Fréttir

Þórir Hákonarson

Að hafa rangt við - 29.3.2013

Á undanförnum vikum hafa nokkur félög tekið þá ákvörðun að tefla vísvitandi fram ólöglega skipuðum liðum í leikjum Lengjubikarsins.  Er hægt að sýna knattspyrnuáhugafólki meiri lítilsvirðingu en að taka meðvitaða ákvörðun um það að tapa leiknum? Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U16 karla - Hópurinn sem fer til Wales - 27.3.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hópinn sem leikur í Wales á undirbúningsmóti á vegum UEFA dagana 11. - 14. apríl. Um er að ræða leikmenn fædda 1997 og fara 18 leikmenn í þessa ferð

Lesa meira
 
Ldv_2011_Atburdir-147

Stífar fjárhagskröfur í leyfiskerfinu - 27.3.2013

Þó svo að þátttökuleyfi hafi verið gefin út af leyfisráði til handa öllum 24 félögunum sem undirgangast leyfiskerfið er vinnunni ekki lokið. Fjárhagskröfurnar eru stífar og þá sérstaklega gagnvart því að ekki sé um vanskil að ræða. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve 2013

A kvenna - Hópurinn sem leikur gegn Svíum í Växjo - 26.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 18 leikmenn til að mæta Svíum í vináttulandsleik í Växjo, 6. apríl næstkomandi. Leikið verður á sama velli og íslenska liðið leikur tvo leiki sína, gegn Þjóðverjum og Hollendingum, í úrslitakeppni EM í sumar. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sætur sigur á Hvít Rússum - 26.3.2013

Strákarnir í U21 byrjuðu undankeppni EM 2015 á besta mögulegan máta þegar þeir sóttu þrjú stig til Hvít Rússa.  Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Íslendinga sem leiddu, 0 - 1, í leikhléi en leikið var á Torpedo vellinum í Minsk.  Jón Daði Böðvarsson og Emil Atlason skoruðu mörk Íslendinga sem léku einum færri síðustu 20. mínúturnar. Lesa meira
 
Völsungur

Ólöglegur leikmaður með Völsungi - 26.3.2013

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Dejan Boziciclék ólöglegur með Völsungi gegn Víkingi R. í Lengjubikar karla, þann 22. mars síðastliðinn. Leikmaðurinn er skráður í erlent félagslið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ 66 ára - 26.3.2013

Í dag, þriðjudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 66 ára. Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Leikið við Hvít Rússa í dag - 26.3.2013

Strákarnir í U21 mæta liði Hvíta Rússlands í dag í fyrsta leiknum í riðlakeppni EM 2015. Leikið verður á Torpedo vellinum í Minsk og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Fjölnir

Ólöglegir leikmenn með Fjölni - 25.3.2013

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að þeir Darko Baljak og Matt Ratajczak léku ólöglegir með Fjölni gegn Víkingi Ólafsvík í Lengjubikar karla, þann 24. mars síðastliðinn. Leikmennirnir eru skráðir í erlend félagslið. Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna - Hópurinn sem fer til Portúgals - 25.3.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM í Portúgal dagana 4. - 9. apríl. Auk heimastúlkna verður leikið við Finna og Norður Íra og er síðastnefnda þjóðin mótherjinn í fyrsta leiknum 4. apríl.

Lesa meira
 
U21 karla í Hvíta Rússlandi

U21 karla - Æft á gervigrasi í Minsk - 25.3.2013

Strákarnir í U21 landsliðinu eru nú staddir í Minsk í Hvíta Rússlandi en framundan er leikur gegn heimamönnum í undankeppni EM. Þetta er fyrsti leikur riðilsins en ásamt þessum þjóðum skipa Frakkar, Armenar og Kasakar þennan riðil.

Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson

A-karla - Stórkostlegur sigur í Slóveníu - 22.3.2013

Tvö mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni tryggðu þrjú dýrmæt stig þegar Ísland heimsótti Slóveníu í undankeppni HM en leikið var í Ljubliana. Lokatölur urðu 1 - 2 en heimamenn leiddu með einu marki í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið gegn Slóveníu 22. mars 2013

A-karla - Byrjunarliðið gegn Slóvenum - 22.3.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Slóvenum í undankeppni HM í dag.  Leikið verður í Ljubliana og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá RÚV og hefst útsending þar kl. 16:40.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA- Kvennalandsliðið áfram í 15. sæti - 22.3.2013

Á nýjum styrkleikalista kvenna, sem FIFA birti í morgun, er Ísland í 15. sæti og stendur í stað frá síðasta lista.  Bandaríkin sitja sem fastast í toppsætinu og Þjóðverjar þar á eftir en þessar þjóðir léku einmitt til úrsita á Algarve mótinu þar sem Bandaríkin höfðu betur.

Lesa meira
 
A landslið karla

A-karla - Íslendingar mæta Slóvenum í dag - 22.3.2013

Ísland mætir Slóveníu í dag í undankeppni HM 2014 og verður leikið í Ljubliana.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu hjá RÚV.  Þetta er í fyrsta skiptið sem þjóðirnar mætast í mótsleik en þær hafa tvisvar leikið vináttulandsleiki og hafa Slóvenar haft sigur í bæði skiptin.

Lesa meira
 
Frá æfingu í Slóveníu

A-karla - Allir með á æfingu í dag - 20.3.2013

Karlalandsliðið er í Slóveníu þar sem þeir mæta heimamönnum í undankeppni HM á föstudaginn. Liðið æfði í gær á keppnisvellinum en flutti sig yfir á æfingasvæði í dag. Allir leikmenn hópsins voru með á æfingu dagsins. Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Vináttulandsleik Íslands og Ungverjalands frestað til 2014 - 20.3.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Ungverjalands hafa komist að samkomulagi um að fresta vináttulandsleik þjóðanna sem fram átti að fara 3. júní á Laugardalsvelli. Leikurinn mun fara fram árið 2014 og verður nánari tímasetning tilkynnt síðar. Lesa meira
 
Völsungur

Unglingadómaranámskeið hjá Völsungi þriðjudaginn 26. mars - 20.3.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Völsung og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Lesa meira
 
2013 women

Miðasala á EM kvenna - Leikir Íslands í boði á ticnet.se - 20.3.2013

Miðasala á úrslitakeppni EM kvenna er í fullum gangi en keppnin hefst 10. júlí í Svíþjóð. Íslenska liðið hefur leik 11. júlí þegar leikið verður gegn Noregi í Kalmar. Hægt er að kaupa miða hjá KSÍ á leiki íslenska liðsins til 1. apríl en nú er einnig hægt að kaupa miða á leikina í gegnum heimasíðuna http://www.ticnet.se/.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þinggerð 67. ársþings KSÍ - 20.3.2013

Hér að neðan má sjá þinggerð 67. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var á Hilton Nordica Hótel 9. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 og U17 kvenna - Úrtaksæfingar um helgina - 19.3.2013

Hér að neðan má sjá úrtakshópa sem verða við æfingar um helgina hjá U16 og U17 kvenna. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll og hefur Úlfar Hinriksson valið 66 leikmenn á þessar æfingar. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Wales - 19.3.2013

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Wales og Moldavíu í undankeppni EM U21 karla en leikið verður í Llanelli í Wales á föstudaginn. Aðstoðardómarar Gunnars í leiknum verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Gylfi Már Sigurðsson. Varadómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn gegn Hvíta Rússlandi - 18.3.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Hvíta Rússlandi í undankeppni EM 2015. Þetta er fyrsti leikurinn í riðlinum og verður leikið ytra, þriðjudaginn 26. mars. Þrír leikmenn eru í hópnum sem hafa ekki leikið áður með U21 liðinu.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6991

16 þátttökuleyfi veitt á seinni fundi leyfisráðs - 18.3.2013

Seinni fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrri keppnistímabilið 2013 fór fram föstudaginn 15. mars. Sextán félögum voru veitt þátttökuleyfi á fundinum, en átta félög höfðu fengið útgefin leyfi á fyrri fundi ráðsins mánudaginn 11. mars. Öll 24 félögin í efstu tveimur deildum karla hafa því fengið útgefin leyfi fyrir sumarið.

Lesa meira
 
ljubljana_stozice2

Glæsilegur leikvangur í Ljubljana - 18.3.2013

A landslið karla mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 föstudaginn 22. mars. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV. Leikið verður á hinum glæsilega leikvangi Sportni Park Stozice, sem tekur rúmlega 16 þúsund manns í sæti. Lesa meira
 
Stavros Tritsonis

Grískir dómarar á leik Slóveníu og Íslands - 18.3.2013

Það verður grískur dómarakvartett á leik Slóveníu og Íslands í undankeppni HM 2014, sem fram fer í Ljubljana næstkomandi föstudag. Eftirlitsmaður leiksins er írskur og dómaraeftirlitsmaðurinn kemur frá Færeyjum.

Lesa meira
 
Malthing-um-hagraedingu-urslita

Málþing um hagræðingu úrslita miðvikudaginn 20. mars - 18.3.2013

Málþing um hagræðingu úrslita í íþróttahreyfingunni verður haldið miðvikudaginn 20. mars frá kl. 12:00 – 14:00 í húsakynnum KSÍ á Laugardalsvelli. Það eru ÍSÍ og Íslenskar Getraunir sem efna til þessa málþings.  Skráning er hjá Íslenskum getraunum í netfangið phs@getspa.is í síðasta lagi þriðjudaginn 19. mars.

Lesa meira
 
Steinþór Freyr Þorsteinsson

Steinþór Freyr í hópinn gegn Slóvenum - 17.3.2013

Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Sandnes Ulf í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn við Slóveníu í undankeppni HM, en liðin mætast föstudaginn 22. mars. Leikmennirnir mæta til Ljubljana à mànudag og með innkomu Steinþórs telur hópurinn 21 leikmann.
Lesa meira
 
bench-small-2012

Landsliðshópurinn gegn Slóveníu - 15.3.2013

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem fer til Slóveníu og etur þar kappi við heimamenn í undankeppni HM 2014 22. mars næstkomandi. Af þeim 20 leikmönnum sem eru í hópnum leika einungis markverðirnir þrír með íslenskum félagsliðum. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA – Karlalandsliðið upp um sex sæti - 14.3.2013

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefin var út núna nýlega, klifrar íslenska karlalandsliðið upp um sex sæti frá síðasta lista og sitja nú í 92. sæti. Ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Spánverjar sitja sem fyrr á toppi listans og Þjóðverjar í því næsta.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Gunnar Jarl og Frosti dæma í Englandi - 14.3.2013

Gunnar Jarl Jónsson og Frosti Viðar Gunnarsson halda til Englands á morgun þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni. Þeir munu einnig starfa ,á sínum hvorum leiknum, í nýrri "Premier League" deild U21 liða. Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir og Birna Kristjánsdóttir

A-kvenna - Öruggur sigur á Ungverjum - 13.3.2013

Ísland lagði Ungverja að velli í dag í leik um níunda sætið á Alagarve-mótinu. Lokatölur urðu 4 - 1 eftir að íslensku stelpurnar höfðu leitt í leikhléi 1 - 0.  Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sandra María Jessen skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Ungverjum - 13.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Ungverjum í dag á Algarve mótinu. Leikið er um níunda sætið á mótinu og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma. Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-038

Átta þátttökuleyfi gefin út á fyrri fundi leyfisráðs - 13.3.2013

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2013 fór fram á mánudag.  Leyfisstjóri kynnti stöðu mála hjá félögunum 24 sem undirgangast leyfiskerfið.  Gefin voru út átta þáttökuleyfi, en afgreiðsla sextán félaga bíða seinni fundar leyfisráðs, sem fram fer á föstudag. 

Lesa meira
 
Stjarnan

Unglingadómaranámskeið hjá Stjörnunni fimmtudaginn 14. mars - 13.3.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Stjörnuna og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve 2013

A kvenna - Leikið við Ungverja um níunda sætið - 12.3.2013

Kvennalandsliðið leikur gegn Ungverjalandi á morgun, miðvikudaginn 13. mars, á Algarve mótinu. Leikið er um níunda sætið og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 
Merki-Sloveniu

Slóvenar tilkynna hópinn fyrir leikinn gegn Íslendingum - 12.3.2013

Slóvenar hafa tilkynnt hópinn fyrir leikinn gegn Íslendingum í undankeppni HM sem fram fer ytra, 22. mars. Srecko Katanec hefur valið 24 leikmenn í hópinn en þetta er fyrsti mótsleikur Katanec síðan hann tók við Slóvenum að nýju um áramótin. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 12.3.2013

Úrtaksæfingar fara fram um komandi helgi hjá U17 karla og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöllinni. Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 35 leikmenn fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegir leikmenn með KF - 12.3.2013

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að þeir Alexander Jovetic og Miroslov Rikanovik léku ólöglegir með KF gegn Þrótti í Lengjubikar karla, þann 9. mars síðastliðinn. Leikmennirnir eru skráðir í erlend félagslið. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve 2013

A kvenna - Eins marks tap gegn Kína - 11.3.2013

Kvennalandsliðið lék í dag síðasta leik sinn í riðlakeppni Algarve mótsins en liðið beið þá lægri hlut fyrir Kína, 0 - 1. Markalaust var í leikhléi en sigurmarkið kom á 62. mínútu leiksins eftir hornspyrnu.  Edda Garðarsdóttir lék sinn 100. landsleik í dag.

Lesa meira
 
Edda Garðarsdóttir

Hundraðasti landsleikur Eddu Garðarsdóttur - 11.3.2013

Edda Garðarsdóttir lék í dag sinn 100. landsleik þegar Ísland mætti Kína á Algarve mótinu. Edda er næst leikjahæst allra landsliðskvenna, á eftir Katrínu Jónsdóttur og er þriðji íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu til að rjúfa 100 leikja múrinn. Sá þriðji er Rúnar Kristinsson sem lék 104 landsleiki.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Drög að leikjaniðurröðun fyrir knattspyrnumót 2013 - Frestur fyrir athugasemdir til 21. mars - 11.3.2013

Drög að leikjaniðurröðun í mótum sumarsins hefur verið birt á vef KSÍ. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi fimmtudaginn 21. mars á netfangið birkir@ksi.is.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Kína - 11.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kínverjum í dag á Algarve mótinu. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og er síðasti leikur Íslands í riðlakeppni mótsins en á miðvikudaginn verður leikið um sæti.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve 2013

A kvenna - Leikið við Kína á Algarve í dag - 11.3.2013

Kvennalandsliðið leikur í dag síðasta leik sinn í riðlakeppni Algarve mótsins en mótherjar dagsins eru Kínverjar. Ísland er án stiga eftir tvær umferðir en Kínverjar hafa eitt stig, eftir jafntefli gegn Svíum. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og með sigri nær íslenska liðið þriðja sæti riðilsins og tryggir sér þar með leik um fimmta sætið á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Tap gegn Frökkum á La Manga - 11.3.2013

Stelpurnar í U19 töpuðu síðasta leik sínum af þremur á La Manga í gærkvöldi en leikið var við Frakka. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Frakka sem leiddu með einu marki í leikhléi.  Þetta var síðasti leikur Íslands af þremur í þessari ferð til La Manga. Sigur vannst á Hollandi, jafntefli við Skota og tap gegn Frökkum. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Stórt tap gegn Svíum - 8.3.2013

Kvennalandsliðið lá í valnum á í kvöld þegar leikið var við Svía á Algarvemótunu. Lokatölur urður 6 - 1 fyrir Svía sem leiddu í leikhléi, 4 - 0.  Sannarlega slæmt tap gegn Svíum en þjóðirnar mætast aftur í vináttulandsleik þann 6. apríl næstkomandi. Næsti leikur Íslands á Algarve er hinsvegar gegn Kína á mánudaginn.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Jafntefli í markaleik - 8.3.2013

Stelpurnar í U19 kvenna léku í dag vináttulandsleik við Skota en leikið var á La Manga. Lokatölur urðu 4 - 4 eftir að íslenska liðið hafði leitt í leikhléi, 3 - 1.  Íslenska liðið leikur þriðja og síðasta vináttulandsleikinn í ferðinni á sunnudaginn þegar leikið verður við Frakka. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum - 8.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í dag á Algarve mótinu. Leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á íþróttasjónvarpsstöðinni Eurosport.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Bandaríkjunum á Algarve 2013

A kvenna - Leikið við Svía í dag - 8.3.2013

Í dag kl. 18:00 mætast Ísland og Svíþjóð á Algarve mótinu en þetta er annar leikur liðanna á mótinu.  Ísland tapaði fyrir Bandaríkjunum á meðan Svíþjóð og Kína skildu jöfn í fyrstu umferð mótsins.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á íþróttasjónvarpsstöðinni Eurosport.  Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikið við Skota í dag á La Manga - 8.3.2013

Stelpurnar í U19 leika í dag við Skota en um er að ræða vináttulandsleik sem fram fer á La Manga. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
Grótta

Ólöglegur leikmaður með Gróttu - 7.3.2013

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Sturlaugur Haraldsson lék ólöglegur með Gróttu gegn ÍR í Lengjubikar karla, þann 4. mars síðastliðinn. Leikmaðurinn er skráður í Hamar. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar á blaðamannafundi eftir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve

A kvenna - Tap í fyrsta leik á Algarve - 6.3.2013

Ólympíumeistarar Bandaríkjanna reyndur of stór biti fyrir íslenska liðið þegar þjóðirnar mættust á Algarve í dag. Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Bandaríkin eftir að markalaust hafði verið í leikhléi. Jafnræði var með liðunum fyrstu 30 mínútur leiksins en svo tók bandaríska liðið smám saman yfirhöndina og vann að lokum sanngjarnan sigur.  Næsti leikur liðsins á Algarvemótinu er gegn Svíum, föstudaginn 8. mars.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Öruggur sigur á Hollandi - 6.3.2013

Stelpurnar í U19 lögðu stöllur sínar frá Hollandi í dag í vináttulandsleik sem fram fór á La Manga. Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland og lögðu stelpurnar grunninn að góðum sigri í fyrri hálfleik en þær leiddu í leikhléi, 3 - 0. Lesa meira
 
Sara Björk Gunnarsdóttir

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum - 6.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Bandaríkjunum í fyrsta leiknum á Algarvemótinu. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikið við Holland í dag á La Manga - 6.3.2013

Stelpurnar í U19 leika í dag sinn fyrsta leik á La Manga en framundan eru þrír vináttulandsleikir þar. Fyrstu mótherjarnir eru Hollendingar og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Þjálfarar liðanna í B riðli, frá vinstri Bandaríkin, Ísland, Svíþjóð og aðstoðarþjálfari Kína

Skin og skúrir á Algarve - 5.3.2013

A landslið kvenna kom til Algarve í gærkvöldi en á morgun fer fram fyrsti leikur Íslands á mótinu þegar leikið verður gegn efsta liðinu á styrkleikalista FIFA, Bandaríkjunum. Leikurinn hefst kl. 14.00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
2013 women

Úrslitakeppni EM kvenna - Niðurtalningin hafin - 5.3.2013

Eins og kunnugt er þá hefst úrslitakeppni EM kvenna í Svíþjóð þann 10. júlí næstkomandi. Til þess að aðstoða óþreyjufulla Íslendinga þá geta þeir fylgst með niðurtalningu í keppnina á forsíðu heimasíðu KSÍ. Það eru því 127 dagar þangað til að herlegheitin hefjast með leik Ítalíu og Finnlands.

Lesa meira
 
Malthing-um-hagraedingu-urslita

Málþing um hagræðingu úrslita - Frestað vegna ófærðar - 5.3.2013

Málþingi um hagræðingu úrslita hefur verið frestað vegna ófærðar en það átti að fara fram í dag, miðvikudaginn 6. mars, á milli 12:00 og 14:00. Ný dagsetning verður auglýst síðar.

Lesa meira
 
Kristinn Jóhannsson var valinn vallarstjóri ársins árið 2012.  Ágúst Jensson, formaður SÍGÍ, afhenti honum verðlaunin

Kristinn valinn vallarstjóri ársins á aðalfundi SÍGÍ - 4.3.2013

Síðastliðinn laugardag stóðu Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna (SÍGÍ) fyrir ráðstefnu um uppbyggingu og viðhald golf og knattspyrnuvalla. Samhliða ráðstefnunni héldu samtökin aðalfund sinn og þar var bryddað upp á þeirri nýjung að velja vallarstjóra ársins, bæði fyrir golfvelli sem og knattspyrnuvelli. Lesa meira
 
Malthing-um-hagraedingu-urslita

Málþingi um hagræðingu úrslita frestað - Ný dagsetning auglýst síðar - 4.3.2013

Málþingi um hagræðingu úrslita í íþróttahreyfingunni sem halda átti miðvikudaginn 6. mars hefur verið frestað vegna ófærðar. Ný dagsetning verður auglýst síðar.

Lesa meira
 
Landsdómararáðstefna 2013

Landsdómararáðstefna fór fram um helgina - 4.3.2013

Landsdómarar hittust um helgina á árlegri ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ en ráðstefnan var á föstudag og laugardag. Gestur ráðstefnunnar að þessu sinni var Peter Roberts, fyrrum FIFA aðstoðardómari og kennari og eftirlitsmaður hjá enska knattspyrnusambandinu.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Þóroddur og Birkir dæma á Regions Cup - 4.3.2013

Þóroddur Hjaltalín og Birkir Sigurðarson verða á San Marínó næstu dag þar sem þeir dæma á UEFA Regions Cup. Um er að ræða keppni áhugamannaliða á vegum UEFA en leikið er í riðlakeppni núna áður en úrslitakeppnin fer fram á Ítalíu í sumar. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Ein breyting á hópnum sem fer til La Manga - 4.3.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem heldur til La Manga í dag. Ingunn Haraldsdóttir, úr Val, kemur inn í hópinn í stað Berglindar Rós Ágústsdóttur sem er meidd. Lesa meira
 
Mottumars 2013

Knattspyrnuhreyfingin tekur þátt í Mottumars 2013 - 1.3.2013

Nú er hafinn marsmánuður, sem er auðvitað miklu meira en bara einn af tólf mánuðum ársins. Þetta er Mottumars, og mun knattspyrnuhreyfingin að sjálfsögðu taka virkan þátt eins og áður. Knattspyrnumenn um land eru hvattir til að taka mynd af mottunum sínum og senda KSÍ til birtingar á Facebook-síðu sambandsins.

Lesa meira
 
Björn Victorsson endurskoðandi að störfum við yfirferð leyfisgagna

Yfirferð leyfisgagna að ljúka - 1.3.2013

Fjárhagsleg leyfisgögn hafa borist frá öllum 24 félögunum sem undirgangast leyfiskerfið fyrir keppnistímabilið 2013. Tveir endurskoðendur hafa yfirfarið gögnin ásamt leyfisstjóra síðustu daga og lýkur yfirferð þeirra í dag, föstudag.  Yfirferð gagna, annarra en fjárhagslegra, lauk jafnframt í vikunni.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög