Fréttir

Pepsi-deildin

Pepsi-deildin byrjar á sunnudag - 30.4.2015

Eins og knattspyrnuáhugafólki er eflaust kunnugt um  hefst keppni í Pepsi-deild karla á sunnudag.  Þá fara fram fjórir leikir.  Leikur Fylkis og Breiðabliks var einnig settur á þann dag, en hann hefur nú verið færður til fimmtudagsins 7. maí.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn byrjar 1. maí - 30.4.2015

Keppni í Borgunarbikar karla hefst föstudaginn 1. maí með sex leikjum.  Næstu tvo daga þar á eftir fara fram 18 leikir og einn stakur leikur lokar 1. umferðinni þann 6. maí. Fyrsta umferð í Borgunarbikar kvenna er 10. maí.  Dregið verður í báðum keppnum í höfuðstöðvum KSÍ þann 21. maí. Lesa meira
 

Bernhard:  "Býst við öflugum stuðningi áhorfenda við íslenska liðið" - 30.4.2015

Þjóðverjar þykja sigurstranglegir á EM U17 kvenna í sumar.  Þjálfari þýska liðsins, Anouschka Bernhard, var þó varkár í viðtali við KSÍ TV eftir að dregið var í riðla í ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudag og benti á að það væru fleiri lið en Þýskaland sem myndu koma til Íslands með það markmið að vinna mótið.  Lesa meira
 
Úlfar Hinriksson

Fara fullar sjálfstrausts í leikina - 30.4.2015

Eins og kynnt hefur verið var dregið í riðla fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna í vikunni.  Drátturinn fór fram í ráðhúsi Reykjavíkur og verður Ísland í riðli með ríkjandi Evrópumeisturum Þýskalands, Spánverjum og Englendingum.  Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins, var í viðtali við KSÍ TV eftir dráttinn. Lesa meira
 

Styrktar- og meiðslafyrirbyggjandi þjálfun - 30.4.2015

Þriðjudaginn 12. maí mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir námskeiði sem ber yfirskriftina Styrktar- og meiðslafyrirbyggjandi þjálfun í knattspyrnu. Námskeiðið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli og stendur frá kl. 18:00-22:00.

Lesa meira
 

Soubeyrand: "Komum hingað til að vinna mótið" - 29.4.2015

Sandrine Soubeyrand er þjálfari U17 kvennalandsliðs Frakklands, sem er á meðal keppnisliða í úrslitakeppni EM hér á landi í sumar.  Soubeyrand, sem á að baki heila 198 A-landsleiki fyrir þjóð sína, ræddi við vefsíðu KSÍ eftir dráttinn í riðla, sem fram fór í ráðhúsi Reykjavíkur í dag, miðvikudag.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 7. maí - 29.4.2015

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 7. maí kl. 18:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.

Lesa meira
 
Dregið í EM U17 kvenna 2015

Ísland í riðli með ríkjandi Evrópumeisturum - 29.4.2015

Dregið var í riðla í úrslitakeppni EM U17 kvenna í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, miðvikudag, en eins og kynnt hefur verið fer keppnin fram hér á landi í sumar, nánar tiltekið dagana 22. júní til 4. júlí.  Ísland er í A-riðli ásamt ríkjandi meisturum Þjóðverja, Spánverjum og Englendingum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur A-deildar Lengjubikars kvenna í Kórnum - 28.4.2015

Úrslitaleikur A-deildar Lengjubikars kvenna fer fram í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 30. apríl kl. 20:15.  Í leiknum mætast Breiðablik og Stjarnan.  Ath. að breyting hefur verið gerð frá upprunalegum leikstað og leiktíma. 

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

FH spáð sigri í Pepsi-deild karla - 28.4.2015

Á árlegum kynningarfundi Pepsi-deildar karla, sem haldinn var í höfuðstöðvum Ólgerðarinnar í dag, var m.a. kynntar niðurstöður úr spá forráðamanna félagann í Pepsi-deild karla.  Það eru fyrirliðar, þjálfarar og formenn liðanna sem taka þátt í þessari spá og að þessu sinni er FH spáð titlinum en ÍBV og Leikni er spá falli. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Velkomin til leiks - 28.4.2015

Boltinn fer að rúlla á völlum landsins um næstu helgi þegar Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í 104. skipti. Reyndar hefst bikarkeppni KSÍ 1. maí nk. Langur undirbúningur er að baki og þar hefur deildarbikarkeppni KSÍ skipað veigamikinn sess. Lesa meira
 

Stjarnan vann meistarakeppni KSÍ - 27.4.2015

Stjarnan vann í kvöld 1-0 sigur á KR og varð því meistarar meistaranna. Eina mark leiksins kom á 82. mínútu en það var Þórhallur Kári Knútsson sem skoraði markið. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi en Stjarnan átti þó hættulegri færi.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Erlendir leikmenn - Félagskiptaglugginn lokar 15. maí - 27.4.2015

Athygli félaga er vakin á því að félagaskiptaglugginn lokar fyrir 15. maí fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka.  Félögum er bent á að vera tímanlega í félagaskiptunum og á það sérstaklega við um félagaskipti leikmanna erlendis frá.  Félagaskipti þaðan taka sinn tíma og á það sérstaklega við þegar leikmenn koma frá löndum utan EES. 

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Nýtt netfang fyrir félagaskipti - 27.4.2015

Nýtt netfang hefur verið tekið í notkun sem ætlað er fyrir félagaskipti.  Netfangið er: felagaskipti@ksi.is og skulu fullfrágengin félagaskipti send á þetta netfang.  Áfram er hægt að senda með faxi í númerið: 568 9793. Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

Úthlutun úr Mannvirkjasjóði 2015 - 27.4.2015

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 17. apríl síðastliðinn úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ.  Þetta í áttunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Alls var úthlutað til 19 verkefna, samtals 82 milljónum króna, en 21 umsókn barst.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Félög hugi að því að vera tímanlega með félagaskipti - 27.4.2015

Félög eru beðin um að fara vel yfir skráningar sinna leikmanna en Borgunarbikarinn hefst föstdaginn 1. maí og eru mörg félög þá að leika sína fyrstu leiki á keppnistímabilinu.  Nokkuð er um ný félög í bikarnum og eru þau minnt á að ganga frá félagaskiptum sínum tímanlega.  Félög eru einnig beðin um að hafa í huga að skrifstofa KSÍ er lokuð föstudaginn 1. maí og að félagaskipti eru að öllu jöfnu ekki afgreidd á frídögum og um helgar.

Lesa meira
 

Óúttekin leikbönn 2015 - 27.4.2015

Allir úrskurðir aganefndar 2014 um leikbönn voru tilkynntir félögunum með tölvupósti. Ef leikmaður hefur ekki tekið út leikbann sitt 2014 vegna brottvísunar flyst leikbannið í fyrsta eða fyrstu leiki í Íslandsmóti, bikarkeppni KSÍ eða Meistarakeppni KSÍ í viðkomandi flokki.  Þessi listi er hvorki tilkynning um leikbann né leysir hann leikmann undan leikbanni. Lesa meira
 

U17 kvenna endaði mótið með stórsigri - 26.4.2015

Síðasti leikur U17 ára kvennalandsliðsins var gegn heimastúlkum frá Færeyjum. Fyrir leikinn voru okkar stelpur búnar að tryggja sér sigur á mótinu. Leikurinn í dag endaði með stórsigri íslenska liðsins en lokatölur urðu 10-0.

Lesa meira
 

Uppfært:  Meistarakeppni karla í Kórnum á mánudag - 26.4.2015

Hinn árlegi leikur ríkjandi Íslandsmeistara og bikarmeistara karla, Meistarakeppni KSÍ, fer fram í Kórnum í Kópavogi á mánudag kl. 19:15.  Til stóð að leikurinn færi fram á Samsung-vellinum í Garðabæ, en því hefur nú verið breytt.

Lesa meira
 

U17 kvenna með stórsigur á Norður Írum - 24.4.2015

U17 ára lið kvenna vann í dag góðan 7-0 sigur á Norður Írlandi á æfingarmóti í Færeyjum. Íslenska liðið var mun betra eins og tölurnar gefa til kynna en lokatölur urðu 7-0 sigur íslenska liðsins.

Lesa meira
 

Ný reglugerð um ferðaþátttökugjald - 24.4.2015

Á fundi stjórnar KSÍ 17. apríl sl. var samþykkt ný reglugerð um ferðaþáttökugjald sem sett var á grundvelli samþykktar ársþings KSÍ 2015 og er tilgangur hennar að auka jöfnuð félaga gagnvart ferðakostnaði.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Dregið í riðla í ráðhúsi Reykjavíkur 29. apríl - 24.4.2015

Úrslitakeppni EM U17 landsliða kvenna fer fram hér á landi í sumar, nánar tiltekið dagana 22. júní til 4. júlí.  Um er að ræða gríðarlega umfangsmikið verkefni og er fyrsti stóri viðburðurinn vegna þessa móts á dagskrá miðvikudaginn 29. apríl, en þá verður dregið í riðla í ráðhúsi Reykjavíkur.

Lesa meira
 

Tímamótasamningur milli KSÍ og 365 um útsendingar frá íslenskri knattspyrnu - 24.4.2015

Knattspyrnusamband Íslands og 365 miðlar hf. undirrituðu í dag samning um rétt 365 til að sjónvarpa leikjum á vegum KSÍ fyrir árin 2016 – 2021 (6 keppnistímabil). Samningur var gerður í nánu samstarfi við stjórn Íslensks toppfótbolta (ÍTF). Þetta er í fyrsta sinn síðan 1998 sem þessi réttindi eru seld beint innanlands, en síðan þá hefur rétturinn verið seldur til erlendra aðila sem hafa endurselt hann að hluta til Íslands.

Lesa meira
 

Breiðablik Lengjubikarmeistari karla 2015 - 23.4.2015

Breiðablik og KA mættust í úrslitaleik A-deildar lengjubikars karla í dag, sumardaginn fyrsta.  Leikið var í Kórnum í Kópavogi að viðstöddum fjölmörgum áhorfendum.  Eina mark leiksins gerði Ellert Hreinsson snemma leiks og Blikar fögnuðu sínum öðrum Lengjubikarmeistaratitli á þremur árum.

Lesa meira
 

Lokaspretturinn í A-deild Lengjubikars kvenna - 22.4.2015

Framundan er lokaspretturinn í A-deild Lengjubikars kvenna.  Undanúrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 25. apríl í Fífunni og á Samsung vellinum.  Liðin sem leika í undanúrslitum hafa samtals unnið Deildarbikarkeppnina 10 sinnum.

Lesa meira
 

Freyr Alexandersson: “Getum verið þolanlega sátt” - 22.4.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, segist þolanlega sáttur með riðilinn sem Ísland leikur í en dregið var í undankeppni EM á mánudag. Freyr segir engu að síður að sumir mótherjar Íslands séu óþekktar stærðir og íslenska liðið muni því ekki vanmeta neitt lið.

Lesa meira
 

Kynningarfundir Pepsi-deildanna 28. apríl og 11. maí - 22.4.2015

Kynningarfundir Pepsi-deildanna (karla og kvenna) fara fram í sitt hvoru lagi í ár, en báðir verða þeir haldnir í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík. Kynningarfundur Pepsi-deildar karla fer fram þriðjudaginn 28. apríl kl. 15:00 og kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna fer fram mánudaginn 11. maí kl. 15:00.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Ísland hafnaði í efsta sæti undirbúningsmóts UEFA - 21.4.2015

U17 landslið karla gerði 1-1 jafntefli í lokaleik sínum í undirbúningsmóti UEFA, lauk keppni með 7 stig og hafnaði í efsta sæti mótsins. Frábær árangur hjá þessum efnilegu drengjum.  Færeyingar fengu aukastig með því að vinna vítakeppni eftir leikinn.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Breiðablik og KA leika til úrslita á sumardaginn fyrsta - 20.4.2015

Úrslitaleikur A-deildar Lengjubikars karla fer fram í Kórnum í Kópavogi á fimmtudag, sumardaginn fyrsta.  Þar mætast Breiðablik annars vegar og KA hins vegar og hefst leikurinn kl. 17:00. Blikar eru að leika til úrslita þriðja árið í röð, en KA-menn eru í úrslitaleiknum í fyrsta sinn.

Lesa meira
 

Héraðsdómaranámskeið á Egilsstöðum sunnudaginn 26. apríl - 20.4.2015

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Egilsstöðum sunnudaginn 26. apríl kl. 10:30. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.

Lesa meira
 
Handbók Leikja 2015

Handbók leikja 2015 - 20.4.2015

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 17. apríl Handbók leikja 2015.  Leiðbeiningar í Handbók leikja eru ætlaðar öllum félögum við framkvæmd leikja í meistaraflokki karla og kvenna. Sérstaklega er þó tekið mið af leikjum í Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna og aðalkeppni Borgunarbikarsins. Lesa meira
 

Ísland í góðum riðli í undankeppni EM - 20.4.2015

Ísland er með Skot­landi, Hvíta-Rúss­landi, Slóven­íu og Makedón­ía í undankeppni EM. Riðillinn er ekki sá sterkasti sem hentar íslenska liðinu vel en við þurfum að ferðast ansi langt.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Dregið í dag í undankeppni EM kvenna - 20.4.2015

Í hádeginu verður dregið í riðla í undankeppni EM kvenna. Ísland er meðal þjóða og er íslenska liðið núna í efsta styrkleikaflokki. Það kemur svo í ljós fljótlega eftir dráttinn hvenær íslenska liðið hefur leik í undankeppninni.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Frábær endurkoma U17 karla gegn Norður-Írum - 19.4.2015

U17 landslið karla lék í dag, sunnudag, annan leik sinn í undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Færeyjum.  Mótherjar dagsins voru Norður-írar, sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu tvö mörk strax á fyrstu 5 mínútunum.  Okkar drengir sýndu frábæran karakter og hófu endurkomu sem lauk með 3-2 sigri Íslands. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla mætir Norður-Írlandi í dag - 19.4.2015

U17 lið karla leikur um helgina í undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum um helgina.  Sigur vannst á Wales í fyrsta leik og í dag, sunnudag, er leikið gegn Norður-Írlandi kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Fréttir af framvindu mála,byrjunarliðið og fleira, eru á Facebook-síðu KSÍ. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar 2015 - Undanúrslit A-deildar karla á sunnudaginn - 17.4.2015

Nú er ljóst hvaða félög mætast í undanúrslitum A-deildar Lengjubikars karla en fjórðungsúrslit kláruðust í gærkvöldi.  KA mætir ÍA á KA velli og Víkingur tekur á mót Breiðabliki á Víkingsvelli.  Báðir leikirnir fara fram sunnudaginn 19. april og hefjast kl. 16:00. Lesa meira
 
Samtök íþróttafréttamanna

Útgáfa fjölmiðlaskírteina KSÍ 2015 - 16.4.2015

KSÍ og Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) munu áfram eiga samstarf um útgáfu fjölmiðlaskírteina KSÍ (F-skírteini).  Útgáfan verður áfram í höndum KSÍ en SÍ mun taka á móti umsóknum fjölmiðla um skírteini og veita þeim faglega umsögn með sama hætti og gert var á síðasta ári.

Lesa meira
 

Ráðstefna um íþróttir barna og unglinga - 16.4.2015

Föstudaginn 17. apríl stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga og verður ráðstefnan haldin í Laugarásbíói, hefst kl.11:00 og stendur til kl.14:30.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Moldavíu

U17 kvenna - Hópur fyrir undirbúningsmót UEFA í Færeyjum - 15.4.2015

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp sem leikur á undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum en leikið verður dagana 23. - 26. apríl.  Mótherjarnir verða, auk heimamanna, Wales og Norður Írland.

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna KSÍ 13. apríl - 13.4.2015

Líkt og leikmenn og aðrir, eru landsdómarar KSÍ í óða önn að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu sem er handan við hornið.  Dómarar hittast og funda reglulega og í dag, mánudaginn 13. apríl, fer fram ein af landsdómararáðstefnunum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2015 - Leikið í 8 liða úrslitum 16. apríl - 13.4.2015

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út leikjaniðurröðun í úrslitakeppni A-deildar Lengjubikars karla en síðustu leikir riðakeppninnar fóru fram um nýliðna helgi.  Leikir 8 liða úrslita fara fram fimmtudaginn 16. apríl.  Leikið verður til undanúrslita sunnudaginn 19. apríl og úrslitaleikurinn fer fram í Kórnum, fimmtudaginn 23. apríl.

Lesa meira
 
KA

Unglingadómaranámskeið hjá KA mánudaginn 20. apríl - 13.4.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við KA og hefst kl. 20:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ B próf haldið 28. apríl - Uppfært - 13.4.2015

Þriðjudaginn 28. apríl stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt. Þeir þjálfarar sem hyggjast taka KSÍ B prófið verða fyrst að taka Þjálfaraskóla KSÍ og ljúka honum í síðasta lagi viku fyrir próf, þ.e.a.s. þriðjudaginn 21. apríl, til að öðlast próftökurétt

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Aukið fjármagn frá UEFA til félagsliða - 10.4.2015

Knattspyrnusamband Evrópu selur réttindi sín í tengslum við Meistaradeildina og Evrópudeildina í hvert sinn yfir 3 keppnistímabil í einu. Sölu fyrir næstu 3 tímabil er að mestu lokið, þ.e. fyrir tímabilin 2015-16, 2016-17 og 2017-18. Ljóst er að tekjur UEFA aukast sem skilar sér til félagsliða í Evrópu. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópur valinn fyrir UEFA mót í Færeyjum - 10.4.2015

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp sem leikur á undirbúningsmóti UEFA en leikið verður í Færeyjum.  Mótið fer fram dagana 18. - 21. apríl og auk heimamanna leika þarna Wales og Norður Írland.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Wales, laugardaginn 18. apríl. Lesa meira
 

U19 kvenna vann góðan sigur á Rúmeníu - 9.4.2015

Íslenska U19 lið kvenna vann í dag 3-0 sigur á Rúmeníu í seinasta leik liðsins í milliriðli vegna EM. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og náði að enda leik sinn í milliriðli með góðum sigri.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 38. sæti - 9.4.2015

Íslenska karlalandsliðið er í 38. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland fellur niður um 3 sæti frá síðasta lista en Þjóðverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans og Argentína er í öðru sæti. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Íslenskir dómarar útskrifast af CORE námskeiði - 9.4.2015

Þrír íslenskir dómarar, þeir Björn Valdimarsson, Bryngeir Valdimarsson og Ívar Orri Kristjánsson, luku á dögunum við CORE námskeið sem haldið er á vegum UEFA fyrir unga og efnilega dómara. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Reyðarfirði fimmtudaginn 16. apríl - 9.4.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við félögin á svæðinu og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
Höttur

Unglingadómaranámskeið hjá Hetti fimmtudaginn 16. apríl - 9.4.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Hött og hefst kl. 16:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Rúmenum  | UPPFÆRT - 9.4.2015

Íslenska U19 ára landslið kvenna leikur við Rúmeníu í milliriðli fyrir EM í dag en leikurinn fer fram í Frakklandi.

Lesa meira
 

U19 landslið  kvenna tapaði fyrir Rússum - 6.4.2015

Íslenska U19 ára landslið kvenna tapaði 4-1 gegn Rússum í öðrum leik liðsins í milliriðli vegna EM. Rússar komust í 3-0 áður en Ísland náði að minnka muninn og eitt mark frá Rússum í seinni hálfleik tryggði liðinu 4-1 sigur.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Franskur sigur í fyrsta leik - 4.4.2015

Stelpurnar í U19 léku sinn fyrsta leik í milliriðli EM í dag en leikið er í Frakklandi.  Það voru einmitt heimastúlkur sem voru mótherjarnir og reyndust þær frönsku sterkari og lögðu íslenska liðið með fimm  mörkum gegn engu.  Staðan í leikhléi var 2 - 0 fyrir heimastúlkur. Lesa meira
 

Góður sigur á Hollandi í Kórnum - 4.4.2015

Íslenska kvennalandsliðið mætti því hollenska í vináttulandsleik í dag en leikið var í Kórnum.  Lokatölur urðu 2 – 1 fyrir Ísland  eftir að hollenska liðið hafði leitt í leikhléi, 0 – 1.  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir skoruðu mörk Íslands en virkilega góður síðari hálfleikur skóp þennan sigur.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum 9. mars 2015

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi - 4.4.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hollendingum í vináttulandsleik í Kórnum í dag kll 14:00.  Við hvetjum alla þá sem kost hafa á að koma í Kórinn og hvetja stelpurnar til sigurs gegn sterku liði Hollands.  Ókeypis aðgangur.

Lesa meira
 
Marki fagnað hjá U19 kvenna í leik gegn A landsliði Færeyja í Fífunni 22. febrúar 2015

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Frökkum - 3.4.2015

U19 ára landslið Íslands leikur klukkan 14:00 í dag við Frakka í milliriðli fyrir EM 2015 kvenna. Byrjunarliðið Íslands er klárt og það má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Guðrún Arnardóttir inn í hópinn - 3.4.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Hollandi í vináttulandsleik í Kórnum, laugardaginn 4. apríl kl. 14:00.  Guðrúna Arnardóttir kemur inn í hópinn í stað Elínar Mettu Jensen sem er veik. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Norður Írum á undirbúningsmóti UEFA í Belfast

U17 kvenna - Tveir hópar á æfingum 11. - 12. apríl - 1.4.2015

Úlfar Hinrikson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið tvo hópa fyrir úrtaksæfingar sem fram fara dagana 11. og 12. apríl.  Æfingarnar verða í Kórnum og í Egilshöll og má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem eru boðaðir hér að neðan.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög