Fréttir

Borgunarbikarinn_01

Þór/KA, Stjarnan, Fylkir og Breiðablik í undanúrslitum - 29.6.2013

Leikirnir fjórir í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna fóru allir fram á föstudagskvöld.  Íslandsmeistarar Þórs/KA, ríkjandi Borgunarbikarmeistarar Stjörnunnar, 1. deildarlið Fylkis og Breiðablik tryggðu sér sæti í undanúrslitum.  Dregið verður í hádeginu á mánudag.

Lesa meira
 
Hermann Gunnarsson í landsleik

Kveðja til Hemma Gunn - 28.6.2013

Við kveðjum einn besta talsmann knattspyrnunnar og góðan félaga með söknuði en minningin um Hemma Gunn mun lifa. Við sendum ættingjum og vinum Hermanns innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

8-liða úrslit Borgunarbikars kvenna í kvöld - 28.6.2013

Í kvöld, föstudagskvöld, fara fram leikirnir í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og er óhætt að segja að það séu stórleikir á dagskrá.  Á Hásteinsvelli mætast ÍBV og Breiðablik, á Þórsvelli taka leikmenn Þórs/KA á móti Þrótti, Fylkir sækir HK/Víking heim, og Valur tekur á móti Stjörnunni. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Íslenskir dómarar í Evrópudeildinni 4. júlí - 28.6.2013

Það verða ekki einungis íslensk félagslið og íslenskir leikmenn í eldlínunni þann 4. júlí næstkomandi, þegar fram fer 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Íslenskur dómarakvartett verður einnig að störfum með Þórodd Hjaltalín fremstan í flokki. Lesa meira
 
KSI_2012_U17kv-09-002

Opna NM U17 kvenna hefst mánudaginn 1. júlí - 28.6.2013

Mánudaginn 1. júlí hefst Opna Norðurlandamót U17 landsliða kvenna, og fer það fram hér á landi í ár, í Reykjavík og á Suðurnesjum.  Fyrsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi á Grindavíkurvelli á mánudag.  Sett hefur verið upp sérstök Facebook-síða fyrir mótið.

Lesa meira
 
Opin æfing A kvenna í Ólympíuviku

Um 70 krakkar mættu á opna æfingu - 28.6.2013

Um 70 krakkar mættu á opna æfinga hjá A landsliði kvenna, sem fram fór á Valbjarnarvelli í dag, föstudag, í tengslum við alþjóðlega Ólympíuviku. Eftir æfinguna gafst kostur á myndatöku með leikmönnum landsliðsins og eiginhandaráritunum.

Lesa meira
 
Wokefield

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Wokefield í nóvember 2013 - 28.6.2013

KSÍ heldur 6. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park, Englandi dagana 8.-15. nóvember 2013.  Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði og er síðasti dagur umsókna 15. ágúst næstkomandi, en fræðslunefnd stefnir á að taka inn 20 þjálfara á námskeiðið.

Lesa meira
 
KR

Úrskurður í máli Breiðabliks gegn KR - 26.6.2013

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Breiðabliks gegn KR í leik félaganna í eldri flokki karla 40+ sem fram fór 11. júní síðastliðinn. Kært var á grundvelli þess að um ólöglega skipað lið væri um að ræða. 

Lesa meira
 
Fylkir

Úrskurður í máli Fylkis gegn Gróttu - 26.6.2013

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Fylkis gegn Gróttu vegna leiks félaganna í 2. flokki kvenna B deild sem fram fór 30. maí síðastliðinn en kært var á grundvelli þess að ekki voru aðstoðardómarar á leiknum. Samkvæmt úrskurði skulu úrslit leiksins standa óhögguð.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn valinn fyrir Opna Norðurlandamótið - 25.6.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur fyrir Íslands hönd á Opna Norðurlandamótinu sem fer fram hér á landi dagana 1. - 6. júlí. Ísland verður í riðli með Finnlandi, Þýskalandi og Hollandi og verður riðill Íslands leikinn á Suðurnesjum.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Þrír Evrópuleikir á Íslandi fimmtudaginn 4. júlí - 25.6.2013

Það verður mikið um að vera í knattspyrnulífinu á Íslandi, fimmtudaginn 4. júlí.  Þrír leikir í Evrópudeild UEFA verða hér á landi þennan dag og verður leikið í Vestmannaeyjum, á KR vellinum og í Kópavogi.  Þennan dag fara einnig fram fjórir landsleikir á Norðurlandamóti U17 kvenna en þeir verða leiknir á Fylkisvelli og N1 vellinum í Sandgerði.

Lesa meira
 
Olympiudagurinn

Ólympíuvikan - Kvennalandsliðið býður í heimsókn - 25.6.2013

Á hverju ári er haldið upp á alþjóðlega Ólympíudaginn út um allan heim Hér á landi hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur undanfarin ár. En í stað þess að vera með einn dag hefur undanfarin ár verið boðið uppá Ólympíuviku.  Hægt verður að fara á æfingu hjá kvennalandsliðinu í knattspyrnu í Ólympíuvikunni. Föstudaginn 28. júní munu stelpurnar æfa á Valbjarnarvelli í Laugardal og hefst æfingin kl.10:00 og stendur til 11:30.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - ÍBV mætir HB frá Færeyjum - 24.6.2013

Rétt í þessu var dregið í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA en dregið var í höfuðstöðvum UEFA. Þrjú íslensk lið voru í pottinum og eru athygliverðar viðureignir framundan hjá þeim.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A kvenna - 23 leikmenn valdir fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð - 24.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt 23 leikmenn sem skipa hópinn í úrslitakeppni EM í Svíþjóð. Mótið hefst 10. júlí en fyrsti leikur Íslands er degi síðar, 11. júlí, þegar liðið mætir Noregi í Kalmar.  Einn nýliði er í hópnum, Anna Björk Kristjánsdóttir úr Stjörnunni. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH mætir Ekranas frá Litháen í Meistaradeild UEFA - 24.6.2013

Dregið hefur verið í fyrstu tveimur umferðunum í forkeppni Meistaradeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í morgun. Íslandsmeistarar FH mæta Ekranas frá Litháen í 2. umferð forkeppninnar og fer fyrri leikurinn fram ytra 16/17 júlí en sá síðar á Kaplakrikavelli, 23/24 júlí. Lesa meira
 
Ólafur Rafnsson

Mínútu þögn kl. 10:00 til að minnast Ólafs Rafnssonar - 24.6.2013

Til að minnast Ólafs Rafnssonar, forseta ÍSÍ, óskar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þess við aðildarfélög sín með starfsemi í dag að mínútu þögn verði kl. 10:00 í dag, mánudaginn 24. júní. Tilkynningu þess efnis má sjá hér að neðan. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Dregið í Meistaradeild UEFA og Evrópudeild UEFA á mánudaginn - 21.6.2013

Næstkomandi mánudag, 24. júní, verður dregið í fyrstu umferðir í Meistaradeild UEFA og Evrópudeild UEFA. Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA og verða fjögur íslensk félög í pottinum, FH í Meistaradeildinni en KR, Breiðablik og ÍBV í Evrópudeildinni. Lesa meira
 
Merki FIFA

Vegna umræðu um notkun spjaldtölva á varamannabekk - 21.6.2013

Vegna umræðu um notkun spjaldtölva á varamannabekk og við boðvang á knattspyrnuleikjum er rétt að fram komi að samkvæmt túlkun FIFA er bannað samkvæmt knattspyrnulögunum að skoða beinar útsendingar af leikjum á boðvangi (technical area) á meðan á leik stendur. Lesa meira
 
leyfis-uefa-ksi

Fundur 15 aðildarlanda UEFA - 21.6.2013

Dagana 18. og 19. júní fór fram vinnufundur UEFA um leyfismál í höfuðstöðvum KSÍ og er þetta í fyrsta skipti sem þessi árlegi fundur fer fram hér á landi. Á þessum fundum er jafnan fjallað almennt um leyfiskerfið, regluverkið, vinnulag, þær breytingar sem þegar hafa verið gerðar og þær breytingar sem framundan eru.

Lesa meira
 
Siggi-Vikingur

Borgunarbikar karla - Bikarmeistararnir til Eyja - 21.6.2013

Í hádeginu í dag var dregið um það hvaða félög mætast í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Bikarmeistarar síðasta árs, KR, fara til Vestmannaeyja en leikir þessara umferðar fara fram 7. - og 8. júlí.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA - Stelpurnar áfram í 15. sæti - 21.6.2013

Íslenska kvennalandsliðið er í 15. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Liðið er því í sama sæti og á síðasta lista en Bandaríkin tróna á toppnum sem fyrr og, mótherjar Íslendinga á EM í sumar, Þjóðverjar eru í öðru sæti listans. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Dregið í 8-liða úrslitum í hádeginu - 21.6.2013

Í hádeginu í dag, föstudaginn 21. júní, verður dregið í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Eins og gefur að skilja eru átta félög eftir í keppninni og koma sex þeirra úr Pepsi-deildinni og sitt hvort félagið úr 1. og 2. deild. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Tveggja marka tap í Viborg - 20.6.2013

Íslensku stelpurnar biðu lægri hlut í dag gegn sterku liði Dana í vináttulandsleik sem fram fór í Viborg.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Dani sem skoruðu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum.  Þetta var síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM sem hefst í Svíþjóð 10. júlí.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Noregi, í Kalmar, þann 11. júlí. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið er mætir Dönum - 20.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Dönum í vináttulandsleik kl. 16:00 í dag. Leikið verður í Viborg og er þetta síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð.  Fylgst verður með leiknum á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Ólafur Rafnsson

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ er látinn - 20.6.2013

Forseti ÍSÍ, Ólafur Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri. Vegna fráfalls Ólafs fer KSÍ þess á leit við aðildarfélög sín að þau hafi mínútu þögn fyrir næstu leiki í meistaraflokki karla og kvenna, hvort sem næsti leikur er í bikarkeppni eða Íslandsmóti. A landslið kvenna mætir Dönum í Viborg í dag og mun leika með sorgarbönd.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - 16-liða úrslitum lýkur í kvöld - 20.6.2013

Síðustu tveir leikir 16-liða úrslita Borgunarbikars karla fara fram í kvöld og má búast við hörkuviðureignum.  ÍA og Breiðablik mætast á Akranesi kl. 19:15 og kl. 20:00 tekur Stjarnan á móti FH í Garðabæ.  Það kemur því í ljós í kvöld hver verða tvö síðustu félögin í pottinn en dregið verður í 8-liða úrslitum, föstudaginn 21. júní.

Lesa meira
 
Æfing í Viborg

A kvenna - Leikið gegn Dönum í dag - 20.6.2013

Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag vináttulandsleik gegn Dönum og fer leikurinn fram í Viborg. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en þetta er síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð sem hefst 10. júlí.

Aðstæður eru hinar bestu í Viborg á æfði íslenska liðið á keppnisvellinum í gær.  Allir leikmenn hópsins eru heilir og klárir í slaginn.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Fimm leikir fara fram í kvöld í 16-liða úrslitum - 19.6.2013

Í kvöld, miðvikudaginn 19. júní, heldur áfram keppni í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla og eru fimm leikir á dagskránni. Tveir leikir fara svo fram á morgun, fimmtudag, en einum leik er þegar lokið og hafði ÍBV betur þar gegn BÍ/Bolungarvík. Lesa meira
 
Mist Edvardsdóttir

A kvenna - Mist Edvardsdóttir inn í hópinn - 18.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, gerði eina breytingu til viðbótar á hópnum sem hélt til Danmerkur í gær að leika vináttulandsleik gegn Dönum á fimmtudaginn. Mist Edvardsdóttir kemur inn fyrir Önnu Björk Kristjánsdóttur.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Elísa Viðarsdóttir inn í hópinn - 13.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið Elísu Viðarsdóttur í landsliðshópinn sem mætir Dönum í vináttulandsleik 20. júní. Elísa kemur í stað Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur sem er meidd. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Sandra kemur inn í hópinn - 13.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Dönum í vináttulandsleik í Viborg þann 20. júní næstkomandi. Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir kemur inn í hópinn í stað Þóru Helgadóttur sem er meidd. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 12.6.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi.  Þessar æfingar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir Norðurlandamót stúlkna sem fram fer hér á landi, 1. - 6. júlí. 

Lesa meira
 
EM kvennalandsliða

A kvenna - Hópur 40 leikmanna tilkynntur - 12.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp 40 leikmanna og tilkynnt hann til UEFA samkvæmt reglugerð úrslitakeppni EM.  Úr þessum leikmannahópi verða svo valdir þeir 23 leikmenn sem fara til Svíþjóðar í júlí. Lesa meira
 
N1-vollurinn-Varma

Gamalkunnir vellir fá ný nöfn - 12.6.2013

Það hefur færst mikið í aukanna að íþróttamannvirki taki upp nafn styrktaraðila og eru knattspyrnuvelli þar ekki undanþegnir.  Nú hafa tveir gamalkunnir vellir fengið ný nöfn, Eskifjarðarvöllur og Varmárvöllur. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Valur og Stjarnan mætast í 8-liða úrslitum - 12.6.2013

Í dag var dregið í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Félögin sem léku til úrslita á síðasta tímabili, Valur og Stjarnan mætast á Vodafonevellinum en allir leikirnir fara fram 28. júní. Lesa meira
 
kvenna1

A kvenna - Hópurinn sem mætir Dönum í Viborg - 12.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Dönum í vináttulandsleik í Viborg, fimmtudaginn 20. júní.  Þetta er síðasti leikur Íslands áður en úrslitakeppni EM hefst í Svíþjóð þann 10. júlí næstkomandi.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Dregið í 8 liða úrslitum í dag - 12.6.2013

Í hádeginu í dag verður dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Eftir leiki gærkvöldsins eru ljóst hvaða félög verða í pottinum í dag en sjö þeirra eru í Pepsi-deildinni en eitt úr 1. deild, Fylkir. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Polla- og Hnátumót 2013 - Staðfestir leikdagar - 11.6.2013

Leikdagar í Polla og Hnátumótum hafa nú allir verið staðfestir á heimasíðu KSÍ. Úrslitakeppnir Pollamóta fara fram 17. og 18. ágúst. Úrslitakeppnir Hnátumóta fara fram 24. og 25. ágúst.  Athugið að allmargar breytingar hafa orðið á leikdögum og eins hafa hafa átt sér stað tímabreytingar frá því að drög voru send út.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - 16 liða úrslit klárast í kvöld - 11.6.2013

Í kvöld klárast keppni í 16 liða úrslitum Borgunbikars kvenna en þá eru sex leikir á dagskránni. ÍBV og Þór/KA hafa þegar tryggt sér áframhaldandi sæti í keppninni en dregið verður í 8 liða úrslitum í hádeginu á miðvikudag og hefst athöfnin kl. 12:00

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli drengja 2013 - Dagskrá og þátttakendur - 10.6.2013

Knattspyrnuskóli karla 2013 fer fram að Laugarvatni 17. - 21. júní næstkomandi. Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1999.

Lesa meira
 
A landslið karla

Slóvenar höfðu betur í Laugardalnum - 7.6.2013

Slóvenar höfðu betur á Laugardalsvelli í kvöld en Íslendingar tóku á móti þeim í undankeppni HM. Lokatölur urðu 2 - 4 eftir að staðan hafði verið jöfn, 2 - 2 í leikhléi.  Næsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Sviss á útivelli, 6. september, en næsta verkefnið er hinsvegar vináttulandsleikur gegn Færeyingum á Laugardalsvelli, 14. ágúst.

Lesa meira
 
Slovenia-1

Byrjunarliðið gegn Slóveníu - 7.6.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvenum á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst nú kl. 19:00 og er liður í undankeppni HM 2014. Byrjunarliðið er þannig skipað:

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Miðasala hefst kl. 12:00 á Laugardalsvelli - 7.6.2013

Miðasala hefst á Laugardalsvelli kl. 12:00 á leikdag á leik Íslands og Slóveníu. Nú kl. 8:00 í morgun eru um 1.000 miðar eftir og um að gera að hafa hraðar hendur. Hægt er að kaupa miða á netinu fram að leik. Leikurinn hefst kl. 19:00 en völlurinn sjálfur opnar kl. 18:00 og eru vallargestir hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sætur sigur í Armeníu - 6.6.2013

Strákarnir í U21 unnu í dag sætan sigur á Armenum en leikurinn var í undankeppni EM. Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Ísland sem höfðu leitt í leikhléi, 0 - 1. Emil Atlason gerði bæði mörk Íslands í leiknum, það síðara á lokamínútum leiksins sem reyndist sigurmark leiksins. Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Fjöldi bílastæða í Laugardalnum - 6.6.2013

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. VIð minnum svo vallargesti að mæta tímanlega á leik Íslands og Slóveníu sem hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Armenum - 6.6.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Armenum í undankeppni EM í dag. Leikið verður í Jerevan en þetta er annar leikur Íslands í riðlinum. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 61. sæti - 6.6.2013

Íslenska karlalandsliðið fer upp um 12 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Ísland er nú í 61. sæti listans en ef aðeins eru tekin til Evrópuþjóðirnar, er Ísland í 30. sæti af 53 þjóðum. Spánverjar eru sem fyrr á toppi listans.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Leikið gegn Armenum í dag - 6.6.2013

Strákarnir í U21 leika í dag annan leik sinn í undankeppni EM en leikið verður við Armena í Jerevan kl. 15:00 að íslenskum tíma. Íslendingar lögðu Hvít Rússa í fyrsta leik sínum, einnig á útivelli, en þetta er fyrsti leikur mótherjanna í riðlinum. Lesa meira
 
Felix Zwayer

Þýskir dómarar á Ísland - Slóvenía - 5.6.2013

Það verður dómarakvartett frá Þýskalandi sem verður við stjórnvölinn þegar Ísland tekur á móti Slóveníu í undankeppni HM. Dómarinn heitir Felix Zwayer og aðstoðardómarar hans verða Detlef Scheppe og Mike Pickel. Lesa meira
 
Island-Noregur-(3)

A karla - Æft í Kórnum í dag - 4.6.2013

Karlalandsliðið undirbýr sig nú undir hinn mikilvæga leik gegn Slóvenum sem fram fer á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. júní kl. 19:00. Liðið æfði í Kórnum í dag en æft verður á Laugardalsvelli á morgun.

Lesa meira
 
Hrazdan völlurinn í Jerevan

U21 karla - Hópurinn kominn til Armeníu - 4.6.2013

Strákarnir í U21 karla eru komnir til Jerevan í Armeníu þar sem leikið verður við heimamenn í undankeppni EM, fimmtudaginn 6. júní. Liðið var komið á áfangastað í nótt eftir langt ferðalag og var tekinn göngutúr fyrri hluta dags en æft verður svo síðar í dag. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Noregi - 4.6.2013

Gunnar Jarl Jónsson mun á morgun dæma vináttulandsleik Noregs og Finnlands hjá U21 karla. Leikið verður í Hönefoss og verða aðstoðarmenn Gunnars norskir í þessum leik, þeir Dag R. Nebben og Ivar Jahr. Fjórði dómari er einnig frá Noregi, Kristoffer Helgerud. Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Eistlandi - 4.6.2013

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni, föstudaginn 7. júní, þegar hann dæmir leik Eistlands og Danmerkur sem leikinn verður í Tallinn. Leikurinn er liður í undankeppni EM U21 karla en aðstoðardómarar Þorvaldar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Gylfi Þór Sigurðsson. Fjórði dómari verður Þóroddur Hjaltalín. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Ísland – Slóvenía - Miðar fyrir handhafa A-passa - 3.6.2013

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland –Slóvenía í undankeppni HM 2014 afhenta miðvikudaginn 5. júní frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Bikarmeistararnir fara í Breiðholtið - 3.6.2013

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Bikarmeistarar KR fara í Breiðholtiið og leika gegn Leikni. Stjarnan tekur á móti FH í Garðabænum en viðureignirnar eru eftirfarandi:

Lesa meira
 
Jóhann Gunnar Guðmundsson

Jóhann Gunnar að störfum í Ísrael - 3.6.2013

Jóhann Gunnar Guðmundsson verður næstu daga að störfum í Ísrael þar sem hann starfar í úrslitakeppni EM U21 karla. Keppnin fer fram dagana 5. - 18. júní en Jóhann verður fjórði dómari á opnunarleik keppninnar, Ísrael - Noregur.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Dregið í 16 liða úrslitum í dag - 3.6.2013

Í hádeginu í dag verður dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Eins og ætíð er mikil spenna yfir því hvaða félög etja kappí í næstu umferð en úrslitaleikur Borgunarbikarsins fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 17. ágúst.

Lesa meira
 
kvenna1

Þær skosku höfðu betur í Laugardalnum - 1.6.2013

Ísland og Skotland mættust í vináttulandsleik í dag á Laugardalsvelli í fínu fótboltaveðri. Lokatölur urðu 2 - 3 eftir að Skotar höfðu leitt í leikhléi, 1 –3. Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins á heimavelli áður en það etur kappi við bestu þjóðir Evrópu í úrslitakeppni EM í sumar.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög