Fréttir

Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Aðsóknarmetið á bikarúrslitaleik kvenna slegið - 30.8.2014

Aðsóknarmetið á úrslitaleik bikarkeppni kvenna var slegið annað árið í röð þegar Selfoss og Stjarnan mættust í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli.  Áhorfendur voru 2.011 talsins, en fyrra metið var 1.605, þegar Breiðablik og Þór/KA mættust í úrslitaleik síðasta árs. Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Þrenna frá Hörpu tryggði Stjörnusigur - 30.8.2014

Stjarnan fagnaði bikarmeistaratitli eftir 4-0 sigur á Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna, sem fram fór á Laugardalsvellinum í dag.  Harpa Þorsteinsdóttir gerði þrennu í leiknum Kristrún Kristjánsdóttir lagði upp tvö mörk.

Lesa meira
 
11.-supufundur

Súpufundur um vanmat í íþróttum - 29.8.2014

Mánudaginn 8. september klukkan 12.10-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er vanmat í íþróttum. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesari er Hreiðar Haraldsson sem nýverið lauk meistaraprófi í íþróttasálfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð. Lesa meira
 

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst á laugardaginn - 29.8.2014

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst nú á laugardaginn en þá fara fram fyrri leikirnir í 8 liða úrslitum.  Riðlakeppni 1. deildar kvenna lýkur einnig um helgina en þar er ljóst hvaða félög leika í úrslitakeppninni sem hefst laugardaginn 6. september. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

A karla - Hópurinn sem mætir Tyrkjum - 29.8.2014

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson  og Lars Lagerbäck, hafa valið hópinn sem mætir Tyrkjum í í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2016.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september, og hefst kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is

Lesa meira
 
Grindavík

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Úrskurður aganefndar staðfestur - 29.8.2014

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð Aga- og úrskurðarnefndar varðandi leikbann leikmanns 2. flokks Grindavíkur vegna atviks í leik hjá liðinu þann 19. ágúst siðastliðinn. Lesa meira
 
Laugardalsvollur-ur-flodljosum

Borgunarbikar kvenna - Miðasala í fullum gangi - 29.8.2014

Miðasala á úrslitaleik Borgunarbikars kvenna er nú í fullum gangi og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til þess að fá sér miða í tíma og einnig er minnt á að miðasala fer fram á Laugardalsvelli á leikdegi og hefst þá kl. 12:00 á hádegi.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Rafræn leikskrá fyrir úrslitaleikinn - 29.8.2014

Gefin hefur verið út rafræn leikskrá fyrir úrslitaleikinn í Borgunarbikar kvenna en þar mætast Selfoss og Stjarnan á Laugardalsvelli, laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00.  Búast má við hörkuleik en í leikskránni má finna ýmsan fróðleik hvað varðar leikinn og liðin sem þar mætast. Lesa meira
 
Fagnað eftir mark Torfa Tímóteusar Gunnarssonar gegn Grænhöfðaeyjum

U15 karla - Brons hjá Íslandi á Ólympíuleikum ungmenna - 27.8.2014

Strákarnir í U15 unnu í dag til bronsverðlauna á Ólympíuleikjum ungmenna sem fram fóru í Nanjing í Kína.  Leikið var gegn Grænhöfðaeyjum í dag og lauk leiknum með 4 - 0 sigri Íslands en staðan var 2 - 0 í leikhléi.

Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

U21 karla - Hópurinn sem mætir Armenum og Frökkum - 27.8.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Armenum og Frökkum í lokaleikjum riðlakeppni EM hjá U21 karla.  Leikið verður gegn Armenum á Fylkisvelli, miðvikudaginn 3. september og gegn Frökkum í Auxerre, föstudaginn 8, september.

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Byrjunarliðið gegn Grænhöfðaeyjum - 27.8.2014

Strákarnir í U15 mæta Grænhöfðaeyjum í leik um þriðja sætið á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína.  Leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma og hefur Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15, tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Norðurlandi - 26.8.2014

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Dalvík föstudaginn 29. ágúst.  Þorlákur Árnason mun ásamt Þóru B. Helgadóttir vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum frá félögum á Norðurlandi.  Æfingarnar verða á Dalvíkurvelli. Lesa meira
 
Háttvísidagar FIFA

Háttvísidagar FIFA 2014 - 26.8.2014

FIFA stendur fyrir sérstökum háttvísidögum 1. til 9. september næstkomandi. Minnt verður á háttvísidaga FIFA hér á Íslandi í tengslum við A landsleik karla gegn Tyrklandi þann 9. september og leik U21 karla þann 3. september, þegar Ísland mætir Armeníu á Fylkisvelli. Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Miðasala hafin á úrslitaleikinn - 26.8.2014

Miðasala er nú hafin á einn af stærstu leikjum ársins, úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna en hann fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00.  Þarna mætast Selfoss og Stjarnan og má búast við hörkuleik og mikilli spennu. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn sem mætir Norður Írum - 25.8.2014

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 18 leikmenn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Norður Írum sem fram fara 3. og 5. september.  Þessir leikir eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM en riðill Íslands verður leikinn í Króatíu í október. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Vestmannaeyjum - 25.8.2014

Hæfikleikamótun KSÍ og N1 verður í Vestmanneyjum miðvikudag og fimmtudag, 27. - 28. ágúst.  Þorlákur Árnason og Þóra B. Helgadóttir verða með æfingar fyrir 4. flokk drengja og stúlkna.  Að auki mun Þóra vera með markvarðaæfingu fyrir 15 - 19 ára á miðvikudagskvöldinu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Kóreu á Ólympíuleikjum ungmenna í Nanjing

U15 karla - Ísland leikur um þriðja sætið í Nanjing - 25.8.2014

Strákarnir í U15 stóðu í ströngu í gær þegar þeir mættu Suður Kóreu í undanúrslitum á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína.  Jafnt var eftir venjulega leiktíma, 1 - 1, en Suður Kórea hafði betur eftir vítaspyrnukeppni, 1 - 3. Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Byrjunarliðið gegn Suður Kóreu - 24.8.2014

Strákarnir í U15 verða í eldlínunni í dag þegar þeir mæta Suður Kóreu á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína.  Leikurinn hefst kl. 12:45 að íslenskum tíma og hefur Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Dómari frá Wales á leik ÍBV og Þórs - 24.8.2014

Það verður dómari frá Wales sem verður við stjórnvölinn á leik ÍBV og Þórs í Pepsi-deild karla í dag.  Hann heitir Ryan Stewart en þetta er liður í samstarfi knattspyrnusambanda Íslands og Wales um dómaraskipti.  Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag, sunnudaginn 24. ágúst, og hefst kl. 17:00. Lesa meira
 

Stjarnan mætir rússnesku meisturunum - 22.8.2014

Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru í pottinum þegar dregið var í 32-liða úrslit í Meistaradeild kvenna í höfuðstöðvum UEFA í dag, föstudag.  Mótherjar Stjörnunnar, WFC Zvezda-2005, koma frá Rússlandi og er þetta þriðja árið í röð sem íslenskt lið mætir rússnesku liði í þessari umferð keppninnar. Lesa meira
 
Arna Sif ásamt Guðrúnu Ingu S'ivertsen úr stjórn KSÍ

Arna Sif lék sinn fyrsta A-landsleik - 22.8.2014

Arna Sif Ásgrímsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik þegar hún kom inn á sem varamaður í leik Íslands og Danmerkur í undankeppni HM 2015, þegar liðin mættust á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld.  Arna Sif er þó ekki nýliði þegar kemur að landsliðum almennt

Lesa meira
 

Flottir strákar á úrtökumótinu  - 22.8.2014

Úrtökumót drengja var haldið að Laugarvatni dagana 15.-17. ágúst og var þar saman kominn flottur hópur efnilegra stráka til æfinga, á sjöunda tug.  Umsjón með mótinu hafði Þorlákur Árnason þjálfari U17 landsliðs karla.

Lesa meira
 
Feðgarnir fyrir leikinn ásamt fyrirliðum liðanna (Mynd:  sunnlenska.is/Gissur Jónsson)

Fjölskyldutríó dæmdi leik í 4. deild karla - 22.8.2014

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað á Selfossi í vikunni að feðgar dæmdu leik Árborgar og Skínanda í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.  Sveinbjörn Másson, sem gegndi starfi aðstoðardómara, er faðir þeirra Karels Fannars og Adams Arnar. Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Leikbann stytt og sekt felld niður - 22.8.2014

Þann 21. ágúst tók áfrýjunardómstóll KSÍ fyrir mál Víkings Ólafsvík gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna úrskurðar nefndarinnar frá 12. ágúst um leikbann leikmanns félagsins og sektargreiðslu. Áfrýjunardómstóllinn féllst á kröfur Víkings. Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

Sárt tap gegn Dönum - 21.8.2014

Íslensku stelpurnar töpuðu gegn Dönum í undankeppni HM í kvöld en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 0 -1 eftir að staðan hafði verið markalaust í leikhléi.  Með þessu tapi eru möguleikar Íslands á að komast á HM úr sögunni.  Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Dönum - 21.8.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Dönum í undankeppni HM í kvöld á Laugardalsvelli.  Leikurinn, sem hefst kl. 19:30, er gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið og sigur gefur íslenska liðinu góða von um að komast í umspil fyrir úrslitakeppni HM 2015. Lesa meira
 

A karla – Miðasala á Ísland – Tyrkland hefst föstudaginn 22. ágúst - 21.8.2014

Ísland tekur á móti Tyrklandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst föstudaginn 22. ágúst kl. 12:00 á hádegi og fer, sem fyrr, fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Runa-Kristin

Rúna Kristín að störfum í undankeppni HM 2015 - 21.8.2014

Rúna Kristín Stefánsdóttir knattspyrnudómari er að störfum fyrir FIFA í kvöld, miðvikudagskvöld.  Hún er aðstoðardómari á viðureign Rúmeníu og Makedóníu í undankeppni HM 2015, en liðin eigast við í Búkarest í Rúmeníu.

Lesa meira
 
ÍR

ÍR auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri flokka karla og kvenna - 21.8.2014

Knattspyrnudeild ÍR leitar að einstaklingi sem vill slást í hóp metnaðarfullra þjálfara sem nú þegar starfa hjá deildinni.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun september, þegar knattspyrnuæfingar hefjast aftur hjá deildinni. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Sala á mótsmiðum lýkur fimmtudaginn 21. ágúst - 21.8.2014

Sala mótsmiða á undankeppni EM 2016 hefur gengið afar vel en henni lýkur á hádegi í dag, fimmtudaginn 21. ágúst.  Það er því síðustu forvöð að tryggja sér sitt sæti en mótsmiði gildir á alla fimm heimaleiki Íslands í keppninni. 

Lesa meira
 
Æft í Vefle

Ísland - Danmörk kl. 19:30 í kvöld - 21.8.2014

Ísland tekur á móti Dönum í kvöld í undankeppni HM 2015 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli kl. 19:30.  Mikilvægi leiksins er mikið fyrir báðar þjóðir en þær berjast um annað sæti í riðlinum sem getur gefið sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina í Kanada. Lesa meira
 

Stjörnubjart í Laugardalnum - 21.8.2014

Stjarnan beið lægri hlut gegn Internazionale í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA, þegar liðin mættust undir björtum flóðljósunum á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöld.  Lokatölurnar urðu 0-3 Inter í vil, en Stjörnumenn og ekki síður stuðningsmenn þeirra geta borið höfuðið hátt. Lesa meira
 
Laugardalsvollur-ur-flodljosum

A kvenna - Fyrsti leikur Íslands og Danmerkur hér á landi - 20.8.2014

Ísland og Danmörk hafa mæst 8 sinnum hjá A landsliðum kvenna og hafa allir þeir leikir farið fram á erlendri grundu.  Leikurinn á fimmtudaginn í undankeppni HM verður sá fyrsti sem fer fram hér á landi en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 19:30. Lesa meira
 
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

A kvenna - Miðasalan á Ísland - Danmörk í fullum gangi - 20.8.2014

A landslið kvenna mætir Danmörku í algjörum lykilleik í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli fimmtudaginn 21. ágúst næstkomandi.  Leikurinn hefst kl. 19:30 og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til að fjölmenna á völlinn og styðja stelpurnar okkar í þessu mikilvæga verkefni. Lesa meira
 
Forsíða leikskrá Ísland - Danmörk

Rafræn leikskrá fyrir leik Íslendinga og Dana - 20.8.2014

Eins og kunnugt er þá mæta Íslendingar og Danir í undankeppni HM kvenna á Laugardalsvelli á morgun, fimmtudaginn 21. ágúst.  Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir báðar þjóðir varðandi möguleika þeirra á því að komast í umspil fyrir úrslitakeppnina.  Hér að neðan má sjá rafræna leikskrá fyrir þennan mikilvæga leik en hann hefst kl. 19:30. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Um 3.500 miðar þegar seldir á alla heimaleikina í EM 2016 - 18.8.2014

Sala mótsmiða á undankeppni EM 2016 hefur gengið afar vel og hafa nú þegar um 500 mótsmiðar verið seldir.  Mótsmiði gildir á alla fimm heimaleiki Íslands í keppninni.  Opið verður fyrir sölu mótsmiða til hádegis á fimmtudag og lýkur henni þá.

Lesa meira
 

U15 karla - Tap gegn Perú - 18.8.2014

Ísland tapaði 2-1 gegn sterku liði Perú á Ólympíuleikum æskunnar sem fram fara í Kína. Perú komst í 2-0 í fyrri hálfleik en undir lok fyrri hálfleiks skoraði Torfi Gunnarsson mark fyrir Ísland.

Lesa meira
 

Afhending miða vegna A-passa á leik Stjörnunnar og Inter - 18.8.2014

Afhending aðgöngumiða til A, E, D -passahafa KSÍ á leik Stjörnunnar og Inter fer fram í Stjörnuheimilinu klukkan 16:00 -17:00 í dag mánudag. Vinsamlega athugið að miðar verða ekki afhentir á öðrum tíma en þessum.

Lesa meira
 

KR-ingar bikarmeistarar í 14. sinn - 16.8.2014

KR-ingar fögnuðu í dag sínum 14. bikarmeistaratitli eftir sigur á Keflvíkingum í úrslitaleik Borgunarbikars karla, sem fram fór á Laugardalsvellinum að viðstöddum tæplega 4.700 áhorfendum.  Sigurmarkið kom í uppbótartíma og var þar að verki Kjartan Henry Finnbogason.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Stór hópur leikmanna boðaður til æfinga U19 kvenna - 16.8.2014

Tæplega 30 leikmenn fæddir 1996 og 1997 hafa verið valdir til æfinga U19 landsliðs kvenna.  Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM, en Ísland leikur í riðli um miðjan september ásamt Spáni, Króatíu og Litháen.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin