Fréttir

Fyrstu landsliðsæfingar yngri landsliða karla á nýju ári - 29.12.2014

Fyrstu úrtaksæfingar á nýju ári verða æfingar hjá yngri karlalandsliðum okkar en þær fara fram helgina 3. og 4. janúar í Kórnum og Egilshöll.  Úrtaksæfingar verða hjá U16, U17 og U19 landsliðum karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrisson, Halldór Björnsson og Þorvaldur Örlygsson valið hópa á þessar æfingar.  Lesa meira
 
Jólakveðja KSÍ

Gleðilega hátíð - Kveðja frá KSÍ - 24.12.2014

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu.

Lesa meira
 
Verðlaunagripurinn og Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður SÍ

Knattspyrnufólk og knattspyrnulið áberandi - 23.12.2014

Samtök íþróttafréttamanna hafa nú birt nöfn þeirra tíu íþróttamanna sem flest atkvæði hluti í kjöri félagsmanna á íþróttamanni ársins 2014.  Að venju er knattspyrnufólk áberandi í kjörinu og eru þau Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir á meðal tíu efstu.  Lesa meira
 
Úr vináttulandsleik Íslands og Kanada 22. ágúst 2007

A karla - Tveir vináttulandsleikir gegn Kanada 16. og 19. janúar - 18.12.2014

Knattspyrnusambönd Íslands og Kanada hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki, 16. og 19. janúar.  Leikirnir fara fram í Florida í Bandaríkjunum en þetta verða annar og þriðji leikurinn á milli karlalandsliða þessara þjóða.

Lesa meira
 
Merki Íþrótta- og Ólympíusambandsins

Ferðasjóður íþróttafélaga - Frestur til 12. janúar - 16.12.2014

Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga hefur verið opnað.  Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða á árinu 2014 rennur út á miðnætti mánudaginn 12. janúar 2015. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sent inn umsóknir í sjóðinn vegna þátttöku í styrkhæfum mótum. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Gylfi og Harpa knattspyrnufólk ársins 2014 - 16.12.2014

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Hörpu Þorsteinsdóttur knattspyrnufólk ársins 2014. Þetta er í ellefta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum.

Lesa meira
 

69. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Nordica 14. febrúar - 12.12.2014

69. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Nordica, Reykjavík 14. febrúar nk.  Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 14. janúar nk Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar: 

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2015 - 12.12.2014

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2015  hefur verið birt á vef KSÍ undir mót 2015. Best er að skoða leiki ykkar á vef KSÍ undir "mótamál" á forsíðunni og velja svo leiki félaga.  Athugasemdir við niðurröðun leikja ber að skila í síðasta lagi mánudaginn 29. desember Lesa meira
 

Saga landsliðs karla komin út á bók - 12.12.2014

Út er komin bókin Saga landsliðs karla, eftir Sigmund Ó. Steinarsson, glæsileg bók sem hefur að geyma sögu landsliðs Íslands í máli og myndum. Í bókinni, sem telur rúmar 600 blaðsíður, er sagt frá Evrópukeppni landsliða og heimsmeistarakeppninni. Bókin verður til sölu í verslunum Eymundsson-Pennans frá og með þriðjudeginum 16. desember.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Saga landsliðsins er saga leikmanna og þjálfara - 12.12.2014

Það var og er æðsti heiður hvers knattspyrnumanns að vera valinn til að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar í keppni, þar sem árangur næst ef leikmenn vinna saman og mynda sterka liðsheild.  Sigmundur Ó. Steinarsson hefur ritað sögu íslenska landsliðsins. Lesa meira
 
Ldv_2012_Atburdir-279

14 félög á vinnufundi um leyfiskerfið - 11.12.2014

Í vikunni fór fram vinnufundur með leyfisfulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla.  Farið var yfir hagnýta þætti og vinnu við leyfisumsóknir, breytingar á leyfisreglugerð milli ára og einnig var fjallað sérstaklega um lykilþætti í fjárhagslega hluta leyfiskerfisins.

Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2014

Íslensk knattspyrna 2014 komin út - 9.12.2014

Atli Guðnason úr FH og Sigrún Ella Einarsdóttir úr Stjörnunni áttu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildum karla og kvenna á árinu 2014. Þetta kemur fram í bókinni Íslensk knattspyrna 2014 eftir Víði Sigurðsson sem var kynnt á fréttamannafundi í dag, þar sem þau fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína frá Bókaútgáfunni Tindi.

Lesa meira
 
Leyfisreglugerð

Fundað um leyfisferlið 2015 - 9.12.2014

Fimmtudaginn 11. desember kl. 13:00 verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ árlegur vinnufundur með leyfisfulltrúum félaganna 24 sem undirgangast leyfisferlið fyrir komandi keppnistímabil.  Farið verður yfir breytingar á leyfisreglugerðinni milli ára og ýmis hagnýt atriði. Lesa meira
 
Grænlenski fáninn

Tveir æfingaleikir hjá grænlenska landsliðinu í Futsal - 9.12.2014

Grænlenska landsliðið í Futsal er hér á landi þessa dagana og leikur 2 vináttuleiki við íslensk félagslið á meðan heimsókninni stendur.  Þeir heimsækja Víði Garði í kvöld, þriðjudaginn 9. desember kl. 18:45 og miðvikudaginn 10. desember leika þeir gegn Víkingi Ólafsvík kl. 18:00. Lesa meira
 
Þorvaldur Örlygsson

Þorvaldur Örlygsson ráðinn þjálfari U19 karla - 5.12.2014

KSÍ hefur ráðið Þorvald Örlygsson í starf þjálfara U19 landsliðs karla, og gildir samningur hans næstu tvö árin.  Þorvaldur er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur, atvinnumaður í knattspyrnu til margra ára og landsliðsmaður.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

Æfingar hjá U17 og U19 kvenna og landshlutaæfing - 5.12.2014

Helgina 12. - 14. desember verða æfingar hjá U17 og U19 kvennalandsliðum okkar og einnig verða landshlutaæfingar hjá stúlkum í félögum á suðvesturhorninu fæddum árið 2000.  Landsliðsþjálfararnir Úlfar Hinriksson og Þórður Þórðarson hafa valið leikmenn á þessar æfingar og má sjá listana hér að neðan ásamt upplýsingum um æfingarnar. Lesa meira
 
Gunnar Guðmannsson, Nunni

Kveðja frá KSÍ - 4.12.2014

Gunnar var einn af litríkustu knattspyrnumönnum landsins. Aðeins 17 ára 1948 var hann einn af þremur nýliðum sem hófu að leika með sterku og sigursælu liði KR, sem varð Íslandsmeistari 1948, 1949, 1950 og 1952 - og hann var fyrirliði meistaraliðs KR 1955.

Lesa meira
 
Guðlaugur Gunnarsson og Þórir Hákonarson taka við Hvataverðlaunum ÍF

KSÍ hlaut Hvataverðlaunin - 4.12.2014

Í gær, miðvikudaginn 3. desember afhenti Íþróttasamband fatlaðra Hvataverðlaunin í annað sinn og komu þau í hlut Knattspyrnusambands Íslands.  Guðlaugur Gunnarsson grasrótar- og útbreiðslustjóri KSÍ og Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ tóku við verðlaununum fyrir hönd knattspyrnusambandsins. 

Lesa meira
 

Vel mætt á ráðstefnu um síðustu helgi - 3.12.2014

76 manns mættu á ráðstefnu sem Knattspyrnusamband Íslands stóð fyrir um síðustu helgi. Yfirskrift ráðstefnunnar var "Hvernig finnum við og vinnum með hæfileikaríka leikmenn?"  Hér fyrir neðan má finna glærurnar sem þeir félagar fóru yfir auk vídeóupptöku af ráðstefnunni. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Ísland í milliriðli með Austurríki, Rússlandi og Wales - 3.12.2014

Í dag var dregið í milliriðil í EM hjá U17 karla en leikið verður 21. - 26. mars í Krasnodar í Rússlandi.  Ísland dróst í riðil með Austurríki, Rússlandi og Wales og mun efsta þjóðin í riðlinum tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Búlgaríu í maí.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið gegn Ísrael, Möltu og Danmörku - 3.12.2014

Dregið var í undankeppni EM hjá U19 karla en þetta er keppni sem hefst að hausti 2015.  Riðill Íslands fer fram á Möltu, dagana 10. - 15. nóvember og verður leikið gegn heimamönnum, Ísrael og Danmörku. Lesa meira
 
Merki EM U17 karla

U17 karla - Ísland leikur á heimavelli í undankeppni EM - 3.12.2014

Í dag var dregið í undankeppni EM 2015/16 hjá U17 karla var dregið í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Ísland er í riðli með Danmörku, Grikklandi og Kasakstan og verður leikið hér á landi dagana 22. - 27. september.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

23 leikmenn frá 6 félögum valdir á landshlutaæfingar U17 kvenna - 1.12.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 23 leikmenn á landshlutaæfingar U17 kvenna sem fram fara á Akureyri 6. og 7. desember næstkomandi.  Leikmennirnir 23 koma frá alls 6 félögum á Norðurlandi. Lesa meira
 
Egilshöll

65 leikmenn á úrtaksæfingum U17 og U19 karla - 1.12.2014

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla fara fram dagana 6. og 7. desember, í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík.  U19 æfingahópurinn telur 29 leikmenn og eru þeir allir fæddir 1997.  U17 æfingahópurinn telur alls 36 leikmenn fædda 1998 og 1999, og er þeim skipt í tvo hópa. Lesa meira
 
Eyjólfur Sverrisson

48 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar U21 karla - 1.12.2014

Úrtaksæfingar fyrir U21 landslið karla fara fram í Kórnum í Kópavogi dagana 6. og 7. desember næstkomandi.  Alls hafa 48 leikmenn fæddir 1994 og 1995 verið boðaðir til æfinganna, sem fara fram undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar, þjálfara U21 landsliðs karla.  Leikmennirnir 48 koma víðs vegar af landinu, frá 21 félagi. Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttur auglýsir eftir þjálfara - 1.12.2014

Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn til að vinna skv. stefnu félagsins. Um er að ræða þjálfun í 11-manna bolta.

Lesa meira
 
Halldór Björnsson

Halldór Björnsson ráðinn þjálfari U17 karla - 29.11.2014

KSÍ hefur gengið frá ráðningu Selfyssingsins Halldórs Björnssonar sem þjálfara U17 landsliðs karla, og mun hann jafnframt taka við hæfileikamótun KSÍ.  Halldór, sem hefur störf í byrjun nýs árs, hefur lokið KSÍ-A þjálfaragráðu og markmannsþjálfaragráðu.

Lesa meira
 

U23 landslið kvenna leikur gegn Póllandi í Kórnum - 28.11.2014

U23 landslið kvenna mun í janúar, leika vináttulandsleik gegn A landsliði Póllands og verður leikið í Kórnum.  Leikið verður 14. janúar og þjóðirnar munu svo mætast aftur, þá í Póllandi, árið 2016.  Landslið leikmanna U23 kvenna hefur aðeins leikið einn leik áður en það var árið 2012 þegar leikið var gegn Skotum ytra.  Lesa meira
 
Hilmar Þór Guðmundsson og Ómar Smárason taka við markaðsverðlaunum frá UEFA fyrir hönd KSÍ og Icelandair

KSÍ og Icelandair vinna markaðsverðlaun hjá UEFA - 28.11.2014

Herferðin "Við erum öll í sama liði" sem Icelandair framleiddi í samstarfi við KSÍ vann "Creativity and innovation award" á KISS verðlaunahátíðinni sem evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, stendur fyrir. Verðlaunahátíðin er haldin á tveggja ára fresti. 

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland niður um fimm sæti - 27.11.2014

Íslenska karlalandsliðið fellur niður um 5 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland er í 33. sæti listans en var í 28. sæti síðast þegar listinn var birtur.  Þjóðverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans og Argentína kemur þar næst.

Lesa meira
 
Andri Vigfússon

Andri sótti ráðstefnu Futsaldómara í Split - 25.11.2014

Andri Vigfússon sótti á dögunum ráðstefnu Futsaldómara sem haldin var í Split í Króatíu.  Á rástefnunni, sem 30 dómarar sóttu frá 25 löndum, var m.a. farið yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar á reglum leiksins.

Lesa meira
 

Fyrirlestrar um þjálfun ungra og efnilegra leikmanna - 25.11.2014

Laugardaginn 29. nóvember verður Knattspyrnusamband Íslands með tvo fyrirlestra er tengjast þjálfun ungra og efnilegra leikmanna.  Aðgangur er ókeypis. Þó viljum við biðja fólk vinsamlegast um að skrá sig með því að senda nafn og kennitölu Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri 28. - 30. nóvember - 25.11.2014

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 28.-30. nóvember. Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem lokið hafa 1. stigs þjálfaranámskeiði KSÍ.  Námskeiðsgjald er kr. 17.500,-

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

U16 karla - Úrtaksæfingar á Norðurlandi - 24.11.2014

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U16 karla í Boganum á Akureyri og hafa 22 leikmenn varið valdir á þessar æfingar frá sex félögum.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar, landsliðsþjálfara U16 karla. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Evrópudeild UEFA í Frakklandi - 24.11.2014

Kristinn Jakobsson mun dæma leik St. Etienne frá Frakklandi og Quarabag frá Aserbaídsjan í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Saint Etienne í Frakklandi.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Aukaaðstoðardómarar verða Þóroddur Hjaltalín og Þorvaldur Árnason og fjórði dómari verður Gylfi Már Sigurðsson.

Lesa meira
 

Íslandsmeistararnir mæta nýliðum í 1. umferð Pepsi-deildanna - 22.11.2014

Á formanna- og framkvæmdastjórafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag var dregið í töfluröð í Pepsi-deild kvenna og karla og 1. og 2. deild karla.  Íslandsmeistarar Stjörnunnar í kvennaflokki mæta nýliðum KR á heimavelli  í fyrstu umferð en strákarnir í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar fara upp á Skaga og mæta þar nýliðum ÍA í fyrst umferðinni. 

Lesa meira
 
U17-kvenna-lidid-gegn-Spani

Æfingar hjá U23, U19 og U17 kvenna - 21.11.2014

Helgina 29. og 30. nóvember verða æfingar hjá þremur landsliðshópum kvenna, U23, U19, og U17 kvenna.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll og hafa landsliðsþjálfararnir, Freyr Alexandersson, Þórður Þórðarson og Úlfar Hinriksson, valið hópa á þessar æfingar.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Naumt tap gegn U18 landsliði Finna - 21.11.2014

Stelpurnar í U17 töpuðu naumlega fyrir finnska U18 liðinu en þetta var annar vináttulandsleikur Íslands í ferð þeirra til Finnlands.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir heimastúlkur eftir að markalaust hafði verið í hálfleik. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Seinni vináttulandsleikurinn gegn Finnum í dag - 20.11.2014

Stelpurnar í U17 leika í dag seinni vináttulandsleikinn gegn Finnum en leikið er í Eerikkla í Finnlandi.  Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn og má sjá það að neðan.  Leikurinn hefst kl 16.00 að íslenskum tíma og er í beinni á heimasíðu finnska sambandsins. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Dregið var í milliriðla í dag - 19.11.2014

Dregið var í dag í milliriðla fyrir EM 2015 en leikið varður 4. - 9. april á næsta ári.  Ísland er í riðli með Frökkum, Rússum og Rúmeníu og verður riðillinn leikinn í Frakklandi.  Efsta þjóð hvers riðils tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Ísrael í júlí ásamt einni þjóð með bestan árangur í öðru sæti. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Pétursborg - 19.11.2014

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Zenit og Benfica í Meistaradeild ungmenna en leikið verður í Pétursborg, miðvikudaginn 26. nóvember.  Gunnari til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Frosti Viðar Gunnarsson. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

U17 og U19 kvenna - Dregið í undankeppni EM 2016 - 19.11.2014

Í dag var dregið í undankeppni EM 2016 en keppnin hefst að hausti 2015.  Stelpurnar í U17 kvenna munu leika í Svartfjallalandi gegn heimastúlkum, Finnum og Færeyingum en leikirnar fara fram 22. - 27. október.  Hjá U19 lentu stelpurnar í riðli með Sviss, Grikklandi og Georgíu og verður leikið í Grikklandi.

Lesa meira
 

Formanna- og framkvæmdastjórafundur 22. nóvember 2014 - 19.11.2014

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 22. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 12 - 15.00.  Kl. 14.15 verður dregið í töfluröð í Pepsi-deild, 1. og 2. deild karla og Pepsi-deild kvenna á sama stað. Lesa meira
 

U17 kvenna - Tveggja marka tap gegn Finnum - 18.11.2014

Stelpurnar í U17 töpuðu fyrri vináttulandsleik sínum gegn Finnum í dag en leikið var í Eerikkila.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir heimastúlkur eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Mörk Finna komu á 54. og 66. mínútu leiksins að fram að því hafði leikurinn verið nokkuð jafn. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson

Til hamingju Ísland! - 18.11.2014

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að stemmingin í kringum landsliðin, ekki síst A landslið karla, hefur aukist jafnt og þétt undanfarið og síðustu leikir á Laugardalsvelli hafa verið ógleymanlegir vegna þess hversu mikill og kröftugur stuðningur hefur verið frá áhorfendum. Lesa meira
 

U17 kvenna - Byrjunarliðið sem mætir Finnlandi - 18.11.2014

Íslenska U17 ára landslið kvenna leikur í dag við Finna en um er að ræða vináttuleik. Leikið er í Eerikkilä en þar er fínasta veður, samt verður leikið innandyra.

Lesa meira
 

Fundur með dómarastjórum - 17.11.2014

Það verður fundur með dómarastjórum í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudaginn 19. nóvember kl. 16:30. Reiknað er með að fundinum ljúki fyrir kl. 18:00.

Lesa meira
 

A karla - Tap í Tékklandi - 16.11.2014

Ísland tapaði 2-1 gegn Tékklandi í uppgjöri toppliðanna í A-riðli í undankeppni EM. Tékkar voru sterkari aðilinn í leiknum og Ísland náði aldrei að sýna sömu takta og það hefur gert í undanförnum leikjum.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Söguleg knattspyrnuvika í undankeppni EM 2016 - 15.11.2014

Þessi knattspyrnuvika í undankeppni EM 2016, eða „Week of football“, virðist ætla að vera söguleg fyrir minni aðildarþjóðir UEFA.  Færeyingar unnu Grikki, liðsmenn Liechtenstein unnu Moldóva, og San Marínó krækti í stig gegn Eistlandi.  Ísland mætir Tékklanid á sunnudag í toppslag A-riðils.  Lesa meira
 
Úr leik Grikkja og Færeyinga (Mynd - uefa.com)

Færeyingar fögnuðu sigri í Aþenu - 14.11.2014

Leikið var í þremur riðlum í undankeppni EM á föstudagskvöld í þessari knattspyrnuviku, eða week og football", sem var að hefjast.  Þar bar helst til tíðinda að frændur okkar og bræður í Færeyjum unnu eins marks sigur á Grikkjum í Aþenu.  Þá unnu Danir Serba á útivelli.

Lesa meira
 

Viltu vinna áritaða landsliðstreyju? - 14.11.2014

Á sunnudaginn er stórleikur Tékklands og Íslands í undankeppni EM. Við viljum vita hvernig þú spáir úrslitum leiksins og fær einn heppinn Facebook-vinur okkar áritaða landsliðstreyju sem einmitt verður árituð af liðinu í Tékklandi.

Lesa meira
 
Wolfgang Stark

Wolfgang Stark dæmir í Plzen - 14.11.2014

Það verður Þjóðverjinn Wolfgang Stark sem dæmir leik Tékklands og Íslands í undankeppni EM sem leikinn verður í Plzen á sunnudaginn.  Þessi reyndi dómari, sem m.a. dæmdi í úrslitakeppni HM 2010 og EM 2012, er að fara af lista FIFA yfir alþjóðlega dómara og því ekki loku fyrir það skotið að þetta verði hans síðasti alþjóðlegi leikur.  Lesa meira
 
Arnar Þór Viðarsson og Geir Þorsteinsson

Arnar Þór Viðarsson fékk viðurkenningu fyrir 50 landsleiki - 13.11.2014

Arnar Þór Viðarsson var sérstakur gestur KSÍ á vináttulandsleik Belga og Íslendinga í gærkvöldi en leikið var í Brussel.  Arnar tók við sem aðalþjálfari Cercle Brugge í efstu deild í Belgíu nú í október en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins og einnig leikmaður. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Aðalfundur KÞÍ 2014 - 13.11.2014

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 13. nóvember n.k. klukkan 20:00.  Dagskrá er með hefðbundnu sniði og verða veittar viðurkenningar ársins til félagsmanna.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

A karla - Belgar höfðu betur i Brussel - 12.11.2014

Belgar höfðu betur gegn Íslendingum í vináttulandsleik sem leikinn var í Brussel í kvöld.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Belga eftir að staðan í leikhléi hafði verið jöfn, 1 - 1. Leikið verður gegn Tékkum í Plzen á sunnudaginn í undankeppni EM.

Lesa meira
 

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna 2014 - 12.11.2014

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga fari vandlega yfir stuðla leikmanna sinna. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Lúxemborg - 12.11.2014

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Lúxemborg og Úkraínu í undankeppni EM en leikið verður í Luxemborg, laugardaginn 15. nóvember.  Kristni til aðstoðar í þessum leik verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.  Aukaaðstoðardómarar verða þeir Þóroddur Hjaltalín og Þorvaldur Árnason og varadómari verður Sigurður Óli Þorleifsson. Lesa meira
 

A karla - Vináttulandsleikur gegn Belgum í kvöld - 12.11.2014

Karlalandsliðið leikur í kvöld, miðvikudaginn 12. nóvember, vináttulandsleik gegn Belgum og verður leikið á King Bauduoin Stadion í Brussel.  Leikurinn hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma og verður leikurinn sýndur í opinni dagskrá á SkjáSport. Lesa meira
 
Karlalandsliðið í Belgíu

Byrjunarlið A karla gegn Belgum - 11.11.2014

Þjálfarar A landsliðs karla, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa opinberað byrjunarlið sitt fyrir vináttuleikinn gegn Belgum í Brüssel í kvöld, miðvikudagskvöld.  Nokkuð er um breytingar frá mótsleikjunum þremur sem liðið hefur leikið í undankeppni EM 2016 og er því um að ræða kjörið tækifæri fyrir leikmenn til að láta ljós sitt skína.

Lesa meira
 

Um 25.000 miðar seldir á leikinn - 11.11.2014

Samkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Belgíu hafa nú selt um 25 þúsund miðar á vináttuleik Belgíu og Íslands, sem fram fer á miðvikudag.  Laikvangurinn, King Bauduoin Stadion, eða gamli Heysel-leikvangurinn, tekur rúmlega 50 þúsund manns í sæti.  Þó er reiknað með að eitthvað af miðum seljist á leikdag. Lesa meira
 
Frá æfingu í Brussel

Landsliðið komið til Brussel - 11.11.2014

Leikmenn A landsliðs karla komu til Brussel í Belgíu á nánudag, en att verður kappi við heimamenn í vináttulandsleik á miðvikudag.  Æft var á keppnisvellinum sama dag og liðið kom saman, King Bauduoin Stadion, sem er gamli Heysel-leikvangurinn.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn valinn fyrir vináttulandsleiki gegn Finnum - 10.11.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Finnum 18. og 20. nóvember.  Leikið verður í Eerikkila í Finnlandi en þessir leikir eru undirbúningur fyrir úrslitakeppni U17 kvenna sem fram fer hér á landi næsta sumar.

Lesa meira
 
Hólmar Örn Eyjólfsson

Hólmar Örn Eyjólfsson í A-landsliðshópinn - 9.11.2014

Hólmar Örn Eyjólfsson, sem leikur með Rosenborg í Noregi, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshópinn fyrir vináttuleikinn við Belga á miðvikudag, þar sem fyrir liggur að Kári Árnason muni ekki taka þátt í þeim leik vegna meiðsla. Lesa meira
 
Tolfan

Uppselt á leikinn í Plzen - 7.11.2014

Uppselt er á leik Tékka og Íslendinga í undankeppni EM en leikið verður í Plzen, sunnudaginn 16. nóvember.  Knattspyrnusamband Íslands fékk ríflega 600 miða á þennan leik fyrir íslenska stuðningsmenn og eru þeir allir búnir og margir sem bíða á biðlista.  Lesa meira
 
U17 kvenna í Moldavíu

U17 og U19 kvenna - Æfingar 15. og 16. nóvember - 7.11.2014

Helgina 15. og 16. nóvember verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara þær fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Þórður Þórðarson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar en tveir hópar verða valdir hjá U17 og verður sá seinni tilkynntur á mánudaginn. Lesa meira
 
Marki Kolbeins gegn Tyrkjum fagnað

A karla - Hópurinn fyrir leikina gegn Tékkum og Belgum tilkynntur - 7.11.2014

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Belgum og Tékkum núna í nóvember.  Leikinn verður vináttulandsleikur gegn Belgum í Brussel, miðvikudaginn 12. nóvember, og við Tékka í undankeppni EM 2016 í Plzen, sunnudaginn 16. nóvember.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Þátttökutilkynning í Lengjubikarinn 2015 - 7.11.2014

Þátttökutilkynning fyrir Lengjubikarinn 2015 hefur verið send til félaganna. Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 20. nóvember.  Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2014 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2015 hafa heimild til að senda lið til keppni. Lesa meira
 

Belgar tilkynna hópinn fyrir leikina gegn Íslandi og Wales - 6.11.2014

Belgar hafa tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir landsleiki gegn Íslandi og Wales en vináttulandsleikur Belga og Íslendingar fer fram í Brussel, miðvikudaginn 12. nóvember.  Belgar leika svo gegn Wales í undankeppni EM, sunnudaginn 16. nóvember. Lesa meira
 

Aga- og úrskurðarnefnd vísar máli gegn FH frá - 6.11.2014

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál sem stjórn KSÍ vísaði til nefndarinnar vegna meints brots FH á lögum og reglugerðum KSÍ.  Aga- og úrskurðarnefnd vísar málinu frá. Lesa meira
 
Merki tékkneska knattspyrnusambandsins

Tékkar tilkynna landsliðshópinn - 5.11.2014

Tékkneski landsliðsþjálfarinn, Pavel Vrba, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Íslendingum í undankeppni EM, sunnudaginn 16. nóvember, í Plzen.  Valdir eru 22 leikmenn og er markvörðurinn kunni, Petr Cech, þeirra leikreyndastur þegar kemur að landsleikjum en hann hefur leikið 111 slíka.

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna verður haldin 8. nóvember - 5.11.2014

Landsdómararáðstefna verður haldin í höfuðstöðvum KSÍ laugardaginn 8. nóvember næstkomandi en þar verður farið yfir nýliðin tímabil og undirbúningur hefst fyrir næsta tímabil.  Ýmsir fyrirlestrar verða á dagskránni, farið yfir innlendar og erlendar klippur sem og að farið verður yfir æfingar vetrarins hjá dómurum. Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir á Spáni - 5.11.2014

Þóroddur Hjaltalín verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Athletic Bilbao og Porto í Meistaradeild ungmenna en leikið verður í Baracaldo á Spáni.  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 7. - 9. nóvember - 4.11.2014

Helgina 7. - 9. nóvember mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í skriflega KSÍ B prófinu. Námskeiðið er upphafið af KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ III þjálfaranámskeið 21.- 23. nóvember 2014 - 4.11.2014

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 21.-23. nóvember. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið. Lesa meira
 
U17-karla-i-Russlandi-sigurlidid

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla framundan - 3.11.2014

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöll.  Tveir hópar verða við æfingar hjá U17 að þessu sinni og verða þær æfingar undir stjórn landsliðsþjálfarans Þorláks Árnasonar en Ólafur Ólafsson, aðstoðarþjálfari U19 karla, mun stjórna æfingum hjá U19. Lesa meira
 
Bríet Bragadóttir var valin besti dómarinn í PD-kvenna árið 2014

"Ótrúlega skemmtilegt að vera dómari" - 3.11.2014

Bríet Bragadóttir var á dögunum valin besti dómari ársins í Pepsi-deild kvenna en hún var bæði valin af leikmönnum deildarinnar sem og af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ. Bríet hefur undanfarin misseri unnið sig hægt og bítandi upp innan dómarastéttarinnar og setur hún stefnuna á að dæma meira erlendis á vegum FIFA og UEFA.

Lesa meira
 
FH

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Úrskurðir aganefndar staðfestir - 31.10.2014

Áfrjýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurði Aga- og Úrskurðarnefndar í tveimur málum sem knattspyrnudeild FH skaut til til dómstólsins.  Úrskurðir nefndarinnar varðandi sekt vegna framkvæmd leiks annars vegar og leikbanns leikmanns FH hinsvegar standa því óhaggaðir.

Lesa meira
 

Ný leyfisreglugerð samþykkt - 31.10.2014

Ný leyfisreglugerð, útgáfa 2.4, var samþykkt á fundi stjórnar KSÍ þriðjudaginn 28. október.  Hægt er að skoða efnislegar breytingar á reglugerðinni undir hlekknum hér að neðan og eru breytingarnar rauðmerktar í skjalinu.

Lesa meira
 
Þjálfarateymi kvennalandsliðsins, Ólafur Pétursson, Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson

Nýr tveggja ára samningur við Frey Alexandersson - 30.10.2014

Knattspyrnusamband Íslands hefur gert nýjan tveggja ára samning við Frey Alexandersson um þjálfun A landsliðs kvenna.  Samningurinn gildir út árið 2016 en Freyr tók við kvennalandsliðinu í ágúst 2013.  Þá gerði KSÍ einnig nýja samninga við Ásmund Haraldsson, aðstoðarþjálfara,  og Ólaf Pétursson, markvarðaþjálfara, um að vera Frey áfram innan handar. Lesa meira
 

U23 kvenna - Fjórir leikmenn bætast við æfingahópinn - 29.10.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið fjóra leikmenn til viðbótar í æfingahóp hjá U23 kvenna sem æfir tvívegis um komandi helgi.  Þetta eru þær: Silvía Rán Sigurðardóttir úr Þór, Lára Einarsdóttir úr KA, Sóley Guðmundsdóttir úr ÍBV og Karitas Tómasdóttir úr Selfoss Lesa meira
 

Æfingar hjá U17, U19 og U23 kvenna um komandi helgi - 26.10.2014

Landsliðsþjálfararnir, Freyr Alexandersson, Þórður Þórðarson og Úlfar Hinriksson, hafa valið hópa fyrir æfingar um komandi helgi.  Þá æfa landslið U23, U19 og U17 kvenna og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll.  Einnig verða mælingar hjá U17 og U19 kvenna sem verða á föstudagskvöldinu.

Lesa meira
 

Drög að niðurröðun í Futsal 2015 - 24.10.2014

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að niðurröðun í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu hjá meistaraflokki karla og kvenna og er hægt að finna þau hér á síðunni.  Félög hafa til 1. nóvember til að koma með athugasemdir varðandi þessa niðurröðun. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Íslenskir dómarar að störfum í Ungverjalandi - 23.10.2014

Fjórir íslenskir dómarar eru þessa dagana að störfum í Ungverjalandi þar sem þeir dæma á mótum á vegum UEFA.  Þeir Gunnar Jarl Jónsson og Birkir Sigurðarson eru við störf í undankeppni EM U17 karla og Þorvaldur Árnason og Oddur Helgi Guðmundsson eru að dæma á Regions Cup. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Framlög frá UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ 2014 - 23.10.2014

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA 2013/2014 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2014 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 43 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland í 28. sæti - 23.10.2014

Á nýjum styrkleikalista FIFA karla, sem gefinn var út í morgun, fer Ísland upp um sex sæti og situr nú í 28. sæti listans.  Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei verið ofar á þessum lista en það eru heimsmeistarar Þjóðverja sem eru í efsta sætinu sem fyrr og Argentínumenn koma þar næstir.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Mikill áhugi fyrir leiknum í Tékklandi - 22.10.2014

Ljóst er að mikill áhugi er fyrir leik Tékklands og Íslands í undankeppni EM en leikið verður í Plzen í Tékklandi, sunnudaginn 16. nóvember.  Ferðaskrifstofur hér á landi hafa sett upp sérstakar ferðir á leikinn og virðist mikill áhugi fyrir þessum ferðum.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar á föstudag og laugardag - 21.10.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 36 leikmenn fyrir úrtaksæfingar sem fram fara í Kórnum og Egilshöll, föstudaginn 24. og laugardaginn 25. október.  Nafnalistann með þessum leikmönnum má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 

Harpa og Ingvar leikmenn ársins - 20.10.2014

Verðlaunaafhending fyrir keppnistímabilið 2014 fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í kvöld, mánudagskvöld.  Hápunktur kvöldsins var í beinni útsendingu á Stöð 2, þegar tilkynnt var um val á bestu leikmönnum ársins, þeim Hörpu Þorsteinsdóttur og Ingvari Jónssyni úr Ísladnsmeistaraliðum Stjörnunnar.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna leikur tvo vináttuleiki við Finna - 20.10.2014

Staðfest hefur verið að U17 landslið kvenna muni leika tvo vináttuleiki ytra við Finna í nóvember.  Leikirnir, sem eru liður í undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM 2015, sem fram fer hér á landi, verða leiknir 18. og 20. nóvember.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla í milliriðil fyrir EM 2015! - 20.10.2014

U17 landslið karla tryggði sér í dag, mánudag, sæti í milliriðlum fyrir úrslitakeppni EM 2015.  Sætið var tryggt með jafntefli við Ítali, sem voru þegar öruggir áfram fyrir leiki dagsins.  Ljóst er þó að tæpara mátti það vart stand, því Moldóvar unnu fjögurra marka sigur á Armenum.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2014 - 20.10.2014

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2014 fer fram í höfuðstöðvum KSÍ í dag, mánudaginn 20. október.  Viðstaddir verða fulltrúar félaga í Pepsi-deildum karla og kvenna, fulltrúar dómara, verðlaunahafar og fulltrúar þeirra, sem og aðrir fulltrúar KSÍ. Bein útsending verður á Stöð 2 frá hápunkti viðburðarins. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Íslenskur dómarasextett í Glasgow á fimmtudag - 20.10.2014

Íslenskur dómarasextett verður að störfum á Celtic Park í Glasgow næstkomandi fimmtudag þegar skoska liðið Celtic og FC Astra frá Rúmeníu mætast í Evrópudeild UEFA.  Kristinn Jakobsson verður dómari og með honum tveir aðstoðardómarar, fjórði dómari og tveir aukaaðstoðardómarar. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Ítalíu í dag - 20.10.2014

U17 landslið karla mætir Ítalíu í dag, mánudag kl. 12:00 að íslenskum tíma, í undankeppni EM.  Riðillinn fer fram í Moldavíu og er þetta lokaumferð riðilsins.  Jafntefli gegn Ítalíu tryggir íslenska liðinu sæti í milliriðlum. Hægt að fylgjast með textalýisingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Tvö mörk í fyrri hálfleik kláruðu Armena - 17.10.2014

U17 landslið karla vann í dag góðan tveggja marka sigur á Armenum í undankeppni EM, en riðillinn er leikinn í Moldavíu.  Bæði mörk Íslands komu í fyrri hálfleik.  Íslenska liðið er nú með fjögur stig eftir tvo leiki og mætir Ítalíu í síðustu umferð, sem fram fer á mánudag. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Armeníu í dag - 17.10.2014

U17 landslið karla mætir Armeníu í dag, föstudag kl. 12:00 að íslenskum tíma, í undankeppni EM.  Riðillinn fer fram í Moldavíu og er þetta önnur umferð.  Tvær breytingar eru gerðar á byrjunarliði Íslands frá síðasta leik, Kolbeinn Finnsson og Mikael Harðarson koma inn í liðið.
Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Tveggja marka tap Stjörnunnar í Rússlandi - 16.10.2014

Stjörnustúlkur töpuðu seinni leik sínum í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna en leikið var ytra gegn Zvezda 2005 frá Rússlandi.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir heimastúlkur sem unnu samanlagt, 8 - 3. Lesa meira
 

Miðasala á Tékkland-Ísland í undankeppni EM 2016 - 16.10.2014

Tékkland og Ísland mætast í undankeppni EM 2016 þann 16. nóvember næstkomandi.  Leikurinn fer fram í Plzen og hefst kl. 20:45 að staðartíma.  Vert er að taka fram að þarna mætast topplið A-riðils.  Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um miðasölu á leikinn.
Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Þrír íslenskir dómarar á CORE námskeiði í Sviss - 16.10.2014

Um þessar mundir eru þrír íslenskir dómarar staddir í  Sviss á svokölluðu "CORE" námskeið sem haldið er á vegum UEFA.  Um er að ræða verkefni fyrir unga og efnilega dómara en CORE stendur fyrir "Center of Refereeing Excellence" en þetta verkefni snýr að þjálfun og menntun dómara framtíðarinnar.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Stjarnan leikur í dag í Rússlandi - 16.10.2014

Stjarnan leikur í dag seinni leik sinn í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna en leikið verður gegn Zvezda 2005 frá Rússlandi ytra.  Ljóst er að róðurinn verður erfiður en þær rússnesku höfðu betur í fyrri leiknum í Garðabæ, 2 - 5. Lesa meira
 

Íslandsmótið innanhúss - Síðasti dagur til að skila inn þátttökutilkynningum - 16.10.2014

Meðfylgjandi er þátttökutilkynning fyrir Íslandsmót meistaraflokka í knattspyrnu innanhúss 2015. Frestur til að tilkynna þátttöku er til fimmtudagsins 16. október. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Aðsókn í Pepsi-deild karla 2014 - 15.10.2014

Alls mættu 121.852 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi-deild karla á nýliðnu keppnistímabili sem gerir 923 áhorfendur að meðaltali á hvern leik. Þetta eru nokkuð færri áhorfendur en mættu á leiki árið 2013 en þá voru 1.057 áhorfendur að meðaltali á leikjum Pepsi-deildar. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands í leiknum

Markalaust jafntefli hjá U17 karla gegn Moldóvu - 15.10.2014

U17 landslið karla gerði markalaust jafntefli við Moldóvu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM, en riðillinn fer einmitt fram þar í landi.  Jafnræði var með liðunum í leiknum og hefði sigurinn getað fallið hvorum megin sem var. Ísland mætir Armeníu á föstudag.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Leikið við Moldóva í dag - 15.10.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið byrjunarliðið sem mætir heimamönnum í Moldóvu í fyrsta leiknum í undankeppni EM.  Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
Merki U21 karla

Danir höfðu betur með minnsta mun - 14.10.2014

Það voru Danir sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM í kvöld eftir að Ísland og Danir gerðu jafntefli, 1 - 1.  Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli og því komust Danir áfram á útivallamarkinu.  Danir komust yfir á 90. mínútu en Hólmbert Aron Friðjónsson jafnaði metin úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Lesa meira
 

U21 karla - Byrjunarlið Íslands gegn Dönum (uppfært) - 14.10.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Dönum í seinni leik þjóða í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2015.  Leikurinn hefst kl. 16:15 á Laugardalsvelli og eru áhorfendur hvattir til þess að fjölmenna og hvetja strákana í þessum mikilvæga stórleik.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á Ísland - Danmörk - 14.10.2014

Frítt er inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á seinni umspilsleik U21 karlalandsliða Íslands og Danmerkur.  Leikið verður á Laugardalsvelli í dag, þriðjudaginn 14. október, og hefst kl. 16:15.  Hægt er að framvísa viðeigandi skírteinum við innganginn og þarf því ekki að sækja miða áður á skrifstofu KSÍ.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Ísland mætir Dönum í dag kl. 16:15 - 14.10.2014

Strákarnir í U21 leika í dag seinni leik sinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM þegar þeir mæta Dönum á Laugardalsvelli kl. 16:15.  Fyrri leik liðanna, sem fram fór í Álaborg, lauk með markalausu jafntefli og ráðast því úrslitin á Laugardalsvellinum í dag. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

U21 karla - KSÍ skírteini gilda við innganginn - 14.10.2014

Handhafar KSÍ skírteina geta framvísað þeim við innganginn fyrir leik Íslands og Danmerkur í dag kl. 16:15 en leikurinn er seinni leikur þjóðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni EM U21 karla.  Fyrri leik liðanna, sem fram fór í Álaborg, lauk með markalausu jafntefli og ráðast því úrslitin á Laugardalsvellinum í dag. Lesa meira
 
Ísland - Holland 2014

Magnaður sigur á Hollandi - 13.10.2014

Karlalandsliðið okkar sá áhorfendum í Laugardalnum og víðar fyrir eftirminnilegu kvöldi þegar þeir lögðu Holland í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 2 - 0 og skoraði Gylfi Þór Sigurðsson bæði mörk kvöldsins í fyrri hálfleik.  Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, jafnmörg stig og Tékkar.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi - 13.10.2014

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hollendingum í undankeppni EM á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður í beinni útsendingu hjá RÚV.

Lesa meira
 

U21 karla - Allt undir á Laugardalsvelli á þriðjudag - 13.10.2014

Strákarnir í U21 verða í eldlínunni á Laugardalsvelli kl. 16:15, þriðjudaginn 14. október.  Þá leika þeir gegn Dönum, seinni leikinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Tékklandi á næsta ári.  Fyrri leik þjóðanna lauk með markalausu jafntefli í Álaborg og því ráðast úrslitin á Laugardalsvellinum.

Lesa meira
 
Leikskrá Holland og Danmörk

Leikskrá fyrir leikina gegn Hollandi og Danmörku - 13.10.2014

Út er komin rafræn leikskrá fyrir leik A landsliðs karla gegn Hollandi sem fram fer mánudaginn 13. október og má finna hana hér að neðan.  Einnig er í leikskránni efni um seinni umspilsleikinn hjá strákunum í U21 sem mæta Dönum í úrslitaleik á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 14. október kl. 16:15. Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Ísland - Holland - Bílastæði í nágrenni við Laugardalsvöll - 13.10.2014

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn.  Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Ísland - Holland kl. 18:45 - 13.10.2014

Íslendingar mæta Hollendingum í undankeppni EM en leikið verður á Laugardalsvelli í kvöld, mánudaginn 13. október kl. 18:45.  Uppselt er á leikinn og eru áhorfendur hvattir til þess að mæta tímanlega á Laugardalsvöllinn til að forðast biðraðir.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Þriggja marka tap gegn Eistlandi - 12.10.2014

U19 landslið karla tapaði í dag sunnudag, síðasta leik sínum í undankeppni EM, 0-3 gegn Eistlandi.  Ísland lauk því keppni í riðlinum án stiga en Króatar og Tyrkir höfnuðu í tveimur efstu sætunum og komust því áfram i milliriðla.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Byrjunarlið U19 karla gegn Eistlandi í dag - 12.10.2014

U19 landslið karla mætir Eistlandi í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2015 í dag, sunnudag.  Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma, en leikið er í Króatíu.  Ísland er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar, en getur með sigri lyft sér upp fyrir Eistland.  Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Drammen - 12.10.2014

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma vináttulandsleik Noregs og Ungverjalands hjá U21 karla en leikið verður í Drammen, mánudaginn 13. október.  Aðstoðardómarar Gunnars í leiknum verða norskir sem og varadómari leiksins. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Anton Ari kallaður inn í hópinn - 12.10.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið markvörðinn Anton Ara Einarsson úr Val í hópinn fyrir leikinn gegn Dönum á þriðjudaginn.  Þá eigast þjóðirnar við í seinni leik liðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni EM í Tékklandi á næsta ári.  Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli og ráðast því úrslitin á Laugardalsvelli en leikurinn hefst kl. 16:15. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Moskvu - 11.10.2014

Kristinn Jakobsson dæmir leik Rússa og Moldóva í undankeppni EM en leikið verður í Moskvu, sunnudaginn 12. október. Aðstoðardómarar Kristins verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Gylfi Már Sigurðsson og varadómari verður Sigurður Óli Þorleifsson. Aukaaðstoðardómarar verða þeir Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín.

Lesa meira
 

Leikið í þremur riðlum á dag - 10.10.2014

Leikið var í þremur riðlum í undankeppni EM 2016 í kvöld, föstudagskvöld. Í B-riðli unnu Belgar sex marka sigur á Andorra.  Frændur okkar, Norðmenn, unnu þriggja marka sigur á útivelli, gegn Möltu, og Ítalir unnu 2-1 sigur á Aserbaídsjan.

Lesa meira
 

A karla - Ísland með fullt hús stiga eftir öruggan sigur í Lettlandi - 10.10.2014

Ísland vann frábæran 3-0 sigur í Lettlandi í kvöld og er með fullt hús stiga í A-riðli í undankeppni EM. Íslenska liðið var mun sterkara en það lettneska en það tók dágóðan tíma að brjóta niður varnarmúr heimamanna.

Lesa meira
 

U21 karla - Jafntefli í Danmörku og Ísland í góðri stöðu - 10.10.2014

Íslenska U21 landsliðið gerðu markalaust jafntefli við Dani í fyrri umspilsleiknum um sæti á EM í Tékklandi. Danska liðið var sterkara en frábær varnarleikur skilaði íslensku stráknum jafntefli og ráðast því úrslitin á Laugardalsvelli á þriðjudaginn.

Lesa meira
 
Unite against racism

Knattspyrnuvika tileinkuð baráttunni gegn rasisma - 10.10.2014

Þessi knattspyrnuvika (Week of football) sem hófst á fimmtudag, með öllum þeim leikjum sem fram fara í undankeppni EM 2016 þessa daga, er tileinkuð baráttunni gegn rasisma í Evrópu. Báðir leikir Íslands í þessari knattspyrnuviku eru þannig tileinkaðir þessu verðuga verkefni, en að því standa UEFA, FARE og FIFPro.

Lesa meira
 

U19 karla - Króatar reyndust of sterkir - 10.10.2014

Ísland U19 tapaði 4-1 gegn Króatíu í undankeppni EM í gær. Króatía komst í 2-0 áður en Aron Freyr Róbertsson minnkaði muninn fyrir Ísland. Króatía skoraði svo tvö mörk til viðbótar og vann öruggan 4-1 sigur.

Lesa meira
 
Frá æfingu U21 karla í Álaborg

U21 karla - Leikið gegn Dönum í dag - 10.10.2014

Strákarnir í U21 leika í dag fyrri leik sinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2015 þegar þeir mæta Dönum.  Leikið verður á Aalborg stadion og hefst leikurinn kl. 18:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Knattspyrnuveisla í dag - A og U21 karla í eldlínunni - 10.10.2014

Það er óhætt að segja að það sé knattspyrnuveisla framundan í dag því að bæði A og U21 karlalandslið Íslands verða í eldlínunni.  Strákarnir í U21 leika í dag fyrri leik sinn í umspili fyrir sæti í úrslitakeppni EM 2015 þegar þeir mæta Dönum í Álaborg kl. 16:00 að íslenskum tíma.  A landsliðið fylgir svo í kjölfarið en þeir mæta Lettum í Riga kl. 18:45 að íslenskum tíma í undankeppni EM.  Báðir leikirnir vera sýndir í beinni útsendingu hjá RÚV.

Lesa meira
 

FH og Stjarnan sektuð - 9.10.2014

Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar, sem fram fór 8. október, var samþykkt að sekta FH um 100.000 krónur og Stjörnuna um 50.000 krónur.  FH var sektað vegna atvika sem upp komu í framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla þann 4. október síðastliðinn og Stjarnan var sektað vegna framkomu stuðningsmanna sinna í sama leik.

Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu í Riga

Íslenska liðið ætlar sér þrjú stig gegn Lettum - 9.10.2014

Lars Lagerbäck og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum íslenskra og lettneskra fjölmiðlamanna á fjölmiðlafundi í Riga í dag, fimmtudag.  Lettneskir fjölmiðlar telja íslenska liðið sterkara en það lettneska.  Aron Einar segir íslenska liðið ætla sér þrjú stig, en menn verði þó að fara varlega gegn sterku og vel skipulögðu landsliði Lettlands.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

Æfingar yngri kvennalandsliða um komandi helgi - 9.10.2014

Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Þórður Þórðarson hafa vlið hópa fyrir æfingar helgina 18. - 19. október.  Úlfar mun stjórna æfingum hjá U16 og U17 kvenna en Þórður mun vera með æfingar hjá U19 kvenna.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

U19 karla - Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu - 9.10.2014

Íslenska U19 lið karla mætir Króatíu í öðrum leik sínum í undankeppni EM í dag. Íslenska liðið fór ekki vel af stað en það tapaði 7-3 gegn Tyrkjum í fyrsta leik mótsins. Það er því mikilvægt að ná góðum úrslitum í dag gegn Króatíu.

Lesa meira
 
Leikvangurinn í Álaborg

Íslendingar í Álaborg ætla að styðja strákana - 9.10.2014

Eins og kunnugt er þá leika strákarnir í U21 fyrri leik sinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2015 á föstudaginn og verður leikið í Álaborg.  Íslendingar á svæðinu ætla ekki að láta sitt eftir liggja og ætla að hittast á John Bull Pub fyrir leikinn. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Æft á keppnisvellinum í dag - 9.10.2014

Strákarnir í U21 æfa í dag á keppnisvellinum, Aalborg Stadium, en þar fer fram fyrri leikur Danmerkur og Íslands í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2015 á morgun.  Liðið æfði tvisvar í gær og endurheimti þá farangur sinn sem hafði tekið auka ferðalag. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Ein breyting á hópnum sem fer til Moldóvu - 8.10.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert eina breytingu á hópnum sem fer til Moldóvu og leikur í undankeppni EM.  Ásgrímur Þór Bjarnason úr Fjölni kemur inn í hópinn í stað liðsfélaga síns, Ægis Jarls Jónassonar, sem er meiddur. Lesa meira
 
Þórður Þórðarson

Þórður Þórðarson ráðinn þjálfari U19 kvenna - 8.10.2014

Þórður Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari hjá U19 kvenna og tekur við af þeim Ólafi Þór Guðbjörnssyni og Úlfari Hinrikssyni, en Úlfar stjórnaði liðinu í síðasta verkefni í Litháen.  Þórður er með KSÍ A gráðu og hefur þjálfað bæði meistaraflokk karla og kvenna hjá ÍA í efstu deild.

Lesa meira
 

U19 karla - Stórt tap gegn Tyrkjum - 8.10.2014

Íslensku U19 lið karla tapaði 7-3 fyrir Tyrklandi í riðlakeppni í undankeppni EM. Tyrkirnir léku betur en íslenska liðið eins og tölurnar gefa til kynna en við þurfum bara að hrista ósigurinn úr okkur og koma sterk til næsta leiks.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn kominn til Álaborgar - 7.10.2014

Strákarnir i U21 liðinu kom til Álaborgar í dag en á föstudaginn verður leikið við Dani í umspili um sæti í úrslitakeppni EM.  Um er að ræða fyrri leik þjóðanna en seinni leikurinn verður á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 14. október kl. 16:15. Lesa meira
 
Hannes Halldórsson markvörður

Markmannsþjálfaragráða KSÍ fer af stað í nóvember - 7.10.2014

Í vetur mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir Markmannsþjálfaragráðu KSÍ. Námskeiðið er samtals 120 tímar. Það samanstendur af þremur helgarnámskeiðum og verklegri hópavinnu.

Námskeiðsgjaldið er 150.000 kr. og umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2014.

Lesa meira
 

KSÍ II þjálfaranámskeið framundan - 7.10.2014

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, eitt helgina 24.-26. október og tvö helgina 31. okt.-2. nóv. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 

Stjarnan mætir WFC Zvezda 2005 í kvöld - 7.10.2014

Á miðvikudag mæta Íslandsmeistarar Stjörnunnar rússneska liðinu WFC Zvezda 2005 í forkeppni Meistaradeildar kvenna.  Þetta er fyrri viðureign liðanna og fer hún fram á Samsung-vellinum í Garðabæ kl. 20:00.  Forsala aðgöngumiða er í fullum gangi og eru áhugasamir hvattir til að tryggja sér miða á þennan leik.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamóti KRR lauk um helgina - 6.10.2014

Grunnskólamóti KRR lauk nú um helgina og fór það fram í Egilshöllinni.  Að venju eru það 7. og 10. bekkir grunnskólanna sem leika á þessu móti, hjá drengjum og stúlkum.  Lista  af sigurvegurum má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Kóreu á Ólympíuleikjum ungmenna í Nanjing

U16 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 6.10.2014

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U16 karla og hefur Þorlákur Árnaons valið hóp fyrir þessar æfingar.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll og hafa 38 leikmenn verið valdir frá 16 félögum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 karla - Hópurinn sem fer til Moldóvu - 6.10.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM en riðill Íslands fer fram í Moldóvu, dagana 15. - 20. október.  Ísland leikur þar gegn Ítalíu, Armeníu og gestgjöfunum sem verða fyrstu mótherjarnir.

Lesa meira
 
Stjarnan Íslandsmeistarar 2014

Pepsi-deild karla - Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta skipti - 6.10.2014

Stjarnan tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið eftir sigur á FH á Kaplakrikavelli.  Þarna áttust við tvö efstu félögin var því um úrslitaleik að ræða.  Hvorki fleiri né færri en 6.450 áhorfendur fylltu Kaplakrikavöll og urðu vitni að gríðarlega spennandi leik.  Spennan var líka mikil á öðrum vígstöðvum í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Ívar Orri dæmir í Wales - 3.10.2014

Ívar Orri Kristjánsson mun um helgina dæma leik Bangor City og Carmarthen Town í welsku úrvalsdeildinni en leikið verður á Book People vellinum í Bangor.  Úrvalsdeildin þar er nýlega farin af stað en verkefni þetta er hluti af dómaraskiptum á milli knattspyrnusambanda Íslands og Wales.

Lesa meira
 

Samningar við samstarfsaðila KSÍ staðfestir - 3.10.2014

Á blaðamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag voru tilkynntir landsliðshópar A karla og U21 karla fyrir mikilvæga leiki sem framundan eru.  Þar voru einnig boðnir formlega velkomnir í landsliðið samstarfsaðilar KSÍ en staðfestir voru samningar til fjögurra ára við þessi frábæru fyrirtæki.

Lesa meira
 
Marki Kolbeins gegn Tyrkjum fagnað

A karla - Hópurinn gegn Lettlandi og Hollandi - 3.10.2014

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í undankeppni EM.  Leikið verður gegn Lettum ytra, föstudaginn 10. október en gegn Hollendingum á Laugardalsvelli, mánudaginn 13. október.

Lesa meira
 
U21-karla

U21 karla - Hópurinn fyrir umspilsleikinga gegn Dönum - 3.10.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Dönum í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi.  Fyrri leikurinn verður í Álaborg, föstudaginn 10. október en sá seinni á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 14. október kl. 16:15.  Það lið sem hefur betur úr þessum viðureignum samanlagt, tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna - Harpa og Ólafur valin best - 1.10.2014

Í dag voru afhent, í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar, verðlaun fyrir þá leikmenn sem sköruðu fram úr í Pepsi-deild kvenna í sumar.  Nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru áberandi en fimm leikmenn Garðbæinga voru í liði ársins auk þess sem Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaðurinn og Ólafur Þór Guðbjörnsson besti þjálfarinn.

Lesa meira
 
Bleika slaufan 2014

Bleika slaufan í bleikum október - 1.10.2014

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. KSÍ styður sem fyrr baráttuna gegn krabbameinum og verður slaufan sýnileg á vef KSÍ í októbermánuði.  Allt um þetta verkefni á vef Bleiku slaufunnar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

Æfingaáætlun yngri landsliða 2014 - 2015 - 1.10.2014

Æfingaáætlun yngri landsliða veturinn 2014 - 2015 liggur nú fyrir og má sjá hana í skjali hér að neðan.  Félög skulu heimila leikmönnum sínum þátttöku í æfingum og æfingaleikjum á þessum dögum og eru því minnt á að taka mið af þessum dagsetningum við skipulagningu æfinga og leikja hjá sér. Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Meistaradeild ungmenna - 30.9.2014

Þóroddur Hjaltalín dæmir á morgun, miðvikudaginn 1. október, leik Arsenal og Galatasaray í Meistaradeild ungmenna.  Leikið verður á Borehamwood vellinum og Þóroddi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

U21 karla - Mótsmiðahöfum boðið á Ísland - Danmörk - 30.9.2014

Um leið og KSÍ þakkar góðar viðtökur á sölu mótsmiða viljum við bjóða hverjum og einum þeim sem keyptu slíka miða á landsleik U21 liðs karla sem fram fer á Laugardalsvelli 14. október n.k. en þá mætir liðið Danmörku í leik um sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Tékklandi næsta sumar. Lesa meira
 

U21 karla - Miðasala hafin á Ísland - Danmörk - 30.9.2014

Strákarnir í U21 mæta Dönum á Laugardalsvelli en um er að ræða seinni leik þjóðanna í umspili fyrir úrslitakeppni U21 karla.  Í húfi er sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Tékklandi á næsta ári.  Það er ljóst að stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessu leik og eru landsmenn hvattir til þess að fjölmenna og styðja strákana.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Viðamikil útsending Stöðvar 2 Sport frá lokaumferðinni - 30.9.2014

Eins og kunnugt er þá er lokaumferð Pepsi-deildar karla næstkomandi laugardag og þá ræðst hvort það verða FH eða Stjarnan sem hampa titlinum.  Spennan er þó mikil á fleiri vígstöðvum því baráttan um Evrópusæti og fallsæti eru líka í algleymingi.  Stöð 2 Sport mun bjóða upp á viðamikla og langa útsendingu frá lokaumferðinni á laugardaginn. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Holland : Miðar fyrir handhafa KSÍ-skírteina - 30.9.2014

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Hollands í undankeppni EM, fimmtudaginn 2. október frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00 eða á meðan birgðir endast.  Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Æfingar í Fagralundi - 29.9.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp fyrir æfingar sem fara fram í Fagralundi, föstudaginn 3. október og laugardaginn 4. október.  Alls eru valdir 22 leikmenn á þessar æfingar og koma þeir frá 12 félögum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

U16 og U17 kvenna - Æfingar fara fram um helgina - 29.9.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna, hefur valið hópa til æfinga sem fram fara um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll en ríflega 50 leikmenn eru boðaðir til þessara æfinga. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Breytingar á leikjum í lokaumferð Pepsi-deildar karla - 29.9.2014

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að gera breytingar á tímasetningum allra leikja í lokaumferð Pepsi-deildar karla. Leikur FH og Stjörnunnar verður kl. 16.00. Aðrir leikir umferðarinnar færast fram til kl. 13.30.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla leikur í undankeppni EM í Króatíu - 29.9.2014

U19 landslið karla leikur í undankeppni EM í október, og fer riðill Íslands fram í Króatíu dagana 5.-13. október.  Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið 18 manna hóp í verkefnið.  Þriðjungur hópsins er á mála hjá erlendum félagsliðum Lesa meira
 

KSÍ I þjálfaranámskeið í október - 29.9.2014

KSÍ mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 17.-19. október og 35 laus pláss helgina 24.-26. október.

Lesa meira
 
Aðstæður í Grindavík skoðaðar

Sendisveit UEFA skoðar aðstæður öðru sinni fyrir EM U17 kvenna 2015 - 29.9.2014

Eins og kynnt hefur verið hér á vef KSÍ mun úrslitakeppni EM U17 landsliða kvenna fara fram á Íslandi, nánar tiltekið á suðvesturhorni landsins, sumarið 2015. Um er að ræða eitt allra viðamesta verkefni sem KSÍ hefur tekið að sér og er ljóst að kröfurnar frá UEFA eru miklar.

Lesa meira
 

Icelandair áfram einn aðalstyrktaraðili KSÍ - 29.9.2014

Icelandair endurnýjaði nýverið samninga um að vera aðalstyrktaraðili Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fjögurra sérsambanda innan þess, þ.e. Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands, Körfuknattleikssambands Íslands og Golfsambands Ísl

Lesa meira
 

Hæfileikamót stúlkna fór fram í Kórnum - 25.9.2014

Um síðustu helgi fór fram Hæfileikamót KSÍ og N1 hjá stúlkum og var þetta í fyrsta sinn sem slíkt mót var haldið.  Hátt í 80 leikmenn voru boðaðir til leiks frá 35 félögum.  Það er Þorlákur Árnason sem hefur yfirumsjón með verkefninu. Lesa meira
 
Grindavík

Knattspyrnudeild Grindavíkur leitar að þjálfara fyrir 4. og 3.flokk karla - 23.9.2014

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er faglega góður, drífandi og með brennandi áhuga á að þjálfa unglinga. Lesa meira
 
U18-karla-Svithjodarmot-1

U19 karla - Úrtaksæfingar fara fram um helgina - 22.9.2014

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 26 leikmenn fyrir úrtaksæfingar sem fara fram um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram að þessu sinni í Fagralundi í Kópavogi og má sjá nafnalista hér að neðan.

Lesa meira
 
N1

Hæfileikamót KSÍ og N1 - Drengir - 22.9.2014

Hæfileikamót KSÍ og N1 fer fram í Kórnum í Kópavogi um komandi helgi, dagana 27. - 28. september.  Mótið fer fram undir stjórn Þorláks Árnasonar og hér að neðan má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem boðaðir eru til leiks.

Lesa meira
 
HK

HK auglýsir eftir þjálfara fyrir 3. flokk karla - 22.9.2014

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 3. fl. ka. starfsárið 2014-2015.  Óskað er eftir þjálfara með góða menntun og reynslu. Lesa meira
 
Undirskrift KSÍ og N1

KSÍ og N1 finna framtíðarleikmenn landsliðsins - 22.9.2014

Hæfileikamótunin er verkefni sem N1 og KSÍ standa að og er ætlað yngri iðkendum  knattspyrnu af báðum kynjum til að auka áhuga á íþróttinni og einnig til að efla grasrótarstarf í knattspyrnu um land allt.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti kvenna - Ísland í 20. sæti - 19.9.2014

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í morgun, er íslenska kvennalandsliðið í 20. sæti og lækkar um þrjú sæti frá síðasta lista. Bandaríkin er í efsta sæti listans sem fyrr en Þjóðverjar nálgast þær mjög í öðru sætinu. Lesa meira
 
Friður í einn dag - Peace one day

Friður í einn dag - Peace one day - 19.9.2014

Þann 21. september næstkomandi verður alþjóðlegur dagur friðar haldinn í 16. sinn – Peace One Day . Markmið verkefnisins er að hvetja stríðandi fylkingar um heim allan til að leggja niður vopn í einn dag, þennan mánaðardag ár hvert og hefur knattspyrnuhreyfingin á Íslandi vakið athygli á þessum verðuga málstað undanfarin ár.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Fræðsluferð KÞÍ til Þýskalands - nokkur sæti laus - 19.9.2014

Heimsókn til Borussia Dortmund og Borussia Mönchengladbach þar sem fylgst verður með æfingum yngri liða félaganna og félögin bjóða upp á fyrirlestra um starf sitt.  Verð á bilinu 90 - 100 þúsund krónur í tveggja manna herbergi og 120 - 130 þúsund krónur í eins manns herbergi. Lesa meira
 
Valur

Vantar þig áskorun? - 19.9.2014

Knattspyrnufélagið Valur leitar að metnaðarfullum þjálfurum fyrir 2. 3. og 6. flokk kvenna í knattspyrnu fyrir komandi tímabil.  Áhugasamir sendi umsókn á vidar@valur.is fyrir 25.september.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Svekkjandi tap gegn Spáni - 18.9.2014

Stelpurnar í U19 léku í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en riðillinn var leikinn í Litháen.  Andstæðingar dagsins voru Spánverjar sem unnu nauman sigur, 2 - 1, og kom sigurmark leiksins í uppbótartíma.  Spánverjar tryggðu sér þar með efsta sætið í riðlinum en Ísland hafnaði í öðru sæti en kemst einnig áfram í milliriðla með Spánverjum.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Uppselt á leik Íslands og Hollands - 18.9.2014

Uppselt er á leik Íslands og Hollands sem fram fer á Laugardalsvelli, mánudaginn 13. október kl. 18:45.  Miðasala fór fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og varð uppselt á skömmum tíma eftir að sala hófst. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Spáni - 18.9.2014

Stelpurnar í U19 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en riðill Íslands er leikinn í Litháen.  Mótherjar dagsins eru Spánverjar og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Þessar tvær þjóðir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlakeppninni og keppast því um efsta sæti riðilsins. Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttur auglýsir eftir þjálfara fyrir 2.flokk kvenna - 18.9.2014

Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn til að vinna skv. stefnu félagsins. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland í 34. sæti - 18.9.2014

Ísland fer upp um 12 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA karla sem gefinn var út í morgun.  Ísland er í 34. sæti listans, ásamt Serbíu, og hefur karlalandsliðið ekki komist hærra áður á þessum lista.  Ísland er í 22. sæti á meðal aðildarþjóða UEFA en heimsmeistarar Þjóðverja tróna á toppi listans. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamót KSÍ og N1 - Tveimur leikmönnum bætt við - 18.9.2014

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni þá fer Hæfileikamót stúlkna KSÍ og N1 fram um helgina í Kórnum.  Verkefnið er undir yfirumsjón Þorláks Árnasonar sem hefur bætt við tveimur leikmönnum í hópinn, þeim Auði Líf Benediktsdóttur BÍ/Bolungarvík og Maríu Björt Hjálmarsdóttur Þrótti. Lesa meira
 

Stórsigur á Serbum í síðasta landsleik Þóru - 17.9.2014

Íslendingar lögðu Serba örugglega að velli í kvöld á Laugardalsvelli en þetta var lokaleikur Íslands í undankeppni HM.  Lokatölur urðu  eftir að staðan hafði verið 3 – 0 í leikhléi.  Íslenska liðið endaði í öðru sæti í riðlinum en komust þó ekki í umspil fyrir úrslitakeppni HM sem fram fer í Kanada 2015.  Þóra Helgadóttir lék sinn 108. og síðasta landsleik í kvöld og skoraði sitt fyrsta mark.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Landsliðin okkar - 17.9.2014

Það er svolítið sérstakt að finnast maður vera að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um góðan árangur landsliðanna okkar á síðustu árum.  Það er eitt að ná góðum árangri í einni undankeppni stórmóts, en það er enn meira afrek að endurtaka leikinn og viðhalda góðum árangri til lengri tíma. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Tyrklands

Landinn á Laugardalsvellinum - 17.9.2014

Einhver viðamesta sjónvarpsútsending af íþróttaleik hér á landi fór fram þriðjudaginn 9. september þegar Íslendingar tóku á móti Tyrkjum í undankeppni EM 2016.  Landi allra landsmanna, Gísli Einarsson, var á vellinum og fylgdist með undirbúningi starfsfólks sjónvarps fyrir útsendinga og sýndi okkur afraksturinn. Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Serbíu í dag - 17.9.2014

Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti því serbneska í dag en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 17:00.  Þetta er lokaleikur Íslands í undankeppni HM og ennfremur er þetta síðasti landsleikur Þóru Helgadóttur sem nú leggur landsliðshanskana til hliðar eftir farsælan landsliðsferil. Lesa meira
 
Thalia Mitsi

Dómarar frá Grikklandi á leik Íslendinga og Serba - 16.9.2014

Það verða dómarar frá Griklandi sem verða við stjórnvölinn á leik Íslendinga og Serba í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 17. september kl. 17:00.  Dómarinn heitir Thalia Mitsi og henni til aðstoðar verða löndur hennar Urania Foskolou og Panagiota Koutsoumpou.  Fjórði dómari leiksins er svo Bríet Bragadóttir.

Lesa meira
 
Fyrstu þjálfararnir sem útskrifast með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ

Fyrstu sem útskrifast með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ - 16.9.2014

Nýverið útskrifaði KSÍ fyrstu markmannsþjálfarana með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ. Útskriftin fór fram í tengslum við landsleik Íslands og Ísrael í undankeppni HM.  Um er að ræða 11 þjálfara. Stefnt er að því að halda annað námskeið á komandi vetri og verður það auglýst á næstu vikum.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Staðfestur leiktími á Ísland - Danmörk - 15.9.2014

Staðfestur hefur verið leiktími á leik Íslands og Danmerkur en um er að ræða seinni leik þjóðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni U21 karla.  Leikið verður á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 14. október kl. 16:00. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Góður sigur á Króatíu - 15.9.2014

Stelpurnar í U19 unnu í dag annan sigur sinn í undankeppni EM þegar þær lögðu Króatíu að velli, 1 - 0.  Eina mark leiksins kom strax á 5. mínútu leiksins þegar Ingibjörg Sigurðardóttir setti boltann í netið.  Íslenska liðið lék manni færri frá 32. mínútu þegar Guðrún Sigurðardóttir fékk að líta rauða spjaldið.

Lesa meira
 
Af leik Íslands og Ísrael í undankeppni HM

Myndasíða KSÍ - Er mynd af þér? - 15.9.2014

Vert er að minna á myndasíðu KSÍ sem hægt er að nálgast á forsíðu heimasíðu KSÍ og er merkt "Myndasafn".  Þar má finna ýmsar myndir frá starfsemi KSÍ og t.a.m. má nú finna fjölmargar myndir frá leikjunum gegn Tyrkjum og Ísrael. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamót KSÍ og N1 - Stúlkur - 15.9.2014

Hæfileikamót KSÍ og N1 fer fram í Kórnum í Kópavogi um komandi helgi, dagana 20. - 21. september.  Mótið fer fram undir stjórn Þorláks Árnasonar og hér að neðan má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem boðaðir eru til leiks.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Króatíu - 15.9.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Króatíu í dag í undankeppni EM.  Þetta er annar leikur Íslands í keppninni en Ísland vann öruggan sigur á gestgjöfunum í Litháen í fyrsta leiknum, 8 - 0.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Miðasala á Ísland – Holland hefst fimmtudaginn 18. september kl. 12:00 - 15.9.2014

Mánudaginn 13. október tekur Ísland á móti Hollandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst kl. 12:00 á hádegi, fimmtudaginn 18. september, og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

A kvenna - Miðasala hafin á Ísland - Serbía - 15.9.2014

Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti því serbneska í lokaleik sínum í undankeppni HM og verður leikið á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 17. september kl. 17:00.  Þó svo að Ísland eigi ekki möguleika á því að komast í úrslitakeppnina í Kanada þá skiptir miklu máli að ljúka keppninni á jákvæðum nótum og setja þar með tóninn fyrir undankeppni EM.

Lesa meira
 
Sigrún Ella og Guðrún Inga Sívertsen

Sigrún Ella fékk nýliðamerki - 15.9.2014

Sigrún Ella Einarsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætti Ísrael í undankeppni HM 2015 á laugardag.  Hún kom inn á sem varamaður á 70. mínútu, lék vel og var síógnandi á hægri kantinum.  Að leik loknum fékk hún afhent nýliðamerki A landsliða.

Lesa meira
 

Markmannsskóli stúlkna 2014 á Akranesi - 14.9.2014

Hér að neðan eru upplýsingar um Markmannsskóla stúlkna sem heldinn verður á Akranesi 26.-28. september. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið Þjóðbraut 13 Akranesi.

Lesa meira
 

Markmannsskóli drengja 2014 á Akranesi - 14.9.2014

Hér að neðan eru upplýsingar um Markmannsskóla drengja sem heldinn verður á Akranesi 19.-21. september. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið Þjóðbraut 13 Akranesi.

Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

A kvenna - Öruggur sigur á Ísrael - 13.9.2014

Íslensku stelpurnar unnu öruggan sigur á Ísrael í undankeppni HM en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 3 - 0 og skoruðu þær Dagný Brynjarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir mörkin í fyrri hálfleik og Sara Björk Gunnarsdóttir bætti við þriðja markinu. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Byrjunarlið A kvenna gegn Ísrael - 13.9.2014

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Ísrael í undankeppni HM 2015 í dag, laugardag, á Laugardalsvelli kl. 17:00.  Tvær breytingar eru á byrjunarliðinu frá síðasta leik, gögn Dönum í síðasta mánuði.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Átta marka sigur á Litháen - 13.9.2014

U19 landslið kvenna vann í dag, laugardag, yfirburðasigur, 8-0, á Litháen í undankeppni EM, en riðillinn fer fram í Kaunas í Litháen. Á sama tíma vann Spánn einnig stórsigur á Króatíu í hinum leik riðilsins.  Næsta umferð fer fram á mánudag kl. 13:00 að íslenskum tíma og leikur þá Ísland gegn Spáni. Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Ísrael í dag í undankeppni HM - 13.9.2014

Ísland tekur á móti Ísrael í dag í undankeppni HM kvenna en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 17:00. Miðasala fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og einnig verður miðasala á Laugardalsvelli frá kl. 15:00. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna mætir Litháum - Byrjunarliðið klárt - 13.9.2014

U19 landslið kvenna mætir Litháen í undankeppni EM í dag, laugardag, og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Riðillinn er einmitt leikinn í Litháen, en önnur lið í riðlinum eru Króatía og Spánn.  Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað og má sjá það með því að smella hér að neðan. Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Dönum í umspili - 12.9.2014

Ísland mun mæta Dönum í umspili fyrir úrslitakeppni U21 karla en dregið var í dag í höfuðstöðvum UEFA.  Fyrri leikurinn verður ytra en sá seinni hér heima.  Leikdagar eru fyrirhugaðir 8. og 14. október og mun koma staðfesting um þá síðar. Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir næstu leiki Íslands - 12.9.2014

Út er komin rafræn leikskrá fyrir næstu tvo verkefni A landsliðs kvenna en lokaleikir liðsins í undankeppni HM fara fram á næstu dögum.  Leikið verður gegn Ísrael á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. september kl. 17:00 og gegn Serbíu, miðvikudaginn 17. september kl. 17:00. Lesa meira
 

U21 karla - Dregið í umspilinu í dag - 12.9.2014

Í dag verður dregið í umspilinu fyrir úrslitakeppni Em 2015 en úrslitakeppnin fer fram í Tékklandi.  Ísland er í pottinum og er í neðri styrkleikaflokki.  Mótherjar þeirra verða því eitt af liðunum sjö í efri styrkleikaflokki að undanskildum Frökkum sem voru með Íslandi í riðlakeppninni.

Lesa meira
 
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

Miðasala á Ísland - Ísrael - 10.9.2014

Ísland tekur á móti Ísrael í undankeppni HM á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. september kl.17:00.  Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til þess að fjölmenna á völlinn á laugardaginn og sýna okkar stúlkum þann stuðning sem þær eiga skilið. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Vilhjálmur Alvar og Óli Njáll dæma í Finnlandi - 10.9.2014

Vihjálmur Alvar Þórarinsson og Óli Njáll Ingólfsson munu verða við störf í Finnlandi næstkomandi sunnudag en þá dæma þeir leik FC Viikingit og FC Jazz í næst efstu deild. Þetta er hluti af norrænum dómaraskiptum sem er samstarfsverkefni knattspyrnusambanda Norðurlandanna.
Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Mælingar leikmanna - 10.9.2014

Eins og kunnugt er heldur KSÍ úrslitakeppni EMU17 kvenna 2015 og fær því Íslands sjálfkrafa keppnisrétt í úrslitakeppninni. Undirbúningur er þegar hafin og næsta skref í því ferli eru mælingar leikmanna. Lesa meira
 
Marki Kolbeins gegn Tyrkjum fagnað

Icelandair með ferð á leikinn gegn Lettlandi - 10.9.2014

Icelandair býður upp á hópferð á næsta leik Íslands í undankeppni EM en þá verður leikið gegn Lettum í Riga. Stuðningurinn á Laugardalsvelli gegn Tyrkjum var magnaður og væri allur stuðningur gegn Lettum vel þeginn.  Leikið verður föstudaginn 10. október. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Umspilssæti tryggt - 9.9.2014

Í kvöld varð endanlega ljóst að U21 karlalandsliðið verður í pottinum þegar dregið verður í umspilð fyrir úrslitakeppnina 2015 en hún fer fram í Tékklandi.  Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA en 14 þjóðir verða í pottinum. Lesa meira
 

Frábær byrjun - Þriggja marka sigur á Tyrkjum - 9.9.2014

Þeir sem höfðu vonast eftir góðri byrjun íslenska landsliðsins í undankeppni EM fengu svo sannarlega mikið fyrir sinn snúð á Laugardalsvelli í kvöld.  Tyrkir voru lagðir að velli, 3 - 0, í frábærum leik þar sem íslensku strákarnir voru betri aðilinn allan leikinn.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Ísland tekur á móti Tyrklandi - Byrjunarliðið - 9.9.2014

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Tyrkjum í kvöld í fyrsta leik Íslands undankeppni EM en leikið er á  Laugardalsvelli í kvöld kl. 18:45. 
Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Svipmyndir frá landsleikjum á heimasíðu UEFA - 9.9.2014

Hægt er að sjá svipmyndir úr landsleikjunum í undankeppni EM á heimasíðu UEFA en helstu atriði leikjanna sem fram fóru á sunnudaginn eru nú aðgengilegir á síðunni. Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Mætum tímanlega á Ísland - Tyrkland - 9.9.2014

Leikur Íslands og Tyrklands hefst kl. 18:45 á Laugardalsvelli í kvöld. Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Ísland - Tyrkland í kvöld - 9.9.2014

Ísland tekur á móti Tyrkjum í kvöld á Laugardalsvelli en þetta er fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM 2016. Leikurinn hefst kl. 18:45 og enn er hægt að fá miða á leikinn en miðasala er í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og einnig hefst miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00 á hádegi. Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Jafntefli gegn Frökkum - 9.9.2014

Strákarnir í U21 gerðu jafntefli gegn Frökkum í kvöld en leikið var í Auxerre í Frakklandi. Lokatölur urðu 1 - 1 og jafnaði Kristján Gauti Emilsson metin á 80. mínútu með skalla eftir hornspyrnu.  Nú þarf að bíða eftir úrslitum kvöldsins til að sjá hvort þessi stig dugi íslenska liðinu en fjölmargir leikir eru í dag og í kvöld sem hafa áhrif á stöðu Íslands. Lesa meira
 

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 8.9.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðþálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum sem fram fer í Auxerre og hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma. Leikurinn er lokaleikur íslenska liðsins í riðlakeppninni en liðið á möguleika á að komast í umspil fyrir úrslitakeppni EM 2015. Lesa meira
 
Dómarinn Ivan Bebek

Dómarar frá Króatíu á Ísland - Tyrkland - 8.9.2014

Það verða dómarar frá Króatíu sem dæma leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM en leikið verður á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 18:45.  Dómarinn heitir Ivan Bebek en þetta verður í fyrsta sinn sem aukaaðstoðardómarar eru að störfum á opinberum leik hér á landi og sömuleiðis mun Ivan verða með spreybrúsa í farteskinu líkt og gaf góða raun á leikjum HM í Brasílíu í sumar

Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir leik Íslands og Tyrklands - 8.9.2014

Hér að neðan má sjá rafræna leikskrá sem gefin er út fyrir leik Íslands og Tyrklands.  Leikið verður á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 18:45.  Þetta er fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM 2016 og er miðasala í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.
Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Sarajevo - 8.9.2014

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni, mánudaginn 8. september, þegar hann dæmir leik Bosníu/Hersegóvínu gegn Ungverjalandi.  Leikið verður í Sarajevo og er leikurinn í undankeppni EM U21 karla.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Frosti Viðar Gunnarsson.  Varadómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

U21 karla - Leikið gegn Frökkum í kvöld - 8.9.2014

Strákarnir í U21 verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir mæta Frökkum í Auxerre og hefst leikurinn kl. 19:00 að íslenskum tíma.  Frakkar hafa tryggt sér efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina.  Íslendingar eru öruggir með annað sætið í riðlinum en þurfa, allavega, á stigi að halda til að eiga möguleika á sæti í umspili. Lesa meira
 

Vertu #fotboltavinur og þú gætir verið á leið á útileik með landsliðinu - 6.9.2014

KSÍ og bakhjarlar okkar er sannkallaðir fótboltavinir og við viljum að sem flestir verði vinir fótboltans. Við ætlum því að setja af stað skemmtilegan leik sem er þannig að allir þeir sem setja mynd á Instagram og merkja hana #fotboltavinir gætu unnið til glæsilegra verðlauna.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Tap gegn Norður Írum - 5.9.2014

Strákarnir í U19 töpuðu í dag gegn Norður Írum í seinni vináttulandsleik þjóðanna en leikið var í Belfast.  Leiknum í dag lauk með 3 - 1 sigri heimamanna eftir að þeir höfðu leitt, 1 - 0, í leikhléi.  Fyrri leiknum lauk með 2 - 2 jafntefli en þessi leikir eru undirbúningur hjá íslenska liðinu fyrir riðlakeppni EM en riðill Íslands verður leikinn í Króatíu í október.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sigurður Egill kemur í hópinn - 5.9.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum sem mætir Frökkum í lokaleik liðsins í undankeppni EM.  Sigurður Egill Lárusson, úr Val, kemur inn í hópinn.  Hólmbert Aron Friðjónsson verður í leikbanni í þessum leik og þá verður Jón Daði Böðvarsson í A landsliðshópnum sem undirbýr sig nú fyrir leik gegn Tyrkjum á þriðjudaginn. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Þrjár breytingar á byrjunarliði U19 karla gegn Norður-Írum - 5.9.2014

U19 landslið karla mætir Norður-Írum í vináttulandsleik í dag, föstudag.  Leikið er í Belfast og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Þetta er annar leikur þessara liða, sem mættust á miðvikudag, og lauk þeim leik með 2-2 jafntefli.  Byrjunarlið Íslands í dag hefur verið opinberað og eru þrjár breytingar gerðar milli leikja. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Tyrkland : Miðar fyrir handhafa KSÍ-skírteina - 5.9.2014

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM, föstudaginn 5. september kl. 10:00 til kl. 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 

U21 karla - Glæsilegur sigur á Armenum - 3.9.2014

Strákarnir í U21 unnu í dag glæsilegan sigur á Armenum í riðlakeppni EM U21 en leikið var á Fylkisvelli. Lokatölur urðu 4 - 0 fyrir Ísland og leiddu íslensku strákarnir með einu marki í leikhléi.  Lokaleikur Íslands í riðlinum er gegn Frökkum ytra, mánudaginn 8. september Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla gerði 2-2 jafntefli við Norður-Írland - 3.9.2014

U19 landslið karla mætti Norður-Írum í vináttuleik í Belfast í dag, miðvikudag.  Íslenska liðið náði tveggja marka forystu, en heimamenn náðu að jafna 2-2, og urðu það lokatölurnar.  Þetta var fyrri leikur þjóðanna en sá seinni fer fram á föstudag. Lesa meira
 

Byrjunarlið U21 karla gegn Armeníu - 3.9.2014

U21 landslið karla mætir Armeníu á Fylkisvelli í dag, miðvikudag, kl. 16:30.  Leikurinn er liður í undankeppni EM 2015 og með sigri í leiknum á Ísland enn möguleika á umspilssæti.  Smellið hér að neðan til að skoða byrjunarlið Íslands og varamenn.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Hópurinn sem mætir Ísrael og Serbíu - 3.9.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn fyrir leiki gegn Ísrael og Serbíu í undankeppni HM 2015.  Þetta eru síðustu leikir Íslands í þessari undankeppni og fara fram á Laugardalsvelli, 13. og 17. september.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir vináttulandsleik Svíþjóðar og Eistlands - 3.9.2014

Kristinn Jakobsson verður við stjórnvölinn á vináttulandsleik Svíþjóðar og Eistlands sem fram fer á Friends Arena í Solna, fimmtudaginn 4. september.  Kristni til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Undankeppni EM 2016 hefst í næstu viku - 3.9.2014

Í næstu viku hefst undankeppni EM 2016 og um leið er kynnt nýtt fyrirkomulag til sögunnar sem kallað er "Week of Football".  Núna í vikunni eru fjölmargir vináttulandsleikir á dagskránni, m.a. hjá andstæðingum Íslands í undankeppninni.

Lesa meira
 

Tíu landsleikir framundan í september - 3.9.2014

Það verður nóg að gera á vígstöðvum landsliða okkar í mánuðinum en núna í september verða 10 landsleikir á dagskránni hjá fimm landsliðum okkar.  Fyrstu landsleikirnir fara fram í dag, miðvikudaginn 3. september, þegar U21 og U19 karla leika. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Norður Írum - 3.9.2014

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Norður Írum í vináttulandsleik í dag kl. 13:00.  Þetta er fyrri leikur þjóðanna en sá seinni fer fram föstudaginn 5. september. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Hópurinn sem leikur í Litháen - 2.9.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM í september en riðill Íslands er leikinn í Litháen.  Ísland leikur þar gegn heimastúlkum, Króatíu og Spáni og er fyrsti leikurinn gegn Litháen, laugardaginn 13. september. Lesa meira
 

Seinni leikir 8 liða úrslita 4. deildar karla í kvöld - 2.9.2014

Nú þegar september mánuður er genginn í garð þá fara línur að skýrast í ýmsum deildum í knattspyrnunni hér heima.  Úrslitakeppnin í 4. deild karla er hafin og eru seinni leikir 8 liða úrslita á dagskrá í kvöld og má búast við hörkuleikjum.  Undanúrslitin hefjast svo á laugardaginn og er leikið þar heima og heiman. Lesa meira
 

U21 karla - Leikið við Armena miðvikudaginn 3. september - 1.9.2014

Strákarnir í U21 verða í eldlínunni á miðvikudaginn þegar þeir taka á móti Armenum á Fylkisvelli og hefst leikurinn kl. 16:30. Aðgangseyrir er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri. Liðið heldur svo til Frakklands að leik lokum en leikið verður gegn heimamönnum, mánudaginn 8. september.

Lesa meira
 

Tyrkir tilkynna hópinn fyrir leiki gegn Danmörku og Íslandi - 1.9.2014

Tyrkir hafa tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir tvo landsleiki 3. og 9. september.  Tyrkir leika vináttulandsleik gegn Dönum 3. september en mæta svo Íslendingum hér á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 18:45 í undankeppni EM og er það fyrsti leikur þjóðanna í þeirri keppni.

Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Aðsóknarmetið á bikarúrslitaleik kvenna slegið - 30.8.2014

Aðsóknarmetið á úrslitaleik bikarkeppni kvenna var slegið annað árið í röð þegar Selfoss og Stjarnan mættust í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli.  Áhorfendur voru 2.011 talsins, en fyrra metið var 1.605, þegar Breiðablik og Þór/KA mættust í úrslitaleik síðasta árs. Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Þrenna frá Hörpu tryggði Stjörnusigur - 30.8.2014

Stjarnan fagnaði bikarmeistaratitli eftir 4-0 sigur á Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna, sem fram fór á Laugardalsvellinum í dag.  Harpa Þorsteinsdóttir gerði þrennu í leiknum Kristrún Kristjánsdóttir lagði upp tvö mörk.

Lesa meira
 
11.-supufundur

Súpufundur um vanmat í íþróttum - 29.8.2014

Mánudaginn 8. september klukkan 12.10-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er vanmat í íþróttum. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesari er Hreiðar Haraldsson sem nýverið lauk meistaraprófi í íþróttasálfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð. Lesa meira
 

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst á laugardaginn - 29.8.2014

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst nú á laugardaginn en þá fara fram fyrri leikirnir í 8 liða úrslitum.  Riðlakeppni 1. deildar kvenna lýkur einnig um helgina en þar er ljóst hvaða félög leika í úrslitakeppninni sem hefst laugardaginn 6. september. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

A karla - Hópurinn sem mætir Tyrkjum - 29.8.2014

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson  og Lars Lagerbäck, hafa valið hópinn sem mætir Tyrkjum í í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2016.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september, og hefst kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is

Lesa meira
 
Grindavík

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Úrskurður aganefndar staðfestur - 29.8.2014

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð Aga- og úrskurðarnefndar varðandi leikbann leikmanns 2. flokks Grindavíkur vegna atviks í leik hjá liðinu þann 19. ágúst siðastliðinn. Lesa meira
 
Laugardalsvollur-ur-flodljosum

Borgunarbikar kvenna - Miðasala í fullum gangi - 29.8.2014

Miðasala á úrslitaleik Borgunarbikars kvenna er nú í fullum gangi og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til þess að fá sér miða í tíma og einnig er minnt á að miðasala fer fram á Laugardalsvelli á leikdegi og hefst þá kl. 12:00 á hádegi.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Rafræn leikskrá fyrir úrslitaleikinn - 29.8.2014

Gefin hefur verið út rafræn leikskrá fyrir úrslitaleikinn í Borgunarbikar kvenna en þar mætast Selfoss og Stjarnan á Laugardalsvelli, laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00.  Búast má við hörkuleik en í leikskránni má finna ýmsan fróðleik hvað varðar leikinn og liðin sem þar mætast. Lesa meira
 
Fagnað eftir mark Torfa Tímóteusar Gunnarssonar gegn Grænhöfðaeyjum

U15 karla - Brons hjá Íslandi á Ólympíuleikum ungmenna - 27.8.2014

Strákarnir í U15 unnu í dag til bronsverðlauna á Ólympíuleikjum ungmenna sem fram fóru í Nanjing í Kína.  Leikið var gegn Grænhöfðaeyjum í dag og lauk leiknum með 4 - 0 sigri Íslands en staðan var 2 - 0 í leikhléi.

Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

U21 karla - Hópurinn sem mætir Armenum og Frökkum - 27.8.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Armenum og Frökkum í lokaleikjum riðlakeppni EM hjá U21 karla.  Leikið verður gegn Armenum á Fylkisvelli, miðvikudaginn 3. september og gegn Frökkum í Auxerre, föstudaginn 8, september.

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Byrjunarliðið gegn Grænhöfðaeyjum - 27.8.2014

Strákarnir í U15 mæta Grænhöfðaeyjum í leik um þriðja sætið á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína.  Leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma og hefur Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15, tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Norðurlandi - 26.8.2014

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Dalvík föstudaginn 29. ágúst.  Þorlákur Árnason mun ásamt Þóru B. Helgadóttir vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum frá félögum á Norðurlandi.  Æfingarnar verða á Dalvíkurvelli. Lesa meira
 
Háttvísidagar FIFA

Háttvísidagar FIFA 2014 - 26.8.2014

FIFA stendur fyrir sérstökum háttvísidögum 1. til 9. september næstkomandi. Minnt verður á háttvísidaga FIFA hér á Íslandi í tengslum við A landsleik karla gegn Tyrklandi þann 9. september og leik U21 karla þann 3. september, þegar Ísland mætir Armeníu á Fylkisvelli. Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Miðasala hafin á úrslitaleikinn - 26.8.2014

Miðasala er nú hafin á einn af stærstu leikjum ársins, úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna en hann fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00.  Þarna mætast Selfoss og Stjarnan og má búast við hörkuleik og mikilli spennu. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn sem mætir Norður Írum - 25.8.2014

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 18 leikmenn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Norður Írum sem fram fara 3. og 5. september.  Þessir leikir eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM en riðill Íslands verður leikinn í Króatíu í október. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Vestmannaeyjum - 25.8.2014

Hæfikleikamótun KSÍ og N1 verður í Vestmanneyjum miðvikudag og fimmtudag, 27. - 28. ágúst.  Þorlákur Árnason og Þóra B. Helgadóttir verða með æfingar fyrir 4. flokk drengja og stúlkna.  Að auki mun Þóra vera með markvarðaæfingu fyrir 15 - 19 ára á miðvikudagskvöldinu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Kóreu á Ólympíuleikjum ungmenna í Nanjing

U15 karla - Ísland leikur um þriðja sætið í Nanjing - 25.8.2014

Strákarnir í U15 stóðu í ströngu í gær þegar þeir mættu Suður Kóreu í undanúrslitum á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína.  Jafnt var eftir venjulega leiktíma, 1 - 1, en Suður Kórea hafði betur eftir vítaspyrnukeppni, 1 - 3. Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Byrjunarliðið gegn Suður Kóreu - 24.8.2014

Strákarnir í U15 verða í eldlínunni í dag þegar þeir mæta Suður Kóreu á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína.  Leikurinn hefst kl. 12:45 að íslenskum tíma og hefur Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Dómari frá Wales á leik ÍBV og Þórs - 24.8.2014

Það verður dómari frá Wales sem verður við stjórnvölinn á leik ÍBV og Þórs í Pepsi-deild karla í dag.  Hann heitir Ryan Stewart en þetta er liður í samstarfi knattspyrnusambanda Íslands og Wales um dómaraskipti.  Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag, sunnudaginn 24. ágúst, og hefst kl. 17:00. Lesa meira
 

Stjarnan mætir rússnesku meisturunum - 22.8.2014

Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru í pottinum þegar dregið var í 32-liða úrslit í Meistaradeild kvenna í höfuðstöðvum UEFA í dag, föstudag.  Mótherjar Stjörnunnar, WFC Zvezda-2005, koma frá Rússlandi og er þetta þriðja árið í röð sem íslenskt lið mætir rússnesku liði í þessari umferð keppninnar. Lesa meira
 
Arna Sif ásamt Guðrúnu Ingu S'ivertsen úr stjórn KSÍ

Arna Sif lék sinn fyrsta A-landsleik - 22.8.2014

Arna Sif Ásgrímsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik þegar hún kom inn á sem varamaður í leik Íslands og Danmerkur í undankeppni HM 2015, þegar liðin mættust á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld.  Arna Sif er þó ekki nýliði þegar kemur að landsliðum almennt

Lesa meira
 

Flottir strákar á úrtökumótinu  - 22.8.2014

Úrtökumót drengja var haldið að Laugarvatni dagana 15.-17. ágúst og var þar saman kominn flottur hópur efnilegra stráka til æfinga, á sjöunda tug.  Umsjón með mótinu hafði Þorlákur Árnason þjálfari U17 landsliðs karla.

Lesa meira
 
Feðgarnir fyrir leikinn ásamt fyrirliðum liðanna (Mynd:  sunnlenska.is/Gissur Jónsson)

Fjölskyldutríó dæmdi leik í 4. deild karla - 22.8.2014

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað á Selfossi í vikunni að feðgar dæmdu leik Árborgar og Skínanda í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.  Sveinbjörn Másson, sem gegndi starfi aðstoðardómara, er faðir þeirra Karels Fannars og Adams Arnar. Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Leikbann stytt og sekt felld niður - 22.8.2014

Þann 21. ágúst tók áfrýjunardómstóll KSÍ fyrir mál Víkings Ólafsvík gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna úrskurðar nefndarinnar frá 12. ágúst um leikbann leikmanns félagsins og sektargreiðslu. Áfrýjunardómstóllinn féllst á kröfur Víkings. Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

Sárt tap gegn Dönum - 21.8.2014

Íslensku stelpurnar töpuðu gegn Dönum í undankeppni HM í kvöld en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 0 -1 eftir að staðan hafði verið markalaust í leikhléi.  Með þessu tapi eru möguleikar Íslands á að komast á HM úr sögunni.  Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Dönum - 21.8.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Dönum í undankeppni HM í kvöld á Laugardalsvelli.  Leikurinn, sem hefst kl. 19:30, er gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið og sigur gefur íslenska liðinu góða von um að komast í umspil fyrir úrslitakeppni HM 2015. Lesa meira
 

A karla – Miðasala á Ísland – Tyrkland hefst föstudaginn 22. ágúst - 21.8.2014

Ísland tekur á móti Tyrklandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst föstudaginn 22. ágúst kl. 12:00 á hádegi og fer, sem fyrr, fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Runa-Kristin

Rúna Kristín að störfum í undankeppni HM 2015 - 21.8.2014

Rúna Kristín Stefánsdóttir knattspyrnudómari er að störfum fyrir FIFA í kvöld, miðvikudagskvöld.  Hún er aðstoðardómari á viðureign Rúmeníu og Makedóníu í undankeppni HM 2015, en liðin eigast við í Búkarest í Rúmeníu.

Lesa meira
 
ÍR

ÍR auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri flokka karla og kvenna - 21.8.2014

Knattspyrnudeild ÍR leitar að einstaklingi sem vill slást í hóp metnaðarfullra þjálfara sem nú þegar starfa hjá deildinni.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun september, þegar knattspyrnuæfingar hefjast aftur hjá deildinni. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Sala á mótsmiðum lýkur fimmtudaginn 21. ágúst - 21.8.2014

Sala mótsmiða á undankeppni EM 2016 hefur gengið afar vel en henni lýkur á hádegi í dag, fimmtudaginn 21. ágúst.  Það er því síðustu forvöð að tryggja sér sitt sæti en mótsmiði gildir á alla fimm heimaleiki Íslands í keppninni. 

Lesa meira
 
Æft í Vefle

Ísland - Danmörk kl. 19:30 í kvöld - 21.8.2014

Ísland tekur á móti Dönum í kvöld í undankeppni HM 2015 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli kl. 19:30.  Mikilvægi leiksins er mikið fyrir báðar þjóðir en þær berjast um annað sæti í riðlinum sem getur gefið sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina í Kanada. Lesa meira
 

Stjörnubjart í Laugardalnum - 21.8.2014

Stjarnan beið lægri hlut gegn Internazionale í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA, þegar liðin mættust undir björtum flóðljósunum á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöld.  Lokatölurnar urðu 0-3 Inter í vil, en Stjörnumenn og ekki síður stuðningsmenn þeirra geta borið höfuðið hátt. Lesa meira
 
Laugardalsvollur-ur-flodljosum

A kvenna - Fyrsti leikur Íslands og Danmerkur hér á landi - 20.8.2014

Ísland og Danmörk hafa mæst 8 sinnum hjá A landsliðum kvenna og hafa allir þeir leikir farið fram á erlendri grundu.  Leikurinn á fimmtudaginn í undankeppni HM verður sá fyrsti sem fer fram hér á landi en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 19:30. Lesa meira
 
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

A kvenna - Miðasalan á Ísland - Danmörk í fullum gangi - 20.8.2014

A landslið kvenna mætir Danmörku í algjörum lykilleik í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli fimmtudaginn 21. ágúst næstkomandi.  Leikurinn hefst kl. 19:30 og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til að fjölmenna á völlinn og styðja stelpurnar okkar í þessu mikilvæga verkefni. Lesa meira
 
Forsíða leikskrá Ísland - Danmörk

Rafræn leikskrá fyrir leik Íslendinga og Dana - 20.8.2014

Eins og kunnugt er þá mæta Íslendingar og Danir í undankeppni HM kvenna á Laugardalsvelli á morgun, fimmtudaginn 21. ágúst.  Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir báðar þjóðir varðandi möguleika þeirra á því að komast í umspil fyrir úrslitakeppnina.  Hér að neðan má sjá rafræna leikskrá fyrir þennan mikilvæga leik en hann hefst kl. 19:30. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Um 3.500 miðar þegar seldir á alla heimaleikina í EM 2016 - 18.8.2014

Sala mótsmiða á undankeppni EM 2016 hefur gengið afar vel og hafa nú þegar um 500 mótsmiðar verið seldir.  Mótsmiði gildir á alla fimm heimaleiki Íslands í keppninni.  Opið verður fyrir sölu mótsmiða til hádegis á fimmtudag og lýkur henni þá.

Lesa meira
 

U15 karla - Tap gegn Perú - 18.8.2014

Ísland tapaði 2-1 gegn sterku liði Perú á Ólympíuleikum æskunnar sem fram fara í Kína. Perú komst í 2-0 í fyrri hálfleik en undir lok fyrri hálfleiks skoraði Torfi Gunnarsson mark fyrir Ísland.

Lesa meira
 

Afhending miða vegna A-passa á leik Stjörnunnar og Inter - 18.8.2014

Afhending aðgöngumiða til A, E, D -passahafa KSÍ á leik Stjörnunnar og Inter fer fram í Stjörnuheimilinu klukkan 16:00 -17:00 í dag mánudag. Vinsamlega athugið að miðar verða ekki afhentir á öðrum tíma en þessum.

Lesa meira
 

KR-ingar bikarmeistarar í 14. sinn - 16.8.2014

KR-ingar fögnuðu í dag sínum 14. bikarmeistaratitli eftir sigur á Keflvíkingum í úrslitaleik Borgunarbikars karla, sem fram fór á Laugardalsvellinum að viðstöddum tæplega 4.700 áhorfendum.  Sigurmarkið kom í uppbótartíma og var þar að verki Kjartan Henry Finnbogason.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Stór hópur leikmanna boðaður til æfinga U19 kvenna - 16.8.2014

Tæplega 30 leikmenn fæddir 1996 og 1997 hafa verið valdir til æfinga U19 landsliðs kvenna.  Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM, en Ísland leikur í riðli um miðjan september ásamt Spáni, Króatíu og Litháen.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur Víkings R. og FH í Pepsi-deild karla færður aftur um einn dag - 16.8.2014

Leikur Víkings R. og FH í Pepsi-deild karla verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport, og hefur leikurinn verið færður af sunnudeginum 24. ágýst og á mánudaginn 25. ágúst af þeim sökum. Lesa meira
 
Helgi Guðjónsson

Fimm marka sigur U15 í Kína - 15.8.2014

U15 landslið karla vann í dag stórsigur á Hondúras í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikum æskunnar, sem fram fara í Nanjing í Kína.  Lokatölur voru 5-0 fyrir Ísland. Næsti leikur Íslands er gegn Perú á mánudag, og loks mætast Perú og Hondúras fimmtudaginn 21. ágúst í lokaleik riðilsins. Lesa meira
 
Frá Nanjing í Kína

U15 karla mætir Hondúras í dag kl. 10:00 - 15.8.2014

U15 landslið karla hefur leik í dag á Ólympíuleikum æskunnar, sem fram fara í Nanjing í Kína.  Freyr Sverrisson er þjálfari liðsins og hefur hann tilkynnt byrjunarlið Íslands.  Mótherjinn er Hondúras og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Ólympíuleikvangurinn í Nanjing í Kína

Ólympíuleikar ungmenna settir í Nanjing 16. ágúst - 14.8.2014

Þann 16. ágúst verða Ólympíuleikar ungmenna settir í borginni Nanjing í Kína.  Ísland sendir keppendur í knattspyrnu drengja (U15) og í sundi á leikana, ásamt fylgdarmönnum, og er fjöldi keppenda 20 talsins. Lesa meira
 

KR og Keflavík mætast í úrslitaleiknum á laugardag - Rafræn leikskrá - 14.8.2014

Á laugardag kl. 16:00 fer fram úrslitaleikur Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli, þar sem mætast KR og Keflavík.  Miðasalan er þegar hafin á midi.is.  Smellið hér að neðan til að skoða ýmsar upplýsingar um leikinn.

Lesa meira
 

Stórleikur Stjörnunnar og Inter Milan! - 14.8.2014

Miðvikudaginn 20. ágúst kl. 21:00 fer fram sannkallaður stórleikur á Laugardalsvelli þegar mætast lið Stjörnunnar og lið Inter.  Um er að ræða fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.  Miðasalan á midi.is hefst kl. 10:00 á föstudag.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Nýir leiktímar fyrir frestaða leiki í Pepsi-deild karla - 13.8.2014

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið nýja leiktíma fyrir frestaða leiki úr 14. umferð Pepsi-deildar karla.  Um er að ræða leikina Víkingur R - Stjarnan og FH - KR.  Af þeim sökum breytist jafnframt leikurinn Stjarnan - Keflavík. Lesa meira
 

Tvö félög sektuð - 13.8.2014

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 12. ágúst síðastliðinn voru ÍBV og Víkingur Ólafsvík sektuð.  ÍBV var sektað vegna framkomu stuðningsmanna á leik gegn KR í Borgunarbikar karla og Víkingur Ól. vegna framkomu leikmanns eftir leik gegn Grindavík í 1. deild karla.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Landsliðshópurinn sem mætir Dönum 21. ágúst - 13.8.2014

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt 20 manna hóp fyrir leikinn mikilvæga við Dani þann 21. ágúst.  Með sigri í þeim leik á Ísland góða möguleika á sæti í umspili fyrir lokakeppni HM 2015, sem fram fer í Kanada næsta sumar. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Sækir undirbúningsnámskeið fyrir toppdómara UEFA - 13.8.2014

Kristinn Jakobsson sækir um þessar mundir sérstakt undirbúningsnámskeið fyrir toppdómara sem dæma alþjóðlega leiki.  Á námskeiðinu er sérstök áhersla lögð á undirbúning fyrir undankeppni EM karlalandsliða 2016 og svo riðlakeppni Meistaradeildar UEFA og Evrópudeildar UEFA. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Mótsmiðasalan opnuð að nýju - 13.8.2014

Opnað hefur verið að nýju fyrir mótsmiðasölu á leiki Íslands í undankeppni EM 2016 og fer salan fram á vefsíðunni midi.is sem fyrr.  Mótsmiðahafi hefur tryggt sér sama sæti á á Laugardalsvelli á öllum fimm heimaleikjum íslenska liðsins í undankeppninni.  Lesa meira
 
A landslið kvenna

Miðasala á Ísland-Danmörk hafin - 13.8.2014

A landslið kvenna mætir Danmörku í algjörum lykilleik í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli fimmtudaginn 21. ágúst næstkomandi.  Leikurinn hefst kl. 19:30 og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til að fjölmenna á völlinn og styðja stelpurnar okkar í þessu mikilvæga verkefni.

Lesa meira
 
Breiðablik

Úrskurður í máli Stjörnunnar gegn Breiðabliki - 12.8.2014

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Stjörnunnar gegn Breiðabliki vegna leik félaganna í bikarkeppni 2. flokks karla sem fram fór 19. júlí síðastliðinn. Kært var á grundvelli þess að um ólöglega skipað lið væri um að ræða. Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Gæðavottun leyfiskerfis KSÍ framlengd til 2015 - 11.8.2014

Í síðustu viku framkvæmdi fulltrúi SGS gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  SGS er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki sem framkvæmir árlegar úttektir á leyfiskerfum aðildarlanda UEFA og gildir hver vottun í eitt ár.  Gæðavottun á leyfiskerfi KSÍ hefur verið framlengt í eitt ár. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Sala mótsmiða fer vel af stað - 11.8.2014

Sala mótsmiða á alla heimaleiki Íslands í undankeppni EM 2016 hefur farið vel af stað og seldist m.a. upp í ódýrasta svæðið á stuttum tíma.  Miðasölunni hefur verið lokað um sinn og verður opnuð að nýju, þegar fleiri miðum hefur verið bætt í sölu.  

Lesa meira
 
hnatur-IMG_1932

Úrslitakeppni Hnátumóts KSÍ 2014 - 11.8.2014

Svæðisbundin úrslitakeppni í Hnátumóti KSÍ fer fram dagana 24.-28. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL.  Leikið verður á virkum degi SV-lands en í NL/AL riðli er leikið á Þórsvelli sunnudaginn 24. ágúst. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Úrslitakeppni Pollamóts KSÍ 2014 - 11.8.2014

Svæðisbundin úrslitakeppni í Pollamóti KSÍ fer fram dagana 16.-21. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL.  Leikið verður á virkum degi SV-lands en í NL/AL riðli er leikið á Fellavelli sunnudaginn 17. ágúst. Lesa meira
 
Hópurinn á úrtökumóti stúlkna 2014

Glæsilegur hópur á úrtökumóti stúlkna - 11.8.2014

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur var haldið að Laugarvatni dagana 8.-10. ágúst.  Hópurinn sem tók þátt var glæsilegur og greinilegt að þarna var samankominn hópur efnilegra knattspyrnustúlkna sem á vonandi eftir að láta mikið að sér kveðja í framtíðinni. Lesa meira
 

Úrtökumót drengja 15.-17. ágúst - 11.8.2014

Úrtökumót drengja (fæddir 1999) fer fram að Laugarvatni um næstu helgi.  Umsjón með mótinu hefur Þorlákur Árnason þjálfari U17 landsliðs karla.  Alls hafa 64 drengir frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tveimur leikjum Stjörnunnar í Pepsi-deild karla breytt - 11.8.2014

Tveimur leikjum Pepsi-deildar karla hefur verið breytt vegna þátttöku Stjörnunnar í Evrópudeild UEFA.  Um er að ræða leiki Stjörnunnar við Val og Breiðablik, sem fara áttu fram 18. og 25. ágúst, en verða nú 15. og 24. ágúst.   Lesa meira
 
Fram-bikarmeistari-2013---0774

Miðasala á úrslitaleik Borgunarbikars karla hafin - 11.8.2014

Opnað hefur verið fyrir miðasölu á úrslitaleik Borgunarbikars karla og fer miðasalan í gegnum vefinn midi.is.  Í úrslitaleiknum, sem fram fer á Laugardalsvelli laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00, mætast KR og Keflavík.

Lesa meira
 

Opnað fyrir mótsmiðasölu kl 12:00 í dag, mánudag! - 11.8.2014

Opnað verður fyrir mótsmiðasölu á leiki Íslands í undankeppni EM 2016 kl. 12:00 á hádegi í dag, mánudag.  Mótsmiðahafi hefur tryggt sér sama sæti á á Laugardalsvelli á öllum fimm heimaleikjum íslenska liðsins í undankeppninni.  Lesa meira
 

Mótsmiðar á alla heimaleiki Íslands í undankeppni EM 2016 - 8.8.2014

Í fyrsta sinn verður nú hægt að kaupa mótsmiða sem gildir á alla fimm heimaleiki Íslands í undankeppninni.  Mótsmiðahafi hefur tryggt sér sama sæti á öllum fimm heimaleikjum íslenska liðsins í undankeppninni.  Að auki fá mótsmiðahafar forkaupsrétt á aðgöngumiðum fyrir vináttuleiki A landsliðs karla. 

Lesa meira
 

Nýr landsliðsbúningur kynntur - 8.8.2014

Nýr landsliðsbúningur Íslands í knattspyrnu var kynntur til sögunnar með formlegum hætti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, föstudag.  Hönnun búningsins er íslensk og er innblásin af íslenska fánanum.  

Lesa meira
 

Vinna við ný flóðljós langt komin - 8.8.2014

Vinna við uppsetningu nýrra flóðljósa á Laugardalsvelli er langt komin og eru tæknimenn að leggja lokahönd á verkið þessa dagana.  Það er væntanlega ekki fyrir hvern sem er að vinna í þessari miklu hæð, en á myndavef KSÍ má sjá myndir teknar úr möstrunum og dæmi nú hver fyrir sig. Lesa meira
 
Dregið í Evrópudeild UEFA (Mynd:  uefa.com)

Stjarnan mætir Inter í umspili! - 8.8.2014

Dregið hefur verið í umspil fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA, en sem kunnugt er var Stjarnan í pottinum þegar drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss.  Mótherji Stjörnunnar í umspilinu er aldeilis ekki af verri endanum – ítalska liðið Internazionale frá Mílanó.  Lesa meira
 
Dagfinn Forná

Færeyskur dómari á toppslag í 2. deild karla - 8.8.2014

ÍR og Grótta mætast í toppslag í 2. deild karla í dag, föstudag.  Leikið er á Hertz-vellinum og hefst leikurinn kl. 19:00.  Dómarinn í leiknum heitir Dagfinn Forná og kemur hann frá Færeyjum. 

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Frækinn árangur í Evrópudeild UEFA - 8.8.2014

Stjörnumenn eru komnir í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli á útivelli gegn Lech Poznan í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppninnar.  FH-ingar eru hins vegar úr leik þrátt fyrir fínan leik og 2-1 sigur gegn sænska liðinu Elfsborg í Kaplakrika.

Lesa meira
 

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 16. ágúst - 7.8.2014

Í síðustu viku fóru fram undanúrslitaleikir Borgunarbikars karla og voru það lið KR og Keflavíkur sem tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum, sem fram fer á Laugardalsvellinum laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00 (bein útsending á Stöð 2 sport).

Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Ísafirði 11. ágúst - 7.8.2014

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður mánudaginn 11. ágúst  á Ísafirði.  Strákar æfa frá 09.45 - 11.00 og stelpur frá 11.00 - 12.15.  Þá verður markmannsæfing fyrir 15 ára og eldri kl. 12.15 og fyrir 10-12 ára kl.13.00 í umsjón Þóru B. Helgadóttur landsliðsmarkmanns. Lesa meira
 
Sjálfboðaliðar að störfum

Viltu taka þátt í skemmtilegu og gefandi verkefni? - 7.8.2014

Árið 2015 verður úrslitakeppni EM U17 kvenna haldin á Íslandi. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem KSÍ hefur tekið að sér og því leitar KSÍ eftir aðstoð sjálfboðaliða, sem munu koma til með að gegna lykilhlutverki í framkvæmd mótsins.  Viltu taka þátt í skemmtilegu og gefandi verkefni?

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Seinni leikir FH og Stjörnunnar í Evrópudeildinni á fimmtudag - 6.8.2014

Seinni leikir FH og Stjörnunnar í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA fara fram á fimmtudag.  FH mætir sænska liðinu Elfsborg í Kaplakrika og hefst leikurinn kl. 18:30, en Stjarnan leikur í Póllandi gegn Lech Poznan og hefst sá leikur kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
NM U17 karla 2014

U17 karla hafnaði í 7. sæti á Opna NM - 6.8.2014

U17 landslið karla hafnaði í 7. sæti á nýafstöðnu Opnu Norðurlandamóti, sem fram fór í Danmörku.  Íslenska liðið lék við Færeyjar um 7.-8. sætið og hafði þar 2-0 sigur með mörkum frá Erlingi Agnarssyni á 6. mínútu og Mána A. Hilmarssyni á 70. mínútu.   Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Fjarðabyggðarhöllinni 8. ágúst - 6.8.2014

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður föstudaginn 8.ágúst í Fjarðabyggðahöllinni á Reyðarfirði. Strákar æfa frá 10.00-11.15 og stelpur frá 11.15-12.30.  Þá verður markmannsæfing fyrir 15 ára og eldri kl.13.00 í umsjón Þóru B. Helgadóttur landsliðsmarkmanns. Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan leitar að yfirþjálfara yngri flokka - 6.8.2014

Stjarnan leitar að yfirþjálfara yngri flokka knattspyrnudeildar.  Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á öllu faglegu barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar í samráði við barna- og unglingaráð og framkvæmdastjóra. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Tveimur leikjum í 14. umferð frestað - 5.8.2014

Mótanefnd KSÍ hefur frestað tveimur leikjum í 14. umferð Pepsi-deildar karla sem fram áttu að fara á morgun, miðvikudaginn 6. ágúst. Leikjunum er frestað vegna þátttöku FH og Stjörnunnar í Evrópudeild UEFA

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands - KSÍ

Skrifstofa KSÍ lokar kl. 13:00 föstudaginn 1. ágúst - 1.8.2014

Skrifstofa KSÍ verður lokuð frá kl. 13:00, föstudaginn 1. ágúst, og opnar að nýju kl. 08:00, þriðjudaginn 5. ágúst.  Ef sérstök tilvik koma upp þá er hægt að nálgast upplýsingar um síma hjá starfsmönnum hér á síðunni undir "Um KSÍ" og "Starfsfólk".  Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Glæstur sigur Stjörnunnar - 1.8.2014

Stjarnan og FH voru í eldlínunni í gærkvöldi þegar þau léku fyrri leiki sína í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.  Stjarnan tók á móti Lech Poznan á heimavelli sínum í Garðabæ og vann frábæran sigur, 1 - 0.  FH lék gegn Elfsborg í Svíþjóð og höfðu Svíarnir betur, 4 - 1. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Markalaust jafntefli gegn Finnum - 1.8.2014

Strákarnir í U17 gerðu markalaust jafntefli gegn Finnum í lokaleik liðsins í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fram fer í Danmörku.  Ísland leikur því um sjöunda sætið gegn Færeyingum og fer sá leikur fram á laugardaginn. Lesa meira
 
Byrjunarliðið Íslands gegn Englandi á NM í Danmörku 2014

U17 karla - Leikið gegn Finnum í dag - 31.7.2014

Strákarnir í U17 leika í dag lokaleik sinn í riðlakeppni Norðurlandamótsins í Danmörku og hefst leikurinn kl .16:00.  Mótherjarnir eru Finnar en leikið verður í Kolding.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA í kvöld - Stjarnan heima, FH úti - 31.7.2014

Tvö íslensk félög verða í eldlínunni í kvöld þegar þau leika í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.  Stjarnan tekur á móti pólska liðinu Lech Poznan á Samsung vellinum í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 18:30.  FH leika gegn Elfsborg í Boras í Svíþjóð og hefst sá leikur kl. 16:00.  Þetta eru fyrri leikir beggja viðureigna.

Lesa meira
 
U15 karla eftir að hafa tryggt sér sæti í Nanjing

U15 karla - Æfingar og fundur hjá hópnum - 30.7.2014

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur boðað hóp á æfingar og kynningarfund fyrir Ólympíuleika ungmenna.  Hópurinn er boðaður á fjórar æfingar á næstu dögum sem og á kynningarfund fyrir leikmenn og foreldra.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Undanúrslitin framundan - 30.7.2014

Framundan eru undanúrslitaleikirnir í Borgunarbikar karla og er fyrri leikurinn í kvöld, miðvikudaginn 30. júlí en sá seinni á morgun.  Í kvöld kl. 19:15 taka Keflvíkingar á móti Víkingum en á morgun, fimmtudaginn 31. júlí kl. 18:00 taka Eyjamenn á móti KR.  Sigurvegarar leikjanna mætast svo í úrslitaleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. ágúst Lesa meira
 
Eden Hazard (mynd: KBVB)

A karla - Vináttulandsleikur gegn Belgum 12. nóvember - 30.7.2014

Knattspyrnusambönd Íslands og Belgíu hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Brussel miðvikudaginn 12. nóvember næstkomandi.  Þetta verður í níunda skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en Belgar hafa haft sigur í öll skiptin hingað til.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 karla - Naumt tap gegn Svíum - 30.7.2014

Strákarnir í U17 töpuðu gegn Svíum í öðrum leik þeirra á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku.  Eftir að markalaust hafði verið í leikhléi skoruðu Svíar eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggðu sér sigur. Lesa meira
 
FH

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Úrskurður aganefndar staðfestur - 29.7.2014

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð Aga- og úrskurðarnefndar varðandi leikbann leikmanns FH vegna atviks í leiks Breiðabliks og FH í Pepsi-deild karla sem fram fór 21. júlí síðastliðinn. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið sem mætir Svíum - 29.7.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í dag á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en þetta er annar leikur íslenska liðsins á mótinu, töpuðu gegn Englandi í fyrsta leik á meðan Svía lögðu Finna.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Rússlandi - 29.7.2014

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Dinamo Moskva frá Rússlandi og Hapoel Kiryat frá Ísrael í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Khimki í Rússlandi.  Kristni til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og varadómari verður Þóroddur Hjaltalín.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið Íslands gegn Englandi á NM í Danmörku 2014

U17 karla - Enskur sigur í fyrsta leiknum - 29.7.2014

Strákarnir í U17 hófu leik í gær á Norðurlandamótinu í Danmörku þegar þeir mættu Englendingum.  Enskir höfðu betur, 5 - 1, eftir að þeir höfðu leitt í leikhléi, 2 - 0.  Leikið verður gegn Svíum í dag kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U17 karla - Leikið gegn Englandi í dag - 28.7.2014

Strákarnir í U17 hefja í dag leik á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku og er fyrsti leikurinn gegn Englandi.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og hefur Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar fimmtudaginn 31. júlí - 25.7.2014

Fimmtudagurinn 31. júlí, er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, fimmtudaginn 31. júlí. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Fyrsta skiptið sem tvö íslensk félög vinna tvær viðureignir sama árið í Evrópukeppni - 25.7.2014

Góður árangur FH og Stjörnunnar í Evrópudeild UEFA hefur vakið verðskuldaða athygli en þetta er líka í fyrsta skiptið sem tvö íslensk félög vinna tvær viðureignir í Evrópukeppni sama árið. FH er svo fyrsta félagið til að ná þessum árangri tvisvar sinnum.

Lesa meira
 

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur á Laugarvatni 8. - 10. ágúst - 25.7.2014

Úrtökumót KSÍ árið 2014 fyrir stúlkur fæddar árið 1999 verður haldið á Laugarvatni, dagana 8. - 10. ágúst. Umsjón með mótinu hefur Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna og honum til aðstoðar er Mist Rúnarsdóttir. Félög leikmanna og leikmenn eru beðin um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar: Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Leikið í Garðabæ og Hafnarfirði í kvöld - 24.7.2014

Stjarnan og FH leika í kvöld seinni leiki sína í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA og leika þau bæði á heimavelli.  Stjarnan mætir Motherwell frá Skotlandi i Garðabænum og FH tekur á móti Neman Grodno frá Hvíta Rússlandi í Kaplakrika.  Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15 Lesa meira
 

EKKI TAPA ÞÉR! - 22.7.2014

KSÍ hefur sett á laggirnar samfélagslega verkefnið „Ekki tapa þér!“ sem miðar að því að vekja fólk til umhugsunar um hegðun áhorfenda á knattspyrnuleikjum.

Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Tromsö - 22.7.2014

Gunnar Jarl Jónsson mun á fimmtudaginn dæma leik Tromsö frá Noregi og Víkings frá Færeyjum í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA en leikið verður í Tromsö.  Gunnari til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Birkir Sigurðarson.  Varadómari verður Þorvaldur Árnason. Lesa meira
 
Rúnar Kristinsson með Steve McClaren

Rúnar Kristinsson útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu - 22.7.2014

Nú á dögunum bættist enn í hóp íslenskra þjálfara sem hlotið hafa UEFA Pro þjálfaragráðu frá erlendu knattspyrnusambandi þegar Rúnar Kristinsson lauk námi sínu hjá enska knattspyrnusambandinu. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR mætir Celtic í Edinborg - 22.7.2014

KR mætir Celtic í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA í kvöld og hefst leikurinn kl. 18:45.  Leikið verður á Murrayfield vellinum í Edinborg.  Celtic vann fyrri leikinn á KR vellinum, 0 - 1, en liðið sem hefur betur úr þessum viðureignum mætir annað hvort írska liðinu St. Patrick eða pólska liðinu Legia Varsjá í þriðju umferð. Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna - Harpa best í fyrri hlutanum - 21.7.2014

Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni var valin best leikmanna í fyrri hluta Pepsi-deildar kvenna en verðlaunin voru afhent í hádeginu í dag í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Fylkis, var valin besti þjálfarinn.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Jafnt í báðum leikjum kvöldsins - 17.7.2014

FH og Stjarnan léku í kvöld fyrri leiki sína í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA og voru þeir báðir á útivelli.  FH gerði jafntefli gegn Neman Grodno í Hvíta Rússlandi, 1 - 1 og Stjarnan gerði 2 - 2 jafntefli gegn Motherwell í Skotlandi.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópurinn sem leikur á Norðurlandamótinu - 17.7.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið  hópinn sem leikur á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku, dagana 28. júlí til 2. ágúst.  Ísland leikur í riðli með Finnum, Svíum og Englendingum og verður síðastnefnda þjóðin fyrstu mótherjarnir. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um 5 sæti - 17.7.2014

Íslenska karlalandsliðið fer upp um fimm sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Ísland er í 47. sæti listans en það eru nýkrýndir heimsmeistarar Þjóðverja sem tróna á toppi listans í fyrsta skiptið í um 20 ár. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Stjarnan leika ytra í kvöld - 17.7.2014

FH og Stjarnan verða í eldlínunni í kvöld þegar þau leika fyrri leiki sína í 2. umferð Evrópudeildar UEFA.  FH leikur í Grodno í Hvíta Rússlandi gegn Neman kl. 17:00 en Stjarnan mætir skoska liðinu Motherwell á Fir Park kl. 18:45 Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - Naumt tap hjá KR - 16.7.2014

Íslandsmeistarar KR töpuðu naumlega gegn skosku meisturunum í Celtic í fyrri leik liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA.  Skotarnir höfðu betur, 0 - 1 og kom sigurmarkið undir lok leiksins.  Seinni leikurinn fer fram í Edinborg, þriðjudaginn 22. júlí.

Lesa meira
 
Gylfi Már Sigurðsson 2013

Gylfi Már að störfum í Ungverjalandi - 16.7.2014

Gylfi Már Sigurðsson er nú í Ungverjalandi þar sem hann verður einn 8 aðstoðardómara sem verður við störf í úrslitakeppni EM U19 karla.  Keppnin stendur frá 19. júlí til 31. júlí en átta þjóðir berjast um titilinn.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR tekur á móti Celtic - 15.7.2014

KR tekur á móti skosku meisturunum í Celtic í kvöld á KR velli og hefst leikurinn kl. 19:00. Þetta er fyrri leikur félaganna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA en seinni leikurinn fer fram í Edinborg eftir rétta viku. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar þriðjudaginn 15. júlí - 14.7.2014

Þriðjudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.

Lesa meira
 
Runa-Kristin

Rúna Kristín að störfum á úrslitakeppni EM U19 kvenna - 11.7.2014

Úrslitakeppni EM U19 kvenna hefst í Noregi þriðjudaginn 15.júlí en þar etja átta þjóðir kappi um titilinn. Þótt íslenska liðið sé ekki á meðal þátttökuþjóða að þessu sinni er íslenskur fulltrúi í keppninni því Rúna Kristín Stefánsdóttir verður ein af átta aðstoðardómurum. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Stjarnan áfram - 11.7.2014

FH og Stjarnan tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA en seinni leikir fyrstu umferðar fóru fram í gærkvöldi.  Fram féll naumlega úr leik.  FH mætir Neman frá Hvíta Rússlandi í næstu umferð og fer fyrri leikurinn fram ytra 17. júlí. Stjarnan mætir Motherwell frá Skotlandi, einnig ytra þann 17. júli Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Seinni leikir íslensku félaganna í dag - 10.7.2014

Íslensku félögin, FH, Fram og Stjarnan, verða í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í dag þegar þau leika seinni leiki sína í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar.  FH og Stjarnan unnu fyrri leiki sína á heimavelli en Fram mætir í seinni leikinn, einu marki undir. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

U17 kvenna - Naumt tap gegn Finnum - 9.7.2014

Stelpurnar í U17 biðu í dag lægri hlut gegn Finnum á Norðurlandamótinu sem lauk í Svíþjóð í dag.  Leiknum lauk með 2 - 3 sigri Finna eftir að íslensku stelpurnar höfðu leitt í leikhléi, 1 - 0.  Íslenska liðið hafnaði því í 8. sæti mótsins.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Enskir dómarar að störfum hér á landi - 9.7.2014

Ensku dómararnir, Daniel Cook og Lee Swabey, verða að störfum hér á landi á næstu dögum en þeir eru hér sem hluti af verkefni knattspyrnusambanda Íslands og Englands um dómaraskipti.  Þeir munu dæma leiki í 1. deild karla sem og verða aðstoðardómarar á leik í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

U17 kvenna - Leikið gegn Finnum um 7. sætið í dag - 9.7.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Finnum í leik um 7. sætið á Norðurlandamótinu sem lýkur í Svíþjóð í dag.  Leikurinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með helstu atriðum hans á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - ÍBV fær KR í heimsókn - 8.7.2014

Í dag var dregið í undanúrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Keflavík tekur á móti Víkingi og ÍBV fær KR í heimsókn.  Leikirnir fara fram 30. og 31. júlí en úrslitaleikurinn fer svo fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. ágúst.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir á Norður Írlandi - 8.7.2014

Þóroddur Hjaltalín dæmir í kvöld, þriðjudaginn 8. júlí,  leik Linfield frá Norður Írlandi og B36 frá Færeyjum í forkeppni Evrópudeildar UEFA en leikið verður í Lurgan á Norður Írlandi.  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Áskell Þór Gíslason og varadómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 föstudaginn 11. júlí - 8.7.2014

Hæfileikamótun KSÍ  og N1 verður á höfuðborgarsvæðinu (Kraganum), föstudaginn 11. júlí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingar hjá bæði stelpum og strákum.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Stórt tap gegn Hollandi - 7.7.2014

Íslenska U17 ára landslið kvenna mátti sætta sig við 6-0 tap gegn Hollandi í  dag. Það er skemmst frá því að segja að íslenska liðið náði sér aldrei á strik í leiknum en Holland leiddi 3-0 í hálfleik. 

Lesa meira
 

Leik BÍ/Bolungarvíkur og Víkings R. seinkað til mánudags - 5.7.2014

Viðureign BÍ/Bolungarvíkur og Víkings R. í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla, sem fara átti fram á sunnudag, hefur verið breytt.  Leikurinn fer nú fram á Torfnesvelli á Ísafirði á mánudag.  Dregið verður í undanúrslit í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu á þriðjudag. Lesa meira
 
Bríet Bragadóttir

Bríet og Jovana dæma á Opna NM U17 kvenna í Svíþjóð - 5.7.2014

Norðurlandamót U17 landsliða kvenna fer fram í Svíþjóð dagana 4.-9. júlí.  Íslenska U17 landsliðið spilar auðvitað þar, en það eru ekki eingöngu íslenskir leikmenn sem taka þátt í NM í ár, heldur munu þær Bríet Bragadóttir og Jovana Cosic starfa við dómgæslu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Englandi

Enskur 3-1 sigur á NM U17 kvenna - 5.7.2014

U17 landslið kvenna tapaði í dag, laugardag, öðrum leik sínum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Bohuslän í Svíþjóð.  Mótherjinn var lið Englands, sem vann 3-1 sigur á íslenska liðinu, þrátt fyrir fína frammistöðu stelpnanna okkar. Lesa meira
 
U17 kvenna á NM

Nokkrar breytingar á byrjunarliði U17 kvenna milli leikja - 5.7.2014

Ísland leikur í dag, laugardag, annan leik sinn á Opna Norðurlandamóti U17 kvenna, sem fram fer í Svíþjóð dagana 4.-9. júlí.  Mótherji dagsins er England og hefur Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins gert nokkrar breytingar á byrjunarliði Íslands milli leikja. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Svíþjóð á NM 2014

Þriggja marka tap gegn heimastúlkum - 4.7.2014

U17 landslið kvenna tapaði fyrsta leik sínum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Bohuslän í Svíþjóð dagana 4.-9. júlí.  Mótherjinn var lið gestgjafanna, Svíþjóðar, sem vann verðskuldaðan 3-0 sigur.  Næst leikur Ísland á laugardag og mætir þá Englandi kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Tveir sigrar og sjö mörk - 4.7.2014

Þrjú íslensk lið voru í eldlínunni í Evrópudeild UEFA á sama tíma á fimmtudagskvöldið og öll léku þau á heimavelli.  Í Laugardalnum biðu Framarar lægri hlut gegn eistneska liðinu JK Nomme Kaiju, Stjarnan vann 4-0 sigur á Bangor frá Wales, og FH-ingar lögðu Norður-írska liðið Glenavon3-0.

Lesa meira
 
U17 kvenna í Belfast

U17 kvenna hefur leik á NM í Svíþjóð í dag - 4.7.2014

U17 landslið kvenna hefur keppni á NM í dag, en leikið er í Bohus-léni í Svíþjóð.  Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í fyrsta leik, sem er gegn Svíum og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Uppfært:  Leikið í 8-liða úrslitum á sunnudag og mánudag - 4.7.2014

Uppfært:  Á sunnudag og mánudag verður leikið í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla.  Tveir leikir fara fram á sunnudag - á Laugardalsvelli og á Kópavogsvelli - og tveir á mánudag - á Valbjarnarvelli og á Torfnesvelli á Ísafirði.  Dregið verður í undanúrslit þriðjudaginn 8. júlí. Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Hópurinn sem fer á Ólympíuleika ungmenna í Kína - 3.7.2014

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið 18 leikmenn sem taka munu þátt í knattspyrnukeppni Ólympíuleika ungmenna dagana 15. - 29. ágúst. Leikarnir fara fram í Nanjing í Kína. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Bikarúrslitaráðstefna laugardaginn 16. ágúst 2014 - 3.7.2014

Í tengslum við úrslitaleikinn í Borgunarbikarkeppni karla mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu. Úrslitaleikurinn fer fram laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00. Ráðstefnan hefst kl. 9:00 og er öllum opin en hún fer fram í Laugardalnum.
Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

18 dómarar og eftirlitsmenn á vegum UEFA á leikjum kvöldsins - 3.7.2014

Eins og kunnugt er leika þrjú íslensk félög heimaleiki sína í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. FH, Fram og Stjarnan verða öll í eldlínunni á sínum heimavöllum kl. 19:15.  Alls eru 18 dómarar og eftirlitsmenn á vegum UEFA á þessum leikjum. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Íslensku félögin öll á heimavelli í kvöld - 3.7.2014

Þrjú íslensk félög verða í eldlinunni í kvöld þegar þau leika fyrri leiki sína í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA. Félögin leika öll fyrri leikina á sínum heimavelli og eru því þrír Evrópuleikir á höfuðborgarsvæðinu í kvöld sem hefjast allir kl. 19:15. Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í San Marínó - 2.7.2014

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Folgore frá San Marínó gegn Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA.  Leikið verður í Serravalle í San Marínó, fimmtudaginn 3. júlí.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson og varadómari verður Ívar Orri Kristjánsson. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Reykjavík miðvikudaginn 9. júlí - 2.7.2014

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður í Reykjavík miðvikudaginn 9.júlí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingar fyrir stelpur og stráka frá reykvískum félögum.  Æfingarnar verða á gervigrasvelli Þróttar í Laugardal.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Fyrirmyndir barnanna - 2.7.2014

Yngstu iðkendurnir, börnin, eru framtíð íþróttarinnar okkar.  Við verðum að sýna börnunum okkar að þau gildi sem við metum mikils í knattspyrnu – agi, virðing, samstaða, liðsheild og háttvísi eiga líka við í hinu daglega lífi í okkar samfélagi. 

Lesa meira
 

Vel heppnaður vináttuleikur Balkan-Ísland - 1.7.2014

Síðastliðinn föstudag fór fram vináttuleikur á vegum Rauða kross Íslands í samstarfi við átakið Hjálpum Serbíu, þar sem mættust leikmenn af Balkanskaganum sem hafa leikið með íslenskum félagsliðum og íslenskar kempur.  Allur ágóði af miðasölunni rennur beint til styrktar fórnarlömbum flóða á Balkanskaga Lesa meira
 
Stjarnan

Handhafar KSÍ-skírteina sem ætla á Evrópuleik Stjörnunnar - 1.7.2014

Þeir handhafar KSÍ-skírteina sem ætla á leik Stjörnunnar og Bangor frá Wales í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag þurfa að sækja miða til félagsins í dag, þriðjudag, milli kl. 12:00 og 18:00. 

Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U17 karla - 33 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar 11. og 12. júlí - 30.6.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 33 leikmenn fyrir úrtaksæfingar sem fram fara á grasvellinum við Kórinn dagana 11. og 12. júlí.  Listi yfir þá leikmenn sem valdir hafa verið má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Bikarmeistararnir fá Íslandsmeistarana í heimsókn - 30.6.2014

Bikarmeistarar Breiðabliks taka á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna en þetta varð ljóst þegar dregið var hádeginu í dag.  Í hinum undanúrslitaleiknum tekur Fylkir á móti Selfossi og því ljóst að nýtt félag mun leika til úrslita í ár því hvorugt þessara félaga hefur komist í úrslitaleikinn áður.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Dregið í undanúrslitin í dag - 30.6.2014

Í hádeginu í dag verður dregið í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna og fer athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Fjögur félög eru eftir í pottinum og koma þau öll úr Pepsi-deildinni, Breiðablik, Fylkir, Selfoss og Stjarnan.  Blikar eru núverandi handhafar þessa titils og hafa því möguleika á því að verja titilinn. Lesa meira
 

Fylkir-Fram færður aftur um einn dag - 30.6.2014

Breyting hefur verið gerð á viðureign Fylkis og Fram í Pepsi-deild karla.  Leikurinn var upphaflega settur á sunnudaginn 13. júlí, en hefur nú verið færður aftur um einn dag, til mánudagsins 14. júlí.

Lesa meira
 

Leikið í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna um helgina - 26.6.2014

Um helgina fara fram 8-liða úrslit í Borgunarbikar kvenna.  Tveir leikir eru á föstudag, Þróttur-Stjarnan og Fylkir-KR, og tveir á laugardag, Valur-Breiðablik og Selfoss-ÍBV.  Dregið verður í undanúrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu á mánudag.

Lesa meira
 

Ertu góð vítaskytta? - 25.6.2014

Í tilefni af Ólympíudeginum býður KSÍ félögum að koma og hitta landsliðsmarkmennina Gunnleif Gunnleifsson, Söndru Sigurðardóttur og Ögmund Kristinsson. Viðburðurinn verður á gervigrasvellinum í Laugardal mánudaginn 30. júní á milli kl. 10.00-11.30.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn fyrir Norðurlandamótið í Svíþjóð - 24.6.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð dagana 4. - 9. júlí. Ísland er í riðli með Hollandi, Englandi og Svíþjóð og er fyrsti leikurinn gegn heimastúlkum.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik ÍBV og FH í Pepsi-deild kvenna frestað til miðvikudags - 24.6.2014

Leik ÍBV og FH í Pepsi-deild kvenna, sem fara átti fram í dag, þriðjudag, hefur verið frestað til miðvikudags. Þá hefur leik Þróttar og Stjörnunnar í Borgunarbikar kvenna verið flýtt um einn dag og fer hann fram á föstudag. Lesa meira
 
Balkan vs Ísland

Balkan - Ísland á föstudag - 24.6.2014

Á föstudag mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ leikmenn af Balkanskaganum sem hafa leikið með íslenskum félagsliðum og íslenskar kempur í vináttuleik til styrktar fórnarlömbum flóða á Balkanskaga.  Allur ágóðinn rennur óskipt til hjálparstarfs á hamfarasvæðum í gegnum Rauða kross Íslands.

Lesa meira
 

Evrópudeild UEFA - FH mætir Glenavon frá Norður Írlandi - 23.6.2014

Dregið hefur verið í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA og voru þrjú íslensk félög í pottinum.  FH fær Glenavon frá Norður Írlandi í fyrstu umferð.  Fram mætir JK Nõmme Kalju frá Eistlandi og Stjarnan mætir Bangor frá Wales. 

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Dregið í undankeppni Evrópudeildar UEFA í dag - 23.6.2014

Dregið verður í undankeppni Evrópudeildar UEFA síðar í dag en þar eru þrjú íslensk félög í pottinum, Fram, Stjarnan og FH.  Hægt er að fylgjast með drættinum í í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA og hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

KR mætir Celtic í Meistaradeild UEFA - 23.6.2014

Íslandsmeistarar KR drógust gegn Celtic frá Skotlandi í Meistaradeild UEFA en dregið var rétt í þessu í höfuðstöðvum UEFA.  Fyrri leikurinn fer fram í Glasgow 15. eða 16. júlí en sá síðari fer fram viku síðar hér heima.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA kvenna - Ísland niður um eitt sæti - 20.6.2014

Íslenska kvennalandsliðið er í sautjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun.  Íslenska liðið fer niður um eitt sæti frá síðata lista en Bandaríkin eru sem fyrr í efsta sæti og Þjóðverjar koma þar á eftir. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Hornafirði - 20.6.2014

Þorlákur Árnason yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1 verður á Hornafirði, mánudaginn 23. júní.  Þorlákur verður með æfingar fyrir 4. flokk drengja frá 12:00 - 13:30 og svo fyrir 4. flokk stúlkna frá 16:30 - 18:00.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Víkingar á Vestfirði - 20.6.2014

Á föstudag var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Bikarmeistarar Fram fá Keflvíkinga í heimsókn í Laugardalinn en leikir 8 liða úrslita fara fram dagana 6. og 7. júlí.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Dregið í 8 liða úrslitum í hádeginu í dag - 20.6.2014

Í hádeginu í dag, föstudaginn 20. júní, verður dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Leikjum 16 liða úrslita lauk í gærkvöldi og þá varð endanlega ljóst hvaða félög verða í pottinum í dag.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Ívar Orri dæmir í Færeyjum - Finnskir og færeyskir dómarar dæma hér á landi - 20.6.2014

Eins og undanfarin ár standa norrænu knattspyrnusamböndin að dómaraskiptum þar sem efnilegum dómurum gefst kostur á því að dæma í öðrum löndum.  Ívar Orri Kristjánsson dæmir tvo leiki í Færeyjum og færeyskir og finnskir dómarar verða að störfum hér á landi á laugardaginn.

Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

A kvenna - Öruggur sigur í Laugardalnum - 19.6.2014

Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur í kvöld á Möltu með fimm mörkum gegn engu en leikurinn var í undankeppni fyrir HM í Kanada og fór fram á Laugardalsvelli.  Yfirburðir íslenska liðsins voru miklir frá upphafi til enda en forystan var þrjú mörk þegar flautað var til leikhlés.  Ísland er í öðru sæti riðilsins með 13 stig. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland mætir Möltu í kvöld - 19.6.2014

Stelpurnar okkar mæta Möltu í kvöld í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 18:00.  Íslenska liðið er í harðri baráttu um annað sætið í riðlinum og þar getur hvert stig og hvert mark skipt miklu máli.  Miðasala er í fullum gangi á heimasíðu midi.is og miðasala opnar á Laugardalsvelli kl. 16:30. Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir Ísland - Möltu - 19.6.2014

Út er komin rafræn leikskrá í tilefni af landsleiks Íslands og Möltu í undankeppni HM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í kvöld, fimmtudaginn 19. júní og hefst kl. 18:00.  Ýmislegt efni er í leikskránni m.a. viðtöl við Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða, Glódís Perlu Víggósdóttur og landsliðsþjálfarann Frey Alexandersson. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Ísland mætir Möltu - KSÍ skírteini gilda við innganginn - 18.6.2014

Handhafar A og DE skírteina geta framvísað þeim við innganginn fyrir leik Íslands og Möltu í undankeppni HM kvenna en leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. júní kl. 18:00.  Ekki þarf því að nálgast miða á skrifstofu KSÍ fyrir leikinn.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Spennandi leikir framundan í 16 liða úrslitum - 18.6.2014

Í kvöld, miðvikudagskvöld, og á morgun verður leikið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla en umferðin hófst í gær þegar BÍ/Bolungarvík tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum eftir sigur á ÍR eftir framlengdan leik.  Fjórir leikir eru á dagskránni í kvöld og þrír leikir eru á morgun.  Dregið verður í 8 liða úrslit á föstudag.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfing fer fram sunnudaginn 29. júní - 18.6.2014

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingu sem fram fer sunnudaginn 29. júní á Framvelli.  Freyr velur 30 leikmenn fyrir þessa æfingu en þetta er hluti af undirbúningi fyrir þátttöku Íslands á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í Kína í ágúst.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Úrtaksæfingar í Fífunni miðvikudaginn 18. júní - 16.6.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar sem fram fara í Fífunni, miðvikudaginn 18. júní.  Æfingarnar eru hluti af undirbúningi fyrir Norðurlandamót U17 kvenna sem fram fer í sumar. Lesa meira
 
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

A kvenna - Miðasala hafin á Ísland - Malta - 16.6.2014

Miðasala er hafin á leik Íslands og Möltu í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. júní kl. 18:00.  Íslenska liðið er í harðri baráttu um annað sætið í riðli sínum þegar fjórir leikir eru eftir hjá liðinu.  Allir þeir leikir eru á heimavelli og markar þessi leikur gegn Möltu upphafið af þessari heimaleikjahrinu. Lesa meira
 

A kvenna - Thelma og Sonný í landsliðshópinn - 16.6.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt breytingu á landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Möltu en Thelma Björk Einarsdóttir, Selfossi, kemur í hópinn í staðinn fyrir Mist Edvardsdóttur.

Lesa meira
 

1-1 jafntefli í Vejle - 15.6.2014

A landslið kvenna gerði í dag, sunnudag, 1-1 jafntefli við Dani í undankeppni HM 2015, en liðin mættust í Vejle í Danmörku.  Þetta var lykilleikur fyrir bæði lið og þó sigur hefði verið mun þýðingarmeiri fyrir íslenska liðið í baráttunni um sæti í umspili heldur liðið öðru sæti riðilsins.

Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

HM kvenna 2015:  Byrjunarlið Íslands gegn Dönum - 15.6.2014

A landslið kvenna mætir Dönum í lykilleik í undankeppni HM 2015 í dag, sunnudag.  Leikið er í Vejle í Danmörku og hefst leikurinn klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Smellið hér að neðan til að skoða byrjunarlið Íslands.  Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
Merki danska knattspyrnusambandsins

A kvenna - Danski hópurinn sem mætir Íslendingum - 12.6.2014

Danir hafa tilkynnt hópinn sem mætir Íslendingum í undankeppni HM í Vejle, sunnudaginn 15. júní kl. 11:00 að íslenskum tíma. Af 18 leikmönnum í danska hópnum koma 13 þeirra frá tveimur félagsliðum, meisturum Fortuna Hjorring og Brondby. Lesa meira
 
Æft í Vefle

A kvenna - Stelpurnar komnar til Vejle - 12.6.2014

Íslenska kvennalandsliðið kom til Vejle í gær en framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Dönum í undankeppni HM. Leikurinn fer fram sunnudaginn 15. júní og hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma. Liðið æfði í gær og heldur undirbúningur áfram fram að þessum mikilvæga leik. Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

Fylkismenn vígja stúku - 11.6.2014

Fylkismenn hafa staðið í stórræðum síðustu misseri og hefur risið hjá þeim ný og glæsileg stúka við Fylkisvöll.  Stúkan er Árbæingum mikil prýði og dugir ekkert minna en tveir vígsluleikir fyrir hana.  Í gærkvöldi var stúkan tekin í notkun þegar Fylkir tók á móti FH í Pepsi-deild kvenna og í kvöld verður annar vígsluleikur þegar Fylkir tekur á móti Breiðablik í Pepsi-deild karla. Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli drengja – Laugarvatn 16. – 20. júní 2014 - 10.6.2014

Knattspyrnuskóli karla 2014 fer fram að Laugarvatni 16. - 20. júní næstkomandi. Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 2000.  Hér að neðan má sjá dagskrá og lista yfir þátttakendur.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Valur fær bikarmeistara Breiðabliks í heimsókn - 10.6.2014

Í dag var dregið í 8 liða úrslit Borgunarbikars kvenna í dag og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Bikarmeistarar Breiðabliks fara á Hlíðarenda þar sem þær mæta Val.  Leikirnir fara fram dagana 27. - 28. júní. Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Dregið í 8 liða úrslit - 9.6.2014

Dregið verður í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna, þriðjudaginn 10. júní kl. 12:00 og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Leikirnir fara fram dagana 27. - 28. júní næstkomandi en sex Pepsi-deildar félög eru í potinnum ásamt tveimur 1. deildar félögum. Lesa meira
 
Æfing á Möltu

A kvenna - Hópurinn sem mætir Danmörku og Möltu - 6.6.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Dönum og Möltu í undankeppni HM.  Leikið verður gegn Dönum í Vejle, sunnudaginn 15. júní, en gegn Möltu á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. júní.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - 16 liða úrslit hefjast í kvöld - 6.6.2014

Keppni í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna hefst í kvöld og eru þá sjö leikir á dagskránni.  Síðasti leikur umferðarinnar er svo á morgun þegar Breiðablik tekur á móti Hetti.  Við hvetjum knattspyrnuáhugafólk til þess að fjölmenna á vellina og styðja sitt félag. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Tveggja marka tap á Skaganum - 5.6.2014

Svíar höfðu betur gegn Íslendingum í vináttulandsleik sem fram fór á Akranesi í kvöld.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Svía sem skoruðu mark í hvorum hálfleik.  Ellefu nýliðar voru í íslenska hópnum í þessum leik og komu þeir allir við sögu. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Leikið gegn Svíum á Akranesi í kvöld - 5.6.2014

Strákarnir í U21 leika í kvöld vináttulandsleik gegn Svíum og verður leikið á Norðurálsvellinum á Akranesi kl. 19:15.  Fróðlegt verður að fylgjast með íslenska liðinu í þessum leik en 11 nýliðar eru í hópnum fyrir þennan vináttulandsleik. Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 

Stígur Diljan vann flug með Icelandair fyrir skot í slánna - 5.6.2014

Stígur Diljan Þórðarson, 8 ára, var aldeilis heppinn á leik Íslands og Eistlands í gær en hann tók þátt í leik Icelandair þar sem reynt er að skjóta í slánna.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um 6 sæti - 5.6.2014

Á nýjum styrkleikalista karlalandsliða, sem birtur var í morgun, er Ísland í 52. sæti og fer upp um sex sæti frá síðasta lista.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans, Þjóðverjar koma þar næstir og Brasilía í þriðja sæti. Lesa meira
 

Eins marks sigur í Laugardalnum - 4.6.2014

Ísland bar sigurorð af Eistlandi í kvöld í vináttulandsleik sem fram fór á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 1 – 0 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Þetta var síðasti leikur Íslands fyrir undankeppni EM en fyrsti leikur þar verður gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli 9. september. Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Liechtenstein - 4.6.2014

Þóroddur Hjaltalín dæmir í dag, miðvikudaginn 4. júní,  leik Liechtenstein og Úkraínu í undankeppni EM hjá U21 karla en leikið verður í Eschen í Liechtenstein.  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Birkir Sigurðarson og varadómari er Gunnar Jarl Jónsson. Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Bílastæði í Laugardalnum - 4.6.2014

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn.  Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll.  Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

Ísland tekur á móti Eistlandi í kvöld - 4.6.2014

Ísland tekur á móti Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:15.  Þetta er síðasti heimaleikur Íslands áður en undankeppni EM 2016 hefst, en þar hefja íslensku strákarnir leik gegn Tyrkjum á heimavelli þann 9. september.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi á midi.is og þá verður miðasala á Laugardalsvelli frá kl. 16:00 í dag. Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi - 3.6.2014

A landslið karla mætir Eistlandi á miðvikudag í síðasta undirbúningsleiknum fyrir undankeppni EM 2016, sem hefst í haust með heimaleik á móti Tyrklandi.  Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt og má sjá það með því að smella hér að neðan.  Þetta er öflugt íslenskt landslið og verður spennandi að sjá marga af sterkustu leikmönnum Íslands sýna sínar bestu hliðar á Laugardalsvellinum.

Lesa meira
 
Leikskráin fyrir Ísland - Eistland

Rafræn leikskrá fyrir Ísland-Eistland - 3.6.2014

A landslið karla mætir Eistlandi í vináttuleik á Laugardalsvelli á miðvikudag kl. 19:15.  Þetta er síðasti undirbúningsleikur liðsins áður en undankeppni EM 2016 hefst í haust. Til fræðslu og skemmtunar er komin út vegleg rafræn leikskrá fyrir þennan leik.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sindri Snær í hópinn - 3.6.2014

Sindri Snær Magnússon úr Keflavík hefur verið kallaður inn í hópinn hjá U21 karla fyrir vináttulandsleikinn gegn Svíum.  Sindri Snær kemur í stað Andra Rafns Yeomans sem er meiddur.  Leikurinn við Svía fer fram á Norðurálsvellinum á Akranesi, fimmtudaginn 5. júní kl. 19:15.
Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni 9. – 13. júní 2014 - 3.6.2014

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 2000.  Hér að neðan má finna upplýsingar um skólann ásamt dagskrá vikunnar og lista yfir þátttakendur.

Lesa meira
 
Enar Jääger hefur leikið 103 leiki fyri Eistland

Lokahópur Eistlands fyrir leikinn á miðvikudag - 2.6.2014

Eistland hefur tilkynnt lokahóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi á Laugardalsvellinum á miðvikudag.  Leikmennirnir eru á mála hjá félögum víðs vegar um Evrópu og eru góð blanda ungra og efnilegra leikmanna annars vegar og svo reynslumikilla hins vegar.  

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Tyrkjum í markaleik - 2.6.2014

Strákarnir í U19 léku í dag lokaleik sinn í milliriðli EM en leikið var á Írlandi.  Mótherjarnir voru Tyrkir og höfðu þeir betur í miklum markaleik, 4 - 3, eftir að staðan hafði verið 2 - 2 í leikhléi.  Íslendingar biðu því lægri hlut í öllum þremur leikjunum. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Ísland mætir Tyrkjum - 2.6.2014

Strákarnir í U19 leika í dag lokaleik sinn í milliriðli EM en mótherjar dagsins eru Tyrkir.  Íslendingar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum og eiga því ekki möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.  Leikið er í Dublin og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A karla - Guðlaugur Victor í hópinn - 1.6.2014

Landsliðsþjálfarar A-landsliðs karla hafa kallað Guðlaug Victor Pálsson í hópinn sem mætir Eistlandi á miðvikudaginn. Guðlaugur bætist við hópinn en enginn dettur út í hans stað.

Lesa meira
 

A karla - Guðjón Baldvinsson tekur sæti Jóhanns Berg - 31.5.2014

Ein breyting hefur orðið á landsliði karla sem leikur við Eistland á miðvikudaginn. Jóhann Berg Guðmundsson leikur ekki með sökum meiðsla en Guðjón Baldvinsson tekur hans sæti. Jóhann Berg lék ekki með liðinu í Austurríki af sömu ástæðu.

Lesa meira
 

A karla - Jafntefli í Innsbrück - 30.5.2014

Íslendingar gerðu jafntefli gegn Austurríki í kvöld í vináttulandsleik sem leikinn var í Innsbrück.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að heimamenn höfðu leitt í leikhléi.  Framundan er annar vináttulandsleikur, gegn Eistlandi á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 4. júní kl. 19:15.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla – Stórt tap gegn Serbum - 30.5.2014

Strákarnir í U19 náðu sér engan veginn á strik í dag þegar leikið var gegn Serbum í milliriðli EM en leikið er í Dublin.  Lokatölur urðu 6 – 0 fyrir Serba sem leiddu með tveimur mörkum í leikhléi.

Íslenska liðið á því ekki lengur möguleika á efsta sæti riðilsins en liðið leikur lokaleik sinn í riðlinum, gegn Tyrkjum, á mánudaginn.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Eistland á miðvikudag: Miðar fyrir handhafa KSÍ-skírteina - 30.5.2014

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá aðgöngumiða á vináttulandsleik karlalandsliða Íslands og Eistlands  afhenta þriðjudaginn 3. júní frá kl. 10:00 til kl. 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Hannes Þ. Sigurðsson skýtur að marki Svía í Grindavík - 2004

U21 karla - Sænski hópurinn sem mætir Íslandi - 30.5.2014

Svíar hafa tilkynnt hópinn er mætir Íslendingum í vináttulandsleik hjá U21 karla, fimmtudaginn 5. júní kl. 19:15, á Norðurálsvellinum á Akranesi.  Svíar velja 20 leikmenn og koma flestir frá liðum í Svíþjóð en einnig eru leikmenn sem eru á mála hjá félögum eins og Arsenal, Benfica, Chelsea og Liverpool. Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Bikarmeistararnir mæta KV - 30.5.2014

Dregið var í dag í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla og var vettvangurinn höfuðstöðvar KSÍ.  Bikarmeistarar Fram sækja KV heim og mótherjar þeirra í úrslitunum í fyrra, Stjarnan, fá Þróttara í heimsókn.  Leikirnir fara fram 18. og 19. júní.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Serba í dag - 30.5.2014

Strákarnir í U19 leika í dag sinn annan leik í milliriðli EM en leikið er í Dublin á Írlandi.  Mótherjar dagsins eru Serbar og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 

Austurríki – Ísland í kvöld kl. 18:30 - 30.5.2014

A landslið karla mætir Austurríki í vináttulandsleik í Innsbrück í kvöld, föstudagskvöld.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma og fer fram á Tivoli Stadion.  Rúmlega 11 þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu.  Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ á Vesturlandi 3. júní - 30.5.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður í Borganesi þriðjudaginn 3.júní.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum á Vesturlandi.  Æfingar verða á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn sem mætir Svíum á Akranesi - 30.5.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn fyrir vináttulandsleik gegn Svíum sem fram fer á Akranesi, fimmtudaginn 5. júní kl. 19:15.  Alls eru 11 leikmenn í hópnum sem ekki hafa áður leikið U21 landsleik.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

KSÍ býður yngri flokkum og forráðamönnum á leik Íslands og Eistlands - 29.5.2014

KSÍ hefur ákveðið bjóða yngri flokkum og forráðamönnum flokka (3. flokkur og yngri)  allra aðildarfélaga miða á vináttulandsleik Íslands og Eistlands sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 4. júní og hefst kl. 19:15. Lesa meira
 

"Stuðningsmenn hafa meiri þýðingu en fólk getur ímyndað sér" - 29.5.2014

Austurríki og Ísland mætast í vináttuleik A landsliða karla í Innsbrück á föstudag.  Vefur KSÍ hitti landsliðsmiðverðina Ragnar Sigurðsson og Sölva Geir Ottesen á liðshótelinu í Austurríki og spjallaði við þá um komandi verkefni og fótboltann í Rússlandi.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Írum í fyrsta leik í milliriðli - 28.5.2014

Strákarnir í U19 töpuðu fyrsta leik sínum í milliriðli EM í kvöld en riðillinn er leikinn á Írlandi. Leikið var gegn heimamönnum sem höfðu betur, 2 - 1, eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. Næsti leikur Íslands er gegn Serbum á föstudaginn en þeir gerðu 1 - 1 jafntefli gegn Tyrkjum fyrr í dag. Lesa meira
 

Frá blaðamannafundi í Austurríki - 28.5.2014

Annar af þjálfurum A landsliðs karla, Lars Lagerbäck, og fyrirliði liðsins, Aron Einar Gunnarsson, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi sem haldinn var á Tivoli Stadion í Innsbrück í dag, miðvikudag.  Austurríki og Ísland mætast þar í vináttulandsleik á föstudag.
Lesa meira
 

Hvað mega vera margir varamenn skráðir á leikskýrslu? - 28.5.2014

Að gefnu tilefni skal áréttað að í keppni 11 manna liða skulu ekki vera fleiri en 5 varamenn og 5 í liðsstjórn skráðir á leikskýrslu. Undantekning á þessu er keppni í meistaraflokki þar sem varamenn mega vera allt að 7 og allt að 7 í liðsstjórn.  Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Bikarmeistararnir fá Hött í heimsókn - 28.5.2014

Í dag, miðvikudag, var dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Félögin 10 úr Pepsi-deildinni koma inn í keppnina núna ásamt þeim sex félögum sem komust í gegnum tvær fyrstu umferðirnar. Leikirnir fara fram 6. og 7. júní.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Íra í kvöld - 28.5.2014

Strákarnir í U19 hefja í kvöld leik í milliriðli fyrir EM en riðillinn er leikinn á Írlandi. Það eru einmitt heimamenn sem eru fyrstu mótherjarnir en leikurinn hefst á Tallaght Stadium í Dublin kl. 18:00 að íslenskum tíma. Hinn leikur riðilsins hefst kl. 15:00 en þar mætast Serbar og Tyrkir. Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Helgi Kolviðsson

Austurrískir fjölmiðlar ræða við Helga Kolviðsson - 28.5.2014

Nokkuð er fjallað um vináttulandsleik Austurríkis og Íslands í Austurrískum fjölmiðlum og rætt við leikmenn og þjálfara úr röðum heimamanna, en einnig er rætt við Helga Kolviðsson, sem þjálfað hefur Austria Lustenau við góðan orðstír. 

Lesa meira
 
Frá æfignu austurríska landsliðsins

Góður undirbúningur fyrir leikina við Svía - 28.5.2014

Í viðtali við austurríska fjölmiðla segjast Austurríkismenn nota vináttuleikinn við Ísland á föstudag til að undirbúa sig undir leikina við Svía í undankeppni EM 2016, en auk fyrrgreindra þjóða eru Rússar, Moldóvar, Svartfellingar og Liechtenstein-menn í G-riðli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Eistlands

Þrír leikir Eistlands fyrir leikinn við Ísland 4. júní - 26.5.2014

A landslið karla mætir Eistlandi í fyrsta og eina vináttulandsleik liðsins á Laugardalsvelli á árinu þann 4. júní næstkomandi.  Áður heldur liðið þó til Austurríkis þar sem leikið verður við heimamenn í Innsbrück.  Eistneska landsliðið hefur nóg að gera fram að leiknum í Reykjavík. 

Lesa meira
 
Merki austurríska knattspyrnusambandsins

Landsliðshópur Austurríkis - 26.5.2014

Knattspyrnusamband Austurríkis hefur tilkynnt landsliðshópinn fyrir vináttuleikinn við Ísland, en liðin mætast í Innsbrück föstudaginn 30. maí.  Marcel Koller, hinn svissneski þjálfari austurríska liðsins, hefur valið 24 manna hóp, og 9 að auki eru til vara utan hóps.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ á Suðurlandi 28. maí - 26.5.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður á Selfossi miðvikudaginn 28. maí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum á Suðurlandi.  Æfingar verða á Selfossvelli.

Lesa meira
 

Borgunarbikars-vika - 26.5.2014

Það er óhætt að segja að Borgunarbikarinn verði í öndvegi í vikunni.  Leikið verður í 32-liða úrslitum karla og 2. umferð kvenna á mánudag, þriðjudag og miðvikudag.  Auk þess fara fram tveir Borgunarbikarsdrættir, því dregið verður í 16-liða úrslit hjá konunum á miðvikudag og hjá körlunum á föstudag. Lesa meira
 

Fjallað um íslenska kvennaknattspyrnu á UEFA Study Group - 23.5.2014

Í vikunni fór fram UEFA fræðsluviðburður á Íslandi sem nefnist UEFA Study Group og er tilgangur verkefnisins að bjóða aðildarlöndum upp á tækifæri til að læra hvert af öðru, deila sínu vinnulagi og sínum hugmyndum með öðrum.  Viðburðurinn náði yfir þrjá daga og var mikil ánægja með framkvæmdina alla á meðal þátttakenda.

Lesa meira
 

Íslandsleikar Special Olympics eru á sunnudaginn - 23.5.2014

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða á KR velli, sunnudaginn 25. maí kl. 12.00 – 14.00 Keppt verður í 7 manna blönduðum liðum fatlaðra og ófatlaðra skv. reglum Unified football. Liðin eru skipuð 4 fötluðum og 3 ófötluðum.

Lesa meira
 
Frá blaðamannafundinum

A landsliðshópur karla gegn Austurríki og Eistlandi - 23.5.2014

A landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki á næstu vikum, fyrst gegn Austurríki í Innsbrück 30. maí og svo gegn Eistlandi á Laugardalsvellinum 4. júní.  Þjálfarar liðsins, þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt leikmannahópinn fyrir þessa tvo leiki.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur Þór og ÍBV færður fram um 2 klst - 22.5.2014

Breyting hefur verið gerð á leik Þórs og ÍBV í Pepsi-deild karla, sem fram fer þann 1. júní á Þórsvelli á Akureyri.  Upprunalegur leiktími var kl. 17:00, en leikurinn hefur nú verið færður fram um tvær klukkustundir og verður því kl. 15:00. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Þrjár breytingar á U19 landsliðshópnum - 22.5.2014

Gerðar hafa verið þrjár breytingar á leikmannahópi U19 karla, sem leikur í milliriðli EM á Írlandi um mánaðamótin.  Þrír leikmenn úr upprunalega hópnum verða ekki með og í þeirra stað hefur Kristinn R. Jónsson, þjálfari íslenska liðsins, valið þá Heiðar Ægisson úr Stjörnunni, Jón Ingason úr ÍBV og Sindra Björnsson úr Leikni R.

Lesa meira
 
Flóð á Balkanskaganum

Flóð á Balkanskaga - Leggjum söfnun Rauða krossins lið - 22.5.2014

Fyrir alla leiki í Pepsi-deild karla í kvöld mun iðkandi frá félagi heimaliðs ganga inn á völlinn með liðunum merktur Rauða krossinum.  Á Balkanskaga hafa mikil flóð verið að undanförnu og vegna sérstakra tengsla íslenskrar knattspyrnu við knattspyrnumenn frá Balkanskaga vilja félögin sýna þeim stuðning í verki með því að leggja söfnun Rauða krossins vegna flóðanna lið.

Lesa meira
 
Merki ÍBR

Reykjavík hafði sigur í knattspyrnu höfuðborga Norðurlandanna - 22.5.2014

Reykjavík fór með sigur í knattspyrnukeppni Grunnskólamóts höfuðborganna en mótið fór fram í Laugardal að þessu sinni.  Reykjavík lék sinn síðasta leik í dag og gerði þá jafntefli, 1 - 1, gegn Osló sem tryggði efsta sætið.

Lesa meira
 
Ldv_2011_Atburdir-145

Prúðmennskuverðlaun KSÍ og Borgunar fyrir opin mót 2014 - 21.5.2014

Minnt er á að þau félög sem halda opin mót í sumar fyrir yngri flokka geta pantað prúðmennskuverðlaun hjá KSÍ.  Hægt er að fá verðlaunaskjöld fyrir hvern aldursflokk sem er merktur KSÍ og Borgun - "Knattspyrna - leikur án fordóma".

Lesa meira
 
Merki FIFA

FIFA fagnar 110 ára afmæli - 21.5.2014

FIFA fagnar í dag, miðvikudaginn 21. maí, 110 ára afmæli.  Stofnfundurinn var haldinn að Rue St. Honore nr. 229 í París, þar sem saman voru komnir fulltrúar knattspyrnusambanda Frakklands, Belgíu, Danmerkur, Hollands, Spánar, Svíþjóðar og Sviss.   Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tímasetningu tveggja leikja í Pepsi-deild karla breytt - 21.5.2014

Tímasetningu tveggja leikja í Pepsi-deild karla hefur verið breytt þar sem báðir leikir verða í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport.  Um er að ræða leikina Breiðablik-Stjarnan 2. júní og Stjarnan-KR 11. júní. Lesa meira
 

Miðasala á Ísland-Eistland á midi.is - 20.5.2014

A landslið karla mætir Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli miðvikudaginn 4. júní kl. 19:15.  

Forsala á leikinn er í gangi og er minnt á að forsöluafsláttur er 500 krónur af fullu verði og enn fremur 50% afsláttur af fullu verði  fyrir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Yngstu iðkendurnir eru skemmtilegastir!

Frá ráðstefnu um fjölgun iðkenda í kvennaknattspyrnu - 20.5.2014

Í byrjun maí stóð KSÍ fyrir ráðstefnu þar sem fjallað var um mögulegar leiðir til að fjölga iðkendum í yngstu kvennaflokkunum.  Ýmis áhugaverð erindi voru flutt og er hægt að horfa á þau öll með því að smella hér að neðan.

Lesa meira
 
Fellavöllur í Fellabæ var vígður 11. janúar 2008

Hæfileikamótun KSÍ í Fljótsdalshéraði 24. maí - 20.5.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður í Fljótsdalshéraði laugardaginn 24. maí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum frá félögum á Austurlandi.  Æfingarnar verða á Fellavelli.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur Stjörnunnar og Vals kl. 19:15 á fimmtudag - 20.5.2014

Þar sem leikur Stjörnunnar og Vals í Pepsi-deild karla verður ekki í beinni útsendingu sjónvarps eins og áætlað var, hefur tímasetning leiksins verið færð í upprunalegt horf.  Leikurinn fer fram fimmtudaginn 22. maí eins og áætlað var, en hefst kl. 19:15. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Átján manna hópur U19 karla valinn - 19.5.2014

U19 landslið karla leikur í milliriðli fyrir EM og fer riðillinn fram á Írlandi dagana 26. maí til 3. júní.  Með Íslandi í milliriðlinum eru heimamenn, Serbar og Tyrkir.  Kristinn Rúnar Jónsson er þjálfari liðsins og hefur hann valið 18 manna leikmannahóp.  

Lesa meira
 
Leikskýrsla - Skjáskot

Leikskýrslur í yngri aldursflokkum sumarið 2014 - 19.5.2014

Nú þegar keppni í Íslandsmótum yngri aldursflokka er að fara af stað er gott að hafa í huga hverning skal fara með leikskýrslurnar.  Hér að neðan má finna upplýsingar um þetta en mikilvægt er að vanda til verks.

Lesa meira
 

Yfirlit félagaskipta - 19.5.2014

Á vef KSÍ eru birtar ýmsar upplýsingar um allt sem tengist knattspyrnunni og aðildarfélögum sambandsins.  Á meðal áhugaverðra upplýsinga eru félagaskipti, en eins og kunnugt er lokaði félagaskiptaglugginn þann 15. maí síðastliðinn.  Lesa meira
 

Ógrynni upplýsinga af ýmsu tagi - 19.5.2014

Á vef KSÍ er hægt að skoða ógrynni upplýsinga af ýmsu tagi.  Meðal annars er hægt að kalla fram yfirlitstöflu yfir alla leiki liðs á tilteknu ári, og sjá upplýsingar um leikmenn, skiptingar, mörk, fyrirliða, gul og rauð spjöld, o.s.frv. Lesa meira
 

Þremur leikjum í Pepsi-deild karla breytt - 19.5.2014

Breytingar hafa verið gerðar á þremur leikjum í Pepsi-deild karla.  Annars vegar er um að ræða færslu á leik Fram og Breiðabliks af Laugardalsvelli á Gervigrasvöllinn í Laugardal, og hins vegar víxlun á heimaleikjum í viðureignum Fylkis og Þórs.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ á Norðurlandi 23. maí - 19.5.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður á Akureyri föstudaginn 23. maí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum frá félögum á Norðurlandi.  Æfingarnar verða á KA-velli.

Lesa meira
 

Stórleikur KR og FH í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla - 15.5.2014

Dregið var í 32-liða úrslit Borgunarbikars karla í höfuðstöðvum KSÍ í dag, fimmtudag, að viðstöddu fjölmenni. Óhætt er að segja að framundan séu margir athyglisverðir leikir, en stórleikur umferðarinnar er klárlega viðureign KR og FH.

Lesa meira
 

Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti fimmtudaginn 15. maí - 14.5.2014

Fimmtudagurinn 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta en félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokks- eða samningsbundna leikmenn aftur fyrr en 15. júlí nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum.  Félagaskipti þurfa að berast, fullkláruð, á skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti en mælst er til þess að þau berist fyrir kl. 16:00, fimmtudaginn 15. maí, svo hægt sé að ganga úr skugga um að þau séu fullnægjandi.

Lesa meira
 
Ólympíuleikvangurinn í Nanjing í Kína

Ísland í riðli með Hondúras og Perú - 14.5.2014

Íslenskt drengjalandslið skipað leikmönnum fæddum 1999 og síðar leikur á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína í sumar.  Dregið hefur verið í riðla fyrir Ólympíuleikana og er Ísland í riðli með tveimur Ameríkuliðum – Hondúras og Perú. 

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Velkomin til leiks - 14.5.2014

Næstu 5 mánuði fara fram mörg þúsund leikir í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum landsins á vegum KSÍ þar sem um 20 þúsund iðkendur reyna með sér í Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ. Slíkt krefst skipulags og undirbúnings sem staðið hefur í allan vetur. Þetta er grunnurinn í starfsemi KSÍ og besti vitnisburðurinn um öflugt uppbyggingarstarf aðildarfélaga KSÍ.

Lesa meira
 

Dregið í 32-liða úrslit Borgunarbikars karla á fimmtudag - 13.5.2014

Borgunarbikarinn er kominn á fulla ferð og leikir í 2. umferð karla fara fram í kvöld, þriðjudagskvöld, og á miðvikudag.  Dregið verður í 32-liða úrslit í höfuðstöðvum KSÍ á fimmtudag og þar koma Pepsi-deildarliðin inn í keppnina.

Lesa meira
 
Helgi Daníelsson

Kveðja frá KSÍ - 13.5.2014

Á knattspyrnusviðinu var Helgi í essinu sínu þegar flestir áhorfendur voru að fylgjast með og lék hann við hvurn sinn fingur og söng. Helgi var maður augnabliksins - sannkallaður "Wembley-leikmaður" sem kunni best við sig þegar uppselt var! Hans stærsta stund á sviðinu í landsliðsbúningi Íslands var án efa er hann lék Ólympíuleik fyrir framan 27.000 áhorfendur á Idrætsparken í Kaupmannahöfn 1959, þar sem Friðrik Danakonungur IX var meðal áhorfenda.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna - Stjörnunni spáð titlinum - 12.5.2014

Kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna fór fram í dag í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar og að venju var þar birt spá forráðamanna félaganna. Stjörnunni er spá titlinum en Aftureldingu og ÍA er spáð falli.  Deildin hefst svo með krafti þriðjudaginn 13. maí þegar að fjórir leikir eru á dagskránni

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 12.5.2014

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið 40 leikmenn á úrtaksæfingar sem fara fram um komandi helgi í Kórnum. Æfingarnar eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir keppni á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í Kína í sumar.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Breytingar á leikjum í Pepsi-deild karla - 9.5.2014

Breytingar hafa verið gerðar á leikjum í Pepsi-deild karla. Fylkir og ÍBV hafa komist að samkomulagi um að víxla heimaleikjum í Pepsi-deild karla. Leikur KR og FH færist á Gervigrasið í Laugardal. Eftirfarandi leikir breytast því: Lesa meira
 
Grindavíkurvöllur

Hæfileikamótun KSÍ á Suðurnesjum þriðjudaginn 13. maí - 9.5.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður á Suðurnesjum þriðjudaginn 13. maí. Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með fund og æfingu hjá bæði stelpum og strákum á Suðurnesjum. Æfingar verða á Grindavíkurvelli en fundur verður haldinn í Hópsskóla. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna á mánudag - 9.5.2014

Kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna fer fram mánudaginn 12. maí kl. 16:30 í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Á fundinum verður kynnt markaðs- og kynningarstarf fyrir deildina í sumar og hin sívinsæla spá um lokastöðu liða verður að sjálfsögðu á sínum stað. Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

Svissneskur sigur í Nyon - 8.5.2014

A landslið kvenna beið í dag, fimmtudag, lægri hlut gegn Sviss í undankeppni HM 2015, en liðin mættust á Colovray-leikvanginum í Nyon, rétt við höfuðstöðvar UEFA.  Lokatölur leiksins voru 3-0.  Svissneska liðið, sem er lang efst í riðlinum, er feykisterkt og rétt er að fylgjast vel með því í náinni framtíð.
Lesa meira
 

Byrjunarlið A kvenna gegn Sviss í Nyon - 8.5.2014

A landslið kvenna mætir Sviss í undankeppni HM 2015 í dag, fimmtudag, kl. 17:00 að íslenskum tíma og er leikið í Nyon í Sviss, rétt við höfuðstöðvar UEFA.  Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, hefur opinberað byrjunarlið Íslands. Lesa meira
 
Hópurinn á leið á æfingu á Möltu

A kvenna - Ísland mætir Sviss í dag - 8.5.2014

Ísland mætir Sviss í dag í undankeppni HM 2015 en leikið verður í Nyon. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma en þarna mætast tvær efstu þjóðirnar í riðlinum. Minnt er á textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Staðfest niðurröðun í yngri aldursflokkum og eldri flokki 2014 - 7.5.2014

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í eldri flokki karla. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir. Eftir er að gefa út niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ (6. flokkur – 5 manna bolti). Lesa meira
 
Rúna Kristín að störfum

Rúna aðstoðardómari á leik Englands og Úkraínu - 7.5.2014

Rúna Kristín Stefánsdóttir verður aðstoðardómari á leik Englands og Úkraínu í undankeppni HM kvenna 2015 en leikið verður í Shrewsbury á morgun, fimmtudaginn 8. maí. Rúna starfar á leiknum með sænskum dómara og aðstoðardómara. Þá hefur Rúna einnig verið valin sem einn átta af aðstoðardómurum í úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer í Noregi, 15. - 27. júlí. Lesa meira
 
Æfing á Möltu

A kvenna - Leikið gegn Sviss á morgun - 7.5.2014

Kvennalandsliðið undirbýr sig nú af kostgæfni fyrir leikinn gegn Sviss í undankeppni HM en leikið verður í Nyon á morgun, fimmtudaginn 8. maí. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma en þarna mætast þjóðirnar sem verma tvö efstu sætin í riðlinum. Lesa meira
 

Pepsi-deild karla - Breiðablik tekur á móti KR á Samsung vellinum - 6.5.2014

Leikur Breiðabliks og KR í 2. umferð Pepsi-deildar karla hefur fengið nýjan leikvöll. Leikurinn verður leikinn á Samsung vellinum í Garðabæ en ekki á Kópavogsvelli vegna vallaraðstæðna þar. Leikdagur og leiktími er sá sami, fimmtudaginn 8. maí kl. 19:15. Lesa meira
 

Pepsi-deild karla - Valur mætir Keflavík á Gervigrasinu í Laugardal - 6.5.2014

Mótanefnd hefur ákveðið að leikur Vals og Keflavíkur í Pepsi-deild karla verður leikinn á Gervigrasinu í Laugardal, fimmtudaginn 8. maí kl. 20:30. Tveir leikir verða því á vellinum þetta kvöld og hefur tímasetning á leik Víkings og Fram því einnig verið breytt.

Lesa meira
 

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Úrskurður aganefndar staðfestur - 5.5.2014

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefurt staðfest úrskurð Aga- og úrskurðarnefndar varðandi leikbann leikmanns Augnabliks vegna atviks í leiks Vatnaliljanna og Augnabliks í Lengjubikar karla sem fram fór 16. apríl síðastliðinn. Lesa meira
 

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í dag - Fimm leikir í Pepsi-deild karla - 4.5.2014

Langþráður dagur er runninn upp, Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í dag, sunnudaginn 4. maí, þegar fimm leikir fara fram í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Umferðinni lýkur svo á morgun, mánudaginn 5. maí, þegar að FH tekur á móti Breiðablik á Kaplakrikavelli. Lesa meira
 

Breiðablik vann meistarakeppni KSÍ kvenna - 3.5.2014

Breiðablik vann 1-0 sigur á Íslandsmeisturunum Stjörnunnar í gær og tryggði sér um leið nafnbótina meistarar meistaranna. Eina mark leiksins kom strax á 6. mínútu en þá skoraði Telma Hjaltalín Þrastardóttir eftir mistök í vörn Stjörnunnar.

Lesa meira
 

A Kvenna - Ásgerður Stefanía inn fyrir Rakel - 3.5.2014

Sú breyting er á landsliðshóp kvenna sem mætir Sviss að Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, þurfti að draga sig úr hópnum sökum meiðsla en Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Stjörnunnar, kemur í hennar stað í hópinn.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar 15. maí - Erlendir leikmenn - 2.5.2014

Athygli félaga er vakin á því að félagaskiptaglugginn lokar fyrir 15. maí fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka.  Félögum er bent á að vera tímanlega í félagaskiptunum og á það sérstaklega við um félagaskipti leikmanna erlendis frá.  Félagaskipti þaðan taka sinn tíma og á það sérstaklega við þegar leikmenn koma frá löndum utan EES.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Reglugerð KSÍ um aga – og úrskurðarmál - Mismunun - 2.5.2014

Í janúar 2014 voru sett inn ný ákvæði í reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál vegna tilskipunar FIFA og áherslu á að taka fast á hvers kyns mismunun eða fordómum.  Ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp. Lesa meira
 
Handshake of peace

"Handshake for Peace" - 2.5.2014

Handshake for Peace er verkefni sem er á vegum FIFA og Friðarverðlauna Nóbels. Verkefnið snýst um að leikmenn sýni strax að leik loknum vinskap og virðingu sem felst í því að takast í hendur eftir leik. Með þessari táknrænu athöfn skilja liðin sem vinir og jafningjar.

Lesa meira
 

Meistarakeppni kvenna - Stjarnan og Breiðablik mætast í kvöld - 2.5.2014

Stjarnan og Breiðablik mætast í kvöld, föstudaginn 2. maí, í Meistarakeppni kvenna en leikurinn hefst kl. 19:15 á Samsung vellinum í Garðabæ.  Í þessum árlega leik mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta keppnistímabils.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Breiðablik og FH víxla á heimaleikjum - 1.5.2014

Breiðablik og FH hafa komist að samkomulagi um að víxla á heimaleikjum sínum en félögin mætast í 1. umferð Pepsi-deildar karla, mánudaginn 5. maí kl. 19:15.  Upphaflega átti leikurinn að vera á Kópavogsvelli en verður þess í stað á Kaplakrikavelli og verður því heimaleikur FH. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Berserkir unnu C-deildina - 30.4.2014

Það voru Berserkir sem höfðu sigur í C-deild Lengjubikars karla en þeir höfðu betur gegn Víðismönnum á Garðsvelli.  Lokatölur urðu 6 - 0 fyrir Berserki sem leiddu með þremur mörkum í leikhléi.  Þetta var þriðja árið í röð sem Berserkir komast í þennan úrslitaleik en í fyrsta sinn sem þeir hafa sigur. Lesa meira
 

Pepsi-deild karla 2014 - KR spáð titlinum - 30.4.2014

Hin árlega spá forráðamanna félaga í Pepsi-deild karla var birt í dag á kynningarfundi sem haldinn var í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  KR er spáð titlinum en nýliðunum í deildini, Víkingi R. og Fjölni, er spáð falli. Pepsi-deild karla hefst sunnudaginn 4. maí.

Lesa meira
 

A landslið kvenna - Hópurinn sem mætir Sviss 8. maí - 30.4.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Sviss í undankeppni HM, fimmtudaginn 8. maí.  Svissneska liðið hefur byrjað undankeppnina vel og er í efsta sæti riðilsins með 16 stig eftir 6 leiki.  Íslenska liðið er í öðru sæti með 9 stig eftir 4 leiki.

Lesa meira
 

Staðfest niðurröðun í 1. deild kvenna og 4. deild karla 2014 - 30.4.2014

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í 1. deild kvenna og 4. deild karla.  Mikilvægt er að félögin sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning. Lesa meira
 
Gervigrasvöllurinn á Ísafirði, Torfnesvöllur

Hæfileikamótun á Ísafirði 30. apríl og 1. maí - 30.4.2014

Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar verður á Ísafirði á miðvikudag og fimmtudag. Á miðvikudagskvöldið  verður hann með fund með forráðamönnum BÍ/Bolungarvíkur og á fimmtudag verða æfingar með iðkendum 4.flokks drengja og stúlkna. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Úrslitaleikur C-deildar í kvöld - 29.4.2014

Úrslitaleikur C-deildar Lengjubikars karla fer fram í kvöld en þá mætast Víðir og Berserkir á Garðsvelli kl. 19:00.  Víðir hafði betur gegn Álftanesi í undanúrslitum en Berserkir lögðu KFG.  Þetta er þriðja árið í röð sem Berserkir leika til úrslita í þessari keppni en hafa enn ekki unnið titilinn. Lesa meira
 
Undirritun hjá Borgun og Stöð 2 Sport, Geir Þorsteinsson, Haukur Oddsson og Hjörvar Hafliðason

Borgunarbikarinn hefst laugardaginn 3. maí - 29.4.2014

Borgunarbikarinn hefst laugardaginn 3. maí af krafti en um helgina eru 23 leikir á dagskránni í 1. umferð hjá körlunum.  Eru margir forvitnilegir á dagskránni um allt land og má sjá þá með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Breytingar á reglum varðandi Evrópusæti - 28.4.2014

Breyting hefur verið gerð á reglum um Evrópusæti til handa íslenskra liða.  Ef sama félagið verður Íslandsmeistari og bikarmeistari mun taplið úrslitaleiks bikarsins ekki fá Evrópusæti.  Sætið mun flytjast á efsta félagið í deildarkeppninni sem ekki hefur tryggt sér sæti í Evrópudeild UEFA.  Þessi breyting er gerð til samræmis við reglur hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA.

Lesa meira
 
bunadur-leikmanna

Félagaskipti - Ertu ekki skráður í rétt félag? - 28.4.2014

Félög eru beðin um að fara vel yfir skráningar sinna leikmanna en Borgunarbikarinn hefst laugardaginn 3. maí og eru mörg félög þá að leika sína fyrstu leiki á keppnistímabilinu.  Nokkuð er um ný félög í bikarnum og eru þau minnt á að ganga frá félagaskiptum sínum tímanlega. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Óúttekin leikbönn 2014 - 28.4.2014

Á hverju vori fær skrifstofa KSÍ ótalmargar fyrirspurnir um óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Ævinlega er félögum bent á að þeim hafi verið tilkynnt um leikbönn með tölvupósti og það sé á þeirra ábyrgð að gæta þess að leikmenn sem eigi eftir að taka út leikbönn geri svo eða sbr. starfsreglur Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ: Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Aðgönguskírteini fyrir dómara og eftirlitsmenn 2014 - 28.4.2014

Þeir dómarar sem dæmt hafa tilskilinn fjölda leikja og hafa sent skrifstofu KSÍ mynd af sér, geta sótt aðgönguskírteini sín á skrifstofu KSÍ á föstudaginn. Öruggara er þó að hringja á undan sér og fá staðfest að skírteinið sé tilbúið.

Lesa meira
 
Fjarðabyggð

Lengjubikar karla - Fjarðabyggð tryggði sér sigur í B-deild - 28.4.2014

Fjarðabyggð tryggði sér titilinn í B-deild Lengjubikars karla þegar þeir lögðu nágranna sína, Leikni Fáskrúðsfirði, í úrslitaleik.  Lokatölur urðu 4 - 1 fyrir Fjarðabyggð og leiddu þeir með fjórum mörkum í leikhléi. Lesa meira
 

Kveðja frá KSÍ - 28.4.2014

Við fráfall Hannesar Þ. Sigurðssonar sér knattspyrnuhreyfingin á Íslandi á bak góðum félaga. Hannes var sæmdur æðsta heiðursmerki knattspyrnusambands Íslands, heiðurskrossinum, árið 2007, fyrir vel unnin störf sem dómari, fræðimaður og eftirlitsmaður. Hannes var skoðunarmaður reikninga hjá sambandinu í 60 ár, en lét af þeim störfum 2013 og var heiðraður fyrir vel unnin störf á ársþingi KSÍ 2013.

Lesa meira
 
FH

Lengjubikar karla - FH sigurvegari í A-deildinni - 27.4.2014

FH tryggði sér um helgina sigur í A-deild Lengjubikars karla þegar þeir lögðu Breiðablik að velli en leikið var á Samsung vellinum í Garðabæ.  Lokatölur urðu 4 - 1 fyrir FH sem leiddu í leikhléi, 1 - 0.  FH vann þennan titil í sjötta skiptið og hefur ekkert félag unnið þennan titil oftar í A-deild karla.

Lesa meira
 

Stjarnan er Lengjubikarmeistari kvenna - 27.4.2014

Kvennalið Stjörnunnar vann í kvöld 3-0 sigur á Breiðablik í úrslitaleik Lengjubikarsins en leikurinn fór fram í Egilshöll. Danka Podovac kom Stjörnunni yfir á 31.mínútu en það var Harpa Þorsteinsdóttir sem skoraði svo tvívegis í seinni hálfleik og sá til þess að Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu öruggan sigur.

Lesa meira
 

KR hafði betur gegn Fram í Meistarakeppni KSÍ - 27.4.2014

Íslandsmeistarar KR unnu í dag 2-0 sigur á Fram í Meistarakeppni KSÍ þar sem ríkjandi Íslandsmeistarar mæta bikarmeisturunum seinasta tímabils. Fyrra markið kom á 31.mínútu en það var Kjartan Henry Finnbogason sem skoraði úr víti.

Lesa meira
 
Benchmarking report

Sjötta skýrsla UEFA um fjármál evrópskra félaga - 25.4.2014

UEFA hefur birt sjöttu útgáfu af árlegri skýrslu sinni um evrópska knattspyrnu - UEFA Club Licensing Benchmarking Report - sem byggir á leyfisgögnum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi í aðildarlöndum UEFA, alls um 700 knattspyrnufélögum að ýmsum stærðum  og gerðum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur B-deildar Lengjubikars karla á sunnudaginn - 25.4.2014

Fjarðabyggð og Leiknir Fáskrúðsfirði mætast í úrslitaleik B-deildar Lengjubikars en leikið verður í Fjarðabyggðahöllinni, sunnudaginn 27. apríl kl. 16:00.  Fjarðabyggð lagði ÍR að velli í undanúrslitum og Leiknir bar sigurorð af Völsungi. Lesa meira
 
Handbók leikja 2014

Fundað um framkvæmd leikja og önnur mál - 25.4.2014

Árlegur vinnufundur félaga í Pepsi-deild karla um framkvæmd leikja og önnur mál var haldinn á miðvikudag.  Á fundinum er jafnan farið yfir ýmis hagnýt atriði úr Handbók leikja, sem gefin er út á hverju ári og inniheldur ábendingar og tilmæli til félaga.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna - Stjarnan og Breiðablik í úrslitum A-deildar - 25.4.2014

Það verða Stjarnan og Breiðablik sem mætast í úrslitum A-deildar Lengjubikars kvenna en leikurinn fer fram í Egilshöllinni, sunnudaginn 27. apríl, og hefst kl. 19:00.  Stjörnustúlkur eru núverandi handhafar titilins en Breiðablik vann hann árið 2012. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni karla - KR og Fram mætast sunnudaginn 27. apríl - 25.4.2014

KR og Fram mætast í Meistarakeppni karla, sunnudaginn 27. apríl, og fer leikurinn fram á Gervigrasvellinum í Laugardal.  Leikurinn hefst kl. 16:00 en í þessum árlega leik mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmaður Augnabliks úrskurðaður í tímabundið bann - 24.4.2014

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 23. apríl 2014, var Hrafnkell Freyr Ágústsson, Augnabliki, úrskurðaður í tímabundið leikbann til 6 vikna vegna brottvísunar í leik Vatnaliljanna og Augnabliks í mfl. karla 16. apríl 2014.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit í B og C deildum Lengubikars karla - 23.4.2014

Nú fer að síga á seinni hlutann í Lengjubikarnum og fimmtudaginn 24. apríl þá verður leikið til undanúrslita í B og C deild Lengjubikars karla. Sigurvegarar viðureignanna tryggja sér svo sæti í úrslitaleikjunum sem fyrirhugaðir eru, sunnudaginn 27. apríl Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Úrslitaleikur A-deildar karla á föstudaginn - 23.4.2014

Breiðablik og FH mætast í úrslitaleik A-deildar Lengjubikars karla, föstudaginn 25. apríl, en leikið verður á Samsung vellinum í Garðabæ. Leikurinn hefst kl. 19:00 en Blikar eru núverandi handhafar titilsins. FH lagði KR að velli í undanúrslitum en Breiðablik hafði betur gegn Þór.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna - Undanúrslit A-deildar hefjast í kvöld - 23.4.2014

Undanúrslit A-deildar Lengjubikars kvenna hefjast í kvöld en þá mætast Stjarnan og Valur og Samsung vellinum í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 19:00. Á morgun, fimmtudaginn 24. apríl, eigast svo við Breiðablik og Þór/KA í Fífunni og hefst sá leikur kl. 18:00. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Skotum á undirbúningsmóti UEFA

U19 kvenna - Naumt tap gegn Skotum - 23.4.2014

Stelpurnar í U19 léku í morgun seinni leik sinn á undirbúningsmóti UEFA en leikið var í Færeyjum. Mótherjarnir voru Skotar og höfðu þeir betur, 0 - 1, með marki í uppbótartíma. Tómas Þóroddsson sendi okkur eftirfarandi umfjöllun um leikinn. Lesa meira
 
Fyrir leik gegn Skotum á undirbúningsmóti UEFA

U19 kvenna - Leikið gegn Skotum í dag - 23.4.2014

Stelpurnar í U19 leika í dag síðari leik sinn á undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Færeyjum. Leikið er gegn Skotum og hefst leikurinn kl 09:00 að íslenskum tíma. Úlfar Hinriksson hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það skipað eftirtöldum leikmönnum:

Lesa meira
 
Úrslitaleikur Valitors bikars kvenna Valur - KR

Ráðstefna landsdómara fór fram mánudaginn 14. apríl - 22.4.2014

Ráðstefna landsdómara fór fram mánudaginn 14. apríl síðastliðinn en lokaundirbúningur landsdómara er nú í fullum gangi líkt og hjá leikmönnum.  Ráðstefnan fór fram í höfuðstöðvum KSÍ þar sem farið var m.a. yfir áhersluatriði dómaranefndar fyrir keppnistímabilið 2014. Lesa meira
 
Guðlaugur Gunnarsson tekur við viðurkenningur fyrir samstarf við Special Olympics

KSÍ fær viðurkenningu fyrir samstarf við Special Olympics - 22.4.2014

Knattspyrnusamband Íslands hlaut á dögunum viðurkenningu frá Evrópusamtökum Special Olympics fyrir farsælt samstarf við Special Olympics á Íslandi.  Það var Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður KSÍ, sem veitti viðurkenningunni móttöku. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Færeyjum á undirbúningsmóti UEFA

U19 kvenna - Sigur gegn Færeyjum á undirbúningsmóti UEFA - 22.4.2014

Stelpurnar í U19 lögðu stöllur sínar frá Færeyjum í morgun í fyrri leik liðsins á undirbúningsmóti UEFA en leikið er í Færeyjum.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland sem leiddi með einu marki í leikhléi.

Lesa meira
 

Súpufundur um höfuðhögg og heilahristing - 22.4.2014

Mánudaginn 28. apríl klukkan 12.10-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er höfuðhögg - heilahristingur. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesari er Reynir Björnsson læknir en hann er formaður heilbrigðisnefndar KSÍ. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundir Pepsi-deildanna 30. apríl og 12. maí - 22.4.2014

Kynningarfundur Pepsi-deildar karla fer fram miðvikudaginn 30. apríl og kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna mánudaginn 12. maí.  Báðir verða þeir haldnir í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík.  Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla fer fram sunnudaginn 4. maí, en keppni í Pepsi-deild kvenna hefst þriðjudaginn 13. maí.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikið við Færeyjar í dag - 22.4.2014

Stelpurnar í U19 leika í dag fyrri leik sinn í undirbúningsmóti UEFA en leikið er í Færeyjum.  Fyrri leikur Íslands er gegn heimastúlkum og hefst leikurinn kl. 09:00 að íslenskum tíma.  Úlfar Hinriksson hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað: Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Undanúrslit fara fram mánudaginn 21. apríl - 20.4.2014

Undanúrslit A deildar Lengubikars karla fara fram annan í páskum, mánudaginn 21. apríl.  Á KR velli mætast KR og FH og í Boganum á Akureyri leika Þór og Breiðablik.  Sigurvegarar viðureignanna leika svo til úrslita á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl, og fer sá leikur fram á Samsung vellinum í Garðabæ. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Góður sigur á Færeyingum - 16.4.2014

Stelpurnar í U17 luku keppni á undirbúningsmóti UEFA í Belfast í dag með því að leggja Færeyinga að velli, 5 - 1. Staðan í leikhléi var 3 - 1 fyrir Ísland en þetta var þriðji leikur liðsins í mótinu, sigur vannst einnig á Wales en tap gegn heimastúlkum í Norður Írlandi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ný reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini - 16.4.2014

Á fundi stjórnar KSÍ, sem fram fór þann 11. apríl síðastliðinn, var samþykkt ný reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini. Farið var í endurskoðun á reglugerðinni í heild sinni og má sjá hana hér til hliðar undir "Reglugerðir" og einnig undir "Dreifibréf til félaga". Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmaður Ísbjarnarins úrskurðaður í tímabundið bann - 16.4.2014

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 15. apríl 2014, var Andri Rúnar Gunnarsson, leikmaður Ísbjarnarins, úrskurðaður í tímabundið leikbann til 2 mánaða vegna brottvísunar í leik Víðis og Ísbjarnarins í Lengjubikar karla sem fram fór 5. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 
Vidir

Leikmaður Víðis úrskurðaður í 5 leikja bann - 16.4.2014

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 15. apríl 2014, var Gylfi Örn Á Öfjörð úrskurðaður í 5 leikja bann í vegna brottvísunar í leik Víðis og Ísbjarnarins í Lengjubikar karla sem fram fór 5. apríl síðastliðinn. 

Lesa meira
 
Samtök íþróttafréttamanna

Umsóknir um fjölmiðlaskírteini 2014 - 16.4.2014

KSÍ hefur gert samkomulag við Samtök Íþróttafréttamanna (SÍ) vegna aðgangsskírteina fyrir fulltrúa fjölmiðla keppnistímabilið 2014.  Umsóknir skulu sendar á tölvupóstfang SÍ (sportpress@sportpress.is) eigi síðar en 25. apríl næstkomandi.  

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ B próf - 30. apríl - 16.4.2014

Miðvikudaginn 30. apríl stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar). Lesa meira
 

Staðfest niðurröðun í landsdeildum, Borgunarbikarnum og Meistarakeppni KSÍ - 16.4.2014

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í eftirfarandi mótum: Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna, Borgunarbikar karla, Borgunarbikar kvenna, 1. deild karla, 2. deild karla, 3. deild karla og Meistarakeppni KSÍ.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Norður Írum á undirbúningsmóti UEFA í Belfast

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Færeyjum - 16.4.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Færeyingum í dag í undirbúningsmóti UEFA en leikið er í Belfast.  Leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma en þetta er síðasti leikur Íslands á mótinu.  Liðið lagði Wales í fyrsta leiknum en beið lægri hlut gegn Norður Írlandi í öðrum leik.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Mæta Færeyingum og Skotum í undirbúningsmóti UEFA - Uppfært - 16.4.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið 18 leikmenn í landslið Íslands sem tekur þátt í undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum í apríl. Um er að ræða leikmenn fædda 1996 og síðar.  Leikið verður gegn Færeyjum og Skotlandi dagana 22. og 23. apríl. Æfing verður á gervigrasinu í Laugardal, sunnudaginn 20. apríl kl. 14:00. Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Ráðstefna um fjölda iðkenda í yngstu flokkum kvenna - 15.4.2014

Laugardaginn 3. maí mun KSÍ standa fyrir ráðstefnu sem haldin verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Ráðstefnan er frá kl. 11.00 - 14.00 og er hún öllum opin.  Markmið ráðstefnunnar er að gefa aðildarfélögum KSÍ hugmyndir um hvernig hægt sé að fjölga iðkendum í yngstu kvennaflokkunum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úthlutun úr Mannvirkjasjóði 2014 - 15.4.2014

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 11. apríl síðastliðinn að úthluta úr Mannvirkjasjóði KSÍ og er þetta í sjöunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Alls var úthlutað til 7 verkefna, samtals 16 milljónir króna. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

U17 kvenna - Tveggja marka tap í Belfast - 14.4.2014

Stelpurnar í U17 kvenna biðu lægri hlut í dag gegn stöllum sínum frá Norður Írlandi á undirbúningsmóti UEFA en leikið var í Belfast.  Lokatölur urðu 2 – 0 fyrir Norður Íra sem leiddu í leikhléi, 2 – 0.  Síðasti leikur liðsins í mótinu er svo gegn Færeyingum og fer sá leikur fram miðvikudaginn 16. apríl.

Lesa meira
 
Gunnar Sigurðsson sæmdur gullmerki Knattspyrnusambands Færeyja

Sæmdur gullmerki Knattspyrnusambands Færeyja - 14.4.2014

Gunnar Sigurðsson frá Akranesi var sæmdur gullmerki færeyska knattspyrnusambandsins um síðastliðna helgi þegar hann var þar í heimsókn.  Gunnar lagði hönd á plóginn þegar Færeyingar fengu inngöngu í UEFA og FIFA. Lesa meira
 
Fram

Ólöglegur leikmaður með Fram í Lengjubikarnum - 14.4.2014

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Aron Þórður Albertsson lék ólöglegur með Fram gegn BÍ/Bolungarvík í Lengjubikar karla þann 4. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn átti að taka út leikbann vegna 3ja áminninga. Lesa meira
 
Hamar

Ólöglegur leikmaður með Hamar í Lengjubikarnum - 14.4.2014

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Markús Andri Sigurðsson lék ólöglegur með Hamar gegn KFR í Lengjubikar karla þann 12. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn átti að taka út leikbann vegna 3ja áminninga.

Lesa meira
 
FH

Ólöglegur leikmaður með FH í Lengjubikar karla - 14.4.2014

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ólafur Páll Snorrason lék ólöglegur með FH gegn Fjölni í Lengjubikar karla þann 3. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn átti að taka út leikbann vegna 3ja áminninga. Lesa meira
 
KV

Ólöglegur leikmaður með KV í Lengjubikarnum - 14.4.2014

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Davíð Steinn Sigurðarson lék ólöglegur með KV gegn Víkingi Reykjavík í Lengjubikar karla þann 11. apríl síðastliðinn. Leikmaðurinn átti að taka út leikbann vegna 3ja áminninga.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - 8 liða úrslit hefjast á miðvikudaginn - 14.4.2014

Nú er ljóst hvaða félög mætast í 8 - liða úrslitum A deildar Lengjubikars karla.  Þrír leikir fara fram miðvikudaginn 16. apríl og einn leikur fimmtudaginn 17. apríl.  Undanúrslitin fara fram mánudaginn 21. apríl og úrslitaleikurinn fer fram 24. apríl. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

U17 kvenna í Belfast:  Byrjunarliðið gegn Norður-Írum - 14.4.2014

U17 landslið kvenna leikur um þessar mundir í sérstöku undirbúningsmóti UEFA.  Fyrstu leikirnir fóru fram á sunnudag og þá vannst 4-0 sigur á Wales.  Í dag, mánudag, er leikið gegn Norður-Írum og hefur byrjunarlið Íslands verið tilkynnt.

Lesa meira
 
U17 kvenna í Belfast

U17 kvenna í Belfast:  Flottur 4-0 sigur á Wales - 13.4.2014

U17 landslið kvenna, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, byrjaði undirbúningsmót UEFA fyrir þennan aldursflokk ansi vel með flottum 4-0 sigri á Wales í dag, sunnudag.  Næsti leikur er strax á mánudag kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður mótherjinn þá lið heimamanna, Norður-Íra.
Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

U17 kvenna í Belfast:  Byrjunarliðið gegn Wales í dag - 13.4.2014

U17 landslið kvenna, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, mætir Wales í dag, sunnudag, kl. 10:00, í sérstöku undirbúningsmóti UEFA.  Þetta er fyrsti leikur liðsins af þremur í þessu móti.  Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið.
Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

U17 karla í Belfast:  Fimm marka sigur á Færeyingum - 11.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, vann öruggan 5-0 sigur í lokaleik sínum í sérstöku undirbúningsmóti UEFA sem fram fór í Belfast á Norður-Írlandi.  Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti með þrjú stig, eftir eins marks töp í leikjum gegn Wales og Norður-Írlandi. Lesa meira
 
Fundur um málefni stuðningsmanna

Mikilvægt að treysta böndin milli knattspyrnufélags og stuðningsmanna - 11.4.2014

KSÍ stóð fyrir sérstökum vinnufundi um málefni stuðningsmanna fimmtudaginn 10. apríl.  Á fundinum var fjallað um hlutverk og mikilvægi tengiliðs félags við stuðningsmenn og mikilvægi þess að treysta böndin milli knattspyrnufélaga og stuðningsmanna. 

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Byrjunarlið U17 karla gegn Færeyingum í dag - 11.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, mætir frændum okkar, Færeyingum, í dag föstudag kl. 10:00 í lokaleik sínum í sérstöku undirbúningsmóti UEFA, sem fram fer í Belfast.  Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað.

Lesa meira
 

A kvenna - Stórsigur á Möltu - 10.4.2014

Ísland vann í dag stórsigur á Möltu í undankeppni HM en leikið var ytra.  Lokatölur urðu 0 – 8 fyrir Ísland sem leiddi með fjórum mörkum í leikhléi.  Yfirburðir íslenska liðsins voru algerir frá upphafi og einungis spurningin um hversu stór sigurinn yrði. Næsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Sviss á útivelli, 8. maí.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

1-1 jafntefli við Króatíu í síðasta leik í milliriðli - 10.4.2014

U19 landslið kvenna gerði 1-1 jafntefli við Króata í lokaleik sínum í milliriðli fyrir EM, en leikið var í Króatíu í dag, fimmtudag.  Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og með smá heppni hefði sigurinn getað lent okkar megin.

Lesa meira
 
Ólafur Þór Guðbjörnsson

Hættir með U19 kvenna eftir 15 ár og 104 leiki - 10.4.2014

Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta þjálfun U19 landsliðs kvenna að loknum milliriðlinum sem liðið lék í núna í apríl.  Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Ólafs Þórs var í ágúst 1999 og hefur hann því verið við stjórnvölinn í tæp 15 ár og skilað frábæru starfi. 

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Króatíu - 10.4.2014

U19 kvenna mætir Króatíu í dag í lokaleik sínum í milliriðli fyrir EM.  Hvorugt liðið á möguleika á að komast upp úr riðlinum, en með sigri getur íslenska liðið lyft sér upp fyrir Króata í þriðja sætið.   Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands. Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Möltu - 10.4.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Möltu í undankeppni HM. Leikið er á Centenary vellinum á Möltu og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma eða kl. 14:00 að staðartíma.  Fylgst verður með leiknum á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Hópurinn á leið á æfingu á Möltu

A kvenna - Ísland mætir Möltu í dag í undankeppni HM - 10.4.2014

Ísland mætir Möltu í dag í undankeppni HM en leikið verður á Centenary Stadium á Möltu. Leikurinn hefst kl. 14:00 að staðartíma eða kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt hér á síðunni um tveimur tímum fyrir leik og fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 

U17 - Eins marks tap gegn Norður Írum - 9.4.2014

Íslenska U17 ára landslið karla tapaði 1-0 gegn Norður Írum á æfingarmóti í dag. Leikurinn var heldur bragðdaufur en eina mark leiksins kom á 31.mínútu. Markið kom eftir hornspyrnu en íslenska liðið náði ekki að hreinsa frá eftir hornið og það nýttu Norður Írarnir.

Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

A kvenna - Allir leikmenn með á æfingu dagsins - 9.4.2014

Allir leikmenn hópsins tóku þátt í æfingu dagsins á Cenetary vellinum á Möltu en á sama velli mætast Malta og Ísland í undankeppni HM á morgun, fimmtudaginn 10. apríl. Leikurinn hefst kl. 14:00 að staðartíma eða kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Fylgst verður með leiknum á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Byrjunarlið U17 karla gegn N-Írlandi í dag - 9.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, mætir Norður-Írum í Belfast í dag, miðvikudag kl. 17:30 að íslenskum tíma.  Þetta er annar leikur liðsins í sérstöku undirbúningsmóti UEFA.  Nokkrar breytingar eru gerðar á byrjunarliðinu milli leikja.

Lesa meira
 

Þættir um dómara hefjast á Stöð 2 Sport á fimmtudag - 9.4.2014

Þriðja liðið er fjögurra þátta sería sem fjallar um knattspyrnu út frá sjónarhorni dómaranna. Í þáttunum fylgjum við dómurum eftir í undirbúningi þeirra, æfingum, leikjum og fáum einnig að heyra hvað fer þeim á milli á meðan leik stendur.

Lesa meira
 
Æfing á Möltu

A kvenna - Tvær æfingar á Möltu í dag - 8.4.2014

Tvær æfingar voru í dag hér á Möltu og fóru þær báðar fram á keppnisvellinum sem er gervigrasvöllur. Mikill hiti var í dag, sérstaklega á fyrri æfingunni og var völlurinn þurr og harður. Það er gott fyrir hópinn að venja sig við aðstæður en leikurinn sjálfur fer fram á fimmtudaginn kl. 14:00 að staðartíma og má því búast við miklum hita.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Naumt tap gegn Wales - 8.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, tapaði naumlega í dag, þriðjudag, fyrir Wales í sérstöku undirbúningsmóti UEFA, sem fram fer í Belfast á Norður-Írlandi.  Lokatölur leiksins urðu 2-1 fyrir welska liðið og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
ÍSÍ - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Starfsskýrsluskil til ÍSÍ 15. apríl - 8.4.2014

Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ rennur frestur til að skila starfsskýrslum til ÍSÍ út 15. apríl næstkomandi.  Skýrslunum skal skila í gegnum Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ.  Nánari upplýsingar veitir skrifstofa ÍSÍ. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Byrjunarliðið gegn Wales í dag - 8.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, hefur leik í dag á sérstöku undirbúningsmóti UEFA, sem fram fer í Belfast á Norður-Írlandi.  Mótherji dagsins er Wales, og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma.  Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt.

Lesa meira
 
Hópurinn á leið á æfingu á Möltu

A kvenna - Fyrsta æfingin á Möltu í dag - 7.4.2014

Kvennalandsliðið tók sína fyrstu hefðbundnu æfingu hér á Möltu í dag en undirbúningur liðsins er nú í fullum gangi fyrir leikinn gegn Möltu á fimmtudaginn í undankeppni HM.  Æft var á grasvelli í nágrenni keppnisvallarins en allar aðrar æfingar fara fram á keppnisvellinum sjálfum sem er gervigrasvöllur

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Tveggja marka tap gegn Rússum - 7.4.2014

U19 landslið kvenna tapaði í dag öðrum leik sínum í milliriðli fyrir EM, 2-4 gegn Rússum, sem leiddu með þremur mörkum í hálfleik og náðu fjögurra marka forystu.  Íslenska liðið svaraði fyrir sig með tveimur mörkum í lokin, en þar við sat og annað tap í milliriðli staðreynd.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Rússum - 7.4.2014

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, gerir eina breytingu á byrjunarliðinu fyrir annan leik liðsins í milliriðli fyrir EM, en mótherjinn í dag, mánudag, er Rússland.  Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í liðið fyrir Hönnu Kristín Hannesdóttir.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Hæfileikamótun KSÍ í Boganum á Akureyri 16. apríl - 7.4.2014

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Norðurland verður í Boganum á Akureyri miðvikudaginn 16. apríl og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Smellið hér að neðan til að skoða nánari upplýsingar, nöfn leikmanna og tímasetningar.

Lesa meira
 
Fífan

Hæfileikamótun KSÍ fyrir höfuðborgarsvæðið 14. og 15. apríl - Uppfært - 7.4.2014

Hæfileikamótun KSÍ fyrir höfuðborgarsvæðið verður í Fífunni í Kópavogi mánudaginn 14. apríl og þriðjudaginn 15. apríl og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Hér að neðan má nánari upplýsingar, nöfn leikmanna og tímasetningar.

Lesa meira
 
Með hótelstjóra Carlton hótelsins í Tel Aviv

A kvenna - Hópurinn mættur til Möltu - 6.4.2014

Kvennalandsliðið kom til Valetta í Möltu í dag eftir næturferðalag frá Tel Aviv. Leikið verður gegn heimastúlkum næstkomandi fimmtudag, 10. apríl, og hefst leikurinn kl. 14:00 að staðartíma eða kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A kvenna - Sanngjarn sigur í Tel Aviv - 5.4.2014

Kvennalandsliðið vann sanngjarnan sigur á Ísrael í kvöld í undankeppn HM en leikið var á Ramat Gan vellinum. Lokatölur urðu 1- 0 fyrir okkar stúlkum eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu.  Næsti leikur Íslands er gegn Möltu og fer hann fram fimmtudaginn 10. apríl í Valetta.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Tap í fyrsta leik gegn Skotum - 5.4.2014

Stelpurnar í U19 hófu í dag leik í milliriðlum EM en riðill þeirra er leikinn í Króatíu. Stelpurnar biðu lægri hlut gegn Skotum, 5 - 1, eftir að Skotar höfðu leitt í leikhléi, 3 - 1.  Næsti leikur Íslands gegn Rússum sem fram fer á mánudaginn. Tómas Þóroddsson sendi okkur eftirfarandi skýrslu um leikinn.

Lesa meira
 
Æfing A landsliðs kvenna í Serbíu

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Ísrael - 5.4.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Ísrael í undankeppni HM.  Leikið er á Ramat Gan vellinum í Tel Aviv og hefst leikurinn kl. 17:30 að íslenskum tíma eða kl. 20:30 að staðartíma.

Lesa meira
 
Þjálfarateymi kvennalandsliðsins, Ólafur Pétursson, Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson

Leikið gegn Ísrael í kvöld - Viðtal við Frey Alexandersson - 5.4.2014

Ísland mætir Ísrael í kvöld í undakeppni HM 2015 og fer leikurinn fram á Ramat Gan vellinum í Tel Aviv.  Leikurinn hefst kl. 20.30 að staðartíma eða kl. 17:30 að íslenskum tíma.  Við heyrðum aðeins í landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni fyrir leikinn. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Æft var á keppnisvellinum í dag - 4.4.2014

Kvennalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Ísrael sem fram fer á morgun, laugardaginn 5. apríl.  Leikurinn fer fram á þjóðarleikvangnum, Ramat Gan, og hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Málefni stuðningsmanna rædd á fundi 10. apríl - 4.4.2014

KSÍ mun standa fyrir sérstökum vinnufundi um málefni stuðningsmanna í höfuðstöðvum sambandsins fimmtudaginn 10. apríl.  Stjórnandi fundarins verður Stuart Dykes, sem hefur unnið mikið starf fyrir samtökin Supporters Direct Lesa meira
 

Aldrei áður mætt Ísrael og Möltu - 3.4.2014

A landslið kvenna mætir Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015 á næstu dögum.  Fyrst er leikið við Ísrael í Ramat Gan laugardaginn 5. apríl, og svo við heimamenn á Möltu þann 10. apríl.  Ísland hefur mætt hvorugu liðinu áður.

Lesa meira
 

Síðasta unglingadómaranámskeiðið í Reykjavík  - 3.4.2014

Þann 10. apríl fer fram unglingadómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ.  Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík í bili. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska.

Lesa meira
 
Æfing á ströndinni í Tel Aviv

A kvenna - Stelpurnar komnar til Tel Aviv - 3.4.2014

Kvennalandsliðið er komið til Ísrael, nánar tiltekið Tel Aviv en þangað kom liðið seint í gærkvöldi eftir langt ferðalag.  Framundan er leikur gegn heimastúlkum í undankeppni HM en leikið verður á laugardaginn.  Liðið heldur svo til Möltu þar sem leikið verður, í sömu keppni, fimmtudaginn 10. apríl.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Leika fyrir Ísland í undirbúningsmóti UEFA - 1.4.2014

Þorlákur Már Árnason, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið 18 leikmenn fyrir undirbúningsmót UEFA sem verður leikið Norður-Írlandi í apríl.  Auk Íslendinga leika Norður-Írar, Wales-menn og Færeyingar í mótinu, og eru liðin skipuð leikmönnum fæddum 1998 og síðar.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Undirbúningsmót UEFA fyrir leikmenn fædda 1998 og síðar - Uppfært - 1.4.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 18 leikmenn í landslið Íslands sem tekur þátt í undirbúningsmóti UEFA í Belfast í apríl. Um er að ræða fjögurra liða mót fyrir leikmenn fædda 1998 og síðar.

Lesa meira
 
Kvennalandsliðið á faraldsfæti

A landslið kvenna á faraldsfæti - 1.4.2014

A landslið kvenna heldur í 10 daga reisu suður á bóginn þriðjudaginn 2. apríl.  Tilgangur ferðarinnar er tveir leikir í undankeppni HM 2015, gegn Ísrael og Möltu.  Ferðalagið er langt og viðamikið og er stefnan sett á að koma heim með sex stig í farteskinu.

Lesa meira
 
Fífan

Aprílgabbið 2014 - Einungis leikið á gervigrasi í maí - 1.4.2014

Vegna ástands knattspyrnualla um land allt hefur stjórn KSÍ samþykkt sérákvæði við reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Í því felst að engir leikir í efstu deildum geti farið fram á völlum með náttúrulegu grasi í maímánuði 2014 og er sú ákvörðun tekin með langtímahagsmuni grasvalla landsins í huga.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Þriggja marka tap gegn Portúgal hjá U17 karla - 31.3.2014

U17 landslið karla tapaði með þremur mörkum í dag, mánudag, í síðasta leik sínum í milliriðli fyrir EM.  Portúgal hafði unnið báða sína leiki í milliriðli fyrir EM U17 karla, gegn Lettlandi og Úkraínu, með sömu markatölu, 3-0, og sú varð einnig raunin gegn Íslandi. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Lillý Rut Hlynsdóttir valin í U19 kvenna - 31.3.2014

Breyting hefur verið gerð á leikmannahópi U19  kvenna fyrir milliriðla EM, sem fram fara í Króatíu í apríl.  Sandra María Jessen er meidd og getur ekki leikið með íslenska liðinu, og í hennar stað hefur Lillý Rut Hlynsdóttir verið valin.

Lesa meira
 
11.-supufundur

Súpufundur um ferðakostnað knattspyrnufélaga - 31.3.2014

Miðvikudaginn 2. apríl klukkan mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er ferðakostnaður knattspyrnufélaga. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð og verður sýndur beint á Sport TV Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Portúgal - 31.3.2014

Þorlákur Már Árnason, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir lokaleik liðsins í milliriðili EM, sem fram fer í dag, mánudag, og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Mótherji dagsins er Portúgal, en milliriðillinn er einmitt leikinn þar í landi.

Lesa meira
 

Fyrrverandi kennarar við Varmárskóla í heimsókn hjá KSÍ - 31.3.2014

Fyrrverandi kennarar við Varmárskóla í Mosfellsbæ og makar þeirra komu saman í höfuðstöðvum KSÍ í vikunni sem leið.  Um er að ræða mánaðarlega kynnisferð þessa hóps.  Það voru þeir Ásgrímur og Stefán Teitur, 10. bekkjarnemendur af Akranesi, sem tóku myndirnar með þessari frétt.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla mætir Portúgölum í dag - 31.3.2014

U17 landslið karla mætir Portúgal í dag, mánudag kl. 15:00, lokaleik sínum í milliriðli EM sem er einmitt leikinn þar í landi.  Lið heimamanna er ógnarsterkt og hafa þeir þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og þar með sæti í úrslitakeppninni.  Báðir leikir riðilsins hefjast kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Markalaust hjá U17 karla gegn Lettum - 28.3.2014

Þrátt fyrir að vera umtalsvert sterkari aðilinn gegn Lettlandi tókst U17 landsliði karla ekki að koma knettinum í markið þegar liðin mættust í milliriðli EM í dag, föstudag, og lauk leiknum með markalausu jafntefli.

Lesa meira
 
Þóra Björg og Dóra María

Þóra Björg og Dóra María komnar í 100-leikja klúbbinn - 28.3.2014

Katrín Jónsdóttir er sem kunnugt er lang leikjahæsti leikmaður A-landsliðs kvenna frá upphafi.  Á Algarve-mótinu í ár bættust svo tveir leikmenn í þennan 100-leikja hóp, þær Þóra Björg Helgadóttir og Dóra María Lárusdóttir.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland upp um 3 sæti á heimslista FIFA - 28.3.2014

Íslenska kvennalandsliðið fór upp um 3 sæti á heimslista FIFA en íslenska liðið er núna í 16. sæti listans. Frábært gengi Íslands á Algarve-mótinu, þar sem Ísland vann bronsverðlaun, hafa mikil áhrif á listann. Ísland vann þrjá af fjórum leikjum liðsins á mótinu.

Lesa meira
 
Starfskynning

Ungir Skagamenn í starfskynningu hjá KSÍ - 28.3.2014

Átta ungir Skagamenn voru í starfskynningu hjá KSÍ í vikunni og er starfskynningin hluti af skólagöngu 10. bekkinga.  Piltunum voru falin ýmis verkefni og eitt af þeim var að skrifa frétt á ksi.is.  Björn Ingi og Gylfi Brynjar tóku það verk að sér.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Lettum - 28.3.2014

U17 landslið karla mætir Lettlandi í dag og hefst leikurinn kl. 14:00.  Leikið er í Tocha í Portúgal.  Um er að ræða annan leik liðsins í milliriðli fyrir úrslitakeppni EM.  Þorlákur Árnason, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla mætir Lettlandi í dag kl. 14:00 - 28.3.2014

U17 landslið karla leikur í milliriðlum fyrir úrslitakeppni EM þessa dagana og er annar leikur liðsins í dag, föstudag, kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Mótherji dagsins er Lettland og er afar mikilvægt að vinna sigur í leiknum eftir 0-2 tap í fyrstu umferð, gegn Úkraínumönnum. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna sem leikur í EM-milliriðli í Króatíu tilkynnt - 27.3.2014

U19 landslið kvenna leikur í milliriðli fyrir EM í apríl og fer riðillinn fram í Króatíu.  Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt leikmannahóp Íslands.  Hópurinn telur 18 leikmenn og koma þeir úr átta félögum.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Ný UEFA-keppni A-landsliða karla - 27.3.2014

Á þingi UEFA sem haldið var í vikunni í Astana í Kasakstan, samþykktu öll 54 aðildarlöndin að stofna sérstaka keppni A-landsliða karla, sem verður leikin samhliða undankeppnum EM og HM og fer þessi nýja UEFA-keppni fyrst fram að lokinni úrslitakeppni HM 2018.

Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

Átta Evrópuþjóðir í úrslitakeppni HM kvenna 2015 - 27.3.2014

Úrslitakeppni HM fer fram í Kanada í júní/júlí 2015.  Átta Evrópuþjóðir munu leika í í úrslitakeppninni, fleiri en nokkru sinni fyrr. Sigurvegarar riðlanna sjö komast beint í úrslitakeppnina og fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti keppa um áttunda Evrópusætið í sérstöku umspili.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Tveggja marka tap gegn Úkraínu - 26.3.2014

U17 landslið karla tapaði gegn Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM U17 landsliða karla.  Úkraínumenn komust yfir með marki á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks og bættu svo við marki á þriðju mínútu seinni hálfleiks.
Lesa meira
 

U17 karla - Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu - 26.3.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið liðið sem leikur fyrsta leikinn í milliriðli í undankeppni EM. Leikurinn fer fram klukkan 14:00 að íslenskum tíma og eru mótherjarnir Úkraína.

Lesa meira
 
Vonarstræti  4 þar sem stofnfundur KSÍ var haldinn 26. mars 1947

KSÍ 67 ára - 26.3.2014

Í dag, miðvikudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 67 ára.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var stofnfundurinn haldinn við Vonarstræti í Reykjavík.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-215

Súpufundi um ferðakostnað félaga frestað um eina viku - 26.3.2014

Súpufundi um ferðakostnað félaga, sem halda átti í hádeginu í dag, miðvikudaginn 26. mars, hefur verið frestað um eina viku þar sem annar fyrirlesaranna kemst ekki til fundarins vegna ófærðar.  Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 2. apríl.

Lesa meira
 

Þinggerð 68. ársþings KSÍ - 25.3.2014

Hér að neðan má sjá þinggerð 68. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, 15. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 

Íslenska U17 landslið karla hefur leik á miðvikudag - 25.3.2014

Íslenska U17 ára landslið karla leikur í milliriðli í Portúgal vegna EM 2014 en fyrsti leikur liðsins er á miðvikudag. Íslensku strákarnir hefja leik gegn Úkraínu, en svo er leikið við Lettland á föstudaginn og seinasti leikurinn er við heimamenn í Portúgal á mánudaginn.

Lesa meira
 

Leikmannahópurinn sem leikur gegn Ísrael og Möltu - 25.3.2014

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt leikmannahópinn fyrir leiki við Ísrael og Möltu í undankeppni fyrir HM kvenna 2015. Íslenska liðið leikur við Ísrael þann 5. apríl og Möltu 10. apríl.

Lesa meira
 
FH

Unglingadómaranámskeiði hjá FH frestað um óákveðinn tíma - 25.3.2014

Unglingadómaranámskeiði sem átti að fara fram hjá FH á morgun hefur verið frestað um óákveðin tíma. Nánari upplýsingar um námskeiðið koma síðar.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Undirbúningur fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna 2015 hafinn - 24.3.2014

Úrslitakeppni EM U17 landsliða kvenna fer fram á Íslandi sumarið 2015.  Undirbúningur er þegar hafinn, bæði hjá UEFA og KSÍ og mun sendinefnd frá UEFA heimsækja Ísland í þessari viku.  Fundað verður um ýmis mál og aðstæður skoðaðar.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-126

Félögin þurfa að sýna fram á engin vanskil 1. apríl - 24.3.2014

Þó svo að þátttökuleyfi hafi verið gefin út af leyfisráði til handa öllum 24 félögunum sem undirgangast leyfiskerfið er vinnunni ekki lokið. Fjárhagskröfurnar eru stífar og þá sérstaklega gagnvart því að ekki sé um vanskil að ræða gagnvart öðrum félögum, og svo gagnvart leikmönnum og þjálfurum.  Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Breyting á hópnum sem leikur í Portúgal - 21.3.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert breytingu á hópnum sem leikur í milliriðli fyrir EM í Portúgal. Birkir Guðmundsson, úr Aftureldingu, kemur inn í hópinn í stað Alberts Guðmundssonar sem fær ekki leyfi frá félagi sínu, Heerenveen í Hollandi, til að taka þátt í þessu móti. Lesa meira
 
Úrslitaleikur Valitors bikars kvenna Valur - KR

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 27. mars - 21.3.2014

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 27. mars kl. 19:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Gunnar Jarl Jónsson FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu. Lesa meira
 
11.-supufundur

Súpufundur um ferðakostnað knattspyrnufélaga beint á Sport TV - FRESTAÐ UM EINA VIKU! - 19.3.2014

Miðvikudaginn 26. mars klukkan 12.00-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er ferðakostnaður knattspyrnufélaga. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesarar eru Halla Kjartansdóttir og Bjarni Ólafur Birkisson.

Lesa meira
 
U17-karla-i-Russlandi-sigurlidid

U17 karla - Hópurinn sem leikur í Portúgal - 19.3.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM í Portúgal dagana 26. - 31. mars.  Mótherjarnir verða, auk heimamanna, Lettar og Úkraínumenn en fyrsti leikurinn er gegn síðastnefndu þjóðinni.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþingið í Hofi 15. febrúar 2014

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar 13. mars - 18.3.2014

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar, sem haldinn var 13. mars var m.a. skipað í embætti innan stjórnar sem og skipað í fastanefndir KSÍ. Gísli Gíslason er nýr ritari stjórnar og Jóhannes Ólafsson kemur nýr inn í stjórn Knattspyrnusambandsins ásamt því að Ingvar Guðjónsson kemur inn í varastjórn.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Moldavíu

U17 kvenna - Úrtaksæfingar helgina 22. og 23. mars - 17.3.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 28 leikmenn á úrtaksæfingar sem fram fara helgina 22. og 23. mars.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og á sunnudeginum verður leikinn æfignaleikur í Egilshöll. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Vilhjálmur Alvar og Ívar Orri til Englands - 17.3.2014

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Ívar Orri Kristjánsson halda til Englands í vikunni þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni.  Þeir munu einnig starfa á leikjum í U21 deildinni í Englandi sem og sækja ráðstefnu úrvaldsdeildardómara og aðstoðardómara.
Lesa meira
 
Haust í Laugardalnum

Öll þátttökuleyfi 2014 veitt - 14.3.2014

Seinni fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014 fór fram í dag, föstudaginn 14. mars.   Niðurstaðan var sú að allar umsóknir voru samþykktar og hafa öll 24 félögin því fengið útgefin leyfi fyrir sumarið.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Tap í seinni leiknum gegn Finnum - 13.3.2014

Stelpurnar í U19 biðu lægri hlut gegn stöllum sínum frá Finnlandi í síðari vináttulandsleik liðanna sem leikinn var í Finnlandi. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir heimastúlkur sem leiddu með einu marki í leikhléi. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland í 52. sæti - 13.3.2014

Íslenska karlalandsliðið fellur niður um fjögur sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag.  Ísland er í 52. sæti listans en sem fyrr eru Spánverjar á toppnum og Þjóðverjar koma þar næstir. Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Vináttulandsleikur gegn Eistlandi 4. júní á Laugardalsvelli - 13.3.2014

Knattspyrnusambönd Íslands og Eistlands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 4. júní.  Samkomulagið felur einnig í sér að þjóðirnar mætist aftur í Tallinn, 31. mars 2015. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Finnum 11. mars

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Finnum - 13.3.2014

Stelpurnar í U19 leika í dag, seinni vináttulandsleik sinn gegn Finnum en leikið er í Eerikkilä Sport School.  Fyrri leiknum lauk með 4 - 1 sigri Finna og ljóst að erfiður leikur bíður stelpnanna í dag.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið og má sjá það hér að neðan. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Unglingadómaranámskeið hjá Vikingi mánudaginn 17. mars - 12.3.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking og hefst kl. 19:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.  Lesa meira
 

A kvenna - Þriðja sætið tryggt á Algarve með sigri á Svíum - 12.3.2014

Ísland tryggði sér þriðja sætið á Algarve mótinu sem lýkur í dag en þær lögðu Svía í frábærum leik, 2 - 1.  Þetta er aðeins í annað skiptið sem Ísland leggur Svíþjóð hjá A landsliði kvenna í 15 leikjum.

Lesa meira
 
Grindavík

Unglingadómaranámskeið hjá Grindavík mánudaginn 17. mars - 12.3.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Knattspyrnudeild UMFG og hefst kl. 20:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem verða 15 ára á almanaksárinu og eldri. Lesa meira
 
Dóra María Lárusdóttir verður fyrirliði í sínum 100 landsleik þegar leikið verður gegn Svíum á Algarve

A kvenna - Dóra María fyrirliði í sínum 100 landsleik - 12.3.2014

Dóra María Lárusdóttir leikur sinn 100 landsleik í dag fyrir íslenska landsliðið en liðið leikur við Svía um bronsið á Algarve-mótinu. Leikurinn hefst klukkan 11:00 og fer fram í Lagos.  Dóra verður fyrirliði íslenska liðsins en Freyr Alexandersson hefur tilkynnt byrjunarliðið og má sjá það að neðan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Finnum 11. mars

U19 kvenna - Finnskur sigur í fyrri leiknum - 11.3.2014

Stelpurnar í U19 töpuðu gegn Finnum í fyrri vináttulandsleik þjóðanna sem fram fór í Eerikkilä Sport School í dag.  Lokatölur urðu 4 - 1 fyrir heimastúlkur sem leiddu í leikhléi, 2 - 0.

Liðin eigast við aftur, á sama stað, fimmtudaginn 13. mars og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland leikur um bronsið klukkan 11:00 á morgun - 11.3.2014

Íslenska A-landslið kvenna leikur um bronsið á Algarve-mótinu á mótinu en leikurinn fer fram klukkan 11:00 í Lagos. Upphaflega stóð til að leikurinn yrði seinna um daginn en Svíar óskuðu eftir breytingu á leiktíma sem var samþykkt af íslenska liðinu.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Byrjunarliðið í fyrri vináttulandsleiknum gegn Finnum - 11.3.2014

Stelpurnar í U19 leika í dag fyrri vináttulandsleik sinn gegn Finnum og er leikið ytra, í Eerikkilä Sport School.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag og má sjá það hér að neðan.

Lesa meira
 

Knattspyrnulögin 2013 - 2014 - 11.3.2014

Knattspyrnulögin 2013 - 2014 eru nú aðgengileg hér á heimasíðunni í íslenskri þýðingu.  Alþjóðanefndin (IFAB) kom saman 1. mars síðastliðinn og voru engar efnislegar breytingar gerðar á lögunum heldur var eingöngu um smávægilegar breytingar á texta laganna. Lesa meira
 
Frosti Viðar Gunnarsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson

Frosti og Gunnar á aðstoðardómararáðstefnu UEFA - 11.3.2014

FIFA aðstoðardómararnir, Frosti Viðar Gunnarsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson, eru þessa dagana staddir í Lissabon í Portúgal þar sem þeir sitja UEFA ráðstefnu fyrir aðstoðardómara. Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA heldur slíka ráðstefnu sem einblínir eingöngu á aðstoðardómara. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Drög að leikjaniðurröðun 2014 - Athugasemdafrestur til 20. mars - 11.3.2014

Drög að leikjaniðurröðun í mótum sumarsins hefur verið birt á vef KSÍ. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi fimmtudaginn 20. mars
Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Fyrri fundur leyfisráðs í ferlinu fyrir 2014 - 10.3.2014

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014 fór fram í kvöld, mánudagskvöld.  Ekki voru gefin út nein þátttökuleyfi á fundi leyfisráðs í kvöld og bíða þau öll lokaafgreiðslu á seinni fundi ráðsins, sem fram fer næstkomandi föstudag.

Lesa meira
 

A kvenna - Kínverjar lagðir á Algarve - 10.3.2014

Ísland vann sætan sigur á Kínverjum í lokaleik liðsins í riðlakeppninni á Algarve mótinu í Portúgal.  Íslenska liðið vann með einu marki gegn engu og kom markið í uppbótartíma þegar Fanndís Friðriksdóttir skoraði beint úr hornspyrnu.  Þessi sigur þýðir að íslenska liðið mætir því sænska í leik um þriðja sætið á miðvikudaginn

Lesa meira
 
Gervigrasvöllurinn á Ísafirði, Torfnesvöllur

Hæfileikamótun KSÍ á Ísafirði á þriðjudag og miðvikudag - 10.3.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður á Ísafirði á þriðjudaginn og miðvikudaginn 11. - 12. mars. Þorlákur Árnason verður með æfingar fyrir bæði stelpur og stráka í 3. og 4. flokki.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu

U16 og U17 karla - Æfingar um komandi helgi - 10.3.2014

Um komandi helgi verða æfingar hjá U16 og U17 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrisson og Þorlákur Árnason, valið leikmenn fyrir þessar æfingar og má sjá nöfn þeirra hér að neðan.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll. Lesa meira
 
Þjálfarateymi kvennalandsliðsins, Ólafur Pétursson, Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Kína á Algarve - 10.3.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kína í síðasta leik riðlakeppni Algarve mótsins. Leikurinn hefst kl. 17:30 og með sigri tryggir Ísland sér annað sætið í riðlinum.

Lesa meira
 

A kvenna - Sætur sigur á Noregi - 7.3.2014

Stelpurnar unnu góðan sigur á Noregi í dag á Algarve mótinu en þetta var annar leikur Íslands á mótinu. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir íslenska liðið eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni verður svo á mánudaginn þegar leikið verður gegn Kína.

Lesa meira
 
Þóra B. Helgadóttir

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve í dag - 7.3.2014

Byrjunarliðið Íslands gegn Noregi hefur verið opinberað og má sjá það með því að smella hér að neðan.  Fjölmargar breytingar eru gerðar frá leiknum gegn Þýskalandi. Þóra B. Helgadóttir leikur sinn 100 leik og mun því bera fyrirliðabandið í leiknum.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Moldavíu

Æfingar framundan hjá U16 U17 og U19 kvenna - Uppfærðir æfingatímar - 7.3.2014

Helgina 8. - 9. mars verða æfingar hjá U16, U17 og U19 kvenna og fara þær fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar og má sjá nöfn þeirra hér að neðan.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Öruggur sigur U19 karla á Svíum í Egilshöll - 6.3.2014

U19 landslið karla vann 2-0 sigur á Svíum í vináttulandsleik sem fram fór í Egilshöll í dag, fimmtudag.  Sigurinn var talsvert öruggari en tölurnar gefa til kynna, því sænska liðið missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik og náði ekki að ógna íslenska markinu.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Byrjunarlið U19 karla í seinni leiknum við Svía - 6.3.2014

U19 landslið karla mætir Svíum í annað sinn á þremur dögum í Egilshöll í dag, fimmtudag, og hefst leikurinn, sem er í beinni útsendingu á Sport TV, kl. 09:45.  Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Þýskur fimm marka sigur á Algarve - 6.3.2014

A landslið kvenna tapaði með fimm mörkum gegn engu þegar liðið mætti Þýskalandi í fyrsta leik á Algarve-mótinu í Portúgal á miðvikudag.   Þýska liðið, sem var ógnarsterkt að venju, skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og tvö í þeim seinni.

Lesa meira
 
Úr leik Wales og Íslands (mynd frá faw.org.uk)

Velskur 3-1 sigur í Cardiff - 5.3.2014

Það er óhætt að segja að dýrasti knattspyrnumaður heims, Gareth Bale, hafi átt góðan dag í Cardiff þegar Wales mætti Íslandi í vináttulandsleik.  Bale, sem leikur eins og kunnugt er með Real Madrid á Spáni, lagði upp tvö fyrstu mörk heimamanna og skoraði svo það þriðja í 3-1 sigri á Íslendingum. 

Lesa meira
 

Byrjunarlið A karla gegn Wales - 5.3.2014

Byrjunarlið A karla gegn Wales hefur verið opinberað, en liðin mætast í vináttulandsleik í Cardiff sem hefst kl. 19:45 í kvöld, miðvikudagskvöld, og er í beinni útsendingu á Skjásport.  Það er ekki margt sem hefur á óvart í liðsvali og uppstillingu þeirra Lars og Heimis, en þó er athyglisvert að Theodór Elmar Bjarnason leikur í hægri bakverði.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Kasakstan

Grátlegt tap hjá U21 karla í Astana - 5.3.2014

U21 landslið karla tapaði með grátlegum hætti 3-2 gegn Kasakstan í undankeppni EM 2015, en leikið var í Astana í Kasakstan í dag, miðvikudag.  Þrátt fyrir úrslit dagsins er Ísland í vænlegri stöðu og stefnir enn hraðbyri í umspil um sæti í lokakeppninni.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi - 5.3.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið byrjunarliðið sem mætir Þýskalandi í dag á Algarve-mótinu. Tveir leikmenn stíga sín fyrstu spor á stóra sviðinu en Ásgerður Stefanía og Soffía Arnþrúður byrja inn á í leiknum, sem hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Merki U21 karla

Byrjunarlið U21 karla gegn Kasakstan í dag - 5.3.2014

U21 landslið karla mætir Kasakstan í undankeppni EM 2015 í dag, miðvikudag.  Leikið er í Astana og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef UEFA.  Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað. Lesa meira
 

Dóra María varafyrirliði íslenska landsliðsins - 4.3.2014

Dóra María Lárusdóttir er orðin varafyrirliði íslenska landsliðsins en þetta var tilkynnt á fundi með liðinu í kvöld á Algarve. Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði liðsins en hún tók við fyrirliðabandinu af Margréti Láru Viðarsdóttur.

Lesa meira
 
Æfing á æfingasvæði Cardiff fyrir vináttulandsleik Wales og Íslands

A karla - Vináttulandsleikur gegn Wales framundan - 4.3.2014

Framundan er vináttulandsleikur hjá karlalandsliði okkar gegn Wales á morgun, miðvikudaginn 5. mars kl. 19:45.  Liðið æfði í dag á æfingasvæði úrvalsdeildarliðs Cardiff en það er í göngufæri frá hóteli íslenska liðsins.  Létt æfing verður þar einnig á leikdag en æfingavellirnir eru nokkuð blautir eftir miklar rigningar síðustu misseri en engu að síður í þokkalegu ástandi.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Öruggur 3-0 sigur U19 karla á Svíum - 4.3.2014

Ísland mætti Svíþjóð í vináttuleik U19 karla í Kórnum fyrr í dag, þriðjudag, og fór Ísland með öruggan 3-0 sigur af hólmi. Íslenska liðið leiddi með einu marki í hálfleik og bætti við öðru marki fljótlega í þeim seinni, auk þess sem Svíar skoruðu eitt sjálfsmark. 

Lesa meira
 
Geir og Haukur eftir undirritun samningsins

Borgun framlengir farsælu samstarfi við KSÍ - 4.3.2014

Borgun hefur framlengt samstarfssamningi sínum við Knattspyrnusamband Íslands til fjögurra ára. Borgun hefur verið einn af bakhjörlum KSÍ og mun áfram vera meðal þeirra öflugu fyrirtækja sem hafa séð sóknarfærin í því að vera öflugur samherji KSÍ.

Lesa meira
 
Mottumars 2014

Knattspyrnuhreyfingin tekur þátt í Mottumars 2014 - 4.3.2014

Nú er hafinn marsmánuður, sem er auðvitað miklu meira en bara einn af tólf mánuðum ársins.  Þetta er Mottumars, og mun knattspyrnuhreyfingin að sjálfsögðu taka virkan þátt eins og áður.  KSÍ hvetur alla sem þetta lesa til að skrá sig til þátttöku. Lesa meira
 
Fyrir æfingu í Wales

A karla - Strákarnir komnir til Cardiff - 3.3.2014

Karlalandsliðið er komið til Cardiff en framundan er vináttulandsleikur gegn Wales sem fram fer á miðvikudaginn.  Æft var á keppnisvellinum, Cardiff City Stadium, í dag en á þeim velli leikur landsliðsfyrirliðinn , Aron Einar Gunnarsson, heimaleiki með félagsliði sínu Cardiff.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ III á Akureyri aflýst - 3.3.2014

Knattspyrnusamband Íslands hefur neyðst til að aflýsa 3. stigs þjálfaranámskeiði, sem fara átti fram helgina 21.-23. mars á Akureyri. Ástæða aflýsingarinnar er dræm þátttaka. Lesa meira
 
Kristinn og Ágúst með viðurkenningar sínar

Vallarstjórar ársins heiðraðir á aðalfundi SÍGÍ - 3.3.2014

Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi héldu aðalfund sinn síðastliðinn föstudag. Þar voru kunngerð úrslit í vali á knattspyrnu- og golfvallastjóra ársins.  Þetta er annað árið sem valið fer fram, en það eru dómarar og þjálfarar í efstu deild karla sem velja knattspyrnuvallastjóra ársins.

Lesa meira
 
Frá æfingu hjá U16 og U17 karla í Fjarðabyggðahöllinni í mars 2009

Úrtaksæfing fyrir drengi fædda 1999 á Reyðarfirði á miðvikudag - 3.3.2014

Úrtaksæfing  fyrir drengi fædda 1999 verður á Reyðarfirði næstkomandi miðvikudag kl. 18.30.  Æfingin verður í Fjarðabyggðarhöllinni og er mæting kl.18.00. Freyr Sverrisson þjálfari U16 mun sjá um æfinguna. Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Hæfileikamótun KSÍ í Fjarðabyggðarhöll - 3.3.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður í Fjarðarbyggðarhöllinni í Reyðarfirði næstkomandi miðvikudag. Þar verða æfingar fyrir bæði stelpur og stráka í 4. flokki.  Stúlkurnar byrja kl.16.00 og strákarnir kl.17.15.  Smellið hér að neðan til að skoða nánar.


Lesa meira
 

Sex landsleikir á fjórum dögum - 3.3.2014

Það verður svo sannarlega nóg um að vera hjá landsliðunum okkar  í vikunni, bæði hér heima og á erlendri grundu.  Alls leika fjögur landslið sex landsleiki á fjórum dögum.  U19 karla leikur tvo leiki hérlendis, U21 karla leikur í Kasakstan, A karla í Wales, og A kvenna leikur tvo leiki í Algarve-bikarnum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla - Seinni leikur við Noreg 2014

Norskur þriggja marka sigur í Kórnum - 2.3.2014

U17 karlalandslið Íslands og Noregs mættust öðru sinni í Kórnum í Kópavogi í dag, sunnudag, en liðin mættust á sama stað á föstudag.  Norðmenn höfðu betur í fyrri leiknum og það gerðu þeir einnig í þeim síðari, þegar þeir unnu 3-0 sigur.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Norskur sigur í fyrri vináttulandsleiknum - 28.2.2014

Strákarnir í U17 töpuðu í dag fyrri vináttulandsleik sínum gegn Norðmönnum en liðin mættust í Kórnum.  Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Norðmenn sem leiddu 0 - 1 í leikhléi.  Liðin mætast aftur á sunnudaginn og fer sá leikur einnig fram í Kórnum og hefst kl. 11:00. Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem mætir Wales í vináttulandsleik - 28.2.2014

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt hópinn sem mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff, miðvikudaginn 5. mars.  Leikið verður á Cardiff City Stadium og hefst leikurinn kl. 19:45 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Leikið við Noreg í dag kl. 14:00 - 28.2.2014

Strákarnir í U17 leika í dag fyrri vináttulandsleik sinn við Noreg og hefst leikurinn kl. 14:00, föstudaginn 28. febrúar, í Kórnum.  Síðari leikur þjóðanna fer einnig fram í Kórnum, sunnudaginn 2. mars kl. 11:00.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Bríet, Birna og Rúna dæma á La Manga - 27.2.2014

Bríet Bragadóttir dómari og aðstoðardómararnir Birna Bergstað Þórmundsdóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir, munu dæma á æfingamóti U23 landsliða kvenna.  Mótið verður á La Manga í umsjón norska knattspyrusambandsins og hefst nú í byrjun mars. Lesa meira
 

Mikilvægi öflugra stuðningsmanna seint metið til fulls  - 27.2.2014

Fjallað er um sérstakan tengilið stuðningsmanna landsliða Íslands í knattspyrnu við KSÍ í febrúarútgáfu fréttabréfs UEFA um stuðningsmannamál.  UEFA hefur í nokkur ár hvatt knattspyrnusambönd og félagslið til að virkja og efla tengslin við stuðningsmenn.  

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Hópurinn sem mætir Finnum - 27.2.2014

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem mætir Finnum í tveimur vináttulandsleikjum ytra, 11. og 13. mars næstkomandi.  Þessir leikir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir keppni í milliriðlum EM en íslenska liðið leikur í Króatíu í apríl.

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna fer fram um helgina í höfuðstöðvum KSÍ - 26.2.2014

Um komandi helgi fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það Juan Antonio Fernandez Marin, fyrrum FIFA dómari frá Spáni, sem verður gestur ráðstefnunnar.

Lesa meira
 
ÍA

Unglingadómaranámskeið hjá ÍA mánudaginn 3. mars - 26.2.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍA og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn sem mætir Svíum - 26.2.2014

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hópinn sem mætir Svíum í tveimur vináttulandsleikjum, 4. og 6. mars næstkomandi. Kristinn velur 20 leikmenn í hópinn fyrir þessa leiki sem fara fram í Kórnum og Egilshöll. Lesa meira
 
Frá fundi SÍGÍ um klakavandamál

Myndband frá fyrirlestri um klakavandamál - 25.2.2014

Miðvikudaginn 29, janúar hélt Bjarni E. Guðleifsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum.  Fyrirlesturinn var á vegum SÍGÍ og hér að neðan má finna myndband af þessum fundi. Lesa meira
 
Valur

Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar sjöunda árið í röð - 25.2.2014

Það voru Valsstúlkur sem fögnuðu Reykjavíkurmeistaratitlinum í gærkvöldi þegar þær lögðu Fylki í úrslitaleik sem fram fór í Egilshöll.  Lokatölur urðu 2 -1 fyrir Val eftir að jafnt hafði verið í leikhléi, 1 - 1.  Valur hefur því unnið þennan titil 7 ár í röð og í 23 skipti alls.

Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Tveir léku ólöglegir með Selfossi gegn Víkingi R, - 24.2.2014

Tveir leikmenn léku ólöglegir með Selfossi í Lengjubikarnum þann 23. febrúar síðastliðinn, þegar Selfyssingar mættu Víkingi R.  Í samræmi við reglugerð um deildarbikarkeppni standa úrslit leiksins óbreytt, en Selfossi er gert að greiða sekt.

Lesa meira
 
Merki U21 karla

U21 landsliðshópurinn sem fer til Kasakstan - 24.2.2014

U21 landslið karla mætir Kasakstan í undankeppni EM 2015 ytra þann 5. mars næstkomandi, sama dag og A karla leikur vináttuleik gegn Wales í Cardiff og A kvenna mætir Þýskalandi í Algarve-bikarnum.  Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 karla, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir leikinn í Astana.

Lesa meira
 

Algarve-hópurinn 2014 tilkynntur - Viðtal við Frey - 24.2.2014

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt leikmannahópinn fyrir Algarve-bikarinn 2014.  Um 23 manna hóp er að ræða og eru 9 leikmenn á mála hjá erlendum félagsliðum.  Mótið hefst 5. mars og er fyrsti leikur Íslands gegn stórliði Þýskalands.

Lesa meira
 
Chris Coleman - Mynd frá FAW

Bale í landsliðshópi Wales gegn Íslandi - 24.2.2014

Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir vináttuleikinn við Íslendinga, sem fram fer í Cardiff þann 5. mars næstkomandi.  Coleman tilkynnir 23 manna hóp og tilkynnir jafnframt 12 leikmenn utan hóps til vara.  Þekktasti leikmaðurinn í welska hópnum er án vafa Gareth Bale.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Vesturland - 24.2.2014

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Vesturland verður í Akraneshöllinni þriðjudaginn 25. febrúar og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Stelpur eiga að mæta kl.15:00 og strákar kl.16:30.  Smellið hér að til að sjá nöfn þeirra sem boðuð hafa verið á þessar æfingar.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Undankeppni EM 2016 - Ísland leikur gegn Hollandi í A riðli - 23.2.2014

Dregið var í dag í undankeppni EM 2016 en úrslitakeppnin fer fram í Frakklandi það ár. Dregið var í Nice í Frakklandi og er óhætt að segja að íslenska liðinu bíði spennandi og krefjandi verkefni. Ísland var í 5. styrkleikaflokki og var dregið í A riðil ásamt: Hollandi, Tékklandi, Tyrklandi, Lettlandi og Kasakstan

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts kvenna - Valur mætir Fylki - 21.2.2014

Það verða Valur og Fylkir sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna og fer leikurinn fram í Egilshöll, mánudaginn 24. febrúar. Þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleiki gærkvöldsins þar sem Valur lagði KR, 4 - 1 og Fylkir hafði betur gegn Fjölni, 3 - 1.

Lesa meira
 

Heilahristingur - Leiðbeiningar frá Heilbrigðisnefnd KSÍ - 21.2.2014

Heilbrigðisnefnd KSÍ hefur gefið út leiðbeiningar/ráðleggingar varðandi höfuðhögg er geta leitt til heilahristings. Það er mikilvægt að kynna sér þessar leiðbeiningar vandlega og eru aðildarfélög beðin um að gera það og koma þessu áfram til viðeigandi aðila innan síns félags. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópurinn sem mætir Norðmönnum - Uppfært - 20.2.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem mætir Norðmönnum í tveimur vináttulandsleikjum 28. febrúar og 2. mars.  Leikirnir fara báðir fram í Kórnum en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir keppni U17 karla sem leikur í milliriðli EM í Portúgal í mars

Lesa meira
 

Formaður og framkvæmdastjóri KSÍ funduðu með mennta- og menningarmálaráðherra - 20.2.2014

Formaður og framkvæmdastjóri KSÍ sátu fund með Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og hans aðstoðarfólki  miðvikudaginn 19. febrúar og fór fundurinn fram í ráðuneytinu að Sölvhólsgötu.  Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Skiladagur fjárhagsgagna er fimmtudagurinn 20. febrúar - 19.2.2014

Fimmtudagurinn 20. febrúar er skiladagur fjárhagsgagna í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014.  Þau félög sem undirgangast leyfiskerfið, þ.e. félög í efstu tveimur deildum karla, þurfa þá að skila til leyfisstjórnar ársreikningum sínum og öðrum fylgigögnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hæfileikamótun KSÍ í Hveragerði föstudaginn 21. febrúar - 19.2.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður í Hamarshöllinni í Hveragerði föstudaginn 21.febrúar næstkomandi. Þetta er æfing fyrir krakka í 4.flokki. Stelpur eiga að mæta kl.14.30 og strákar kl.16.00. Hér að neðan má sjá nöfn þeirra sem boðuð hafa verið á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Lúðvík Georgsson var sæmdur Heiðurskross ÍSÍ á 68. ársþingi KSÍ

Lúðvík sæmdur Heiðurskrossi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands - 18.2.2014

Lúðvík Georgsson var, á 68. ársþingi KSÍ, sæmdur Heiðurskrossi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og var það Hafsteinn Pálsson, formaður heiðursráðs sambandsins, sem sæmdi Lúðvík krossinum.

Lesa meira
 
Jón Gunnlautsson og Guðni Kjartansson fengu heiðurskross KSÍ á 68. ársþingi KSÍ

Guðni Kjartansson og Jón Gunnlaugsson fengu Heiðurskross KSÍ - 18.2.2014

Á 68. ársþingi KSÍ sem haldið var á Akureyri um nýliðna helgi, voru þeir Guðni Kjartansson og Jón Gunnlaugsson sæmdir Heiðurskrossi KSÍ.  Heiðurskross þessi, sem er æðsta heiðursmerki KSÍ, veitist aðeins undir alveg sérstökum kringumstæðum þeim, sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu

Æfingar hjá kvennalandsliðunum um helgina - 17.2.2014

Um komandi helgi verða æfingar hjá kvennalandsliðunum okkar og fara þær fram í Kórnum og í Egilshöll.  Landsliðþjálfararnir, Freyr Alexandersson, Ólafur Þór Guðbjörnsson og Úlfar Hinriksson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar og má sjá nöfn þeirra hér að neðan.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn 2014 - Dregið í fyrstu umferðunum - 17.2.2014

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Borgunarbikars karla og kvenna 2014.  Borgunarbikarinn í ár hefst hjá körlunum 3. maí en konurnar hefja svo leik 15. maí.  Úrslitaleikurinn í karlaflokki fer fram á Laugardalsvelli 16. ágúst en konurnar heyja sína úrslitabaráttu tveimur vikum síðar á sama stað. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fyrirlestur um kynferðislegt ofbeldi innan íþrótta 21. febrúar - 17.2.2014

KSÍ stendur fyrir súpufundi föstudaginn 21. febrúar í höfuðstöðvum KSÍ frá 12.00-13.00. Aðgangur er frír og súpa og brauð í boði fyrir fundargesti.  Fyrirlesari er Hafdís Inga Hinriksdóttir en hún er með BA próf í félagsráðgjöf en sem lokaverkefni gerði hún litla rannsókn um kynferðislegt ofbeldi innan íþrótta.

Lesa meira
 
Í leik ÍR og Aftureldingar í 2. deild 2006

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 4. deild karla 2014 - 17.2.2014

Mótanefnd hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2014 og má sjá hana hér að neðan.  Mótanefnd KSÍ áskilur sér rétt til að endurskoða riðlaskiptingu í heild sinni ef breytingar verða á þátttöku. Lesa meira
 
Reykjaneshöll

Hæfileikamótun KSÍ með æfingar í Reykjaneshöllinni - 17.2.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður með æfingar í Reykjaneshöllinni miðvikudaginn 19.febrúar.  Æfingarnar eru fyrir 4.flokk og byrja stelpurnar kl.14.30 og strákarnir kl.16.00.  Hér fyrir neðan má sjá nafnalista þeirra sem boðaðir eru á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ kjörin á ársþingi 2014

68. ársþingi KSÍ lokið - 15.2.2014

Rétt í þessu var 68. ársþingi KSÍ að ljúka en það var haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sleit þinginu um kl. 16:00 og má sjá fréttir af afgreiðslu tillagna hér og aðrar fréttir af þinginu er hægt að finna hér.
Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Guðmundur Benediktsson fékk viðurkenningu - 15.2.2014

Guðmundur Benediktsson hlaut fjölmiðlaviðurkenningu á 68. ársþingi KSÍ sem fram fer á Akureyri. Guðmundur fær verðlaunin fyrir að hafa glætt útvarpslýsingar frá fótboltaleikjum nýju lífi með eftirminnilegum hætti, svo eftir hefur verið tekið. Lýsingar hans eru lifandi, hrífandi, hnyttnar, áhugaverðar, spennandi og dramatískar.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Sex félög fengu viðurkenningu fyrir dómaramál - 15.2.2014

Verðlaun voru veitt sex félögum fyrir góða frammistöðu í dómaramálum. Sem fyrr þurfti að uppfylla 10 skilyrði til þess að teljast fyrirmyndarfélag í þeim efnum. FH, Fylkir, ÍA, KA, Sindri og Völsungur stóðust skilyrðin og teljast því vera fyrirmyndarfélög í dómaramálum 2013

Lesa meira
 

Fram fékk Grasrótarverðlaun KSÍ - 15.2.2014

Fram hlaut sérstaka viður-kenningu fyrir besta grasrótarverkefni ársins 2013. Veturinn 2012-2013 hóf Knattspyrnudeild Fram tilraun með að bjóða upp á fótboltaæfingar á leikskólatímum fyrir börn á leikskólaaldri, þannig að börnin myndu æfa á þeim tímum dagsins sem þau voru í leikskólanum, en ekki seinnipart dags.
Lesa meira
 

Barna- og unglingaráð Dalvíkur fékk Jafnréttisverðlaun KSÍ - 15.2.2014

Barna- og unglingaráð Dalvíkur fékk Jafnréttisverðlaun KSÍ á 68. ársþingi KSÍ. Verðlaunin fengu þau fyrir verkefni sem miðaði að því að fjölga iðkendum af erlendum uppruna og hefur gengið afar vel.

Lesa meira
 

Stjarnan fékk Kvennabikarinn - 15.2.2014

Það var Stjarrnan sem hlaut Kvennabikarinn fyrir árið 2013 en það eru verðlaun fyrir háttvísi í Pepsi-deild kvenna.  Verðlaunin voru veitt á 68. ársþingi KSÍ sem haldið er í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Lesa meira
 

KR og Grindavík hlutu Dragostytturnar - 15.2.2014

KR og Grindavík fengu Dragostytturnar á 68. ársþingi KSÍ sem haldið er Menningarhúsinu Hofi.  Þá fengu HK, Fjarðabyggð og Árborg viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.

Lesa meira
 

Setningarræða formanns á 68. ársþingi KSÍ  - 15.2.2014

Ársþing KSÍ, það 68. í röðinni, hefur verið sett en það fer fram í Menningahúsinu Hofi á Akureyri.  Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, setti þingið kl. 11:00 í morgun og hér að neðan má sjá setningarræðu formanns

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

68. ársþing KSÍ hafið - Fylgst með afgreiðslu tillagna hér - 15.2.2014

Hér að neðan má sjá tillögur sem KSÍ hefur borist og teknar verða til afgreiðslu á ársþinginu. Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni undir "Um KSÍ" og "Ársþing". 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokuð frá kl. 11:00 föstudag - 14.2.2014

Skrifstofa KSÍ verður lokuð frá kl. 11:00, föstudaginn 14. febrúar, vegna undirbúnings við ársþing KSÍ.  Ársþingið, það 68. í röðinni, verður sett laugardaginn 15. febrúar kl. 11:00 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn hefst í kvöld með leik HK og Þróttar - 14.2.2014

Keppni í A deild karla í Lengjubikar KSÍ hefst í kvöld en þá mætast HK og Þróttur í fyrsta leik mótsins.  Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 18:15.  Fjölmargir leikir fara svo fram um helgina og er hægt að sjá dagskrána með því að smella á "Næstu leikir" hér til vinstri á síðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þingfulltrúar á 68. ársþingi KSÍ - 13.2.2014

Laugardaginn 15. febrúar næstkomandi fer fram 68. ársþing KSÍ í Hofi á Akureyri. Alls hafa 144 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 122 fulltrúa.Smellið hér að neðan til að skoða yfirlit yfir þá aðila sem tilkynntir hafa verið sem þingfulltrúar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dagskrá 68. ársþings KSÍ - 11.2.2014

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands 2014, það 68. í röðinni, fer fram í Hofi á Akureyri laugardaginn 15. febrúar næstkomandi.  Afhending þinggagna hefst kl. 10:00.  Dagskrá þingsins má skoða með því að smella hér að neðan.

Lesa meira
 
Fram

Framarar Reykjavíkurmeistarar karla 2014 - 11.2.2014

Framarar hömpuðu Reykjavíkurmeistaratitli karla 2014 með því að leggja KR í úrslitaleik eftir jafnan og spennandi leik.  Úrslit réðust í vítaspyrnukeppni, en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1.  Framarar hafa þar með unnið þennan titil 26 sinnum

Lesa meira
 
U17-karla-i-Russlandi-sigurlidid

U17 karla - Tveir hópar á æfingum um helgina - 10.2.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið tvo hópa fyrir æfinga um komandi helgi en æfingarnar fara fram, sem fyrr, í Kórnum og Egilshöll. Alls eru 36 leikmenn boðaðir á þessar æfinga og má sjá hópana hér að neðan. Lesa meira
 
ÍBV

Hæfileikamótun í Vestmannaeyjum - Dagskrá og nafnalisti - 10.2.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður í Vestmannaeyjum dagana 11. - 12..febrúar. Þorlákur Árnason mun stjórna æfingum hjá stúlkum og drengjum á aldrinum 13 - 15 ára. Þá mun hann einnig funda með stjórn og þjálfurum ÍBV.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Frábær árangur landsliða - 10.2.2014

Árið 2013 var afar gott knattspyrnuár. Árangurinn var í heildina þannig, að réttilega er liðið ár sagt hið besta í íslenskri knattspyrnusögu. Góð uppskera byggir á mörgum þáttum en fyrst og fremst á traustum grunni.

Lesa meira
 

Góður árangur landsliða leiðir til aukinna útgjalda - 7.2.2014

KSÍ birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2013.  Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2013 námu 972 milljónum króna samanborið við 842 milljónir króna á árinu 2012. Að teknu tilliti til fjármagnsliða er hagnaður af starfsemi KSÍ ríflega 57 milljónir króna.   Þegar tillit er tekið til styrkja og framlaga til aðildarfélaga var tap á rekstrinum að upphæð 28 milljónir króna. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fram og KR mætast í úrslitum Reykjavíkurmóts KRR - 7.2.2014

Það verða Fram og KR sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts KRR en þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleiki gærkvöldsins.  Fram lagði Val í undanúrslitum og KR hafði betur gegn Fylki.  Úrslitaleikurinn fer fram í Egilshöll, mánudaginn 10. febrúar og hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 
Þróttur

Unglingadómaranámskeið á Neskaupstað fimmtudaginn 13. febrúar - 6.2.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Þrótt Neskaupstað og hefst kl. 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
Sindri

Dagskrá heimsóknar á Hornafjörð - 5.2.2014

Þorlákur Árnason stýrir Hæfileikamótun KSÍ og mun heimsækja staði og félög á næstu misserum í þeim tilgangi.  Fyrsta heimsókn Þorláks er á Hornafjörð þar sem hann mun stjórna æfingum og fundum stúlkna og drengja á aldrinum 13 - 15 ára.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhúsið Báran Hornafirði

Hæfileikamótun KSÍ að hefjast - 5.2.2014

Þessa dagana er Hæfileikamótun KSÍ að fara af stað og er það Þorlákur Árnason sem fer fyrir verkefninu.  Fyrsti staðurinn sem Þorlákur heimsækir er Hornafjörður en fyrirhuguð dagskrá í febrúar er svohljóðandi:

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn og félagar dæma á Copa del Sol - 4.2.2014

Þrír íslenskir dómarar eru nú við störf á Copa del Sol þar sem þeir dæma á æfingamóti þessa dagana í boði norska knattspyrnusambandsins.  Þetta er dómarinn Kristinn Jakobsson og aðstoðardómararnir, Gunnar Sverrir Gunnarsson og Gylfi Már Sigurðsson

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kosningar í stjórn á 68. ársþingi KSÍ - 3.2.2014

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Moldavíu

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna um komandi helgi - 3.2.2014

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara þær æfingar fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnson, hafa valið leikmannahópa á þessar æfingar og má sjá þá hér að neðan.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur á 68. ársþingi KSÍ - 1.2.2014

68. ársþing KSÍ verður haldið í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, 15. febrúar næstkomandi.  Þingið verður sett kl. 11:00 laugardaginn 15. febrúar og gert er ráð fyrir að því ljúki um kl. 16:00 sama dag. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:

Lesa meira
 
Hefill tekur snjó og klaka af Laugardalsvelli

Snjór og klaki hreinsaður af Laugardalsvelli í dag - 31.1.2014

Í dag var unnið í því að hreinsa snjó og klaka af Laugardalsvelli en sem kunnugt hefur vetrartíð gert grasvöllum gramt í geði síðustu misseri.  Starfsmenn Laugardalsvallar og KSÍ hófust handa í morgun að hreinsa snjó og kaka af vellinum en fengu síðar um daginn liðsauka í veghefli.

Lesa meira
 
Bjarni Guðleifsson

Vel sóttur fyrirlestur Bjarna Guðleifssonar um klaka á íþróttavöllum - 30.1.2014

Miðvikudaginn 29, janúar hélt Bjarni E. Guðleifsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum.  Fyrirlesturinn, sem var á vegum SÍGÍ, var vel sóttur en alls mættu 50 manns og hlýddu á Bjarna.

Lesa meira
 
Fylkir

Unglingadómaranámskeið hjá Fylki fimmtudaginn 6. febrúar - 29.1.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.

Lesa meira
 
Stjarnan

Unglingadómaranámskeið hjá Stjörnunni miðvikudaginn 5. febrúar - 29.1.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Stjörnuna og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara þriðjudaginn 4. febrúar - 29.1.2014

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið þriðjudaginn 4. febrúar í höfuðstöðvum KSÍ og hefst það kl. 18:00.  Ólafur Ingvar Guðfinnsson fyrrum FIFA aðstoðardómari mun fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Lesa meira
 
Íþróttahöllin Kórinn í Kópavogi

Vináttulandsleikir hjá U17 og U19 karla á árinu - 28.1.2014

Búið er að staðfesta sex vináttulandsleiki hjá U17 og U19 karla á þessu ári og þar af verða fjórir þeirra leiknir í Kórnum í febrúar og mars.  Þá verða tveir leikir leiknir á Norður Írlandi í byrjun september.

Lesa meira
 

SÍGÍ boðar til fundar um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum - 28.1.2014

SÍGÍ boðar til fundar um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum, miðvikudaginn 29. janúar kl. 14:00, á 3. hæðinni hjá KSÍ.  Á fundinn mætir Bjarni E. Guðleifsson prófessor, en hann hefur rannsakað þetta vandamál til fjölda ára.

Lesa meira
 
U18-karla-Svithjodarmot

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla 1. og 2. febrúar - 28.1.2014

Framundan eru úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar en tveir hópar verða á ferðinni hjá U19 karla.

Lesa meira
 
Þróttur R.

Ólöglegir leikmann hjá Þrótti Reykjavík - 27.1.2014

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að Þróttur Reykjavík tefldi fram ólöglegu liði gegn Fylki í leik í Reykavíkurmótinu sem fram fór 26. janúar síðastliðinn.  Úrslit leiksins er því breytt, í samræmi við grein 40.1 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, og Fylki dæmdur sigur 0 - 3.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Tindastóll og Afturelding hafa deildaskipti í Lengjubikar karla - 27.1.2014

Mótanefnd KSÍ hefur samþykkt erindi Tindastóls um að Tindastóll flytjist úr A-deild Lengjubikars karla og leiki í B-deild.  Við þessa breytingu færist Afturelding upp í A-deild.  Breytingin hefur jafnframt í för með sér breytingar á einstökum leikjum í viðkomandi deildum.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Dregið í undankeppni EM 2016 sunnudaginn 23. febrúar - 24.1.2014

Sunnudaginn 23. febrúar verður dregið í undankeppni EM 2016 og verður Ísland í fimmta styrkleikaflokki. Dregið verður í átta 6 liða riðla og einn 5 liða riðil en í fyrsta skipti verða 24 þjóðir sem leika í úrslitakeppninni sem fer fram í Frakklandi 2016.

Lesa meira
 

Barnaspítali Hringsins fékk afhentar 400.000 krónur - 23.1.2014

Landsliðskonur úr knattspyrnu og handknattleik afhentu í dag Barnaspítala Hringsins veglegan styrk eða 400.000 krónur sem söfnuðust í góðgerðarleik sem liðin léku milli jóla og nýárs. Keppt var báðum greinunum en vel var mætt á viðburðinn sem tókst framar vonum.

Lesa meira
 
Keflavík

Unglingadómaranámskeið hjá Keflavík fimmtudaginn 30. janúar - 23.1.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Keflavík og hefst kl. 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. 

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

KSÍ III þjálfaranámskeið 21.-23. mars á Akureyri - 23.1.2014

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 21.-23. mars á Akureyri. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 22.1.2014

Um helgina fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar og má sjá nöfn þeirra hér að neðan.

Lesa meira
 
Arnór Smárason í leik gegn Svíum í Abu Dhabi

Sænskur sigur í Abu Dhabi - 21.1.2014

Svíar lögðu Íslendinga í vináttulandsleik í dag sem leikinn var í Abu Dhabi í Sameinuðu Furstadæmunum.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Svía eftir að þeir höfðu leitt með einu marki í leikhléi.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Námskeið fyrir dómara þriðjudaginn 28. janúar - 21.1.2014

Námskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, þriðjudaginn 28. janúar kl. 18:00. Kristinn Jakobsson, reyndasti FIFA dómari Íslands, mun kenna á námskeiðinu. Aðaláherslan verður lögð á nýju rangstöðutúlkunina og hendi - ekki hendi. Auk þess geta þátttakendur spurt Kristin spjörunum úr um hin ýmsu efni sem tengjast dómgæslunni.

Lesa meira
 

A karla - Ísland mætir Svíþjóð í dag í vináttulandsleik - 21.1.2014

Landsliðsþjálfararnir, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í vináttulandsleik í dag.  Leikið verður í Abu Dhabi og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 

Klaki fjarlægður af Laugardalsvelli - 20.1.2014

Unnið hefur verið í því í dag að fjarlægja klakabrynju sem legið hefur yfir Laugardalsvelli síðustu vikur.  Klakabrynja þekur marga knattspyrnuvellina þessa dagana og getur farið illa með grasið ef ekki er neitt í gert.

Lesa meira
 
Blaðamannafundur í Abu Dhabi

A karla - Vel fer um karlalandsliðið í Abu Dhabi - 20.1.2014

Framundan er vináttulandsleikur Íslands og Svíþjóðar hjá A landsliði karla en leikið verður í Abu Dhabi, þriðjudaginn 21. janúar.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
Völsungur

Völsungur auglýsir eftir framkvæmdastjóra - 20.1.2014

Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík auglýsir hér með stöðu framkvæmdastjóra félagsins, með aðsetur á Húsavík. Leitað er að metnaðarfullum, jákvæðum og áhugasömum einstaklingi sem er tilbúinn að taka virkan þátt í starfsemi og þróun félagsins. Nánari upplýsingar um starfsemi félagsins má finna á heimasíðu þess, www.volsungur.is
Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Síðasti dagur til að skila inn þátttökutilkynningum er 20. janúar - 20.1.2014

Í dag, mánudaginn 20. janúar, er lokadagurinn til að skila inn þátttökutilkynningum fyrir mót sumarsins 2014.  Skila þarf inn frumriti af þátttökutilkynningum og þurfa þá félög að póstleggja sína tilkynningu í dag. Lesa meira
 

Breytingar á reglugerðum - Hækkun á sektum - 17.1.2014

Á fundi stjórnar KSÍ 16. janúar voru gerðar breytingar á reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál og á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Breytingarnar sem um ræðir snúa að hækkun á upphæðum sekta í tilteknum tilfellum og gjald verður tekið fyrir óskir um breytingar á útgefinni leikjaskrá berist þær með skömmum fyrirvara.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum - Samþykktar á stjórnarfundi 16. janúar - 17.1.2014

Á stjórnarfundi, 16. janúar síðastliðinn, samþykkti stjórn KSÍ reglugerðabreytingar sem sendar hafa verið á aðildarfélög KSÍ. Í nokkrum tilfellum er um viðamiklar breytingar að ræða og eru því aðildarfélög hvött til þess að kynna sér þessar breytingar gaumgæfilega Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Landshlutaæfingar kvenna á Austurlandi 18. janúar - 16.1.2014

Laugardaginn 18. janúar verða landshlutaæfingar kvenna fyrir leikmenn fædda 1998 til 2001 og fara æfingarnar fram í Fjarðabyggðahöllinni undir stjórn Úlfars Hinrikssonar, landsliðsþjálfara U17 kvenna.

Lesa meira
 

23 af 24 félögum hafa skilað leyfisgögnum - 16.1.2014

Miðvikudaginn 15. janúar var skilafrestur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra.  Alls skiluðu 23 af félögunum 24 sem undirgangast leyfiskerfið sínum gögnum innan tímamarka, þ.e. fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2014, en eitt félag fékk framlengingu á skilafresti.

Lesa meira
 
Frá unglingadómaranámskeiði hjá Breiðablik

Unglingadómaranámskeiðin komin á fulla ferð - 16.1.2014

Um þessar mundir eru unglingadómaranámskeiðin komin á fulla ferð en KSÍ heldur þau í samvinnu við aðildarfélögin. Námskeiðin byrjuðu nú í janúar og eru í gangi til loka marsmánaðar. Unglingadómaranámskeiðin eru auglýst með viku fyrirvara á heimasíðu KSÍ en öllum er heimilt á mæta á þau, 15 ára og eldri, burtséð frá því hvaða félagi þeir tilheyra.

Lesa meira
 
Flodljos2005

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar 2014 - 15.1.2014

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.
Lesa meira
 

Kristinn og Sigurður Óli til Englands - 14.1.2014

Kristinn Jakobsson og Sigurður Óli Þorleifsson fara í vikunni til Englands þar sem þeir munu fylgja, og fylgjast með, dómarateymum í tveimur leikjum.  Fyrri leikurinn er á milli Arsenal og Fulham og sá seinni er Chelsea gegn Manchester United.

Lesa meira
 
Haust í Laugardalnum

Góður gangur í leyfismálum - 14.1.2014

Góður gangur er í leyfismálunum og leyfisgögn félaga streyma inn til leyfisstjórnar, enda er skiladagur gagna, annarra en fjárhagslegra, miðvikudagurinn 15. janúar.  Nú þegar hafa 10 félög af 24 skilað, og von er á fleirum fyrir lok dags.

Lesa meira
 

Kosningar á 68. ársþingi KSÍ - 14.1.2014

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 1. febrúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Lesa meira
 

Tillögur fyrir 68. ársþing KSÍ skulu berast í síðasta lagi 15. janúar - 14.1.2014

Eins og kunnugt er verður 68. ársþing KSÍ haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 15. febrúar næstkomandi.  Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 15. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U16 og U17 karla - Æfingar fara fram um helgina - 13.1.2014

Æfingar fara fram hjá U16 og U17 karla um komandi helgi og fara þær fram í Kórnum og Egilshöllinni.  Landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrisson og Þorlákur Árnason, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar og má sjá þá hér að neðan.

Lesa meira
 

Samstarfssamningur KSÍ og Special Olympics á Íslandi undirritaður - 13.1.2014

Í dag var undirritaður samstarfssamningur Knattspyrnusambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra vegna Special Olympics á Íslandi.  Ísland er eitt af fyrstu aðildarlöndum SOI sem staðfesta slíkt samstarf formlega.  KSÍ mun hvetja knattspyrnufélög um land allt til samstarfs á þessu sviði og kynna samstarfið í í tengslum við þjálfaranámskeið barna og unglinga.

Lesa meira
 
Torfi Magnússon tekur við Jafnréttisverðlaunum fyrir hönd FB

Tilnefningar óskast vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ 2013 - 13.1.2014

Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2013. Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjölnir og Valur Íslandsmeistarar í Futsal - 13.1.2014

Fjölnir og Valur tryggðu sér fyrstu Íslandsmeistaratitlana á þessu ári þegar þau höfðu sigur í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu - Futsal.  Keppni í meistaraflokki lauk um helgina og fóru úrslitaleikirnir fram í íþróttahúsinu á Álftanesi. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Námskeið ætlað þjálfurum og markmannsþjálfurum - 10.1.2014

Helgina 31. jan.-2. feb. mun KSÍ halda námskeið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal og í Hamarshöllinni í Hveragerði sem ætlað er að efla þjálfun markmanna hér á landi. Námskeiðið er ætlað öllum þjálfurum sem vilja bæta sig í þjálfun markmanna, jafnt almennum þjálfurum sem og markmannsþjálfurum.
Lesa meira
 
Þorlákur Árnason

Þorlákur Árnason nýr starfsmaður fræðsludeildar - 10.1.2014

Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn nýr starfsmaður fræðsludeildar KSÍ og er ráðning hans tímabundin til eins árs.  Þorlákur mun sinna hæfileikamótun ásamt því að vinna að stefnumótun fyrir landsliðin í samráði við fræðslustjóra, hæfileikanefnd, landsliðsnefndir og landsliðsþjálfara.

Lesa meira
 
Læknaráðstefna 2013

Námskeið í endurlífgun fyrir sjúkraþjálfara 10. og 11. febrúar - 10.1.2014

Námskeið í endurlífgun verður haldið fyrir sjúkraþjálfara þann 10. og 11. febrúar 2014.  Um eitt námskeið er að ræða en hægt að velja á milli tveggja dagsetninga. Námskeiðið hefst kl. 17:00 báða dagana og lýkur um kl. 22:00. Hámarksfjöldi á hvort námskeið 24 og þarf að skrá sig hjá KSÍ fyrir 1. febrúar 2014.
Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Skila þarf umsóknum í Ferðasjóð íþróttafélaga fyrir miðnætti 10. janúar - 10.1.2014

Aðildarfélög KSÍ eru minnt á að umsóknarfrestur í Ferðasjóð íþróttafélaga er til miðnættis, föstudagsins 10. janúar.  Aðildarfélög eru hvött til þess að nýta sér þennan sjóð en öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk úr sjóðnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslandsmeistarar í Futsal 2014 krýndir um helgina - 10.1.2014

Íslandsmeistarar í Futsal 2014 verða krýndir um helgina en keppni í 8 liða úrslitum meistaraflokks karla hefst í kvöld, föstudagskvöld, en undanúrslit meistaraflokks kvenna hefjast á laugardag. Undanúrslita og úrslit karla fara svo fram á Álftanesi en konurnar leika á Selfossi. Lesa meira
 
Fjallað um fjárhagslegar viðmiðunarreglur

Fundað með endurskoðendum um fjárhagslegar viðmiðunarreglur - 10.1.2014

Á fimmtudag var fundað með endurskoðendum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ. 

Megininntak fundarins að þessu sinni var yfirferð á reglum um skuldabyrði og eiginfjárstöðu félaga, sem taka gildi í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2014 - Staðfest niðurröðun - 9.1.2014

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2014. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót KRR hefst í kvöld - 9.1.2014

Reykjavíkurmót KRR hefst í kvöld en allir leikir mótsins fara sem fyrr fram í Egilshöllinni. Fyrsti leikur mótsins að þessu sinni er leikur Fylkis og Vals og hefst hann kl. 19:00 í kvöld. Strax á eftir, eða kl. 21:00, leika svo Fram og Leiknir. Lesa meira
 
Merki austurríska knattspyrnusambandsins

A karla - Vináttulandsleikur gegn Austurríki - 8.1.2014

Knattspyrnusambönd Íslands og Austurríkis hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik þann 30. maí næstkomandi. Leikið verður í Austurríki en þetta er í þriðja skiptið sem karlalandslið þessara þjóða mætast.

Lesa meira
 
bunadur-leikmanna

Aldrei fleiri félagaskipti en árið 2013 - 8.1.2014

Aldrei hafa verið afgreidd fleiri félagaskipti heldur en á nýliðnu ári 2013. Alls voru félagaskiptin 2.404 sem skrifstofa KSÍ afgreiddi en flest höfðu þau verið áður árið 2012, alls 2.230. Fjöldi félagaskipta hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2004 þegar þau voru 1.246.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynningar 2014 hafa verið póstlagðar - 7.1.2014

Þátttökutilkynningar hafa verið póstlagðar til aðildarfélaga KSÍ í almennum pósti og ættu þær að hafa borist aðildarfélögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi. Lesa meira
 
Breiðablik

Unglingadómaranámskeið hjá Breiðabliki þriðjudaginn 14. janúar - 7.1.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Breiðablik og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ IV þjálfaranámskeið 24.-26. janúar 2014 - 7.1.2014

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu helgina 24.-26. janúar 2014. Dagskrá námskeiðsins má sjá hér að neðan.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.

Lesa meira
 
Rúna Kristín að störfum

Rúna Kristín: „Það er hægt að vinna sig hratt upp í dómgæslunni” - 7.1.2014

Rúna Kristín Stefánsdóttir er ungur og efnilegur dómari. Hún hefur dæmt í efstu deildum hér heima, er á þriðja ári sem FIFA-dómari og hún hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Rúna sótti nýverið CORE-dómaranámskeið á vegum UEFA og við settum okkur í samband við Rúnu til að ræða dómaramálin og hvernig það er að vera kvendómari á Íslandi.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

Úrtaksæfingar hjá kvennalandsliðum Íslands um komandi helgi - 6.1.2014

Öll kvennalandslið Íslands verða við æfingar um komandi helgi og fara þær fram í Kórnum og í Egilshöllinni.  Landsliðsþjálfararnir, Freyr Alexandersson, Ólafur Þór Guðbjörnsson og Úlfar Hinriksson hafa boðað tæplega 90 leikmenn á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Þróttur R.

Unglingadómaranámskeið hjá Þrótti mánudaginn 13. janúar - 6.1.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Þrótt og hefst kl. 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
Tölfræðiupplýsingar af vef KSÍ

Leikir og mörk liðs í mótum á tilteknu tímabili - 6.1.2014

Á vef KSÍ er hægt að skoða ógrynni upplýsinga af ýmsu tagi.  Meðal annars er hægt að kalla fram yfirlitstöflu yfir alla leiki liðs á tilteknu ári, og sjá upplýsingar um leikmenn, skiptingar, mörk, fyrirliða, gul og rauð spjöld, o.s.frv. Lesa meira
 
Merki_Wales

A karla - Vináttulandsleikur gegn Wales 5. mars - 6.1.2014

Knattspyrnusambönd Íslands og Wales hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Wales, 5. mars næstkomandi.  Þetta verður sjöunda viðureign þjóðanna hjá A landsliðum karla.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem mætir Svíum í Abu Dhabi - 6.1.2014

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, hafa valið hópinn sem mætir Svíum í vináttulandsleik í Abu Dhabi, þriðjudaginn 21. janúar næstkomandi.  Það eru 20 leikmenn sem skipa hópinn að þessu sinni, þar af eru 5 leikmenn sem ekki hafa leikið A landsleik. 

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2016 í febrúar - 6.1.2014

Dregið verður í riðla í undankeppni EM 2016 þann 23. febrúar næstkomandi.  Drátturinn fer fram í Acropolis Congress Center í Nice í Frakklandi, en úrslitakeppnin fer sem kunnugt er fram þar í landi.  Í úrslitakeppninni 2016 verða í fyrsta sinn 24 lið, fleiri en nokkru sinni áður, en þetta er í 15. sinn sem keppt er um Evrópumeistaratitil landsliða

Lesa meira
 
Fjölnir

Unglingadómaranámskeið hjá Fjölni þriðjudaginn 7. janúar - 2.1.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fjölni og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Námskeiðið er ókeypis. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög