Fréttir

Æfing á V'ikingsvelli 2013

Opin æfing hjá karlalandsliðinu á mánudag - 31.5.2013

A landslið karla hefur nú þegar hafið undirbúning sinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóveníu föstudaginn 7. júní. Mánudaginn 3. júní kl. 17:30 verður opin æfing á Víkingsvelli í Reykjavík og er stuðningsmönnum velkomið að mæta í Víkina til að fylgjast með æfingunni. Lesa meira
 
Gangi ykkur vel á EM!

Kveðjukort til stelpnanna - Gangi ykkur vel á EM! - 31.5.2013

Eins og kunnugt er munu stelpurnar okkar í A landsliði kvenna leika í úrslitakeppni EM í annað sinn þegar þær fara til Svíþjóðar í sumar. Síðasti heimaleikur þeirra fyrir keppnina fer fram á Laugardalsvelli á laugardag og þar mun vallargestum gefast kostur á því að skrifa á kveðjukort til stelpnanna. Lesa meira
 
kvenna1

Ísland - Skotland - Miðasala hefst kl. 14:00 á Laugardalsvelli - 31.5.2013

Kvennalandslið Íslands og Skotlands mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní kl. 16:45. Þetta er síðasti heimaleikur íslenska liðsins áður en þær leika í úrslitakeppni EM í Svíþjóð í júlí.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is en einnig verður hægt að kaupa miða á leikdag á Laugardalsvelli frá kl. 14:00. Lesa meira
 
sjalandsskoli-007

Lukkupottur á kvennalandsleiknum á laugardag - 31.5.2013

Á vináttulandsleik kvennaliða Íslands og Skotlands á laugardag gefst miðakaupendum kostur á að taka þátt í sérstökum lukkuleik sem gefur möguleika á skemmtilegum og kannski svolítið óhefðbundnum vinningum.  Settu aðgöngumiðann í pottinn! Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli stúlkna 2013 – Þátttakendur og dagskrá - 31.5.2013

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1999. Mæting er stundvíslega kl. 13:30 mánudaginn 10. júní á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli. Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Polla- og Hnátumót KSÍ 2013 - 31.5.2013

Hér að neðan má finna yfirlit yfir riðlaskiptingu og mótshaldara í Polla- og Hnátumótum KSÍ. Hér á heimasíðunni má svo sjá drög að niðurröðun leikja. Vinsamlegast farið ítarlega yfir þátttöku ykkar liðs. Minnt er á að leikið er í 5 manna liðum Lesa meira
 
Sara Persson

Ísland - Skotland - Dómari leiksins kemur frá Svíþjóð - 30.5.2013

Það verður hin sænska Sara Persson sem dæmir vináttulandsleik Íslands og Skotlands á Laugardalsvelli. Leikurinn fer fram laugardaginn 1. júní og hefst kl. 16:45. Aðstoðardómarar Söru verða Rúna Kristín Stefánsdóttir og Gylfi Már Sigurðsson. Fjórði dómari verður Áskell Þór Gíslason.

Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Hópurinn sem mætir Slóvenum - 29.5.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Slóvenum í undankeppni HM á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. júní kl. 19:00. MIðasala á leikinn er í fullum gangi og óhætt að segja að hún gangi vel fyrir þennan mikilvæga leik. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Bikarmeistararnir fara í Mosfellsbæinn - 29.5.2013

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu. Bikarmeistarar síðasta árs, Stjarnan, fara í Mosfellsbæinn þar sem leikið verður við Aftureldingu. Einn slagur á milli 1. deildar liða verður á dagskránni þegar Fylkir mætir Tindastóli.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Skotland - A passar gilda við innganginn - 29.5.2013

Handhafar A passa KSÍ 2013 geta sýnt passann við innganginn þegar komið er á vináttulandsleik Íslands og Skotlands, laugardaginn 1. júní kl. 16:45.  Ekki þarf að sækja miða á skrifstofu KSÍ heldur gildir skírteinið við innganginn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ísland - Skotland - Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja - 29.5.2013

Frítt er inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á vináttulandsleik Íslands og Skotlands. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní og hefst kl 16:45. Hægt er að framvísa viðeigandi skírteinum við innganginn og þarf því ekki að sækja miða áður á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri iðkendum aðildarfélaga boðið á Ísland - Skotland - 29.5.2013

Eins og kunnugt er  leikur íslenska kvennalandsliðið vináttulandsleik gegn Skotum, næstkomandi laugardag kl. 16:45 á Laugardalsvelli.  Þetta er síðasti leikur liðsins á heimavelli fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í júlí í Svíþjóð.  Frítt er á leikinn fyrir 16 ára og yngri og hvetjum við aðildarfélög til þess að skipuleggja hópferðir á leikinn.

Lesa meira
 
Lars-Lagerback

A karla - Hópurinn gegn Slóvenum verður tilkynntur í dag - 29.5.2013

Í dag verður haldinn blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, mun tilkynna hópinn sem leikur gegn Slóvenum á Laugardalsvelli 7. júní í undankeppni HM.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Dregið í 16 liða úrslitum í dag - 29.5.2013

Í hádeginu í dag verður dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Eftir leiki 2. umferðar í gærkvöldi eru eftir sex félög og við bætast Pepsi-deildar félögin tíu. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn sem mætir Armeníu - 28.5.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Armeníu í undankeppni EM. Leikið verður í Jerevan, fimmtudaginn 6. júní, og er þetta annar leikur Íslands í þessari undankeppni. Fyrsti leikurinn var gegn Hvít Rússum og höfðu Íslendingar þar betur. Lesa meira
 
johann-berg-treyja

Treyjupottur Reykjadals - 28.5.2013

Treyjupottur Reykjadals er söfnunarátak sem knattspyrnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson stendur að í samstarfi við íslenskt afreksfólk í knattspyrnu. Leikmennirnir hafa gefið treyjur sínar til þessa frábæra málefnis og rennur ágóðinn til Styrkarfélags lamaðra og fatlaðra sem rekur Reykjadal, sumardvalarheimili fyrir fötluð börn í Mosfellsdal.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Önnur umferð fer fram í kvöld - 28.5.2013

Önnur umferð Borgunarbikars kvenna fer fram í kvöld, þriðjudaginn 28. maí, en þá verða sex leikir á dagskránni. Á morgun, miðvikudaginn 29. maí, verður svo dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og koma þá Pepsi-deildar félögin í pottinn Lesa meira
 
Scotland-hopur

A kvenna - Skoski hópurinn sem mætir Íslendingum á Laugardalsvelli - 28.5.2013

Framundan er vináttulandsleikur á milli Íslands og Skotlands en leikið verður á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní kl. 16:45. Þetta verður síðasti heimaleikur íslensku stelpnanna fyrir úrslitakeppni EM sem hefst í Svíþjóð 10. júlí. Lesa meira
 
Icelandair

Heldurðu að þú getir hitt þverslána frá vítateigsboganum? - 27.5.2013

Í hálfleik á vináttulandsleik kvennaliða Íslands og Skotlands, sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:45, munu þrír heppnir vallargestir Laugardalsvallar fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri þraut.  Vinningurinn ferð fyrir tvo til útlanda með Icelandair!

Lesa meira
 
Merki ÍBR

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda 27. - 31. maí - 24.5.2013

Úrvalslið frá Reykjavík er boðið að taka þátt í grunnskólamóti höfuðborg Norðurlanda sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 27.-31. maí. Löng hefð er fyrir mótinu og er Reykjavík að taka þátt í áttunda sinn en saga mótsins spannar 65 ára tímabil. ÍBR sér um undirbúning fram að móti og sendir með tvo fararstjóra Lesa meira
 
11.-supufundur

Súpufundur KSÍ - Sigurður Ragnar fjallaði um leikjaálag ungra leikmanna - 23.5.2013

Súpufundur KSÍ, sá ellefti í röðinni, fór fram í hádeginu í gær í höfuðstöðvum KSÍ.  Þar flutti Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ og landsliðsþjálfari, hugleiðingar um leikjaálag hjá ungum leikmönnum.

Lesa meira
 
LM_Selfossi_2013

27. Landsmót UMFÍ á Selfossi 4.-7. júlí - 23.5.2013

Fyrstu helgina í júlí verður 27. Landsmót UMFÍ haldið á Selfossi. Undirbúningur vegna mótsins hefur staðið yfir í langan tíma og stefnir Héraðssambandið Skarphéðinn á að halda glæsilegt mót.  Eins og áður verður keppt í knattspyrnu í karla- og kvennaflokki. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Feðgin dæmdu saman í 1. deild kvenna - 22.5.2013

Feðginin Bergur Þór Steingrímsson og Ellen Elísabet Bergsdóttir voru aðstoðardómarar á leik Fram og BÍ/Bolungarvíkur í 1. deild kvenna sem fram fór á mánudaginn. Áður höfðu þau starfað saman í tveimur leikjum í Borgunarbikar kvenna. Lesa meira
 
Sara Björk Gunnarsdóttir

A kvenna - Hópurinn valinn fyrir vináttulandsleik gegn Skotum - 21.5.2013

SIgurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Skotum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní. Hópinn skipa 23 leikmenn og er einn leikmaður í hópnum sem ekki hefur leikið A-landsleik áður, Katrín Ásbjörnsdóttir úr Þór/KA.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Er of mikið álag á ungu leikmönnunum þínum? - 21.5.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands heldur erindi um álag á ungum og efnilegum leikmönnum í knattspyrnu miðvikudaginn 22. maí kl 12:15.  Erindið er öllum opið, er ókeypis og tími verður fyrir spurningar í lokin. KSÍ býður upp á súpu að venju. Skráning er hafin á dagur@ksi.is Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Leikskýrslur í yngri aldursflokkum - 17.5.2013

Nú þegar keppni í Íslandsmótum yngri aldursflokka er að fara af stað er gott að hafa í huga hverning skal fara með leikskýrslurnar. Hér að neðan má finna upplýsingar um þetta en mikilvægt er að vanda til verks.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna - Þriðja umferð hefst í kvöld - 17.5.2013

Þriðja umferð Pepsi-deildar kvenna hefst í kvöld, föstudagskvöld, þegar Þróttur tekur á móti Breiðabliki á Gervigrasinu í Laugardal og hefst leikurinn kl. 18:00. Umferðinni lýkur svo á morgun, laugardag, með fjórum leikjum. Lesa meira
 
Save-the-Children

Réttur barna til að vera í fótbolta - 17.5.2013

Danska knattspyrnusambandið, í samvinnu við samtökin "Save the Children" stóð fyrir skemmtilegum viðburði á dögunum til að vekja athygli á þá sjálfsögðu réttindum barna til þess að iðka knattspyrnu. Blásið var til leiks þar sem danska kvennalandsliðinu mætti hvorki fleiri né færri en 100 börnum á knattspyrnuvellinum. Lesa meira
 
Sjálfboðaliðar að störfum

Skemmtileg verkefni við Norðurlandamót U16 kvenna í júlí - 17.5.2013

Opna Norðurlandamót U16 kvenna verður haldið í júlí sumar og er skipulag þess í höndum KSÍ. Fyrstu leikir mótsins fara fram 1. júlí og leikið verður um sæti 6. júlí. Riðill A fer fram á Suðurnesjum en riðill B á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Prúðmennskuverðlaun KSÍ og Borgunar fyrir opin mót 2013 - 16.5.2013

Minnt er á að þau félög sem halda opin mót í sumar fyrir yngri flokka geta pantað prúðmennskuverðlaun hjá KSÍ.  KSÍ sér um að panta verðlaunin sem viðkomandi félag sækir síðan í Ísspor, Síðumúla 17.  Pöntun skal send með tölvupósti á klara@ksi.is. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Þriðja umferðin í blíðviðrinu í kvöld - 16.5.2013

Þriðja umferð Pepsi-deildar karla fer fram í kvöld og eru sex leikir á dagskrá í bíðviðrinu. Deildin hefur byrjað af krafti og má búast við áframhaldandi fjöri á völlunum í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins hefst kl. 18:00 þegar KR tekur á móti Þórsurum á KR-velli.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Fyrsta umferðin hefst í kvöld - 16.5.2013

Fyrsta umferð Borgunarbikars kvenna hefst í kvöld, fimmtudaginn 16. maí. Þá mætast Álftanes og ÍR á Bessastaðavelli og hefst leikurinn kl. 19:00. Þetta er fyrsti leikurinn af fjórum í fyrstu umferð en hinir þrír leikirnir verða leiknir á laugardaginn. Önnur umferð fer svo fram þriðjudaginn 28. maí.

Lesa meira
 
Borgunarbikardrattur

Borgunarbikar karla - Baráttan um Kópavog í 32 liða úrslitum - 15.5.2013

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Það verður sannkallaður Kópavogsslagur þegar HK tekur á móti Breiðablik og að Hlíðarenda taka Valsmenn á móti Fram. Bikarmeistarar KR taka á móti Grindavík.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Dregið í 32 liða úrslitum í dag - 15.5.2013

Í hádeginu í dag verður dregið í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Eftir tvær fyrstu umferðirnar standa nú 20 félög eftir og inn í pottinn koma líka félögin úr Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Island-i-Vaxjo

Leikmenn og landsliðsþjálfarar heimsækja Växjö - 13.5.2013

Íslenska kvennalandsliðið mun leika 2 leiki í sumar í Växjö þegar liðið leikur í úrslitakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð í sumar. Til að kynna íslenska liðið fyrir heimafólki fóru landsliðsþjálfararnir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Lars Lagerbäck ásamt landsliðskonunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Þóru Helgadóttur, til Växjö. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar miðvikudaginn 15. maí - 10.5.2013

Miðvikudaginn 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta en félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokks- eða samningsbundna leikmenn aftur fyrr en 15. júlí nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum. Lesa meira
 
kvenna1

Miðasala er hafin á Ísland - Skotland - 10.5.2013

Laugardaginn 1. júní taka stelpurnar okkar á móti Skotum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:45. Liðið undirbýr sig af kappi fyrir úrslitakeppni EM, sem hefst í Svíþjóð 10. júlí, og hér er um að ræða síðasta heimaleik stelpnanna fyrir stóru átökin í sumar.  Miðasala á leikinn er nú hafin og er miðaverð á leikinn 1.000 krónur en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Um viðbótartíma - 10.5.2013

Nokkur umræða hefur verið um viðbótartíma og hvaða reglur gilda varðandi hann. Rétt er að benda á upplýsingar um viðbótartíma sem finna má í áhersluatriðum dómaranefndar 2013. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Mót sumarsins - Staðfest niðurröðun - 10.5.2013

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í eldri flokki karla. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir. Eftir er að gefa út niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ (6. flokkur – 5 manna bolti). Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 73. sæti listans - 10.5.2013

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í morgun, er íslenska karlalandsliðið í 73. sæti listans og er það sama sæti og á síðasta lista. Litlar breytingar eru á milli lista að þessu sinni og tróna Spánverjar á toppnum sem fyrr en Þjóðverjar koma þar næstir.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - KB og ÍA unnu C-deildirnar - 10.5.2013

Keppni í Lengjubikarnum er nú lokið en síðustu úrslitaleikirnir voru í C-deildum karla og kvenna. Hjá körlunum voru að Breiðhyltingarnir í KB sem lögðu Berserki í úrslitaleik með þremur mörkum gegn engu. Hjá konunum lögðu Skagastelpur Hauka með fjórum mörkum gegn einu. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - Úrslitaleikir C-deildar karla og kvenna framundan - 8.5.2013

Úrslitaleikir C-deildar karla og kvenna í Lengjubikarnum eru framundan. Úrslitaleikurinn í karlaflokki er í kvöld, miðvikudaginn 8. maí, á Víkingsvelli og hefst kl. 20:00. Þar taka Berserkir á móti KB. Konurnar leika á morgun, fimmtudaginn 9. maí, kl. 11:30. Þá mætast Haukar og ÍA á Schenkervellinum í Hafnarfirði. Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Farið yfir áhersluatriði dómaranefndar fyrir sumarið - 8.5.2013

Í síðustu viku funduðu fulltrúar dómara með leikmönnum og þjálfurum liða í efstu tveimur deildum karla. Farið var yfir knattspyrnulögin, breytingar á þeim og áhersluatriði dómaranefndar KSÍ fyrir keppnistímabilið 2013. Lesa meira
 
Gísli Gíslason

Hallærislegt hallæri? - 7.5.2013

Í samningi dómara og KSÍ til þriggja ára eru greiðslur fyrir dómarastörf flokkaðar eftir erfiðleikastigi og taka mið af hraða og ákefð leiksins. Þetta var sameiginleg niðurstaða og sama fyrirkomulag gildir hvort heldur karlar eða konur eiga í hlut! Dómaragreiðslur eru með öðrum orðum óháðar kynferði, eins og þekkist um allan heim Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli KSÍ á Laugarvatni 2013 - 7.5.2013

Eins og undanfarin ár starfrækir Knattspyrnusamband Íslands í sumar knattspyrnuskóla fyrir stúlkur og drengi. Í ár eru þetta iðkendur fæddir 1999.  Tilkynna þarf þátttöku á eyðublöðum og senda til KSÍ fyrir 22. maí. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld - 7.5.2013

Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld en þá er heil umferð á dagskránni. Tveir leikir hefjast kl. 18:00, Íslandsmeistarar Þórs/KA taka á móti FH í Boganum og á Samsung vellinum í Garðabæ mætast Stjarnan og ÍBV. Þrír leikir hefjast svo kl. 19:15

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Birkir að störfum í Slóvakíu - 6.5.2013

Birkir Sigurðarson er þessa dagana staddur í Slóvakíu þar sem hann starfar sem aðstoðardómari í úrslitakeppni EM U17 karla. Mótið hófst í gær og var Birkir aðstoðardómari á leik Króatíu og Ítalíu sem lauk með markalausu jafntefli. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaraskóli KSÍ - 3.5.2013

KSÍ kynnir Þjálfaraskóla KSÍ. Aðildarfélög KSÍ og starfandi knattspyrnuþjálfarar hjá þeim geta haft samband við fræðsludeild KSÍ og fengið leiðbeinanda frá KSÍ í heimsókn á 3-4 æfingar. Þjálfarinn fær einstaklingskennslu/leiðsögnfrá leiðbeinandanum við sínar raunverulegu aðstæður við að þjálfa sinn flokk. Með þessu styður KSÍ enn frekar við þjálfaramenntun og starf félaganna.

Lesa meira
 
pepsideildarbladid-2013

Pepsi-deildarblaðið komið út - 3.5.2013

Pepsi-deildarblaðið 2013 er komið út en þar er að finna upplýsingar um félögin í Pepsi-deildum karla og kvenna í ár ásamt fleiri nytsamlegum upplýsingum. Það er Media Group sem gefur blaðið út í samvinnu við Ölgerðina og Knattspyrnusamband Íslands. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Um Facebook, Twitter og aðra samfélagsvefi - 3.5.2013

Það færist stöðugt í aukana að leikmenn, þjálfarar og aðrir fulltrúar knattspyrnunnar tjái sig um knattspyrnutengd málefni á samskiptavefjum eins og Twitter og Facebook, hér á landi sem erlendis.  Rétt er þó að hafa í huga að það er ýmislegt sem ber að varast við notkun á þessum samskiptatækjum.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur FH og Keflavíkur færður um einn dag - 3.5.2013

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að færa leik FH og Keflavíkur aftur um einn dag og fer hann fram mánudaginn 6. maí kl. 19:15. Aðrir leikir 1. umferðar Pepsi-deilar karla fara fram samkvæmt áður útgefinni leikjadagskrá. Lesa meira
 
KSÍ-blaðið 2012 - 1. tölublað

KSÍ blaðið komið út - 3.5.2013

Fyrsta tölublað af KSÍ blaðinu er komið út og er um að ræða glæsilegt tímarit sem Birtingur gefur út. Blaðinu verður dreift ókeypis víða, m.a. á fyrstu leikjunum í Pepsi-deildum karla og kvenna. Um er að ræða blað sem telur 84 blaðsíður og er efnið fjölbreytt og fræðandi. Lesa meira
 
bunadur-leikmanna

Um búnað leikmanna - 3.5.2013

Rétt er að árétta við aðildarfélögin þær reglur sem gilda um búnað leikmanna. Sérstaklega skal vakin athygli á reglum er varða liti á "nærskyrtum" og "undirbuxum". Aðildarfélög eru beðin um að kynna sér þessar reglur áður en gengið er til leiks.

Lesa meira
 
Michael van Praag og Geir Þorsteinsson

UEFA afhendir KSÍ markaðsverðlaun - 3.5.2013

Á kynningarfundi Pepsi-deildanna, sem fram fór í gær, var KSÍ afhent formlega verðlaun fyrir markaðssetningu á Pepsi-deildunum. Verðlaunin voru kynnt í nóvember en það var Hollendingurinn Michael van Praag, stjórnarmaður UEFA, sem afhenti Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, verðlaunin.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Stjörnunni og FH spáð Íslandsmeistaratitlum - 2.5.2013

Árlegur kynningarfundur Pepsi-deildanna fór fram í dag og var hann haldinn á Reykjavík Hilton Nordica. Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna í Pepsi-deildum karla og kvenna og er Stjörnunni spáð sigri í Pepsi-deild kvenna en FH í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2013 - 2.5.2013

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 18. apríl síðastliðinn að úthluta úr Mannvirkjasjóði KSÍ og er þetta í sjötta skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Alls var úthlutað til 12 verkefna og í samræmi við reglugerð um sjóðinn njóta forgangs þær umsóknir sem miða að því að uppfylla leyfiskerfi KSÍ.

Lesa meira
 
Fram - Valur í VISA-bikarnum 2010 (Sportmyndir)

Hvað mega margir leikmenn vera á leikskýrslu? - 2.5.2013

Vakin er athygli aðildarfélaga á því að í öllum leikjum í meistaraflokki mega nú vera 18 leikmenn á leikskýrslu og 7 í liðsstjórn. Í leikjum yngri flokka, þar sem leikinn er 11 manna bolti, mega vera 16 leikmenn á skýrslu og 5 í liðsstjórn. Lesa meira
 
Merki Þór/KA

Þór/KA unnu Meistarakeppni kvenna - 2.5.2013

Það voru norðastúlkur í Þór/KA sem að fögnuðu sigri í Meistarakeppni KSÍ kvenna þegar þær lögðu Stjörnuna en leikið var í Boganum á Akureyri. Eftir venjulega leiktíma var staðan markalaus og var þá gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Þór/KA hafði betur. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög