Fréttir

Hefill tekur snjó og klaka af Laugardalsvelli

Snjór og klaki hreinsaður af Laugardalsvelli í dag - 31.1.2014

Í dag var unnið í því að hreinsa snjó og klaka af Laugardalsvelli en sem kunnugt hefur vetrartíð gert grasvöllum gramt í geði síðustu misseri.  Starfsmenn Laugardalsvallar og KSÍ hófust handa í morgun að hreinsa snjó og kaka af vellinum en fengu síðar um daginn liðsauka í veghefli.

Lesa meira
 
Bjarni Guðleifsson

Vel sóttur fyrirlestur Bjarna Guðleifssonar um klaka á íþróttavöllum - 30.1.2014

Miðvikudaginn 29, janúar hélt Bjarni E. Guðleifsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum.  Fyrirlesturinn, sem var á vegum SÍGÍ, var vel sóttur en alls mættu 50 manns og hlýddu á Bjarna.

Lesa meira
 
Fylkir

Unglingadómaranámskeið hjá Fylki fimmtudaginn 6. febrúar - 29.1.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.

Lesa meira
 
Stjarnan

Unglingadómaranámskeið hjá Stjörnunni miðvikudaginn 5. febrúar - 29.1.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Stjörnuna og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara þriðjudaginn 4. febrúar - 29.1.2014

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið þriðjudaginn 4. febrúar í höfuðstöðvum KSÍ og hefst það kl. 18:00.  Ólafur Ingvar Guðfinnsson fyrrum FIFA aðstoðardómari mun fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Lesa meira
 
Íþróttahöllin Kórinn í Kópavogi

Vináttulandsleikir hjá U17 og U19 karla á árinu - 28.1.2014

Búið er að staðfesta sex vináttulandsleiki hjá U17 og U19 karla á þessu ári og þar af verða fjórir þeirra leiknir í Kórnum í febrúar og mars.  Þá verða tveir leikir leiknir á Norður Írlandi í byrjun september.

Lesa meira
 

SÍGÍ boðar til fundar um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum - 28.1.2014

SÍGÍ boðar til fundar um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum, miðvikudaginn 29. janúar kl. 14:00, á 3. hæðinni hjá KSÍ.  Á fundinn mætir Bjarni E. Guðleifsson prófessor, en hann hefur rannsakað þetta vandamál til fjölda ára.

Lesa meira
 
U18-karla-Svithjodarmot

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla 1. og 2. febrúar - 28.1.2014

Framundan eru úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar en tveir hópar verða á ferðinni hjá U19 karla.

Lesa meira
 
Þróttur R.

Ólöglegir leikmann hjá Þrótti Reykjavík - 27.1.2014

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að Þróttur Reykjavík tefldi fram ólöglegu liði gegn Fylki í leik í Reykavíkurmótinu sem fram fór 26. janúar síðastliðinn.  Úrslit leiksins er því breytt, í samræmi við grein 40.1 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, og Fylki dæmdur sigur 0 - 3.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Tindastóll og Afturelding hafa deildaskipti í Lengjubikar karla - 27.1.2014

Mótanefnd KSÍ hefur samþykkt erindi Tindastóls um að Tindastóll flytjist úr A-deild Lengjubikars karla og leiki í B-deild.  Við þessa breytingu færist Afturelding upp í A-deild.  Breytingin hefur jafnframt í för með sér breytingar á einstökum leikjum í viðkomandi deildum.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Dregið í undankeppni EM 2016 sunnudaginn 23. febrúar - 24.1.2014

Sunnudaginn 23. febrúar verður dregið í undankeppni EM 2016 og verður Ísland í fimmta styrkleikaflokki. Dregið verður í átta 6 liða riðla og einn 5 liða riðil en í fyrsta skipti verða 24 þjóðir sem leika í úrslitakeppninni sem fer fram í Frakklandi 2016.

Lesa meira
 

Barnaspítali Hringsins fékk afhentar 400.000 krónur - 23.1.2014

Landsliðskonur úr knattspyrnu og handknattleik afhentu í dag Barnaspítala Hringsins veglegan styrk eða 400.000 krónur sem söfnuðust í góðgerðarleik sem liðin léku milli jóla og nýárs. Keppt var báðum greinunum en vel var mætt á viðburðinn sem tókst framar vonum.

Lesa meira
 
Keflavík

Unglingadómaranámskeið hjá Keflavík fimmtudaginn 30. janúar - 23.1.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Keflavík og hefst kl. 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. 

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

KSÍ III þjálfaranámskeið 21.-23. mars á Akureyri - 23.1.2014

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 21.-23. mars á Akureyri. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 22.1.2014

Um helgina fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar og má sjá nöfn þeirra hér að neðan.

Lesa meira
 
Arnór Smárason í leik gegn Svíum í Abu Dhabi

Sænskur sigur í Abu Dhabi - 21.1.2014

Svíar lögðu Íslendinga í vináttulandsleik í dag sem leikinn var í Abu Dhabi í Sameinuðu Furstadæmunum.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Svía eftir að þeir höfðu leitt með einu marki í leikhléi.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Námskeið fyrir dómara þriðjudaginn 28. janúar - 21.1.2014

Námskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, þriðjudaginn 28. janúar kl. 18:00. Kristinn Jakobsson, reyndasti FIFA dómari Íslands, mun kenna á námskeiðinu. Aðaláherslan verður lögð á nýju rangstöðutúlkunina og hendi - ekki hendi. Auk þess geta þátttakendur spurt Kristin spjörunum úr um hin ýmsu efni sem tengjast dómgæslunni.

Lesa meira
 

A karla - Ísland mætir Svíþjóð í dag í vináttulandsleik - 21.1.2014

Landsliðsþjálfararnir, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í vináttulandsleik í dag.  Leikið verður í Abu Dhabi og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 

Klaki fjarlægður af Laugardalsvelli - 20.1.2014

Unnið hefur verið í því í dag að fjarlægja klakabrynju sem legið hefur yfir Laugardalsvelli síðustu vikur.  Klakabrynja þekur marga knattspyrnuvellina þessa dagana og getur farið illa með grasið ef ekki er neitt í gert.

Lesa meira
 
Blaðamannafundur í Abu Dhabi

A karla - Vel fer um karlalandsliðið í Abu Dhabi - 20.1.2014

Framundan er vináttulandsleikur Íslands og Svíþjóðar hjá A landsliði karla en leikið verður í Abu Dhabi, þriðjudaginn 21. janúar.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
Völsungur

Völsungur auglýsir eftir framkvæmdastjóra - 20.1.2014

Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík auglýsir hér með stöðu framkvæmdastjóra félagsins, með aðsetur á Húsavík. Leitað er að metnaðarfullum, jákvæðum og áhugasömum einstaklingi sem er tilbúinn að taka virkan þátt í starfsemi og þróun félagsins. Nánari upplýsingar um starfsemi félagsins má finna á heimasíðu þess, www.volsungur.is
Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Síðasti dagur til að skila inn þátttökutilkynningum er 20. janúar - 20.1.2014

Í dag, mánudaginn 20. janúar, er lokadagurinn til að skila inn þátttökutilkynningum fyrir mót sumarsins 2014.  Skila þarf inn frumriti af þátttökutilkynningum og þurfa þá félög að póstleggja sína tilkynningu í dag. Lesa meira
 

Breytingar á reglugerðum - Hækkun á sektum - 17.1.2014

Á fundi stjórnar KSÍ 16. janúar voru gerðar breytingar á reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál og á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Breytingarnar sem um ræðir snúa að hækkun á upphæðum sekta í tilteknum tilfellum og gjald verður tekið fyrir óskir um breytingar á útgefinni leikjaskrá berist þær með skömmum fyrirvara.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum - Samþykktar á stjórnarfundi 16. janúar - 17.1.2014

Á stjórnarfundi, 16. janúar síðastliðinn, samþykkti stjórn KSÍ reglugerðabreytingar sem sendar hafa verið á aðildarfélög KSÍ. Í nokkrum tilfellum er um viðamiklar breytingar að ræða og eru því aðildarfélög hvött til þess að kynna sér þessar breytingar gaumgæfilega Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Landshlutaæfingar kvenna á Austurlandi 18. janúar - 16.1.2014

Laugardaginn 18. janúar verða landshlutaæfingar kvenna fyrir leikmenn fædda 1998 til 2001 og fara æfingarnar fram í Fjarðabyggðahöllinni undir stjórn Úlfars Hinrikssonar, landsliðsþjálfara U17 kvenna.

Lesa meira
 

23 af 24 félögum hafa skilað leyfisgögnum - 16.1.2014

Miðvikudaginn 15. janúar var skilafrestur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra.  Alls skiluðu 23 af félögunum 24 sem undirgangast leyfiskerfið sínum gögnum innan tímamarka, þ.e. fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2014, en eitt félag fékk framlengingu á skilafresti.

Lesa meira
 
Frá unglingadómaranámskeiði hjá Breiðablik

Unglingadómaranámskeiðin komin á fulla ferð - 16.1.2014

Um þessar mundir eru unglingadómaranámskeiðin komin á fulla ferð en KSÍ heldur þau í samvinnu við aðildarfélögin. Námskeiðin byrjuðu nú í janúar og eru í gangi til loka marsmánaðar. Unglingadómaranámskeiðin eru auglýst með viku fyrirvara á heimasíðu KSÍ en öllum er heimilt á mæta á þau, 15 ára og eldri, burtséð frá því hvaða félagi þeir tilheyra.

Lesa meira
 
Flodljos2005

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar 2014 - 15.1.2014

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.
Lesa meira
 

Kristinn og Sigurður Óli til Englands - 14.1.2014

Kristinn Jakobsson og Sigurður Óli Þorleifsson fara í vikunni til Englands þar sem þeir munu fylgja, og fylgjast með, dómarateymum í tveimur leikjum.  Fyrri leikurinn er á milli Arsenal og Fulham og sá seinni er Chelsea gegn Manchester United.

Lesa meira
 
Haust í Laugardalnum

Góður gangur í leyfismálum - 14.1.2014

Góður gangur er í leyfismálunum og leyfisgögn félaga streyma inn til leyfisstjórnar, enda er skiladagur gagna, annarra en fjárhagslegra, miðvikudagurinn 15. janúar.  Nú þegar hafa 10 félög af 24 skilað, og von er á fleirum fyrir lok dags.

Lesa meira
 

Kosningar á 68. ársþingi KSÍ - 14.1.2014

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 1. febrúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Lesa meira
 

Tillögur fyrir 68. ársþing KSÍ skulu berast í síðasta lagi 15. janúar - 14.1.2014

Eins og kunnugt er verður 68. ársþing KSÍ haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 15. febrúar næstkomandi.  Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 15. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U16 og U17 karla - Æfingar fara fram um helgina - 13.1.2014

Æfingar fara fram hjá U16 og U17 karla um komandi helgi og fara þær fram í Kórnum og Egilshöllinni.  Landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrisson og Þorlákur Árnason, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar og má sjá þá hér að neðan.

Lesa meira
 

Samstarfssamningur KSÍ og Special Olympics á Íslandi undirritaður - 13.1.2014

Í dag var undirritaður samstarfssamningur Knattspyrnusambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra vegna Special Olympics á Íslandi.  Ísland er eitt af fyrstu aðildarlöndum SOI sem staðfesta slíkt samstarf formlega.  KSÍ mun hvetja knattspyrnufélög um land allt til samstarfs á þessu sviði og kynna samstarfið í í tengslum við þjálfaranámskeið barna og unglinga.

Lesa meira
 
Torfi Magnússon tekur við Jafnréttisverðlaunum fyrir hönd FB

Tilnefningar óskast vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ 2013 - 13.1.2014

Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2013. Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjölnir og Valur Íslandsmeistarar í Futsal - 13.1.2014

Fjölnir og Valur tryggðu sér fyrstu Íslandsmeistaratitlana á þessu ári þegar þau höfðu sigur í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu - Futsal.  Keppni í meistaraflokki lauk um helgina og fóru úrslitaleikirnir fram í íþróttahúsinu á Álftanesi. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Námskeið ætlað þjálfurum og markmannsþjálfurum - 10.1.2014

Helgina 31. jan.-2. feb. mun KSÍ halda námskeið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal og í Hamarshöllinni í Hveragerði sem ætlað er að efla þjálfun markmanna hér á landi. Námskeiðið er ætlað öllum þjálfurum sem vilja bæta sig í þjálfun markmanna, jafnt almennum þjálfurum sem og markmannsþjálfurum.
Lesa meira
 
Þorlákur Árnason

Þorlákur Árnason nýr starfsmaður fræðsludeildar - 10.1.2014

Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn nýr starfsmaður fræðsludeildar KSÍ og er ráðning hans tímabundin til eins árs.  Þorlákur mun sinna hæfileikamótun ásamt því að vinna að stefnumótun fyrir landsliðin í samráði við fræðslustjóra, hæfileikanefnd, landsliðsnefndir og landsliðsþjálfara.

Lesa meira
 
Læknaráðstefna 2013

Námskeið í endurlífgun fyrir sjúkraþjálfara 10. og 11. febrúar - 10.1.2014

Námskeið í endurlífgun verður haldið fyrir sjúkraþjálfara þann 10. og 11. febrúar 2014.  Um eitt námskeið er að ræða en hægt að velja á milli tveggja dagsetninga. Námskeiðið hefst kl. 17:00 báða dagana og lýkur um kl. 22:00. Hámarksfjöldi á hvort námskeið 24 og þarf að skrá sig hjá KSÍ fyrir 1. febrúar 2014.
Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Skila þarf umsóknum í Ferðasjóð íþróttafélaga fyrir miðnætti 10. janúar - 10.1.2014

Aðildarfélög KSÍ eru minnt á að umsóknarfrestur í Ferðasjóð íþróttafélaga er til miðnættis, föstudagsins 10. janúar.  Aðildarfélög eru hvött til þess að nýta sér þennan sjóð en öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk úr sjóðnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslandsmeistarar í Futsal 2014 krýndir um helgina - 10.1.2014

Íslandsmeistarar í Futsal 2014 verða krýndir um helgina en keppni í 8 liða úrslitum meistaraflokks karla hefst í kvöld, föstudagskvöld, en undanúrslit meistaraflokks kvenna hefjast á laugardag. Undanúrslita og úrslit karla fara svo fram á Álftanesi en konurnar leika á Selfossi. Lesa meira
 
Fjallað um fjárhagslegar viðmiðunarreglur

Fundað með endurskoðendum um fjárhagslegar viðmiðunarreglur - 10.1.2014

Á fimmtudag var fundað með endurskoðendum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ. 

Megininntak fundarins að þessu sinni var yfirferð á reglum um skuldabyrði og eiginfjárstöðu félaga, sem taka gildi í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2014 - Staðfest niðurröðun - 9.1.2014

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2014. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót KRR hefst í kvöld - 9.1.2014

Reykjavíkurmót KRR hefst í kvöld en allir leikir mótsins fara sem fyrr fram í Egilshöllinni. Fyrsti leikur mótsins að þessu sinni er leikur Fylkis og Vals og hefst hann kl. 19:00 í kvöld. Strax á eftir, eða kl. 21:00, leika svo Fram og Leiknir. Lesa meira
 
Merki austurríska knattspyrnusambandsins

A karla - Vináttulandsleikur gegn Austurríki - 8.1.2014

Knattspyrnusambönd Íslands og Austurríkis hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik þann 30. maí næstkomandi. Leikið verður í Austurríki en þetta er í þriðja skiptið sem karlalandslið þessara þjóða mætast.

Lesa meira
 
bunadur-leikmanna

Aldrei fleiri félagaskipti en árið 2013 - 8.1.2014

Aldrei hafa verið afgreidd fleiri félagaskipti heldur en á nýliðnu ári 2013. Alls voru félagaskiptin 2.404 sem skrifstofa KSÍ afgreiddi en flest höfðu þau verið áður árið 2012, alls 2.230. Fjöldi félagaskipta hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2004 þegar þau voru 1.246.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynningar 2014 hafa verið póstlagðar - 7.1.2014

Þátttökutilkynningar hafa verið póstlagðar til aðildarfélaga KSÍ í almennum pósti og ættu þær að hafa borist aðildarfélögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi. Lesa meira
 
Breiðablik

Unglingadómaranámskeið hjá Breiðabliki þriðjudaginn 14. janúar - 7.1.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Breiðablik og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ IV þjálfaranámskeið 24.-26. janúar 2014 - 7.1.2014

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu helgina 24.-26. janúar 2014. Dagskrá námskeiðsins má sjá hér að neðan.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.

Lesa meira
 
Rúna Kristín að störfum

Rúna Kristín: „Það er hægt að vinna sig hratt upp í dómgæslunni” - 7.1.2014

Rúna Kristín Stefánsdóttir er ungur og efnilegur dómari. Hún hefur dæmt í efstu deildum hér heima, er á þriðja ári sem FIFA-dómari og hún hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Rúna sótti nýverið CORE-dómaranámskeið á vegum UEFA og við settum okkur í samband við Rúnu til að ræða dómaramálin og hvernig það er að vera kvendómari á Íslandi.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

Úrtaksæfingar hjá kvennalandsliðum Íslands um komandi helgi - 6.1.2014

Öll kvennalandslið Íslands verða við æfingar um komandi helgi og fara þær fram í Kórnum og í Egilshöllinni.  Landsliðsþjálfararnir, Freyr Alexandersson, Ólafur Þór Guðbjörnsson og Úlfar Hinriksson hafa boðað tæplega 90 leikmenn á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Þróttur R.

Unglingadómaranámskeið hjá Þrótti mánudaginn 13. janúar - 6.1.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Þrótt og hefst kl. 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
Tölfræðiupplýsingar af vef KSÍ

Leikir og mörk liðs í mótum á tilteknu tímabili - 6.1.2014

Á vef KSÍ er hægt að skoða ógrynni upplýsinga af ýmsu tagi.  Meðal annars er hægt að kalla fram yfirlitstöflu yfir alla leiki liðs á tilteknu ári, og sjá upplýsingar um leikmenn, skiptingar, mörk, fyrirliða, gul og rauð spjöld, o.s.frv. Lesa meira
 
Merki_Wales

A karla - Vináttulandsleikur gegn Wales 5. mars - 6.1.2014

Knattspyrnusambönd Íslands og Wales hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Wales, 5. mars næstkomandi.  Þetta verður sjöunda viðureign þjóðanna hjá A landsliðum karla.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem mætir Svíum í Abu Dhabi - 6.1.2014

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, hafa valið hópinn sem mætir Svíum í vináttulandsleik í Abu Dhabi, þriðjudaginn 21. janúar næstkomandi.  Það eru 20 leikmenn sem skipa hópinn að þessu sinni, þar af eru 5 leikmenn sem ekki hafa leikið A landsleik. 

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2016 í febrúar - 6.1.2014

Dregið verður í riðla í undankeppni EM 2016 þann 23. febrúar næstkomandi.  Drátturinn fer fram í Acropolis Congress Center í Nice í Frakklandi, en úrslitakeppnin fer sem kunnugt er fram þar í landi.  Í úrslitakeppninni 2016 verða í fyrsta sinn 24 lið, fleiri en nokkru sinni áður, en þetta er í 15. sinn sem keppt er um Evrópumeistaratitil landsliða

Lesa meira
 
Fjölnir

Unglingadómaranámskeið hjá Fjölni þriðjudaginn 7. janúar - 2.1.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fjölni og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Námskeiðið er ókeypis. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög