Fréttir

Ríkharður Jónsson í Heiðurshöll ÍSÍ - 30.12.2015

Rík­h­arður Jóns­son og Sig­ríður Sig­urðardótt­ir voru tek­in inn í Heiðurs­höll ÍSÍ í kvöld en þau voru heiðruð í Hörpu þar sem íþróttamaður árs­ins er krýnd­ur.

Lesa meira
 

Karlalandsliðið valið lið ársins - Heimir þjálfari ársins - 30.12.2015

Karlalandsliðið var útnefnt lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en úrslit voru kunngjörð í kvöld, miðvikudag. Karlalandsliðið tryggði sér á árinu sæti í úrslitakeppni EM í Frakklandi en þetta er í fyrsta sinn sem karlalandsliðið tryggir sér sæti á lokamóti í knattspyrnu.

Lesa meira
 

Vináttulandsleikur við Grikkland 29. mars - 29.12.2015

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Grikklands um vináttuleik A landsliðs karla þriðjudaginn 29. mars.  Leikið verður á heimavelli Olympiakos, en sem kunnugt er leikur landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason með Olympiakos. 

Lesa meira
 

Námskeið um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna - 28.12.2015

KSÍ heldur námskeið um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna á Íslandi 8.- 9. janúar 2016. Námskeiðið verður haldið í Kórnum föstudaginn 8. janúar frá 20:00-21:00 og í húsakynnum KSÍ laugardaginn 9. janúar frá 10:00-14:00. Námskeiðsgjald er 5.000 krónur og innifalin er hádegisverður á laugardeginum. Þjálfarar í 11 manna bolta kvenna eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Lesa meira
 

Aron Einar, Gylfi Þór og Sara Björk meðal tilefndra sem íþróttamaður ársins 2015 - 23.12.2015

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilnefnt 10 íþróttamenn í kjörinu um íþróttamann ársins 2015. Fótboltinn á fulltrúa á listanum en meðal tilnefndra eru Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir. Þá er karlalandsliðið tilnefnt sem lið ársins og Heimir Hallgrímsson er tilnefndur sem þjálfari ársins.

Lesa meira
 

Gleðilega hátíð - Kveðja frá KSÍ - 22.12.2015

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu. GLEÐILEG JÓL!

Lesa meira
 

Herragarðurinn klæðir A landslið karla á EM 2016 í Frakklandi - 21.12.2015

KSÍ og Herragarðurinn hafa gert með sér samkomulag  vegna þátttöku A landsliðs karla í úrslitakeppni EM 2016.  Samkvæmt samkomulaginu mun Herragarðurinn útvega leikmönnum og starfsmönnum A landsliðs karla jakkaföt sem þeir sem munu klæðast fyrir leiki í keppninni og við sérstök tækifæri.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 og U19 karla - 21.12.2015

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem mætir Katar í janúar - 18.12.2015

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið eftirtalda leikmenn til að leika fyrir Íslands hönd í U23 vináttulandsleik gegn Katar en leikið verður í Belek Tyrklandi 6. Janúar 2016.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland leikur tvo leiki við Skotland í febrúar - 18.12.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Skotlands hafa komist að samkomulagi um að U17 kvennalandslið þjóðanna spili æfingaleiki á Íslandi í byrjun febrúar 2016.

Lesa meira
 

Úrtakshópar vegna U17 kvenna - 18.12.2015

Freyr Alexandersson hefur valið tvo úrtakshópa U17 kvenna til æfinga 8. – 10. janúar 2016. Í viðhenginu eru nöfn leikmanna og dagskrá helgarinnar. Vinsamlegast komið þessum upplýsingum til ykkar leikmanna.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland í 19. sæti á heimslista FIFA - 18.12.2015

Kvennalandsliðið er í 19. sæti á heimslista FIFA sem var birtur í dag, föstudag. Liðið stendur í stað á frá seinasta lista en lítil breyting er á efstu sætum listans að þessu sinni. Spánn fer upp um 4 sæti á listanum og er nú í 14. sæti en að öðru leyti er engin breyting á liðum í 1. - 13. sæti.

Lesa meira
 

Knattspyrnuþing 2016 - 18.12.2015

70. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica 13. febrúar nk. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér upplýsingar undir hlekknum hér að neðan.  Nánari upplýsingar um þingið og tillögur verða sendar til sambandsaðila í janúar, hálfum mánuði fyrir þing. Lesa meira
 

Gylfi Þór og Sara Björk knattspyrnufólk ársins 2015 - 17.12.2015

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2015. Þetta er í 12. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum.

Lesa meira
 

Landsliðsþjálfari U17 karla með æfingar á Hólmavík - 17.12.2015

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, heimsótti Hólmavík á dögunum og leyfði krökkum og unglingum að spreyta sig á æfingu.

Lesa meira
 

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2016 - 16.12.2015

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2016 hefur verið birt á vef KSÍ undir mót 2016. Best er að skoða leiki ykkar á vef KSÍ undir "mótamál" á forsíðunni og velja svo leiki félaga, eða fylgja neðangreindum tengli:

Lesa meira
 

KSÍ III þjálfaranámskeið á Akureyri - 15.12.2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 15.-17. janúar 2016. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Lesa meira
 
Nicola Rizzoli

Dómararnir 18 á EM 2016 - 15.12.2015

UEFA hefur opinberað nöfn þeirra 18 dómara sem koma til með að dæma leikina á EM karlalandsliða í Frakklandi 2016, alls 51 leik.  Nöfn aðstoðardómara og aukaaðstoðardómara verða birt í febrúar.

Lesa meira
 

Miðapantanir á úrslitakeppni EM einungis á miðasöluvef UEFA - 14.12.2015

Eins og mörgum er kunnugt þá er búið að opna fyrir miðapantanir á leiki úrslitakeppni EM í Frakklandi 2016, þ.m.t. á leiki Íslands í keppninni.  Allar upplýsingar um ferlið er hægt að finna á miðasöluvef UEFA þar sem einnig er sótt um miða.  Að gefnu tilefni er bent á að einungis er hægt að panta og kaupa miða í gegnum UEFA á leiki keppninnar. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Íslensk knattspyrna er á vegferð sem mun halda áfram - 14.12.2015

Íslensk knattspyrna er á vegferð sem mun halda áfram.  Um það er ég sannfærður.  Landslið okkar af báðum kynjum og í öllum aldursflokkum halda áfram að ná eftirtektarverðum árangri.  Félagsliðin halda áfram að ná eftirtektarverðum árangri í Evrópukeppni.  Það góða og mikla starf sem unnið hefur verið í aðildarfélögum KSÍ, vöxtur þjálfaramenntunar í yngri flokkum, og sú uppbygging sem hefur átt sér stað á knattspyrnumannvirkjum með stuðningi sveitarfélaga, á stóran þátt í þessum árangri.  Lesa meira
 

Umsóknarglugginn fyrir miða á EM 2016 opnar í dag, mánudag - 14.12.2015

Umsóknarglugginn fyrir miða á úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016 opnar mánudaginn 14. desember kl. 11:00 að íslenskum tíma. Eingöngu er hægt að sækja um miða í gegnum miðasöluvef UEFA (www.euro2016.com) og öll afgreiðsla eða þjónusta vegna umsókna fer fram í gegnum UEFA.

Lesa meira
 

Vináttuleikur við Sameinuðu arabísku furstadæmin 16. janúar - 14.12.2015

KSÍ hefur komust að samkomulagi við Knattspyrnusamband Sameinuðu arabísku furstadæmanna um vináttuleik A landsliðs karla í Abu Dhabi þann 16. janúar. Áður hafði verið staðfestur vináttuleikur Íslands og Finnlands í sömu borg og fer sá leikur fram 13. janúar.

Lesa meira
 

Ísland með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki í F-riðli á EM - 12.12.2015

Ísland leikur með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki í riðli í lokakeppni EM en dregið var í riðla í París í dag.

Lesa meira
 

Hvaða liðum mætir Ísland á lokakeppni EM? - 12.12.2015

Það er dregið í riðla fyrir lokakeppni EM í Frakklandi í dag, laugardag. Það kemur því í ljós milli klukkan 17 og 18 hvaða lið leika við Ísland í Frakklandi. Drátturinn fer fram í París og er Skjárinn með beina útsendingu frá viðburðinum.

Lesa meira
 
Úr leik Wales og Íslands (mynd frá faw.org.uk)

Vináttuleikur við Bandaríkin 31. janúar - 11.12.2015

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Bandaríkjanna hafa samið um vináttulandsleik fyrir A landslið karla. Leikið verður í Los Angeles í Kaliforníu þann 31. janúar næstkomandi á StubHub Center leikvanginum í Carson.

Lesa meira
 

UEFA.com valdi líklegt byrjunarlið Íslands á EM - 10.12.2015

UEFA birti á vef sínum, UEFA.com, hugsanleg byrjunarlið þjóða sem leika á á EM í Frakklandi næsta sumar. Ekki kemur fram á hverju UEFA byggir valið en líklega er valið ákvarðað af byrjunarliðum þjóðanna í undankeppninni.

Lesa meira
 

Íslensk knattspyrna 2015 komin út - 10.12.2015

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 35. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.

Lesa meira
 

Hádegisfundur um hagræðingu úrslita í íþróttum - 10.12.2015

Næstkomandi þriðjudag 15. desember mun ÍSÍ standa fyrir hádegisfundi um hagræðingu úrslita í íþróttum sem í dag er talin vera ein mesta ógn sem íþróttirnar standa andspænis á heimsvísu.  Hádegisfundurinn fer fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst kl.12 og stendur í um klukkustund.

Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið þann 15. desember - 10.12.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Hauka og hefst kl. 17:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 
Join us

Lykilspurningar og svör um miðasölu á EM 2016 - 9.12.2015

KSÍ fær reglulega fyrirspurnir vegna miðasölu á leiki í úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016, sem fram fer í Frakklandi næsta sumar.  Umsóknargluggi fyrir miða á leiki Íslands opnar 14. desember og er opinn til 18. janúar.  Öll miðasalan og öll þjónusta/afgreiðsla fer fram í gegnum UEFA.  Smellið hér að neðan til að skoða nokkrar lykilspurningar og svör .

Lesa meira
 

Ekki missa af EM 2016 drættinum á laugardag - 9.12.2015

Dregið verður í riðla fyrir EM 2016 næstkomandi laugardag og verður drátturinn í beinni útsendingu á SkjáEinum. Sett hefur verið saman kort sem sýnir tímasetninguna á mismunandi stöðum í heiminum, þannig að það þarf enginn að missa af drættinum, burtséð frá því hvar viðkomandi er í heiminum.

Lesa meira
 
Afturelding

Úrskurður í máli Aftureldingar gegn Val - 8.12.2015

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál nr. 6/2015, Afturelding gagn Val.  Kærandi taldi kærða ekki hafa farið eftir reglum varðandi framkvæmd leiks í 2. flokki  karla og úrskurðaði sýknaði Aga- og úrskurðarnefnd þann kærða af öllum kröfum kæranda. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Svona er dregið í riðla fyrir EM 2016 - 8.12.2015

Næstkomandi laugardag verður dregið í riðla fyrir úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016 og eins og kunnugt er verður íslenska landsliðið á meðal þátttökuþjóða í Frakklandi næsta sumar.  Drátturinn fer fram í París og hefst viðburðurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um það hvernig drátturinn fer fram.

Lesa meira
 

70. ársþing KSÍ haldið í Reykjavík 13. febrúar 2016 - 8.12.2015

70. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica laugardaginn 13. febrúar 2016.  Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 13. janúar nk.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir leik Chelsea og Porto í Unglingadeild UEFA - 7.12.2015

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Chelsea og Porto í Unglindadeild UEFA en þar eru lið skipuð leikmönnum 19 ára og yngri.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar fyrir stúlkur fæddar 1999-2001 - 7.12.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, og Úlfar Hinriksson hafa valið tvo hópa til úrtaksæfinga helgina 11. – 13. desember. Þetta eru stúlkur fæddar 1999, 2000 og 2001. Vinsamlegast komið þessum upplýsingum til ykkar leikmanna.

Lesa meira
 

Kvennlandsliðið fékk milljón króna styrk - 4.12.2015

Kvennalandsliðið fékk í vikunni milljón króna styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ vegna verkefna á árinu 2016. Afrekssjóðurinn afhenti alls 3.5 milljónir sem fóru til fjögurra sérsambanda en alls bárust 39 styrkbeiðnir.

Lesa meira
 

U17 og U19 karla – Riðlar fyrir undankeppni EM 2017 - 3.12.2015

Það var dregið í undanriðla EM hjá U17 og U19 liðum karla í höfuðstöðvum UEFA í morgun, fimmtudag. Bæði lið hefja leik haustið 2016 en lokakeppnirnar fara fram sumarið 2017.

Lesa meira
 

U17 karla – Ísland með Frakklandi, Grikklandi og Austurríki í milliriðli - 3.12.2015

U17 landslið karla er með Frakklandi, Grikklandi og Austurríki í milliriðli EM 2016. Dregið var í riðla í morgun, fimmtudag.

Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið KSÍ - 8. desember - 3.12.2015

Unglingadómaranámskeið verður haldið af KSÍ í samvinnu við Val þriðjudaginn 8. desember, klukkan 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Námskeiðið fer fram á Valsvellinum á Hlíðarenda.

Lesa meira
 

Námskeið um gerð æfingaáætlana - 3.12.2015

KSÍ mun halda námskeið í gerð æfingaáætlana laugardaginn 12. desember. Heiti námskeiðsins er þrepaskipt þjálfun innan mismunandi tímabila í knattspyrnu.

Lesa meira
 

Ísland í 36. sæti á heimslista FIFA - 3.12.2015

Íslenska karlalandsliðið fer niður um 5 sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag, fimmtudag. Ísland vermir nú 36. sæti listans en var í 31. sæti seinast þegar listinn var birtur. Svíar tóku stórt stökk að þessu sinni en þeir eru í 35. sæti eftir að hoppa upp um 10 sæti frá seinasta lista. Danir eru í 42. sæti listans en þeir falla um 7 sæti.

Lesa meira
 

Haukur Hinriksson ráðinn til starfa á skrifstofu KSÍ - 2.12.2015

Haukur Hinriksson lögfræðingur hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu KSÍ frá og með 1. janúar næstkomandi.  Haukur mun sinna almennri þjónustu við aðildarfélög KSÍ, sinna verkefnum tengdum leikmannasamningum og félagaskiptum, milliliðum, aga- og úrskurðarmálum, og vinna að leyfiskerfi KSÍ. Lesa meira
 

Íslenskir FIFA dómarar 2016 - 2.12.2015

FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2016. Að þessu sinni eru tveir nýliðar í hópnum en Bryngeir Valdimarsson og Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson koma nýir inn á listann.

Lesa meira
 

Minningarleikur um Hlyn Þór Sigurðsson - 2.12.2015

ÍR og Leiknir úr Reykjavík mætast miðvikudaginn 2. desember, í árlegum minningarleik um Hlyn Þór Sigurðsson í EGILSHÖLL klukkan 18:30. Leikið verður að þessu sinni í Egilshöll þar sem vallaraðstæður og veðurfar hafa ekki verið upp á sitt besta undanfarið.

Lesa meira
 

Kynningarfundur á starfi U17 og U19 landsliða - 2.12.2015

Miðvikudaginn 2. desember munu landsliðaþjálfarar U17 og U19 karla og kvenna halda kynningarfund á starfi liðanna. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum.

Lesa meira
 

Samstarfssamningur KSÍ og PIPAR/TBWA - 1.12.2015

KSÍ og PIPAR\TBWA hafa gert með sér samstarfssamning um vörumerkjavöktun og gildir samningurinn fram yfir úrslitakeppni EM karlalandsliða í knattspyrnu 2016. Samningurinn felur í sér að PIPAR\TBWA gæti hagsmuna KSÍ og sinni vörumerkjavöktun fyrir knattspyrnusambandið.

Lesa meira
 

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða (uppfært) - 30.11.2015

UEFA hefur ákveðið að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeildinni 2014/2015 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 38 milljónir króna til viðbótar til barna-og unglingastarfs sem skiptist á milli aðildarfélaga í öðrum deildum og utan deilda.  

Lesa meira
 

U17 karla - Úrtaksæfingar í desember - 27.11.2015

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna 2015 - 27.11.2015

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ. Mikilvægt er að forráðamenn félaga fari vandlega yfir stuðla leikmanna sinna.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Árleg skýrsla UEFA um stöðu knattspyrnunnar í Evrópu - 24.11.2015

Nýverið gaf UEFA út sjöundu útgáfu árlegrar skýrslu um stöðu knattspyrnunnar í Evrópu - "The European Club Footballing Landscape" - sem gæti útlagst "Knattspyrnulandslagið í Evrópu".  Skýrslan byggir á leyfisgögnum félaga í öllum aðildarlöndum UEFA.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfingar 27. - 28. nóvember - 24.11.2015

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 16 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara U16 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar dæmir leik Man.Utd og PSV Eindhoven í Unglingadeild UEFA - 23.11.2015

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leik Manchester United Youth og PSV Eindhoven Youth í Unglindadeild UEFA en þar eru lið skipuð leikmönnum 19 ára og yngri.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Katar í janúar - 23.11.2015

Knattspyrnusamband Íslands og Katar hafa komist að samkomulagi um að leika vináttulandsleik á milli U23 ára landsliða karla.  

Lesa meira
 

Vel sóttur fundur formanna og framkvæmdastjóra - 21.11.2015

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fór fram í höfuðstöðvum KSÍ á laugardag.  Fundinn sóttu um 70 fulltrúar félaga víðs vegar af landinu og hlýddu á erindi um knattspyrnumótin 2015 og 2016, um dómaramál, agamál, leyfiskerfi og félagaskiptamál.  Í lok fundar var svo dregið í töfluröð í efri deildum Íslandsmótsins 2016.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Íslandsmeistarar FH fara í Laugardalinn í 1. umferð Pepsi-deildar karla - 21.11.2015

Á formanna- og framkvæmdastjórafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag var dregið í töfluröð í Pepsi-deild kvenna og karla og 1. og 2. deild karla.  Íslandsmeistarar Breiðabliks í kvennaflokki mæta KR á heimavelli í fyrstu umferð en í Íslandsmeistarar FH fara í Laugardalinn og mæta þar nýliðum Þróttar í fyrstu umferðinni hjá körlunum.

Lesa meira
 

Æfingahópur valinn hjá A kvenna - 20.11.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið æfingahóp hjá A kvenna sem æfir dagana 27. - 29. nóvember í Kórnum og Egilshöll.  Freyr velur að þessu sinni 21 leikmann sem allir leika með félagsliðum hér á landi.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Stúlkur fæddar 2001 til úrtaksæfinga á Norðurlandi - 20.11.2015

Úlfar Hinriksson aðstoðarþjálfari U17 kvenna hefur valið hóp knattspyrnustúlkna fæddar 2001 til úrtaksæfinga á Norðurlandi 27. – 28. nóvember

Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópur til æfinga 27. - 29. nóvember - 20.11.2015

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið hóp til æfinga helgina 27. – 29. nóvember. Smellið hér að neðan til að skoða nánari upplýsingar.

Lesa meira
 

Árlegur dagur baráttu gegn kynferðislegri misneytingu barna - 19.11.2015

Evrópuráðið hefur tekið ákvörðun um að helga 18. nóvember ár hvert baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri misneytingu barna.  Evrópuráðið gaf í tilefni dagsins út teiknimynd sem er um 3 mínútur að lengd og var unnin í samráði við hóp barna.  Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Algengar spurningar og svör um miðasöluna á EM 2016 - 19.11.2015

Á vef UEFA er að finna uppflettisíðu með fjölmörgum algengum spurningum og svörum vegna miðasölu á úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi næsta sumar.  Miðasalan á keppnina fer alfarið fram í gegnum vef UEFA. Lesa meira
 

Styrkleikaflokkar fyrir EM 2016 klárir - 18.11.2015

Það varð ljóst í gær hvaða þjóðir tryggðu sér sæti í lokakeppni EM en Svíþjóð og Úkraína voru seinustu þjóðirnar til að tryggja sér sæti eftir umspil. Ísland er í styrkleikaflokki með Tyrklandi, Írlandi, Wales, Albaníu og Norður Írlandi og geta þessar þjóðir því ekki dregist saman í riðil.

Lesa meira
 

A landslið karla til Abu Dhabi í janúar - 18.11.2015

Undirbúningur fyrir úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016 heldur áfram í janúar og getur KSÍ nú staðfest að A landslið karla mun halda í æfingabúðir til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum dagana 10.-17. janúar, þar sem leiknir verða tveir vináttulandsleikir.

Lesa meira
 

Tap gegn Slóvakíu - 17.11.2015

Ísland tapaði í kvöld 3-1 gegn Slóvakíu en um var að ræða vináttulandsleik sem er hluti af undirbúningi íslenska liðsins fyrir EM í Frakklandi.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Úrtakshópur valinn til æfinga - 17.11.2015

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari U17 kvenna og Úlfar Hinriksson þjálfari U16 kvenna og aðstoðarþjálfari U17 kvenna, hafa valið tvo úrtakshópa til æfinga helgina 20. – 22. nóvember.

Lesa meira
 

Sex breytingar milli leikja - 17.11.2015

A landslið karla mætir Slóvakíu í vináttuleik í Zilina í kvöld, þriðjudagskvöld.  Leikurinn hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV.  Byrjunarlið íslenska liðsins hefur verið opinberað og gera þjálfararnir sex breytingar frá leiknum við Pólland á föstudag.

Lesa meira
 

Ísland leikur við Slóvakíu í kvöld - 16.11.2015

Ísland leikur vináttulandsleik við Slóvakíu í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 19:45. Leikurinn er hluti af undirbúningi íslenska landsliðsins vegna EM í Frakklandi sem fram fer næsta sumar.

Lesa meira
 

Knattspyrnulögin 2015-2016 - 16.11.2015

Knattspyrnulögin 2015 - 2016 eru komin út. Hægt er að nálgast skjalið í PDF-formi sem og í rafrænni útgáfu á Issu lesaranum.

Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_083

Leyfisferlið fyrir 2016 hafið - 15.11.2015

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ hafa þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild karla 2016 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst.  Leyfisferlið hefst formlega 15.nóvember ár hvert. Lesa meira
 

U19 karla - Ísland vann sigur á Möltu - 15.11.2015

Ísland vann í dag, sunnudag, eins marks sigur á Möltu í undankeppni EM. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu á 85. mínútu en það var Albert Guðmundsson sem skoraði markið.

Lesa meira
 

U19 - Ísland mætir Möltu í dag - 15.11.2015

U19 ára landslið karla leikur klukkan 13:00 við Möltu í undankeppni EM. Leikurinn er seinasti leikur liðsins í undankeppninni en liðið hefur gert jafntefli við Danmörk en tapaði gegn Ísrael.

Lesa meira
 

Leikið í Zilina á þriðjudag - 14.11.2015

A landslið karla mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á þriðjudag kl. 19:45 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV.  Leikið verður á Pod Dubnon leikvanginum í Zilina, sem er heimavöllur félagsliðsins MSK Zilina.

Lesa meira
 

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga 21. nóvember - 14.11.2015

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fer fram laugardaginn 21. nóvember næstkomandi kl. 12:00-15:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð).  Til fundarins eru boðaðir formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga KSÍ. Lesa meira
 

Tveggja marka tap í Póllandi - 13.11.2015

Ísland tapaði leik sínum gegn Póllandi 4-2 í kvöld. Ísland komst yfir á 4. mínútu með marki úr vítaspyrnu en það var Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði markið. Pólverjar jöfnuðu metin á 52. mínútu og komust yfir á 66. mínútu leiksins.

Lesa meira
 

Íslandsmótið í Futsal hefst um helgina - 13.11.2015

Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu, Futsal, hefst um helgina þegar leikið verður í B riðli meistaraflokks karla.  Leikið verður í Garðinum, laugardaginn 14. nóvember en, eins og síðustu ár, er riðlakeppnin leikin í hraðmótsformi en úrslitakeppnin eftir hefðbundnum Futsal reglum. Lesa meira
 

U17 kvenna – Ísland með Englandi, Serbíu og Belgíu í milliriðli - 13.11.2015

Ísland er í riðli með Englandi, Belgíu og Serbíu í milliriðli fyrir EM 2016. Efsta liðið fer beint áfram sem og liðin með bestan árangur í 2. sæti úr riðlinum.

Lesa meira
 

U19 kvenna – Ísland með Færeyjum, Kasakstan og Finnlandi í riðli - 13.11.2015

Ísland leikur í riðli með Færeyjum, Kasakstan og Finnlandi í forkeppni fyrir EM 2016-2017. Tvö efstu liðin fara áfram úr riðlinum en liðið með besta árangur í 3. sæti fer einnig í milliriðla.

Lesa meira
 

Ísland mætir Póllandi í kvöld - 13.11.2015

Íslenska karlalandsliðið mætir Pólverjum í kvöld í vináttuleik en leikurinn hefst klukkan 19:45. Um er að ræða vináttuleik sem er hluti af undirbúningi íslenska liðsins fyrir EM í Frakklandi næsta sumar.

Lesa meira
 

Byrjunarliðið gegn Póllandi - 13.11.2015

A landslið karla mætir Póllandi í vináttulandsleik á þjóðarleikvangi Pólverja í Varsjá í kvöld, föstudagskvöld.  Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV og hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma. Nýliðinn Arnór Ingvi Traustason er í byrjunarliðinu sem og Hólmar Örn Eyjólfsson, leikur í hjarta varnarinnar.

Lesa meira
 

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður 26. nóvember - 12.11.2015

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. nóvember n.k. klukkan 20:00.

Lesa meira
 

Troðfullur þjóðarleikvangur Pólverja - 12.11.2015

Pólland og Ísland mætast í vináttuleik A landsliða karla á Narodowy-leikvanginum í Varsjá á föstudag.  Leikurinn hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV.  Uppselt er á leikinn, sem þýðir að ríflega 58.000 manns munu fylla þennan glæsilega þjóðarleikvang pólska landsliðsins.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir í U19 karla - Þóroddur dæmir hjá U21 í Danmörku - 12.11.2015

Gunnar Jarl Jónsson, dómari, og Birkir Sigurðarson, aðstoðardómari, eru meðal dómara sem dæma í riðlakeppni í U19 karla. Riðillinn er leikinn á Írlandi en liðinn sem leika eru Írland, Skotland, Lettland og Slóvenía.

Lesa meira
 

U19 – Þriggja marka tap gegn Ísrael - 12.11.2015

Íslenska U19 ára landslið karla beið lægri hlut, 4-1, í viðureign sinni gegn Ísrael í undankeppni EM sem fram fer á Möltu. Ísrael var komið í 2-0 eftir 16 mínútna leik og íslenska liðið fann ekki svör við sóknarleik Ísraelsmanna í leiknum.

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna KSÍ 14. nóvember - 12.11.2015

KSÍ er með landsdómararáðstefnu um komandi helgi þar sem farið verður yfir mörg mál sem tengjast dómgæslunni. M.a. verður rætt um nýjar áherslur hvað varðar rangstöðu, notkun á samskiptamiðlum og fleira.

Lesa meira
 

U19 karla – Ísland leikur við Ísrael klukkan 10:30 í undankeppni EM - 12.11.2015

Íslenska U19 ára landslið karla leikur við Ísrael í undankeppni EM en leikurinn hefst klukkan 10:30. Ísland hefur leikið einn leik á mótinu sem var gegn Danmörku en sá leikur endaði 1-1 þar sem Ísland jafnaði metin í uppbótartíma.

Lesa meira
 

Kolbeinn:  Mikilvægt að styrkja og þróa okkar leik - 11.11.2015

A landslið karla er nú statt í Varsjá og undirbýr sig fyrir vináttuleik við Pólland, en liðin mætast á þjóðarleikvangi Pólverja á föstudag.  Fréttaritari ksi.is í Varsjá settist niður með Kolbeini Sigþórssyni og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Lesa meira
 

Heimir:  Hugsum fyrst og fremst um okkur - 10.11.2015

A landslið karla mætir Póllandi og Slóvakíu í tvemur vináttulandsleikjum í nóvember. Fyrri leikurinn er við Pólverja á föstudag og leikurinn við Slóvaka í Zilina fjórum dögum síðar.  Annar þjálfara íslenska liðsins, Heimir Hallgrímsson, svaraði nokkrum spurningum fréttaritara ksi.is í Varsjá. Lesa meira
 

U19 karla – Jafntefli gegn Dönum - 10.11.2015

Íslenska U19 ára landslið karla gerði 1-1 jafntefli við Dani í undankeppni EM en fyrsti leikur liðsins var í dag. Það blés ekki byrlega í upphafi leiks en Danir komust yfir á 4. mínútu. Ekki var margt um færin í fyrri hálfleik og svo fór að staðan var 1-0 fyrir danska liðinu í hálfleik.

Lesa meira
 

KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri í nóvember - 10.11.2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda tvö þjálfaranámskeið á Akureyri í nóvember í október, annars vegar KSÍ I þjálfaranámskeið helgina 20.-22. nóvember og hins vegar KSÍ II þjálfaranámskeið helgina 27.-29. nóvember.

Lesa meira
 

U19 karla - Ísland leikur við Danmörku í dag - Byrjunarliðið - 10.11.2015

U19 ára landslið karla leikur í dag fyrsta leik sinn í undankeppni EM en leikið er á Möltu. Ísland er með Danmörku, Möltu og Ísrael í riðli en tvö efstu liðin úr hverjum riðli ásamt liðinu með besta árangurinn í þriðja sæti fara í milliriðil.

Lesa meira
 

Study Group Scheme á Íslandi - 10.11.2015

Dagana 9. – 12. nóvember mun KSÍ mun halda Study Group námskeið þar sem viðfangsefnið er Women´s Elite Football. Til landsins koma fulltrúar frá knattspyrnusamböndum Finnlands, Lúxemborgar, Bosníu-Hersegóvínu og Litháen, alls 19 manns.

Lesa meira
 

Markahrókurinn Lewandowski í pólska hópnum - 9.11.2015

A landslið karla mætir Pólverjum í vináttuleik á föstudaginn en leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir EM í Frakklandi. Pólverjar hafa á að skipa feykilega sterku liði sem hafnaði í 2. sæti í D-riðli þar sem heimsmeistarar Þjóðverja tóku toppsætið. Pólska liðið hefur því tryggt sér sæti á lokakeppni EM eins og Ísland.

Lesa meira
 

Jóhann Berg í hópinn gegn Póllandi og Slóvakíu - 9.11.2015

Jóhann Berg Guðmundsson verður í leikmannahópi Íslands sem mætir Póllandi og Slóvakíu. Ekki var gert ráð fyrir að Jóhann myndi ná leiknum gegn Póllandi en nú er ljóst að hann er leikfær og verður því í hópnum sem leikur við Pólland á föstudaginn.

Lesa meira
 

HK leitar að dómarastjóra - 9.11.2015

Knattspyrnudeild HK óskar eftir að ráða dómarastjóra fyrir knattspyrnudeild. Dómarastjóri sér um að skipuleggja dómgæslu og útvega dómara á leiki yngri flokka knattspyrnudeildar HK

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar fyrir U17 karla - 9.11.2015

Halldór Björnsson þjálfari U17 karla hefur valið tvo úrtakshópa (drengir fæddir 1999 og 2000) til æfinga helgina 13. – 15. nóvember.

Lesa meira
 

A landsliðshópur karla sem mætir Pólverjum og Slóvökum - 6.11.2015

A landslið karla mætir Póllandi og Slóvakíu í vináttulandsleikjum í nóvember.  Báðir leikirnir fara fram ytra - gegn Pólverjum í Varsjá 13. nóvember og gegn Slóvakíu í Zilina 17. nóvember.  Landsliðshópurinn var kynntur á fjölmiðlafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, föstudag.

Lesa meira
 

Ísland niður um 8 sæti á heimslista FIFA - 5.11.2015

Karlalandsliðið féll um 8 sæti á heimslista FIFA sem birtur var í morgun. Tap gegn Tyrkjum og jafntefli gegn Lettum gera þetta að verkum en þess má geta að Tyrkir fóru upp um 19 sæti á listanum.

Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_129

Ný leyfisreglugerð KSÍ samþykkt - útgáfa 3.1 - 5.11.2015

Á fundi stjórnar KSÍ 29. október 2015 var samþykkt ný útgáfa af leyfisreglugerð KSÍ.  Meðal breytinga má nefna kröfur um lögformlega stöðu leyfisumsækjanda, bókhaldskröfur vegna undirbúnings ársreiknings, kröfur um mat á rekstrarhæfi og nýja kröfu um tengilið félags við fatlaða stuðningsmenn. Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

Breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga - 5.11.2015

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 29. október breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga.  Í nýrri reglugerð kemur m.a. fram að kurl í gervigrasi skal vera af viðurkenndri gerð, ljóst að lit og án efna sem teljast skaðleg heilsu eða mengandi.  

Lesa meira
 

Freyr Alexandersson ráðinn þjálfari U17 landsliðs kvenna - 5.11.2015

KSÍ hefur samið við landsliðsþjálfara kvenna, Frey Alexandersson, að hann taki einnig að sér þjálfun U17 ára landsliðs kvenna næstu tvö árin.  Freyr mun því aðeins sinna starfi fyrir KSÍ næstu misseri. Lesa meira
 

KSÍ III þjálfaranámskeið  - 4.11.2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 20.-22. nóvember. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Lesa meira
 

KSÍ II þjálfaranámskeið - 3.11.2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu um næstu helgi, 6.-8. nóvember.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland komst í milliriðil í undankeppni EM - 3.11.2015

UEFA hefur staðfest að strákarnir í U17 landsliðinu hafa tryggt sér sæti í milliriðlum Evrópumótsins 2015-2016 en leikið verður í milliriðlum í vor.

Lesa meira
 

U19 karla - Hópurinn sem leikur í undankeppni EM - 2.11.2015

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið neðangreinda leikmenn til að taka þátt í undankeppni EM sem leikinn verður á Möltu 10. – 15. nóvember.

Lesa meira
 

Veggspjöld af landsliðunum - 2.11.2015

Mikill áhugi er á landsliðunum okkar og margar fyrirspurnir berast um að fá veggspjöld af karla- og kvennalandsliðinu. Hægt að nálgast útprentuð veggspjöld á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli en einnig er hægt að niðurhala veggspjöldum til að prenta heima eða nota í tölvum með hlekkjunum hér að neðan.

Lesa meira
 

Þorvaldur dæmir í Unglingadeild UEFA - 2.11.2015

Íslenskir dómarar eru á faraldsfæti þessa daganna en Þorvaldur Árnason mun dæma leik Middlesbrough og Torino í Unglingadeild UEFA á fimmtudaginn. Með Þorvaldi í verkefninu eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Bryngeir Valdimarsson.

Lesa meira
 

Drög að Íslandsmóti meistaraflokka í Futsal - 30.10.2015

Drög hafa verið gefin út af mótanefnd KSÍ fyrir Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu 2016 – Futsal og má finna mótið á vef KSÍ.  Félög hafa frest til miðvikudagsins 4. nóvember til þess að koma með athugasemdir við þessi drög.  Vakin er athygli á því að laus sæti eru í keppni meistaraflokks kvenna og hægt er að bæta við einu félagi í meistaraflokki karla.

Lesa meira
 

Þjálfaranámskeið KSÍ VI tókst vel - 27.10.2015

Undanfarna viku hafa 26 þjálfarar frá Íslandi setið KSÍ VI þjálfaranámskeið í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem námskeiðið er haldið annars staðar en á Englandi en að þessu sinni var farið til Farum, í útjaðri Kaupmannahafnar.

Lesa meira
 

U17 kvenna tapaði seinasta leiknum í riðlinum - 27.10.2015

U17 ára landslið kvenna tapaði 2-0 gegn Finnum í lokaleik fyrri undankeppni EM 2016. Finnar unnu leikinn 2-0 með mörkum sem komu í sitt hvorum hálfleiknum.

Lesa meira
 

U17 kvenna mætir Finnum klukkan 12:00 - Byrjunarlið Íslands - 27.10.2015

Íslenska U17 ára lið kvenna leikur seinasta leik sinn í undankeppni EM í dag klukkan 12:00. Ísland er þegar búið að tryggja sig áfram í næstu umferð en tvö lið fara beint áfram í næsta riðil. Ísland og Finnland eru með 6 stig eftir tvo leiki en leikurinn í dag segir til um hvaða lið vinnur okkar riðil.

Lesa meira
 

Dvergurinn tekinn í notkun í Hafnarfirði - 27.10.2015

FH-ingar tóku nýlega í notkun knatthúsið Dverginn í Kaplakrika. Húsið er 51metra á lengd og 25 metrar á breidd. Húsið verður með hitablásurum og klætt tvöföldum dúk svo það mun aldrei verða kaldara en 8° yfir veturinn.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 karla - 27.10.2015

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið neðangreinda leikmenn til að taka þátt í úrtaksæfingum U19 karla.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Þóroddur og Gylfi að störfum í Wales - 26.10.2015

Þessa dagana eru þeir Þóroddur Hjaltalín dómari og Gylfi Már Sigurðsson aðstoðardómari við störf í undankeppni EM U17 landsliða karla.  Riðillinn sem þeir eru að dæma í fer fram í Wales og auk heimamanna eru í riðlinum eru lið Albaníu, Hollands og Sviss. Lesa meira
 

Öruggur sigur Íslands í Slóveníu - 26.10.2015

Ísland vann í dag öruggan 0-6 sigur á Slóveníu í undankeppni EM. Þetta var jafnframt þriðji sigur Íslands í undankeppninni en Ísland er því með 9 stig eftir þessa þrjá leiki eða fullt hús stiga.

Lesa meira
 

Hólmfríður leikur sinn 100. landsleik í dag - 26.10.2015

Hólmfríður Magnúsdóttir leikur sinn hundraðasta leik í dag með A-landsliði kvenna en Hólmfríður lék sinn fyrsta leik árið 2003 gegn Bandaríkjunum. Hólmfríður hefur leikið á tveimur lokamótum fyrir hönd Íslands en hún var í leikmannahópnum sem lék á EM í Svíþjóð og EM í Finnlandi.

Lesa meira
 

Úrtakshópur U19 kvenna - 25.10.2015

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið hóp til æfinga 30. október – 1. nóvember. Að þessu sinni eru 28 leikmenn valdir og eru stelpurnar fæddar 1996-1998.

Lesa meira
 

Stúlkur fæddar 2001 til æfinga 30. október - 1. nóvember - 25.10.2015

Úlfar Hinriksson hefur valið hóp stúlkna af Suður- og Vesturlandi fæddar 2001 til æfinga 30. október – 1. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
 

Kvennalandsliðið mætir Slóveníu - Byrjunarlið Íslands í dag - 25.10.2015

Kvennalandsliðið leikur gegn Slóveníu í undankeppni EM í dag, mánudag, á útivelli. Ísland hefur unnið báða leiki sína í riðlinum en þeir voru gegn Hvít Rússum á heimavelli og gegn Makedóníu á útivelli seinasta fimmtudag.

Lesa meira
 

U17 kvenna- Ísland vann 8 marka sigur í undankeppni EM - 24.10.2015

Íslenska U17 ára kvennalandsliðið vann 8-0 sigur á Færeyjum í undankeppni EM en leikið er í Svartfjallalandi. Ísland komst í 5-0 í fyrri hálfleik og fylgdi því eftir með 3 mörkum í seinni hálfleik og endaði leikurinn 8-0.

Lesa meira
 

U17 kvenna- Byrjunarliðið gegn Færeyjum - 24.10.2015

U17 ára landslið kvenna leikur við Færeyjar í undankeppni EM en leikurinn hefst klukkan 11:00 í dag, laugardag. Ísland vann fyrsta leik sinn í riðlinum 3-0 en það var gegn Svartfjallalandi.

Lesa meira
 

Rúna aðstoðardómari á leik Þýskalands og Tyrklands - 22.10.2015

Rúna Kristin Stefánsdóttir verður aðstoðardómari á leik Þýskalands og Tyrklands í undankeppni EM kvenna sem fram fer í Þýskalandi á sunnudaginn. Rúna verður með írskum dómurum en Daly Rhona verður aðaldómari á leiknum.

Lesa meira
 

A kvenna - Öruggur sigur gegn Makedóníu í undankeppni EM - 22.10.2015

Ísland vann öruggan 0-4 sigur á Makedóníu í undankeppni EM en leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður í Skopje. Völlurinn var mjög blautur og pollar víða á vellinum sem gerðu leikmönnum erfitt fyrir með spilamennsku.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Íslenskur sigur gegn Svartfjallalandi - 22.10.2015

Íslenska U17 ára lið kvenna vann öruggan 3-0 sigur á Svartfjallalandi í undankeppni EM. Mörkin létu aðeins á sér standa en flóðgáttir brustu á 66. mínútu en þá skoraði Aníta Daníelsdóttir fyrsta mark leiksins.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland leikur við Makedóníu í dag, fimmtudag - Byrjunarliðið - 21.10.2015

Kvennalandsliðið leikur við Makedóníu í undankeppni EM 2017 en leikurinn hefst klukkan 11:30 að íslenskum tíma. Ísland er með 3 stig eftir fyrsta leik en stelpurnar okkar unnu Hvít Rússa 2-0 á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Svartfjallalandi - 21.10.2015

U17 ára lið kvenna leikur í dag, fimmtudag, við Svartfjallaland í undankeppni EM en leikurinn hefst klukkan 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Unglingadeild UEFA - Stjarnan úr leik þrátt fyrir sigur - 21.10.2015

Stjarnan er úr leik í Unglingadeild UEFA en liðið vann samt leik sinn gegn Elfsborg í kvöld 1-0. Fyrri leikurinn fór 2-0 fyrir sænska liðinu Elfsborg sem kemst því áfram 2-1.

Lesa meira
 

U17 landslið kvenna í Svartfjallalandi - 20.10.2015

U17 landslið kvenna hefur leik í undankeppni EM 2016 í vikunni, í riðli sem er leikinn í Svartfjallalandi.  Auk Íslendinga og heimastúlkna eru Færeyingar og Finnar í riðlinum.  Leikdagar eru 22., 24. og 27. október og eru fyrstu mótherjarnir Svartfellingar.

Lesa meira
 

Leikir í undankeppni EM 2017 framundan - 20.10.2015

Það eru leikir í undankeppni EM kvennalandsliða 2017 framundan á á næstu dögum leikur A landslið kvenna tvo leiki á Balkanskaganum.  Fyrst er leikið gegn Makedóníu á fimmtudag og svo gegn Slóveníu mánudaginn 26. okt.  Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 

Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu? - 20.10.2015

KSÍ óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins.  Meginverkefni er þjónusta við aðildarfélög KSÍ og starfsemi tengd leyfiskerfi KSÍ, samningum leikmanna, félagaskiptum, störfum milliliða, uppfærslu á reglugerðum sambandsins og ýmsum tilfallandi verkefnum.  Leitað er að einstaklingi með lögfræðimenntun. 

Lesa meira
 

Seinni leikur Stjörnunnar og Elfsborg í Unglingadeild UEFA í kvöld, kl. 18:00 - 20.10.2015

Stjarnan mætir Elfsborg í Unglingadeild UEFA á miðvikudag, en í þeirri deild leika U19 lið karla.  Þetta er seinni leikur liðanna, en þeim fyrri, sem fram fór í Borås í Svíþjóð, lauk með tveggja marka sigri Svíanna.  Leikurinn á miðvikudag fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og hefst kl. 18:00.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 karla - 19.10.2015

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 16 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara U16 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 karla - 19.10.2015

Í vikunni verða úrtaksæfingar U19 landslið karla.  Æft verður í Kórnum í Kópavogi, Egilshöll í Reykjavík og Samsungvellinum í Garðabæ. Þorvaldur Örlygsson er þjálfari U19 landsliðsins.

Lesa meira
 

KSÍ II þjálfaranámskeið - 19.10.2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum, eitt helgina 30.október - 1. nóvember og tvö helgina 6.-8. nóvember. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 

Umsóknarglugginn opnar 17. desember - 16.10.2015

Miðasöluvefur UEFA vegna úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016 er nú kominn í loftið og er þar að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um miðamál og miðasöluna sjálfa fyrir keppnina.  Umsóknarglugginn opnar þó ekki fyrr en 17. desember.  Dregið verður í riðla í París þann 12. desember, og þá fyrst liggur leikjaniðurröðun fyrir.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan úr leik eftir tap í Rússlandi - 15.10.2015

Stjarnan er úr leik í 32-liða úrslitunum í Meistaradeild kvenna eftir 3-1 tap gegn Zvezda 2005 í Rússlandi. Stjarnan tapaði fyrri leiknum á Samsung-vellinum 1-3 og svo aftur 3-1 í dag.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan mætir Zvezda 2005 í dag, fimmtudag - 15.10.2015

Kvennalið Stjörnunnar leikur seinni leik sinn við rússneska liðið Zvezda 2005 í Meistaradeild Evrópu í dag, fimmtudag. Fyrri leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ þar sem Zvezda 2005 hafði betur 1-3.

Lesa meira
 

A landslið karla leikur við Pólverja og Slóvaka í nóvember - 15.10.2015

A landslið karla mun leika tvo vináttulandsleiki í nóvember og hafa mótherjarnir nú verið staðfestir.  Fyrst verður leikið gegn Póllandi í Varsjá þann 13. nóvember, og fjórum dögum síðar, þann 17. nóvember, leikur íslenska liðið við Slóvakíu í Zilina. Lesa meira
 
Valdmar Pálsson

Valdimar Pálsson dæmir í Wales - 15.10.2015

Valdimar Pálsson verður dómari á leik Airbus UK Broughton og Llandudno í welsku úrvalsdeildinni á föstudag.  Verkefnið er hluti af dómaraskiptum á milli knattspyrnusambanda Íslands og Wales.  Lesa meira
 

Uppgjör UEFA á undankeppni EM 2016 - 15.10.2015

UEFA hefur birt uppgjör af ýmsu tagi í tengslum við lok riðlakeppninnar fyrir EM karlalandsliða 2016 og á íslenska landsliðið sína fulltrúa þar.  Gylfi Þór Sigurðsson var valinn í úrvalslið keppninnar, Ragnar Sigurðsson er einn fárra leikmanna sem lék allar mínútur í öllu leikjum síns liðs, og bestu úrslit keppninnar voru valin eins marks sigur Íslands á Hollandi í Amsterdam.

Lesa meira
 
European Qualifiers

Átta þjóðir í umspilsleikjum í nóvember - 15.10.2015

Raðað hefur verið í styrkleikaflokka fyrir umspil um sæti í lokakeppni EM karlalandsliða 2016.  Um er að ræða 8 þjóðir og eru fjórar í hvorum flokki um sig, en dregið verður næstkomandi sunnudag.  Umspilsleikirnir fara fram 12.-14. nóvember og 15.-17. nóvember. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Ísland í fjórða styrkleikaflokki fyrir EM 2016 - 15.10.2015

UEFA hefur gefið út styrkleikaflokkana fyrir úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016.  Röðunin er þó ekki klár fyrir öll liðin, því bíða þarf eftir niðurstöðu úr umspilsleikjunum, sem fram fara í nóvember.  Það liggur þó ljóst fyrir að Ísland er í fjórða styrkleikaflokki.

Lesa meira
 
Mynd frá Marc Boal

U21 karla - Markalaust í Skotlandi - 13.10.2015

Íslenska U21-landsliðið gerði markalaust jafntefli við Skotland í Aberdeen en leikurinn þótti heldur rólegur. Frederik Schram, markmaður, átti góðan leik en Skotar sóttu heldur meira en íslensku strákarnir í leiknum.

Lesa meira
 

Tékkland vann A-riðil, Ísland áfram ásamt Tyrklandi - 13.10.2015

Mikill fögnuður braust út í leiks­lok á leik Tékklands og Íslands en og það var ljóst að Kasakst­an hefði unnið Lett­land. Þau úr­slit þýða að Tyrk­ir fara beint á EM, sem liðið með best­an ár­ang­ur í 3. sæti í undan­keppn­inni, þegar horft er til úr­slita í leikj­um fimm efstu liða hvers riðils. Íslend­ing­ar og Tékk­ar höfðu þegar tryggt sér far­seðil­inn, en Ísland endaði í 2. sæti og Tékk­land efst með sigri á Hollandi í Amster­dam.

Lesa meira
 

Tap gegn Tyrklandi - Tyrkir komust beint á EM - 13.10.2015

Ísland tapaði 1-0 gegn Tyrkland í kvöld en leikið var í Konya. Leikurinn var heilt yfir heldur bragðdaufur þrátt fyrir magnaða stemningu á áhorfendapöllunum. Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik en heimamenn voru mun meira með boltann en Ísland átti ágætar skyndisóknir.

Lesa meira
 

Byrjunarlið U21 karla í Aberdeen - 13.10.2015

U21 landslið karla mætir Skotlandi í Aberdeen í dag, þriðjudag, og hefst leikurinn kl. 16:45 að íslenskum tíma.  Ein breyting er gerð á byrjunarliði íslenska liðsins milli leikja.  Árni Vilhjálmsson, sem skoraði sigurmarkið gegn Úkraínu í síðasta leik, byrjar í dag.

Lesa meira
 

Uppselt á leik Tyrklands og Íslands - 13.10.2015

Eins og kunnugt er eigast Tyrkir og Íslendingar við í lokaumferðinni í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Leikurinn fer fram í Konya í Tyrklandi og er uppselt á leikinn - rúmlega 41.000 miðar seldir og má búast við mikilli stemmningu. Lesa meira
 
European Qualifiers

Mínútu þögn fyrir leik - leikið með sorgarbönd - 13.10.2015

Fyrir leik Tyrklands og Íslands í undankeppni EM karlalandsliða 2016 á þriðjudagskvöld verður fórnarlamba sprengjuárásanna í Ankara í Tyrklandi minnst með táknrænum hætti.  Fyrir leikinn verður einnar mínútu þögn á leikvanginum og munu leikmenn beggja liða jafnframt bera sorgarbönd i leiknum. Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Tyrkjum í Konya - 12.10.2015

Þrjár breytingar eru gerðar á byrjunarliði A landsliðs karla, sem mætir Tyrkjum í Konya í kvöld, í lokaumferð undankeppni EM 2016.  Jón Daði Böðvarsson kemur í framlínuna í stað Alfreðs Finnbogasonar, Ögmundur Kristinsson stendur á milli stanganna í stað Hannesar Þórs Halldórssonar, sem meiddist á æfingu á sunnudag, og Aron Einar Gunnarsson snýr til baka úr leikbanni.

Lesa meira
 

Þrír leikir í riðli Íslands í undankeppni EM U21 karla á þriðjudag - 12.10.2015

Á þriðjudag fer fram heil umferð í riðli Íslands í undankeppni EM U21 landsliða karla, þrír leikir.  Ísland og Skotland mætast á Pittodrie Stadium í Aberdeen og hefst leikurinn kl. 16:45 að íslenskum tíma.  Íslenska liðið er á toppi riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki.

Lesa meira
 
Sænskri þjálfarar í heimsókn hjá KSÍ

Sænskir þjálfarar í heimsókn - 12.10.2015

Í liðinni viku heimsótti hópur þjálfara frá Gautaborg Ísland og fræddist um uppbyggingarstarf í íslenskri knattspyrnu.  Hópurinn gerði víðreist, heimsótti aðildarfélög KSÍ, skoðaði aðstöðu til keppni og æfinga og fylgdist með æfingum, og hlýddi einnig á fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Eins marks tap U19 karla gegn Norður-Írum - 12.10.2015

U19 karla lék á dögunum tvo vináttuleiki við Norður-Írland.  Seinni leikurinn fór  fram í Sandgerði á sunndag og þar unnu gestirnir sigur með eina marki leiksins.  Þessir tveir leikir voru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni EM Lesa meira
 
A karla á æfingu í Konya

Æft á keppnisvellinum í Konya - 12.10.2015

A landslið karla er nú í Tyrklandi og mætir heimamönnum í lokaumferð undankeppni EM 2016.   íslenski hópurinn æfði í dag, mánudag, á keppnisvellinum í Konya, og tóku allir leikmenn  þátt í æfingunni. Lesa meira
 
European Qualifiers

Tveir síðustu leikdagarnir framundan - 12.10.2015

Tveir síðustu leikdagarnir í undankeppni EM karlalandsliða 2016 eru framundan, en leikið er á mánudag og þriðjudag.  Í riðlum C-G-H er enn keppt um annað sætið, sem gefur beinan þátttökurétt í úrslitakeppninni.  Á meðal liða sem eru enn í þeirri baráttu eru Svíar og Norðmenn. Lesa meira
 

Skrifstofa KSÍ er lokuð mánudag og þriðjudag - 12.10.2015

Skrifstofa KSÍ er lokuð á mánudag og þriðjudag og opnar aftur á miðvikudagsmorgun.

Lesa meira
 

Hannes Þór meiddur - Róbert Örn í hópinn - 11.10.2015

Hannes Þór Halldórsson, markmaður, meiddist á öxl á æfingu með landsliðinu í morgun og ferðast ekki með til Tyrklands. Róbert Örn Óskarsson, markmaður FH, tekur sæti Hannesar í verkefninu gegn Tyrklandi.

Lesa meira
 

Ísland heldur toppsætinu í A-riðli - 10.10.2015

Ísland er áfram í toppsæti A-riðils en Tyrkir unnu öruggan 0-2 sigur á Tékkum í Tékklandi. Það þýðir að Ísland er með 20 stig en Tékkar eru með 19 stig. Tyrkir eru því komnir í bílstjórasætið í baráttunni um 3. sætið sem gefur sæti í umspili en Tyrkland leikur við Ísland í lokaleiknum en Holland leikur við Tékka á heimavelli.

Lesa meira
 

Kolbeinn Sigþórsson orðinn næst markahæsti landsliðsmaðurinn - 10.10.2015

Kolbeinn Sigþórsson er orðinn næst markahæsti leikmaðurinn í sögu landsliðsins en mark Kolbeins gegn Lettum er hans 18 mark fyrir Ísland en Ríkharður skoraði á sínum ferli 17 mörk.

Lesa meira
 

Svekkjandi jafntefli gegn Lettum - 10.10.2015

Ísland gerði 2-2 jafntefli við Lettland í undankeppni EM en íslenska liðið missti niður tveggja marka forystu í seinni hálfleik. Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi í 1-0 með marki á 5. mínútu en hann fylgdi þar eftir góðri aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Gylfi var sjálfur á ferðinni á 27. mínútu þegar hann geystist upp völlinn og skaut glæsilegu skoti í mark Lettlands.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Lettlandi - 10.10.2015

Ísland leikur í dag sinn seinasta heimaleik í undankeppni EM karlalandsliða 2016. Mótherjinn er Lettland og hefst leikurinn kl 16:00. Byrjunarlið íslenska liðsins hefur verið opinberað og eru tvær breytingar frà síðasta leik.

Lesa meira
 

Ísland mætir Lettlandi í dag klukkan 16:00 - 9.10.2015

Karlalandsliðið leikur í dag við Lettland í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst klukkan 16:00. Íslenska liðið er í góðri stöðu í riðlinum en liðið trónir á toppnum með 19 stig eins og Tékkar en Ísland er með mun betri markamun eða 12 mörk en Tékkar eru með 6 mörk í plús. Sigur gegn Lettlandi ætti því að sjá til þess að Ísland haldi toppsætinu en Tékkar eiga nokkuð erfiðan leik fyrir höndum gegn Tyrkjum á heimavelli.

Lesa meira
 

U19 karla - Albert Guðmundsson með bæði i sigri á Norður Írum - 9.10.2015

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri mætti Norður-Írlandi í vináttuleik á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld, föstudag. Ísland vann 2-0 sigur þar sem Albert Guðmundsson, leikmaður PSV Eindhoven, skoraði bæði mörkin.

Lesa meira
 

U21 karla - Árni Vilhjálmsson tryggði Íslandi sigur á Úkraínu - 8.10.2015

U21 árs lið karla vann í kvöld mikilvægan 0-1 sigur á Úkraínu á útivelli. Eina mark leiksins kom á 71. mínútu en það var Árni Vilhjálmsson sem skoraði markið. Árni hafði komið inn á sem varamaður og stuttu síðar skoraði hann markið mikilvæga.

Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir Ísland - Lettland og Facebook-leikur - 8.10.2015

Ísland mætir Lettlandi í seinasta heimaleik í undankeppni EM 2016 á laugardaginn. Í tilefni af því er komin út rafræn leikskrá þar sem finna má viðtöl við Lars Lagerbåck og Gunnleif Gunnleifsson en einnig er efni sem tengist leiknum að finna í leikskránni.

Lesa meira
 

U19 karla - Tveir leikir gegn Norður Írum - 8.10.2015

Íslenska U19 ára lið karla leikur tvo vináttuleiki við Norður Íra á komandi dögum. Á morgun, föstudag, leikur liðið á Samsung-vellinum í Garðabæ en leikurinn er klukkan 19:00. Seinni leikurinn er á sunnudaginn og verður hann leikinn á K&G-vellinum í Sandgerði. Leikurinn hefst klukkan 12:00 á sunnudaginn.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan tapaði á heimavelli - 8.10.2015

Stjarnan tapaði 1-3 gegn rússneska liðinu WFC Zvezda 2005 í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu kvenna. Rússarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust yfir á 5. mínútu leiksins. Staðan var orðin 0-2 á 13. mínútu og útlitið ekki gott.

Lesa meira
 
Leikvangurinn í Álaborg

Íslenskir eftirlitsmenn á alþjóðlegum leikjum - 7.10.2015

KSÍ hefur um árabil kappkostað að vera virkt í innra starfi hjá UEFA og FIFA og á Ísland þannig sína fulltrúa á meðal alþjóðlegra eftirlitsmanna, dómaraeftirlitsmanna og starfsmanna leikja.  Þessi þátttaka, og val UEFA og FIFA á einstaklingum frá Íslandi í alþjóðleg verkefni, er viðurkenning á því starfi. Lesa meira
 
European Qualifiers

Spenna fyrir síðustu tvær umferðirnar - 7.10.2015

Þegar tvær umferðir eru eftir af undankeppni EM karlalandsliða 2016 hafa aðeins fimm þjóðir þegar tryggt sér sæti í lokakeppninni.  Það er því ljóst að það verður spenna í öllum riðlum, þar sem efstu tvö lið hvers riðils komast beint í úrslitakeppnina og liðin í þriðja sæti komast í umspil. Lesa meira
 

A-kvenna - Leikmannahópurinn sem mætir Makedóníu og Slóveníu - 7.10.2015

Kvennalandsliðið leikur tvo útileiki í október í undankeppni EM. Fyrri leikurinn er gegn Makedóníu í Skopje en leikurinn fer fram 22. október. Seinni leikurinn er gegn Slóveníu en sá leikur fer fram í Lendava þann 26. október.

Lesa meira
 

Rússar dæma leik Íslands og Lettlands - 7.10.2015

Það verða rússneskir dómarar sem dæma leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM á laugardaginn. Aleksei Eskov er aðaldómari leiksins en sex dómarar dæma leikinn þar sem aukaaðstoðardómarar eru einnig í dómarateyminu.

Lesa meira
 

Þrír af 24 í hópi Tyrkja hjá erlendum félagsliðum - 6.10.2015

Eins og kunnugt er tekur Ísland á móti Lettlandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM karlalandsliða 2016 næstkomandi laugardag.  Þremur dögum síðar fer lokaumferð riðilsins fram og mætir íslenska liðið þá því tyrkneska í Konya i Tyrklandi.  Tyrkneska liðið hafur vaxið eftir því sem á keppnina hefur liðið.  Landsliðsmenn þeirra leika flestir í heimalandinu.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Tæplega sextíu á úrtaksæfingum U17 karla - 6.10.2015

Úrtaksæfingar vegna U17 landsliðs karla fara fram í Egilshöll og Kórnum dagana 9.-11. október næstkomandi.  Alls hafa tæplega sextíu drengir verið valdir til æfinganna, sem fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs karla. Lesa meira
 
FARE Action Weeks 2015

Sérstakir baráttudagar gegn mismunun í Evrópu - 6.10.2015

Í tengslum við leiki í undankeppni EM karlalandsliða 2016, sem leiknir eru dagana 8. til 22. október, notar evrópska knattspyrnuhreyfingin tækifærið og efnir til sérstakra baráttudaga gegn rasisma í Evrópu.  Rasismi á engan tilverurétt í fótbolta!

Lesa meira
 

Sigurvegarar sumarsins - 6.10.2015

Það eru ansi margir Íslands- og bikarmeistarar krýndir á hverju tímabili. Það er keppt í mörgum flokkum allt frá 6. flokki upp í eldri flokk með leikmönnum 50 ára og eldri.

Lesa meira
 

Meistaraflokkur kvenna í Grindavík leitar að þjálfara - 6.10.2015

Kvennaráð Knattspyrnudeild Grindavíkur óskar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna í knattspyrnu fyrir tímabilið 2015-2016.

Lesa meira
 

Málþing um andlega líðan íþróttamanna - 6.10.2015

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík og Knattspyrnusamband Íslands efna til málþings um andlega líðan íþróttamanna.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Stjarnan - WFC Zvezda 2005 í Meistaradeild kvenna í kvöld - 6.10.2015

Stjarnan mætir rússneska liðinu WFC Zvezda 2005 í tveimur leikjum í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og er fyrri leikurinn á Samsung-vellinum í Garðabæ á miðvikudag kl. 19:00.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sport TV. Lesa meira
 

Karlalandsliðið æfði á Laugardalsvelli - 6.10.2015

Karlalandsliðið er komið saman og það æfði nú í morgun á Laugardalsvelli. Fjölmiðlar fjölmenntu til að taka viðtöl og myndir en auk íslenskra fjölmiðla voru nokkrir erlendir fjölmiðlar mætti til að taka viðtöl og efni enda mikill áhugi fyrir íslenska liðinu víða erlendis.

Lesa meira
 

Íslenskir dómarar á EM U21 karla - 6.10.2015

Íslenskir dómarar munu dæma leiki í undankeppni EM U21 karla sem er í fullum gangi. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leik Svíþjóðar og Eistlands sem fram fer þann 9. október. Með honum eru Gylfi Már Sigurðsson, Frosti Viðar Gunnarsson og Þóroddur Hjaltalín sem er fjórði dómari.

Lesa meira
 

Æfingaáætlun yngri landsliða veturinn 2015-2016 - 6.10.2015

Æfingaáætlun yngri landsliða veturinn 2015-2016 liggur nú fyrir og er skipulagið töluvert breytt frá því undanfarin ár. Í stað þess að þrír hópar æfi að jafnaði laugardag og sunnudag tvisvar í mánuði þá munu tveir hópar æfa föstudag/laugardag/sunnudag eina helgi í mánuði.

Lesa meira
 

1.107 áhorfendur að meðaltali á leiki Pepsi-deildar karla - 3.10.2015

Alls mættu 146.138 áhorfendur á leiki Pepsi-deildar karla á keppnistímabilinu sem lauk í dag.  Þetta gera 1.107 áhorfendur að meðaltali á hvern leik en flestir mættu á leik FH og Breiðabliks í umferð, 2.843 talsins.  Það var líka heimavöllur nýkrýndra Íslandsmeistara, Kaplakrikavöllur, sem var með bestu meðaltalsaðsóknina, 1.925 áhorfendur.

Lesa meira
 

Patrick Pedersen markakóngur í Pepsi-deild karla - 3.10.2015

Valsmaðurinn Patrick Pedersen er markakóngur í Pepsi-deild karla en Patrick skoraði 13 mörk á tímabilinu. Mörkin 9 mörk komu utan af velli en Daninn skoraði einnig 4 mörk af vítapunktinum. Mörkin komu í 20 leikjum á tímabilinu og fær Patrick því gullskóinn í ár.

Lesa meira
 

Emil Pálsson valinn leikmaður ársins í Pepsi-deildinni - 3.10.2015

Emil Pálsson, leikmaður FH, var valinn leikmaður ársins af leikmönnum liða í Pepsi-deildinni. Emil lék bæði með Fjölni og FH á tímabilinu en hann átti stóran þátt í velgengi beggja liða en FH varð Íslandsmeistari þar sem Emil skoraði sigurmarkið sem var einmitt gegn Fjölni.

Lesa meira
 

Ármann Smári Björnsson fær háttvísiverðlaun Borgunar - 3.10.2015

Ármann Smári Björnsson, leikmaður ÍA, fær háttvísiverðlaun Borgunar en verðlaunin eru veitt leikmanni sem sýnir af sér heiðarlega framkomu á velli. Ármann er 34 ára leikmaður ÍA á Akranesi en hann er einnig fyrirliði liðsins.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl útnefndur besti dómari ársins í Pepsi-deild karla - 3.10.2015

Gunnar Jarl Jónsson var valinn besti dómari ársins af leikmönnum í Pepsi-deild karla. Gunnar er alþjóðlegur dómari sem hefur dæmt bæði heima sem og hefur hann fengið mörg verkefni erlendis.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitakeppni 10. bekkjar á laugardag - 2.10.2015

Riðlakeppni í Grunnskólamóti KRR í 10. bekk drengja og stúlkna er nú lokið og ljóst er hvaða skólar leika til úrslita laugardaginn 3. október.  Allir leikirnir fara fram í Egilshöll og má sjá upplýsingar um hvaða skólar leika til úrslita með því að smella hér að neðan. Lesa meira
 

Landsliðshópurinn sem mætir Lettlandi og Tyrklandi í undankeppni EM - 2.10.2015

Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Lettlandi þann 10. október á Laugardalsvelli og Tyrklandi þann 13. október ytra.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynningar í Íslandsmóti meistaraflokka í innanhússknattspyrnu - 1.10.2015

Þátttökutilkynningar vegna Íslandsmóts meistaraflokka í innanhússknattspyrnu, hafa verið sendar út til aðildarfélaga.  Frestur til að tilkynna þátttöku er til mánudagsins 12. október.  Mótið er leikið með sama fyrirkomulagi og 2015, þ.e. að forkeppni meistaraflokka karla og kvenna verður leikin með hraðmótsfyrirkomulagi en úrslitakeppnin verður leikin með fullum leiktíma.


Lesa meira
 

Íslandsmót í keppni 5 manna liða í 5. og 4. flokki - 1.10.2015

Íslandsmót í keppni fimm manna liða í 5. og 4. flokki kemur í stað Íslandsmótsins í knattspyrnu innanhúss (futsal).  Leikið verður á gervigrasi og fer mótið fram í knattspyrnuhúsum í nóvember ár hvert. Þátttökutilkynning þarf að berast í síðasta lagi laugardaginn 10. október. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Ljóst hvaða lið leika til úrslita í Grunnskólamóti KRR fyrir 7. bekk - 1.10.2015

Riðlakeppni í Grunnskólamóti KRR í 7. bekk drengja og stúlkna er nú lokið og ljóst er hvaða skólar leika til úrslita föstudaginn 2. október.  Smellið hér að neðan til að sjá hvaða skóla er um að ræða.

Lesa meira
 

Eyjólfur velur 20 manna hóp fyrir leiki við Úkraínu og Skotland - 1.10.2015

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Ukraínu 8. október og Skotlandi 13. október ytra í undankeppni EM 2017.  Í hópnum eru 20 leikmenn og leika sjö þeirra með erlendum félagsliðum.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland áfram í 23. sæti á FIFA-listanum - 1.10.2015

A landslið karla er í 23. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og heldur því sæti sínu frá því listinn var síðast gefinn út.  Næstu mótherjar Íslendinga í undankeppni EM 2016, Lettar, eru í 103. sæti og falla um 13 sæti milli mánaða.  Tyrkir eru í 37. sæti og fara upp um 9 sæti. Lesa meira
 
Stjarnan

Tveggja marka tap Stjörnunnar gegn Elfsborg - 1.10.2015

U19 lið Stjörnunnar beið lægri hlut gegn sænska liðinu Elfsborg þegar liðin mættust í Borås í Svíþjóð, í fyrri leik fyrstu umferðar Unglingadeildar UEFA (UEFA Youth League). Heimamenn unnu 2-0 með marki í sitt hvorum hálfleik.   Lesa meira
 
European Qualifiers

Pahars hefur tilkynnt 23 manna hóp sem fer til Íslands - 1.10.2015

Marian Pahars, þjálfari lettneska landsliðsins, hefur tilkynnt 23 manna hóp fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Sem kunnugt er mæta Lettar Íslandi laugardaginn 10. október, og þeir ljúka síðan keppni með heimaleik gegn Kasakstan þremur dögum síðar.

Lesa meira
 
UEFA

Ráðstefna UEFA um leyfismál haldin í Dubrovnik - 30.9.2015

Í september var árleg ráðstefna UEFA um leyfismál haldin í Dubrovnik í Króatíu. Á ráðstefnunni var farið yfir ýmis mál tengd leyfiskerfum UEFA og aðildarlandanna, þar á meðal breytingar á leyfisreglugerð milli ára.  Stærsta breytingin milli ára snýr að styrkingu kröfu um menntun unglingaþjálfara, sem nú er orðin A-krafa en var B-krafa áður.

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

Þrjú KSÍ-I þjálfaranámskeið framundan - 30.9.2015

KSÍ mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu á næstunni, tvö helgina 16. - 18. október og eitt helgina 30. október - 1. nóvember. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði og eru áhugasamir því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 
Merki FIFA

Breytingar á reglugerð FIFA, uppeldis- og samstöðubætur - 30.9.2015

Í mars 2015 samþykkti FIFA nýjan viðauka við reglugerð FIFA um „Regulations on the status and Transfer of Players“, sem fjallar um innheimtu krafna um uppeldis- og samstöðubætur og leysir af hólmi eldri viðauka sama efnis. Lesa meira
 
Fylkir

Úrskurður í máli Selfoss gegn Fylki - 30.9.2015

Á fundi sínum þriðjudaginn 29. september tók aga- og úrskurðarnefnd fyrir mál nr. 5 / 2015, knattspyrnudeild Selfoss gegn knattspyrnudeild Fylkis.  Selfoss taldi lið Fylkis í viðureign liðanna í 2. flokki kvenna hafa verið ólöglega skipað.  

Lesa meira
 
U19 landslið karla

24 manna hópur U19 karla fyrir tvo leiki gegn N.-Írum - 30.9.2015

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur valið 24 leikmenn til að taka þátt í tveimur vináttulandsleikjum gegn Norður-Írlandi.  Báðir leikirnir fara fram hér á landi - sá fyrri á Samsung vellinum í Garðabæ þann 9. október og sá seinni á K&G vellinum í Sandgerði 12. október.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna spilar í Svartfjallalandi - 29.9.2015

Úlfar Hinriksson, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur valið 18 leikmenn til að taka þátt í undanriðli EM sem leikinn verður í Svartfjallalandi 20. -28. október. Leikmennirnir koma úr 11 félagsliðum víðs vegar af landinu, en Valur á þó flesta fulltrúa, eða 5.

Lesa meira
 

32 efnilegar stúlkur í markmannsskóla KSÍ (uppfært) - 29.9.2015

Markmannsskóli stúlkna fer fram á Akranesi dagana 2. til 4. október næstkomandi.  Þátttakendur eru efnilegir markverðir úr 4. flokki, stúlkur fæddar 2002 og 2003 - alls 32 markmenn frá 22 félögum víðs vegar af landinu.  Smellið hér að neðan til að skoða nafnalista og ýmsar gagnlegar upplýsingar. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

700 krakkar keppa í Grunnskólamóti KRR - 29.9.2015

KSÍ hefur um árabil skipulagt mót á vegum KRR, skv. sérstökum samningi þar um.  Eitt af verkefnum hvers árs er að raða Grunnskólamóti KRR, þar sem taka þátt  um 700 krakkar úr 7. og 10. bekkjum úr grunnskólum Reykjavíkur.

Lesa meira
 

Ráðstefna UEFA um þjálfaramenntun haldin í Bratislava - 28.9.2015

Í liðinni viku fór fram í Bratislava árleg ráðstefna UEFA um knattspyrnuþjálfun og menntun knattspyrnuþjálfara.  Á mælendaskrá ráðstefnunnar var annar af þjálfurum A landsliðs karla, Lars Lagerbäck, sem fjallaði m.a. um þjálfun íslenska landsliðsins. Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan mætir Elfsborg í Unglingadeild UEFA - 28.9.2015

Stjarnan mætir sænska liðinu Elfsborg í tveimur leikjum í fyrstu umferð Unglingadeildar UEFA (UEFA Youth League) og fer fyrri leikurinn fram ytra á miðvikudag.  Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt félagslið tekur þátt í þessari keppni. Lesa meira
 

Íslenskir dómarar í Unglingadeild UEFA - 28.9.2015

Í vikunni fara fram leikir í Unglingadeild UEFA (UEFA Youth League) og verða tvö íslensk dómarateymi að störfum.  Þorvaldur Árnason verður dómari á viðureign Arsenal FC og Olympiacos FC á þriðjudag og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður dómari á leik FC Midtjylland og FC Saburtalo á miðvikudag.

Lesa meira
 

U17 karla - Tap gegn Dönum og Ísland endaði í 3. sæti - 27.9.2015

U17 ára landsliðs karla tapaði 2-0 gegn Danmörku í dag, sunnudag, í undankeppni EM og lauk því leik í 3. sæti riðilsins.

Lesa meira
 

Leiknir féll um deild - KR tryggði Evrópusætið - 26.9.2015

Það kom ansi margt í ljós eftir leiki dagsins í Pepsi-deild karla. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar eftir að vinna 2-1 sigur á Fjölni á Kaplakrika.

Lesa meira
 

FH Íslandsmeistari 2015 - 26.9.2015

FH er Íslandsmeistari árið 2015 en liðið vann Fjölni 2-1 í næst seinustu umferð mótsins. Liðið er því með 4 stiga forystu á Breiðablik fyrir seinustu umferðina og Blikarnir geta ekki ná FH að stigum.

Lesa meira
 

Ekki verða gerða breytingar á leikjum dagsins í Pepsi-deild karla. - 25.9.2015

Ekki kemur til þess að breyta þurfi leiktíma á leikjum dagsins í Pepsi-deild karla. Leikir dagsins fara því fram á fyrirfram ákveðnum tíma.

Lesa meira
 

Hæfileikamót KSÍ og N1 – Drengir - 25.9.2015

Mótið fer fram undir stjórn Halldórs Björnssonar og hér að neðan má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem boðaðir eru til leiks. Undanfarið hefur Halldór Björnsson ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót framhald af þeirri vinnu.  Um er að ræða leikmenn sem eru í 4.flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.

Lesa meira
 

Fanndís valin leikmaður ársins í Pepsi-deild kvenna - 25.9.2015

Í dag, föstudag, var tilkynnt um hvaða aðilar hafa skarað frammúr í Pepsi-deild kvenna fyrir árið 2015. Það voru leikmenn liðanna í Pepsi-deildinni sem kusu leikmenn, þjálfara og dómara ársins.

Lesa meira
 

Lið umferða 10-18 í Pepsi-deild kvenna - 25.9.2015

Keppni í Pepsi-deild kvenna lauk nýverið og stóð Breiðablik uppi sem Íslandsmeistari. Valnefnd hefur valið þá leikmenn, þjálfara, stuðningsmenn og dómara sem þóttu standa upp úr í seinni hluta Íslandsmótsins og eru þeir neðangreindir:

Lesa meira
 

Rétt viðbrögð vegna höfuðhöggs - myndband - 24.9.2015

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og það á svo sannarlega við í umræðunni um rétta meðhöndlun í kjölfar höfuðhöggs. Rétt viðbrögð í kjölfar höfuðhöggs geta skipt sköpum og KSÍ vill minna á nokkur atriði er þetta varðar.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland mætir Grikklandi klukkan 19:15 á Laugardalsvelli - 24.9.2015

U17 ára landslið karla leikur í kvöld, fimmtudag, annan leik sinn í undankeppni EM en riðillinn er leikin á Íslandi. Leikurinn í kvöld er gegn Grikkjum sem gerðu 0-0 jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlinum. Leikurinn í kvöld fer fram á Laugardalsvelli og er frítt á leikinn, við hvetjum alla til að mæta og hvetja strákanna okkar til sigurs í leiknum. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Lesa meira
 

Ísland - Lettland: Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 23.9.2015

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM A landsliða karla, fimmtudaginn 24. september frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 

U17 karla - Stórsigur í fyrsta leik í undankeppni EM - 22.9.2015

Íslenska landslið skipað leikmönnum 17 ára og yngri vann góðan sigur á Kasakstan fyrr í dag. Leikurinn var liður í undankeppni EM og fór fram á Grindavíkurvelli.

Lesa meira
 

Vel mætt á landsleik 100 hjá Margréti Láru - 22.9.2015

Það var vel mætt á leik Íslands og Hvíta-Rússlands í kvöld en 3013 mættu á leikinn og studdu vel við bakið á stelpunum okkar. Stuðningsmannafélagið Tólfan lét ekki sitt eftir liggja og fjölmennti á leikinn og var stemningin í stúkunni hreint út sagt frábær.

Lesa meira
 

A kvenna - Öruggur sigur í fyrsta leik í undankeppni EM - 22.9.2015

Kvennalandsliðið fer vel af stað í undankeppni EM en liðið vann öruggan 2-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli. Sigurinn hefði hæglega getað orðið stærri en Margrét Lára Viðarsdóttir misnotaði víti í leiknum og leikmenn Hvíta Rússlands áttu fá marktækifæri.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Hvít Rússum - 22.9.2015

Freyr Alexandersson hefur tilkynnt um byrjunarliðið sem mætir Hvít Rússum.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í kvöld klukkan 18:45 - 22.9.2015

Kvennalandsliðið hefur leik í kvöld í undankeppni EM en fyrsti leikur liðsins er gegn Hvít Rússum. Ísland er í riðli með Makedóníu, Skotlandi Slóveníu og Hvít Rússum og það skiptir gríðarlega miklu máli að byrja undankeppnina vel.

Lesa meira
 

KSÍ VI námskeið 26. – 27. september - 21.9.2015

KSÍ heldur fyrri hluta KSÍ VI þjálfaranámskeiðsins um helgina í höfuðstöðvum sambandsins á Laugardalsvelli. 40 þjálfarar sóttu um að sitja námskeiðið sem er hluti af KSÍ A þjálfaragráðunni.

Lesa meira
 

KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði - 21.9.2015

 Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 25.-27. september nk. Dagskrá má sjá hér í viðhengi. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Námskeiðsgjald er kr. 17.500,-.

Lesa meira
 

U17 ára karla - Riðill fyrir undankeppni EM leikinn á Íslandi - 21.9.2015

Heill riðill fyrir undankeppni EM verður leikinn á Íslandi næstu daga. Um er að ræða landslið skipuð leikmönnum 17 ára og yngri en Ísland er í riðli með Grikklandi, Danmörku og Kasakstan.

Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir Ísland - Hvíta Rússland - 21.9.2015

Íslenska kvennalandsliðið hefur leik í undankeppni EM á morgun, þriðjudag. Í tilefni af því er komin út vegleg leikskrá þar sem lesa má viðtöl við þjálfara og fyrirliða sem og eru gagnlegar upplýsingar um leikinn og umgjörð leiksins.

Lesa meira
 

Kvennalandsliðið á allra vörum - 20.9.2015

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sneri í dag bökum saman í baráttunni gegn einelti. Af því tilefni færði Landsbankinn öllum leikmönnum landsliðsins glæsilegt Á allra vörum-varasett, en bankinn er bakhjarl bæði landsliðsins og landssöfnunarinnar.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland tapaði gegn Sviss - 20.9.2015

Íslenska U19 ára landslið kvenna kemst ekki áfram á EM en liðið tapaði 2-0 gegn Sviss í lokaleik undankeppninnar í dag. Fyrra mark Sviss kom í fyrri hálfleik en það seinna undir lok leiksins. Ísland þurfti að vinna leikinn til að eiga möguleika á að komast áfram en eftir óvænt tap gegn Grikklandi þá voru möguleikarnir alltaf litlir.

Lesa meira
 

1.deild karla - Víkingur Ólafsvík og Þróttur Reykjavík í Pepsi-deildina - 19.9.2015

Lokaumferð 1.deildar karla fór fram í dag og var í ljós eftir leikina að Víkingur Ólafsvík og Þróttur leika í Pepsi-deildinni á næsta ári. Víkingur hafði þegar tryggt sér sæti í deildinni fyrir lokaumferðina en Þróttur þurfti stig til að tryggja sæti í Pepsi-deildinni.

Lesa meira
 

40 efnilegir markmenn við æfingar á Akranesi um helgina - 18.9.2015

Markmannsskóli KSÍ fer fram um helgina á Akranesi.  Alls hafa 40 efnilegir markmenn á 4. flokks aldri verið tilnefndir til æfinga og verða þeir undir handleiðslu átta markmannsþjálfara alla helgina.  Smellið hér að neðan til að skoða nánar.

Lesa meira
 

Norræn dómaraskipti - Íslenskir dómarar í Færeyjum og Svíþjóð - 18.9.2015

Íslenskir dómarar verða við störf í Færeyjum og Svíþjóð á næstu dögum en þetta er hluti af norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda Norðurlandanna.

Lesa meira
 

Hólmfríður með 2 í sigri á Slóvakíu - 17.9.2015

Kvennalandsliðið vann 4-1 sigur á Slóvakíu í vináttuleik á Laugardalsvelli í kvöld, fimmtudag. Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni sem en Ísland mætir Hvít Rússum í fyrsta leik riðilsins á þriðjudag.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Slóvakíu - 17.9.2015

Ísland mætir Slóvakíu í vináttuleik á Laugardalsvelli klukkan 18:00 í dag, fimmtudag. Leikurinn er hluti af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM en Ísland leikur við Hvít Rússa á þriðjudaginn. Hér að neðan má sjá byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Slóvakíu.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Tap U19 kvenna gegn Grikkjum - 17.9.2015

U19 kvenna tapaði gegn Grikkjum í öðrum leik sínum í undankeppni EM, en liðin mættust í dag, fimmtudag, á Colovray-leikvanginum við höfuðstöðvar UEFA í Sviss.  Lokatölur voru 2-1 Grikkjum í vil og eru þessi lið bæði með 3 stig eftir tvo leiki.

Lesa meira
 
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

Ísland - Slóvakía í beinni á Sport TV - 17.9.2015

A landslið kvenna mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst leikurinn kl. 18:00.  Leikurinn er í beinni vefútsendingu á Sport TV, í boði KSÍ.  Með þessari ráðstöfun er tryggt að knattspyrnuáhugafólk um land allt sem ekki kemst á leikinn getur séð hann í flottum gæðum á Sport TV. Lesa meira
 

Ísland mætir Slóvakíu í kvöld - 17.9.2015

Íslenska kvennalandsliðið leikur vináttuleik við Slóvakíu á Laugardalsvelli í kvöld, fimmtudag. Um er að ræða undirbúningsleik undir komandi leiki í undankeppni EM en liðið leikur fyrsta leik sinn í undankeppninni á þriðjudaginn gegn Hvít Rússum.

Lesa meira
 

Icelandair með hópferð á Tyrkland - Ísland - 16.9.2015

Icelandair býður uppá ferð á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM 2016. Boðið er uppá þriggja nátta ferð en leikurinn fer fram þann 13. október næstkomandi á Konya Buyuksehir Stadium.

Lesa meira
 

U17 karla - Leikmannahópur fyrir undankeppni EM - 16.9.2015

Halldór Björnsson þjálfari U17 karla hefur valið hóp leikmanna sem taka þátt í undanriðli EM fyrir hönd Íslands. Undanriðillinn verður spilaður á Íslandi 22. – 27. September. Í viðhengi er leikmannahópurinn og dagskrá. Athugið að æfingar hefjast á morgun, miðvikudaginn 16. September kl 16:00 en æft verður á grasinu fyrir utan kórinn í Kópavogi.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Stórsigur á Georgíu í fyrsta leik - 15.9.2015

U19 ára landslið kvenna byrjaði vel í forkeppni EM en liðið vann 6-1 sigur á Georgíu. Íslenska liðið komst í 3-0 í fyrri hálfleik en Georgía minnkaði muninn undir lok hálfleiksins. það sama var upp á teningnum í seinni hálfleik en þá skoraði Ísland 3 mörk og vann að lokum 6-1 sigur.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland mætir Georgíu - 15.9.2015

U19 ára landslið kvenna leikur í dag fyrsta leik sinn í undankeppni EM. Það er leikið í riðli og er Ísland með Georgíu, Grikklandi og Sviss í A-riðli. Tvö lið úr hverjum riðli fara áfram í næstu umferð og leika í apríl í næsta riðli.

Lesa meira
 

Kvennalandsliðið með opnar æfingar - 14.9.2015

Kvennalandsliðið undirbýr sig af krafti fyrir komandi átök en liðið leikur við Slóvakíu (vináttuleikur) og Hvíta Rússland í undankeppni EM á næstu dögum. Að því tilefni verður liðið með opnar æfingar fyrir almenning í dag, mánudag, og á morgun.

Lesa meira
 

Landsliðsæfingar U17 kvenna 19. - 20. september - 14.9.2015

Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna hefur valið æfingahóp fyrir æfingar sem fram fara 19. – 20. September. Æfingarnar fara fram á glænýju gervigrasi í Egilshöll.

Lesa meira
 

Blikar fóru taplausar í gegnum tímabilið - 13.9.2015

Kvennalið Breiðabliks fékk um helgina afhentan Íslandsmeistarabikarinn en liðið hafði tryggt sér titilinn í næst seinustu umferð. Breiðablik vann deildina með 50 stig eða 5 stigum meira en Stjarnan sem kom í 2. sæti.

Lesa meira
 

Íslandsbikarinn fer á loft á Kópavogsvelli - 12.9.2015

Heil umferð er í Pepsi-deild kvenna í dag og er það jafnframt lokaumferð deildarinnar. Afturelding og Þróttur falla um deild að þessu sinni en Breiðablik hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Lesa meira
 

Hæfileikamót KSÍ og N1 - Stúlkur - 11.9.2015

Hæfileikamót KSÍ og N1 fer fram í Kórnum í Kópavogi helgina 19. - 20. september. Úlfar Hinriksson þjálfari U-17 kvenna og Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar munu sjá um mótið og hér að neðan má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem boðaðir eru til leiks.

Lesa meira
 
European Qualifiers

Breyttur leikstaður í Tyrklandi - 11.9.2015

UEFA hefur, í samráði við Knattspyrnusambönd Tyrklands og Íslands, ákveðið að breyta leikstað fyrir leik Tyrklands og Íslands í undankeppni EM karla 2016 þann 13. október.  Til stóð að leika á nýjum leikvangi í borginni Bursa, en nú liggur fyrir að sá leikvangur verður ekki tilbúinn á tilsettum tíma. Lesa meira
 

Uppselt á Ísland - Lettland - 11.9.2015

Uppselt er á leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM karlalandsliða 2016. Miðasala hófst á midi.is kl. 12:00 í dag, föstudag, eins og kynnt var á vef KSÍ í vikunni. Alls fóru um 5 þúsund miðar í sölu í dag og seldust þeir upp á um hálftíma.

Lesa meira
 

Miðasala á Ísland – Lettland hefst föstudaginn 11. september kl. 12:00 - 10.9.2015

Laugardaginn 10. október tekur Ísland á móti Lettlandi í undankeppni EM A landsliða karla 2016 á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.  Miðasala á leikinn hefst kl. 12:00 á hádegi, föstudaginn 11. september, og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is Lesa meira
 

U17 karla - Æfingar um helgina - 10.9.2015

U17 ára landslið karla um æfa um komandi helgi en æft verður í Kórnum. Hér að neðan má sjá leikmannahópinn.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna - FH og ÍA nýliðar á næsta ári - 10.9.2015

FH og ÍA hafa tryggt sér sæti í Pepsi-deild kvenna á komandi tímabili. FH vann HK/Víking 3-1 á heimavelli en tapaði svo á útivelli 2-1 og vann því samanlagt 4-3. ÍA vann Grindavík 3-0 á heimavelli en tapaði svo 2-1 á útivelli og því samanlagt 4-2.

Lesa meira
 
Fyrstu unglingalandsliðsmennirnir heiðraðir

Fyrsta unglingalandslið Íslands í knattspyrnu hyllt - 9.9.2015

Á leik Íslands og Kasakstan síðastliðinn sunnudag voru hylltir þeir kappar sem léku fyrsta unglingalandsleik Íslands, sem fram fór fyrir 50 árum.  Fyrirliði liðsins færði við sama tækifæri formanni KSÍ gjöf til minningar um leikinn. Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

KSÍ semur við Borgarbrag - 9.9.2015

Frábær árangur knattspyrnulandsliðanna síðustu misseri hefur beint sjónum fjölmiðla og almennings að aðstöðu knattspyrnuhreyfingarinnar.  KSÍ hefur falið ráðgjafarfyrirtækinu Borgarbrag að leiða vinnu við gerð hagkvæmniskönnunar vegna hugsanlegrar uppbyggingar nýs leikvallar í Laugardal.

Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn sem mætir Slóvakíu og Hvíta Rússlandi - 9.9.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið leikmannahópinn sem mætir Slóvakíu í vináttuleik þann 17. september og Hvíta Rússlandi í undankeppni EM 2017 en leikurinn fer fram þann 22. september.

Lesa meira
 

U21 karla - Jafntefli í stormasömum leik - 8.9.2015

Ísland og Norður Írland gerðu 1-1 jafntefli á Fylkisvelli í kvöld, þriðjudag. Haustlægðin settir svip sinn á leikinn en það rigndi duglega og blés á meðan á leik stóð. Leikurinn byrjaði ekki byrlega en Norður Írar komust yfir á 2. mínútu leiksins með skallamarki eftir hornspyrnu.

Lesa meira
 

FC Sækó æfðu á Laugardalsvelli - 8.9.2015

Í vikunni kíktu bráðefnilegir leikmenn fótboltaliðsins FC Sækó í heimsókn á Laugardalsvöll og tóku æfingu undir handleiðslu Halldórs Björnsson, þjálfara U17 ára liðs drengja. Vel var tekið á því á æfingunni en óhætt er að segja að létt og skemmtilegt andrúmsloft hafi þó einkennt æfinguna og stemninguna í hópnum.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna - Breiðablik Íslandsmeistari! - 7.9.2015

Breiðablik er búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna en liðið vann 2-1 sigur á Þór/KA á Akureyri. Það þýðir að ekkert lið getur náð Blikum að stigum en liðið er með 47 stig þegar ein umferð er eftir eða 5 stigum meira en Stjarnan sem er í 2. sæti. Telma Hjaltalín Þrastardóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu mörk Breiðabliks í leiknum.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mættir Norður Írum í dag, þriðjudag - 7.9.2015

Ísland leikur á morgun, þriðjudag, við Norður Íra í undankeppni U21 ára landsliða karla. Leikurinn er á Fylkisvelli og hefst hann klukkan 16:30. Íslenska liðið er í efsta sæti síns riðils eftir frækinn 3-2 sigur á Frakklandi á dögunum og getur liðið náð 9 stigum með sigri á Norður Írlandi.

Lesa meira
 

Miðar á EM í Frakklandi - 7.9.2015

KSÍ er byrjað að fá fyrirspurnir um miða á lokakeppni EM í Frakklandi. Það er skemmst frá því að segja að upplýsingar um miða á leiki Íslands liggja ekki fyrir. Riðlakeppnin mun klárast áður en einhverjar upplýsingar verða gefnar út að hálfu UEFA og mun KSÍ birta nánari upplýsingar þegar þær liggja fyrir.

Lesa meira
 

ÍSLAND Á EM! - 6.9.2015

Ísland tryggði sér í kvöld sæti á lokakeppni EM í Frakklandi en liðið gerði markalaust jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli. Það var ljóst fyrir leikinn að eitt stig myndi tryggja Íslandi sætið og eftir baráttuleik þá náðist það markmið.

Lesa meira
 

Óbreytt byrjunarlið Íslands - 6.9.2015

Þjálfarar A landsliðs karla, þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, gera enga breytingu á byrjunarliði Íslands frá leiknum við Hollendinga á fimmtudaginn.  Sama byrjunarlið verður á Laugardalsvellinum í kvöld og mætir þar Kasökum kl. 18:45.

Lesa meira
 

Málþing um andlega líðan íþróttamanna - 6.9.2015

Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík, Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands efna til málþings um andlega líðan íþróttamanna

Lesa meira
 

Tökum undir með lofsöngnum fyrir leik - 6.9.2015

Við búumst við góðri stemningu í stúkunum á leik Íslands og Kasakstan í kvöld. Stemningin hefur aukist til muna undanfarna leiki og má þakka frábærum liðsmönnum Tólfunnar fyrir sinn þátt í því en almennt er fólk farið að taka betur undir á meðan á leik stendur.

Lesa meira
 

Ísland mætir Kasakstan klukkan 18:45 - Mætum í bláu á völlinn!  - 6.9.2015

Íslenska A-landslið karla leikur í kvöld við Kasakstan í A-riðli undankeppni EM. Það er mikið undir í leiknum en með hagstæðum úrslitum getur íslenska liðið tryggt sér farseðli á lokakeppni EM í Frakklandi.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland vann 3-2 sigur á Frakklandi - 5.9.2015

Ísland vann í dag 3-2 sigur á Frakklandi í U21 í undankeppni EM karla. Það verður ekki annað sagt um leikinn en að hann hafi verið hinn fjörugasti en auk fimm marka þá var markverði Frakka vísað af velli.

Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir Ísland - Kasakstan - 4.9.2015

Það hefur ekki farið framhjá neinum að leikur Íslands og Kasakstan er á sunnudaginn. Það er komin út leikskrá fyrir leikinn þar sem mikilvæg atriði sem tengjast leiknum koma fram eins og með bílastæði, leikmannahópur og fleira.

Lesa meira
 

U19 kvenna á leið til Sviss - 4.9.2015

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið 18 leikmenn í U19 landsliðið sem tekur þátt í undankeppni EM í Sviss 13. -21. október. Hér að neðan má sjá dagskrá landsliðsins og leikmannahópinn.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Frakklandi í dag - 4.9.2015

Íslenska U21 árs landslið karla leikur á morgun, laugardag, við Frakka í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst hann klukkan 14:00. Íslenska liðið hefur leikið einn leik í riðlinum en það var gegn Makedóníu þar sem íslenska liðið vann 3-0 sigur.

Lesa meira
 

A karla - Úkraínumenn dæma leikinn gegn Kasakstan - 4.9.2015

Dómarar í leik Íslands og Kasakstan á sunnudaginn er frá Úkraínu. Ievgenii Aranovskyi er aðaldómari leiksins en hann dæmdi seinast leik Dortmund og Odd BK í Evrópudeildinni. Aranovskyi er 39 ára gamall en hann byrjaði að dæma alþjóðlega leiki árið 2006.

Lesa meira
 
Fjarðabyggð

Úrskurður á máli Tindastóls gegn Fjarðabyggð/Leiknis/Hattar - 3.9.2015

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál nr. 4//2015, Tindastóll gegn Fjarðabyggð/Leiknir/Höttur.  Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglegum leikmanni í leik 3. flokks kvenna og úrskurðaði  Aga- og úrskurðarnefnd  kæranda í hag. Lesa meira
 

Íslandi nægir 1 stig úr 3 leikjum til að komast á EM - 3.9.2015

Íslenska landsliðinu nægir 1 stig til að tryggja sig í lokakeppni EM í Frakklandi eftir leiki kvöldsins. Tékkar unnu Kasakstan 2-1 og eru með 16 stig en Tyrkland og Lettar gerðu 1-1 jafntefli. Holland er með 10 stig, Tyrkir eru með 9, Lettar með 4 og Kasakstan rekur lestina með 1 stig.

Lesa meira
 

Frábær íslenskur sigur í Hollandi - 3.9.2015

Ísland vann í kvöld frábæran sigur á Hollandi á Amsterdam ArenA. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik úr víti eftir að brotið var á Birki Bjarnasyni í vítateig Hollendinga. Ísland er því með 18 stig í A-riðli eftir sigurinn en liðið leikur við Kasakstan á sunnudaginn.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands á Amsterdam Arena - 3.9.2015

Holland tekur á móti Íslandi í undankeppni EM karla 2016 á Amsterdam Arena í kvöld, fimmtudagskvöld og hefst leikurinn kl. 18:45 að íslenskum tíma. Á fjórða þúsund Íslendinga verður á leikvanginum, sem tekur tæplega 53 þúsund áhorfendur. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 

Ísland upp um eitt sæti á heimslista FIFA - 3.9.2015

Ísland fór upp um sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag, fimmtudag. Liðið fór í 23 sætið og hafði sætaskipti við Frakka sem nú verma 24. sætið. Danir fóru upp fyrir Ísland á listanum en danska liðið fór upp um 3 sæti frá seinasta lista og er í 22. sætinu.

Lesa meira
 
European Qualifiers

Allir leikir riðilsins á sama tíma á fimmtudag - 2.9.2015

Það er stór dagur á fimmtudag þegar undankeppni EM karla 2016 heldur áfram.  Í riðli Íslands er heil umferð og fara allir leikirnir fram á sama tíma, eða kl. 18:45 að íslenskum tíma.  Sem kunnugt er mæta Íslendingar Hollendingum í Amsterdam, á meðan Tyrkir taka á móti Lettum og Kasakar heimsækja Tékka.

Lesa meira
 

Hvað eiga Johan Cruyff, Ruud Gullit og Ásgeir Sigurvinsson sameiginlegt? - 2.9.2015

A-landslið karla leikur við Holland á fimmtudag á Amsterdam ArenA sem er heimavöllur Ajax, en þessi glæsilegi leikvangur tekur 52.960 manns í sæti. Ríflega 3000 Íslendingar eða lauslega áætlað um 1% íslensku þjóðarinnar munu setja svip sinn á stúkuna og mæta á leikinn til að styðja við bakið á strákunum okkar.

Lesa meira
 

46.500 miðar seldir á Holland-Ísland - 2.9.2015

Samkvæmt upplýsingum frá hollenska knattspyrnusambandinu hafa, þegar þetta er skrifað að morgni miðvikudags, verið seldir 46.500 miðar á leik Hollands og Íslands í undankeppni EM 2016, sem fram fer á Amsterdam Arena á fimmtudag.  Leikvangurinn tekur 52.960 manns í sæti og er búist við því að þeir miðar sem eru eftir seljist upp.  Lesa meira
 

Afhending miða à Holland-Ísland - 1.9.2015

Þeir sem keyptu miða á leik Hollands og Íslands í undankeppni EM og hafa ekki þegar sótt þá geta nálgast miðana sína á miðvikudag og fimmtudag (leikdag) í Hollandi.

Lesa meira
 

U21 karla - Anton Ari í hópinn - Rúnar meiddur - 1.9.2015

Vegna meiðsla Rúnars Alex Rúnarsson kallar Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21 karla Anton Ara Einarsson inn í landsliðhópinn gegn Frökkum og N-Írlandi.

Lesa meira
 

A karla - Ólafur Ingi í hópinn en Emil verður ekki með - 31.8.2015

Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður tyrkneska liðsins Genclerbirligi, hefur verið kallaður í hópinn og kemur hann til Amsterdam í kvöld, mánudag. Emil Hallfreðsson, leikmaður Verona á Ítalíu, er meiddur og mun ekki taka þátt í leiknum gegn Hollandi.

Lesa meira
 

Stjarnan Borgunarbikarmeistari kvenna 2015 - 29.8.2015

Stjarnan er bikarmeistari kvenna en liðið vann Selfoss 2-1 í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna. Leikurinn var hinn fjörugasti og fengu þeir sem mættu á Laugardalsvöllinn frábæra skemmtun.

Lesa meira
 

Áhorfendamet slegið í bikarkeppni kvenna - 29.8.2015

Áhorfendamet var slegið í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna þegar Stjarnan og Selfoss léku til úrslita, en 2.435 áhorfendur komu á leikinn. Þetta er í þriðja árið í röð sem áhorfendamet er slegið í bikarkeppni kvenna en á seinasta úrslitaleik mættu 2.011 á leikinn og þá mættust einmitt Stjarnan og Selfoss.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ á Norðurlandi þann 1. september - 29.8.2015

Hæfileikamótun KSÍ verður á Akureyri þriðjudaginn 1.september. Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum frá félögum á Norðurlandi. Æfingarnar verða á KA-velli.

Lesa meira
 

Viðtöl við Lars og Heimi um leikinn gegn Hollandi - Myndbönd - 28.8.2015

Landsliðsþjálfararnir Lars Lågerback og Heimir Hallgrímsson svöruðu spurningum fjölmiðlamanna í hádeginu um komandi verkefni gegn Hollandi.

Lesa meira
 

Landsliðshópurinn sem mætir Hollandi og Kasakstan - 28.8.2015

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt hópinn sem leikur við Holland og Kasakstan í undankeppni EM en leikirnir fara fram þann 3. og 6. september.

Lesa meira
 
Ísland - Holland 2014

Um 100 miðar lausir á Holland-Ísland - 27.8.2015

Uppgjöri á miðasölu KSÍ á leikinn Holland-Ísland í undankeppni EM karla 2016 er nú lokið og liggur fyrir að um 100 miðar eru eftir til sölu (ósóttar/ógreiddar pantanir, o.fl.).  Nú er því lokatækifæri fyrir áhugasama að tryggja sér miða á leikinn. Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir Suðurnes - 26.8.2015

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir Suðurnes verður í Grindavík föstudaginn 28.ágúst og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4. flokki. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem mætir Frökkum og Norður Írum - 26.8.2015

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hópinn sem leikur gegn Frökkum og Norður Írum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn er gegn Frökkum þann 5. september og fer hann fram á Kópavogsvelli.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Futsal Cup - Tap í fyrsta leik Víkinga - 26.8.2015

Fyrstu leikir E riðils í undankeppni Futsal Cup fóru fram í gærkvöldi en riðillinn er leikinn í Ólafsvík.  Heimamenn léku gegn Flamurtari Vlore frá Albaníu og höfðu gestirnir betur, 1 - 5.  Í fyrr leik kvöldsins voru það Hamburg Panthers frá Þýskalandi sem lögðu FC Differdange frá Lúxemborg, 6 - 2. Lesa meira
 
Ísland - Holland 2014

Áfram Ísland með opinn sölubás á Laugardalsvelli á mánudag - 25.8.2015

Stuðningsmannahópurinn Áfram Ísland hefur lengi fylgt íslensku landsliðunum í knattspyrnu og selt varning í litum landsliðsins til að auka stemmningu.  Mánudaginn 31. ágúst milli kl. 15:00 og 19:00 verður Áfram Ísland með opinn sölubás á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Molar um úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 25.8.2015

Stjarnan og Selfoss mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00.  Þetta eru sömu lið og léku til úrslita í fyrra, þar sem Stjarnan hafði betur og fagnaði þar með sínum öðrum bikarmeistaratitli.  Fyrir keppnina í fyrra hafði Selfoss aldrei komist lengra en í 16-liða úrslit. Lesa meira
 

Verður aðsóknarmetið slegið þriðja árið í röð? - 25.8.2015

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna fer fram á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00.  Þar mætast Stjarnan og Selfoss, sem léku einnig til úrslita í fyrra.  Í fyrra var sett aðsóknarmet þegar 2.011 áhorfendur studdu liðin dyggilega og var þá met slegið sem sett var árið á undan. 

Lesa meira
 

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna á laugardag kl. 16:00 - Leikskrá - 25.8.2015

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna fer fram á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00.  Þar mætast sömu lið og í fyrra, Stjarnan og Selfoss.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi á midi.is.  Smellið hér að neðan til að skoða ýmsar upplýsingar um leikinn. Lesa meira
 
Andri Vigfússon

Andri dæmir í Moldavíu - 24.8.2015

Andri Vigfússon verður í eldlínunni en hann mun dagana 27. – 29. ágúst dæma í undankeppni Futsal Cup, Evrópukeppni félagsliða í Futsal.  Riðillinn sem fer fram í Moldavíu en þar mætast félagslið frá Armeníu, Belgíu auk Moldavíu. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Vestfjörðum - 24.8.2015

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir Vestfirði  verður á Ísafirði þriðjudaginn 25. ágúst og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4. flokki. Strákar eiga að mæta  kl.15:00 og  stelpur  kl. 16:30 .  Smellið hér að neðan til að sjá nöfn þeirra sem boðuð hafa verið á þessar æfingar. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tveimur leikjum í Pepsi-deild karla breytt - 21.8.2015

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest breytingu á tveimur leikjum í Pepsi-deild karla.  Leikirnir Víkingur-ÍBV og Keflavík-KR áttu að fara fram á mánudag, en hafa nú verið færðir til þriðjudags.  Leikstaðir eru þeir sömu og leiktímar óbreyttir. Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Futsal Cup - Fyrstu leikirnir á þriðjudaginn - 21.8.2015

Víkingar frá Ólafsvík standa í stórræðum þessa dagana en þeir eru gestgjafar í E riðli undankeppni Futsal Cup sem er Evrópukeppni félagsliða í Futsal.  Auk Víkinga leika í riðlinum, Hamburg frá Þýsklandi, Flamurtari Vlorë frá Albaníu og FC Differdange frá Lúxemborg.  Fyrstu leikirnir fara fram þriðjudaginn 25. ágúst en leikjadagskráin er svohljóðandi: Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik ÍBV og KR frestað til föstudags - 20.8.2015

Leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla, sem fara átti fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag, fimmtudag kl. 18:00, hefur verið frestað.  Leikurinn mun fara fram á morgun, föstudag kl. 18:00. Lesa meira
 
Leyfiskerfi FIFA

Leyfiskerfi FIFA innleitt í árslok 2016 - 20.8.2015

FIFA hefur tilkynnt að leyfiskerfi FIFA, sem smíðað er að mestu eftir leyfiskerfum UEFA og AFC (Knattspyrnusambands Asíu), verði innleitt í árslok 2016.  Undirbúningsvinna hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið og nú styttist í innleiðingu kerfisins fyrir öll aðildarsambönd FIFA.

Lesa meira
 

Stjarnan mætir sama liði og í fyrra - 20.8.2015

Dregið hefur verið í 32-liða úrslit Meistaradeildar kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í dag, fimmtudag.  Stjarnan, sem komst með fullt hús stiga í gegnum undanriðil sem leikinn var á Kýpur, fékk sömu mótherja og í fyrra, WFC Zvezda 2005 frá Rússlandi.   Lesa meira
 
Tólfan

Vegleg dagskrá fyrir íslenska stuðningsmenn í Amsterdam - 20.8.2015

Stuðningssveitin Tólfan hefur skipulagt veglega dagskrá fyrir íslenska stuðningsmenn í tengslum við leik Hollands og Íslands í undankeppni EM karlalandsliða 2016, en liðin mætast í Amsterdam þann 3. september.  Á leikdegi er ætlunin að Íslendingar taki yfir Dam-torg og máli Amsterdam í bláum lit. Lesa meira
 

Ósóttir miðar á Holland-Ísland afhentir á skrifstofu KSÍ til og með 26. ágúst - 20.8.2015

Vegna ósóttra miða á leikinn Holland-Ísland í undankeppni EM karla 2016 er bent á að þau sem keyptu miða í gegnum midi.is geta sótt miðana á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli, milli kl. 09:00-12:00 og 13:00-16:00 virka daga til og með miðvikudeginum 26. ágúst.  

Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum og íþróttafulltrúa - 20.8.2015

Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík auglýsir eftir starfsfólki.  Leitað er að þjálfurum fyrir yngri flokka, yfirþjálfara barna- og unglingastarfs, og íþróttafulltrúa.  Nánari upplýsingar veitir Ótthar Edvardsson framkvæmdastjóri Þróttar. Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Engar athugasemdir í gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ - 19.8.2015

Í byrjun ágústmánaðar framkvæmdi fulltrúi SGS gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  SGS er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki sem framkvæmir árlegar úttektir á leyfiskerfum aðildarlanda UEFA og gildir hver vottun í eitt ár.  Engar athugasemdir voru gerðar við leyfiskerfi KSÍ. Lesa meira
 

Ráðstefna í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 19.8.2015

KÞÍ í samstarfi við KSÍ kynnir glæsilega bikarúrslitaráðstefnu sem haldin verður í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars kvenna.  Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar eru Jonas Eidevall, fyrrum þjálfari Rosengard í Svíþjóð. Lesa meira
 
Frá hæfileikamótun á Ísafirði

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á höfuðborgarsvæðinu 21.ágúst - 19.8.2015

Halldór Björnsson, yfirmaður hæfileikamótunar KSÍ, mun vera með æfingar fyrir drengi frá félögum á höfuðborgarsvæðinu þann 21. ágúst.  Æfingarnar verða í Laugardal og er um að ræða seinni hluta æfingaseríu á höfuðborgarsvæðinu.  Leikmenn sem eru boðaðir nú (fæddir 2001 og 2002) koma frá Fjölni, Fram, Fylki, ÍR, KR, Leikni, Val, Víkingi og Þrótti.

Lesa meira
 
Guðbjörg Pedersen

Guðbjörg Pedersen fyrst kvenna til að dæma í efstu deild karla - 18.8.2015

Í síðara bindi 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu, eftir Sigmund Ó. Steinarsson, kemur fram að þann 16. júní 1979 hafi Guðbjörg Pedersen úr Ármanni verið aðstoðardómari á leik ÍBV og KR.  Guðbjörg var þar með fyrst kvenna til að starfa við dómgæslu í efstu deild karla.   Lesa meira
 

Dregið í 32-liða úrslit Meistaradeildar kvenna á fimmtudag - 17.8.2015

Dregið verður í 32-liða úrslit í UEFA Meistaradeild kvenna fimmtudaginn 20. ágúst, en eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um tryggði Stjarnan sér sæti þar með því að leggja alla mótherja sína í undanriðli sem fram fór á Kýpur.   Lesa meira
 

Dómarar frá Danmörku, Finnlandi og Wales að störfum - 17.8.2015

KSÍ hefur átt í samstarfi síðustu ár við knattspyrnusambönd á Norðurlöndum og Bretlandseyjum varðandi dómaraskipti.  Þannig hafa dómarar komið hingað til lands og dæmt leiki í deildarkeppni og íslenskir dómarar dæmt leiki ytra.  Á næstunni munu dómarar frá Finnlandi og Wales dæma leiki hér á landi. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn

Besta aðsókn að bikarúrslitaleik karla á þessari öld - 17.8.2015

Áhorfendur á úrslitaleik Borgunarbikars karla síðastliðinn laugardag, þar sem Valur og KR mættust, voru 5.751 talsins, sem er mesti fjöldi á úrslitaleik bikarsins á þessari öld, og mesti fjöldi síðan 1999 þegar 7.401 var viðstaddur leik ÍA og KR. Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan í 32-liða úrslitin - 16.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag, sunnudag, eftir 2-0 sigur á Fc Apollo Ladies frá Kýpur.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan leikur úrslitaleik við Apollon Ladies - 16.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar leikur í dag, sunnudag, hreinan úrslitaleik um sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðið leikur við FC Apollon Ladies frá Kýpur en í seinasta leik riðakeppninnar en bæði lið eru með 6 stig.

Lesa meira
 

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi á Laugarvatni 21. - 23. ágúst | Uppfært - 15.8.2015

Úrtökumót KSÍ árið 2015 fyrir drengi verður haldið á Laugarvatni, dagana 21. - 23. ágúst. Umsjón með mótinu hefur Freyr Sverrisson.

Lesa meira
 

Valur varð seinast bikarmeistari fyrir 10 árum - 15.8.2015

Valsmenn urðu seinast bikarmeistarar árið 2005 en þá unnu þeir Fram í úrslitaleik 1-0. Það eru því 10 ár síðan Valsmenn hömpuðu seinast bikarmeistaratitlinum.

Lesa meira
 

VALUR BIKARMEISTARI KARLA - 15.8.2015

Valur varð á laugardag Borgunarbikarmeistari karla en liðið vann 2-0 sigur á KR á Laugardalsvelli. Valsmenn byrjaðu leikinn af krafti en hvorugt lið náðu þó að skora í fyrri hálfleik og var staðan markalaust þegar Erlendur Eiríksson, dómari, flautaði til hálfleiks.

Lesa meira
 

Klara Bjartmarz ráðin framkvæmdastjóri KSÍ - 14.8.2015

Á fundi stjórnar KSÍ fimmtudaginn 13. ágúst var samþykkt að ráða Klöru Bjartmarz í starf framkvæmdastjóra KSÍ, en hún hafði áður verið ráðin tímabundið í mars á þessu ári.  Klara hefur starfað fyrir KSÍ síðan í janúar 1994, lengst af við mótamál og landslið kvenna.  Þá gegndi hún jafnframt starfi skrifstofustjóra KSÍ um árabil.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á höfuðborgarsvæðinu 18. ágúst - 14.8.2015

Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingar fyrir drengi á höfuðborgarsvæðinu fædda 2001 og 2002 (Fyrri hluti: Afturelding, Breiðablik, FH, Grótta, Haukar, HK og Stjarnan)

Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir úrslitaleik Borgunarbikars karla - 13.8.2015

Valur og KR leika til úrslita í Borgunarbikar karla en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli á laugardaginn, 15. ágúst, og hefst leikurinn klukkan 16:00.

Lesa meira
 

Stjarnan vann sigur á KÍ frá Færeyjum - 13.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar vann öruggan 4-0 sigur á KÍ frá Færeyjum í Meistaradeild Evrópu og það er því ljóst að Stjarnan og FC Apollo Ladies leika til úrslita um efsta sæti riðilsins. Stjarnan hafði unnið Hbernians frá Möltu í fyrsta leiknum og er því með 6 stig eftir sigurinn á KÍ.

Lesa meira
 

Völsungur leitar að yfirþjálfara - 13.8.2015

Barna- og unglingaráð í knattspyrnu hjá Völsungi auglýsir stöðu yfirþjálfara yngri flokka lausa til umsóknar. Um er að ræða virkilega spennandi starf, en Völsungur rekur öflugt yngri flokka starf í knattspyrnu. Um þessar mundir eru rétt ríflega 200 iðkendur skráðir í yngri flokka félagsins.

Lesa meira
 

Erlendur dæmir úrslitaleik Borgunarbikars karla - 13.8.2015

Erlendur Eiríksson mun dæma úrslitaleik Borgunarbikars karla sem fram fer á laugardaginn, 15. ágúst. Leikurinn er á milli Vals og KR en Erlendur dæmdi árið 2010 bikarúrslitaleik FH og KR.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan leikur við KÍ frá Færeyjum - 13.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar leikur í dag annan leik sinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag, fimmtudag, og eru það Færeyingar sem etja kappi við íslenska liðið að þessu sinni. Stjarnan byrjaði vel í riðlakeppninni en liðið vann Hibernians frá Möltu í fyrsta leik 5-0.

Lesa meira
 

Breytingar í Pepsi-deild karla - 13.8.2015

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 2015 - 12.8.2015

Laugardaginn 15. ágúst leika Valur og KR til úrslita í Borgunarbikar karla.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 16:00.  Forsala aðgöngumiða er þegar hafin á midi.is og einnig er hægt að kaupa miða beint af félögunum.  Leikurinn er jafnframt í beinni sjónvarpssendingu á Stöð 2 sport. Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan byrjaði með stórsigri - 11.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar byrjaði af krafti í Meistaradeild Evrópu en liðið vann 5-0 sigur á maltneska liðinu Hibernians í fyrsta leik sínum í riðlinum. Stjarnan leiddi 3-0 í hálfleik og var sigurinn því aldrei í hættu.

Lesa meira
 
Ísland - Holland 2014

Uppselt á Ísland-Kasakstan - 11.8.2015

Uppselt er á leik Íslands og Kasakstans í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Miðasala hófst kl. 12:00 í dag, þriðjudag, eins og kynnt var á vef KSÍ í síðustu viku.  Alls fóru um 5 þúsund miðar í sölu í dag og seldust þeir upp á rúmlega einni klukkustund.   Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan leikur við Hibernians - 11.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar hefur leik í dag, þriðjudag, í Meistaradeild Evrópu, en liðið er í riðli með Appollon Ladies FC frá Kýpur, Hibernians FC frá Möltu og Klaksvíkar ĺtrottarfelag frá Færeyjum. Stjarnan hefur leik gegn Hibernians frá Möltu en riðillinn verður leikinn á Kýpur næstu daga.

Lesa meira
 

U17 karla - Sigur á Dönum og 3. sætið staðreynd - 9.8.2015

Ísland vann Dani á Opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag, sunnudag, en leikurinn endaði í vítakeppni þar sem Ísland hafði betur. Leikurinn var sjálfur hinn fjörugasti og átti íslenska liðið góð færi í leiknum án þess þó að ná að skora.

Lesa meira
 
ÍA

Úrskurður í máli Víkings gegn ÍA - 7.8.2015

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál nr. 3/2015, Víkingi gegn ÍA.  Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði í leik 2. flokks karla og úrskurðaði  Aga- og úrskurðarnefnd  kæranda í hag. Lesa meira
 

U17 karla - Sigur á Færeyjum - 7.8.2015

Íslenska U17 ára landslið karla vann í dag, föstudag, 2-0 sigur á Færeyjum á Opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Ísland skoraði tvívegis í seinni hálfleik en Arnór Sigurðsson kom Íslandi yfir á 46. mínútu leiksins en það var Birgir Finnsson sem skoraði seinna marki á 48. mínútu og endaði leikurinn 2-0.

Lesa meira
 
KSÍ-skírteini

Ísland - Kasakstan: Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 6.8.2015

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Kasakstan í undankeppni EM A landsliða karla, fimmtudaginn 13. ágúst frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast.  Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 

Miðasala á Ísland – Kasakstan hefst þriðjudaginn 11. ágúst kl. 12:00 - 6.8.2015

Sunnudaginn 6. september tekur Ísland á móti Kasakstan í undankeppni EM A landsliða karla 2016 á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst kl. 12:00 á hádegi, þriðjudaginn 11. ágúst, og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Lesa meira
 

Sekt vegna framkomu stuðningsmanna - 6.8.2015

Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 4. ágúst síðastliðinn voru knattspyrnudeildir Kormáks og Hvatar sektaðar um samtals 150.000 krónur vegna framkomu stuðningsmanns félagsins á leik Kormáks/Hvatar og KB í 4. deild karla D riðli sem fram fór 17. júlí síðastliðinn.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Valur-Stjarnan verður á Laugardalsvelli - 6.8.2015

Ákveðið hefur verið að leikur Vals og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, sem fram fer í kvöld, fimmtudagskvöld, verði leikinn á Laugardalsvelli.  Til stóð að leika á leik á gamla keppnivelli Vals að Hlíðarenda, en síðdegis á miðvikudag kom í ljós að vegna aðstæðna þar þyrfti að færa leikinn.

Lesa meira
 

A-landslið karla niður um eitt sæti á heimslista FIFA - 6.8.2015

A-landslið karla féll um eitt sæti á heimslista FIFA sem var birtur í dag, fimmtudag. Landsliðið er í 24. sæti listans en það hefur þó ekki leikið síðan seinasti listi var birtur. Albanir fara upp fyrir Ísland á listanum en íslenska liðið er áfram efst Norðurlandaþjóðanna en Danir eru í 25. sæti.

Lesa meira
 

U17 karla - Sigur á Bandaríkjunum - 5.8.2015

U17 ára landslið karla vann 2-0 sigur á Bandaríkjunum á Opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Fyrra markið kom beint úr hornspyrnu en dómari leiksins taldi að boltinn hafi komið við leikmann Bandaríkjanna og var markið því skráð sem sjálfsmark.

Lesa meira
 

Yfirþjálfari og knattspyrnuþjálfarar óskast hjá ÍR - 5.8.2015

Knattspyrnudeild ÍR leitar að metnaðarfullum yfirþjálfara og þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins.  Um 250 börn iðka knattspyrnu hjá ÍR og félagið leitar eftir metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir til að byggja upp starfsemi deildarinnar til framtíðar.  Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun barna og unglinga og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ.

Lesa meira
 

Helgi og Þórður dæma á Opna NM U17 karla í Svíþjóð - 5.8.2015

Norðurlandamót U17 landsliða karla fer fram í Svíþjóð dagana 4.-9. ágúst. Íslenska U17 landsliðið spilar auðvitað þar, en það eru ekki eingöngu íslenskir leikmenn sem taka þátt í NM í ár, heldur munu þeir Helgi Mikael Jónasson og Þórður Arnar Árnason starfa við dómgæslu - Helgi sem dómari og Þórður sem aðstoðardómari.

Lesa meira
 

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur á Laugarvatni 14. - 16. ágúst | UPPFÆRT - 5.8.2015

Úrtökumót KSÍ árið 2015 fyrir stúlkur verður haldið á Laugarvatni, dagana 14. - 16. ágúst. Umsjón með mótinu hefur Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna.

Lesa meira
 

U17 karla - Liðið sem mætir Bandaríkjunum - 5.8.2015

U17 landslið karla mætir Bandaríkjunum í dag, miðvikudag, og hefst leikurinn klukkan 16:00 að íslenskum tíma eða 18:00 að sænskum tíma. Byrjunarliðið er klárt og er það svona:

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Þriggja marka sigur Svía á Opna NM - 4.8.2015

U17 landslið karla tapaði með þremur mörkum gegn engu þegar liðið mætti Svíþjóð í fyrsta leik á Opna Norðurlandamótinu í dag, þriðjudag.  Svíar eru ríkjandi Norðurlandameistarar og mótið í ár fer einmitt fram þar í landi, nánar tiltekið í Värmland. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Dagskrá bikarúrslitaráðstefnu KÞÍ 2015 - 4.8.2015

KÞÍ í samstarfi við KSÍ kynnir glæsilega bikarúrslitaráðstefnu sem haldin verður í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla, laugardaginn 15. ágúst. Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru yfirþjálfari yngri flokka hjá AZ Alkmaar og yfirmaður fræðslumála hjá ensku úrvalsdeildinni.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla mætir Svíum í fyrsta leik á Opna NM - 4.8.2015

U17 landslið karla hefur leik á Opna Norðurlandamótinu í dag, en leikið er í Svíþjóð.  Mótherjarnir eru heimamenn, sem eru ríkjandi meistarar, og hefst leikurinn kl. 14:30 að íslenskum tíma.  Byrjunarliðið hefur verið opinberað og má sjá það með því að smella hér að neðan.  Lesa meira
 

Fyrrum dómarar á faraldsfæti í eftirliti - 3.8.2015

Íslenskir dómarar hafa verið á faraldsfæti að dæma leiki í Evrópudeildinni en dómararnir hafa fengið mörg verkefni að undanförnu. Það eru samt ekki bara dómarar sem eru á faraldsfæti en fyrrum dómarar eru einnig í hlutverki eftirlitsmanna á leikjum Evrópudeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu.

Lesa meira
 

Valur færir leiki á Laugardalsvöll - 30.7.2015

Valur hefur fært leiki af Vodafone-vellinum á Laugardalsvöllinn en framkvæmdir standa yfir á Vodafone-vellinum þar sem skipt verður um gras og gervigras sett í staðinn.

Lesa meira
 

KR og Valur mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla - 30.7.2015

KR og Valur leika í úrslitaleik Borgunarbikarsins en leikið verður til úrslita á Laugardalsvelli þann 15. ágúst. KR vann ÍBV í undanúrslitum 4-1 og Valur komst áfram eftir að vinna KA í vítaspyrnukeppni.

Lesa meira
 

Félagaskiptaglugginn lokar föstudaginn 31. júlí - 28.7.2015

Föstudagurinn 31. júlí, er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, föstudaginn 31. júlí.

Lesa meira
 

Undanúrslitin í Borgunarbikar karla í vikunni - Leikskrá - 27.7.2015

Það er leikið í undanúrslitun Borgunarbikars karla í vikunni. Fyrri leikurinn fer fram á Akureyrarvelli þar sem KA og Valur mætast en seinni leikurinn er á Alvogen-vellinum í Vesturbæ þar sem ríkjandi bikarmeistarar KR mæta ÍBV.

Lesa meira
 

Ísland hefur leik í Úkraínu í undankeppni HM - 26.7.2015

Það er ljóst hvernig leikjaplan Íslands er fyrir undankeppni HM en dregið var í gær, laugardag. Íslenska landsliðið hefur leik gegn Úkraínu á útivelli þann 5. september 2016 en á svo tvo heimaleiki við Finnland og Tyrkland.

Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Selfoss og Stjarnan leika til úrslita í Borgunarbikar kvenna - 25.7.2015

Selfoss og Stjarnan mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna en Selfoss sigraði Val 3-2 á Selfossi og Stjarnan lagði Fylki 2-1 á Fylkisvelli. Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari og hefur titil að verja en Selfoss laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í úrslitaleiknum á seinasta ári.

Lesa meira
 

Heimir Hallgrímsson: Þetta hefði getað verið verra - 25.7.2015

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var sæmilega brattur þegar rætt var við hann eftir dráttinn á HM í dag þar sem Ísland lenti með Króatíu, Úkraínu, Tyrklandi og Finnlandi í 5 liða riðli. Heimir segir riðilinn sterkan en Ísland hafi sýnt það í undankeppni EM að íslenska liðið getur veitt hvaða liði sem er verðuga mótspyrnu.

Lesa meira
 

Ísland í I-riðli í undankeppni HM - 25.7.2015

Dregið var í undankeppni HM karla í Rússlandi í dag. Ísland dróst með Úkraínu, Tyrklandi, Finnlandi og Króatíu en Ísland dróst í 5 liða riðil. Ísland var í potti 2 í drættinum og var því næst efsta styrkleikaflokki.

Lesa meira
 
Stjarnan

Úrskurður á máli Víkings gegn Stjörnunni/Skínanda - 24.7.2015

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál nr. 2/2015, Víkingi gegn Stjörnunni/Skínanda.  Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglegum leikmanni í leik 2. flokks karla og úrskurðaði  Aga- og úrskurðarnefnd  kæranda í hag. Lesa meira
 

Undanúrslit í Borgunarbikar kvenna um helgina - Leikskrá - 24.7.2015

Það er leikið í undanúrslitum í Borgunarbikar kvenna um helgina. Í kvöld, föstudag, leika Fylkir og Stjarnan á Fylkisvelli en leikurinn hefst klukkan 19:15. Á morgun leika svo Selfoss og Valur á JÁVERK-vellinum á Selfossi en leikurinn hefst klukkan 14:00.

Lesa meira
 

KR og FH úr leik í Evrópudeildinni - 24.7.2015

KR og FH eru úr leik í Evrópudeildinni. KR tapaði 3-0 gegn Rosenborg í Þrándheimi en Rosenborg skoraði mjög snemma í leiknum og áttu KR-ingar í mestu vandræðum á erfiðum útivelli.

Lesa meira
 

Enskir gestadómarar á Íslandi - 23.7.2015

Á landinu eru staddir enskir dómarar sem munu dæma leiki í 1. deildinni á næstunni. Íslenskir dómarar fara reglulega og dæma leiki í erlendum deildum og fáum við að sama skapi góða gesti sem dæma hér á Íslandi.

Lesa meira
 

Dregið í undankeppni HM 2018 á laugardag - 23.7.2015

Dregið verður í riðla í undankeppni HM 2018 karla á laugardaginn, 25. júlí. Ísland verður í potti 2 í drættinum. Drátturinn mun fara fram í St Pétursborg í Rússlandi en lokakeppni HM fer einmitt fram í landinu árið 2018.

Lesa meira
 

Stjarnan úr leik í Meistaradeild Evrópu - 22.7.2015

Stjarnan er úr leik í Meistaradeild Evrópu en liðið tapaði 1-4 á heimavelli. Ólafur Karl Finsen kom Stjörnunni yfir á 6. mínútu með fallegu marki en Celtic jafnaði metin stuttu seinna og eftir það var eftirleikurinn erfiður Stjörnunni.

Lesa meira
 

Fanndís best í umferðum 1-9 í Pepsi-deildinni - 22.7.2015

Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, var útnefnd besti leikmaður umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna en Blikar eiga alls 6 fulltrúa í liðinu. Gengi Breiðabliks hefur verið gott á leiktíðinni en liðið hefur ekki tapað leik og er á toppi deildarinnar.

Lesa meira
 

Íslensk lið í eldlínunni í Evrópu í vikunni - 22.7.2015

Stjarnan, KR og FH leika öll í Evrópukeppni í vikunni. Stjarnan fær Celtic í heimsókn í kvöld, miðvikudag, í Meistaradeild Evróp en FH og KR leika úti á morgun, fimmtudag í Evrópudeildinni.

Lesa meira
 

Breyting á leiktíma í Pepsi-deild karla - 20.7.2015

Breyting hefur verið gerð á leik KR og Breiðabliks í Pepsi-deild karla. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá leiknum og hefur hann því verið færður.

Lesa meira
 

Breytingar vegna Íslandsmóts eldri flokks í +30 og +40 - 20.7.2015

Í vor var ákveðið að gera breytingar á fyrirkomulagi Íslandsmóts eldri flokks í +30 og +40. Breytingarnar felast í því að leikið verður frá ágúst fram í nóvember.

Lesa meira
 

EM 2016 - Hvað gerist næst vegna miðakaupa á lokakeppnina? - 20.7.2015

Það styttist í lokakeppni EM 2016 sem haldin verður í Frakklandi. Í vor gafst fólki kostur á að sækja um miða á lokakeppnina í gegnum vef mótsins en síðan verður dregið úr umsóknum. Drátturinn fer fram í ágúst þrátt fyrir að ekki sé dregið í riðla mótsins fyrr en í desember.

Lesa meira
 

Breyting á leiktíma í Borgunarbikar kvenna - 20.7.2015

Leik Fylkis og Stjörnunnar í Borgunarbikar kvenna hefur verið færður. Hann verður leikinn föstudaginn 24. júlí klukkan 19:15.

Lesa meira
 

U17 karla - Hópurinn sem leikur á Norðurlandamótinu - 20.7.2015

Meðfylgjandi er U17 landsliðshópur Íslands sem leikur á Norðurlandamótinu í ár og verður haldið í Svíþjóð í byrjun ágúst.

Lesa meira
 

Völsungur leitar að yfirþjálfara yngri flokka í knattspyrnu - 20.7.2015

Barna- og unglingaráð stefnir á að ráða yfirþjálfara yngri flokka í knattspyrnu með haustinu. Völsungur rekur öflugt yngri flokka starf og er því um mjög spennandi starf að ræða.

Lesa meira
 

Stjarnan tapaði í Skotlandi - 15.7.2015

Stjarnan tapaði fyrri leik sínum við Glasgow Celtic í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Celtic stjórnaði leiknum nánast frá upphafi til enda og hefði getað unnið stærri sigur en Gunnar Nielsen markmaður Stjörnunnar varði vítaspyrnu í stöðunni 2-0.

Lesa meira
 

Góð aðsókn eftir fyrstu 11 umferðirnar í Pepsi-deild karla - 15.7.2015

Aðsóknin á leiki í Pepsi-deild karla hefur verið mjög góð þar sem af er keppnistímabilinu og er sú besta, eftir 11 umferðir, síðan að hafið var að leika í 12 liða deild.  Alls hafa 83.532 áhorfendur mætt á leikina 66 í sumar en þetta gerir 1266 áhorfendur að meðaltali á leik.  Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar miðvikudaginn 15. júlí - 14.7.2015

Miðvikudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka. Lesa meira
 

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ, 15. ágúst 2015 - 14.7.2015

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands mun halda ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla, laugardaginn 15. ágúst, í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir leik Ferencvárosi og FK Željezničar - 14.7.2015

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma í Evrópudeildinni á fimmtudag en hann dæmir leik Ferencvárosi TC frá Ungverjalandi og FK Željezničar frá Bosníu.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland leikur við Slóvakíu í september - 13.7.2015

A-landslið kvenna mun leika vináttuleik við Slóvakíu þann 17. september. Leikurinn er hluti af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem hefst í haust.

Lesa meira
 

KR og FH leika í Evrópukeppninni - 13.7.2015

KR og FH verða í eldlínunni á heimavelli í kvöld, fimmtudag, en liðin leika bæði liðin í Evrópudeildinni. KR tekur á móti Rosenborg en FH fær Inter Baku í heimsókn.

Lesa meira
 

Magni frá Grenivík 100 ára - 13.7.2015

Íþróttafélagið Magni frá Grenivík er 100 ára en félagið var stofnað þann 10. júlí árið 1915. Félagið mun halda formlega upp á afmælið helgina 14.-16. ágúst á Grenivíkurgleði.

Lesa meira
 

50 ár frá fyrsta unglingalandsleiknum - 10.7.2015

Þann 22. júlí næstkomandi eru tímamót í sögu íslenskra knattspyrnulandsliða.  Þann dag eru liðin 50 ár frá fyrsta unglingalandsleik Íslands, en 22. júlí árið 1965 lék unglingalandslið karla gegn Dönum í Halmstad í Svíþjóð.  Til þess að minnast tímamótanna mun KSÍ bjóða leikmönnunum og fararstjórum liðsins til sérstakrar móttöku á Laugardalsvelli fyrir leik A landsliðs karla gegn Kasakstan þann 6. september næstkomandi.

Lesa meira
 

A landslið kvenna upp um tvö sæti á FIFA-listanum - 10.7.2015

A landslið kvenna hækkar um tvö sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA.  Íslenska liðið, sem situr nú í 18. sæti listans, lék einn leik frá því síðasti listi var gefinn út, en það var sigurleikur gegn Hollandi í Kórnum í apríl. Nýkrýndir heimsmeistarar Bandaríkjanna eru í efsta sæti.

Lesa meira
 

KR og FH áfram í Evrópudeildinni - Víkingur úr leik - 9.7.2015

KR og FH tryggðu sér í kvöld áframhaldandi þátttöku í Evrópudeildinni en KR vann 2-1 sigur á Cork í Frostaskjóli og samanlagt 3-2. FH-ingar unnu SJK frá Finnlandi 1-0 og samanlagt 2-0.

Lesa meira
 
UEFA

Íslenskir fulltrúar í nefndum UEFA 2015-2019 - 9.7.2015

UEFA hefur staðfest nefndaskipan fyrir árin 2015-2019 og sem fyrr eru íslenskir fulltrúar á lykilsviðum.  Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hafa verið skipuð í nefndir UEFA næstu fjögur árin. Lesa meira
 

Ósóttar miðapantanir á Holland-Ísland - 9.7.2015

Vegna ósóttra miða á leikinn Holland-Ísland í undankeppni EM 2016 er minnt á að þau sem keyptu miða á á midi.is geta komið og sótt miðana á skrifstofu KSÍ, milli kl. 9:00-16:00 virka daga til 10. júlí. Dagana 13.-17. júlí verða þeir afhentir kl. 09:00-12:00 og 13:00-16:00.  Lesa meira
 

A landslið karla í 23. sæti á FIFA listanum - 9.7.2015

A landslið karla er í sinni hæstu stöðu á styrkleikalista FIFA frá því mælingar hófust.  Á nýútgefnum lista er Ísland í 23. sæti af öllum aðildarþjóðum FIFA og ef einungis Evrópuþjóðir eru teknar með í reikninginn er Ísland númer 16 í röðinni og jafnframt efst Norðurlandaþjóða. Lesa meira
 

Undanúrslitaleikirnir í Borgunarbikarnum 2015 - 7.7.2015

Dregið var í undanúrslit Borgunarbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag, þriðjudag.  Í kvennaflokki mætast Fylkir og Stjarnan annars vegar, en Selfoss og Valur eða Fylkir hins vegar.  Karlamegin mætast KR og ÍBV í Frostaskjóli, en KA og Valur á Akureyrarvelli. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Seinni leikirnir í Evrópudeildinni á fimmtudag - 6.7.2015

Seinni leikirnir í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA fara fram á fimmtudag.  Þar verða þrjú íslenska félagslið í eldlínunni, tvö þeirra á heimavelli og eitt á útivelli.  Víkingur R. mætir FC Koper frá Slóveníu ytra, á meðan KR og FH leika á sínum heimavöllum - KR gegn írska liðinu Cork City FC og FH gegn SJK frá Finnlandi. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tímasetningum tveggja leikja í 12. umferð breytt - 6.7.2015

Tímasetningum tveggja leikja í 12. umferð Pepsi-deildar karla hefur verið breytt, þar sem þeir verða í beinni sjónvarpsútsendingu Stöðvar 2 Sports.  Þetta eru leikirnir FH-KR þann 19. júlí og Leiknir-Valur þann 20. júlí. Lesa meira
 

757 áhorfendur mættu á úrslitaleikinn - 6.7.2015

Um liðna helgi lauk úrslitakeppni EM U17 kvenna, en eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um fór keppnin fram hér á landi.  Framkvæmd mótsins tókst í alla staði vel og er óhætt að segja að fjöldi áhorfenda á leikjum mótsins hafi verið framar vonum.  Flestir áhorfendur mættu á viðureign Spánar og Frakklands í undanúrslitum, eða 807.

Lesa meira
 

Dregið í undanúrslitin á þriðjudag - 6.7.2015

Það verður dregið í undanúrslitin í Borgunarbikarkeppnum karla og kvenna í hádeginu á þriðjudag.  Nú þegar liggur fyrir hvaða þrjú lið verða í drættinum í báðum keppnum.  Einn leikur í Borgunarbikar karla fer fram í kvöld, mánudagskvöld, og einn leikur í Borgunarbikar kvenna verður leikinn 11. júlí. Lesa meira
 
U17 landslið karla

29 leikmenn frá 14 félögum boðaðir á úrtaksæfingar U17 karla - 6.7.2015

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram við Kórinn í Kópavogi dagana 11. og 12. júlí næstkomandi.  Halldór Björnsson, þjálfari U17 karla, hefur boðað 29 leikmenn til æfinga og koma þeir frá 14 félögum. Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á höfuðborgarsvæðinu - 5.7.2015

Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingar fyrir stelpur á höfuðborgarsvæðinu fæddar 2001 og 2002.

Æfingarnar verða í Laugardal. Miðvikudaginn 8.júlí mæta leikmenn frá: Fjölni, Fram, Fylki, Gróttu, KR, Val, Víkingi og Þrótti.

Lesa meira
 

Spánn Evrópumeistari U17 kvenna - 4.7.2015

Spánn vann í dag Sviss í úrslitaleik í lokamóti U17 kvenna en leikurinn endaði með 5-2 sigri spænska liðsins. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur eins og tölurnar gefa til kynna en svo fór að það var Spánn sem lyfti bikarnum í leikslok.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 lið kvenna hafnaði í sjöunda sæti á Opna NM - 4.7.2015

U17 landslið kvenna lék í dag, laugardag, um 7.-8. sætið á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Danmörku.  Leikið var gegn Englendingum og hófst hann kl. 08:30 að íslenskum tíma.  Skemmst er frá því að segja að Ísland vann 1-0 sigur og hafnaði því í sjöunda sæti á mótinu.

Lesa meira
 

Fjölmennum á úrslitaleik U17 kvenna - 3.7.2015

Úrslitaleikur í lokakeppni EM U17 kvenna fer fram á Valsvelli laugardaginn 4. júlí og verður blásið til leiks klukkan 16:00. Það verður frábær dagskrá fyrir leikinn og svo kemur í ljós hvort það verða Spánverjar eða Svisslendingar sem lyfta bikarnum í leikslok.

Lesa meira
 

U17 - Tap gegn Þýskalandi í baráttuleik - 3.7.2015

Íslenska U17 ára lið kvenna tapaði 2-1 gegn Þýskalandi í seinasta leik riðilsins á Opna Norðurlandamóti kvenna sem fram fer í Danmörku.

Lesa meira
 

Sigur, jafntefli og tap í Evrópudeildinni - 3.7.2015

Íslensku liðin sem taka þátt í Evrópudeildinni léku öll í gær, fimmtudag. FH-ingar léku gegn SJK frá Finnlandi en FH vann 1-0 sigur í leiknum með marki frá Steven Lennon. KR-ingar léku í Írlandi gegn Cork og eftir að lenda undir í leiknum náði Óskar Örn Hauksson að jafna metin en lokatölur urðu 1-1.

Lesa meira
 

Varaforseti UEFA afhendir verðlaunin á laugardag - 2.7.2015

Í tengslum við úrslitakeppni EM U17 kvenna hafa komið til landsins fjölmargir gestir Á úrslitaleiknum verður sérstakur gestur 

Michael van Praag, einn af varaforsetum UEFA, sem mun m.a. afhenda verðlaunin til leikmanna að loknum úrslitaleiknum á laugardag.

Lesa meira
 

U17 - Sviss mætir Spáni í úrslitaleiknum - 1.7.2015

Sviss leikur við Spán í úrslitaleik U17 kvenna en svissneska liðið vann 1-0 sigur á Þýskalandi í undanúrslitum. Sviss vann 1-0 sigur á Þýskalandi í undanúrslitum í spennandi leik.

Lesa meira
 

Evrópudeildin – Víkingar byrja heima gegn FC Koper - 1.7.2015

Íslensku liðin sem tryggðu sér sæti í Evrópukeppnum eru að hefja leik næstu daga en einn leikur er á Íslandi í þessari viku. Víkingar taka á móti FC Koper frá Slóveníu en leikurinn fer fram á Víkingsvelli á fimmtudaginn, 2. júlí, klukkan 19:15.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn um helgina - 1.7.2015

Það er keppt í Borgunarbikar karla og kvenna á fimmtudag og um helgina. Um er að ræða leiki í 8-liða úrslitum en þrír leikir eru í kvennaflokki og fjórir leikir í karlaflokki. Einn leikur er svo þann 11. júlí en það er viðureign Vals og KR í kvennaflokki.

Lesa meira
 
Fjölnir

Úrskurður í máli Fjölnis gegn HK/Víkingi - 1.7.2015

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál nr. 1/2015, Fjölnir gegn HK/Víkingi.  Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglegum leikmanni í leik 2. flokks kvenna þann 21. júní.  Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði kæranda í hag.

Lesa meira
 

U17 - Spánn í úrslitin eftir vítakeppni - 1.7.2015

Spánn tryggði sér sæti í úrslitaleik EM U17 kvenna með sigri á Frökkum en leikurinn endaði í vítakeppni. Spánn vann samanlagt 5-4 eftir vítakeppnina og mætir því Sviss eða Þýskalandi í úrslitaleiknum.

Lesa meira
 

U17 - Tap gegn Noregi - 1.7.2015

Íslenska U17 lið kvenna sem leikur á Opna Norðurlandamótinu í Danmörku varð að sætta sig við 1-0 tap gegn Noregi. Leikurinn var jafn heilt yfir en norsku stelpurnar skoruðu markið sem skildi að lokum liðin að.

Lesa meira
 

Íslenskir dómarar í Evrópudeildinni - 30.6.2015

Íslenskir dómarar eru að fá úthlutuð verkefni í Evrópu um þessar mundir en Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildin eru að fara af stað.

Lesa meira
 

Opna NM U17- Tap gegn Svíum í fyrsta leik - 30.6.2015

Fyrsti leikur Íslands u-17 ára landsliðsins kvenna á Norðurlandamótinu fer fór fram í gær, mánudag. Ísland tók þá á móti sænsku stelpunum.

Lesa meira
 

Glatt á hjalla þegar liðin á U17 skemmtu sér saman - 29.6.2015

Það var glatt á hjalla þegar leikmann allra liða á U17 hittust og áttu góða kvöldstund saman. Hérna eru myndir frá kvöldinu þar sem Jón Ragnar Jónson, fótboltamaður með meiru, átti stórleik.

Lesa meira
 

U17 - Ísland leikur við Svíþjóð á NM - 29.6.2015

U17 ára landslið kvenna lék seinasta leik sinn lokamóti U17 í gær, sunnudag. Það eru samt annað U17 kvennalið í eldlínunni en það tekur þátt á Norðurlandamóti sem hefst í dag í Danmörku. Íslenska liðið leikur við Svía í dag en liðið leikur svo við Noreg og Þýskaland en þessi lið erum með Íslandi í riðli B.

Lesa meira
 

U17 - Spánn og Þýskaland í undanúrslitin - 28.6.2015

Þjóðverjar unnu öruggan sigur á Englendingum í kvöld þegar liðin mættust í úrslitakeppni U17 kvenna á Fylkisvelli. Lokatölur urðu 5 – 0 fyrir Þýskaland eftir að þeir höfðu tveggja marka forystu í leikhléi. Með sigrinum tryggði þýska liðið sér sæti í undanúrslitum þar sem Sviss verður mótherjinn.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 - Sviss tryggði sér efsta sætið í B-riðli - 28.6.2015

Það verða Sviss og Frakkland sem fara í undanúrslit úrslitakeppni U17 kvenna úr B-riðli en þetta varð ljóst eftir leiki dagsins.  Sviss gerði sér lítið fyrir og skaust í efsta sætið með því að leggja Frakka að velli en Frakkar höfðu þegar tryggt sér sæti undanúrslitum.  Norðmenn, sem lögðu Íra með tveimur mörkum gegn engu, sitja eftir. Lesa meira
 

U17 - Frakkland og Sviss í undanúrslitin - 28.6.2015

Það er ljóst að Frakkland og Sviss leika í undanúrslitum á lokamóti U17 kvenna. Sviss vann Frakkland 2-1 á meðan Noregur vann Írland 2-0 og Sviss vinnur því B-riðilinn með 7 stig en Frakkar koma næst með 6 stig.

Lesa meira
 

U17 - Ísland leikur við Spán á Kópavogsvelli - 28.6.2015

Það er seinasti leikdagurinn í dag í lokamóti U17 kvenna sem fram fer á Íslandi. Á miðvikudaginn eru undanúrslit og það skýrist því hvaða lið leika í undanúrslitum en eitt lið, Frakkland, hefur þegar tryggt sér sæti þar.

Lesa meira
 

Þorvaldur dæmir leik Crusaders og Levadia Tallin í Meistaradeildinni - 27.6.2015

Íslenskir dómarar dæma leik Crusaders FC (Norður Írland) og FC Levadia Tallinn (Eistland) í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fram fram þann 30. júní.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir Austurland - 27.6.2015

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Austurland verður á Egilsstöðum þriðjudaginn 30. júní og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Færeyskur dómari að störfum næstu daga - 26.6.2015

Færeyski dómarinn, Eiler Rasmussen, verður við störf hér á landi næstu dag og dæmir hér 2 leiki.  Hann dæmir leik KV og Njarðvíkur í 2. deild karla í kvöld, föstudaginn 26. júní og á sunnudaginn dæmir hann leik Fjölnis og FH í Pepsi-deild karla. Lesa meira
 

Miðar á Holland - Ísland tilbúnir til afhendingar - 26.6.2015

Þeir sem keyptu miða á Holland – Ísland inn á www.midi.is geta komið og sótt miðana sína á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli, milli kl. 8:00-16:00 virka daga til 10. júlí. Viðkomandi þarf að framvísa staðfestingu á miðakaupum.

Lesa meira
 

U17 - Frakkar með fullt hús - 25.6.2015

Frakkar unnu sigur á Norðmönnum í úrslitakeppni EM U17 kvenna en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Frakka og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Frakkar hafa því tryggt sér sæti í undanúrslitum en Sviss og Noregur berjast um hitt undanúrslitasætið úr B-riðli Lesa meira
 

U17 - Englendingar höfðu betur á Akranesi - 25.6.2015

Íslensku stelpurnar í U17 léku í kvöld annan leik sinn í úrslitakeppni EM U17 kvenna.  Leikið var gegn Englandi á Akranesi og höfðu gestirnir betur, 1 - 3. Annað tap Íslands á mótinu og ljóst að liðið kemst ekki í undanúrslitin að þessu sinni.  Baráttan er hinsvegar hörð í A-riðli en England og Spánn hafa fjögur stig en Þýskaland er með þrjú.

Lesa meira
 

U17 - Spænskur stórsigur - 25.6.2015

Tveir leikir fóru fram í dag í úrslitakeppni U17 kvenna en leikið var á Akranesvelli og Laugardalsvelli.  Spánverjar unnu nokkuð óvæntan stórsigur á Þjóðverjum, 4 - 0 en á Laugardalsvelli dugði eitt mark Sviss  til að leggja Íra.

Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Kvennalið Stjörnunnar til Kýpur í Meistaradeildinni - 25.6.2015

Kvennalið Stjörnunnar fer til Kýpur í Meistaradeildinni þar sem undanriðill fer fram þann 11-16. ágúst næstkomandi. Stjarnan er með Apollon Limassol frá Kýpur, KÍ Klaksvík frá Færeyjum og Hibernians frá Möltu í riðli.

Lesa meira
 

U17 - Ísland mætir Englandi á Akranesi - 25.6.2015

Það er leikdagur á lokamóti U17. Fjórir skemmtilegir leikir í boði. Í dag, fimmtudag, er spilað á Akranesvelli og Laugardalsvelli en leikirnir sem áttu að fara fram á Víkingsvelli voru færðir á Laugardalsvöll vegna vallaraðstæðna.

Lesa meira
 

Dreifimiði með öllum leikjum mótsins - 24.6.2015

Lokamót U17 kvenna heldur áfram á morgun en leikirnir sem áttu að fara fram á Víkingsvelli hafa verið færðir á Laugardalsvöll vegna vallaraðstæðna.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Tveimur leikjum á EM U17 kvenna breytt - 23.6.2015

Vegna vallaraðstæðna á Víkingsvelli hefur verið ákveðið að færa þá tvo leiki í úrslitakeppni EM U17 kvenna sem þar áttu að fara fram, og hafa þeir leikir nú verið settir á Laugardalsvöll.  Um er að ræða tvo leiki í B-riðli fimmtudaginn 25. júní. Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Staðfestir leiktímar í Borgunarbikar karla og kvenna - 23.6.2015

Það er búið að gefa út leiktíma í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna. 8-liða úrslit karla fara fram 4. - 6. júlí en 8-liða úrslit kvenna fara fram 2. - 11. júlí.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Velkomin til Íslands - 23.6.2015

Kæru vinir.  Fyrir hönd KSÍ er það mér sönn ánægja að bjóða alla gesti hjartanlega velkomin til okkar lands til að taka þátt í úrslitakeppni EM U17 landsliðs kvenna.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Jafnt hjá Noregi og Sviss - 22.6.2015

Noregur og Sviss gerðu 2 - 2 jafntefli í kvöld í seinni leik B riðils úrslitakeppni U17 kvenna en leikið var á Kópavogsvelli.  Næstu leikir riðilsins fara fram á Víkingsvelli á fimmtudaginn en þá mætast Írland og Sviss kl. 13:00 en Frakkland og Noregur kl. 17:00.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Öruggur sigur Þjóðverja á Íslendingum - 22.6.2015

Þýskaland lagði Ísland að velli í fyrstu umferð úrslitakeppni EM U17 kvenna en leikið var í Grindavík í kvöld.  Lokatölur urðu 0 - 5 eftir að staðan hafði verið 0 -2 í leikhléi.  Ísland mætir Englandi á Akranesi á fimmtudaginn kl. 19:00 og fyrr um daginn, eða kl. 13:00, mætast Þýskaland og Spánn einnig á Akranesi.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Áhorfendur hjálpa Símanum að styrkja fatlað knattspyrnufólk - 22.6.2015

Síminn er einn af samstarfsaðilum KSÍ og UEFA vegna EM U17 kvenna og mun Síminn styrkja ÍF og Special Olympics um ákveðna upphæð á hvern áhorfenda sem mætir á leiki í mótinu.  Fólk er því hvatt til þess að standa saman að því að vel verði mætt á leikina, styðja við liðin sem leika og um leið hjálpa Símanum að styrkja gott verkefni.

Lesa meira
 
Stjarnan Íslandsmeistarar 2014

Stjarnan mætir Celtic í Meistaradeildinni - 22.6.2015

Það er búið að draga í Meistaradeild Evrópu og dróst Stjarnan á móti skoska liðinu Glasgow Celtic. Celtic mætti einmitt KR á seinasta ári í Meistaradeildinni en tapaði 5-0 samanlagt.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Frakkar lögðu Íra - 22.6.2015

Úrslitakeppni EM U17 kvenna hófst í dag með tveimur leikjum sem hófust báðir kl 13:00.  Á Kópavogsvelli lögðu Frakka Íra með einu marki gegn engu.  Í Grindavík mættust England og Spánn og lauk leiknum með jafntefli, 1 - 1.

Lesa meira
 

Skemmtileg dagskrá fyrir leiki U17 kvenna! - 20.6.2015

Úrslitakeppni Evrópumóts U17 kvenna hefst á Íslandi á mánudaginn, 22. júní, en leikið er í Reykjavík, Kópavogi Grindavík, og Akranesi. Á mótinu leika efnilegustu knattspyrnukonur Evrópu og má því búast við spennandi og skemmtilegu móti.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Bikarmeistararnir mæta FH - 19.6.2015

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum Borgunbikars karla en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ.  Það eru spennandi viðureignir framundan en bikarmeistarar KR taka á móti FH í Vesturbænum.  Leikdagar eru sunnudagurinn 6. og mánudagurinn 7. júlí.

Lesa meira
 

Lið Íslands sem leikur á Norðurlandamóti U17 kvenna - 18.6.2015

Úlfar Hinriksson hefur valið hóp leikmanna til að taka þátt í Norðurlandamóti U17 kvenna sem fram fer í Kolding í Danmörku, 28. júní – 5. júlí. Hópurinn kemur saman til æfinga laugardaginn 27. júní og verður staðsetning og tímasetning tilkynnt síðar.

Lesa meira
 

Upphitun fyrir leiki í EM U17 kvenna - 18.6.2015

Undankeppni EM U17 kvenna hefst á mánudag og eru leikstaðirnir þennan fyrsta leikdag Kópavogsvöllur og Grindavíkurvöllur. Fyrir hvern einasta leik í mótinu verður boðið upp á knattþrautir, hoppukastala, grillaðar pylsur og fleira skemmtilegt. Lesa meira
 
Ísland - Holland 2014

Tilkynning:  Afhendingu miða á Holland-Ísland seinkar - 18.6.2015

Kaupendur miða á Holland-Ísland í undankeppni EM A landsliða karla 2016 athugið: Afhendingu miða, sem átti að hefjast í dag, seinkar.  Miðarnir eru ekki komnir í hús, eru á leiðinni, og vonandi verður allt tilbúið í næstu viku.  Fylgist með hér á síðunni.

Lesa meira
 

Sumarfjarnám ÍSÍ - 16.6.2015

Sumarfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 29. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi.

Lesa meira
 

16-liða úrslit Borgunarbikars karla á fimmtudag - 16.6.2015

Á fimmtudag fara fram allir átta leikirnir í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla.  Þróttur R. og ÍBV mætast á Laugardalsvellinum kl. 17:30 og í Fjarðabyggðarhöllinni mætast heimamenn og Valsmenn kl. 18:00.  Sex leikir hefjast svo kl. 19:15, þar á meðal viðureign Breiðabliks og KA, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

EM U17 kvenna hefst á mánudag - 16.6.2015

Eins og kynnt hefur verið fer úrslitakeppni EM U17 kvenna fram hér á landi dagana 22. júní til 4. júlí.  Knattspyrnuáhugafólki gefst þarna tækifæri til að sjá efnilegustu knattspyrnukonur álfunnar leika listir sínar. Aðgangur að öllum leikjum er ókeypis.  

Lesa meira
 

U17 ára lið kvenna sem leikur á EM - 15.6.2015

Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna hefur valið 18 leikmenn til að spila fyrir Íslands hönd í úrslitakeppni EM sem fram fer á íslandi 22. Júní – 4. Júlí.

Lesa meira
 

Frábær sigur á Tékkum - 12.6.2015

Ísland vann í kvöld frábæran 2-1 sigur á Tékkum í undankeppni EM. Leikurinn var uppgjör efstu liðanna í riðlinum en með sigrinum komst Ísland í toppsæti riðilsins.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Tékklandi - 12.6.2015

Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lägerback hafa tilkynnt byrjunarliðið gegn Tékklandi.

Lesa meira
 

Ný liðsmynd af A-landsliði karla - 12.6.2015

Ísland leikur í dag við Tékka í undankeppni EM. Við nýttum okkur aðeins tímann meðan strákarnir voru allir á landinu og smelltum nýrri hópmynd af strákunum okkar.

Lesa meira
 

Þriggja marka sigur á Makedóníu - 12.6.2015

Ísland U21 ára landsliðið vann í gær öruggan þriggja marka sigur, 3-0, á Makedóníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM. Markalaust var í hálfleik en íslenska liðið lék mun betur í seinni hálfleik og uppskar þrjú mörk.

Lesa meira
 

Ísland U21 mætir Makedóníu á fimmtudag - 10.6.2015

Íslenska U21 árs landsliðið hefur leik á fimmtudag í undankeppni EM en það leikur við Makedóníu. Íslenska liðið var steinsnar frá því að komast á lokamótið eftir umspilsleiki við Dani í seinustu undankeppni. Leikið verður á Vodafonevellinum kl. 19:15, fimmtudaginn 11. júní. Miðaverð er 1.000 krónur en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 

Skoti dæmir leik Íslands og Tékka - 10.6.2015

Skoski dómarinn Willie Collum dæmir leik Íslands og Tékklands á föstudaginn. Collum starfar sem kennari í trúarbragðafræðum en hann hefur auk þess dæmt í skosku úrvalsdeildinni í níu ár.

Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli drengja á Laugarvatni 15. – 19. júní 2015 - 10.6.2015

Knattspyrnuskóli drengja fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 2001.

Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir leik Íslands og Tékklands - 9.6.2015

Út er komin rafræn leikskrá fyrir stórleik Íslands og Tékklands sem fram fram fer þann 12. júní á Laugardalsvelli. Í leikskránni má finna áhugavert efni eins og viðtöl við leikmann og þjálfara sem og leikmannahópa og annað.

Lesa meira
 

Valur mætir KR í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna - 8.6.2015

Valur og KR mætast í Reykjavíkurslag. Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fengu heimaleik og taka á móti Þór/KA.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Vestfjörðum - 5.6.2015

Hæfileikamótun N1 og KSÍ heldur áfram og nú á Vestfjörðum. Það er Halldór Björnsson sem stýrir hæfileikamótuninni.

Lesa meira
 

KR-ingar leika í Vesturbænum í 16-liða úrslitum - 5.6.2015

Það var dregið í 16-liða úrslit í Borgunarbikar karla í hádeginu. Margar áhugaverðar rimmur verða í umferðinni en meðal annars leika KR-ingar í Vesturbænum gegn KV sem á heimaleik. Öll neðrideidlarliðin drógust gegn liðum úr Pepsi-deildinni.

Lesa meira
 

Íslenski landsliðshópurinn sem mætir Tékkum - 4.6.2015

Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson hafa tilkynnt landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Tékkum á föstudaginn í næstu viku.

Lesa meira
 

Ísland upp um eitt sæti á heimslista FIFA - 4.6.2015

Ísland færðist upp um eitt sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag. Íslenska karlalandsliðið er núna í 37. sæti á listanum en liðið hefur ekki leikið neinn leik frá birtingu seinasta lista og eru því úrslit annarra leikja að hafa áhrif á stöðu íslenska liðsins.

Lesa meira
 

Breytingar í Pepsi-deild karla - 4.6.2015

Sjónvarpsleik 8. umferðar Pepsi-deilar karla hefur verið breytt og verður Fjölnir – Leiknir. Tveir leikir verða í beinni sendingu úr 9. umferð.

Lesa meira
 

Miðar á úrslitakeppni EM 2016 - 3.6.2015

Úrslitakeppni EM A landsliða karla fer fram í Frakklandi sumarið 2016. Fyrsti áfangi almennrar miðasölu á keppnina hefst 10. júní næstkomandi og stendur til 10. júlí. Í þessum fyrsta áfanga verður 1 milljón aðgöngumiða til sölu. Aðgöngumiðar á leiki keppninnar eingöngu seldir í gegnum netsölu á vefsíðunni www.euro2016.com og eingöngu verður hægt að kaupa miða með kreditkorti.

Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni 8. – 12. júní 2015 - 3.6.2015

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 2001.

Lesa meira
 
Þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson

U21 hópur karla sem mætir Makedóníu 11. júní - 3.6.2015

U21 landslið karla mætir Makedóníu í undankeppni EM þann 11. júní næstkomandi.  Leikið verður á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda og er þetta fyrsti leikur riðilsins. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir þennan leik.

Lesa meira
 

Allt brjálað í Borgunarbikarnum! - 2.6.2015

Borgunarbikarinn fer á alvöru flug á næstu dögum.  Karlarnir leika í 32-liða úrslitum á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag og síðan verður dregið í 16-liða úrslit á föstudag.  Konurnar leika í 16-liða úrslitum á föstudag og laugardag og dregið verður í 8-liða úrslit á mánudag. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Viltu starfa við úrslitakeppni EM 2016? - 1.6.2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna sjálfboðaliðastarfs við úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016, en keppnin fer fram í Frakklandi sumarið 2016.  Alls munu um 6.500 sjálfboðaliðar starfa við mótið, sem fer fram í 10 borgum víðs vegar um Frakkland. 

Lesa meira
 
Úlfar Hinriksson

U17 landsliðshópur kvenna valinn - 1.6.2015

Úlfar Hinriksson hefur valið hóp leikmanna til æfinga með U17 landsliði kvenna. Æfingarnar fara fram 2. – 4. júní og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM sem haldin verður á Íslandi 22. júní – 4. júlí í sumar.

Lesa meira
 

Íþróttafélagið Þór 100 ára - 29.5.2015

Íþróttafélagið Þór var stofnað þann 6. júní 1915 og fagnar því 100 ára afmæli á þessu ári. Margs konar viðburðir hafa verið og verða haldnir allt árið í tilefni af afmælinu, en aðal hátíðahöldin verða á Þórssvæðinu laugardaginn 6. júní – þar verður sannkölluð gleðihátíð þar sem allir, jafnt félagsmenn og aðrir sem vilja samfagna Þórsurum, geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Lesa meira
 

Reynir Björnsson: „Alltaf skemmtilegt að vinna með landsliðsfólkinu okkar” - 29.5.2015

Reynir Björnsson, læknir, hefur lengi starfað í kringum fótboltann og er hann t.a.m. í læknateymi landsliðanna. Það er í mörg horn að líta hjá þeim sem sjá um heilbrigðismál fyrir leikmenn landsliðanna en þar gegnir Reynir stóru hlutverki.

Lesa meira
 

Kristinn Jakobsson leiðbeinir ungum dómurum á CORE-námskeiði UEFA - 28.5.2015

Kristinn Jakobsson, einn reyndasti dómari okkar, er fjarri því að vera hættur dómarastörfum þó hann sé ekki lengur að flauta á leikjum. Kristinn er sem stendur staddur á CORE-námskeiði fyrir dómara þar sem hann leiðbeinir ungum dómurum.

Lesa meira
 

KSÍ VI þjálfaranámskeið 2015 - 28.5.2015

Næsta haust mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ VI þjálfaranámskeið. Námskeiðið verður með breyttu sniði frá því sem áður hefur verið þar sem hluti þess verður hér á landi 26.-27. september 2015 og hluti þess í Danmörku dagana 21.-27. október 2015.

Lesa meira
 

"Þrefalda refsingin" - 28.5.2015

Á ársfundi Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda (IFAB) hinn 28. febrúar sl. fjallaði nefndin m.a. um hina svokölluðu "þreföldu refsingu" (skv. 12. gr. Knattspyrnulaganna), þ.e. brottrekstur, vítaspyrnu og leikbann, sem fylgir því að "hafa af mótherja augljóst marktækifæri".

Lesa meira
 

Tékkneski hópurinn sem mætir Íslandi - 26.5.2015

Tékkar hafa gefið út hópinn sem mætir Íslandi þann 12. júní í undankeppni EM. Leikmannahópurinn er sterkur eins og við var að búast en Tékkar eru á toppi riðilsins með 13 stig. Ísland er svo í 2. sæti með 12 stig.

Lesa meira
 

Breytingar á leikjum í Pepsi-deild karla - 22.5.2015

Eftirtaldar breytingar hafa verið gerðar í Pepsi-deild karla. Vinsamlega takið mið af þeim og komið á framfæri þar sem það á við.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Suðurlandi 25. maí - 21.5.2015

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Suðurlandi mánudaginn 25. maí. Æfingar fara fram á Hvolsvelli en strákar æfa kl. 11:00 og stelpur kl.13:00.

Lesa meira
 

Bikarmeistararnir mæta Keflvíkingum í 32-liða úrslitum - 21.5.2015

Bikarmeistarar KR leika við Keflavík í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla en dregið var í hádeginu. Þessi lið léku til úrslita á seinasta ári í bikarnum og unnu KR-ingar leikinn 2-1. Þrjár viðureignir eru milli liða úr Pepsi-deildinni. Stjarnan - Leiknir, Keflavík - KR og ÍA - Fjölnir.

Lesa meira
 

Íslandsmeistararnir mæta Breiðablik í 16-liða úrslitum - 21.5.2015

Það var dregið í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í hádeginu. Það verður boðið upp á margar skemmtilegar viðureignir en meðal þeirra liða sem drógust saman eru Íslandsmeistarar Stjörnunnar og bikarmeistarar Breiðabliks.

Lesa meira
 
European Qualifiers

Miðasala á Holland-Ísland hefst 26. maí - 20.5.2015

Holland og Ísland mætast í undankeppni EM karlalandsliða fimmtudaginn 3. september. Leikurinn fer fram á Amsterdam Arena í samnefndri borg, heimavelli Ajax. Miðasala til stuðningsmanna Íslands hefst þriðjudaginn 26. maí næstkomandi kl. 12:00 á midi.is.

Lesa meira
 

Þjálfarar á fyrirlestri Boga Ágústssonar - 20.5.2015

Þjálfarar félaga í Pepsi-deild karla komu saman í höfuðstöðvum KSÍ í byrjun vikunnar og hlýddu á fyrirlestur Boga Ágústssonar, landskunns fréttamanns af RÚV, um framkomu í fjölmiðlum.  Megininntak fyrirlesturs Boga snerist um sjónvarpsviðtöl og góð ráð tengd þeim. Lesa meira
 

Saga ólátabelgja rakin - 20.5.2015

Á súpufundi hjá KSÍ í vikunni flutti Stefán Pálsson sagnfræðingur fræðandi og skemmtilegan fyrirlestur um sögu svokallaðs "hooliganisma", eða óláta í tengslum við knattspyrnu og knattspyrnuleiki.  Fyrirlesturinn var vel sóttur og var gerður góður rómur að málflutningi Stefáns. Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson

Ísland - Tékkland : Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 19.5.2015

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM, fimmtudaginn 21. maí frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00 eða á meðan birgðir endast.  Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 

Ekki tapa þér í stúkunni - 19.5.2015

Markaðsherferðin Ekki tapa þér bendir á mikilvægi þess að sýna góða hegðun í hvívetna og minnir okkur á að við erum öll fyrirmyndir. Herferðin á seinasta ári beindist að forráðamönnum leikmanna á krakkamótum. Áherslan í ár er á hegðun í áhorfendastúkunni þar sem fólk á öllum aldri kemur saman til að upplifa skemmtilegan viðburð.

Lesa meira
 

Nám fyrir fyrrum landsliðs- og atvinnumenn - 18.5.2015

Knattspyrnusamband Evrópu býður upp á nám fyrir fyrrverandi landsliðmenn/atvinnumenn í knattspyrnu. Námskeiðið ber yfirskriftina UEFA Executive Master for International Players.

Lesa meira
 

Fjöldi leikja í Borgunarbikarnum næstu daga - 18.5.2015

Það er leikið í Borgunarbikar karla og kvenna í kvöld og næstu daga. Fjölmargir áhugaverðir leikir eru í boði en þetta eru seinustu leikirnir áður en 32-liða úrslit taka við þann 2. júní.

Lesa meira
 

KSÍ, N1 og 365 í samstarf um sýningar á leikjum í 1. deild karla - 15.5.2015

KSÍ, N1 og 365 hafa gert samkomulag varðandi beinar útsendingar frá leikjum í 1. deild karla í fótbolta í sumar. Í það minnsta einn leikur í hverri umferð verður sýndur á SportTV og visir.is en auk þess munu valdir leikir verða sýndir á Stöð 2 Sport í sumar.

Lesa meira
 

Uppselt á Ísland-Tékkland - 15.5.2015

Uppselt er á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016.  Miðasala hófst kl. 12:00 í dag, föstudag, eins og kynnt var á vef KSÍ.  Alls fóru um 4 þúsund miðar í sölu í dag og seldust þeir upp á skömmum tíma.  Um er að ræða toppslag í A-riðli.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Vesturlandi 20. maí - 15.5.2015

Hæfileikamótun N1 og KSÍ verður í Borganesi miðvikudaginn 20.maí   Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum á Vesturlandi. Æfingar verða á Skallagrímsvelli í Borgarnesi.

Lesa meira
 

Súpufundur um framkomu og hegðun áhorfenda - 15.5.2015

Þriðjudaginn 19. maí verður súpufundur í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 12:00-13:00. Þar mun Stefán Pálsson mun fjalla um framkomu og hegðun áhorfenda á knattspyrnuleikjum.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Miðasala á Ísland – Tékkland hefst föstudaginn 15. maí kl. 12:00 - 13.5.2015

Föstudaginn 12. júní tekur Ísland á móti Tékklandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst kl. 12:00 á hádegi, föstudaginn 15. maí, og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 

Ný reglugerð um ferðaþátttökugjald – Greiðsludagur föstudagurinn 15. maí - 12.5.2015

Á fundi stjórnar KSÍ 17. apríl sl. var samþykkt ný reglugerð um ferðaþáttökugjald sem sett var á grundvelli samþykktar ársþings KSÍ 2015 og er tilgangur hennar að auka jöfnuð félaga gagnvart ferðakostnaði.  Athygli félaga er vakin á því að greiðsludagur er föstudagurinn 15. maí og hafa reikningar þegar verið sendir út.

Lesa meira
 

Félagaskiptaglugginn lokar föstudaginn 15. maí - 12.5.2015

Athygli félaga er vakin á því að félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti,  föstudaginn 15. maí.  Glugginn er lokaður fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka.  Þeir geta skipt til og með 31. júlí að öðrum skilyrðum uppfylltum.  Glugginn opnar svo aftur 15. júlí og er opinn til 31. júlí.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Breiðabliki spáð titlinum í Pepsi-deild kvenna - 11.5.2015

Á árlegum kynningarfundi Pepsi-deildar kvenna, sem fram fór í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag, var m.a. birt spá forráðamanna félaganna um röð liðanna í ár.  Breiðablik var spáð titlinum en Stjarnan kom þar skammt á eftir.  Þrótti og Aftureldingu var spáð falli.

Lesa meira
 

Breyting í Pepsi-deild kvenna - 11.5.2015

Breyting hefur verið gerð á leik Þórs/KA og ÍBV í Pepsi-deild kvenna en leikurinn verður leikinn í Boganum en ekki á Þórsvelli.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

Lars í tækninefnd UEFA fyrir Evrópudeildina - 11.5.2015

Lars Lagerbäck, annar af þjálfurum A landsliðs karla, verður í sérstakri tækninefnd UEFA (Technical Study Group) fyrir Evrópudeildina keppnistímabilið 2014/2015.  Nefndin hefur það hlutverk að greina ýmsa knattspyrnulega þætti í tengslum við leiki keppninnar, allt frá forkeppni að úrslitaleik.  Lesa meira
 

Ekki er hægt að skrá leiksskýrslur á sunnudagsmorgun - 8.5.2015

Vegna uppfærslna á gagnagrunnsvélum hjá Advania mun vefur KSÍ liggja niðri sunnudaginn 10. maí milli 9.00 og 12.00. Af þessum sökum er ljóst að ekki verður hægt að fylla út leikskýrslu fyrir leiki á vef KSÍ um morguninn.

Lesa meira
 

Stjarnan vann meistarakeppni KSÍ - 8.5.2015

Stjarnan vann í kvöld 4-1 sigur á Breiðablik í meistarakeppni KSÍ og fá því nafnbótina meistarar meistaranna. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur en leikmenn Stjörnunnar áðu yfirhöndinni í seinni hálfleik og unnu að lokum verðskuldaðan sigur.

Lesa meira
 

Mót sumarsins - Staðfest niðurröðun - 7.5.2015

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í 1. deild kvenna, 4. deild karla og yngri aldursflokkum. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir.

Lesa meira
 
Dregið í EM U17 kvenna 2015

Leikjaniðurröðun í úrslitakeppni EM U17 kvenna - 7.5.2015

Leikjaniðurröðun í úrslitakeppni EM U17 kvenna, sem fram fer hér á landi 22. júní til 4. júlí, liggur nú fyrir, en sem kunnugt er var dregið í riðla í Ráðhúsi Reykjavíkur í síðustu viku.  Ísland leikur í A-riðli ásamt Þýskalandi, Spáni og Englandi. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

HK/Víkingur sigurvegari í C deild kvenna - 7.5.2015

HK/Víkingur er sigurvegari í C-deild Lengjubikars kvenna 2015.  Titlinum var fagnað eftir eins marks sigur á Fjölni í úrslitaleik í Egilshöll á þriðjudagskvöld.  Eina mark leiksins kom strax á 4. mínútu og var þar að verki Natalía Reynisdóttir. Lesa meira
 

Kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna á mánudag - 7.5.2015

Kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna fer fram mánudaginn 11. maí kl. 15:00 í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar . Viðstaddir verða fulltrúar Ölgerðarinnar, fulltrúar KSÍ, fulltrúar knattspyrnudómara og fulltrúar félaganna í Pepsi-deild kvenna ásamt fulltrúum fjölmiðla.  Lesa meira
 

Fullt af fótbolta um helgina - 7.5.2015

Það verður nóg um að vera í boltanum um helgina, en þá hefst m.a. keppni í 1. og 2. deild karla og í Borgunarbikar kvenna.  Pepsi-deild karla heldur síðan áfram á sunnudag með þremur leikjum í 2. umferð, og aðrir þrír leikir eru svo á mánudagskvöldið. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Rúmlega 8 þúsund mættu á fyrstu fimm leikina - 7.5.2015

Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lýkur á fimmtudagskvöld með viðureign Fylkis og Breiðablisk í Árbænum.   Aðsókn að leikjunum hefur verið afar góð og var heildarfjöldi áhorfenda á leikjunum fimm rúmlega 8 þúsund. Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson

Ísland stendur í stað á heimslista FIFA - 7.5.2015

Ísland er ennþá í 38. sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag. Ísland lék tvo leiki á árinu en annar var 3-0 sigur á Kasakstan í Astana og svo 1-1 jafntefli gegn Eistlandi í lok mars. Efstu 17 sætin breytast ekki að þessu sinni og heilt yfir eru litlar breytingar á listanum.

Lesa meira
 

Markaregn í fyrstu umferð Borgunarbikarsins - 4.5.2015

Borgunarbikarinn er kominn á fljúgandi ferð.  Um liðna helgi fóru fram 23 leikir af 25 í fyrstu umferð - einn leikur er á miðvikudag og annar á laugardag.  Greinilegt er að menn hafa fundið markaskóna því það hreinlega rigndi inn mörkum um helgina. Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Stjarnan er Lengjubikarmeistari kvenna 2015 - 4.5.2015

Stjarnan er Lengjubikarmeistari kvenna 2015 eftir þriggja marka sigur á Breiðabliki í úrslitaleik síðastliðinn fimmtudag, en leikið var í Kórnum í Kópavogi.  Þetta er þriðja árið í röð sem Stjarnan fagnar sigri í A-deild Lengjubikarsins og annað árið í röð sem 3-0 sigur vinnst á Breiðabliki í úrslitaleik. Lesa meira
 

Meistarakeppni kvenna á Samsung-vellinum á föstudag - 4.5.2015

Stjarnan og Breiðablik mætast í Meistarakeppni kvenna næstkomandi föstudag.  Leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og hefst kl. 19:15.  Þarna mætast Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar annars vegar og Breiðablik hins vegar.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deildin byrjar á sunnudag - 30.4.2015

Eins og knattspyrnuáhugafólki er eflaust kunnugt um  hefst keppni í Pepsi-deild karla á sunnudag.  Þá fara fram fjórir leikir.  Leikur Fylkis og Breiðabliks var einnig settur á þann dag, en hann hefur nú verið færður til fimmtudagsins 7. maí.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn byrjar 1. maí - 30.4.2015

Keppni í Borgunarbikar karla hefst föstudaginn 1. maí með sex leikjum.  Næstu tvo daga þar á eftir fara fram 18 leikir og einn stakur leikur lokar 1. umferðinni þann 6. maí. Fyrsta umferð í Borgunarbikar kvenna er 10. maí.  Dregið verður í báðum keppnum í höfuðstöðvum KSÍ þann 21. maí. Lesa meira
 

Bernhard:  "Býst við öflugum stuðningi áhorfenda við íslenska liðið" - 30.4.2015

Þjóðverjar þykja sigurstranglegir á EM U17 kvenna í sumar.  Þjálfari þýska liðsins, Anouschka Bernhard, var þó varkár í viðtali við KSÍ TV eftir að dregið var í riðla í ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudag og benti á að það væru fleiri lið en Þýskaland sem myndu koma til Íslands með það markmið að vinna mótið.  Lesa meira
 
Úlfar Hinriksson

Fara fullar sjálfstrausts í leikina - 30.4.2015

Eins og kynnt hefur verið var dregið í riðla fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna í vikunni.  Drátturinn fór fram í ráðhúsi Reykjavíkur og verður Ísland í riðli með ríkjandi Evrópumeisturum Þýskalands, Spánverjum og Englendingum.  Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins, var í viðtali við KSÍ TV eftir dráttinn. Lesa meira
 

Styrktar- og meiðslafyrirbyggjandi þjálfun - 30.4.2015

Þriðjudaginn 12. maí mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir námskeiði sem ber yfirskriftina Styrktar- og meiðslafyrirbyggjandi þjálfun í knattspyrnu. Námskeiðið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli og stendur frá kl. 18:00-22:00.

Lesa meira
 

Soubeyrand: "Komum hingað til að vinna mótið" - 29.4.2015

Sandrine Soubeyrand er þjálfari U17 kvennalandsliðs Frakklands, sem er á meðal keppnisliða í úrslitakeppni EM hér á landi í sumar.  Soubeyrand, sem á að baki heila 198 A-landsleiki fyrir þjóð sína, ræddi við vefsíðu KSÍ eftir dráttinn í riðla, sem fram fór í ráðhúsi Reykjavíkur í dag, miðvikudag.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 7. maí - 29.4.2015

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 7. maí kl. 18:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.

Lesa meira
 
Dregið í EM U17 kvenna 2015

Ísland í riðli með ríkjandi Evrópumeisturum - 29.4.2015

Dregið var í riðla í úrslitakeppni EM U17 kvenna í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, miðvikudag, en eins og kynnt hefur verið fer keppnin fram hér á landi í sumar, nánar tiltekið dagana 22. júní til 4. júlí.  Ísland er í A-riðli ásamt ríkjandi meisturum Þjóðverja, Spánverjum og Englendingum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur A-deildar Lengjubikars kvenna í Kórnum - 28.4.2015

Úrslitaleikur A-deildar Lengjubikars kvenna fer fram í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 30. apríl kl. 20:15.  Í leiknum mætast Breiðablik og Stjarnan.  Ath. að breyting hefur verið gerð frá upprunalegum leikstað og leiktíma. 

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

FH spáð sigri í Pepsi-deild karla - 28.4.2015

Á árlegum kynningarfundi Pepsi-deildar karla, sem haldinn var í höfuðstöðvum Ólgerðarinnar í dag, var m.a. kynntar niðurstöður úr spá forráðamanna félagann í Pepsi-deild karla.  Það eru fyrirliðar, þjálfarar og formenn liðanna sem taka þátt í þessari spá og að þessu sinni er FH spáð titlinum en ÍBV og Leikni er spá falli. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Velkomin til leiks - 28.4.2015

Boltinn fer að rúlla á völlum landsins um næstu helgi þegar Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í 104. skipti. Reyndar hefst bikarkeppni KSÍ 1. maí nk. Langur undirbúningur er að baki og þar hefur deildarbikarkeppni KSÍ skipað veigamikinn sess. Lesa meira
 

Stjarnan vann meistarakeppni KSÍ - 27.4.2015

Stjarnan vann í kvöld 1-0 sigur á KR og varð því meistarar meistaranna. Eina mark leiksins kom á 82. mínútu en það var Þórhallur Kári Knútsson sem skoraði markið. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi en Stjarnan átti þó hættulegri færi.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Erlendir leikmenn - Félagskiptaglugginn lokar 15. maí - 27.4.2015

Athygli félaga er vakin á því að félagaskiptaglugginn lokar fyrir 15. maí fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka.  Félögum er bent á að vera tímanlega í félagaskiptunum og á það sérstaklega við um félagaskipti leikmanna erlendis frá.  Félagaskipti þaðan taka sinn tíma og á það sérstaklega við þegar leikmenn koma frá löndum utan EES. 

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Nýtt netfang fyrir félagaskipti - 27.4.2015

Nýtt netfang hefur verið tekið í notkun sem ætlað er fyrir félagaskipti.  Netfangið er: felagaskipti@ksi.is og skulu fullfrágengin félagaskipti send á þetta netfang.  Áfram er hægt að senda með faxi í númerið: 568 9793. Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

Úthlutun úr Mannvirkjasjóði 2015 - 27.4.2015

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 17. apríl síðastliðinn úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ.  Þetta í áttunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Alls var úthlutað til 19 verkefna, samtals 82 milljónum króna, en 21 umsókn barst.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Félög hugi að því að vera tímanlega með félagaskipti - 27.4.2015

Félög eru beðin um að fara vel yfir skráningar sinna leikmanna en Borgunarbikarinn hefst föstdaginn 1. maí og eru mörg félög þá að leika sína fyrstu leiki á keppnistímabilinu.  Nokkuð er um ný félög í bikarnum og eru þau minnt á að ganga frá félagaskiptum sínum tímanlega.  Félög eru einnig beðin um að hafa í huga að skrifstofa KSÍ er lokuð föstudaginn 1. maí og að félagaskipti eru að öllu jöfnu ekki afgreidd á frídögum og um helgar.

Lesa meira
 

Óúttekin leikbönn 2015 - 27.4.2015

Allir úrskurðir aganefndar 2014 um leikbönn voru tilkynntir félögunum með tölvupósti. Ef leikmaður hefur ekki tekið út leikbann sitt 2014 vegna brottvísunar flyst leikbannið í fyrsta eða fyrstu leiki í Íslandsmóti, bikarkeppni KSÍ eða Meistarakeppni KSÍ í viðkomandi flokki.  Þessi listi er hvorki tilkynning um leikbann né leysir hann leikmann undan leikbanni. Lesa meira
 

U17 kvenna endaði mótið með stórsigri - 26.4.2015

Síðasti leikur U17 ára kvennalandsliðsins var gegn heimastúlkum frá Færeyjum. Fyrir leikinn voru okkar stelpur búnar að tryggja sér sigur á mótinu. Leikurinn í dag endaði með stórsigri íslenska liðsins en lokatölur urðu 10-0.

Lesa meira
 

Uppfært:  Meistarakeppni karla í Kórnum á mánudag - 26.4.2015

Hinn árlegi leikur ríkjandi Íslandsmeistara og bikarmeistara karla, Meistarakeppni KSÍ, fer fram í Kórnum í Kópavogi á mánudag kl. 19:15.  Til stóð að leikurinn færi fram á Samsung-vellinum í Garðabæ, en því hefur nú verið breytt.

Lesa meira
 

U17 kvenna með stórsigur á Norður Írum - 24.4.2015

U17 ára lið kvenna vann í dag góðan 7-0 sigur á Norður Írlandi á æfingarmóti í Færeyjum. Íslenska liðið var mun betra eins og tölurnar gefa til kynna en lokatölur urðu 7-0 sigur íslenska liðsins.

Lesa meira
 

Ný reglugerð um ferðaþátttökugjald - 24.4.2015

Á fundi stjórnar KSÍ 17. apríl sl. var samþykkt ný reglugerð um ferðaþáttökugjald sem sett var á grundvelli samþykktar ársþings KSÍ 2015 og er tilgangur hennar að auka jöfnuð félaga gagnvart ferðakostnaði.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Dregið í riðla í ráðhúsi Reykjavíkur 29. apríl - 24.4.2015

Úrslitakeppni EM U17 landsliða kvenna fer fram hér á landi í sumar, nánar tiltekið dagana 22. júní til 4. júlí.  Um er að ræða gríðarlega umfangsmikið verkefni og er fyrsti stóri viðburðurinn vegna þessa móts á dagskrá miðvikudaginn 29. apríl, en þá verður dregið í riðla í ráðhúsi Reykjavíkur.

Lesa meira
 

Tímamótasamningur milli KSÍ og 365 um útsendingar frá íslenskri knattspyrnu - 24.4.2015

Knattspyrnusamband Íslands og 365 miðlar hf. undirrituðu í dag samning um rétt 365 til að sjónvarpa leikjum á vegum KSÍ fyrir árin 2016 – 2021 (6 keppnistímabil). Samningur var gerður í nánu samstarfi við stjórn Íslensks toppfótbolta (ÍTF). Þetta er í fyrsta sinn síðan 1998 sem þessi réttindi eru seld beint innanlands, en síðan þá hefur rétturinn verið seldur til erlendra aðila sem hafa endurselt hann að hluta til Íslands.

Lesa meira
 

Breiðablik Lengjubikarmeistari karla 2015 - 23.4.2015

Breiðablik og KA mættust í úrslitaleik A-deildar lengjubikars karla í dag, sumardaginn fyrsta.  Leikið var í Kórnum í Kópavogi að viðstöddum fjölmörgum áhorfendum.  Eina mark leiksins gerði Ellert Hreinsson snemma leiks og Blikar fögnuðu sínum öðrum Lengjubikarmeistaratitli á þremur árum.

Lesa meira
 

Lokaspretturinn í A-deild Lengjubikars kvenna - 22.4.2015

Framundan er lokaspretturinn í A-deild Lengjubikars kvenna.  Undanúrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 25. apríl í Fífunni og á Samsung vellinum.  Liðin sem leika í undanúrslitum hafa samtals unnið Deildarbikarkeppnina 10 sinnum.

Lesa meira
 

Freyr Alexandersson: “Getum verið þolanlega sátt” - 22.4.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, segist þolanlega sáttur með riðilinn sem Ísland leikur í en dregið var í undankeppni EM á mánudag. Freyr segir engu að síður að sumir mótherjar Íslands séu óþekktar stærðir og íslenska liðið muni því ekki vanmeta neitt lið.

Lesa meira
 

Kynningarfundir Pepsi-deildanna 28. apríl og 11. maí - 22.4.2015

Kynningarfundir Pepsi-deildanna (karla og kvenna) fara fram í sitt hvoru lagi í ár, en báðir verða þeir haldnir í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík. Kynningarfundur Pepsi-deildar karla fer fram þriðjudaginn 28. apríl kl. 15:00 og kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna fer fram mánudaginn 11. maí kl. 15:00.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Ísland hafnaði í efsta sæti undirbúningsmóts UEFA - 21.4.2015

U17 landslið karla gerði 1-1 jafntefli í lokaleik sínum í undirbúningsmóti UEFA, lauk keppni með 7 stig og hafnaði í efsta sæti mótsins. Frábær árangur hjá þessum efnilegu drengjum.  Færeyingar fengu aukastig með því að vinna vítakeppni eftir leikinn.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Breiðablik og KA leika til úrslita á sumardaginn fyrsta - 20.4.2015

Úrslitaleikur A-deildar Lengjubikars karla fer fram í Kórnum í Kópavogi á fimmtudag, sumardaginn fyrsta.  Þar mætast Breiðablik annars vegar og KA hins vegar og hefst leikurinn kl. 17:00. Blikar eru að leika til úrslita þriðja árið í röð, en KA-menn eru í úrslitaleiknum í fyrsta sinn.

Lesa meira
 

Héraðsdómaranámskeið á Egilsstöðum sunnudaginn 26. apríl - 20.4.2015

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Egilsstöðum sunnudaginn 26. apríl kl. 10:30. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.

Lesa meira
 
Handbók Leikja 2015

Handbók leikja 2015 - 20.4.2015

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 17. apríl Handbók leikja 2015.  Leiðbeiningar í Handbók leikja eru ætlaðar öllum félögum við framkvæmd leikja í meistaraflokki karla og kvenna. Sérstaklega er þó tekið mið af leikjum í Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna og aðalkeppni Borgunarbikarsins. Lesa meira
 

Ísland í góðum riðli í undankeppni EM - 20.4.2015

Ísland er með Skot­landi, Hvíta-Rúss­landi, Slóven­íu og Makedón­ía í undankeppni EM. Riðillinn er ekki sá sterkasti sem hentar íslenska liðinu vel en við þurfum að ferðast ansi langt.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Dregið í dag í undankeppni EM kvenna - 20.4.2015

Í hádeginu verður dregið í riðla í undankeppni EM kvenna. Ísland er meðal þjóða og er íslenska liðið núna í efsta styrkleikaflokki. Það kemur svo í ljós fljótlega eftir dráttinn hvenær íslenska liðið hefur leik í undankeppninni.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Frábær endurkoma U17 karla gegn Norður-Írum - 19.4.2015

U17 landslið karla lék í dag, sunnudag, annan leik sinn í undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Færeyjum.  Mótherjar dagsins voru Norður-írar, sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu tvö mörk strax á fyrstu 5 mínútunum.  Okkar drengir sýndu frábæran karakter og hófu endurkomu sem lauk með 3-2 sigri Íslands. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla mætir Norður-Írlandi í dag - 19.4.2015

U17 lið karla leikur um helgina í undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum um helgina.  Sigur vannst á Wales í fyrsta leik og í dag, sunnudag, er leikið gegn Norður-Írlandi kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Fréttir af framvindu mála,byrjunarliðið og fleira, eru á Facebook-síðu KSÍ. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar 2015 - Undanúrslit A-deildar karla á sunnudaginn - 17.4.2015

Nú er ljóst hvaða félög mætast í undanúrslitum A-deildar Lengjubikars karla en fjórðungsúrslit kláruðust í gærkvöldi.  KA mætir ÍA á KA velli og Víkingur tekur á mót Breiðabliki á Víkingsvelli.  Báðir leikirnir fara fram sunnudaginn 19. april og hefjast kl. 16:00. Lesa meira
 
Samtök íþróttafréttamanna

Útgáfa fjölmiðlaskírteina KSÍ 2015 - 16.4.2015

KSÍ og Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) munu áfram eiga samstarf um útgáfu fjölmiðlaskírteina KSÍ (F-skírteini).  Útgáfan verður áfram í höndum KSÍ en SÍ mun taka á móti umsóknum fjölmiðla um skírteini og veita þeim faglega umsögn með sama hætti og gert var á síðasta ári.

Lesa meira
 

Ráðstefna um íþróttir barna og unglinga - 16.4.2015

Föstudaginn 17. apríl stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga og verður ráðstefnan haldin í Laugarásbíói, hefst kl.11:00 og stendur til kl.14:30.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Moldavíu

U17 kvenna - Hópur fyrir undirbúningsmót UEFA í Færeyjum - 15.4.2015

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp sem leikur á undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum en leikið verður dagana 23. - 26. apríl.  Mótherjarnir verða, auk heimamanna, Wales og Norður Írland.

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna KSÍ 13. apríl - 13.4.2015

Líkt og leikmenn og aðrir, eru landsdómarar KSÍ í óða önn að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu sem er handan við hornið.  Dómarar hittast og funda reglulega og í dag, mánudaginn 13. apríl, fer fram ein af landsdómararáðstefnunum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2015 - Leikið í 8 liða úrslitum 16. apríl - 13.4.2015

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út leikjaniðurröðun í úrslitakeppni A-deildar Lengjubikars karla en síðustu leikir riðakeppninnar fóru fram um nýliðna helgi.  Leikir 8 liða úrslita fara fram fimmtudaginn 16. apríl.  Leikið verður til undanúrslita sunnudaginn 19. apríl og úrslitaleikurinn fer fram í Kórnum, fimmtudaginn 23. apríl.

Lesa meira
 
KA

Unglingadómaranámskeið hjá KA mánudaginn 20. apríl - 13.4.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við KA og hefst kl. 20:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ B próf haldið 28. apríl - Uppfært - 13.4.2015

Þriðjudaginn 28. apríl stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt. Þeir þjálfarar sem hyggjast taka KSÍ B prófið verða fyrst að taka Þjálfaraskóla KSÍ og ljúka honum í síðasta lagi viku fyrir próf, þ.e.a.s. þriðjudaginn 21. apríl, til að öðlast próftökurétt

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Aukið fjármagn frá UEFA til félagsliða - 10.4.2015

Knattspyrnusamband Evrópu selur réttindi sín í tengslum við Meistaradeildina og Evrópudeildina í hvert sinn yfir 3 keppnistímabil í einu. Sölu fyrir næstu 3 tímabil er að mestu lokið, þ.e. fyrir tímabilin 2015-16, 2016-17 og 2017-18. Ljóst er að tekjur UEFA aukast sem skilar sér til félagsliða í Evrópu. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópur valinn fyrir UEFA mót í Færeyjum - 10.4.2015

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp sem leikur á undirbúningsmóti UEFA en leikið verður í Færeyjum.  Mótið fer fram dagana 18. - 21. apríl og auk heimamanna leika þarna Wales og Norður Írland.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Wales, laugardaginn 18. apríl. Lesa meira
 

U19 kvenna vann góðan sigur á Rúmeníu - 9.4.2015

Íslenska U19 lið kvenna vann í dag 3-0 sigur á Rúmeníu í seinasta leik liðsins í milliriðli vegna EM. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og náði að enda leik sinn í milliriðli með góðum sigri.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 38. sæti - 9.4.2015

Íslenska karlalandsliðið er í 38. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland fellur niður um 3 sæti frá síðasta lista en Þjóðverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans og Argentína er í öðru sæti. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Íslenskir dómarar útskrifast af CORE námskeiði - 9.4.2015

Þrír íslenskir dómarar, þeir Björn Valdimarsson, Bryngeir Valdimarsson og Ívar Orri Kristjánsson, luku á dögunum við CORE námskeið sem haldið er á vegum UEFA fyrir unga og efnilega dómara. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Reyðarfirði fimmtudaginn 16. apríl - 9.4.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við félögin á svæðinu og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
Höttur

Unglingadómaranámskeið hjá Hetti fimmtudaginn 16. apríl - 9.4.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Hött og hefst kl. 16:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Rúmenum  | UPPFÆRT - 9.4.2015

Íslenska U19 ára landslið kvenna leikur við Rúmeníu í milliriðli fyrir EM í dag en leikurinn fer fram í Frakklandi.

Lesa meira
 

U19 landslið  kvenna tapaði fyrir Rússum - 6.4.2015

Íslenska U19 ára landslið kvenna tapaði 4-1 gegn Rússum í öðrum leik liðsins í milliriðli vegna EM. Rússar komust í 3-0 áður en Ísland náði að minnka muninn og eitt mark frá Rússum í seinni hálfleik tryggði liðinu 4-1 sigur.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Franskur sigur í fyrsta leik - 4.4.2015

Stelpurnar í U19 léku sinn fyrsta leik í milliriðli EM í dag en leikið er í Frakklandi.  Það voru einmitt heimastúlkur sem voru mótherjarnir og reyndust þær frönsku sterkari og lögðu íslenska liðið með fimm  mörkum gegn engu.  Staðan í leikhléi var 2 - 0 fyrir heimastúlkur. Lesa meira
 

Góður sigur á Hollandi í Kórnum - 4.4.2015

Íslenska kvennalandsliðið mætti því hollenska í vináttulandsleik í dag en leikið var í Kórnum.  Lokatölur urðu 2 – 1 fyrir Ísland  eftir að hollenska liðið hafði leitt í leikhléi, 0 – 1.  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir skoruðu mörk Íslands en virkilega góður síðari hálfleikur skóp þennan sigur.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum 9. mars 2015

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi - 4.4.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hollendingum í vináttulandsleik í Kórnum í dag kll 14:00.  Við hvetjum alla þá sem kost hafa á að koma í Kórinn og hvetja stelpurnar til sigurs gegn sterku liði Hollands.  Ókeypis aðgangur.

Lesa meira
 
Marki fagnað hjá U19 kvenna í leik gegn A landsliði Færeyja í Fífunni 22. febrúar 2015

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Frökkum - 3.4.2015

U19 ára landslið Íslands leikur klukkan 14:00 í dag við Frakka í milliriðli fyrir EM 2015 kvenna. Byrjunarliðið Íslands er klárt og það má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Guðrún Arnardóttir inn í hópinn - 3.4.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Hollandi í vináttulandsleik í Kórnum, laugardaginn 4. apríl kl. 14:00.  Guðrúna Arnardóttir kemur inn í hópinn í stað Elínar Mettu Jensen sem er veik. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Norður Írum á undirbúningsmóti UEFA í Belfast

U17 kvenna - Tveir hópar á æfingum 11. - 12. apríl - 1.4.2015

Úlfar Hinrikson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið tvo hópa fyrir úrtaksæfingar sem fram fara dagana 11. og 12. apríl.  Æfingarnar verða í Kórnum og í Egilshöll og má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem eru boðaðir hér að neðan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi

Jafntefli í fjörugum leik í Tallinn - 31.3.2015

A landslið karla lék í kvöld, þriðjudagskvöld, gegn Eistlendingum á heimavelli þeirra í Tallinn.  Niðurstaðan var 1-1 jafntefli í fjörugum leik þar sem bæði lið fengu fjölmörg marktækifæri og áhorfendur fengu svo sannarlega mikið fyrir peninginn.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

Lars:  Sanngjörn úrslit - 31.3.2015

Lars Lagerbäck, annar þjálfari A landsliðs karla, sat fyrir svörum á fjölmiðlafundi að loknum vináttulandsleik Eistlands og Íslands í Tallinn í kvöld, þriðjudagskvöld.  Lars sagði leikinn hafa verið opinn og sérlega fjörugan fyrir áhorfendur og að úrslitin, 1-1 jafntefli, hefðu verið sanngjörn. Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands í Tallinn - 30.3.2015

Þjálfarar A landsliðs karla, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, gera ellefu breytingar á byrjunarliði Íslands frá leiknum við Kasakstan fyrir vináttuleikinn gegn Eistlandi í kvöld.  Ljóst er að margir leikmenn eru þarna að fá gott tækifæri til að minna á sig.

Lesa meira
 

Nýtt samningsform fyrir staðalsamning KSÍ - 30.3.2015

Vegna nýrrar reglugerðar um milliliði og breytinga því tengdu, tekur nýtt samningsform fyrir staðalsamninga KSÍ gildi 1. apríl næstkomandi.  Allir samningar sem gerðir eru frá og með 1. apríl þurfa að vera á nýja samningsforminu til að verða skráðir hjá KSÍ. 

Lesa meira
 

Ný reglugerð um milliliði - 30.3.2015

Ný reglugerð FIFA um milliliði sem leysir af hólmi reglugerð FIFA um umboðsmenn leikmanna tekur gildi þann 1. apríl næstkomandi.  Á sama tíma tekur gildi ný reglugerð KSÍ um milliliði og fellur þá úr gildi reglugerð KSÍ um umboðsmenn og réttindi umboðsmanna KSÍ falla niður.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Elín Metta inn í hópinn - 30.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Hollandi í vináttulandsleik í Kórnum, laugardaginn 4. apríl kl. 14:00.  Freyr hefur valið Elínu Mettu Jensen, úr Val, inn í hópinn og kemur hún í stað Hólmfríðar Magnúsdóttur sem er meidd. Lesa meira
 

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 9. apríl - 30.3.2015

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 9. apríl kl. 18:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.

Lesa meira
 

Síðasta unglingadómaranámskeiðið í Reykjavík - 30.3.2015

Unglingadómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, miðvikudaginn 8. apríl. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 18:00.

Lesa meira
 
Raio Piiroja

Kveðjuleikur Raio Piiroja - 29.3.2015

Raio Piiroja er einn þekktasti knattspyrnumaður Eistlands frá upphafi. Hann hefur leikið alls 114 A-landsleiki fyrir hönd þjóðar sinnar og mun af þvi tilefni leika kveðjuleik sinn þegar Eistland mætir Íslandi í vináttuleik þann 30. mars

Lesa meira
 

Eins stigs forskot Tékka á toppi A-riðils - 28.3.2015

Eins og kunnugt er vann Ísland glæsilegan þriggja marka sigur á Kasakstan í undankeppni EM 2016.  Tveir aðrir leikir í A-riðli fóru fram seinna sama dag.  Lettar hefðu getað hirt öll þrjú stigin í Tékklandi, og í Hollandi jöfnuðu heimamenn í uppbótartíma.

Lesa meira
 

Aron Einar, Eiður Smári og Gylfi ekki til Eistlands | UPPFÆRT - 28.3.2015

Þeir Aron Einar Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Gyldi Þór Sigurðsson fara ekki með landsliðinu til Eistlands í vináttuleikinn sem fram fer á þriðjudag. Aron Einar varð faðir á dögunum og heldur heim, eins og Eiður Smári, sem bíður fæðingar síns fjórða barns. Gylfi Þór Sigurðsson fékk högg í leiknum gegn Kasakstan og leikur ekki gegn Eistlandi.

Lesa meira
 

Öruggur sigur í Kasakstan - 28.3.2015

Ísland mætti Kasakstan í undankeppni EM 2016 í dag og unnu frækinn 3-0 sigur á þessum erfiða útivelli. Íslenska liðið komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Birkir Bjarnason skoraði svo þriðja mark leiksins undir lok leiksins.

Lesa meira
 
Aron Einar Gunnarsson

Aron Einar kominn í 50 A landsleiki fyrir Ísland - 28.3.2015

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði A landsliðs karla, náði þeim stóra áfanga í leiknum við kasakstan í undankeppni EM 2016 að leika sinn 50. A-landsleik fyrir Íslands hönd.  Aron tók ungur við fyrirliðabandinu og hefur verið mikill leiðtogi bæði innan vallar sem utan. 

Lesa meira
 

Leikið í Eistlandi á þriðjudag - 28.3.2015

A landslið karla mætir Eistlandi í vináttuleik á þriðjudag.  Leikurinn, sem er í beinni útsendingu og opinni dagskrá á SkjáSport, fer fram á A. Le Coq Arena leikvanginum í höfuðborg Eistlands, Tallinn. 

Lesa meira
 
Undankeppni EM 2016

Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan - 28.3.2015

Þjálfarar A landsliðs karla, þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, gera þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn við Kasakstan, en eins og knattspyrnuáhugafólki er kannski kunnugt um var byrjunarlið Íslands óbreytt í fyrstu fjórum leikjunum í keppninni.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Ísland stendur í stað á heimslista FIFA - 27.3.2015

Íslenska kvennalandsliðið stendur í stað á nýjum heimslista FIFA en hann var birtur í morgunsárið. Ísland er áfram í 20. sæti listans en hæst komst liðið í 15. sætið árin 2011 og 2012.

Lesa meira
 

Kasakstan keppir á 25 milljarða velli - 27.3.2015

Veðurspáin fyrir leik Kasakstan og Íslands er ekkert sérstaklega gæfuleg. Búist er við um 11 gráðu frosti í Astana, höfuðborg Kasakstan, þegar leikur liðanna fer fram sem undir venjulegum kringumstæðum hefði kallað fram ákveðin vandamál.

Lesa meira
 

U21 landsliðið tapaði gegn Rúmenum - 27.3.2015

Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði 3-0 gegn Rúmenum í vináttuleik sem fram fór ytra í gær. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var rúmenska liðið öflugra í leiknum en íslensku strákarnir hefðu getað skorað með smá heppni.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Rúmenum - 26.3.2015

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Rúmenum í vináttulandsleik sem leikinn verður ytra.  Leikurinn hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma og verður fylgst með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 
Marki fagnað hjá U19 kvenna í leik gegn A landsliði Færeyja í Fífunni 22. febrúar 2015

U19 kvenna - Hópurinn sem leikur í Frakklandi - 26.3.2015

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM, dagana 4. - 9. apríl.  Riðillinn verður leikinn í Frakklandi og, auk heimastúlkna, verður leikið gegn Rússum og Rúmenum.

Lesa meira
 

Tvö landslið í eldlínunni í dag - 26.3.2015

Tvö íslensk landslið verða í eldlínunni í dag en þau leika bæði landsleiki ytra.  Strákarnir í U17 leika gegn Wales í milliriðli EM en leikið er í Krasnodar.  Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Þá munu strákarnir í U21 leika vináttulandsleik gegn Rúmenum í dag og hefst leikurinn kl. 17:30 að íslenskum tíma.  Leikið verður í Targu Mures í Rúmeníu.

Lesa meira
 

KSÍ 68 ára í dag - 26.3.2015

Í dag, fimmtudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 68 ára.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Leikjahrina í undankeppni EM 2016 framundan - 26.3.2015

Eins og knattspyrnuáhugafólki er eflaust kunnugt er leikjahrina framundan í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Um helgina fara fram 26 leikir í riðlunum níu, en einn leikur fer síðan fram á þriðjudag.  Að venju eru margir spennandi leikir á dagskrá.

Lesa meira
 
Ísland - Holland 2014

Þrír leikir í riðlinum á laugardag - 25.3.2015

Eins og knattspyrnuáhugafólki er eflaust kunnugt um mætast Kasakstan og ísland í undankeppni EM karlalandsliða 2016 á laugardag.  Sama dag mætast hinar þjóðirnar í riðlinum - annars vegar Tékkland og Lettland, hins vegar Holland og Tyrkland. Lesa meira
 
Tasos Sidiropoulos

Grískur dómari á leik Kasakstans og Íslands - 25.3.2015

UEFA hefur gefið út lista dómara fyrir næstu umferð í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Dómarinn í leik Kasakstans og Íslands heitir Tasos Sidiropoulos og kemur frá Grikklandi.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stráka á höfuðborgarsvæðinu - 25.3.2015

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stráka á höfuðborgarsvæðini verður í Fífunni, þriðjudaginn 31. mars og eru þetta æfingar fyrir krakka fædd 2001 og 2002.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.  Skipt er niður í hópa eftir félögum og má sjá þá hér að neðan ásamt nafnalista leikmanna.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stelpur á höfuðborgarsvæðinu - 25.3.2015

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stelpur á höfuðborgarsvæðinu verður í Fífunni, mánudaginn 30. mars  og eru þetta æfingar fyrir krakka fædd 2001 og 2002.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.  Skipt er niður í hópa eftir félögum og má sjá þá hér að neðan ásamt nafnalista leikmanna.

Lesa meira
 
A karla í Kasakstan

A landslið karla mætt til Astana - 24.3.2015

A landslið karla er mætt til Astana í Kasakstan þar sem leikið verður við heimamenn í undankeppni EM 2016 á laugardag.  Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var í viðtali við KSÍ TV í dag, þar sem hann fór yfir undirbúning liðsins, þýðingu næstu leikja í riðlinum og ýmislegt fleira. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Sviss á Algarve 2015

A kvenna - Hópurinn sem mætir Hollandi í vináttulandsleik - 24.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Hollendingum í vináttulandsleik, laugardaginn 4. apríl næstkomandi.  Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 14:00.  Þetta verður í áttunda skiptið sem þjóðirnar eigast við hjá A landsliði kvenna en Ísland hefur fimm sinnum farið með sigur af hólmi í viðureignunum hingað til, einu sinni hefur orðið jafntefli og einu sinni hefur Holland haft betur. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Kóreu á Ólympíuleikjum ungmenna í Nanjing

Úrtaksæfingar hjá U17 karla um komandi helgi - 24.3.2015

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 karla og verða æfingar í Kórnum og Egilshöll.  Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 25 leikmenn fyrir þessar æfingar og koma þeir frá frá 13 félögum.

Lesa meira
 

Ekkitapa.is tilnefnt til Nexpo-verðlauna - 24.3.2015

Markaðsherferðin Ekki tapa þér hefur verið tilnefnd til Nexpo-verðlauna sem óhefðbundna auglýsing ársins. Ekkitapa.is er meðal annarra auglýsinga og markaðsherferða sem töldu hafa skarað fram úr á seinasta ári.

Lesa meira
 

U17 karla - Tap gegn Rússum - 23.3.2015

Strákarnir í U17 biðu lægri hlut gegn Rússum í öðrum leik þeirra í milliriðli EM en leikið er í Rússlandi.  Heimamenn unnu öruggan sigur, 4 - 0 eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í leikhléi.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sveinn Sigurður Jóhannesson í hópinn - 23.3.2015

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Rúmenum í vináttulandsleik ytra á fimmtudaginn.  Markvörðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson, úr Stjörnunni, kemur inn í hópinn stað Frederiks Schram sem er meiddur. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

U17 karla og kvenna leika í dag - 23.3.2015

Landslið karla og kvenna, skipuð leikmönnum 17 ára og yngri, verða í eldlínunni í dag.  Stelpurnar leika seinni vináttulandsleik sinn gegn Írum ytra og hefst leikurinn kl. 11:00.  Strákarnir leika í dag annan leik sinn í milliriðli EM en leikið er í Rússlandi.  Það eru heimamenn sem eru andstæðingar dagsins og hefst leikurinn kl. 14:00.

Lesa meira
 

9 á móti 9 eða 11 á móti 11 í 4. flokki? - 23.3.2015

Fimmtudaginn 19. mars stóð KSÍ fyrir Súpufundi þar sem rætt var um hvort breytinga væri þörf á leikjafyrirkomulagi í 4. flokki. Kveikjan af þessum súpufundi var lokaverkefni sem þeir Óskar Rúnarsson og Andri Fannar Stefánsson gerðu, en þeir eru íþróttafræðingar frá HR.

Lesa meira
 

U17 karla - Naumt tap gegn Austurríki - 22.3.2015

U17 ára landslið karla tapaði 1-0 gegn Austurríki í milliriðli vegna EM en leikirnir fara fram í Rússlandi. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Tap í báðum leikjunum gegn Írum - 22.3.2015

Íslenska U17 ára landslið kvenna tapaði 1-0 gegn Írum i seinni leik liðanna sem fram fór í dag. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en Írar náði að skora sigurmarkið í seinni hálfleiknum.

Lesa meira
 

Hópurinn sem mætir Kasakstan - 20.3.2015

Landsliðshópurinn sem leikur við Kasakstan í undankeppni EM 2016 var tilkynntur í hádeginu. Eiður Smári Guðjohnsen kemur aftur í hópinn sem og Haukur Heiðar Hauksson, leikmaður AIK, en hann tekur sæti Thedórs Elmars Bjarnasonar sem er meiddur.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla í vináttulandsleik gegn Norður Írum í Kórnum 10. febrúar 2015

U17 karla og kvenna í eldlínunni á laugardaginn - 20.3.2015

Bæði karla- og kvennalið okkar í aldursflokki U17 verða í eldlínunni á morgun, laugardaginn 21. mars.  Strákarnir leika í milliriðli EM gegn Austurríki kl. 10:00. Stelpurnar eru í óða önn að undirbúa sig fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna. Þær leika tvo leiki gegn Írum í þessari ferð og fer fyrri leikurinn fram á morgun, laugardaginn 21. mars og hefst kl. 15:00.

Lesa meira
 
Throttur

6 þátttökuleyfi samþykkt af leyfisráði - 19.3.2015

Leyfisráð hefur samþykkt umsóknir þeirra 6 félaga sem gefinn var vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum á fyrri fundi ráðsins þann 11. mars.  Öll 24 félögin sem undirgangast leyfiskerfið hafa þar með fengið útgefið þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2015.

Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

U21 karla - Hópurinn sem mætir Rúmenum í vináttulandsleik - 19.3.2015

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Rúmenum í vináttulandsleik 26. mars næstkomandi.  Leikið verður í Targu Mures en þetta er í þriðja skiptið sem þjóðirnar mætast í þessum aldursflokki. Lesa meira
 

Þinggerð 69. ársþings KSÍ - 18.3.2015

Hér að neðan má sjá þinggerð 69. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var Hilton Nordica Reykjavík, 14. febrúar síðastliðinn. Lesa meira
 
Fram

Unglingadómaranámskeið hjá Fram fimmtudaginn 26. mars - 18.3.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fram og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
KR

Unglingadómaranámskeið hjá KR þriðjudaginn 24. mars - 17.3.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við KR og hefst kl. 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
Frá pæjumótinu á Siglufirði 2006

9v9 eða 11v11 í 4. flokki? - 14.3.2015

KSÍ stendur fyrir súpufundi fimmtudaginn 19. mars kl. 12.00-13.00 í höfuðstöðvum Knattspyrnusambandsins á Laugardalsvelli. Viðfangsefnið er hvort breyta þurfi keppnisfyrirkomulagi í 4. flokki, spila með 9 í liði í stað 11.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Æfingar U19 kvenna 21. og 22. mars - (uppfært) - 13.3.2015

Dagana 21.-22. mars næstkomandi fara fram æfingar U19 landsliðs kvenna.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar, þjálfara liðsins, og eru þær liður í undirbúningi fyrir milliriðil EM sem fram fer í Frakklandi í byrjun apríl. 

Lesa meira
 
Ldv_2012_Atburdir-279

18 þátttökuleyfi samþykkt á fyrri fundi leyfisráðs - 13.3.2015

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2015 fór fram í vikunni.  Fyrir fundinum lágu umsóknir félaganna 24 í efstu tveimur deildum karla um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild. Umsóknir 18 félaga voru samþykktar, en 6 félögum var gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum. Lesa meira
 

U17 landslið kvenna til Dublin - 12.3.2015

U17 landslið kvenna leikur tvo vináttuleiki við Íra í mars og eru þeir leikir hluti af undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna sem fram fer hér á landi næsta sumar. Úlfar Hinriksson, þjálfari liðsins, hefur valið 18 manna hóp í verkefnið.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarver

Algarve 2015 - Ísland í 10. sæti - 12.3.2015

Íslenska kvennalandsliðið beið lægri hlut gegn heimsmeisturum Japans í lokaleik sínum á Algarve mótinu.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Japan eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Ísland endaði því í 10. sæti á mótinu. Lesa meira
 
Árni Sveinsson með mottuna í lagi

Mottudagurinn er á föstudag - 11.3.2015

Föstudaginn 13. mars nk. hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr!  KSÍ vill nota tækifærið og hvetja knattspyrnufjölskylduna á Íslandi til að taka þátt.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Unglingadómaranámskeið í Víkinni 12. mars - 11.3.2015

Unglingadómaranámskeið verður haldið hjá Víkingi fimmtudaginn 12. mars kl. 18:00.  Námskeiðið fer fram í Víkinni og er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Aðgangur er ókeypis. Lesa meira
 
ÍA

Unglingadómaranámskeið hjá ÍA 18. mars - 11.3.2015

Unglingadómaranámskeið verður haldið hjá ÍA á Jaðarsbökkum  miðvikudaginn 18. mars kl. 16:00.  Námskeiðið, sem haldið er af KSÍ í samvinnu við ÍA, stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Aðgangur er ókeypis. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum 9. mars 2015

Algarve 2015 - Byrjunarlið Íslands gegn Japan - 11.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir heimsmeisturum Japans í dag í leik um 9. sætið á Algarve mótinu.  Leikið verður í Algarve og hefst leikurinn kl. 12:15 og verður fylgst með helstu atriðum leiksins með  textalýsingu á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 

Drög að leikjaniðurröðun 2015 - Frestur rennur út 20. mars - 11.3.2015

Drög að leikjaniðurröðun í mótum sumarsins hefur verið birt hér á vef KSÍ. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi föstudaginn 20. mars á netfangið birkir@ksi.is.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Sviss á Algarve 2015

Algarve 2015 - Leikið við Japan um níunda sætið - 10.3.2015

Íslenska kvennalandsliðið mætir því heimsmeisturum Japans í leik um níunda sætið á Algarve mótinu en leikið verður um sæti, miðvikudaginn 11. mars.  Leikið verður á Algarve vellinum og hefst hann kl. 12:15.  Það verða Frakkland og Bandaríkin sem leika munu til úrslita á mótinu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarver

Algarve 2015 - Markalaust jafntefli gegn Bandaríkjunum - 9.3.2015

Íslenska kvennalandsliðið náði frábærum úrslitum í kvöld í lokaleik riðilsins á Algarve mótinu en leikið var í Lagos.  Markalaust jafntefli varð niðurstaðan en Bandaríkin leika engu að síður til úrslita á mótinu, gegn Frökkum.  Ísland mun að öllum líkindum leika gegn Japan um níunda sætið en ekki hefur verið tilkynntur leikstaður og tími. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarver

Algarve 2015 - Leikið gegn Bandaríkjunum í kvöld - 9.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Bandaríkjunum í síðast leik liðsins í riðlakeppni Algarve mótsins. Leikurinn hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma en Bandaríkin hafa unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum. Lesa meira
 

Úrtaksæfingar hjá U16 og U17 karla um komandi helgi - 8.3.2015

Landsliðsþjálfararnir, Freyri Sverrisson og Halldór Björnsson, hafa valið hópa fyrir úrtaksæfingar hjá landsliðum U16 og U17 karla.  Æfingarnar fara fram um komandi helgi, 14. og 15. mars og verða í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarver

Algarve 2015 - Eins marks tap gegn Noregi - 6.3.2015

Íslenska kvennalandsliðið beið lægri hlut gegn Noregi í kvöld á Algarve mótinu en þetta var annar leikur liðsins.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Noreg og kom markið strax á 9. mínútu leiksins.  Lokaleikur Íslands í riðlinum verður gegn Bandaríkjunum á mánudaginn

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Sviss á Algarve 2015

Algarve 2015 - Byrjunarliðið sem mætir Norðmönnum - 6.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Noregi í Lagos  í kvöld á Algarve mótinu og hefst leikurinn kl. 18:00.  Þetta er annar leikur liðsins á mótinu en fyrsti leikurinn var gegn Sviss, á sama velli, og tapaðist 0 - 2. Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið á Selfossi 16. mars - 6.3.2015

Unglingadómaranámskeið verður haldið í félagsheimili Selfoss, Tíbrá,  mánudaginn 16. mars kl. 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Aðgangur er ókeypis og er skráning þegar hafin.

Lesa meira
 
Freyr Alexandersson

Algarve 2015 - Undirbúningur fyrir Noregsleikinn - 5.3.2015

Íslenska liðið æfði tvisvar sinnum í dag en hópurinn undirbýr sig undir leikinn gegn Noregi á morgun, föstudaginn 6. mars.  Þeir leikmenn sem mest léku í gær gegn Sviss tóku því frekar rólega á fyrri æfingunni á meðan aðrir leikmenn tóku vel á því.  Allir leikmenn voru með á æfingunni nema Katrín Ómarsdóttir. Lesa meira
 
Æfing á Algarve

Algarve 2015 - Guðrún Arnardóttir kölluð í hópinn - 5.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur kallað Guðrúnu Arnardóttur inn í landsliðshópinn sem tekur þátt um þessar mundir á Algarve mótinu.  Guðrún kemur í stað Katrínar Ómarsdóttur sem ekki mun leika á mótinu.

Lesa meira
 

Rétt viðbrögð við heilahristingi - 5.3.2015

Í apríl 2014 gaf heilbrigðisnefnd KSÍ út leiðbeiningar og ráðleggingar vegna heilahristings.  Fjallað var um viðfangsefnið á súpufundi KSÍ í sama mánuði, þar sem Reynir Björnsson læknir fór yfir rétt viðbrögð í slíkum tilfellum.  Lesa meira
 
Nystuka2007-0137

Leyfisráð fundar 10. mars - 5.3.2015

Þessa dagana eru þau félög sum undirgangast leyfiskerfi KSÍ á fullu að vinna að endurbótum og uppfærslu á leyfisgögnum sínum, og þá sér í lagi fjárhagslegum gögnum.  Leyfisráð kemur saman þriðjudaginn 10. mars og tekur þá fyrir umsóknir félaga um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og 1. deild karla 2015.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Sviss á Algarve 2015

Algarve 2015 - Svissneskur sigur í sólinni - 4.3.2015

Íslenska kvennalandslið tapaði í dag gegn Sviss í fyrsta leik liðsins á Algarve mótinu en leikið var í Lagos.  Lokatölur urðu 0 - 2 fyrir Sviss eftir að markalaust var í leikhléi.  Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Noregi á föstudaginn.

Lesa meira
 
EM U17 karla

U17 landslið karla valið fyrir milliriðil í Krasnodar - 4.3.2015

Halldór Björnsson, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir milliriðil EM, sem leikinn verður í Krasnodar í Rússlandi í mars.  Hópurinn heldur til Rússlands þann 19. mars og fyrsti leikur er tveimur dögum síðar.  Austurríki og Wales eru í riðlinum, auk Íslands og heimamanna. Lesa meira
 

Sjálfkrafa leikbönn í Lengjubikarnum - 4.3.2015

Lengjubikarinn er nú í fullum gangi í knattspyrnuhúsum landsins og því rétt að minna á ákvæði reglugerða KSÍ um agamál í þeirri keppni.  Félögin sjálf þurfa að fylgjast vel með spjaldasöfnun leikmanna sinna, því leikbönn í Lengjubikar eru sjálfkrafa.  Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Mikil þróun með tilkomu leyfiskerfis KSÍ - 4.3.2015

Leyfiskerfi KSÍ var sett á laggirnar haustið 2002 og undirgengust íslensk félög leyfiskerfi KSÍ í fyrsta sinn fyrir keppnistímabilið 2003.  Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Mikil þróun hefur átt sér stað í íslenskri knattspyrnu og ekki síður í umgjörð íslenskra knattspyrnufélaga

Lesa meira
 

Algarve 2015 - Byrjunarlið Íslands gegn Sviss - 4.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Sviss í dag kl. 15:00.  Leikið verður í Lagos í Portúgal en þetta er fyrsti leikur Íslands á hinu geysisterka Algarve móti.  Lára Kristín Pedersen byrjar í sínum fyrsta landsleik en stillt er upp ungu liði gegn hinu sterka liði Sviss

Lesa meira
 
Æfing á Möltu

Algarve 2015 - Ísland mætir Sviss kl. 15:00 - 4.3.2015

Ísland hefur leik í dag á Algarve mótinu en kl. 15:00 mæta stelpurnar Sviss í B riðli.  Leikið verður í Lagos en hinn leikurinn í riðlinum verður á milli Bandaríkjanna og Noregs.  Það má búast við erfiðum leik hjá stelpunum en íslenska liðið mætti Sviss tvisvar í undankeppni HM og tapað í bæði skiptin.

Lesa meira
 

Algarve 2015 - 150 fjölmiðlamenn sækja mótið - 3.3.2015

Algarve mótið hefst á morgun en þá mætir íslenska liðið því svissneska en þjóðirnar leika í B riðli ásamt Noregi og Bandaríkjunum.  Mrkill áhugi er á Algarve mótinu sem hefur aldrei verið sterkara en oft er talað um óopinbera heimsmeistarakeppni en þetta mót ber á góma.  Alls hafa 150 fjölmiðlamenn boðað komu sína á mótið að þessu sinni

Lesa meira
 
faroe_logo

Knattspyrnusamband Færeyja auglýsir eftir fræðslustjóra - 3.3.2015

Knattspyrnusamband Færeyja auglýsir eftir starfsmanni til að leiða fræðslu- og útbreiðslustarf sambandsins (Technical Director).  Hér er um að ræða spennandi tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling, sem hefur lokið UEFA-A (KSÍ-A) þjálfaragráðu og býr yfir víðtækri reynslu. Lesa meira
 
Bríet Bragadóttir

Íslenskir dómarar á U19 æfingamóti á La Manga - 2.3.2015

Dómararnir Bríet Bragadóttir, Jovana Cosic og Birna Bergstað Þórmundsdóttir verða að störfum á æfingamóti á vegum norska knattspyrnusambandsins dagana 4.-10. mars.  Um er að ræða fjögurra liða mót U19 landsliða kvenna, sem fram fer á La Manga á Spáni.

Lesa meira
 

Fótboltinn í fullum gangi - 2.3.2015

Eins og knattspyrnuhreyfingin og áhugafólk um knattspyrnu þekkir vel er fótbolti heilsársíþrótt.  Flesta mánuði og flestar vikur vetrar er hægt að finna fótboltaleiki til að horfa á í knattspyrnuhúsum landsins.  Svo er einnig í þessari viku. Lesa meira
 
Mottumars 2015

Mottumars 2015 - Sýnum samstöðu! - 2.3.2015

KSÍ hvetur knattspyrnufólk um allt land til að sýna samstöðu og taka þátt í átakinu Mottumars 2015.  Möguleikanir eru endalausir og ef þú hefur einhvern tímann hugsað þér að prófa að safna skeggi, þá er tækifærið núna! Krabbamein á ekki að vera feimnismál. Mottan er táknræn ogminnir okkur á að hugsa um heilsuna.

Lesa meira
 

Sterkur Algarve-riðill - 2.3.2015

A landslið kvenna kemur saman í Portúgal í dag, mánudag, þar sem það tekur þátt í hinu árlega Algarve-móti, sem er eins og kunnugt er afar sterkt æfingamót.  Mótherjar íslenska liðsins í riðlinum eru allir afar sterkir, en Ísland leikur í B-riðli ásamt Bandaríkjunum, Noregi og Sviss. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Æfingahelgi framundan - 28.2.2015

Framundan er æfingahelgi hjá U17 kvenna og hefur Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, valið leikmenn fyrir þessar æfingar.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll og verða tveir hópar á ferðinni.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir Norðurland - 27.2.2015

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Norðurland  verður í Boganum á Akureyri miðvikudaginn 4.mars  og eru þetta æfingar fyrir krakka fædd 2001 og 2002.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ kosin á 69. ársþingi KSÍ

Fyrsti fundur stjórnar að loknu ársþingi - 26.2.2015

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar að loknu ársþingi KSÍ var m.a. skipað í embætti innan stjórnar. Guðrún Inga Sívertsen verður varaformaður, Gylfi Þór Orrason gjaldkeri stjórnar og Gísli Gíslason er ritari stjórnar.  Á fundinum var jafnframt ákveðið að Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, muni gegna starfi framkvæmdastjóra KSÍ tímabundið, þar til annað verður ákveðið.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Landsdómararáðstefna – 27.–28. febrúar - 26.2.2015

Um komandi helgi fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það Kyros Vassaras sem verður gestur ráðstefnunnar.

Lesa meira
 
Kristinn Jóhannsson ásamt Ágústi Jenssyni

Kristinn vallarstjóri þriðja árið í röð - 26.2.2015

Kristinn V. Jóhannsson var á dögunum valinn fótboltavallarstjóri ársins 2014 en kjörið fór fram á uppskeruhátíð Samtaka Íþrótta og Golfvallarstarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ).  Þetta er í þriðja skiptið sem vallarstjórar ársins eru valdir og í þriðja skiptið sem Kristinn hampar þessum titli.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stúlkur á Suðurlandi - 25.2.2015

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stúlkur á Suðurlandi verður í Hveragerði föstudaginn 27. febrúar.  Þetta eru æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 
U21-karla

16 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingu fyrir U21 karla - 24.2.2015

Úrtaksæfing fyrir U21 landslið karla fer fram í Kórnum laugardaginn 28. febrúar.  Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, hefur boðað 16 leikmenn til æfinga, alla fædda 1996, og koma þeir frá 10 félögum. Lesa meira
 
KR er Reykjavíkurmeistari kvenna 2015 (Mynd frá Fotbolti.net

KR Reykjavíkurmeistari kvenna 2015 - 24.2.2015

KR-ingar fögnuðu sigri í Reykjavíkurmóti kvenna 2015 eftir sigur á Val í úrslitaleik í Egilshöll á mánudagskvöld.  Lokatölur leiksins urðu 2-1 fyrir KR og var þar með bundinn endi á 7 ára sigurgöngu Vals í þessari keppni, sem haldin hefur verið síðan 1982.

Lesa meira
 
U17 karla 2015 - Ísland-N. Írland í Kórnum

Úrtaksæfingar U19 og U17 karla um komandi helgi - 23.2.2015

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla.  Æft verður í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík og hafa rúmlega 70 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinganna, sem fara fram undir stjórn landsliðsþjálfara liðanna. Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn fyrir Algarve tilkynntur - 23.2.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem leikur á Algarve mótinu sem fram fer 4. - 11. mars næstkomandi.  Freyr velur 23 leikmenn í hópinn og þar af eru tveir nýliðar.  Margrét Lára Viðarsdóttir er leikreyndasti leikmaður hópsins og snýr nú aftur eftir hlé.

Lesa meira
 
Gunnar Sverrir Gunnarsson

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara þriðjudaginn 3. mars - 23.2.2015

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið þriðjudaginn 3. mars í höfuðstöðvum KSÍ og hefst það kl. 18:00.  Á námskeiðinu mun Gunnar Sverrir Gunnarsson FIFA aðstoðardómari fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Lesa meira
 
Marki fagnað hjá U19 kvenna í leik gegn A landsliði Færeyja í Fífunni 22. febrúar 2015

U19 kvenna - Aftur fimm marka sigur á Færeyjum - 22.2.2015

Stelpurnar í U19 unnu í dag A landslið Færeyja en þetta var seinni vináttulandsleikur liðanna á þremur dögum.  Lokatölur urðu 6 - 1 fyrir Ísland eftir að staðan í leikhléi hafði verið jöfn, 1 - 1.  Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Akraneshöllinni í kvöld en vegna veðurskilyrða og færðar var ákveðið að færa leikinn í Fífuna. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikurinn gegn Færeyjum færður í Fífuna - 22.2.2015

Vegna veðurútlits hefur verið ákveðið að seinni vináttulandsleikur U19 kvennalandsliðs Íslands og A landsliðs Færeyja fari fram í Fífunni í dag, sunnudaginn 22. febrúar,  kl. 17:00.  Leikurinn var fyrirhugaður í Akraneshöllinni kl. 19:00.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Öruggur sigur á Færeyjum - 20.2.2015

Stelpurnar í U19 unnu öruggan sigur á A landsliði Færeyja en þjóðirnar mættust í vináttulandsleik í Reykjaneshöllinni í dag.  Lokatölur urðu 5 - 0 fyrir íslenska liðið sem leiddi með þremur mörkum í leikhléi.  Liðin mætast svo aftur á sunnudaginn kl. 19:00 í Akraneshöllinni Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts kvenna mánudaginn 23. febrúar - 20.2.2015

Það verða Valur og KR sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna en leikið verður í Egilshöll, mánudaginn 23. febrúar kl. 19:00.  Valur lagði Þrótt í undanúrslitum og KR hafði betur gegn Fylki. Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

U21 karla – Vináttulandsleikur gegn Rúmenum 26. mars - 19.2.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Rúmeníu hafa komst að samkomulagi um að U21 karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik ytra, þann 26. mars næstkomandi.  Leikið verður á Trans-Sil vellinum í Targu Mures.  Í samkomulaginu felst einnig að þjóðirnar leiki annan vináttulandsleik í sama aldursflokki hér á landi árið 2016 eða 2017. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson

Þakkir - 19.2.2015

Á þessum tímamótum og í kjölfar vel heppnaðs ársþings 2015 hef ég ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins frá og með 1. mars n.k. en ég hef íhugað að skipta um vettvang frá því seint á síðasta ári og tel að nú, í upphafi nýs starfsárs , sé rétt að stíga þetta skref. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Færeyjum á undirbúningsmóti UEFA

U19 kvenna - Tveir vináttulandsleikir gegn A landsliði Færeyja - 19.2.2015

Stelpurnar í U19 munu leika tvo vináttulandsleiki gegn A landsliði Færeyja en leikirnir fara fram á föstudag og sunnudag.  Fyrri leikurinn fer fram í Reykjaneshöll, föstudaginn 20. febrúar kl. 16:00 en sá seinni í Akraneshöllinni, sunnudaginn 22. febrúar kl. 19:00.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun í Vestmannaeyjum 10.-11. mars - 18.2.2015

Hæfileikamótun KSÍ sem upphaflega átti að vera í Vestmannaeyjum dagana 24. - 25.febrúar, hefur verið færð til 10. - 11. mars. Halldór Björnsson mun stjórna æfingum hjá stúlkum og drengjum í 4. flokk.  Hér má sjá dagskrá og nafnalista yfir þá leikmenn sem eru boðaðir á þessar æfingar.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerðum varðandi félagaskipti og agamál - 18.2.2015

Á fundi stjórnar KSÍ, sem fram fór 13. febrúar, voru samþykktar breytingar á reglugerðum KSÍ um Aga- og úrskurðarmál og Félagaskipti, samninga, stöðu leikmanna og félaga.  Mikilvægt er að félög kynni sér þessar breytingar og komi til þeirra er málið varðar. Lesa meira
 

Námskeið í hugmyndafræði Coerver Coaching 21. - 22. febrúar - 18.2.2015

Dagana 21.-22. febrúar mun KSÍ bjóða þjálfurum upp á námskeið í hugmyndafræði Coerver Coaching.  Hingað til lands kemur Brad Douglass en hann starfar sem Technical Director hjá Coerver Coaching. Brad kom einnig hingað til lands í ársbyrjun 2013 og hélt vel heppnað Coerver Coaching námskeið á vegum KSÍ sem var gríðarlega vel sótt.

Lesa meira
 

Fjárhagsgögnum skilað til leyfisstjórnar í vikunni - 17.2.2015

Skiladagur fjárhagsgagna í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2015 er föstudagurinn 20. febrúar. Samkvæmt kröfum sem lýst er í leyfisreglugerð skulu leyfisumsækjendur skila ársreikningi með viðeigandi áritun endurskoðanda, ásamt fylgigögnum.  Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Austurland - 17.2.2015

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Austurland verður á Reyðarfirði laugardaginn 21. febrúar og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Suðurland - 17.2.2015

Hæfileikamótun KSÍ fyrir stráka á Suðurland verður í Hveragerði föstudaginn 20. febrúar, æfing fyrir stelpur verður viku seinna, föstudaginn 27. febrúar.  Þetta eru æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Leikjaniðurröðun í 1. deild kvenna og 4. deild karla 2015 - 17.2.2015

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út leikjaniðurröðun í 1. deild kvenna og 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2015 og er hægt að nálgast leikina hér á síðunni.  Þrjú félög bætast við keppni 1. deilar kvenna frá síðasta tímabili og er leikið í þremur 7 liða riðlum.  Félögum í 4. deild karla fækkar um eitt frá síðasta tímabili.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Kría í Garðinn - 17.2.2015

Dregið hefur verið í fyrstu tvær umferðirnar í Borgunarbikar karla og kvenna en keppni í karlaflokki hefst 1. maí en 10. maí hjá konunum.  Að venju eru margar athygliverðar viðureignir á dagskránni en félögin í Pepsi-deild koma síðar inn í keppnina, í 32 liða úrslitum hjá körlum og í 16 liða úrslitum hjá konum.  Lesa meira
 
Afturelding

Unglingadómaranámskeið hjá Aftureldingu þriðjudaginn 24. febrúar - 16.2.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu og hefst kl. 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikmenn valdir fyrir tvo leiki gegn Færeyjum - 16.2.2015

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið leikmenn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn A landsliði Færeyja.  Leikirnir fara fram hér á landi, í Reykjaneshöllinni föstudaginn 20. febrúar og í Akraneshöllinni, sunnudaginn 22. febrúar.

Lesa meira
 
Æfing á Möltu

Æfingar um helgina hjá A kvenna og U17 kvenna - 16.2.2015

Um komandi helgi verða æfingar hjá A kvenna og U17 kvenna og verða æfingarnar í Egilshöllinni og Kórnum.  Landsliðsþjálfararnir, Freyr Alexandersson og Úlfar Hinriksson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar og má sjá lista þeirra hér að neðan. Lesa meira
 
Gísli Gíslason

Knattspyrnan og verkefni sem blasa við - 16.2.2015

Um nýliðna helgi var haldið ársþing KSÍ og á föstudag málþing um stöðu kvenna innan íþróttahreyfingarinnar.  Á þessum tveimur viðburðum var ýmislegt til umfjöllunar sem vekja má athygli á til viðbótar því sem fjölmiðlar mátu fréttnæmast. Lesa meira
 
Stjórn KSÍ kosin á 69. ársþingi KSÍ

69. ársþingi KSÍ lokið - Geir endurkjörinn formaður - 14.2.2015

Rétt í þessu lauk 69. ársþingi KSÍ sem haldið var á Hótel Nordica Reykjavík.  Fréttir af afgreiðlsu tillagna má finna annars staðar á síðunni.  Tveir voru í kjöri formanns KSÍ, Geir Þorsteinsson og Jónas Ýmir Jónasson.  Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ til næstu tveggja ára.

Lesa meira
 

Setningarræða formanns á 69. ársþingi KSÍ - 14.2.2015

Íslensk knattspyrna var í sviðsljósinu árið 2014, frábær frammistaða A landsliðs karla vakti athygli víða og langt út fyrir strendur Íslands.  Sigur á HM bronsliði Hollands á Laugardalsvelli í október var tvímælalaust hápunktur ársins. Aldrei fyrr hefur sigurleikur landsliðs okkar skapað jafnmikla umfjöllun um íslenska knattspyrnu á erlendum vettvangi. Lesa meira
 

FH og ÍA fengu viðurkenningu fyrir dómaramál - 14.2.2015

Verðlaun voru veitt tveimur félögum fyrir góða frammistöðu í dómaramálum.  Sem fyrr þurfti að uppfylla 10 skilyrði til þess að teljast fyrirmyndarfélag í þeim efnum.  FH og ÍA stóðust skilyrðin og teljast því vera fyrirmyndarfélög í dómaramálum 2014.  Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, afhenti þessum félögum viðurkenningu á 69. ársþingi KSÍ.

Lesa meira
 

Stjarnan fékk Kvennabikarinn 2014 - 14.2.2015

Það var Stjarrnan sem hlaut Kvennabikarinn fyrir árið 2014 en það eru verðlaun fyrir háttvísi í Pepsi-deild kvenna.  Verðlaunin voru veitt á 69. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hótel Nordica Reykjavík.  Þá fékk Tindastóll viðurkenningu fyrir prúðmannlega framkomu í 1. deild kvenna á síðasta tímabili.

Lesa meira
 

KR og ÍA fengu  Dragostytturnar - 14.2.2015

KR og ÍA fengu Dragostytturnar á 69. ársþingi KSÍ sem haldið er Hótel Nordica Reykjavík.  Þá fengu Fjarðabyggð, Höttur og KFG viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna

Lesa meira
 

Sport TV fær fjölmiðlaverðlaun KSÍ - 14.2.2015

Á árinu sem leið gafst knattspyrnuáhugafólki kostur á að sjá fleiri innlenda leiki í beinni útsendingu vefsjónvarps en nokkru sinni fyrr. Vefsíðan Sport TV á þarna stærstan þátt. Þetta þýðir að á árinu 2014 gat knattspyrnuáhugafólk horft á tæplega eitt hundrað leiki í beinni útsendingu á Sport TV.

Lesa meira
 

Sigríður Arndís Jóhannsdóttir fær Grasrótarverðlaun KSÍ - 14.2.2015

Grasrótarverðlaun KSÍ hlýtur Sigríður Arndís Jóhannsdóttir.  Sigríður, sem starfar sem verkefnastjóri hjá þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, hefur staðið fyrir fótboltaæfingum fyrir utangarðsmenn.  Æfingarnar hafa farið fram einu sinni í viku á Klambratúni og hafa um 20 aðilar mætt á þessar æfingar, um 6 – 8 í einu. 

Lesa meira
 

Þórður Einarsson fékk Jafnréttisverðlaun - 14.2.2015

Jafnréttisverðlaun KSÍ hlýtur Þórður Einarsson, framkvæmdastjóri Leiknis.  Þórður Einarsson er Leiknismaður og Breiðhyltingur fram í fingurgóma.  Hann lék með Leikni í yngri flokkum og í meistaraflokki og hefur þjálfað og starfað þar um langt árabil, þrátt fyrir ungan aldur. 

Lesa meira
 

69. ársþing KSÍ hafið - Fylgist með framgangi þingsins hér - 14.2.2015

Núna kl. 11:00 hófst 69. ársþing KSÍ og fer það fram á Hilton Nordica Reykjavík.  Nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu sem og að tveir aðilar eru í formannskjöri.  Við munum fylgjast með hér á síðunni og uppfærum þessa frétt reglulega.

Lesa meira
 

Karen Espelund sérstakur gestur á ársþingi KSÍ - 13.2.2015

Sérstakur gestur á 69. ársþingi KSÍ, sem fram fer á Hilton Hótel Nordica á laugardag, verður Karen Espelund, sem setið hefur í framkvæmdastjórn UEFA síðan 2011. Karen er norsk og gegndi m.a. stöðu framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Noregs um 10 ára skeið.

Lesa meira
 

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 4. deild karla 2015 - 13.2.2015

Mótanefnd hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2015 og má sjá hana hér að neðan.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Suðurnes - 13.2.2015

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Suðurnes verður í Reykjaneshöllinni miðvikudaginn 18. febrúar og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla í vináttulandsleik gegn Norður Írum í Kórnum 10. febrúar 2015

U17 karla - Annar eins marks sigur á Norður Írum - 12.2.2015

Íslendingar og Norður Írar léku í dag seinni vináttulandsleik sinn í Kórnum á þremur dögum.  Íslendingar unnu fyrri leikinn með einu marki gegn engu og gerðu nokkrar breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum.  Leiknum lauk með, eins og þeim fyrri, með 1 – 0 sigri Íslands. Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Vesturland - 12.2.2015

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Vesturland verður í Akraneshöllinni þriðjudaginn 17. febrúar og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Það er Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, sem fer fyrir verkefninu. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla í vináttulandsleik gegn Norður Írum í Kórnum 10. febrúar 2015

U17 karla - Ísland mætir Norður Írlandi kl. 12:00 - 12.2.2015

Strákarnir í U17 leika í dag seinni vináttulandsleikinn gegn Norður Írum og fer hann fram í Kórnum.  Leikurinn hefst kl 12:00 á hádegi og verður sýndur í beinni útsendingu á Sport TV.  Hægt verður einnig að fylgjast með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

Hver er staða kvenna innan íþróttahreyfingarinnar? - 12.2.2015

Knattspyrnusamband Íslands stendur fyrir málþingi, föstudaginn 13. febrúar kl. 17:30, í höfuðstöðvum KSÍ.  Málþingið ber yfirskriftina: "Hver er staða kvenna innan íþróttahreyfingarinnar?" og er öllum opið.

Lesa meira
 

Dagskrá 69. ársþings KSÍ - 11.2.2015

Ársþing KSÍ, það 69. í röðinni, fer fram á Hilton Nordica Reykjavík laugardaginn 14. febrúar og hefst kl. 11:00 en afhending þinggagna hefst kl. 10:00.  Hér að neðan má finna dagskrá þingsins. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn hefst föstudaginn 13. febrúar - 11.2.2015

Það verða nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar Vals og Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem hefja leik í Lengjubikarnum 2015 en félögin mætast í Egilshöll, föstudaginn 13. febrúar kl. 19:00.  Fjölmargir leikir verða svo í í A-deild karla um komandi helgi. Lesa meira
 
Grindavík

Unglingadómaranámskeið hjá Grindavík þriðjudaginn 17. febrúar - 11.2.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Grindavík og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 

Fjöldi þingfulltrúa á 69. ársþingi KSÍ - 11.2.2015

Laugardaginn 14. febrúar næstkomandi fer fram 69. ársþing KSÍ á Hilton Nordica Reykjavík.  Alls hafa 146 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 133 fulltrúa frá 18 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum.

Lesa meira
 
U17 karla 2015 - Ísland-N. Írland í Kórnum

U17 karla - Sigur gegn Norður Írum í vináttulandsleik - 10.2.2015

Ísland og Norður Írland mættust í kvöld í vináttulandsleik hjá U17 landsliðum karla og var leikið í Kórnum.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir íslenska liðið eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Þjóðirnar mætast svo aftur, á sama stað, á fimmtudaginn og hefst sá leikur á nokkuð óvenjulegum tíma eða kl. 12:00 á hádegi.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar um helgina - 9.2.2015

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar hjá U17 karla um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll og eru leikmennirnir 31 sem boðaðir eru að þessu sinni. Lesa meira
 
Valur

Valsmenn Reykjavíkurmeistarar hjá körlum - 9.2.2015

Það voru Valsmenn sem hömpuðu Reykjavíkurmeistaratitlinum í kvöld þegar þeir lögðu Leikni í úrslitaleik en leikið var í Egilshöll.  Valsmenn höfðu tveggja marka forystu í leikhléi og bættu svo einu marki við í síðari hálfleik og höfðu 3 - 0 sigur.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 karla - Leikið gegn Norður Írum á þriðjudag og fimmtudag - 9.2.2015

Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Norður Írum og fara þeir báðir fram í Kórnum.  Fyrri leikurinn fer fram þriðjudaginn 10. febrúar og hefst kl. 18:45.  Sá síðari verður fimmtudaginn 12. febrúar og hefst kl. 12:00.  Báðir leikirnir verða sýndir á Sport TV. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Íslensk knattspyrna var í sviðsljósinu árið 2014 - 6.2.2015

Íslensk knattspyrna var í sviðsljósinu árið 2014, frábær frammistaða A landsliðs karla vakti athygli í heimi knattspyrnunnar. Sigur á HM bronsliði Hollands á Laugardalsvelli í október var tvímælalaust hápunktur ársins. Aldrei fyrr hefur sigurleikur í keppni skapað jafnmikla umfjöllun um íslenska knattspyrnu á erlendum vettvangi

Lesa meira
 

Rekstur KSÍ í samræmi við áætlun - 6.2.2015

Rekstur KSÍ á árinu 2014 er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun frá ársþingi.  Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2014 námu 1.067 milljónum króna samanborið við 972 milljónir króna árið á undan. Hækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af auknu framlagi frá FIFA og auknum sjónvarpstekjum.  Rekstrarkostnaður KSÍ var um 910 milljónir króna og lækkar frá fyrra ári um 18 milljónir króna.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Leiknir og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins - 6.2.2015

Það verða Leiknir og Valur sem leika til úrslita í Reykjavíkurmóti KRR en þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleiki gærkvöldsins.  Þessi félög mætast í úrslitaleiknum, mánudaginn 9. febrúar, í Egilshöll og hefst leikurinn kl. 19:00. Lesa meira
 
Merki U21 karla

U21 karla - Ísland aftur í riðli með Frökkum - 5.2.2015

Dregið var í dag í undankeppni EM U21 karla en dregið var í höfuðstöðvum UEFA.  Ísland dróst í riðil með Frakklandi, Úkraínu, Skotlandi, Makedóníu og Norður Írlandi.  Ísland var í fjórða styrkleikaflokki og lenti með Frökkum úr efsta styrkleikaflokki, líkt og í síðustu undankeppni.

Lesa meira
 
Frá hæfileikamótun frá Austfjörðum

Hæfileikamótun KSÍ og N1 2015 - Dagskrá næstu vikur - 4.2.2015

Þessa dagana er Hæfileikamótun KSÍ og N1 að fara af stað á árinu 2015.  Eins og áður hefur komið fram verður byrjað að þessu sinni á Hornarfirði en dagskráin næstu vikurnar er annars svohljóðandi:

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Opin mót félaga 2015 - 4.2.2015

Félögum sem halda opin mót 2015 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður á póstfangið: thorvaldur@ksi.is.  Upplýsingarnar verður að finna í lista undir Opin mót í valmyndinni hér vinstra megin á síðunni.

Lesa meira
 
Guðmunda Brynja og Glódís

A kvenna - Vináttulandsleikur gegn Hollandi í apríl - 4.2.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Hollands hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Kórnum, 4. apríl næstkomandi.  Einnig hefur verið samið um að þjóðirnar mætist svo aftur, þá í Hollandi, á næsta ári.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Norður Írum á undirbúningsmóti UEFA í Belfast

U17 kvenna - Vináttulandsleikir gegn Írum í mars - 3.2.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Írlands hafa komist að samkomulagi um að U17 kvennalandslið þjóðanna leiki tvo vináttulandsleiki í Dublin, 21. og 23. mars.  Íslenska liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna sem haldin verður hér á landi og hefst 22. júní.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit Reykjavíkurmóts karla fimmtudaginn 5. febrúar - 3.2.2015

Fimmtudaginn 5. febrúar fara fram undanúrslit Reykjavíkurmóts karla en leikið verður í Egilshöll. Fjölnir og Valur mætast í fyrri leiknum og hefst hann kl. 18:45. Strax á eftir, eða kl. 20:45, leika svo Leiknir R og KR. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 karla - Hópurinn fyrir vináttulandsleiki gegn Norður Írum - 3.2.2015

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem mætir Norður Írum í tveimur vináttulandsleikjum.  Leikirnir fara fram í Kórnum og verður fyrri leikurinn leikinn þriðjudaginn 10. febrúar kl. 18:45 og sá síðari, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 12:00. Lesa meira
 
Merki U21 karla

U21 karla - Dregið í undankeppni EM 2017 á fimmtudag - 3.2.2015

Dregið verður í undankepnni EM 2017, fimmtudaginn 5. febrúar, og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Ísland er í fjórða styrkleikaflokki en dregið verður í níu riðla þar sem sjö þeirra verða skipaðir sex þjóðum en tveir munu innihalda fimm þjóðir. 

Lesa meira
 

Tveir í framboði til formanns á 69. ársþingi KSÍ - 2.2.2015

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. Lesa meira
 

Tillögur á 69. ársþingi KSÍ - 2.2.2015

69. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica, 14. febrúar nk. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Norður Írum á undirbúningsmóti UEFA í Belfast

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar um helgina - 2.2.2015

Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Þórður Þórðarson, hafa valið hópa fyrir úrtaksæfingar sem fram fara um komandi helgi.  Tveir hópar verða við æfinga hjá U17 kvenna, leikmenn fæddir 1998/99 og leikmenn fæddir árið 2000.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

500 dagar í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi - 30.1.2015

Í tilefni af því að 500 dagar eru í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi þá kom UEFA á fót heimasíðu þar sem hægt er að fylgjast með miðasöluferli á leiki keppninnar og fá upplýsingar sendar, ef óskað er, um hvernig miðasölunni verður háttað.

Lesa meira
 
FH

Úrskurður í máli stjórnar KSÍ gegn FH - 29.1.2015

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál sem stjórn KSÍ vísaði til nefndarinnar vegna meints brots FH á lögum og reglugerðum KSÍ.  Aga- og úrskurðarnefnd fór nú með málið öðru sinni en Áfrýjunardómstóll KSÍ hafði vísað málinu aftur til nefndarinnar til efnislegrar umfjöllunnar. Lesa meira
 
Knattspyrnuhúsið Báran Hornafirði

Hæfileikamótun KSÍ og N1 2015 að hefjast - 29.1.2015

Þessa dagana er Hæfileikamótun KSÍ og N1 að fara af stað og er það Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.  Fyrsti staðurinn sem Halldór heimsækir er Hornafjörður.  Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka  sem eru fædd 2001 og 2002.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

U21 karla - Æfingahópur valinn fyrir komandi helgi - 27.1.2015

Eyjólfur Sverrisson hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi og fara þær æfingar fram að þessu sinni í Akraneshöllinni.  Valdir eru 32 leikmenn á þessar æfingar og koma þeir frá 16 félagsliðum.  Hópinn má sjá hér að neðan. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Vináttulandsleikir gegn Norður Írum í febrúar - 27.1.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Norður Írlands hafa komist að samkomulagi um að U17 karlalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki þann 10. og 12. febrúar næstkomandi.  Leikirnir fara fram hér á landi og verða leiknir í Kórnum í Kópavogi Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Námskeið fyrir dómara þriðjudaginn 3. febrúar - 27.1.2015

Námskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, þriðjudaginn 3. febrúar kl. 18:00.  Kristinn Jakobsson, reyndasti FIFA dómari Íslands, mun kenna á námskeiðinu.  Aðaláherslan verður lögð á undirbúning fyrir leik og leikstjórn.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhúsið Báran Hornafirði

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar 2015 - 27.1.2015

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu. Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U17 og U19 karla - Æfingar um komandi helgi - 26.1.2015

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða æfingarnar í Akraneshöllinni og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Halldór Björnsson og Þorvaldur Örlygsson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar og má sjá nafnalistanan hér að neðan.

Lesa meira
 

Tilnefningar óskast vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ 2014 - 26.1.2015

Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2014. Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi. 

Lesa meira
 
UEFA

Formaður KSÍ gefur kost á sér í stjórn UEFA - 23.1.2015

Kosið verður í stjórn UEFA 24. mars nk. á þingi sambandsins. Michel Platini er einn í kjöri til formanns en einnig verður kosið um 7 stjórnarmenn af 15. Framboðsfrestur rennur út 24. janúar og hefur Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, ákveðið að gefa kost á sér.

Lesa meira
 
Fylkir

Unglingadómaranámskeið hjá Fylki fimmtudaginn 29. janúar - 22.1.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki og hefst kl. 17:00, fimmtudaginn 29. janúar.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
ÍA

ÍA leitar að þjálfara - 22.1.2015

Knattspyrnufélag ÍA leitar eftir hæfum þjálfara í fullt starf hjá félaginu. Um er að ræða þjálfun bæði í 7 manna bolta og 11 manna bolta.

Lesa meira
 
Egilshöll

Vetrarmótin í fullum gangi - 21.1.2015

Vetrarmótin eru í fullum gangi í knattspyrnuhöllum landsins og er fullt af leikjum framundan næstu daga.  Leikið er í Reykjavíkurmótinu, Kjarnafæðismótinu, Fótbolti.net mótinu og Faxaflóamótinu.  Á ekki að skella sér á völlinn?  Smelltu hér að neðan og skoðaðu úrvalið. Lesa meira
 

Ekkitapa.is tilnefndur sem frumlegasti vefurinn - 21.1.2015

Vefurinn ekkitapa.is, sem er hluti af markaðsherferðinni, Ekki tapa þér, hefur verið tilnefndur sem frumlegasti vefur ársins af Samtökum vefiðnarins. Ekki tapa þér er markaðsátak til að minna mikilvægi góðrar hegðunar á knattspyrnuleikjum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kanada í Orlando, 19. janúar

A karla - Jafnt gegn Kanada í Orlando - 20.1.2015

Íslenska karlalandsliðið gerði jafntefli í kvöld gegn Kanada en þetta var seinni vináttulandsleikur þjóðanna á fjórum dögum og fóru þeir báðir fram í Orlando.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að Kanada hafði leitt í leikhléi með einu marki en bæði mörk leiksins komu úr vítaspyrnum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið íslands gegn Kanada í Orlando 16. janúar 2015

Byrjunarliðið sem mætir Kanada kl. 21:00 - 19.1.2015

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kanada i seinni vináttulandsleik þjóðanna á fjórum dögum en leikið verður í Orlando.  Gerðar eru átta breytingar frá byrjunarliðinu frá síðasta leik en leikurinn hefst kl. 21:00 að íslenskum tíma og verður sýndir í beinni útsendingu hjá SkjáSport.

Lesa meira
 

Landsliðsæfingar A kvenna í Kórnum 24. og 25. janúar - 19.1.2015

A landslið kvenna mun koma saman til æfinga í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi dagana 24. og 25. janúar og hefur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, kallað 23 leikmenn til æfinga.  Leikmennirnir koma frá sjö félögum, þ.e. sex Pepsi-deildarfélögum og einu erlendu félagi.

Lesa meira
 
Frá æfingu í Orlando

Ísland mætir Kanada í kvöld kl. 21:00 - 19.1.2015

Ísland mætir Kanada í vináttulandsleik í kvöld í annað skiptið á fjórum dögum en leikið verður á háskóllavelli UCF í Orlando í Florida.  Leikurinn hefst kl. 21:00 að íslenskum tíma, eða kl. 16:00 að staðartíma, og verður í beinni útsendingu hjá SkjáSport.  Fyrri leik þjóðanna lauk með 2 - 1 sigri Íslands þar sem Kristinn Steindórsson og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörkin. Lesa meira
 
Frá æfingu í Orlando

A karla - Undirbúningur fyrir seinni leikinn gegn Kanada í fullum gangi - 18.1.2015

Strákarnir undirbúa sig af kappi fyrir seinni vináttulandsleikinn gegn Kanada en hann fer fram á morgun, mánudaginn 19. janúar og hefst kl. 21:00 að íslenskum tíma.  Íslendingar unnu fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn einu. Lesa meira
 
Byrjunarlið íslands gegn Kanada í Orlando 16. janúar 2015

A karla - Eins marks sigur á Kanada - 17.1.2015

ísland lagði Kanada með tveimur mörkum gegn einu í fyrri vináttulandsleik þjóðanna sem fram fara í Orlando.  Bæði mörk Íslands komu í fyrri hálfleik en Kanada minnkaði muninn þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum.  Þjóðirnar mætast aftur á mánudaginn á sama stað en sá leikur hefst kl. 21:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Frá æfingu í Orlando

A karla - Byrjunarliðið sem mætir Kanada - 16.1.2015

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kanada í vináttulandsleik í kvöld.  Þetta er fyrri leikur þjóðanna en báðir fara þeir fram í Orlando.  Leikurinn hefst kl. 21:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Skjá Sport.

Lesa meira
 

KSÍ IV þjálfaranámskeið 6.-8. febrúar - 16.1.2015

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 6.-8. febrúar næstkomandi. Námskeiðið fer fram í Reykjavík, Reykjanesbæ og Hveragerði. Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði. Lesa meira
 
U17 kvenna á NM

Úrtaksæfingar U17 og U19 kvenna 24. og 25. janúar - 16.1.2015

Dagana 24. og 25. janúar fara fram úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna.  Æft verður í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík undir stjórn landsliðsþjálfaranna.  Alls hafa tæplega 50 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga. 

Lesa meira
 

22 af 24 félögum hafa skilað leyfisgögnum - 16.1.2015

Skiladagur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, var 15. janúar og hafa 22 af þeim 24 félögum sem undirgangast leyfiskerfið skilað gögnum.  Tvö félög hafa fengið skilafrest fram í næstu viku.  Rafræn skil hafa aukist mjög síðustu 2-3 árin og af þessum 22 félögum sem hafa skilað gerði 21 það eftir rafrænum leiðum.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson

Eyjólfur Sverrisson áfram þjálfari U21 karla - 16.1.2015

Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára.  Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005.  Aðstoðarþjálfari Eyjólfs verður áfram Tómas Ingi Tómasson.

Lesa meira
 
Edvin Jurisevic

Dómarar leiksins koma frá Bandaríkjunum - 16.1.2015

Eins og búast mátti við þá koma dómarar vináttulandsleiks Kanada og Íslands frá Bandaríkjunum en dómari leiksins heitir Edvin Jurisevic.  Hann hefur verið FIFA dómari síðan 2010 og dæmir alla jafna í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Lesa meira
 

A karla - Leikið við Kanada í kvöld - 16.1.2015

Karlalandsliðið leikur í kvöld fyrri vináttulandsleik sinn gegn Kanada en leikið verður á háskólavelli UCF í Orlando.  Leikurinn hefst kl. 21:30 að íslenskum tíma eða kl. 16:30 að staðartíma en seinni vináttulandsleikur þjóðanna fer fram mánudaginn 19. janúar á sama stað. Lesa meira
 

Fyrsti kvendómarakvartettinn - 15.1.2015

Greint var frá því hér á vefnum fyrr í vikunni að dómarakvartettinn í landsleik U23 Íslands og Póllands, sem fram fór í Kórnum á miðvikudag, væri eingöngu skipaður konum.  Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist hér á landi.

Lesa meira
 
Frá æfingu í Orlando

A karla - Undirbúningur fyrir leikina gegn Kanada heldur áfram - 14.1.2015

Undirbúningur karlalandsliðsins fyrir vináttulandsleikina gegn Kanada heldur áfram en fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 16. janúar og hefstkl 21:30 að íslenskum tíma.  Liðið æfði í dag og var vel tekið á því.  Allir leikmenn hópsins voru með á æfingunni að undanskildum Guðmundi Þórarinssyni sem er með flensueinkenni og var ekki með.

Lesa meira
 

Íslenskur sigur í Kórnum - 14.1.2015

U23 landslið kvenna vann góðan 3-1 sigur á Póllandi í vináttulandsleik í Kórnum í Kópavogi í kvöld, miðvikudagskvöld.  íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður.  Elín Metta gerði tvö marka Íslands og Katrín Ásbjörnsdóttir eitt.

Lesa meira
 
Guðmunda Brynja

Byrjunarlið Íslands og Póllands í kvöld - 14.1.2015

U23 landslið kvenna mætir Póllandi í vináttulandsleik í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi kl. 18:00 í kvöld, miðvikudagskvöld.  Aðgangur að leiknum er ókeypis.  Þjálfarar beggja liða hafa nú opinberað byrjunarlið sín. Lesa meira
 

A karla - Allir leikmenn með á æfingu dagsins - 13.1.2015

Eins og kunnugt er þá er íslenska karlalandsliðið statt í Orlando þessa dagana þar sem leiknir verða tveir vináttulandsleikir við Kanada, 16. og 19. janúar.  Eftir langt ferðalag í gær þá var fyrsta æfingin í dag þar sem menn hristu ferðaþreytuna úr sér og voru allir leikmenn hópsins með á æfingunni.

Lesa meira
 
Bríet Bragadóttir

Bríet Bragadóttir dæmir leik Íslands og Póllands í Kórnum - 13.1.2015

Dómararnir í vináttuleik U23 landslið Íslands gegn Póllandi eru allir íslenskir.  Dómari verður Bríet Bragadóttir, sem valin var dómari ársins 2014 í Pepsi-deild kvenna.  Leikurinn fer fram í Kórnum á miðvikudag kl. 18:00 og er aðgangur ókeypis. Lesa meira
 
Guðmunda Brynja og Glódís

Ísland mætir Póllandi í Kórnum á miðvikudag - ókeypis aðgangur - 13.1.2015

U23 landslið kvenna mætir Póllandi í vináttulandsleik í knattspyrnuhúsinu Kórnum á miðvikudag kl. 18:00.  Pólverjar tefla reyndar fram A landsliði sínu í þessum leik og í íslenska hópnum eru jafnframt fjórir eldri leikmenn.  Aðgangur að leiknum er ókeypis - um að gera að skella sér!

Lesa meira
 
University of Central Florida Soccer and Track Field

A karla - Landsliðið komið til Orlando - 13.1.2015

Íslenska karlalandsliðið kom til Orlando í gærkvöldi eftir langt ferðalag.  Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Kanada sem verða leiknir á háskólavelli University of Central Florida hér í Orlando.  Fyrri leikurinn verður föstudaginn 16. janúar en sá síðari mánudaginn 19. janúar og verða báðir leikirnir í beinni útsendingu hjá SkjáSport.

Lesa meira
 
Frá æfingu U21 karla í Álaborg

Úrtaksæfingar U21 karla í Kórnum um helgina - 13.1.2015

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar vegna U21 landsliðs karla.  Æft verður í Kórnum í Kópavogi dagana 17. og 18. janúar og hafa 33 leikmenn frá 17 félögum verið boðaðir til æfinganna, sem fara fram undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar, þjálfara U21 landsliðs karla. Lesa meira
 

Vísað aftur til aga- og úrskurðarnefndar til efnislegrar meðferðar - 13.1.2015

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál stjórnar KSÍ gegn knattspyrnudeild FH.  Stjórn KSÍ áfrýjaði fyrri úrskurði aga- og úrskurðarnefndar.  Hinn áfrýjaði úrskurður er felldur úr gildi og málinu vísað til aga-og úrskurðarnefndar KSÍ til efnismeðferðar. Lesa meira
 
Frá 67. ársþingi KSÍ 2013

Kosningar í stjórn á 69. ársþingi KSÍ - 12.1.2015

Ársþing KSÍ verður haldið þann 14. febrúar næstkomandi.  Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing, eða í síðasta lagi 31. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar, ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Kóreu á Ólympíuleikjum ungmenna í Nanjing

U16 og U17 karla - Æfingar um komandi helgi - 12.1.2015

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U16 og U17 karla og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrrisson og Halldór Björnsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar og má sjá þá hér að neðan.

Lesa meira
 

U23 kvenna - Hópurinn sem mætir Póllandi - 12.1.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið U23 hópinn sem mætir Póverjum í vináttulandsleik í Kórnum, miðvikudaginn 14. janúar kl. 18:00.  Pólverjar tefla fram A landsliði sínu í þessum leik en fjórir eldri leikmenn verða með íslenska liðinu í þessum leik.

Lesa meira
 
Fundað með endurskoðendum um leyfismál

Fundað með endurskoðendum félaga um leyfismál - 12.1.2015

Í síðustu viku var haldinn vinnufundur fyrir endurskoðendur þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.  Um er að ræða árlegan janúarfund, þar sem farið er yfir breytingar á leyfisreglugerð milli ára, sem og áhersluatriði og hagnýta þætti.

Lesa meira
 

Afturelding og Víkingur Ólafsvík meistarar innanhúss - 11.1.2015

Það voru Afturelding og Víkingur Ólafsvík sem að fögnuðu sigri í Íslandsmótinu innanhúss 2015 en úrslitaleikirnir fór fram í Laugardalshöllinni í dag.  Afturelding vann Álftanes í úrslitaleik kvenna og Víkingur Ólafsvík hafði betur gegn Leikni/KB hjá körlunum.ttur

Lesa meira
 

Afturelding og Álftanes mætast í úrslitum innanhúss í kvennaflokki - 10.1.2015

Eftir leiki dagsins er ljóst hvaða félög mætast í úrslitum Íslandsmótsins innanhúss en leikið verður  í Laugardalshöllinni, sunnudaginn 11. janúar.  Hjá konunum mætast Afturelding og Álftanes kl. 11:30 og strax á eftir, eða um kl. 13:00, leika Leiknir/KB og Víkingur Ólafsvík til úrslita í karlaflokki. Lesa meira
 

Undanúrslit Íslandsmótsins innanhúss í dag - 10.1.2015

Í dag, laugardag, fara fram undanúrslit í Íslandsmótinu innanhúss en leikið verður í Laugardalshöll.  Það eru konurnar sem byrja en kl. 10:30 mætast Afturelding og Þróttur og kl. 12:00 eigast við Grindavík og Álftanes. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Niðurröðun leikja í Lengjubikar 2015 lokið - 9.1.2015

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2015. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót KRR hefst í kvöldi - 9.1.2015

Reykjavíkurmót KRR hefst í kvöld þegar tveir leikir verða á dagskrá  í B riðli karla.  Það verða Leiknir og Þróttur sem ríða á vaðið kl. 19:00 í kvöld og kl. 12:00 mætast Valur og ÍR.  Allir leikir Reykjavíkurmótsins fara fram í Egilshöll en keppni í A riðli karla hefst föstudaginn 16. janúar og keppni í kvennaflokki sömu helgi.

Lesa meira
 

Bræður og vinur í fótbolta þótti besta myndin - 9.1.2015

Bræður og vinur þeirra að leika sér saman í fótbolta í Nauthólsvík þótti besta myndin í ljósmyndakeppni sem KSÍ stóð að í samstarfi við bakjarla Knattspyrnusambandsins. Um er að ræða leik þar sem fólk merkti myndir með merkinu #fotboltavinir á Instagram en myndirnar áttu að sýna einhver skemmtileg augnablik sem tengjast fótbolta. 

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn fyrir vináttulandsleiki gegn Kanada - 9.1.2015

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbåck, hafa tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Kanada í tveimur vináttulandsleikjum en leikið verður í Orlando í Florida.  Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 16. janúar kl. 21:30 að íslenskum tíma og sá síðari, mánudaginn 19. janúar kl. 21:00

Lesa meira
 

Úrslitakeppni Íslandsmótsins innanhúss framundan - 7.1.2015

Framundan er úrslitakeppni Íslandsmótsins innanhúss, Futsal, en keppni í 8 liða úrslitum í karlaflokki hefst föstudaginn 9. janúar.  Undanúrslit í karla- og kvennaflokki fara svo fram í Laugardalshöll á laugardag og úrslitaleikirnir fara fram á sunnudag á sama stað.

Lesa meira
 
f27200612-valuria-12

Skila skal þátttökutilkynningum í síðasta lagi 20. janúar - 7.1.2015

Þátttökutilkynningar hafa verið póstlagðar til aðildarfélaga KSÍ í almennum pósti og ættu þær að hafa borist aðildarfélögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað í síðasta lagi 20. janúar næstkomandi. Lesa meira
 
Valur

Unglingadómaranámskeið hjá Val mánudaginn 12. janúar - 6.1.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Val og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Námskeiðið er ókeypis.

Lesa meira
 
Merki FIFA

Nýr listi yfir alþjóðlega dómara - 5.1.2015

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur birt nýjan lista yfir alþjóðlega dómara og er þar að finna þrjá nýja íslenska dómara.  Vilhjálmur Alvar Þórarinsson kemur nýr einn sem dómari og þá eru einnig aðstoðardómararnir, Björn Valdimarsson og Jovana Cosic ný inn á listanum. Lesa meira
 

Úrtaksæfingar hjá landsliðum kvenna um komandi helgi - 5.1.2015

Framundan eru fyrstu úrtaksæfingar hjá landsliðum kvenna en þær fara fram um komandi helgi.  Það verða fjórir hópar við æfingar þessa helgi en A kvenna, U23, U19 og U17 verða við æfingar sem fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

10 dagar í skil á leyfisgögnum - 5.1.2015

Þann 15. janúar næstkomandi er skiladagur leyfisgagna.  Þá skila þau félög sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ (félögin 24 í Pepsi-deild karla og 1. deild karla) gögnum sem snúa að fjórum köflum leyfiskerfisins, þ.e.e öllum öðrum en fjárhagslegum. Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson

Gylfi Þór Sigurðsson í öðru sæti í kjöri á íþróttamanni ársins 2014 - 3.1.2015

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Swansea, varð í öðru sæti í kjöri á íþróttamanni ársins en tilkynnt var um kjörið í kvöld.  Hann átti frábært ár með landsliðinu sem og félagsliði sínu á Englandi.  Það var körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson sem var kjörinn íþróttamaður ársins.

Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson

A karla - Ísland leikur vináttuleik við Eistland þann 31. mars - 2.1.2015

Íslenska A-landslið karla leikur vináttuleik við Eistland þann 31. mars en leikið er í Eistlandi. Íslenska liðið leikur þann 28. mars við Kasakstan í undankeppni EM og mun íslenska liðið fara þaðan til Eistlands þar sem vináttuleikurinn fer fram.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög