Fréttir

Knattspyrnusamband Íslands

Fræðslufundur fyrir eftirlitsmenn - 27.2.2013

Föstudaginn 1. mars verður fræðslufundur fyrir eftirlitsmenn haldinn í höfuðstöðvum KSÍ og hefst hann kl. 17:00. Peter Roberts, kennari hjá enska knattspyrnusambandinu, mun þá flytja fyrirlestur og fara yfir ýmis lykilatriði í störfum eftirlitsmanna.

Lesa meira
 
Merki SÍGÍ

Ráðstefna SÍGÍ fer fram föstudaginn 1. mars - 26.2.2013

Föstudaginn 1. mars fer fram ráðstefna Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) og fer ráðstefnan fram í höfðuðstöðvum KSÍ. Á ráðstefnunni eru fjölmörg forvitnileg erindi fyrir vallarstarfsmenn og aðra starfsmenn knattspyrnudeilda. Í kjölfar ráðstefnunnar verður svo haldinn aðalfundur SÍGÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegir leikmenn með BÍ/Bolungarvík - 26.2.2013

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að þeir Réne Sehested og Shane Williams léku ólöglegir með BÍ/Bolungarvík gegn Grindavík í Lengjubikar karla, þann 23. febrúar síðastliðinn. Leikmennirnir eru skráðir í erlend félagslið. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 og U19 karla - Æfingar fara fram um helgina - 26.2.2013

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöll. Þjálfararnir, Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar. Tveir hópar verða við æfingar hjá U19 karla.

Lesa meira
 
Peter Roberts

Landsdómararáðstefna í höfuðstöðvum KSÍ - 25.2.2013

Um komandi helgi fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það Peter Roberts, fyrirlesari frá enska knattspyrnusambandinu og fyrrum FIFA aðstoðardómari, sem verður gestur ráðstefnunnar.

Lesa meira
 
Fram

Unglingadómaranámskeið hjá Fram mánudaginn 4. mars - 25.2.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fram og hefst kl. 18:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

A landslið kvenna - Hópurinn sem fer til Algarve - 25.2.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur á Algarvemótinu sem hefst miðvikudaginn 6. mars. Sigurður Ragnar velur 23 leikmenn til fararinnar og þar af er einn nýliði, Birna Kristjánsdóttir úr Breiðabliki.  Ísland leikur í B riðli og er fyrsti leikur liðsins er gegn Bandaríkjunum 6. mars. Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna - Hópurinn sem fer til La Manga - 25.2.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem tekur þátt á æfingamóti á La Manga í mars. Leikið verður við þrjár sterkar þjóðir í þessari ferð og verður fyrsti leikurinn gegn Hollandi, miðvikudaginn 6. mars.

Lesa meira
 
U19---Byrjunarlid-gegn-Donum-19.-feb

U19 karla - Góður sigur á Dönum - 21.2.2013

Strákarnir í U19 lögðu jafnaldra sína frá Danmörku í vináttulandsleik sem leikinn var í Farum í dag. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Íslendinga sem leiddu með tveimur mörkum í leikhléi.  Kristján Flóki Finnbogason og Stefán Þór Pálsson skoruðu mörk Íslendinga.  Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-279

21 félag hefur skilað fjárhagsgögnum - 21.2.2013

Skilafrestur fjárhagslegra leyfisgagna þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið fyrir keppnistímabilið 2013 var 20. febrúar. Þrjú félög fengu framlengdan frest til að skila sínum gögnum, en 21 félag skilaði innan tímamarka. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Uppfærðir dómaralistar aðildarfélaga - 21.2.2013

Skrifstofa KSÍ hefur uppfært á vef KSÍ, undir "Séraðgerðir", lista með starfandi dómurum hjá aðildarfélögum KSÍ.  Á þessum lista eru þeir dómarar sem koma fram á leikskýrslum a.m.k. einu sinni frá 1. janúar 2012. Lesa meira
 
U19---Byrjunarlid-gegn-Donum-19.-feb

U19 karla - Leikið við Dani í dag kl. 13:30 - 21.2.2013

Strákarnir í U19 leika í dag annan vináttulandsleikinn við Dani á þremur dögum en fyrri leik liðanna lauk með 1 - 1 jafntefli á þriðjudaginn. Kristinn R. Jónsson, landliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið en leikið verður í Farum og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum KSÍ - Samþykktar af stjórn KSÍ 8. febrúar - 20.2.2013

Á fundi stjórnar KSÍ, þann 8. febrúar síðastliðinn, voru gerðar breytingar á nokkrum reglugerðum og hefur aðildarfélögum verið sent dreifibréf þess efnis.  Félögum er bent á að kynna sér þessar breytingar gaumgæfilega. Lesa meira
 
U19---Byrjunarlid-gegn-Donum-19.-feb

U19 karla - Jafntefli gegn Dönum - 19.2.2013

Strákarnir í U19 léku í dag fyrri vináttulandsleikinn gegn Dönum en leikið var í Farum í Danmörku. Lokatölur leiksins urðu 1 - 1 eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi.  Liðin mætast aftur í fimmtudaginn í öðrum vináttulandsleik sem fram fer á sama stað.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A landslið kvenna - Æfingar um komandi helgi - 19.2.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið æfingahóp til æfinga um komandi helgi. Sigurður hefur valið 22 leikmenn fyrir þessar æfingar en eingöngu er valdir leikmenn sem leika hérlendis fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
U17-kvenna-byrjunarlid-gegn-Eistlandi

U17 og U19 kvenna - Æfingar fara fram um helgina - 19.2.2013

Æfingar fara fram um komandi helgi hjá U17 og U19 landsliðum kvenna og fara æfingarnar fram í Fífunni, Egilshöll og Kórnum. Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið sem mætir Dönum í dag - 19.2.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Dönum í dag í vináttulandsleik. Leikið verður í Farum í Danmörku og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Unglingadómaranámskeið KSÍ á Selfossi í Iðu þriðjudaginn 26. febrúar - 19.2.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við knattspyrnudeild Selfoss og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Þetta er eina unglingadómaranámskeiðið sem haldið verður á Suðurlandi á árinu. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Unglingadómaranámskeið hjá Víkingi mánudaginn 18. febrúar - 18.2.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. 

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Aron inn í hópinn - 18.2.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, valdi Aron Bjarnason úr Þrótti inn í hópinn hjá U19 karla sem hélt utan í morgun. Aron kemur í stað Daða Bergssonar sem er meiddur. Liðið leikur 2 vináttulandsleiki gegn Dönum, 19. og 21. febrúar og verður leikið í Farum. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2013 - Framkvæmd leikja - 15.2.2013

Lengjubikarinn 2013 fer af stað í kvöld en þá hefst keppni í A deild karla. Rétt er að minna félög, af þessu tilefni, á reglur um framkvæmd leikja og eru félögin beðin um að kynna sér þetta gaumgæfilega.

Lesa meira
 
Skýrsla UEFA um fjárhagsstöðu félaga

Fimmta skýrsla UEFA um fjárhagsstöðu félaga - 15.2.2013

Nýverið gaf UEFA út sína fimmtu árlegu skýrslu um fjárhagsstöðu félaga í Evrópu - The European Club Licensing Benchmarking Report - Financial Year 2011". Skýrslan er mjög ítarleg og mörgum áhugaverðum spurningum er velt upp, ekki eingöngu fjárhagslegum.

Lesa meira
 
KR

Úrskurður í máli Fjölnis gegn KR - 15.2.2013

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Fjölnis gegn KR í Reykjavíkurmóti meistaraflokks kvenna vegna ólöglegs skipaðs liðs. Leikurinn fór fram 20. janúar síðastliðinn og er Fjölni er dæmdur sigur í leiknum. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn hefst í kvöld - 15.2.2013

Í kvöld hefst keppni í Lengjubikarnum en þá eru þrír leikir eru á dagskrá í A deild karla. KR og Stjarnan mætast í Egilshöllinni kl. 19:00 og strax á eftir, eða kl. 21:00, leika Víkingur R. og Selfoss. Á sama tíma, kl. 21:00, leika svo Keflavík og Haukar í Reykjaneshöllinni. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Almenn miðasala á EM kvenna 2013 - Tryggið ykkur miða í tíma - 14.2.2013

Almenn miðasala á úrslitakeppni EM kvenna 2013, sem fer fram í Svíþjóð 10.-28. júlí næstkomandi, er hafin og er hægt að kaupa miða í gegnum vef UEFA. Miðasala KSÍ á leiki Íslands er reyndar enn í fullum gangi og stendur til 22. febrúar.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið niður um níu sæti - 14.2.2013

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í morgun, fellur íslenska karlalandsliðið niður um níu sæti frá síðasta lista og sitja nú í 98. sæti. Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans og Þjóðverjar koma þar á eftir. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið í Borgarnesi þriðjudaginn 19. febrúar - 14.2.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Skallagrím og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
Ldv_2011_Atburdir-145

Skiladagur fjárhagsgagna er miðvikudagurinn 20. febrúar - 13.2.2013

Miðvikudaginn 20. febrúar næstkomandi er skiladagur fjárhagsgagna í leyfisferlinu fyir keppnistímabilið 2013. Þá skila leyfisumsækjendur ársreikningum sínum og ýmsum öðrum fjárhagslegum staðfestingum, s.s. staðfestingum á engum vanskilum við önnur félög vegna félagaskipta eða við leikmenn og þjálfara vegna launa- og/eða verktakagreiðslna á árinu 2012. Lesa meira
 
Leiknir Reykjavík

Leiknismenn Reykjavíkurmeistarar - 11.2.2013

Leiknismenn tryggðu sér í kvöld Reykjavíkurmeistaratitil karla eftir hörkuspennandi úrslitaleik gegn KR. Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Leikni en það voru Vesturbæingar sem leiddu í leikhléi, 0 - 1. Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 11.2.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um komandi helgi. Þorlákur velur 24 leikmenn fyrir þessar æfingar en þær fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn sem mætir Dönum í tveimur leikjum - 11.2.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem mætir Dönum í tveimur vináttulandsleikjum. Leikið verður í Farum 19. og 21. febrúar. Kristinn velur 19 leikmenn og eru 7 af þeim á mála hjá erlendum félagsliðum.

Lesa meira
 
Ellert B. Schram og Hannes Þ. Sigurðsson

Hannes Þ. Sigurðsson sérstaklega heiðraður - 11.2.2013

Á ársþingi KSÍ síðastliðinn laugardag var Hannes Þ. Sigurðsson sérstaklega heiðraður fyrir sín störf innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hannes hefur komið víða við í hreyfingunni sem hefur fengið að njóta krafta hans á mörgum sviðum.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn 2013 - Dregið í fyrstu umferðunum - 11.2.2013

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Borgunarbikars karla og kvenna 2013. Borgunarbikarinn í ár hefst 4. maí en 1. umferðin hjá körlunum verður leikin 4. og 5. maí. Konurnar hefja svo leik 17. maí en 1. umferðin hjá konunum fer fram 17. og 18. maí. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 4. deild karla - 11.2.2013

Mótanefnd hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2013 og má sjá hana hér að neðan. Drög að leikjaniðurröðun í þessum deildum hefur nú verið birt hér á heimasíðunni.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþing 2012

67. ársþingi KSÍ lokið - 9.2.2013

Rétt í þessu var 67. ársþingi KSÍ að ljúka á Hilton Reykjavík Nordica. Þinginu lauk um kl. 15:30. Fréttir af afgreiðslu tillagna má sjá hér og aðrar fréttir af þinginu er hægt að finna hér.  Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ til tveggja ára en hann var einn í framboði.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson setur 67. ársþing KSÍ

Setningarræða formanns á 67. ársþingi KSÍ - 9.2.2013

Nú stendur yfir 67. ársþing KSÍ og fer það fram á Hótel Hilton Nordica. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, setti þingið kl. 11:00 í morgun og hér að neðan má sjá setningarræðu Geirs Lesa meira
 
Verdlaun-UMFI

UMFÍ fékk viðurkenningu fyrir Grasrótarviðburð ársins - 9.2.2013

Ungmennafélag Íslands fékk Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA fyrir Grasrótarviðburð ársins. Viðurkenningin er fyrir knattspyrnumót á Unglingalandsmóti UMFÍ.

Lesa meira
 
Torfi Magnússon tekur við Jafnréttisverðlaunum fyrir hönd FB

FB fékk Jafnréttisviðurkenningu KSÍ - 9.2.2013

Jafnréttisviðurkenning KSÍ var afhent á 67. ársþingi KSÍ sem nú stendur yfir. Í þetta skiptið var Fjölbrautarskólinn í Breiðholti heiðraður fyrir verkefnið "Unified football" sem byggir á liðsskipan fatlaðra og ófatlaðra.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fimm félög fengu viðurkenningu vegna uppbyggingu dómaramála - 9.2.2013

Fimm félög voru heiðruð á ársþingi KSÍ í dag fyrir góða frammistöðu í uppbyggingu dómaramála. Þetta voru: FH, Fylkir, ÍA, Leiknir Fáskrúðsfirði og Sindri. Fengu þessi félög afhenta bolta sem og gjafabréf fyrir dómarabúnaði frá Henson.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2013

67. ársþing KSÍ hafið - Fylgst með afgreiðslu tillagna - 9.2.2013

Ársþing KSÍ, það 67. í röðinni, var sett kl. 11:00 í morgun. Fyrir þinginu liggja fyrir tvær tillögur. Þessar tillögur má sjá hér að neðan og verður fylgst með hér hvernig þær verða afgreiddar.

Lesa meira
 
Sigmundur Ó. Steinarsson

Sigmundur Ó. Steinarsson fékk viðurkenningu - 9.2.2013

Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2012 hlýtur Sigmundur Ó. Steinarsson. Sigmundur er knattspyrnuáhugafólki vel kunnur, enda hefur hann fjallað um knattspyrnu í áratugi, lengst af sem blaðamaður á Morgunblaðinu og yfirmaður íþróttadeildar þar.

Lesa meira
 
ÍBV fyrir prúðustu framkomuna í Pepsi-deild kvenna

ÍBV fékk háttvísiverðlaun í Pepsi-deild kvenna - 9.2.2013

Háttvísisverðlaun í Pepsi-deild kvenna voru veitt á 67. ársþingi KSÍ og var það ÍBV sem hlaut verðlaunin að þessu sinni.

Lesa meira
 
ÍA fékk Dragostyttuna

ÍA og Haukar fengu Dragostytturnar - 9.2.2013

ÍA og Haukar fengu Dragostytturnar á 67. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hilton Nordica Hótel. Þá fengu HK og Árborg viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2. og 3. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla á mánudaginn - 8.2.2013

Eftir leiki gærkvöldsins í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla, er ljóst að það verða Leiknir og KR sem mætast í úrslitaleiknum. Leikið verður í Egilshöll, mánudaginn 11. febrúar kl. 19:00.  Leiknir lagði Val í undanúrslitum en KR lagði Víkinga. 

Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Rússar höfðu betur - 6.2.2013

Íslendingar töpuðu gegn Rússum í kvöld í vináttulandsleik sem leikinn var í Marbella á Spáni. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Rússa sem leiddu í leikhléi með einu marki.  Sanngjarn sigur sterkra Rússa en þessi leikur var góður undirbúningur fyrir íslenska liðið fyrir leikinn gegn Slóvenum. Sá leikur fer fram ytra 22. mars og er í undankeppni HM 2014.

Lesa meira
 
Kolbeinn Sigþórsson

A karla - Byrjunarliðið gegn Rússum - 6.2.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Rússum í vináttulandsleik í Marbella á Spáni. Leikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Tap gegn Wales í vináttulandsleik - 6.2.2013

Strákarnir U21 biðu lægri hlut gegn Wales í dag í vináttulandsleik sem leikinn var í Llanelli. Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir heimamenn og komu öll mörkin á 10 mínútna kafla undir lok leiksins.  Næsta verkefni liðsins er svo 26. mars þegar liðið hefur leik í undankeppni EM 2015.   Lesa meira
 
U21 karla styðja átak gegn einelti

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Wales - 6.2.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Wales í vináttulandsleik í dag kl. 15:00. Leikið verður á Stebonheath vellinum í Llanelli en þetta er í fyrsta skiptið sem þessar þjóðir mætast í þessum aldursflokki.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót KRR - Undanúrslit karla á fimmtudag - 6.2.2013

Undanúrslit Reykjavíkurmóts karla fara fram fimmtudaginn 7. febrúar og verða báðir leikirnir í Egilshöllinni. Í fyrri leiknum mætast Valur og Leiknir og hefst sá leikur kl. 19:00. Strax á eftir, eða kl. 21:00, leika svo Víkingur og KR. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þingfulltrúar á 67. ársþingi KSÍ - 6.2.2013

Laugardaginn 9. febrúar næstkomandi fer fram 67. ársþing KSÍ á Hótel Hilton Nordica. Alls hafa 141 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 131 fulltrúa.

Lesa meira
 
Frá dómarafundi með Kristni Jakobssyni

Góð aðsókn á dómaranámskeið með Kristni Jakobssyni - 6.2.2013

Kristnn Jakobsson var í gær með dómaranámskeið fyrir alla starfandi dómara og voru 35 mættir á námskeiðið. Kristinn fór yfir hagnýt mál í dómgæslu sem og yfir sína reynslu í starfinu og svaraði hann fjölmörgum spurningum frá þátttakendum.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2012

Ársþing 2013 - Þingið sett kl. 11:00 - 6.2.2013

Ársþing KSÍ, það 67. í röðinni, verður haldið á Hilton Nordica Hótel laugardaginn 9. febrúar. Þingið verður sett kl. 11:00 en afhending þinggagna hefst kl. 10:00.  Öllum þingfulltrúum er boðið til sameiginlegs kvöldverðar og skemmtunar sem hefst kl. 19:30 á Reykjavík Hótel Natura

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Öflugt knattspyrnustarf á liðnu starfsári - 6.2.2013

A landslið kvenna heldur áfram að gera það gott og tryggði sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni EM 2013 sem fram fer í Svíþjóð í júlí. Ísland leikur þar í riðli með Noregi, Þýskalandi og Hollandi, en alls taka 12 landslið þátt í úrslitakeppninni. Það verður fróðlegt að fylgjast með framgangi íslenska liðsins í sumar, en liðið er skipað leikmönnum sem hafa mikla reynslu og margar þeirra tóku þátt í úrslitakeppni EM 2009. Lesa meira
 
U21 karla styðja átak gegn einelti

Tveir landsleikir Íslands í dag - 6.2.2013

Tvö landslið Íslands verða í eldlínunni í dag, miðvikudaginn 6. febrúar, en A landslið karla og U21 karla leika þá bæði vináttulandsleiki ytra. Strákarnir í U21 mæta Wales í Llanelli og hefst sá leikur kl. 15:00 að íslenskum tíma. A landsliðið mætir hinsvegar Rússum í Marbella á Spáni og hefst sá leikur kl. 19:30. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 
Fjölnir

Unglingadómaranámskeið hjá Fjölni mánudaginn 11. febrúar - 5.2.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fjölni og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Lesa meira
 
IMG_6219

U21 karla - Æfingar hafa gengið vel - 5.2.2013

Strákarnir í U21 eru nú staddir í Wales en framundan hjá þeim er vináttulandsleikur gegn heimamönnum sem fram fer á morgun. Leikið verður á Stebonheath vellinum og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Merki FIFA

Glærur frá ráðstefnu um félagaskiptamál og greiðslur - 5.2.2013

Um nýliðna helgi fór fram ráðstefna í höfuðstöðvum KSÍ um félagaskiptamál og greiðslur vegna félagaskipta. Hingað til lands kom yfirmaður félagaskiptadeildar FIFA, Omar Ongaro, sem hélt fyrirlestra um þessi mál sem og hann fjallaði um hagræðingu úrslita. Lesa meira
 
U17-kvenna---Varamenn-gegn-Tekkum

U17 og U19 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 4.2.2013

Landsliðsþjálfararnir Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson hafa valið leikmenn til æfinga um komandi helgi og eru um 60 leikmenn boðaðir á þessar æfinga. Æft verður í Kórnum og Egilshöll en U17 mun leika tvo æfingaleiki á laugardeginum.

Lesa meira
 
Frá æfingu Rússa í Marbella á Spáni

Rússneska landsliðið gegn Íslandi - 4.2.2013

Rússar tilkynntu 25 manna landsliðshóp fyrir vináttulandsleikinn við Íslendinga í Marbella á Spáni á miðvikudag og kom hópurinn til Spánar á föstudag. Hópurinn er eingöngu skipaður leikmönnum sem leika í Rússlandi. Lesa meira
 
Dómarinn Antonio Miguel Mateu Lahoz

Spánverjar sjá um dómgæsluna - 4.2.2013

Dómarakvartettinn á vináttuleik karlalandsliða Íslands og Rússlands á miðvikudag, sem fram fer í Marbella á Spáni, er spænskur.  Dómari er Antonio Miguel Mateu Lahoz, sem hefur dæmt í efstu deild Spánar síðan 2008 og varð FIFA-dómari árið 2011.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck ræðir við rússneska fjölmiðla

"Þjóðarstoltið mun fleyta okkur langt" - 4.2.2013

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, ræddi í dag við rússneska fjölmiðla í Marbella á Spáni og svaraði spurningum um íslenska og rússneska liðið fyrir vináttulandsleikinn við Ísland, sem fram fer á miðvikudag. 

Lesa meira
 
Hólmar Örn Eyjólfsson

Hólmar Örn og Guðlaugur Victor í hópinn gegn Rússum - 3.2.2013

Aron Einar Gunnarsson og Hallgrímur Jónasson eiga við meiðsli að stríða og geta ekki verið með í vinàttulandsleik A landsliðs karla gegn Rùssum à Spàni à miðvikudag. Þà verður Ólafur Ingi Skùlason ekki með þar sem kona hans à von à barni à næstu dögum. Inn í hópinn koma þeir Hólmar Örn Eyjólfsson og Guðlaugur Victor Pàlsson.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2012 birtur - 1.2.2013

KSÍ birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2012. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2012 námu 842 milljónum króna samanborið við 777 milljónir króna á árinu 2011. Að teknu tilliti til fjármagnsliða er hagnaður af starfsemi KSÍ ríflega 72 milljónir króna.  Þegar tillit er tekið til styrkja og framlaga til aðildarfélaga nam hagnaður ársins því um hálfri milljón króna.

Lesa meira
 
Gegn einlti Geir og Katrín

Samstarf um baráttu gegn einelti - 1.2.2013

Í dag, þann 1. febrúar 2013, var undirrituð samstarfsyfirlýsing Knattspyrnusambands Íslands og verkefnisstjórnar fjögurra ráðuneyta um aðgerðir í baráttunni gegn einelti í samfélaginu.  Verkefnið tekur til grunnskólanema hér á landi, sem fá fræðslu um áhrif eineltis á einstaklinginn og heildina, bæði hvað varðar gerendur og þolendur, áhrif þess á fólk í dag og til framtíðar.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög