Fréttir

flugeldar_2007

Gleðilegt nýtt ár - Áramótakveðjur frá KSÍ - 31.12.2012

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári.

Skrifstofan opnar aftur á nýju ári, miðvikudaginn 2. janúar.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson

U21 karla - Eyjólfur Sverrisson áfram með liðið - 27.12.2012

Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára. Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005. Lesa meira
 
jolakort-ksi-2012

Gleðileg jól - Hátíðarkveðja frá KSÍ - 21.12.2012

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu.

GLEÐILEG JÓL!

Lesa meira
 
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 kvenna

U19 kvenna - Ólafur Þór Guðbjörnsson áfram með liðið - 21.12.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U19 kvenna en hann hefur gert samning út næstu tvö tímabil. Ólafur er svo sannarlega enginn nýgræðingur þegar kemur að þjálfun yngri landsliða Íslands en hann byrjaði að þjálfa U17 kvenna árið 1997. Lesa meira
 
Frá grasrótarheimsókn á Ísafjörð í júlí 2008

KSÍ IV þjálfaranámskeið 11. - 13. janúar 2013 - 21.12.2012

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu helgina 11.-13. janúar 2013.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.

Lesa meira
 
Kristinn_R._Jonsson

U19 karla - Kristinn R. Jónsson áfram þjálfari - 20.12.2012

Kristinn Rúnar Jónsson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U19 karla en hann tók við því starfi í desember 2006. Nýr samningur við Kristin er til tveggja ára. Kristinn hefur víðtæka reynslu úr þjálfun og hefur m.a. þjálfað meistaraflokka karla hjá ÍBV og Fram. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Umsóknir í Mannvirkjasjóð KSÍ 2013 - 20.12.2012

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.

Lesa meira
 
Merki FIFA

Íslenskir FIFA dómarar 2013 - 19.12.2012

FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2013 og er listinn óbreyttur frá síðasta ári.  Íslenskir FIFA dómarar fyrir árið 2013 eru eftirfarandi: Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

A karla - Ísland upp um 6 sæti - 19.12.2012

Íslenska karlalandsliðið fer upp um 6 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Ísland er í 90. sæti listans en Spánverjar halda sem fyrr fast í toppsæti listans. Landslið frá Evrópu raða sér í 10 af 12 efstu sætum listans að þessu sinni. Lesa meira
 
Thjodsongur

A kvenna - 42 leikmenn valdir í undirbúningshóp - 18.12.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið 42 leikmenn í undirbúningshóp fyrir verkefni komandi árs. Fundur verður haldinn með hópnum á milli jóla og nýárs þar sem farið verður yfir verkefni næsta árs. Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþing 2012

Knattspyrnuþing 2013 - Fjöldi þingfulltrúa - 17.12.2012

67. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Nordica Hótel, laugardaginn 9. febrúar næstkomandi. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar:

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Vináttulandsleikur gegn Wales 6. febrúar - 17.12.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Wales hafa komist að samkomulagi um að U21 karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 6. febrúar næstkomandi. Leikið verður á Steabonheath Park í Llanelli í Wales. Lesa meira
 
Dans

A kvenna - Leikið við Dani 20. júní - 17.12.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Danmörku 20. júní. Þetta verður að öllum líkindum síðasti leikur Íslands áður en úrslitakeppni EM hefst í Svíþjóð 10. júlí.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum - Ný reglugerð um 5 manna bolta - 14.12.2012

Á fundi stjórnar KSÍ sem fram fór á Selfossi, 13. desember, voru samþykktar nokkrar reglugerðarbreytingar og einnig samþykkt ný reglugerð um 5 manna bolta. Þessar breytingar má finna hér til vinstri, undir "Dreifibréf til félaga" og eru breytingarnar í dreifibréfi nr. 13. Lesa meira
 
Þorlákur Árnason

U17 karla - Þorlákur Árnason ráðinn landsliðsþjálfari - 14.12.2012

Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U17 karla og tekur við af Gunnari Guðmundssyni. Þorlákur hefur m.a. þjálfað meistaraflokka karla hjá Val, Fylki og Stjörnunni ásamt því að hafa þjálfað fjölda yngri flokka. Hann náði frábærum árangri sem þjálfari U17 kvenna og fór m.a. með liðið í fjögurra liða úrslit á EM 2011.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

A kvenna - Riðlaskiptingin tilbúin fyrir Algarve-bikarinn - 12.12.2012

Algarvemótið fer fram dagana 6. - 13. mars en þar mætast flest af sterkustu kvennalandsliðum heims. Tólf landslið taka þátt í mótinu en átta sterkustu þjóðunum er skipt í tvo riðla og leikur Ísland í B-riðli með Bandaríkjunum, Svíþjóð og Kína. Lesa meira
 
Merki FIFA

Knattspyrnulögin 2012/2013 - 12.12.2012

Á heimasíðunni má finna uppfærða íslenska útgáfu af knattspyrnulögum FIFA 2012/2013. Lögin eru með skýringarmyndum og þar má einnig finna túlkun knattspyrnulaganna og leiðbeiningar til dómara. Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2012

Íslensk knattspyrna 2012 komin út - 12.12.2012

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2012 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 32. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.  Bókin er 256 blaðsíður og þar af 112 síður í lit. Hún er prýdd um 370 myndum, m.a. liðsmyndum af sigurvegurum í öllum flokkum á Íslandsmótinu.
Lesa meira
 
byrjunarlið

A kvenna - Vináttulandsleikur gegn Skotum 1. júní á Laugardalsvelli - 11.12.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Skotlands hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní 2013. Leikurinn er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð sem hefst 10. júlí.

Lesa meira
 
U17-hopurinn-til-Sloveniu

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um helgina - 10.12.2012

Framundan eru úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og fara æfingarnar fram um komandi helgi í Kórnum og Egilshöll. Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar og má sjá þá hér að neðan.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2013 - 10.12.2012

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2013 hefur verið birt á vef KSÍ. Best er að skoða leiki á vef KSÍ undir "mótamál" á forsíðunni og velja svo leiki félaga. Athugasemdir við niðurröðun leikja ber að skila í síðasta lagi fimmtudaginn 27. desember. Lesa meira
 
KÞÍ

Frá aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands - 7.12.2012

Á aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands útnefndi félagið þjálfara ársins á efstu deildum karla og kvenna. Heimir Guðjónsson þjálfari Íslandsmeistara FH var útnefndur þjálfari ársins í Pepsi-deild karla fyrir árið 2012 og Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Íslandsmeistara Þórs/KA var útnefndur þjálfari ársins í Pepsi-deild kvenna fyrir árið 2012. Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti kvenna - Ísland í 15. sæti - 7.12.2012

Á nýjum styrkleikalista FIFA kvenna, sem út kom í morgun, er Ísland í 15. sæti og fer upp um eitt sæti frá því að listinn var birtur síðast. Bandaríkin eru sem fyrr í efsta sæti listans en litlar breytingar eru á meðal efstu þjóða. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Gylfi og Þóra valin knattspyrnufólk ársins - 6.12.2012

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Þóru Björgu Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2012. Þetta er í níunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Lesa meira
 
Nystuka2007-0137

Fundað með leyfisfulltrúum félaga vegna leyfisferlisins 2013 - 5.12.2012

Á þriðjudag var fundað með leyfisfulltrúum félaga sem undirgangast leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2013. Fundurinn, sem er árviss viðburður, var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Alls áttu 13 félög fulltrúa á fundinum.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið gegn Belgum, Frökkum og Norður Írum - 5.12.2012

Í dag var dregið í undankeppni EM hjá U19 karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Ísland er í riðli með Belgíu, Frakklandi og Norður Írlandi. Leikið verður í Belgíu dagana 10. - 15. október. Tvær efstu þjóðirnar komast áfram í milliriðla en úrslitakeppnin sjálf fer svo fram í Ungverjalandi 2014.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Leikið í Rússlandi í undankeppni EM 2013/14 - 5.12.2012

Í dag var dregið í undankeppni EM hjá U17 karla og voru íslensku strákarnir dregnir í riðil með Rússlandi, Slóvakíu og Aserbaídsjan. Riðillinn verður leikinn í Rússlandi dagana 21. - 26. september. Tvær efstu þjóðirnar í riðlunum 13 komast áfram í milliriðla ásamt þeirri þjóð sem bestan árangur verður með í þriðja sæti.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuþing 2013 - Boðun - 4.12.2012

67. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Nordica Hótel 9. febrúar nk. Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 9. janúar næstkomandi. Lesa meira
 
U17-kvenna---Varamenn-gegn-Tekkum

U16, U17 og U19 kvenna - Landsliðsæfingar um helgina - 4.12.2012

Um komandi helgi fara fram landsliðsæfingar hjá þremur landsliðum kvenna, U16, U17 og U19 kvenna. Þjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar og eru alls 96 leikmenn boðaðir á þessar æfingar.

Lesa meira
 
UEFA - Knattspyrnusamband Evrópu

Ítarleg tölfræðiskýrsla UEFA um kvennaknattspyrnu - 3.12.2012

UEFA hefur nýverið sent aðildarsamböndum sínum ítarlega tölfræðiskýrslu sem unnin var um kvennaknattspyrnu í Evrópu. Mikil rannsóknarvinna er á bak við skýrsluna, sem verður birt opinberlega eftir áramót og mun hún þá verða birt í heild sinni á vef KSÍ.

Lesa meira
 
Magni_Mohr

Magni Mohr – hraða- og snerpuþjálfun, upphitun og endurheimt - 3.12.2012

Helgina 19.-20. janúar 2013 mun Magni Mohr koma aftur hingað til lands og halda námskeið ætlað knattspyrnuþjálfurum. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið hraða- og snerpuþjálfun, upphitun og endurheimt knattspyrnumanna.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Tékklandi - 3.12.2012

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Viktoria Plzen frá Tékklandi og Atletico Madrid frá Spáni í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Plzen á fimmtudaginn. Aðstoðardómarar verða Sigurður Óli Þorleifsson og Frosti Viðar Gunnarsson og aukaaðstoðardómarar þeir Þorvaldur Árnason og Gunnar Jarl Jónsson. Fjórði dómari verður Gunnar Sverrir Gunnarsson.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög