Fréttir

Íslenskir dómarar í Evrópudeildinni - 30.6.2015

Íslenskir dómarar eru að fá úthlutuð verkefni í Evrópu um þessar mundir en Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildin eru að fara af stað.

Lesa meira
 

Opna NM U17- Tap gegn Svíum í fyrsta leik - 30.6.2015

Fyrsti leikur Íslands u-17 ára landsliðsins kvenna á Norðurlandamótinu fer fór fram í gær, mánudag. Ísland tók þá á móti sænsku stelpunum.

Lesa meira
 

Glatt á hjalla þegar liðin á U17 skemmtu sér saman - 29.6.2015

Það var glatt á hjalla þegar leikmann allra liða á U17 hittust og áttu góða kvöldstund saman. Hérna eru myndir frá kvöldinu þar sem Jón Ragnar Jónson, fótboltamaður með meiru, átti stórleik.

Lesa meira
 

U17 - Ísland leikur við Svíþjóð á NM - 29.6.2015

U17 ára landslið kvenna lék seinasta leik sinn lokamóti U17 í gær, sunnudag. Það eru samt annað U17 kvennalið í eldlínunni en það tekur þátt á Norðurlandamóti sem hefst í dag í Danmörku. Íslenska liðið leikur við Svía í dag en liðið leikur svo við Noreg og Þýskaland en þessi lið erum með Íslandi í riðli B.

Lesa meira
 

U17 - Spánn og Þýskaland í undanúrslitin - 28.6.2015

Þjóðverjar unnu öruggan sigur á Englendingum í kvöld þegar liðin mættust í úrslitakeppni U17 kvenna á Fylkisvelli. Lokatölur urðu 5 – 0 fyrir Þýskaland eftir að þeir höfðu tveggja marka forystu í leikhléi. Með sigrinum tryggði þýska liðið sér sæti í undanúrslitum þar sem Sviss verður mótherjinn.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 - Sviss tryggði sér efsta sætið í B-riðli - 28.6.2015

Það verða Sviss og Frakkland sem fara í undanúrslit úrslitakeppni U17 kvenna úr B-riðli en þetta varð ljóst eftir leiki dagsins.  Sviss gerði sér lítið fyrir og skaust í efsta sætið með því að leggja Frakka að velli en Frakkar höfðu þegar tryggt sér sæti undanúrslitum.  Norðmenn, sem lögðu Íra með tveimur mörkum gegn engu, sitja eftir. Lesa meira
 

U17 - Frakkland og Sviss í undanúrslitin - 28.6.2015

Það er ljóst að Frakkland og Sviss leika í undanúrslitum á lokamóti U17 kvenna. Sviss vann Frakkland 2-1 á meðan Noregur vann Írland 2-0 og Sviss vinnur því B-riðilinn með 7 stig en Frakkar koma næst með 6 stig.

Lesa meira
 

U17 - Ísland leikur við Spán á Kópavogsvelli - 28.6.2015

Það er seinasti leikdagurinn í dag í lokamóti U17 kvenna sem fram fer á Íslandi. Á miðvikudaginn eru undanúrslit og það skýrist því hvaða lið leika í undanúrslitum en eitt lið, Frakkland, hefur þegar tryggt sér sæti þar.

Lesa meira
 

Þorvaldur dæmir leik Crusaders og Levadia Tallin í Meistaradeildinni - 27.6.2015

Íslenskir dómarar dæma leik Crusaders FC (Norður Írland) og FC Levadia Tallinn (Eistland) í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fram fram þann 30. júní.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir Austurland - 27.6.2015

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Austurland verður á Egilsstöðum þriðjudaginn 30. júní og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Færeyskur dómari að störfum næstu daga - 26.6.2015

Færeyski dómarinn, Eiler Rasmussen, verður við störf hér á landi næstu dag og dæmir hér 2 leiki.  Hann dæmir leik KV og Njarðvíkur í 2. deild karla í kvöld, föstudaginn 26. júní og á sunnudaginn dæmir hann leik Fjölnis og FH í Pepsi-deild karla. Lesa meira
 

Miðar á Holland - Ísland tilbúnir til afhendingar - 26.6.2015

Þeir sem keyptu miða á Holland – Ísland inn á www.midi.is geta komið og sótt miðana sína á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli, milli kl. 8:00-16:00 virka daga til 10. júlí. Viðkomandi þarf að framvísa staðfestingu á miðakaupum.

Lesa meira
 

U17 - Frakkar með fullt hús - 25.6.2015

Frakkar unnu sigur á Norðmönnum í úrslitakeppni EM U17 kvenna en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Frakka og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Frakkar hafa því tryggt sér sæti í undanúrslitum en Sviss og Noregur berjast um hitt undanúrslitasætið úr B-riðli Lesa meira
 

U17 - Englendingar höfðu betur á Akranesi - 25.6.2015

Íslensku stelpurnar í U17 léku í kvöld annan leik sinn í úrslitakeppni EM U17 kvenna.  Leikið var gegn Englandi á Akranesi og höfðu gestirnir betur, 1 - 3. Annað tap Íslands á mótinu og ljóst að liðið kemst ekki í undanúrslitin að þessu sinni.  Baráttan er hinsvegar hörð í A-riðli en England og Spánn hafa fjögur stig en Þýskaland er með þrjú.

Lesa meira
 

U17 - Spænskur stórsigur - 25.6.2015

Tveir leikir fóru fram í dag í úrslitakeppni U17 kvenna en leikið var á Akranesvelli og Laugardalsvelli.  Spánverjar unnu nokkuð óvæntan stórsigur á Þjóðverjum, 4 - 0 en á Laugardalsvelli dugði eitt mark Sviss  til að leggja Íra.

Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Kvennalið Stjörnunnar til Kýpur í Meistaradeildinni - 25.6.2015

Kvennalið Stjörnunnar fer til Kýpur í Meistaradeildinni þar sem undanriðill fer fram þann 11-16. ágúst næstkomandi. Stjarnan er með Apollon Limassol frá Kýpur, KÍ Klaksvík frá Færeyjum og Hibernians frá Möltu í riðli.

Lesa meira
 

U17 - Ísland mætir Englandi á Akranesi - 25.6.2015

Það er leikdagur á lokamóti U17. Fjórir skemmtilegir leikir í boði. Í dag, fimmtudag, er spilað á Akranesvelli og Laugardalsvelli en leikirnir sem áttu að fara fram á Víkingsvelli voru færðir á Laugardalsvöll vegna vallaraðstæðna.

Lesa meira
 

Dreifimiði með öllum leikjum mótsins - 24.6.2015

Lokamót U17 kvenna heldur áfram á morgun en leikirnir sem áttu að fara fram á Víkingsvelli hafa verið færðir á Laugardalsvöll vegna vallaraðstæðna.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Tveimur leikjum á EM U17 kvenna breytt - 23.6.2015

Vegna vallaraðstæðna á Víkingsvelli hefur verið ákveðið að færa þá tvo leiki í úrslitakeppni EM U17 kvenna sem þar áttu að fara fram, og hafa þeir leikir nú verið settir á Laugardalsvöll.  Um er að ræða tvo leiki í B-riðli fimmtudaginn 25. júní. Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Staðfestir leiktímar í Borgunarbikar karla og kvenna - 23.6.2015

Það er búið að gefa út leiktíma í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna. 8-liða úrslit karla fara fram 4. - 6. júlí en 8-liða úrslit kvenna fara fram 2. - 11. júlí.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Velkomin til Íslands - 23.6.2015

Kæru vinir.  Fyrir hönd KSÍ er það mér sönn ánægja að bjóða alla gesti hjartanlega velkomin til okkar lands til að taka þátt í úrslitakeppni EM U17 landsliðs kvenna.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Jafnt hjá Noregi og Sviss - 22.6.2015

Noregur og Sviss gerðu 2 - 2 jafntefli í kvöld í seinni leik B riðils úrslitakeppni U17 kvenna en leikið var á Kópavogsvelli.  Næstu leikir riðilsins fara fram á Víkingsvelli á fimmtudaginn en þá mætast Írland og Sviss kl. 13:00 en Frakkland og Noregur kl. 17:00.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Öruggur sigur Þjóðverja á Íslendingum - 22.6.2015

Þýskaland lagði Ísland að velli í fyrstu umferð úrslitakeppni EM U17 kvenna en leikið var í Grindavík í kvöld.  Lokatölur urðu 0 - 5 eftir að staðan hafði verið 0 -2 í leikhléi.  Ísland mætir Englandi á Akranesi á fimmtudaginn kl. 19:00 og fyrr um daginn, eða kl. 13:00, mætast Þýskaland og Spánn einnig á Akranesi.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Áhorfendur hjálpa Símanum að styrkja fatlað knattspyrnufólk - 22.6.2015

Síminn er einn af samstarfsaðilum KSÍ og UEFA vegna EM U17 kvenna og mun Síminn styrkja ÍF og Special Olympics um ákveðna upphæð á hvern áhorfenda sem mætir á leiki í mótinu.  Fólk er því hvatt til þess að standa saman að því að vel verði mætt á leikina, styðja við liðin sem leika og um leið hjálpa Símanum að styrkja gott verkefni.

Lesa meira
 
Stjarnan Íslandsmeistarar 2014

Stjarnan mætir Celtic í Meistaradeildinni - 22.6.2015

Það er búið að draga í Meistaradeild Evrópu og dróst Stjarnan á móti skoska liðinu Glasgow Celtic. Celtic mætti einmitt KR á seinasta ári í Meistaradeildinni en tapaði 5-0 samanlagt.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Frakkar lögðu Íra - 22.6.2015

Úrslitakeppni EM U17 kvenna hófst í dag með tveimur leikjum sem hófust báðir kl 13:00.  Á Kópavogsvelli lögðu Frakka Íra með einu marki gegn engu.  Í Grindavík mættust England og Spánn og lauk leiknum með jafntefli, 1 - 1.

Lesa meira
 

Skemmtileg dagskrá fyrir leiki U17 kvenna! - 20.6.2015

Úrslitakeppni Evrópumóts U17 kvenna hefst á Íslandi á mánudaginn, 22. júní, en leikið er í Reykjavík, Kópavogi Grindavík, og Akranesi. Á mótinu leika efnilegustu knattspyrnukonur Evrópu og má því búast við spennandi og skemmtilegu móti.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Bikarmeistararnir mæta FH - 19.6.2015

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum Borgunbikars karla en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ.  Það eru spennandi viðureignir framundan en bikarmeistarar KR taka á móti FH í Vesturbænum.  Leikdagar eru sunnudagurinn 6. og mánudagurinn 7. júlí.

Lesa meira
 

Lið Íslands sem leikur á Norðurlandamóti U17 kvenna - 18.6.2015

Úlfar Hinriksson hefur valið hóp leikmanna til að taka þátt í Norðurlandamóti U17 kvenna sem fram fer í Kolding í Danmörku, 28. júní – 5. júlí. Hópurinn kemur saman til æfinga laugardaginn 27. júní og verður staðsetning og tímasetning tilkynnt síðar.

Lesa meira
 

Upphitun fyrir leiki í EM U17 kvenna - 18.6.2015

Undankeppni EM U17 kvenna hefst á mánudag og eru leikstaðirnir þennan fyrsta leikdag Kópavogsvöllur og Grindavíkurvöllur. Fyrir hvern einasta leik í mótinu verður boðið upp á knattþrautir, hoppukastala, grillaðar pylsur og fleira skemmtilegt. Lesa meira
 
Ísland - Holland 2014

Tilkynning:  Afhendingu miða á Holland-Ísland seinkar - 18.6.2015

Kaupendur miða á Holland-Ísland í undankeppni EM A landsliða karla 2016 athugið: Afhendingu miða, sem átti að hefjast í dag, seinkar.  Miðarnir eru ekki komnir í hús, eru á leiðinni, og vonandi verður allt tilbúið í næstu viku.  Fylgist með hér á síðunni.

Lesa meira
 

Sumarfjarnám ÍSÍ - 16.6.2015

Sumarfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 29. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi.

Lesa meira
 

16-liða úrslit Borgunarbikars karla á fimmtudag - 16.6.2015

Á fimmtudag fara fram allir átta leikirnir í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla.  Þróttur R. og ÍBV mætast á Laugardalsvellinum kl. 17:30 og í Fjarðabyggðarhöllinni mætast heimamenn og Valsmenn kl. 18:00.  Sex leikir hefjast svo kl. 19:15, þar á meðal viðureign Breiðabliks og KA, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

EM U17 kvenna hefst á mánudag - 16.6.2015

Eins og kynnt hefur verið fer úrslitakeppni EM U17 kvenna fram hér á landi dagana 22. júní til 4. júlí.  Knattspyrnuáhugafólki gefst þarna tækifæri til að sjá efnilegustu knattspyrnukonur álfunnar leika listir sínar. Aðgangur að öllum leikjum er ókeypis.  

Lesa meira
 

U17 ára lið kvenna sem leikur á EM - 15.6.2015

Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna hefur valið 18 leikmenn til að spila fyrir Íslands hönd í úrslitakeppni EM sem fram fer á íslandi 22. Júní – 4. Júlí.

Lesa meira
 

Frábær sigur á Tékkum - 12.6.2015

Ísland vann í kvöld frábæran 2-1 sigur á Tékkum í undankeppni EM. Leikurinn var uppgjör efstu liðanna í riðlinum en með sigrinum komst Ísland í toppsæti riðilsins.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Tékklandi - 12.6.2015

Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lägerback hafa tilkynnt byrjunarliðið gegn Tékklandi.

Lesa meira
 

Ný liðsmynd af A-landsliði karla - 12.6.2015

Ísland leikur í dag við Tékka í undankeppni EM. Við nýttum okkur aðeins tímann meðan strákarnir voru allir á landinu og smelltum nýrri hópmynd af strákunum okkar.

Lesa meira
 

Þriggja marka sigur á Makedóníu - 12.6.2015

Ísland U21 ára landsliðið vann í gær öruggan þriggja marka sigur, 3-0, á Makedóníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM. Markalaust var í hálfleik en íslenska liðið lék mun betur í seinni hálfleik og uppskar þrjú mörk.

Lesa meira
 

Ísland U21 mætir Makedóníu á fimmtudag - 10.6.2015

Íslenska U21 árs landsliðið hefur leik á fimmtudag í undankeppni EM en það leikur við Makedóníu. Íslenska liðið var steinsnar frá því að komast á lokamótið eftir umspilsleiki við Dani í seinustu undankeppni. Leikið verður á Vodafonevellinum kl. 19:15, fimmtudaginn 11. júní. Miðaverð er 1.000 krónur en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 

Skoti dæmir leik Íslands og Tékka - 10.6.2015

Skoski dómarinn Willie Collum dæmir leik Íslands og Tékklands á föstudaginn. Collum starfar sem kennari í trúarbragðafræðum en hann hefur auk þess dæmt í skosku úrvalsdeildinni í níu ár.

Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli drengja á Laugarvatni 15. – 19. júní 2015 - 10.6.2015

Knattspyrnuskóli drengja fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 2001.

Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir leik Íslands og Tékklands - 9.6.2015

Út er komin rafræn leikskrá fyrir stórleik Íslands og Tékklands sem fram fram fer þann 12. júní á Laugardalsvelli. Í leikskránni má finna áhugavert efni eins og viðtöl við leikmann og þjálfara sem og leikmannahópa og annað.

Lesa meira
 

Valur mætir KR í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna - 8.6.2015

Valur og KR mætast í Reykjavíkurslag. Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fengu heimaleik og taka á móti Þór/KA.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Vestfjörðum - 5.6.2015

Hæfileikamótun N1 og KSÍ heldur áfram og nú á Vestfjörðum. Það er Halldór Björnsson sem stýrir hæfileikamótuninni.

Lesa meira
 

KR-ingar leika í Vesturbænum í 16-liða úrslitum - 5.6.2015

Það var dregið í 16-liða úrslit í Borgunarbikar karla í hádeginu. Margar áhugaverðar rimmur verða í umferðinni en meðal annars leika KR-ingar í Vesturbænum gegn KV sem á heimaleik. Öll neðrideidlarliðin drógust gegn liðum úr Pepsi-deildinni.

Lesa meira
 

Íslenski landsliðshópurinn sem mætir Tékkum - 4.6.2015

Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson hafa tilkynnt landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Tékkum á föstudaginn í næstu viku.

Lesa meira
 

Ísland upp um eitt sæti á heimslista FIFA - 4.6.2015

Ísland færðist upp um eitt sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag. Íslenska karlalandsliðið er núna í 37. sæti á listanum en liðið hefur ekki leikið neinn leik frá birtingu seinasta lista og eru því úrslit annarra leikja að hafa áhrif á stöðu íslenska liðsins.

Lesa meira
 

Breytingar í Pepsi-deild karla - 4.6.2015

Sjónvarpsleik 8. umferðar Pepsi-deilar karla hefur verið breytt og verður Fjölnir – Leiknir. Tveir leikir verða í beinni sendingu úr 9. umferð.

Lesa meira
 

Miðar á úrslitakeppni EM 2016 - 3.6.2015

Úrslitakeppni EM A landsliða karla fer fram í Frakklandi sumarið 2016. Fyrsti áfangi almennrar miðasölu á keppnina hefst 10. júní næstkomandi og stendur til 10. júlí. Í þessum fyrsta áfanga verður 1 milljón aðgöngumiða til sölu. Aðgöngumiðar á leiki keppninnar eingöngu seldir í gegnum netsölu á vefsíðunni www.euro2016.com og eingöngu verður hægt að kaupa miða með kreditkorti.

Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni 8. – 12. júní 2015 - 3.6.2015

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 2001.

Lesa meira
 
Þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson

U21 hópur karla sem mætir Makedóníu 11. júní - 3.6.2015

U21 landslið karla mætir Makedóníu í undankeppni EM þann 11. júní næstkomandi.  Leikið verður á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda og er þetta fyrsti leikur riðilsins. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir þennan leik.

Lesa meira
 

Allt brjálað í Borgunarbikarnum! - 2.6.2015

Borgunarbikarinn fer á alvöru flug á næstu dögum.  Karlarnir leika í 32-liða úrslitum á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag og síðan verður dregið í 16-liða úrslit á föstudag.  Konurnar leika í 16-liða úrslitum á föstudag og laugardag og dregið verður í 8-liða úrslit á mánudag. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Viltu starfa við úrslitakeppni EM 2016? - 1.6.2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna sjálfboðaliðastarfs við úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016, en keppnin fer fram í Frakklandi sumarið 2016.  Alls munu um 6.500 sjálfboðaliðar starfa við mótið, sem fer fram í 10 borgum víðs vegar um Frakkland. 

Lesa meira
 
Úlfar Hinriksson

U17 landsliðshópur kvenna valinn - 1.6.2015

Úlfar Hinriksson hefur valið hóp leikmanna til æfinga með U17 landsliði kvenna. Æfingarnar fara fram 2. – 4. júní og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM sem haldin verður á Íslandi 22. júní – 4. júlí í sumar.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög