Fréttir

EM U21 landsliða karla

U21 karla - Mætum Hvít Rússum í fyrsta leik - 31.1.2013

Í morgun var dregið í undankeppni EM hjá U21 karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon. Ísland er í 10. riðli og eru fyrrum lýðveldi gömlu Sovétríkjanna áberandi í þessum riðli. Úrslitakeppnin 2015 verður leikin í Tékklandi.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Dregið í undankeppni EM 2013 - 2015 - 30.1.2013

Á morgun, fimmtudaginn 31. janúar, verður dregið í undankeppni EM hjá U21 karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA. Um er að ræða undankeppnina sem hefst á þessu ári, 2013, en úrslitakeppnin verður í Tékklandi 2015.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

U17 kvenna - Annar danskur sigur - 29.1.2013

Danir höfðu betur í vináttulandsleik gegn Íslandi hjá U17 kvenna en leikið var í Akraneshöll í dag. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Dani eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. Þetta var annar vináttulandsleikur þjóðanna í þessum aldursflokki á þremur dögum en gestirnir unnu fyrri leikinn 3 - 0.

Lesa meira
 
Ólafur Ingvar Guðfinnsson

Góð aðsókn á aðstoðardómaranámskeið - 29.1.2013

Í gærkvöldi fór fram námskeið fyrir aðstoðardómara í höfuðstöðvum KSÍ en námskeiðið var opið öllum starfandi aðstoðardómurum sem áhuga höfðu. Vel var mætt, liðlega 30 manns sátu námskeiðið sem var undir stjórn Ólafs Ingvars Guðfinnssonar, fyrrum FIFA aðstoðardómara.

Lesa meira
 
ÍR

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR fimmtudaginn 7. febrúar - Frestað - 29.1.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍR og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Leikið við Dani í dag - 29.1.2013

Stelpurnar í U17 leika í dag, þriðjudaginn 29. janúar, annan vináttulandsleik við Dani og hefst leikurinn kl. 15:00 í Akraneshöllinni. Fyrri leikurinn fór fram síðastliðinn sunnudag í Kórnum og þá höfðu gestirnir betur, 0 - 3.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2011

Dagskrá 67. ársþings KSÍ - 28.1.2013

Hér að neðan má finna dagskrá 67. ársþings KSÍ en þingið fer fram laugardaginn 9. febrúar og hefst afhending þinggagna kl. 10:00. Þingið fer fram á Hilton Nordica Hótel. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Námskeið fyrir dómara þriðjudaginn 5. febrúar - 28.1.2013

Á námskeiðinu verður aðaláherlsan á samstarfið og agavaldið auk þess sem þátttakendur geta spurt Kristinn spjörunum úr um hin ýmsu efni sem tengjast dómgæslunni.  Námskeiðið er ætlað öllum starfandi dómurum sem áhuga hafa á því að bæta sig í starfi. Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 og U19 karla - Æfingar fara fram um komandi helgi - 28.1.2013

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, valið hópa fyrir þessar æfingar. Athugið að tveir hópar eru við æfingar hjá U19 karla.

Lesa meira
 
Breiðablik

Unglingadómaranámskeið hjá Breiðablik 5. febrúar - 28.1.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Breiðablik og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum KSÍ - Samþykktar af stjórn KSÍ 22. janúar - 28.1.2013

Á fundi stjórnar KSÍ 22. janúar sl. voru gerðar breytingar breytingar á nokkrum reglugerðum KSÍ og eru aðildarfélög beðin um að kynna sér þessar breytingar ítarlega.  Bæði er um að ræða ný ákvæði og breytingar á reglugerðum. Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþing 2012

Kosningar í stjórn á 67. ársþingi KSÍ - Framboðsfrestur runninn út - 28.1.2013

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.  Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ hálfum mánuði fyrir þing Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur á ársþingi KSÍ 2013 - 28.1.2013

67. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Nordica Hótel 9. febrúar nk. Kjörbréf og önnur þinggögn hafa verið póstlögð til héraðssambanda og íþróttabandalaga.  Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Danskur sigur í fyrri leiknum - 27.1.2013

Stelpurnar í U17 töpuðu fyrri vináttulandsleik sínum gegn Dönum í dag en leikið var Kórnum. Lokatölur urðu 0 - 3 eftir að Danir höfðu leitt með tveimur mörkum í leikhléi. Seinni vináttulandsleikurinn fer svo fram á þriðjudaginn, 29. janúar, og verður leikið í Akraneshöllinni kl. 15:00.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Dönum í dag - 27.1.2013

Stelpurnar í U17 mæta Dönum í vináttulandsleik í dag og verður leikíð í Kórnum kl. 13:30. Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt en þjálfararnir Ólafur Þór Guðbjörnsson og Úlfar Hinriksson stjórna liðinu í þessum leikjum:

Lesa meira
 
Thjodsongur

A kvenna - Vináttulandsleikur gegn Svíum 6. apríl - 25.1.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik ytra 6. apríl næstkomandi. Leikið verður í Växjö en á þeim velli mun íslenska liðið leika tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppni úrslitakeppni EM í sumar.

Lesa meira
 
Kolbeinn Sigþórsson

A karla - Hópurinn valinn fyrir Rússaleikinn - 25.1.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, hefur valið hópinn sem mætir Rússum í vináttulandsleik, miðvikudaginn 6. febrúar. Leikið verður á Marbella á Spáni en þetta er í sjötta skiptið sem þjóðirnar mætast.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn sem mætir Wales - 25.1.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Wales í vináttulandsleik ytra, miðvikudaginn 6. febrúar. Mikil endurnýjun er í liðinu og af 19 leikmönnum í hópnum eru bara 6 leikmenn sem hafa leikið landsleik með liðinu áður.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fundur landsliðsþjálfara KSÍ - 25.1.2013

Allir landsliðsþjálfarar karla og kvennaliða Íslands funduðu saman í gærkvöldi í höfuðstöðvum KSÍ ásamt aðstoðarþjálfurum landsliðanna og markmannsþjálfurum landsliðanna.  Landsliðsþjálfararnir munu funda saman reglulega á þessu ári og móta betur starfið með landsliðunum Lesa meira
 
kfr

Viltu anda að þér sveitalofti? - 25.1.2013

Knattspyrnufélag Rangæinga (KFR) auglýsir eftir áhugasömum þjálfara eða þjálfurum fyrir 3. 4. og 5.flokk karla. og 5.flokk kvenna.  KFR mun aðstoða við leit að húsnæði og hálfu starfi meðfram þjálfuninni ef viðkomandi vill flytja á svæðið.  Hvort sem þú er karl eða kona þá bíðum við eftir þér. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Lesa meira
 
U19-karla-i-Svithjod

U19 karla leikur vináttulandsleiki gegn Skotum og Dönum - 24.1.2013

Knattspyrnusamband Íslands hefur komist að samkomulagi við knattspyrnusambönd Danmerkur og Skotlands um að U19 karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleiki síðar á þessu ári.

Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum - 23.1.2013

Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn til að vinna skv. stefnu félagsins. Um er að ræða þjálfun í yngri flokkum félagsins og þarf viðkomandi að geta hafið störf strax. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun skilyrði. Lesa meira
 
Merki_Wales

U21 karla - Hópurinn hjá Wales tilkynntur - 23.1.2013

Framundan eru vináttulandsleikir hjá A landsliði og U21 karla og fara þeir báðir fram miðvikudaginn 6. febrúar. Rússar verða mótherjar A landsliðsins en Walesverjar andstæðingar U21 karla en hópurinn hjá Wales var tilkynntur í dag.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-220

Fyrstu yfirferð leyfisgagna lokið - 22.1.2013

Leyfisstjórn hefur lokið við fyrstu yfirferð leyfisgagna allra leyfisumsækjenda og vinnur nú með félögunum að úrbótum og lausnum þar sem við á. Þau gögn sem skilað var 15. janúar og farið er yfir nú snúa að öllum öðrum þáttum en fjárhagslegum.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

U17, U19 og A landslið kvenna æfa öll um helgina - 22.1.2013

Mikið verður um að vera hjá kvennalandsliðum Íslands en U17, U19 og A landslið kvenna verða öll við æfingar um helgina. Um er að ræða yngri hópinn hjá U17 kvenna en eldri hópurinn leikur 2 vináttulandsleiki við Dani á næstu dögum. Lesa meira
 
U17-kvenna-byrjunarlid-gegn-Eistlandi

U17 kvenna - Tveir leikir framundan við Dani - 22.1.2013

Landsliðsþjálfararnir Ólafur Þór Guðbjörnsson og Úlfar Hinriksson  hafa valið 25 leikmenn til að mæta Dönum í tveimur vináttulandsleikjum á næstu dögum.  Fyrri leikurinn verður í Kórnum næstkomandi sunnudag, 27. janúar og hefst kl. 13:30.  Sá síðari verður í Akraneshöllinni, þriðjudaginn 29. janúar og hefst kl. 15:00.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Námskeið fyrir aðstoðardómara mánudaginn 28. janúar - 21.1.2013

Námskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið mánudaginn 28. janúar í höfuðstöðvum KSÍ og hefst það kl. 18:00.  Námskeiðið er ætlað öllum starfandi aðstoðardómurum sem áhuga hafa á því að bæta sig í starfi. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Landshlutaæfingar á Norðurlandi - 18.1.2013

Laugardaginn 19. janúar fara fram landshlutaæfingar á Norðurlandi undir stjórn Péturs Ólafssonar landshlutaþjálfara. Æfingarnar fara fram í Boganum á Akureyri telur æfingahópurinn alls um 60 leikmenn frá félögum víðs vegar af Norðurlandi. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Landshlutaæfingar U17 kvenna á Austurlandi - 17.1.2013

Þann 20. janúar fara fram landshlutaæfingar U17 kvenna á Austurlandi undir stjórn Úlfars Hinrikssonar landsliðsþjálfara og Eysteins Haukssonar landshlutaþjálfara. Til æfinganna, sem fram fara í Fjarðabyggðarhöllinni, hafa verið boðaðir tæplega 40 leikmenn frá 6 félögum

Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_054

Allir leyfisumsækjendur hafa skilað gögnum - 17.1.2013

Skiladagur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, var þriðjudaginn 15. janúar. Leyfisstjórn hefur nú móttekið gögn frá öllum félögum í efstu tveimur deildum karla, en það eru þær deildir sem leyfiskerfið nær til. Öll félögin skiluðu gögnum innan tímamarka. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið byrjar árið 2013 í 89. sæti - 17.1.2013

A landslið karla byrjar árið 2013 í 89. sæti á styrkleikalista FIFA og hækkar um eitt sæti milli mánaða. Annars eru afar litlar breytingar á listanum milli mánaða og t.a.m. engin breyting á topp 10, enda ekki margir landsleikir farið fram síðan listinn var síðast gefinn út. Lesa meira
 
Frá Laugardalsvelli

Drög að leikjum sumarsins 2013 birt - 16.1.2013

Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum sumarsins í Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna, 1. og 2. deild karla. Félög í þessum deildum eru vinsamlegast beðin um að fara yfir sína leiki og koma með athugasemdir við þessi drög í síðasta lagi fimmtudaginn 31. janúar. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 1.-3. febrúar - 16.1.2013

Helgina 1.-3. febrúar mun KSÍ standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði. Þátttökurétt hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í skriflega KSÍ B prófinu.  Námskeiðið er upphafið af KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu og gildir jafnframt sem endurmenntun.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kosningar í stjórn á 67. ársþingi KSÍ - 16.1.2013

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 26. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Lesa meira
 
Læknaráðstefna 2013

Læknaráðstefna haldin í höfuðstöðvum KSÍ - 15.1.2013

Um síðustu helgi var haldin læknaráðstefna í höfuðstöðvum KSÍ þar sem fjallað var um ýmis málefni tengd knattspyrnu, meiðsli og annað. Ráðstefnustjóri var Reynir Björnsson og tóku 9 læknar þátt, auk leiðbeinenda.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Ráðstefna um félagaskiptamál og greiðslur vegna félagaskipta - 15.1.2013

Dagana 2.-3. febrúar mun KSÍ standa fyrir ráðstefnu um félagaskiptamál og greiðslur vegna félagaskipta. Hingað til lands kemur Omar Ongaro sem er yfirmaður félagaskiptadeildar FIFA og mun hann flytja erindi um uppeldisbætur og samstöðubætur, auk þess að fjalla um veðmál og hagræðingu úrslita.

Lesa meira
 
ÍA

Unglingadómaranámskeið á Akranesi 21. janúar - 14.1.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍA og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

EM 2013 - Miðasala á leiki Íslands hafin - 14.1.2013

Miðasala á leiki Íslands á EM kvenna 2013, sem fram fer í Svíþjóð 10. - 28. júlí, er hafin. Skila skal miðapöntunum til KSÍ og þurfa þær að berast í síðasta lagi 1. apríl næstkomandi. Miðapöntunum skal skila á þar til gerðu eyðublaði sem finna má hér að neðan.

Lesa meira
 
U17-hopurinn-til-Sloveniu

U16 og U17 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 14.1.2013

Landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrisson og Þorlákur Árnason, hafa valið leikmenn fyrir úrtaksæfingar hjá U16 og U17 karla. Æfingarnar fara fram um komandi helgi og fara fram í Kórnum og Egilshöllinni.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Staðalsamningur KSÍ - Ábendingar vegna breytinga á samningsformi - 14.1.2013

Eins og áður hefur komið fram í dreifibréfi er sent var á aðildarfélög í desember 2012 hefur verið samþykkt nýtt form á staðalsamningi KSÍ.  Nýtt samningsform er nú aðgengilegt á íslensku og ensku á heimasíðu KSÍ.

Lesa meira
 
Haust í Laugardalnum

Endurskoðendum kynntar nýjar fjárhagsreglur - 11.1.2013

Á fimmtudag var haldinn árlegur fundur með endurskoðendum félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.  Með þessum fundum er reynt að kynna leyfiskerfið betur, beint til endurskoðenda og gera þannig allt ferlið öruggara fyrir alla hagsmunaaðila.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2013 - Staðfest niðurröðun liggur fyrir - 10.1.2013

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2013. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið hefst í kvöld - 10.1.2013

Reykjavíkurmótið hefur göngu sína í kvöld, fimmtudaginn 10. janúar, og eru tveir leikir á dagskrá í Egilshöllinni. Valur og ÍR mætast kl. 19:00 í A riðli meistaraflokks karla og þar á eftir, eða kl. 21:00, leika Fjölnir og HK/Víkingur hjá meistaraflokki kvenna.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Landsliðsþjálfarar karla funda með þjálfurum - 9.1.2013

Landsliðsþjálfarar karla vilja bjóða þjálfurum í Pepsideild karla, 1.deild karla, 2. flokki karla og 3. flokki karla til fundar laugardaginn 26.janúar og mánudaginn 28. janúar í höfuðstöðvum KSÍ.  Allir þjálfarar eru beðnir um að skrá þátttöku sína á þessum fundum með tölvupósti þar sem fram kemur nafn og netfang.

Lesa meira
 
Rússland

A karla - Vináttulandsleikur gegn Rússum 6. febrúar - 9.1.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Rússlands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik þann 6. febrúar næstkomandi. Leikið verður í Marbella á Spáni.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P5752

Styttist í skiladag leyfisgagna í ferlinu fyrir 2013 - 9.1.2013

Það styttist í að leyfisgögnum félaga í Pepsi-deild karla og 1. deild karla rigni yfir leyfisstjórn KSÍ. Skiladagur er 15. janúar og skila leyfisumsækjendur þá gögnum sem snúa að öðrum þáttum en fjárhagslegum, m.a. ráðningarsamningum lykilstarfsmanna. Lesa meira
 
Fylkir

Unglingadómaranámskeið hjá Fylki 17. janúar - 9.1.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
U17 kvenna í Slóveníu

U17 og U19 kvenna - Yfir 80 leikmenn boðaðir á æfingar um helgina - 8.1.2013

Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn til æfinga um helgina hjá U17 og U19 kvenna. Tveir hópar eru valdir hjá U17 en framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Dönum í lok mánaðarins.

Lesa meira
 
Coerver-namskeid

"Coerver Coaching" námskeið var um helgina - 8.1.2013

Um síðustu helgi stóð KSÍ fyrir þjálfaranámskeiði þar sem viðfangsefnið var tækniþjálfun knattspyrnumanna. Hingað til lands kom maður að nafni Brad Douglass en hann er fræðslustjóri hjá Coerver Coaching sem sérhæfir sig í tækniþjálfun barna og unglinga. Lesa meira
 
Throttur---Fram-1.-deild-kvenna-2

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2013 - 7.1.2013

Þátttökutilkynningar hafa verið póstlagðar til aðildarfélaga KSÍ og ættu þær að hafa borist aðildarfélögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn, Áskell og Gylfi dæma á Copa Del Sol - 7.1.2013

Kristinn Jakobsson mun dæma á æfingamóti sem fram fer á La Manga í janúar og nefnist Copa Del Sol. Þar taka þátt félög m.a. frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Rússlandi. Með Kristni verða aðstoðardómararnir Áskell Gíslason og Gylfi Már Sigurðsson en þeir munu einnig starfa sem fjórðu dómarar á mótinu. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Tveir vináttulandsleikir gegn Dönum í lok janúar - 7.1.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komist að samkomulagi um að U17 kvennalandslið þjóðanna leiki tvo vináttulandsleiki í lok janúar. Leikið verður hér á landi, í Kórnum sunnudaginn 27. janúar kl. 13:30 og í Akraneshöllinni, þriðjudaginn 29. janúar kl. 15:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Futsal - Valur og Víkingur Ólafsvík fögnuðu sigri - 6.1.2013

Valur og Víkingur Ólafsvík fögnuðu sigri í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu sem lauk í dag í Laugardalshöll. Valskonur lögðu ÍBV í ótrúlegum úrslitaleik og Víkingur Ólafsvík lagði Val hjá körlunum í hörkuleik. Leikið var í Laugardalshöll.

Lesa meira
 
Futsal  Ísland - Lettland

Futsal - Vinnur Valur tvöfalt? - 5.1.2013

Nú er ljóst hvaða félög leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu en undanúrslitin voru leikin í Laugardalshöll í dag. Í kvennaflokki leika Valur og íBV kl. 12:15 og þar geta Vestmannaeyingar varið titil sinn. Í karlaflokki leika Valur og Víkingur Ólafsvík til úrslita kl. 14:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Landsliðsþjálfarar kvenna funda með þjálfurum - 4.1.2013

Landsliðsþjálfarar kvenna vilja bjóða þjálfurum í Pepsi-deild kvenna, 1. deild kvenna, 2. flokk kvenna og 3. flokk kvenna til fundar föstudaginn 25. janúar í höfuðstöðvum KSÍ.  Þjálfarar sem eru búsettir á landsbyggðinni og vilja fylgjast með fundinum í gegnum netið eru vinsamlegast beðnir að skrá sig með því að senda póst með nafni og netfangi.  Lesa meira
 
Futsal - Magnýs Sverrir skorar beint úr aukaspyrnu

Íslandsmeistarar í Futsal krýndir á sunnudaginn - 3.1.2013

Um helgina verða krýndir Íslandsmeistarar karla og kvenna í Futsal en úrslitakeppnin verður leikin í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag. Undanúrslit fara fram á laugardaginn en úrslitaleikirnir á sunnudaginn.

Lesa meira
 
Katrin-Jonsdottir-jafnrettisvidurkenning

Tilnefningar óskast vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ 2012 - 3.1.2013

Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2012. Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi. Lesa meira
 
Heimildarmynd um Guðmund Steinarsson

GS #9 - Heimildarmynd um knattspyrnumanninn Guðmund Steinarsson - 3.1.2013

Kvikmyndagerðarmaðurinn, Garðar Örn Arnarson, kom í dag færandi hendi á skrifstofu KSÍ. Afhenti hann sambandinu nokkur eintök af mynd sinni GS #9 en það er heimildarmynd um knattspyrnuferil Guðmundar Steinarssonar.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ B próf fer fram 21. janúar - 3.1.2013

Mánudaginn 21. janúar stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar). Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Æfingar í Kórnum um helgina - 3.1.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 30 leikmenn til æfinga um komandi helgi og fara æfingarnar fram í Kórnum í Kópavogi. Æft verður á laugardag og sunnudag en framundan hjá liðinu er vináttulandsleikur gegn Wales ytra, 6. febrúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U17 og U19 karla - Fyrstu æfingar á nýju ári - 2.1.2013

Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, þjálfarar U17 og U19 karla, hafa valið hópa til úrtaksæfinga um komandi helgi og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöllinni. Þetta eru fyrstu úrtaksæfingar á nýju ári.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög