Fréttir

Þrjú dýrmæt stig sótt til Belgrad - 31.10.2013

Íslenska kvennalandsliðið vann í dag dýrmætan sigur á Serbum í undankeppni HM en leikið var í Belgrad. Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Ísland eftir að staðan hafði verið 0 - 2 í leikhléi.  Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Lesa meira
 
Fylkir

Áfrýjunardómstóll úrskurðar í máli Fylkis gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ - 31.10.2013

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál knattspyrnudeildar Fylkis gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ, þar sem úrskurði nefndarinnar frá 24. september er áfrýjað, en þar samþykkti aga- og úrskurðarnefndin að sekta Fylki um 35.000 krónur vegna framkomu starfsmanna  félagsins í leik Fylkis og Víkings Ólafsvíkur, 22. september.
Áfrýjunardómstóllinn staðfesti fyrri úrskurð.
Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

Serbía-Ísland kl. 13:00 í dag - Byrjunarliðið tilbúið - 31.10.2013

A landslið kvenna mætir Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag, en leikið er á heimavelli FK Obilic í Belgrad.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með gangi mála á Facebook-síðu KSÍ, auk þess sem textalýsing verður á vef UEFA.  Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 

Danka og Vesna - "Okkar lið hefur mun meira sjálfstraust en áður - 30.10.2013

Tveir leikmenn úr serbneska landsliðshópnum eru kunnari íslenskum knattspyrnuáhugamönnum heldur en aðrir en þetta eru þær Danka Podovac og Vesna Smiljkovic.  Heimasíðan hitti leikmennina á hóteli liðanna í Belgrad og spurði þær fyrst hvort það væri öðruvísi fyrir þær að leika gegn Íslandi en öðrum þjóðum?:

Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir

A kvenna - Margrét Lára nýr fyrirliði - 30.10.2013

Margrét Lára Viðarsdóttir er nýr landsliðsfyrirliði en þetta tilkynnt landsliðsþjálfarinn, Freyr Alexandersson, á fundi með leikmönnum í gærkvöldi.  Margrét Lára tekur við fyrirliðabandinu af Katrínu Jónsdóttur sem lagt hefur landsliðskóna á hilluna.  Viðtal við nýjan fyrirliða má sjá með því að smella á tengilinn hér að neðan

Lesa meira
 

Miðasala á Króatía - Ísland í umspili fyrir HM 2014 - 30.10.2013

Króatía og Ísland mætast í umspili um sæti í lokakeppni HM 2014 í nóvember, eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um.  Seinni leikurinn fer fram á Maksimir-leikvanginum í Zagreb kl. 20:15 að staðartíma.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

61 stúlka á landshlutaæfingum á Norðurlandi - 30.10.2013

Um komandi helgi fara fram á Akureyri  landshlutaæfingar fyrir stúlkur fæddar 1998-2001. Alls hefur 61 leikmaður verið boðaður á æfingarnar, sem fram fara á KA-velli og í Boganum.  Um tvo hópa leikmanna er að ræða - Leikmenn fæddir 1998 og 1999 æfa saman annars vegar, og hins vegar leikmenn fæddir 2000 og 2001. Lesa meira
 
Fótbolti

90 leikmenn á úrtaksæfingum U17 og U19 karla um helgina - 30.10.2013

Alls hafa 90 leikmenn frá félögum víðs vegar um landið verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík.  Um tvo æfingahópa er að ræða hjá U17 karla - leikmenn fædda 1997 annars vegar og 1998 hins vegar. Lesa meira
 
Æfing A landsliðs kvenna í Serbíu

A kvenna - Tvær æfingar í dag - 29.10.2013

Tvær æfingar voru á dagskránni í dag hjá kvennalandsliðinu sem þessa dagana er statt í Belgrad í Serbíu.  Framundan er mikilvægur leikur í undankeppni HM en leikið verður við heimastúlkur á fimmtudaginn.  Leikuirnn hefst kl. 14:00 að staðartíma á fimmtudaginn eða kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Vegna miðasölu á Ísland-Króatía - 29.10.2013

Uppselt er á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli þann 15. nóvember nk.  Mikil óánægja hefur komið fram um hvernig staðið var að miðasölu á leikinn en hún hófst kl. 4 í nótt.  Var það gert í góðri trú um að með þeim hætti væri hægt að láta miðasölu ganga áfallalaust fyrir sig.   Lesa meira
 
Laugardalsvollur-ur-flodljosum

Uppselt á Ísland-Króatía - 29.10.2013

Uppselt er á viðureign Íslands og Króatíu í umspili um sæti í lokakeppni HM 2014, en liðin mætast á Laugardalsvelli föstudaginn 15. nóvember næstkomandi.  Miðasalan opnaði snemma morguns í dag, þriðjudag, og seldist upp á fáeinum klukkustundum.

Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn kominn til Belgrad - 28.10.2013

Íslenska kvennalandsliðið er komið til Belgrad en framundan er leikur í undankeppni HM á fimmtudaginn gegn Serbum. Leikurinn fer fram á FK Obilic Stadium og hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Serbar náðu góðum úrslitum í síðasta leik þegar liðið gerði jafntefli gegn Dönum, 1 - 1, og því ljóst að um hörkuleik verður að ræða á fimmtudaginn. Lesa meira
 
KSÍ-skírteini

Ísland - Króatía: Miðar fyrir handhafa A-skírteina - 28.10.2013

Handhafar A-skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Króatíu í umspili fyrir lokakeppni HM 2014 þriðjudaginn 29. október kl. 09:00 til kl. 16:00 eða eins og miðarnir endast.  Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á þennan leik og því er ekki hægt að verða við óskum um að kaupa aukamiða í þetta skiptið.  Lesa meira
 
Island-tolfan

Miðasala á Ísland-Króatía hefst á þriðjudag - 28.10.2013

Miðasala á leik Íslands og Króatíu í umspili um sæti í úrslitakeppni HM 2014 hefst á þriðjudag og fer sem fyrr fram á vefsíðunni midi.is.  Miðaverð verður óbreytt frá síðustu leikjum.  Ljóst er að eftirspurnin eftir miðum á þennan leik er gríðarleg og því er rétt að hafa hraðar hendur, þar sem mun færri komast að en vilja.  Lesa meira
 
Völsungur

Völsungur óskar eftir að ráða þjálfara - 24.10.2013

Knattspyrnudeild Völsungs á Húsavík óskar eftir að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk karla.

Lesa meira
 
Höttur

Höttur óskar eftir að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk karla - 23.10.2013

Knattspyrnudeild Hattar á Egilsstöðum óskar eftir að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk karla.  Höttur féll úr 2. deild í haust og spilar því í 3. deild á næsta ári.  Metnaður félagsins er að liðið fari strax upp aftur.
Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna um helgina - 23.10.2013

Úrtaksæfingar verða um helgina hjá U17 og U19 kvenna og hafa þjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson valið hópa fyrir þessar æfingar.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöll.

Lesa meira
 
Frá höfuðstöðvum FIFA

Miðasala á Ísland-Króatía hefst í fyrsta lagi um næstu helgi - 22.10.2013

Miðasala á leik Íslands og Króatíu hefst þegar leiktími hefur verið staðfestur, fjöldi miða til mótherja hefur verið staðfestur og ljóst er að miðasölukerfi geti tekið við miklu álagi.  Þetta þýðir að miðasalan hefst í fyrsta lagi um næstu helgi.

Lesa meira
 

Freyr Alexandersson: „Það er ekkert annað sem kemur til greina en 3 stig” - 22.10.2013

Íslenska kvennalandsliðið heldur til Serbíu í vikunni en það leikur við serbneska landsliðið á fimmtudaginn í komandi viku í riðlakeppni fyrir HM. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, segir ekkert annað en sigur í leiknum koma til greina í leiknum.

Lesa meira
 

A kvenna – Hópurinn sem mætir Serbíu 31. október - 22.10.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn sem mætir Serbum í undankeppni HM, fimmtudaginn 31. október næstkomandi.  Leikið verður ytra, á FK Obilic Stadium í Belgrad. 

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið helgina 25. - 27. október - 22.10.2013

Um næstu helgi, 25. - 27. október, verður KSÍ með 2. stigs þjálfaranámskeið.  Dagskrá helgarinnar er hér að neðan. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Námskeiðsgjald er kr. 17.500,-  Námskeiðið er opið öllum þjálfurum sem lokið hafa KSÍ I þjálfaranámskeiði. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Swansea - 22.10.2013

Kristinn Jakobsson mun á fimmtudaginn, dæma leik Swansea og Kuban Krasnodar frá Rússlandi í Evrópudeild UEFA, fimmtudaginn 24. október.  Aðstoðardómarar Kristins verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Aukaaðstoðardómarar verða þeir Þóroddur Hjaltalín og Gunnar Jarl Jónsson. 

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Sæti á Ólympíuleikum ungmenna tryggt - 21.10.2013

Strákarnir í U15 lögðu Moldóva í dag í úrslitaleik um sæti á Ólympíuleikum ungmenna en þeir fara fram í Nanjing í Kína á næsta ári.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland sem leiddu í leikhléi, 2 - 0.  Á laugardaginn lögðu Íslendingar Finna, 2 - 0.

Lesa meira
 

Aron Einar: „Ætlum okkur lengra” - 21.10.2013

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir leikmenn tilbúna að mæta hvaða liði sem er. Hann segir Króata vera eins erfiða og hvaða annað lið sem gat dregist á móti Íslandi en það séu mögulega eitthvað sem vinnur með okkur í leikjum gegn Króatíu.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Upplýsingar um miðasölu á Ísland - Króatía - 21.10.2013

Eins og gefur að skilja eru margir sem velta því fyrir sér hvenær miðasala hefjist á umspilsleik Íslands og Króatíu.  Ekki liggur ljóst fyrir hvenær miðasala hefst en nánari upplýsingar verða gefnar út hér á síðunni á morgun, þriðjudaginn 22. október.

Lesa meira
 

Lars Lagerbäck: „Vonandi getum við komið þeim á óvart" - 21.10.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, segist ánægður með að mæta Króatíu í umspili um laust sæti á HM. Landsliðsþjálfarinn segir að allir mótherjar í umspili hefðu verið erfiðir.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Króatar mótherjar í umspilinu - 21.10.2013

Rétt í þessu var dregið í umspili fyrir HM 2014 og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum FIFA.  Ísland mætir Króatíu og fer fyrri leikurinn fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 15. nóvember.  Seinni leikurinn fer svo fram ytra, þriðjudaginn 19. nóvember.  

Lesa meira
 
Byrjunarlið U15 karla gegn Finnum

U15 karla - Byrjunarliðið sem mætir Moldóvum - 21.10.2013

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Moldóva í dag.  Leikið er í Sviss og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Sigurvegarinn tekur þátt í Ólympíuleikum ungmenna, sem fram fara í Nanjing í Kína á næsta ári.

Lesa meira
 

Sigurður Ragnar ráðinn sem þjálfari ÍBV - 19.10.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson skrifaði undir samning við ÍBV í dag um að þjálfa karlalið félagsins næstu 3 ár. Sigurður Ragnar hefur gegnt starfi fræðslustjóra KSÍ undanfarin ár sem og gegndi hann stöðu landsliðsþjálfara kvenna. Hann mun láta af störfum hjá KSÍ á næstunni til að einbeita sér að störfum sínum sem þjálfari ÍBV.

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

Leikið um Ólympíusæti á mánudag - 19.10.2013

Ísland og Moldavía unnu fyrr í dag sigra á andstæðingum sínum í undanúrslitaleikjum undanriðils fyrir Ólympíuleika ungmenna. Þessi lið mætast í úrslitaleiknum á mánudag kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Sigurvegarinn tekur þátt í Ólympíuleikum ungmenna, sem fram fara í Nanjing í Kína á næsta ári.

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Finnar lagðir í Sviss - 19.10.2013

Strákarnir í U15 karla lögðu Finna að velli með tveimur mörkum gegn engu en leikið var í Sviss.  Þessi leikur var í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna en íslensku strákarnir mæta sigurvegaranum úr leik Armeníu og Moldóvu, sem fram fer síðar í dag, á mánudaginn. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Niðurröðun leikja í efstu deild karla - 19.10.2013

Á hverju ári fer fram umræða um niðurröðun leikja KSÍ. Þessi umræða er oft keimlík og tekur mið af þeim viðfangsefnum sem glímt er við hverju sinni. KSÍ þarf að vanda sína niðurröðun og taka tillit til fjölda sjónarmiða en umfram allt að bjóða upp á skipulag sem þjónar hagsmunum aðildarfélaga sinna. Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Byrjunarliðið gegn Finnum - 19.10.2013

Strákarnir í U15 leika í dag kl. 10:00 að íslenskum tíma við jafnaldra sína frá Finnlandi en leikið er í Sviss.  Þessi leikur er í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna en sigurvegari leiksins leikur við annað hvort Moldóva eða Armena á mánudaginn um sæti á þessum Ólympíuleikum sem fara fram í Nanjing í Kína á næsta ári. Lesa meira
 

Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins - 18.10.2013

Ásmundur Haraldsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins og mun þar aðstoða Frey Alexandersson í komandi verkefnum.  Ásmundur er 38 ára og hefur verið yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar síðan 2010 en þjálfaði m.a. áður meistaraflokk karla hjá Gróttu ásamt því að vera yfirþjálfari yngri flokka félagsins.

Lesa meira
 

Nokkrar þjóðir sem komust ekki í umspil - Stærð þjóða - 18.10.2013

Það er gaman að skoða hversu magnaður árangur íslenska A-landsliðsins er þegar horft er á stærðir þjóðanna sem komust ekki áfram.

Lesa meira
 

Við blásum til sóknar! - Facebook leikur með glæsilegum verðlaunum - 17.10.2013

Okkur langar að að fá fleiri skemmtilega vini á Facebook og ætlum því að setja af stað Facebook-leik þar sem verðlaunin eru ekki af verri endanum. Við viljum ná 10.000 vinum fyrir umspilsleikina sem eru í nóvember og viljum við fá hjálp ykkar.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í 46. sæti á FIFA-listanum - 17.10.2013

Ísland er í 46. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið og fer upp um 8 sæti milli mánaða. Hæst hefur íslenska liðið ná í 37. sæti, en það var í september 1994 og í sama mánuði ári síðar.  Lægsta staða Íslands á listanum var 131. sæti í apríl 2012, þannig að á einu og hálfu ári hefur klifið verið ansi hratt. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Dregið í umspilinu í hádeginu - Bein útsending - 17.10.2013

Mánudaginn 21. október verður dregið um það í höfuðstöðvum FIFA hvaða þjóðir mætast í umspilsleikjum fyrir HM 2014. Þjóðunum átta verður skipt í efri og neðri styrkleikaflokk og verður farið eftir nýútgefnum styrkleikalista FIFA. Leikdagarnir eru 15. og 19. nóvember, en ekki liggur fyrir á hvorum deginum Ísland á heimaleik.

Lesa meira
 
Futsal - Magnýs Sverrir skorar beint úr aukaspyrnu

Drög að niðurröðun í Futsal 2014 - 16.10.2013

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að niðurröðun í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu hjá meistaraflokki karla og er hægt að finna þau hér á síðunni. Þá hefur verið ákveðið að framlengja umsóknarfrest hjá yngri flokkum og meistaraflokki kvenna til 27. október.

Lesa meira
 
Stöndum saman gegn einelti

Fyrirlestur um eineltismál - 16.10.2013

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands, Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands munu þriðjudaginn 22. október standa að fyrirlestri varðandi eineltismál. Vanda Sigurgeirsdóttir mun þar halda fyrirlestur og markmið fyrirlestursins er að gefa þjálfurum og starfsmönnum íþróttafélaga þekkingu og verkfæri til að geta tekið á einelti. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Sæti í milliriðlum tryggt - 15.10.2013

Strákarnir í U19 tryggðu sér í dag sæti í milliriðlum EM en þeir lögðu Norðu Íra í lokaleik undanriðilsins en leikið var í Belgíu. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og á sama tíma gerðu Belgar og Frakkar jafntefli, 2 - 2. Belgar og Íslendingar fara því áfram úr riðlinum. Lesa meira
 
Island-tolfan

Ísland í umspilsleiki fyrir HM - Meiriháttar stuðningur á vellinum! - 15.10.2013

Ísland tryggði sér í kvöld umspilsleiki um sæti á HM en strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli við Noreg og Sviss vann á sama tíma Slóveníu á heimavelli. Það þýðir bara eitt, Ísland er komið í umspilsleiki þar sem líklegt er að liðið mæti Portúgal, Grikklandi, Úkraínu eða Króatíu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sektir vegna leikja 2013 - 15.10.2013

Mótanefnd KSÍ hefur tekið saman sektir vegna leikja á keppnistímabilinu 2013 samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Þessar sektir eru tilkomnar vegna þess ef lið hafa hætt þátttöku, ef lið hafa ekki mætt til leiks og vegna vanrækslu á skilum á leikskýrslum. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Norður Írlandi - 15.10.2013

Strákarnir í U19 leika í dag síðasta leik sinn í undankeppni EM en leikið er í Belgíu. Mótherjarnir í dag eru Norður Írar.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið en vegna meiðslastöðu verður tilkynnt um markvörð síðar.

Lesa meira
 
Island

A kvenna - Æfingar um komandi helgi - 15.10.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið 18 leikmenn til æfinga um komandi helgi en æfingarnar eru hluti af undirbúningi fyrir leik gegn Serbíu, 31. október næstkomandi. Freyr velur 18 leikmenn á þessar æfingar sem fara fram í Kórnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingaáætlun yngri landsliða 2013 - 2014 - 14.10.2013

Æfingaáætlun yngri landsliða veturinn 2013-2014 liggur nú fyrir og má sjá hana í skjali hér að neðan. Félög skulu heimila leikmönnum sínum þátttöku í æfingum og æfingaleikjum á þessum dögum og eru því minnt á að taka mið af þessum dagsetningum við skipulagningu æfinga og leikja hjá sér.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Naumt tap gegn Frökkum - 14.10.2013

Strákarnir í U21 töpuðu gegn Frökkum í kvöld í undankeppni EM en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur, í miklum markaleik, urðu 3 - 4 fyrir Frakka eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Mjög fjörugur leikur sem boðið var upp á í Laugardalnum í kvöld og hafði íslenska liðið algjörlega í fullu tréi við franska liðið. Lesa meira
 
Bjarmi Kristinsson

Bjarmi vann flug fyrir 2 með Icelandair - 14.10.2013

Bjarmi Kristinsson, ungur Valsari, var aldeilis heppinn á leik Íslands og Kýpur en hann tók þátt í leiknum "Skot í slána" en hann gerði sér lítið fyrir og hitti beint í slána og fyrir það skellir hann sér með einhverjum til útlanda. Lesa meira
 
Ullevall

Ósóttir miðar á Noreg - Ísland - 14.10.2013

Ennþá eru til miðar fyrir íslenska áhorfendur á leik Noregs og Íslands í undankeppni HM sem fram fer á Ullevaal í Osló, þriðjudaginn 15. október.  Ósótta miða er hægt að nálgast á Horgans Bar & Restaurant frá kl. 15:00 á leikdag en þar ætla stuðningsmenn Íslands að hittast fyrir leik og stilla saman strengi.

Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

Ísland - Frakkland - A passar gilda við innganginn - 14.10.2013

Handhafar A passa frá KSÍ geta sýnt skírteini sitt við innganginn á leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM U21 karla sem fram fer á Laugardalsvelli, mánudaginn 14. október kl. 18:30.  Ekki þarf því að sækja miða á skrifstofu KSÍ.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Frakkland - 14.10.2013

KSÍ hefur ákveðið að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að leiknum  Ísland – Frakkland í undankeppni EM U21 karla sem fram fer á Laugardalsvelli mánudaginn 14. október kl. 18:30.

Lesa meira
 
U21-karla

U21 karla - Ísland mætir Frökkum í kvöld - 14.10.2013

Íslendingar mæta Frökkum í kvöld, mánudaginn 14. október, í undankeppni EM og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli kl. 18:30.  Hér er um sannkallaðan stórleik að ræða en þarna eigast við tvö lið sem hafa fullt hús stiga til þessa í undankeppninni.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Belgum - 12.10.2013

Strákarnir í U19 biðu lægri hlut gegn Belgum í dag í undankeppni EM.  Leikið er einmitt í Belgíu og höfðu heimamenn betur, 2 - 0, eftir að hafa leitt með einu marki í leikhléi.  Belgar hafa þar með tryggt sér sæti í milliriðlum en hinar þrjár þjóðirnar berjast um annað sætið í riðlinum. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Belgum - 12.10.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Belgum í dag í undankeppni EM en leikið er í Belgíu.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og er minnt á textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Keflavík

Keflavík sektað vegna framkomu stuðningsmanna - 11.10.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 8. október 2013 var samþykkt að sekta Keflavík  um 30.000 krónur vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik Keflavíkur og ÍBV  í Pepsi-deild  karla 22. september síðastliðinn.

Lesa meira
 
Island---Albania-2

Kýpverjar lagðir í Laugardalnum - 11.10.2013

Íslendingar lögðu Kýpverja í kvöld í undankeppni EM fyrir framan troðfullan Laugardalsvöll. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland og komu bæði mörkin í síðari hálfleik.  Ísland mætir Noregi í lokaleiknum í Osló og Slóvenía sækir Sviss heim. Það er ljóst að með sigri er Ísland öruggt með annað sætið. Lesa meira
 
Tolfan

Magnaður stuðningur! - 11.10.2013

Stuðningur áhorfenda á Laugardalsvelli í kvöld var einfaldlega magnaður og óhætt að segja að framlag þeirra hafi átt stóran þátt í góðum sigri. Frá því að mætt var á völlinn létu áhorfendur svo sannarlega vel í sér heyra og hélt sá stuðningur áfram langt fram yfir leikslok. Lesa meira
 
Kypur-heima

Byrjunarliðið gegn Kýpur - 11.10.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kýpur í undankeppni HM á Laugardalsvelli kl. 18:45. Sama byrjunarlið byrjar leikinn og í síðasta leik gegn Albaníu. Uppselt er á leikinn en minnt er á að leikurinn er í beinni útsendingu hjá RÚV. Lesa meira
 
FH

FH leitar eftir metnaðarfullum þjálfara fyrir 2. flokk kvenna - 11.10.2013

Kvennaráð FH auglýsir stöðu þjálfara 2. flokk kvenna. lausa til umsóknar. Viðkomandi þarf að hafa lokið UEFA B gráðu og KSÍ V að auki, með reynslu af þjálfun og metnað til að vinna að frekari uppgangi í kvennaknattspyrnunni hjá FH. 2.fl. kvk. FH var Íslandsmeistari árið 2012 og lenti í öðru sæti í ár. Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir á Möltu - 11.10.2013

Þóroddur Hjaltalín dæmir leik Möltu og Grikklands í undankeppni EM hjá U21 karla en leikið verður þriðjudaginn 15. október. Þóroddi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Gylfi Már Sigurðsson og fjórði dómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Lesa meira
 
Vefskrá

Vefskrá fyrir leikinn við Kýpur - 10.10.2013

KSÍ hefur gefið út sérstaka vefskrá fyrir leikinn við Kýpur í undankeppni HM 2014, en liðin mætast á Laugardalsvelli á föstudag eins og kunnugt er. Í vefskránni er fjallað um leikinn, liðið og möguleika þess í riðlinum, auk þess sem fjallað er um einstaka leikmenn og verkefni annarra landsliða.

Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Mætum tímanlega á Ísland - Kýpur - 10.10.2013

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn.  Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Frábær endurkoma hjá strákunum - 10.10.2013

Strákarnir í U19 náðu í frábært stig í fyrsta leik þeirra í undankeppni EM en leikstaðurinn er Belgía.  Frakkar voru mótherjar dagsins og lauk leiknum með jafntefli, 2 - 2, eftir að Frakkar höfðu leitt með tveimur mörkum í leikhléi.  Leikið verður við Belga á laugardaginn. Lesa meira
 
Guðmundur Ársæll Guðmundsson

Guðmundur Ársæll dæmir í Wales - 10.10.2013

Guðmundur Ársæll Guðmundsson mun á laugardaginn dæma leik Rhyl og New Saints í velsku úrvalsdeildinni.  Þetta er verkefni er hluti af samstarfi knattspyrnusambanda Íslands og Wales en í sumar dæmdi Kris Hames frá Wales, leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild karla. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Leikið gegn Frökkum í dag - 10.10.2013

Strákarnir í U19 hefja í dag leik í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Belgíu.  Mótherjar dagsins eru Frakkar og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslendinga.  Minnt er á textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Stöndum saman gegn einelti

EKKI MEIR - Fimm fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála - 10.10.2013

Æskulýðsvettvangurinn (ÆV),  samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, stendur fyrir í október fimm fræðsluerindum um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála.  Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur bókarinnar "EKKI MEIR". Lesa meira
 
Átak gegn hatursorðræðu - Ekkert hatur!

Ekkert hatur - orðum fylgir ábyrgð - 10.10.2013

Föstudaginn 11. október næstkomandi verður farið af stað með verkefni gegn hatursorðræðu á Íslandi. Verkefninu, sem meðal annars er beint gegn hatursáróðri og kynþáttafordómum verður ýtt úr vör á landsleik Íslands gegn Kýpur á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
István Vad

Ungverskir dómarar á leik Íslands og Kýpur - 9.10.2013

Það verða ungverskir dómarar sem munu dæma leik Íslands og Kýpur í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, föstudaginn 11. október kl. 18:45. Það verður István Vad sem dæmir leikinn en honum til aðstoðar verða þeir István Norbert Albert og Zsolt Attila Szpisják. Fjórði dómari verður Tamás Bognár.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur fjórði dómari á leik Litháens og Lettlands - 9.10.2013

Þóroddur Hjaltalín verður fjórði dómari á leik Litháens og Lettlands í undankeppni HM sem fram fer í Vilníus, 11. október. Þóroddur starfar þar með færeyskum dómurum en það er Petur Reinert sem dæmir leikinn og honum til aðstoðar verða þeir Regin Egholm og Jan A Líðarenda. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Þór/KA mætir Zorky í dag - 9.10.2013

Stelpurnar í Þór/KA mæta rússneska liðinu Zorky í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Leikið verður á Þórsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00. Seinni leikurinn fer svo fram ytra eftir rétta viku. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópur valinn til úrtaksæfinga um helgina - 8.10.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga sem fara fram um komandi helgi.  Valdir eru 36 leikmenn á þessar æfingar sem fara munu fram í Kórnum. Lesa meira
 
Aron Sigurðarson

U21 karla - Aron Sigurðarson inn í hópinn - 8.10.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið Aron Sigurðarson úr Fjölni í hópinn sem mætir Frökkum í undankeppni EM.  Aron kemur í stað Arnórs Ingva Traustasonar sem varð að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla. Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Hópurinn valinn sem leikur í Sviss - 8.10.2013

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið hópinn sem leikur í Sviss í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna.  Fjórar þjóðir leika um eitt laust sæti á þessum Ólympíuleikum sem fara fram í Nanjing á næsta ári.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Undirbúningshópur valinn hjá A kvenna - 7.10.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið undirbúningshóp sem æfa mun saman á næstu dögum. Þetta er liður í undirbúningi fyrir landsleik Serbíu og Íslands sem fram fer ytra, 31. október næstkomandi. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið í október - 7.10.2013

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, eitt helgina 18.-20. október og tvö helgina 25.-27. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Gunnar Jarl og Birkir að störfum í Rússlandi - 7.10.2013

Gunnar Jarl Jónsson og Birkir Sigurðarson verða að störfum í Rússlandi næstu daga en þar fer fram undankeppni EM U19 karla. Leikið verður í Kazan en auk heimamanna leika þarna Úkraína, Malta og Eistland. Leikið verður dagana 10. - 15. október. Lesa meira
 
U17-kvenna-lidid-gegn-Spani

U17 kvenna - Tap í síðasta leiknum í milliriðlinum - 5.10.2013

Stelpurnar í U17 luku keppni í milliriðlum EM í dag þegar þær léku gegn Spánverjum en riðillinn var leikinn í Rúmeníu. Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Spánverja sem tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppni EM.

Lesa meira
 
Kypur-heima

Byrjunarlið Íslands gegn Kýpur - 4.10.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kýpur í undankeppni HM á Laugardalsvelli kl. 18:45. Sama byrjunarlið byrjar leikinn og í síðasta leik gegn Albaníu. Uppselt er á leikinn en minnt er á að leikurinn er í beinni útsendingu hjá RÚV. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Spánverjum - 4.10.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið byrjunarliðið sem mætir Spánverjum í lokaleik liðsins í milliriðli EM sem leikinn er í Rúmeníu.  Leikurinn hefst kl. 08:00 að íslenskum tíma á morgun, laugardag, en íslensku stelpurnar eru með þrjú stig eftir 2 leiki.

Lesa meira
 
Island---Albania-2

A karla - Hópurinn sem mætir Kýpur og Noregi - 4.10.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægur gegn Kýpur og Noregi.  Leikið verður gegn Kýpur hér á Laugardalsvelli, föstudaginn 11. október, en leikurinn við Noreg verður á Ulleval í Osló, þriðjudaginn 15. október.

Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

U21 karla - Hópurinn sem mætir Frökkum á Laugardalsvelli - 4.10.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Frökkum í undankeppni EM en leikið verður á Laugardalsvelli, mánudaginn 14. október kl. 18:30.  Þarna er um sannkallaðan stórleik að ræða þar sem báðar þessar þjóðir eru með fullt hús stiga í riðlinum. 

Lesa meira
 
Frakkland_logo

U21 karla - Franski hópurinn sem mætir til Íslands - 4.10.2013

Frakkar hafa tilkynnt U21 landsliðshópinn sem mætir Íslendingum í undankeppni EM en leikið verður á Laugardalsvelli, mánudaginn 14. október kl. 18:30.  Miðasala á leikinn er hafin og fer hún fram í gegnum miðasölukerfi hjá http://www.midi.is/. Lesa meira
 
Noregur_logo

A karla - Norski hópurinn sem mætir Íslendingum - 4.10.2013

Norðmenn hafa tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Slóveníu og Íslendingum í undankeppni HM á næstu dögum.  Þetta er fyrsti landsliðshópurinn sem nýr landsliðsþjálfari, Per Mathias Hogmo, velur en Norðmenn mæta Slóvenum á útivelli 11. október og svo Íslendingum í Osló, 15. október. Lesa meira
 
Bestu leikmenn í Pepsi-deildunum 2013

Harpa og Björn Daníel valin best í Pepsi-deildunum - 3.10.2013

Afhending verðlauna fyrir nýliðið keppnistímabil 2013 fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í kvöld. Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna og Björn Daníel Sverrisson úr FH var valinn bestur í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Árbæjarskóli 10. bekkur stúlkna

Úrslitin í Grunnskólamóti KRR og Stöðvar 2 Sports - 3.10.2013

Grunnskólamót KRR fór fram á dögunum en þar keppa 7. og 10. bekkir grunnskóla Reykjavíkur í knattspyrnu.  Mótið fór fram í Egilshöll að venju og var Árbæjarskóli sigursæll, sigraði í 10. bekk drengja og stúlkna og varð í öðru sæti hjá 7. bekk stúlkna.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Þorvaldur og Gylfi að störfum í Serbíu - 3.10.2013

Þorvaldur Árnason og Gylfi Már Sigurðsson eru að störfum þessa dagana í Serbíu þar sem þeir dæma í undankeppni EM hjá U17 karla.  Leikið er í höfuðborginni Belgrad en ásamt heimamönnum leika þarna Grikkland, Eistland og Andorra. Lesa meira
 
U21-karla

U21 karla - Miðasala hafin á Ísland - Frakkland - 3.10.2013

Strákarnir í U21 taka á móti Frökkum í undankeppni EM á Laugardalsvelli, mánudaginn 14. október kl. 18:30.  Þarna er um sannkallaðan stórleik að ræða þar sem báðar þessar þjóðir eru með fullt hús stiga í riðlinum, Íslendingar eftir fjóra leiki en Frakkar eftir tvo leiki.  Miðasala á leikinn er hafin og fer hún fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu

U17 kvenna - Naumt tap gegn Írum - Umfjöllun - 2.10.2013

Stelpurnar í U17 töpuðu gegn Írum í dag í milliriðli EM en leikið er í Rúmeníu. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Íra sem leiddu, 1 - 0 í leikhléi.  Ísland leikur lokaleik sinn í riðlinum á laugardaginn þegar leikið verður við Spánverja

Lesa meira
 
FH

FH sektað vegna ummæla formanns og varaformanns - 2.10.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 1. október 2013 var samþykkt að sekta knattspyrnudeild FH um 40.000 krónur vegna ummæla formanns og varaformanns FH eftir leik FH og Vals í Pepsi-deild karla þann 16. september síðastliðinn.

Lesa meira
 
Leiknir Reykjavík

Leiknir sektað vegna ummæla framkvæmdastjóra - 2.10.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 1. október 2013 var samþykkt að sekta knattspyrnudeild Leiknis um 30.000 krónur vegna ummæla framkvæmdastjóra Leiknis á twitter síðu sinni.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 11. - 13. október - Námskeiðinu frestað - 2.10.2013

Helgina 11.-13. október mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í skriflega KSÍ B prófinu. Námskeiðinu hefur verið frestað þangað til síðar.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Írum - 2.10.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Írum í milliriðli EM í dag. Leikið er í Rúmeníu og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Þetta er annar leikur Íslands í riðlinum en sigur vannst á heimastúlkum, 2 - 1, í fyrsta leik. Minnt er á textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Árleg skýrsla UEFA um stöðu félaga í Evrópu - 2.10.2013

UEFA hefur gefið út árlega skýrslu sína um stöðu knattspyrnufélaga í Evrópu (UEFA Benchmarking Report), sem byggir á leyfisgögnum félaga úr allri álfunni, þeirra félaga sem leika í Evrópumótum félagsliða. Skýrslan er að venju afar ítarleg og er ýmislegt áhugavert þar að finna um ýmsa þætti í evrópskri knattspyrnu, jafnt knattspyrnulega, sem fjárhagslega.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið í október - 2.10.2013

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 4.-6. október og eitt helgina 18.-20. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 4.-6. október og 35 laus pláss helgina 18.-20. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar hjá U15 karla um komandi helgi - 1.10.2013

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi. Æfingar þessar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni Ólympíuleika ungmenna. Æft verður í og við Kórinn og eru 27 leikmenn boðaðir á þessar æfingar. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn valinn sem leikur í Belgíu - 1.10.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM en riðill Íslands er leikinn í Belgíu. Ásamt heimamönnum leika í riðlinum Frakkar og Norður Írar. Fyrsti leikur liðsins er gegn Frökkum, fimmtudaginn 10. október.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

1.057 áhorfendur mættu að meðaltali á leikina í Pepsi-deild karla - 1.10.2013

Alls mættu 139.576 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi-deild karla á nýliðnu keppnistímabili sem gerir 1.057 áhorfendur að meðaltali á hvern leik. Þetta eru fleiri en mættu á leiki árið 2012 en þá voru 1.034 áhorfendur að meðaltali á leikjum Pepsi-deildar.

Lesa meira
 
JGK_2129

Íslandsmót í knattspyrnu innanhúss 2014 - Futsal - 1.10.2013

Meðfylgjandi er þátttökutilkynning fyrir Íslandsmótin innanhúss 2014. Frestur til að tilkynna þátttöku er til föstudagsins 11. október.  Mótafyrirkomulag er er sama hætti í meistaraflokki en nokkrar breytingar eru hjá yngri flokkunum.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög