Fréttir

uefa-logo-biglandscape

Ísland vinnur til UEFA verðlauna - 30.11.2012

Á árlegri verðlaunaafhendingu UEFA fyrir markaðsmál tengd knattspyrnu, sem fram fór í gærkvöldi í Róm, hlaut Ísland verðlaun fyrir markaðssetningu á Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Fimmtán þjóðir kepptu við Ísland í flokknum "Best Sponsorship Activation", en sá flokkur þykir afar eftirsóttur og mörg glæsileg verkefni sem keppa um sigur.

Lesa meira
 
Sigurdur-Ragnar-Eyjolfsson

Getuskipting í þjálfun yngri flokka - Viðtal við Sigurð Ragnar Eyjólfsson - 29.11.2012

Nokkur umræða hefur verið á síðustu dögum varðandi þjálfun yngri flokka í knattspyrnu og getuskiptingu sem notuð er í þeirri þjálfun.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun og fjallaði um þetta málefni. Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigurð hér.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Tækniþjálfun - Coerver Coaching - 28.11.2012

Dagana 5 .- 6. janúar mun KSÍ bjóða þjálfurum upp á námskeið í tækniþjálfun. Hingað til lands kemur Brad Douglass en hann starfar sem Technical Director hjá Coerver Coaching í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Margir ættu að kannast við hollenska þjálfarann Wiel Coerver sem var á sínum tíma brautryðjandi á sviði tækniþjálfunar og byggist Coerver Coaching á hans hugmyndafræði.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Tveir hópar æfa um helgina - 27.11.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið tvo hópa til æfinga um komandi helgi. Æft verður í Kórnum og æfir annar hópurinn laugardaginn 1. desember og hinn hópurinn, sunnudaginn 2. desember.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum - Samþykktar á stjórnarfundi 22. nóvember - 27.11.2012

Á stjórnarfundi KSÍ, þann 22. nóvember síðastliðinn, voru samþykktar breytingar á reglugerðum KSÍ og má finna þessar breytingar undir "Dreifibréf til félaga" hér til vinstri á síðunni. Sérstaklega er mikilvægt að aðildarfélög kynni sér viðamiklar breytingar sem hafa orðið á reglugerð um knattspyrnumót. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Úrtaksæfingar á Norðurlandi - 27.11.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um komandi helgi í Boganum á Akureyri. Valdir eru 33 leikmenn á þessar æfingar og koma þeir frá sex félögum á Norðurlandi. Lesa meira
 
U17-hopurinn-til-Sloveniu

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 27.11.2012

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða þessar æfingar í Kórnum og Egislhöll. Þjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Ferðasjóður íþróttafélaga - Umsóknarfrestur til 7. janúar - 22.11.2012

Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga hefur verið opnað. Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða á árinu 2012 rennur út á miðnætti mánudaginn 7. janúar 2013. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sent inn umsóknir í sjóðinn.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Skipta íþróttir máli? - 22.11.2012

Ráðstefna Háskóla Íslands og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um stöðu íþrótta í íslensku samfélagi verður haldin miðvikudaginn 28. nóvember nk. klukkan 13.00-16.30. Ráðstefnan verður í Hátíðarsal Háskóla Íslands og er þátttaka öllum að kostnaðarlausu. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Aðalfundur KÞÍ fimmtudaginn 6. desember - 21.11.2012

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 6. desember n.k. klukkan 20:00.

Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

Milliriðill U19 kvenna - Leikið í Portúgal - 20.11.2012

Ísland er í riðli með Finnlandi, Norður Írlandi og Portúgal í milliriðli EM U19 kvenna en dregið var í dag. Leikið verður í Portúgal, dagana 4. - 9. apríl á næsta ári en stelpurnar tryggðu sér sæti í milliriðlum þegar þær léku í Danmörku í október. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Leikið í Búlgaríu í undankeppninni 2013/14 - 20.11.2012

Í dag var í höfuðstöðvum UEFA í Sviss, dregið í undankeppni EM U19 kvenna 2013/14 og dróst Ísland í riðil með Frakklandi, Slóvakíu og Búlgaríu. Leikið verður í Búlgaríu dagana 21. - 26. september 2013. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Opin mót 2013 - 20.11.2012

Félögum sem halda opin mót 2013 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður á póstfangið thorvaldur@ksi.is.  Upplýsingarnar verður að finna í lista undir Opin mót hér til vinstri á síðunni. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Stelpurnar leika í Moldavíu - 20.11.2012

Í dag var dregið í riðla í undankeppni EM U17 kvenna 2013/2014 og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Ísland er í riðli með Lettlandi, Ungverjalandi og Moldavíu og verður leikið í síðastnefnda landinu, dagana 30. júlí - 4. ágúst 2013. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Úrtaksæfingar U16 karla í Boganum 24. og 25. nóvember - 19.11.2012

Úrtaksæfingar fyrir U16 landslið karla (leikmenn fæddir 1998) fara fram í Boganum á Akureyri um komandi helgi, laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. nóvember. Alls hafa 24 leikmenn frá átta félögum á Norðurlandi verið boðaðir til æfinga. Lesa meira
 
U17-kvenna-byrjunarlid-gegn-Eistlandi

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar 24. - 25. nóvember - 16.11.2012

Helgina 24. - 25. nóvember verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna. Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa á þessar æfingar sem fara fram í Kórnum og Egilshöll. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisferlið fyrir 2013 hafið - 16.11.2012

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ hefur þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild karla 2013 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst. Keflvíkingar hafa þegar skilað leyfisgögnum og eru því fyrstir annað árið í röð.

Lesa meira
 
Futsal  Ísland - Lettland

Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu hefst um helgina - 16.11.2012

Keppni í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu hefst um helgina þegar riðlakeppni hefst í karlaflokki. Keppt er í þremur riðlum um helgina og verður leikið í Vestmannaeyjum, Ólafsvík og Grafarvogi. Lesa meira
 
Jóhann Berg skorar á móti Andorra

Öruggur sigur á Andorra - 14.11.2012

Ísland bar sigur af Andorra í kvöld í vináttulandsleik sem leikinn var í Andorra. Loktaölur urðu 0 - 2 og komu mörkin í sínum hvorum hálfleiknum.  Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrra mark Íslands en Rúnar Már Sigurjónsson gerði það síðara, í sínum fyrsta landsleik.

Lesa meira
 
Andorra

Byrjunarliðið gegn Andorra - 14.11.2012

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Andorra í vináttulandsleik í kvöld kl. 18:00. Leikið er í Andorra en einn nýliði er í byrjunarliðinu að þessu sinni, Rúnar Már Sigurjónsson. Bent er á að hægt verður að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á Facebooksíðu KSÍ. Einnig verður hægt að horfa á leikinn á netinu.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - 45 leikmenn valdir í æfingahóp - 14.11.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið æfingahóp fyrir æfingar sem fram fara um komandi helgi í Kórnum. Alls eru 45 leikmenn í þessum hóp og koma þeir frá 20 félögum.

Lesa meira
 
Island-Noregur-(3)

A karla - Leikið við Andorra í kvöld - 14.11.2012

Íslenska karlalandsliðið mætir Andorra í vináttulandsleik í kvöld og er leikið á Andorra. Leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma en þetta er í fimmta skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla og hafa Íslendingar unnið allar fjórar viðureignirnar til þessa.

Lesa meira
 
Guðrún Inga Sívertsen

Baráttudagur gegn einelti - Ávarp - 13.11.2012

Knattspyrnuhreyfingin á Íslandi telur fleiri tugi þúsunda einstaklinga og er þverskurður af okkar samfélagi. Við í hreyfingunni erum meðvituð um okkar ábyrgð. KSÍ hefur til dæmis nú í nokkur ár staðið fyrir verkefninu leikur án fordóma. Hluti þess er barátta gegn einelti með fræðslu til iðkenda, þjálfara og foreldra. Einelti kemur okkur öllum við, því við erum liðsheild, ein stór fjölskylda.

Lesa meira
 
lars-lagerback-face-2012

"Ekkert er svo slæmt að það færi okkur ekkert gott" - 12.11.2012

A landslið karla leikur vináttulandsleik við Andorra ytra á miðvikudag er er það síðasti leikur íslenska liðsins á þessu ári. Í viðtalið við vef KSÍ voru Lars Lagerbäck, þjálfari liðsins, og Gauti Laxdal læknir m.a. spurðir út í mikilvægi leiksins og meiðsli leikmanna.

Lesa meira
 
Ísland-Sviss 2012 (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

Jón Daði og Garðar í hópinn sem mætir Andorra - 11.11.2012

Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson eiga allir við meiðsli að stríða og hafa dregið sig úr landsliðshópnum sem mætir Andorra í vináttuleik ytra á miðvikudag. Jón Daði Böðvarsson og Garðar Jóhannsson koma í hópinn í þeirra stað.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslandsmeistarar FH hefja leik á heimavelli í Pepsi-deild karla - 10.11.2012

Á fundi formanna- og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ í dag var m.a. dregið í töfluröð í landsdeildum. Íslandsmeistarar síðasta keppnistímabils byrja bæði titilvörnina á heimavelli, FH mætir Keflavík í Pepsi-deild karla og Þór/KA leikur gegn FH í Pepsi- deild kvenna. Lesa meira
 
2013 women

Ísland í riðli með Þýskalandi, Noregi og Hollandi - 9.11.2012

Í dag var dregið í riðla fyrir úrslitakeppni EM kvenna sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Ísland mun leika í B riðli og leikur þar við Þýskaland, Noreg og Holland. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Noregi í Kalmar, fimmtudaginn12. júlí.

Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

Æfingar U17 og U19 karla - 17. - 18. nóvember - 9.11.2012

Framundan eru úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla en þær fara fram helgina 17. og 18. nóvember næstkomandi. Æft verður í Kórnum og Egilshöll og hafa landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, valið hópa fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
2013 women

Úrslitakeppni EM kvenna - Dregið í riðla í dag - 9.11.2012

Í dag verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM kvenna en hún fer fram í Svíþjóð á næsta ári, nánar tiltekið 10. - 28. júní. Drátturinn fer fram í Gautaborg og hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá drættinum á RÚV og einnig er hægt að fylgjast með á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
logo-VGE-stondum-saman1

Kvennalandsliðið fær viðurkenningu á baráttudegi gegn einelti - 8.11.2012

Kvennalandsliðið fékk í dag afhenta viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna fengu þær afhenta í Þjóðmenningarhúsinu í dag en þar fór fram athöfn í tilefni af baráttudegi gegn einelti sem er í dag, 8. nóvember. Það var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sem afhenti viðurkenninguna.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6935

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna - 8.11.2012

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.  Hægt er að áfrýja flokkun leikmanns til samninga- og félagaskiptanefndar.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í 96. sæti á FIFA-listanum - 7.11.2012

A landslið karla hækkar um eitt sæti milli mánaða á styrkleikalista FIFA og er í 96. sæti á nýútgefnum lista. Ef aðeins Evrópuþjóðir eru teknar með í reikninginn er Ísland í 40. sæti.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sætinu og Þjóðverjar koma næstir. Lesa meira
 
Lars-Lagerback

"Vináttulandsleikir eru góður vettvangur til að prófa nýja hluti með liðið" - Viðtal við Lars Lagerbäck - 5.11.2012

Framundan er vináttulandsleikur gegn Andorra sem fram fer ytra, miðvikudaginn 14. nóvember. Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn og heyrði heimasíðan aðeins í Lars vegna þessa verkefnis. Lesa meira
 
Island-Noregur-(3)

A karla - Hópurinn valinn fyrir vináttulandsleik gegn Andorra - 5.11.2012

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp fyrir vináttulandsleik gegn Andorra sem fram fer ytra, 14. nóvember næstkomandi. Einn leikmaður í hópnum hefur ekki leikið A landsleik, Rúnar Már Sigurjónsson úr Val.  Þetta er í fimmta skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla.

Lesa meira
 
U17-kvenna-byrjunarlid-gegn-Eistlandi

U17 og U19 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 5.11.2012

Æfingar fara fram um komandi helgi hjá U17 og U19 kvenna og verður æft í Kórnum og Egilshöll. Þjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lengjubikarinn 2013 - Þátttökutilkynning - 5.11.2012

Þátttökutilkynningar vegna Lengjubikarsins 2013 hafa verið sendar út á aðildarfélög en frestur til að tilkynna þátttöku er til sunnudagsins 18. nóvember.  Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2012 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2013 hafa heimild til að senda lið til keppni.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Tyrklandi - 5.11.2012

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Fenerbache frá Tyrklandi og AEL Limassol frá Kýpur í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Istanbul á fimmtudaginn. Þessi félög leika í C riðli keppninnar og er tyrkneska liðið á toppi riðilsins Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög