Fréttir

Byrjunarliðið Íslands gegn Englandi á NM í Danmörku 2014

U17 karla - Leikið gegn Finnum í dag - 31.7.2014

Strákarnir í U17 leika í dag lokaleik sinn í riðlakeppni Norðurlandamótsins í Danmörku og hefst leikurinn kl .16:00.  Mótherjarnir eru Finnar en leikið verður í Kolding.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA í kvöld - Stjarnan heima, FH úti - 31.7.2014

Tvö íslensk félög verða í eldlínunni í kvöld þegar þau leika í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.  Stjarnan tekur á móti pólska liðinu Lech Poznan á Samsung vellinum í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 18:30.  FH leika gegn Elfsborg í Boras í Svíþjóð og hefst sá leikur kl. 16:00.  Þetta eru fyrri leikir beggja viðureigna.

Lesa meira
 
U15 karla eftir að hafa tryggt sér sæti í Nanjing

U15 karla - Æfingar og fundur hjá hópnum - 30.7.2014

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur boðað hóp á æfingar og kynningarfund fyrir Ólympíuleika ungmenna.  Hópurinn er boðaður á fjórar æfingar á næstu dögum sem og á kynningarfund fyrir leikmenn og foreldra.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Undanúrslitin framundan - 30.7.2014

Framundan eru undanúrslitaleikirnir í Borgunarbikar karla og er fyrri leikurinn í kvöld, miðvikudaginn 30. júlí en sá seinni á morgun.  Í kvöld kl. 19:15 taka Keflvíkingar á móti Víkingum en á morgun, fimmtudaginn 31. júlí kl. 18:00 taka Eyjamenn á móti KR.  Sigurvegarar leikjanna mætast svo í úrslitaleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. ágúst Lesa meira
 
Eden Hazard (mynd: KBVB)

A karla - Vináttulandsleikur gegn Belgum 12. nóvember - 30.7.2014

Knattspyrnusambönd Íslands og Belgíu hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Brussel miðvikudaginn 12. nóvember næstkomandi.  Þetta verður í níunda skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en Belgar hafa haft sigur í öll skiptin hingað til.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 karla - Naumt tap gegn Svíum - 30.7.2014

Strákarnir í U17 töpuðu gegn Svíum í öðrum leik þeirra á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku.  Eftir að markalaust hafði verið í leikhléi skoruðu Svíar eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggðu sér sigur. Lesa meira
 
FH

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Úrskurður aganefndar staðfestur - 29.7.2014

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð Aga- og úrskurðarnefndar varðandi leikbann leikmanns FH vegna atviks í leiks Breiðabliks og FH í Pepsi-deild karla sem fram fór 21. júlí síðastliðinn. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið sem mætir Svíum - 29.7.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í dag á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en þetta er annar leikur íslenska liðsins á mótinu, töpuðu gegn Englandi í fyrsta leik á meðan Svía lögðu Finna.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Rússlandi - 29.7.2014

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Dinamo Moskva frá Rússlandi og Hapoel Kiryat frá Ísrael í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Khimki í Rússlandi.  Kristni til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og varadómari verður Þóroddur Hjaltalín.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið Íslands gegn Englandi á NM í Danmörku 2014

U17 karla - Enskur sigur í fyrsta leiknum - 29.7.2014

Strákarnir í U17 hófu leik í gær á Norðurlandamótinu í Danmörku þegar þeir mættu Englendingum.  Enskir höfðu betur, 5 - 1, eftir að þeir höfðu leitt í leikhléi, 2 - 0.  Leikið verður gegn Svíum í dag kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U17 karla - Leikið gegn Englandi í dag - 28.7.2014

Strákarnir í U17 hefja í dag leik á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku og er fyrsti leikurinn gegn Englandi.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og hefur Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar fimmtudaginn 31. júlí - 25.7.2014

Fimmtudagurinn 31. júlí, er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, fimmtudaginn 31. júlí. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Fyrsta skiptið sem tvö íslensk félög vinna tvær viðureignir sama árið í Evrópukeppni - 25.7.2014

Góður árangur FH og Stjörnunnar í Evrópudeild UEFA hefur vakið verðskuldaða athygli en þetta er líka í fyrsta skiptið sem tvö íslensk félög vinna tvær viðureignir í Evrópukeppni sama árið. FH er svo fyrsta félagið til að ná þessum árangri tvisvar sinnum.

Lesa meira
 

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur á Laugarvatni 8. - 10. ágúst - 25.7.2014

Úrtökumót KSÍ árið 2014 fyrir stúlkur fæddar árið 1999 verður haldið á Laugarvatni, dagana 8. - 10. ágúst. Umsjón með mótinu hefur Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna og honum til aðstoðar er Mist Rúnarsdóttir. Félög leikmanna og leikmenn eru beðin um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar: Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Leikið í Garðabæ og Hafnarfirði í kvöld - 24.7.2014

Stjarnan og FH leika í kvöld seinni leiki sína í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA og leika þau bæði á heimavelli.  Stjarnan mætir Motherwell frá Skotlandi i Garðabænum og FH tekur á móti Neman Grodno frá Hvíta Rússlandi í Kaplakrika.  Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15 Lesa meira
 

EKKI TAPA ÞÉR! - 22.7.2014

KSÍ hefur sett á laggirnar samfélagslega verkefnið „Ekki tapa þér!“ sem miðar að því að vekja fólk til umhugsunar um hegðun áhorfenda á knattspyrnuleikjum.

Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Tromsö - 22.7.2014

Gunnar Jarl Jónsson mun á fimmtudaginn dæma leik Tromsö frá Noregi og Víkings frá Færeyjum í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA en leikið verður í Tromsö.  Gunnari til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Birkir Sigurðarson.  Varadómari verður Þorvaldur Árnason. Lesa meira
 
Rúnar Kristinsson með Steve McClaren

Rúnar Kristinsson útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu - 22.7.2014

Nú á dögunum bættist enn í hóp íslenskra þjálfara sem hlotið hafa UEFA Pro þjálfaragráðu frá erlendu knattspyrnusambandi þegar Rúnar Kristinsson lauk námi sínu hjá enska knattspyrnusambandinu. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR mætir Celtic í Edinborg - 22.7.2014

KR mætir Celtic í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA í kvöld og hefst leikurinn kl. 18:45.  Leikið verður á Murrayfield vellinum í Edinborg.  Celtic vann fyrri leikinn á KR vellinum, 0 - 1, en liðið sem hefur betur úr þessum viðureignum mætir annað hvort írska liðinu St. Patrick eða pólska liðinu Legia Varsjá í þriðju umferð. Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna - Harpa best í fyrri hlutanum - 21.7.2014

Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni var valin best leikmanna í fyrri hluta Pepsi-deildar kvenna en verðlaunin voru afhent í hádeginu í dag í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Fylkis, var valin besti þjálfarinn.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Jafnt í báðum leikjum kvöldsins - 17.7.2014

FH og Stjarnan léku í kvöld fyrri leiki sína í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA og voru þeir báðir á útivelli.  FH gerði jafntefli gegn Neman Grodno í Hvíta Rússlandi, 1 - 1 og Stjarnan gerði 2 - 2 jafntefli gegn Motherwell í Skotlandi.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópurinn sem leikur á Norðurlandamótinu - 17.7.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið  hópinn sem leikur á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku, dagana 28. júlí til 2. ágúst.  Ísland leikur í riðli með Finnum, Svíum og Englendingum og verður síðastnefnda þjóðin fyrstu mótherjarnir. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um 5 sæti - 17.7.2014

Íslenska karlalandsliðið fer upp um fimm sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Ísland er í 47. sæti listans en það eru nýkrýndir heimsmeistarar Þjóðverja sem tróna á toppi listans í fyrsta skiptið í um 20 ár. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Stjarnan leika ytra í kvöld - 17.7.2014

FH og Stjarnan verða í eldlínunni í kvöld þegar þau leika fyrri leiki sína í 2. umferð Evrópudeildar UEFA.  FH leikur í Grodno í Hvíta Rússlandi gegn Neman kl. 17:00 en Stjarnan mætir skoska liðinu Motherwell á Fir Park kl. 18:45 Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - Naumt tap hjá KR - 16.7.2014

Íslandsmeistarar KR töpuðu naumlega gegn skosku meisturunum í Celtic í fyrri leik liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA.  Skotarnir höfðu betur, 0 - 1 og kom sigurmarkið undir lok leiksins.  Seinni leikurinn fer fram í Edinborg, þriðjudaginn 22. júlí.

Lesa meira
 
Gylfi Már Sigurðsson 2013

Gylfi Már að störfum í Ungverjalandi - 16.7.2014

Gylfi Már Sigurðsson er nú í Ungverjalandi þar sem hann verður einn 8 aðstoðardómara sem verður við störf í úrslitakeppni EM U19 karla.  Keppnin stendur frá 19. júlí til 31. júlí en átta þjóðir berjast um titilinn.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR tekur á móti Celtic - 15.7.2014

KR tekur á móti skosku meisturunum í Celtic í kvöld á KR velli og hefst leikurinn kl. 19:00. Þetta er fyrri leikur félaganna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA en seinni leikurinn fer fram í Edinborg eftir rétta viku. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar þriðjudaginn 15. júlí - 14.7.2014

Þriðjudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.

Lesa meira
 
Runa-Kristin

Rúna Kristín að störfum á úrslitakeppni EM U19 kvenna - 11.7.2014

Úrslitakeppni EM U19 kvenna hefst í Noregi þriðjudaginn 15.júlí en þar etja átta þjóðir kappi um titilinn. Þótt íslenska liðið sé ekki á meðal þátttökuþjóða að þessu sinni er íslenskur fulltrúi í keppninni því Rúna Kristín Stefánsdóttir verður ein af átta aðstoðardómurum. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Stjarnan áfram - 11.7.2014

FH og Stjarnan tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA en seinni leikir fyrstu umferðar fóru fram í gærkvöldi.  Fram féll naumlega úr leik.  FH mætir Neman frá Hvíta Rússlandi í næstu umferð og fer fyrri leikurinn fram ytra 17. júlí. Stjarnan mætir Motherwell frá Skotlandi, einnig ytra þann 17. júli Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Seinni leikir íslensku félaganna í dag - 10.7.2014

Íslensku félögin, FH, Fram og Stjarnan, verða í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í dag þegar þau leika seinni leiki sína í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar.  FH og Stjarnan unnu fyrri leiki sína á heimavelli en Fram mætir í seinni leikinn, einu marki undir. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

U17 kvenna - Naumt tap gegn Finnum - 9.7.2014

Stelpurnar í U17 biðu í dag lægri hlut gegn Finnum á Norðurlandamótinu sem lauk í Svíþjóð í dag.  Leiknum lauk með 2 - 3 sigri Finna eftir að íslensku stelpurnar höfðu leitt í leikhléi, 1 - 0.  Íslenska liðið hafnaði því í 8. sæti mótsins.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Enskir dómarar að störfum hér á landi - 9.7.2014

Ensku dómararnir, Daniel Cook og Lee Swabey, verða að störfum hér á landi á næstu dögum en þeir eru hér sem hluti af verkefni knattspyrnusambanda Íslands og Englands um dómaraskipti.  Þeir munu dæma leiki í 1. deild karla sem og verða aðstoðardómarar á leik í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

U17 kvenna - Leikið gegn Finnum um 7. sætið í dag - 9.7.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Finnum í leik um 7. sætið á Norðurlandamótinu sem lýkur í Svíþjóð í dag.  Leikurinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með helstu atriðum hans á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - ÍBV fær KR í heimsókn - 8.7.2014

Í dag var dregið í undanúrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Keflavík tekur á móti Víkingi og ÍBV fær KR í heimsókn.  Leikirnir fara fram 30. og 31. júlí en úrslitaleikurinn fer svo fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. ágúst.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir á Norður Írlandi - 8.7.2014

Þóroddur Hjaltalín dæmir í kvöld, þriðjudaginn 8. júlí,  leik Linfield frá Norður Írlandi og B36 frá Færeyjum í forkeppni Evrópudeildar UEFA en leikið verður í Lurgan á Norður Írlandi.  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Áskell Þór Gíslason og varadómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 föstudaginn 11. júlí - 8.7.2014

Hæfileikamótun KSÍ  og N1 verður á höfuðborgarsvæðinu (Kraganum), föstudaginn 11. júlí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingar hjá bæði stelpum og strákum.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Stórt tap gegn Hollandi - 7.7.2014

Íslenska U17 ára landslið kvenna mátti sætta sig við 6-0 tap gegn Hollandi í  dag. Það er skemmst frá því að segja að íslenska liðið náði sér aldrei á strik í leiknum en Holland leiddi 3-0 í hálfleik. 

Lesa meira
 

Leik BÍ/Bolungarvíkur og Víkings R. seinkað til mánudags - 5.7.2014

Viðureign BÍ/Bolungarvíkur og Víkings R. í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla, sem fara átti fram á sunnudag, hefur verið breytt.  Leikurinn fer nú fram á Torfnesvelli á Ísafirði á mánudag.  Dregið verður í undanúrslit í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu á þriðjudag. Lesa meira
 
Bríet Bragadóttir

Bríet og Jovana dæma á Opna NM U17 kvenna í Svíþjóð - 5.7.2014

Norðurlandamót U17 landsliða kvenna fer fram í Svíþjóð dagana 4.-9. júlí.  Íslenska U17 landsliðið spilar auðvitað þar, en það eru ekki eingöngu íslenskir leikmenn sem taka þátt í NM í ár, heldur munu þær Bríet Bragadóttir og Jovana Cosic starfa við dómgæslu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Englandi

Enskur 3-1 sigur á NM U17 kvenna - 5.7.2014

U17 landslið kvenna tapaði í dag, laugardag, öðrum leik sínum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Bohuslän í Svíþjóð.  Mótherjinn var lið Englands, sem vann 3-1 sigur á íslenska liðinu, þrátt fyrir fína frammistöðu stelpnanna okkar. Lesa meira
 
U17 kvenna á NM

Nokkrar breytingar á byrjunarliði U17 kvenna milli leikja - 5.7.2014

Ísland leikur í dag, laugardag, annan leik sinn á Opna Norðurlandamóti U17 kvenna, sem fram fer í Svíþjóð dagana 4.-9. júlí.  Mótherji dagsins er England og hefur Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins gert nokkrar breytingar á byrjunarliði Íslands milli leikja. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Svíþjóð á NM 2014

Þriggja marka tap gegn heimastúlkum - 4.7.2014

U17 landslið kvenna tapaði fyrsta leik sínum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Bohuslän í Svíþjóð dagana 4.-9. júlí.  Mótherjinn var lið gestgjafanna, Svíþjóðar, sem vann verðskuldaðan 3-0 sigur.  Næst leikur Ísland á laugardag og mætir þá Englandi kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Tveir sigrar og sjö mörk - 4.7.2014

Þrjú íslensk lið voru í eldlínunni í Evrópudeild UEFA á sama tíma á fimmtudagskvöldið og öll léku þau á heimavelli.  Í Laugardalnum biðu Framarar lægri hlut gegn eistneska liðinu JK Nomme Kaiju, Stjarnan vann 4-0 sigur á Bangor frá Wales, og FH-ingar lögðu Norður-írska liðið Glenavon3-0.

Lesa meira
 
U17 kvenna í Belfast

U17 kvenna hefur leik á NM í Svíþjóð í dag - 4.7.2014

U17 landslið kvenna hefur keppni á NM í dag, en leikið er í Bohus-léni í Svíþjóð.  Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í fyrsta leik, sem er gegn Svíum og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Uppfært:  Leikið í 8-liða úrslitum á sunnudag og mánudag - 4.7.2014

Uppfært:  Á sunnudag og mánudag verður leikið í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla.  Tveir leikir fara fram á sunnudag - á Laugardalsvelli og á Kópavogsvelli - og tveir á mánudag - á Valbjarnarvelli og á Torfnesvelli á Ísafirði.  Dregið verður í undanúrslit þriðjudaginn 8. júlí. Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Hópurinn sem fer á Ólympíuleika ungmenna í Kína - 3.7.2014

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið 18 leikmenn sem taka munu þátt í knattspyrnukeppni Ólympíuleika ungmenna dagana 15. - 29. ágúst. Leikarnir fara fram í Nanjing í Kína. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Bikarúrslitaráðstefna laugardaginn 16. ágúst 2014 - 3.7.2014

Í tengslum við úrslitaleikinn í Borgunarbikarkeppni karla mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu. Úrslitaleikurinn fer fram laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00. Ráðstefnan hefst kl. 9:00 og er öllum opin en hún fer fram í Laugardalnum.
Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

18 dómarar og eftirlitsmenn á vegum UEFA á leikjum kvöldsins - 3.7.2014

Eins og kunnugt er leika þrjú íslensk félög heimaleiki sína í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. FH, Fram og Stjarnan verða öll í eldlínunni á sínum heimavöllum kl. 19:15.  Alls eru 18 dómarar og eftirlitsmenn á vegum UEFA á þessum leikjum. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Íslensku félögin öll á heimavelli í kvöld - 3.7.2014

Þrjú íslensk félög verða í eldlinunni í kvöld þegar þau leika fyrri leiki sína í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA. Félögin leika öll fyrri leikina á sínum heimavelli og eru því þrír Evrópuleikir á höfuðborgarsvæðinu í kvöld sem hefjast allir kl. 19:15. Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í San Marínó - 2.7.2014

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Folgore frá San Marínó gegn Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA.  Leikið verður í Serravalle í San Marínó, fimmtudaginn 3. júlí.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson og varadómari verður Ívar Orri Kristjánsson. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Reykjavík miðvikudaginn 9. júlí - 2.7.2014

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður í Reykjavík miðvikudaginn 9.júlí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingar fyrir stelpur og stráka frá reykvískum félögum.  Æfingarnar verða á gervigrasvelli Þróttar í Laugardal.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Fyrirmyndir barnanna - 2.7.2014

Yngstu iðkendurnir, börnin, eru framtíð íþróttarinnar okkar.  Við verðum að sýna börnunum okkar að þau gildi sem við metum mikils í knattspyrnu – agi, virðing, samstaða, liðsheild og háttvísi eiga líka við í hinu daglega lífi í okkar samfélagi. 

Lesa meira
 

Vel heppnaður vináttuleikur Balkan-Ísland - 1.7.2014

Síðastliðinn föstudag fór fram vináttuleikur á vegum Rauða kross Íslands í samstarfi við átakið Hjálpum Serbíu, þar sem mættust leikmenn af Balkanskaganum sem hafa leikið með íslenskum félagsliðum og íslenskar kempur.  Allur ágóði af miðasölunni rennur beint til styrktar fórnarlömbum flóða á Balkanskaga Lesa meira
 
Stjarnan

Handhafar KSÍ-skírteina sem ætla á Evrópuleik Stjörnunnar - 1.7.2014

Þeir handhafar KSÍ-skírteina sem ætla á leik Stjörnunnar og Bangor frá Wales í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag þurfa að sækja miða til félagsins í dag, þriðjudag, milli kl. 12:00 og 18:00. 

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög