Fréttir

UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Georgíu - 31.10.2012

Strákarnir í U19 töpuðu í dag gegn Georgíu í undankeppni EM en leikið var í Króatíu. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Georgíumenn. Íslendingar sitja því eftir en Georgíumenn fara áfram í milliriðla, ásamt Króatíu sem lögðu Asera 7 - 1. Lesa meira
 
Futsal  Ísland - Lettland

Drög að keppni meistaraflokka í Íslandsmótinu í Futsal 2013 - 31.10.2012

Drög hafa verið birt af niðurröðun í keppni meistaraflokka í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu – Futsal og má finna þau hér á heimasíðunni. Vakin er athygli á breyttu keppnisfyrirkomulagi en keppt er í hraðmótsfyrirkomulagi bæði hjá körlum og konum en úrslitakeppnin fer fram 5. – 6. janúar 2013. Lesa meira
 
Stjörnuvöllur

Ný leyfisreglugerð sem tekur gildi 1. nóvember 2012 - 31.10.2012

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 25. október 2012, með fyrirvara um samþykki UEFA, leyfisreglugerð KSÍ sem tekur gildi 1. nóvember 2012.  Rétt er að vekja sérstaka athygli á breytingum í reglugerðinni er snúa að fjárhagslegri háttvísi félaga.

Lesa meira
 
ISL_01

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Georgíu - 31.10.2012

Strákarnir í U19 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en leikið er í Króatíu.  Leikið verður í dag gegn Georgíu og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Framlag til félaga vegna leyfiskerfis hækkað - 30.10.2012

Á fundi stjórnar KSÍ þann 25. október sl. var samþykkt að hækka þær fjárhæðir sem félög er undirgangast leyfiskerfið fá, en með því er verið að bregðast við óskum er fram komu á fundum með aðildarfélögum fyrr á þessu ári. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formanna- og framkvæmdastjórafundur í höfuðstöðvum KSÍ 10. nóvember - 30.10.2012

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 10. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 12.00 - 15.00.   Um kl. 14.00 verður dregið í töfluröð í Pepsi-deild, 1., 2. deild og 3. deild karla og Pepsi-deild kvenna á sama stað. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 30.10.2012

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og fara þær fram í Kórnum og Egilshöll. Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Framlög UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga árið 2012 - 29.10.2012

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2011/2012 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Dýrmætt stig í sarpinn - 28.10.2012

Strákarnir í U19 náðu í dýrmætt stig í dag þegar þeir gerðu jafntefli við heimamenn í Króatíu í öðrum leik þeirra í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 2 - 2 eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Síðasta umferðin fer fram á miðvikudaginn en þá leikur Ísland við Georgíu Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Króötum - 28.10.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið byrjunarliðið er mætir Króatíu í dag í undankeppni EM. Leikið er í Króatíu en þessar þjóðir unnu báðar fyrstu leiki sína. Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
ISL_01

U19 karla - Aserar lagðir í fyrsta leik - 26.10.2012

Strákarnir í U19 byrjuðu undankeppni EM vel þegar þeir lögðu Asera í fyrsta leik sínum í undankeppninni en riðillinn er leikinn í Króatíu. Lokatölur urðu 2 - 1 og komu öll mörk leiksins í fyrri hálfleik.

Lesa meira
 
Thjodsongur

Áhorfendamet! - Kærar þakkir fyrir stuðninginn - 26.10.2012

Áhorfendamet á kvennalandsleik var sett í gærkvöldi þegar 6.647 áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn og studdu stelpurnar okkar til Svíþjóðar. Stemningin var frábær og átti stærri þátt í þessum sigri heldur en kannski flestir geta ímyndað sér.

Lesa meira
 
Hólmfríður og Sif

Afreksstyrkur til kvennalandsliðsins - 26.10.2012

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að veita íslenska kvennalandsliðinu 10 milljón króna afreksstyrk vegna glæsilegs árangurs í undankeppni EM. Sem kunnugt er tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð sem fram fer 10. – 28. júlí á næsta ári.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Aserbaídsjan í dag - 26.10.2012

Strákarnir í U19 hefja í dag leik í undankeppni EM en leikið er í Króatíu. Fyrsti leikur Íslands er gegn Aserbaídsjan og hefst hann kl. 13:30 að íslenskum tíma. Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
UEFA

Dregið í riðla á EM 9. nóvember - 25.10.2012

Dregið verður í riðla í úrslitakeppni EM föstudaginn 9. nóvember kl. 18:30 (CET) í Gautaborg.  Dregið verður í þrjá fjögurra liða riðla þar sem liðin eru flokkuð samkvæmt árangri í undanförnum 3 EM/HM keppnum.

Lesa meira
 
2013 women

Ísland á EM! - 25.10.2012

Það var metaðsókn á k vennalandsleik í kvöld þegar Ísland lagði Úkraínu með þremur mörkum gegn tveimur. Það voru 6.647 áhorfendur sem sáu stelpurnar tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð í júlí á næsta ári. Boðið var upp á hörkuleik í kvöld þar sem íslenska liðið byrjaði betur en gestirnir gáfust alls ekki upp og jöfnuðu metin.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aron fær formlega áminningu frá landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck - 25.10.2012

Stjórn KSÍ harmar ummæli þau sem Aron Einar Gunnarsson lét falla fyrir landsleik Albaníu og Íslands í undankeppni HM 12. október sl. Ummælin voru ósæmileg og á engan hátt í takt við það starf KSÍ að efla háttvísi sem og samskipti og skilning þjóða á milli.

Lesa meira
 
Úkraína

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu - 25.10.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Úkraínu í umspilsleik fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð. Sigurður Ragnar stillir upp sama byrjunarliði og í fyrri leiknum og það sama má segja um mótherjana. Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Ísland mætir Úkraínu - Mætum tímanlega á völlinn - 25.10.2012

Það styttist í leik Íslands og Úkraínu sem hefst á Laugardalsvelli kl. 18:30. Ljóst er að aðsókn verður góð enda sæti í úrslitakeppninni í húfi. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega á völlinn til að forðast biðraðir við innganginn en völlurinn opnar kl. 17:40. Miðasala er í gangi á midi.is og á Laugardalsvelli fram að leik. Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna - Danskur sigur í síðasta leik - 25.10.2012

Stelpurnar í U19 töpuðu í dag gegn Dönum í síðasta leik liðsins í undankeppni EM en leikið var í Danmörku. Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir heimastúlkur eftir að þær höfðu leitt, 2 - 0, í leikhléi. Báðar þjóðirnar höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í milliriðlum sem fram fara á næsta ári. Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna - Byrjunarliðið er mætir Dönum - 25.10.2012

Stelpurnar í U19 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn í Danmörku. Mótherjarnir í dag eru heimastúlkur en efsta sæti riðilsins er í húfi.  Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, tilkynnt byrjunarliðið fyrir þennan leik  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland mætir Úkraínu í kvöld kl. 18:30 - 25.10.2012

Ísland tekur á móti Úkraínu í kvöld í seinni umspilsleik þjóðanna um sæti í úrslitakeppni EM kvenna 2013. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 18:30. Miðasala á leikinn er í gegnum miðasölukerfi hjá mid.is og einnig er hægt að kaupa miða í miðasölu Laugardalsvallar frá kl. 13:00.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Þú getur breytt heiminum! - 24.10.2012

Venjulega koma á milli 3.000 og 4.000 manns á landsleikina okkar en mest hafa komið 6.000 manns á völlinn. En ég vil fá 10.000 manns! Með því að það verður uppselt á kvennalandsleikinn breytum við heiminum. Ekki bara hjá þeim 18 stelpum sem klæðast landsliðstreyjunni í leiknum. Heldur í huga allra lítilla stúlkna sem æfa íþróttir á Íslandi.

Lesa meira
 
U16-1996-0007

Æfingaáætlun yngri landsliða veturinn 2012 - 2013 - 23.10.2012

Æfingaáætlun yngri landsliða fyrir veturinn 2012 - 2013 liggur nú fyrir og má finna hana hér að neðan. Félög eru beðin um að kynna sér hana og koma henni til viðeigandi aðila til að hafa í huga við skipulagningu leikja og æfinga.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Gunnar Jarl og Birkir dæma í Belgíu - 23.10.2012

Gunnar Jarl Jónsson og Birkir Sigurðarson verða við störf næstu daga í Belgíu þar sem þeir dæma í undankeppni EM U17 karla. Þjóðirnar sem leika í þessum riðli eru, auk heimamanna, Holland, Lettland og Litháen. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 og U17 kvenna - Breyttir tímar á æfingum helgarinnar - 23.10.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið æfingahópa hjá U16 og U17 kvenna en æfingar hjá þessum hópum fara fram um komandi helgi. Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og Kórnum.

Lesa meira
 
Packie Bonner

KSÍ markmannsþjálfaragráða - Hefst í nóvember - 22.10.2012

Í næsta mánuði verður í fyrsta sinn farið af stað með KSÍ markmannsþjálfaragráðu. Um er að ræða veigamikið verkefni en markmiðið með KSÍ markmannsþjálfaragráðunni er að bæta við sérþekkingu markmannsþjálfara hér á landi. Námskeiðið mun standa yfir frá nóvember 2012 til apríl 2013. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ III þjálfaranámskeið 9. - 11. nóvember 2012 - 22.10.2012

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 9.-11. nóvember. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna – Fimm marka sigur á Moldavíu - 22.10.2012

Stelpurnar í U19 lögðu stöllur sínar frá Moldavíu örugglega í dag í undankeppni EM en þetta var annar leikur liðsins í riðlinum sem leikinn er í Danmörku. Lokatölur urðu 5 – 0 fyrir Ísland en þær leiddu með þremur mörkum í leikhléi.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Úkraína - A passar gilda við innganginn - 22.10.2012

Handhafar A passa KSÍ 2012 geta sýnt passann við innganginn þegar komið er á leik Íslands og Úkraínu, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30. Ekki þarf að sækja miða á skrifstofu KSÍ heldur gildir skírteinið við innganginn.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Úkraína - Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja - 22.10.2012

Frítt er inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á leik Íslands og Úkraínu, seinni umspilsleiknum á milli þjóðanna þar sem leikið er um sæti í úrslitakeppni EM 2013. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október og hefst kl 18:30. Hægt er að framvísa viðeigandi skírteinum við innganginn og þarf því ekki að sækja miða áður á skrifstofu KSÍ.

Lesa meira
 
byrjunarlið

A kvenna - Seinni leikurinn við Úkraínu á fimmtudaginn - 22.10.2012

Stelpurnar gerðu góða ferð til Úkraínu þar sem þær lögðu heimastúlkur í hörkuleik, 2 – 3, en seinni leikurinn verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30. Miðasala á þann leik er nú hafin og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til þess að tryggja sér miða í tíma og styðja stelpurnar til Svíþjóðar. Miðasala er sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
U19-kvenna-byrjunarlid-Slovakia

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Moldavíu - 22.10.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Moldavíu í dag. Leikið verður í Esbjerg í Danmörku og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Minnt er á að hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Stórt skref stigið í átt til Svíþjóðar - 20.10.2012

Íslenska kvennalandsliðið steig í dag stórt skref í átt að sæti í lokakeppni EM 2013 í Svíþjóð næsta sumar. Skrefið var stigið með því að leggja Úkraínu 3-2 í Sevastopol í fyrri umspilsleik liðanna. Seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvelli fimmtudaginn 25. október. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Frábær fjögurra marka sigur hjá U19 kvenna - 20.10.2012

U19 landslið kvenna hóf undankeppni EM með glæsibrag í fyrsta leik gegn Slóvakíu, en riðillinn fer fram í Danmörku. Fjögur mörk í síðari hálfleik tryggðu íslenskan sigur og íslenska liðið hefur þar með stimplað sig rækilega inn.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Byrjunarlið Íslands í Sevastopol - 20.10.2012

Eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt mætir A landslið kvenna Úkraínu í fyrri viðureign liðanna í umspili fyrir EM í dag. Leikurinn fer fram í Sevastopol og hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Íslands, hefur tilkynnt byrjunarliðið í dag.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Slóvakíu í dag - 20.10.2012

U19 landslið kvenna hefur í dag leik í undankeppni EM 2013 og fer riðill Íslands fram í Danmörku. Fyrstu mótherjarnir eru Slóvakía og hefst leikurinn kl. 10:00 í dag að íslenskum tíma. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Frá Sevastopol

Stelpurnar æfðu á keppnisvellinum í dag - 19.10.2012

Kvennalandsliðið æfði á keppnisvellinum í Sevastopol í dag en þetta var lokaæfing liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Úkraínu á morgun. Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma en aðstæður í Sevastopol eru mjög góðar og fór æfingin í dag fram í 17 stiga hita og logni

Lesa meira
 
Sevastopol

Fyrsti leikur sovéska kvennalandsliðsins fór fram í Sevastopol - 19.10.2012

Íslenska kvennalandsliðið mætir því úkraínska í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Leikið verður í hafnarborginni Sevastopol sem er sunnarlega í Úkraínu, við Svartahafið.

Lesa meira
 
Kirsi Heikkinen

Kirsi Heikkinen dæmir Úkraína - Ísland - 19.10.2012

Það verður hin finnska, Kirsi Heikkinen, sem dæmir leik Úkraínu og Íslands í umspili fyrir úrslitakeppni EM en leikið verður í Sevastopol í Úkraínu á morgun kl. 13:00. Kirsi er einn fremstu dómurum í alþjóðaboltanum en hún dæmdi t.a.m. undanúrslitaleik Frakka og Bandaríkanna á HM á síðasta ári sem og úrslitaleik Meistaradeildar UEFA kvenna árið 2010. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Stelpurnar héldu til Danmerkur í morgun - 18.10.2012

Stelpurnar í U19 héldu í morgun til Danmerkur en þar leika þær riðil sinn í undankeppni EM, dagana 20. - 25. október. Fyrsti leikur verður á laugardaginn þegar leikið verður við Slóvakíu og mótherjar mánudagsins verður Moldavía.

Lesa meira
 
ISL_01

U19 karla - Hópurinn sem fer til Króatíu - 18.10.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hópinn er leikur í undankeppni EM síðar í þessum mánuði, 26. - 31. október. Leikið verður í Króatíu og verða mótherjarnir, ásamt heimamönnum, Aserbaídsjan og Georgía. Lesa meira
 
Hólmfríður og Sif

Ísland mætir Úkraínu í umspilsleikjum - Miðasala hafin - 17.10.2012

Framundan eru tveir umspilsleikir hjá íslenska kvennalandsliðinu þar sem leikið er um sæti í úrslitakeppni EM 2013 í Svíþjóð. Fyrri leikurinn er ytra nú á laugardaginn en seinni leikurinn verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30.

Lesa meira
 
Tolfan

Þökkum frábæran stuðning - 17.10.2012

Þrátt fyrir að ekki hafi nást stig á Laugardalsvelli í gærkvöldi er svo sannarlega hægt að gleðjast yfir góðum stuðningi frá áhorfendum sem mættu vel á völlinn og létu vel heyra í sér. Stuðningssveitin Tólfan var þar fremst í flokki og fékk áhorfendur með sér í stuðninginn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar framundan hjá U16 og U17 karla - 17.10.2012

Um helgina fara fram æfingar hjá U16 og U17 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson, valið hópa fyrir þessar æfingar. Æfingarnar fara fram á Framvellinum í Úlfarsárdal og Egilshöllinni. Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Stelpurnar héldu utan í morgun - 17.10.2012

Íslenska kvennalandsliðið hélt utan snemma í morgun áleiðis til Sevastopol í Úkraínu þar sem leikið verður gegn heimastúlkum í umspilsleik fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð á laugardaginn. Leikið verður heima og heiman og verður seinni leikurinn hér á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Svissneskur sigur í Laugardalnum - 16.10.2012

Svisslendingar höfðu betur gegn Íslendingum í kvöld á Laugardalsvelli þegar liðin mættust í undankeppni HM. Lokatölur urðu 0 - 2 fyrir gestina eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Næsti leikur íslenska liðsins í riðlinum verður gegn Slóveníu ytra, 22. mars.

Lesa meira
 
Kypur

Byrjunarliðið gegn Sviss - 16.10.2012

Lars Lägerback, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svisslendingum á Laugardalsvelli kl. 18:30 í undankeppni HM. Ein breyting er á liðinu frá því í leiknum gegn Albaníu, Eggert Gunnþór Jónsson kemur inn í liðið í stað Arons Einars Gunnarssonar sem er í leikbanni. Lesa meira
 
Jónas Sigurðsson

Jónas Sigurðsson og félagar hita upp fyrir leik - 16.10.2012

Fyrir leik Íslands og Sviss í kvöld mun Jónas Sigurðsson og lítill hópur úr Lúðrasveit Þorlákshafnar hita upp með nokkrum lögum.  Það er því um að gera að mæta tímanlega á völlinn til að hlýða á þessa frábæru tónlist Jónasar og félaga.

Lesa meira
 
Throttur

Styttist í leik - 16.10.2012

Það styttist í leik gegn Sviss en írski dómarinn, Alan Kelly, flautar til leiks kl. 18:30 á Laugardalsvelli.  Veðurspáin fyrir kvöldið er góð en, eins vera ber í október, er betra að vera vel klæddur og öskra í sig hita. Eins og sjá má á myndum, leit völlurinn vel út í morgun en bar þess líka merki að vetur konungur er handan við hornið. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland mætir Sviss - Mætum tímanlega á völlinn - 16.10.2012

Eins og öllum er kunnugt er leikur Íslands og Sviss í undankeppni HM í kvöld kl. 18:30 á Laugardalsvelli. Miðasala á leikinn gengur mjög vel og má búast við þéttsetnum velli. Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn til að forðast langar biðraðir. Völlurinn opnar klukkutíma fyrir leik, kl. 17:30.

Lesa meira
 
Alan Kelly

Alan Kelly dæmir Ísland - Sviss - 15.10.2012

Það verður írski dómarinn Alan Kelly sem verður við stjórnvölinn á leik Íslands og Sviss í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 16. október kl. 18:30. Honum til aðstoðar verða landar hans, Damien Macgraith og Marc Douglas. Fjórði dómarinn kemur einnig frá Írlandi og heitir Padraigh Sutton.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Toppslagur í Laugardalnum - 15.10.2012

Ísland tekur á móti Sviss í undankeppni HM á Laugardalsvelli þriðjudaginn 16. október, kl. 18:30. Þarna eigast við þjóðirnar sem eru í efstu sætum riðilsins, Sviss hefur 7 stig en Ísland 6 stig eftir þrjá leiki. Miðasala á leikinn gengur vel og er hægt að kaupa miða í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Miðasala á leikdag hefst kl. 10:00 á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Pálmi Rafn Pálmason

Pálmi Rafn og Rúnar Már koma inn í A-landsliðið - 14.10.2012

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið tvo leikmenn í landsliðshópinn fyrir leikinn við Sviss á þriðjudag. Rúnar Már Sigurjónsson úr Val og Pálmi Rafn Pálmason, sem koma í stað Arons Einars Gunnarssonar, sem er í leikbanni, og Helga Vals Daníelssonar, sem hefur átt við veikindi að stríða. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Frækinn sigur í Tirana - 12.10.2012

Íslendingar unnu sigur á Albönum í undankeppni HM í kvöld en leikið var í Tirana. Lokatölur urðu 1 - 2 eftir að hvort lið skoraði eitt mark í fyrri hálfleiknum. Erfiðar aðstæður settu mark sitt á leikinn og var óvíst um tíma hvort hægt væri að klára leikinn vegna vallaraðstæðna.  Næsti leikur liðsins er á þriðjudaginn á Laugardalsvelli þegar leikið verður gegn Sviss. Lesa meira
 
Lars Lagerbäck á blaðamannafundi eftir leik við Albaníu

Frá blaðamannafundi eftir sigur á Albönum - 12.10.2012

Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leikinn við Albani.  „Við erum komnir með 6 stig. Auðvitað hefði ég heldur viljað vera með 9 stig eftir þrjá leiki, en ég er sáttur. Það geta allir unnið alla í þessum riðli, ég hef sagt það áður, og Albanía á eftir að fá stig hér á heimavelli."

Lesa meira
 
bleikur

Bleikur dagur hjá Knattspyrnusambandinu - 12.10.2012

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Það sem meira er, 12. október eru allir hvattir til þess að klæðast einhverju bleiku til að vekja athygli á málefninu. Starfsfólk KSÍ lætur sitt ekki eftir liggja í þessu máli og klæddist bleiku í tilefni dagsins. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sektir vegna leikja 2012 - 12.10.2012

Mótanefnd KSÍ hefur tekið saman sektir vegna leikja á keppnistímabilinu 2012 samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Þessar sektir eru tilkomnar vegna þess ef lið hafa hætt þátttöku eftir upphaf móts, ef lið hafa ekki mætt til leiks og vegna vanrækslu á skilum á leikskýrslum. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Ísland mætir Albaníu í dag í Tirana - 12.10.2012

Íslendingar sækja Albani heim í dag og fer leikurinn fram á Qemal Stafa leikvanginum í Tirana. Leikurinn er í undankeppni HM og verður í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending þar kl. 16:50. Lesa meira
 
Magni_Mohr

Endurmenntunarnámskeið í Fitness þjálfun fyrir knattspyrnumenn - 11.10.2012

Helgina 27.-28. október verður haldið endurmenntunarnámskeið í Fitness þjálfun fyrir knattspyrnumenn. Hingað til lands kemur Magni Mohr, doktor í íþróttalífeðlisfræði og sérhæfður í þjálfun knattspyrnumanna. Magni hefur unnið við mælingar og leikgreiningu hjá Juventus FC, vann að undirbúningi danska landsliðsins fyrir HM 2002 og starfaði sem sérlegur ráðgjafi hjá Chelsea FC frá árinu 2008 til 2011. Lesa meira
 
Tolfan

Miðasala í fullum gangi á Ísland - Sviss - 11.10.2012

Framundan er annar heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2014 og nú tökum við vel á móti Svisslendingum í Laugardalnum. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 16. október og hefst kl. 18:30. Stemningin á fyrsta heimaleik Íslands gegn Noregi var með eindæmum góð og gaf íslenska liðinu svo sannarlega byr undir báða vængi. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland – Sviss - Miðar fyrir handhafa A-passa - 11.10.2012

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland – Sviss í undankeppni HM 2014 afhenta mánudaginn 15. október frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Gunnar Guðmundsson

U17 karla - Gunnar Guðmundsson hættir sem þjálfari - 10.10.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur ákveðið að færa sig um set í þjálfun og hefur því ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við KSÍ um þjálfun U17 karlalandsliðsins. Lesa meira
 
Grótta

Úrskurður í máli Vals gegn Gróttu - 10.10.2012

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli Vals gegn Gróttu í 2. flokki karla B liða vegna ólöglega skipaðs liðs hjá Gróttu. Í úrskurðarorðum kemur m.a. fram úrslit í leiksins skulu skráð 3 - 0 Val í vil.

Lesa meira
 
UEFA

Ný verkefni fyrir U16 karla og kvenna á næsta ári - 10.10.2012

Knattspyrnusamband Evrópu hefur hrint af stað nýju verkefni fyrir landslið U16 karla og kvenna og hefur það göngu sína á næsta ári. Um er að ræða vináttulandsleiki sem settir eru upp á milli fjögurra þjóða og verður leikið í Wales á næsta ári, dagana 11. - 19. apríl.

Lesa meira
 
Qemal Stafa leikvangurinn

Qemal Stafa verður rifinn eftir leikina við Ísland og Slóveníu - 10.10.2012

Á föstudag mætast Albanía og Ísland í undankeppni HM 2014 og fer leikurinn fram á Qemal Stafa leikvanginum í Tirana. Þetta verður næst síðasti leikurinn á þessum leikvangi, því hann verður rifinn eftir leik Albaníu og Slóveníu á þriðjudag.

Lesa meira
 
Aron Einar og Lars á blaðamannafundi í Tirana

Frá blaðamannafundi fyrir leik Albaníu og Íslands - 10.10.2012

„Við eigum möguleika á móti öllum liðum og viljum keppa í efri hluta riðilsins, en til þess þurfum við að sýna stöðugleika frá einum leik til annars".  Þetta sagði þjálfarinn Lars Lagerbäck á blaðamannafundi sem haldinn var á hóteli íslenska liðsins í Tirana í Albaníu í dag, miðvikudag. 

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið í október 2012 - 9.10.2012

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, eitt helgina 12.-14. október og tvö helgina 19.-21. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 35 laus pláss helgina 12.-14. október og 70 laus pláss helgina 19.-21. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámskeið 12.-14. október - 9.10.2012

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið helgina 12.-14. október. Skráning er í fullum gangi og aðeins örfá sæti laus. Fólki er því ráðlagt að hafa hraðar hendur ef það hefur áhuga á að sækja sér þjálfaramenntun fyrir næsta sumar. Lesa meira
 
Blatter-i-Smaranum

Frá heimsókn Joseph S. Blatter til Íslands - 9.10.2012

Forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, Joseph S. Blatter, kom í heimsókn til landsins í gær og hélt til Færeyja í dag. Forseti FIFA nýtti tímann til að skoða knattspyrnumannvirki sem og að hann heimsótti mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Hópurinn valinn fyrir Danmörku - 9.10.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshópinn sem leikur í undankeppni EM í Danmörku. Leikirnir fara fram dagana 20. - 25. október og verða mótherjarnir, auk heimastúlkna, Slóvakía og Moldavía.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslandsmót í knattspyrnu innanhúss - Futsal 2013 - 8.10.2012

Skráning er hafin í Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu - Futsal en frestur til að tilkynna þátttöku er til föstudagsins 12. október. Þátttökutilkynningar hafa verið senda út til félaganna en hana má einnig finna hér að neðan

Lesa meira
 
Lorik Cana

Lorik Cana er stærsta stjarna albanska liðsins - 8.10.2012

Þeir leikmenn sem skipa landsliðshóp Albaníu fyrir leikinn við Ísland í undankeppni HM 2014 á föstudag eru á mála hjá félagsliðum víðs vegar um Evrópu. Stærsta stjarna liðsins og fyrirliði þess er Lorik Cana, sem leikur með Lazio á Ítalíu og er lykilmaður þar. Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Hópurinn sem mætir Úkraínu - 8.10.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum síðar í þessum mánuði. Leikið verður ytra 20. október og hér heima, á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október. Lesa meira
 
Gianni de Biasi

Ítalskur landsliðsþjálfari Albaníu - 8.10.2012

Næstkomandi föstudag mætast A karlalandslið Albaníu og Íslands í undankeppni HM 2014 á Qemal Stafa leikvanginum í Tirana. Þjálfari albanska liðsins er Ítalinn Gianni De Biasi, sem átti farsælan feril á Ítalíu, bæði sem leikmaður og þjálfari. Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Gunnar Heiðar ekki með gegn Albaníu og Sviss - 8.10.2012

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður sænska liðsins Norrköping, hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikina við Albaníu og Sviss af persónulegum ástæðum. Ekki verður annar leikmaður kallaður inn í hópinn að svo stöddu. Lesa meira
 
A landslið karla

A landslið karla - Guðjón í hópinn - 7.10.2012

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur valið Guðjón Baldvinsson í hópinn sem mætir Albaníu og Sviss í undankeppni HM en hann kemur í stað Arons Jóhannssonar sem er meiddur.  Guðjón kemur til móts við hópinn á þriðjudaginn en hann leikur með félagsliði sínu, Halmstad, á mánudaginn. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Sölvi úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd FIFA - 5.10.2012

Sölvi Geir Ottesen var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd FIFA og missir því af leikjunum gegn Albaníu og Sviss, í undankeppni HM, sem framundan eru. Sölvi fékk brottvísun í leiknum gegn Kýpur og var alltaf ljóst að hann myndi missa af leiknum gegn Albaníu. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Sigur á Möltu í síðasta leik undankeppni EM - 4.10.2012

Strákarnir í U17 unnu sinn síðasta leik í undankeppni EM en riðillinn var leikinn á Möltu. Heimamenn voru lagðir í síðasta leiknum, 2 - 0, og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. Kristinn Skæringur Sigurjónsson kom Íslendingum yfir á 12. mínútu og Eggert Georg Tómasson bætti við marki úr vítaspyrnu á 29. mínútu.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Stjarnan úr leik - 4.10.2012

Stjörnustúlkur eru úr leik í Meistaradeild kvenna en þær léku síðari leik sinn í 32 liða úrslitum í dag þegar þær mættu Zorkiy í Rússlandi. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli á Stjörnuvelli en þær rússnesku höfðu 3 - 1 sigur í dag eftir að hafa leitt, 1 - 0, í leikhléi. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

1.034 áhorfendur mættu að meðaltali á leikina í Pepsi-deild karla - 4.10.2012

Alls mættu 136.470 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi-deild karla á nýliðnu keppnistímabili sem gerir 1.034 áhorfendur að meðaltali á hvern leik. Flestir mættu að jafnaði á heimaleiki Íslandsmeistara FH eða 1.595 að meðaltali á leik.  Næstflestir komu á KR völlinn eða 1.452 að meðaltali á hvern leik.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Stjarnan leikur gegn Zorky ytra - 4.10.2012

Stjarnan leikur síðari leik sinn í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í dag þegar þær mæta Zorky frá Rússlandi og er leikið ytra. Stjörnustúlkur eygja möguleika á að komast áfram en fyrri leiknum á Stjörnuvelli lauk með markalausu jafntefli.  Leikurinn í dag hefst kl 11:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

Hópurinn er mætir Albaníu og Sviss - 3.10.2012

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er leikur gegn Albaníu og Sviss, 12. og 16. október. Leikið verður gegn Albaníu ytra föstudaginn 12. október en á Laugardalsvelli gegn Sviss, þriðjudaginn 16. október kl. 18:30. Miðasala á þann leik er í fullum gangi

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslit í Grunnskólamótinu 2012 - 3.10.2012

Grunnskólamóti KRR lauk um helgina en að venju er keppt hjá 7. og 10 bekk karla og kvenna. Leikið var í Egilshöll og mátti sjá glæsilegt tilþrif á meðal spennandi leikja. Rimaskóli vann tvöfalt hjá 10. bekk en stelpurnar í Breiðagerðisskóla og strákarnir í Hólabrekkuskóla unnu í 7. bekk.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið upp um 21 sæti - 3.10.2012

Íslenska karlalandsliðið fer upp um 21 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun. Ísland er nú í 97. sæti listans en það eru Spánverjar sem tróna á toppi listans sem fyrr og Þjóðverjar sitja í öðru sætinu. Lesa meira
 
Sepp Blatter

Forseti FIFA heimsækir Ísland - 2.10.2012

Forseti FIFA, Joseph S. Blatter, mun heimsækja Ísland í næstu viku en hann mun koma til landsins næstkomandi mánudag, 8. október. Þetta er í annað skiptið sem Blatter heimsækir landið síðan hann tók við sem forseti FIFA en hann kom hingað sama ár og hann tók við embættinu, árið 1998.

Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttur auglýsir eftir þjálfara fyrir 3. flokk kvenna - 2.10.2012

Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara fyrir 3.flokk kvenna sem er tilbúinn til að vinna skv. stefnu félagsins. Nýtt tímabil hófst um miðjan september og þarf viðkomandi að geta hafið störf strax. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun skilyrði. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Atli Guðnason og Chantel Jones valin best í Pepsi-deildunum - 1.10.2012

Afhending verðlauna fyrir nýliðið keppnistímabil 2012 fór fram í Silfurbergi Hörpu í kvöld og var athöfnin sýndi í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Atli Guðnason FH var valinn besti leikmaðurinn í Pepsi-deild karla og Chantel Jones úr Þór/KA var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn og félagar dæma í Evrópudeildinni - 1.10.2012

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni, fimmtudaginn 4. október, þegar hann dæmir leik Videoton frá Ungverjalandi og Sporting Lissabon frá Portúgal í Evrópudeild UEFA.  Fimm aðrir íslenskir dómarar munu starfa með Kristni á leiknum. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Tveggja marka tap gegn Noregi - 1.10.2012

Strákarnir í U17 töpuðu í dag gegn jafnöldrum sínum frá Noregi en leikurinn var liður í undankeppni EM og fór fram á Möltu. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Norðmenn sem leiddu með einu marki í leikhléi. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið er mætir Norðmönnum - 1.10.2012

Strákarnir í U17 mæta Norðmönnum í dag en leikurinn er liður í undankeppni EM og er leikið á Möltu. Þetta er annar leikur strákanna en fyrsta leiknum töpuðu þeir, 4 - 2, gegn Portúgölum á meðan Norðmenn lögðu heimamenn.  Gunnar Guðmundsson hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað: Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög