Fréttir

Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Aðsóknarmetið á bikarúrslitaleik kvenna slegið - 30.8.2014

Aðsóknarmetið á úrslitaleik bikarkeppni kvenna var slegið annað árið í röð þegar Selfoss og Stjarnan mættust í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli.  Áhorfendur voru 2.011 talsins, en fyrra metið var 1.605, þegar Breiðablik og Þór/KA mættust í úrslitaleik síðasta árs. Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Þrenna frá Hörpu tryggði Stjörnusigur - 30.8.2014

Stjarnan fagnaði bikarmeistaratitli eftir 4-0 sigur á Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna, sem fram fór á Laugardalsvellinum í dag.  Harpa Þorsteinsdóttir gerði þrennu í leiknum Kristrún Kristjánsdóttir lagði upp tvö mörk.

Lesa meira
 
11.-supufundur

Súpufundur um vanmat í íþróttum - 29.8.2014

Mánudaginn 8. september klukkan 12.10-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er vanmat í íþróttum. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesari er Hreiðar Haraldsson sem nýverið lauk meistaraprófi í íþróttasálfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð. Lesa meira
 

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst á laugardaginn - 29.8.2014

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst nú á laugardaginn en þá fara fram fyrri leikirnir í 8 liða úrslitum.  Riðlakeppni 1. deildar kvenna lýkur einnig um helgina en þar er ljóst hvaða félög leika í úrslitakeppninni sem hefst laugardaginn 6. september. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

A karla - Hópurinn sem mætir Tyrkjum - 29.8.2014

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson  og Lars Lagerbäck, hafa valið hópinn sem mætir Tyrkjum í í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2016.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september, og hefst kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is

Lesa meira
 
Grindavík

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Úrskurður aganefndar staðfestur - 29.8.2014

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð Aga- og úrskurðarnefndar varðandi leikbann leikmanns 2. flokks Grindavíkur vegna atviks í leik hjá liðinu þann 19. ágúst siðastliðinn. Lesa meira
 
Laugardalsvollur-ur-flodljosum

Borgunarbikar kvenna - Miðasala í fullum gangi - 29.8.2014

Miðasala á úrslitaleik Borgunarbikars kvenna er nú í fullum gangi og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til þess að fá sér miða í tíma og einnig er minnt á að miðasala fer fram á Laugardalsvelli á leikdegi og hefst þá kl. 12:00 á hádegi.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Rafræn leikskrá fyrir úrslitaleikinn - 29.8.2014

Gefin hefur verið út rafræn leikskrá fyrir úrslitaleikinn í Borgunarbikar kvenna en þar mætast Selfoss og Stjarnan á Laugardalsvelli, laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00.  Búast má við hörkuleik en í leikskránni má finna ýmsan fróðleik hvað varðar leikinn og liðin sem þar mætast. Lesa meira
 
Fagnað eftir mark Torfa Tímóteusar Gunnarssonar gegn Grænhöfðaeyjum

U15 karla - Brons hjá Íslandi á Ólympíuleikum ungmenna - 27.8.2014

Strákarnir í U15 unnu í dag til bronsverðlauna á Ólympíuleikjum ungmenna sem fram fóru í Nanjing í Kína.  Leikið var gegn Grænhöfðaeyjum í dag og lauk leiknum með 4 - 0 sigri Íslands en staðan var 2 - 0 í leikhléi.

Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

U21 karla - Hópurinn sem mætir Armenum og Frökkum - 27.8.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Armenum og Frökkum í lokaleikjum riðlakeppni EM hjá U21 karla.  Leikið verður gegn Armenum á Fylkisvelli, miðvikudaginn 3. september og gegn Frökkum í Auxerre, föstudaginn 8, september.

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Byrjunarliðið gegn Grænhöfðaeyjum - 27.8.2014

Strákarnir í U15 mæta Grænhöfðaeyjum í leik um þriðja sætið á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína.  Leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma og hefur Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15, tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Norðurlandi - 26.8.2014

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Dalvík föstudaginn 29. ágúst.  Þorlákur Árnason mun ásamt Þóru B. Helgadóttir vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum frá félögum á Norðurlandi.  Æfingarnar verða á Dalvíkurvelli. Lesa meira
 
Háttvísidagar FIFA

Háttvísidagar FIFA 2014 - 26.8.2014

FIFA stendur fyrir sérstökum háttvísidögum 1. til 9. september næstkomandi. Minnt verður á háttvísidaga FIFA hér á Íslandi í tengslum við A landsleik karla gegn Tyrklandi þann 9. september og leik U21 karla þann 3. september, þegar Ísland mætir Armeníu á Fylkisvelli. Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Miðasala hafin á úrslitaleikinn - 26.8.2014

Miðasala er nú hafin á einn af stærstu leikjum ársins, úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna en hann fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00.  Þarna mætast Selfoss og Stjarnan og má búast við hörkuleik og mikilli spennu. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn sem mætir Norður Írum - 25.8.2014

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 18 leikmenn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Norður Írum sem fram fara 3. og 5. september.  Þessir leikir eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM en riðill Íslands verður leikinn í Króatíu í október. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Vestmannaeyjum - 25.8.2014

Hæfikleikamótun KSÍ og N1 verður í Vestmanneyjum miðvikudag og fimmtudag, 27. - 28. ágúst.  Þorlákur Árnason og Þóra B. Helgadóttir verða með æfingar fyrir 4. flokk drengja og stúlkna.  Að auki mun Þóra vera með markvarðaæfingu fyrir 15 - 19 ára á miðvikudagskvöldinu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Kóreu á Ólympíuleikjum ungmenna í Nanjing

U15 karla - Ísland leikur um þriðja sætið í Nanjing - 25.8.2014

Strákarnir í U15 stóðu í ströngu í gær þegar þeir mættu Suður Kóreu í undanúrslitum á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína.  Jafnt var eftir venjulega leiktíma, 1 - 1, en Suður Kórea hafði betur eftir vítaspyrnukeppni, 1 - 3. Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Byrjunarliðið gegn Suður Kóreu - 24.8.2014

Strákarnir í U15 verða í eldlínunni í dag þegar þeir mæta Suður Kóreu á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína.  Leikurinn hefst kl. 12:45 að íslenskum tíma og hefur Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Dómari frá Wales á leik ÍBV og Þórs - 24.8.2014

Það verður dómari frá Wales sem verður við stjórnvölinn á leik ÍBV og Þórs í Pepsi-deild karla í dag.  Hann heitir Ryan Stewart en þetta er liður í samstarfi knattspyrnusambanda Íslands og Wales um dómaraskipti.  Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag, sunnudaginn 24. ágúst, og hefst kl. 17:00. Lesa meira
 

Stjarnan mætir rússnesku meisturunum - 22.8.2014

Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru í pottinum þegar dregið var í 32-liða úrslit í Meistaradeild kvenna í höfuðstöðvum UEFA í dag, föstudag.  Mótherjar Stjörnunnar, WFC Zvezda-2005, koma frá Rússlandi og er þetta þriðja árið í röð sem íslenskt lið mætir rússnesku liði í þessari umferð keppninnar. Lesa meira
 
Arna Sif ásamt Guðrúnu Ingu S'ivertsen úr stjórn KSÍ

Arna Sif lék sinn fyrsta A-landsleik - 22.8.2014

Arna Sif Ásgrímsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik þegar hún kom inn á sem varamaður í leik Íslands og Danmerkur í undankeppni HM 2015, þegar liðin mættust á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld.  Arna Sif er þó ekki nýliði þegar kemur að landsliðum almennt

Lesa meira
 

Flottir strákar á úrtökumótinu  - 22.8.2014

Úrtökumót drengja var haldið að Laugarvatni dagana 15.-17. ágúst og var þar saman kominn flottur hópur efnilegra stráka til æfinga, á sjöunda tug.  Umsjón með mótinu hafði Þorlákur Árnason þjálfari U17 landsliðs karla.

Lesa meira
 
Feðgarnir fyrir leikinn ásamt fyrirliðum liðanna (Mynd:  sunnlenska.is/Gissur Jónsson)

Fjölskyldutríó dæmdi leik í 4. deild karla - 22.8.2014

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað á Selfossi í vikunni að feðgar dæmdu leik Árborgar og Skínanda í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.  Sveinbjörn Másson, sem gegndi starfi aðstoðardómara, er faðir þeirra Karels Fannars og Adams Arnar. Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Leikbann stytt og sekt felld niður - 22.8.2014

Þann 21. ágúst tók áfrýjunardómstóll KSÍ fyrir mál Víkings Ólafsvík gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna úrskurðar nefndarinnar frá 12. ágúst um leikbann leikmanns félagsins og sektargreiðslu. Áfrýjunardómstóllinn féllst á kröfur Víkings. Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

Sárt tap gegn Dönum - 21.8.2014

Íslensku stelpurnar töpuðu gegn Dönum í undankeppni HM í kvöld en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 0 -1 eftir að staðan hafði verið markalaust í leikhléi.  Með þessu tapi eru möguleikar Íslands á að komast á HM úr sögunni.  Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Dönum - 21.8.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Dönum í undankeppni HM í kvöld á Laugardalsvelli.  Leikurinn, sem hefst kl. 19:30, er gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið og sigur gefur íslenska liðinu góða von um að komast í umspil fyrir úrslitakeppni HM 2015. Lesa meira
 

A karla – Miðasala á Ísland – Tyrkland hefst föstudaginn 22. ágúst - 21.8.2014

Ísland tekur á móti Tyrklandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst föstudaginn 22. ágúst kl. 12:00 á hádegi og fer, sem fyrr, fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Runa-Kristin

Rúna Kristín að störfum í undankeppni HM 2015 - 21.8.2014

Rúna Kristín Stefánsdóttir knattspyrnudómari er að störfum fyrir FIFA í kvöld, miðvikudagskvöld.  Hún er aðstoðardómari á viðureign Rúmeníu og Makedóníu í undankeppni HM 2015, en liðin eigast við í Búkarest í Rúmeníu.

Lesa meira
 
ÍR

ÍR auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri flokka karla og kvenna - 21.8.2014

Knattspyrnudeild ÍR leitar að einstaklingi sem vill slást í hóp metnaðarfullra þjálfara sem nú þegar starfa hjá deildinni.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun september, þegar knattspyrnuæfingar hefjast aftur hjá deildinni. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Sala á mótsmiðum lýkur fimmtudaginn 21. ágúst - 21.8.2014

Sala mótsmiða á undankeppni EM 2016 hefur gengið afar vel en henni lýkur á hádegi í dag, fimmtudaginn 21. ágúst.  Það er því síðustu forvöð að tryggja sér sitt sæti en mótsmiði gildir á alla fimm heimaleiki Íslands í keppninni. 

Lesa meira
 
Æft í Vefle

Ísland - Danmörk kl. 19:30 í kvöld - 21.8.2014

Ísland tekur á móti Dönum í kvöld í undankeppni HM 2015 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli kl. 19:30.  Mikilvægi leiksins er mikið fyrir báðar þjóðir en þær berjast um annað sæti í riðlinum sem getur gefið sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina í Kanada. Lesa meira
 

Stjörnubjart í Laugardalnum - 21.8.2014

Stjarnan beið lægri hlut gegn Internazionale í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA, þegar liðin mættust undir björtum flóðljósunum á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöld.  Lokatölurnar urðu 0-3 Inter í vil, en Stjörnumenn og ekki síður stuðningsmenn þeirra geta borið höfuðið hátt. Lesa meira
 
Laugardalsvollur-ur-flodljosum

A kvenna - Fyrsti leikur Íslands og Danmerkur hér á landi - 20.8.2014

Ísland og Danmörk hafa mæst 8 sinnum hjá A landsliðum kvenna og hafa allir þeir leikir farið fram á erlendri grundu.  Leikurinn á fimmtudaginn í undankeppni HM verður sá fyrsti sem fer fram hér á landi en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 19:30. Lesa meira
 
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

A kvenna - Miðasalan á Ísland - Danmörk í fullum gangi - 20.8.2014

A landslið kvenna mætir Danmörku í algjörum lykilleik í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli fimmtudaginn 21. ágúst næstkomandi.  Leikurinn hefst kl. 19:30 og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til að fjölmenna á völlinn og styðja stelpurnar okkar í þessu mikilvæga verkefni. Lesa meira
 
Forsíða leikskrá Ísland - Danmörk

Rafræn leikskrá fyrir leik Íslendinga og Dana - 20.8.2014

Eins og kunnugt er þá mæta Íslendingar og Danir í undankeppni HM kvenna á Laugardalsvelli á morgun, fimmtudaginn 21. ágúst.  Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir báðar þjóðir varðandi möguleika þeirra á því að komast í umspil fyrir úrslitakeppnina.  Hér að neðan má sjá rafræna leikskrá fyrir þennan mikilvæga leik en hann hefst kl. 19:30. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Um 3.500 miðar þegar seldir á alla heimaleikina í EM 2016 - 18.8.2014

Sala mótsmiða á undankeppni EM 2016 hefur gengið afar vel og hafa nú þegar um 500 mótsmiðar verið seldir.  Mótsmiði gildir á alla fimm heimaleiki Íslands í keppninni.  Opið verður fyrir sölu mótsmiða til hádegis á fimmtudag og lýkur henni þá.

Lesa meira
 

U15 karla - Tap gegn Perú - 18.8.2014

Ísland tapaði 2-1 gegn sterku liði Perú á Ólympíuleikum æskunnar sem fram fara í Kína. Perú komst í 2-0 í fyrri hálfleik en undir lok fyrri hálfleiks skoraði Torfi Gunnarsson mark fyrir Ísland.

Lesa meira
 

Afhending miða vegna A-passa á leik Stjörnunnar og Inter - 18.8.2014

Afhending aðgöngumiða til A, E, D -passahafa KSÍ á leik Stjörnunnar og Inter fer fram í Stjörnuheimilinu klukkan 16:00 -17:00 í dag mánudag. Vinsamlega athugið að miðar verða ekki afhentir á öðrum tíma en þessum.

Lesa meira
 

KR-ingar bikarmeistarar í 14. sinn - 16.8.2014

KR-ingar fögnuðu í dag sínum 14. bikarmeistaratitli eftir sigur á Keflvíkingum í úrslitaleik Borgunarbikars karla, sem fram fór á Laugardalsvellinum að viðstöddum tæplega 4.700 áhorfendum.  Sigurmarkið kom í uppbótartíma og var þar að verki Kjartan Henry Finnbogason.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Stór hópur leikmanna boðaður til æfinga U19 kvenna - 16.8.2014

Tæplega 30 leikmenn fæddir 1996 og 1997 hafa verið valdir til æfinga U19 landsliðs kvenna.  Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM, en Ísland leikur í riðli um miðjan september ásamt Spáni, Króatíu og Litháen.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur Víkings R. og FH í Pepsi-deild karla færður aftur um einn dag - 16.8.2014

Leikur Víkings R. og FH í Pepsi-deild karla verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport, og hefur leikurinn verið færður af sunnudeginum 24. ágýst og á mánudaginn 25. ágúst af þeim sökum. Lesa meira
 
Helgi Guðjónsson

Fimm marka sigur U15 í Kína - 15.8.2014

U15 landslið karla vann í dag stórsigur á Hondúras í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikum æskunnar, sem fram fara í Nanjing í Kína.  Lokatölur voru 5-0 fyrir Ísland. Næsti leikur Íslands er gegn Perú á mánudag, og loks mætast Perú og Hondúras fimmtudaginn 21. ágúst í lokaleik riðilsins. Lesa meira
 
Frá Nanjing í Kína

U15 karla mætir Hondúras í dag kl. 10:00 - 15.8.2014

U15 landslið karla hefur leik í dag á Ólympíuleikum æskunnar, sem fram fara í Nanjing í Kína.  Freyr Sverrisson er þjálfari liðsins og hefur hann tilkynnt byrjunarlið Íslands.  Mótherjinn er Hondúras og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Ólympíuleikvangurinn í Nanjing í Kína

Ólympíuleikar ungmenna settir í Nanjing 16. ágúst - 14.8.2014

Þann 16. ágúst verða Ólympíuleikar ungmenna settir í borginni Nanjing í Kína.  Ísland sendir keppendur í knattspyrnu drengja (U15) og í sundi á leikana, ásamt fylgdarmönnum, og er fjöldi keppenda 20 talsins. Lesa meira
 

KR og Keflavík mætast í úrslitaleiknum á laugardag - Rafræn leikskrá - 14.8.2014

Á laugardag kl. 16:00 fer fram úrslitaleikur Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli, þar sem mætast KR og Keflavík.  Miðasalan er þegar hafin á midi.is.  Smellið hér að neðan til að skoða ýmsar upplýsingar um leikinn.

Lesa meira
 

Stórleikur Stjörnunnar og Inter Milan! - 14.8.2014

Miðvikudaginn 20. ágúst kl. 21:00 fer fram sannkallaður stórleikur á Laugardalsvelli þegar mætast lið Stjörnunnar og lið Inter.  Um er að ræða fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.  Miðasalan á midi.is hefst kl. 10:00 á föstudag.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Nýir leiktímar fyrir frestaða leiki í Pepsi-deild karla - 13.8.2014

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið nýja leiktíma fyrir frestaða leiki úr 14. umferð Pepsi-deildar karla.  Um er að ræða leikina Víkingur R - Stjarnan og FH - KR.  Af þeim sökum breytist jafnframt leikurinn Stjarnan - Keflavík. Lesa meira
 

Tvö félög sektuð - 13.8.2014

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 12. ágúst síðastliðinn voru ÍBV og Víkingur Ólafsvík sektuð.  ÍBV var sektað vegna framkomu stuðningsmanna á leik gegn KR í Borgunarbikar karla og Víkingur Ól. vegna framkomu leikmanns eftir leik gegn Grindavík í 1. deild karla.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Landsliðshópurinn sem mætir Dönum 21. ágúst - 13.8.2014

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt 20 manna hóp fyrir leikinn mikilvæga við Dani þann 21. ágúst.  Með sigri í þeim leik á Ísland góða möguleika á sæti í umspili fyrir lokakeppni HM 2015, sem fram fer í Kanada næsta sumar. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Sækir undirbúningsnámskeið fyrir toppdómara UEFA - 13.8.2014

Kristinn Jakobsson sækir um þessar mundir sérstakt undirbúningsnámskeið fyrir toppdómara sem dæma alþjóðlega leiki.  Á námskeiðinu er sérstök áhersla lögð á undirbúning fyrir undankeppni EM karlalandsliða 2016 og svo riðlakeppni Meistaradeildar UEFA og Evrópudeildar UEFA. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Mótsmiðasalan opnuð að nýju - 13.8.2014

Opnað hefur verið að nýju fyrir mótsmiðasölu á leiki Íslands í undankeppni EM 2016 og fer salan fram á vefsíðunni midi.is sem fyrr.  Mótsmiðahafi hefur tryggt sér sama sæti á á Laugardalsvelli á öllum fimm heimaleikjum íslenska liðsins í undankeppninni.  Lesa meira
 
A landslið kvenna

Miðasala á Ísland-Danmörk hafin - 13.8.2014

A landslið kvenna mætir Danmörku í algjörum lykilleik í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli fimmtudaginn 21. ágúst næstkomandi.  Leikurinn hefst kl. 19:30 og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til að fjölmenna á völlinn og styðja stelpurnar okkar í þessu mikilvæga verkefni.

Lesa meira
 
Breiðablik

Úrskurður í máli Stjörnunnar gegn Breiðabliki - 12.8.2014

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Stjörnunnar gegn Breiðabliki vegna leik félaganna í bikarkeppni 2. flokks karla sem fram fór 19. júlí síðastliðinn. Kært var á grundvelli þess að um ólöglega skipað lið væri um að ræða. Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Gæðavottun leyfiskerfis KSÍ framlengd til 2015 - 11.8.2014

Í síðustu viku framkvæmdi fulltrúi SGS gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  SGS er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki sem framkvæmir árlegar úttektir á leyfiskerfum aðildarlanda UEFA og gildir hver vottun í eitt ár.  Gæðavottun á leyfiskerfi KSÍ hefur verið framlengt í eitt ár. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Sala mótsmiða fer vel af stað - 11.8.2014

Sala mótsmiða á alla heimaleiki Íslands í undankeppni EM 2016 hefur farið vel af stað og seldist m.a. upp í ódýrasta svæðið á stuttum tíma.  Miðasölunni hefur verið lokað um sinn og verður opnuð að nýju, þegar fleiri miðum hefur verið bætt í sölu.  

Lesa meira
 
hnatur-IMG_1932

Úrslitakeppni Hnátumóts KSÍ 2014 - 11.8.2014

Svæðisbundin úrslitakeppni í Hnátumóti KSÍ fer fram dagana 24.-28. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL.  Leikið verður á virkum degi SV-lands en í NL/AL riðli er leikið á Þórsvelli sunnudaginn 24. ágúst. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Úrslitakeppni Pollamóts KSÍ 2014 - 11.8.2014

Svæðisbundin úrslitakeppni í Pollamóti KSÍ fer fram dagana 16.-21. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL.  Leikið verður á virkum degi SV-lands en í NL/AL riðli er leikið á Fellavelli sunnudaginn 17. ágúst. Lesa meira
 
Hópurinn á úrtökumóti stúlkna 2014

Glæsilegur hópur á úrtökumóti stúlkna - 11.8.2014

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur var haldið að Laugarvatni dagana 8.-10. ágúst.  Hópurinn sem tók þátt var glæsilegur og greinilegt að þarna var samankominn hópur efnilegra knattspyrnustúlkna sem á vonandi eftir að láta mikið að sér kveðja í framtíðinni. Lesa meira
 

Úrtökumót drengja 15.-17. ágúst - 11.8.2014

Úrtökumót drengja (fæddir 1999) fer fram að Laugarvatni um næstu helgi.  Umsjón með mótinu hefur Þorlákur Árnason þjálfari U17 landsliðs karla.  Alls hafa 64 drengir frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tveimur leikjum Stjörnunnar í Pepsi-deild karla breytt - 11.8.2014

Tveimur leikjum Pepsi-deildar karla hefur verið breytt vegna þátttöku Stjörnunnar í Evrópudeild UEFA.  Um er að ræða leiki Stjörnunnar við Val og Breiðablik, sem fara áttu fram 18. og 25. ágúst, en verða nú 15. og 24. ágúst.   Lesa meira
 
Fram-bikarmeistari-2013---0774

Miðasala á úrslitaleik Borgunarbikars karla hafin - 11.8.2014

Opnað hefur verið fyrir miðasölu á úrslitaleik Borgunarbikars karla og fer miðasalan í gegnum vefinn midi.is.  Í úrslitaleiknum, sem fram fer á Laugardalsvelli laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00, mætast KR og Keflavík.

Lesa meira
 

Opnað fyrir mótsmiðasölu kl 12:00 í dag, mánudag! - 11.8.2014

Opnað verður fyrir mótsmiðasölu á leiki Íslands í undankeppni EM 2016 kl. 12:00 á hádegi í dag, mánudag.  Mótsmiðahafi hefur tryggt sér sama sæti á á Laugardalsvelli á öllum fimm heimaleikjum íslenska liðsins í undankeppninni.  Lesa meira
 

Mótsmiðar á alla heimaleiki Íslands í undankeppni EM 2016 - 8.8.2014

Í fyrsta sinn verður nú hægt að kaupa mótsmiða sem gildir á alla fimm heimaleiki Íslands í undankeppninni.  Mótsmiðahafi hefur tryggt sér sama sæti á öllum fimm heimaleikjum íslenska liðsins í undankeppninni.  Að auki fá mótsmiðahafar forkaupsrétt á aðgöngumiðum fyrir vináttuleiki A landsliðs karla. 

Lesa meira
 

Nýr landsliðsbúningur kynntur - 8.8.2014

Nýr landsliðsbúningur Íslands í knattspyrnu var kynntur til sögunnar með formlegum hætti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, föstudag.  Hönnun búningsins er íslensk og er innblásin af íslenska fánanum.  

Lesa meira
 

Vinna við ný flóðljós langt komin - 8.8.2014

Vinna við uppsetningu nýrra flóðljósa á Laugardalsvelli er langt komin og eru tæknimenn að leggja lokahönd á verkið þessa dagana.  Það er væntanlega ekki fyrir hvern sem er að vinna í þessari miklu hæð, en á myndavef KSÍ má sjá myndir teknar úr möstrunum og dæmi nú hver fyrir sig. Lesa meira
 
Dregið í Evrópudeild UEFA (Mynd:  uefa.com)

Stjarnan mætir Inter í umspili! - 8.8.2014

Dregið hefur verið í umspil fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA, en sem kunnugt er var Stjarnan í pottinum þegar drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss.  Mótherji Stjörnunnar í umspilinu er aldeilis ekki af verri endanum – ítalska liðið Internazionale frá Mílanó.  Lesa meira
 
Dagfinn Forná

Færeyskur dómari á toppslag í 2. deild karla - 8.8.2014

ÍR og Grótta mætast í toppslag í 2. deild karla í dag, föstudag.  Leikið er á Hertz-vellinum og hefst leikurinn kl. 19:00.  Dómarinn í leiknum heitir Dagfinn Forná og kemur hann frá Færeyjum. 

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Frækinn árangur í Evrópudeild UEFA - 8.8.2014

Stjörnumenn eru komnir í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli á útivelli gegn Lech Poznan í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppninnar.  FH-ingar eru hins vegar úr leik þrátt fyrir fínan leik og 2-1 sigur gegn sænska liðinu Elfsborg í Kaplakrika.

Lesa meira
 

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 16. ágúst - 7.8.2014

Í síðustu viku fóru fram undanúrslitaleikir Borgunarbikars karla og voru það lið KR og Keflavíkur sem tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum, sem fram fer á Laugardalsvellinum laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00 (bein útsending á Stöð 2 sport).

Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Ísafirði 11. ágúst - 7.8.2014

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður mánudaginn 11. ágúst  á Ísafirði.  Strákar æfa frá 09.45 - 11.00 og stelpur frá 11.00 - 12.15.  Þá verður markmannsæfing fyrir 15 ára og eldri kl. 12.15 og fyrir 10-12 ára kl.13.00 í umsjón Þóru B. Helgadóttur landsliðsmarkmanns. Lesa meira
 
Sjálfboðaliðar að störfum

Viltu taka þátt í skemmtilegu og gefandi verkefni? - 7.8.2014

Árið 2015 verður úrslitakeppni EM U17 kvenna haldin á Íslandi. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem KSÍ hefur tekið að sér og því leitar KSÍ eftir aðstoð sjálfboðaliða, sem munu koma til með að gegna lykilhlutverki í framkvæmd mótsins.  Viltu taka þátt í skemmtilegu og gefandi verkefni?

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Seinni leikir FH og Stjörnunnar í Evrópudeildinni á fimmtudag - 6.8.2014

Seinni leikir FH og Stjörnunnar í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA fara fram á fimmtudag.  FH mætir sænska liðinu Elfsborg í Kaplakrika og hefst leikurinn kl. 18:30, en Stjarnan leikur í Póllandi gegn Lech Poznan og hefst sá leikur kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
NM U17 karla 2014

U17 karla hafnaði í 7. sæti á Opna NM - 6.8.2014

U17 landslið karla hafnaði í 7. sæti á nýafstöðnu Opnu Norðurlandamóti, sem fram fór í Danmörku.  Íslenska liðið lék við Færeyjar um 7.-8. sætið og hafði þar 2-0 sigur með mörkum frá Erlingi Agnarssyni á 6. mínútu og Mána A. Hilmarssyni á 70. mínútu.   Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Fjarðabyggðarhöllinni 8. ágúst - 6.8.2014

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður föstudaginn 8.ágúst í Fjarðabyggðahöllinni á Reyðarfirði. Strákar æfa frá 10.00-11.15 og stelpur frá 11.15-12.30.  Þá verður markmannsæfing fyrir 15 ára og eldri kl.13.00 í umsjón Þóru B. Helgadóttur landsliðsmarkmanns. Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan leitar að yfirþjálfara yngri flokka - 6.8.2014

Stjarnan leitar að yfirþjálfara yngri flokka knattspyrnudeildar.  Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á öllu faglegu barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar í samráði við barna- og unglingaráð og framkvæmdastjóra. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Tveimur leikjum í 14. umferð frestað - 5.8.2014

Mótanefnd KSÍ hefur frestað tveimur leikjum í 14. umferð Pepsi-deildar karla sem fram áttu að fara á morgun, miðvikudaginn 6. ágúst. Leikjunum er frestað vegna þátttöku FH og Stjörnunnar í Evrópudeild UEFA

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands - KSÍ

Skrifstofa KSÍ lokar kl. 13:00 föstudaginn 1. ágúst - 1.8.2014

Skrifstofa KSÍ verður lokuð frá kl. 13:00, föstudaginn 1. ágúst, og opnar að nýju kl. 08:00, þriðjudaginn 5. ágúst.  Ef sérstök tilvik koma upp þá er hægt að nálgast upplýsingar um síma hjá starfsmönnum hér á síðunni undir "Um KSÍ" og "Starfsfólk".  Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Glæstur sigur Stjörnunnar - 1.8.2014

Stjarnan og FH voru í eldlínunni í gærkvöldi þegar þau léku fyrri leiki sína í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.  Stjarnan tók á móti Lech Poznan á heimavelli sínum í Garðabæ og vann frábæran sigur, 1 - 0.  FH lék gegn Elfsborg í Svíþjóð og höfðu Svíarnir betur, 4 - 1. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Markalaust jafntefli gegn Finnum - 1.8.2014

Strákarnir í U17 gerðu markalaust jafntefli gegn Finnum í lokaleik liðsins í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fram fer í Danmörku.  Ísland leikur því um sjöunda sætið gegn Færeyingum og fer sá leikur fram á laugardaginn. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög