Fréttir

Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni kvenna - Þór/KA og Stjarnan mætast 1. maí - 30.4.2013

Meistarakeppni kvenna fer fram miðvikudaginn 1. maí en þá mætast Íslandsmeistarar Þór/KA og bikarmeistarar Stjörnunnar. Leikið verður í Boganum og hefst leikurinn kl. 15:00. Stjörnustúlkur eru núverandi handhafar þessa titils en hann unnu þær í fyrsta skiptið á síðasta keppnistímabili. Þór/KA hefur hinsvegar aldrei unnið þennan titil.

Lesa meira
 
handbok-leikja-2013-forsida

Handbók leikja 2013 komin út - 30.4.2013

Handbók leikja 2013 er komin út, en hún inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir aðildarfélög KSÍ. Í Handbók leikja eru ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja, yfirlit yfir reglur og kröfur sem gerðar eru varðandi hina ýmsu þætti, eyðublöð og fleira.
Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Aðgönguskírteini fyrir dómara 2013 - 30.4.2013

Þeir dómarar sem dæmt hafa tilskilinn fjölda leikja og hafa sent skrifstofu KSÍ mynd af sér, geta sótt aðgönguskírteini sín á skrifstofu KSÍ. Öruggara er þó að hringja á undan sér og fá staðfest að skírteinið sé tilbúið. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Staðfest niðurröðun í 1. deild kvenna og 4. deild karla - 30.4.2013

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í 1. deild kvenna og 4. deild karla. Mótin er hægt að finna hér á síðunni t.d. með því að fara í flettigluggann "Mót félagsliða" hér efst á síðunni.  Mikilvægt er að félögin sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning. Lesa meira
 
Sportmyndir_30P5383

Félagaskipti - Ertu skráður í rétt félag? - 29.4.2013

Félög eru beðin um að fara vel yfir skráningar sinna leikmanna en sem kunnugt er þá hefst Borgunarbikarinn á morgun, þriðjudaginn 30. apríl. Nokkuð er um ný félög í bikarnum og eru þau minnt á að ganga frá félagaskiptum sínum tímanlega. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Velkomin til leiks - 29.4.2013

Íslandsmótið í knattspyrnu fer fram um land allt þetta sumar eins og verið hefur um áratuga skeið. Næstu 5 mánuði fara fram þúsundir leikja á vegum KSÍ. Það er mikill metnaður lagður í skipulag og undirbúning þessara leikja. Framfarir verða á ári hverju í aðstöðu knattspyrnufólks og nýir vellir eru vígðir. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn hefst þriðjudaginn 30. apríl - 29.4.2013

Borgunarbikarinn hefst þriðjudaginn 30. apríl en þá fer fram fyrsti leikur í 1. umferð hjá körlunum. Það verða Gnúpverjar og Elliði sem ríða á vaðið en félögin mætast á Víkingsvelli kl. 21:00. Berserkir og KFS mætast svo á sama velli á miðvikudaginn 1. maí kl. 16:00 en umferðin klárast svo á föstudag og laugardag með 18 leikjum. Lesa meira
 
Stjarnan

Lengjubikar kvenna - Stjarnan Lengjubikarmeistari í A-deild kvenna - 29.4.2013

Stjarnan fagnaði sigri í A-deild Lengjubikars kvenna þegar þær lögðu Val í úrslitaleik í gær en leikið var á Samsung vellinum í Garðabæ. Lokatölur urðu 4 - 0 fyrir Stjörnuna en þær leiddu með tveimur mörkum í leikhléi.

Lesa meira
 
HK

Lengjubikar karla - HK vann í B-deild karla - 29.4.2013

HK fór með sigur af hólmi í B-deild Lengjubikars karla í gær þegar þeir lögðu KV í úrslitaleik en leikið var á KR velli. Eitt mark var skorað í leiknum og var það Kópavogsbúa en markið kom í síðari hálfleik. Lesa meira
 
FH

FH tryggði sér titilinn í Meistarakeppni KSÍ - 29.4.2013

FH tryggði sér í gær sigur í Meistarakeppni KSÍ í karlaflokki þegar þeir lögðu KR í Egilshöllinni. Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Hafnfirðinga sem leiddu í leikhléi 2 - 0. Í Meistarakeppni KSÍ leika Íslandsmeistarar gegn bikarmeisturum síðasta árs Lesa meira
 
Fylkir

Lengjubikar kvenna - Fylkir vann B-deildina - 28.4.2013

Fylkir fór með sigur af hólmi í B-deild Lengjubikars kvenna en keppni í henni lauk nú um helgina. Fylkisstúlkur urðu efsta sex félaga með 13 stig en KR kom þar á eftir með 9 stig. Fylkir vann alla leiki sína nema einn, gerðu jafntefli við Selfoss í síðasta leik sínum.

Lesa meira
 
Breiðablik

Blikar Lengjubikarmeistarar í A-deild karla - 27.4.2013

Blikar tryggðu sér í dag Lengjubikarmeistaratitilinn í A-deild karla þegar þeir lögðu Valsmenn að velli í úrslitaleik sem fram fór á Samsung vellinum í Garðabæ. Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Kópavogsbúa sem tryggðu sér þar með þennan titil í fyrsta skipti. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - KV og HK leika til úrslita í B-deild - 26.4.2013

Það verða KV og HK sem leika til úrslita í B-deild Lengjubikars karla en úrslitaleikurinn fer fram á KR velli, sunnudaginn 28. apríl kl. 14:00. KV lagði Leikni Fáskrúðsfirði í undanúrslitum en HK hafði betur gegn ÍR eftir vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni karla - FH og KR mætast á sunnudaginn - 26.4.2013

Það styttist óðum í upphaf Íslandsmótsins í knattspyrnu og óyggjandi fyrirboði þess er Meistarakeppni KSÍ en þar mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs. Karlarnir leika í þessari keppni á sunnudaginn, 28. apríl, kl. 19:15 í Egilshöll. Það verða FH og KR sem leika um titilinn að þessu sinni Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna - Stjarnan og Valur leika til úrslita í A-deild - 26.4.2013

Nú er ljóst að Stjarnan og Valur leika til úrslita í A-deild Lengjubikars kvenna en úrslitaleikurinn fer fram sunnudaginn 28. apríl á Samsung vellinum í Garðabæ og hefst kl. 14:00. Þessi félög áttust einnig við í úrslitum þessarar keppni árið 2011 og hafði þá Stjarnan betur en Blikar eru núverandi handhafar titilsins Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Úrslitaleikur Breiðabliks og Vals á laugardaginn - 24.4.2013

Úrslitaleikurinn í A-deild Lengjubikars karla fer fram laugardaginn 27. apríl en þá mætast Breiðablik og Valur á Samsung vellinum í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 16:00. Valur hefur tvisvar farið með sigur í þessari keppni en Breiðablik hefur ekki náð að hampa þessum titli en hafa þrisvar komist alla leið í úrslitaleikinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Viðurlög vegna leyfiskerfis 2013 - 24.4.2013

Samkvæmt afgreiðslu leyfisráðs 15. mars á umsóknum félaga um þátttökuleyfi 2013 uppfyllti eitt félag ekki kröfu um menntun unglingaþjálfara og tvö félög uppfylltu ekki kröfu um að fulltrúar félagsins sæktu fræðslu um dómgæslu og knattspyrnulögin.  Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6935

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2013 - 24.4.2013

Á hverju vori fær skrifstofa KSÍ ótalmargar fyrirspurnir um óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Ævinlega er félögum bent á að þeim hafi verið tilkynnt um leikbönn með tölvupósti og það sé á þeirra ábyrgð að gæta þess að leikmenn sem eigi eftir að taka út leikbönn geri svo.  Hér að neðan má sjá lista um leikbönn en athuga skal að hann er aðeins til leiðbeininga. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmaður úrskurðaður í tímabundið bann - 24.4.2013

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 26. mars 2013, var Jhordan Vaencia Sandoval úrskurðaður í tímabundið leikbann til 9 mánaða vegna atvika í leik Fylkis og Leiknis/KB í 2. flokki karla B-liða sem fram fór 23. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Undanúrslit B og C deildar á fimmtudag - 24.4.2013

Það dregur til tíðinda í B og C deildum Lengjubikars karlal á morgun, fimmtudaginn 25. apríl, en þá verður leikið til undanúrslita í þessum deildum. Úrslitaleikirnir fara svo fram næstkomandi sunnudag, 28. apríl. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna - Undanúrslit A-deildar á sumardaginn fyrsta - 24.4.2013

Undanúrslit í A-deild Lengjubikars kvenna fara fram fimmtudaginn 25. apríl og verður leikið á Samusung vellinum í Garðabæ og í Egilshöll. Stjarnan og Breiðablik mætast kl. 13:00 í Garðabænum og kl. 15:00 leika Valur og Þór/KA í Egilshöllinni. Lesa meira
 
Höttur

Unglingadómaranámskeið á Egilsstöðum miðvikudaginn 8. maí - 24.4.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Hött og hefst kl. 16:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 
Laces Campaign - Rauðar reimar

Leika með rauðar reimar í úrslitaleikjum Lengjubikarsins - 23.4.2013

Dagana 27. og 28. apríl fara fram fjórir úrslitaleikir í Lengjubikarnum.  Allir leikmenn í þeim liðum sem leika til úrslita þessa daga munu leika með rauðar reimar á sínum knattspyrnuskóm til stuðnings Special Olympics á Íslandi.  Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem kallast Laces Campaign.
Lesa meira
 
Pepsi-deildin 2013

Kynningarfundur Pepsi-deildanna fimmtudaginn 2. maí - 23.4.2013

Hinn árlegi kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna fer fram fimmtudaginn 2. maí kl. 16:30 á Hilton Reykjavík Nordica Hótel.  Meðal efnis á fundinum er að sjálfsögðu hin sívinsæla spá um lokastöðu liða.  Viðstaddir verða fulltrúar Ölgerðarinnar, KSÍ, félaganna og fulltrúar dómara, ásamt fulltrúum fjölmiðla.
Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Valur og Breiðablik leika til úrslita í A-deild - 23.4.2013

Nú er ljóst að það verða Valur og Breiðablik sem leika til úrslita í Lengjubikar karla en úrslitaleikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ, laugardaginn 27. apríl kl. 16:00. Þetta varð ljóst eftir undanúrslitin sem fram fór í gærkvöldi.

Lesa meira
 
Frá afhjúpun af styttu til minningar um Albert Guðmundsson

Albert Guðmundsson inn í Heiðurshöll ÍSÍ - 22.4.2013

Á 71. íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fór um helgina, var nöfnum þriggja einstaklinga bætt inn í Heiðurshöll ÍSÍ.  Þeirra á meðal var Albert Guðmundsson og er hann fyrstur knattspyrnumanna sem hlýtur þessa viðurkenningu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum - Samþykktar af stjórn KSÍ 18. apríl - 22.4.2013

Á fundi stjórnar KSÍ, þann 18. apríl síðastliðinn, voru gerðar breytingar á reglumgerðum KSÍ og má sjá þessar breytingar hér að neðan.  Dreifibréf þessa efnis hefur verið sent út á félögin og eru þau beðin um að kynna sér efni þeirra gaumgæfilega. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Undanúrslit A-deildar leikin í kvöld - 22.4.2013

Undanúrslit Lengjubikars karla fara fram í kvöld en þá mætast Breiðablik og Víkingur Ólafsvík í Kórnum kl. 18:00 og Valur og Stjarnan leika í Egilshöll kl 19:00.  Sigurvegarar þessara viðureigna leika svo til úrslita, laugardaginn 27. apríl.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 22. apríl - 22.4.2013

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 22. apríl kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U16 kvenna gegn Norður Írland

U16 kvenna - Jafntefli gegn Færeyingum - 19.4.2013

Stelpurnar í U16 kvenna gerðu í dag jafntefli við stöllur sínar frá Færeyjum en þetta var lokaleikur liðsins á undirbúningsmóti UEFA sem fram fór í Wales. Lokatölur urðu 2 - 2 en Færeyingar leiddu 2 - 1 í leikhléi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Vel sóttur súpufundur - Myndband - 19.4.2013

Það var góð mæting á súpufund KSÍ í gær en þar hélt doktor Viðar Halldórsson fyrirlestur um hvernig hægt er að vinna markvisst að þjálfun félagslegrar- og hugarfarslegrar færni yngri iðkenda á heildstæðan hátt.

Lesa meira
 
Island-Noregur-(3)

Vináttulandsleikur gegn Færeyjum á Laugardalsvelli 14. ágúst - 19.4.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Færeyja hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli 14. ágúst næstkomandi. Þetta er í 25. skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U16 kvenna gegn Norður Írland

U16 kvenna - Byrjunarliðið gegn Færeyjum - 19.4.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Færeyjum á undirbúningsmóti UEFA sem leikið er í Wales. Leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma en íslenska liðið vann Wales í fyrsta leik sínum og gerði svo jafntefli við Norður Írland. Lesa meira
 
u16-kvenna-2013-IMG_6299

Átta marka leikur hjá U16 kvenna - 17.4.2013

U16 landslið kvenna gerði í dag, miðvikudag, jafntefli við Norður-Írland í æsispennandi átta marka leik, en liðin áttust við í undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Wales.  Liðin skiptust á að taka forystuna en þurftu að lokum að sætta sig við að deila stigunum.  Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6991

Staðfest niðurröðun í landsdeildum og Borgunarbikar - 17.4.2013

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í öllum landsdeildum og í Borgunarbikarnum.  Mikilvægt er að félögin sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning.  Niðurröðun má skoða hér á vefnum. Lesa meira
 
u16-kvenna-2013-IMG_6299

Byrjunarlið U16 kvenna gegn Norður-Írum - 17.4.2013

U16 landslið kvenna leikur í dag annan leik sinn á undirbúningsmóti UEFA, sem fram fer í Wales. Mótherjinn er lið Norður-Írlands og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Úlfar Hinriksson, þjálari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leik dagsins.
Lesa meira
 
KSÍ á Youtube

KSÍ er á Youtube! - 17.4.2013

KSÍ er komið á Youtube!  Fyrst um sinn eru á síðunni myndbönd með auglýsingum sem leikmenn A-landsliðs kvenna léku í, sem ganga út á það að hvetja stelpur til að mæta á fótboltaæfingar. Skellið ykkur endilega á síðuna og kíkið á þessi myndbönd.
Lesa meira
 
Sara Björk Gunnarsdóttir

Leikjaniðurröðun Íslands í undankeppni HM 2015 - 16.4.2013

Fulltrúar þjóðanna sem leika í 3. riðli í undankeppni HM kvenna 2015 funduðu strax að loknum drætti í riðla í höfuðstöðvum UEFA í dag, þriðjudag, og ræddu niðurröðun og leikdaga. Niðurstaða liggur nú fyrir og leikur Ísland tvo leiki í riðlinum á árinu 2013 og átta leiki 2014.
Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

Riðill Íslands í undankeppni HM 2015 - 16.4.2013

Dregið var í riðla fyrir undankeppni HM kvennalandsliða 2015 í höfuðstöðvum UEFA í dag, þriðjudag. Eingöngu var dregið fyrir undankeppnina í Evrópu að þessu sinni. Ísland verður í riðli með Danmörku, Sviss, Serbíu, Ísrael og Möltu.
Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Öruggur fjögurra marka sigur U16 kvenna í Wales - 16.4.2013

U16 landslið kvenna vann í dag öruggan 4-0 sigur á Wales í sérstöku undirbúningsmóti UEFA fyrir þennan aldursflokk, en mótið fer einmitt fram í Wales. Esther Rós Arnarsdóttir gerði tvö af mörkum Íslands og fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir átti þátt í þremur markanna.
Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 7.flokk karla - 16.4.2013

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 7. flokk karla í knattspyrnu fyrir núverandi tímabil. Viðkomandi þarf að getið hafið störf strax. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis
Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Dómaranámskeið í Barnaskólanum á Reyðarfirði 20. apríl - 16.4.2013

Dómaranámskeið verður haldið í Barnaskólanum á Reyðarfirði laugardaginn 20. apríl kl. 13:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og kennari verður Gunnar Jarl Jónsson FIFA-dómari.
Lesa meira
 
U17 kvenna í Wales

U16 kvenna - Byrjunarliðið gegn Wales - 16.4.2013

Stelpurnar í U16 eru nú í Wales þar sem þær leika á undirbúningsmóti UEFA en einnig leika á þessu móti Norður Írland og Færeyjar. Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir heimastúlkum í Wales og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - 8 liða úrslit hefjast á fimmtudaginn - 15.4.2013

Nú er ljóst hvaða félög mætast í 8 liða úrslitum Lengjubikars karla en þrír leikjanna fara fram á fimmtudaginn og einn á föstudag. Undanúrslitin verða svo leikin mánudaginn 22. apríl en úrslitaleikurinn verður leikinn laugardaginn 27. apríl. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu fimmtudaginn 18. apríl - 15.4.2013

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl. Að þessu sinni mun Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur, fjalla um hvernig hægt er að vinna markvisst að þjálfun félagslegrar- og hugarfarslegrar færni yngri iðkenda á heildstæðan hátt. Fundurinn er ætlaður þjálfurum, foreldrum og skipuleggjendum íþróttastarfs.

Lesa meira
 
Thjodsongur

A kvenna - Dregið í riðla fyrir HM 2015 þriðjudaginn 16. apríl - 15.4.2013

Á morgun, þriðjudaginn 16. apríl, verður dregið í riðla fyrir undankeppni HM kvenna 2015 en úrslitakeppnin fer að þessu sinni fram í Kanada.  Ísland í í öðrum styrkleikaflokki en flokkarnir eru sex talsins en dregið verður í sjö riðla.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U16 karla - Tap í síðasta leiknum - 14.4.2013

Strákarnir í U16 töpuðu lokaleik sínum á undirbúningsmóti UEFA í dag en leikið var í Wales. Andstæðingar dagsins voru heimamenn sem höfðu betur 2 - 0. Wales endaði því í efsta sæti en Ísland og Norður Írar komu þar á eftir.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U16 karla - Jafntefli gegn Norður Írum - 12.4.2013

Strákarnir í U16 gerðu í dag jafntefli við Norður Íra á undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Wales. Niðurstaðan varð markalaus í miklum baráttuleik þar sem ekkert var gefið eftir og ekki var mikið um opin marktækifæri.  Ísland mætir heimamönnum í lokaumferðinni og stendur önnur hvor þjóðin uppi sem siguvegari á mótinu.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

UEFA boðar 14 sambönd til fundar á Íslandi um leyfismál - 12.4.2013

UEFA hefur boðað fulltrúa 14 knattspyrnusambanda til vinnufundar á Íslandi um leyfismál og fjárhagslega háttvísi, en fundað verður í höfuðstöðvum KSÍ dagana 18. og 19. júní. Um er að ræða árlegan viðburð sem nú er haldinn á Íslandi í fyrsta sinn.
Lesa meira
 
Landsdómararáðstefna 2013

Ráðstefna landsdómara á mánudaginn - 12.4.2013

Næstkomandi mánudag mun fara fram Landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar í lokaundirbúningi fyrir verkefni sumarins.  Þetta er einn af vorboðuðum í boltanum en keppni í Borgunarbikarnum hefst 1. maí og í Pepsi-deild karla 5. maí. Lesa meira
 
Hópurinn með Aroni Einari Gunnarssyni, landsliðsfyrirliða

U16 karla - Byrjunarliðið gegn Norður Írum - 12.4.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Norður Írum í dag á undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Wales.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en þetta er annar leikur Íslands á mótinu en sigur vannst á Færeyingum í gær, 2 - 0.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Síðasta unglingadómaranámskeiðið á Reykjanesi 16. apríl - 12.4.2013

Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður á Reykjanesi að þessu sinni. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Færeyingum 11. apríl 2013

U16 karla - Sigur gegn Færeyingum - 11.4.2013

Strákarnir í U16 hófu í dag leik á undirbúningsmóti UEFA og fer það fram í Wales. Mótherjar Íslendinga í dag voru Færeyingar og höfðu Íslendingar sigur, 2 - 0. Það var Óttar Magnús Karlsson sem skoraði bæði mörk Íslendinga og komu þau bæði í fyrri hálfleik.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA – Karlalandsliðið upp um nítján sæti - 11.4.2013

Nýr styrkleikalisti FIFA sem gefinn var út í morgun, sýnir að Ísland fór upp um 19 sæti og sitja nú í 73. sæti. Spánn, Þýskaland og Argentína skipa þrjú efstu sætin sem hafa haldist óbreytt frá seinasta styrkleikjalista.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U16 karla - Leikið við Færeyjar í dag - 11.4.2013

Strákarnir í U16 leika í dag við Færeyjar í undirbúningsmóti UEFA sem leikið er í Wales. Fjórar þjóðir leika á þessu æfingamóti en hinar þjóðirnar eru gestgjafarnir og Norður Írar. Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn sem hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í milliriðli EM í Portúgal

U19 kvenna - Sigur á Portúgölum - 9.4.2013

Stelpurnar í U19 unnu Portúgala í síðasta leik sínum í milliriðli fyrir EM en leikið var í Portúgal. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og skoraði Guðmunda Brynja Óladóttir eina mark leiksins í síðari hálfleik. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti riðilsins sem dugar ekki til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Wales í sumar.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Lokaleikur Íslands í milliriðli EM í dag - 9.4.2013

Stelpurnar í U19 leika í dag lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM U19 en leikið er í Portúgal.  Heimastúlkur eru mótherjar Íslands í dag og geta íslensku stelpurnar tryggt sér annað sætið í riðlinum með sigri.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag sem hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma.
Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U16 kvenna - Hópurinn sem fer til Wales - 8.4.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur á undirbúningsmóti UEFA í Wales dagana 16. - 19. apríl. Leikið verður við heimastúlkur, Norður Íra og Færeyjar en hópinn skipa leikmenn fæddir 1997.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Síðasta unglingadómaranámskeiðið í Reykjavík fimmtudaginn 11. apríl - 8.4.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Lesa meira
 
Runa-Kristin

Rúna Kristín að störfum í Tékklandi - 8.4.2013

Rúna Kristín Stefánsdóttir verður næstu daga að störfum í Tékklandi þar sem hún verður einn aðstoðardómara í milliriðli EM. Auk heimastúlkna leika þar: Ítalía, Sviss og Svíþjóð. Rúna verður á fyrsta leik sínum í dag þegar hún verður aðstoðardómari á leik Tékklands og Ítalíu.

Lesa meira
 
Sigurdur-Ragnar-Eyjolfsson

Sigurður Ragnar - "Frábært vinnuframlag leikmanna" - 6.4.2013

"Virkilega ánægður með vinnuframlag leikmanna í þessum leik.  Liðið í heild varðist mjög vel í þessum leik og spilaði taktískt mjög vel" sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, þegar hann var spurður um hans hugsanir um leikinn gegn Svíum í kvöld.
Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í milliriðli EM í Portúgal

U19 kvenna - Umfjöllun um naumt tap gegn Finnum - 6.4.2013

Stelpurnar í U19 töpuðu í kvöld gegn Finnum í milliriðli EM en leikið er í Portúgal. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Finna en markalaust var í leikhléi. Finnar tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppninni í Wales sem fram fer í sumar. Tómas Þóroddsson var á staðnum og sendi okkur umfjöllun um leikinn.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Tveggja marka tap gegn Svíum í Växjö - 6.4.2013

Íslenska kvennalandsliðið beið lægri hlut gegn Svíum í vináttulandsleik sem fram fór í Växjö í kvöld. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Svía en markalaust var í leikhléi. Lotta Schelin gerði bæði mörk Svía, það síðara með síðustu spyrnu leiksins. Lesa meira
 
Thjodsongur

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum - 6.4.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari,  hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í vináttulandsleik í dag.  Leikið er á Myresjöhus vellinum í Växjo og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Norskir dómarar á leik Svíþjóðar og Íslands - 6.4.2013

Það verða norskir dómarar sem verða við stjórnvölinn á vináttulandsleik Svíþjóðar og Íslands sem hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma í dag.  Monica Larson er dómari leiksins og nafna hennar, Monica Lokkeberg er annar aðstoðardómara.  Hinn aðstoðardómarinn heitir Birgitta Solberg Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Leikið í dag gegn Finnum í milliriðli EM - 6.4.2013

Stelpurnar í U19 leika í dag sinn annan leik í milliriðli EM en leikið er í Portúgal.  Mótherjar dagsins eru Finnar en leikurinn  hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum af heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
DSC01630

A kvenna - Tvær æfingar í dag - 5.4.2013

Kvennalandsliðið er statt í Svíþjóð þar sem það leikur vináttulandsleik gegn Svíum á morgun, laugardaginn 6. apríl kl. 15:00. Liðið æfði tvisvar í dag og voru báðar æfingarnar innanhúss, í Tipphallen, en fremur slæm tíð hefur verið og ekki hægt að æfa grasvöllum bæjarins eða á keppnisvellinum. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Jafntefli gegn Norður Írum í fyrsta leik í milliriðli - 4.4.2013

Stelpurnar í U19 hófu í dag leik í milliriðli EM þegar þær mættu Norður Írum en riðillinn er leikinn í Portúgal. Jafntefli varð niðurstaðan í hörkuleik, 1 - 1, þar sem íslensku stelpurnar leiddu í leikhléi.  Næsti leikur liðsins fer fram á laugardaginn en þá mætir liðið stöllum sínum frá Finnlandi. 

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Ásgerður Stefanía inn í hópinn - 4.4.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum er mætir Svíum í vináttulandsleik í Växjö á laugardaginn. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir kemur inn í hópinn í stað Sifjar Atladóttur sem er meidd. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna hefur leik í milliriðli EM - 4.4.2013

U19 landslið kvenna hefur í dag, fimmtudag, keppni í milliriðli um sæti í úrsltiakeppni EM. Milliriðillinn fer fram í Portúgal og auk heimamanna og Íslendinga eru Finnar og Norður-Írar í riðlinum, en síðastnefnda liðið er einmitt fyrsti mótherji Íslands.

Lesa meira
 
FH

Unglingadómaranámskeið hjá FH 8. apríl - 4.4.2013

Unglingadómaranámskeið verður haldið í Kaplakrika mánudaginn 8. apríl næstkomandi í samvinnu við FH og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

Miðasala hafin á Ísland - Slóvenía 7. júní - 3.4.2013

Miðasala á Ísland - Slóvenía í undankeppni HM 2014 er hafin en leikið verður á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. júní kl. 19:00. Miðasala fer fram sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Fólk er hvatt til að tryggja sér miða í tíma.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Anna Björk og Þórdís inn í hópinn - 3.4.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þær Önnu Björk Kristjánsdóttur úr Stjörnunni og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttur úr Breiðabliki í hópinn fyrir vináttulandsleik gegn Svíum. Leikið verður í Växjö á laugardaginn en þar leikur einmitt íslenska liðið tvo leiki í riðlakeppni EM í sumar. Lesa meira
 
IMG_5301

Nemendur úr Vættaskóla í starfskynningu - 3.4.2013

Tveir strákar í 10.bekk heimsóttu KSÍ í dag frá Vættaskóla í starfskynningu, Kristinn Andri Kristinsson og Þórólfur Kolbeinsson.

Lesa meira
 
Keflavík

Ólöglegur leikmaður hjá Keflavík - 2.4.2013

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Haraldur Freyr Guðmundsson lék ólöglegur með Keflavík gegn Þrótti í Lengjubikar karla, þann 27. mars síðastliðinn. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Katrín Gylfadóttir í hópinn - 2.4.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur tilkynntbreytingu á landsliði Íslands sem mætir Svíum í vináttulandsleik í Växjo næstkomandi laugardag.Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikbönn í Lengjubikar - 2.4.2013

Að gefnu tilefni skal það tekið fram að sjálfkrafa leikbönn í Lengjubikar karla og kvenna eru ekki tilkynnt með skeyti eða faxi frá aganefnd KSÍ. Það er ábyrgð hvers félags að fylgjast með sínum leikmönnum þegar kemur að leikbönnum í þessum keppnum.

Lesa meira
 
Marklínutækni

Marklínutækni í Pepsi-deildum karla og kvenna - aprílgabbið 2013 :-) - 1.4.2013

KSÍ hefur samið við þýska fyrirtækið Goal Pro um innleiðingu marklínutækninnar í Pepsi-deildum karla og kvenna fyrir keppnistímabilið 2013.  Lengi hefur legið fyrir að taka tæknina í notkun og hefur KSÍ nú ákveðið að taka þetta skref og taka kerfið í notkun fyrri sumarið.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög