Fréttir

Kris Hames

Dómari frá Wales dæmir leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild karla - 30.8.2013

Velski dómarinn Kris Hames mun dæma leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild karla sem fram fer sunnudaginn 1. september á Kópavogsvelli. Þetta er hluti af verkefni varðandi dómaraskipti hjá Knattspyrnusamböndum Íslands og Wales en í október mun íslenskur dómari dæma leik í efstu deild í Wales.

Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

A karla - Hópurinn fyrir leikina gegn Sviss og Albaníu - 30.8.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari A karla, hefur valið hópinn sem mætir Sviss og Albaníu í undankeppni HM 2015. Leikið verður gegn Sviss í Bern, föstudaginn 6. september en gegn Albaníu á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 10. september.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Albanía þriðjudaginn 10. september - Miðasala hafin - 30.8.2013

Nú fer í hönd lokaspretturinn í undankeppni HM 2014 en framundan eru fjórir síðustu umferðirnar í riðlakeppninni. Íslendingar eru í harðri baráttu í riðlinum en annað sætið getur gefið sæti í umspili um sæti á HM í Brasilíu. Mótherjar Íslendinga á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 10. september kl. 19:00, verða Albanir sem sitja sem stendur í öðru sæti riðilsins, einu stigi á undan Íslendingum. Lesa meira
 
Freyr Alexandersson

Freyr Alexandersson ráðinn þjálfari A landsliðs kvenna - 30.8.2013

Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn þjálfari A landsliðs kvenna til næstu tveggja ára. Samningur var undirritaður í dag, föstudag, og gildir hann a.m.k. til loka árs 2014, eða fram yfir úrslitakeppni HM 2015, sem fram fer sumarið 2015 í Kanada.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir leikinn gegn Kasakstan - 30.8.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Kasakstan í undankeppni EM 2015 á Kópavogsvelli. Leikið verður þriðjudaginn 10. september á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH úr leik - 30.8.2013

Íslandsmeistarar FH eru úr leik í Evrópudeild UEFA en í gærkvöldi töpuðu þeir gegn Genk frá Belgíu ytra, 5 - 2, í seinni leiknum í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA. Belgarnir unnu fyrri leikinn einnig, 2 - 0 og því samtals 7 - 2 Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Seinni leikur FH gegn Genk í kvöld - 29.8.2013

Íslandsmeistarar FH leika í kvöld seinni leik sinn í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA, þegar þeir mæta Genk frá Belgíu ytra. Belgarnir höfðu betur í fyrri leiknum á Kaplakrikavelli, 0 - 2, og verður spennandi að sjá hvort að Íslandsmeistararnir nái að velgja heimamönnum undir uggum.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Futsal Cup - Úrslitaleikur í kvöld hjá Víkingi Ólafsvík - 29.8.2013

Víkingur Ólafsvík mætir gríska liðinu Athina '90 í lokaleik H riðils í undankeppni Futsal Cup kl. 20:00 í kvöld en leikið verður í íþróttahúsinu á Ólafsvík. Bæði þessi félög unnu eistneska liðið Anzhi Tallinn og því ljóst að sigurvegari kvöldsins tryggir sér sæti í milliriðlum keppninnar.

Lesa meira
 
stjarnan2013-3

Stjarnan Íslandsmeistari 2013 - 29.8.2013

Stjörnustúlkur tryggðu sér í gærkvöldi sigur í Pepsi-deild kvenna þegar þær lögðu Val á heimavelli, 4 - 0. Breiðablik, sem er í öðru sæti, tapaði í gærkvöldi fyrir Aftureldingu sem þýðir að ekkert lið getur náð Stjörnunni að stigum þegar fjórar umferðir eru eftir.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppnum 5. flokks karla og kvenna frestað um eina viku - 28.8.2013

Mótanefnd KSÍ ákvað á fundi sínum fyrr í dag að fresta úrslitakeppnum 5. flokks karla og kvenna sem vera áttu dagana 31. ágúst og 1. september um eina viku.  Þessi ákvörðun er tekin vegna óhagstæðrar veðurspár. Lesa meira
 
Glenn Nyberg

Sænskir dómarar dæma Selfoss - Grindavík - 28.8.2013

Sænski dómarinn Glenn Nyberg mun dæma leik Selfoss og Grindavíkur í 1. deild karla sem fram fer á Selfossvelli, fimmtudaginn 29. ágúst. Samlandi hans, Conny Hugman, mun verða honum til aðstoðar ásamt Gylfa Má Sigurðssyni. Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Futsal Cup - Sigur í fyrsta Evrópuleik Víkings Ólafsvíkur - 28.8.2013

Víkingur Ólafsvík bar sigurorð af Anzhi Tallinn frá Eistlandi í fyrsta leik undanriðils í Futsal Cup en leikið er í Ólafsvík. Lokatölur urðu 8 - 7 í æsispennandi leik en staðan í leikhléi var 4 - 4.  Næsti leikur riðilsins er í kvöld en þá mætast Anzhi Tallinn og gríska liðið Athina '90. Leikurinn hefst kl. 20:00 og er frítt inn á leikinn eins og alla leiki riðilsins. Lesa meira
 
Háttvísidagar FIFA

Háttvísidagar FIFA 2013 - 27.8.2013

FIFA stendur nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 17. sinn. Að þessu sinni urðu dagarnir 6. til 10. september fyrir valinu, en á því tímabili fara m.a. fram landsleikir um allan knattspyrnuheiminn. Háttvísidagarnir eru haldnir hátíðlegir á ýmsan hátt í öllum aðildarlöndum FIFA.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn valinn fyrir 2 vináttulandsleiki gegn Skotum - 27.8.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir 2 vináttulandsleiki gegn Skotum sem fram fara 3. og 5. september. Átján leikmenn eru valdir í hópinn og fara leikirnir fram á Forthbank Stadium í Stirling.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Evrópukeppnin í Futsal í Ólafsvík - Fyrsti leikur í kvöld - 27.8.2013

Í kvöld, þriðjudaginn 27. ágúst, hefst í Ólafsvík riðill í undankeppni Evrópukeppni félagsliða í Futsal. Heimamenn í Víking Ólafsvík mæta þá Anzhi Tallinn frá Eistlandi og hefst leikurinn kl. 20:00 í íþróttahúsinu á Ólafsvík. Þriðja liðið í riðlinum er frá Grikklandi, Athina '90 Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 26.8.2013

Úrtakshópur hefur verið valinn yfir æfingar hjá U15 karla og fara æfingarnar fram um komandi helgi.  Þessar æfingar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni Ólympíuleika ungmenna en þar munu fjórar þjóðir, Ísland, Finnland, Armenía og Moldóva, keppa um eitt sæti.  Ólympíuleikar æskunnar fara svo fram í Nanjing í Kína, dagana 16. - 28. ágúst 2014.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna hefst á laugardaginn - 26.8.2013

Nú um helgina lauk riðlakeppni 1. deildar kvenna og liggur því fyrir hvaða félög mætast í undanúrslitum en fyrri leikirnir fara fram laugardaginn 31. ágúst.  Sigurvegarar viðureignanna tryggja sér sæti í Pepsi-deild kvenna að ári en mætast einnig í úrslitaleik um sigurinn í 1. deild kvenna.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni 4. deildar karla - Ljóst hvaða félög mætast - 26.8.2013

Eftir leiki helgarinnar er ljóst hvaða félög mætast í úrslitakeppni 4. deildar karla en fyrri leikir 8 liða úrslita fara fram, laugardaginn 31. ágúst.  Seinni leikirnir verða svo leiknir þriðjudaginn 3. september en sigurvegarar viðureignanna komast í undanúrslit

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn 2013

Borgunarbikar kvenna - Bikar til Blika - 24.8.2013

Breiðablik lagði Þór/KA í fjörugum úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli í dag. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Breiðablik en þær leiddu einnig í leikhléi, 1 - 0. Þetta er í tíunda skiptið sem Breiðablik vinnur þennan titil en síðast unnu Blikar árið 2005.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - 33. úrslitaleikur bikarkeppninnar - 23.8.2013

Breiðablik og Þór/KA mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna, laugardaginn 24. ágúst kl. 16:00 á Laugardalsvelli.  Þetta er 33. úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna en Blikar hafa unnið þennan titil 9 sinnum en Þór/KA aldrei. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Lokaleikir riðlakeppni 4. deildar karla um helgina - 23.8.2013

Lokaleikir riðlakeppni 4. deildar karla fer fram nú um helgina en úrslitakeppnin hefst svo laugardaginn 31. ágúst.  Hörð barátta er um sæti í öllum riðlunum þremur en aðeins hafa þrjú félög tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, KFG, Berserkir og Einherji, en átta félög komast í hana. Lesa meira
 
DAN_2765

Miðasala á Noregur - Ísland í undankeppni HM 15. október - 23.8.2013

Ísland mætir Noregi í undankeppni HM 2014, þriðjudaginn 15. október næstkomandi.  Leikið verður á Ullevaal vellinum í Noregi og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Panta þarf miða í síðasta lagi, fimmtudaginn 12. september, með því að senda póst á Ragnheiði Elíasdóttur

Lesa meira
 
DAN_2884

Miðasala á Sviss - Ísland í undankeppni HM - 23.8.2013

Ísland mætir Sviss í undankeppni HM 2014, föstudaginn 6. september næstkomandi.  Leikið verður á Stade de Suisse í Bern og hefst leikurinn kl. 20:30 að staðartíma eða 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokaumferðin í 1. deild kvenna um helgina - 23.8.2013

Um helgina fara fram síðustu leikirnir í 1. deild kvenna en þá fara fram lokaumferðirnar í A og B riðli.  Þegar er ljóst hvaða félög leika í úrslitakeppninni en eftir síðustu leikina kemur í ljóst hvaða félag verður efst í B riðli.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Tveggja marka tap hjá FH - 23.8.2013

Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrri leik sínum í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA þegar þeir mættu belgíska liðinu Genk á Kaplakrikavelli í gærkvöldi.  Leiknum lauk með 0 - 2 sigri Genk sem leiddi í leikhléi, 0 - 1. Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Toppeinkunn í árlegri gæðaúttekt UEFA - 23.8.2013

Skipulag og vinnureglur leyfiskerfis KSÍ fá toppeinkunn í árlegri gæðaúttekt UEFA, sem fram fór í vikunni. Það er alþjóðlega matsfyrirtækið SGS sem framkvæmir úttektina í öllum aðildarlöndum UEFA. Í umsögn fulltrúa SGS um leyfiskerfi KSÍ segir að það sé uppsett og rekið á „framúrskarandi“ hátt.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna 2013: Breiðablik - Þór/KA - 22.8.2013

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna 2013 fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 24. ágúst kl. 16:00. Það verða Breiðablik og Þór/KA sem mætast í úrslitum að þessu sinni.  Breiðablik hefur unnið bikarinn 9 sinnum og hafa Blikar alls leikið 15 sinnum til úrslita. Þór/KA hafði fjórum sinnum áður komist í undanúrslit, en leikur nú í fyrsta sinn til úrslita

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Umspil Evrópudeildar UEFA - FH tekur á móti Genk kl. 18:00 - 22.8.2013

Íslandsmeistarar FH taka í kvöld á móti Genk frá Belgíu í fyrri leik félaganna í umspili Evrópudeildar UEFA. Leikið verður á Kaplakrikavelli og hefst leikurinn kl. 18:00. Gríðarlega mikið er í húfi því að sigurvegari viðureignanna tryggir sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lesa meira
 
Grótta

Úrskurður í máli Tindastóls gegn Gróttu - 21.8.2013

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Tindastóls gegn Gróttu í leik félaganna í 3. flokki karla 7 manna sem fram 15. ágúst síðastliðinn. Kært var á grundvelli þess að um ólöglega skipað lið væri um að ræða hjá Gróttu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ákvörðun stjórnar KSÍ vegna leikbanns leikmanns KR - 21.8.2013

Vegna leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla sem flautaður var af sl. sunnudag hefur stjórn KSÍ tekið ákvörðun til að eyða óvissu vegna leikbanns Hannesar Þórs Halldórssonar, leikmanns KR, en leikmaðurinn átti að taka út leikbann í umræddum leik.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 20.8.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið æfingahóp sem æfir um komandi helgi. Þessar æfingar eru liður í undirbúningi fyrir forkeppni EM en riðill Íslands verður leikinn í Búlgaríu, dagana 21. - 26. september.

Lesa meira
 
KÞÍ

Bikarúrslitaráðstefna laugardaginn 24. ágúst 2013 - 20.8.2013

Í tengslum við úrslitaleikinn í Borgunarbikarkeppni kvenna mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu. Úrslitaleikur Borgunarbikarkeppni kvenna fer fram laugardaginn 24. ágúst kl. 16:00 en þar mætast Breiðablik og Þór/KA. Ráðstefnan hefst kl. 12:00 og er öllum opin. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Vegna leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla - 19.8.2013

Allar kröfur sem settar eru fram í reglugerðum KSÍ um aðstöðu, starfsfólk og annað viðbúnað, voru uppfylltar á leik Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla á sunnudag.  Aga- og úrskurðarnefnd mun fjalla um leikbann eins leikmanns KR á fundi sínum á þriðjudag.  Nýr leikdagur verður tilkynntur innan skamms.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Færeyskir dómarar á leik Reykjavíkurfélaganna Víkings og Leiknis í 1. deild karla - 19.8.2013

Ransin N. Djurhuus mun dæma leik Víkings og Leiknis í 1. deild karla sem fram fer á morgun, þriðjudaginn 20. ágúst., á Víkingsvelli og hefst kl. 19:00.  Ransin kemur frá Færeyjum eins og annar aðstoðardómaranna, Kristian Sofus Petersen.  Þriðji maðurinn í þríeykinu er hinsvegar alíslenskur, Birkir Sigurðarson. Lesa meira
 
Fram

Áttundi bikarmeistaratitill Fram - 17.8.2013

Bikarmeistaratitill Fram í ár er sá áttundi í sögu félagsins í karlaflokki, en eins og kunnugt er lögðu Framarar Stjörnuna í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli, í æsispennandi leik, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Þessi titill er þó sá fyrsti í 24 ár.

Lesa meira
 
Fram-bikarmeistari-2013---0776

Framarar Borgunarbikarmeistarar karla 2013 - 17.8.2013

Framarar eru Borgunarbikarmeistarar karla 2013 eftir sigur á Stjörnunni í æsispennandi úrslitaleik á Laugardalsvellinum. Leikmenn beggja liða reimuðu á sig markaskóna og þessi sex marka leikur fór alla leið í framlengingu og vítaspyrnukeppni, þar sem Framarar höfðu betur.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Íslenskt dómarateymi að störfum í Tallinn - 16.8.2013

Íslenskt dómarateymi verður að störfum í Tallinn, höfuðborg Eistlands, fimmtudaginn 22. ágúst næstkomandi. Þá fer fram fyrri leikur JK Nomme Kalju og úkrainska liðsins FC Dnipro Dnipropetrovsk í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA. Lesa meira
 
769809

Sigurður Ragnar hættir með kvennalandsliðið - 16.8.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem þjálfari A-landsliðs kvenna. Sigurður tók við liðinu í árslok 2006 og var því þjálfari liðsins í 7 ár, í 78 leikjum alls, og leiddi liðið til besta árangurs þess frá upphafi í úrslitakeppni EM í Svíþjóð í sumar. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Opnað fyrir miðasölu á úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 16.8.2013

Breiðablik og Þór/KA mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli laugardaginn 24. ágúst og hefst leikurinn kl. 16:00. Opnað hefur verið fyrir miðasölu á leikinn á midi.is en miðasala hefst á Laugardalsvelli á leikdegi kl. 12:00.

Lesa meira
 
DAN_3005

Hver skoraði sigurmark Íslands gegn Færeyjum? - 15.8.2013

Hvort var það Birkir Bjarnason eða Kolbeinn Sigþórsson sem skoraði sigurmark Íslands í vináttuleiknum gegn Færeyjum á miðvikudagskvöld? Á hvorn á að skrá markið? Reglurnar um þetta tiltekna atvik eru skýrar.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna í EM milliriðli með Rúmenum, Írum og Spánverjum - 15.8.2013

Dregið hefur verið í milliriðla fyrir EM U17 kvenna, en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag, fimmtudag.  Ísland verður í milliriðli með Rúmeníu, Írlandi og Spáni og fer riðillinn fram í Rúmeníu um mánaðamótin september/október.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn 2012

Fimm þúsund manna leikur síðustu þrjú ár - 15.8.2013

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla fer fram á Laugardalsvelli á laugrdag, þar sem mætast Fram og Stjarnan. Úrslitaleikurinn er jafnan einn stærsti árlegi íþróttaviðburður á Íslandi og er meðal aðsókn síðustu ára ansi stöðug - eða yfir fimm þúsund manns. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 2013:  Fram - Stjarnan - 15.8.2013

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 2013 fer fram á Laugardalsvelli á laugardag og hefst kl. 16:00. Liðin sem mætast eru Fram og Stjarnan.  Framarar hafa orðið bikarmeistarar 7 sinnum, en langt er um liðið frá síðasta titli.  Stjarnan hefur aldrei unnið bikarinn, en lék í fyrsta sinn til úrslita í fyrra.  Miðasala á leikinn er á http://www.midi.is/.

Lesa meira
 
DAN_3060

Eins marks sigur á Færeyjum - 14.8.2013

A landslið karla vann í kvöld, miðvikudagskvöld, 1-0 sigur á Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum, að viðstöddum 4.815 áhorfendum. Íslenska liðið réði lögum og lofum í leiknum, en Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins á 65. mínútu eftir góða sendingu frá Eiði Smára Guðjohnsen og skot frá Birki Bjarnasyni sem hafði viðkomu í Kolbeini á leið sinni í markið.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Fjögur frábær mörk hjá U21 - 14.8.2013

U21 landslið karla vann í dag, miðvikudag, frábæran 4-1 sigur á liði Hvít-Rússa í undankeppni EM 2015, enliðin mættust á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. Emil Atlason gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu - hefur nú skorað 6 mörk í 3 leikjum í keppninni. Ísland er efst í riðlinum með fullt hús stiga.

Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum - 14.8.2013

Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfurum sem eru tilbúnir til að vinna skv. stefnu félagsins. Einnig er auglýst eftir markmannsþjálfurum. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Japan

Byrjunarliðin birtast á ksi.is 1 klst fyrir leikina - 14.8.2013

Byrjunarlið Íslands í leikjum dagsins birtast sjálfkrafa á viðkomandi mótasíðu á vef KSÍ einni klukkustund áður en leikirnir hefjast. Leikskýrslurnar eru þannig forskráðar í mótakerfi KSÍ, sem stýrir birtingunni. Byrjunarlið U21 birtist þannig kl. 16:00 og byrjunarlið A karla kl. 18:45.

Lesa meira
 
Tryggvi Guðmundsson skorar gegn Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum í mars 2008.  Ísland vann með þremur mörkum gegn engu

25. viðureign Íslands og Færeyja - 13.8.2013

Ísland og Færeyjar mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á miðvikudag og verður þetta í 25. sinn sem þessar frændþjóðir mætast í A landsliðum karla. Ísland hefur unnið 22 leiki, einu sinni hafa þjíðirnar gert jafntefli og Færeyingar hafa einu sinni unnið sigur.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla mætir Hvít-Rússum á Vodafone-velli á miðvikudag - 13.8.2013

U21 landslið karla mætir Hvít-Rússum á Vodafone-vellinum á miðvikudag kl. 17:00. Leikurinn er liður í undankeppni EM 2015 og með sigri getur íslenska liðið tekið stórt skref í riðlinum.  Miðaverði er stillt í hóf, kr. 1.000 fyrir 17 ára og eldri og ókeypis aðgangur fyrir þá sem eru 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Opnað fyrir miðasölu á úrslitaleik Fram og Stjörnunnar - 12.8.2013

Fram og Stjarnan mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli laugardaginn 17. ágúst. Opnað hefur verið fyrir miðasölu á leikinn á vefsíðunni midi.is. Bæði lið mæta hungruð til leiks og munu leggja allt í sölurnar til að landa Borgunarbikarmeistaratitlinum.

Lesa meira
 
KSÍ-skírteini

Ísland-Færeyjar á miðvikudag:  Miðar fyrir handhafa A-skírteina - 12.8.2013

Handhafar A-skírteina frá KSÍ fá aðgöngumiða á vináttulandsleik karlalandsliða Íslands og Færeyja á miðvikudag afhenta þriðjudaginn 13. ágúst frá kl. 10:00 til kl. 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Þriðjungur leikur utan Færeyja - 12.8.2013

Af 19 leikmönnum í landsliðshópi Færeyinga fyrir vináttulandsleikinn við Ísland á miðvikudag eru sex leikmenn sem leika utan heimalandsins, eða rétt tæplega þriðjungur hópsins. Jónas Tór Næs er sá eini sem leikur með íslensku liði, en nokkrir aðrir í hópnum hafa reyndar gert það líka.

Lesa meira
 
Úrtökumót kvenna 2013

52 leikmenn á úrtökumóti kvenna - 12.8.2013

Úrtökumót fyrir stúlkur fæddar 1998 fór fram að Laugarvatni í ár eins og áður og stóð mótið yfir frá föstudeginum 9. ágúst til sunnudagsins 11. ágúst. Úlfar hinriksson, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hafði umsjón með mótinu. Alls tóku 52 leikmenn þátt að þessu sinni. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Frábær 5-2 sigur hjá U17 karla - 12.8.2013

U17 landslið karla vann frábæran 5-2 sigur á liði Norðmanna í leik um 3. sætið á Opna Norðurlandamótinu, en norska liðið var á heimavelli. Leikurinn um 3. sætið fór fram á laugardag á Fart Stadion í Övre Vang. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Bikarúrslitaráðstefnan 2013 - 12.8.2013

Í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla laugardaginn 17. ágúst mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við KSÍ standa fyrir árlegri ráðstefnu. Ráðstefnan er öllum opin - miði á úrslitaleikinn og léttar veitingar eru innifaldar í verðinu.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fimm leikjum í Pepsi-deild karla breytt - 9.8.2013

Vegna úrslitaleiks Borgunarbikars karla og þátttöku íslenskra liða í Evrópukeppnum félagsliða, hefur fimm leikjum í Pepsi-deild karla verið breytt.  Allar breytingarnar eru innan ágústmánaðar, þ.e. fyrri dagsetning og ný dagsetning.
Lesa meira
 
A landslið karla

Karlalandsliðið gegn Færeyjum - 9.8.2013

A landslið karla mætir Færeyjum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í næstu viku, miðvikudaginn 14. ágúst. Leikurinn hefst kl. 19:45 og er í beinni útsendingu á íþróttarás RÚV. 22 manna landsliðshópur Íslands var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, föstudag. Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 landsliðshópurinn sem mætir Hvít-Rússum 14. ágúst - 9.8.2013

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur tilkynnt 18 manna hóp fyrir leikinn við Hvít-Rússa í undankeppni EM 2015. Leikurinn fer fram á Vodafone-vellinum miðvikudaginn 14. ágúst og hefst kl. 17:00.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Upp um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista FIFA - 9.8.2013

A landslið karla fer upp um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í vikunni, og situr nú í 70. sæti. Ísland hefur sveiflast nokkuð upp og niður á listanum í ár, byrjaði árið í 89.sæti, hefur lægst verið í 98. sæti og hæst í því 61.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Mögnuð frammistaða íslensku liðanna - 9.8.2013

Frammistaða Breiðabliks og FH í Evrópuleikjunum síðustu tvær vikur hefur verið frábær og landi og þjóð til mikils sóma. Breiðablik féll úr leik í Evrópudeild UEFA á grátlegan hátt, í vítaspyrnukeppni. FH er hins vegar enn með, en færist úr forkeppni Meistaradeildar UEFA yfir í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla leikur um 3. sætið á NM - 9.8.2013

U17 landslið karla vann góðan 2-1 sigur á Svíum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Noregi. Með sigrinum tryggði liðið sér 2. sæti riðilsins og þar með leik um þriðja sætið á mótinu á laugardag, þar sem mótherjarnir verða Norðmenn. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Úrtökumót drengja 2013 fer fram 16.-18. ágúst - 8.8.2013

Úrtökumót KSÍ vegna drengja sem fæddir eru 1998 fer fram að Laugarvatni dagana 16.-18. ágúst næstkomandi. Til æfinganna hafa verið boðaðir 64 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu. Smellið hér að neðan til að skoða nánar.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Svíum á Norðurlandamótinu - 8.8.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíþjóð á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins og hefst hann kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri iðkendum aðildarfélaga boðið á vináttulandsleik Íslands og Færeyja 14. ágúst - 6.8.2013

KSÍ hefur ákveðið bjóða yngri flokkum og forráðamönnum flokka (3. flokkur og yngri) allra aðildarfélaga miða á vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 14. ágúst og hefst kl. 19:45. Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

Miðasala hafin á vináttulandsleik Íslands og Færeyja - 6.8.2013

Íslendingar taka á móti frændum okkar Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 14. ágúst, hefst kl. 19:45 og er miðasala á leikinn hafin. Þetta er lokahnykkurinn í undirbúningi íslenska liðsins fyrir síðustu leikina í undankeppni HM 2014 sem fram fara síðar í haust. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Stjarnan og Fram mætast í úrslitaleiknum - 5.8.2013

Nú er það ljóst að það verða Stjarnan og Fram sem mætast í úrsltialeik Borgunarbikars karla en úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 17. ágúst. Fram lagði Breiðablik í undanúrslitum í gær, 2 - 1. Lesa meira
 
U17 kvenna í Moldavíu

U17 kvenna - Jafntefli gegn Ungverjum - 5.8.2013

Stelpurnar í U17 gerðu jafntefli við Ungverja í síðasta leik sínum í undankeppni EM en leikið var í Moldavíu. Lokatölur urðu 2 - 2 og lenti Ísland því í öðru sæti riðilsins þar sem ungverska liðið var með betri markatölu þegar uppi var staðið en báðar þjóðirnar hlutu 7 stig og sæti í milliriðlum Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Noregi á Norðurlandamótinu - 5.8.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Noregi á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Þetta er fyrsti leikur íslenska liðsins en leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Ungverjum - 4.8.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Ungverjum í dag í undankeppni EM. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma en leikið er í Moldavíu. Báðar þessar þjóðir hafa tryggt sér sæti í milliriðlum en efsta sæti riðilsins er í húfi Lesa meira
 
Grótta

Knattspyrnudeild Gróttu auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka - 2.8.2013

Knattspyrnudeild Gróttu auglýsir eftir knattspyrnuþjálfurum fyrir yngri flokka deildarinnar.  Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn í að leggja sitt af mörkum til að efla yngri flokka félagsins. Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA kvenna - Ísland áfram í 15. sæti - 2.8.2013

Á nýjum styrleikalista FIFA kvenna, sem gefinn var út í morgun, er Ísland í 15. sæti sem er sama sæti og á síðasta lista. Bandaríkin tróna sem fyrr á toppnum og nýkrýndir Evrópumeistarar, Þýskaland, eru í öðru sæti.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Naumt tap Blika í Kasakstan - 2.8.2013

Blikar léku í gærkvöldi fyrri leik sinn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA þegar þeir mættu Aktobe frá Kasakstan ytra. Heimamenn fóru með sigur af hólmi, 1 - 0, og kom eina mark leiksins í uppbótartíma úr vítaspyrnu.  Seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 8. ágúst. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Hverjir mæta Stjörnunni í úrslitum? - 2.8.2013

Fram og Breiðablik mætast í undanúrslitum Borgunarbikars karla, sunnudaginn 4. ágúst kl. 16:00 og verður leikið á Laugardalsvelli. Sigurvegarinn mætir Stjörnunni í úrslitaleik en Garðbæingar lögðu KR í framlengdum undanúrslitaleik á Samsung vellinum í gærkvöldi, 2 - 1. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni Polla- og Hnátumóta KSÍ 2013 - 2.8.2013

Hér að neðan má finna upplýsingar um svæðabundna úrslitakeppni í Polla- og Hnátumótum KSÍ 2013. Hjá pollunum verður leikið 21. ágúst en hjá hnátunum, viku síðar, 28. ágúst. Eftir á að tilkynna um leikstaði hjá hnátunum á Suð-Vesturlandi, Þau félög sem áhuga hafa á því að halda úrslitakeppni geta sótt um það til kl. 12:00 miðvikudagsins 7. ágúst. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Moldavíu

U17 kvenna - Aftur öruggur sigur hjá stelpunum - 1.8.2013

Stelpurnar í U17 unnu í dag öruggan sigur á Moldavíu í öðrum leik liðsins í undankeppni EM en riðillinn er einmitt leikinn í Moldavíu. Lokatölur urðu 6 – 0 eftir að staðan í leikhléi var 2 - 0.  Með sigrinum er Ísland öruggt áfram í milliriðla en tvær efstu þjóðirnar tryggja sér sæti þangað. Ísland vann Lettland í fyrsta leik sínum, 5 – 0, og er því með sex stig

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót stúlkna KSÍ 2013 - 9. til 11. ágúst - 1.8.2013

Úrtökumót KSÍ 2013 fyrir stúlkur fæddar árið 1998 fer fram á Laugarvatni í ár. Félög leikmanna eru beðin um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar:

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Mikil aukning félagaskipta í seinni glugganum - 1.8.2013

Mikil aukning varð á félagaskiptum á milli ára í seinni glugganum en síðasti dagur félagaskipta var í gær, miðvikudaginn 31. júlí.  Alls voru 377 félagaskipti afgreidd af skrifstofu KSÍ í þessum seinni glugga og hafa ekki verið fleiri síðan mælingar hófust. Flest höfðu þau verið 287 talsins en það var á síðasta ári.

Lesa meira
 
Breiðablik

Evrópudeild UEFA - Blikar leika í Kasakstan í dag - 1.8.2013

Blikar verða í eldlínunni í dag þegar þeir mæta Aktobe frá Kasakstan í fyrri viðureign liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Leikið er á Tsentralniy vellinum í Aktobe og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 8. ágúst. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Stjarnan tekur á móti KR í undanúrslitum í kvöld - 1.8.2013

Fyrri undanúrslitaleikur Borgunbikars karla fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ kl. 20:00 í kvöld. Heimamenn í Stjörnunni taka þá á móti bikarmeisturum KR og má búast við miklu fjöri á vellinum í kvöld. Seinni undanúrslitaleikurinn verður svo á milli Fram og Breiðabliks og fer fram á Laugardalsvelli, sunnudaginn 4. ágúst.

Lesa meira
 
U17 kvenna í Moldavíu

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Moldavíu - 1.8.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Moldavíu í dag kl. 15:00 að íslenskum tíma. Þetta er annar leikur liðsins í undankeppni EM en riðillinn er einmitt leikinn í Moldavíu. Fyrsta leik Íslands í riðlinum lauk með 5 - 0 sigri á Lettlandi og á sama tíma unnu Ungverjar heimastúlkur með sömu markatölu. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög