Fréttir

U17 landslið karla

U17 karla - Norskur sigur í fyrri vináttulandsleiknum - 28.2.2014

Strákarnir í U17 töpuðu í dag fyrri vináttulandsleik sínum gegn Norðmönnum en liðin mættust í Kórnum.  Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Norðmenn sem leiddu 0 - 1 í leikhléi.  Liðin mætast aftur á sunnudaginn og fer sá leikur einnig fram í Kórnum og hefst kl. 11:00. Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem mætir Wales í vináttulandsleik - 28.2.2014

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt hópinn sem mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff, miðvikudaginn 5. mars.  Leikið verður á Cardiff City Stadium og hefst leikurinn kl. 19:45 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Leikið við Noreg í dag kl. 14:00 - 28.2.2014

Strákarnir í U17 leika í dag fyrri vináttulandsleik sinn við Noreg og hefst leikurinn kl. 14:00, föstudaginn 28. febrúar, í Kórnum.  Síðari leikur þjóðanna fer einnig fram í Kórnum, sunnudaginn 2. mars kl. 11:00.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Bríet, Birna og Rúna dæma á La Manga - 27.2.2014

Bríet Bragadóttir dómari og aðstoðardómararnir Birna Bergstað Þórmundsdóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir, munu dæma á æfingamóti U23 landsliða kvenna.  Mótið verður á La Manga í umsjón norska knattspyrusambandsins og hefst nú í byrjun mars. Lesa meira
 

Mikilvægi öflugra stuðningsmanna seint metið til fulls  - 27.2.2014

Fjallað er um sérstakan tengilið stuðningsmanna landsliða Íslands í knattspyrnu við KSÍ í febrúarútgáfu fréttabréfs UEFA um stuðningsmannamál.  UEFA hefur í nokkur ár hvatt knattspyrnusambönd og félagslið til að virkja og efla tengslin við stuðningsmenn.  

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Hópurinn sem mætir Finnum - 27.2.2014

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem mætir Finnum í tveimur vináttulandsleikjum ytra, 11. og 13. mars næstkomandi.  Þessir leikir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir keppni í milliriðlum EM en íslenska liðið leikur í Króatíu í apríl.

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna fer fram um helgina í höfuðstöðvum KSÍ - 26.2.2014

Um komandi helgi fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það Juan Antonio Fernandez Marin, fyrrum FIFA dómari frá Spáni, sem verður gestur ráðstefnunnar.

Lesa meira
 
ÍA

Unglingadómaranámskeið hjá ÍA mánudaginn 3. mars - 26.2.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍA og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn sem mætir Svíum - 26.2.2014

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hópinn sem mætir Svíum í tveimur vináttulandsleikjum, 4. og 6. mars næstkomandi. Kristinn velur 20 leikmenn í hópinn fyrir þessa leiki sem fara fram í Kórnum og Egilshöll. Lesa meira
 
Frá fundi SÍGÍ um klakavandamál

Myndband frá fyrirlestri um klakavandamál - 25.2.2014

Miðvikudaginn 29, janúar hélt Bjarni E. Guðleifsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum.  Fyrirlesturinn var á vegum SÍGÍ og hér að neðan má finna myndband af þessum fundi. Lesa meira
 
Valur

Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar sjöunda árið í röð - 25.2.2014

Það voru Valsstúlkur sem fögnuðu Reykjavíkurmeistaratitlinum í gærkvöldi þegar þær lögðu Fylki í úrslitaleik sem fram fór í Egilshöll.  Lokatölur urðu 2 -1 fyrir Val eftir að jafnt hafði verið í leikhléi, 1 - 1.  Valur hefur því unnið þennan titil 7 ár í röð og í 23 skipti alls.

Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Tveir léku ólöglegir með Selfossi gegn Víkingi R, - 24.2.2014

Tveir leikmenn léku ólöglegir með Selfossi í Lengjubikarnum þann 23. febrúar síðastliðinn, þegar Selfyssingar mættu Víkingi R.  Í samræmi við reglugerð um deildarbikarkeppni standa úrslit leiksins óbreytt, en Selfossi er gert að greiða sekt.

Lesa meira
 
Merki U21 karla

U21 landsliðshópurinn sem fer til Kasakstan - 24.2.2014

U21 landslið karla mætir Kasakstan í undankeppni EM 2015 ytra þann 5. mars næstkomandi, sama dag og A karla leikur vináttuleik gegn Wales í Cardiff og A kvenna mætir Þýskalandi í Algarve-bikarnum.  Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 karla, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir leikinn í Astana.

Lesa meira
 

Algarve-hópurinn 2014 tilkynntur - Viðtal við Frey - 24.2.2014

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt leikmannahópinn fyrir Algarve-bikarinn 2014.  Um 23 manna hóp er að ræða og eru 9 leikmenn á mála hjá erlendum félagsliðum.  Mótið hefst 5. mars og er fyrsti leikur Íslands gegn stórliði Þýskalands.

Lesa meira
 
Chris Coleman - Mynd frá FAW

Bale í landsliðshópi Wales gegn Íslandi - 24.2.2014

Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir vináttuleikinn við Íslendinga, sem fram fer í Cardiff þann 5. mars næstkomandi.  Coleman tilkynnir 23 manna hóp og tilkynnir jafnframt 12 leikmenn utan hóps til vara.  Þekktasti leikmaðurinn í welska hópnum er án vafa Gareth Bale.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Vesturland - 24.2.2014

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Vesturland verður í Akraneshöllinni þriðjudaginn 25. febrúar og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Stelpur eiga að mæta kl.15:00 og strákar kl.16:30.  Smellið hér að til að sjá nöfn þeirra sem boðuð hafa verið á þessar æfingar.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Undankeppni EM 2016 - Ísland leikur gegn Hollandi í A riðli - 23.2.2014

Dregið var í dag í undankeppni EM 2016 en úrslitakeppnin fer fram í Frakklandi það ár. Dregið var í Nice í Frakklandi og er óhætt að segja að íslenska liðinu bíði spennandi og krefjandi verkefni. Ísland var í 5. styrkleikaflokki og var dregið í A riðil ásamt: Hollandi, Tékklandi, Tyrklandi, Lettlandi og Kasakstan

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts kvenna - Valur mætir Fylki - 21.2.2014

Það verða Valur og Fylkir sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna og fer leikurinn fram í Egilshöll, mánudaginn 24. febrúar. Þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleiki gærkvöldsins þar sem Valur lagði KR, 4 - 1 og Fylkir hafði betur gegn Fjölni, 3 - 1.

Lesa meira
 

Heilahristingur - Leiðbeiningar frá Heilbrigðisnefnd KSÍ - 21.2.2014

Heilbrigðisnefnd KSÍ hefur gefið út leiðbeiningar/ráðleggingar varðandi höfuðhögg er geta leitt til heilahristings. Það er mikilvægt að kynna sér þessar leiðbeiningar vandlega og eru aðildarfélög beðin um að gera það og koma þessu áfram til viðeigandi aðila innan síns félags. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópurinn sem mætir Norðmönnum - Uppfært - 20.2.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem mætir Norðmönnum í tveimur vináttulandsleikjum 28. febrúar og 2. mars.  Leikirnir fara báðir fram í Kórnum en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir keppni U17 karla sem leikur í milliriðli EM í Portúgal í mars

Lesa meira
 

Formaður og framkvæmdastjóri KSÍ funduðu með mennta- og menningarmálaráðherra - 20.2.2014

Formaður og framkvæmdastjóri KSÍ sátu fund með Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og hans aðstoðarfólki  miðvikudaginn 19. febrúar og fór fundurinn fram í ráðuneytinu að Sölvhólsgötu.  Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Skiladagur fjárhagsgagna er fimmtudagurinn 20. febrúar - 19.2.2014

Fimmtudagurinn 20. febrúar er skiladagur fjárhagsgagna í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014.  Þau félög sem undirgangast leyfiskerfið, þ.e. félög í efstu tveimur deildum karla, þurfa þá að skila til leyfisstjórnar ársreikningum sínum og öðrum fylgigögnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hæfileikamótun KSÍ í Hveragerði föstudaginn 21. febrúar - 19.2.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður í Hamarshöllinni í Hveragerði föstudaginn 21.febrúar næstkomandi. Þetta er æfing fyrir krakka í 4.flokki. Stelpur eiga að mæta kl.14.30 og strákar kl.16.00. Hér að neðan má sjá nöfn þeirra sem boðuð hafa verið á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Lúðvík Georgsson var sæmdur Heiðurskross ÍSÍ á 68. ársþingi KSÍ

Lúðvík sæmdur Heiðurskrossi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands - 18.2.2014

Lúðvík Georgsson var, á 68. ársþingi KSÍ, sæmdur Heiðurskrossi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og var það Hafsteinn Pálsson, formaður heiðursráðs sambandsins, sem sæmdi Lúðvík krossinum.

Lesa meira
 
Jón Gunnlautsson og Guðni Kjartansson fengu heiðurskross KSÍ á 68. ársþingi KSÍ

Guðni Kjartansson og Jón Gunnlaugsson fengu Heiðurskross KSÍ - 18.2.2014

Á 68. ársþingi KSÍ sem haldið var á Akureyri um nýliðna helgi, voru þeir Guðni Kjartansson og Jón Gunnlaugsson sæmdir Heiðurskrossi KSÍ.  Heiðurskross þessi, sem er æðsta heiðursmerki KSÍ, veitist aðeins undir alveg sérstökum kringumstæðum þeim, sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu

Æfingar hjá kvennalandsliðunum um helgina - 17.2.2014

Um komandi helgi verða æfingar hjá kvennalandsliðunum okkar og fara þær fram í Kórnum og í Egilshöll.  Landsliðþjálfararnir, Freyr Alexandersson, Ólafur Þór Guðbjörnsson og Úlfar Hinriksson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar og má sjá nöfn þeirra hér að neðan.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn 2014 - Dregið í fyrstu umferðunum - 17.2.2014

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Borgunarbikars karla og kvenna 2014.  Borgunarbikarinn í ár hefst hjá körlunum 3. maí en konurnar hefja svo leik 15. maí.  Úrslitaleikurinn í karlaflokki fer fram á Laugardalsvelli 16. ágúst en konurnar heyja sína úrslitabaráttu tveimur vikum síðar á sama stað. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fyrirlestur um kynferðislegt ofbeldi innan íþrótta 21. febrúar - 17.2.2014

KSÍ stendur fyrir súpufundi föstudaginn 21. febrúar í höfuðstöðvum KSÍ frá 12.00-13.00. Aðgangur er frír og súpa og brauð í boði fyrir fundargesti.  Fyrirlesari er Hafdís Inga Hinriksdóttir en hún er með BA próf í félagsráðgjöf en sem lokaverkefni gerði hún litla rannsókn um kynferðislegt ofbeldi innan íþrótta.

Lesa meira
 
Í leik ÍR og Aftureldingar í 2. deild 2006

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 4. deild karla 2014 - 17.2.2014

Mótanefnd hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2014 og má sjá hana hér að neðan.  Mótanefnd KSÍ áskilur sér rétt til að endurskoða riðlaskiptingu í heild sinni ef breytingar verða á þátttöku. Lesa meira
 
Reykjaneshöll

Hæfileikamótun KSÍ með æfingar í Reykjaneshöllinni - 17.2.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður með æfingar í Reykjaneshöllinni miðvikudaginn 19.febrúar.  Æfingarnar eru fyrir 4.flokk og byrja stelpurnar kl.14.30 og strákarnir kl.16.00.  Hér fyrir neðan má sjá nafnalista þeirra sem boðaðir eru á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ kjörin á ársþingi 2014

68. ársþingi KSÍ lokið - 15.2.2014

Rétt í þessu var 68. ársþingi KSÍ að ljúka en það var haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sleit þinginu um kl. 16:00 og má sjá fréttir af afgreiðslu tillagna hér og aðrar fréttir af þinginu er hægt að finna hér.
Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Guðmundur Benediktsson fékk viðurkenningu - 15.2.2014

Guðmundur Benediktsson hlaut fjölmiðlaviðurkenningu á 68. ársþingi KSÍ sem fram fer á Akureyri. Guðmundur fær verðlaunin fyrir að hafa glætt útvarpslýsingar frá fótboltaleikjum nýju lífi með eftirminnilegum hætti, svo eftir hefur verið tekið. Lýsingar hans eru lifandi, hrífandi, hnyttnar, áhugaverðar, spennandi og dramatískar.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Sex félög fengu viðurkenningu fyrir dómaramál - 15.2.2014

Verðlaun voru veitt sex félögum fyrir góða frammistöðu í dómaramálum. Sem fyrr þurfti að uppfylla 10 skilyrði til þess að teljast fyrirmyndarfélag í þeim efnum. FH, Fylkir, ÍA, KA, Sindri og Völsungur stóðust skilyrðin og teljast því vera fyrirmyndarfélög í dómaramálum 2013

Lesa meira
 

Fram fékk Grasrótarverðlaun KSÍ - 15.2.2014

Fram hlaut sérstaka viður-kenningu fyrir besta grasrótarverkefni ársins 2013. Veturinn 2012-2013 hóf Knattspyrnudeild Fram tilraun með að bjóða upp á fótboltaæfingar á leikskólatímum fyrir börn á leikskólaaldri, þannig að börnin myndu æfa á þeim tímum dagsins sem þau voru í leikskólanum, en ekki seinnipart dags.
Lesa meira
 

Barna- og unglingaráð Dalvíkur fékk Jafnréttisverðlaun KSÍ - 15.2.2014

Barna- og unglingaráð Dalvíkur fékk Jafnréttisverðlaun KSÍ á 68. ársþingi KSÍ. Verðlaunin fengu þau fyrir verkefni sem miðaði að því að fjölga iðkendum af erlendum uppruna og hefur gengið afar vel.

Lesa meira
 

Stjarnan fékk Kvennabikarinn - 15.2.2014

Það var Stjarrnan sem hlaut Kvennabikarinn fyrir árið 2013 en það eru verðlaun fyrir háttvísi í Pepsi-deild kvenna.  Verðlaunin voru veitt á 68. ársþingi KSÍ sem haldið er í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Lesa meira
 

KR og Grindavík hlutu Dragostytturnar - 15.2.2014

KR og Grindavík fengu Dragostytturnar á 68. ársþingi KSÍ sem haldið er Menningarhúsinu Hofi.  Þá fengu HK, Fjarðabyggð og Árborg viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.

Lesa meira
 

Setningarræða formanns á 68. ársþingi KSÍ  - 15.2.2014

Ársþing KSÍ, það 68. í röðinni, hefur verið sett en það fer fram í Menningahúsinu Hofi á Akureyri.  Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, setti þingið kl. 11:00 í morgun og hér að neðan má sjá setningarræðu formanns

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

68. ársþing KSÍ hafið - Fylgst með afgreiðslu tillagna hér - 15.2.2014

Hér að neðan má sjá tillögur sem KSÍ hefur borist og teknar verða til afgreiðslu á ársþinginu. Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni undir "Um KSÍ" og "Ársþing". 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokuð frá kl. 11:00 föstudag - 14.2.2014

Skrifstofa KSÍ verður lokuð frá kl. 11:00, föstudaginn 14. febrúar, vegna undirbúnings við ársþing KSÍ.  Ársþingið, það 68. í röðinni, verður sett laugardaginn 15. febrúar kl. 11:00 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn hefst í kvöld með leik HK og Þróttar - 14.2.2014

Keppni í A deild karla í Lengjubikar KSÍ hefst í kvöld en þá mætast HK og Þróttur í fyrsta leik mótsins.  Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 18:15.  Fjölmargir leikir fara svo fram um helgina og er hægt að sjá dagskrána með því að smella á "Næstu leikir" hér til vinstri á síðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þingfulltrúar á 68. ársþingi KSÍ - 13.2.2014

Laugardaginn 15. febrúar næstkomandi fer fram 68. ársþing KSÍ í Hofi á Akureyri. Alls hafa 144 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 122 fulltrúa.Smellið hér að neðan til að skoða yfirlit yfir þá aðila sem tilkynntir hafa verið sem þingfulltrúar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dagskrá 68. ársþings KSÍ - 11.2.2014

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands 2014, það 68. í röðinni, fer fram í Hofi á Akureyri laugardaginn 15. febrúar næstkomandi.  Afhending þinggagna hefst kl. 10:00.  Dagskrá þingsins má skoða með því að smella hér að neðan.

Lesa meira
 
Fram

Framarar Reykjavíkurmeistarar karla 2014 - 11.2.2014

Framarar hömpuðu Reykjavíkurmeistaratitli karla 2014 með því að leggja KR í úrslitaleik eftir jafnan og spennandi leik.  Úrslit réðust í vítaspyrnukeppni, en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1.  Framarar hafa þar með unnið þennan titil 26 sinnum

Lesa meira
 
U17-karla-i-Russlandi-sigurlidid

U17 karla - Tveir hópar á æfingum um helgina - 10.2.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið tvo hópa fyrir æfinga um komandi helgi en æfingarnar fara fram, sem fyrr, í Kórnum og Egilshöll. Alls eru 36 leikmenn boðaðir á þessar æfinga og má sjá hópana hér að neðan. Lesa meira
 
ÍBV

Hæfileikamótun í Vestmannaeyjum - Dagskrá og nafnalisti - 10.2.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður í Vestmannaeyjum dagana 11. - 12..febrúar. Þorlákur Árnason mun stjórna æfingum hjá stúlkum og drengjum á aldrinum 13 - 15 ára. Þá mun hann einnig funda með stjórn og þjálfurum ÍBV.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Frábær árangur landsliða - 10.2.2014

Árið 2013 var afar gott knattspyrnuár. Árangurinn var í heildina þannig, að réttilega er liðið ár sagt hið besta í íslenskri knattspyrnusögu. Góð uppskera byggir á mörgum þáttum en fyrst og fremst á traustum grunni.

Lesa meira
 

Góður árangur landsliða leiðir til aukinna útgjalda - 7.2.2014

KSÍ birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2013.  Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2013 námu 972 milljónum króna samanborið við 842 milljónir króna á árinu 2012. Að teknu tilliti til fjármagnsliða er hagnaður af starfsemi KSÍ ríflega 57 milljónir króna.   Þegar tillit er tekið til styrkja og framlaga til aðildarfélaga var tap á rekstrinum að upphæð 28 milljónir króna. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fram og KR mætast í úrslitum Reykjavíkurmóts KRR - 7.2.2014

Það verða Fram og KR sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts KRR en þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleiki gærkvöldsins.  Fram lagði Val í undanúrslitum og KR hafði betur gegn Fylki.  Úrslitaleikurinn fer fram í Egilshöll, mánudaginn 10. febrúar og hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 
Þróttur

Unglingadómaranámskeið á Neskaupstað fimmtudaginn 13. febrúar - 6.2.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Þrótt Neskaupstað og hefst kl. 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
Sindri

Dagskrá heimsóknar á Hornafjörð - 5.2.2014

Þorlákur Árnason stýrir Hæfileikamótun KSÍ og mun heimsækja staði og félög á næstu misserum í þeim tilgangi.  Fyrsta heimsókn Þorláks er á Hornafjörð þar sem hann mun stjórna æfingum og fundum stúlkna og drengja á aldrinum 13 - 15 ára.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhúsið Báran Hornafirði

Hæfileikamótun KSÍ að hefjast - 5.2.2014

Þessa dagana er Hæfileikamótun KSÍ að fara af stað og er það Þorlákur Árnason sem fer fyrir verkefninu.  Fyrsti staðurinn sem Þorlákur heimsækir er Hornafjörður en fyrirhuguð dagskrá í febrúar er svohljóðandi:

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn og félagar dæma á Copa del Sol - 4.2.2014

Þrír íslenskir dómarar eru nú við störf á Copa del Sol þar sem þeir dæma á æfingamóti þessa dagana í boði norska knattspyrnusambandsins.  Þetta er dómarinn Kristinn Jakobsson og aðstoðardómararnir, Gunnar Sverrir Gunnarsson og Gylfi Már Sigurðsson

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kosningar í stjórn á 68. ársþingi KSÍ - 3.2.2014

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Moldavíu

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna um komandi helgi - 3.2.2014

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara þær æfingar fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnson, hafa valið leikmannahópa á þessar æfingar og má sjá þá hér að neðan.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur á 68. ársþingi KSÍ - 1.2.2014

68. ársþing KSÍ verður haldið í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, 15. febrúar næstkomandi.  Þingið verður sett kl. 11:00 laugardaginn 15. febrúar og gert er ráð fyrir að því ljúki um kl. 16:00 sama dag. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög