Fréttir

U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Æfingahelgi framundan - 28.2.2015

Framundan er æfingahelgi hjá U17 kvenna og hefur Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, valið leikmenn fyrir þessar æfingar.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll og verða tveir hópar á ferðinni.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir Norðurland - 27.2.2015

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Norðurland  verður í Boganum á Akureyri miðvikudaginn 4.mars  og eru þetta æfingar fyrir krakka fædd 2001 og 2002.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ kosin á 69. ársþingi KSÍ

Fyrsti fundur stjórnar að loknu ársþingi - 26.2.2015

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar að loknu ársþingi KSÍ var m.a. skipað í embætti innan stjórnar. Guðrún Inga Sívertsen verður varaformaður, Gylfi Þór Orrason gjaldkeri stjórnar og Gísli Gíslason er ritari stjórnar.  Á fundinum var jafnframt ákveðið að Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, muni gegna starfi framkvæmdastjóra KSÍ tímabundið, þar til annað verður ákveðið.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Landsdómararáðstefna – 27.–28. febrúar - 26.2.2015

Um komandi helgi fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það Kyros Vassaras sem verður gestur ráðstefnunnar.

Lesa meira
 
Kristinn Jóhannsson ásamt Ágústi Jenssyni

Kristinn vallarstjóri þriðja árið í röð - 26.2.2015

Kristinn V. Jóhannsson var á dögunum valinn fótboltavallarstjóri ársins 2014 en kjörið fór fram á uppskeruhátíð Samtaka Íþrótta og Golfvallarstarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ).  Þetta er í þriðja skiptið sem vallarstjórar ársins eru valdir og í þriðja skiptið sem Kristinn hampar þessum titli.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stúlkur á Suðurlandi - 25.2.2015

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stúlkur á Suðurlandi verður í Hveragerði föstudaginn 27. febrúar.  Þetta eru æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 
U21-karla

16 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingu fyrir U21 karla - 24.2.2015

Úrtaksæfing fyrir U21 landslið karla fer fram í Kórnum laugardaginn 28. febrúar.  Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, hefur boðað 16 leikmenn til æfinga, alla fædda 1996, og koma þeir frá 10 félögum. Lesa meira
 
KR er Reykjavíkurmeistari kvenna 2015 (Mynd frá Fotbolti.net

KR Reykjavíkurmeistari kvenna 2015 - 24.2.2015

KR-ingar fögnuðu sigri í Reykjavíkurmóti kvenna 2015 eftir sigur á Val í úrslitaleik í Egilshöll á mánudagskvöld.  Lokatölur leiksins urðu 2-1 fyrir KR og var þar með bundinn endi á 7 ára sigurgöngu Vals í þessari keppni, sem haldin hefur verið síðan 1982.

Lesa meira
 
U17 karla 2015 - Ísland-N. Írland í Kórnum

Úrtaksæfingar U19 og U17 karla um komandi helgi - 23.2.2015

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla.  Æft verður í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík og hafa rúmlega 70 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinganna, sem fara fram undir stjórn landsliðsþjálfara liðanna. Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn fyrir Algarve tilkynntur - 23.2.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem leikur á Algarve mótinu sem fram fer 4. - 11. mars næstkomandi.  Freyr velur 23 leikmenn í hópinn og þar af eru tveir nýliðar.  Margrét Lára Viðarsdóttir er leikreyndasti leikmaður hópsins og snýr nú aftur eftir hlé.

Lesa meira
 
Gunnar Sverrir Gunnarsson

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara þriðjudaginn 3. mars - 23.2.2015

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið þriðjudaginn 3. mars í höfuðstöðvum KSÍ og hefst það kl. 18:00.  Á námskeiðinu mun Gunnar Sverrir Gunnarsson FIFA aðstoðardómari fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Lesa meira
 
Marki fagnað hjá U19 kvenna í leik gegn A landsliði Færeyja í Fífunni 22. febrúar 2015

U19 kvenna - Aftur fimm marka sigur á Færeyjum - 22.2.2015

Stelpurnar í U19 unnu í dag A landslið Færeyja en þetta var seinni vináttulandsleikur liðanna á þremur dögum.  Lokatölur urðu 6 - 1 fyrir Ísland eftir að staðan í leikhléi hafði verið jöfn, 1 - 1.  Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Akraneshöllinni í kvöld en vegna veðurskilyrða og færðar var ákveðið að færa leikinn í Fífuna. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikurinn gegn Færeyjum færður í Fífuna - 22.2.2015

Vegna veðurútlits hefur verið ákveðið að seinni vináttulandsleikur U19 kvennalandsliðs Íslands og A landsliðs Færeyja fari fram í Fífunni í dag, sunnudaginn 22. febrúar,  kl. 17:00.  Leikurinn var fyrirhugaður í Akraneshöllinni kl. 19:00.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Öruggur sigur á Færeyjum - 20.2.2015

Stelpurnar í U19 unnu öruggan sigur á A landsliði Færeyja en þjóðirnar mættust í vináttulandsleik í Reykjaneshöllinni í dag.  Lokatölur urðu 5 - 0 fyrir íslenska liðið sem leiddi með þremur mörkum í leikhléi.  Liðin mætast svo aftur á sunnudaginn kl. 19:00 í Akraneshöllinni Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts kvenna mánudaginn 23. febrúar - 20.2.2015

Það verða Valur og KR sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna en leikið verður í Egilshöll, mánudaginn 23. febrúar kl. 19:00.  Valur lagði Þrótt í undanúrslitum og KR hafði betur gegn Fylki. Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

U21 karla – Vináttulandsleikur gegn Rúmenum 26. mars - 19.2.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Rúmeníu hafa komst að samkomulagi um að U21 karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik ytra, þann 26. mars næstkomandi.  Leikið verður á Trans-Sil vellinum í Targu Mures.  Í samkomulaginu felst einnig að þjóðirnar leiki annan vináttulandsleik í sama aldursflokki hér á landi árið 2016 eða 2017. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson

Þakkir - 19.2.2015

Á þessum tímamótum og í kjölfar vel heppnaðs ársþings 2015 hef ég ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins frá og með 1. mars n.k. en ég hef íhugað að skipta um vettvang frá því seint á síðasta ári og tel að nú, í upphafi nýs starfsárs , sé rétt að stíga þetta skref. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Færeyjum á undirbúningsmóti UEFA

U19 kvenna - Tveir vináttulandsleikir gegn A landsliði Færeyja - 19.2.2015

Stelpurnar í U19 munu leika tvo vináttulandsleiki gegn A landsliði Færeyja en leikirnir fara fram á föstudag og sunnudag.  Fyrri leikurinn fer fram í Reykjaneshöll, föstudaginn 20. febrúar kl. 16:00 en sá seinni í Akraneshöllinni, sunnudaginn 22. febrúar kl. 19:00.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun í Vestmannaeyjum 10.-11. mars - 18.2.2015

Hæfileikamótun KSÍ sem upphaflega átti að vera í Vestmannaeyjum dagana 24. - 25.febrúar, hefur verið færð til 10. - 11. mars. Halldór Björnsson mun stjórna æfingum hjá stúlkum og drengjum í 4. flokk.  Hér má sjá dagskrá og nafnalista yfir þá leikmenn sem eru boðaðir á þessar æfingar.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerðum varðandi félagaskipti og agamál - 18.2.2015

Á fundi stjórnar KSÍ, sem fram fór 13. febrúar, voru samþykktar breytingar á reglugerðum KSÍ um Aga- og úrskurðarmál og Félagaskipti, samninga, stöðu leikmanna og félaga.  Mikilvægt er að félög kynni sér þessar breytingar og komi til þeirra er málið varðar. Lesa meira
 

Námskeið í hugmyndafræði Coerver Coaching 21. - 22. febrúar - 18.2.2015

Dagana 21.-22. febrúar mun KSÍ bjóða þjálfurum upp á námskeið í hugmyndafræði Coerver Coaching.  Hingað til lands kemur Brad Douglass en hann starfar sem Technical Director hjá Coerver Coaching. Brad kom einnig hingað til lands í ársbyrjun 2013 og hélt vel heppnað Coerver Coaching námskeið á vegum KSÍ sem var gríðarlega vel sótt.

Lesa meira
 

Fjárhagsgögnum skilað til leyfisstjórnar í vikunni - 17.2.2015

Skiladagur fjárhagsgagna í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2015 er föstudagurinn 20. febrúar. Samkvæmt kröfum sem lýst er í leyfisreglugerð skulu leyfisumsækjendur skila ársreikningi með viðeigandi áritun endurskoðanda, ásamt fylgigögnum.  Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Austurland - 17.2.2015

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Austurland verður á Reyðarfirði laugardaginn 21. febrúar og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Suðurland - 17.2.2015

Hæfileikamótun KSÍ fyrir stráka á Suðurland verður í Hveragerði föstudaginn 20. febrúar, æfing fyrir stelpur verður viku seinna, föstudaginn 27. febrúar.  Þetta eru æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Leikjaniðurröðun í 1. deild kvenna og 4. deild karla 2015 - 17.2.2015

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út leikjaniðurröðun í 1. deild kvenna og 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2015 og er hægt að nálgast leikina hér á síðunni.  Þrjú félög bætast við keppni 1. deilar kvenna frá síðasta tímabili og er leikið í þremur 7 liða riðlum.  Félögum í 4. deild karla fækkar um eitt frá síðasta tímabili.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Kría í Garðinn - 17.2.2015

Dregið hefur verið í fyrstu tvær umferðirnar í Borgunarbikar karla og kvenna en keppni í karlaflokki hefst 1. maí en 10. maí hjá konunum.  Að venju eru margar athygliverðar viðureignir á dagskránni en félögin í Pepsi-deild koma síðar inn í keppnina, í 32 liða úrslitum hjá körlum og í 16 liða úrslitum hjá konum.  Lesa meira
 
Afturelding

Unglingadómaranámskeið hjá Aftureldingu þriðjudaginn 24. febrúar - 16.2.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu og hefst kl. 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikmenn valdir fyrir tvo leiki gegn Færeyjum - 16.2.2015

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið leikmenn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn A landsliði Færeyja.  Leikirnir fara fram hér á landi, í Reykjaneshöllinni föstudaginn 20. febrúar og í Akraneshöllinni, sunnudaginn 22. febrúar.

Lesa meira
 
Æfing á Möltu

Æfingar um helgina hjá A kvenna og U17 kvenna - 16.2.2015

Um komandi helgi verða æfingar hjá A kvenna og U17 kvenna og verða æfingarnar í Egilshöllinni og Kórnum.  Landsliðsþjálfararnir, Freyr Alexandersson og Úlfar Hinriksson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar og má sjá lista þeirra hér að neðan. Lesa meira
 
Gísli Gíslason

Knattspyrnan og verkefni sem blasa við - 16.2.2015

Um nýliðna helgi var haldið ársþing KSÍ og á föstudag málþing um stöðu kvenna innan íþróttahreyfingarinnar.  Á þessum tveimur viðburðum var ýmislegt til umfjöllunar sem vekja má athygli á til viðbótar því sem fjölmiðlar mátu fréttnæmast. Lesa meira
 
Stjórn KSÍ kosin á 69. ársþingi KSÍ

69. ársþingi KSÍ lokið - Geir endurkjörinn formaður - 14.2.2015

Rétt í þessu lauk 69. ársþingi KSÍ sem haldið var á Hótel Nordica Reykjavík.  Fréttir af afgreiðlsu tillagna má finna annars staðar á síðunni.  Tveir voru í kjöri formanns KSÍ, Geir Þorsteinsson og Jónas Ýmir Jónasson.  Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ til næstu tveggja ára.

Lesa meira
 

Setningarræða formanns á 69. ársþingi KSÍ - 14.2.2015

Íslensk knattspyrna var í sviðsljósinu árið 2014, frábær frammistaða A landsliðs karla vakti athygli víða og langt út fyrir strendur Íslands.  Sigur á HM bronsliði Hollands á Laugardalsvelli í október var tvímælalaust hápunktur ársins. Aldrei fyrr hefur sigurleikur landsliðs okkar skapað jafnmikla umfjöllun um íslenska knattspyrnu á erlendum vettvangi. Lesa meira
 

FH og ÍA fengu viðurkenningu fyrir dómaramál - 14.2.2015

Verðlaun voru veitt tveimur félögum fyrir góða frammistöðu í dómaramálum.  Sem fyrr þurfti að uppfylla 10 skilyrði til þess að teljast fyrirmyndarfélag í þeim efnum.  FH og ÍA stóðust skilyrðin og teljast því vera fyrirmyndarfélög í dómaramálum 2014.  Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, afhenti þessum félögum viðurkenningu á 69. ársþingi KSÍ.

Lesa meira
 

Stjarnan fékk Kvennabikarinn 2014 - 14.2.2015

Það var Stjarrnan sem hlaut Kvennabikarinn fyrir árið 2014 en það eru verðlaun fyrir háttvísi í Pepsi-deild kvenna.  Verðlaunin voru veitt á 69. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hótel Nordica Reykjavík.  Þá fékk Tindastóll viðurkenningu fyrir prúðmannlega framkomu í 1. deild kvenna á síðasta tímabili.

Lesa meira
 

KR og ÍA fengu  Dragostytturnar - 14.2.2015

KR og ÍA fengu Dragostytturnar á 69. ársþingi KSÍ sem haldið er Hótel Nordica Reykjavík.  Þá fengu Fjarðabyggð, Höttur og KFG viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna

Lesa meira
 

Sport TV fær fjölmiðlaverðlaun KSÍ - 14.2.2015

Á árinu sem leið gafst knattspyrnuáhugafólki kostur á að sjá fleiri innlenda leiki í beinni útsendingu vefsjónvarps en nokkru sinni fyrr. Vefsíðan Sport TV á þarna stærstan þátt. Þetta þýðir að á árinu 2014 gat knattspyrnuáhugafólk horft á tæplega eitt hundrað leiki í beinni útsendingu á Sport TV.

Lesa meira
 

Sigríður Arndís Jóhannsdóttir fær Grasrótarverðlaun KSÍ - 14.2.2015

Grasrótarverðlaun KSÍ hlýtur Sigríður Arndís Jóhannsdóttir.  Sigríður, sem starfar sem verkefnastjóri hjá þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, hefur staðið fyrir fótboltaæfingum fyrir utangarðsmenn.  Æfingarnar hafa farið fram einu sinni í viku á Klambratúni og hafa um 20 aðilar mætt á þessar æfingar, um 6 – 8 í einu. 

Lesa meira
 

Þórður Einarsson fékk Jafnréttisverðlaun - 14.2.2015

Jafnréttisverðlaun KSÍ hlýtur Þórður Einarsson, framkvæmdastjóri Leiknis.  Þórður Einarsson er Leiknismaður og Breiðhyltingur fram í fingurgóma.  Hann lék með Leikni í yngri flokkum og í meistaraflokki og hefur þjálfað og starfað þar um langt árabil, þrátt fyrir ungan aldur. 

Lesa meira
 

69. ársþing KSÍ hafið - Fylgist með framgangi þingsins hér - 14.2.2015

Núna kl. 11:00 hófst 69. ársþing KSÍ og fer það fram á Hilton Nordica Reykjavík.  Nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu sem og að tveir aðilar eru í formannskjöri.  Við munum fylgjast með hér á síðunni og uppfærum þessa frétt reglulega.

Lesa meira
 

Karen Espelund sérstakur gestur á ársþingi KSÍ - 13.2.2015

Sérstakur gestur á 69. ársþingi KSÍ, sem fram fer á Hilton Hótel Nordica á laugardag, verður Karen Espelund, sem setið hefur í framkvæmdastjórn UEFA síðan 2011. Karen er norsk og gegndi m.a. stöðu framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Noregs um 10 ára skeið.

Lesa meira
 

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 4. deild karla 2015 - 13.2.2015

Mótanefnd hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2015 og má sjá hana hér að neðan.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Suðurnes - 13.2.2015

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Suðurnes verður í Reykjaneshöllinni miðvikudaginn 18. febrúar og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla í vináttulandsleik gegn Norður Írum í Kórnum 10. febrúar 2015

U17 karla - Annar eins marks sigur á Norður Írum - 12.2.2015

Íslendingar og Norður Írar léku í dag seinni vináttulandsleik sinn í Kórnum á þremur dögum.  Íslendingar unnu fyrri leikinn með einu marki gegn engu og gerðu nokkrar breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum.  Leiknum lauk með, eins og þeim fyrri, með 1 – 0 sigri Íslands. Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Vesturland - 12.2.2015

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Vesturland verður í Akraneshöllinni þriðjudaginn 17. febrúar og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Það er Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, sem fer fyrir verkefninu. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla í vináttulandsleik gegn Norður Írum í Kórnum 10. febrúar 2015

U17 karla - Ísland mætir Norður Írlandi kl. 12:00 - 12.2.2015

Strákarnir í U17 leika í dag seinni vináttulandsleikinn gegn Norður Írum og fer hann fram í Kórnum.  Leikurinn hefst kl 12:00 á hádegi og verður sýndur í beinni útsendingu á Sport TV.  Hægt verður einnig að fylgjast með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

Hver er staða kvenna innan íþróttahreyfingarinnar? - 12.2.2015

Knattspyrnusamband Íslands stendur fyrir málþingi, föstudaginn 13. febrúar kl. 17:30, í höfuðstöðvum KSÍ.  Málþingið ber yfirskriftina: "Hver er staða kvenna innan íþróttahreyfingarinnar?" og er öllum opið.

Lesa meira
 

Dagskrá 69. ársþings KSÍ - 11.2.2015

Ársþing KSÍ, það 69. í röðinni, fer fram á Hilton Nordica Reykjavík laugardaginn 14. febrúar og hefst kl. 11:00 en afhending þinggagna hefst kl. 10:00.  Hér að neðan má finna dagskrá þingsins. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn hefst föstudaginn 13. febrúar - 11.2.2015

Það verða nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar Vals og Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem hefja leik í Lengjubikarnum 2015 en félögin mætast í Egilshöll, föstudaginn 13. febrúar kl. 19:00.  Fjölmargir leikir verða svo í í A-deild karla um komandi helgi. Lesa meira
 
Grindavík

Unglingadómaranámskeið hjá Grindavík þriðjudaginn 17. febrúar - 11.2.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Grindavík og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 

Fjöldi þingfulltrúa á 69. ársþingi KSÍ - 11.2.2015

Laugardaginn 14. febrúar næstkomandi fer fram 69. ársþing KSÍ á Hilton Nordica Reykjavík.  Alls hafa 146 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 133 fulltrúa frá 18 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum.

Lesa meira
 
U17 karla 2015 - Ísland-N. Írland í Kórnum

U17 karla - Sigur gegn Norður Írum í vináttulandsleik - 10.2.2015

Ísland og Norður Írland mættust í kvöld í vináttulandsleik hjá U17 landsliðum karla og var leikið í Kórnum.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir íslenska liðið eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Þjóðirnar mætast svo aftur, á sama stað, á fimmtudaginn og hefst sá leikur á nokkuð óvenjulegum tíma eða kl. 12:00 á hádegi.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar um helgina - 9.2.2015

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar hjá U17 karla um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll og eru leikmennirnir 31 sem boðaðir eru að þessu sinni. Lesa meira
 
Valur

Valsmenn Reykjavíkurmeistarar hjá körlum - 9.2.2015

Það voru Valsmenn sem hömpuðu Reykjavíkurmeistaratitlinum í kvöld þegar þeir lögðu Leikni í úrslitaleik en leikið var í Egilshöll.  Valsmenn höfðu tveggja marka forystu í leikhléi og bættu svo einu marki við í síðari hálfleik og höfðu 3 - 0 sigur.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 karla - Leikið gegn Norður Írum á þriðjudag og fimmtudag - 9.2.2015

Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Norður Írum og fara þeir báðir fram í Kórnum.  Fyrri leikurinn fer fram þriðjudaginn 10. febrúar og hefst kl. 18:45.  Sá síðari verður fimmtudaginn 12. febrúar og hefst kl. 12:00.  Báðir leikirnir verða sýndir á Sport TV. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Íslensk knattspyrna var í sviðsljósinu árið 2014 - 6.2.2015

Íslensk knattspyrna var í sviðsljósinu árið 2014, frábær frammistaða A landsliðs karla vakti athygli í heimi knattspyrnunnar. Sigur á HM bronsliði Hollands á Laugardalsvelli í október var tvímælalaust hápunktur ársins. Aldrei fyrr hefur sigurleikur í keppni skapað jafnmikla umfjöllun um íslenska knattspyrnu á erlendum vettvangi

Lesa meira
 

Rekstur KSÍ í samræmi við áætlun - 6.2.2015

Rekstur KSÍ á árinu 2014 er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun frá ársþingi.  Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2014 námu 1.067 milljónum króna samanborið við 972 milljónir króna árið á undan. Hækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af auknu framlagi frá FIFA og auknum sjónvarpstekjum.  Rekstrarkostnaður KSÍ var um 910 milljónir króna og lækkar frá fyrra ári um 18 milljónir króna.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Leiknir og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins - 6.2.2015

Það verða Leiknir og Valur sem leika til úrslita í Reykjavíkurmóti KRR en þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleiki gærkvöldsins.  Þessi félög mætast í úrslitaleiknum, mánudaginn 9. febrúar, í Egilshöll og hefst leikurinn kl. 19:00. Lesa meira
 
Merki U21 karla

U21 karla - Ísland aftur í riðli með Frökkum - 5.2.2015

Dregið var í dag í undankeppni EM U21 karla en dregið var í höfuðstöðvum UEFA.  Ísland dróst í riðil með Frakklandi, Úkraínu, Skotlandi, Makedóníu og Norður Írlandi.  Ísland var í fjórða styrkleikaflokki og lenti með Frökkum úr efsta styrkleikaflokki, líkt og í síðustu undankeppni.

Lesa meira
 
Frá hæfileikamótun frá Austfjörðum

Hæfileikamótun KSÍ og N1 2015 - Dagskrá næstu vikur - 4.2.2015

Þessa dagana er Hæfileikamótun KSÍ og N1 að fara af stað á árinu 2015.  Eins og áður hefur komið fram verður byrjað að þessu sinni á Hornarfirði en dagskráin næstu vikurnar er annars svohljóðandi:

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Opin mót félaga 2015 - 4.2.2015

Félögum sem halda opin mót 2015 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður á póstfangið: thorvaldur@ksi.is.  Upplýsingarnar verður að finna í lista undir Opin mót í valmyndinni hér vinstra megin á síðunni.

Lesa meira
 
Guðmunda Brynja og Glódís

A kvenna - Vináttulandsleikur gegn Hollandi í apríl - 4.2.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Hollands hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Kórnum, 4. apríl næstkomandi.  Einnig hefur verið samið um að þjóðirnar mætist svo aftur, þá í Hollandi, á næsta ári.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Norður Írum á undirbúningsmóti UEFA í Belfast

U17 kvenna - Vináttulandsleikir gegn Írum í mars - 3.2.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Írlands hafa komist að samkomulagi um að U17 kvennalandslið þjóðanna leiki tvo vináttulandsleiki í Dublin, 21. og 23. mars.  Íslenska liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna sem haldin verður hér á landi og hefst 22. júní.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit Reykjavíkurmóts karla fimmtudaginn 5. febrúar - 3.2.2015

Fimmtudaginn 5. febrúar fara fram undanúrslit Reykjavíkurmóts karla en leikið verður í Egilshöll. Fjölnir og Valur mætast í fyrri leiknum og hefst hann kl. 18:45. Strax á eftir, eða kl. 20:45, leika svo Leiknir R og KR. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 karla - Hópurinn fyrir vináttulandsleiki gegn Norður Írum - 3.2.2015

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem mætir Norður Írum í tveimur vináttulandsleikjum.  Leikirnir fara fram í Kórnum og verður fyrri leikurinn leikinn þriðjudaginn 10. febrúar kl. 18:45 og sá síðari, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 12:00. Lesa meira
 
Merki U21 karla

U21 karla - Dregið í undankeppni EM 2017 á fimmtudag - 3.2.2015

Dregið verður í undankepnni EM 2017, fimmtudaginn 5. febrúar, og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Ísland er í fjórða styrkleikaflokki en dregið verður í níu riðla þar sem sjö þeirra verða skipaðir sex þjóðum en tveir munu innihalda fimm þjóðir. 

Lesa meira
 

Tveir í framboði til formanns á 69. ársþingi KSÍ - 2.2.2015

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. Lesa meira
 

Tillögur á 69. ársþingi KSÍ - 2.2.2015

69. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica, 14. febrúar nk. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Norður Írum á undirbúningsmóti UEFA í Belfast

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar um helgina - 2.2.2015

Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Þórður Þórðarson, hafa valið hópa fyrir úrtaksæfingar sem fram fara um komandi helgi.  Tveir hópar verða við æfinga hjá U17 kvenna, leikmenn fæddir 1998/99 og leikmenn fæddir árið 2000.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög