Fréttir

Byrjunarliðið gegn Rúmeníu í undankeppni EM 30. september 2013

U17 kvenna - Sætur sigur á Rúmenum - 30.9.2013

Stelpurnar í U17 lögðu heimastúlkur í Rúmeníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Íslands eftir að staðan var markalaus í leikhléi.  Írar eru næstu mótherjar Íslendinga í riðlinum en liðin mætast á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
Hannes Þór Halldórsson

Markmannsskóli drengja 2013 á Akranesi - 30.9.2013

Hér að neðan eru upplýsingar um Markmannsskóla drengja sem heldinn verður á Akranesi 4. - 6. október. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið Þjóðbraut 13 Akranesi.  Vinsamlega gangið frá greiðslumáta við Pálma Jónsson S:510-2906 eða palmi@ksi.is

Lesa meira
 
Fótbolti

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2013 - 30.9.2013

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2013 fer fram í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 3. október næstkomandi.  Forráðamönnum félaga í Pepsi-deildum karla og kvenna 2013 er boðið að vera viðstaddir viðburðinn. Fulltrúar fjölmiðla eru jafnframt boðnir sérstaklega velkomnir.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Rúmenum - 30.9.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunaliðið sem mætir Rúmenum í undankeppni EM í dag.  Leikið er í Rúmeníu og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma en hægt er að fylgjast með textalýsingu af honum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
KR Íslandsmeistari 2013

Íslandsmeistarar KR fengu titilinn afhentan í 26. skiptið - 28.9.2013

Íslandsmeistarar voru krýndir á KR vellinum í dag en þá fengu KR afhentan titilinn við mikinn fögnuð en þeir höfðu tryggt sér sigur í deildinni fyrir leikinn gegn Fram í dag.  Ekkert félag á Norðurlöndunum hefur unnið deildina oftar en KR vann titilinn nú í 26. skiptið.

Lesa meira
 
KV

KV sektað vegna framkomu stuðningsmanna - 27.9.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 24. september 2013 var samþykkt að sekta KV um 25.000 krónur vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik KV og Gróttu í 2.. deild karla 21. september síðastliðinn. Stuðningsmenn KV kveiktu á blysum eftir að leik lauk.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir sektað vegna framkomu starfsmanna - 27.9.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 24. september 2013 var samþykkt að sekta Fylki um 35.000 krónur vegna framkomu starfsmanna félagsins í leik Fylkis og Víkings Ólafsvíkur, 22. september síðastliðinn.

Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölnir sektað vegna framkomu stuðningsmanna - 27.9.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 24. september 2013 var samþykkt að sekta Fjölni um 35.000 krónur vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik Leiknis og Fjölnis í 1. deild karla 21. september síðastliðinn. Kveikt var í blysi á áhorfendastæðum eftir að leik lauk.

Lesa meira
 
Merki Hauka

Frá Áfrýjunardómstóli KSÍ - Úrskurður aganefndar staðfestur - 27.9.2013

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð Aga-og úrskurðanefndar varðandi leikbann leikmanns 2. flokks karla hjá Haukum. Haukar skutu málinu til Áfrýjunardómstóls KSÍ en hinn áfrýjaði úrskurður aganefndar var kveðinn upp 17. september síðastliðinn þar sem Björgvin Stefánsson var dæmdur í 5. leikja bann.

Lesa meira
 
JGK_3549

Diljá Rut vann flugmiða fyrir 2 með Icelandair - 27.9.2013

Diljá Rut Gísladóttir, 10 ára knattspyrnusnillingur, var aldeilis heppin í gær en hún tók þátt í "skot í slánna" leikinn sem er í hálfleik á landsleikjum. Diljá gerði sér lítið fyrir og skaut í slánna og í markið og fyrir það fékk hún gjafabréf fyrir 2 til Evrópu með Icelandair.

Lesa meira
 
WHD_KEY001(no-slogan)-(2)

Fetaðu veginn að heilbrigðu hjarta - 27.9.2013

Alþjóðlegi hjartadagurinn er um næstu helgi, en þessi dagur var fyrst haldinn hátíðlegur árið 2000, og er slagorð hans „Fetaðu veginn að heilbrigðu harta“. Markmiðið var og er enn að upplýsa fólk um þá staðreynd að hjartasjúkdómar og heilablóðföll eru helsta dánarorsök alls mannkyns og draga til dauða allt að 17,3 milljónir manns ár hvert í heiminum.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Tveggja marka sigur Sviss - 26.9.2013

Íslenska kvennalandsliðið hóf leik í kvöld í undankeppni HM með því að etja kappi við Sviss á Laugardalsvelli. Lokatölur urðu 0 - 2 fyrir gestina sem leiddu með einu marki í leikhléi.  Næsti leikur Íslands er gegn Serbíu á útivelli, 31. október næstkomandi. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Byrjunarlið Íslands gegn Sviss - 26.9.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Sviss á Laugardalsvelli kl. 18:30 í undankeppni HM. Katrín Jónsdóttir, fyrirliði, leikur í kvöld sinn 133. og síðasta landsleik. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri en 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna. Lesa meira
 
U17-karla-i-Russlandi-sigurlidid

U17 karla - Glæsilegur sigur á Rússum - 26.9.2013

Strákarnir í U17 unnu glæsilegan sigur á Rússum í undankeppni EM í dag en þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum sem var leikinn í Rússlandi. Íslendingar höfðu sigur, 2 - 1, í hörkuleik og tryggðu sér með efsta sætið í riðlinum og sæti í milliriðlum.

Lesa meira
 
Blys

Notkun blysa á íþróttaviðburðum er með öllu bönnuð - 26.9.2013

Að gefnu tilefni vill Knattspyrnusamband Íslands ítreka að öll notkun blysa er stranglega bönnuð á leikvöngum á Íslandi. Blysin brenna við gríðarlegan hita og tilgangslaust er að reyna að slökkva í þeim með vatni og geta þau skapað mikla hættu ef ekki er rétt farið með þau. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Franskur sigur í síðasta leiknum - 26.9.2013

Frakkar lögðu Íslendinga í lokaleik undankeppni EM en riðillinn var leikinn í Búlgaríu. Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Frakka og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Fyrir leikinn höfðu báðar þjóðirnar tryggt sér sæti í milliriðlum. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 26.9.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frökkum í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu. Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum en gestgjafarnir voru lagðir í fyrsta leiknum, 5 – 0 og sama markatala var upp á teningnum þegar Slóvakar voru lagðir.

Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Rússum - 26.9.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Rússum í undankeppni EM í dag. Leikið er í Rússlandi og hefst leikurinn í dag kl. 12:30 að íslenskum tíma. Þetta er lokaleikur liðsins í undankeppninni en jafntefli varð gegn Aserum í fyrsta leik, 3 – 3 og sigur vannst á Slóvakíu, 4 – 2. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Ísland - Sviss í kvöld - Allir á völlinn - 26.9.2013

Íslenska kvennalandsliðið hefur undankeppni HM í kvöld þegar það mætir Sviss á Laugardalsvelli kl. 18:30. Þetta er fyrsti leikurinn undir stjórn Freys Alexanderssonar, nýs landsliðsþjálfara, og jafnframt kveðjuleikur Katrínar Jónsdóttur. Miðasala á leikinn er í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Miðasala verður á Laugardalsvelli frá kl. 16:00 í dag.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Vegna leiks ÍA og KR í Pepsi-deild karla í dag - 25.9.2013

Í dag fer fram leikur ÍA og KR í Pepsi-deild karla kl. 16:30 á Akranesi. Í ljósi mikillar úrkomu á Akranesi eru vallarskilyrði slæm eins og staðan er núna og meta heimamenn Norðurálsvöll óleikhæfan. Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Dortmund - 25.9.2013

Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Dortmund og Marseille í Meistaradeild ungmenna sem UEFA heldur samhliða Meistaradeild UEFA. Þar mætast ungmennalið sömu félaga og mætast í Meistaradeildinni sjálfri. Leikið verður í Dortmund, þriðjudaginn 1. október.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Æfingar fara fram um helgina - 24.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp til æfinga um helgina en æfingarnar verða þrjá talsins.  Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM en riðill Íslands verður leikinn í Belgíu í október.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U15 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 24.9.2013

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar um komandi helgi hjá U15 karla og hefur Freyr Sverrisson valið 26 leikmenn á þessar æfingar.  Þessar æfingar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni Ólympíuleika ungmenna.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Sviss - 24.9.2013

KSÍ hefur ákveðið að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að leiknum  Ísland – Sviss í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli fimmtudaginn 26. september næstkomandi kl. 18:30.

Lesa meira
 
KSÍ-skírteini

Ísland - Sviss á fimmtudag - A passar gilda við innganginn - 24.9.2013

Handhafar A passa frá KSÍ geta sýnt skírteini sitt við innganginn á leik Íslands og Sviss í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. september kl. 18:30.  Ekki þarf því að sækja miða á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir komandi tímabil - 24.9.2013

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 6. og  5.flokk.   Viðkomandi þarf að vera með reynslu af þjálfun og viðeigandi menntun. Einnig þarf viðkomandi vera laus kl. 15:00 á daginn. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 571-5604.

Lesa meira
 
Island

Frítt inn fyrir 16 ára og yngri á Ísland - Sviss - 24.9.2013

KSÍ vill vekja athygli aðildarfélaga á því að frítt er inn fyrir 16 ára og yngri á landsleik Íslands og Sviss í undankeppni HM kvenna sem fram fer fimmtudaginn 26. september kl. 18:30 á Laugardalsvelli.  Félögin eru hvött til þess að koma þessu á framfæri við iðkendur sína.

Lesa meira
 
Runa-Kristin

Rúna Kristín að störfum í Ungverjalandi - 23.9.2013

Rúna Kristín Stefánsdóttir er að störfum þessa dagana í Ungverjalandi þar sem hún er aðstoðardómari í undankeppni U19 kvenna. Rúna starfar með dómurum frá Írland og Póllandi en í riðlinum leika, auk heimastúlkna, Svartfjallaland, Belgía og Tyrkland. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn sem fer til Rúmeníu - Uppfært - 23.9.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem fer til Rúmeníu og leikur í milliriðlum EM, dagana 30. september til 5. október.  Mótherjar Íslendingar eru, auk heimastúlkna, Írland og Spánn.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Annar stórsigur hjá stelpurnum - 23.9.2013

Stelpurnar í U19 unnu annan stórsigur í dag í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu.  Mótherjarnir í dag voru frá Slóvakíu og unnu okkar stelpur öruggan sigur, 5 - 0.  Með þessum sigri er íslenska liðið öruggt með sæti í milliriðlum. Lesa meira
 
Bibiana-Steinhaus

Bibiana Steinhaus dæmir leik Íslands og Sviss - 23.9.2013

Þýski dómarinn Bibiana Steinhaus verður við stjórnvölinn á leik Íslands og Sviss í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. september kl. 18:30.  Bibiana er einn þekktasti dómari Þýskalands og dæmdi m.a. úrslitaleik HM kvenna 2011. Lesa meira
 
Merki Sviss

A kvenna - Sterkt svissneskt lið - 23.9.2013

Það er ljóst að svissneska liðið, sem mætir Íslendingum í undankeppni HM á Laugardalsvelli á fimmtudaginn, er virkilega sterkt.  Liðið lék gegn Serbum á heimavelli um helgina og unnu stórsigur, 9 - 0.

Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U17 karla - Frábær sigur á Slóvökum - 23.9.2013

Strákarnir í U17 unnu frábæran sigur á jafnöldum sínum frá Slóvakíu í dag í undankeppni EM en leikið var í Volograd í Rússlandi.  Lokatölur urðu 2 - 4 fyrir Ísland eftir að Slóvakar höfðu leitt í leikhléi, 2 - 1.  Lokaleikur Íslands í riðlinum fer svo fram fimmtudaginn 26. september þegar leikið verður gegn gestgjöfum Rússa.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Slóvakíu - 23.9.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvakíu í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu.  Þetta er annar leikur Íslands í riðlinum en gestgjafarnir voru lagðir í fyrsta leiknum, 5 - 0.  Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma og er minnt á textalýsingu á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið sem mætir Slóvakíu - 23.9.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvökum í undankeppni EM í dag.  Leikið er í Rússlandi og hefst leikurinn í dag kl. 09:00 að íslenskum tíma eða kl. 13:00 að staðartíma. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Lokaumferð Pepsi-deildar karla færð fram á laugardag - 23.9.2013

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að færa lokaumferð Pepsi-deildar karla á upphaflegan leiktíma, þ.e. til laugardagsins 28. september. Eftirfarandi breytingar hafa því verið gerðar á leikjum Pepsi-deildar karla: Lesa meira
 
KR fagna sigri í Pepsi-deild karla 2013

KR Íslandsmeistari 2013 - 22.9.2013

KR tryggði sér í dag sigur í Pepsi-deild karla með því að leggja Valsmenn að velli á Vodafonevellinum. KR hefur því 49 stig og fimm stiga forystu á FH, sem er í öðru sæti, en Hafnfirðingar eiga einungis einn leik eftir.  KR hefur oftast allra félaga orðið Íslandsmeistari í karlaflokki en þeir hafa unnið þennan titil í 26 skipti. Lesa meira
 
Nemendur í fjölmiðlafræði við FÁ

Fjölmiðlafræðinemendur í heimsókn - 22.9.2013

Í liðinni viku heimsóttu nemendur úr FÁ höfuðstöðvar KSÍ og hlýddu á fyrirlestur um samskipti og þjónustu við fjölmiðla í tengslum við landsleiki, með áherslu á leiki á Laugardalsvelli.  Um var að ræða hóp 15 nemenda í fjölmiðlafræði
Lesa meira
 
U18-karla-Svithjodarmot

U19 karla - Sigur á Svíum í síðasta leik Svíþjóðarmótsins - 21.9.2013

Strákarnir í U19 unnu góðan sigur á Svíum í lokaleik liðsins á Svíþjóðarmótinu.  Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Ísland sem leiddu í leikhléi, 1 - 0.  Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti á þessu móti en Norðmenn höfðu sigur. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Öruggur sigur á gestgjöfunum - 21.9.2013

Stelpurnar byrjuðu undankeppni EM á besta mögulegan máta þegar þær lögðu Búlgari í fyrsta leik sínum í dag en leikið var við gestgjafana.  Lokatölur urðu 5 - 0 fyrir okkar stelpur sem leiddu í leikhléi 2 - 0. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Jafntefli gegn Aserum í hörkuleik - 21.9.2013

Strákarnir í U17 hófu leik í dag í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn í Rússlandi.  Mótherjar dagsins voru Aserar og eftir hörkuleik lauk leiknum með jafntefli, 3 - 3.  Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Slóvakíu og fer fram mánudaginn 23. september og hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
image

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Svíum - 21.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í lokaleik liðsins í Svíþjóðarmótinu.  Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma en Ísland gerði jafntefli í fyrsta leik sínum gegn Slóvakíu en beið svo lægri hlut gegn Norðmönnum.

Lesa meira
 
photo

U17 karla - Leikið við Asera í fyrsta leik í undankeppni EM - 21.9.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Aserum í undankeppni EM í dag.  Leikið er í Rússlandi og hefst leikurinn í dag kl. 09:00 að íslenskum tíma eða kl. 13:00 að staðartíma:

Lesa meira
 
Merki KF

Fjallabyggð auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla - 20.9.2013

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla. Lárus Orri Sigurðsson hefur ákveðið að hætta með KF eftir tímabilið en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú ár

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Viðburðarík knattspyrnuhelgi - 20.9.2013

Það er viðburðarík helgi framundan í knattspyrnunni en þá ráðast m.a. úrslitin í toppbaráttu 1. og 2. deildar karla og heil umferð er í Pepsi-deild karla. Þá eru þrjú af okkar landsliðum í eldlínunni, U17 og U19 karla og U19 kvenna, en öll leika þau ytra um helgina. Lesa meira
 
Hilmar Þór Guðmundsson

Hilmar Þór hefur störf hjá KSÍ - 20.9.2013

Hilmar Þór Guðmundsson hefur verið ráðinn á skrifstofu KSÍ. Hilmar mun sinna kynningar- og markaðsmálum, en þar hefur hann mikla reynslu eftir áralangt starf á þessum vettvangi. Hlutverk Hilmars verður m.a. að styðja við markaðsstarf aðildarfélaga KSÍ og efla frekar tengsl og samstarf við samstarfsaðila KSÍ. Lesa meira
 
image

U19 karla - Tap gegn Noregi á Svíþjóðarmótinu - 19.9.2013

Strákarnir í U19 töpuðu gegn Norðmönnum á Svíþjóðarmótinu í dag en þetta var annar leikur liðsins á mótinu. Norðmenn höfðu betur, 1 - 2, eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi, 1 - 0.  Lokaleikur Íslands er svo gegn heimamönnum í Svíþjóð á laugardaginn en Svíar leika gegn Slóvakíu í kvöld

Lesa meira
 
Friður í einn dag - Peace one day

Peace One Day í 15. sinn - 19.9.2013

Þann 21. september næstkomandi verður alþjóðlegur dagur friðar haldinn í 15. sinn – Peace One Day . Markmið verkefnisins er að hvetja stríðandi fylkingar um heim allan til að leggja niður vopn í einn dag, þennan mánaðardag ár hvert.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Noregi - 19.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Noregi í dag á Svíþjóðarmótinu. Þetta er annar leikur liðsins en jafntefli varð í fyrsta leiknum gegn Slóvakíu, 1 - 1. Á sama tíma lögðu Norðmenn gestgjafa Svía, 3 - 1. Lesa meira
 
Island

Ísland mætir Sviss í undankeppni HM - Miðasala hafin - 18.9.2013

Miðasala er hafin á leik Íslands og Sviss í undankeppni HM kvenna 2015 en leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. september kl. 18:30. Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari undankeppni og einnig fyrst leikurinn undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Freys Alexanderssonar. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamót KRR og Stöðvar 2 Sport - 18.9.2013

Grunnskólamót KRR og Stöðvar 2 Sport hefst í Egilshöll, mánudaginn 23. september en þarna leika 7. og 10 bekki grunnskóla Reykjavíkur. Leikið er í riðlakeppni en úrslit fara svo fram á sama stað, laugardaginn 28. september og verða þá Grunnskólameistarar 2013 krýndir.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Kýpur : Miðar fyrir handhafa A-skírteina - 18.9.2013

Handhafar A-skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Kýpur  í undankeppni HM miðvikudaginn 18. september kl. 09:00 til kl. 16:00 eða eins og miðarnir endast.  Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á þennan leik og því er ekki hægt að verða við óskum um að kaupa aukamiða í þetta skiptið. 

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Jafntefli gegn Slóvakíu í fyrsta leik á Svíþjóðarmótinu - 17.9.2013

Strákarnir í U19 gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum á Svíþjóðarmótinu en um er að ræða æfingamót fjögurra þjóða. Leikið var gegn Slóvakíu í dag og lauk leiknum með jafntefli, 1 - 1.  Næsti leikur liðsins á mótinu er gegn Noregi og fer hann fram á fimmtudaginn. Lesa meira
 
Rúnar Arnarson

Futsal 2014 - 17.9.2013

Nú í lok ágúst tók Víkingur Ólafsvík þátt í Evrópukeppni félagsliða í Futsal (innanhúsfótbolta) en þeir tryggðu sér þar þátttökurétt sem ríkjandi Íslandsmeistarar.  Stórhuga, eins og Ólafsvíkingum sæmir, þá sóttu þeir um að halda riðil á heimavelli sem þeir og fengu. 

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Slóvakíu - 17.9.2013

Strákarnir í U19 hefja í dag leik á Svíþjóðarmótinu en fyrsti leikur liðsins hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og er gegn Slóvakíu. Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Hópurinn sem mætir Sviss - 17.9.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Sviss í undankeppni HM 2015. Leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. september kl. 18:30. Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari undankeppni sem og fyrsti leikurinn undir stjórn Freys sem landsliðsþjálfara.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 16.9.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi en æfingarnar fara fram í Kórnum í Kópavogi. Þessar æfingar eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir milliriðla EM sem fram fer í Rúmeníu um næstu mánaðarmót. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Markmannsskóli stúlkna á Akranesi 2013 - 16.9.2013

Markmannsskóli stúlkna fer fram á Akranesi, dagana 20. - 22. september og má sjá upplýsingar hér að neðan um þáttakendur og dagskrá. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið, Þjóðbraut 13 Akranesi.

Lesa meira
 
Hvöt

Hvöt óskar eftir þjálfurum yngri flokka - 16.9.2013

Knattspyrnudeild Hvatar á Blönduósi óska eftir því að ráða þjálfara fyrir alla yngri flokka félagsins. Viðkomandi þarf að vera með reynslu í þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu auk reynslu og þekkingu af starfi íþróttafélaga. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Róm - 16.9.2013

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni, fimmtudaginn 19. september næstkomandi, þegar hann dæmir leik Lazio og Legia Varsjá í Evrópudeild UEFA. Aðstoðardómarar Kristins í leiknum verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og fjórði dómari verður Sigurður Óli Þorleifsson.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Færeyingum 11. apríl 2013

U17 karla - Hópurinn sem fer til Rússlands - 16.9.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem heldur til Rússlands og leikur þar í undankeppni EM, dagana 21. - 26. september. Auka heimamanna leika í riðlinum Slóvakía og Aserbaídsjan og er leikið gegn síðastnefnda liðinu, laugardaginn 21. september.

Lesa meira
 
Stjarnan-Islandsmeistari-kvk-2013---0141

Stjarnan fékk titilinn afhentan á heimavelli - 16.9.2013

Stjörnustúlkur fengu í gær afhent sigurlaunin í Pepsi-deild kvenna en þær eru verðugir handhafar Íslandsmeistaratitilsins. Stjarnan lauk keppni með fullt hús stiga, unnu alla sína leiki með markatölunni 69 - 6.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Uppselt á leik Íslands og Kýpur - 16.9.2013

Uppselt er á leik Íslands og Kýpur í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli, föstudaginn 11. október kl. 18:45. Gríðarlegur áhugi er fyrir leiknum og seldust síðustu miðarnir nú um helgina en opnað var fyrir miðasölu síðastliðinn fimmtudag.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokaumferð 3. deildar karla um helgina - 13.9.2013

Lokaumferð 3. deildar karla fer fram laugardaginn 14. september og er baráttan hörð um efsta sætið.  Fjarðabyggð og Huginn hafa fyrir nokkru tryggt sér sæti í 2. deildinni að ári en berjast hatrammri baráttu um efsta sætið.  Félögin eru jöfn að stigum fyrir síðustu umferðina en markatala Fjarðabyggð er hagstæðari.

Lesa meira
 
Sauðárkróksvöllur

Úrslitaleikur 4. deildar karla á Sauðárkróksvelli kl. 13:00 - 13.9.2013

Á laugardaginn, 14. september, verður leikið til úrslita í 4. deild karla en þar mætast Berserkir og Einherji á Sauðárkróksvelli kl. 13:00.  Sama dag verður leikið um 3. sætið en þar mætast Elliði og KFG á Fylkisvelli og hefst sá leikur kl. 14:00.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Umsóknir um þjálfarastyrki ÍSÍ - 13.9.2013

Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ.  Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. 

Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

Miðasala á Noregur - Ísland  - Frestur framlengdur til 11. október - 13.9.2013

Ísland mætir Noregi í undankeppni HM 2014, þriðjudaginn 15. október næstkomandi.  Leikið verður á Ullevaal vellinum í Noregi og hefst leikurinn kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 18:00 íslenskum tíma.  Ákveðið hefur verið að framlengja frest til miðakaupa á þennan leik og er hann til föstudagsins 11. október.

Lesa meira
 
KV

Knattspyrnudeild KV sektuð vegna ummæla leikmanns - 12.9.2013

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir erindi frá framkvæmdastjóra KSÍ vegna ummæla Jóns Kára Eldon leikmanns KV, sem hann  viðhafði í kjölfar leiks Njarðvíkur og KV í 2. deild karla, þriðjudaginn 13. ágúst 2013, með skrifum á Twitter síðu sína. 

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 54. sæti - 12.9.2013

Karlalandsliðið fer upp um 16 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag. Íslenska liðið er nú í 54. sæti listans en Spánverjar tróna á toppi listans sem fyrr en Argentína fer upp í annað sætið á kostnað Þjóðverja. Lesa meira
 
Island---Albania-2

Miðasala hafin á Ísland - Kýpur - 12.9.2013

Framundan er æðisgengin barátta um annað sæti í riðli Íslands í undankeppni HM, sæti sem getur komið Íslandi í umspil fyrir HM í Brasilíu 2014.  Næstu mótherjar Íslands eru Kýpur en þeir koma á Laugardalsvöll, föstudaginn 11. október kl. 18:45.  Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í riðlakeppninni en liðið er sem stendur í öðru sæti riðilsins.  Miðasala á leikinn er nú hafin í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Úrtaksæfingar um helgina í Kórnum - 11.9.2013

Úrtakshópur hefur verið valinn yfir æfingar hjá U15 karla og fara æfingarnar fram um komandi helgi í Kórnum. Þessar æfingar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni Ólympíuleika ungmenna en þar munu fjórar þjóðir, Ísland, Finnland, Armenía og Moldóva, keppa um eitt sæti. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Kýpur - Miðasala hefst á morgun - 11.9.2013

Mikill áhugi er fyrir leik Íslands og Kýpur í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, föstudaginn 11. október kl. 18:45. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í riðlakeppninni og hefst miðasala á leikinn á morgun, fimmtudaginn 12. september í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Þrjú stig og stemning í Laugardalnum - 10.9.2013

Sigursöngvar ómuðu í Laugardalnum í kvöld þegar 9.768 áhorfendur fögnuðu dýrmætum sigri Íslands á Albaníu í kvöld. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir okkar menn en staðan var jöfn í leikhléi, 1 - 1.  Íslenska liðið er nú í öðru sæti riðilsins með 13 stig en Sviss, sem lagði Noreg í kvöld, er í efsta sætinu með 18 stig.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Góður sigur gegn Kasakstan - 10.9.2013

Strákarnir í U21 lögðu Kasakstan í dag þegar þjóðirnar mættust í undankeppni EM á Kópavogsvelli. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Íslenska liðið er í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Hópurinn sem leikur í Búlgaríu - 10.9.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM. Riðill Íslands verður leikinn í Búlgaríu og fer fram dagana 21. - 26. september en mótherjar Íslendinga eru, auk heimastúlkna, Slóvakía og Frakkland.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn sem fer á Svíþjóðarmótið - 10.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem leikur á Svíþjóðarmótinu sem fram fer dagana 17. - 21. september. Mótherjar Íslendinga á þessu móti verða, auk heimamanna, Noregur og Slóvakía.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Vatnaliljanna gegn Ými - 10.9.2013

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Vatnaliljanna gegn Ými vegna leik félaganna í 4. deild karla C riðli sem fram fór 24. ágúst síðastliðinn. Kært var á grundvelli þess að um ólöglega skipað lið væri um að ræða. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Kasakstan - 10.9.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kasakstan í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 16:00. Teflt er fram sama byrjunarliði og í sigurleiknum gegn Hvít Rússum. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 10.9.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi. Þessar æfingar eru hluti af undirbúningi fyrir keppni milliriðlum EM en íslenska liðið mun leika í Rúmeníu um mánaðarmótin.

Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Mætum tímanlega á leikinn - 10.9.2013

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leik Íslands og Albaníu sem hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 
Tolfan

Uppselt á Ísland - Albanía - 10.9.2013

Framundan eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir hjá landsliðum Íslands en bæði A landslið karla og U21 karla verða í eldlínunni. Strákarnir í U21 leika gegn Kasakstan á Kópavogsvelli kl. 16:00 í undankeppni EM. Á Laugardalsvelli verður svo karlalandsliðið í flóðljósunum þegar þeir taka á mót Albaníu í undankeppni HM kl. 19:00. Uppselt er á þann leik. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram á sunnudegi - 9.9.2013

Vegna breytinga sem gerðar voru á nokkrum leikjum í Pepsi- deild karla frá 15. september og yfir á 16. september, hefur mótanefnd KSÍ ákveðið að færa lokaumferð Pepsi-deildar kvenna frá mánudeginum 16. september og fram til sunnudagsins 15. september kl. 13.00.

Lesa meira
 
Fylkir

1. deild kvenna - Fylkir stóð uppi sem siguvegari - 9.9.2013

Fylkisstúlkur stóðu uppi sem sigurvegarar í úrslitaleik 1. deildar kvenna þegar þær lögðu ÍA í úrslitaleik, 2 - 1, á Fylkisvelli. Staðan í leikhléi var 1 - 0 fyrir Fylki. Bæði félögin höfðu tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili og mega því vel við una. Lesa meira
 
Haukur Páll Sigurðsson

A karla - Haukur Páll í hópinn - 9.9.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur bætt Hauki Páli Sigurðssyni inn í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Albaníu. Leikurinn fer fram á morgun, þriðjudaginn 10. september kl. 19:00, á Laugardalsvelli og er í undankeppni HM.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Ísland mætir Kasakstan á Kópavogsvelli - 9.9.2013

Strákarnir í U21 verða líka í eldlínunni á morgun, þriðjudaginn 10. september, þegar þeir mæta Kasakstan í undankeppni EM á Kópavogsvelli kl. 16:00. Íslenska liðið hefur byrjað riðilinn frábærlega unnið alla þrjá leiki sína til þessa.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Ísland - Albanía - Miðarnir fara hratt út - 9.9.2013

Miðarnir fara hratt út núna á leik Íslands og Albaníu, í undankeppni HM, sem fram fer þriðjudaginn 10. september. Rúmlega 8.000 miðar eru þegar seldir og, ef fer sem horfir, verður uppselt á leikinn.

Lesa meira
 
Andy Marriner

Enskir dómarar á Ísland - Albanía - 9.9.2013

Enski dómarinn Andy Marriner mun dæma leik Íslands og Albaníu í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 10. september kl. 19:00. Honum til aðstoðar verða þeir Peter Kirkup og Darren England. Varadómari verður svo Lee Probert. Lesa meira
 
Jóhann Berg Guðmundsson

Ótrúleg endurkoma í Bern - 6.9.2013

Íslendingar gerðu magnað jafntefli við Sviss í undankeppni HM í kvöld en leikið var í Bern.  Lokatölur hreint ötrúlegar, 4 - 4 og leiddu heimamenn í leikhléi, 3 - 1.  Heimamenn komust í 4 - 1 á 55. mínútu en síðustu þrjú mörk voru Íslendinga. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrjú mörk í leiknum hvert öðru glæsilegra.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Byrjunarlið Íslands birtist klukkustund fyrir leik - 6.9.2013

Byrjunarlið Íslands í leiknum á móti Sviss birtist sjálfkrafa á viðkomandi mótasíðu á vef KSÍ einni klukkustund áður en leikurinn hefst. Leikskýrslan er skráð í mótakerfi KSÍ, sem stýrir birtingunni eins og í öðrum leikjum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

1. deild kvenna - Leikið til úrslita á Fylkisvelli á laugardag - 6.9.2013

Fylkir og ÍA mætast í úrslitaleik 1. deildar kvenna, laugardaginn 7. september kl. 14:00. Leikið verður á Fylkisvelli en bæði félögin hafa þegar tryggt sér sæti í Pepsi-deild kvenna að ári. Nú verður barist um sigurlaunin í 1. deild kvenna og má búast við hörkuleik á Fylkisvelli. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Norræn dómaraskipti - Íslenskir dómarar í Noregi og Svíþjóð - 6.9.2013

Íslenskir dómarar verða við störf í Noregi og Svíþjóð á næstu dögum en þetta er hluti af norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda Norðurlandanna.  Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæma leik Strömmen og Ullensaker/Kisa í norsku 1. deildinni og Valdimar Pálsson dæmir leik GAIS og Värnamo í sænsku "Superettan" deildinni. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Aþenu - 6.9.2013

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Grikkja og Letta í undankeppni HM en leikið verður í Aþenu þriðjudaginn 10. september. Leikurinn er í G riðli þar sem Grikkir eru í öðru sæti riðilsins sem stendur en Lettar í því fimmta. Lesa meira
 
KÞÍ

Þjálfaraferð til Mílanó með norska Knattspyrnuþjálfarafélaginu - 6.9.2013

KÞÍ býður félagsmönnum sínum í samvinnu við norska Knattspyrnuþjálfarafélagið í námsferð til AC Milan á Ítalíu. Ferðin verður frá 1. - 4. nóvember og eru einungis örfá sæti í boði fyrir félagsmenn KÞÍ. Lesa meira
 
DAN_2835

Ísland - Albanía : Miðar fyrir handhafa A-skírteina - 6.9.2013

Handhafar A-skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Albaníu í undankeppni HM mánudaginn 9. september kl. 10:00 til kl. 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Öruggur sigur á Skotum - 5.9.2013

Strákarnir í U19 unnu jafnaldra sína frá Skotlandi örugglega í vináttulandsleik í dag en leikið var í Stirling. Lokatölur urðu 0 - 3 og hafði íslenska liðið tveggja marka forystu í leikhléi.  Þetta var annar vináttulandsleikur þjóðanna á þremur dögum, fyrri leiknum lauk með 1 - 1 jafntefli. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Þór/KA mætir Zorky frá Rússlandi - 5.9.2013

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA. Íslandsmeistarar síðasta árs, Þór/KA, voru í pottinum og mæta Zorky frá Rússlandi og leika fyrri leikinn á heimavelli
Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Skotum - 5.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Skotum í vináttulandsleik í Stirling í dag. Leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma en þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna á þremur dögum en fyrri leiknum lauk með 1 - 1 jafntefli.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Dregið í 32 liða úrslitum í dag - 5.9.2013

Í dag verður dregið í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA. Íslandsmeistarar síðasta árs, Þór/KA, verða í pottinum en félögunum er skipt í 2 styrkleikaflokka og eru Akureyringar í neðri flokknum. Lesa meira
 
U19---Byrjunarlid-gegn-Donum-19.-feb

Mikið um að vera hjá landsliðunum okkar í september - 4.9.2013

Það verður mikið um að vera hjá landsliðum Íslands í knattspyrnu í september mánuði en þá eru 16 landsleikir á dagskránni.  Strákarnir í U19 riðu á vaðið í gær þegar þeir léku vináttulandsleik gegn Skotum en öll okkar landslið munu leika í september.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Undanúrslit 4. deildar karla hefjast á laugardag - 4.9.2013

Í gærkvöldi varð ljóst hvaða félög komust í undanúrslit 4. deildar karla en síðari leikirnir í 8 liða úrslitum fóru þá fram.  Undanúrslitin hefjast á laugardaginn þegar fyrri leikirnir fara fram en síðari leikirnir eru svo miðvikudaginn 11. september.  Siguvegarar viðureignanna tryggja sér sæti í 3. deild karla að ári. Lesa meira
 
Skagastúlkur fagna sæti í Pepsi-deild kvenna

Fylkir og ÍA í Pepsi-deild kvenna - 4.9.2013

Fylkir og ÍA tryggðu sér í gærkvöldi sæti í Pepsi-deild kvenna að ári þegar þau höfðu betur í undanúrslitaviðureignum sínum.  Fylkir lagði Grindavík 3 - 2 á heimavelli og samtals 6 - 3.  Á KR velli voru það KR sem lagði ÍA, 2 - 0, en ÍA hafði betur samanlagt 3 - 2.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Jafntefli í hörkuleik gegn Skotum hjá U19 karla - 3.9.2013

U19 landslið karla gerði í kvöld, þriðjudagskvöld, 1-1 jafntefli við Skota í æfingaleik í Stirling í Skotlandi.  Bæði mörk leiksins komu beint úr aukaspyrnum, en það fyrra gerði Oliver Sigurjónsson á 22. mínútu.  Þessi lið mætast aftur á fimmtudag, á sama stað.
Lesa meira
 
Tranquillo Barnetta (mynd:  football.ch)

Sterkt landslið Sviss - 3.9.2013

Eins og kunnugt er mætast karlalandslið Sviss og Íslands í undankeppni HM 2014 næstkomandi föstudag.  Svisslendingar hafa á afar öflugu liði að skipa og til marks um það er sú staðreynd að 11 af 23 leikmönnum í landsliðshópi þeirra á mála hjá félagsliðum sem leika í Meistaradeild UEFA.
Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar fara fram um helgina - 3.9.2013

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 karla og hefur Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari, valið hóp fyrir þessar æfingar. Æfingarnar fara fram á grasvellinum við Kórinn, föstudag og laugardag.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Vináttulandsleikur gegn Skotum í kvöld - 3.9.2013

Strákarnir í U19 héldu til Skotlands snemma í morgun og eru ekkert að tvínóna við hlutina því þeir leika strax í kvöld. Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Skotum og fara þeir báðir fram í Stirling. Fyrri leikurinn er í kvöld, þriðjudaginn 3. september, og hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma en sá síðari er fimmtudaginn 5. september. Lesa meira
 
Stade de Suisse / Wankdorf

Leikið á sögufrægum slóðum - 3.9.2013

Viðureign Sviss og Íslands í undankeppni HM 2014 á föstudag fer fram á sögufrægum slóðum  í Bern.  Leikvangurinn heitir Stade de Suisse, er heimavöllur BSC Young Boys, og er byggður á sama stað og áður stóð Wankdorf-leikvangurinn, en á þeim velli var leikið til úrslita í HM 1954.
Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Albanía - 3.9.2013

KSÍ hefur ákveðið að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að hinum mikilvæga leik, Ísland – Albanía í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli þriðjudaginn 10. september næstkomandi kl. 19:00.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðamiklar breytingar á leikjum í Pepsi-deild karla - 3.9.2013

Nokkrar viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á leikjum Pepsi-deildar karla og eru viðkomandi félög beðin um að kynna sér þær gaumgæfilegar.  Hér að neðan má sjá þær breytingar sem gerðar hafa verið og hefur þessu verið breytt í leikjalista Pepsi-deild karla hér á heimasíðunni.

Lesa meira
 
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson

Karlalandsliðið komið til Sviss - 3.9.2013

A landslið karla er komið saman í Sviss fyrir leikinn við heimamenn í undankeppni HM 2014.  Leikmenn komu til Bern á mánudag og fyrsta æfingin var í dag, þriðjudag, en leikurinn fer fram á föstudag.  Sól og blíða er í Bern þessa dagana og er hitinn um 25 gráður. 
Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7772

Markmannsskóli KSÍ á Akranesi 2013 - 3.9.2013

Knattspyrnusamband Íslands mun starfrækja Markmannsskóla í ár á Akranesi fyrir stúlkur og drengi í 4. aldursflokki.  Félög sem starfrækja 4. flokk drengja og/eða stúlkna geta tilnefnt tvo drengi og tvær stúlkur hvert. Stúlkurnar verða 20. – 22. september en drengirnir dagana 4. – 6. október. Um er að ræða markmenn sem léku í 4. flokki tímabilin 2012/2013

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppni 4. deildar karla - Seinni leikir 8 liða úrslita fara fram í dag - 3.9.2013

Úrslitakeppni 4. deildar karla heldur áfram í dag en þá eru á dagskrá síðari viðureignir 8 liða úrslita. Búast má við spennandi viðureignum en barist er um að tryggja sér sæti í undanúrslitum, sem hefjast næstkomandi laugardag. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna - Hverjir fara í Pepsi-deildina? - 3.9.2013

Í dag fara fram síðari leikir undanúrslita í úrslitakeppni 1. deildar kvenna og hefjast báðir leikirnir kl. 17:30. Á KR velli mætast KR og ÍA og á Fylkisvelli taka heimastúlkur á móti Grindavík.  Siguvegarar viðureignanna, samanlagt, tryggja sér sæti í Pepsi-deild kvenna að ári

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög