Fréttir

Fyrstu landsliðsæfingar yngri landsliða karla á nýju ári - 29.12.2014

Fyrstu úrtaksæfingar á nýju ári verða æfingar hjá yngri karlalandsliðum okkar en þær fara fram helgina 3. og 4. janúar í Kórnum og Egilshöll.  Úrtaksæfingar verða hjá U16, U17 og U19 landsliðum karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrisson, Halldór Björnsson og Þorvaldur Örlygsson valið hópa á þessar æfingar.  Lesa meira
 
Jólakveðja KSÍ

Gleðilega hátíð - Kveðja frá KSÍ - 24.12.2014

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu.

Lesa meira
 
Verðlaunagripurinn og Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður SÍ

Knattspyrnufólk og knattspyrnulið áberandi - 23.12.2014

Samtök íþróttafréttamanna hafa nú birt nöfn þeirra tíu íþróttamanna sem flest atkvæði hluti í kjöri félagsmanna á íþróttamanni ársins 2014.  Að venju er knattspyrnufólk áberandi í kjörinu og eru þau Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir á meðal tíu efstu.  Lesa meira
 
Úr vináttulandsleik Íslands og Kanada 22. ágúst 2007

A karla - Tveir vináttulandsleikir gegn Kanada 16. og 19. janúar - 18.12.2014

Knattspyrnusambönd Íslands og Kanada hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki, 16. og 19. janúar.  Leikirnir fara fram í Florida í Bandaríkjunum en þetta verða annar og þriðji leikurinn á milli karlalandsliða þessara þjóða.

Lesa meira
 
Merki Íþrótta- og Ólympíusambandsins

Ferðasjóður íþróttafélaga - Frestur til 12. janúar - 16.12.2014

Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga hefur verið opnað.  Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða á árinu 2014 rennur út á miðnætti mánudaginn 12. janúar 2015. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sent inn umsóknir í sjóðinn vegna þátttöku í styrkhæfum mótum. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Gylfi og Harpa knattspyrnufólk ársins 2014 - 16.12.2014

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Hörpu Þorsteinsdóttur knattspyrnufólk ársins 2014. Þetta er í ellefta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum.

Lesa meira
 

69. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Nordica 14. febrúar - 12.12.2014

69. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Nordica, Reykjavík 14. febrúar nk.  Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 14. janúar nk Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar: 

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2015 - 12.12.2014

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2015  hefur verið birt á vef KSÍ undir mót 2015. Best er að skoða leiki ykkar á vef KSÍ undir "mótamál" á forsíðunni og velja svo leiki félaga.  Athugasemdir við niðurröðun leikja ber að skila í síðasta lagi mánudaginn 29. desember Lesa meira
 

Saga landsliðs karla komin út á bók - 12.12.2014

Út er komin bókin Saga landsliðs karla, eftir Sigmund Ó. Steinarsson, glæsileg bók sem hefur að geyma sögu landsliðs Íslands í máli og myndum. Í bókinni, sem telur rúmar 600 blaðsíður, er sagt frá Evrópukeppni landsliða og heimsmeistarakeppninni. Bókin verður til sölu í verslunum Eymundsson-Pennans frá og með þriðjudeginum 16. desember.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Saga landsliðsins er saga leikmanna og þjálfara - 12.12.2014

Það var og er æðsti heiður hvers knattspyrnumanns að vera valinn til að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar í keppni, þar sem árangur næst ef leikmenn vinna saman og mynda sterka liðsheild.  Sigmundur Ó. Steinarsson hefur ritað sögu íslenska landsliðsins. Lesa meira
 
Ldv_2012_Atburdir-279

14 félög á vinnufundi um leyfiskerfið - 11.12.2014

Í vikunni fór fram vinnufundur með leyfisfulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla.  Farið var yfir hagnýta þætti og vinnu við leyfisumsóknir, breytingar á leyfisreglugerð milli ára og einnig var fjallað sérstaklega um lykilþætti í fjárhagslega hluta leyfiskerfisins.

Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2014

Íslensk knattspyrna 2014 komin út - 9.12.2014

Atli Guðnason úr FH og Sigrún Ella Einarsdóttir úr Stjörnunni áttu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildum karla og kvenna á árinu 2014. Þetta kemur fram í bókinni Íslensk knattspyrna 2014 eftir Víði Sigurðsson sem var kynnt á fréttamannafundi í dag, þar sem þau fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína frá Bókaútgáfunni Tindi.

Lesa meira
 
Leyfisreglugerð

Fundað um leyfisferlið 2015 - 9.12.2014

Fimmtudaginn 11. desember kl. 13:00 verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ árlegur vinnufundur með leyfisfulltrúum félaganna 24 sem undirgangast leyfisferlið fyrir komandi keppnistímabil.  Farið verður yfir breytingar á leyfisreglugerðinni milli ára og ýmis hagnýt atriði. Lesa meira
 
Grænlenski fáninn

Tveir æfingaleikir hjá grænlenska landsliðinu í Futsal - 9.12.2014

Grænlenska landsliðið í Futsal er hér á landi þessa dagana og leikur 2 vináttuleiki við íslensk félagslið á meðan heimsókninni stendur.  Þeir heimsækja Víði Garði í kvöld, þriðjudaginn 9. desember kl. 18:45 og miðvikudaginn 10. desember leika þeir gegn Víkingi Ólafsvík kl. 18:00. Lesa meira
 
Þorvaldur Örlygsson

Þorvaldur Örlygsson ráðinn þjálfari U19 karla - 5.12.2014

KSÍ hefur ráðið Þorvald Örlygsson í starf þjálfara U19 landsliðs karla, og gildir samningur hans næstu tvö árin.  Þorvaldur er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur, atvinnumaður í knattspyrnu til margra ára og landsliðsmaður.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

Æfingar hjá U17 og U19 kvenna og landshlutaæfing - 5.12.2014

Helgina 12. - 14. desember verða æfingar hjá U17 og U19 kvennalandsliðum okkar og einnig verða landshlutaæfingar hjá stúlkum í félögum á suðvesturhorninu fæddum árið 2000.  Landsliðsþjálfararnir Úlfar Hinriksson og Þórður Þórðarson hafa valið leikmenn á þessar æfingar og má sjá listana hér að neðan ásamt upplýsingum um æfingarnar. Lesa meira
 
Gunnar Guðmannsson, Nunni

Kveðja frá KSÍ - 4.12.2014

Gunnar var einn af litríkustu knattspyrnumönnum landsins. Aðeins 17 ára 1948 var hann einn af þremur nýliðum sem hófu að leika með sterku og sigursælu liði KR, sem varð Íslandsmeistari 1948, 1949, 1950 og 1952 - og hann var fyrirliði meistaraliðs KR 1955.

Lesa meira
 
Guðlaugur Gunnarsson og Þórir Hákonarson taka við Hvataverðlaunum ÍF

KSÍ hlaut Hvataverðlaunin - 4.12.2014

Í gær, miðvikudaginn 3. desember afhenti Íþróttasamband fatlaðra Hvataverðlaunin í annað sinn og komu þau í hlut Knattspyrnusambands Íslands.  Guðlaugur Gunnarsson grasrótar- og útbreiðslustjóri KSÍ og Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ tóku við verðlaununum fyrir hönd knattspyrnusambandsins. 

Lesa meira
 

Vel mætt á ráðstefnu um síðustu helgi - 3.12.2014

76 manns mættu á ráðstefnu sem Knattspyrnusamband Íslands stóð fyrir um síðustu helgi. Yfirskrift ráðstefnunnar var "Hvernig finnum við og vinnum með hæfileikaríka leikmenn?"  Hér fyrir neðan má finna glærurnar sem þeir félagar fóru yfir auk vídeóupptöku af ráðstefnunni. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Ísland í milliriðli með Austurríki, Rússlandi og Wales - 3.12.2014

Í dag var dregið í milliriðil í EM hjá U17 karla en leikið verður 21. - 26. mars í Krasnodar í Rússlandi.  Ísland dróst í riðil með Austurríki, Rússlandi og Wales og mun efsta þjóðin í riðlinum tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Búlgaríu í maí.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið gegn Ísrael, Möltu og Danmörku - 3.12.2014

Dregið var í undankeppni EM hjá U19 karla en þetta er keppni sem hefst að hausti 2015.  Riðill Íslands fer fram á Möltu, dagana 10. - 15. nóvember og verður leikið gegn heimamönnum, Ísrael og Danmörku. Lesa meira
 
Merki EM U17 karla

U17 karla - Ísland leikur á heimavelli í undankeppni EM - 3.12.2014

Í dag var dregið í undankeppni EM 2015/16 hjá U17 karla var dregið í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Ísland er í riðli með Danmörku, Grikklandi og Kasakstan og verður leikið hér á landi dagana 22. - 27. september.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

23 leikmenn frá 6 félögum valdir á landshlutaæfingar U17 kvenna - 1.12.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 23 leikmenn á landshlutaæfingar U17 kvenna sem fram fara á Akureyri 6. og 7. desember næstkomandi.  Leikmennirnir 23 koma frá alls 6 félögum á Norðurlandi. Lesa meira
 
Egilshöll

65 leikmenn á úrtaksæfingum U17 og U19 karla - 1.12.2014

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla fara fram dagana 6. og 7. desember, í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík.  U19 æfingahópurinn telur 29 leikmenn og eru þeir allir fæddir 1997.  U17 æfingahópurinn telur alls 36 leikmenn fædda 1998 og 1999, og er þeim skipt í tvo hópa. Lesa meira
 
Eyjólfur Sverrisson

48 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar U21 karla - 1.12.2014

Úrtaksæfingar fyrir U21 landslið karla fara fram í Kórnum í Kópavogi dagana 6. og 7. desember næstkomandi.  Alls hafa 48 leikmenn fæddir 1994 og 1995 verið boðaðir til æfinganna, sem fara fram undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar, þjálfara U21 landsliðs karla.  Leikmennirnir 48 koma víðs vegar af landinu, frá 21 félagi. Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttur auglýsir eftir þjálfara - 1.12.2014

Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn til að vinna skv. stefnu félagsins. Um er að ræða þjálfun í 11-manna bolta.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög