markið kom beint úr hornspyrnu en dómari leiksins taldi að boltinn hafi komið við leikmann Bandaríkjanna og var markið því skráð sem sjálfsmark.

Lesa meira
 

Yfirþjálfari og knattspyrnuþjálfarar óskast hjá ÍR - 5.8.2015

Knattspyrnudeild ÍR leitar að metnaðarfullum yfirþjálfara og þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins.  Um 250 börn iðka knattspyrnu hjá ÍR og félagið leitar eftir metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir til að byggja upp starfsemi deildarinnar til framtíðar.  Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun barna og unglinga og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ.

Lesa meira
 

Helgi og Þórður dæma á Opna NM U17 karla í Svíþjóð - 5.8.2015

Norðurlandamót U17 landsliða karla fer fram í Svíþjóð dagana 4.-9. ágúst. Íslenska U17 landsliðið spilar auðvitað þar, en það eru ekki eingöngu íslenskir leikmenn sem taka þátt í NM í ár, heldur munu þeir Helgi Mikael Jónasson og Þórður Arnar Árnason starfa við dómgæslu - Helgi sem dómari og Þórður sem aðstoðardómari.

Lesa meira
 

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur á Laugarvatni 14. - 16. ágúst | UPPFÆRT - 5.8.2015

Úrtökumót KSÍ árið 2015 fyrir stúlkur verður haldið á Laugarvatni, dagana 14. - 16. ágúst. Umsjón með mótinu hefur Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna.

Lesa meira
 

U17 karla - Liðið sem mætir Bandaríkjunum - 5.8.2015

U17 landslið karla mætir Bandaríkjunum í dag, miðvikudag, og hefst leikurinn klukkan 16:00 að íslenskum tíma eða 18:00 að sænskum tíma. Byrjunarliðið er klárt og er það svona:

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Þriggja marka sigur Svía á Opna NM - 4.8.2015

U17 landslið karla tapaði með þremur mörkum gegn engu þegar liðið mætti Svíþjóð í fyrsta leik á Opna Norðurlandamótinu í dag, þriðjudag.  Svíar eru ríkjandi Norðurlandameistarar og mótið í ár fer einmitt fram þar í landi, nánar tiltekið í Värmland. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Dagskrá bikarúrslitaráðstefnu KÞÍ 2015 - 4.8.2015

KÞÍ í samstarfi við KSÍ kynnir glæsilega bikarúrslitaráðstefnu sem haldin verður í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla, laugardaginn 15. ágúst. Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru yfirþjálfari yngri flokka hjá AZ Alkmaar og yfirmaður fræðslumála hjá ensku úrvalsdeildinni.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla mætir Svíum í fyrsta leik á Opna NM - 4.8.2015

U17 landslið karla hefur leik á Opna Norðurlandamótinu í dag, en leikið er í Svíþjóð.  Mótherjarnir eru heimamenn, sem eru ríkjandi meistarar, og hefst leikurinn kl. 14:30 að íslenskum tíma.  Byrjunarliðið hefur verið opinberað og má sjá það með því að smella hér að neðan.  Lesa meira
 

Fyrrum dómarar á faraldsfæti í eftirliti - 3.8.2015

Íslenskir dómarar hafa verið á faraldsfæti að dæma leiki í Evrópudeildinni en dómararnir hafa fengið mörg verkefni að undanförnu. Það eru samt ekki bara dómarar sem eru á faraldsfæti en fyrrum dómarar eru einnig í hlutverki eftirlitsmanna á leikjum Evrópudeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög