Fréttir

Gylfi Þór Sigurðsson útnefndur íþróttamaður ársins 2013 - 28.12.2013

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Tottenham, var rétt í þessu útnefndur íþróttamaður ársins 2013 af samtökum íþróttafréttamanna. Hann átti frábært ár með landsliðinu sem og félagsliði sínu á Englandi.

Lesa meira
 
Æfing A landsliðs kvenna í Serbíu

A kvenna - Vinnudagur föstudaginn 3. janúar - 20.12.2013

Freyr Alexandarsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur boðað 35 leikmenn á vinnudag A landsliðs kvenna en hópurinn mun hittast, föstudaginn 3. janúar. Hópurinn mun hittast í höfuðstöðvum KSÍ en ýmislegt er á dagskránni á þessum vinnudegi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Landsliðsæfingar á nýju ári - 128 leikmenn boðaðir á æfingar - 20.12.2013

Fyrstu helgina á nýju ári verða landsliðsæfingar hjá U17, U19 og U21 karla.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason, Kristinn R. Jónsson og Eyjólfur Sverrisson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar og eru 128 leikmenn boðaðir á þessar æfingar. Lesa meira
 
Jólakort 2013

Gleðileg jól - Hátíðarkveðja frá KSÍ - 20.12.2013

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu. Skrifstofa KSÍ lokar kl. 12:00, föstudaginn 20. desember og opnar aftur, fimmtudaginn 2. janúar kl. 08:00.

Lesa meira
 

Íslenskt landsliðsfólk heimsótti Barnaspítala Hringsins - 20.12.2013

Dóra María Lárusdóttir og Gunnleifur Gunnleifsson, landsliðsfólk, heimsóttu í gær barnaspítala Hringsins en þau komu í jólaskapi með gjafir handa þeim frábæru krökkum sem þar dvelja. Krakkarnir fengu fótboltabækur, veggspjöld og auðvitað fótbolta. Einnig fékk barnaspítalinn landsliðstreyju áritaða af karlalandsliðinu en treyjan var árituð fyrir umspilsleikina gegn Króatíu.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um eitt sæti - 19.12.2013

Íslenska karlalandsliðið fer upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland er í 49. sæti en litlar breytingar eru á efstu sætum listans þar sem Spánverjar tróna á toppnum sem fyrr. Lesa meira
 

A karla – Vináttulandsleikur gegn Svíum 21. janúar - 18.12.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik þann 21. janúar næstkomandi. Leikið verður í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, í höfuðborginni Abu Dhabi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjöldi þingfulltrúa á 68. ársþingi KSÍ - 16.12.2013

68. ársþing KSÍ verður haldið í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri 15. febrúar næstkomandi.  Að neðan er listi yfir fjölda þingfulltrúa. Sambandsaðilar eru beðnir um að fara yfir listann og gera athugasemdir ef þörf krefur. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 4. flokk karla - 16.12.2013

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 4. flokk karla sem getur hafið störf strax. Viðkomandi þarf vera með reynslu af þjálfun og viðeigandi menntun. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis, Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 571-5604.

Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Gylfi og Sara knattspyrnufólk ársins 2013 - 16.12.2013

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2013. Þetta er í tíunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2014 - 13.12.2013

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2014  hefur verið birt á vef KSÍ undir mót 2014.  Athugasemdum við niðurröðun leikja ber að skila í síðasta lagi sunnudaginn 29. desember.  Vinsamlegast komið þessum upplýsingum til hlutaðeigandi aðila innan ykkar félags, m.a. til vallarstjóra viðkomandi félaga.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA - Ísland niður um fjögur sæti - 13.12.2013

Íslenska kvennalandsliðið fellur um fjögur sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland er nú í 19. sæti listans en Bandaríkin eru sem fyrr í efsta sæti listans og Þjóðverjar koma þar næstir. Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2013

Íslensk knattspyrna 2013 komin út - 12.12.2013

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2013 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 33. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Í ár eru tímamót í útgáfu bókarinnar því hún er öll litprentuð í fyrsta skipti en áður hafa mest 37 prósent hennar verið í lit, 96 síður af 256, og fyrir vikið er uppsetning hennar og efnisröðun talsvert breytt að þessu sinni. Lesa meira
 

Ólafur Páll og Rúna Sif með flestar stoðsendingar í Pepsi-deildunum - 12.12.2013

Ólafur Páll Snorrason úr FH og Rúna Sif Stefánsdóttir úr Stjörnunni áttu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildum karla og kvenna á árinu 2013. Þetta kemur fram í bókinni Íslensk knattspyrna 2013 eftir Víði Sigurðsson sem var kynnt á fréttamannafundi í gær, þar sem þau fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína frá Bókaútgáfunni Tindi. Lesa meira
 
Nordic Football Coaches Conference

Glæsileg ráðstefna um unglingaþjálfun - Lækkað verð - 11.12.2013

KÞÍ í samvinnu við knattspyrnuþjálfarafélög á Norðurlöndum kynna glæsilega ráðstefnu um unglingaþjálfun.  Ráðstefnan er haldin í nýjum höfuðstöðvum enska knattspyrnusambandsins í St George´s Park.  Ráðstefnan er metin sem UEFA-B endurmenntun. Við getum nú boðið meðlimum okkar lækkað verð á ráðstefnuna. Verð 950 evrur í tvíbýli og 1200 evrur í einbýli á Hilton hótelinu sem er á svæðinu

Lesa meira
 
Arnar Bill Gunnarsson

Arnar Bill Gunnarsson ráðinn fræðslustjóri KSÍ - 10.12.2013

Arnar Bill Gunnarsson hefur verið ráðinn fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands og tekur við af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni þann 1. febrúar næstkomandi.  Arnar Bill hefur starfað síðustu ár hjá Breiðabliki, fyrst sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla svo sem yfirþjálfari yngri flokka en hefur síðasta ár verið aðalþjálfari 2. og 3. flokks karla.

Lesa meira
 
U18-karla-Svithjodarmot

U17 og U19 karla - Æfingar 14. og 15. desember - 9.12.2013

Framundan eru æfingar hjá U17 og U19 karla og fara þær fram í Kórnum og Egilshöllinni, helgina 14. og 15. desember næstkomandi.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar en tveir hópar verða við æfingar hjá U17 karla. Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Meistaradeild ungmenna - 9.12.2013

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Manchester United og Shaktar Donetsk í Meistaradeild ungmenna en leikið verður í Leigh, mánudaginn 9. desember.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Ásgeir Þór Ásgeirsson og Andri Vigfússon. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Landsliðshópur æfir laugardaginn 14. desember - 9.12.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hóp sem kemur saman og æfir, laugardaginn 14. desember, í Kórnum.  Alls eru 23 leikmenn boðaðir á þessa æfingu og eru þeir langflestir frá íslenskum félagsliðum. Lesa meira
 
Nystuka2007-0144

Fundað með leyfisfulltrúum félaga 2014 - 5.12.2013

Á vinnufundi með leyfisfulltrúum félaga, sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ, var farið yfir breytingar á leyfisreglugerðinni milli ára og ýmis hagnýt atriði, auk þess sem ítarlega var farið yfir nýjar fjárhagsreglur um hámarksskuldabyrði og eiginfjárstöðu félaga. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuþing 2014 - Boðun - 5.12.2013

68. ársþing KSÍ verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 15. febrúar næstkomandi Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 15. janúar næstkomandi. Lesa meira
 
Allir sem einn - Áfram sjálfboðaliðar!

Alþjóðadagur sjálfboðaliðans er 5. desember - 5.12.2013

Fimmtudaginn 5. desember 2013 er alþjóðadagur sjálfboðaliðans.  Af því tilefni kynnir ÍSÍ sjálfboðaliðavefinn Allir sem einn sem tekinn var í notkun á síðasta íþróttaþingi. Meðlimir knattspyrnufjölskyldunnar eru hvattir til að kynna sér vefinn og skrá sína sjálfboðaliðavinnu þar. Lesa meira
 
Aðildarfélag á vef KSÍ

Símanúmer og tölvupóstföng hjá aðildarfélögum KSÍ - 4.12.2013

Hér á vefnum er hægt að leita upplýsinga um öll aðildarfélög innan KSÍ.  Mikilvægt er að þessar upplýsingar séu sem nákvæmastar og er þeim tilmælum beint til forsvarsmanna félaganna að fara yfir upplýsingar tengdar sínu félagi og láta vita ef þær eru ekki réttar. Lesa meira
 
Magni_Mohr

Líkamsþjálfun knattspyrnumanna með Magna Mohr - 4.12.2013

Helgina 7.-8. desember mun Magni Mohr halda námskeið um líkamsþjálfun knattspyrnumanna. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík og í Hveragerði. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa.  Magni hefur tvisvar áður komið hingað til lands og haldið námskeið við mjög góðan orðstír. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Stjarnan fer í Kópavoginn í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna - 30.11.2013

Á formanna- og framkvæmdastjórafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag var dregið í töfluröð í Pepsi-deild kvenna og karla og 1. og 2. deild karla. Íslandsmeistarar Stjörnunnar fara í Kópavoginn og leika gegn Breiðablik í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna en í Pepsi-deild karla þá fá Íslandsmeistarar KR Valsmenn í heimsókn.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 50. sæti styrkleikalista FIFA - 28.11.2013

Íslenska karlalandsliðið fellur niður um fjögur sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Ísland er nú í 50. sæti listans en sem fyrr eru Spánverjar í efsta sæti listans og Þjóðverjar koma þar næstir.

Lesa meira
 
Frá U19 drættinum (uefa.com)

U19 karla mætir ríkjandi Evrópumeisturum - U17 karla mætir Portúgal - 28.11.2013

Dregið hefur verið í milliriðla EM U17 og U19 karla 2014, en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í dag, fimmtudag. U17 karla er í riðli með Portúgal og U19 karla er í riðli með Serbum, sem eru ríkjandi Evrópumeistarar í aldursflokknum.  

Lesa meira
 
Frá drættinum (uefa.com)

U17 í riðli með Ítalíu – U19 mætir Tyrklandi og Króatíu - 28.11.2013

Dregið hefur verið í undankeppni EM U17 og U19 karla 2015, en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í dag, fimmtudag. Ítalir verða á meðal andstæðinga U17 karla og mótherjar U19 karla verða Tyrkir, Króatar og Eistlendingar.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Almar Guðmundsson formaður ÍTF

Samstarf KSÍ og ÍTF formlega staðfest - 28.11.2013

Yfirlýsing um samstarf milli KSÍ og ÍTF var undirrituð í höfuðstöðvum KSÍ á miðvikudag.   Með þessu er samstarf KSÍ og ÍTF staðfest með formlegum hætti og gildir yfirlýsingin fyrir árin 2014 og 2015.  Markmiðið með yfirlýsingunni er að vinna að framgangi íslenskrar knattspyrnu og sér í lagi að efla efstu deild karla.

Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U17 og U19 karla - Dregið í milliriðla og undankeppni EM á fimmtudag - 27.11.2013

Á morgun, fimmtudaginn 28. nóvember, verður dregið í milliriðla EM 2014 hjá U17 og U19 karla og í undankeppni EM 2015 hjá sömu aldursflokkum.  Ísland verður í öllum pottum þegar dregið verður í höfuðstöðvum UEFA en hægt verður að fylgjast með á heimasíðu UEFA og hefst fyrsti drátturinn kl. 08:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
U17 kvenna í Moldavíu

Úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum kvenna 7. - 8. desember - 27.11.2013

Helgina 7. - 8. desember verða úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum kvenna og eru rúmlega 100 leikmenn boðaðir á þessar æfingar.  Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari U19 kvenna og Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna hafa valið eftirtalda leikmenn á þessar landsliðsæfingar.
Lesa meira
 

Hátt í 300 leikmenn undirgangast læknisskoðun á hverju ári - 27.11.2013

Hátt í 300 leikmenn hjá félögunum 12 í Pepsi-deild karla undirgangast læknisskoðun á ári hverju vegna þeirra krafna sem settar eru fram í leyfisreglugerð KSÍ. Félag sem sækir um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2014 leggur þannig fram staðfestingu á að læknisskoðun leikmanna hafi farið fram á árinu 2013.

Lesa meira
 
KÞÍ

Fundir á vegum KÞÍ í desember - 26.11.2013

Knattspyrnuþjálfarafélagið mun standa fyrir tveimur fundum í desember.  Tilgangurinn er að draga fram álit þjálfara og hagsmunaaðila í þessum flokkum, rýna til gagns og vonandi leggja fram tillögur til KSÍ í kjölfarið. Lesa meira
 
UEFA Women´s Football Development

Skýrsla UEFA um stöðu knattspyrnu kvenna í Evrópu - 26.11.2013

UEFA hefur gefið út umfangsmikla skýrslu um stöðu knattspyrnu kvenna í aðildarlöndum sínum.  Í skýrslunni er ítarleg greining á stöðunni og áhugaverður samanburður milli landa í Evrópu með fjölbreyttri tölfræði og eru helstu niðurstöður settar fram með myndrænum og skýrum hætti.  Lesa meira
 

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson þjálfa saman A landslið karla - 25.11.2013

Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari A landsliðs karla í október 2011 og var Heimir Hallgrímsson ráðinn aðstoðarþjálfari. Þeir Lars og Heimir hafa nú undirritað nýja samninga um áframhaldandi þjálfun liðsins. Samningurinn við Lars gildir næstu tvö árin, en samningur Heimis næstu fjögur ár. Heimir og Lars starfa báðir sem aðalþjálfarar liðsins næstu tvö árin og mun Heimir taka einn við liðinu sem aðalþjálfari næstu tvö árin þar á eftir.
Lesa meira
 
U17-karla-i-Russlandi-sigurlidid

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar 30. nóvember og 1. desember - 25.11.2013

Úrtaksæfingar fara fram um komandi helgi og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöll. Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar en tveir hópar verða við æfingar hjá U17 karla. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Króatíu - 25.11.2013

Kristinn Jakobsson dæmir leik HNK Rijeka frá Króatíu og Vitória frá Portúgal í Evrópudeild UEFA, fimmtudaginn 28. nóvember, en leikið verður í Króatíu. Aðstoðardómarar Kristins verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Sigurður Óli Þorleifsson. Aukaaðstoðardómarar verða þeir Þóroddur Hjaltalín og Þorvaldur Árnason.

Lesa meira
 
Futsal - Guðmundur Steinarsson skorar úr vítaspyrnu

Mikið um að vera hjá meistaraflokkum í Futsal um helgina - 22.11.2013

Það verður nóg um að vera hjá meistaraflokkum karla og kvenna í Futsal um helgina en þá fara fram fjölmargir leikir.  Keppnin hófst um síðustu helgi hjá körlunum og heldur keppnin áfram hjá þeim um helgina sem og hefst keppnin hjá konunum.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Fjármálaráðstefna ÍSÍ haldin þann 29. nóvember - 22.11.2013

Fjármálaráðstefna ÍSÍ verður haldin í Laugardalshöll föstudaginn 29. nóvember næstkomandi kl. 13:00-16:00.  Ráðstefnan mun að þessu sinni fjalla um rekstrarumhverfi íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar í heild sinni.

Lesa meira
 

Verkefni nemenda í fjölmiðlafræði úr Fjölbrautarskólanum í Ármúla - 22.11.2013

Á dögunum voru tveir nemendur úr fjölmiðlafræði 103 við Fjölbrautarskólann við Ármúla í heimsókn hjá okkur og fylgdust með fjölmiðlum á leik Íslands og Frakklands hjá U21 karla.  Þau gerðu svo verkefni um þessa reynslu sína og má sjá afraksturinn hér að neðan.

Lesa meira
 
Magni_Mohr

Líkamsþjálfun knattspyrnumanna - 21.11.2013

Helgina 7.-8. desember mun Magni Mohr halda námskeið um líkamsþjálfun knattspyrnumanna. Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu. Magni hefur tvisvar áður komið hingað til lands og haldið námskeið við mjög góðan orðstír. Magni er íþróttalífeðlisfræðingur með sérhæfingu í þjálfun knattspyrnumanna og er í fremstu röð í heiminum í sínu fagi.

Lesa meira
 

Þátttökuleyfi ekki útgefið - Hvað gerist? - 21.11.2013

Hvað gerist ef félag í Pepsi-deild eða 1. deild karla fær ekki útgefið þátttökuleyfi? Hvaða félög taka sæti þeirra sem ekki fá leyfi? Hér að neðan má sjá viðeigandi ákvæði í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Lesa meira
 
Haust í Laugardalnum

Félögum í öðrum deildum velkomið að undirgangast leyfiskerfið - 21.11.2013

Leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2014 hófst í liðinni viku.  Leyfiskerfið sem slíkt nær eingöngu til efstu tveggja deilda karla.  Engu að síður er þeim félögum sem leika í öðrum deildum velkomið að undirgangast leyfiskerfið, óski þau þess.  Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Stelpurnar leika í Króatíu - 21.11.2013

Stelpurnar í U19 drógust í riðil með Skotum, Rússum og Króötum þegar dregið var í milliriðla EM. Leikið verður í Króatíu dagana 5. - 10. apríl. Þá var einnig dregið í undankeppni fyrir EM 2015 og lenti Ísland þar í riðli með Spánverjum, Króötum og Litháum.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga hjá ÍSÍ - 20.11.2013

Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007, til úthlutunar til íþrótta- og ungmennafélaga í landinu vegna keppnisferða innanlands.  Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón á útreikningi og úthlutunum úr sjóðnum.  Umsóknarfrestur er til miðnættis 10. janúar næstkomandi. Lesa meira
 
A landslið karla

Draumurinn úti í bili - Króatía á HM - 19.11.2013

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut í kvöld gegn sterku liði Króata í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Brasilíu á næsta ári. Lokatölur í leiknum í Zagreb urðu 2 - 0 fyrir heimamenn sem leiddu einnig í leikhléi með einu marki. Króatar komust því á HM með því að hafa betur, samanlagt, í tveimur leikjum, 2 - 0. Lesa meira
 

Svona gerðust hlutirnir á Laugardalsvelli - 18.11.2013

Það fór ekki framhjá neinum að Laugardalsvöllur skartaði sínu fegursta á föstudaginn þegar Ísland lék við Króata í fyrri leik liðanna í umspli fyrir sæti á HM. Það var í mörg horn að líta til að allt gæti gengið upp en vallarstarfsfólk KSÍ ásamt mörgum öðrum lögðu nótt við dag til að hafa völlinn í sem bestu ásigkomulagi.

Lesa meira
 
Futsal - Magnýs Sverrir skorar beint úr aukaspyrnu

Drög að niðurröðun yngri flokka í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu - 18.11.2013

Drög að niðurröðun yngri flokka í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu er komin út á heimasíðu KSÍ. Mikilvægt er að umsjónaraðilar riðla fari vel yfir þær dagsetningar og tímasetningar sem gefnar eru út og komi með athugasemdir og breytingar ef við á.
Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokuð þriðjudag og miðvikudag - 18.11.2013

Skrifstofa KSÍ verður lokuð þriðjudaginn 19. nóvember og miðvikudaginn 20. nóvember. Skrifstofan opnar að nýju, fimmtudaginn 21. nóvember kl .08:00. Ef nauðsyn ber til er bent á GSM númer starfsmanna. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Dregið í milliriðla hjá U19 kvenna á miðvikudaginn - 18.11.2013

Dregið verður í milliriðla EM hjá U19 kvenna, miðvikudaginn 20. nóvember, og verður dregið í höfuðstöðvum UEFA. Sama dag verður dregið í undankeppni EM 2015 hjá sama aldursflokki en Ísland verður í pottinum í bæði skiptin. Lesa meira
 

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna - 18.11.2013

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga fari vandlega yfir stuðla leikmanna sinna. Í 18. grein ofangreindrar reglugerðar kemur fram hvernig stuðlarnir eru reiknaðir. 
Lesa meira
 

Æft var á keppnisvellinum í dag - 18.11.2013

Íslensku strákarnir æfðu í dag á Maksimir vellinum í Zagreb en þar leika Króatía og Ísland í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM á næsta ári. Leikurinn hefst kl. 19:15 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá RÚV. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Englandi - 18.11.2013

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Englands og San Marínó í undankeppni EM U21 karla en leikið verður í Shrewsbury, þriðjudaginn 19. nóvember. Gunnari til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson og fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 21. nóvember - 18.11.2013

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 21. nóvember næstkoandi klukkan 20:00.  Veittar viðurkenningar fyrir þjálfara ársins í efstu deild karla og kvenna Veittar viðurkenningar fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formanna- og framkvæmdastjórafundur í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli 30. nóvember - 17.11.2013

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 30. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl.12:00 - 15:00.  Kl. 14.00 verður dregið í töfluröð í Pepsi-deild, 1. og 2. deild karla og Pepsi-deild kvenna á sama stað.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Námskeið í markmannsþjálfun - Námskeiðinu frestað - 15.11.2013

KSÍ mun halda grunnnámskeið í markmannsþjálfun helgina 29. nóv.-1. des og fer það fram í höfuðstöðvum KSÍ og í Hamarshöllinni í Hveragerði. Námskeiðið er ætlað þeim markmannsþjálfurum sem eru að stíga sín fyrstu skref og eins þeim þjálfurum sem búa ekki svo vel að hafa markmannsþjálfara en vilja sinna sínum markmönnum á góðan hátt. Námskeiðinu hefur verið frestað og er fyrirhugað í janúar eða febrúar 2014.

Lesa meira
 
Tolfan

Magnaður stuðningur áhorfenda í kvöld - 15.11.2013

Stuðningur áhorfenda á Laugardalsvelli í kvöld var einfaldlega magnaður.  Frá því löngu fyrir leik voru áhorfendur byrjaðir að hvetja og það hélt áfram allan leikinn og rúmlega það.  Stórkostleg stemning sem lengi verður í minnum höfð. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Markalaust jafntefli gegn Króatíu - 15.11.2013

Jafntefli varð í fyrri umspilsleik Íslands og Króatíu um laust sæti á HM 2014 en leikið var á Laugardalsvelli.  Ekkert mark var skorað í leiknum en íslenska liðið lék manni færra síðustu 40 mínútur leiksins. Seinni leikur Króatíu og Íslands fer fram í Zagreb næstkomandi þriðjudag, þar verður allt undir en það er allt hægt.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-215

Leyfisferlið fyrir 2014 hafið - 15.11.2013

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ hefur þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild karla 2014 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst. Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu - 15.11.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Króötum í fyrri umspilsleik þjóðanna um laust sæti á HM 2014.  Leikurinn hefst kl. 19:00 á Laugardalsvelli og verður í beinni útsendingu hjá RÚV.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aukamiðar á Ísland – Króatía - 15.11.2013

Um 300 miðar á umspilsleik Ísland – Króatía fara í sölu kl. 14:00 í dag og fer salan fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.  Þessir miðar eru aðeins í K hólfi og eru komnir til vegna þess að stuðningsmenn Króata verða færri en reiknað var með og skiluðu þeir hluta af þeim miðum sem þeim var úthlutað.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Ísland - Króatía í kvöld kl. 19:00 - 15.11.2013

Fyrri umspilsleikur Íslands og Króatía um sæti í úrslitakeppni HM hefst kl. 19:00 í kvöld á Laugardalsvelli.  Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn til að forðast biðraðir en völlurinn opnar kl. 18:00. Spáin er prýðileg fyrir kvöldið en allir hvattir samt til þess að klæða sig vel og ekki skemmir fyrir að mæta í bláu. 

Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Mætum tímanlega á Ísland - Króatía - 14.11.2013

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn.  Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll.  Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leik Íslands og Króatíu sem hefst kl. 19:00, föstudaginn 15. nóvember.  Hlið Laugardalsvallar ljúkast upp kl. 18:00. Lesa meira
 
UNICEF

Styrkjum neyðaraðstoð UNICEF - 13.11.2013

Landslið karla í knattspyrnu beinir í aðdraganda stórleikjanna við Króatíu athyglinni að börnum sem eiga um sárt að binda.  Leikmenn hvetja landsmenn til að leggja neyðarstarfi UNICEF á Filippseyjum lið í kjölfar eins stærsta fellibyls sögunnar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar 23. og 24. nóvember - 13.11.2013

Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa hjá U17 og U19 kvenna sem æfa munu helgina 23. - 24. nóvember.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöll.
Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir leik Íslands og Króatíu komin út - 13.11.2013

Það styttist í stórleik Íslands og Króatíu og spennan farin að magnast. Til fræðslu og skemmtunar er komin út vegleg rafræn leikskrá á vegum KSÍ þar sem finna má viðtöl við landsliðsmenn og þjálfara en að auki er fjallað um önnur landslið Íslands og mikilvægar upplýsingar um leikinn og Laugardalsvöllinn.

Lesa meira
 
U17 karla í Rússlandi

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um helgina - 13.11.2013

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og fara æfingarnar fram í Kórnum og í Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar en tveir hópar munu æfa hjá U19 karla.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Tólfan - 12.11.2013

Tólfan er aðal stuðningssveit íslenska landsliðsins og hefur verið það um nokkurra ára skeið.  Framlag Tólfunnar til þess árangurs sem A landslið karla hefur náð í undankeppninni fyrir HM 2014 er af ýmsum toga og að mörgu leyti ómetanlegt. 

Lesa meira
 
Alberto Undiano Mallenco

Spænskir dómarar á Ísland - Króatía á föstudaginn - 12.11.2013

Það verða spænskir dómarar sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Króatíu, fyrri umspilsleik um laust sæti á HM í Brasilíu.  Dómarinn heitir Alberto Undiano og honum til aðstoðar verða þeir Raúl Cabanero og Roberto Diaz.  Fjórði dómari er svo Carlos Clos Gomez.

Lesa meira
 
Unified fótbolti á Special Olympics

Vel sóttir Íslandsleikar Special Olympics - 11.11.2013

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum, fóru fram í Reykjaneshöllinni, Reykjanesbæ 10. nóvember. Keppt var í knattspyrnu og frjálsum íþróttum.  Í fyrsta skipti á Íslandsleikum var keppt alfarið samkvæmt reglum "Unified" fótbolta þar sem lið eru skipuð fötluðum og ófötluðum leikmönnum. 
Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

18 erlendar sjónvarpsstöðvar sýna leik Íslands og Króatíu - 11.11.2013

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Íslendingar taka á móti Króötum í tveimur umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu og fer fyrri leikurinn fram á Laugardalsvelli á föstudaginn. Áhugi fyrir leiknum er gríðarlegur og nær hann langt út fyrir landsteinana því það munu allavega 18 erlendar sjónvarpsstöðvar sýna leikinn í beinni útsendingu á föstudagskvöldið.

Lesa meira
 
Special Olympics

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu á sunnudaginn - 8.11.2013

Íslandsleikar eru árlegt samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra, Special Olympics á Íslandi og Knattspyrnusambands Íslands.  Umsjónaraðili leikanna 2013 er íþróttafélagið Nes á Suðurnesjum.  Í fyrsta skipti á Íslandi verður keppt alfarið eftir reglum Special Olympics, Unified football sem byggir á keppni fatlaðra og ófatlaðra leikmanna. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Þátttökutilkynning fyrir Lengjubikarinn 2014 - 8.11.2013

Meðfylgjandi er þátttökutilkynning fyrir Lengjubikarinn 2014. Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 20. nóvember.  Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2013 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2014 hafa heimild til að senda lið til keppni.
Lesa meira
 

A karla - Hópurinn fyrir umspilsleikina gegn Króatíu - 7.11.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ um þá 24 leikmenn sem verða í hópnum fyrir umspilsleikina gegn Króatíu. Leikið verður hér á Laugardalsvelli, föstudaginn 15. nóvember og ytra þriðjudaginn 19. nóvember. Sú þjóð sem hefur betur úr þessum viðureignum samanlagt tryggir sér sæti í úrslitakeppni HM í Brasilíu 2014.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands - KSÍ

U16 karla - Úrtaksæfingar á Norðurlandi um helgina - 6.11.2013

Um komandi helgi mun Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, stjórna úrtaksæfingum fyrir leikmenn á Norðurlandi og fara æfingarnar fram í Boganum á Akureyri.  Alls eru 26 leikmenn, frá 8 félögum á Norðurlandi, boðaðir á þessar æfingar. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða 2013 - 5.11.2013

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2012/2013 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2013 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 47 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna fór fram laugardaginn 2. nóvember - 4.11.2013

Landsdómarar KSÍ hittust laugardaginn 2. nóvember, fóru yfir nýliðið keppnistímabil og hófu undirbúninginn fyrir það næsta.  Ýmsir fyrirlestrar voru haldnir sem og farið var yfir æfingar vetrarins hjá dómurum.  Skoðaðar voru innlendar og erlendar klippur og gengust dómarar undir próf úr því efni.

Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Basel - 4.11.2013

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Basel og Steua Bukarest í Meistaradeild ungmenna sem UEFA heldur samhliða Meistaradeild UEFA.  Þar mætast ungmennalið sömu félaga og mætast í Meistaradeildinni sjálfri.  Leikið verður í Basel, miðvikudaginn 6. nóvember.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar 9. og 10. nóvember - 4.11.2013

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara æfingarnar fram í Kórnum og í Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar.

Lesa meira
 
KSI_2011_Futsal-02-005

Futsal - Staðfest niðurröðun hjá meistaraflokki karla - 1.11.2013

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í meistaraflokki karla í futsal.  Niðurröðun leikja má sjá hér á vef KSÍ. Aðildarfélög eru vinsamlegast beðin um að taka öll eldri drög úr umferð til að forðast óþarfa misskilning. Lesa meira
 

Þrjú dýrmæt stig sótt til Belgrad - 31.10.2013

Íslenska kvennalandsliðið vann í dag dýrmætan sigur á Serbum í undankeppni HM en leikið var í Belgrad. Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Ísland eftir að staðan hafði verið 0 - 2 í leikhléi.  Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Lesa meira
 
Fylkir

Áfrýjunardómstóll úrskurðar í máli Fylkis gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ - 31.10.2013

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál knattspyrnudeildar Fylkis gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ, þar sem úrskurði nefndarinnar frá 24. september er áfrýjað, en þar samþykkti aga- og úrskurðarnefndin að sekta Fylki um 35.000 krónur vegna framkomu starfsmanna  félagsins í leik Fylkis og Víkings Ólafsvíkur, 22. september.
Áfrýjunardómstóllinn staðfesti fyrri úrskurð.
Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

Serbía-Ísland kl. 13:00 í dag - Byrjunarliðið tilbúið - 31.10.2013

A landslið kvenna mætir Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag, en leikið er á heimavelli FK Obilic í Belgrad.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með gangi mála á Facebook-síðu KSÍ, auk þess sem textalýsing verður á vef UEFA.  Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 

Danka og Vesna - "Okkar lið hefur mun meira sjálfstraust en áður - 30.10.2013

Tveir leikmenn úr serbneska landsliðshópnum eru kunnari íslenskum knattspyrnuáhugamönnum heldur en aðrir en þetta eru þær Danka Podovac og Vesna Smiljkovic.  Heimasíðan hitti leikmennina á hóteli liðanna í Belgrad og spurði þær fyrst hvort það væri öðruvísi fyrir þær að leika gegn Íslandi en öðrum þjóðum?:

Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir

A kvenna - Margrét Lára nýr fyrirliði - 30.10.2013

Margrét Lára Viðarsdóttir er nýr landsliðsfyrirliði en þetta tilkynnt landsliðsþjálfarinn, Freyr Alexandersson, á fundi með leikmönnum í gærkvöldi.  Margrét Lára tekur við fyrirliðabandinu af Katrínu Jónsdóttur sem lagt hefur landsliðskóna á hilluna.  Viðtal við nýjan fyrirliða má sjá með því að smella á tengilinn hér að neðan

Lesa meira
 

Miðasala á Króatía - Ísland í umspili fyrir HM 2014 - 30.10.2013

Króatía og Ísland mætast í umspili um sæti í lokakeppni HM 2014 í nóvember, eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um.  Seinni leikurinn fer fram á Maksimir-leikvanginum í Zagreb kl. 20:15 að staðartíma.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

61 stúlka á landshlutaæfingum á Norðurlandi - 30.10.2013

Um komandi helgi fara fram á Akureyri  landshlutaæfingar fyrir stúlkur fæddar 1998-2001. Alls hefur 61 leikmaður verið boðaður á æfingarnar, sem fram fara á KA-velli og í Boganum.  Um tvo hópa leikmanna er að ræða - Leikmenn fæddir 1998 og 1999 æfa saman annars vegar, og hins vegar leikmenn fæddir 2000 og 2001. Lesa meira
 
Fótbolti

90 leikmenn á úrtaksæfingum U17 og U19 karla um helgina - 30.10.2013

Alls hafa 90 leikmenn frá félögum víðs vegar um landið verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík.  Um tvo æfingahópa er að ræða hjá U17 karla - leikmenn fædda 1997 annars vegar og 1998 hins vegar. Lesa meira
 
Æfing A landsliðs kvenna í Serbíu

A kvenna - Tvær æfingar í dag - 29.10.2013

Tvær æfingar voru á dagskránni í dag hjá kvennalandsliðinu sem þessa dagana er statt í Belgrad í Serbíu.  Framundan er mikilvægur leikur í undankeppni HM en leikið verður við heimastúlkur á fimmtudaginn.  Leikuirnn hefst kl. 14:00 að staðartíma á fimmtudaginn eða kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Vegna miðasölu á Ísland-Króatía - 29.10.2013

Uppselt er á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli þann 15. nóvember nk.  Mikil óánægja hefur komið fram um hvernig staðið var að miðasölu á leikinn en hún hófst kl. 4 í nótt.  Var það gert í góðri trú um að með þeim hætti væri hægt að láta miðasölu ganga áfallalaust fyrir sig.   Lesa meira
 
Laugardalsvollur-ur-flodljosum

Uppselt á Ísland-Króatía - 29.10.2013

Uppselt er á viðureign Íslands og Króatíu í umspili um sæti í lokakeppni HM 2014, en liðin mætast á Laugardalsvelli föstudaginn 15. nóvember næstkomandi.  Miðasalan opnaði snemma morguns í dag, þriðjudag, og seldist upp á fáeinum klukkustundum.

Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn kominn til Belgrad - 28.10.2013

Íslenska kvennalandsliðið er komið til Belgrad en framundan er leikur í undankeppni HM á fimmtudaginn gegn Serbum. Leikurinn fer fram á FK Obilic Stadium og hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Serbar náðu góðum úrslitum í síðasta leik þegar liðið gerði jafntefli gegn Dönum, 1 - 1, og því ljóst að um hörkuleik verður að ræða á fimmtudaginn. Lesa meira
 
KSÍ-skírteini

Ísland - Króatía: Miðar fyrir handhafa A-skírteina - 28.10.2013

Handhafar A-skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Króatíu í umspili fyrir lokakeppni HM 2014 þriðjudaginn 29. október kl. 09:00 til kl. 16:00 eða eins og miðarnir endast.  Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á þennan leik og því er ekki hægt að verða við óskum um að kaupa aukamiða í þetta skiptið.  Lesa meira
 
Island-tolfan

Miðasala á Ísland-Króatía hefst á þriðjudag - 28.10.2013

Miðasala á leik Íslands og Króatíu í umspili um sæti í úrslitakeppni HM 2014 hefst á þriðjudag og fer sem fyrr fram á vefsíðunni midi.is.  Miðaverð verður óbreytt frá síðustu leikjum.  Ljóst er að eftirspurnin eftir miðum á þennan leik er gríðarleg og því er rétt að hafa hraðar hendur, þar sem mun færri komast að en vilja.  Lesa meira
 
Völsungur

Völsungur óskar eftir að ráða þjálfara - 24.10.2013

Knattspyrnudeild Völsungs á Húsavík óskar eftir að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk karla.

Lesa meira
 
Höttur

Höttur óskar eftir að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk karla - 23.10.2013

Knattspyrnudeild Hattar á Egilsstöðum óskar eftir að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk karla.  Höttur féll úr 2. deild í haust og spilar því í 3. deild á næsta ári.  Metnaður félagsins er að liðið fari strax upp aftur.
Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna um helgina - 23.10.2013

Úrtaksæfingar verða um helgina hjá U17 og U19 kvenna og hafa þjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson valið hópa fyrir þessar æfingar.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöll.

Lesa meira
 
Frá höfuðstöðvum FIFA

Miðasala á Ísland-Króatía hefst í fyrsta lagi um næstu helgi - 22.10.2013

Miðasala á leik Íslands og Króatíu hefst þegar leiktími hefur verið staðfestur, fjöldi miða til mótherja hefur verið staðfestur og ljóst er að miðasölukerfi geti tekið við miklu álagi.  Þetta þýðir að miðasalan hefst í fyrsta lagi um næstu helgi.

Lesa meira
 

Freyr Alexandersson: „Það er ekkert annað sem kemur til greina en 3 stig” - 22.10.2013

Íslenska kvennalandsliðið heldur til Serbíu í vikunni en það leikur við serbneska landsliðið á fimmtudaginn í komandi viku í riðlakeppni fyrir HM. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, segir ekkert annað en sigur í leiknum koma til greina í leiknum.

Lesa meira
 

A kvenna – Hópurinn sem mætir Serbíu 31. október - 22.10.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn sem mætir Serbum í undankeppni HM, fimmtudaginn 31. október næstkomandi.  Leikið verður ytra, á FK Obilic Stadium í Belgrad. 

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið helgina 25. - 27. október - 22.10.2013

Um næstu helgi, 25. - 27. október, verður KSÍ með 2. stigs þjálfaranámskeið.  Dagskrá helgarinnar er hér að neðan. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Námskeiðsgjald er kr. 17.500,-  Námskeiðið er opið öllum þjálfurum sem lokið hafa KSÍ I þjálfaranámskeiði. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Swansea - 22.10.2013

Kristinn Jakobsson mun á fimmtudaginn, dæma leik Swansea og Kuban Krasnodar frá Rússlandi í Evrópudeild UEFA, fimmtudaginn 24. október.  Aðstoðardómarar Kristins verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Aukaaðstoðardómarar verða þeir Þóroddur Hjaltalín og Gunnar Jarl Jónsson. 

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Sæti á Ólympíuleikum ungmenna tryggt - 21.10.2013

Strákarnir í U15 lögðu Moldóva í dag í úrslitaleik um sæti á Ólympíuleikum ungmenna en þeir fara fram í Nanjing í Kína á næsta ári.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland sem leiddu í leikhléi, 2 - 0.  Á laugardaginn lögðu Íslendingar Finna, 2 - 0.

Lesa meira
 

Aron Einar: „Ætlum okkur lengra” - 21.10.2013

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir leikmenn tilbúna að mæta hvaða liði sem er. Hann segir Króata vera eins erfiða og hvaða annað lið sem gat dregist á móti Íslandi en það séu mögulega eitthvað sem vinnur með okkur í leikjum gegn Króatíu.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Upplýsingar um miðasölu á Ísland - Króatía - 21.10.2013

Eins og gefur að skilja eru margir sem velta því fyrir sér hvenær miðasala hefjist á umspilsleik Íslands og Króatíu.  Ekki liggur ljóst fyrir hvenær miðasala hefst en nánari upplýsingar verða gefnar út hér á síðunni á morgun, þriðjudaginn 22. október.

Lesa meira
 

Lars Lagerbäck: „Vonandi getum við komið þeim á óvart" - 21.10.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, segist ánægður með að mæta Króatíu í umspili um laust sæti á HM. Landsliðsþjálfarinn segir að allir mótherjar í umspili hefðu verið erfiðir.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Króatar mótherjar í umspilinu - 21.10.2013

Rétt í þessu var dregið í umspili fyrir HM 2014 og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum FIFA.  Ísland mætir Króatíu og fer fyrri leikurinn fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 15. nóvember.  Seinni leikurinn fer svo fram ytra, þriðjudaginn 19. nóvember.  

Lesa meira
 
Byrjunarlið U15 karla gegn Finnum

U15 karla - Byrjunarliðið sem mætir Moldóvum - 21.10.2013

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Moldóva í dag.  Leikið er í Sviss og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Sigurvegarinn tekur þátt í Ólympíuleikum ungmenna, sem fram fara í Nanjing í Kína á næsta ári.

Lesa meira
 

Sigurður Ragnar ráðinn sem þjálfari ÍBV - 19.10.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson skrifaði undir samning við ÍBV í dag um að þjálfa karlalið félagsins næstu 3 ár. Sigurður Ragnar hefur gegnt starfi fræðslustjóra KSÍ undanfarin ár sem og gegndi hann stöðu landsliðsþjálfara kvenna. Hann mun láta af störfum hjá KSÍ á næstunni til að einbeita sér að störfum sínum sem þjálfari ÍBV.

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

Leikið um Ólympíusæti á mánudag - 19.10.2013

Ísland og Moldavía unnu fyrr í dag sigra á andstæðingum sínum í undanúrslitaleikjum undanriðils fyrir Ólympíuleika ungmenna. Þessi lið mætast í úrslitaleiknum á mánudag kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Sigurvegarinn tekur þátt í Ólympíuleikum ungmenna, sem fram fara í Nanjing í Kína á næsta ári.

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Finnar lagðir í Sviss - 19.10.2013

Strákarnir í U15 karla lögðu Finna að velli með tveimur mörkum gegn engu en leikið var í Sviss.  Þessi leikur var í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna en íslensku strákarnir mæta sigurvegaranum úr leik Armeníu og Moldóvu, sem fram fer síðar í dag, á mánudaginn. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Niðurröðun leikja í efstu deild karla - 19.10.2013

Á hverju ári fer fram umræða um niðurröðun leikja KSÍ. Þessi umræða er oft keimlík og tekur mið af þeim viðfangsefnum sem glímt er við hverju sinni. KSÍ þarf að vanda sína niðurröðun og taka tillit til fjölda sjónarmiða en umfram allt að bjóða upp á skipulag sem þjónar hagsmunum aðildarfélaga sinna. Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Byrjunarliðið gegn Finnum - 19.10.2013

Strákarnir í U15 leika í dag kl. 10:00 að íslenskum tíma við jafnaldra sína frá Finnlandi en leikið er í Sviss.  Þessi leikur er í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna en sigurvegari leiksins leikur við annað hvort Moldóva eða Armena á mánudaginn um sæti á þessum Ólympíuleikum sem fara fram í Nanjing í Kína á næsta ári. Lesa meira
 

Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins - 18.10.2013

Ásmundur Haraldsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins og mun þar aðstoða Frey Alexandersson í komandi verkefnum.  Ásmundur er 38 ára og hefur verið yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar síðan 2010 en þjálfaði m.a. áður meistaraflokk karla hjá Gróttu ásamt því að vera yfirþjálfari yngri flokka félagsins.

Lesa meira
 

Nokkrar þjóðir sem komust ekki í umspil - Stærð þjóða - 18.10.2013

Það er gaman að skoða hversu magnaður árangur íslenska A-landsliðsins er þegar horft er á stærðir þjóðanna sem komust ekki áfram.

Lesa meira
 

Við blásum til sóknar! - Facebook leikur með glæsilegum verðlaunum - 17.10.2013

Okkur langar að að fá fleiri skemmtilega vini á Facebook og ætlum því að setja af stað Facebook-leik þar sem verðlaunin eru ekki af verri endanum. Við viljum ná 10.000 vinum fyrir umspilsleikina sem eru í nóvember og viljum við fá hjálp ykkar.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í 46. sæti á FIFA-listanum - 17.10.2013

Ísland er í 46. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið og fer upp um 8 sæti milli mánaða. Hæst hefur íslenska liðið ná í 37. sæti, en það var í september 1994 og í sama mánuði ári síðar.  Lægsta staða Íslands á listanum var 131. sæti í apríl 2012, þannig að á einu og hálfu ári hefur klifið verið ansi hratt. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Dregið í umspilinu í hádeginu - Bein útsending - 17.10.2013

Mánudaginn 21. október verður dregið um það í höfuðstöðvum FIFA hvaða þjóðir mætast í umspilsleikjum fyrir HM 2014. Þjóðunum átta verður skipt í efri og neðri styrkleikaflokk og verður farið eftir nýútgefnum styrkleikalista FIFA. Leikdagarnir eru 15. og 19. nóvember, en ekki liggur fyrir á hvorum deginum Ísland á heimaleik.

Lesa meira
 
Futsal - Magnýs Sverrir skorar beint úr aukaspyrnu

Drög að niðurröðun í Futsal 2014 - 16.10.2013

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að niðurröðun í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu hjá meistaraflokki karla og er hægt að finna þau hér á síðunni. Þá hefur verið ákveðið að framlengja umsóknarfrest hjá yngri flokkum og meistaraflokki kvenna til 27. október.

Lesa meira
 
Stöndum saman gegn einelti

Fyrirlestur um eineltismál - 16.10.2013

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands, Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands munu þriðjudaginn 22. október standa að fyrirlestri varðandi eineltismál. Vanda Sigurgeirsdóttir mun þar halda fyrirlestur og markmið fyrirlestursins er að gefa þjálfurum og starfsmönnum íþróttafélaga þekkingu og verkfæri til að geta tekið á einelti. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Sæti í milliriðlum tryggt - 15.10.2013

Strákarnir í U19 tryggðu sér í dag sæti í milliriðlum EM en þeir lögðu Norðu Íra í lokaleik undanriðilsins en leikið var í Belgíu. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og á sama tíma gerðu Belgar og Frakkar jafntefli, 2 - 2. Belgar og Íslendingar fara því áfram úr riðlinum. Lesa meira
 
Island-tolfan

Ísland í umspilsleiki fyrir HM - Meiriháttar stuðningur á vellinum! - 15.10.2013

Ísland tryggði sér í kvöld umspilsleiki um sæti á HM en strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli við Noreg og Sviss vann á sama tíma Slóveníu á heimavelli. Það þýðir bara eitt, Ísland er komið í umspilsleiki þar sem líklegt er að liðið mæti Portúgal, Grikklandi, Úkraínu eða Króatíu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sektir vegna leikja 2013 - 15.10.2013

Mótanefnd KSÍ hefur tekið saman sektir vegna leikja á keppnistímabilinu 2013 samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Þessar sektir eru tilkomnar vegna þess ef lið hafa hætt þátttöku, ef lið hafa ekki mætt til leiks og vegna vanrækslu á skilum á leikskýrslum. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Norður Írlandi - 15.10.2013

Strákarnir í U19 leika í dag síðasta leik sinn í undankeppni EM en leikið er í Belgíu. Mótherjarnir í dag eru Norður Írar.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið en vegna meiðslastöðu verður tilkynnt um markvörð síðar.

Lesa meira
 
Island

A kvenna - Æfingar um komandi helgi - 15.10.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið 18 leikmenn til æfinga um komandi helgi en æfingarnar eru hluti af undirbúningi fyrir leik gegn Serbíu, 31. október næstkomandi. Freyr velur 18 leikmenn á þessar æfingar sem fara fram í Kórnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingaáætlun yngri landsliða 2013 - 2014 - 14.10.2013

Æfingaáætlun yngri landsliða veturinn 2013-2014 liggur nú fyrir og má sjá hana í skjali hér að neðan. Félög skulu heimila leikmönnum sínum þátttöku í æfingum og æfingaleikjum á þessum dögum og eru því minnt á að taka mið af þessum dagsetningum við skipulagningu æfinga og leikja hjá sér.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Naumt tap gegn Frökkum - 14.10.2013

Strákarnir í U21 töpuðu gegn Frökkum í kvöld í undankeppni EM en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur, í miklum markaleik, urðu 3 - 4 fyrir Frakka eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Mjög fjörugur leikur sem boðið var upp á í Laugardalnum í kvöld og hafði íslenska liðið algjörlega í fullu tréi við franska liðið. Lesa meira
 
Bjarmi Kristinsson

Bjarmi vann flug fyrir 2 með Icelandair - 14.10.2013

Bjarmi Kristinsson, ungur Valsari, var aldeilis heppinn á leik Íslands og Kýpur en hann tók þátt í leiknum "Skot í slána" en hann gerði sér lítið fyrir og hitti beint í slána og fyrir það skellir hann sér með einhverjum til útlanda. Lesa meira
 
Ullevall

Ósóttir miðar á Noreg - Ísland - 14.10.2013

Ennþá eru til miðar fyrir íslenska áhorfendur á leik Noregs og Íslands í undankeppni HM sem fram fer á Ullevaal í Osló, þriðjudaginn 15. október.  Ósótta miða er hægt að nálgast á Horgans Bar & Restaurant frá kl. 15:00 á leikdag en þar ætla stuðningsmenn Íslands að hittast fyrir leik og stilla saman strengi.

Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

Ísland - Frakkland - A passar gilda við innganginn - 14.10.2013

Handhafar A passa frá KSÍ geta sýnt skírteini sitt við innganginn á leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM U21 karla sem fram fer á Laugardalsvelli, mánudaginn 14. október kl. 18:30.  Ekki þarf því að sækja miða á skrifstofu KSÍ.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Frakkland - 14.10.2013

KSÍ hefur ákveðið að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að leiknum  Ísland – Frakkland í undankeppni EM U21 karla sem fram fer á Laugardalsvelli mánudaginn 14. október kl. 18:30.

Lesa meira
 
U21-karla

U21 karla - Ísland mætir Frökkum í kvöld - 14.10.2013

Íslendingar mæta Frökkum í kvöld, mánudaginn 14. október, í undankeppni EM og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli kl. 18:30.  Hér er um sannkallaðan stórleik að ræða en þarna eigast við tvö lið sem hafa fullt hús stiga til þessa í undankeppninni.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Belgum - 12.10.2013

Strákarnir í U19 biðu lægri hlut gegn Belgum í dag í undankeppni EM.  Leikið er einmitt í Belgíu og höfðu heimamenn betur, 2 - 0, eftir að hafa leitt með einu marki í leikhléi.  Belgar hafa þar með tryggt sér sæti í milliriðlum en hinar þrjár þjóðirnar berjast um annað sætið í riðlinum. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Belgum - 12.10.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Belgum í dag í undankeppni EM en leikið er í Belgíu.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og er minnt á textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Keflavík

Keflavík sektað vegna framkomu stuðningsmanna - 11.10.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 8. október 2013 var samþykkt að sekta Keflavík  um 30.000 krónur vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik Keflavíkur og ÍBV  í Pepsi-deild  karla 22. september síðastliðinn.

Lesa meira
 
Island---Albania-2

Kýpverjar lagðir í Laugardalnum - 11.10.2013

Íslendingar lögðu Kýpverja í kvöld í undankeppni EM fyrir framan troðfullan Laugardalsvöll. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland og komu bæði mörkin í síðari hálfleik.  Ísland mætir Noregi í lokaleiknum í Osló og Slóvenía sækir Sviss heim. Það er ljóst að með sigri er Ísland öruggt með annað sætið. Lesa meira
 
Tolfan

Magnaður stuðningur! - 11.10.2013

Stuðningur áhorfenda á Laugardalsvelli í kvöld var einfaldlega magnaður og óhætt að segja að framlag þeirra hafi átt stóran þátt í góðum sigri. Frá því að mætt var á völlinn létu áhorfendur svo sannarlega vel í sér heyra og hélt sá stuðningur áfram langt fram yfir leikslok. Lesa meira
 
Kypur-heima

Byrjunarliðið gegn Kýpur - 11.10.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kýpur í undankeppni HM á Laugardalsvelli kl. 18:45. Sama byrjunarlið byrjar leikinn og í síðasta leik gegn Albaníu. Uppselt er á leikinn en minnt er á að leikurinn er í beinni útsendingu hjá RÚV. Lesa meira
 
FH

FH leitar eftir metnaðarfullum þjálfara fyrir 2. flokk kvenna - 11.10.2013

Kvennaráð FH auglýsir stöðu þjálfara 2. flokk kvenna. lausa til umsóknar. Viðkomandi þarf að hafa lokið UEFA B gráðu og KSÍ V að auki, með reynslu af þjálfun og metnað til að vinna að frekari uppgangi í kvennaknattspyrnunni hjá FH. 2.fl. kvk. FH var Íslandsmeistari árið 2012 og lenti í öðru sæti í ár. Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir á Möltu - 11.10.2013

Þóroddur Hjaltalín dæmir leik Möltu og Grikklands í undankeppni EM hjá U21 karla en leikið verður þriðjudaginn 15. október. Þóroddi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Gylfi Már Sigurðsson og fjórði dómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Lesa meira
 
Vefskrá

Vefskrá fyrir leikinn við Kýpur - 10.10.2013

KSÍ hefur gefið út sérstaka vefskrá fyrir leikinn við Kýpur í undankeppni HM 2014, en liðin mætast á Laugardalsvelli á föstudag eins og kunnugt er. Í vefskránni er fjallað um leikinn, liðið og möguleika þess í riðlinum, auk þess sem fjallað er um einstaka leikmenn og verkefni annarra landsliða.

Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Mætum tímanlega á Ísland - Kýpur - 10.10.2013

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn.  Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Frábær endurkoma hjá strákunum - 10.10.2013

Strákarnir í U19 náðu í frábært stig í fyrsta leik þeirra í undankeppni EM en leikstaðurinn er Belgía.  Frakkar voru mótherjar dagsins og lauk leiknum með jafntefli, 2 - 2, eftir að Frakkar höfðu leitt með tveimur mörkum í leikhléi.  Leikið verður við Belga á laugardaginn. Lesa meira
 
Guðmundur Ársæll Guðmundsson

Guðmundur Ársæll dæmir í Wales - 10.10.2013

Guðmundur Ársæll Guðmundsson mun á laugardaginn dæma leik Rhyl og New Saints í velsku úrvalsdeildinni.  Þetta er verkefni er hluti af samstarfi knattspyrnusambanda Íslands og Wales en í sumar dæmdi Kris Hames frá Wales, leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild karla. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Leikið gegn Frökkum í dag - 10.10.2013

Strákarnir í U19 hefja í dag leik í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Belgíu.  Mótherjar dagsins eru Frakkar og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslendinga.  Minnt er á textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Stöndum saman gegn einelti

EKKI MEIR - Fimm fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála - 10.10.2013

Æskulýðsvettvangurinn (ÆV),  samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, stendur fyrir í október fimm fræðsluerindum um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála.  Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur bókarinnar "EKKI MEIR". Lesa meira
 
Átak gegn hatursorðræðu - Ekkert hatur!

Ekkert hatur - orðum fylgir ábyrgð - 10.10.2013

Föstudaginn 11. október næstkomandi verður farið af stað með verkefni gegn hatursorðræðu á Íslandi. Verkefninu, sem meðal annars er beint gegn hatursáróðri og kynþáttafordómum verður ýtt úr vör á landsleik Íslands gegn Kýpur á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
István Vad

Ungverskir dómarar á leik Íslands og Kýpur - 9.10.2013

Það verða ungverskir dómarar sem munu dæma leik Íslands og Kýpur í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, föstudaginn 11. október kl. 18:45. Það verður István Vad sem dæmir leikinn en honum til aðstoðar verða þeir István Norbert Albert og Zsolt Attila Szpisják. Fjórði dómari verður Tamás Bognár.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur fjórði dómari á leik Litháens og Lettlands - 9.10.2013

Þóroddur Hjaltalín verður fjórði dómari á leik Litháens og Lettlands í undankeppni HM sem fram fer í Vilníus, 11. október. Þóroddur starfar þar með færeyskum dómurum en það er Petur Reinert sem dæmir leikinn og honum til aðstoðar verða þeir Regin Egholm og Jan A Líðarenda. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Þór/KA mætir Zorky í dag - 9.10.2013

Stelpurnar í Þór/KA mæta rússneska liðinu Zorky í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Leikið verður á Þórsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00. Seinni leikurinn fer svo fram ytra eftir rétta viku. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópur valinn til úrtaksæfinga um helgina - 8.10.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga sem fara fram um komandi helgi.  Valdir eru 36 leikmenn á þessar æfingar sem fara munu fram í Kórnum. Lesa meira
 
Aron Sigurðarson

U21 karla - Aron Sigurðarson inn í hópinn - 8.10.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið Aron Sigurðarson úr Fjölni í hópinn sem mætir Frökkum í undankeppni EM.  Aron kemur í stað Arnórs Ingva Traustasonar sem varð að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla. Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Hópurinn valinn sem leikur í Sviss - 8.10.2013

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið hópinn sem leikur í Sviss í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna.  Fjórar þjóðir leika um eitt laust sæti á þessum Ólympíuleikum sem fara fram í Nanjing á næsta ári.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Undirbúningshópur valinn hjá A kvenna - 7.10.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið undirbúningshóp sem æfa mun saman á næstu dögum. Þetta er liður í undirbúningi fyrir landsleik Serbíu og Íslands sem fram fer ytra, 31. október næstkomandi. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið í október - 7.10.2013

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, eitt helgina 18.-20. október og tvö helgina 25.-27. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Gunnar Jarl og Birkir að störfum í Rússlandi - 7.10.2013

Gunnar Jarl Jónsson og Birkir Sigurðarson verða að störfum í Rússlandi næstu daga en þar fer fram undankeppni EM U19 karla. Leikið verður í Kazan en auk heimamanna leika þarna Úkraína, Malta og Eistland. Leikið verður dagana 10. - 15. október. Lesa meira
 
U17-kvenna-lidid-gegn-Spani

U17 kvenna - Tap í síðasta leiknum í milliriðlinum - 5.10.2013

Stelpurnar í U17 luku keppni í milliriðlum EM í dag þegar þær léku gegn Spánverjum en riðillinn var leikinn í Rúmeníu. Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Spánverja sem tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppni EM.

Lesa meira
 
Kypur-heima

Byrjunarlið Íslands gegn Kýpur - 4.10.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kýpur í undankeppni HM á Laugardalsvelli kl. 18:45. Sama byrjunarlið byrjar leikinn og í síðasta leik gegn Albaníu. Uppselt er á leikinn en minnt er á að leikurinn er í beinni útsendingu hjá RÚV. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Spánverjum - 4.10.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið byrjunarliðið sem mætir Spánverjum í lokaleik liðsins í milliriðli EM sem leikinn er í Rúmeníu.  Leikurinn hefst kl. 08:00 að íslenskum tíma á morgun, laugardag, en íslensku stelpurnar eru með þrjú stig eftir 2 leiki.

Lesa meira
 
Island---Albania-2

A karla - Hópurinn sem mætir Kýpur og Noregi - 4.10.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægur gegn Kýpur og Noregi.  Leikið verður gegn Kýpur hér á Laugardalsvelli, föstudaginn 11. október, en leikurinn við Noreg verður á Ulleval í Osló, þriðjudaginn 15. október.

Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

U21 karla - Hópurinn sem mætir Frökkum á Laugardalsvelli - 4.10.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Frökkum í undankeppni EM en leikið verður á Laugardalsvelli, mánudaginn 14. október kl. 18:30.  Þarna er um sannkallaðan stórleik að ræða þar sem báðar þessar þjóðir eru með fullt hús stiga í riðlinum. 

Lesa meira
 
Frakkland_logo

U21 karla - Franski hópurinn sem mætir til Íslands - 4.10.2013

Frakkar hafa tilkynnt U21 landsliðshópinn sem mætir Íslendingum í undankeppni EM en leikið verður á Laugardalsvelli, mánudaginn 14. október kl. 18:30.  Miðasala á leikinn er hafin og fer hún fram í gegnum miðasölukerfi hjá http://www.midi.is/. Lesa meira
 
Noregur_logo

A karla - Norski hópurinn sem mætir Íslendingum - 4.10.2013

Norðmenn hafa tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Slóveníu og Íslendingum í undankeppni HM á næstu dögum.  Þetta er fyrsti landsliðshópurinn sem nýr landsliðsþjálfari, Per Mathias Hogmo, velur en Norðmenn mæta Slóvenum á útivelli 11. október og svo Íslendingum í Osló, 15. október. Lesa meira
 
Bestu leikmenn í Pepsi-deildunum 2013

Harpa og Björn Daníel valin best í Pepsi-deildunum - 3.10.2013

Afhending verðlauna fyrir nýliðið keppnistímabil 2013 fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í kvöld. Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna og Björn Daníel Sverrisson úr FH var valinn bestur í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Árbæjarskóli 10. bekkur stúlkna

Úrslitin í Grunnskólamóti KRR og Stöðvar 2 Sports - 3.10.2013

Grunnskólamót KRR fór fram á dögunum en þar keppa 7. og 10. bekkir grunnskóla Reykjavíkur í knattspyrnu.  Mótið fór fram í Egilshöll að venju og var Árbæjarskóli sigursæll, sigraði í 10. bekk drengja og stúlkna og varð í öðru sæti hjá 7. bekk stúlkna.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Þorvaldur og Gylfi að störfum í Serbíu - 3.10.2013

Þorvaldur Árnason og Gylfi Már Sigurðsson eru að störfum þessa dagana í Serbíu þar sem þeir dæma í undankeppni EM hjá U17 karla.  Leikið er í höfuðborginni Belgrad en ásamt heimamönnum leika þarna Grikkland, Eistland og Andorra. Lesa meira
 
U21-karla

U21 karla - Miðasala hafin á Ísland - Frakkland - 3.10.2013

Strákarnir í U21 taka á móti Frökkum í undankeppni EM á Laugardalsvelli, mánudaginn 14. október kl. 18:30.  Þarna er um sannkallaðan stórleik að ræða þar sem báðar þessar þjóðir eru með fullt hús stiga í riðlinum, Íslendingar eftir fjóra leiki en Frakkar eftir tvo leiki.  Miðasala á leikinn er hafin og fer hún fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu

U17 kvenna - Naumt tap gegn Írum - Umfjöllun - 2.10.2013

Stelpurnar í U17 töpuðu gegn Írum í dag í milliriðli EM en leikið er í Rúmeníu. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Íra sem leiddu, 1 - 0 í leikhléi.  Ísland leikur lokaleik sinn í riðlinum á laugardaginn þegar leikið verður við Spánverja

Lesa meira
 
FH

FH sektað vegna ummæla formanns og varaformanns - 2.10.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 1. október 2013 var samþykkt að sekta knattspyrnudeild FH um 40.000 krónur vegna ummæla formanns og varaformanns FH eftir leik FH og Vals í Pepsi-deild karla þann 16. september síðastliðinn.

Lesa meira
 
Leiknir Reykjavík

Leiknir sektað vegna ummæla framkvæmdastjóra - 2.10.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 1. október 2013 var samþykkt að sekta knattspyrnudeild Leiknis um 30.000 krónur vegna ummæla framkvæmdastjóra Leiknis á twitter síðu sinni.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 11. - 13. október - Námskeiðinu frestað - 2.10.2013

Helgina 11.-13. október mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í skriflega KSÍ B prófinu. Námskeiðinu hefur verið frestað þangað til síðar.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Írum - 2.10.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Írum í milliriðli EM í dag. Leikið er í Rúmeníu og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Þetta er annar leikur Íslands í riðlinum en sigur vannst á heimastúlkum, 2 - 1, í fyrsta leik. Minnt er á textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Árleg skýrsla UEFA um stöðu félaga í Evrópu - 2.10.2013

UEFA hefur gefið út árlega skýrslu sína um stöðu knattspyrnufélaga í Evrópu (UEFA Benchmarking Report), sem byggir á leyfisgögnum félaga úr allri álfunni, þeirra félaga sem leika í Evrópumótum félagsliða. Skýrslan er að venju afar ítarleg og er ýmislegt áhugavert þar að finna um ýmsa þætti í evrópskri knattspyrnu, jafnt knattspyrnulega, sem fjárhagslega.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið í október - 2.10.2013

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 4.-6. október og eitt helgina 18.-20. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 4.-6. október og 35 laus pláss helgina 18.-20. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar hjá U15 karla um komandi helgi - 1.10.2013

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi. Æfingar þessar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni Ólympíuleika ungmenna. Æft verður í og við Kórinn og eru 27 leikmenn boðaðir á þessar æfingar. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn valinn sem leikur í Belgíu - 1.10.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM en riðill Íslands er leikinn í Belgíu. Ásamt heimamönnum leika í riðlinum Frakkar og Norður Írar. Fyrsti leikur liðsins er gegn Frökkum, fimmtudaginn 10. október.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

1.057 áhorfendur mættu að meðaltali á leikina í Pepsi-deild karla - 1.10.2013

Alls mættu 139.576 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi-deild karla á nýliðnu keppnistímabili sem gerir 1.057 áhorfendur að meðaltali á hvern leik. Þetta eru fleiri en mættu á leiki árið 2012 en þá voru 1.034 áhorfendur að meðaltali á leikjum Pepsi-deildar.

Lesa meira
 
JGK_2129

Íslandsmót í knattspyrnu innanhúss 2014 - Futsal - 1.10.2013

Meðfylgjandi er þátttökutilkynning fyrir Íslandsmótin innanhúss 2014. Frestur til að tilkynna þátttöku er til föstudagsins 11. október.  Mótafyrirkomulag er er sama hætti í meistaraflokki en nokkrar breytingar eru hjá yngri flokkunum.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Rúmeníu í undankeppni EM 30. september 2013

U17 kvenna - Sætur sigur á Rúmenum - 30.9.2013

Stelpurnar í U17 lögðu heimastúlkur í Rúmeníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Íslands eftir að staðan var markalaus í leikhléi.  Írar eru næstu mótherjar Íslendinga í riðlinum en liðin mætast á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
Hannes Þór Halldórsson

Markmannsskóli drengja 2013 á Akranesi - 30.9.2013

Hér að neðan eru upplýsingar um Markmannsskóla drengja sem heldinn verður á Akranesi 4. - 6. október. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið Þjóðbraut 13 Akranesi.  Vinsamlega gangið frá greiðslumáta við Pálma Jónsson S:510-2906 eða palmi@ksi.is

Lesa meira
 
Fótbolti

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2013 - 30.9.2013

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2013 fer fram í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 3. október næstkomandi.  Forráðamönnum félaga í Pepsi-deildum karla og kvenna 2013 er boðið að vera viðstaddir viðburðinn. Fulltrúar fjölmiðla eru jafnframt boðnir sérstaklega velkomnir.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Rúmenum - 30.9.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunaliðið sem mætir Rúmenum í undankeppni EM í dag.  Leikið er í Rúmeníu og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma en hægt er að fylgjast með textalýsingu af honum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
KR Íslandsmeistari 2013

Íslandsmeistarar KR fengu titilinn afhentan í 26. skiptið - 28.9.2013

Íslandsmeistarar voru krýndir á KR vellinum í dag en þá fengu KR afhentan titilinn við mikinn fögnuð en þeir höfðu tryggt sér sigur í deildinni fyrir leikinn gegn Fram í dag.  Ekkert félag á Norðurlöndunum hefur unnið deildina oftar en KR vann titilinn nú í 26. skiptið.

Lesa meira
 
KV

KV sektað vegna framkomu stuðningsmanna - 27.9.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 24. september 2013 var samþykkt að sekta KV um 25.000 krónur vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik KV og Gróttu í 2.. deild karla 21. september síðastliðinn. Stuðningsmenn KV kveiktu á blysum eftir að leik lauk.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir sektað vegna framkomu starfsmanna - 27.9.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 24. september 2013 var samþykkt að sekta Fylki um 35.000 krónur vegna framkomu starfsmanna félagsins í leik Fylkis og Víkings Ólafsvíkur, 22. september síðastliðinn.

Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölnir sektað vegna framkomu stuðningsmanna - 27.9.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 24. september 2013 var samþykkt að sekta Fjölni um 35.000 krónur vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik Leiknis og Fjölnis í 1. deild karla 21. september síðastliðinn. Kveikt var í blysi á áhorfendastæðum eftir að leik lauk.

Lesa meira
 
Merki Hauka

Frá Áfrýjunardómstóli KSÍ - Úrskurður aganefndar staðfestur - 27.9.2013

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð Aga-og úrskurðanefndar varðandi leikbann leikmanns 2. flokks karla hjá Haukum. Haukar skutu málinu til Áfrýjunardómstóls KSÍ en hinn áfrýjaði úrskurður aganefndar var kveðinn upp 17. september síðastliðinn þar sem Björgvin Stefánsson var dæmdur í 5. leikja bann.

Lesa meira
 
JGK_3549

Diljá Rut vann flugmiða fyrir 2 með Icelandair - 27.9.2013

Diljá Rut Gísladóttir, 10 ára knattspyrnusnillingur, var aldeilis heppin í gær en hún tók þátt í "skot í slánna" leikinn sem er í hálfleik á landsleikjum. Diljá gerði sér lítið fyrir og skaut í slánna og í markið og fyrir það fékk hún gjafabréf fyrir 2 til Evrópu með Icelandair.

Lesa meira
 
WHD_KEY001(no-slogan)-(2)

Fetaðu veginn að heilbrigðu hjarta - 27.9.2013

Alþjóðlegi hjartadagurinn er um næstu helgi, en þessi dagur var fyrst haldinn hátíðlegur árið 2000, og er slagorð hans „Fetaðu veginn að heilbrigðu harta“. Markmiðið var og er enn að upplýsa fólk um þá staðreynd að hjartasjúkdómar og heilablóðföll eru helsta dánarorsök alls mannkyns og draga til dauða allt að 17,3 milljónir manns ár hvert í heiminum.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Tveggja marka sigur Sviss - 26.9.2013

Íslenska kvennalandsliðið hóf leik í kvöld í undankeppni HM með því að etja kappi við Sviss á Laugardalsvelli. Lokatölur urðu 0 - 2 fyrir gestina sem leiddu með einu marki í leikhléi.  Næsti leikur Íslands er gegn Serbíu á útivelli, 31. október næstkomandi. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Byrjunarlið Íslands gegn Sviss - 26.9.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Sviss á Laugardalsvelli kl. 18:30 í undankeppni HM. Katrín Jónsdóttir, fyrirliði, leikur í kvöld sinn 133. og síðasta landsleik. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri en 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna. Lesa meira
 
U17-karla-i-Russlandi-sigurlidid

U17 karla - Glæsilegur sigur á Rússum - 26.9.2013

Strákarnir í U17 unnu glæsilegan sigur á Rússum í undankeppni EM í dag en þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum sem var leikinn í Rússlandi. Íslendingar höfðu sigur, 2 - 1, í hörkuleik og tryggðu sér með efsta sætið í riðlinum og sæti í milliriðlum.

Lesa meira
 
Blys

Notkun blysa á íþróttaviðburðum er með öllu bönnuð - 26.9.2013

Að gefnu tilefni vill Knattspyrnusamband Íslands ítreka að öll notkun blysa er stranglega bönnuð á leikvöngum á Íslandi. Blysin brenna við gríðarlegan hita og tilgangslaust er að reyna að slökkva í þeim með vatni og geta þau skapað mikla hættu ef ekki er rétt farið með þau. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Franskur sigur í síðasta leiknum - 26.9.2013

Frakkar lögðu Íslendinga í lokaleik undankeppni EM en riðillinn var leikinn í Búlgaríu. Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Frakka og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Fyrir leikinn höfðu báðar þjóðirnar tryggt sér sæti í milliriðlum. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 26.9.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frökkum í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu. Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum en gestgjafarnir voru lagðir í fyrsta leiknum, 5 – 0 og sama markatala var upp á teningnum þegar Slóvakar voru lagðir.

Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Rússum - 26.9.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Rússum í undankeppni EM í dag. Leikið er í Rússlandi og hefst leikurinn í dag kl. 12:30 að íslenskum tíma. Þetta er lokaleikur liðsins í undankeppninni en jafntefli varð gegn Aserum í fyrsta leik, 3 – 3 og sigur vannst á Slóvakíu, 4 – 2. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Ísland - Sviss í kvöld - Allir á völlinn - 26.9.2013

Íslenska kvennalandsliðið hefur undankeppni HM í kvöld þegar það mætir Sviss á Laugardalsvelli kl. 18:30. Þetta er fyrsti leikurinn undir stjórn Freys Alexanderssonar, nýs landsliðsþjálfara, og jafnframt kveðjuleikur Katrínar Jónsdóttur. Miðasala á leikinn er í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Miðasala verður á Laugardalsvelli frá kl. 16:00 í dag.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Vegna leiks ÍA og KR í Pepsi-deild karla í dag - 25.9.2013

Í dag fer fram leikur ÍA og KR í Pepsi-deild karla kl. 16:30 á Akranesi. Í ljósi mikillar úrkomu á Akranesi eru vallarskilyrði slæm eins og staðan er núna og meta heimamenn Norðurálsvöll óleikhæfan. Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Dortmund - 25.9.2013

Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Dortmund og Marseille í Meistaradeild ungmenna sem UEFA heldur samhliða Meistaradeild UEFA. Þar mætast ungmennalið sömu félaga og mætast í Meistaradeildinni sjálfri. Leikið verður í Dortmund, þriðjudaginn 1. október.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Æfingar fara fram um helgina - 24.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp til æfinga um helgina en æfingarnar verða þrjá talsins.  Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM en riðill Íslands verður leikinn í Belgíu í október.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U15 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 24.9.2013

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar um komandi helgi hjá U15 karla og hefur Freyr Sverrisson valið 26 leikmenn á þessar æfingar.  Þessar æfingar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni Ólympíuleika ungmenna.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Sviss - 24.9.2013

KSÍ hefur ákveðið að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að leiknum  Ísland – Sviss í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli fimmtudaginn 26. september næstkomandi kl. 18:30.

Lesa meira
 
KSÍ-skírteini

Ísland - Sviss á fimmtudag - A passar gilda við innganginn - 24.9.2013

Handhafar A passa frá KSÍ geta sýnt skírteini sitt við innganginn á leik Íslands og Sviss í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. september kl. 18:30.  Ekki þarf því að sækja miða á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir komandi tímabil - 24.9.2013

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 6. og  5.flokk.   Viðkomandi þarf að vera með reynslu af þjálfun og viðeigandi menntun. Einnig þarf viðkomandi vera laus kl. 15:00 á daginn. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 571-5604.

Lesa meira
 
Island

Frítt inn fyrir 16 ára og yngri á Ísland - Sviss - 24.9.2013

KSÍ vill vekja athygli aðildarfélaga á því að frítt er inn fyrir 16 ára og yngri á landsleik Íslands og Sviss í undankeppni HM kvenna sem fram fer fimmtudaginn 26. september kl. 18:30 á Laugardalsvelli.  Félögin eru hvött til þess að koma þessu á framfæri við iðkendur sína.

Lesa meira
 
Runa-Kristin

Rúna Kristín að störfum í Ungverjalandi - 23.9.2013

Rúna Kristín Stefánsdóttir er að störfum þessa dagana í Ungverjalandi þar sem hún er aðstoðardómari í undankeppni U19 kvenna. Rúna starfar með dómurum frá Írland og Póllandi en í riðlinum leika, auk heimastúlkna, Svartfjallaland, Belgía og Tyrkland. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn sem fer til Rúmeníu - Uppfært - 23.9.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem fer til Rúmeníu og leikur í milliriðlum EM, dagana 30. september til 5. október.  Mótherjar Íslendingar eru, auk heimastúlkna, Írland og Spánn.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Annar stórsigur hjá stelpurnum - 23.9.2013

Stelpurnar í U19 unnu annan stórsigur í dag í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu.  Mótherjarnir í dag voru frá Slóvakíu og unnu okkar stelpur öruggan sigur, 5 - 0.  Með þessum sigri er íslenska liðið öruggt með sæti í milliriðlum. Lesa meira
 
Bibiana-Steinhaus

Bibiana Steinhaus dæmir leik Íslands og Sviss - 23.9.2013

Þýski dómarinn Bibiana Steinhaus verður við stjórnvölinn á leik Íslands og Sviss í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. september kl. 18:30.  Bibiana er einn þekktasti dómari Þýskalands og dæmdi m.a. úrslitaleik HM kvenna 2011. Lesa meira
 
Merki Sviss

A kvenna - Sterkt svissneskt lið - 23.9.2013

Það er ljóst að svissneska liðið, sem mætir Íslendingum í undankeppni HM á Laugardalsvelli á fimmtudaginn, er virkilega sterkt.  Liðið lék gegn Serbum á heimavelli um helgina og unnu stórsigur, 9 - 0.

Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U17 karla - Frábær sigur á Slóvökum - 23.9.2013

Strákarnir í U17 unnu frábæran sigur á jafnöldum sínum frá Slóvakíu í dag í undankeppni EM en leikið var í Volograd í Rússlandi.  Lokatölur urðu 2 - 4 fyrir Ísland eftir að Slóvakar höfðu leitt í leikhléi, 2 - 1.  Lokaleikur Íslands í riðlinum fer svo fram fimmtudaginn 26. september þegar leikið verður gegn gestgjöfum Rússa.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Slóvakíu - 23.9.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvakíu í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu.  Þetta er annar leikur Íslands í riðlinum en gestgjafarnir voru lagðir í fyrsta leiknum, 5 - 0.  Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma og er minnt á textalýsingu á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið sem mætir Slóvakíu - 23.9.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvökum í undankeppni EM í dag.  Leikið er í Rússlandi og hefst leikurinn í dag kl. 09:00 að íslenskum tíma eða kl. 13:00 að staðartíma. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Lokaumferð Pepsi-deildar karla færð fram á laugardag - 23.9.2013

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að færa lokaumferð Pepsi-deildar karla á upphaflegan leiktíma, þ.e. til laugardagsins 28. september. Eftirfarandi breytingar hafa því verið gerðar á leikjum Pepsi-deildar karla: Lesa meira
 
KR fagna sigri í Pepsi-deild karla 2013

KR Íslandsmeistari 2013 - 22.9.2013

KR tryggði sér í dag sigur í Pepsi-deild karla með því að leggja Valsmenn að velli á Vodafonevellinum. KR hefur því 49 stig og fimm stiga forystu á FH, sem er í öðru sæti, en Hafnfirðingar eiga einungis einn leik eftir.  KR hefur oftast allra félaga orðið Íslandsmeistari í karlaflokki en þeir hafa unnið þennan titil í 26 skipti. Lesa meira
 
Nemendur í fjölmiðlafræði við FÁ

Fjölmiðlafræðinemendur í heimsókn - 22.9.2013

Í liðinni viku heimsóttu nemendur úr FÁ höfuðstöðvar KSÍ og hlýddu á fyrirlestur um samskipti og þjónustu við fjölmiðla í tengslum við landsleiki, með áherslu á leiki á Laugardalsvelli.  Um var að ræða hóp 15 nemenda í fjölmiðlafræði
Lesa meira
 
U18-karla-Svithjodarmot

U19 karla - Sigur á Svíum í síðasta leik Svíþjóðarmótsins - 21.9.2013

Strákarnir í U19 unnu góðan sigur á Svíum í lokaleik liðsins á Svíþjóðarmótinu.  Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Ísland sem leiddu í leikhléi, 1 - 0.  Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti á þessu móti en Norðmenn höfðu sigur. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Öruggur sigur á gestgjöfunum - 21.9.2013

Stelpurnar byrjuðu undankeppni EM á besta mögulegan máta þegar þær lögðu Búlgari í fyrsta leik sínum í dag en leikið var við gestgjafana.  Lokatölur urðu 5 - 0 fyrir okkar stelpur sem leiddu í leikhléi 2 - 0. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Jafntefli gegn Aserum í hörkuleik - 21.9.2013

Strákarnir í U17 hófu leik í dag í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn í Rússlandi.  Mótherjar dagsins voru Aserar og eftir hörkuleik lauk leiknum með jafntefli, 3 - 3.  Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Slóvakíu og fer fram mánudaginn 23. september og hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
image

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Svíum - 21.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í lokaleik liðsins í Svíþjóðarmótinu.  Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma en Ísland gerði jafntefli í fyrsta leik sínum gegn Slóvakíu en beið svo lægri hlut gegn Norðmönnum.

Lesa meira
 
photo

U17 karla - Leikið við Asera í fyrsta leik í undankeppni EM - 21.9.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Aserum í undankeppni EM í dag.  Leikið er í Rússlandi og hefst leikurinn í dag kl. 09:00 að íslenskum tíma eða kl. 13:00 að staðartíma:

Lesa meira
 
Merki KF

Fjallabyggð auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla - 20.9.2013

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla. Lárus Orri Sigurðsson hefur ákveðið að hætta með KF eftir tímabilið en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú ár

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Viðburðarík knattspyrnuhelgi - 20.9.2013

Það er viðburðarík helgi framundan í knattspyrnunni en þá ráðast m.a. úrslitin í toppbaráttu 1. og 2. deildar karla og heil umferð er í Pepsi-deild karla. Þá eru þrjú af okkar landsliðum í eldlínunni, U17 og U19 karla og U19 kvenna, en öll leika þau ytra um helgina. Lesa meira
 
Hilmar Þór Guðmundsson

Hilmar Þór hefur störf hjá KSÍ - 20.9.2013

Hilmar Þór Guðmundsson hefur verið ráðinn á skrifstofu KSÍ. Hilmar mun sinna kynningar- og markaðsmálum, en þar hefur hann mikla reynslu eftir áralangt starf á þessum vettvangi. Hlutverk Hilmars verður m.a. að styðja við markaðsstarf aðildarfélaga KSÍ og efla frekar tengsl og samstarf við samstarfsaðila KSÍ. Lesa meira
 
image

U19 karla - Tap gegn Noregi á Svíþjóðarmótinu - 19.9.2013

Strákarnir í U19 töpuðu gegn Norðmönnum á Svíþjóðarmótinu í dag en þetta var annar leikur liðsins á mótinu. Norðmenn höfðu betur, 1 - 2, eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi, 1 - 0.  Lokaleikur Íslands er svo gegn heimamönnum í Svíþjóð á laugardaginn en Svíar leika gegn Slóvakíu í kvöld

Lesa meira
 
Friður í einn dag - Peace one day

Peace One Day í 15. sinn - 19.9.2013

Þann 21. september næstkomandi verður alþjóðlegur dagur friðar haldinn í 15. sinn – Peace One Day . Markmið verkefnisins er að hvetja stríðandi fylkingar um heim allan til að leggja niður vopn í einn dag, þennan mánaðardag ár hvert.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Noregi - 19.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Noregi í dag á Svíþjóðarmótinu. Þetta er annar leikur liðsins en jafntefli varð í fyrsta leiknum gegn Slóvakíu, 1 - 1. Á sama tíma lögðu Norðmenn gestgjafa Svía, 3 - 1. Lesa meira
 
Island

Ísland mætir Sviss í undankeppni HM - Miðasala hafin - 18.9.2013

Miðasala er hafin á leik Íslands og Sviss í undankeppni HM kvenna 2015 en leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. september kl. 18:30. Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari undankeppni og einnig fyrst leikurinn undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Freys Alexanderssonar. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamót KRR og Stöðvar 2 Sport - 18.9.2013

Grunnskólamót KRR og Stöðvar 2 Sport hefst í Egilshöll, mánudaginn 23. september en þarna leika 7. og 10 bekki grunnskóla Reykjavíkur. Leikið er í riðlakeppni en úrslit fara svo fram á sama stað, laugardaginn 28. september og verða þá Grunnskólameistarar 2013 krýndir.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Kýpur : Miðar fyrir handhafa A-skírteina - 18.9.2013

Handhafar A-skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Kýpur  í undankeppni HM miðvikudaginn 18. september kl. 09:00 til kl. 16:00 eða eins og miðarnir endast.  Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á þennan leik og því er ekki hægt að verða við óskum um að kaupa aukamiða í þetta skiptið. 

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Jafntefli gegn Slóvakíu í fyrsta leik á Svíþjóðarmótinu - 17.9.2013

Strákarnir í U19 gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum á Svíþjóðarmótinu en um er að ræða æfingamót fjögurra þjóða. Leikið var gegn Slóvakíu í dag og lauk leiknum með jafntefli, 1 - 1.  Næsti leikur liðsins á mótinu er gegn Noregi og fer hann fram á fimmtudaginn. Lesa meira
 
Rúnar Arnarson

Futsal 2014 - 17.9.2013

Nú í lok ágúst tók Víkingur Ólafsvík þátt í Evrópukeppni félagsliða í Futsal (innanhúsfótbolta) en þeir tryggðu sér þar þátttökurétt sem ríkjandi Íslandsmeistarar.  Stórhuga, eins og Ólafsvíkingum sæmir, þá sóttu þeir um að halda riðil á heimavelli sem þeir og fengu. 

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Slóvakíu - 17.9.2013

Strákarnir í U19 hefja í dag leik á Svíþjóðarmótinu en fyrsti leikur liðsins hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og er gegn Slóvakíu. Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Hópurinn sem mætir Sviss - 17.9.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Sviss í undankeppni HM 2015. Leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. september kl. 18:30. Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari undankeppni sem og fyrsti leikurinn undir stjórn Freys sem landsliðsþjálfara.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 16.9.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi en æfingarnar fara fram í Kórnum í Kópavogi. Þessar æfingar eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir milliriðla EM sem fram fer í Rúmeníu um næstu mánaðarmót. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Markmannsskóli stúlkna á Akranesi 2013 - 16.9.2013

Markmannsskóli stúlkna fer fram á Akranesi, dagana 20. - 22. september og má sjá upplýsingar hér að neðan um þáttakendur og dagskrá. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið, Þjóðbraut 13 Akranesi.

Lesa meira
 
Hvöt

Hvöt óskar eftir þjálfurum yngri flokka - 16.9.2013

Knattspyrnudeild Hvatar á Blönduósi óska eftir því að ráða þjálfara fyrir alla yngri flokka félagsins. Viðkomandi þarf að vera með reynslu í þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu auk reynslu og þekkingu af starfi íþróttafélaga. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Róm - 16.9.2013

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni, fimmtudaginn 19. september næstkomandi, þegar hann dæmir leik Lazio og Legia Varsjá í Evrópudeild UEFA. Aðstoðardómarar Kristins í leiknum verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og fjórði dómari verður Sigurður Óli Þorleifsson.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Færeyingum 11. apríl 2013

U17 karla - Hópurinn sem fer til Rússlands - 16.9.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem heldur til Rússlands og leikur þar í undankeppni EM, dagana 21. - 26. september. Auka heimamanna leika í riðlinum Slóvakía og Aserbaídsjan og er leikið gegn síðastnefnda liðinu, laugardaginn 21. september.

Lesa meira
 
Stjarnan-Islandsmeistari-kvk-2013---0141

Stjarnan fékk titilinn afhentan á heimavelli - 16.9.2013

Stjörnustúlkur fengu í gær afhent sigurlaunin í Pepsi-deild kvenna en þær eru verðugir handhafar Íslandsmeistaratitilsins. Stjarnan lauk keppni með fullt hús stiga, unnu alla sína leiki með markatölunni 69 - 6.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Uppselt á leik Íslands og Kýpur - 16.9.2013

Uppselt er á leik Íslands og Kýpur í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli, föstudaginn 11. október kl. 18:45. Gríðarlegur áhugi er fyrir leiknum og seldust síðustu miðarnir nú um helgina en opnað var fyrir miðasölu síðastliðinn fimmtudag.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokaumferð 3. deildar karla um helgina - 13.9.2013

Lokaumferð 3. deildar karla fer fram laugardaginn 14. september og er baráttan hörð um efsta sætið.  Fjarðabyggð og Huginn hafa fyrir nokkru tryggt sér sæti í 2. deildinni að ári en berjast hatrammri baráttu um efsta sætið.  Félögin eru jöfn að stigum fyrir síðustu umferðina en markatala Fjarðabyggð er hagstæðari.

Lesa meira
 
Sauðárkróksvöllur

Úrslitaleikur 4. deildar karla á Sauðárkróksvelli kl. 13:00 - 13.9.2013

Á laugardaginn, 14. september, verður leikið til úrslita í 4. deild karla en þar mætast Berserkir og Einherji á Sauðárkróksvelli kl. 13:00.  Sama dag verður leikið um 3. sætið en þar mætast Elliði og KFG á Fylkisvelli og hefst sá leikur kl. 14:00.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Umsóknir um þjálfarastyrki ÍSÍ - 13.9.2013

Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ.  Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. 

Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

Miðasala á Noregur - Ísland  - Frestur framlengdur til 11. október - 13.9.2013

Ísland mætir Noregi í undankeppni HM 2014, þriðjudaginn 15. október næstkomandi.  Leikið verður á Ullevaal vellinum í Noregi og hefst leikurinn kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 18:00 íslenskum tíma.  Ákveðið hefur verið að framlengja frest til miðakaupa á þennan leik og er hann til föstudagsins 11. október.

Lesa meira
 
KV

Knattspyrnudeild KV sektuð vegna ummæla leikmanns - 12.9.2013

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir erindi frá framkvæmdastjóra KSÍ vegna ummæla Jóns Kára Eldon leikmanns KV, sem hann  viðhafði í kjölfar leiks Njarðvíkur og KV í 2. deild karla, þriðjudaginn 13. ágúst 2013, með skrifum á Twitter síðu sína. 

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 54. sæti - 12.9.2013

Karlalandsliðið fer upp um 16 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag. Íslenska liðið er nú í 54. sæti listans en Spánverjar tróna á toppi listans sem fyrr en Argentína fer upp í annað sætið á kostnað Þjóðverja. Lesa meira
 
Island---Albania-2

Miðasala hafin á Ísland - Kýpur - 12.9.2013

Framundan er æðisgengin barátta um annað sæti í riðli Íslands í undankeppni HM, sæti sem getur komið Íslandi í umspil fyrir HM í Brasilíu 2014.  Næstu mótherjar Íslands eru Kýpur en þeir koma á Laugardalsvöll, föstudaginn 11. október kl. 18:45.  Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í riðlakeppninni en liðið er sem stendur í öðru sæti riðilsins.  Miðasala á leikinn er nú hafin í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Úrtaksæfingar um helgina í Kórnum - 11.9.2013

Úrtakshópur hefur verið valinn yfir æfingar hjá U15 karla og fara æfingarnar fram um komandi helgi í Kórnum. Þessar æfingar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni Ólympíuleika ungmenna en þar munu fjórar þjóðir, Ísland, Finnland, Armenía og Moldóva, keppa um eitt sæti. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Kýpur - Miðasala hefst á morgun - 11.9.2013

Mikill áhugi er fyrir leik Íslands og Kýpur í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, föstudaginn 11. október kl. 18:45. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í riðlakeppninni og hefst miðasala á leikinn á morgun, fimmtudaginn 12. september í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Þrjú stig og stemning í Laugardalnum - 10.9.2013

Sigursöngvar ómuðu í Laugardalnum í kvöld þegar 9.768 áhorfendur fögnuðu dýrmætum sigri Íslands á Albaníu í kvöld. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir okkar menn en staðan var jöfn í leikhléi, 1 - 1.  Íslenska liðið er nú í öðru sæti riðilsins með 13 stig en Sviss, sem lagði Noreg í kvöld, er í efsta sætinu með 18 stig.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Góður sigur gegn Kasakstan - 10.9.2013

Strákarnir í U21 lögðu Kasakstan í dag þegar þjóðirnar mættust í undankeppni EM á Kópavogsvelli. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Íslenska liðið er í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Hópurinn sem leikur í Búlgaríu - 10.9.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM. Riðill Íslands verður leikinn í Búlgaríu og fer fram dagana 21. - 26. september en mótherjar Íslendinga eru, auk heimastúlkna, Slóvakía og Frakkland.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn sem fer á Svíþjóðarmótið - 10.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem leikur á Svíþjóðarmótinu sem fram fer dagana 17. - 21. september. Mótherjar Íslendinga á þessu móti verða, auk heimamanna, Noregur og Slóvakía.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Vatnaliljanna gegn Ými - 10.9.2013

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Vatnaliljanna gegn Ými vegna leik félaganna í 4. deild karla C riðli sem fram fór 24. ágúst síðastliðinn. Kært var á grundvelli þess að um ólöglega skipað lið væri um að ræða. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Kasakstan - 10.9.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kasakstan í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 16:00. Teflt er fram sama byrjunarliði og í sigurleiknum gegn Hvít Rússum. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 10.9.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi. Þessar æfingar eru hluti af undirbúningi fyrir keppni milliriðlum EM en íslenska liðið mun leika í Rúmeníu um mánaðarmótin.

Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Mætum tímanlega á leikinn - 10.9.2013

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leik Íslands og Albaníu sem hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 
Tolfan

Uppselt á Ísland - Albanía - 10.9.2013

Framundan eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir hjá landsliðum Íslands en bæði A landslið karla og U21 karla verða í eldlínunni. Strákarnir í U21 leika gegn Kasakstan á Kópavogsvelli kl. 16:00 í undankeppni EM. Á Laugardalsvelli verður svo karlalandsliðið í flóðljósunum þegar þeir taka á mót Albaníu í undankeppni HM kl. 19:00. Uppselt er á þann leik. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram á sunnudegi - 9.9.2013

Vegna breytinga sem gerðar voru á nokkrum leikjum í Pepsi- deild karla frá 15. september og yfir á 16. september, hefur mótanefnd KSÍ ákveðið að færa lokaumferð Pepsi-deildar kvenna frá mánudeginum 16. september og fram til sunnudagsins 15. september kl. 13.00.

Lesa meira
 
Fylkir

1. deild kvenna - Fylkir stóð uppi sem siguvegari - 9.9.2013

Fylkisstúlkur stóðu uppi sem sigurvegarar í úrslitaleik 1. deildar kvenna þegar þær lögðu ÍA í úrslitaleik, 2 - 1, á Fylkisvelli. Staðan í leikhléi var 1 - 0 fyrir Fylki. Bæði félögin höfðu tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili og mega því vel við una. Lesa meira
 
Haukur Páll Sigurðsson

A karla - Haukur Páll í hópinn - 9.9.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur bætt Hauki Páli Sigurðssyni inn í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Albaníu. Leikurinn fer fram á morgun, þriðjudaginn 10. september kl. 19:00, á Laugardalsvelli og er í undankeppni HM.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Ísland mætir Kasakstan á Kópavogsvelli - 9.9.2013

Strákarnir í U21 verða líka í eldlínunni á morgun, þriðjudaginn 10. september, þegar þeir mæta Kasakstan í undankeppni EM á Kópavogsvelli kl. 16:00. Íslenska liðið hefur byrjað riðilinn frábærlega unnið alla þrjá leiki sína til þessa.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Ísland - Albanía - Miðarnir fara hratt út - 9.9.2013

Miðarnir fara hratt út núna á leik Íslands og Albaníu, í undankeppni HM, sem fram fer þriðjudaginn 10. september. Rúmlega 8.000 miðar eru þegar seldir og, ef fer sem horfir, verður uppselt á leikinn.

Lesa meira
 
Andy Marriner

Enskir dómarar á Ísland - Albanía - 9.9.2013

Enski dómarinn Andy Marriner mun dæma leik Íslands og Albaníu í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 10. september kl. 19:00. Honum til aðstoðar verða þeir Peter Kirkup og Darren England. Varadómari verður svo Lee Probert. Lesa meira
 
Jóhann Berg Guðmundsson

Ótrúleg endurkoma í Bern - 6.9.2013

Íslendingar gerðu magnað jafntefli við Sviss í undankeppni HM í kvöld en leikið var í Bern.  Lokatölur hreint ötrúlegar, 4 - 4 og leiddu heimamenn í leikhléi, 3 - 1.  Heimamenn komust í 4 - 1 á 55. mínútu en síðustu þrjú mörk voru Íslendinga. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrjú mörk í leiknum hvert öðru glæsilegra.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Byrjunarlið Íslands birtist klukkustund fyrir leik - 6.9.2013

Byrjunarlið Íslands í leiknum á móti Sviss birtist sjálfkrafa á viðkomandi mótasíðu á vef KSÍ einni klukkustund áður en leikurinn hefst. Leikskýrslan er skráð í mótakerfi KSÍ, sem stýrir birtingunni eins og í öðrum leikjum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

1. deild kvenna - Leikið til úrslita á Fylkisvelli á laugardag - 6.9.2013

Fylkir og ÍA mætast í úrslitaleik 1. deildar kvenna, laugardaginn 7. september kl. 14:00. Leikið verður á Fylkisvelli en bæði félögin hafa þegar tryggt sér sæti í Pepsi-deild kvenna að ári. Nú verður barist um sigurlaunin í 1. deild kvenna og má búast við hörkuleik á Fylkisvelli. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Norræn dómaraskipti - Íslenskir dómarar í Noregi og Svíþjóð - 6.9.2013

Íslenskir dómarar verða við störf í Noregi og Svíþjóð á næstu dögum en þetta er hluti af norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda Norðurlandanna.  Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæma leik Strömmen og Ullensaker/Kisa í norsku 1. deildinni og Valdimar Pálsson dæmir leik GAIS og Värnamo í sænsku "Superettan" deildinni. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Aþenu - 6.9.2013

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Grikkja og Letta í undankeppni HM en leikið verður í Aþenu þriðjudaginn 10. september. Leikurinn er í G riðli þar sem Grikkir eru í öðru sæti riðilsins sem stendur en Lettar í því fimmta. Lesa meira
 
KÞÍ

Þjálfaraferð til Mílanó með norska Knattspyrnuþjálfarafélaginu - 6.9.2013

KÞÍ býður félagsmönnum sínum í samvinnu við norska Knattspyrnuþjálfarafélagið í námsferð til AC Milan á Ítalíu. Ferðin verður frá 1. - 4. nóvember og eru einungis örfá sæti í boði fyrir félagsmenn KÞÍ. Lesa meira
 
DAN_2835

Ísland - Albanía : Miðar fyrir handhafa A-skírteina - 6.9.2013

Handhafar A-skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Albaníu í undankeppni HM mánudaginn 9. september kl. 10:00 til kl. 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Öruggur sigur á Skotum - 5.9.2013

Strákarnir í U19 unnu jafnaldra sína frá Skotlandi örugglega í vináttulandsleik í dag en leikið var í Stirling. Lokatölur urðu 0 - 3 og hafði íslenska liðið tveggja marka forystu í leikhléi.  Þetta var annar vináttulandsleikur þjóðanna á þremur dögum, fyrri leiknum lauk með 1 - 1 jafntefli. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Þór/KA mætir Zorky frá Rússlandi - 5.9.2013

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA. Íslandsmeistarar síðasta árs, Þór/KA, voru í pottinum og mæta Zorky frá Rússlandi og leika fyrri leikinn á heimavelli
Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Skotum - 5.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Skotum í vináttulandsleik í Stirling í dag. Leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma en þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna á þremur dögum en fyrri leiknum lauk með 1 - 1 jafntefli.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Dregið í 32 liða úrslitum í dag - 5.9.2013

Í dag verður dregið í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA. Íslandsmeistarar síðasta árs, Þór/KA, verða í pottinum en félögunum er skipt í 2 styrkleikaflokka og eru Akureyringar í neðri flokknum. Lesa meira
 
U19---Byrjunarlid-gegn-Donum-19.-feb

Mikið um að vera hjá landsliðunum okkar í september - 4.9.2013

Það verður mikið um að vera hjá landsliðum Íslands í knattspyrnu í september mánuði en þá eru 16 landsleikir á dagskránni.  Strákarnir í U19 riðu á vaðið í gær þegar þeir léku vináttulandsleik gegn Skotum en öll okkar landslið munu leika í september.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Undanúrslit 4. deildar karla hefjast á laugardag - 4.9.2013

Í gærkvöldi varð ljóst hvaða félög komust í undanúrslit 4. deildar karla en síðari leikirnir í 8 liða úrslitum fóru þá fram.  Undanúrslitin hefjast á laugardaginn þegar fyrri leikirnir fara fram en síðari leikirnir eru svo miðvikudaginn 11. september.  Siguvegarar viðureignanna tryggja sér sæti í 3. deild karla að ári. Lesa meira
 
Skagastúlkur fagna sæti í Pepsi-deild kvenna

Fylkir og ÍA í Pepsi-deild kvenna - 4.9.2013

Fylkir og ÍA tryggðu sér í gærkvöldi sæti í Pepsi-deild kvenna að ári þegar þau höfðu betur í undanúrslitaviðureignum sínum.  Fylkir lagði Grindavík 3 - 2 á heimavelli og samtals 6 - 3.  Á KR velli voru það KR sem lagði ÍA, 2 - 0, en ÍA hafði betur samanlagt 3 - 2.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Jafntefli í hörkuleik gegn Skotum hjá U19 karla - 3.9.2013

U19 landslið karla gerði í kvöld, þriðjudagskvöld, 1-1 jafntefli við Skota í æfingaleik í Stirling í Skotlandi.  Bæði mörk leiksins komu beint úr aukaspyrnum, en það fyrra gerði Oliver Sigurjónsson á 22. mínútu.  Þessi lið mætast aftur á fimmtudag, á sama stað.
Lesa meira
 
Tranquillo Barnetta (mynd:  football.ch)

Sterkt landslið Sviss - 3.9.2013

Eins og kunnugt er mætast karlalandslið Sviss og Íslands í undankeppni HM 2014 næstkomandi föstudag.  Svisslendingar hafa á afar öflugu liði að skipa og til marks um það er sú staðreynd að 11 af 23 leikmönnum í landsliðshópi þeirra á mála hjá félagsliðum sem leika í Meistaradeild UEFA.
Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar fara fram um helgina - 3.9.2013

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 karla og hefur Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari, valið hóp fyrir þessar æfingar. Æfingarnar fara fram á grasvellinum við Kórinn, föstudag og laugardag.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Vináttulandsleikur gegn Skotum í kvöld - 3.9.2013

Strákarnir í U19 héldu til Skotlands snemma í morgun og eru ekkert að tvínóna við hlutina því þeir leika strax í kvöld. Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Skotum og fara þeir báðir fram í Stirling. Fyrri leikurinn er í kvöld, þriðjudaginn 3. september, og hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma en sá síðari er fimmtudaginn 5. september. Lesa meira
 
Stade de Suisse / Wankdorf

Leikið á sögufrægum slóðum - 3.9.2013

Viðureign Sviss og Íslands í undankeppni HM 2014 á föstudag fer fram á sögufrægum slóðum  í Bern.  Leikvangurinn heitir Stade de Suisse, er heimavöllur BSC Young Boys, og er byggður á sama stað og áður stóð Wankdorf-leikvangurinn, en á þeim velli var leikið til úrslita í HM 1954.
Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Albanía - 3.9.2013

KSÍ hefur ákveðið að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að hinum mikilvæga leik, Ísland – Albanía í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli þriðjudaginn 10. september næstkomandi kl. 19:00.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðamiklar breytingar á leikjum í Pepsi-deild karla - 3.9.2013

Nokkrar viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á leikjum Pepsi-deildar karla og eru viðkomandi félög beðin um að kynna sér þær gaumgæfilegar.  Hér að neðan má sjá þær breytingar sem gerðar hafa verið og hefur þessu verið breytt í leikjalista Pepsi-deild karla hér á heimasíðunni.

Lesa meira
 
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson

Karlalandsliðið komið til Sviss - 3.9.2013

A landslið karla er komið saman í Sviss fyrir leikinn við heimamenn í undankeppni HM 2014.  Leikmenn komu til Bern á mánudag og fyrsta æfingin var í dag, þriðjudag, en leikurinn fer fram á föstudag.  Sól og blíða er í Bern þessa dagana og er hitinn um 25 gráður. 
Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7772

Markmannsskóli KSÍ á Akranesi 2013 - 3.9.2013

Knattspyrnusamband Íslands mun starfrækja Markmannsskóla í ár á Akranesi fyrir stúlkur og drengi í 4. aldursflokki.  Félög sem starfrækja 4. flokk drengja og/eða stúlkna geta tilnefnt tvo drengi og tvær stúlkur hvert. Stúlkurnar verða 20. – 22. september en drengirnir dagana 4. – 6. október. Um er að ræða markmenn sem léku í 4. flokki tímabilin 2012/2013

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppni 4. deildar karla - Seinni leikir 8 liða úrslita fara fram í dag - 3.9.2013

Úrslitakeppni 4. deildar karla heldur áfram í dag en þá eru á dagskrá síðari viðureignir 8 liða úrslita. Búast má við spennandi viðureignum en barist er um að tryggja sér sæti í undanúrslitum, sem hefjast næstkomandi laugardag. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna - Hverjir fara í Pepsi-deildina? - 3.9.2013

Í dag fara fram síðari leikir undanúrslita í úrslitakeppni 1. deildar kvenna og hefjast báðir leikirnir kl. 17:30. Á KR velli mætast KR og ÍA og á Fylkisvelli taka heimastúlkur á móti Grindavík.  Siguvegarar viðureignanna, samanlagt, tryggja sér sæti í Pepsi-deild kvenna að ári

Lesa meira
 
Kris Hames

Dómari frá Wales dæmir leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild karla - 30.8.2013

Velski dómarinn Kris Hames mun dæma leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild karla sem fram fer sunnudaginn 1. september á Kópavogsvelli. Þetta er hluti af verkefni varðandi dómaraskipti hjá Knattspyrnusamböndum Íslands og Wales en í október mun íslenskur dómari dæma leik í efstu deild í Wales.

Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

A karla - Hópurinn fyrir leikina gegn Sviss og Albaníu - 30.8.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari A karla, hefur valið hópinn sem mætir Sviss og Albaníu í undankeppni HM 2015. Leikið verður gegn Sviss í Bern, föstudaginn 6. september en gegn Albaníu á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 10. september.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Albanía þriðjudaginn 10. september - Miðasala hafin - 30.8.2013

Nú fer í hönd lokaspretturinn í undankeppni HM 2014 en framundan eru fjórir síðustu umferðirnar í riðlakeppninni. Íslendingar eru í harðri baráttu í riðlinum en annað sætið getur gefið sæti í umspili um sæti á HM í Brasilíu. Mótherjar Íslendinga á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 10. september kl. 19:00, verða Albanir sem sitja sem stendur í öðru sæti riðilsins, einu stigi á undan Íslendingum. Lesa meira
 
Freyr Alexandersson

Freyr Alexandersson ráðinn þjálfari A landsliðs kvenna - 30.8.2013

Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn þjálfari A landsliðs kvenna til næstu tveggja ára. Samningur var undirritaður í dag, föstudag, og gildir hann a.m.k. til loka árs 2014, eða fram yfir úrslitakeppni HM 2015, sem fram fer sumarið 2015 í Kanada.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir leikinn gegn Kasakstan - 30.8.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Kasakstan í undankeppni EM 2015 á Kópavogsvelli. Leikið verður þriðjudaginn 10. september á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH úr leik - 30.8.2013

Íslandsmeistarar FH eru úr leik í Evrópudeild UEFA en í gærkvöldi töpuðu þeir gegn Genk frá Belgíu ytra, 5 - 2, í seinni leiknum í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA. Belgarnir unnu fyrri leikinn einnig, 2 - 0 og því samtals 7 - 2 Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Seinni leikur FH gegn Genk í kvöld - 29.8.2013

Íslandsmeistarar FH leika í kvöld seinni leik sinn í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA, þegar þeir mæta Genk frá Belgíu ytra. Belgarnir höfðu betur í fyrri leiknum á Kaplakrikavelli, 0 - 2, og verður spennandi að sjá hvort að Íslandsmeistararnir nái að velgja heimamönnum undir uggum.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Futsal Cup - Úrslitaleikur í kvöld hjá Víkingi Ólafsvík - 29.8.2013

Víkingur Ólafsvík mætir gríska liðinu Athina '90 í lokaleik H riðils í undankeppni Futsal Cup kl. 20:00 í kvöld en leikið verður í íþróttahúsinu á Ólafsvík. Bæði þessi félög unnu eistneska liðið Anzhi Tallinn og því ljóst að sigurvegari kvöldsins tryggir sér sæti í milliriðlum keppninnar.

Lesa meira
 
stjarnan2013-3

Stjarnan Íslandsmeistari 2013 - 29.8.2013

Stjörnustúlkur tryggðu sér í gærkvöldi sigur í Pepsi-deild kvenna þegar þær lögðu Val á heimavelli, 4 - 0. Breiðablik, sem er í öðru sæti, tapaði í gærkvöldi fyrir Aftureldingu sem þýðir að ekkert lið getur náð Stjörnunni að stigum þegar fjórar umferðir eru eftir.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppnum 5. flokks karla og kvenna frestað um eina viku - 28.8.2013

Mótanefnd KSÍ ákvað á fundi sínum fyrr í dag að fresta úrslitakeppnum 5. flokks karla og kvenna sem vera áttu dagana 31. ágúst og 1. september um eina viku.  Þessi ákvörðun er tekin vegna óhagstæðrar veðurspár. Lesa meira
 
Glenn Nyberg

Sænskir dómarar dæma Selfoss - Grindavík - 28.8.2013

Sænski dómarinn Glenn Nyberg mun dæma leik Selfoss og Grindavíkur í 1. deild karla sem fram fer á Selfossvelli, fimmtudaginn 29. ágúst. Samlandi hans, Conny Hugman, mun verða honum til aðstoðar ásamt Gylfa Má Sigurðssyni. Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Futsal Cup - Sigur í fyrsta Evrópuleik Víkings Ólafsvíkur - 28.8.2013

Víkingur Ólafsvík bar sigurorð af Anzhi Tallinn frá Eistlandi í fyrsta leik undanriðils í Futsal Cup en leikið er í Ólafsvík. Lokatölur urðu 8 - 7 í æsispennandi leik en staðan í leikhléi var 4 - 4.  Næsti leikur riðilsins er í kvöld en þá mætast Anzhi Tallinn og gríska liðið Athina '90. Leikurinn hefst kl. 20:00 og er frítt inn á leikinn eins og alla leiki riðilsins. Lesa meira
 
Háttvísidagar FIFA

Háttvísidagar FIFA 2013 - 27.8.2013

FIFA stendur nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 17. sinn. Að þessu sinni urðu dagarnir 6. til 10. september fyrir valinu, en á því tímabili fara m.a. fram landsleikir um allan knattspyrnuheiminn. Háttvísidagarnir eru haldnir hátíðlegir á ýmsan hátt í öllum aðildarlöndum FIFA.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn valinn fyrir 2 vináttulandsleiki gegn Skotum - 27.8.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir 2 vináttulandsleiki gegn Skotum sem fram fara 3. og 5. september. Átján leikmenn eru valdir í hópinn og fara leikirnir fram á Forthbank Stadium í Stirling.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Evrópukeppnin í Futsal í Ólafsvík - Fyrsti leikur í kvöld - 27.8.2013

Í kvöld, þriðjudaginn 27. ágúst, hefst í Ólafsvík riðill í undankeppni Evrópukeppni félagsliða í Futsal. Heimamenn í Víking Ólafsvík mæta þá Anzhi Tallinn frá Eistlandi og hefst leikurinn kl. 20:00 í íþróttahúsinu á Ólafsvík. Þriðja liðið í riðlinum er frá Grikklandi, Athina '90 Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 26.8.2013

Úrtakshópur hefur verið valinn yfir æfingar hjá U15 karla og fara æfingarnar fram um komandi helgi.  Þessar æfingar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni Ólympíuleika ungmenna en þar munu fjórar þjóðir, Ísland, Finnland, Armenía og Moldóva, keppa um eitt sæti.  Ólympíuleikar æskunnar fara svo fram í Nanjing í Kína, dagana 16. - 28. ágúst 2014.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna hefst á laugardaginn - 26.8.2013

Nú um helgina lauk riðlakeppni 1. deildar kvenna og liggur því fyrir hvaða félög mætast í undanúrslitum en fyrri leikirnir fara fram laugardaginn 31. ágúst.  Sigurvegarar viðureignanna tryggja sér sæti í Pepsi-deild kvenna að ári en mætast einnig í úrslitaleik um sigurinn í 1. deild kvenna.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni 4. deildar karla - Ljóst hvaða félög mætast - 26.8.2013

Eftir leiki helgarinnar er ljóst hvaða félög mætast í úrslitakeppni 4. deildar karla en fyrri leikir 8 liða úrslita fara fram, laugardaginn 31. ágúst.  Seinni leikirnir verða svo leiknir þriðjudaginn 3. september en sigurvegarar viðureignanna komast í undanúrslit

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn 2013

Borgunarbikar kvenna - Bikar til Blika - 24.8.2013

Breiðablik lagði Þór/KA í fjörugum úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli í dag. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Breiðablik en þær leiddu einnig í leikhléi, 1 - 0. Þetta er í tíunda skiptið sem Breiðablik vinnur þennan titil en síðast unnu Blikar árið 2005.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - 33. úrslitaleikur bikarkeppninnar - 23.8.2013

Breiðablik og Þór/KA mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna, laugardaginn 24. ágúst kl. 16:00 á Laugardalsvelli.  Þetta er 33. úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna en Blikar hafa unnið þennan titil 9 sinnum en Þór/KA aldrei. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Lokaleikir riðlakeppni 4. deildar karla um helgina - 23.8.2013

Lokaleikir riðlakeppni 4. deildar karla fer fram nú um helgina en úrslitakeppnin hefst svo laugardaginn 31. ágúst.  Hörð barátta er um sæti í öllum riðlunum þremur en aðeins hafa þrjú félög tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, KFG, Berserkir og Einherji, en átta félög komast í hana. Lesa meira
 
DAN_2765

Miðasala á Noregur - Ísland í undankeppni HM 15. október - 23.8.2013

Ísland mætir Noregi í undankeppni HM 2014, þriðjudaginn 15. október næstkomandi.  Leikið verður á Ullevaal vellinum í Noregi og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Panta þarf miða í síðasta lagi, fimmtudaginn 12. september, með því að senda póst á Ragnheiði Elíasdóttur

Lesa meira
 
DAN_2884

Miðasala á Sviss - Ísland í undankeppni HM - 23.8.2013

Ísland mætir Sviss í undankeppni HM 2014, föstudaginn 6. september næstkomandi.  Leikið verður á Stade de Suisse í Bern og hefst leikurinn kl. 20:30 að staðartíma eða 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokaumferðin í 1. deild kvenna um helgina - 23.8.2013

Um helgina fara fram síðustu leikirnir í 1. deild kvenna en þá fara fram lokaumferðirnar í A og B riðli.  Þegar er ljóst hvaða félög leika í úrslitakeppninni en eftir síðustu leikina kemur í ljóst hvaða félag verður efst í B riðli.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Tveggja marka tap hjá FH - 23.8.2013

Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrri leik sínum í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA þegar þeir mættu belgíska liðinu Genk á Kaplakrikavelli í gærkvöldi.  Leiknum lauk með 0 - 2 sigri Genk sem leiddi í leikhléi, 0 - 1. Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Toppeinkunn í árlegri gæðaúttekt UEFA - 23.8.2013

Skipulag og vinnureglur leyfiskerfis KSÍ fá toppeinkunn í árlegri gæðaúttekt UEFA, sem fram fór í vikunni. Það er alþjóðlega matsfyrirtækið SGS sem framkvæmir úttektina í öllum aðildarlöndum UEFA. Í umsögn fulltrúa SGS um leyfiskerfi KSÍ segir að það sé uppsett og rekið á „framúrskarandi“ hátt.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna 2013: Breiðablik - Þór/KA - 22.8.2013

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna 2013 fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 24. ágúst kl. 16:00. Það verða Breiðablik og Þór/KA sem mætast í úrslitum að þessu sinni.  Breiðablik hefur unnið bikarinn 9 sinnum og hafa Blikar alls leikið 15 sinnum til úrslita. Þór/KA hafði fjórum sinnum áður komist í undanúrslit, en leikur nú í fyrsta sinn til úrslita

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Umspil Evrópudeildar UEFA - FH tekur á móti Genk kl. 18:00 - 22.8.2013

Íslandsmeistarar FH taka í kvöld á móti Genk frá Belgíu í fyrri leik félaganna í umspili Evrópudeildar UEFA. Leikið verður á Kaplakrikavelli og hefst leikurinn kl. 18:00. Gríðarlega mikið er í húfi því að sigurvegari viðureignanna tryggir sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lesa meira
 
Grótta

Úrskurður í máli Tindastóls gegn Gróttu - 21.8.2013

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Tindastóls gegn Gróttu í leik félaganna í 3. flokki karla 7 manna sem fram 15. ágúst síðastliðinn. Kært var á grundvelli þess að um ólöglega skipað lið væri um að ræða hjá Gróttu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ákvörðun stjórnar KSÍ vegna leikbanns leikmanns KR - 21.8.2013

Vegna leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla sem flautaður var af sl. sunnudag hefur stjórn KSÍ tekið ákvörðun til að eyða óvissu vegna leikbanns Hannesar Þórs Halldórssonar, leikmanns KR, en leikmaðurinn átti að taka út leikbann í umræddum leik.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 20.8.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið æfingahóp sem æfir um komandi helgi. Þessar æfingar eru liður í undirbúningi fyrir forkeppni EM en riðill Íslands verður leikinn í Búlgaríu, dagana 21. - 26. september.

Lesa meira
 
KÞÍ

Bikarúrslitaráðstefna laugardaginn 24. ágúst 2013 - 20.8.2013

Í tengslum við úrslitaleikinn í Borgunarbikarkeppni kvenna mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu. Úrslitaleikur Borgunarbikarkeppni kvenna fer fram laugardaginn 24. ágúst kl. 16:00 en þar mætast Breiðablik og Þór/KA. Ráðstefnan hefst kl. 12:00 og er öllum opin. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Vegna leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla - 19.8.2013

Allar kröfur sem settar eru fram í reglugerðum KSÍ um aðstöðu, starfsfólk og annað viðbúnað, voru uppfylltar á leik Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla á sunnudag.  Aga- og úrskurðarnefnd mun fjalla um leikbann eins leikmanns KR á fundi sínum á þriðjudag.  Nýr leikdagur verður tilkynntur innan skamms.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Færeyskir dómarar á leik Reykjavíkurfélaganna Víkings og Leiknis í 1. deild karla - 19.8.2013

Ransin N. Djurhuus mun dæma leik Víkings og Leiknis í 1. deild karla sem fram fer á morgun, þriðjudaginn 20. ágúst., á Víkingsvelli og hefst kl. 19:00.  Ransin kemur frá Færeyjum eins og annar aðstoðardómaranna, Kristian Sofus Petersen.  Þriðji maðurinn í þríeykinu er hinsvegar alíslenskur, Birkir Sigurðarson. Lesa meira
 
Fram

Áttundi bikarmeistaratitill Fram - 17.8.2013

Bikarmeistaratitill Fram í ár er sá áttundi í sögu félagsins í karlaflokki, en eins og kunnugt er lögðu Framarar Stjörnuna í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli, í æsispennandi leik, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Þessi titill er þó sá fyrsti í 24 ár.

Lesa meira
 
Fram-bikarmeistari-2013---0776

Framarar Borgunarbikarmeistarar karla 2013 - 17.8.2013

Framarar eru Borgunarbikarmeistarar karla 2013 eftir sigur á Stjörnunni í æsispennandi úrslitaleik á Laugardalsvellinum. Leikmenn beggja liða reimuðu á sig markaskóna og þessi sex marka leikur fór alla leið í framlengingu og vítaspyrnukeppni, þar sem Framarar höfðu betur.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Íslenskt dómarateymi að störfum í Tallinn - 16.8.2013

Íslenskt dómarateymi verður að störfum í Tallinn, höfuðborg Eistlands, fimmtudaginn 22. ágúst næstkomandi. Þá fer fram fyrri leikur JK Nomme Kalju og úkrainska liðsins FC Dnipro Dnipropetrovsk í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA. Lesa meira
 
769809

Sigurður Ragnar hættir með kvennalandsliðið - 16.8.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem þjálfari A-landsliðs kvenna. Sigurður tók við liðinu í árslok 2006 og var því þjálfari liðsins í 7 ár, í 78 leikjum alls, og leiddi liðið til besta árangurs þess frá upphafi í úrslitakeppni EM í Svíþjóð í sumar. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Opnað fyrir miðasölu á úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 16.8.2013

Breiðablik og Þór/KA mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli laugardaginn 24. ágúst og hefst leikurinn kl. 16:00. Opnað hefur verið fyrir miðasölu á leikinn á midi.is en miðasala hefst á Laugardalsvelli á leikdegi kl. 12:00.

Lesa meira
 
DAN_3005

Hver skoraði sigurmark Íslands gegn Færeyjum? - 15.8.2013

Hvort var það Birkir Bjarnason eða Kolbeinn Sigþórsson sem skoraði sigurmark Íslands í vináttuleiknum gegn Færeyjum á miðvikudagskvöld? Á hvorn á að skrá markið? Reglurnar um þetta tiltekna atvik eru skýrar.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna í EM milliriðli með Rúmenum, Írum og Spánverjum - 15.8.2013

Dregið hefur verið í milliriðla fyrir EM U17 kvenna, en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag, fimmtudag.  Ísland verður í milliriðli með Rúmeníu, Írlandi og Spáni og fer riðillinn fram í Rúmeníu um mánaðamótin september/október.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn 2012

Fimm þúsund manna leikur síðustu þrjú ár - 15.8.2013

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla fer fram á Laugardalsvelli á laugrdag, þar sem mætast Fram og Stjarnan. Úrslitaleikurinn er jafnan einn stærsti árlegi íþróttaviðburður á Íslandi og er meðal aðsókn síðustu ára ansi stöðug - eða yfir fimm þúsund manns. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 2013:  Fram - Stjarnan - 15.8.2013

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 2013 fer fram á Laugardalsvelli á laugardag og hefst kl. 16:00. Liðin sem mætast eru Fram og Stjarnan.  Framarar hafa orðið bikarmeistarar 7 sinnum, en langt er um liðið frá síðasta titli.  Stjarnan hefur aldrei unnið bikarinn, en lék í fyrsta sinn til úrslita í fyrra.  Miðasala á leikinn er á http://www.midi.is/.

Lesa meira
 
DAN_3060

Eins marks sigur á Færeyjum - 14.8.2013

A landslið karla vann í kvöld, miðvikudagskvöld, 1-0 sigur á Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum, að viðstöddum 4.815 áhorfendum. Íslenska liðið réði lögum og lofum í leiknum, en Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins á 65. mínútu eftir góða sendingu frá Eiði Smára Guðjohnsen og skot frá Birki Bjarnasyni sem hafði viðkomu í Kolbeini á leið sinni í markið.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Fjögur frábær mörk hjá U21 - 14.8.2013

U21 landslið karla vann í dag, miðvikudag, frábæran 4-1 sigur á liði Hvít-Rússa í undankeppni EM 2015, enliðin mættust á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. Emil Atlason gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu - hefur nú skorað 6 mörk í 3 leikjum í keppninni. Ísland er efst í riðlinum með fullt hús stiga.

Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum - 14.8.2013

Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfurum sem eru tilbúnir til að vinna skv. stefnu félagsins. Einnig er auglýst eftir markmannsþjálfurum. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Japan

Byrjunarliðin birtast á ksi.is 1 klst fyrir leikina - 14.8.2013

Byrjunarlið Íslands í leikjum dagsins birtast sjálfkrafa á viðkomandi mótasíðu á vef KSÍ einni klukkustund áður en leikirnir hefjast. Leikskýrslurnar eru þannig forskráðar í mótakerfi KSÍ, sem stýrir birtingunni. Byrjunarlið U21 birtist þannig kl. 16:00 og byrjunarlið A karla kl. 18:45.

Lesa meira
 
Tryggvi Guðmundsson skorar gegn Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum í mars 2008.  Ísland vann með þremur mörkum gegn engu

25. viðureign Íslands og Færeyja - 13.8.2013

Ísland og Færeyjar mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á miðvikudag og verður þetta í 25. sinn sem þessar frændþjóðir mætast í A landsliðum karla. Ísland hefur unnið 22 leiki, einu sinni hafa þjíðirnar gert jafntefli og Færeyingar hafa einu sinni unnið sigur.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla mætir Hvít-Rússum á Vodafone-velli á miðvikudag - 13.8.2013

U21 landslið karla mætir Hvít-Rússum á Vodafone-vellinum á miðvikudag kl. 17:00. Leikurinn er liður í undankeppni EM 2015 og með sigri getur íslenska liðið tekið stórt skref í riðlinum.  Miðaverði er stillt í hóf, kr. 1.000 fyrir 17 ára og eldri og ókeypis aðgangur fyrir þá sem eru 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Opnað fyrir miðasölu á úrslitaleik Fram og Stjörnunnar - 12.8.2013

Fram og Stjarnan mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli laugardaginn 17. ágúst. Opnað hefur verið fyrir miðasölu á leikinn á vefsíðunni midi.is. Bæði lið mæta hungruð til leiks og munu leggja allt í sölurnar til að landa Borgunarbikarmeistaratitlinum.

Lesa meira
 
KSÍ-skírteini

Ísland-Færeyjar á miðvikudag:  Miðar fyrir handhafa A-skírteina - 12.8.2013

Handhafar A-skírteina frá KSÍ fá aðgöngumiða á vináttulandsleik karlalandsliða Íslands og Færeyja á miðvikudag afhenta þriðjudaginn 13. ágúst frá kl. 10:00 til kl. 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Þriðjungur leikur utan Færeyja - 12.8.2013

Af 19 leikmönnum í landsliðshópi Færeyinga fyrir vináttulandsleikinn við Ísland á miðvikudag eru sex leikmenn sem leika utan heimalandsins, eða rétt tæplega þriðjungur hópsins. Jónas Tór Næs er sá eini sem leikur með íslensku liði, en nokkrir aðrir í hópnum hafa reyndar gert það líka.

Lesa meira
 
Úrtökumót kvenna 2013

52 leikmenn á úrtökumóti kvenna - 12.8.2013

Úrtökumót fyrir stúlkur fæddar 1998 fór fram að Laugarvatni í ár eins og áður og stóð mótið yfir frá föstudeginum 9. ágúst til sunnudagsins 11. ágúst. Úlfar hinriksson, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hafði umsjón með mótinu. Alls tóku 52 leikmenn þátt að þessu sinni. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Frábær 5-2 sigur hjá U17 karla - 12.8.2013

U17 landslið karla vann frábæran 5-2 sigur á liði Norðmanna í leik um 3. sætið á Opna Norðurlandamótinu, en norska liðið var á heimavelli. Leikurinn um 3. sætið fór fram á laugardag á Fart Stadion í Övre Vang. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Bikarúrslitaráðstefnan 2013 - 12.8.2013

Í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla laugardaginn 17. ágúst mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við KSÍ standa fyrir árlegri ráðstefnu. Ráðstefnan er öllum opin - miði á úrslitaleikinn og léttar veitingar eru innifaldar í verðinu.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fimm leikjum í Pepsi-deild karla breytt - 9.8.2013

Vegna úrslitaleiks Borgunarbikars karla og þátttöku íslenskra liða í Evrópukeppnum félagsliða, hefur fimm leikjum í Pepsi-deild karla verið breytt.  Allar breytingarnar eru innan ágústmánaðar, þ.e. fyrri dagsetning og ný dagsetning.
Lesa meira
 
A landslið karla

Karlalandsliðið gegn Færeyjum - 9.8.2013

A landslið karla mætir Færeyjum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í næstu viku, miðvikudaginn 14. ágúst. Leikurinn hefst kl. 19:45 og er í beinni útsendingu á íþróttarás RÚV. 22 manna landsliðshópur Íslands var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, föstudag. Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 landsliðshópurinn sem mætir Hvít-Rússum 14. ágúst - 9.8.2013

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur tilkynnt 18 manna hóp fyrir leikinn við Hvít-Rússa í undankeppni EM 2015. Leikurinn fer fram á Vodafone-vellinum miðvikudaginn 14. ágúst og hefst kl. 17:00.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Upp um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista FIFA - 9.8.2013

A landslið karla fer upp um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í vikunni, og situr nú í 70. sæti. Ísland hefur sveiflast nokkuð upp og niður á listanum í ár, byrjaði árið í 89.sæti, hefur lægst verið í 98. sæti og hæst í því 61.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Mögnuð frammistaða íslensku liðanna - 9.8.2013

Frammistaða Breiðabliks og FH í Evrópuleikjunum síðustu tvær vikur hefur verið frábær og landi og þjóð til mikils sóma. Breiðablik féll úr leik í Evrópudeild UEFA á grátlegan hátt, í vítaspyrnukeppni. FH er hins vegar enn með, en færist úr forkeppni Meistaradeildar UEFA yfir í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla leikur um 3. sætið á NM - 9.8.2013

U17 landslið karla vann góðan 2-1 sigur á Svíum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Noregi. Með sigrinum tryggði liðið sér 2. sæti riðilsins og þar með leik um þriðja sætið á mótinu á laugardag, þar sem mótherjarnir verða Norðmenn. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Úrtökumót drengja 2013 fer fram 16.-18. ágúst - 8.8.2013

Úrtökumót KSÍ vegna drengja sem fæddir eru 1998 fer fram að Laugarvatni dagana 16.-18. ágúst næstkomandi. Til æfinganna hafa verið boðaðir 64 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu. Smellið hér að neðan til að skoða nánar.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Svíum á Norðurlandamótinu - 8.8.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíþjóð á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins og hefst hann kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri iðkendum aðildarfélaga boðið á vináttulandsleik Íslands og Færeyja 14. ágúst - 6.8.2013

KSÍ hefur ákveðið bjóða yngri flokkum og forráðamönnum flokka (3. flokkur og yngri) allra aðildarfélaga miða á vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 14. ágúst og hefst kl. 19:45. Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

Miðasala hafin á vináttulandsleik Íslands og Færeyja - 6.8.2013

Íslendingar taka á móti frændum okkar Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 14. ágúst, hefst kl. 19:45 og er miðasala á leikinn hafin. Þetta er lokahnykkurinn í undirbúningi íslenska liðsins fyrir síðustu leikina í undankeppni HM 2014 sem fram fara síðar í haust. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Stjarnan og Fram mætast í úrslitaleiknum - 5.8.2013

Nú er það ljóst að það verða Stjarnan og Fram sem mætast í úrsltialeik Borgunarbikars karla en úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 17. ágúst. Fram lagði Breiðablik í undanúrslitum í gær, 2 - 1. Lesa meira
 
U17 kvenna í Moldavíu

U17 kvenna - Jafntefli gegn Ungverjum - 5.8.2013

Stelpurnar í U17 gerðu jafntefli við Ungverja í síðasta leik sínum í undankeppni EM en leikið var í Moldavíu. Lokatölur urðu 2 - 2 og lenti Ísland því í öðru sæti riðilsins þar sem ungverska liðið var með betri markatölu þegar uppi var staðið en báðar þjóðirnar hlutu 7 stig og sæti í milliriðlum Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Noregi á Norðurlandamótinu - 5.8.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Noregi á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Þetta er fyrsti leikur íslenska liðsins en leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Ungverjum - 4.8.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Ungverjum í dag í undankeppni EM. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma en leikið er í Moldavíu. Báðar þessar þjóðir hafa tryggt sér sæti í milliriðlum en efsta sæti riðilsins er í húfi Lesa meira
 
Grótta

Knattspyrnudeild Gróttu auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka - 2.8.2013

Knattspyrnudeild Gróttu auglýsir eftir knattspyrnuþjálfurum fyrir yngri flokka deildarinnar.  Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn í að leggja sitt af mörkum til að efla yngri flokka félagsins. Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA kvenna - Ísland áfram í 15. sæti - 2.8.2013

Á nýjum styrleikalista FIFA kvenna, sem gefinn var út í morgun, er Ísland í 15. sæti sem er sama sæti og á síðasta lista. Bandaríkin tróna sem fyrr á toppnum og nýkrýndir Evrópumeistarar, Þýskaland, eru í öðru sæti.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Naumt tap Blika í Kasakstan - 2.8.2013

Blikar léku í gærkvöldi fyrri leik sinn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA þegar þeir mættu Aktobe frá Kasakstan ytra. Heimamenn fóru með sigur af hólmi, 1 - 0, og kom eina mark leiksins í uppbótartíma úr vítaspyrnu.  Seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 8. ágúst. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Hverjir mæta Stjörnunni í úrslitum? - 2.8.2013

Fram og Breiðablik mætast í undanúrslitum Borgunarbikars karla, sunnudaginn 4. ágúst kl. 16:00 og verður leikið á Laugardalsvelli. Sigurvegarinn mætir Stjörnunni í úrslitaleik en Garðbæingar lögðu KR í framlengdum undanúrslitaleik á Samsung vellinum í gærkvöldi, 2 - 1. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni Polla- og Hnátumóta KSÍ 2013 - 2.8.2013

Hér að neðan má finna upplýsingar um svæðabundna úrslitakeppni í Polla- og Hnátumótum KSÍ 2013. Hjá pollunum verður leikið 21. ágúst en hjá hnátunum, viku síðar, 28. ágúst. Eftir á að tilkynna um leikstaði hjá hnátunum á Suð-Vesturlandi, Þau félög sem áhuga hafa á því að halda úrslitakeppni geta sótt um það til kl. 12:00 miðvikudagsins 7. ágúst. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Moldavíu

U17 kvenna - Aftur öruggur sigur hjá stelpunum - 1.8.2013

Stelpurnar í U17 unnu í dag öruggan sigur á Moldavíu í öðrum leik liðsins í undankeppni EM en riðillinn er einmitt leikinn í Moldavíu. Lokatölur urðu 6 – 0 eftir að staðan í leikhléi var 2 - 0.  Með sigrinum er Ísland öruggt áfram í milliriðla en tvær efstu þjóðirnar tryggja sér sæti þangað. Ísland vann Lettland í fyrsta leik sínum, 5 – 0, og er því með sex stig

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót stúlkna KSÍ 2013 - 9. til 11. ágúst - 1.8.2013

Úrtökumót KSÍ 2013 fyrir stúlkur fæddar árið 1998 fer fram á Laugarvatni í ár. Félög leikmanna eru beðin um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar:

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Mikil aukning félagaskipta í seinni glugganum - 1.8.2013

Mikil aukning varð á félagaskiptum á milli ára í seinni glugganum en síðasti dagur félagaskipta var í gær, miðvikudaginn 31. júlí.  Alls voru 377 félagaskipti afgreidd af skrifstofu KSÍ í þessum seinni glugga og hafa ekki verið fleiri síðan mælingar hófust. Flest höfðu þau verið 287 talsins en það var á síðasta ári.

Lesa meira
 
Breiðablik

Evrópudeild UEFA - Blikar leika í Kasakstan í dag - 1.8.2013

Blikar verða í eldlínunni í dag þegar þeir mæta Aktobe frá Kasakstan í fyrri viðureign liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Leikið er á Tsentralniy vellinum í Aktobe og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 8. ágúst. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Stjarnan tekur á móti KR í undanúrslitum í kvöld - 1.8.2013

Fyrri undanúrslitaleikur Borgunbikars karla fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ kl. 20:00 í kvöld. Heimamenn í Stjörnunni taka þá á móti bikarmeisturum KR og má búast við miklu fjöri á vellinum í kvöld. Seinni undanúrslitaleikurinn verður svo á milli Fram og Breiðabliks og fer fram á Laugardalsvelli, sunnudaginn 4. ágúst.

Lesa meira
 
U17 kvenna í Moldavíu

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Moldavíu - 1.8.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Moldavíu í dag kl. 15:00 að íslenskum tíma. Þetta er annar leikur liðsins í undankeppni EM en riðillinn er einmitt leikinn í Moldavíu. Fyrsta leik Íslands í riðlinum lauk með 5 - 0 sigri á Lettlandi og á sama tíma unnu Ungverjar heimastúlkur með sömu markatölu. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Rúmeníu - 31.7.2013

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Steua Búkarest frá Rúmeniú og Dinamo TIblisi frá Georgíu í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA. Leikið verður í Búkarest 6. ágúst næstkomandi og Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Birkir Sigurðarson. Varadómari verður Gunnar Jarl Jónsson.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Nóg að gera í dómaramálum á næstu dögum - 30.7.2013

Þó svo að venjulega sé ekki mikið um að vera í knattspyrnulífinu um verslunarmannahelgar hér á landi þá er svo sannarlega mikið um að vera í aðdraganda helgarinnar.  Í dag og á morgun eru hvorki fleiri né færri en 109 starfsmenn að störfum í dómaramálum á vegum KSÍ. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - Naumt tap FH í Austurríki - 30.7.2013

FH lék í dag fyrri leik sinn í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA og mættu þeir Austria Vín í Vínarborg.  Heimamenn fóru með nauman sigur af hólmi, 1 - 0 og kom eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
U17 kvenna í Moldavíu

U17 kvenna - Öruggur sigur á Lettum - 30.7.2013

Stelpurnar í U17 hófu í dag leik í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn í Moldavíu.  Mótherjar dagsins voru Lettar og höfðu okkar stúlkur öruggan sigur, 5 - 0.  Næstu mótherjar Íslands eru heimastúlkur í Moldavíu en sá leikur fer fram á fimmtudaginn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Yfirlýsing frá KSÍ - Aron Jóhannsson á að leika fyrir Ísland - 30.7.2013

Aron hefur síðasta árið ekki getað svarað kalli A-landsliðsþjálfara KSÍ vegna meiðsla en á sama tíma bárust fregnir um að landsliðsþjálfari Bandaríkjanna hefði áhuga á leikmanninum. Tengsl Arons við knattspyrnu í Bandaríkjunum eru engin.

Lesa meira
 
FH

Meistaradeild UEFA - FH leikur í Austurríki í dag - 30.7.2013

Íslandsmeistarar FH leika í dag fyrri leik sinn í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA þegar þeir mæta Austria Vín í Vínarborg.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en síðari leikur liðanna fer fram 7. ágúst á Kaplakrikavelli. Lesa meira
 
U17 kvenna í Moldavíu

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Lettum - 30.7.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Lettum í dag í undankeppni EM.  Riðill Íslands er leikinn í Moldavíu og í hinum leik riðilsins leika heimastúlkur gegn Ungverjum.  Báðir leikir dagsins hefjast kl. 15:00 að íslenskum tíma og má fylgjast með textalýsingu frá leikjunum á heimasíðu UEFA

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Umferðir 1 til 9 í Pepsi-deild kvenna - Harpa valin best - 29.7.2013

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir umferðir 1 til 9 í Pepsi-deild kvenna og fór afhendingin fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni var valin besti leikmaður umferðanna og þjálfari hennar, Þorlákur Árnason. var valinn besti þjálfarinn.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna - Viðurkenningar fyrir umferðir 1 - 9 afhentar í hádeginu - 29.7.2013

Í hádeginu í dag, mánudaginn 29. júlí, verða afhentar viðurkenningar fyrir fyrstu níu umferðirnar í Pepsi-deild kvenna. Eftir nokkuð hlé hefst keppni í Pepsi-deild kvenna aftur á morgun, þriðjudaginn 30. júlí, en þá er heil umferð á dagskránni.

Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Úrslitakeppni EM - Þjóðverjar Evrópumeistarar - 29.7.2013

Þjóðverjar tryggðu sér í gær Evrópumeistaratitilinn þegar þær þýsku lögðu Noreg að velli í úrslitaleik sem fram fór í Stokkhólmi. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Þjóðverja en naum var það því norska liðið brenndi af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Breiðablik og Þór/KA í úrslitum - 27.7.2013

Nú er það ljóst að Breiðablik og Þór/KA mætast í úrslitum Borgunbikars kvenna en úrslitaleikurinn sjálfur fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 24. ágúst. Breiðablik lagði 1. deildarlið Fylkis með einu marki gegn engu í undanúrslitum og sama markatala var uppi á teningnum þegar Þór/KA skellti Stjörnunni á útivelli.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Undanúrslitin fara fram í kvöld - 26.7.2013

Í kvöld, föstudaginn 26. júlí, ræðst það hvaða félög leika til úrslita í Borgunarbikar kvenna en undanúrslitaleikirnir fara báðir fram í kvöld. Á Samsung vellinum mætast Stjarnan og Þór/KA og á Kópavogsvelli leika Breiðablik og Fylkir. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.

Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Úrslitakeppni EM - Þýskaland og Noregur leika til úrslita - 26.7.2013

Það er orðið ljóst að það verða Þýskaland og Noregur sem leika til úrslita á EM kvenna sem fram fer í Svíþjóð. Báðar þessar þjóðir léku með Íslandi í riðli en Þjóðverjar lögðu gestgjafana í undanúrslitum og Norðmenn lögðu Dani eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Frábær sigur Blika í Austurríki - 26.7.2013

Blikar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Sturm Graz á útivelli í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Lokatölur urðu 0 - 1 en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli og Breiðablik því komið áfram í þriðju umferð. Þar mæta þeir Aktobe frá Kasakstan og er fyrri leikurinn ytra þann 1. ágúst næstkomandi. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Seinni leikirnir hjá íslensku félögunum í dag - 25.7.2013

Þrjú íslensk félagslið verða í eldlínunni í dag, fimmtudaginn 25. júlí, þegar þau leika seinni leiki sína í Evrópudeild UEFA. Eyjamenn verða á heimavelli þegar þeir taka á móti, fyrrum Evrópumeisturum, Rauðu Stjörnunni frá Serbíu. Leikur þeirra hefst kl. 18:30 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópurinn valinn fyrir Norðurlandamótið í Noregi - 24.7.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur á Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi dagana 5. - 10. ágúst.  Ísland leikur sinn fyrsta leik gegn Noregi 2, mánudaginn 5. ágúst, en aðrar þjóðir í riðlinum eru Danmörk og Svíþjóð.  Leikið verður um sæti 10. ágúst. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar miðvikudaginn 31. júlí - 24.7.2013

Miðvikudaginn 31. júlí, er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, miðvikudaginn 31. júlí. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - FH í þriðju umferð - 24.7.2013

Íslandsmeistarar FH náðu þeim glæsilega árangri í gærkvöldi að tryggja sér sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA. FH lagði þá Ekranas frá Litháen, 2 - 1 á Kaplakrikavelli en FH vann einnig útileikinn, 0 - 1, og því samanlagt 3 - 1.

Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Úrslitakeppni EM - Þrjár Norðurlandaþjóðir í undanúrslitum - 23.7.2013

Þrjár Norðurlandaþjóðir eru komnar í undanúrslit í úrslitakeppni EM kvenna sem fram fer í Svíþjóð þessa dagana. Heimastúlkur mæta Þjóðverjum í fyrri undanúrslitaleiknum sem fram fer í Gautaborg, miðvikudaginn 24. júlí. Það verða svo Noregur og Danmörk sem leika í Norköpping, fimmtudaginn 25. júlí. Lesa meira
 
FH

Meistaradeild UEFA - FH tekur á móti Ekranas í kvöld - 23.7.2013

Íslandsmeistarar FH taka á móti Ekranas frá Litháen í kvöld, þriðjudaginn 23. júlí, kl. 19:15 á Kaplakrikavelli. Þetta er seinni viðureign félaganna en FH vann fyrri leikinn úti í Litháen, 0 - 1. Það er því mikið undir í kvöld en liðið sem hefur betur samanlagt mætir Austria Vín frá Austurríki í þriðju umferð forkeppninnar. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson

Skrefinu lengra - 22.7.2013

A landslið kvenna hefur nú lokið keppni í úrslitakeppni EM í Svíþjóð en liðið náði þar þeim merka áfanga að leika í úrslitum 8 bestu liða Evrópu.  Þjálfarateymi liðsins, starfsmenn og leikmennirnir settu sér það eina og raunhæfa markmið að gera betur en áður, stíga skrefinu lengra en áður hefur verið stigið og það tókst með miklum ágætum. 
Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Svíþjóð - 22.7.2013

Kristinn Jakobsson dæmir, fimmtudaginn 25. júlí, leik Gefle frá Svíþjóð og Anorthosis Famagusta frá Kýpur í Evrópudeild UEFA. Leikið verður í Sundsvall í Svíþjóð en Kristni til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Áskell Þór Gíslason. Varadómari verður Þorvaldur Árnason. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir

Katrínar þætti Jónsdóttur lokið - 21.7.2013

Katrín Jónsdóttir hefur átt ótrúlegan feril með A landslið kvenna.  Hún lauk honum með því að leiða liðið út á völlinn í Halmstad, í 8-liða úrslitum EM.  Það er ótrúlegt til þess að hugsa að fyrsti leikur hennar af þeim 132 sem hún lék var árið 1994, eða áður en yngstu leikmennirnir í landsliðshópnum í dag voru fæddir.
Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Svíar og Þjóðverjar áfram - 21.7.2013

Eins og kunnugt er tryggðu Svíar sér sæti í undanúrslitum EM með 4-0 sigri á Íslendingum í Halmstad á sunnudag.  Þjóðverjar gerðu slíkt hið sama með eins marks sigri á Ítölum í Växjö og mætast Svíar og Þjóðverjar í undanúrslitum.  Sigurmarkið gerði Simone Laudehr um miðjan fyrri hálfleik.
Lesa meira
 
769811

EM ævintýrið á enda - 21.7.2013

EM ævintýri A landsliðs kvenna er á enda eftir fjögurra marka ósigur gegn gestgjöfum Svía í Halmstad í dag, sunnudag, þar sem liðin mættust í 8-liða úrslitum.  Þrjú sænsk mörk á fyrstu 20 mínútunum gerðu í raun út um leikinn og var sigur Svía verðskuldaður.  Engu að síður getur íslenska liðið borið höfuðið hátt eftir þessa keppni, því það hefur skrifað nýjan kafla í íslenskri knattspyrnusögu.
Lesa meira
 
769714

Stóri dagurinn - 20.7.2013

Sunnudagurinn 21. júlí verður stór dagur í íslenskri knattspyrnusögu.  Þá leikur A landslið kvenna við Svía í 8-liða úrslitum EM 2013.  Svíar þykja mun sigurstranglegri í leiknum og af umfjöllun sænskra fjölmiðla að dæma tekur því varla að spila leikinn. 
Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn sem leikur í Moldavíu - 19.7.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM. Riðillinn verður leikinn í Moldavíu dagana 30. júlí til 4. ágúst. Mótherjar Íslendinga eru, auk heimastúlkna, Lettar og Ungverjar.

Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Úrslitakeppni EM - Miðar á Svíþjóð - Ísland - 19.7.2013

Töluvert hefur verið spurt um miða á leik Svíþjóðar og Íslands í 8-liða úrslitum úrslitakeppni EM kvenna sem fram fer í Halmstad á sunnudaginn. Panta þarf miða með því að senda tölvupóst á Ragnheiði Elíasdóttur, ragnheidur@ksi.is. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - Austria Vín mætir FH eða Ekranas - 19.7.2013

Í dag var dregið í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Það er Austria Vín sem bíður sigurvegarans úr viðureigninni FH - Ekranas en seinni leikur félaganna fer fram á Kaplakrikavelli, þriðjudaginn 23. júlí. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Blikar gerðu jafntefli - 19.7.2013

Þrjú íslensk félög léku í gærkvöldi í annnarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Breiðablik lék heima gegn Sturm Graz frá Austurríki og gerði markalaust jafntefli. KR tapaði heima gegn Standard Liege frá Belgíu, 1 - 3. ÍBV lék í Belgrad gegn Rauðu Stjörnunni og höfðu heimamenn betur, 2 - 0. Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Svíar mótherjar Íslands í 8-liða úrslitum EM 2013 - 18.7.2013

Riðlakeppni EM kvennalandsliða lauk nú í kvöld (fimmtudagskvöld) og fyrst þá varð ljóst hverjir yrðu mótherjar Íslands í 8-liða úrslitum.  Draga þurfti um hvort Danmörk eða Rússland myndi hreppa sæti í 8-liða úrslitum, og sá dráttur hafði áhrif á það hverjir yrðu mótherjar Íslendinga.  Svo fór að mótherjarnir verða gestgjafar Svía, sem hafa leikið afar vel það sem af er móti og unnu sannfærandi sigra á Finnum og Ítölum í A-riðli. 
Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Þrjú íslensk félög í eldlínunni í dag - 18.7.2013

Þrjú íslensk félög verða í eldlínunni í dag þegar þau leika fyrri leiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Breiðablik mætir Sturm Graz frá Austurríki á Kópavogsvelli kl. 19:15 og á sama tíma leika KR og Standard Liege frá Belgíu.á KR velli. Þriðja íslenska félagið, ÍBV, mætir Crvena zvezda í Belgrad. Sá leikur hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
769536

Úrslitakeppni EM: 8 liða úrslit - Takk fyrir! - 17.7.2013

Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum úrslitakeppni EM.  Hollendingar voru lagðir að velli, 1 - 0 og áframhaldandi þátttökuréttur í keppninni tryggður. Það voru óvænt úrslit í hinum leik dagsins í riðlinum en Noregur lagði þá Þýskaland með einu marki gegn engu. Íslendingar mæta annað hvort

Lesa meira
 
769811

Úrslitakeppni EM - Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi - 17.7.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hollandi í dag í lokaumferð riðlakeppni úrslitakeppni EM kvenna. Það má segja að þetta sé hreinn úrslitaleikur um það hvort liðið komist áfram í 8-liða úrslit en með sigri tryggir íslenska liðið sér áframhaldandi keppnisrétt í Svíþjóð. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - Frábær sigur hjá FH í Litháen - 17.7.2013

Íslandsmeistarar FH gerðu góða ferð til Litháen þar sem þeir lögðu meistarana í Ekranas með einu marki gegn engu. Eina mark leiksins gerði Pétur Viðarsson sem tryggði þar með Hafnfirðingum dýrmætan útisigur.

Lesa meira
 
769536

Úrslitakeppni EM - Ísland mætir Hollandi í úrslitaleik um sæti í 8-liða úrslitum - 17.7.2013

Íslenska kvennalandsliðið mætir því hollenska í dag í lokaumferðinni í riðlakeppni úrslitakeppni EM. Mikilvægi leiksins er gríðarlegt, sigur kemur íslenska liðinu áfram í 8-liða úrslita en jafntefli eða tap þýðir að íslenska liðið er úr leik. Leikið verður í Växjö og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma í beinni útsendingu hjá RÚV.

Lesa meira
 
769799

Gestgjafarnir komnir áfram - 17.7.2013

Keppni í A-riðli í úrslitakeppni EM kvennalandsliða lauk á þriðjudagskvöld og er því ljóst að a.m.k. Svíþjóð og Ítalía, sem höfnuðu í efstu tveimur sætunum, eru komin í 8-liða úrslit.  Ekki er þó öll nótt úti Fyrir Dani, sem eiga enn möguleika, en þurfa þó að treysta á hagstæð úrslit í öðrum riðlum og jafnvel á drátt UEFA.
Lesa meira
 
Evrópudeildin

Handhafar A-passa KSÍ - Breiðablik - Sturm Graz - 16.7.2013

Leikur Breiðabliks og SK Sturm Graz, í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA, fer fram á Kópavogsvelli fimmtudaginn 18. júlí næstkomandi. Handhafar A-passa KSÍ geta sótt miða í Smárann, Dalsmára 5. á milli kl. 14:00 og 17:00 miðvikudaginn 17 júlí. Athugið að A-passinn gildir ekki við innganginn. Lesa meira
 
Opin æfing kvennalandsliðsins í Växjö

Stuðningsmenn á opinni æfingu í Växjö - 16.7.2013

Á mánudagsmorguninn var stuðningsmönnum íslenska kvennalandsliðsins boðið á opna æfingu á æfingasvæði liðsins í Växjö.  Fjölmargir nýttu tækifærið og mættu, spjölluðu við leikmenn og þjálfara, fengu eiginhandaráritanir og myndir af sér með íslensku stjörnunum, og fengu jafnframt að leika sér með bolta á æfingasvæðinu. 
Lesa meira
 
769812

Aðeins eitt lið öruggt áfram - 16.7.2013

Þrátt fyrir að 2/3 hlutar liðanna sem leika í úrslitakeppni EM kvennalandsliða komist upp úr riðlunum og í 8-liða úrslit er aðeins eitt lið með öruggt sæti þar eftir tvær umferðir.  Frakkar eru eina liðið sem hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og eru þær frönsku því öruggar með sæti í 8-liða úrslitum.  Ísland verður að vinna sinn leik í þriðju umferð til að eiga möguleika.
Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - FH mætir Ekranas í Litháen í dag - 16.7.2013

Íslandsmeistarar FH verða í eldlínunni í dag þegar þeir mæta Ekranas frá Litháen í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA. Leikið verður ytra og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma. Seinni leikurinn verður svo á Kaplakrikavelli eftir viku, þriðjudaginn 23. júlí. Lesa meira
 
769810

Úrslitakeppni EM - Þær þýsku sterkari - 14.7.2013

Íslensku stelpurnar biðu lægri hlut gegn Þjóðverjum í kvöld í öðrum leik liðsins í úrslitakeppni EM en leikið var í Växjö í Svíþjóð. Lokatölur urðu 0 - 3 fyrir þær þýsku en þær leiddu í leikhléi, 0 - 1.  Framundan er lokaleikur Íslands í riðlakeppninni þegar leikið verður gegn Hollandi, miðvikudaginn 17. júlí. Lesa meira
 
769812

Úrslitakeppni EM - Ísland mætir Þýskalandi í kvöld - 14.7.2013

Íslensku stelpurnar mæta Þjóðverjum í kvöld í öðrum leik sínum í úrslitakeppni EM.  Leikið er í Växjö og hefst leikurinn kl. 18:30 að íslenskum tíma.  Báðar þjóðirnar eru með eitt stig, eins og reyndar allar þjóðirnar í riðlinum. Leikur Íslands og Þýskalands verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu hjá RÚV og hefst útsending kl. 18:20. Leikur Noregs og Hollands verður einnig sýndur og hefst útsending þar kl. 15:50.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar mánudaginn 15. júlí - 13.7.2013

Mánudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka. Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Fyrsta umferð EM gerð upp - 13.7.2013

Að loknum fyrstu tveimur leikdögunum á EM kvenna í Svíþjóð var engu líkara en liðin myndu öll vera komin með stig eftir fyrstu umferðina, en það breyttist þó á þriðja leikdegi þegar Frakkar og Spánverjar unnu sigur á sínum andstæðingum í C-riðli.
Lesa meira
 
Växjö Arena

Úrslitakeppni EM - Stelpurnar komnar til Växjö - 12.7.2013

Íslenski hópurinn er nú kominn til Växjö frá Kalmar en þar verður leikið gegn Þjóðverjum og Hollendingum, sunnudaginn 14. júlí og miðvikudaginn 17. júlí.  Hópurinn þekkir ágætlega til á staðnum en þar var leikinn vináttulandsleikur gegn Svíum, 6. apríl síðastliðinn. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Öll íslensku liðin áfram - 11.7.2013

Dagurinn í dag var árangursríkur fyrir íslensku liðin sem léku í Evrópudeild UEFA því öll tryggðu sér sæti í annarri umferð undakeppninnar sem leikin verður 18. og 25. júlí.  Breiðablik, ÍBV og KR voru í eldlínunni í kvöld.

Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Úrslitakeppni EM - Eitt stig í hús - 11.7.2013

Bæði lið gengu nokkuð vonsvikin af velli þegar Ísland og Noregur gerðu jafntefli í dag í fyrsta leik B-riðils úrslitakeppni EM kvenna sem fram fer í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 1 -1 eftir nokkuð kaflaskiptan leik þar sem Noregur leiddi í leikhléi en íslenska liðið jafnaði verðskuldað í síðari hálfleik. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Hinn enski Sebastian Stockbridge starfar á þremur leikjum - 11.7.2013

Enski dómarinn Sebastian Stockbridge mun á næstu dögum starfa á þremur leikjum í íslensku deildar keppninni.  Hann mun dæma leik Þróttar og KA á morgun, föstudaginn 12. júlí og sömuleiðis dæmir hann leik Fjölnis og Leiknis sem fer fram 16. júlí.  Báðir þessir leikir eru í 1. deild karla og einnig verður hann aðstoðardómari á leik Keflavíkur og Breiðabliks í Pepsi-deild karla, sunnudaginn 14. júlí Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Wales - 11.7.2013

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni 17. júlí næstkomandi þegar hann dæmir leik The New Saints frá Wales gegn Legía Varsjá frá Póllandi í Meistaradeild UEFA.  Leikið verður á Racecourse Ground í Wrexham en Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Gylfi Már Sigurðsson.  Varadómari verður Magnús Þórisson. Lesa meira
 
kvenna1

Úrslitakeppni EM - Byrjunarliðið gegn Noregi - 11.7.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Noregi í úrslitakeppni EM kl. 16:00 í dag en leikið er í Kalmar.  Stillt er upp í 4-4-2 en leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Þrjú íslensk félög í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í dag - 11.7.2013

Þrjú íslensk félög verða í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í dag, fimmtudaginn 11. júlí, og leika þau öll á útivelli.  Þetta eru seinni viðureignirnar í Evrópudeildinni en fyrri leikirnir fór fram hér á landi fyrir viku. Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Úrslitakeppni EM - Ísland mætir Noregi í dag kl. 16:00 - 11.7.2013

Stóra stundin rennur upp k. 16:00 í dag þegar Ísland mætir Noregi í úrslitakeppni EM kvenna en keppnin fer fram í Svíþjóð.  Leikið er í Kalmar en en hinar þjóðirnar í riðlinum, Holland og Þýskaland mætast einnig í dag. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson

Stelpurnar á EM - 10.7.2013

Það er flestum okkar enn í fersku minni þegar Írar komu í heimsókn á frosinn Laugardalsvöllinn seint að hausti 2008, þegar EM-sætið var tryggt í fyrsta sinn.  Þjóðin hreifst með og kvennalandsliðið hefur notið gríðarlegra vinsælda hér á landi og eiga leikmenn það svo sannarlega skilið.  
Lesa meira
 
EM kvenna 2013 í Svíþjóð

Stærsta úrslitakeppni EM kvenna hingað til - 9.7.2013

Áhuginn fyrir úrslitakeppni EM 2013 í Svíþjóð er mikill og mun meiri en nokkru sinni áður.  Þá virðist vera sama hvar stigið er niður fæti.  Umgjörðin hefur aldrei verið glæsilegri og leggja UEFA, sænska Knattspyrnusambandið og borgirnar sem leikið er í mikið í verkefnið. 
Lesa meira
 
Frá æfingu í Kalmar

Allir 23 leikmennirnir með á æfingu - 9.7.2013

A-landslið kvenna æfði í dag, þriðjudag, í fyrsta sinn eftir komuna til Svíþjóðar þar sem liðið tekur þátt í úrslitakeppni EM í annað sinn í röð.  Allir 23 leikmennirnir í hópnum voru með á æfingunni, mikil keyrsla og greinilegt að hópurinn er vel stemmdur.
Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

Ísland með drengjalið í undankeppni Ólympíuleika æskunnar - 9.7.2013

Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Íslandi að senda lið U15 karla, drengir fæddir 1999, til leiks í undankeppni Ólympíuleika æskunnar. Þessi undankeppni fjögurra þjóða verður leikinn í Nyon í Sviss og er ein þjóð sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikum æskunnar sem fram fara í Nanjing í Kína, 16. - 28. ágúst 2014.

Lesa meira
 
Kalmar

Úrslitakeppni EM - Keppnin byrjar á morgun - 9.7.2013

Úrslitakeppni EM kvenna hefst í Svíþjóð á morgun en það verða Ítalía og Finnland sem hefja leik en þessar þjóðir leika í A-riðli. Formlegur opnunarleikur mótsins er svo síðar um kvöldið en þá taka gestgjafarnir í Svíþjóð á móti Dönum

Lesa meira
 
Bikarinn

Borgunarbikar karla - Bikarmeistararnir fara í Garðabæinn - 9.7.2013

Í dag var dregið í undanúrslit Borgunbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Félögin sem léku til úrslita í fyrra, Stjarnan og KR mætast í Garðabænum og Fram tekur á móti Breiðabliki á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Dregið í undanúrslit í dag - 9.7.2013

Í hádeginu í dag, þriðjudaginn 9. júlí, verður dregið í undanúrslitum Borgunarbikars karla. Leikirnir fara fram 31. júlí - 1. ágúst og eru fjögur félög úr Pepsi-deildinni sem verða í pottinum í dag, Breiðablik, Fram, KR og Stjarnan.

Lesa meira
 
Thyskaland-U17-kvenna

Opna Norðurlandamót U17 kvenna - Þjóðverjar sterkastir - 6.7.2013

Þjóðverjar sigruðu á Opna Norðurlandamótinu U17 kvenna sem fram fór hér á Íslandi dagana 1. - 6. júlí.  Þjóðverjar lögðu Dani örugglega í úrslitaleik, 3 - 0, á Laugardalsvelli í dag.  Finnar lentu í þriðja sæti en íslenska liðið lenti í því áttunda eftir tap gegn Englendingum.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar 12. og 13. júlí - 5.7.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar um helgina 12. - 13. júlí og fara æfingarnar fram á grasvellinum við Kórinn.  Alls eru 30 leikmenn valdir fyrir þessar æfingar að þessu sinni. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Undirbúningshópur fyrir EM U17 kvenna 2015 - 5.7.2013

Um helgina fara fram æfingar hjá sérstökum undirbúningshópi leikmanna fyrir EM U17 kvenna 2015.  Úlfar Hinriksson, þjálfari liðsins hefur valið hóp 30 leikmanna frá 15 félögum á æfingarnar, sem fara fram í Kórnum í Kópavogi.
Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Finnlandi - 5.7.2013

Gunnar Jarl Jónsson mun, þriðjudaginn 9. júlí, dæma leik TPS Turku frá Finnlandi og AS Jeunesse Esch frá Lúxemborg í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.  Þetta er seinni viðureign liðanna en Jeunesse Esch vann fyrri leikinn, fremur óvænt, 2 - 0.
Lesa meira
 
England-Noregur á Opna NM U17 kvenna

Opna NM U17 kvenna - Riðlakeppni lokið - 4.7.2013

Í dag lauk riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins hjá U17 kvenna en leikstaðir dagsins voru Fylkisvöllur og N1-völlurinn í Sandgerði.  Eftir leiki dagsins er ljóst að Þýskaland og Danmörk leika til úrslita.  Noregur og Finnland leika um 3. sætið.  Holland og Svíþjóð leika um 5. sætið og Ísland og England um 7. sætið.  Allir þessir leikir fara fram laugardaginn 6. júlí og hefjast kl. 11:00 að undanskildum úrslitaleiknum sem hefst kl. 13:30

Lesa meira
 
Ólafur Rafnsson

Kveðja til Ólafs Rafnssonar - 4.7.2013

Ólafur Rafnsson var öflugur málsvari íþrótta á Íslandi, það var honum í blóð borið enda sannur keppnismaður.  Hann var leiðtogi okkar og miðlaði málum þannig að sátt og samlyndi ríkti innan vébanda ÍSÍ.
Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið niður um 12 sæti - 4.7.2013

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í morgun, er Ísland í 73. sæti listans og fellur niður um 12 sæti síðan að síðasti listi var gefinn út. Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans og koma Þjóðverjar þar á eftir. Lesa meira
 
Ísland á NM U17 kvenna 2013

Opna NM U17 kvenna: Byrjunarlið Íslands gegn Finnum - 4.7.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Finnum í dag kl. 16:30 á N1-vellinum í Sandgerði. Með sigri á íslenska liðið möguleika á öðru sæti riðilsins sem mundi þýða að leikið yrði um 3. sætið á mótinu á laugardaginn.

Lesa meira
 
Ísland og Þýskaland á NM U17 kvenna 2013

Opna NM U17 kvenna: Riðakeppninni lýkur í dag - 4.7.2013

Lokaleikir riðlakeppni á opna UM U17 kvenna fara fram í dag og fara leikirnir fram á Fylkisvelli og N1 vellinum í Sandgerði.  Danir hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitaleiknum og mikið þarf að gerast til að Þjóðverjar verði ekki mótherjar þeirra þar.  Íslendingar geta, með sigri á Finnum, skotist upp í annað sæti riðilsins og þar með leikið um þriðja sætið á laugardaginn. Lesa meira
 
2013 women

Katrín Ásbjörnsdóttir ekki með á EM 2013 - Soffía Arnþrúður kemur inn - 4.7.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt breytingu á landsliði Íslands fyrir lokakeppni EM. Katrín Ásbjörnsdóttir, Þór/KA, er meidd og getur ekki verið með í Svíþjóð. Í hennar stað hefur Sigurður valið Soffíu Arnþrúði Gunnarsdóttur úr Stjörnunni.
Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Víkingur Ólafsvík í þriggja liða riðli í Futsal - 3.7.2013

Dregið hefur verið í riðla í Evrópukeppni félagsliða í Futsal (UEFA Futsal Cup) og eru fulltrúar Íslands Víkingar frá Ólafsvík.  Riðillinn sem þeir leika í fer einmitt fram á heimavelli þeirra í Ólafsvík dagana 27. ágúst - 1. september og í honum eru þrjú lið.

Lesa meira
 
England-Noregur á Opna NM U17 kvenna

Markahæstu leikmenn á Opna NM U17 kvenna eftir tvær umferðir - 3.7.2013

Að tveimur umferðum loknum á Opna NM U17 kvenna, sem fram fer hér á landi, er ekki úr vegi að kíkja á markahæstu leikmenn mótsins. Í A-riðli hafa Þjóðverjar skorað langmest af mörkum og því eðlilegt að þeirra leikmenn séu áberandi.  Í B-riðli hafa tveir leikmenn skorað þrjú mörk. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Handhafar A-skírteina frá KSÍ sem ætla á Evrópuleik Breiðabliks - 2.7.2013

Þeir handhafar A-skírteina frá KSÍ sem ætla á leik Breiðabliks og FC Santa Coloma frá Andorra í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag þurfa að sækja miða til félagsins á miðvikudag.  Smellið hér að neðan til að skoða tilkynningu Breiðabliks.
Lesa meira
 
England-Noregur á Opna NM U17 kvenna

Opna NM U17 kvenna:  Línur að skýrast - 2.7.2013

Línurnar tóku heldur betur að skýrast í toppbaráttu riðlanna á Opna NM eftir leiki dagsins.  Ljóst er að Danir verða í efsta sæti B-riðils og leika þar með til úrslita í mótinu og miðað við stöðuna í A-riðli virðist fátt geta komið í veg fyrir að mótherjar þeirra verði Þjóðverjar. Lesa meira
 
fh-ajaxonlineacademy-3

FH í samstarf við Ajax Online Academy - 2.7.2013

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar FH og Ajax Online Academy hafa gert með sér þriggja ára samstarfssamning, sem felur í sér að þjálfarar FH fá aðgang að upp undir 1000 æfingum auk þess sem það auðveldar þjálfurum að skipuleggja æfingar, gera áætlanir og halda betur utan um sína iðkendur, skv. fréttatilkynningu frá FH.

Lesa meira
 
Ísland á NM U17 kvenna 2013

Byrjunarliðið gegn Hollendingum í dag - 2.7.2013

Í dag, þriðjudag, fer fram önnur umferð á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða kvenna. Ísland mætir Hollandi á Nettó-vellinum í Reykjanesbæ kl. 16:00 og hefur Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins tilkynnt byrjunarlið sitt.  Gerðar eru þrjár breytingar frá fyrsta leik. Lesa meira
 
Ísland á NM U17 kvenna 2013

Nína Kolbrún í U17 hópinn í stað Petreu Bjartar - 2.7.2013

Petrea Björt Sævarsdóttir varð fyrir meiðslum í leik með U17 kvenna á mánudag og verður ekki meira með á Opna NM.  Í samræmi við reglugerð mótsins hefur Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins, kallað Nínu Kolbrúnu Gylfadóttur, leikmann Vals, inn í hópinn í stað Petreu. Lesa meira
 
Ísland og Þýskaland á NM U17 kvenna 2013

Annar leikdagur á Opna NM U17 kvenna - 2.7.2013

Annar leikdagur á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða kvenna er runninn upp og í dag, þriðjudag, er leikið á Nettó-vellinum í Reykjanesbæ og á Fjölnisvelli í Grafarvogi. Ísland leikur suður með sjó kl. 16:00 og mætir þar Hollandi í lykilleik fyrir bæði lið, sem eru án stiga eftir fyrstu umferð.

Lesa meira
 
Ísland og Þýskaland á NM U17 kvenna 2013

Opna NM U17 kvenna:  Fyrsta leikdegi lokið - 1.7.2013

Fyrsta leikdegi á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða kvenna lauk með markaveislu á Hertz-vellinum í Breiðholti, þar sem leiki í B-riðli fóru fram.  Ísland lék í grindavík gegn Þýskalandi, þar sem þær þýsku höfðu betur.  Finnar unnu Hollendinga í Grindavík í opnunarleiknum.
Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Meistarar mætast í undanúrslitum - 1.7.2013

Dregið hefur verið í undanúrslit Borgunarbikars kvenna og er óhætt að segja að það séu spennandi viðureignir framundan. Annars vegar mætast Breiðablik og Fylkir, hins vegar ríkjandi Borgunarbikarmeistarar Stjörnunnar og Íslandsmeistarar Þórs/KA.

Lesa meira
 
KSI_2012_U17kv-09-002

Leikir á Opna NM í beinni á Sport TV - 1.7.2013

Vefsíðan Sport TV (http://www.sporttv.is/) mun sýna beint frá leikjum í Opna Norðurlandamóti U17 kvenna, alls 7-8 leiki. Sýnt verður beint frá tveimur leikjum á sama leikstað á hverjum leikdegi í riðlakeppninni og síðan frá úrslitaleiknum sjálfum, sem fram fer á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
KSI_2012_U17kv-09-018

Byrjunarlið Íslands gegn Þjóðverjum - 1.7.2013

Opna NM U17 landsliða kvenna byrjar í dag, mánudag, og í dag er leikið í Grindavík og á Hertz-vellinum í Breiðholti (ÍR). Ísland mætir Þýskalandi á Grindavíkurvelli kl. 16:00 og hefur Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins tilkynnt byrjunarlið sitt.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Þór/KA, Stjarnan, Fylkir og Breiðablik í undanúrslitum - 29.6.2013

Leikirnir fjórir í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna fóru allir fram á föstudagskvöld.  Íslandsmeistarar Þórs/KA, ríkjandi Borgunarbikarmeistarar Stjörnunnar, 1. deildarlið Fylkis og Breiðablik tryggðu sér sæti í undanúrslitum.  Dregið verður í hádeginu á mánudag.

Lesa meira
 
Hermann Gunnarsson í landsleik

Kveðja til Hemma Gunn - 28.6.2013

Við kveðjum einn besta talsmann knattspyrnunnar og góðan félaga með söknuði en minningin um Hemma Gunn mun lifa. Við sendum ættingjum og vinum Hermanns innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

8-liða úrslit Borgunarbikars kvenna í kvöld - 28.6.2013

Í kvöld, föstudagskvöld, fara fram leikirnir í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og er óhætt að segja að það séu stórleikir á dagskrá.  Á Hásteinsvelli mætast ÍBV og Breiðablik, á Þórsvelli taka leikmenn Þórs/KA á móti Þrótti, Fylkir sækir HK/Víking heim, og Valur tekur á móti Stjörnunni. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Íslenskir dómarar í Evrópudeildinni 4. júlí - 28.6.2013

Það verða ekki einungis íslensk félagslið og íslenskir leikmenn í eldlínunni þann 4. júlí næstkomandi, þegar fram fer 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Íslenskur dómarakvartett verður einnig að störfum með Þórodd Hjaltalín fremstan í flokki. Lesa meira
 
KSI_2012_U17kv-09-002

Opna NM U17 kvenna hefst mánudaginn 1. júlí - 28.6.2013

Mánudaginn 1. júlí hefst Opna Norðurlandamót U17 landsliða kvenna, og fer það fram hér á landi í ár, í Reykjavík og á Suðurnesjum.  Fyrsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi á Grindavíkurvelli á mánudag.  Sett hefur verið upp sérstök Facebook-síða fyrir mótið.

Lesa meira
 
Opin æfing A kvenna í Ólympíuviku

Um 70 krakkar mættu á opna æfingu - 28.6.2013

Um 70 krakkar mættu á opna æfinga hjá A landsliði kvenna, sem fram fór á Valbjarnarvelli í dag, föstudag, í tengslum við alþjóðlega Ólympíuviku. Eftir æfinguna gafst kostur á myndatöku með leikmönnum landsliðsins og eiginhandaráritunum.

Lesa meira
 
Wokefield

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Wokefield í nóvember 2013 - 28.6.2013

KSÍ heldur 6. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park, Englandi dagana 8.-15. nóvember 2013.  Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði og er síðasti dagur umsókna 15. ágúst næstkomandi, en fræðslunefnd stefnir á að taka inn 20 þjálfara á námskeiðið.

Lesa meira
 
KR

Úrskurður í máli Breiðabliks gegn KR - 26.6.2013

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Breiðabliks gegn KR í leik félaganna í eldri flokki karla 40+ sem fram fór 11. júní síðastliðinn. Kært var á grundvelli þess að um ólöglega skipað lið væri um að ræða. 

Lesa meira
 
Fylkir

Úrskurður í máli Fylkis gegn Gróttu - 26.6.2013

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Fylkis gegn Gróttu vegna leiks félaganna í 2. flokki kvenna B deild sem fram fór 30. maí síðastliðinn en kært var á grundvelli þess að ekki voru aðstoðardómarar á leiknum. Samkvæmt úrskurði skulu úrslit leiksins standa óhögguð.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn valinn fyrir Opna Norðurlandamótið - 25.6.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur fyrir Íslands hönd á Opna Norðurlandamótinu sem fer fram hér á landi dagana 1. - 6. júlí. Ísland verður í riðli með Finnlandi, Þýskalandi og Hollandi og verður riðill Íslands leikinn á Suðurnesjum.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Þrír Evrópuleikir á Íslandi fimmtudaginn 4. júlí - 25.6.2013

Það verður mikið um að vera í knattspyrnulífinu á Íslandi, fimmtudaginn 4. júlí.  Þrír leikir í Evrópudeild UEFA verða hér á landi þennan dag og verður leikið í Vestmannaeyjum, á KR vellinum og í Kópavogi.  Þennan dag fara einnig fram fjórir landsleikir á Norðurlandamóti U17 kvenna en þeir verða leiknir á Fylkisvelli og N1 vellinum í Sandgerði.

Lesa meira
 
Olympiudagurinn

Ólympíuvikan - Kvennalandsliðið býður í heimsókn - 25.6.2013

Á hverju ári er haldið upp á alþjóðlega Ólympíudaginn út um allan heim Hér á landi hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur undanfarin ár. En í stað þess að vera með einn dag hefur undanfarin ár verið boðið uppá Ólympíuviku.  Hægt verður að fara á æfingu hjá kvennalandsliðinu í knattspyrnu í Ólympíuvikunni. Föstudaginn 28. júní munu stelpurnar æfa á Valbjarnarvelli í Laugardal og hefst æfingin kl.10:00 og stendur til 11:30.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - ÍBV mætir HB frá Færeyjum - 24.6.2013

Rétt í þessu var dregið í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA en dregið var í höfuðstöðvum UEFA. Þrjú íslensk lið voru í pottinum og eru athygliverðar viðureignir framundan hjá þeim.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A kvenna - 23 leikmenn valdir fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð - 24.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt 23 leikmenn sem skipa hópinn í úrslitakeppni EM í Svíþjóð. Mótið hefst 10. júlí en fyrsti leikur Íslands er degi síðar, 11. júlí, þegar liðið mætir Noregi í Kalmar.  Einn nýliði er í hópnum, Anna Björk Kristjánsdóttir úr Stjörnunni. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH mætir Ekranas frá Litháen í Meistaradeild UEFA - 24.6.2013

Dregið hefur verið í fyrstu tveimur umferðunum í forkeppni Meistaradeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í morgun. Íslandsmeistarar FH mæta Ekranas frá Litháen í 2. umferð forkeppninnar og fer fyrri leikurinn fram ytra 16/17 júlí en sá síðar á Kaplakrikavelli, 23/24 júlí. Lesa meira
 
Ólafur Rafnsson

Mínútu þögn kl. 10:00 til að minnast Ólafs Rafnssonar - 24.6.2013

Til að minnast Ólafs Rafnssonar, forseta ÍSÍ, óskar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þess við aðildarfélög sín með starfsemi í dag að mínútu þögn verði kl. 10:00 í dag, mánudaginn 24. júní. Tilkynningu þess efnis má sjá hér að neðan. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Dregið í Meistaradeild UEFA og Evrópudeild UEFA á mánudaginn - 21.6.2013

Næstkomandi mánudag, 24. júní, verður dregið í fyrstu umferðir í Meistaradeild UEFA og Evrópudeild UEFA. Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA og verða fjögur íslensk félög í pottinum, FH í Meistaradeildinni en KR, Breiðablik og ÍBV í Evrópudeildinni. Lesa meira
 
Merki FIFA

Vegna umræðu um notkun spjaldtölva á varamannabekk - 21.6.2013

Vegna umræðu um notkun spjaldtölva á varamannabekk og við boðvang á knattspyrnuleikjum er rétt að fram komi að samkvæmt túlkun FIFA er bannað samkvæmt knattspyrnulögunum að skoða beinar útsendingar af leikjum á boðvangi (technical area) á meðan á leik stendur. Lesa meira
 
leyfis-uefa-ksi

Fundur 15 aðildarlanda UEFA - 21.6.2013

Dagana 18. og 19. júní fór fram vinnufundur UEFA um leyfismál í höfuðstöðvum KSÍ og er þetta í fyrsta skipti sem þessi árlegi fundur fer fram hér á landi. Á þessum fundum er jafnan fjallað almennt um leyfiskerfið, regluverkið, vinnulag, þær breytingar sem þegar hafa verið gerðar og þær breytingar sem framundan eru.

Lesa meira
 
Siggi-Vikingur

Borgunarbikar karla - Bikarmeistararnir til Eyja - 21.6.2013

Í hádeginu í dag var dregið um það hvaða félög mætast í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Bikarmeistarar síðasta árs, KR, fara til Vestmannaeyja en leikir þessara umferðar fara fram 7. - og 8. júlí.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA - Stelpurnar áfram í 15. sæti - 21.6.2013

Íslenska kvennalandsliðið er í 15. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Liðið er því í sama sæti og á síðasta lista en Bandaríkin tróna á toppnum sem fyrr og, mótherjar Íslendinga á EM í sumar, Þjóðverjar eru í öðru sæti listans. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Dregið í 8-liða úrslitum í hádeginu - 21.6.2013

Í hádeginu í dag, föstudaginn 21. júní, verður dregið í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Eins og gefur að skilja eru átta félög eftir í keppninni og koma sex þeirra úr Pepsi-deildinni og sitt hvort félagið úr 1. og 2. deild. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Tveggja marka tap í Viborg - 20.6.2013

Íslensku stelpurnar biðu lægri hlut í dag gegn sterku liði Dana í vináttulandsleik sem fram fór í Viborg.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Dani sem skoruðu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum.  Þetta var síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM sem hefst í Svíþjóð 10. júlí.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Noregi, í Kalmar, þann 11. júlí. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið er mætir Dönum - 20.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Dönum í vináttulandsleik kl. 16:00 í dag. Leikið verður í Viborg og er þetta síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð.  Fylgst verður með leiknum á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Ólafur Rafnsson

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ er látinn - 20.6.2013

Forseti ÍSÍ, Ólafur Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri. Vegna fráfalls Ólafs fer KSÍ þess á leit við aðildarfélög sín að þau hafi mínútu þögn fyrir næstu leiki í meistaraflokki karla og kvenna, hvort sem næsti leikur er í bikarkeppni eða Íslandsmóti. A landslið kvenna mætir Dönum í Viborg í dag og mun leika með sorgarbönd.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - 16-liða úrslitum lýkur í kvöld - 20.6.2013

Síðustu tveir leikir 16-liða úrslita Borgunarbikars karla fara fram í kvöld og má búast við hörkuviðureignum.  ÍA og Breiðablik mætast á Akranesi kl. 19:15 og kl. 20:00 tekur Stjarnan á móti FH í Garðabæ.  Það kemur því í ljós í kvöld hver verða tvö síðustu félögin í pottinn en dregið verður í 8-liða úrslitum, föstudaginn 21. júní.

Lesa meira
 
Æfing í Viborg

A kvenna - Leikið gegn Dönum í dag - 20.6.2013

Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag vináttulandsleik gegn Dönum og fer leikurinn fram í Viborg. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en þetta er síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð sem hefst 10. júlí.

Aðstæður eru hinar bestu í Viborg á æfði íslenska liðið á keppnisvellinum í gær.  Allir leikmenn hópsins eru heilir og klárir í slaginn.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Fimm leikir fara fram í kvöld í 16-liða úrslitum - 19.6.2013

Í kvöld, miðvikudaginn 19. júní, heldur áfram keppni í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla og eru fimm leikir á dagskránni. Tveir leikir fara svo fram á morgun, fimmtudag, en einum leik er þegar lokið og hafði ÍBV betur þar gegn BÍ/Bolungarvík. Lesa meira
 
Mist Edvardsdóttir

A kvenna - Mist Edvardsdóttir inn í hópinn - 18.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, gerði eina breytingu til viðbótar á hópnum sem hélt til Danmerkur í gær að leika vináttulandsleik gegn Dönum á fimmtudaginn. Mist Edvardsdóttir kemur inn fyrir Önnu Björk Kristjánsdóttur.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Elísa Viðarsdóttir inn í hópinn - 13.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið Elísu Viðarsdóttur í landsliðshópinn sem mætir Dönum í vináttulandsleik 20. júní. Elísa kemur í stað Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur sem er meidd. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Sandra kemur inn í hópinn - 13.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Dönum í vináttulandsleik í Viborg þann 20. júní næstkomandi. Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir kemur inn í hópinn í stað Þóru Helgadóttur sem er meidd. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 12.6.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi.  Þessar æfingar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir Norðurlandamót stúlkna sem fram fer hér á landi, 1. - 6. júlí. 

Lesa meira
 
EM kvennalandsliða

A kvenna - Hópur 40 leikmanna tilkynntur - 12.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp 40 leikmanna og tilkynnt hann til UEFA samkvæmt reglugerð úrslitakeppni EM.  Úr þessum leikmannahópi verða svo valdir þeir 23 leikmenn sem fara til Svíþjóðar í júlí. Lesa meira
 
N1-vollurinn-Varma

Gamalkunnir vellir fá ný nöfn - 12.6.2013

Það hefur færst mikið í aukanna að íþróttamannvirki taki upp nafn styrktaraðila og eru knattspyrnuvelli þar ekki undanþegnir.  Nú hafa tveir gamalkunnir vellir fengið ný nöfn, Eskifjarðarvöllur og Varmárvöllur. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Valur og Stjarnan mætast í 8-liða úrslitum - 12.6.2013

Í dag var dregið í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Félögin sem léku til úrslita á síðasta tímabili, Valur og Stjarnan mætast á Vodafonevellinum en allir leikirnir fara fram 28. júní. Lesa meira
 
kvenna1

A kvenna - Hópurinn sem mætir Dönum í Viborg - 12.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Dönum í vináttulandsleik í Viborg, fimmtudaginn 20. júní.  Þetta er síðasti leikur Íslands áður en úrslitakeppni EM hefst í Svíþjóð þann 10. júlí næstkomandi.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Dregið í 8 liða úrslitum í dag - 12.6.2013

Í hádeginu í dag verður dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Eftir leiki gærkvöldsins eru ljóst hvaða félög verða í pottinum í dag en sjö þeirra eru í Pepsi-deildinni en eitt úr 1. deild, Fylkir. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Polla- og Hnátumót 2013 - Staðfestir leikdagar - 11.6.2013

Leikdagar í Polla og Hnátumótum hafa nú allir verið staðfestir á heimasíðu KSÍ. Úrslitakeppnir Pollamóta fara fram 17. og 18. ágúst. Úrslitakeppnir Hnátumóta fara fram 24. og 25. ágúst.  Athugið að allmargar breytingar hafa orðið á leikdögum og eins hafa hafa átt sér stað tímabreytingar frá því að drög voru send út.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - 16 liða úrslit klárast í kvöld - 11.6.2013

Í kvöld klárast keppni í 16 liða úrslitum Borgunbikars kvenna en þá eru sex leikir á dagskránni. ÍBV og Þór/KA hafa þegar tryggt sér áframhaldandi sæti í keppninni en dregið verður í 8 liða úrslitum í hádeginu á miðvikudag og hefst athöfnin kl. 12:00

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli drengja 2013 - Dagskrá og þátttakendur - 10.6.2013

Knattspyrnuskóli karla 2013 fer fram að Laugarvatni 17. - 21. júní næstkomandi. Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1999.

Lesa meira
 
A landslið karla

Slóvenar höfðu betur í Laugardalnum - 7.6.2013

Slóvenar höfðu betur á Laugardalsvelli í kvöld en Íslendingar tóku á móti þeim í undankeppni HM. Lokatölur urðu 2 - 4 eftir að staðan hafði verið jöfn, 2 - 2 í leikhléi.  Næsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Sviss á útivelli, 6. september, en næsta verkefnið er hinsvegar vináttulandsleikur gegn Færeyingum á Laugardalsvelli, 14. ágúst.

Lesa meira
 
Slovenia-1

Byrjunarliðið gegn Slóveníu - 7.6.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvenum á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst nú kl. 19:00 og er liður í undankeppni HM 2014. Byrjunarliðið er þannig skipað:

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Miðasala hefst kl. 12:00 á Laugardalsvelli - 7.6.2013

Miðasala hefst á Laugardalsvelli kl. 12:00 á leikdag á leik Íslands og Slóveníu. Nú kl. 8:00 í morgun eru um 1.000 miðar eftir og um að gera að hafa hraðar hendur. Hægt er að kaupa miða á netinu fram að leik. Leikurinn hefst kl. 19:00 en völlurinn sjálfur opnar kl. 18:00 og eru vallargestir hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sætur sigur í Armeníu - 6.6.2013

Strákarnir í U21 unnu í dag sætan sigur á Armenum en leikurinn var í undankeppni EM. Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Ísland sem höfðu leitt í leikhléi, 0 - 1. Emil Atlason gerði bæði mörk Íslands í leiknum, það síðara á lokamínútum leiksins sem reyndist sigurmark leiksins. Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Fjöldi bílastæða í Laugardalnum - 6.6.2013

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. VIð minnum svo vallargesti að mæta tímanlega á leik Íslands og Slóveníu sem hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Armenum - 6.6.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Armenum í undankeppni EM í dag. Leikið verður í Jerevan en þetta er annar leikur Íslands í riðlinum. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 61. sæti - 6.6.2013

Íslenska karlalandsliðið fer upp um 12 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Ísland er nú í 61. sæti listans en ef aðeins eru tekin til Evrópuþjóðirnar, er Ísland í 30. sæti af 53 þjóðum. Spánverjar eru sem fyrr á toppi listans.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Leikið gegn Armenum í dag - 6.6.2013

Strákarnir í U21 leika í dag annan leik sinn í undankeppni EM en leikið verður við Armena í Jerevan kl. 15:00 að íslenskum tíma. Íslendingar lögðu Hvít Rússa í fyrsta leik sínum, einnig á útivelli, en þetta er fyrsti leikur mótherjanna í riðlinum. Lesa meira
 
Felix Zwayer

Þýskir dómarar á Ísland - Slóvenía - 5.6.2013

Það verður dómarakvartett frá Þýskalandi sem verður við stjórnvölinn þegar Ísland tekur á móti Slóveníu í undankeppni HM. Dómarinn heitir Felix Zwayer og aðstoðardómarar hans verða Detlef Scheppe og Mike Pickel. Lesa meira
 
Island-Noregur-(3)

A karla - Æft í Kórnum í dag - 4.6.2013

Karlalandsliðið undirbýr sig nú undir hinn mikilvæga leik gegn Slóvenum sem fram fer á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. júní kl. 19:00. Liðið æfði í Kórnum í dag en æft verður á Laugardalsvelli á morgun.

Lesa meira
 
Hrazdan völlurinn í Jerevan

U21 karla - Hópurinn kominn til Armeníu - 4.6.2013

Strákarnir í U21 karla eru komnir til Jerevan í Armeníu þar sem leikið verður við heimamenn í undankeppni EM, fimmtudaginn 6. júní. Liðið var komið á áfangastað í nótt eftir langt ferðalag og var tekinn göngutúr fyrri hluta dags en æft verður svo síðar í dag. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Noregi - 4.6.2013

Gunnar Jarl Jónsson mun á morgun dæma vináttulandsleik Noregs og Finnlands hjá U21 karla. Leikið verður í Hönefoss og verða aðstoðarmenn Gunnars norskir í þessum leik, þeir Dag R. Nebben og Ivar Jahr. Fjórði dómari er einnig frá Noregi, Kristoffer Helgerud. Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Eistlandi - 4.6.2013

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni, föstudaginn 7. júní, þegar hann dæmir leik Eistlands og Danmerkur sem leikinn verður í Tallinn. Leikurinn er liður í undankeppni EM U21 karla en aðstoðardómarar Þorvaldar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Gylfi Þór Sigurðsson. Fjórði dómari verður Þóroddur Hjaltalín. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Ísland – Slóvenía - Miðar fyrir handhafa A-passa - 3.6.2013

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland –Slóvenía í undankeppni HM 2014 afhenta miðvikudaginn 5. júní frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Bikarmeistararnir fara í Breiðholtið - 3.6.2013

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Bikarmeistarar KR fara í Breiðholtiið og leika gegn Leikni. Stjarnan tekur á móti FH í Garðabænum en viðureignirnar eru eftirfarandi:

Lesa meira
 
Jóhann Gunnar Guðmundsson

Jóhann Gunnar að störfum í Ísrael - 3.6.2013

Jóhann Gunnar Guðmundsson verður næstu daga að störfum í Ísrael þar sem hann starfar í úrslitakeppni EM U21 karla. Keppnin fer fram dagana 5. - 18. júní en Jóhann verður fjórði dómari á opnunarleik keppninnar, Ísrael - Noregur.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Dregið í 16 liða úrslitum í dag - 3.6.2013

Í hádeginu í dag verður dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Eins og ætíð er mikil spenna yfir því hvaða félög etja kappí í næstu umferð en úrslitaleikur Borgunarbikarsins fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 17. ágúst.

Lesa meira
 
kvenna1

Þær skosku höfðu betur í Laugardalnum - 1.6.2013

Ísland og Skotland mættust í vináttulandsleik í dag á Laugardalsvelli í fínu fótboltaveðri. Lokatölur urðu 2 - 3 eftir að Skotar höfðu leitt í leikhléi, 1 –3. Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins á heimavelli áður en það etur kappi við bestu þjóðir Evrópu í úrslitakeppni EM í sumar.

Lesa meira
 
Æfing á V'ikingsvelli 2013

Opin æfing hjá karlalandsliðinu á mánudag - 31.5.2013

A landslið karla hefur nú þegar hafið undirbúning sinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóveníu föstudaginn 7. júní. Mánudaginn 3. júní kl. 17:30 verður opin æfing á Víkingsvelli í Reykjavík og er stuðningsmönnum velkomið að mæta í Víkina til að fylgjast með æfingunni. Lesa meira
 
Gangi ykkur vel á EM!

Kveðjukort til stelpnanna - Gangi ykkur vel á EM! - 31.5.2013

Eins og kunnugt er munu stelpurnar okkar í A landsliði kvenna leika í úrslitakeppni EM í annað sinn þegar þær fara til Svíþjóðar í sumar. Síðasti heimaleikur þeirra fyrir keppnina fer fram á Laugardalsvelli á laugardag og þar mun vallargestum gefast kostur á því að skrifa á kveðjukort til stelpnanna. Lesa meira
 
kvenna1

Ísland - Skotland - Miðasala hefst kl. 14:00 á Laugardalsvelli - 31.5.2013

Kvennalandslið Íslands og Skotlands mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní kl. 16:45. Þetta er síðasti heimaleikur íslenska liðsins áður en þær leika í úrslitakeppni EM í Svíþjóð í júlí.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is en einnig verður hægt að kaupa miða á leikdag á Laugardalsvelli frá kl. 14:00. Lesa meira
 
sjalandsskoli-007

Lukkupottur á kvennalandsleiknum á laugardag - 31.5.2013

Á vináttulandsleik kvennaliða Íslands og Skotlands á laugardag gefst miðakaupendum kostur á að taka þátt í sérstökum lukkuleik sem gefur möguleika á skemmtilegum og kannski svolítið óhefðbundnum vinningum.  Settu aðgöngumiðann í pottinn! Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli stúlkna 2013 – Þátttakendur og dagskrá - 31.5.2013

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1999. Mæting er stundvíslega kl. 13:30 mánudaginn 10. júní á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli. Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Polla- og Hnátumót KSÍ 2013 - 31.5.2013

Hér að neðan má finna yfirlit yfir riðlaskiptingu og mótshaldara í Polla- og Hnátumótum KSÍ. Hér á heimasíðunni má svo sjá drög að niðurröðun leikja. Vinsamlegast farið ítarlega yfir þátttöku ykkar liðs. Minnt er á að leikið er í 5 manna liðum Lesa meira
 
Sara Persson

Ísland - Skotland - Dómari leiksins kemur frá Svíþjóð - 30.5.2013

Það verður hin sænska Sara Persson sem dæmir vináttulandsleik Íslands og Skotlands á Laugardalsvelli. Leikurinn fer fram laugardaginn 1. júní og hefst kl. 16:45. Aðstoðardómarar Söru verða Rúna Kristín Stefánsdóttir og Gylfi Már Sigurðsson. Fjórði dómari verður Áskell Þór Gíslason.

Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Hópurinn sem mætir Slóvenum - 29.5.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Slóvenum í undankeppni HM á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. júní kl. 19:00. MIðasala á leikinn er í fullum gangi og óhætt að segja að hún gangi vel fyrir þennan mikilvæga leik. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Bikarmeistararnir fara í Mosfellsbæinn - 29.5.2013

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu. Bikarmeistarar síðasta árs, Stjarnan, fara í Mosfellsbæinn þar sem leikið verður við Aftureldingu. Einn slagur á milli 1. deildar liða verður á dagskránni þegar Fylkir mætir Tindastóli.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Skotland - A passar gilda við innganginn - 29.5.2013

Handhafar A passa KSÍ 2013 geta sýnt passann við innganginn þegar komið er á vináttulandsleik Íslands og Skotlands, laugardaginn 1. júní kl. 16:45.  Ekki þarf að sækja miða á skrifstofu KSÍ heldur gildir skírteinið við innganginn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ísland - Skotland - Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja - 29.5.2013

Frítt er inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á vináttulandsleik Íslands og Skotlands. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní og hefst kl 16:45. Hægt er að framvísa viðeigandi skírteinum við innganginn og þarf því ekki að sækja miða áður á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri iðkendum aðildarfélaga boðið á Ísland - Skotland - 29.5.2013

Eins og kunnugt er  leikur íslenska kvennalandsliðið vináttulandsleik gegn Skotum, næstkomandi laugardag kl. 16:45 á Laugardalsvelli.  Þetta er síðasti leikur liðsins á heimavelli fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í júlí í Svíþjóð.  Frítt er á leikinn fyrir 16 ára og yngri og hvetjum við aðildarfélög til þess að skipuleggja hópferðir á leikinn.

Lesa meira
 
Lars-Lagerback

A karla - Hópurinn gegn Slóvenum verður tilkynntur í dag - 29.5.2013

Í dag verður haldinn blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, mun tilkynna hópinn sem leikur gegn Slóvenum á Laugardalsvelli 7. júní í undankeppni HM.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Dregið í 16 liða úrslitum í dag - 29.5.2013

Í hádeginu í dag verður dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Eftir leiki 2. umferðar í gærkvöldi eru eftir sex félög og við bætast Pepsi-deildar félögin tíu. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn sem mætir Armeníu - 28.5.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Armeníu í undankeppni EM. Leikið verður í Jerevan, fimmtudaginn 6. júní, og er þetta annar leikur Íslands í þessari undankeppni. Fyrsti leikurinn var gegn Hvít Rússum og höfðu Íslendingar þar betur. Lesa meira
 
johann-berg-treyja

Treyjupottur Reykjadals - 28.5.2013

Treyjupottur Reykjadals er söfnunarátak sem knattspyrnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson stendur að í samstarfi við íslenskt afreksfólk í knattspyrnu. Leikmennirnir hafa gefið treyjur sínar til þessa frábæra málefnis og rennur ágóðinn til Styrkarfélags lamaðra og fatlaðra sem rekur Reykjadal, sumardvalarheimili fyrir fötluð börn í Mosfellsdal.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Önnur umferð fer fram í kvöld - 28.5.2013

Önnur umferð Borgunarbikars kvenna fer fram í kvöld, þriðjudaginn 28. maí, en þá verða sex leikir á dagskránni. Á morgun, miðvikudaginn 29. maí, verður svo dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og koma þá Pepsi-deildar félögin í pottinn Lesa meira
 
Scotland-hopur

A kvenna - Skoski hópurinn sem mætir Íslendingum á Laugardalsvelli - 28.5.2013

Framundan er vináttulandsleikur á milli Íslands og Skotlands en leikið verður á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní kl. 16:45. Þetta verður síðasti heimaleikur íslensku stelpnanna fyrir úrslitakeppni EM sem hefst í Svíþjóð 10. júlí. Lesa meira
 
Icelandair

Heldurðu að þú getir hitt þverslána frá vítateigsboganum? - 27.5.2013

Í hálfleik á vináttulandsleik kvennaliða Íslands og Skotlands, sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:45, munu þrír heppnir vallargestir Laugardalsvallar fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri þraut.  Vinningurinn ferð fyrir tvo til útlanda með Icelandair!

Lesa meira
 
Merki ÍBR

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda 27. - 31. maí - 24.5.2013

Úrvalslið frá Reykjavík er boðið að taka þátt í grunnskólamóti höfuðborg Norðurlanda sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 27.-31. maí. Löng hefð er fyrir mótinu og er Reykjavík að taka þátt í áttunda sinn en saga mótsins spannar 65 ára tímabil. ÍBR sér um undirbúning fram að móti og sendir með tvo fararstjóra Lesa meira
 
11.-supufundur

Súpufundur KSÍ - Sigurður Ragnar fjallaði um leikjaálag ungra leikmanna - 23.5.2013

Súpufundur KSÍ, sá ellefti í röðinni, fór fram í hádeginu í gær í höfuðstöðvum KSÍ.  Þar flutti Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ og landsliðsþjálfari, hugleiðingar um leikjaálag hjá ungum leikmönnum.

Lesa meira
 
LM_Selfossi_2013

27. Landsmót UMFÍ á Selfossi 4.-7. júlí - 23.5.2013

Fyrstu helgina í júlí verður 27. Landsmót UMFÍ haldið á Selfossi. Undirbúningur vegna mótsins hefur staðið yfir í langan tíma og stefnir Héraðssambandið Skarphéðinn á að halda glæsilegt mót.  Eins og áður verður keppt í knattspyrnu í karla- og kvennaflokki. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Feðgin dæmdu saman í 1. deild kvenna - 22.5.2013

Feðginin Bergur Þór Steingrímsson og Ellen Elísabet Bergsdóttir voru aðstoðardómarar á leik Fram og BÍ/Bolungarvíkur í 1. deild kvenna sem fram fór á mánudaginn. Áður höfðu þau starfað saman í tveimur leikjum í Borgunarbikar kvenna. Lesa meira
 
Sara Björk Gunnarsdóttir

A kvenna - Hópurinn valinn fyrir vináttulandsleik gegn Skotum - 21.5.2013

SIgurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Skotum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní. Hópinn skipa 23 leikmenn og er einn leikmaður í hópnum sem ekki hefur leikið A-landsleik áður, Katrín Ásbjörnsdóttir úr Þór/KA.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Er of mikið álag á ungu leikmönnunum þínum? - 21.5.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands heldur erindi um álag á ungum og efnilegum leikmönnum í knattspyrnu miðvikudaginn 22. maí kl 12:15.  Erindið er öllum opið, er ókeypis og tími verður fyrir spurningar í lokin. KSÍ býður upp á súpu að venju. Skráning er hafin á dagur@ksi.is Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Leikskýrslur í yngri aldursflokkum - 17.5.2013

Nú þegar keppni í Íslandsmótum yngri aldursflokka er að fara af stað er gott að hafa í huga hverning skal fara með leikskýrslurnar. Hér að neðan má finna upplýsingar um þetta en mikilvægt er að vanda til verks.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna - Þriðja umferð hefst í kvöld - 17.5.2013

Þriðja umferð Pepsi-deildar kvenna hefst í kvöld, föstudagskvöld, þegar Þróttur tekur á móti Breiðabliki á Gervigrasinu í Laugardal og hefst leikurinn kl. 18:00. Umferðinni lýkur svo á morgun, laugardag, með fjórum leikjum. Lesa meira
 
Save-the-Children

Réttur barna til að vera í fótbolta - 17.5.2013

Danska knattspyrnusambandið, í samvinnu við samtökin "Save the Children" stóð fyrir skemmtilegum viðburði á dögunum til að vekja athygli á þá sjálfsögðu réttindum barna til þess að iðka knattspyrnu. Blásið var til leiks þar sem danska kvennalandsliðinu mætti hvorki fleiri né færri en 100 börnum á knattspyrnuvellinum. Lesa meira
 
Sjálfboðaliðar að störfum

Skemmtileg verkefni við Norðurlandamót U16 kvenna í júlí - 17.5.2013

Opna Norðurlandamót U16 kvenna verður haldið í júlí sumar og er skipulag þess í höndum KSÍ. Fyrstu leikir mótsins fara fram 1. júlí og leikið verður um sæti 6. júlí. Riðill A fer fram á Suðurnesjum en riðill B á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Prúðmennskuverðlaun KSÍ og Borgunar fyrir opin mót 2013 - 16.5.2013

Minnt er á að þau félög sem halda opin mót í sumar fyrir yngri flokka geta pantað prúðmennskuverðlaun hjá KSÍ.  KSÍ sér um að panta verðlaunin sem viðkomandi félag sækir síðan í Ísspor, Síðumúla 17.  Pöntun skal send með tölvupósti á klara@ksi.is. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Þriðja umferðin í blíðviðrinu í kvöld - 16.5.2013

Þriðja umferð Pepsi-deildar karla fer fram í kvöld og eru sex leikir á dagskrá í bíðviðrinu. Deildin hefur byrjað af krafti og má búast við áframhaldandi fjöri á völlunum í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins hefst kl. 18:00 þegar KR tekur á móti Þórsurum á KR-velli.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Fyrsta umferðin hefst í kvöld - 16.5.2013

Fyrsta umferð Borgunarbikars kvenna hefst í kvöld, fimmtudaginn 16. maí. Þá mætast Álftanes og ÍR á Bessastaðavelli og hefst leikurinn kl. 19:00. Þetta er fyrsti leikurinn af fjórum í fyrstu umferð en hinir þrír leikirnir verða leiknir á laugardaginn. Önnur umferð fer svo fram þriðjudaginn 28. maí.

Lesa meira
 
Borgunarbikardrattur

Borgunarbikar karla - Baráttan um Kópavog í 32 liða úrslitum - 15.5.2013

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Það verður sannkallaður Kópavogsslagur þegar HK tekur á móti Breiðablik og að Hlíðarenda taka Valsmenn á móti Fram. Bikarmeistarar KR taka á móti Grindavík.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Dregið í 32 liða úrslitum í dag - 15.5.2013

Í hádeginu í dag verður dregið í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Eftir tvær fyrstu umferðirnar standa nú 20 félög eftir og inn í pottinn koma líka félögin úr Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Island-i-Vaxjo

Leikmenn og landsliðsþjálfarar heimsækja Växjö - 13.5.2013

Íslenska kvennalandsliðið mun leika 2 leiki í sumar í Växjö þegar liðið leikur í úrslitakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð í sumar. Til að kynna íslenska liðið fyrir heimafólki fóru landsliðsþjálfararnir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Lars Lagerbäck ásamt landsliðskonunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Þóru Helgadóttur, til Växjö. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar miðvikudaginn 15. maí - 10.5.2013

Miðvikudaginn 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta en félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokks- eða samningsbundna leikmenn aftur fyrr en 15. júlí nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum. Lesa meira
 
kvenna1

Miðasala er hafin á Ísland - Skotland - 10.5.2013

Laugardaginn 1. júní taka stelpurnar okkar á móti Skotum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:45. Liðið undirbýr sig af kappi fyrir úrslitakeppni EM, sem hefst í Svíþjóð 10. júlí, og hér er um að ræða síðasta heimaleik stelpnanna fyrir stóru átökin í sumar.  Miðasala á leikinn er nú hafin og er miðaverð á leikinn 1.000 krónur en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Um viðbótartíma - 10.5.2013

Nokkur umræða hefur verið um viðbótartíma og hvaða reglur gilda varðandi hann. Rétt er að benda á upplýsingar um viðbótartíma sem finna má í áhersluatriðum dómaranefndar 2013. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Mót sumarsins - Staðfest niðurröðun - 10.5.2013

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í eldri flokki karla. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir. Eftir er að gefa út niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ (6. flokkur – 5 manna bolti). Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 73. sæti listans - 10.5.2013

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í morgun, er íslenska karlalandsliðið í 73. sæti listans og er það sama sæti og á síðasta lista. Litlar breytingar eru á milli lista að þessu sinni og tróna Spánverjar á toppnum sem fyrr en Þjóðverjar koma þar næstir.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - KB og ÍA unnu C-deildirnar - 10.5.2013

Keppni í Lengjubikarnum er nú lokið en síðustu úrslitaleikirnir voru í C-deildum karla og kvenna. Hjá körlunum voru að Breiðhyltingarnir í KB sem lögðu Berserki í úrslitaleik með þremur mörkum gegn engu. Hjá konunum lögðu Skagastelpur Hauka með fjórum mörkum gegn einu. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - Úrslitaleikir C-deildar karla og kvenna framundan - 8.5.2013

Úrslitaleikir C-deildar karla og kvenna í Lengjubikarnum eru framundan. Úrslitaleikurinn í karlaflokki er í kvöld, miðvikudaginn 8. maí, á Víkingsvelli og hefst kl. 20:00. Þar taka Berserkir á móti KB. Konurnar leika á morgun, fimmtudaginn 9. maí, kl. 11:30. Þá mætast Haukar og ÍA á Schenkervellinum í Hafnarfirði. Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Farið yfir áhersluatriði dómaranefndar fyrir sumarið - 8.5.2013

Í síðustu viku funduðu fulltrúar dómara með leikmönnum og þjálfurum liða í efstu tveimur deildum karla. Farið var yfir knattspyrnulögin, breytingar á þeim og áhersluatriði dómaranefndar KSÍ fyrir keppnistímabilið 2013. Lesa meira
 
Gísli Gíslason

Hallærislegt hallæri? - 7.5.2013

Í samningi dómara og KSÍ til þriggja ára eru greiðslur fyrir dómarastörf flokkaðar eftir erfiðleikastigi og taka mið af hraða og ákefð leiksins. Þetta var sameiginleg niðurstaða og sama fyrirkomulag gildir hvort heldur karlar eða konur eiga í hlut! Dómaragreiðslur eru með öðrum orðum óháðar kynferði, eins og þekkist um allan heim Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli KSÍ á Laugarvatni 2013 - 7.5.2013

Eins og undanfarin ár starfrækir Knattspyrnusamband Íslands í sumar knattspyrnuskóla fyrir stúlkur og drengi. Í ár eru þetta iðkendur fæddir 1999.  Tilkynna þarf þátttöku á eyðublöðum og senda til KSÍ fyrir 22. maí. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld - 7.5.2013

Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld en þá er heil umferð á dagskránni. Tveir leikir hefjast kl. 18:00, Íslandsmeistarar Þórs/KA taka á móti FH í Boganum og á Samsung vellinum í Garðabæ mætast Stjarnan og ÍBV. Þrír leikir hefjast svo kl. 19:15

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Birkir að störfum í Slóvakíu - 6.5.2013

Birkir Sigurðarson er þessa dagana staddur í Slóvakíu þar sem hann starfar sem aðstoðardómari í úrslitakeppni EM U17 karla. Mótið hófst í gær og var Birkir aðstoðardómari á leik Króatíu og Ítalíu sem lauk með markalausu jafntefli. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaraskóli KSÍ - 3.5.2013

KSÍ kynnir Þjálfaraskóla KSÍ. Aðildarfélög KSÍ og starfandi knattspyrnuþjálfarar hjá þeim geta haft samband við fræðsludeild KSÍ og fengið leiðbeinanda frá KSÍ í heimsókn á 3-4 æfingar. Þjálfarinn fær einstaklingskennslu/leiðsögnfrá leiðbeinandanum við sínar raunverulegu aðstæður við að þjálfa sinn flokk. Með þessu styður KSÍ enn frekar við þjálfaramenntun og starf félaganna.

Lesa meira
 
pepsideildarbladid-2013

Pepsi-deildarblaðið komið út - 3.5.2013

Pepsi-deildarblaðið 2013 er komið út en þar er að finna upplýsingar um félögin í Pepsi-deildum karla og kvenna í ár ásamt fleiri nytsamlegum upplýsingum. Það er Media Group sem gefur blaðið út í samvinnu við Ölgerðina og Knattspyrnusamband Íslands. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Um Facebook, Twitter og aðra samfélagsvefi - 3.5.2013

Það færist stöðugt í aukana að leikmenn, þjálfarar og aðrir fulltrúar knattspyrnunnar tjái sig um knattspyrnutengd málefni á samskiptavefjum eins og Twitter og Facebook, hér á landi sem erlendis.  Rétt er þó að hafa í huga að það er ýmislegt sem ber að varast við notkun á þessum samskiptatækjum.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur FH og Keflavíkur færður um einn dag - 3.5.2013

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að færa leik FH og Keflavíkur aftur um einn dag og fer hann fram mánudaginn 6. maí kl. 19:15. Aðrir leikir 1. umferðar Pepsi-deilar karla fara fram samkvæmt áður útgefinni leikjadagskrá. Lesa meira
 
KSÍ-blaðið 2012 - 1. tölublað

KSÍ blaðið komið út - 3.5.2013

Fyrsta tölublað af KSÍ blaðinu er komið út og er um að ræða glæsilegt tímarit sem Birtingur gefur út. Blaðinu verður dreift ókeypis víða, m.a. á fyrstu leikjunum í Pepsi-deildum karla og kvenna. Um er að ræða blað sem telur 84 blaðsíður og er efnið fjölbreytt og fræðandi. Lesa meira
 
bunadur-leikmanna

Um búnað leikmanna - 3.5.2013

Rétt er að árétta við aðildarfélögin þær reglur sem gilda um búnað leikmanna. Sérstaklega skal vakin athygli á reglum er varða liti á "nærskyrtum" og "undirbuxum". Aðildarfélög eru beðin um að kynna sér þessar reglur áður en gengið er til leiks.

Lesa meira
 
Michael van Praag og Geir Þorsteinsson

UEFA afhendir KSÍ markaðsverðlaun - 3.5.2013

Á kynningarfundi Pepsi-deildanna, sem fram fór í gær, var KSÍ afhent formlega verðlaun fyrir markaðssetningu á Pepsi-deildunum. Verðlaunin voru kynnt í nóvember en það var Hollendingurinn Michael van Praag, stjórnarmaður UEFA, sem afhenti Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, verðlaunin.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Stjörnunni og FH spáð Íslandsmeistaratitlum - 2.5.2013

Árlegur kynningarfundur Pepsi-deildanna fór fram í dag og var hann haldinn á Reykjavík Hilton Nordica. Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna í Pepsi-deildum karla og kvenna og er Stjörnunni spáð sigri í Pepsi-deild kvenna en FH í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2013 - 2.5.2013

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 18. apríl síðastliðinn að úthluta úr Mannvirkjasjóði KSÍ og er þetta í sjötta skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Alls var úthlutað til 12 verkefna og í samræmi við reglugerð um sjóðinn njóta forgangs þær umsóknir sem miða að því að uppfylla leyfiskerfi KSÍ.

Lesa meira
 
Fram - Valur í VISA-bikarnum 2010 (Sportmyndir)

Hvað mega margir leikmenn vera á leikskýrslu? - 2.5.2013

Vakin er athygli aðildarfélaga á því að í öllum leikjum í meistaraflokki mega nú vera 18 leikmenn á leikskýrslu og 7 í liðsstjórn. Í leikjum yngri flokka, þar sem leikinn er 11 manna bolti, mega vera 16 leikmenn á skýrslu og 5 í liðsstjórn. Lesa meira
 
Merki Þór/KA

Þór/KA unnu Meistarakeppni kvenna - 2.5.2013

Það voru norðastúlkur í Þór/KA sem að fögnuðu sigri í Meistarakeppni KSÍ kvenna þegar þær lögðu Stjörnuna en leikið var í Boganum á Akureyri. Eftir venjulega leiktíma var staðan markalaus og var þá gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Þór/KA hafði betur. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni kvenna - Þór/KA og Stjarnan mætast 1. maí - 30.4.2013

Meistarakeppni kvenna fer fram miðvikudaginn 1. maí en þá mætast Íslandsmeistarar Þór/KA og bikarmeistarar Stjörnunnar. Leikið verður í Boganum og hefst leikurinn kl. 15:00. Stjörnustúlkur eru núverandi handhafar þessa titils en hann unnu þær í fyrsta skiptið á síðasta keppnistímabili. Þór/KA hefur hinsvegar aldrei unnið þennan titil.

Lesa meira
 
handbok-leikja-2013-forsida

Handbók leikja 2013 komin út - 30.4.2013

Handbók leikja 2013 er komin út, en hún inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir aðildarfélög KSÍ. Í Handbók leikja eru ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja, yfirlit yfir reglur og kröfur sem gerðar eru varðandi hina ýmsu þætti, eyðublöð og fleira.
Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Aðgönguskírteini fyrir dómara 2013 - 30.4.2013

Þeir dómarar sem dæmt hafa tilskilinn fjölda leikja og hafa sent skrifstofu KSÍ mynd af sér, geta sótt aðgönguskírteini sín á skrifstofu KSÍ. Öruggara er þó að hringja á undan sér og fá staðfest að skírteinið sé tilbúið. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Staðfest niðurröðun í 1. deild kvenna og 4. deild karla - 30.4.2013

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í 1. deild kvenna og 4. deild karla. Mótin er hægt að finna hér á síðunni t.d. með því að fara í flettigluggann "Mót félagsliða" hér efst á síðunni.  Mikilvægt er að félögin sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning. Lesa meira
 
Sportmyndir_30P5383

Félagaskipti - Ertu skráður í rétt félag? - 29.4.2013

Félög eru beðin um að fara vel yfir skráningar sinna leikmanna en sem kunnugt er þá hefst Borgunarbikarinn á morgun, þriðjudaginn 30. apríl. Nokkuð er um ný félög í bikarnum og eru þau minnt á að ganga frá félagaskiptum sínum tímanlega. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Velkomin til leiks - 29.4.2013

Íslandsmótið í knattspyrnu fer fram um land allt þetta sumar eins og verið hefur um áratuga skeið. Næstu 5 mánuði fara fram þúsundir leikja á vegum KSÍ. Það er mikill metnaður lagður í skipulag og undirbúning þessara leikja. Framfarir verða á ári hverju í aðstöðu knattspyrnufólks og nýir vellir eru vígðir. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn hefst þriðjudaginn 30. apríl - 29.4.2013

Borgunarbikarinn hefst þriðjudaginn 30. apríl en þá fer fram fyrsti leikur í 1. umferð hjá körlunum. Það verða Gnúpverjar og Elliði sem ríða á vaðið en félögin mætast á Víkingsvelli kl. 21:00. Berserkir og KFS mætast svo á sama velli á miðvikudaginn 1. maí kl. 16:00 en umferðin klárast svo á föstudag og laugardag með 18 leikjum. Lesa meira
 
Stjarnan

Lengjubikar kvenna - Stjarnan Lengjubikarmeistari í A-deild kvenna - 29.4.2013

Stjarnan fagnaði sigri í A-deild Lengjubikars kvenna þegar þær lögðu Val í úrslitaleik í gær en leikið var á Samsung vellinum í Garðabæ. Lokatölur urðu 4 - 0 fyrir Stjörnuna en þær leiddu með tveimur mörkum í leikhléi.

Lesa meira
 
HK

Lengjubikar karla - HK vann í B-deild karla - 29.4.2013

HK fór með sigur af hólmi í B-deild Lengjubikars karla í gær þegar þeir lögðu KV í úrslitaleik en leikið var á KR velli. Eitt mark var skorað í leiknum og var það Kópavogsbúa en markið kom í síðari hálfleik. Lesa meira
 
FH

FH tryggði sér titilinn í Meistarakeppni KSÍ - 29.4.2013

FH tryggði sér í gær sigur í Meistarakeppni KSÍ í karlaflokki þegar þeir lögðu KR í Egilshöllinni. Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Hafnfirðinga sem leiddu í leikhléi 2 - 0. Í Meistarakeppni KSÍ leika Íslandsmeistarar gegn bikarmeisturum síðasta árs Lesa meira
 
Fylkir

Lengjubikar kvenna - Fylkir vann B-deildina - 28.4.2013

Fylkir fór með sigur af hólmi í B-deild Lengjubikars kvenna en keppni í henni lauk nú um helgina. Fylkisstúlkur urðu efsta sex félaga með 13 stig en KR kom þar á eftir með 9 stig. Fylkir vann alla leiki sína nema einn, gerðu jafntefli við Selfoss í síðasta leik sínum.

Lesa meira
 
Breiðablik

Blikar Lengjubikarmeistarar í A-deild karla - 27.4.2013

Blikar tryggðu sér í dag Lengjubikarmeistaratitilinn í A-deild karla þegar þeir lögðu Valsmenn að velli í úrslitaleik sem fram fór á Samsung vellinum í Garðabæ. Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Kópavogsbúa sem tryggðu sér þar með þennan titil í fyrsta skipti. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - KV og HK leika til úrslita í B-deild - 26.4.2013

Það verða KV og HK sem leika til úrslita í B-deild Lengjubikars karla en úrslitaleikurinn fer fram á KR velli, sunnudaginn 28. apríl kl. 14:00. KV lagði Leikni Fáskrúðsfirði í undanúrslitum en HK hafði betur gegn ÍR eftir vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni karla - FH og KR mætast á sunnudaginn - 26.4.2013

Það styttist óðum í upphaf Íslandsmótsins í knattspyrnu og óyggjandi fyrirboði þess er Meistarakeppni KSÍ en þar mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs. Karlarnir leika í þessari keppni á sunnudaginn, 28. apríl, kl. 19:15 í Egilshöll. Það verða FH og KR sem leika um titilinn að þessu sinni Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna - Stjarnan og Valur leika til úrslita í A-deild - 26.4.2013

Nú er ljóst að Stjarnan og Valur leika til úrslita í A-deild Lengjubikars kvenna en úrslitaleikurinn fer fram sunnudaginn 28. apríl á Samsung vellinum í Garðabæ og hefst kl. 14:00. Þessi félög áttust einnig við í úrslitum þessarar keppni árið 2011 og hafði þá Stjarnan betur en Blikar eru núverandi handhafar titilsins Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Úrslitaleikur Breiðabliks og Vals á laugardaginn - 24.4.2013

Úrslitaleikurinn í A-deild Lengjubikars karla fer fram laugardaginn 27. apríl en þá mætast Breiðablik og Valur á Samsung vellinum í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 16:00. Valur hefur tvisvar farið með sigur í þessari keppni en Breiðablik hefur ekki náð að hampa þessum titli en hafa þrisvar komist alla leið í úrslitaleikinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Viðurlög vegna leyfiskerfis 2013 - 24.4.2013

Samkvæmt afgreiðslu leyfisráðs 15. mars á umsóknum félaga um þátttökuleyfi 2013 uppfyllti eitt félag ekki kröfu um menntun unglingaþjálfara og tvö félög uppfylltu ekki kröfu um að fulltrúar félagsins sæktu fræðslu um dómgæslu og knattspyrnulögin.  Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6935

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2013 - 24.4.2013

Á hverju vori fær skrifstofa KSÍ ótalmargar fyrirspurnir um óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Ævinlega er félögum bent á að þeim hafi verið tilkynnt um leikbönn með tölvupósti og það sé á þeirra ábyrgð að gæta þess að leikmenn sem eigi eftir að taka út leikbönn geri svo.  Hér að neðan má sjá lista um leikbönn en athuga skal að hann er aðeins til leiðbeininga. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmaður úrskurðaður í tímabundið bann - 24.4.2013

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 26. mars 2013, var Jhordan Vaencia Sandoval úrskurðaður í tímabundið leikbann til 9 mánaða vegna atvika í leik Fylkis og Leiknis/KB í 2. flokki karla B-liða sem fram fór 23. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Undanúrslit B og C deildar á fimmtudag - 24.4.2013

Það dregur til tíðinda í B og C deildum Lengjubikars karlal á morgun, fimmtudaginn 25. apríl, en þá verður leikið til undanúrslita í þessum deildum. Úrslitaleikirnir fara svo fram næstkomandi sunnudag, 28. apríl. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna - Undanúrslit A-deildar á sumardaginn fyrsta - 24.4.2013

Undanúrslit í A-deild Lengjubikars kvenna fara fram fimmtudaginn 25. apríl og verður leikið á Samusung vellinum í Garðabæ og í Egilshöll. Stjarnan og Breiðablik mætast kl. 13:00 í Garðabænum og kl. 15:00 leika Valur og Þór/KA í Egilshöllinni. Lesa meira
 
Höttur

Unglingadómaranámskeið á Egilsstöðum miðvikudaginn 8. maí - 24.4.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Hött og hefst kl. 16:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 
Laces Campaign - Rauðar reimar

Leika með rauðar reimar í úrslitaleikjum Lengjubikarsins - 23.4.2013

Dagana 27. og 28. apríl fara fram fjórir úrslitaleikir í Lengjubikarnum.  Allir leikmenn í þeim liðum sem leika til úrslita þessa daga munu leika með rauðar reimar á sínum knattspyrnuskóm til stuðnings Special Olympics á Íslandi.  Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem kallast Laces Campaign.
Lesa meira
 
Pepsi-deildin 2013

Kynningarfundur Pepsi-deildanna fimmtudaginn 2. maí - 23.4.2013

Hinn árlegi kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna fer fram fimmtudaginn 2. maí kl. 16:30 á Hilton Reykjavík Nordica Hótel.  Meðal efnis á fundinum er að sjálfsögðu hin sívinsæla spá um lokastöðu liða.  Viðstaddir verða fulltrúar Ölgerðarinnar, KSÍ, félaganna og fulltrúar dómara, ásamt fulltrúum fjölmiðla.
Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Valur og Breiðablik leika til úrslita í A-deild - 23.4.2013

Nú er ljóst að það verða Valur og Breiðablik sem leika til úrslita í Lengjubikar karla en úrslitaleikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ, laugardaginn 27. apríl kl. 16:00. Þetta varð ljóst eftir undanúrslitin sem fram fór í gærkvöldi.

Lesa meira
 
Frá afhjúpun af styttu til minningar um Albert Guðmundsson

Albert Guðmundsson inn í Heiðurshöll ÍSÍ - 22.4.2013

Á 71. íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fór um helgina, var nöfnum þriggja einstaklinga bætt inn í Heiðurshöll ÍSÍ.  Þeirra á meðal var Albert Guðmundsson og er hann fyrstur knattspyrnumanna sem hlýtur þessa viðurkenningu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum - Samþykktar af stjórn KSÍ 18. apríl - 22.4.2013

Á fundi stjórnar KSÍ, þann 18. apríl síðastliðinn, voru gerðar breytingar á reglumgerðum KSÍ og má sjá þessar breytingar hér að neðan.  Dreifibréf þessa efnis hefur verið sent út á félögin og eru þau beðin um að kynna sér efni þeirra gaumgæfilega. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Undanúrslit A-deildar leikin í kvöld - 22.4.2013

Undanúrslit Lengjubikars karla fara fram í kvöld en þá mætast Breiðablik og Víkingur Ólafsvík í Kórnum kl. 18:00 og Valur og Stjarnan leika í Egilshöll kl 19:00.  Sigurvegarar þessara viðureigna leika svo til úrslita, laugardaginn 27. apríl.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 22. apríl - 22.4.2013

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 22. apríl kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U16 kvenna gegn Norður Írland

U16 kvenna - Jafntefli gegn Færeyingum - 19.4.2013

Stelpurnar í U16 kvenna gerðu í dag jafntefli við stöllur sínar frá Færeyjum en þetta var lokaleikur liðsins á undirbúningsmóti UEFA sem fram fór í Wales. Lokatölur urðu 2 - 2 en Færeyingar leiddu 2 - 1 í leikhléi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Vel sóttur súpufundur - Myndband - 19.4.2013

Það var góð mæting á súpufund KSÍ í gær en þar hélt doktor Viðar Halldórsson fyrirlestur um hvernig hægt er að vinna markvisst að þjálfun félagslegrar- og hugarfarslegrar færni yngri iðkenda á heildstæðan hátt.

Lesa meira
 
Island-Noregur-(3)

Vináttulandsleikur gegn Færeyjum á Laugardalsvelli 14. ágúst - 19.4.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Færeyja hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli 14. ágúst næstkomandi. Þetta er í 25. skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U16 kvenna gegn Norður Írland

U16 kvenna - Byrjunarliðið gegn Færeyjum - 19.4.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Færeyjum á undirbúningsmóti UEFA sem leikið er í Wales. Leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma en íslenska liðið vann Wales í fyrsta leik sínum og gerði svo jafntefli við Norður Írland. Lesa meira
 
u16-kvenna-2013-IMG_6299

Átta marka leikur hjá U16 kvenna - 17.4.2013

U16 landslið kvenna gerði í dag, miðvikudag, jafntefli við Norður-Írland í æsispennandi átta marka leik, en liðin áttust við í undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Wales.  Liðin skiptust á að taka forystuna en þurftu að lokum að sætta sig við að deila stigunum.  Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6991

Staðfest niðurröðun í landsdeildum og Borgunarbikar - 17.4.2013

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í öllum landsdeildum og í Borgunarbikarnum.  Mikilvægt er að félögin sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning.  Niðurröðun má skoða hér á vefnum. Lesa meira
 
u16-kvenna-2013-IMG_6299

Byrjunarlið U16 kvenna gegn Norður-Írum - 17.4.2013

U16 landslið kvenna leikur í dag annan leik sinn á undirbúningsmóti UEFA, sem fram fer í Wales. Mótherjinn er lið Norður-Írlands og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Úlfar Hinriksson, þjálari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leik dagsins.
Lesa meira
 
KSÍ á Youtube

KSÍ er á Youtube! - 17.4.2013

KSÍ er komið á Youtube!  Fyrst um sinn eru á síðunni myndbönd með auglýsingum sem leikmenn A-landsliðs kvenna léku í, sem ganga út á það að hvetja stelpur til að mæta á fótboltaæfingar. Skellið ykkur endilega á síðuna og kíkið á þessi myndbönd.
Lesa meira
 
Sara Björk Gunnarsdóttir

Leikjaniðurröðun Íslands í undankeppni HM 2015 - 16.4.2013

Fulltrúar þjóðanna sem leika í 3. riðli í undankeppni HM kvenna 2015 funduðu strax að loknum drætti í riðla í höfuðstöðvum UEFA í dag, þriðjudag, og ræddu niðurröðun og leikdaga. Niðurstaða liggur nú fyrir og leikur Ísland tvo leiki í riðlinum á árinu 2013 og átta leiki 2014.
Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

Riðill Íslands í undankeppni HM 2015 - 16.4.2013

Dregið var í riðla fyrir undankeppni HM kvennalandsliða 2015 í höfuðstöðvum UEFA í dag, þriðjudag. Eingöngu var dregið fyrir undankeppnina í Evrópu að þessu sinni. Ísland verður í riðli með Danmörku, Sviss, Serbíu, Ísrael og Möltu.
Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Öruggur fjögurra marka sigur U16 kvenna í Wales - 16.4.2013

U16 landslið kvenna vann í dag öruggan 4-0 sigur á Wales í sérstöku undirbúningsmóti UEFA fyrir þennan aldursflokk, en mótið fer einmitt fram í Wales. Esther Rós Arnarsdóttir gerði tvö af mörkum Íslands og fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir átti þátt í þremur markanna.
Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 7.flokk karla - 16.4.2013

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 7. flokk karla í knattspyrnu fyrir núverandi tímabil. Viðkomandi þarf að getið hafið störf strax. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis
Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Dómaranámskeið í Barnaskólanum á Reyðarfirði 20. apríl - 16.4.2013

Dómaranámskeið verður haldið í Barnaskólanum á Reyðarfirði laugardaginn 20. apríl kl. 13:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og kennari verður Gunnar Jarl Jónsson FIFA-dómari.
Lesa meira
 
U17 kvenna í Wales

U16 kvenna - Byrjunarliðið gegn Wales - 16.4.2013

Stelpurnar í U16 eru nú í Wales þar sem þær leika á undirbúningsmóti UEFA en einnig leika á þessu móti Norður Írland og Færeyjar. Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir heimastúlkum í Wales og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - 8 liða úrslit hefjast á fimmtudaginn - 15.4.2013

Nú er ljóst hvaða félög mætast í 8 liða úrslitum Lengjubikars karla en þrír leikjanna fara fram á fimmtudaginn og einn á föstudag. Undanúrslitin verða svo leikin mánudaginn 22. apríl en úrslitaleikurinn verður leikinn laugardaginn 27. apríl. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu fimmtudaginn 18. apríl - 15.4.2013

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl. Að þessu sinni mun Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur, fjalla um hvernig hægt er að vinna markvisst að þjálfun félagslegrar- og hugarfarslegrar færni yngri iðkenda á heildstæðan hátt. Fundurinn er ætlaður þjálfurum, foreldrum og skipuleggjendum íþróttastarfs.

Lesa meira
 
Thjodsongur

A kvenna - Dregið í riðla fyrir HM 2015 þriðjudaginn 16. apríl - 15.4.2013

Á morgun, þriðjudaginn 16. apríl, verður dregið í riðla fyrir undankeppni HM kvenna 2015 en úrslitakeppnin fer að þessu sinni fram í Kanada.  Ísland í í öðrum styrkleikaflokki en flokkarnir eru sex talsins en dregið verður í sjö riðla.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U16 karla - Tap í síðasta leiknum - 14.4.2013

Strákarnir í U16 töpuðu lokaleik sínum á undirbúningsmóti UEFA í dag en leikið var í Wales. Andstæðingar dagsins voru heimamenn sem höfðu betur 2 - 0. Wales endaði því í efsta sæti en Ísland og Norður Írar komu þar á eftir.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U16 karla - Jafntefli gegn Norður Írum - 12.4.2013

Strákarnir í U16 gerðu í dag jafntefli við Norður Íra á undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Wales. Niðurstaðan varð markalaus í miklum baráttuleik þar sem ekkert var gefið eftir og ekki var mikið um opin marktækifæri.  Ísland mætir heimamönnum í lokaumferðinni og stendur önnur hvor þjóðin uppi sem siguvegari á mótinu.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

UEFA boðar 14 sambönd til fundar á Íslandi um leyfismál - 12.4.2013

UEFA hefur boðað fulltrúa 14 knattspyrnusambanda til vinnufundar á Íslandi um leyfismál og fjárhagslega háttvísi, en fundað verður í höfuðstöðvum KSÍ dagana 18. og 19. júní. Um er að ræða árlegan viðburð sem nú er haldinn á Íslandi í fyrsta sinn.
Lesa meira
 
Landsdómararáðstefna 2013

Ráðstefna landsdómara á mánudaginn - 12.4.2013

Næstkomandi mánudag mun fara fram Landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar í lokaundirbúningi fyrir verkefni sumarins.  Þetta er einn af vorboðuðum í boltanum en keppni í Borgunarbikarnum hefst 1. maí og í Pepsi-deild karla 5. maí. Lesa meira
 
Hópurinn með Aroni Einari Gunnarssyni, landsliðsfyrirliða

U16 karla - Byrjunarliðið gegn Norður Írum - 12.4.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Norður Írum í dag á undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Wales.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en þetta er annar leikur Íslands á mótinu en sigur vannst á Færeyingum í gær, 2 - 0.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Síðasta unglingadómaranámskeiðið á Reykjanesi 16. apríl - 12.4.2013

Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður á Reykjanesi að þessu sinni. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Færeyingum 11. apríl 2013

U16 karla - Sigur gegn Færeyingum - 11.4.2013

Strákarnir í U16 hófu í dag leik á undirbúningsmóti UEFA og fer það fram í Wales. Mótherjar Íslendinga í dag voru Færeyingar og höfðu Íslendingar sigur, 2 - 0. Það var Óttar Magnús Karlsson sem skoraði bæði mörk Íslendinga og komu þau bæði í fyrri hálfleik.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA – Karlalandsliðið upp um nítján sæti - 11.4.2013

Nýr styrkleikalisti FIFA sem gefinn var út í morgun, sýnir að Ísland fór upp um 19 sæti og sitja nú í 73. sæti. Spánn, Þýskaland og Argentína skipa þrjú efstu sætin sem hafa haldist óbreytt frá seinasta styrkleikjalista.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U16 karla - Leikið við Færeyjar í dag - 11.4.2013

Strákarnir í U16 leika í dag við Færeyjar í undirbúningsmóti UEFA sem leikið er í Wales. Fjórar þjóðir leika á þessu æfingamóti en hinar þjóðirnar eru gestgjafarnir og Norður Írar. Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn sem hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í milliriðli EM í Portúgal

U19 kvenna - Sigur á Portúgölum - 9.4.2013

Stelpurnar í U19 unnu Portúgala í síðasta leik sínum í milliriðli fyrir EM en leikið var í Portúgal. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og skoraði Guðmunda Brynja Óladóttir eina mark leiksins í síðari hálfleik. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti riðilsins sem dugar ekki til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Wales í sumar.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Lokaleikur Íslands í milliriðli EM í dag - 9.4.2013

Stelpurnar í U19 leika í dag lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM U19 en leikið er í Portúgal.  Heimastúlkur eru mótherjar Íslands í dag og geta íslensku stelpurnar tryggt sér annað sætið í riðlinum með sigri.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag sem hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma.
Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U16 kvenna - Hópurinn sem fer til Wales - 8.4.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur á undirbúningsmóti UEFA í Wales dagana 16. - 19. apríl. Leikið verður við heimastúlkur, Norður Íra og Færeyjar en hópinn skipa leikmenn fæddir 1997.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Síðasta unglingadómaranámskeiðið í Reykjavík fimmtudaginn 11. apríl - 8.4.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Lesa meira
 
Runa-Kristin

Rúna Kristín að störfum í Tékklandi - 8.4.2013

Rúna Kristín Stefánsdóttir verður næstu daga að störfum í Tékklandi þar sem hún verður einn aðstoðardómara í milliriðli EM. Auk heimastúlkna leika þar: Ítalía, Sviss og Svíþjóð. Rúna verður á fyrsta leik sínum í dag þegar hún verður aðstoðardómari á leik Tékklands og Ítalíu.

Lesa meira
 
Sigurdur-Ragnar-Eyjolfsson

Sigurður Ragnar - "Frábært vinnuframlag leikmanna" - 6.4.2013

"Virkilega ánægður með vinnuframlag leikmanna í þessum leik.  Liðið í heild varðist mjög vel í þessum leik og spilaði taktískt mjög vel" sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, þegar hann var spurður um hans hugsanir um leikinn gegn Svíum í kvöld.
Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í milliriðli EM í Portúgal

U19 kvenna - Umfjöllun um naumt tap gegn Finnum - 6.4.2013

Stelpurnar í U19 töpuðu í kvöld gegn Finnum í milliriðli EM en leikið er í Portúgal. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Finna en markalaust var í leikhléi. Finnar tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppninni í Wales sem fram fer í sumar. Tómas Þóroddsson var á staðnum og sendi okkur umfjöllun um leikinn.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Tveggja marka tap gegn Svíum í Växjö - 6.4.2013

Íslenska kvennalandsliðið beið lægri hlut gegn Svíum í vináttulandsleik sem fram fór í Växjö í kvöld. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Svía en markalaust var í leikhléi. Lotta Schelin gerði bæði mörk Svía, það síðara með síðustu spyrnu leiksins. Lesa meira
 
Thjodsongur

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum - 6.4.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari,  hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í vináttulandsleik í dag.  Leikið er á Myresjöhus vellinum í Växjo og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Norskir dómarar á leik Svíþjóðar og Íslands - 6.4.2013

Það verða norskir dómarar sem verða við stjórnvölinn á vináttulandsleik Svíþjóðar og Íslands sem hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma í dag.  Monica Larson er dómari leiksins og nafna hennar, Monica Lokkeberg er annar aðstoðardómara.  Hinn aðstoðardómarinn heitir Birgitta Solberg Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Leikið í dag gegn Finnum í milliriðli EM - 6.4.2013

Stelpurnar í U19 leika í dag sinn annan leik í milliriðli EM en leikið er í Portúgal.  Mótherjar dagsins eru Finnar en leikurinn  hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum af heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
DSC01630

A kvenna - Tvær æfingar í dag - 5.4.2013

Kvennalandsliðið er statt í Svíþjóð þar sem það leikur vináttulandsleik gegn Svíum á morgun, laugardaginn 6. apríl kl. 15:00. Liðið æfði tvisvar í dag og voru báðar æfingarnar innanhúss, í Tipphallen, en fremur slæm tíð hefur verið og ekki hægt að æfa grasvöllum bæjarins eða á keppnisvellinum. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Jafntefli gegn Norður Írum í fyrsta leik í milliriðli - 4.4.2013

Stelpurnar í U19 hófu í dag leik í milliriðli EM þegar þær mættu Norður Írum en riðillinn er leikinn í Portúgal. Jafntefli varð niðurstaðan í hörkuleik, 1 - 1, þar sem íslensku stelpurnar leiddu í leikhléi.  Næsti leikur liðsins fer fram á laugardaginn en þá mætir liðið stöllum sínum frá Finnlandi. 

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Ásgerður Stefanía inn í hópinn - 4.4.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum er mætir Svíum í vináttulandsleik í Växjö á laugardaginn. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir kemur inn í hópinn í stað Sifjar Atladóttur sem er meidd. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna hefur leik í milliriðli EM - 4.4.2013

U19 landslið kvenna hefur í dag, fimmtudag, keppni í milliriðli um sæti í úrsltiakeppni EM. Milliriðillinn fer fram í Portúgal og auk heimamanna og Íslendinga eru Finnar og Norður-Írar í riðlinum, en síðastnefnda liðið er einmitt fyrsti mótherji Íslands.

Lesa meira
 
FH

Unglingadómaranámskeið hjá FH 8. apríl - 4.4.2013

Unglingadómaranámskeið verður haldið í Kaplakrika mánudaginn 8. apríl næstkomandi í samvinnu við FH og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

Miðasala hafin á Ísland - Slóvenía 7. júní - 3.4.2013

Miðasala á Ísland - Slóvenía í undankeppni HM 2014 er hafin en leikið verður á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. júní kl. 19:00. Miðasala fer fram sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Fólk er hvatt til að tryggja sér miða í tíma.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Anna Björk og Þórdís inn í hópinn - 3.4.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þær Önnu Björk Kristjánsdóttur úr Stjörnunni og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttur úr Breiðabliki í hópinn fyrir vináttulandsleik gegn Svíum. Leikið verður í Växjö á laugardaginn en þar leikur einmitt íslenska liðið tvo leiki í riðlakeppni EM í sumar. Lesa meira
 
IMG_5301

Nemendur úr Vættaskóla í starfskynningu - 3.4.2013

Tveir strákar í 10.bekk heimsóttu KSÍ í dag frá Vættaskóla í starfskynningu, Kristinn Andri Kristinsson og Þórólfur Kolbeinsson.

Lesa meira
 
Keflavík

Ólöglegur leikmaður hjá Keflavík - 2.4.2013

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Haraldur Freyr Guðmundsson lék ólöglegur með Keflavík gegn Þrótti í Lengjubikar karla, þann 27. mars síðastliðinn. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Katrín Gylfadóttir í hópinn - 2.4.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur tilkynntbreytingu á landsliði Íslands sem mætir Svíum í vináttulandsleik í Växjo næstkomandi laugardag.Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikbönn í Lengjubikar - 2.4.2013

Að gefnu tilefni skal það tekið fram að sjálfkrafa leikbönn í Lengjubikar karla og kvenna eru ekki tilkynnt með skeyti eða faxi frá aganefnd KSÍ. Það er ábyrgð hvers félags að fylgjast með sínum leikmönnum þegar kemur að leikbönnum í þessum keppnum.

Lesa meira
 
Marklínutækni

Marklínutækni í Pepsi-deildum karla og kvenna - aprílgabbið 2013 :-) - 1.4.2013

KSÍ hefur samið við þýska fyrirtækið Goal Pro um innleiðingu marklínutækninnar í Pepsi-deildum karla og kvenna fyrir keppnistímabilið 2013.  Lengi hefur legið fyrir að taka tæknina í notkun og hefur KSÍ nú ákveðið að taka þetta skref og taka kerfið í notkun fyrri sumarið.

Lesa meira
 
Þórir Hákonarson

Að hafa rangt við - 29.3.2013

Á undanförnum vikum hafa nokkur félög tekið þá ákvörðun að tefla vísvitandi fram ólöglega skipuðum liðum í leikjum Lengjubikarsins.  Er hægt að sýna knattspyrnuáhugafólki meiri lítilsvirðingu en að taka meðvitaða ákvörðun um það að tapa leiknum? Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U16 karla - Hópurinn sem fer til Wales - 27.3.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hópinn sem leikur í Wales á undirbúningsmóti á vegum UEFA dagana 11. - 14. apríl. Um er að ræða leikmenn fædda 1997 og fara 18 leikmenn í þessa ferð

Lesa meira
 
Ldv_2011_Atburdir-147

Stífar fjárhagskröfur í leyfiskerfinu - 27.3.2013

Þó svo að þátttökuleyfi hafi verið gefin út af leyfisráði til handa öllum 24 félögunum sem undirgangast leyfiskerfið er vinnunni ekki lokið. Fjárhagskröfurnar eru stífar og þá sérstaklega gagnvart því að ekki sé um vanskil að ræða. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve 2013

A kvenna - Hópurinn sem leikur gegn Svíum í Växjo - 26.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 18 leikmenn til að mæta Svíum í vináttulandsleik í Växjo, 6. apríl næstkomandi. Leikið verður á sama velli og íslenska liðið leikur tvo leiki sína, gegn Þjóðverjum og Hollendingum, í úrslitakeppni EM í sumar. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sætur sigur á Hvít Rússum - 26.3.2013

Strákarnir í U21 byrjuðu undankeppni EM 2015 á besta mögulegan máta þegar þeir sóttu þrjú stig til Hvít Rússa.  Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Íslendinga sem leiddu, 0 - 1, í leikhléi en leikið var á Torpedo vellinum í Minsk.  Jón Daði Böðvarsson og Emil Atlason skoruðu mörk Íslendinga sem léku einum færri síðustu 20. mínúturnar. Lesa meira
 
Völsungur

Ólöglegur leikmaður með Völsungi - 26.3.2013

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Dejan Boziciclék ólöglegur með Völsungi gegn Víkingi R. í Lengjubikar karla, þann 22. mars síðastliðinn. Leikmaðurinn er skráður í erlent félagslið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ 66 ára - 26.3.2013

Í dag, þriðjudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 66 ára. Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Leikið við Hvít Rússa í dag - 26.3.2013

Strákarnir í U21 mæta liði Hvíta Rússlands í dag í fyrsta leiknum í riðlakeppni EM 2015. Leikið verður á Torpedo vellinum í Minsk og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Fjölnir

Ólöglegir leikmenn með Fjölni - 25.3.2013

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að þeir Darko Baljak og Matt Ratajczak léku ólöglegir með Fjölni gegn Víkingi Ólafsvík í Lengjubikar karla, þann 24. mars síðastliðinn. Leikmennirnir eru skráðir í erlend félagslið. Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna - Hópurinn sem fer til Portúgals - 25.3.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM í Portúgal dagana 4. - 9. apríl. Auk heimastúlkna verður leikið við Finna og Norður Íra og er síðastnefnda þjóðin mótherjinn í fyrsta leiknum 4. apríl.

Lesa meira
 
U21 karla í Hvíta Rússlandi

U21 karla - Æft á gervigrasi í Minsk - 25.3.2013

Strákarnir í U21 landsliðinu eru nú staddir í Minsk í Hvíta Rússlandi en framundan er leikur gegn heimamönnum í undankeppni EM. Þetta er fyrsti leikur riðilsins en ásamt þessum þjóðum skipa Frakkar, Armenar og Kasakar þennan riðil.

Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson

A-karla - Stórkostlegur sigur í Slóveníu - 22.3.2013

Tvö mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni tryggðu þrjú dýrmæt stig þegar Ísland heimsótti Slóveníu í undankeppni HM en leikið var í Ljubliana. Lokatölur urðu 1 - 2 en heimamenn leiddu með einu marki í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið gegn Slóveníu 22. mars 2013

A-karla - Byrjunarliðið gegn Slóvenum - 22.3.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Slóvenum í undankeppni HM í dag.  Leikið verður í Ljubliana og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá RÚV og hefst útsending þar kl. 16:40.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA- Kvennalandsliðið áfram í 15. sæti - 22.3.2013

Á nýjum styrkleikalista kvenna, sem FIFA birti í morgun, er Ísland í 15. sæti og stendur í stað frá síðasta lista.  Bandaríkin sitja sem fastast í toppsætinu og Þjóðverjar þar á eftir en þessar þjóðir léku einmitt til úrsita á Algarve mótinu þar sem Bandaríkin höfðu betur.

Lesa meira
 
A landslið karla

A-karla - Íslendingar mæta Slóvenum í dag - 22.3.2013

Ísland mætir Slóveníu í dag í undankeppni HM 2014 og verður leikið í Ljubliana.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu hjá RÚV.  Þetta er í fyrsta skiptið sem þjóðirnar mætast í mótsleik en þær hafa tvisvar leikið vináttulandsleiki og hafa Slóvenar haft sigur í bæði skiptin.

Lesa meira
 
Frá æfingu í Slóveníu

A-karla - Allir með á æfingu í dag - 20.3.2013

Karlalandsliðið er í Slóveníu þar sem þeir mæta heimamönnum í undankeppni HM á föstudaginn. Liðið æfði í gær á keppnisvellinum en flutti sig yfir á æfingasvæði í dag. Allir leikmenn hópsins voru með á æfingu dagsins. Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Vináttulandsleik Íslands og Ungverjalands frestað til 2014 - 20.3.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Ungverjalands hafa komist að samkomulagi um að fresta vináttulandsleik þjóðanna sem fram átti að fara 3. júní á Laugardalsvelli. Leikurinn mun fara fram árið 2014 og verður nánari tímasetning tilkynnt síðar. Lesa meira
 
Völsungur

Unglingadómaranámskeið hjá Völsungi þriðjudaginn 26. mars - 20.3.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Völsung og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Lesa meira
 
2013 women

Miðasala á EM kvenna - Leikir Íslands í boði á ticnet.se - 20.3.2013

Miðasala á úrslitakeppni EM kvenna er í fullum gangi en keppnin hefst 10. júlí í Svíþjóð. Íslenska liðið hefur leik 11. júlí þegar leikið verður gegn Noregi í Kalmar. Hægt er að kaupa miða hjá KSÍ á leiki íslenska liðsins til 1. apríl en nú er einnig hægt að kaupa miða á leikina í gegnum heimasíðuna http://www.ticnet.se/.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þinggerð 67. ársþings KSÍ - 20.3.2013

Hér að neðan má sjá þinggerð 67. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var á Hilton Nordica Hótel 9. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 og U17 kvenna - Úrtaksæfingar um helgina - 19.3.2013

Hér að neðan má sjá úrtakshópa sem verða við æfingar um helgina hjá U16 og U17 kvenna. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll og hefur Úlfar Hinriksson valið 66 leikmenn á þessar æfingar. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Wales - 19.3.2013

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Wales og Moldavíu í undankeppni EM U21 karla en leikið verður í Llanelli í Wales á föstudaginn. Aðstoðardómarar Gunnars í leiknum verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Gylfi Már Sigurðsson. Varadómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn gegn Hvíta Rússlandi - 18.3.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Hvíta Rússlandi í undankeppni EM 2015. Þetta er fyrsti leikurinn í riðlinum og verður leikið ytra, þriðjudaginn 26. mars. Þrír leikmenn eru í hópnum sem hafa ekki leikið áður með U21 liðinu.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6991

16 þátttökuleyfi veitt á seinni fundi leyfisráðs - 18.3.2013

Seinni fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrri keppnistímabilið 2013 fór fram föstudaginn 15. mars. Sextán félögum voru veitt þátttökuleyfi á fundinum, en átta félög höfðu fengið útgefin leyfi á fyrri fundi ráðsins mánudaginn 11. mars. Öll 24 félögin í efstu tveimur deildum karla hafa því fengið útgefin leyfi fyrir sumarið.

Lesa meira
 
ljubljana_stozice2

Glæsilegur leikvangur í Ljubljana - 18.3.2013

A landslið karla mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 föstudaginn 22. mars. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV. Leikið verður á hinum glæsilega leikvangi Sportni Park Stozice, sem tekur rúmlega 16 þúsund manns í sæti. Lesa meira
 
Stavros Tritsonis

Grískir dómarar á leik Slóveníu og Íslands - 18.3.2013

Það verður grískur dómarakvartett á leik Slóveníu og Íslands í undankeppni HM 2014, sem fram fer í Ljubljana næstkomandi föstudag. Eftirlitsmaður leiksins er írskur og dómaraeftirlitsmaðurinn kemur frá Færeyjum.

Lesa meira
 
Malthing-um-hagraedingu-urslita

Málþing um hagræðingu úrslita miðvikudaginn 20. mars - 18.3.2013

Málþing um hagræðingu úrslita í íþróttahreyfingunni verður haldið miðvikudaginn 20. mars frá kl. 12:00 – 14:00 í húsakynnum KSÍ á Laugardalsvelli. Það eru ÍSÍ og Íslenskar Getraunir sem efna til þessa málþings.  Skráning er hjá Íslenskum getraunum í netfangið phs@getspa.is í síðasta lagi þriðjudaginn 19. mars.

Lesa meira
 
Steinþór Freyr Þorsteinsson

Steinþór Freyr í hópinn gegn Slóvenum - 17.3.2013

Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Sandnes Ulf í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn við Slóveníu í undankeppni HM, en liðin mætast föstudaginn 22. mars. Leikmennirnir mæta til Ljubljana à mànudag og með innkomu Steinþórs telur hópurinn 21 leikmann.
Lesa meira
 
bench-small-2012

Landsliðshópurinn gegn Slóveníu - 15.3.2013

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem fer til Slóveníu og etur þar kappi við heimamenn í undankeppni HM 2014 22. mars næstkomandi. Af þeim 20 leikmönnum sem eru í hópnum leika einungis markverðirnir þrír með íslenskum félagsliðum. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA – Karlalandsliðið upp um sex sæti - 14.3.2013

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefin var út núna nýlega, klifrar íslenska karlalandsliðið upp um sex sæti frá síðasta lista og sitja nú í 92. sæti. Ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Spánverjar sitja sem fyrr á toppi listans og Þjóðverjar í því næsta.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Gunnar Jarl og Frosti dæma í Englandi - 14.3.2013

Gunnar Jarl Jónsson og Frosti Viðar Gunnarsson halda til Englands á morgun þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni. Þeir munu einnig starfa ,á sínum hvorum leiknum, í nýrri "Premier League" deild U21 liða. Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir og Birna Kristjánsdóttir

A-kvenna - Öruggur sigur á Ungverjum - 13.3.2013

Ísland lagði Ungverja að velli í dag í leik um níunda sætið á Alagarve-mótinu. Lokatölur urðu 4 - 1 eftir að íslensku stelpurnar höfðu leitt í leikhléi 1 - 0.  Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sandra María Jessen skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Ungverjum - 13.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Ungverjum í dag á Algarve mótinu. Leikið er um níunda sætið á mótinu og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma. Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-038

Átta þátttökuleyfi gefin út á fyrri fundi leyfisráðs - 13.3.2013

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2013 fór fram á mánudag.  Leyfisstjóri kynnti stöðu mála hjá félögunum 24 sem undirgangast leyfiskerfið.  Gefin voru út átta þáttökuleyfi, en afgreiðsla sextán félaga bíða seinni fundar leyfisráðs, sem fram fer á föstudag. 

Lesa meira
 
Stjarnan

Unglingadómaranámskeið hjá Stjörnunni fimmtudaginn 14. mars - 13.3.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Stjörnuna og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve 2013

A kvenna - Leikið við Ungverja um níunda sætið - 12.3.2013

Kvennalandsliðið leikur gegn Ungverjalandi á morgun, miðvikudaginn 13. mars, á Algarve mótinu. Leikið er um níunda sætið og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 
Merki-Sloveniu

Slóvenar tilkynna hópinn fyrir leikinn gegn Íslendingum - 12.3.2013

Slóvenar hafa tilkynnt hópinn fyrir leikinn gegn Íslendingum í undankeppni HM sem fram fer ytra, 22. mars. Srecko Katanec hefur valið 24 leikmenn í hópinn en þetta er fyrsti mótsleikur Katanec síðan hann tók við Slóvenum að nýju um áramótin. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 12.3.2013

Úrtaksæfingar fara fram um komandi helgi hjá U17 karla og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöllinni. Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 35 leikmenn fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegir leikmenn með KF - 12.3.2013

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að þeir Alexander Jovetic og Miroslov Rikanovik léku ólöglegir með KF gegn Þrótti í Lengjubikar karla, þann 9. mars síðastliðinn. Leikmennirnir eru skráðir í erlend félagslið. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve 2013

A kvenna - Eins marks tap gegn Kína - 11.3.2013

Kvennalandsliðið lék í dag síðasta leik sinn í riðlakeppni Algarve mótsins en liðið beið þá lægri hlut fyrir Kína, 0 - 1. Markalaust var í leikhléi en sigurmarkið kom á 62. mínútu leiksins eftir hornspyrnu.  Edda Garðarsdóttir lék sinn 100. landsleik í dag.

Lesa meira
 
Edda Garðarsdóttir

Hundraðasti landsleikur Eddu Garðarsdóttur - 11.3.2013

Edda Garðarsdóttir lék í dag sinn 100. landsleik þegar Ísland mætti Kína á Algarve mótinu. Edda er næst leikjahæst allra landsliðskvenna, á eftir Katrínu Jónsdóttur og er þriðji íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu til að rjúfa 100 leikja múrinn. Sá þriðji er Rúnar Kristinsson sem lék 104 landsleiki.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Drög að leikjaniðurröðun fyrir knattspyrnumót 2013 - Frestur fyrir athugasemdir til 21. mars - 11.3.2013

Drög að leikjaniðurröðun í mótum sumarsins hefur verið birt á vef KSÍ. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi fimmtudaginn 21. mars á netfangið birkir@ksi.is.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Kína - 11.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kínverjum í dag á Algarve mótinu. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og er síðasti leikur Íslands í riðlakeppni mótsins en á miðvikudaginn verður leikið um sæti.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve 2013

A kvenna - Leikið við Kína á Algarve í dag - 11.3.2013

Kvennalandsliðið leikur í dag síðasta leik sinn í riðlakeppni Algarve mótsins en mótherjar dagsins eru Kínverjar. Ísland er án stiga eftir tvær umferðir en Kínverjar hafa eitt stig, eftir jafntefli gegn Svíum. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og með sigri nær íslenska liðið þriðja sæti riðilsins og tryggir sér þar með leik um fimmta sætið á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Tap gegn Frökkum á La Manga - 11.3.2013

Stelpurnar í U19 töpuðu síðasta leik sínum af þremur á La Manga í gærkvöldi en leikið var við Frakka. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Frakka sem leiddu með einu marki í leikhléi.  Þetta var síðasti leikur Íslands af þremur í þessari ferð til La Manga. Sigur vannst á Hollandi, jafntefli við Skota og tap gegn Frökkum. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Stórt tap gegn Svíum - 8.3.2013

Kvennalandsliðið lá í valnum á í kvöld þegar leikið var við Svía á Algarvemótunu. Lokatölur urður 6 - 1 fyrir Svía sem leiddu í leikhléi, 4 - 0.  Sannarlega slæmt tap gegn Svíum en þjóðirnar mætast aftur í vináttulandsleik þann 6. apríl næstkomandi. Næsti leikur Íslands á Algarve er hinsvegar gegn Kína á mánudaginn.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Jafntefli í markaleik - 8.3.2013

Stelpurnar í U19 kvenna léku í dag vináttulandsleik við Skota en leikið var á La Manga. Lokatölur urðu 4 - 4 eftir að íslenska liðið hafði leitt í leikhléi, 3 - 1.  Íslenska liðið leikur þriðja og síðasta vináttulandsleikinn í ferðinni á sunnudaginn þegar leikið verður við Frakka. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum - 8.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í dag á Algarve mótinu. Leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á íþróttasjónvarpsstöðinni Eurosport.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Bandaríkjunum á Algarve 2013

A kvenna - Leikið við Svía í dag - 8.3.2013

Í dag kl. 18:00 mætast Ísland og Svíþjóð á Algarve mótinu en þetta er annar leikur liðanna á mótinu.  Ísland tapaði fyrir Bandaríkjunum á meðan Svíþjóð og Kína skildu jöfn í fyrstu umferð mótsins.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á íþróttasjónvarpsstöðinni Eurosport.  Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikið við Skota í dag á La Manga - 8.3.2013

Stelpurnar í U19 leika í dag við Skota en um er að ræða vináttulandsleik sem fram fer á La Manga. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
Grótta

Ólöglegur leikmaður með Gróttu - 7.3.2013

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Sturlaugur Haraldsson lék ólöglegur með Gróttu gegn ÍR í Lengjubikar karla, þann 4. mars síðastliðinn. Leikmaðurinn er skráður í Hamar. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar á blaðamannafundi eftir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve

A kvenna - Tap í fyrsta leik á Algarve - 6.3.2013

Ólympíumeistarar Bandaríkjanna reyndur of stór biti fyrir íslenska liðið þegar þjóðirnar mættust á Algarve í dag. Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Bandaríkin eftir að markalaust hafði verið í leikhléi. Jafnræði var með liðunum fyrstu 30 mínútur leiksins en svo tók bandaríska liðið smám saman yfirhöndina og vann að lokum sanngjarnan sigur.  Næsti leikur liðsins á Algarvemótinu er gegn Svíum, föstudaginn 8. mars.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Öruggur sigur á Hollandi - 6.3.2013

Stelpurnar í U19 lögðu stöllur sínar frá Hollandi í dag í vináttulandsleik sem fram fór á La Manga. Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland og lögðu stelpurnar grunninn að góðum sigri í fyrri hálfleik en þær leiddu í leikhléi, 3 - 0. Lesa meira
 
Sara Björk Gunnarsdóttir

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum - 6.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Bandaríkjunum í fyrsta leiknum á Algarvemótinu. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikið við Holland í dag á La Manga - 6.3.2013

Stelpurnar í U19 leika í dag sinn fyrsta leik á La Manga en framundan eru þrír vináttulandsleikir þar. Fyrstu mótherjarnir eru Hollendingar og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Þjálfarar liðanna í B riðli, frá vinstri Bandaríkin, Ísland, Svíþjóð og aðstoðarþjálfari Kína

Skin og skúrir á Algarve - 5.3.2013

A landslið kvenna kom til Algarve í gærkvöldi en á morgun fer fram fyrsti leikur Íslands á mótinu þegar leikið verður gegn efsta liðinu á styrkleikalista FIFA, Bandaríkjunum. Leikurinn hefst kl. 14.00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
2013 women

Úrslitakeppni EM kvenna - Niðurtalningin hafin - 5.3.2013

Eins og kunnugt er þá hefst úrslitakeppni EM kvenna í Svíþjóð þann 10. júlí næstkomandi. Til þess að aðstoða óþreyjufulla Íslendinga þá geta þeir fylgst með niðurtalningu í keppnina á forsíðu heimasíðu KSÍ. Það eru því 127 dagar þangað til að herlegheitin hefjast með leik Ítalíu og Finnlands.

Lesa meira
 
Malthing-um-hagraedingu-urslita

Málþing um hagræðingu úrslita - Frestað vegna ófærðar - 5.3.2013

Málþingi um hagræðingu úrslita hefur verið frestað vegna ófærðar en það átti að fara fram í dag, miðvikudaginn 6. mars, á milli 12:00 og 14:00. Ný dagsetning verður auglýst síðar.

Lesa meira
 
Kristinn Jóhannsson var valinn vallarstjóri ársins árið 2012.  Ágúst Jensson, formaður SÍGÍ, afhenti honum verðlaunin

Kristinn valinn vallarstjóri ársins á aðalfundi SÍGÍ - 4.3.2013

Síðastliðinn laugardag stóðu Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna (SÍGÍ) fyrir ráðstefnu um uppbyggingu og viðhald golf og knattspyrnuvalla. Samhliða ráðstefnunni héldu samtökin aðalfund sinn og þar var bryddað upp á þeirri nýjung að velja vallarstjóra ársins, bæði fyrir golfvelli sem og knattspyrnuvelli. Lesa meira
 
Malthing-um-hagraedingu-urslita

Málþingi um hagræðingu úrslita frestað - Ný dagsetning auglýst síðar - 4.3.2013

Málþingi um hagræðingu úrslita í íþróttahreyfingunni sem halda átti miðvikudaginn 6. mars hefur verið frestað vegna ófærðar. Ný dagsetning verður auglýst síðar.

Lesa meira
 
Landsdómararáðstefna 2013

Landsdómararáðstefna fór fram um helgina - 4.3.2013

Landsdómarar hittust um helgina á árlegri ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ en ráðstefnan var á föstudag og laugardag. Gestur ráðstefnunnar að þessu sinni var Peter Roberts, fyrrum FIFA aðstoðardómari og kennari og eftirlitsmaður hjá enska knattspyrnusambandinu.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Þóroddur og Birkir dæma á Regions Cup - 4.3.2013

Þóroddur Hjaltalín og Birkir Sigurðarson verða á San Marínó næstu dag þar sem þeir dæma á UEFA Regions Cup. Um er að ræða keppni áhugamannaliða á vegum UEFA en leikið er í riðlakeppni núna áður en úrslitakeppnin fer fram á Ítalíu í sumar. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Ein breyting á hópnum sem fer til La Manga - 4.3.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem heldur til La Manga í dag. Ingunn Haraldsdóttir, úr Val, kemur inn í hópinn í stað Berglindar Rós Ágústsdóttur sem er meidd. Lesa meira
 
Mottumars 2013

Knattspyrnuhreyfingin tekur þátt í Mottumars 2013 - 1.3.2013

Nú er hafinn marsmánuður, sem er auðvitað miklu meira en bara einn af tólf mánuðum ársins. Þetta er Mottumars, og mun knattspyrnuhreyfingin að sjálfsögðu taka virkan þátt eins og áður. Knattspyrnumenn um land eru hvattir til að taka mynd af mottunum sínum og senda KSÍ til birtingar á Facebook-síðu sambandsins.

Lesa meira
 
Björn Victorsson endurskoðandi að störfum við yfirferð leyfisgagna

Yfirferð leyfisgagna að ljúka - 1.3.2013

Fjárhagsleg leyfisgögn hafa borist frá öllum 24 félögunum sem undirgangast leyfiskerfið fyrir keppnistímabilið 2013. Tveir endurskoðendur hafa yfirfarið gögnin ásamt leyfisstjóra síðustu daga og lýkur yfirferð þeirra í dag, föstudag.  Yfirferð gagna, annarra en fjárhagslegra, lauk jafnframt í vikunni.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fræðslufundur fyrir eftirlitsmenn - 27.2.2013

Föstudaginn 1. mars verður fræðslufundur fyrir eftirlitsmenn haldinn í höfuðstöðvum KSÍ og hefst hann kl. 17:00. Peter Roberts, kennari hjá enska knattspyrnusambandinu, mun þá flytja fyrirlestur og fara yfir ýmis lykilatriði í störfum eftirlitsmanna.

Lesa meira
 
Merki SÍGÍ

Ráðstefna SÍGÍ fer fram föstudaginn 1. mars - 26.2.2013

Föstudaginn 1. mars fer fram ráðstefna Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) og fer ráðstefnan fram í höfðuðstöðvum KSÍ. Á ráðstefnunni eru fjölmörg forvitnileg erindi fyrir vallarstarfsmenn og aðra starfsmenn knattspyrnudeilda. Í kjölfar ráðstefnunnar verður svo haldinn aðalfundur SÍGÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegir leikmenn með BÍ/Bolungarvík - 26.2.2013

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að þeir Réne Sehested og Shane Williams léku ólöglegir með BÍ/Bolungarvík gegn Grindavík í Lengjubikar karla, þann 23. febrúar síðastliðinn. Leikmennirnir eru skráðir í erlend félagslið. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 og U19 karla - Æfingar fara fram um helgina - 26.2.2013

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöll. Þjálfararnir, Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar. Tveir hópar verða við æfingar hjá U19 karla.

Lesa meira
 
Peter Roberts

Landsdómararáðstefna í höfuðstöðvum KSÍ - 25.2.2013

Um komandi helgi fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það Peter Roberts, fyrirlesari frá enska knattspyrnusambandinu og fyrrum FIFA aðstoðardómari, sem verður gestur ráðstefnunnar.

Lesa meira
 
Fram

Unglingadómaranámskeið hjá Fram mánudaginn 4. mars - 25.2.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fram og hefst kl. 18:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

A landslið kvenna - Hópurinn sem fer til Algarve - 25.2.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur á Algarvemótinu sem hefst miðvikudaginn 6. mars. Sigurður Ragnar velur 23 leikmenn til fararinnar og þar af er einn nýliði, Birna Kristjánsdóttir úr Breiðabliki.  Ísland leikur í B riðli og er fyrsti leikur liðsins er gegn Bandaríkjunum 6. mars. Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna - Hópurinn sem fer til La Manga - 25.2.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem tekur þátt á æfingamóti á La Manga í mars. Leikið verður við þrjár sterkar þjóðir í þessari ferð og verður fyrsti leikurinn gegn Hollandi, miðvikudaginn 6. mars.

Lesa meira
 
U19---Byrjunarlid-gegn-Donum-19.-feb

U19 karla - Góður sigur á Dönum - 21.2.2013

Strákarnir í U19 lögðu jafnaldra sína frá Danmörku í vináttulandsleik sem leikinn var í Farum í dag. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Íslendinga sem leiddu með tveimur mörkum í leikhléi.  Kristján Flóki Finnbogason og Stefán Þór Pálsson skoruðu mörk Íslendinga.  Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-279

21 félag hefur skilað fjárhagsgögnum - 21.2.2013

Skilafrestur fjárhagslegra leyfisgagna þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið fyrir keppnistímabilið 2013 var 20. febrúar. Þrjú félög fengu framlengdan frest til að skila sínum gögnum, en 21 félag skilaði innan tímamarka. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Uppfærðir dómaralistar aðildarfélaga - 21.2.2013

Skrifstofa KSÍ hefur uppfært á vef KSÍ, undir "Séraðgerðir", lista með starfandi dómurum hjá aðildarfélögum KSÍ.  Á þessum lista eru þeir dómarar sem koma fram á leikskýrslum a.m.k. einu sinni frá 1. janúar 2012. Lesa meira
 
U19---Byrjunarlid-gegn-Donum-19.-feb

U19 karla - Leikið við Dani í dag kl. 13:30 - 21.2.2013

Strákarnir í U19 leika í dag annan vináttulandsleikinn við Dani á þremur dögum en fyrri leik liðanna lauk með 1 - 1 jafntefli á þriðjudaginn. Kristinn R. Jónsson, landliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið en leikið verður í Farum og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum KSÍ - Samþykktar af stjórn KSÍ 8. febrúar - 20.2.2013

Á fundi stjórnar KSÍ, þann 8. febrúar síðastliðinn, voru gerðar breytingar á nokkrum reglugerðum og hefur aðildarfélögum verið sent dreifibréf þess efnis.  Félögum er bent á að kynna sér þessar breytingar gaumgæfilega. Lesa meira
 
U19---Byrjunarlid-gegn-Donum-19.-feb

U19 karla - Jafntefli gegn Dönum - 19.2.2013

Strákarnir í U19 léku í dag fyrri vináttulandsleikinn gegn Dönum en leikið var í Farum í Danmörku. Lokatölur leiksins urðu 1 - 1 eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi.  Liðin mætast aftur í fimmtudaginn í öðrum vináttulandsleik sem fram fer á sama stað.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A landslið kvenna - Æfingar um komandi helgi - 19.2.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið æfingahóp til æfinga um komandi helgi. Sigurður hefur valið 22 leikmenn fyrir þessar æfingar en eingöngu er valdir leikmenn sem leika hérlendis fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
U17-kvenna-byrjunarlid-gegn-Eistlandi

U17 og U19 kvenna - Æfingar fara fram um helgina - 19.2.2013

Æfingar fara fram um komandi helgi hjá U17 og U19 landsliðum kvenna og fara æfingarnar fram í Fífunni, Egilshöll og Kórnum. Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið sem mætir Dönum í dag - 19.2.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Dönum í dag í vináttulandsleik. Leikið verður í Farum í Danmörku og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Unglingadómaranámskeið KSÍ á Selfossi í Iðu þriðjudaginn 26. febrúar - 19.2.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við knattspyrnudeild Selfoss og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Þetta er eina unglingadómaranámskeiðið sem haldið verður á Suðurlandi á árinu. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Unglingadómaranámskeið hjá Víkingi mánudaginn 18. febrúar - 18.2.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. 

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Aron inn í hópinn - 18.2.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, valdi Aron Bjarnason úr Þrótti inn í hópinn hjá U19 karla sem hélt utan í morgun. Aron kemur í stað Daða Bergssonar sem er meiddur. Liðið leikur 2 vináttulandsleiki gegn Dönum, 19. og 21. febrúar og verður leikið í Farum. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2013 - Framkvæmd leikja - 15.2.2013

Lengjubikarinn 2013 fer af stað í kvöld en þá hefst keppni í A deild karla. Rétt er að minna félög, af þessu tilefni, á reglur um framkvæmd leikja og eru félögin beðin um að kynna sér þetta gaumgæfilega.

Lesa meira
 
Skýrsla UEFA um fjárhagsstöðu félaga

Fimmta skýrsla UEFA um fjárhagsstöðu félaga - 15.2.2013

Nýverið gaf UEFA út sína fimmtu árlegu skýrslu um fjárhagsstöðu félaga í Evrópu - The European Club Licensing Benchmarking Report - Financial Year 2011". Skýrslan er mjög ítarleg og mörgum áhugaverðum spurningum er velt upp, ekki eingöngu fjárhagslegum.

Lesa meira
 
KR

Úrskurður í máli Fjölnis gegn KR - 15.2.2013

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Fjölnis gegn KR í Reykjavíkurmóti meistaraflokks kvenna vegna ólöglegs skipaðs liðs. Leikurinn fór fram 20. janúar síðastliðinn og er Fjölni er dæmdur sigur í leiknum. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn hefst í kvöld - 15.2.2013

Í kvöld hefst keppni í Lengjubikarnum en þá eru þrír leikir eru á dagskrá í A deild karla. KR og Stjarnan mætast í Egilshöllinni kl. 19:00 og strax á eftir, eða kl. 21:00, leika Víkingur R. og Selfoss. Á sama tíma, kl. 21:00, leika svo Keflavík og Haukar í Reykjaneshöllinni. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Almenn miðasala á EM kvenna 2013 - Tryggið ykkur miða í tíma - 14.2.2013

Almenn miðasala á úrslitakeppni EM kvenna 2013, sem fer fram í Svíþjóð 10.-28. júlí næstkomandi, er hafin og er hægt að kaupa miða í gegnum vef UEFA. Miðasala KSÍ á leiki Íslands er reyndar enn í fullum gangi og stendur til 22. febrúar.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið niður um níu sæti - 14.2.2013

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í morgun, fellur íslenska karlalandsliðið niður um níu sæti frá síðasta lista og sitja nú í 98. sæti. Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans og Þjóðverjar koma þar á eftir. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið í Borgarnesi þriðjudaginn 19. febrúar - 14.2.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Skallagrím og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
Ldv_2011_Atburdir-145

Skiladagur fjárhagsgagna er miðvikudagurinn 20. febrúar - 13.2.2013

Miðvikudaginn 20. febrúar næstkomandi er skiladagur fjárhagsgagna í leyfisferlinu fyir keppnistímabilið 2013. Þá skila leyfisumsækjendur ársreikningum sínum og ýmsum öðrum fjárhagslegum staðfestingum, s.s. staðfestingum á engum vanskilum við önnur félög vegna félagaskipta eða við leikmenn og þjálfara vegna launa- og/eða verktakagreiðslna á árinu 2012. Lesa meira
 
Leiknir Reykjavík

Leiknismenn Reykjavíkurmeistarar - 11.2.2013

Leiknismenn tryggðu sér í kvöld Reykjavíkurmeistaratitil karla eftir hörkuspennandi úrslitaleik gegn KR. Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Leikni en það voru Vesturbæingar sem leiddu í leikhléi, 0 - 1. Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 11.2.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um komandi helgi. Þorlákur velur 24 leikmenn fyrir þessar æfingar en þær fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn sem mætir Dönum í tveimur leikjum - 11.2.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem mætir Dönum í tveimur vináttulandsleikjum. Leikið verður í Farum 19. og 21. febrúar. Kristinn velur 19 leikmenn og eru 7 af þeim á mála hjá erlendum félagsliðum.

Lesa meira
 
Ellert B. Schram og Hannes Þ. Sigurðsson

Hannes Þ. Sigurðsson sérstaklega heiðraður - 11.2.2013

Á ársþingi KSÍ síðastliðinn laugardag var Hannes Þ. Sigurðsson sérstaklega heiðraður fyrir sín störf innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hannes hefur komið víða við í hreyfingunni sem hefur fengið að njóta krafta hans á mörgum sviðum.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn 2013 - Dregið í fyrstu umferðunum - 11.2.2013

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Borgunarbikars karla og kvenna 2013. Borgunarbikarinn í ár hefst 4. maí en 1. umferðin hjá körlunum verður leikin 4. og 5. maí. Konurnar hefja svo leik 17. maí en 1. umferðin hjá konunum fer fram 17. og 18. maí. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 4. deild karla - 11.2.2013

Mótanefnd hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2013 og má sjá hana hér að neðan. Drög að leikjaniðurröðun í þessum deildum hefur nú verið birt hér á heimasíðunni.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþing 2012

67. ársþingi KSÍ lokið - 9.2.2013

Rétt í þessu var 67. ársþingi KSÍ að ljúka á Hilton Reykjavík Nordica. Þinginu lauk um kl. 15:30. Fréttir af afgreiðslu tillagna má sjá hér og aðrar fréttir af þinginu er hægt að finna hér.  Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ til tveggja ára en hann var einn í framboði.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson setur 67. ársþing KSÍ

Setningarræða formanns á 67. ársþingi KSÍ - 9.2.2013

Nú stendur yfir 67. ársþing KSÍ og fer það fram á Hótel Hilton Nordica. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, setti þingið kl. 11:00 í morgun og hér að neðan má sjá setningarræðu Geirs Lesa meira
 
Verdlaun-UMFI

UMFÍ fékk viðurkenningu fyrir Grasrótarviðburð ársins - 9.2.2013

Ungmennafélag Íslands fékk Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA fyrir Grasrótarviðburð ársins. Viðurkenningin er fyrir knattspyrnumót á Unglingalandsmóti UMFÍ.

Lesa meira
 
Torfi Magnússon tekur við Jafnréttisverðlaunum fyrir hönd FB

FB fékk Jafnréttisviðurkenningu KSÍ - 9.2.2013

Jafnréttisviðurkenning KSÍ var afhent á 67. ársþingi KSÍ sem nú stendur yfir. Í þetta skiptið var Fjölbrautarskólinn í Breiðholti heiðraður fyrir verkefnið "Unified football" sem byggir á liðsskipan fatlaðra og ófatlaðra.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fimm félög fengu viðurkenningu vegna uppbyggingu dómaramála - 9.2.2013

Fimm félög voru heiðruð á ársþingi KSÍ í dag fyrir góða frammistöðu í uppbyggingu dómaramála. Þetta voru: FH, Fylkir, ÍA, Leiknir Fáskrúðsfirði og Sindri. Fengu þessi félög afhenta bolta sem og gjafabréf fyrir dómarabúnaði frá Henson.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2013

67. ársþing KSÍ hafið - Fylgst með afgreiðslu tillagna - 9.2.2013

Ársþing KSÍ, það 67. í röðinni, var sett kl. 11:00 í morgun. Fyrir þinginu liggja fyrir tvær tillögur. Þessar tillögur má sjá hér að neðan og verður fylgst með hér hvernig þær verða afgreiddar.

Lesa meira
 
Sigmundur Ó. Steinarsson

Sigmundur Ó. Steinarsson fékk viðurkenningu - 9.2.2013

Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2012 hlýtur Sigmundur Ó. Steinarsson. Sigmundur er knattspyrnuáhugafólki vel kunnur, enda hefur hann fjallað um knattspyrnu í áratugi, lengst af sem blaðamaður á Morgunblaðinu og yfirmaður íþróttadeildar þar.

Lesa meira
 
ÍBV fyrir prúðustu framkomuna í Pepsi-deild kvenna

ÍBV fékk háttvísiverðlaun í Pepsi-deild kvenna - 9.2.2013

Háttvísisverðlaun í Pepsi-deild kvenna voru veitt á 67. ársþingi KSÍ og var það ÍBV sem hlaut verðlaunin að þessu sinni.

Lesa meira
 
ÍA fékk Dragostyttuna

ÍA og Haukar fengu Dragostytturnar - 9.2.2013

ÍA og Haukar fengu Dragostytturnar á 67. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hilton Nordica Hótel. Þá fengu HK og Árborg viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2. og 3. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla á mánudaginn - 8.2.2013

Eftir leiki gærkvöldsins í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla, er ljóst að það verða Leiknir og KR sem mætast í úrslitaleiknum. Leikið verður í Egilshöll, mánudaginn 11. febrúar kl. 19:00.  Leiknir lagði Val í undanúrslitum en KR lagði Víkinga. 

Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Rússar höfðu betur - 6.2.2013

Íslendingar töpuðu gegn Rússum í kvöld í vináttulandsleik sem leikinn var í Marbella á Spáni. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Rússa sem leiddu í leikhléi með einu marki.  Sanngjarn sigur sterkra Rússa en þessi leikur var góður undirbúningur fyrir íslenska liðið fyrir leikinn gegn Slóvenum. Sá leikur fer fram ytra 22. mars og er í undankeppni HM 2014.

Lesa meira
 
Kolbeinn Sigþórsson

A karla - Byrjunarliðið gegn Rússum - 6.2.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Rússum í vináttulandsleik í Marbella á Spáni. Leikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Tap gegn Wales í vináttulandsleik - 6.2.2013

Strákarnir U21 biðu lægri hlut gegn Wales í dag í vináttulandsleik sem leikinn var í Llanelli. Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir heimamenn og komu öll mörkin á 10 mínútna kafla undir lok leiksins.  Næsta verkefni liðsins er svo 26. mars þegar liðið hefur leik í undankeppni EM 2015.   Lesa meira
 
U21 karla styðja átak gegn einelti

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Wales - 6.2.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Wales í vináttulandsleik í dag kl. 15:00. Leikið verður á Stebonheath vellinum í Llanelli en þetta er í fyrsta skiptið sem þessar þjóðir mætast í þessum aldursflokki.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót KRR - Undanúrslit karla á fimmtudag - 6.2.2013

Undanúrslit Reykjavíkurmóts karla fara fram fimmtudaginn 7. febrúar og verða báðir leikirnir í Egilshöllinni. Í fyrri leiknum mætast Valur og Leiknir og hefst sá leikur kl. 19:00. Strax á eftir, eða kl. 21:00, leika svo Víkingur og KR. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þingfulltrúar á 67. ársþingi KSÍ - 6.2.2013

Laugardaginn 9. febrúar næstkomandi fer fram 67. ársþing KSÍ á Hótel Hilton Nordica. Alls hafa 141 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 131 fulltrúa.

Lesa meira
 
Frá dómarafundi með Kristni Jakobssyni

Góð aðsókn á dómaranámskeið með Kristni Jakobssyni - 6.2.2013

Kristnn Jakobsson var í gær með dómaranámskeið fyrir alla starfandi dómara og voru 35 mættir á námskeiðið. Kristinn fór yfir hagnýt mál í dómgæslu sem og yfir sína reynslu í starfinu og svaraði hann fjölmörgum spurningum frá þátttakendum.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2012

Ársþing 2013 - Þingið sett kl. 11:00 - 6.2.2013

Ársþing KSÍ, það 67. í röðinni, verður haldið á Hilton Nordica Hótel laugardaginn 9. febrúar. Þingið verður sett kl. 11:00 en afhending þinggagna hefst kl. 10:00.  Öllum þingfulltrúum er boðið til sameiginlegs kvöldverðar og skemmtunar sem hefst kl. 19:30 á Reykjavík Hótel Natura

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Öflugt knattspyrnustarf á liðnu starfsári - 6.2.2013

A landslið kvenna heldur áfram að gera það gott og tryggði sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni EM 2013 sem fram fer í Svíþjóð í júlí. Ísland leikur þar í riðli með Noregi, Þýskalandi og Hollandi, en alls taka 12 landslið þátt í úrslitakeppninni. Það verður fróðlegt að fylgjast með framgangi íslenska liðsins í sumar, en liðið er skipað leikmönnum sem hafa mikla reynslu og margar þeirra tóku þátt í úrslitakeppni EM 2009. Lesa meira
 
U21 karla styðja átak gegn einelti

Tveir landsleikir Íslands í dag - 6.2.2013

Tvö landslið Íslands verða í eldlínunni í dag, miðvikudaginn 6. febrúar, en A landslið karla og U21 karla leika þá bæði vináttulandsleiki ytra. Strákarnir í U21 mæta Wales í Llanelli og hefst sá leikur kl. 15:00 að íslenskum tíma. A landsliðið mætir hinsvegar Rússum í Marbella á Spáni og hefst sá leikur kl. 19:30. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 
Fjölnir

Unglingadómaranámskeið hjá Fjölni mánudaginn 11. febrúar - 5.2.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fjölni og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Lesa meira
 
IMG_6219

U21 karla - Æfingar hafa gengið vel - 5.2.2013

Strákarnir í U21 eru nú staddir í Wales en framundan hjá þeim er vináttulandsleikur gegn heimamönnum sem fram fer á morgun. Leikið verður á Stebonheath vellinum og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Merki FIFA

Glærur frá ráðstefnu um félagaskiptamál og greiðslur - 5.2.2013

Um nýliðna helgi fór fram ráðstefna í höfuðstöðvum KSÍ um félagaskiptamál og greiðslur vegna félagaskipta. Hingað til lands kom yfirmaður félagaskiptadeildar FIFA, Omar Ongaro, sem hélt fyrirlestra um þessi mál sem og hann fjallaði um hagræðingu úrslita. Lesa meira
 
U17-kvenna---Varamenn-gegn-Tekkum

U17 og U19 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 4.2.2013

Landsliðsþjálfararnir Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson hafa valið leikmenn til æfinga um komandi helgi og eru um 60 leikmenn boðaðir á þessar æfinga. Æft verður í Kórnum og Egilshöll en U17 mun leika tvo æfingaleiki á laugardeginum.

Lesa meira
 
Frá æfingu Rússa í Marbella á Spáni

Rússneska landsliðið gegn Íslandi - 4.2.2013

Rússar tilkynntu 25 manna landsliðshóp fyrir vináttulandsleikinn við Íslendinga í Marbella á Spáni á miðvikudag og kom hópurinn til Spánar á föstudag. Hópurinn er eingöngu skipaður leikmönnum sem leika í Rússlandi. Lesa meira
 
Dómarinn Antonio Miguel Mateu Lahoz

Spánverjar sjá um dómgæsluna - 4.2.2013

Dómarakvartettinn á vináttuleik karlalandsliða Íslands og Rússlands á miðvikudag, sem fram fer í Marbella á Spáni, er spænskur.  Dómari er Antonio Miguel Mateu Lahoz, sem hefur dæmt í efstu deild Spánar síðan 2008 og varð FIFA-dómari árið 2011.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck ræðir við rússneska fjölmiðla

"Þjóðarstoltið mun fleyta okkur langt" - 4.2.2013

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, ræddi í dag við rússneska fjölmiðla í Marbella á Spáni og svaraði spurningum um íslenska og rússneska liðið fyrir vináttulandsleikinn við Ísland, sem fram fer á miðvikudag. 

Lesa meira
 
Hólmar Örn Eyjólfsson

Hólmar Örn og Guðlaugur Victor í hópinn gegn Rússum - 3.2.2013

Aron Einar Gunnarsson og Hallgrímur Jónasson eiga við meiðsli að stríða og geta ekki verið með í vinàttulandsleik A landsliðs karla gegn Rùssum à Spàni à miðvikudag. Þà verður Ólafur Ingi Skùlason ekki með þar sem kona hans à von à barni à næstu dögum. Inn í hópinn koma þeir Hólmar Örn Eyjólfsson og Guðlaugur Victor Pàlsson.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2012 birtur - 1.2.2013

KSÍ birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2012. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2012 námu 842 milljónum króna samanborið við 777 milljónir króna á árinu 2011. Að teknu tilliti til fjármagnsliða er hagnaður af starfsemi KSÍ ríflega 72 milljónir króna.  Þegar tillit er tekið til styrkja og framlaga til aðildarfélaga nam hagnaður ársins því um hálfri milljón króna.

Lesa meira
 
Gegn einlti Geir og Katrín

Samstarf um baráttu gegn einelti - 1.2.2013

Í dag, þann 1. febrúar 2013, var undirrituð samstarfsyfirlýsing Knattspyrnusambands Íslands og verkefnisstjórnar fjögurra ráðuneyta um aðgerðir í baráttunni gegn einelti í samfélaginu.  Verkefnið tekur til grunnskólanema hér á landi, sem fá fræðslu um áhrif eineltis á einstaklinginn og heildina, bæði hvað varðar gerendur og þolendur, áhrif þess á fólk í dag og til framtíðar.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Mætum Hvít Rússum í fyrsta leik - 31.1.2013

Í morgun var dregið í undankeppni EM hjá U21 karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon. Ísland er í 10. riðli og eru fyrrum lýðveldi gömlu Sovétríkjanna áberandi í þessum riðli. Úrslitakeppnin 2015 verður leikin í Tékklandi.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Dregið í undankeppni EM 2013 - 2015 - 30.1.2013

Á morgun, fimmtudaginn 31. janúar, verður dregið í undankeppni EM hjá U21 karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA. Um er að ræða undankeppnina sem hefst á þessu ári, 2013, en úrslitakeppnin verður í Tékklandi 2015.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

U17 kvenna - Annar danskur sigur - 29.1.2013

Danir höfðu betur í vináttulandsleik gegn Íslandi hjá U17 kvenna en leikið var í Akraneshöll í dag. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Dani eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. Þetta var annar vináttulandsleikur þjóðanna í þessum aldursflokki á þremur dögum en gestirnir unnu fyrri leikinn 3 - 0.

Lesa meira
 
Ólafur Ingvar Guðfinnsson

Góð aðsókn á aðstoðardómaranámskeið - 29.1.2013

Í gærkvöldi fór fram námskeið fyrir aðstoðardómara í höfuðstöðvum KSÍ en námskeiðið var opið öllum starfandi aðstoðardómurum sem áhuga höfðu. Vel var mætt, liðlega 30 manns sátu námskeiðið sem var undir stjórn Ólafs Ingvars Guðfinnssonar, fyrrum FIFA aðstoðardómara.

Lesa meira
 
ÍR

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR fimmtudaginn 7. febrúar - Frestað - 29.1.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍR og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Leikið við Dani í dag - 29.1.2013

Stelpurnar í U17 leika í dag, þriðjudaginn 29. janúar, annan vináttulandsleik við Dani og hefst leikurinn kl. 15:00 í Akraneshöllinni. Fyrri leikurinn fór fram síðastliðinn sunnudag í Kórnum og þá höfðu gestirnir betur, 0 - 3.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2011

Dagskrá 67. ársþings KSÍ - 28.1.2013

Hér að neðan má finna dagskrá 67. ársþings KSÍ en þingið fer fram laugardaginn 9. febrúar og hefst afhending þinggagna kl. 10:00. Þingið fer fram á Hilton Nordica Hótel. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Námskeið fyrir dómara þriðjudaginn 5. febrúar - 28.1.2013

Á námskeiðinu verður aðaláherlsan á samstarfið og agavaldið auk þess sem þátttakendur geta spurt Kristinn spjörunum úr um hin ýmsu efni sem tengjast dómgæslunni.  Námskeiðið er ætlað öllum starfandi dómurum sem áhuga hafa á því að bæta sig í starfi. Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 og U19 karla - Æfingar fara fram um komandi helgi - 28.1.2013

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, valið hópa fyrir þessar æfingar. Athugið að tveir hópar eru við æfingar hjá U19 karla.

Lesa meira
 
Breiðablik

Unglingadómaranámskeið hjá Breiðablik 5. febrúar - 28.1.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Breiðablik og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum KSÍ - Samþykktar af stjórn KSÍ 22. janúar - 28.1.2013

Á fundi stjórnar KSÍ 22. janúar sl. voru gerðar breytingar breytingar á nokkrum reglugerðum KSÍ og eru aðildarfélög beðin um að kynna sér þessar breytingar ítarlega.  Bæði er um að ræða ný ákvæði og breytingar á reglugerðum. Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþing 2012

Kosningar í stjórn á 67. ársþingi KSÍ - Framboðsfrestur runninn út - 28.1.2013

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.  Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ hálfum mánuði fyrir þing Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur á ársþingi KSÍ 2013 - 28.1.2013

67. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Nordica Hótel 9. febrúar nk. Kjörbréf og önnur þinggögn hafa verið póstlögð til héraðssambanda og íþróttabandalaga.  Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Danskur sigur í fyrri leiknum - 27.1.2013

Stelpurnar í U17 töpuðu fyrri vináttulandsleik sínum gegn Dönum í dag en leikið var Kórnum. Lokatölur urðu 0 - 3 eftir að Danir höfðu leitt með tveimur mörkum í leikhléi. Seinni vináttulandsleikurinn fer svo fram á þriðjudaginn, 29. janúar, og verður leikið í Akraneshöllinni kl. 15:00.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Dönum í dag - 27.1.2013

Stelpurnar í U17 mæta Dönum í vináttulandsleik í dag og verður leikíð í Kórnum kl. 13:30. Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt en þjálfararnir Ólafur Þór Guðbjörnsson og Úlfar Hinriksson stjórna liðinu í þessum leikjum:

Lesa meira
 
Thjodsongur

A kvenna - Vináttulandsleikur gegn Svíum 6. apríl - 25.1.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik ytra 6. apríl næstkomandi. Leikið verður í Växjö en á þeim velli mun íslenska liðið leika tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppni úrslitakeppni EM í sumar.

Lesa meira
 
Kolbeinn Sigþórsson

A karla - Hópurinn valinn fyrir Rússaleikinn - 25.1.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, hefur valið hópinn sem mætir Rússum í vináttulandsleik, miðvikudaginn 6. febrúar. Leikið verður á Marbella á Spáni en þetta er í sjötta skiptið sem þjóðirnar mætast.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn sem mætir Wales - 25.1.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Wales í vináttulandsleik ytra, miðvikudaginn 6. febrúar. Mikil endurnýjun er í liðinu og af 19 leikmönnum í hópnum eru bara 6 leikmenn sem hafa leikið landsleik með liðinu áður.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fundur landsliðsþjálfara KSÍ - 25.1.2013

Allir landsliðsþjálfarar karla og kvennaliða Íslands funduðu saman í gærkvöldi í höfuðstöðvum KSÍ ásamt aðstoðarþjálfurum landsliðanna og markmannsþjálfurum landsliðanna.  Landsliðsþjálfararnir munu funda saman reglulega á þessu ári og móta betur starfið með landsliðunum Lesa meira
 
kfr

Viltu anda að þér sveitalofti? - 25.1.2013

Knattspyrnufélag Rangæinga (KFR) auglýsir eftir áhugasömum þjálfara eða þjálfurum fyrir 3. 4. og 5.flokk karla. og 5.flokk kvenna.  KFR mun aðstoða við leit að húsnæði og hálfu starfi meðfram þjálfuninni ef viðkomandi vill flytja á svæðið.  Hvort sem þú er karl eða kona þá bíðum við eftir þér. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Lesa meira
 
U19-karla-i-Svithjod

U19 karla leikur vináttulandsleiki gegn Skotum og Dönum - 24.1.2013

Knattspyrnusamband Íslands hefur komist að samkomulagi við knattspyrnusambönd Danmerkur og Skotlands um að U19 karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleiki síðar á þessu ári.

Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum - 23.1.2013

Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn til að vinna skv. stefnu félagsins. Um er að ræða þjálfun í yngri flokkum félagsins og þarf viðkomandi að geta hafið störf strax. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun skilyrði. Lesa meira
 
Merki_Wales

U21 karla - Hópurinn hjá Wales tilkynntur - 23.1.2013

Framundan eru vináttulandsleikir hjá A landsliði og U21 karla og fara þeir báðir fram miðvikudaginn 6. febrúar. Rússar verða mótherjar A landsliðsins en Walesverjar andstæðingar U21 karla en hópurinn hjá Wales var tilkynntur í dag.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-220

Fyrstu yfirferð leyfisgagna lokið - 22.1.2013

Leyfisstjórn hefur lokið við fyrstu yfirferð leyfisgagna allra leyfisumsækjenda og vinnur nú með félögunum að úrbótum og lausnum þar sem við á. Þau gögn sem skilað var 15. janúar og farið er yfir nú snúa að öllum öðrum þáttum en fjárhagslegum.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

U17, U19 og A landslið kvenna æfa öll um helgina - 22.1.2013

Mikið verður um að vera hjá kvennalandsliðum Íslands en U17, U19 og A landslið kvenna verða öll við æfingar um helgina. Um er að ræða yngri hópinn hjá U17 kvenna en eldri hópurinn leikur 2 vináttulandsleiki við Dani á næstu dögum. Lesa meira
 
U17-kvenna-byrjunarlid-gegn-Eistlandi

U17 kvenna - Tveir leikir framundan við Dani - 22.1.2013

Landsliðsþjálfararnir Ólafur Þór Guðbjörnsson og Úlfar Hinriksson  hafa valið 25 leikmenn til að mæta Dönum í tveimur vináttulandsleikjum á næstu dögum.  Fyrri leikurinn verður í Kórnum næstkomandi sunnudag, 27. janúar og hefst kl. 13:30.  Sá síðari verður í Akraneshöllinni, þriðjudaginn 29. janúar og hefst kl. 15:00.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Námskeið fyrir aðstoðardómara mánudaginn 28. janúar - 21.1.2013

Námskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið mánudaginn 28. janúar í höfuðstöðvum KSÍ og hefst það kl. 18:00.  Námskeiðið er ætlað öllum starfandi aðstoðardómurum sem áhuga hafa á því að bæta sig í starfi. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Landshlutaæfingar á Norðurlandi - 18.1.2013

Laugardaginn 19. janúar fara fram landshlutaæfingar á Norðurlandi undir stjórn Péturs Ólafssonar landshlutaþjálfara. Æfingarnar fara fram í Boganum á Akureyri telur æfingahópurinn alls um 60 leikmenn frá félögum víðs vegar af Norðurlandi. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Landshlutaæfingar U17 kvenna á Austurlandi - 17.1.2013

Þann 20. janúar fara fram landshlutaæfingar U17 kvenna á Austurlandi undir stjórn Úlfars Hinrikssonar landsliðsþjálfara og Eysteins Haukssonar landshlutaþjálfara. Til æfinganna, sem fram fara í Fjarðabyggðarhöllinni, hafa verið boðaðir tæplega 40 leikmenn frá 6 félögum

Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_054

Allir leyfisumsækjendur hafa skilað gögnum - 17.1.2013

Skiladagur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, var þriðjudaginn 15. janúar. Leyfisstjórn hefur nú móttekið gögn frá öllum félögum í efstu tveimur deildum karla, en það eru þær deildir sem leyfiskerfið nær til. Öll félögin skiluðu gögnum innan tímamarka. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið byrjar árið 2013 í 89. sæti - 17.1.2013

A landslið karla byrjar árið 2013 í 89. sæti á styrkleikalista FIFA og hækkar um eitt sæti milli mánaða. Annars eru afar litlar breytingar á listanum milli mánaða og t.a.m. engin breyting á topp 10, enda ekki margir landsleikir farið fram síðan listinn var síðast gefinn út. Lesa meira
 
Frá Laugardalsvelli

Drög að leikjum sumarsins 2013 birt - 16.1.2013

Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum sumarsins í Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna, 1. og 2. deild karla. Félög í þessum deildum eru vinsamlegast beðin um að fara yfir sína leiki og koma með athugasemdir við þessi drög í síðasta lagi fimmtudaginn 31. janúar. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 1.-3. febrúar - 16.1.2013

Helgina 1.-3. febrúar mun KSÍ standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði. Þátttökurétt hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í skriflega KSÍ B prófinu.  Námskeiðið er upphafið af KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu og gildir jafnframt sem endurmenntun.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kosningar í stjórn á 67. ársþingi KSÍ - 16.1.2013

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 26. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Lesa meira
 
Læknaráðstefna 2013

Læknaráðstefna haldin í höfuðstöðvum KSÍ - 15.1.2013

Um síðustu helgi var haldin læknaráðstefna í höfuðstöðvum KSÍ þar sem fjallað var um ýmis málefni tengd knattspyrnu, meiðsli og annað. Ráðstefnustjóri var Reynir Björnsson og tóku 9 læknar þátt, auk leiðbeinenda.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Ráðstefna um félagaskiptamál og greiðslur vegna félagaskipta - 15.1.2013

Dagana 2.-3. febrúar mun KSÍ standa fyrir ráðstefnu um félagaskiptamál og greiðslur vegna félagaskipta. Hingað til lands kemur Omar Ongaro sem er yfirmaður félagaskiptadeildar FIFA og mun hann flytja erindi um uppeldisbætur og samstöðubætur, auk þess að fjalla um veðmál og hagræðingu úrslita.

Lesa meira
 
ÍA

Unglingadómaranámskeið á Akranesi 21. janúar - 14.1.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍA og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

EM 2013 - Miðasala á leiki Íslands hafin - 14.1.2013

Miðasala á leiki Íslands á EM kvenna 2013, sem fram fer í Svíþjóð 10. - 28. júlí, er hafin. Skila skal miðapöntunum til KSÍ og þurfa þær að berast í síðasta lagi 1. apríl næstkomandi. Miðapöntunum skal skila á þar til gerðu eyðublaði sem finna má hér að neðan.

Lesa meira
 
U17-hopurinn-til-Sloveniu

U16 og U17 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 14.1.2013

Landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrisson og Þorlákur Árnason, hafa valið leikmenn fyrir úrtaksæfingar hjá U16 og U17 karla. Æfingarnar fara fram um komandi helgi og fara fram í Kórnum og Egilshöllinni.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Staðalsamningur KSÍ - Ábendingar vegna breytinga á samningsformi - 14.1.2013

Eins og áður hefur komið fram í dreifibréfi er sent var á aðildarfélög í desember 2012 hefur verið samþykkt nýtt form á staðalsamningi KSÍ.  Nýtt samningsform er nú aðgengilegt á íslensku og ensku á heimasíðu KSÍ.

Lesa meira
 
Haust í Laugardalnum

Endurskoðendum kynntar nýjar fjárhagsreglur - 11.1.2013

Á fimmtudag var haldinn árlegur fundur með endurskoðendum félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.  Með þessum fundum er reynt að kynna leyfiskerfið betur, beint til endurskoðenda og gera þannig allt ferlið öruggara fyrir alla hagsmunaaðila.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2013 - Staðfest niðurröðun liggur fyrir - 10.1.2013

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2013. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið hefst í kvöld - 10.1.2013

Reykjavíkurmótið hefur göngu sína í kvöld, fimmtudaginn 10. janúar, og eru tveir leikir á dagskrá í Egilshöllinni. Valur og ÍR mætast kl. 19:00 í A riðli meistaraflokks karla og þar á eftir, eða kl. 21:00, leika Fjölnir og HK/Víkingur hjá meistaraflokki kvenna.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Landsliðsþjálfarar karla funda með þjálfurum - 9.1.2013

Landsliðsþjálfarar karla vilja bjóða þjálfurum í Pepsideild karla, 1.deild karla, 2. flokki karla og 3. flokki karla til fundar laugardaginn 26.janúar og mánudaginn 28. janúar í höfuðstöðvum KSÍ.  Allir þjálfarar eru beðnir um að skrá þátttöku sína á þessum fundum með tölvupósti þar sem fram kemur nafn og netfang.

Lesa meira
 
Rússland

A karla - Vináttulandsleikur gegn Rússum 6. febrúar - 9.1.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Rússlands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik þann 6. febrúar næstkomandi. Leikið verður í Marbella á Spáni.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P5752

Styttist í skiladag leyfisgagna í ferlinu fyrir 2013 - 9.1.2013

Það styttist í að leyfisgögnum félaga í Pepsi-deild karla og 1. deild karla rigni yfir leyfisstjórn KSÍ. Skiladagur er 15. janúar og skila leyfisumsækjendur þá gögnum sem snúa að öðrum þáttum en fjárhagslegum, m.a. ráðningarsamningum lykilstarfsmanna. Lesa meira
 
Fylkir

Unglingadómaranámskeið hjá Fylki 17. janúar - 9.1.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
U17 kvenna í Slóveníu

U17 og U19 kvenna - Yfir 80 leikmenn boðaðir á æfingar um helgina - 8.1.2013

Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn til æfinga um helgina hjá U17 og U19 kvenna. Tveir hópar eru valdir hjá U17 en framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Dönum í lok mánaðarins.

Lesa meira
 
Coerver-namskeid

"Coerver Coaching" námskeið var um helgina - 8.1.2013

Um síðustu helgi stóð KSÍ fyrir þjálfaranámskeiði þar sem viðfangsefnið var tækniþjálfun knattspyrnumanna. Hingað til lands kom maður að nafni Brad Douglass en hann er fræðslustjóri hjá Coerver Coaching sem sérhæfir sig í tækniþjálfun barna og unglinga. Lesa meira
 
Throttur---Fram-1.-deild-kvenna-2

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2013 - 7.1.2013

Þátttökutilkynningar hafa verið póstlagðar til aðildarfélaga KSÍ og ættu þær að hafa borist aðildarfélögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn, Áskell og Gylfi dæma á Copa Del Sol - 7.1.2013

Kristinn Jakobsson mun dæma á æfingamóti sem fram fer á La Manga í janúar og nefnist Copa Del Sol. Þar taka þátt félög m.a. frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Rússlandi. Með Kristni verða aðstoðardómararnir Áskell Gíslason og Gylfi Már Sigurðsson en þeir munu einnig starfa sem fjórðu dómarar á mótinu. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Tveir vináttulandsleikir gegn Dönum í lok janúar - 7.1.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komist að samkomulagi um að U17 kvennalandslið þjóðanna leiki tvo vináttulandsleiki í lok janúar. Leikið verður hér á landi, í Kórnum sunnudaginn 27. janúar kl. 13:30 og í Akraneshöllinni, þriðjudaginn 29. janúar kl. 15:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Futsal - Valur og Víkingur Ólafsvík fögnuðu sigri - 6.1.2013

Valur og Víkingur Ólafsvík fögnuðu sigri í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu sem lauk í dag í Laugardalshöll. Valskonur lögðu ÍBV í ótrúlegum úrslitaleik og Víkingur Ólafsvík lagði Val hjá körlunum í hörkuleik. Leikið var í Laugardalshöll.

Lesa meira
 
Futsal  Ísland - Lettland

Futsal - Vinnur Valur tvöfalt? - 5.1.2013

Nú er ljóst hvaða félög leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu en undanúrslitin voru leikin í Laugardalshöll í dag. Í kvennaflokki leika Valur og íBV kl. 12:15 og þar geta Vestmannaeyingar varið titil sinn. Í karlaflokki leika Valur og Víkingur Ólafsvík til úrslita kl. 14:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Landsliðsþjálfarar kvenna funda með þjálfurum - 4.1.2013

Landsliðsþjálfarar kvenna vilja bjóða þjálfurum í Pepsi-deild kvenna, 1. deild kvenna, 2. flokk kvenna og 3. flokk kvenna til fundar föstudaginn 25. janúar í höfuðstöðvum KSÍ.  Þjálfarar sem eru búsettir á landsbyggðinni og vilja fylgjast með fundinum í gegnum netið eru vinsamlegast beðnir að skrá sig með því að senda póst með nafni og netfangi.  Lesa meira
 
Futsal - Magnýs Sverrir skorar beint úr aukaspyrnu

Íslandsmeistarar í Futsal krýndir á sunnudaginn - 3.1.2013

Um helgina verða krýndir Íslandsmeistarar karla og kvenna í Futsal en úrslitakeppnin verður leikin í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag. Undanúrslit fara fram á laugardaginn en úrslitaleikirnir á sunnudaginn.

Lesa meira
 
Katrin-Jonsdottir-jafnrettisvidurkenning

Tilnefningar óskast vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ 2012 - 3.1.2013

Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2012. Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi. Lesa meira
 
Heimildarmynd um Guðmund Steinarsson

GS #9 - Heimildarmynd um knattspyrnumanninn Guðmund Steinarsson - 3.1.2013

Kvikmyndagerðarmaðurinn, Garðar Örn Arnarson, kom í dag færandi hendi á skrifstofu KSÍ. Afhenti hann sambandinu nokkur eintök af mynd sinni GS #9 en það er heimildarmynd um knattspyrnuferil Guðmundar Steinarssonar.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ B próf fer fram 21. janúar - 3.1.2013

Mánudaginn 21. janúar stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar). Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Æfingar í Kórnum um helgina - 3.1.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 30 leikmenn til æfinga um komandi helgi og fara æfingarnar fram í Kórnum í Kópavogi. Æft verður á laugardag og sunnudag en framundan hjá liðinu er vináttulandsleikur gegn Wales ytra, 6. febrúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U17 og U19 karla - Fyrstu æfingar á nýju ári - 2.1.2013

Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, þjálfarar U17 og U19 karla, hafa valið hópa til úrtaksæfinga um komandi helgi og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöllinni. Þetta eru fyrstu úrtaksæfingar á nýju ári.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög