Fréttir

Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Berserkir unnu C-deildina - 30.4.2014

Það voru Berserkir sem höfðu sigur í C-deild Lengjubikars karla en þeir höfðu betur gegn Víðismönnum á Garðsvelli.  Lokatölur urðu 6 - 0 fyrir Berserki sem leiddu með þremur mörkum í leikhléi.  Þetta var þriðja árið í röð sem Berserkir komast í þennan úrslitaleik en í fyrsta sinn sem þeir hafa sigur. Lesa meira
 

Pepsi-deild karla 2014 - KR spáð titlinum - 30.4.2014

Hin árlega spá forráðamanna félaga í Pepsi-deild karla var birt í dag á kynningarfundi sem haldinn var í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  KR er spáð titlinum en nýliðunum í deildini, Víkingi R. og Fjölni, er spáð falli. Pepsi-deild karla hefst sunnudaginn 4. maí.

Lesa meira
 

A landslið kvenna - Hópurinn sem mætir Sviss 8. maí - 30.4.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Sviss í undankeppni HM, fimmtudaginn 8. maí.  Svissneska liðið hefur byrjað undankeppnina vel og er í efsta sæti riðilsins með 16 stig eftir 6 leiki.  Íslenska liðið er í öðru sæti með 9 stig eftir 4 leiki.

Lesa meira
 

Staðfest niðurröðun í 1. deild kvenna og 4. deild karla 2014 - 30.4.2014

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í 1. deild kvenna og 4. deild karla.  Mikilvægt er að félögin sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning. Lesa meira
 
Gervigrasvöllurinn á Ísafirði, Torfnesvöllur

Hæfileikamótun á Ísafirði 30. apríl og 1. maí - 30.4.2014

Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar verður á Ísafirði á miðvikudag og fimmtudag. Á miðvikudagskvöldið  verður hann með fund með forráðamönnum BÍ/Bolungarvíkur og á fimmtudag verða æfingar með iðkendum 4.flokks drengja og stúlkna. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Úrslitaleikur C-deildar í kvöld - 29.4.2014

Úrslitaleikur C-deildar Lengjubikars karla fer fram í kvöld en þá mætast Víðir og Berserkir á Garðsvelli kl. 19:00.  Víðir hafði betur gegn Álftanesi í undanúrslitum en Berserkir lögðu KFG.  Þetta er þriðja árið í röð sem Berserkir leika til úrslita í þessari keppni en hafa enn ekki unnið titilinn. Lesa meira
 
Undirritun hjá Borgun og Stöð 2 Sport, Geir Þorsteinsson, Haukur Oddsson og Hjörvar Hafliðason

Borgunarbikarinn hefst laugardaginn 3. maí - 29.4.2014

Borgunarbikarinn hefst laugardaginn 3. maí af krafti en um helgina eru 23 leikir á dagskránni í 1. umferð hjá körlunum.  Eru margir forvitnilegir á dagskránni um allt land og má sjá þá með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Breytingar á reglum varðandi Evrópusæti - 28.4.2014

Breyting hefur verið gerð á reglum um Evrópusæti til handa íslenskra liða.  Ef sama félagið verður Íslandsmeistari og bikarmeistari mun taplið úrslitaleiks bikarsins ekki fá Evrópusæti.  Sætið mun flytjast á efsta félagið í deildarkeppninni sem ekki hefur tryggt sér sæti í Evrópudeild UEFA.  Þessi breyting er gerð til samræmis við reglur hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA.

Lesa meira
 
bunadur-leikmanna

Félagaskipti - Ertu ekki skráður í rétt félag? - 28.4.2014

Félög eru beðin um að fara vel yfir skráningar sinna leikmanna en Borgunarbikarinn hefst laugardaginn 3. maí og eru mörg félög þá að leika sína fyrstu leiki á keppnistímabilinu.  Nokkuð er um ný félög í bikarnum og eru þau minnt á að ganga frá félagaskiptum sínum tímanlega. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Óúttekin leikbönn 2014 - 28.4.2014

Á hverju vori fær skrifstofa KSÍ ótalmargar fyrirspurnir um óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Ævinlega er félögum bent á að þeim hafi verið tilkynnt um leikbönn með tölvupósti og það sé á þeirra ábyrgð að gæta þess að leikmenn sem eigi eftir að taka út leikbönn geri svo eða sbr. starfsreglur Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ: Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Aðgönguskírteini fyrir dómara og eftirlitsmenn 2014 - 28.4.2014

Þeir dómarar sem dæmt hafa tilskilinn fjölda leikja og hafa sent skrifstofu KSÍ mynd af sér, geta sótt aðgönguskírteini sín á skrifstofu KSÍ á föstudaginn. Öruggara er þó að hringja á undan sér og fá staðfest að skírteinið sé tilbúið.

Lesa meira
 
Fjarðabyggð

Lengjubikar karla - Fjarðabyggð tryggði sér sigur í B-deild - 28.4.2014

Fjarðabyggð tryggði sér titilinn í B-deild Lengjubikars karla þegar þeir lögðu nágranna sína, Leikni Fáskrúðsfirði, í úrslitaleik.  Lokatölur urðu 4 - 1 fyrir Fjarðabyggð og leiddu þeir með fjórum mörkum í leikhléi. Lesa meira
 

Kveðja frá KSÍ - 28.4.2014

Við fráfall Hannesar Þ. Sigurðssonar sér knattspyrnuhreyfingin á Íslandi á bak góðum félaga. Hannes var sæmdur æðsta heiðursmerki knattspyrnusambands Íslands, heiðurskrossinum, árið 2007, fyrir vel unnin störf sem dómari, fræðimaður og eftirlitsmaður. Hannes var skoðunarmaður reikninga hjá sambandinu í 60 ár, en lét af þeim störfum 2013 og var heiðraður fyrir vel unnin störf á ársþingi KSÍ 2013.

Lesa meira
 
FH

Lengjubikar karla - FH sigurvegari í A-deildinni - 27.4.2014

FH tryggði sér um helgina sigur í A-deild Lengjubikars karla þegar þeir lögðu Breiðablik að velli en leikið var á Samsung vellinum í Garðabæ.  Lokatölur urðu 4 - 1 fyrir FH sem leiddu í leikhléi, 1 - 0.  FH vann þennan titil í sjötta skiptið og hefur ekkert félag unnið þennan titil oftar í A-deild karla.

Lesa meira
 

Stjarnan er Lengjubikarmeistari kvenna - 27.4.2014

Kvennalið Stjörnunnar vann í kvöld 3-0 sigur á Breiðablik í úrslitaleik Lengjubikarsins en leikurinn fór fram í Egilshöll. Danka Podovac kom Stjörnunni yfir á 31.mínútu en það var Harpa Þorsteinsdóttir sem skoraði svo tvívegis í seinni hálfleik og sá til þess að Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu öruggan sigur.

Lesa meira
 

KR hafði betur gegn Fram í Meistarakeppni KSÍ - 27.4.2014

Íslandsmeistarar KR unnu í dag 2-0 sigur á Fram í Meistarakeppni KSÍ þar sem ríkjandi Íslandsmeistarar mæta bikarmeisturunum seinasta tímabils. Fyrra markið kom á 31.mínútu en það var Kjartan Henry Finnbogason sem skoraði úr víti.

Lesa meira
 
Benchmarking report

Sjötta skýrsla UEFA um fjármál evrópskra félaga - 25.4.2014

UEFA hefur birt sjöttu útgáfu af árlegri skýrslu sinni um evrópska knattspyrnu - UEFA Club Licensing Benchmarking Report - sem byggir á leyfisgögnum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi í aðildarlöndum UEFA, alls um 700 knattspyrnufélögum að ýmsum stærðum  og gerðum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur B-deildar Lengjubikars karla á sunnudaginn - 25.4.2014

Fjarðabyggð og Leiknir Fáskrúðsfirði mætast í úrslitaleik B-deildar Lengjubikars en leikið verður í Fjarðabyggðahöllinni, sunnudaginn 27. apríl kl. 16:00.  Fjarðabyggð lagði ÍR að velli í undanúrslitum og Leiknir bar sigurorð af Völsungi. Lesa meira
 
Handbók leikja 2014

Fundað um framkvæmd leikja og önnur mál - 25.4.2014

Árlegur vinnufundur félaga í Pepsi-deild karla um framkvæmd leikja og önnur mál var haldinn á miðvikudag.  Á fundinum er jafnan farið yfir ýmis hagnýt atriði úr Handbók leikja, sem gefin er út á hverju ári og inniheldur ábendingar og tilmæli til félaga.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna - Stjarnan og Breiðablik í úrslitum A-deildar - 25.4.2014

Það verða Stjarnan og Breiðablik sem mætast í úrslitum A-deildar Lengjubikars kvenna en leikurinn fer fram í Egilshöllinni, sunnudaginn 27. apríl, og hefst kl. 19:00.  Stjörnustúlkur eru núverandi handhafar titilins en Breiðablik vann hann árið 2012. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni karla - KR og Fram mætast sunnudaginn 27. apríl - 25.4.2014

KR og Fram mætast í Meistarakeppni karla, sunnudaginn 27. apríl, og fer leikurinn fram á Gervigrasvellinum í Laugardal.  Leikurinn hefst kl. 16:00 en í þessum árlega leik mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmaður Augnabliks úrskurðaður í tímabundið bann - 24.4.2014

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 23. apríl 2014, var Hrafnkell Freyr Ágústsson, Augnabliki, úrskurðaður í tímabundið leikbann til 6 vikna vegna brottvísunar í leik Vatnaliljanna og Augnabliks í mfl. karla 16. apríl 2014.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit í B og C deildum Lengubikars karla - 23.4.2014

Nú fer að síga á seinni hlutann í Lengjubikarnum og fimmtudaginn 24. apríl þá verður leikið til undanúrslita í B og C deild Lengjubikars karla. Sigurvegarar viðureignanna tryggja sér svo sæti í úrslitaleikjunum sem fyrirhugaðir eru, sunnudaginn 27. apríl Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Úrslitaleikur A-deildar karla á föstudaginn - 23.4.2014

Breiðablik og FH mætast í úrslitaleik A-deildar Lengjubikars karla, föstudaginn 25. apríl, en leikið verður á Samsung vellinum í Garðabæ. Leikurinn hefst kl. 19:00 en Blikar eru núverandi handhafar titilsins. FH lagði KR að velli í undanúrslitum en Breiðablik hafði betur gegn Þór.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna - Undanúrslit A-deildar hefjast í kvöld - 23.4.2014

Undanúrslit A-deildar Lengjubikars kvenna hefjast í kvöld en þá mætast Stjarnan og Valur og Samsung vellinum í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 19:00. Á morgun, fimmtudaginn 24. apríl, eigast svo við Breiðablik og Þór/KA í Fífunni og hefst sá leikur kl. 18:00. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Skotum á undirbúningsmóti UEFA

U19 kvenna - Naumt tap gegn Skotum - 23.4.2014

Stelpurnar í U19 léku í morgun seinni leik sinn á undirbúningsmóti UEFA en leikið var í Færeyjum. Mótherjarnir voru Skotar og höfðu þeir betur, 0 - 1, með marki í uppbótartíma. Tómas Þóroddsson sendi okkur eftirfarandi umfjöllun um leikinn. Lesa meira
 
Fyrir leik gegn Skotum á undirbúningsmóti UEFA

U19 kvenna - Leikið gegn Skotum í dag - 23.4.2014

Stelpurnar í U19 leika í dag síðari leik sinn á undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Færeyjum. Leikið er gegn Skotum og hefst leikurinn kl 09:00 að íslenskum tíma. Úlfar Hinriksson hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það skipað eftirtöldum leikmönnum:

Lesa meira
 
Úrslitaleikur Valitors bikars kvenna Valur - KR

Ráðstefna landsdómara fór fram mánudaginn 14. apríl - 22.4.2014

Ráðstefna landsdómara fór fram mánudaginn 14. apríl síðastliðinn en lokaundirbúningur landsdómara er nú í fullum gangi líkt og hjá leikmönnum.  Ráðstefnan fór fram í höfuðstöðvum KSÍ þar sem farið var m.a. yfir áhersluatriði dómaranefndar fyrir keppnistímabilið 2014. Lesa meira
 
Guðlaugur Gunnarsson tekur við viðurkenningur fyrir samstarf við Special Olympics

KSÍ fær viðurkenningu fyrir samstarf við Special Olympics - 22.4.2014

Knattspyrnusamband Íslands hlaut á dögunum viðurkenningu frá Evrópusamtökum Special Olympics fyrir farsælt samstarf við Special Olympics á Íslandi.  Það var Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður KSÍ, sem veitti viðurkenningunni móttöku. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Færeyjum á undirbúningsmóti UEFA

U19 kvenna - Sigur gegn Færeyjum á undirbúningsmóti UEFA - 22.4.2014

Stelpurnar í U19 lögðu stöllur sínar frá Færeyjum í morgun í fyrri leik liðsins á undirbúningsmóti UEFA en leikið er í Færeyjum.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland sem leiddi með einu marki í leikhléi.

Lesa meira
 

Súpufundur um höfuðhögg og heilahristing - 22.4.2014

Mánudaginn 28. apríl klukkan 12.10-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er höfuðhögg - heilahristingur. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesari er Reynir Björnsson læknir en hann er formaður heilbrigðisnefndar KSÍ. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundir Pepsi-deildanna 30. apríl og 12. maí - 22.4.2014

Kynningarfundur Pepsi-deildar karla fer fram miðvikudaginn 30. apríl og kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna mánudaginn 12. maí.  Báðir verða þeir haldnir í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík.  Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla fer fram sunnudaginn 4. maí, en keppni í Pepsi-deild kvenna hefst þriðjudaginn 13. maí.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikið við Færeyjar í dag - 22.4.2014

Stelpurnar í U19 leika í dag fyrri leik sinn í undirbúningsmóti UEFA en leikið er í Færeyjum.  Fyrri leikur Íslands er gegn heimastúlkum og hefst leikurinn kl. 09:00 að íslenskum tíma.  Úlfar Hinriksson hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað: Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Undanúrslit fara fram mánudaginn 21. apríl - 20.4.2014

Undanúrslit A deildar Lengubikars karla fara fram annan í páskum, mánudaginn 21. apríl.  Á KR velli mætast KR og FH og í Boganum á Akureyri leika Þór og Breiðablik.  Sigurvegarar viðureignanna leika svo til úrslita á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl, og fer sá leikur fram á Samsung vellinum í Garðabæ. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Góður sigur á Færeyingum - 16.4.2014

Stelpurnar í U17 luku keppni á undirbúningsmóti UEFA í Belfast í dag með því að leggja Færeyinga að velli, 5 - 1. Staðan í leikhléi var 3 - 1 fyrir Ísland en þetta var þriðji leikur liðsins í mótinu, sigur vannst einnig á Wales en tap gegn heimastúlkum í Norður Írlandi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ný reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini - 16.4.2014

Á fundi stjórnar KSÍ, sem fram fór þann 11. apríl síðastliðinn, var samþykkt ný reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini. Farið var í endurskoðun á reglugerðinni í heild sinni og má sjá hana hér til hliðar undir "Reglugerðir" og einnig undir "Dreifibréf til félaga". Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmaður Ísbjarnarins úrskurðaður í tímabundið bann - 16.4.2014

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 15. apríl 2014, var Andri Rúnar Gunnarsson, leikmaður Ísbjarnarins, úrskurðaður í tímabundið leikbann til 2 mánaða vegna brottvísunar í leik Víðis og Ísbjarnarins í Lengjubikar karla sem fram fór 5. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 
Vidir

Leikmaður Víðis úrskurðaður í 5 leikja bann - 16.4.2014

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 15. apríl 2014, var Gylfi Örn Á Öfjörð úrskurðaður í 5 leikja bann í vegna brottvísunar í leik Víðis og Ísbjarnarins í Lengjubikar karla sem fram fór 5. apríl síðastliðinn. 

Lesa meira
 
Samtök íþróttafréttamanna

Umsóknir um fjölmiðlaskírteini 2014 - 16.4.2014

KSÍ hefur gert samkomulag við Samtök Íþróttafréttamanna (SÍ) vegna aðgangsskírteina fyrir fulltrúa fjölmiðla keppnistímabilið 2014.  Umsóknir skulu sendar á tölvupóstfang SÍ (sportpress@sportpress.is) eigi síðar en 25. apríl næstkomandi.  

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ B próf - 30. apríl - 16.4.2014

Miðvikudaginn 30. apríl stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar). Lesa meira
 

Staðfest niðurröðun í landsdeildum, Borgunarbikarnum og Meistarakeppni KSÍ - 16.4.2014

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í eftirfarandi mótum: Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna, Borgunarbikar karla, Borgunarbikar kvenna, 1. deild karla, 2. deild karla, 3. deild karla og Meistarakeppni KSÍ.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Norður Írum á undirbúningsmóti UEFA í Belfast

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Færeyjum - 16.4.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Færeyingum í dag í undirbúningsmóti UEFA en leikið er í Belfast.  Leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma en þetta er síðasti leikur Íslands á mótinu.  Liðið lagði Wales í fyrsta leiknum en beið lægri hlut gegn Norður Írlandi í öðrum leik.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Mæta Færeyingum og Skotum í undirbúningsmóti UEFA - Uppfært - 16.4.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið 18 leikmenn í landslið Íslands sem tekur þátt í undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum í apríl. Um er að ræða leikmenn fædda 1996 og síðar.  Leikið verður gegn Færeyjum og Skotlandi dagana 22. og 23. apríl. Æfing verður á gervigrasinu í Laugardal, sunnudaginn 20. apríl kl. 14:00. Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Ráðstefna um fjölda iðkenda í yngstu flokkum kvenna - 15.4.2014

Laugardaginn 3. maí mun KSÍ standa fyrir ráðstefnu sem haldin verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Ráðstefnan er frá kl. 11.00 - 14.00 og er hún öllum opin.  Markmið ráðstefnunnar er að gefa aðildarfélögum KSÍ hugmyndir um hvernig hægt sé að fjölga iðkendum í yngstu kvennaflokkunum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úthlutun úr Mannvirkjasjóði 2014 - 15.4.2014

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 11. apríl síðastliðinn að úthluta úr Mannvirkjasjóði KSÍ og er þetta í sjöunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Alls var úthlutað til 7 verkefna, samtals 16 milljónir króna. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

U17 kvenna - Tveggja marka tap í Belfast - 14.4.2014

Stelpurnar í U17 kvenna biðu lægri hlut í dag gegn stöllum sínum frá Norður Írlandi á undirbúningsmóti UEFA en leikið var í Belfast.  Lokatölur urðu 2 – 0 fyrir Norður Íra sem leiddu í leikhléi, 2 – 0.  Síðasti leikur liðsins í mótinu er svo gegn Færeyingum og fer sá leikur fram miðvikudaginn 16. apríl.

Lesa meira
 
Gunnar Sigurðsson sæmdur gullmerki Knattspyrnusambands Færeyja

Sæmdur gullmerki Knattspyrnusambands Færeyja - 14.4.2014

Gunnar Sigurðsson frá Akranesi var sæmdur gullmerki færeyska knattspyrnusambandsins um síðastliðna helgi þegar hann var þar í heimsókn.  Gunnar lagði hönd á plóginn þegar Færeyingar fengu inngöngu í UEFA og FIFA. Lesa meira
 
Fram

Ólöglegur leikmaður með Fram í Lengjubikarnum - 14.4.2014

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Aron Þórður Albertsson lék ólöglegur með Fram gegn BÍ/Bolungarvík í Lengjubikar karla þann 4. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn átti að taka út leikbann vegna 3ja áminninga. Lesa meira
 
Hamar

Ólöglegur leikmaður með Hamar í Lengjubikarnum - 14.4.2014

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Markús Andri Sigurðsson lék ólöglegur með Hamar gegn KFR í Lengjubikar karla þann 12. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn átti að taka út leikbann vegna 3ja áminninga.

Lesa meira
 
FH

Ólöglegur leikmaður með FH í Lengjubikar karla - 14.4.2014

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ólafur Páll Snorrason lék ólöglegur með FH gegn Fjölni í Lengjubikar karla þann 3. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn átti að taka út leikbann vegna 3ja áminninga. Lesa meira
 
KV

Ólöglegur leikmaður með KV í Lengjubikarnum - 14.4.2014

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Davíð Steinn Sigurðarson lék ólöglegur með KV gegn Víkingi Reykjavík í Lengjubikar karla þann 11. apríl síðastliðinn. Leikmaðurinn átti að taka út leikbann vegna 3ja áminninga.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - 8 liða úrslit hefjast á miðvikudaginn - 14.4.2014

Nú er ljóst hvaða félög mætast í 8 - liða úrslitum A deildar Lengjubikars karla.  Þrír leikir fara fram miðvikudaginn 16. apríl og einn leikur fimmtudaginn 17. apríl.  Undanúrslitin fara fram mánudaginn 21. apríl og úrslitaleikurinn fer fram 24. apríl. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

U17 kvenna í Belfast:  Byrjunarliðið gegn Norður-Írum - 14.4.2014

U17 landslið kvenna leikur um þessar mundir í sérstöku undirbúningsmóti UEFA.  Fyrstu leikirnir fóru fram á sunnudag og þá vannst 4-0 sigur á Wales.  Í dag, mánudag, er leikið gegn Norður-Írum og hefur byrjunarlið Íslands verið tilkynnt.

Lesa meira
 
U17 kvenna í Belfast

U17 kvenna í Belfast:  Flottur 4-0 sigur á Wales - 13.4.2014

U17 landslið kvenna, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, byrjaði undirbúningsmót UEFA fyrir þennan aldursflokk ansi vel með flottum 4-0 sigri á Wales í dag, sunnudag.  Næsti leikur er strax á mánudag kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður mótherjinn þá lið heimamanna, Norður-Íra.
Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

U17 kvenna í Belfast:  Byrjunarliðið gegn Wales í dag - 13.4.2014

U17 landslið kvenna, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, mætir Wales í dag, sunnudag, kl. 10:00, í sérstöku undirbúningsmóti UEFA.  Þetta er fyrsti leikur liðsins af þremur í þessu móti.  Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið.
Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

U17 karla í Belfast:  Fimm marka sigur á Færeyingum - 11.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, vann öruggan 5-0 sigur í lokaleik sínum í sérstöku undirbúningsmóti UEFA sem fram fór í Belfast á Norður-Írlandi.  Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti með þrjú stig, eftir eins marks töp í leikjum gegn Wales og Norður-Írlandi. Lesa meira
 
Fundur um málefni stuðningsmanna

Mikilvægt að treysta böndin milli knattspyrnufélags og stuðningsmanna - 11.4.2014

KSÍ stóð fyrir sérstökum vinnufundi um málefni stuðningsmanna fimmtudaginn 10. apríl.  Á fundinum var fjallað um hlutverk og mikilvægi tengiliðs félags við stuðningsmenn og mikilvægi þess að treysta böndin milli knattspyrnufélaga og stuðningsmanna. 

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Byrjunarlið U17 karla gegn Færeyingum í dag - 11.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, mætir frændum okkar, Færeyingum, í dag föstudag kl. 10:00 í lokaleik sínum í sérstöku undirbúningsmóti UEFA, sem fram fer í Belfast.  Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað.

Lesa meira
 

A kvenna - Stórsigur á Möltu - 10.4.2014

Ísland vann í dag stórsigur á Möltu í undankeppni HM en leikið var ytra.  Lokatölur urðu 0 – 8 fyrir Ísland sem leiddi með fjórum mörkum í leikhléi.  Yfirburðir íslenska liðsins voru algerir frá upphafi og einungis spurningin um hversu stór sigurinn yrði. Næsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Sviss á útivelli, 8. maí.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

1-1 jafntefli við Króatíu í síðasta leik í milliriðli - 10.4.2014

U19 landslið kvenna gerði 1-1 jafntefli við Króata í lokaleik sínum í milliriðli fyrir EM, en leikið var í Króatíu í dag, fimmtudag.  Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og með smá heppni hefði sigurinn getað lent okkar megin.

Lesa meira
 
Ólafur Þór Guðbjörnsson

Hættir með U19 kvenna eftir 15 ár og 104 leiki - 10.4.2014

Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta þjálfun U19 landsliðs kvenna að loknum milliriðlinum sem liðið lék í núna í apríl.  Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Ólafs Þórs var í ágúst 1999 og hefur hann því verið við stjórnvölinn í tæp 15 ár og skilað frábæru starfi. 

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Króatíu - 10.4.2014

U19 kvenna mætir Króatíu í dag í lokaleik sínum í milliriðli fyrir EM.  Hvorugt liðið á möguleika á að komast upp úr riðlinum, en með sigri getur íslenska liðið lyft sér upp fyrir Króata í þriðja sætið.   Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands. Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Möltu - 10.4.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Möltu í undankeppni HM. Leikið er á Centenary vellinum á Möltu og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma eða kl. 14:00 að staðartíma.  Fylgst verður með leiknum á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Hópurinn á leið á æfingu á Möltu

A kvenna - Ísland mætir Möltu í dag í undankeppni HM - 10.4.2014

Ísland mætir Möltu í dag í undankeppni HM en leikið verður á Centenary Stadium á Möltu. Leikurinn hefst kl. 14:00 að staðartíma eða kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt hér á síðunni um tveimur tímum fyrir leik og fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 

U17 - Eins marks tap gegn Norður Írum - 9.4.2014

Íslenska U17 ára landslið karla tapaði 1-0 gegn Norður Írum á æfingarmóti í dag. Leikurinn var heldur bragðdaufur en eina mark leiksins kom á 31.mínútu. Markið kom eftir hornspyrnu en íslenska liðið náði ekki að hreinsa frá eftir hornið og það nýttu Norður Írarnir.

Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

A kvenna - Allir leikmenn með á æfingu dagsins - 9.4.2014

Allir leikmenn hópsins tóku þátt í æfingu dagsins á Cenetary vellinum á Möltu en á sama velli mætast Malta og Ísland í undankeppni HM á morgun, fimmtudaginn 10. apríl. Leikurinn hefst kl. 14:00 að staðartíma eða kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Fylgst verður með leiknum á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Byrjunarlið U17 karla gegn N-Írlandi í dag - 9.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, mætir Norður-Írum í Belfast í dag, miðvikudag kl. 17:30 að íslenskum tíma.  Þetta er annar leikur liðsins í sérstöku undirbúningsmóti UEFA.  Nokkrar breytingar eru gerðar á byrjunarliðinu milli leikja.

Lesa meira
 

Þættir um dómara hefjast á Stöð 2 Sport á fimmtudag - 9.4.2014

Þriðja liðið er fjögurra þátta sería sem fjallar um knattspyrnu út frá sjónarhorni dómaranna. Í þáttunum fylgjum við dómurum eftir í undirbúningi þeirra, æfingum, leikjum og fáum einnig að heyra hvað fer þeim á milli á meðan leik stendur.

Lesa meira
 
Æfing á Möltu

A kvenna - Tvær æfingar á Möltu í dag - 8.4.2014

Tvær æfingar voru í dag hér á Möltu og fóru þær báðar fram á keppnisvellinum sem er gervigrasvöllur. Mikill hiti var í dag, sérstaklega á fyrri æfingunni og var völlurinn þurr og harður. Það er gott fyrir hópinn að venja sig við aðstæður en leikurinn sjálfur fer fram á fimmtudaginn kl. 14:00 að staðartíma og má því búast við miklum hita.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Naumt tap gegn Wales - 8.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, tapaði naumlega í dag, þriðjudag, fyrir Wales í sérstöku undirbúningsmóti UEFA, sem fram fer í Belfast á Norður-Írlandi.  Lokatölur leiksins urðu 2-1 fyrir welska liðið og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
ÍSÍ - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Starfsskýrsluskil til ÍSÍ 15. apríl - 8.4.2014

Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ rennur frestur til að skila starfsskýrslum til ÍSÍ út 15. apríl næstkomandi.  Skýrslunum skal skila í gegnum Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ.  Nánari upplýsingar veitir skrifstofa ÍSÍ. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Byrjunarliðið gegn Wales í dag - 8.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, hefur leik í dag á sérstöku undirbúningsmóti UEFA, sem fram fer í Belfast á Norður-Írlandi.  Mótherji dagsins er Wales, og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma.  Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt.

Lesa meira
 
Hópurinn á leið á æfingu á Möltu

A kvenna - Fyrsta æfingin á Möltu í dag - 7.4.2014

Kvennalandsliðið tók sína fyrstu hefðbundnu æfingu hér á Möltu í dag en undirbúningur liðsins er nú í fullum gangi fyrir leikinn gegn Möltu á fimmtudaginn í undankeppni HM.  Æft var á grasvelli í nágrenni keppnisvallarins en allar aðrar æfingar fara fram á keppnisvellinum sjálfum sem er gervigrasvöllur

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Tveggja marka tap gegn Rússum - 7.4.2014

U19 landslið kvenna tapaði í dag öðrum leik sínum í milliriðli fyrir EM, 2-4 gegn Rússum, sem leiddu með þremur mörkum í hálfleik og náðu fjögurra marka forystu.  Íslenska liðið svaraði fyrir sig með tveimur mörkum í lokin, en þar við sat og annað tap í milliriðli staðreynd.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Rússum - 7.4.2014

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, gerir eina breytingu á byrjunarliðinu fyrir annan leik liðsins í milliriðli fyrir EM, en mótherjinn í dag, mánudag, er Rússland.  Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í liðið fyrir Hönnu Kristín Hannesdóttir.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Hæfileikamótun KSÍ í Boganum á Akureyri 16. apríl - 7.4.2014

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Norðurland verður í Boganum á Akureyri miðvikudaginn 16. apríl og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Smellið hér að neðan til að skoða nánari upplýsingar, nöfn leikmanna og tímasetningar.

Lesa meira
 
Fífan

Hæfileikamótun KSÍ fyrir höfuðborgarsvæðið 14. og 15. apríl - Uppfært - 7.4.2014

Hæfileikamótun KSÍ fyrir höfuðborgarsvæðið verður í Fífunni í Kópavogi mánudaginn 14. apríl og þriðjudaginn 15. apríl og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Hér að neðan má nánari upplýsingar, nöfn leikmanna og tímasetningar.

Lesa meira
 
Með hótelstjóra Carlton hótelsins í Tel Aviv

A kvenna - Hópurinn mættur til Möltu - 6.4.2014

Kvennalandsliðið kom til Valetta í Möltu í dag eftir næturferðalag frá Tel Aviv. Leikið verður gegn heimastúlkum næstkomandi fimmtudag, 10. apríl, og hefst leikurinn kl. 14:00 að staðartíma eða kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A kvenna - Sanngjarn sigur í Tel Aviv - 5.4.2014

Kvennalandsliðið vann sanngjarnan sigur á Ísrael í kvöld í undankeppn HM en leikið var á Ramat Gan vellinum. Lokatölur urðu 1- 0 fyrir okkar stúlkum eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu.  Næsti leikur Íslands er gegn Möltu og fer hann fram fimmtudaginn 10. apríl í Valetta.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Tap í fyrsta leik gegn Skotum - 5.4.2014

Stelpurnar í U19 hófu í dag leik í milliriðlum EM en riðill þeirra er leikinn í Króatíu. Stelpurnar biðu lægri hlut gegn Skotum, 5 - 1, eftir að Skotar höfðu leitt í leikhléi, 3 - 1.  Næsti leikur Íslands gegn Rússum sem fram fer á mánudaginn. Tómas Þóroddsson sendi okkur eftirfarandi skýrslu um leikinn.

Lesa meira
 
Æfing A landsliðs kvenna í Serbíu

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Ísrael - 5.4.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Ísrael í undankeppni HM.  Leikið er á Ramat Gan vellinum í Tel Aviv og hefst leikurinn kl. 17:30 að íslenskum tíma eða kl. 20:30 að staðartíma.

Lesa meira
 
Þjálfarateymi kvennalandsliðsins, Ólafur Pétursson, Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson

Leikið gegn Ísrael í kvöld - Viðtal við Frey Alexandersson - 5.4.2014

Ísland mætir Ísrael í kvöld í undakeppni HM 2015 og fer leikurinn fram á Ramat Gan vellinum í Tel Aviv.  Leikurinn hefst kl. 20.30 að staðartíma eða kl. 17:30 að íslenskum tíma.  Við heyrðum aðeins í landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni fyrir leikinn. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Æft var á keppnisvellinum í dag - 4.4.2014

Kvennalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Ísrael sem fram fer á morgun, laugardaginn 5. apríl.  Leikurinn fer fram á þjóðarleikvangnum, Ramat Gan, og hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Málefni stuðningsmanna rædd á fundi 10. apríl - 4.4.2014

KSÍ mun standa fyrir sérstökum vinnufundi um málefni stuðningsmanna í höfuðstöðvum sambandsins fimmtudaginn 10. apríl.  Stjórnandi fundarins verður Stuart Dykes, sem hefur unnið mikið starf fyrir samtökin Supporters Direct Lesa meira
 

Aldrei áður mætt Ísrael og Möltu - 3.4.2014

A landslið kvenna mætir Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015 á næstu dögum.  Fyrst er leikið við Ísrael í Ramat Gan laugardaginn 5. apríl, og svo við heimamenn á Möltu þann 10. apríl.  Ísland hefur mætt hvorugu liðinu áður.

Lesa meira
 

Síðasta unglingadómaranámskeiðið í Reykjavík  - 3.4.2014

Þann 10. apríl fer fram unglingadómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ.  Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík í bili. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska.

Lesa meira
 
Æfing á ströndinni í Tel Aviv

A kvenna - Stelpurnar komnar til Tel Aviv - 3.4.2014

Kvennalandsliðið er komið til Ísrael, nánar tiltekið Tel Aviv en þangað kom liðið seint í gærkvöldi eftir langt ferðalag.  Framundan er leikur gegn heimastúlkum í undankeppni HM en leikið verður á laugardaginn.  Liðið heldur svo til Möltu þar sem leikið verður, í sömu keppni, fimmtudaginn 10. apríl.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Leika fyrir Ísland í undirbúningsmóti UEFA - 1.4.2014

Þorlákur Már Árnason, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið 18 leikmenn fyrir undirbúningsmót UEFA sem verður leikið Norður-Írlandi í apríl.  Auk Íslendinga leika Norður-Írar, Wales-menn og Færeyingar í mótinu, og eru liðin skipuð leikmönnum fæddum 1998 og síðar.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Undirbúningsmót UEFA fyrir leikmenn fædda 1998 og síðar - Uppfært - 1.4.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 18 leikmenn í landslið Íslands sem tekur þátt í undirbúningsmóti UEFA í Belfast í apríl. Um er að ræða fjögurra liða mót fyrir leikmenn fædda 1998 og síðar.

Lesa meira
 
Kvennalandsliðið á faraldsfæti

A landslið kvenna á faraldsfæti - 1.4.2014

A landslið kvenna heldur í 10 daga reisu suður á bóginn þriðjudaginn 2. apríl.  Tilgangur ferðarinnar er tveir leikir í undankeppni HM 2015, gegn Ísrael og Möltu.  Ferðalagið er langt og viðamikið og er stefnan sett á að koma heim með sex stig í farteskinu.

Lesa meira
 
Fífan

Aprílgabbið 2014 - Einungis leikið á gervigrasi í maí - 1.4.2014

Vegna ástands knattspyrnualla um land allt hefur stjórn KSÍ samþykkt sérákvæði við reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Í því felst að engir leikir í efstu deildum geti farið fram á völlum með náttúrulegu grasi í maímánuði 2014 og er sú ákvörðun tekin með langtímahagsmuni grasvalla landsins í huga.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög