Fréttir

UEFA EURO 2016

500 dagar í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi - 30.1.2015

Í tilefni af því að 500 dagar eru í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi þá kom UEFA á fót heimasíðu þar sem hægt er að fylgjast með miðasöluferli á leiki keppninnar og fá upplýsingar sendar, ef óskað er, um hvernig miðasölunni verður háttað.

Lesa meira
 
FH

Úrskurður í máli stjórnar KSÍ gegn FH - 29.1.2015

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál sem stjórn KSÍ vísaði til nefndarinnar vegna meints brots FH á lögum og reglugerðum KSÍ.  Aga- og úrskurðarnefnd fór nú með málið öðru sinni en Áfrýjunardómstóll KSÍ hafði vísað málinu aftur til nefndarinnar til efnislegrar umfjöllunnar. Lesa meira
 
Knattspyrnuhúsið Báran Hornafirði

Hæfileikamótun KSÍ og N1 2015 að hefjast - 29.1.2015

Þessa dagana er Hæfileikamótun KSÍ og N1 að fara af stað og er það Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.  Fyrsti staðurinn sem Halldór heimsækir er Hornafjörður.  Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka  sem eru fædd 2001 og 2002.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

U21 karla - Æfingahópur valinn fyrir komandi helgi - 27.1.2015

Eyjólfur Sverrisson hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi og fara þær æfingar fram að þessu sinni í Akraneshöllinni.  Valdir eru 32 leikmenn á þessar æfingar og koma þeir frá 16 félagsliðum.  Hópinn má sjá hér að neðan. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Vináttulandsleikir gegn Norður Írum í febrúar - 27.1.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Norður Írlands hafa komist að samkomulagi um að U17 karlalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki þann 10. og 12. febrúar næstkomandi.  Leikirnir fara fram hér á landi og verða leiknir í Kórnum í Kópavogi Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Námskeið fyrir dómara þriðjudaginn 3. febrúar - 27.1.2015

Námskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, þriðjudaginn 3. febrúar kl. 18:00.  Kristinn Jakobsson, reyndasti FIFA dómari Íslands, mun kenna á námskeiðinu.  Aðaláherslan verður lögð á undirbúning fyrir leik og leikstjórn.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhúsið Báran Hornafirði

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar 2015 - 27.1.2015

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu. Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U17 og U19 karla - Æfingar um komandi helgi - 26.1.2015

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða æfingarnar í Akraneshöllinni og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Halldór Björnsson og Þorvaldur Örlygsson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar og má sjá nafnalistanan hér að neðan.

Lesa meira
 

Tilnefningar óskast vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ 2014 - 26.1.2015

Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2014. Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi. 

Lesa meira
 
UEFA

Formaður KSÍ gefur kost á sér í stjórn UEFA - 23.1.2015

Kosið verður í stjórn UEFA 24. mars nk. á þingi sambandsins. Michel Platini er einn í kjöri til formanns en einnig verður kosið um 7 stjórnarmenn af 15. Framboðsfrestur rennur út 24. janúar og hefur Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, ákveðið að gefa kost á sér.

Lesa meira
 
Fylkir

Unglingadómaranámskeið hjá Fylki fimmtudaginn 29. janúar - 22.1.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki og hefst kl. 17:00, fimmtudaginn 29. janúar.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
ÍA

ÍA leitar að þjálfara - 22.1.2015

Knattspyrnufélag ÍA leitar eftir hæfum þjálfara í fullt starf hjá félaginu. Um er að ræða þjálfun bæði í 7 manna bolta og 11 manna bolta.

Lesa meira
 
Egilshöll

Vetrarmótin í fullum gangi - 21.1.2015

Vetrarmótin eru í fullum gangi í knattspyrnuhöllum landsins og er fullt af leikjum framundan næstu daga.  Leikið er í Reykjavíkurmótinu, Kjarnafæðismótinu, Fótbolti.net mótinu og Faxaflóamótinu.  Á ekki að skella sér á völlinn?  Smelltu hér að neðan og skoðaðu úrvalið. Lesa meira
 

Ekkitapa.is tilnefndur sem frumlegasti vefurinn - 21.1.2015

Vefurinn ekkitapa.is, sem er hluti af markaðsherferðinni, Ekki tapa þér, hefur verið tilnefndur sem frumlegasti vefur ársins af Samtökum vefiðnarins. Ekki tapa þér er markaðsátak til að minna mikilvægi góðrar hegðunar á knattspyrnuleikjum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kanada í Orlando, 19. janúar

A karla - Jafnt gegn Kanada í Orlando - 20.1.2015

Íslenska karlalandsliðið gerði jafntefli í kvöld gegn Kanada en þetta var seinni vináttulandsleikur þjóðanna á fjórum dögum og fóru þeir báðir fram í Orlando.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að Kanada hafði leitt í leikhléi með einu marki en bæði mörk leiksins komu úr vítaspyrnum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið íslands gegn Kanada í Orlando 16. janúar 2015

Byrjunarliðið sem mætir Kanada kl. 21:00 - 19.1.2015

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kanada i seinni vináttulandsleik þjóðanna á fjórum dögum en leikið verður í Orlando.  Gerðar eru átta breytingar frá byrjunarliðinu frá síðasta leik en leikurinn hefst kl. 21:00 að íslenskum tíma og verður sýndir í beinni útsendingu hjá SkjáSport.

Lesa meira
 

Landsliðsæfingar A kvenna í Kórnum 24. og 25. janúar - 19.1.2015

A landslið kvenna mun koma saman til æfinga í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi dagana 24. og 25. janúar og hefur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, kallað 23 leikmenn til æfinga.  Leikmennirnir koma frá sjö félögum, þ.e. sex Pepsi-deildarfélögum og einu erlendu félagi.

Lesa meira
 
Frá æfingu í Orlando

Ísland mætir Kanada í kvöld kl. 21:00 - 19.1.2015

Ísland mætir Kanada í vináttulandsleik í kvöld í annað skiptið á fjórum dögum en leikið verður á háskóllavelli UCF í Orlando í Florida.  Leikurinn hefst kl. 21:00 að íslenskum tíma, eða kl. 16:00 að staðartíma, og verður í beinni útsendingu hjá SkjáSport.  Fyrri leik þjóðanna lauk með 2 - 1 sigri Íslands þar sem Kristinn Steindórsson og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörkin. Lesa meira
 
Frá æfingu í Orlando

A karla - Undirbúningur fyrir seinni leikinn gegn Kanada í fullum gangi - 18.1.2015

Strákarnir undirbúa sig af kappi fyrir seinni vináttulandsleikinn gegn Kanada en hann fer fram á morgun, mánudaginn 19. janúar og hefst kl. 21:00 að íslenskum tíma.  Íslendingar unnu fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn einu. Lesa meira
 
Byrjunarlið íslands gegn Kanada í Orlando 16. janúar 2015

A karla - Eins marks sigur á Kanada - 17.1.2015

ísland lagði Kanada með tveimur mörkum gegn einu í fyrri vináttulandsleik þjóðanna sem fram fara í Orlando.  Bæði mörk Íslands komu í fyrri hálfleik en Kanada minnkaði muninn þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum.  Þjóðirnar mætast aftur á mánudaginn á sama stað en sá leikur hefst kl. 21:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Frá æfingu í Orlando

A karla - Byrjunarliðið sem mætir Kanada - 16.1.2015

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kanada í vináttulandsleik í kvöld.  Þetta er fyrri leikur þjóðanna en báðir fara þeir fram í Orlando.  Leikurinn hefst kl. 21:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Skjá Sport.

Lesa meira
 

KSÍ IV þjálfaranámskeið 6.-8. febrúar - 16.1.2015

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 6.-8. febrúar næstkomandi. Námskeiðið fer fram í Reykjavík, Reykjanesbæ og Hveragerði. Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði. Lesa meira
 
U17 kvenna á NM

Úrtaksæfingar U17 og U19 kvenna 24. og 25. janúar - 16.1.2015

Dagana 24. og 25. janúar fara fram úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna.  Æft verður í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík undir stjórn landsliðsþjálfaranna.  Alls hafa tæplega 50 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga. 

Lesa meira
 

22 af 24 félögum hafa skilað leyfisgögnum - 16.1.2015

Skiladagur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, var 15. janúar og hafa 22 af þeim 24 félögum sem undirgangast leyfiskerfið skilað gögnum.  Tvö félög hafa fengið skilafrest fram í næstu viku.  Rafræn skil hafa aukist mjög síðustu 2-3 árin og af þessum 22 félögum sem hafa skilað gerði 21 það eftir rafrænum leiðum.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson

Eyjólfur Sverrisson áfram þjálfari U21 karla - 16.1.2015

Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára.  Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005.  Aðstoðarþjálfari Eyjólfs verður áfram Tómas Ingi Tómasson.

Lesa meira
 
Edvin Jurisevic

Dómarar leiksins koma frá Bandaríkjunum - 16.1.2015

Eins og búast mátti við þá koma dómarar vináttulandsleiks Kanada og Íslands frá Bandaríkjunum en dómari leiksins heitir Edvin Jurisevic.  Hann hefur verið FIFA dómari síðan 2010 og dæmir alla jafna í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Lesa meira
 

A karla - Leikið við Kanada í kvöld - 16.1.2015

Karlalandsliðið leikur í kvöld fyrri vináttulandsleik sinn gegn Kanada en leikið verður á háskólavelli UCF í Orlando.  Leikurinn hefst kl. 21:30 að íslenskum tíma eða kl. 16:30 að staðartíma en seinni vináttulandsleikur þjóðanna fer fram mánudaginn 19. janúar á sama stað. Lesa meira
 

Fyrsti kvendómarakvartettinn - 15.1.2015

Greint var frá því hér á vefnum fyrr í vikunni að dómarakvartettinn í landsleik U23 Íslands og Póllands, sem fram fór í Kórnum á miðvikudag, væri eingöngu skipaður konum.  Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist hér á landi.

Lesa meira
 
Frá æfingu í Orlando

A karla - Undirbúningur fyrir leikina gegn Kanada heldur áfram - 14.1.2015

Undirbúningur karlalandsliðsins fyrir vináttulandsleikina gegn Kanada heldur áfram en fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 16. janúar og hefstkl 21:30 að íslenskum tíma.  Liðið æfði í dag og var vel tekið á því.  Allir leikmenn hópsins voru með á æfingunni að undanskildum Guðmundi Þórarinssyni sem er með flensueinkenni og var ekki með.

Lesa meira
 

Íslenskur sigur í Kórnum - 14.1.2015

U23 landslið kvenna vann góðan 3-1 sigur á Póllandi í vináttulandsleik í Kórnum í Kópavogi í kvöld, miðvikudagskvöld.  íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður.  Elín Metta gerði tvö marka Íslands og Katrín Ásbjörnsdóttir eitt.

Lesa meira
 
Guðmunda Brynja

Byrjunarlið Íslands og Póllands í kvöld - 14.1.2015

U23 landslið kvenna mætir Póllandi í vináttulandsleik í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi kl. 18:00 í kvöld, miðvikudagskvöld.  Aðgangur að leiknum er ókeypis.  Þjálfarar beggja liða hafa nú opinberað byrjunarlið sín. Lesa meira
 

A karla - Allir leikmenn með á æfingu dagsins - 13.1.2015

Eins og kunnugt er þá er íslenska karlalandsliðið statt í Orlando þessa dagana þar sem leiknir verða tveir vináttulandsleikir við Kanada, 16. og 19. janúar.  Eftir langt ferðalag í gær þá var fyrsta æfingin í dag þar sem menn hristu ferðaþreytuna úr sér og voru allir leikmenn hópsins með á æfingunni.

Lesa meira
 
Bríet Bragadóttir

Bríet Bragadóttir dæmir leik Íslands og Póllands í Kórnum - 13.1.2015

Dómararnir í vináttuleik U23 landslið Íslands gegn Póllandi eru allir íslenskir.  Dómari verður Bríet Bragadóttir, sem valin var dómari ársins 2014 í Pepsi-deild kvenna.  Leikurinn fer fram í Kórnum á miðvikudag kl. 18:00 og er aðgangur ókeypis. Lesa meira
 
Guðmunda Brynja og Glódís

Ísland mætir Póllandi í Kórnum á miðvikudag - ókeypis aðgangur - 13.1.2015

U23 landslið kvenna mætir Póllandi í vináttulandsleik í knattspyrnuhúsinu Kórnum á miðvikudag kl. 18:00.  Pólverjar tefla reyndar fram A landsliði sínu í þessum leik og í íslenska hópnum eru jafnframt fjórir eldri leikmenn.  Aðgangur að leiknum er ókeypis - um að gera að skella sér!

Lesa meira
 
University of Central Florida Soccer and Track Field

A karla - Landsliðið komið til Orlando - 13.1.2015

Íslenska karlalandsliðið kom til Orlando í gærkvöldi eftir langt ferðalag.  Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Kanada sem verða leiknir á háskólavelli University of Central Florida hér í Orlando.  Fyrri leikurinn verður föstudaginn 16. janúar en sá síðari mánudaginn 19. janúar og verða báðir leikirnir í beinni útsendingu hjá SkjáSport.

Lesa meira
 
Frá æfingu U21 karla í Álaborg

Úrtaksæfingar U21 karla í Kórnum um helgina - 13.1.2015

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar vegna U21 landsliðs karla.  Æft verður í Kórnum í Kópavogi dagana 17. og 18. janúar og hafa 33 leikmenn frá 17 félögum verið boðaðir til æfinganna, sem fara fram undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar, þjálfara U21 landsliðs karla. Lesa meira
 

Vísað aftur til aga- og úrskurðarnefndar til efnislegrar meðferðar - 13.1.2015

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál stjórnar KSÍ gegn knattspyrnudeild FH.  Stjórn KSÍ áfrýjaði fyrri úrskurði aga- og úrskurðarnefndar.  Hinn áfrýjaði úrskurður er felldur úr gildi og málinu vísað til aga-og úrskurðarnefndar KSÍ til efnismeðferðar. Lesa meira
 
Frá 67. ársþingi KSÍ 2013

Kosningar í stjórn á 69. ársþingi KSÍ - 12.1.2015

Ársþing KSÍ verður haldið þann 14. febrúar næstkomandi.  Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing, eða í síðasta lagi 31. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar, ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Kóreu á Ólympíuleikjum ungmenna í Nanjing

U16 og U17 karla - Æfingar um komandi helgi - 12.1.2015

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U16 og U17 karla og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrrisson og Halldór Björnsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar og má sjá þá hér að neðan.

Lesa meira
 

U23 kvenna - Hópurinn sem mætir Póllandi - 12.1.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið U23 hópinn sem mætir Póverjum í vináttulandsleik í Kórnum, miðvikudaginn 14. janúar kl. 18:00.  Pólverjar tefla fram A landsliði sínu í þessum leik en fjórir eldri leikmenn verða með íslenska liðinu í þessum leik.

Lesa meira
 
Fundað með endurskoðendum um leyfismál

Fundað með endurskoðendum félaga um leyfismál - 12.1.2015

Í síðustu viku var haldinn vinnufundur fyrir endurskoðendur þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.  Um er að ræða árlegan janúarfund, þar sem farið er yfir breytingar á leyfisreglugerð milli ára, sem og áhersluatriði og hagnýta þætti.

Lesa meira
 

Afturelding og Víkingur Ólafsvík meistarar innanhúss - 11.1.2015

Það voru Afturelding og Víkingur Ólafsvík sem að fögnuðu sigri í Íslandsmótinu innanhúss 2015 en úrslitaleikirnir fór fram í Laugardalshöllinni í dag.  Afturelding vann Álftanes í úrslitaleik kvenna og Víkingur Ólafsvík hafði betur gegn Leikni/KB hjá körlunum.ttur

Lesa meira
 

Afturelding og Álftanes mætast í úrslitum innanhúss í kvennaflokki - 10.1.2015

Eftir leiki dagsins er ljóst hvaða félög mætast í úrslitum Íslandsmótsins innanhúss en leikið verður  í Laugardalshöllinni, sunnudaginn 11. janúar.  Hjá konunum mætast Afturelding og Álftanes kl. 11:30 og strax á eftir, eða um kl. 13:00, leika Leiknir/KB og Víkingur Ólafsvík til úrslita í karlaflokki. Lesa meira
 

Undanúrslit Íslandsmótsins innanhúss í dag - 10.1.2015

Í dag, laugardag, fara fram undanúrslit í Íslandsmótinu innanhúss en leikið verður í Laugardalshöll.  Það eru konurnar sem byrja en kl. 10:30 mætast Afturelding og Þróttur og kl. 12:00 eigast við Grindavík og Álftanes. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Niðurröðun leikja í Lengjubikar 2015 lokið - 9.1.2015

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2015. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót KRR hefst í kvöldi - 9.1.2015

Reykjavíkurmót KRR hefst í kvöld þegar tveir leikir verða á dagskrá  í B riðli karla.  Það verða Leiknir og Þróttur sem ríða á vaðið kl. 19:00 í kvöld og kl. 12:00 mætast Valur og ÍR.  Allir leikir Reykjavíkurmótsins fara fram í Egilshöll en keppni í A riðli karla hefst föstudaginn 16. janúar og keppni í kvennaflokki sömu helgi.

Lesa meira
 

Bræður og vinur í fótbolta þótti besta myndin - 9.1.2015

Bræður og vinur þeirra að leika sér saman í fótbolta í Nauthólsvík þótti besta myndin í ljósmyndakeppni sem KSÍ stóð að í samstarfi við bakjarla Knattspyrnusambandsins. Um er að ræða leik þar sem fólk merkti myndir með merkinu #fotboltavinir á Instagram en myndirnar áttu að sýna einhver skemmtileg augnablik sem tengjast fótbolta. 

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn fyrir vináttulandsleiki gegn Kanada - 9.1.2015

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbåck, hafa tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Kanada í tveimur vináttulandsleikjum en leikið verður í Orlando í Florida.  Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 16. janúar kl. 21:30 að íslenskum tíma og sá síðari, mánudaginn 19. janúar kl. 21:00

Lesa meira
 

Úrslitakeppni Íslandsmótsins innanhúss framundan - 7.1.2015

Framundan er úrslitakeppni Íslandsmótsins innanhúss, Futsal, en keppni í 8 liða úrslitum í karlaflokki hefst föstudaginn 9. janúar.  Undanúrslit í karla- og kvennaflokki fara svo fram í Laugardalshöll á laugardag og úrslitaleikirnir fara fram á sunnudag á sama stað.

Lesa meira
 
f27200612-valuria-12

Skila skal þátttökutilkynningum í síðasta lagi 20. janúar - 7.1.2015

Þátttökutilkynningar hafa verið póstlagðar til aðildarfélaga KSÍ í almennum pósti og ættu þær að hafa borist aðildarfélögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað í síðasta lagi 20. janúar næstkomandi. Lesa meira
 
Valur

Unglingadómaranámskeið hjá Val mánudaginn 12. janúar - 6.1.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Val og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Námskeiðið er ókeypis.

Lesa meira
 
Merki FIFA

Nýr listi yfir alþjóðlega dómara - 5.1.2015

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur birt nýjan lista yfir alþjóðlega dómara og er þar að finna þrjá nýja íslenska dómara.  Vilhjálmur Alvar Þórarinsson kemur nýr einn sem dómari og þá eru einnig aðstoðardómararnir, Björn Valdimarsson og Jovana Cosic ný inn á listanum. Lesa meira
 

Úrtaksæfingar hjá landsliðum kvenna um komandi helgi - 5.1.2015

Framundan eru fyrstu úrtaksæfingar hjá landsliðum kvenna en þær fara fram um komandi helgi.  Það verða fjórir hópar við æfingar þessa helgi en A kvenna, U23, U19 og U17 verða við æfingar sem fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

10 dagar í skil á leyfisgögnum - 5.1.2015

Þann 15. janúar næstkomandi er skiladagur leyfisgagna.  Þá skila þau félög sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ (félögin 24 í Pepsi-deild karla og 1. deild karla) gögnum sem snúa að fjórum köflum leyfiskerfisins, þ.e.e öllum öðrum en fjárhagslegum. Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson

Gylfi Þór Sigurðsson í öðru sæti í kjöri á íþróttamanni ársins 2014 - 3.1.2015

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Swansea, varð í öðru sæti í kjöri á íþróttamanni ársins en tilkynnt var um kjörið í kvöld.  Hann átti frábært ár með landsliðinu sem og félagsliði sínu á Englandi.  Það var körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson sem var kjörinn íþróttamaður ársins.

Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson

A karla - Ísland leikur vináttuleik við Eistland þann 31. mars - 2.1.2015

Íslenska A-landslið karla leikur vináttuleik við Eistland þann 31. mars en leikið er í Eistlandi. Íslenska liðið leikur þann 28. mars við Kasakstan í undankeppni EM og mun íslenska liðið fara þaðan til Eistlands þar sem vináttuleikurinn fer fram.

Lesa meira
 



Fréttir




Aðildarfélög




Aðildarfélög