Fréttir

Pepsi-deildin

Stjarnan fer í Kópavoginn í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna - 30.11.2013

Á formanna- og framkvæmdastjórafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag var dregið í töfluröð í Pepsi-deild kvenna og karla og 1. og 2. deild karla. Íslandsmeistarar Stjörnunnar fara í Kópavoginn og leika gegn Breiðablik í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna en í Pepsi-deild karla þá fá Íslandsmeistarar KR Valsmenn í heimsókn.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 50. sæti styrkleikalista FIFA - 28.11.2013

Íslenska karlalandsliðið fellur niður um fjögur sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Ísland er nú í 50. sæti listans en sem fyrr eru Spánverjar í efsta sæti listans og Þjóðverjar koma þar næstir.

Lesa meira
 
Frá U19 drættinum (uefa.com)

U19 karla mætir ríkjandi Evrópumeisturum - U17 karla mætir Portúgal - 28.11.2013

Dregið hefur verið í milliriðla EM U17 og U19 karla 2014, en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í dag, fimmtudag. U17 karla er í riðli með Portúgal og U19 karla er í riðli með Serbum, sem eru ríkjandi Evrópumeistarar í aldursflokknum.  

Lesa meira
 
Frá drættinum (uefa.com)

U17 í riðli með Ítalíu – U19 mætir Tyrklandi og Króatíu - 28.11.2013

Dregið hefur verið í undankeppni EM U17 og U19 karla 2015, en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í dag, fimmtudag. Ítalir verða á meðal andstæðinga U17 karla og mótherjar U19 karla verða Tyrkir, Króatar og Eistlendingar.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Almar Guðmundsson formaður ÍTF

Samstarf KSÍ og ÍTF formlega staðfest - 28.11.2013

Yfirlýsing um samstarf milli KSÍ og ÍTF var undirrituð í höfuðstöðvum KSÍ á miðvikudag.   Með þessu er samstarf KSÍ og ÍTF staðfest með formlegum hætti og gildir yfirlýsingin fyrir árin 2014 og 2015.  Markmiðið með yfirlýsingunni er að vinna að framgangi íslenskrar knattspyrnu og sér í lagi að efla efstu deild karla.

Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U17 og U19 karla - Dregið í milliriðla og undankeppni EM á fimmtudag - 27.11.2013

Á morgun, fimmtudaginn 28. nóvember, verður dregið í milliriðla EM 2014 hjá U17 og U19 karla og í undankeppni EM 2015 hjá sömu aldursflokkum.  Ísland verður í öllum pottum þegar dregið verður í höfuðstöðvum UEFA en hægt verður að fylgjast með á heimasíðu UEFA og hefst fyrsti drátturinn kl. 08:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
U17 kvenna í Moldavíu

Úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum kvenna 7. - 8. desember - 27.11.2013

Helgina 7. - 8. desember verða úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum kvenna og eru rúmlega 100 leikmenn boðaðir á þessar æfingar.  Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari U19 kvenna og Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna hafa valið eftirtalda leikmenn á þessar landsliðsæfingar.
Lesa meira
 

Hátt í 300 leikmenn undirgangast læknisskoðun á hverju ári - 27.11.2013

Hátt í 300 leikmenn hjá félögunum 12 í Pepsi-deild karla undirgangast læknisskoðun á ári hverju vegna þeirra krafna sem settar eru fram í leyfisreglugerð KSÍ. Félag sem sækir um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2014 leggur þannig fram staðfestingu á að læknisskoðun leikmanna hafi farið fram á árinu 2013.

Lesa meira
 
KÞÍ

Fundir á vegum KÞÍ í desember - 26.11.2013

Knattspyrnuþjálfarafélagið mun standa fyrir tveimur fundum í desember.  Tilgangurinn er að draga fram álit þjálfara og hagsmunaaðila í þessum flokkum, rýna til gagns og vonandi leggja fram tillögur til KSÍ í kjölfarið. Lesa meira
 
UEFA Women´s Football Development

Skýrsla UEFA um stöðu knattspyrnu kvenna í Evrópu - 26.11.2013

UEFA hefur gefið út umfangsmikla skýrslu um stöðu knattspyrnu kvenna í aðildarlöndum sínum.  Í skýrslunni er ítarleg greining á stöðunni og áhugaverður samanburður milli landa í Evrópu með fjölbreyttri tölfræði og eru helstu niðurstöður settar fram með myndrænum og skýrum hætti.  Lesa meira
 

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson þjálfa saman A landslið karla - 25.11.2013

Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari A landsliðs karla í október 2011 og var Heimir Hallgrímsson ráðinn aðstoðarþjálfari. Þeir Lars og Heimir hafa nú undirritað nýja samninga um áframhaldandi þjálfun liðsins. Samningurinn við Lars gildir næstu tvö árin, en samningur Heimis næstu fjögur ár. Heimir og Lars starfa báðir sem aðalþjálfarar liðsins næstu tvö árin og mun Heimir taka einn við liðinu sem aðalþjálfari næstu tvö árin þar á eftir.
Lesa meira
 
U17-karla-i-Russlandi-sigurlidid

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar 30. nóvember og 1. desember - 25.11.2013

Úrtaksæfingar fara fram um komandi helgi og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöll. Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar en tveir hópar verða við æfingar hjá U17 karla. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Króatíu - 25.11.2013

Kristinn Jakobsson dæmir leik HNK Rijeka frá Króatíu og Vitória frá Portúgal í Evrópudeild UEFA, fimmtudaginn 28. nóvember, en leikið verður í Króatíu. Aðstoðardómarar Kristins verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Sigurður Óli Þorleifsson. Aukaaðstoðardómarar verða þeir Þóroddur Hjaltalín og Þorvaldur Árnason.

Lesa meira
 
Futsal - Guðmundur Steinarsson skorar úr vítaspyrnu

Mikið um að vera hjá meistaraflokkum í Futsal um helgina - 22.11.2013

Það verður nóg um að vera hjá meistaraflokkum karla og kvenna í Futsal um helgina en þá fara fram fjölmargir leikir.  Keppnin hófst um síðustu helgi hjá körlunum og heldur keppnin áfram hjá þeim um helgina sem og hefst keppnin hjá konunum.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Fjármálaráðstefna ÍSÍ haldin þann 29. nóvember - 22.11.2013

Fjármálaráðstefna ÍSÍ verður haldin í Laugardalshöll föstudaginn 29. nóvember næstkomandi kl. 13:00-16:00.  Ráðstefnan mun að þessu sinni fjalla um rekstrarumhverfi íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar í heild sinni.

Lesa meira
 

Verkefni nemenda í fjölmiðlafræði úr Fjölbrautarskólanum í Ármúla - 22.11.2013

Á dögunum voru tveir nemendur úr fjölmiðlafræði 103 við Fjölbrautarskólann við Ármúla í heimsókn hjá okkur og fylgdust með fjölmiðlum á leik Íslands og Frakklands hjá U21 karla.  Þau gerðu svo verkefni um þessa reynslu sína og má sjá afraksturinn hér að neðan.

Lesa meira
 
Magni_Mohr

Líkamsþjálfun knattspyrnumanna - 21.11.2013

Helgina 7.-8. desember mun Magni Mohr halda námskeið um líkamsþjálfun knattspyrnumanna. Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu. Magni hefur tvisvar áður komið hingað til lands og haldið námskeið við mjög góðan orðstír. Magni er íþróttalífeðlisfræðingur með sérhæfingu í þjálfun knattspyrnumanna og er í fremstu röð í heiminum í sínu fagi.

Lesa meira
 

Þátttökuleyfi ekki útgefið - Hvað gerist? - 21.11.2013

Hvað gerist ef félag í Pepsi-deild eða 1. deild karla fær ekki útgefið þátttökuleyfi? Hvaða félög taka sæti þeirra sem ekki fá leyfi? Hér að neðan má sjá viðeigandi ákvæði í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Lesa meira
 
Haust í Laugardalnum

Félögum í öðrum deildum velkomið að undirgangast leyfiskerfið - 21.11.2013

Leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2014 hófst í liðinni viku.  Leyfiskerfið sem slíkt nær eingöngu til efstu tveggja deilda karla.  Engu að síður er þeim félögum sem leika í öðrum deildum velkomið að undirgangast leyfiskerfið, óski þau þess.  Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Stelpurnar leika í Króatíu - 21.11.2013

Stelpurnar í U19 drógust í riðil með Skotum, Rússum og Króötum þegar dregið var í milliriðla EM. Leikið verður í Króatíu dagana 5. - 10. apríl. Þá var einnig dregið í undankeppni fyrir EM 2015 og lenti Ísland þar í riðli með Spánverjum, Króötum og Litháum.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga hjá ÍSÍ - 20.11.2013

Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007, til úthlutunar til íþrótta- og ungmennafélaga í landinu vegna keppnisferða innanlands.  Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón á útreikningi og úthlutunum úr sjóðnum.  Umsóknarfrestur er til miðnættis 10. janúar næstkomandi. Lesa meira
 
A landslið karla

Draumurinn úti í bili - Króatía á HM - 19.11.2013

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut í kvöld gegn sterku liði Króata í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Brasilíu á næsta ári. Lokatölur í leiknum í Zagreb urðu 2 - 0 fyrir heimamenn sem leiddu einnig í leikhléi með einu marki. Króatar komust því á HM með því að hafa betur, samanlagt, í tveimur leikjum, 2 - 0. Lesa meira
 

Svona gerðust hlutirnir á Laugardalsvelli - 18.11.2013

Það fór ekki framhjá neinum að Laugardalsvöllur skartaði sínu fegursta á föstudaginn þegar Ísland lék við Króata í fyrri leik liðanna í umspli fyrir sæti á HM. Það var í mörg horn að líta til að allt gæti gengið upp en vallarstarfsfólk KSÍ ásamt mörgum öðrum lögðu nótt við dag til að hafa völlinn í sem bestu ásigkomulagi.

Lesa meira
 
Futsal - Magnýs Sverrir skorar beint úr aukaspyrnu

Drög að niðurröðun yngri flokka í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu - 18.11.2013

Drög að niðurröðun yngri flokka í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu er komin út á heimasíðu KSÍ. Mikilvægt er að umsjónaraðilar riðla fari vel yfir þær dagsetningar og tímasetningar sem gefnar eru út og komi með athugasemdir og breytingar ef við á.
Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokuð þriðjudag og miðvikudag - 18.11.2013

Skrifstofa KSÍ verður lokuð þriðjudaginn 19. nóvember og miðvikudaginn 20. nóvember. Skrifstofan opnar að nýju, fimmtudaginn 21. nóvember kl .08:00. Ef nauðsyn ber til er bent á GSM númer starfsmanna. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Dregið í milliriðla hjá U19 kvenna á miðvikudaginn - 18.11.2013

Dregið verður í milliriðla EM hjá U19 kvenna, miðvikudaginn 20. nóvember, og verður dregið í höfuðstöðvum UEFA. Sama dag verður dregið í undankeppni EM 2015 hjá sama aldursflokki en Ísland verður í pottinum í bæði skiptin. Lesa meira
 

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna - 18.11.2013

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga fari vandlega yfir stuðla leikmanna sinna. Í 18. grein ofangreindrar reglugerðar kemur fram hvernig stuðlarnir eru reiknaðir. 
Lesa meira
 

Æft var á keppnisvellinum í dag - 18.11.2013

Íslensku strákarnir æfðu í dag á Maksimir vellinum í Zagreb en þar leika Króatía og Ísland í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM á næsta ári. Leikurinn hefst kl. 19:15 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá RÚV. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Englandi - 18.11.2013

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Englands og San Marínó í undankeppni EM U21 karla en leikið verður í Shrewsbury, þriðjudaginn 19. nóvember. Gunnari til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson og fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 21. nóvember - 18.11.2013

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 21. nóvember næstkoandi klukkan 20:00.  Veittar viðurkenningar fyrir þjálfara ársins í efstu deild karla og kvenna Veittar viðurkenningar fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formanna- og framkvæmdastjórafundur í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli 30. nóvember - 17.11.2013

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 30. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl.12:00 - 15:00.  Kl. 14.00 verður dregið í töfluröð í Pepsi-deild, 1. og 2. deild karla og Pepsi-deild kvenna á sama stað.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Námskeið í markmannsþjálfun - Námskeiðinu frestað - 15.11.2013

KSÍ mun halda grunnnámskeið í markmannsþjálfun helgina 29. nóv.-1. des og fer það fram í höfuðstöðvum KSÍ og í Hamarshöllinni í Hveragerði. Námskeiðið er ætlað þeim markmannsþjálfurum sem eru að stíga sín fyrstu skref og eins þeim þjálfurum sem búa ekki svo vel að hafa markmannsþjálfara en vilja sinna sínum markmönnum á góðan hátt. Námskeiðinu hefur verið frestað og er fyrirhugað í janúar eða febrúar 2014.

Lesa meira
 
Tolfan

Magnaður stuðningur áhorfenda í kvöld - 15.11.2013

Stuðningur áhorfenda á Laugardalsvelli í kvöld var einfaldlega magnaður.  Frá því löngu fyrir leik voru áhorfendur byrjaðir að hvetja og það hélt áfram allan leikinn og rúmlega það.  Stórkostleg stemning sem lengi verður í minnum höfð. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Markalaust jafntefli gegn Króatíu - 15.11.2013

Jafntefli varð í fyrri umspilsleik Íslands og Króatíu um laust sæti á HM 2014 en leikið var á Laugardalsvelli.  Ekkert mark var skorað í leiknum en íslenska liðið lék manni færra síðustu 40 mínútur leiksins. Seinni leikur Króatíu og Íslands fer fram í Zagreb næstkomandi þriðjudag, þar verður allt undir en það er allt hægt.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-215

Leyfisferlið fyrir 2014 hafið - 15.11.2013

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ hefur þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild karla 2014 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst. Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu - 15.11.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Króötum í fyrri umspilsleik þjóðanna um laust sæti á HM 2014.  Leikurinn hefst kl. 19:00 á Laugardalsvelli og verður í beinni útsendingu hjá RÚV.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aukamiðar á Ísland – Króatía - 15.11.2013

Um 300 miðar á umspilsleik Ísland – Króatía fara í sölu kl. 14:00 í dag og fer salan fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.  Þessir miðar eru aðeins í K hólfi og eru komnir til vegna þess að stuðningsmenn Króata verða færri en reiknað var með og skiluðu þeir hluta af þeim miðum sem þeim var úthlutað.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Ísland - Króatía í kvöld kl. 19:00 - 15.11.2013

Fyrri umspilsleikur Íslands og Króatía um sæti í úrslitakeppni HM hefst kl. 19:00 í kvöld á Laugardalsvelli.  Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn til að forðast biðraðir en völlurinn opnar kl. 18:00. Spáin er prýðileg fyrir kvöldið en allir hvattir samt til þess að klæða sig vel og ekki skemmir fyrir að mæta í bláu. 

Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Mætum tímanlega á Ísland - Króatía - 14.11.2013

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn.  Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll.  Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leik Íslands og Króatíu sem hefst kl. 19:00, föstudaginn 15. nóvember.  Hlið Laugardalsvallar ljúkast upp kl. 18:00. Lesa meira
 
UNICEF

Styrkjum neyðaraðstoð UNICEF - 13.11.2013

Landslið karla í knattspyrnu beinir í aðdraganda stórleikjanna við Króatíu athyglinni að börnum sem eiga um sárt að binda.  Leikmenn hvetja landsmenn til að leggja neyðarstarfi UNICEF á Filippseyjum lið í kjölfar eins stærsta fellibyls sögunnar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar 23. og 24. nóvember - 13.11.2013

Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa hjá U17 og U19 kvenna sem æfa munu helgina 23. - 24. nóvember.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöll.
Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir leik Íslands og Króatíu komin út - 13.11.2013

Það styttist í stórleik Íslands og Króatíu og spennan farin að magnast. Til fræðslu og skemmtunar er komin út vegleg rafræn leikskrá á vegum KSÍ þar sem finna má viðtöl við landsliðsmenn og þjálfara en að auki er fjallað um önnur landslið Íslands og mikilvægar upplýsingar um leikinn og Laugardalsvöllinn.

Lesa meira
 
U17 karla í Rússlandi

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um helgina - 13.11.2013

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og fara æfingarnar fram í Kórnum og í Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar en tveir hópar munu æfa hjá U19 karla.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Tólfan - 12.11.2013

Tólfan er aðal stuðningssveit íslenska landsliðsins og hefur verið það um nokkurra ára skeið.  Framlag Tólfunnar til þess árangurs sem A landslið karla hefur náð í undankeppninni fyrir HM 2014 er af ýmsum toga og að mörgu leyti ómetanlegt. 

Lesa meira
 
Alberto Undiano Mallenco

Spænskir dómarar á Ísland - Króatía á föstudaginn - 12.11.2013

Það verða spænskir dómarar sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Króatíu, fyrri umspilsleik um laust sæti á HM í Brasilíu.  Dómarinn heitir Alberto Undiano og honum til aðstoðar verða þeir Raúl Cabanero og Roberto Diaz.  Fjórði dómari er svo Carlos Clos Gomez.

Lesa meira
 
Unified fótbolti á Special Olympics

Vel sóttir Íslandsleikar Special Olympics - 11.11.2013

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum, fóru fram í Reykjaneshöllinni, Reykjanesbæ 10. nóvember. Keppt var í knattspyrnu og frjálsum íþróttum.  Í fyrsta skipti á Íslandsleikum var keppt alfarið samkvæmt reglum "Unified" fótbolta þar sem lið eru skipuð fötluðum og ófötluðum leikmönnum. 
Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

18 erlendar sjónvarpsstöðvar sýna leik Íslands og Króatíu - 11.11.2013

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Íslendingar taka á móti Króötum í tveimur umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu og fer fyrri leikurinn fram á Laugardalsvelli á föstudaginn. Áhugi fyrir leiknum er gríðarlegur og nær hann langt út fyrir landsteinana því það munu allavega 18 erlendar sjónvarpsstöðvar sýna leikinn í beinni útsendingu á föstudagskvöldið.

Lesa meira
 
Special Olympics

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu á sunnudaginn - 8.11.2013

Íslandsleikar eru árlegt samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra, Special Olympics á Íslandi og Knattspyrnusambands Íslands.  Umsjónaraðili leikanna 2013 er íþróttafélagið Nes á Suðurnesjum.  Í fyrsta skipti á Íslandi verður keppt alfarið eftir reglum Special Olympics, Unified football sem byggir á keppni fatlaðra og ófatlaðra leikmanna. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Þátttökutilkynning fyrir Lengjubikarinn 2014 - 8.11.2013

Meðfylgjandi er þátttökutilkynning fyrir Lengjubikarinn 2014. Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 20. nóvember.  Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2013 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2014 hafa heimild til að senda lið til keppni.
Lesa meira
 

A karla - Hópurinn fyrir umspilsleikina gegn Króatíu - 7.11.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ um þá 24 leikmenn sem verða í hópnum fyrir umspilsleikina gegn Króatíu. Leikið verður hér á Laugardalsvelli, föstudaginn 15. nóvember og ytra þriðjudaginn 19. nóvember. Sú þjóð sem hefur betur úr þessum viðureignum samanlagt tryggir sér sæti í úrslitakeppni HM í Brasilíu 2014.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands - KSÍ

U16 karla - Úrtaksæfingar á Norðurlandi um helgina - 6.11.2013

Um komandi helgi mun Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, stjórna úrtaksæfingum fyrir leikmenn á Norðurlandi og fara æfingarnar fram í Boganum á Akureyri.  Alls eru 26 leikmenn, frá 8 félögum á Norðurlandi, boðaðir á þessar æfingar. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða 2013 - 5.11.2013

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2012/2013 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2013 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 47 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna fór fram laugardaginn 2. nóvember - 4.11.2013

Landsdómarar KSÍ hittust laugardaginn 2. nóvember, fóru yfir nýliðið keppnistímabil og hófu undirbúninginn fyrir það næsta.  Ýmsir fyrirlestrar voru haldnir sem og farið var yfir æfingar vetrarins hjá dómurum.  Skoðaðar voru innlendar og erlendar klippur og gengust dómarar undir próf úr því efni.

Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Basel - 4.11.2013

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Basel og Steua Bukarest í Meistaradeild ungmenna sem UEFA heldur samhliða Meistaradeild UEFA.  Þar mætast ungmennalið sömu félaga og mætast í Meistaradeildinni sjálfri.  Leikið verður í Basel, miðvikudaginn 6. nóvember.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar 9. og 10. nóvember - 4.11.2013

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara æfingarnar fram í Kórnum og í Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar.

Lesa meira
 
KSI_2011_Futsal-02-005

Futsal - Staðfest niðurröðun hjá meistaraflokki karla - 1.11.2013

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í meistaraflokki karla í futsal.  Niðurröðun leikja má sjá hér á vef KSÍ. Aðildarfélög eru vinsamlegast beðin um að taka öll eldri drög úr umferð til að forðast óþarfa misskilning. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög