Fréttir

Íþróttafélagið Þór 100 ára - 29.5.2015

Íþróttafélagið Þór var stofnað þann 6. júní 1915 og fagnar því 100 ára afmæli á þessu ári. Margs konar viðburðir hafa verið og verða haldnir allt árið í tilefni af afmælinu, en aðal hátíðahöldin verða á Þórssvæðinu laugardaginn 6. júní – þar verður sannkölluð gleðihátíð þar sem allir, jafnt félagsmenn og aðrir sem vilja samfagna Þórsurum, geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Lesa meira
 

Reynir Björnsson: „Alltaf skemmtilegt að vinna með landsliðsfólkinu okkar” - 29.5.2015

Reynir Björnsson, læknir, hefur lengi starfað í kringum fótboltann og er hann t.a.m. í læknateymi landsliðanna. Það er í mörg horn að líta hjá þeim sem sjá um heilbrigðismál fyrir leikmenn landsliðanna en þar gegnir Reynir stóru hlutverki.

Lesa meira
 

Kristinn Jakobsson leiðbeinir ungum dómurum á CORE-námskeiði UEFA - 28.5.2015

Kristinn Jakobsson, einn reyndasti dómari okkar, er fjarri því að vera hættur dómarastörfum þó hann sé ekki lengur að flauta á leikjum. Kristinn er sem stendur staddur á CORE-námskeiði fyrir dómara þar sem hann leiðbeinir ungum dómurum.

Lesa meira
 

KSÍ VI þjálfaranámskeið 2015 - 28.5.2015

Næsta haust mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ VI þjálfaranámskeið. Námskeiðið verður með breyttu sniði frá því sem áður hefur verið þar sem hluti þess verður hér á landi 26.-27. september 2015 og hluti þess í Danmörku dagana 21.-27. október 2015.

Lesa meira
 

"Þrefalda refsingin" - 28.5.2015

Á ársfundi Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda (IFAB) hinn 28. febrúar sl. fjallaði nefndin m.a. um hina svokölluðu "þreföldu refsingu" (skv. 12. gr. Knattspyrnulaganna), þ.e. brottrekstur, vítaspyrnu og leikbann, sem fylgir því að "hafa af mótherja augljóst marktækifæri".

Lesa meira
 

Tékkneski hópurinn sem mætir Íslandi - 26.5.2015

Tékkar hafa gefið út hópinn sem mætir Íslandi þann 12. júní í undankeppni EM. Leikmannahópurinn er sterkur eins og við var að búast en Tékkar eru á toppi riðilsins með 13 stig. Ísland er svo í 2. sæti með 12 stig.

Lesa meira
 

Breytingar á leikjum í Pepsi-deild karla - 22.5.2015

Eftirtaldar breytingar hafa verið gerðar í Pepsi-deild karla. Vinsamlega takið mið af þeim og komið á framfæri þar sem það á við.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Suðurlandi 25. maí - 21.5.2015

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Suðurlandi mánudaginn 25. maí. Æfingar fara fram á Hvolsvelli en strákar æfa kl. 11:00 og stelpur kl.13:00.

Lesa meira
 

Bikarmeistararnir mæta Keflvíkingum í 32-liða úrslitum - 21.5.2015

Bikarmeistarar KR leika við Keflavík í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla en dregið var í hádeginu. Þessi lið léku til úrslita á seinasta ári í bikarnum og unnu KR-ingar leikinn 2-1. Þrjár viðureignir eru milli liða úr Pepsi-deildinni. Stjarnan - Leiknir, Keflavík - KR og ÍA - Fjölnir.

Lesa meira
 

Íslandsmeistararnir mæta Breiðablik í 16-liða úrslitum - 21.5.2015

Það var dregið í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í hádeginu. Það verður boðið upp á margar skemmtilegar viðureignir en meðal þeirra liða sem drógust saman eru Íslandsmeistarar Stjörnunnar og bikarmeistarar Breiðabliks.

Lesa meira
 
European Qualifiers

Miðasala á Holland-Ísland hefst 26. maí - 20.5.2015

Holland og Ísland mætast í undankeppni EM karlalandsliða fimmtudaginn 3. september. Leikurinn fer fram á Amsterdam Arena í samnefndri borg, heimavelli Ajax. Miðasala til stuðningsmanna Íslands hefst þriðjudaginn 26. maí næstkomandi kl. 12:00 á midi.is.

Lesa meira
 

Þjálfarar á fyrirlestri Boga Ágústssonar - 20.5.2015

Þjálfarar félaga í Pepsi-deild karla komu saman í höfuðstöðvum KSÍ í byrjun vikunnar og hlýddu á fyrirlestur Boga Ágústssonar, landskunns fréttamanns af RÚV, um framkomu í fjölmiðlum.  Megininntak fyrirlesturs Boga snerist um sjónvarpsviðtöl og góð ráð tengd þeim. Lesa meira
 

Saga ólátabelgja rakin - 20.5.2015

Á súpufundi hjá KSÍ í vikunni flutti Stefán Pálsson sagnfræðingur fræðandi og skemmtilegan fyrirlestur um sögu svokallaðs "hooliganisma", eða óláta í tengslum við knattspyrnu og knattspyrnuleiki.  Fyrirlesturinn var vel sóttur og var gerður góður rómur að málflutningi Stefáns. Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson

Ísland - Tékkland : Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 19.5.2015

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM, fimmtudaginn 21. maí frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00 eða á meðan birgðir endast.  Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 

Ekki tapa þér í stúkunni - 19.5.2015

Markaðsherferðin Ekki tapa þér bendir á mikilvægi þess að sýna góða hegðun í hvívetna og minnir okkur á að við erum öll fyrirmyndir. Herferðin á seinasta ári beindist að forráðamönnum leikmanna á krakkamótum. Áherslan í ár er á hegðun í áhorfendastúkunni þar sem fólk á öllum aldri kemur saman til að upplifa skemmtilegan viðburð.

Lesa meira
 

Nám fyrir fyrrum landsliðs- og atvinnumenn - 18.5.2015

Knattspyrnusamband Evrópu býður upp á nám fyrir fyrrverandi landsliðmenn/atvinnumenn í knattspyrnu. Námskeiðið ber yfirskriftina UEFA Executive Master for International Players.

Lesa meira
 

Fjöldi leikja í Borgunarbikarnum næstu daga - 18.5.2015

Það er leikið í Borgunarbikar karla og kvenna í kvöld og næstu daga. Fjölmargir áhugaverðir leikir eru í boði en þetta eru seinustu leikirnir áður en 32-liða úrslit taka við þann 2. júní.

Lesa meira
 

KSÍ, N1 og 365 í samstarf um sýningar á leikjum í 1. deild karla - 15.5.2015

KSÍ, N1 og 365 hafa gert samkomulag varðandi beinar útsendingar frá leikjum í 1. deild karla í fótbolta í sumar. Í það minnsta einn leikur í hverri umferð verður sýndur á SportTV og visir.is en auk þess munu valdir leikir verða sýndir á Stöð 2 Sport í sumar.

Lesa meira
 

Uppselt á Ísland-Tékkland - 15.5.2015

Uppselt er á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016.  Miðasala hófst kl. 12:00 í dag, föstudag, eins og kynnt var á vef KSÍ.  Alls fóru um 4 þúsund miðar í sölu í dag og seldust þeir upp á skömmum tíma.  Um er að ræða toppslag í A-riðli.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Vesturlandi 20. maí - 15.5.2015

Hæfileikamótun N1 og KSÍ verður í Borganesi miðvikudaginn 20.maí   Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum á Vesturlandi. Æfingar verða á Skallagrímsvelli í Borgarnesi.

Lesa meira
 

Súpufundur um framkomu og hegðun áhorfenda - 15.5.2015

Þriðjudaginn 19. maí verður súpufundur í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 12:00-13:00. Þar mun Stefán Pálsson mun fjalla um framkomu og hegðun áhorfenda á knattspyrnuleikjum.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Miðasala á Ísland – Tékkland hefst föstudaginn 15. maí kl. 12:00 - 13.5.2015

Föstudaginn 12. júní tekur Ísland á móti Tékklandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst kl. 12:00 á hádegi, föstudaginn 15. maí, og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 

Ný reglugerð um ferðaþátttökugjald – Greiðsludagur föstudagurinn 15. maí - 12.5.2015

Á fundi stjórnar KSÍ 17. apríl sl. var samþykkt ný reglugerð um ferðaþáttökugjald sem sett var á grundvelli samþykktar ársþings KSÍ 2015 og er tilgangur hennar að auka jöfnuð félaga gagnvart ferðakostnaði.  Athygli félaga er vakin á því að greiðsludagur er föstudagurinn 15. maí og hafa reikningar þegar verið sendir út.

Lesa meira
 

Félagaskiptaglugginn lokar föstudaginn 15. maí - 12.5.2015

Athygli félaga er vakin á því að félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti,  föstudaginn 15. maí.  Glugginn er lokaður fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka.  Þeir geta skipt til og með 31. júlí að öðrum skilyrðum uppfylltum.  Glugginn opnar svo aftur 15. júlí og er opinn til 31. júlí.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Breiðabliki spáð titlinum í Pepsi-deild kvenna - 11.5.2015

Á árlegum kynningarfundi Pepsi-deildar kvenna, sem fram fór í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag, var m.a. birt spá forráðamanna félaganna um röð liðanna í ár.  Breiðablik var spáð titlinum en Stjarnan kom þar skammt á eftir.  Þrótti og Aftureldingu var spáð falli.

Lesa meira
 

Breyting í Pepsi-deild kvenna - 11.5.2015

Breyting hefur verið gerð á leik Þórs/KA og ÍBV í Pepsi-deild kvenna en leikurinn verður leikinn í Boganum en ekki á Þórsvelli.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

Lars í tækninefnd UEFA fyrir Evrópudeildina - 11.5.2015

Lars Lagerbäck, annar af þjálfurum A landsliðs karla, verður í sérstakri tækninefnd UEFA (Technical Study Group) fyrir Evrópudeildina keppnistímabilið 2014/2015.  Nefndin hefur það hlutverk að greina ýmsa knattspyrnulega þætti í tengslum við leiki keppninnar, allt frá forkeppni að úrslitaleik.  Lesa meira
 

Ekki er hægt að skrá leiksskýrslur á sunnudagsmorgun - 8.5.2015

Vegna uppfærslna á gagnagrunnsvélum hjá Advania mun vefur KSÍ liggja niðri sunnudaginn 10. maí milli 9.00 og 12.00. Af þessum sökum er ljóst að ekki verður hægt að fylla út leikskýrslu fyrir leiki á vef KSÍ um morguninn.

Lesa meira
 

Stjarnan vann meistarakeppni KSÍ - 8.5.2015

Stjarnan vann í kvöld 4-1 sigur á Breiðablik í meistarakeppni KSÍ og fá því nafnbótina meistarar meistaranna. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur en leikmenn Stjörnunnar áðu yfirhöndinni í seinni hálfleik og unnu að lokum verðskuldaðan sigur.

Lesa meira
 

Mót sumarsins - Staðfest niðurröðun - 7.5.2015

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í 1. deild kvenna, 4. deild karla og yngri aldursflokkum. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir.

Lesa meira
 
Dregið í EM U17 kvenna 2015

Leikjaniðurröðun í úrslitakeppni EM U17 kvenna - 7.5.2015

Leikjaniðurröðun í úrslitakeppni EM U17 kvenna, sem fram fer hér á landi 22. júní til 4. júlí, liggur nú fyrir, en sem kunnugt er var dregið í riðla í Ráðhúsi Reykjavíkur í síðustu viku.  Ísland leikur í A-riðli ásamt Þýskalandi, Spáni og Englandi. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

HK/Víkingur sigurvegari í C deild kvenna - 7.5.2015

HK/Víkingur er sigurvegari í C-deild Lengjubikars kvenna 2015.  Titlinum var fagnað eftir eins marks sigur á Fjölni í úrslitaleik í Egilshöll á þriðjudagskvöld.  Eina mark leiksins kom strax á 4. mínútu og var þar að verki Natalía Reynisdóttir. Lesa meira
 

Kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna á mánudag - 7.5.2015

Kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna fer fram mánudaginn 11. maí kl. 15:00 í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar . Viðstaddir verða fulltrúar Ölgerðarinnar, fulltrúar KSÍ, fulltrúar knattspyrnudómara og fulltrúar félaganna í Pepsi-deild kvenna ásamt fulltrúum fjölmiðla.  Lesa meira
 

Fullt af fótbolta um helgina - 7.5.2015

Það verður nóg um að vera í boltanum um helgina, en þá hefst m.a. keppni í 1. og 2. deild karla og í Borgunarbikar kvenna.  Pepsi-deild karla heldur síðan áfram á sunnudag með þremur leikjum í 2. umferð, og aðrir þrír leikir eru svo á mánudagskvöldið. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Rúmlega 8 þúsund mættu á fyrstu fimm leikina - 7.5.2015

Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lýkur á fimmtudagskvöld með viðureign Fylkis og Breiðablisk í Árbænum.   Aðsókn að leikjunum hefur verið afar góð og var heildarfjöldi áhorfenda á leikjunum fimm rúmlega 8 þúsund. Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson

Ísland stendur í stað á heimslista FIFA - 7.5.2015

Ísland er ennþá í 38. sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag. Ísland lék tvo leiki á árinu en annar var 3-0 sigur á Kasakstan í Astana og svo 1-1 jafntefli gegn Eistlandi í lok mars. Efstu 17 sætin breytast ekki að þessu sinni og heilt yfir eru litlar breytingar á listanum.

Lesa meira
 

Markaregn í fyrstu umferð Borgunarbikarsins - 4.5.2015

Borgunarbikarinn er kominn á fljúgandi ferð.  Um liðna helgi fóru fram 23 leikir af 25 í fyrstu umferð - einn leikur er á miðvikudag og annar á laugardag.  Greinilegt er að menn hafa fundið markaskóna því það hreinlega rigndi inn mörkum um helgina. Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Stjarnan er Lengjubikarmeistari kvenna 2015 - 4.5.2015

Stjarnan er Lengjubikarmeistari kvenna 2015 eftir þriggja marka sigur á Breiðabliki í úrslitaleik síðastliðinn fimmtudag, en leikið var í Kórnum í Kópavogi.  Þetta er þriðja árið í röð sem Stjarnan fagnar sigri í A-deild Lengjubikarsins og annað árið í röð sem 3-0 sigur vinnst á Breiðabliki í úrslitaleik. Lesa meira
 

Meistarakeppni kvenna á Samsung-vellinum á föstudag - 4.5.2015

Stjarnan og Breiðablik mætast í Meistarakeppni kvenna næstkomandi föstudag.  Leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og hefst kl. 19:15.  Þarna mætast Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar annars vegar og Breiðablik hins vegar.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög