Fréttir

Halldór Björnsson

Halldór Björnsson ráðinn þjálfari U17 karla - 29.11.2014

KSÍ hefur gengið frá ráðningu Selfyssingsins Halldórs Björnssonar sem þjálfara U17 landsliðs karla, og mun hann jafnframt taka við hæfileikamótun KSÍ.  Halldór, sem hefur störf í byrjun nýs árs, hefur lokið KSÍ-A þjálfaragráðu og markmannsþjálfaragráðu.

Lesa meira
 

U23 landslið kvenna leikur gegn Póllandi í Kórnum - 28.11.2014

U23 landslið kvenna mun í janúar, leika vináttulandsleik gegn A landsliði Póllands og verður leikið í Kórnum.  Leikið verður 14. janúar og þjóðirnar munu svo mætast aftur, þá í Póllandi, árið 2016.  Landslið leikmanna U23 kvenna hefur aðeins leikið einn leik áður en það var árið 2012 þegar leikið var gegn Skotum ytra.  Lesa meira
 
Hilmar Þór Guðmundsson og Ómar Smárason taka við markaðsverðlaunum frá UEFA fyrir hönd KSÍ og Icelandair

KSÍ og Icelandair vinna markaðsverðlaun hjá UEFA - 28.11.2014

Herferðin "Við erum öll í sama liði" sem Icelandair framleiddi í samstarfi við KSÍ vann "Creativity and innovation award" á KISS verðlaunahátíðinni sem evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, stendur fyrir. Verðlaunahátíðin er haldin á tveggja ára fresti. 

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland niður um fimm sæti - 27.11.2014

Íslenska karlalandsliðið fellur niður um 5 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland er í 33. sæti listans en var í 28. sæti síðast þegar listinn var birtur.  Þjóðverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans og Argentína kemur þar næst.

Lesa meira
 
Andri Vigfússon

Andri sótti ráðstefnu Futsaldómara í Split - 25.11.2014

Andri Vigfússon sótti á dögunum ráðstefnu Futsaldómara sem haldin var í Split í Króatíu.  Á rástefnunni, sem 30 dómarar sóttu frá 25 löndum, var m.a. farið yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar á reglum leiksins.

Lesa meira
 

Fyrirlestrar um þjálfun ungra og efnilegra leikmanna - 25.11.2014

Laugardaginn 29. nóvember verður Knattspyrnusamband Íslands með tvo fyrirlestra er tengjast þjálfun ungra og efnilegra leikmanna.  Aðgangur er ókeypis. Þó viljum við biðja fólk vinsamlegast um að skrá sig með því að senda nafn og kennitölu Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri 28. - 30. nóvember - 25.11.2014

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 28.-30. nóvember. Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem lokið hafa 1. stigs þjálfaranámskeiði KSÍ.  Námskeiðsgjald er kr. 17.500,-

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

U16 karla - Úrtaksæfingar á Norðurlandi - 24.11.2014

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U16 karla í Boganum á Akureyri og hafa 22 leikmenn varið valdir á þessar æfingar frá sex félögum.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar, landsliðsþjálfara U16 karla. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Evrópudeild UEFA í Frakklandi - 24.11.2014

Kristinn Jakobsson mun dæma leik St. Etienne frá Frakklandi og Quarabag frá Aserbaídsjan í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Saint Etienne í Frakklandi.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Aukaaðstoðardómarar verða Þóroddur Hjaltalín og Þorvaldur Árnason og fjórði dómari verður Gylfi Már Sigurðsson.

Lesa meira
 

Íslandsmeistararnir mæta nýliðum í 1. umferð Pepsi-deildanna - 22.11.2014

Á formanna- og framkvæmdastjórafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag var dregið í töfluröð í Pepsi-deild kvenna og karla og 1. og 2. deild karla.  Íslandsmeistarar Stjörnunnar í kvennaflokki mæta nýliðum KR á heimavelli  í fyrstu umferð en strákarnir í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar fara upp á Skaga og mæta þar nýliðum ÍA í fyrst umferðinni. 

Lesa meira
 
U17-kvenna-lidid-gegn-Spani

Æfingar hjá U23, U19 og U17 kvenna - 21.11.2014

Helgina 29. og 30. nóvember verða æfingar hjá þremur landsliðshópum kvenna, U23, U19, og U17 kvenna.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll og hafa landsliðsþjálfararnir, Freyr Alexandersson, Þórður Þórðarson og Úlfar Hinriksson, valið hópa á þessar æfingar.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Naumt tap gegn U18 landsliði Finna - 21.11.2014

Stelpurnar í U17 töpuðu naumlega fyrir finnska U18 liðinu en þetta var annar vináttulandsleikur Íslands í ferð þeirra til Finnlands.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir heimastúlkur eftir að markalaust hafði verið í hálfleik. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Seinni vináttulandsleikurinn gegn Finnum í dag - 20.11.2014

Stelpurnar í U17 leika í dag seinni vináttulandsleikinn gegn Finnum en leikið er í Eerikkla í Finnlandi.  Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn og má sjá það að neðan.  Leikurinn hefst kl 16.00 að íslenskum tíma og er í beinni á heimasíðu finnska sambandsins. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Dregið var í milliriðla í dag - 19.11.2014

Dregið var í dag í milliriðla fyrir EM 2015 en leikið varður 4. - 9. april á næsta ári.  Ísland er í riðli með Frökkum, Rússum og Rúmeníu og verður riðillinn leikinn í Frakklandi.  Efsta þjóð hvers riðils tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Ísrael í júlí ásamt einni þjóð með bestan árangur í öðru sæti. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Pétursborg - 19.11.2014

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Zenit og Benfica í Meistaradeild ungmenna en leikið verður í Pétursborg, miðvikudaginn 26. nóvember.  Gunnari til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Frosti Viðar Gunnarsson. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

U17 og U19 kvenna - Dregið í undankeppni EM 2016 - 19.11.2014

Í dag var dregið í undankeppni EM 2016 en keppnin hefst að hausti 2015.  Stelpurnar í U17 kvenna munu leika í Svartfjallalandi gegn heimastúlkum, Finnum og Færeyingum en leikirnar fara fram 22. - 27. október.  Hjá U19 lentu stelpurnar í riðli með Sviss, Grikklandi og Georgíu og verður leikið í Grikklandi.

Lesa meira
 

Formanna- og framkvæmdastjórafundur 22. nóvember 2014 - 19.11.2014

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 22. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 12 - 15.00.  Kl. 14.15 verður dregið í töfluröð í Pepsi-deild, 1. og 2. deild karla og Pepsi-deild kvenna á sama stað. Lesa meira
 

U17 kvenna - Tveggja marka tap gegn Finnum - 18.11.2014

Stelpurnar í U17 töpuðu fyrri vináttulandsleik sínum gegn Finnum í dag en leikið var í Eerikkila.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir heimastúlkur eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Mörk Finna komu á 54. og 66. mínútu leiksins að fram að því hafði leikurinn verið nokkuð jafn. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson

Til hamingju Ísland! - 18.11.2014

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að stemmingin í kringum landsliðin, ekki síst A landslið karla, hefur aukist jafnt og þétt undanfarið og síðustu leikir á Laugardalsvelli hafa verið ógleymanlegir vegna þess hversu mikill og kröftugur stuðningur hefur verið frá áhorfendum. Lesa meira
 

U17 kvenna - Byrjunarliðið sem mætir Finnlandi - 18.11.2014

Íslenska U17 ára landslið kvenna leikur í dag við Finna en um er að ræða vináttuleik. Leikið er í Eerikkilä en þar er fínasta veður, samt verður leikið innandyra.

Lesa meira
 

Fundur með dómarastjórum - 17.11.2014

Það verður fundur með dómarastjórum í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudaginn 19. nóvember kl. 16:30. Reiknað er með að fundinum ljúki fyrir kl. 18:00.

Lesa meira
 

A karla - Tap í Tékklandi - 16.11.2014

Ísland tapaði 2-1 gegn Tékklandi í uppgjöri toppliðanna í A-riðli í undankeppni EM. Tékkar voru sterkari aðilinn í leiknum og Ísland náði aldrei að sýna sömu takta og það hefur gert í undanförnum leikjum.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Söguleg knattspyrnuvika í undankeppni EM 2016 - 15.11.2014

Þessi knattspyrnuvika í undankeppni EM 2016, eða „Week of football“, virðist ætla að vera söguleg fyrir minni aðildarþjóðir UEFA.  Færeyingar unnu Grikki, liðsmenn Liechtenstein unnu Moldóva, og San Marínó krækti í stig gegn Eistlandi.  Ísland mætir Tékklanid á sunnudag í toppslag A-riðils.  Lesa meira
 
Úr leik Grikkja og Færeyinga (Mynd - uefa.com)

Færeyingar fögnuðu sigri í Aþenu - 14.11.2014

Leikið var í þremur riðlum í undankeppni EM á föstudagskvöld í þessari knattspyrnuviku, eða week og football", sem var að hefjast.  Þar bar helst til tíðinda að frændur okkar og bræður í Færeyjum unnu eins marks sigur á Grikkjum í Aþenu.  Þá unnu Danir Serba á útivelli.

Lesa meira
 

Viltu vinna áritaða landsliðstreyju? - 14.11.2014

Á sunnudaginn er stórleikur Tékklands og Íslands í undankeppni EM. Við viljum vita hvernig þú spáir úrslitum leiksins og fær einn heppinn Facebook-vinur okkar áritaða landsliðstreyju sem einmitt verður árituð af liðinu í Tékklandi.

Lesa meira
 
Wolfgang Stark

Wolfgang Stark dæmir í Plzen - 14.11.2014

Það verður Þjóðverjinn Wolfgang Stark sem dæmir leik Tékklands og Íslands í undankeppni EM sem leikinn verður í Plzen á sunnudaginn.  Þessi reyndi dómari, sem m.a. dæmdi í úrslitakeppni HM 2010 og EM 2012, er að fara af lista FIFA yfir alþjóðlega dómara og því ekki loku fyrir það skotið að þetta verði hans síðasti alþjóðlegi leikur.  Lesa meira
 
Arnar Þór Viðarsson og Geir Þorsteinsson

Arnar Þór Viðarsson fékk viðurkenningu fyrir 50 landsleiki - 13.11.2014

Arnar Þór Viðarsson var sérstakur gestur KSÍ á vináttulandsleik Belga og Íslendinga í gærkvöldi en leikið var í Brussel.  Arnar tók við sem aðalþjálfari Cercle Brugge í efstu deild í Belgíu nú í október en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins og einnig leikmaður. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Aðalfundur KÞÍ 2014 - 13.11.2014

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 13. nóvember n.k. klukkan 20:00.  Dagskrá er með hefðbundnu sniði og verða veittar viðurkenningar ársins til félagsmanna.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

A karla - Belgar höfðu betur i Brussel - 12.11.2014

Belgar höfðu betur gegn Íslendingum í vináttulandsleik sem leikinn var í Brussel í kvöld.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Belga eftir að staðan í leikhléi hafði verið jöfn, 1 - 1. Leikið verður gegn Tékkum í Plzen á sunnudaginn í undankeppni EM.

Lesa meira
 

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna 2014 - 12.11.2014

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga fari vandlega yfir stuðla leikmanna sinna. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Lúxemborg - 12.11.2014

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Lúxemborg og Úkraínu í undankeppni EM en leikið verður í Luxemborg, laugardaginn 15. nóvember.  Kristni til aðstoðar í þessum leik verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.  Aukaaðstoðardómarar verða þeir Þóroddur Hjaltalín og Þorvaldur Árnason og varadómari verður Sigurður Óli Þorleifsson. Lesa meira
 

A karla - Vináttulandsleikur gegn Belgum í kvöld - 12.11.2014

Karlalandsliðið leikur í kvöld, miðvikudaginn 12. nóvember, vináttulandsleik gegn Belgum og verður leikið á King Bauduoin Stadion í Brussel.  Leikurinn hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma og verður leikurinn sýndur í opinni dagskrá á SkjáSport. Lesa meira
 
Karlalandsliðið í Belgíu

Byrjunarlið A karla gegn Belgum - 11.11.2014

Þjálfarar A landsliðs karla, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa opinberað byrjunarlið sitt fyrir vináttuleikinn gegn Belgum í Brüssel í kvöld, miðvikudagskvöld.  Nokkuð er um breytingar frá mótsleikjunum þremur sem liðið hefur leikið í undankeppni EM 2016 og er því um að ræða kjörið tækifæri fyrir leikmenn til að láta ljós sitt skína.

Lesa meira
 

Um 25.000 miðar seldir á leikinn - 11.11.2014

Samkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Belgíu hafa nú selt um 25 þúsund miðar á vináttuleik Belgíu og Íslands, sem fram fer á miðvikudag.  Laikvangurinn, King Bauduoin Stadion, eða gamli Heysel-leikvangurinn, tekur rúmlega 50 þúsund manns í sæti.  Þó er reiknað með að eitthvað af miðum seljist á leikdag. Lesa meira
 
Frá æfingu í Brussel

Landsliðið komið til Brussel - 11.11.2014

Leikmenn A landsliðs karla komu til Brussel í Belgíu á nánudag, en att verður kappi við heimamenn í vináttulandsleik á miðvikudag.  Æft var á keppnisvellinum sama dag og liðið kom saman, King Bauduoin Stadion, sem er gamli Heysel-leikvangurinn.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn valinn fyrir vináttulandsleiki gegn Finnum - 10.11.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Finnum 18. og 20. nóvember.  Leikið verður í Eerikkila í Finnlandi en þessir leikir eru undirbúningur fyrir úrslitakeppni U17 kvenna sem fram fer hér á landi næsta sumar.

Lesa meira
 
Hólmar Örn Eyjólfsson

Hólmar Örn Eyjólfsson í A-landsliðshópinn - 9.11.2014

Hólmar Örn Eyjólfsson, sem leikur með Rosenborg í Noregi, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshópinn fyrir vináttuleikinn við Belga á miðvikudag, þar sem fyrir liggur að Kári Árnason muni ekki taka þátt í þeim leik vegna meiðsla. Lesa meira
 
Tolfan

Uppselt á leikinn í Plzen - 7.11.2014

Uppselt er á leik Tékka og Íslendinga í undankeppni EM en leikið verður í Plzen, sunnudaginn 16. nóvember.  Knattspyrnusamband Íslands fékk ríflega 600 miða á þennan leik fyrir íslenska stuðningsmenn og eru þeir allir búnir og margir sem bíða á biðlista.  Lesa meira
 
U17 kvenna í Moldavíu

U17 og U19 kvenna - Æfingar 15. og 16. nóvember - 7.11.2014

Helgina 15. og 16. nóvember verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara þær fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Þórður Þórðarson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar en tveir hópar verða valdir hjá U17 og verður sá seinni tilkynntur á mánudaginn. Lesa meira
 
Marki Kolbeins gegn Tyrkjum fagnað

A karla - Hópurinn fyrir leikina gegn Tékkum og Belgum tilkynntur - 7.11.2014

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Belgum og Tékkum núna í nóvember.  Leikinn verður vináttulandsleikur gegn Belgum í Brussel, miðvikudaginn 12. nóvember, og við Tékka í undankeppni EM 2016 í Plzen, sunnudaginn 16. nóvember.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Þátttökutilkynning í Lengjubikarinn 2015 - 7.11.2014

Þátttökutilkynning fyrir Lengjubikarinn 2015 hefur verið send til félaganna. Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 20. nóvember.  Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2014 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2015 hafa heimild til að senda lið til keppni. Lesa meira
 

Belgar tilkynna hópinn fyrir leikina gegn Íslandi og Wales - 6.11.2014

Belgar hafa tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir landsleiki gegn Íslandi og Wales en vináttulandsleikur Belga og Íslendingar fer fram í Brussel, miðvikudaginn 12. nóvember.  Belgar leika svo gegn Wales í undankeppni EM, sunnudaginn 16. nóvember. Lesa meira
 

Aga- og úrskurðarnefnd vísar máli gegn FH frá - 6.11.2014

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál sem stjórn KSÍ vísaði til nefndarinnar vegna meints brots FH á lögum og reglugerðum KSÍ.  Aga- og úrskurðarnefnd vísar málinu frá. Lesa meira
 
Merki tékkneska knattspyrnusambandsins

Tékkar tilkynna landsliðshópinn - 5.11.2014

Tékkneski landsliðsþjálfarinn, Pavel Vrba, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Íslendingum í undankeppni EM, sunnudaginn 16. nóvember, í Plzen.  Valdir eru 22 leikmenn og er markvörðurinn kunni, Petr Cech, þeirra leikreyndastur þegar kemur að landsleikjum en hann hefur leikið 111 slíka.

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna verður haldin 8. nóvember - 5.11.2014

Landsdómararáðstefna verður haldin í höfuðstöðvum KSÍ laugardaginn 8. nóvember næstkomandi en þar verður farið yfir nýliðin tímabil og undirbúningur hefst fyrir næsta tímabil.  Ýmsir fyrirlestrar verða á dagskránni, farið yfir innlendar og erlendar klippur sem og að farið verður yfir æfingar vetrarins hjá dómurum. Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir á Spáni - 5.11.2014

Þóroddur Hjaltalín verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Athletic Bilbao og Porto í Meistaradeild ungmenna en leikið verður í Baracaldo á Spáni.  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 7. - 9. nóvember - 4.11.2014

Helgina 7. - 9. nóvember mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í skriflega KSÍ B prófinu. Námskeiðið er upphafið af KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ III þjálfaranámskeið 21.- 23. nóvember 2014 - 4.11.2014

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 21.-23. nóvember. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið. Lesa meira
 
U17-karla-i-Russlandi-sigurlidid

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla framundan - 3.11.2014

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöll.  Tveir hópar verða við æfingar hjá U17 að þessu sinni og verða þær æfingar undir stjórn landsliðsþjálfarans Þorláks Árnasonar en Ólafur Ólafsson, aðstoðarþjálfari U19 karla, mun stjórna æfingum hjá U19. Lesa meira
 
Bríet Bragadóttir var valin besti dómarinn í PD-kvenna árið 2014

"Ótrúlega skemmtilegt að vera dómari" - 3.11.2014

Bríet Bragadóttir var á dögunum valin besti dómari ársins í Pepsi-deild kvenna en hún var bæði valin af leikmönnum deildarinnar sem og af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ. Bríet hefur undanfarin misseri unnið sig hægt og bítandi upp innan dómarastéttarinnar og setur hún stefnuna á að dæma meira erlendis á vegum FIFA og UEFA.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög