Fréttir

Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi

Jafntefli í fjörugum leik í Tallinn - 31.3.2015

A landslið karla lék í kvöld, þriðjudagskvöld, gegn Eistlendingum á heimavelli þeirra í Tallinn.  Niðurstaðan var 1-1 jafntefli í fjörugum leik þar sem bæði lið fengu fjölmörg marktækifæri og áhorfendur fengu svo sannarlega mikið fyrir peninginn.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

Lars:  Sanngjörn úrslit - 31.3.2015

Lars Lagerbäck, annar þjálfari A landsliðs karla, sat fyrir svörum á fjölmiðlafundi að loknum vináttulandsleik Eistlands og Íslands í Tallinn í kvöld, þriðjudagskvöld.  Lars sagði leikinn hafa verið opinn og sérlega fjörugan fyrir áhorfendur og að úrslitin, 1-1 jafntefli, hefðu verið sanngjörn. Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands í Tallinn - 30.3.2015

Þjálfarar A landsliðs karla, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, gera ellefu breytingar á byrjunarliði Íslands frá leiknum við Kasakstan fyrir vináttuleikinn gegn Eistlandi í kvöld.  Ljóst er að margir leikmenn eru þarna að fá gott tækifæri til að minna á sig.

Lesa meira
 

Nýtt samningsform fyrir staðalsamning KSÍ - 30.3.2015

Vegna nýrrar reglugerðar um milliliði og breytinga því tengdu, tekur nýtt samningsform fyrir staðalsamninga KSÍ gildi 1. apríl næstkomandi.  Allir samningar sem gerðir eru frá og með 1. apríl þurfa að vera á nýja samningsforminu til að verða skráðir hjá KSÍ. 

Lesa meira
 

Ný reglugerð um milliliði - 30.3.2015

Ný reglugerð FIFA um milliliði sem leysir af hólmi reglugerð FIFA um umboðsmenn leikmanna tekur gildi þann 1. apríl næstkomandi.  Á sama tíma tekur gildi ný reglugerð KSÍ um milliliði og fellur þá úr gildi reglugerð KSÍ um umboðsmenn og réttindi umboðsmanna KSÍ falla niður.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Elín Metta inn í hópinn - 30.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Hollandi í vináttulandsleik í Kórnum, laugardaginn 4. apríl kl. 14:00.  Freyr hefur valið Elínu Mettu Jensen, úr Val, inn í hópinn og kemur hún í stað Hólmfríðar Magnúsdóttur sem er meidd. Lesa meira
 

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 9. apríl - 30.3.2015

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 9. apríl kl. 18:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.

Lesa meira
 

Síðasta unglingadómaranámskeiðið í Reykjavík - 30.3.2015

Unglingadómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, miðvikudaginn 8. apríl. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 18:00.

Lesa meira
 
Raio Piiroja

Kveðjuleikur Raio Piiroja - 29.3.2015

Raio Piiroja er einn þekktasti knattspyrnumaður Eistlands frá upphafi. Hann hefur leikið alls 114 A-landsleiki fyrir hönd þjóðar sinnar og mun af þvi tilefni leika kveðjuleik sinn þegar Eistland mætir Íslandi í vináttuleik þann 30. mars

Lesa meira
 

Eins stigs forskot Tékka á toppi A-riðils - 28.3.2015

Eins og kunnugt er vann Ísland glæsilegan þriggja marka sigur á Kasakstan í undankeppni EM 2016.  Tveir aðrir leikir í A-riðli fóru fram seinna sama dag.  Lettar hefðu getað hirt öll þrjú stigin í Tékklandi, og í Hollandi jöfnuðu heimamenn í uppbótartíma.

Lesa meira
 

Aron Einar, Eiður Smári og Gylfi ekki til Eistlands | UPPFÆRT - 28.3.2015

Þeir Aron Einar Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Gyldi Þór Sigurðsson fara ekki með landsliðinu til Eistlands í vináttuleikinn sem fram fer á þriðjudag. Aron Einar varð faðir á dögunum og heldur heim, eins og Eiður Smári, sem bíður fæðingar síns fjórða barns. Gylfi Þór Sigurðsson fékk högg í leiknum gegn Kasakstan og leikur ekki gegn Eistlandi.

Lesa meira
 

Öruggur sigur í Kasakstan - 28.3.2015

Ísland mætti Kasakstan í undankeppni EM 2016 í dag og unnu frækinn 3-0 sigur á þessum erfiða útivelli. Íslenska liðið komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Birkir Bjarnason skoraði svo þriðja mark leiksins undir lok leiksins.

Lesa meira
 
Aron Einar Gunnarsson

Aron Einar kominn í 50 A landsleiki fyrir Ísland - 28.3.2015

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði A landsliðs karla, náði þeim stóra áfanga í leiknum við kasakstan í undankeppni EM 2016 að leika sinn 50. A-landsleik fyrir Íslands hönd.  Aron tók ungur við fyrirliðabandinu og hefur verið mikill leiðtogi bæði innan vallar sem utan. 

Lesa meira
 

Leikið í Eistlandi á þriðjudag - 28.3.2015

A landslið karla mætir Eistlandi í vináttuleik á þriðjudag.  Leikurinn, sem er í beinni útsendingu og opinni dagskrá á SkjáSport, fer fram á A. Le Coq Arena leikvanginum í höfuðborg Eistlands, Tallinn. 

Lesa meira
 
Undankeppni EM 2016

Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan - 28.3.2015

Þjálfarar A landsliðs karla, þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, gera þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn við Kasakstan, en eins og knattspyrnuáhugafólki er kannski kunnugt um var byrjunarlið Íslands óbreytt í fyrstu fjórum leikjunum í keppninni.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Ísland stendur í stað á heimslista FIFA - 27.3.2015

Íslenska kvennalandsliðið stendur í stað á nýjum heimslista FIFA en hann var birtur í morgunsárið. Ísland er áfram í 20. sæti listans en hæst komst liðið í 15. sætið árin 2011 og 2012.

Lesa meira
 

Kasakstan keppir á 25 milljarða velli - 27.3.2015

Veðurspáin fyrir leik Kasakstan og Íslands er ekkert sérstaklega gæfuleg. Búist er við um 11 gráðu frosti í Astana, höfuðborg Kasakstan, þegar leikur liðanna fer fram sem undir venjulegum kringumstæðum hefði kallað fram ákveðin vandamál.

Lesa meira
 

U21 landsliðið tapaði gegn Rúmenum - 27.3.2015

Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði 3-0 gegn Rúmenum í vináttuleik sem fram fór ytra í gær. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var rúmenska liðið öflugra í leiknum en íslensku strákarnir hefðu getað skorað með smá heppni.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Rúmenum - 26.3.2015

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Rúmenum í vináttulandsleik sem leikinn verður ytra.  Leikurinn hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma og verður fylgst með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 
Marki fagnað hjá U19 kvenna í leik gegn A landsliði Færeyja í Fífunni 22. febrúar 2015

U19 kvenna - Hópurinn sem leikur í Frakklandi - 26.3.2015

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM, dagana 4. - 9. apríl.  Riðillinn verður leikinn í Frakklandi og, auk heimastúlkna, verður leikið gegn Rússum og Rúmenum.

Lesa meira
 

Tvö landslið í eldlínunni í dag - 26.3.2015

Tvö íslensk landslið verða í eldlínunni í dag en þau leika bæði landsleiki ytra.  Strákarnir í U17 leika gegn Wales í milliriðli EM en leikið er í Krasnodar.  Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Þá munu strákarnir í U21 leika vináttulandsleik gegn Rúmenum í dag og hefst leikurinn kl. 17:30 að íslenskum tíma.  Leikið verður í Targu Mures í Rúmeníu.

Lesa meira
 

KSÍ 68 ára í dag - 26.3.2015

Í dag, fimmtudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 68 ára.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Leikjahrina í undankeppni EM 2016 framundan - 26.3.2015

Eins og knattspyrnuáhugafólki er eflaust kunnugt er leikjahrina framundan í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Um helgina fara fram 26 leikir í riðlunum níu, en einn leikur fer síðan fram á þriðjudag.  Að venju eru margir spennandi leikir á dagskrá.

Lesa meira
 
Ísland - Holland 2014

Þrír leikir í riðlinum á laugardag - 25.3.2015

Eins og knattspyrnuáhugafólki er eflaust kunnugt um mætast Kasakstan og ísland í undankeppni EM karlalandsliða 2016 á laugardag.  Sama dag mætast hinar þjóðirnar í riðlinum - annars vegar Tékkland og Lettland, hins vegar Holland og Tyrkland. Lesa meira
 
Tasos Sidiropoulos

Grískur dómari á leik Kasakstans og Íslands - 25.3.2015

UEFA hefur gefið út lista dómara fyrir næstu umferð í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Dómarinn í leik Kasakstans og Íslands heitir Tasos Sidiropoulos og kemur frá Grikklandi.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stráka á höfuðborgarsvæðinu - 25.3.2015

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stráka á höfuðborgarsvæðini verður í Fífunni, þriðjudaginn 31. mars og eru þetta æfingar fyrir krakka fædd 2001 og 2002.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.  Skipt er niður í hópa eftir félögum og má sjá þá hér að neðan ásamt nafnalista leikmanna.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stelpur á höfuðborgarsvæðinu - 25.3.2015

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stelpur á höfuðborgarsvæðinu verður í Fífunni, mánudaginn 30. mars  og eru þetta æfingar fyrir krakka fædd 2001 og 2002.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.  Skipt er niður í hópa eftir félögum og má sjá þá hér að neðan ásamt nafnalista leikmanna.

Lesa meira
 
A karla í Kasakstan

A landslið karla mætt til Astana - 24.3.2015

A landslið karla er mætt til Astana í Kasakstan þar sem leikið verður við heimamenn í undankeppni EM 2016 á laugardag.  Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var í viðtali við KSÍ TV í dag, þar sem hann fór yfir undirbúning liðsins, þýðingu næstu leikja í riðlinum og ýmislegt fleira. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Sviss á Algarve 2015

A kvenna - Hópurinn sem mætir Hollandi í vináttulandsleik - 24.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Hollendingum í vináttulandsleik, laugardaginn 4. apríl næstkomandi.  Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 14:00.  Þetta verður í áttunda skiptið sem þjóðirnar eigast við hjá A landsliði kvenna en Ísland hefur fimm sinnum farið með sigur af hólmi í viðureignunum hingað til, einu sinni hefur orðið jafntefli og einu sinni hefur Holland haft betur. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Kóreu á Ólympíuleikjum ungmenna í Nanjing

Úrtaksæfingar hjá U17 karla um komandi helgi - 24.3.2015

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 karla og verða æfingar í Kórnum og Egilshöll.  Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 25 leikmenn fyrir þessar æfingar og koma þeir frá frá 13 félögum.

Lesa meira
 

Ekkitapa.is tilnefnt til Nexpo-verðlauna - 24.3.2015

Markaðsherferðin Ekki tapa þér hefur verið tilnefnd til Nexpo-verðlauna sem óhefðbundna auglýsing ársins. Ekkitapa.is er meðal annarra auglýsinga og markaðsherferða sem töldu hafa skarað fram úr á seinasta ári.

Lesa meira
 

U17 karla - Tap gegn Rússum - 23.3.2015

Strákarnir í U17 biðu lægri hlut gegn Rússum í öðrum leik þeirra í milliriðli EM en leikið er í Rússlandi.  Heimamenn unnu öruggan sigur, 4 - 0 eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í leikhléi.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sveinn Sigurður Jóhannesson í hópinn - 23.3.2015

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Rúmenum í vináttulandsleik ytra á fimmtudaginn.  Markvörðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson, úr Stjörnunni, kemur inn í hópinn stað Frederiks Schram sem er meiddur. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

U17 karla og kvenna leika í dag - 23.3.2015

Landslið karla og kvenna, skipuð leikmönnum 17 ára og yngri, verða í eldlínunni í dag.  Stelpurnar leika seinni vináttulandsleik sinn gegn Írum ytra og hefst leikurinn kl. 11:00.  Strákarnir leika í dag annan leik sinn í milliriðli EM en leikið er í Rússlandi.  Það eru heimamenn sem eru andstæðingar dagsins og hefst leikurinn kl. 14:00.

Lesa meira
 

9 á móti 9 eða 11 á móti 11 í 4. flokki? - 23.3.2015

Fimmtudaginn 19. mars stóð KSÍ fyrir Súpufundi þar sem rætt var um hvort breytinga væri þörf á leikjafyrirkomulagi í 4. flokki. Kveikjan af þessum súpufundi var lokaverkefni sem þeir Óskar Rúnarsson og Andri Fannar Stefánsson gerðu, en þeir eru íþróttafræðingar frá HR.

Lesa meira
 

U17 karla - Naumt tap gegn Austurríki - 22.3.2015

U17 ára landslið karla tapaði 1-0 gegn Austurríki í milliriðli vegna EM en leikirnir fara fram í Rússlandi. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Tap í báðum leikjunum gegn Írum - 22.3.2015

Íslenska U17 ára landslið kvenna tapaði 1-0 gegn Írum i seinni leik liðanna sem fram fór í dag. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en Írar náði að skora sigurmarkið í seinni hálfleiknum.

Lesa meira
 

Hópurinn sem mætir Kasakstan - 20.3.2015

Landsliðshópurinn sem leikur við Kasakstan í undankeppni EM 2016 var tilkynntur í hádeginu. Eiður Smári Guðjohnsen kemur aftur í hópinn sem og Haukur Heiðar Hauksson, leikmaður AIK, en hann tekur sæti Thedórs Elmars Bjarnasonar sem er meiddur.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla í vináttulandsleik gegn Norður Írum í Kórnum 10. febrúar 2015

U17 karla og kvenna í eldlínunni á laugardaginn - 20.3.2015

Bæði karla- og kvennalið okkar í aldursflokki U17 verða í eldlínunni á morgun, laugardaginn 21. mars.  Strákarnir leika í milliriðli EM gegn Austurríki kl. 10:00. Stelpurnar eru í óða önn að undirbúa sig fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna. Þær leika tvo leiki gegn Írum í þessari ferð og fer fyrri leikurinn fram á morgun, laugardaginn 21. mars og hefst kl. 15:00.

Lesa meira
 
Throttur

6 þátttökuleyfi samþykkt af leyfisráði - 19.3.2015

Leyfisráð hefur samþykkt umsóknir þeirra 6 félaga sem gefinn var vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum á fyrri fundi ráðsins þann 11. mars.  Öll 24 félögin sem undirgangast leyfiskerfið hafa þar með fengið útgefið þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2015.

Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

U21 karla - Hópurinn sem mætir Rúmenum í vináttulandsleik - 19.3.2015

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Rúmenum í vináttulandsleik 26. mars næstkomandi.  Leikið verður í Targu Mures en þetta er í þriðja skiptið sem þjóðirnar mætast í þessum aldursflokki. Lesa meira
 

Þinggerð 69. ársþings KSÍ - 18.3.2015

Hér að neðan má sjá þinggerð 69. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var Hilton Nordica Reykjavík, 14. febrúar síðastliðinn. Lesa meira
 
Fram

Unglingadómaranámskeið hjá Fram fimmtudaginn 26. mars - 18.3.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fram og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
KR

Unglingadómaranámskeið hjá KR þriðjudaginn 24. mars - 17.3.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við KR og hefst kl. 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
Frá pæjumótinu á Siglufirði 2006

9v9 eða 11v11 í 4. flokki? - 14.3.2015

KSÍ stendur fyrir súpufundi fimmtudaginn 19. mars kl. 12.00-13.00 í höfuðstöðvum Knattspyrnusambandsins á Laugardalsvelli. Viðfangsefnið er hvort breyta þurfi keppnisfyrirkomulagi í 4. flokki, spila með 9 í liði í stað 11.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Æfingar U19 kvenna 21. og 22. mars - (uppfært) - 13.3.2015

Dagana 21.-22. mars næstkomandi fara fram æfingar U19 landsliðs kvenna.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar, þjálfara liðsins, og eru þær liður í undirbúningi fyrir milliriðil EM sem fram fer í Frakklandi í byrjun apríl. 

Lesa meira
 
Ldv_2012_Atburdir-279

18 þátttökuleyfi samþykkt á fyrri fundi leyfisráðs - 13.3.2015

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2015 fór fram í vikunni.  Fyrir fundinum lágu umsóknir félaganna 24 í efstu tveimur deildum karla um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild. Umsóknir 18 félaga voru samþykktar, en 6 félögum var gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum. Lesa meira
 

U17 landslið kvenna til Dublin - 12.3.2015

U17 landslið kvenna leikur tvo vináttuleiki við Íra í mars og eru þeir leikir hluti af undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna sem fram fer hér á landi næsta sumar. Úlfar Hinriksson, þjálfari liðsins, hefur valið 18 manna hóp í verkefnið.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarver

Algarve 2015 - Ísland í 10. sæti - 12.3.2015

Íslenska kvennalandsliðið beið lægri hlut gegn heimsmeisturum Japans í lokaleik sínum á Algarve mótinu.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Japan eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Ísland endaði því í 10. sæti á mótinu. Lesa meira
 
Árni Sveinsson með mottuna í lagi

Mottudagurinn er á föstudag - 11.3.2015

Föstudaginn 13. mars nk. hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr!  KSÍ vill nota tækifærið og hvetja knattspyrnufjölskylduna á Íslandi til að taka þátt.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Unglingadómaranámskeið í Víkinni 12. mars - 11.3.2015

Unglingadómaranámskeið verður haldið hjá Víkingi fimmtudaginn 12. mars kl. 18:00.  Námskeiðið fer fram í Víkinni og er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Aðgangur er ókeypis. Lesa meira
 
ÍA

Unglingadómaranámskeið hjá ÍA 18. mars - 11.3.2015

Unglingadómaranámskeið verður haldið hjá ÍA á Jaðarsbökkum  miðvikudaginn 18. mars kl. 16:00.  Námskeiðið, sem haldið er af KSÍ í samvinnu við ÍA, stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Aðgangur er ókeypis. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum 9. mars 2015

Algarve 2015 - Byrjunarlið Íslands gegn Japan - 11.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir heimsmeisturum Japans í dag í leik um 9. sætið á Algarve mótinu.  Leikið verður í Algarve og hefst leikurinn kl. 12:15 og verður fylgst með helstu atriðum leiksins með  textalýsingu á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 

Drög að leikjaniðurröðun 2015 - Frestur rennur út 20. mars - 11.3.2015

Drög að leikjaniðurröðun í mótum sumarsins hefur verið birt hér á vef KSÍ. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi föstudaginn 20. mars á netfangið birkir@ksi.is.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Sviss á Algarve 2015

Algarve 2015 - Leikið við Japan um níunda sætið - 10.3.2015

Íslenska kvennalandsliðið mætir því heimsmeisturum Japans í leik um níunda sætið á Algarve mótinu en leikið verður um sæti, miðvikudaginn 11. mars.  Leikið verður á Algarve vellinum og hefst hann kl. 12:15.  Það verða Frakkland og Bandaríkin sem leika munu til úrslita á mótinu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarver

Algarve 2015 - Markalaust jafntefli gegn Bandaríkjunum - 9.3.2015

Íslenska kvennalandsliðið náði frábærum úrslitum í kvöld í lokaleik riðilsins á Algarve mótinu en leikið var í Lagos.  Markalaust jafntefli varð niðurstaðan en Bandaríkin leika engu að síður til úrslita á mótinu, gegn Frökkum.  Ísland mun að öllum líkindum leika gegn Japan um níunda sætið en ekki hefur verið tilkynntur leikstaður og tími. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarver

Algarve 2015 - Leikið gegn Bandaríkjunum í kvöld - 9.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Bandaríkjunum í síðast leik liðsins í riðlakeppni Algarve mótsins. Leikurinn hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma en Bandaríkin hafa unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum. Lesa meira
 

Úrtaksæfingar hjá U16 og U17 karla um komandi helgi - 8.3.2015

Landsliðsþjálfararnir, Freyri Sverrisson og Halldór Björnsson, hafa valið hópa fyrir úrtaksæfingar hjá landsliðum U16 og U17 karla.  Æfingarnar fara fram um komandi helgi, 14. og 15. mars og verða í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarver

Algarve 2015 - Eins marks tap gegn Noregi - 6.3.2015

Íslenska kvennalandsliðið beið lægri hlut gegn Noregi í kvöld á Algarve mótinu en þetta var annar leikur liðsins.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Noreg og kom markið strax á 9. mínútu leiksins.  Lokaleikur Íslands í riðlinum verður gegn Bandaríkjunum á mánudaginn

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Sviss á Algarve 2015

Algarve 2015 - Byrjunarliðið sem mætir Norðmönnum - 6.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Noregi í Lagos  í kvöld á Algarve mótinu og hefst leikurinn kl. 18:00.  Þetta er annar leikur liðsins á mótinu en fyrsti leikurinn var gegn Sviss, á sama velli, og tapaðist 0 - 2. Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið á Selfossi 16. mars - 6.3.2015

Unglingadómaranámskeið verður haldið í félagsheimili Selfoss, Tíbrá,  mánudaginn 16. mars kl. 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Aðgangur er ókeypis og er skráning þegar hafin.

Lesa meira
 
Freyr Alexandersson

Algarve 2015 - Undirbúningur fyrir Noregsleikinn - 5.3.2015

Íslenska liðið æfði tvisvar sinnum í dag en hópurinn undirbýr sig undir leikinn gegn Noregi á morgun, föstudaginn 6. mars.  Þeir leikmenn sem mest léku í gær gegn Sviss tóku því frekar rólega á fyrri æfingunni á meðan aðrir leikmenn tóku vel á því.  Allir leikmenn voru með á æfingunni nema Katrín Ómarsdóttir. Lesa meira
 
Æfing á Algarve

Algarve 2015 - Guðrún Arnardóttir kölluð í hópinn - 5.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur kallað Guðrúnu Arnardóttur inn í landsliðshópinn sem tekur þátt um þessar mundir á Algarve mótinu.  Guðrún kemur í stað Katrínar Ómarsdóttur sem ekki mun leika á mótinu.

Lesa meira
 

Rétt viðbrögð við heilahristingi - 5.3.2015

Í apríl 2014 gaf heilbrigðisnefnd KSÍ út leiðbeiningar og ráðleggingar vegna heilahristings.  Fjallað var um viðfangsefnið á súpufundi KSÍ í sama mánuði, þar sem Reynir Björnsson læknir fór yfir rétt viðbrögð í slíkum tilfellum.  Lesa meira
 
Nystuka2007-0137

Leyfisráð fundar 10. mars - 5.3.2015

Þessa dagana eru þau félög sum undirgangast leyfiskerfi KSÍ á fullu að vinna að endurbótum og uppfærslu á leyfisgögnum sínum, og þá sér í lagi fjárhagslegum gögnum.  Leyfisráð kemur saman þriðjudaginn 10. mars og tekur þá fyrir umsóknir félaga um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og 1. deild karla 2015.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Sviss á Algarve 2015

Algarve 2015 - Svissneskur sigur í sólinni - 4.3.2015

Íslenska kvennalandslið tapaði í dag gegn Sviss í fyrsta leik liðsins á Algarve mótinu en leikið var í Lagos.  Lokatölur urðu 0 - 2 fyrir Sviss eftir að markalaust var í leikhléi.  Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Noregi á föstudaginn.

Lesa meira
 
EM U17 karla

U17 landslið karla valið fyrir milliriðil í Krasnodar - 4.3.2015

Halldór Björnsson, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir milliriðil EM, sem leikinn verður í Krasnodar í Rússlandi í mars.  Hópurinn heldur til Rússlands þann 19. mars og fyrsti leikur er tveimur dögum síðar.  Austurríki og Wales eru í riðlinum, auk Íslands og heimamanna. Lesa meira
 

Sjálfkrafa leikbönn í Lengjubikarnum - 4.3.2015

Lengjubikarinn er nú í fullum gangi í knattspyrnuhúsum landsins og því rétt að minna á ákvæði reglugerða KSÍ um agamál í þeirri keppni.  Félögin sjálf þurfa að fylgjast vel með spjaldasöfnun leikmanna sinna, því leikbönn í Lengjubikar eru sjálfkrafa.  Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Mikil þróun með tilkomu leyfiskerfis KSÍ - 4.3.2015

Leyfiskerfi KSÍ var sett á laggirnar haustið 2002 og undirgengust íslensk félög leyfiskerfi KSÍ í fyrsta sinn fyrir keppnistímabilið 2003.  Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Mikil þróun hefur átt sér stað í íslenskri knattspyrnu og ekki síður í umgjörð íslenskra knattspyrnufélaga

Lesa meira
 

Algarve 2015 - Byrjunarlið Íslands gegn Sviss - 4.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Sviss í dag kl. 15:00.  Leikið verður í Lagos í Portúgal en þetta er fyrsti leikur Íslands á hinu geysisterka Algarve móti.  Lára Kristín Pedersen byrjar í sínum fyrsta landsleik en stillt er upp ungu liði gegn hinu sterka liði Sviss

Lesa meira
 
Æfing á Möltu

Algarve 2015 - Ísland mætir Sviss kl. 15:00 - 4.3.2015

Ísland hefur leik í dag á Algarve mótinu en kl. 15:00 mæta stelpurnar Sviss í B riðli.  Leikið verður í Lagos en hinn leikurinn í riðlinum verður á milli Bandaríkjanna og Noregs.  Það má búast við erfiðum leik hjá stelpunum en íslenska liðið mætti Sviss tvisvar í undankeppni HM og tapað í bæði skiptin.

Lesa meira
 

Algarve 2015 - 150 fjölmiðlamenn sækja mótið - 3.3.2015

Algarve mótið hefst á morgun en þá mætir íslenska liðið því svissneska en þjóðirnar leika í B riðli ásamt Noregi og Bandaríkjunum.  Mrkill áhugi er á Algarve mótinu sem hefur aldrei verið sterkara en oft er talað um óopinbera heimsmeistarakeppni en þetta mót ber á góma.  Alls hafa 150 fjölmiðlamenn boðað komu sína á mótið að þessu sinni

Lesa meira
 
faroe_logo

Knattspyrnusamband Færeyja auglýsir eftir fræðslustjóra - 3.3.2015

Knattspyrnusamband Færeyja auglýsir eftir starfsmanni til að leiða fræðslu- og útbreiðslustarf sambandsins (Technical Director).  Hér er um að ræða spennandi tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling, sem hefur lokið UEFA-A (KSÍ-A) þjálfaragráðu og býr yfir víðtækri reynslu. Lesa meira
 
Bríet Bragadóttir

Íslenskir dómarar á U19 æfingamóti á La Manga - 2.3.2015

Dómararnir Bríet Bragadóttir, Jovana Cosic og Birna Bergstað Þórmundsdóttir verða að störfum á æfingamóti á vegum norska knattspyrnusambandsins dagana 4.-10. mars.  Um er að ræða fjögurra liða mót U19 landsliða kvenna, sem fram fer á La Manga á Spáni.

Lesa meira
 

Fótboltinn í fullum gangi - 2.3.2015

Eins og knattspyrnuhreyfingin og áhugafólk um knattspyrnu þekkir vel er fótbolti heilsársíþrótt.  Flesta mánuði og flestar vikur vetrar er hægt að finna fótboltaleiki til að horfa á í knattspyrnuhúsum landsins.  Svo er einnig í þessari viku. Lesa meira
 
Mottumars 2015

Mottumars 2015 - Sýnum samstöðu! - 2.3.2015

KSÍ hvetur knattspyrnufólk um allt land til að sýna samstöðu og taka þátt í átakinu Mottumars 2015.  Möguleikanir eru endalausir og ef þú hefur einhvern tímann hugsað þér að prófa að safna skeggi, þá er tækifærið núna! Krabbamein á ekki að vera feimnismál. Mottan er táknræn ogminnir okkur á að hugsa um heilsuna.

Lesa meira
 

Sterkur Algarve-riðill - 2.3.2015

A landslið kvenna kemur saman í Portúgal í dag, mánudag, þar sem það tekur þátt í hinu árlega Algarve-móti, sem er eins og kunnugt er afar sterkt æfingamót.  Mótherjar íslenska liðsins í riðlinum eru allir afar sterkir, en Ísland leikur í B-riðli ásamt Bandaríkjunum, Noregi og Sviss. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög