Fréttir

UEFA EM U17 karla

U17 karla - Tap gegn Portúgal í fyrsta leik - 29.9.2012

Strákarnir í U17 töpuðu gegn Portúgölum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM en leikið er á Möltu. Lokatölur urðu 4 - 2 eftir að Portúgal hafði leitt í leikhléi, 2 - 0.  Næsti leikur liðsins er gegn Norðmönnum á mánudaginn. Lesa meira
 
FH-med-bikar

Bikar í Krikanum - Blikar tryggðu sér annað sætið - 29.9.2012

Bikarinn fór hátt á loft á Kaplakrikavelli í dag þegar FH fengu afhent sigurlaunin í Pepsi-deild karla 2012. Það var vel við hæfi að Íslandsmeistararnir höfðu sigur í síðasta leik sínum, lögðu Val 2 - 1. Blikar tryggðu sér annað sætið í deildinni og í leiðinni Evrópusæti á næsta tímabili með því að leggja Stjörnuna á sínum heimavelli. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Portúgal - 29.9.2012

Strákarnir í U17 hefja í dag leik í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn á Möltu. Mótherjarnir eru ekki af verri endanum, Portúgal, og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Bikarinn fer á loft í Kaplakrika - 28.9.2012

Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram laugardaginn 29. september og hefjast allir leikir dagsins kl. 14:00. Bikarinn verður hafinn á loft á Kaplakrikavelli þegar FH verða krýndir Íslandsmeistarar. Mikil spenna verður í Kópavoginum þar sem Breiðablik og Stjarnan, berjast um Evrópusæti. Þessi félög eiga einnig möguleika á silfurverðlaununum en ÍBV stendur þar best að vígi.  Þá kemur einnig í ljós hvaða félag fylgir Grindavík í 1. deildina. Lesa meira
 
Dagur án ofbeldis

2. október – Dagur án ofbeldis - 28.9.2012

Þann 2. október næstkomandi er fagnað degi baráttu fyrir tilveru án ofbeldis. Ofbeldi er grundvallarvandamál okkar tíma.  Til að sýna samhug á táknrænan hátt verður mannlegt friðarmerki myndað á Klambratúni í Reykjavík þann 2. október kl. 20:00.

Lesa meira
 
Runa-Kristin

Rúna dæmir í Litháen - 27.9.2012

Rúna Kristín Stefánsdóttir verður við störf í Litháen dagana 30. september til 7. október. Hún verður þá aðstoðardómari í undankeppni EM hjá U17 kvenna en auk heimastúlkna leika þar Frakkland, Ungverjaland og Bosnía Hersegóvína.

Lesa meira
 
ISL_01

U19 karla - Æfingar í október - 27.9.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið æfingahóp sem verður við æfingar í október en framundan hjá liðinu er undankeppni EM sem fram fer í Króatíu í lok október. Kristinn hefur valið 28 leikmenn fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
Sigurdur-Ragnar-Eyjolfsson

Ísland - Best í heimi! - 27.9.2012

Ég tek hatt minn að ofan fyrir þeim rúmlega 600 knattspyrnuþjálfurum sem eru að vinna í að búa til næsta landsliðsmann og landsliðskonu. Starf þeirra er oft vanþakklátt en þau eru að skila rosalega góðu starfi Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A kvenna - Leikdagar fyrir umspilsleikina - 27.9.2012

Nú er ljóst hvenær umspilsleikir íslenska kvennalandsliðsins fara fram en eins og kunnugt er leika Ísland og Úkraína tvo leiki um sæti í úrslitakeppni EM 2013 í Svíþjóð. Fyrri leikurinn fer fram laugardaginn 20. október í Sevastopol í Úkraínu en sá síðari verður hér á Laugardalsvellinum, fimmtudaginn 25. október. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfurum fyrir komandi tímabil - 26.9.2012

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að aðalþjálfara fyrir 6. flokk kvenna og aðstoðarþjálfara fyrir 6. flokk karla í knattspyrnu á komandi tímabil. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 571-5604 Lesa meira
 
Stjarnan

Úrskurður í máli Hauka gegn Stjörnunni - 26.9.2012

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli Hauka gegn Stjörnunni í 4. flokki kvenna B liða vegna ólöglega skipaðs liðs hjá Stjörnunni. Í úrskurðarorðum kemur m.a. fram úrslit í leiksins skulu skráð 3 - 0 Haukum í vil.

Lesa meira
 
Fjölnir

Úrskurður í máli Hauka gegn Fjölni - 26.9.2012

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli Hauka gegn Fjölni í 3. flokki kvenna vegna ólöglega skipaðs liðs hjá Fjölni. Í úrskurðarorðum kemur m.a. fram úrslit í leiksins skulu skráð 3 - 0 Haukum í vil. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Stjarnan mætir Zorky í kvöld í Meistaradeild kvenna - 26.9.2012

Stjarnan mætir rússneska liðinu Zorky í Meistaradeild Evrópu kvenna á Samsung vellinum í kvöld, miðvikudaginn 26. september kl. 20:00.  Almenn forsala er í Hagkaupum í Garðabæ, miðaverð er kr 1.000,- fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn 16 ára og yngri. Miðasala verður síðan á Samsung vellinum frá kl. 18:00 á leikdegi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2012 í beinni á Stöð 2 sport - 25.9.2012

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2012 fer fram í Silfurbergi í Hörpu þann 1. október næstkomandi kl. 20:00 og verður allur viðburðurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Dagskrá hefst kl. 20:00 og er gert ráð fyrir að henni ljúki kl. 20:45. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Æfingar næstu daga - 25.9.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið æfingahóp en þessi hópur verður við æfingar næstu daga. Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM sem fram fer í Danmörku í október. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópurinn sem leikur á Möltu - 24.9.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM á Möltu 29. september til 4. október. Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru, auk heimamanna, Portúgal og Noregur og er fyrsti leikur Íslands gegn Portúgölum. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Stjarnan mætir Zorky - Handhafar A aðgönguskírteina geta sótt miða í Stjörnuheimilið - 24.9.2012

Stjarnan mætir rússneska liðinu Zorky í Meistaradeild Evrópu kvenna á Samsung vellinum miðvikudaginn 26. september kl. 20:00.  Handhafar A aðgönguskírteina KSÍ geta fengið afhentan einn miða á leikinn í Stjörnuheimilinu, þriðjudaginn 25. september, kl. 13-17. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson

Landsleikir í október 2012 - 24.9.2012

Mótherjinn í umspilinu verður Úkraína, sem var eins og íslenska liðið í úrslitakeppninni í Finnlandi fyrir fjórum árum. Leikið verður heima og heiman og þetta verða án nokkurs vafa hörkuleikir þar sem lítið má útaf bregða. Í heimaleiknum verðum við Íslendingar að fjölmenna og styðja við bakið á íslenska liðinu.

Lesa meira
 
Villi-Alvar

Vilhjálmur og Halldór dæmdu í Svíþjóð - 24.9.2012

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson dæmdu um helgina leik Ljungskile og Umeå í næst efstu deild í Svíþjóð. Vilhjálmur var dómari leiksins og Halldór var annar aðstoðardómara Lesa meira
 
Sigurdur-Ragnar-Eyjolfsson

Sigurður Ragnar - "Þetta verða jafnir og erfiðir leikir" - 21.9.2012

Í dag var dregið um það hvaða þjóðir mundu mætast í umspili fyrir úrslitakeppni EM kvenna 2013 sem fram fer í Svíþjóð. Ísland mun mæta Úkraínu í þessum umspilsleikjum og verður fyrri leikurinn ytra. Heimasíðan fór á stúfana og spurði landsliðsþjálfarann, Sigurð Ragnar Eyjólfsson, hvernig honum litist á mótherjana?

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A kvenna - Ísland mætir Úkraínu í umspili - 21.9.2012

Rétt í þessu var verið að draga í umspili í EM 2013 en þar tryggja þrjár þjóðir sér sæti í úrslitakeppninni 2013. Ísland mætir Úkraínu í tveimur leikjum, heima og heiman, og fer fyrri leikurinn fram ytra, 20. eða 21. október. Sá seinni fer fram hér heima 24. eða 25. október á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Ísland í efri styrkleikaflokki fyrir umspilsleiki EM 2013 - 20.9.2012

A landslið kvenna verður í efri styrkleikaflokki ásamt Rússlandi og Spáni þegar dregið verður í umspil fyrir EM kvennalandsliða 2013 í höfuðstöðvum UEFA á föstudag. Í neðri flokknum verða Skotland, Úkraína og Austurríki og verður því ein að síðarnefndu þjóðunum mótherji Íslands. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Dregið í umspilið á föstudag - 19.9.2012

Dregið verður í umspil fyrir EM kvennalandsliða 2013 í höfuðstöðvum UEFA á föstudag og þá verður ljóst hvaða þjóð verður mótherji Íslands í umspilsleikjum heima og heiman í október. Leikdagarnir eru 20. eða 21. október annars vegar og 24. og 25. október hins vegar. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Naumt tap í Noregi - 19.9.2012

Ísland tapaði naumlega 2-1 gegn Noregi í lokaleiknum í undankeppni EM 2013, en liðin mættust á Ullevaal í Osló í kvöld. Íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna riðilinn og tryggja þar með EM sætið, en tapið þýðir að Ísland fer í umspilsleiki, heima og heiman, í október. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Byrjunarlið A-kvenna gegn Noregi á Ullevaal - 19.9.2012

A landslið kvenna mætir Noregi á Ullevaal-leikvanginum í Osló í kvöld. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um efsta sæti riðilsins og dugir Íslandi jafntefli til að tryggja farseðilinn á EM 2013 í Svíþjóð. Tapi íslenska liðið fer það í umspil um EM-sæti og fara þeir leikir fram í október, heima og heiman. Lesa meira
 
Fjarðabyggð

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar auglýsir eftir þjálfara - 19.9.2012

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar óskar eftir að ráða þjálfara fyrir karlalið mfl. og 2. flokk félagsins. Leitað er eftir einstakling með faglegan metnað og áhuga á að koma að öflugu uppbyggingarstarfi félagsins.

Lesa meira
 
Bibiana-Steinhaus

Bibiana Steinhaus dæmir Noregur - Ísland - 18.9.2012

Það verður hin þýska Bibiana Steinhaus sem dæmir leik Noregs og Íslands í undankeppni EM á Ullevål, miðvikudaginn 19. september. Bibiana er ein af reyndustu dómurum sem völ er á og dæmdi t.a.m. úrslitaleik Bandaríkjanna og Japans á HM 2011 í Þýskalandi. Lesa meira
 
AEfing-a-Ulleval

Blaut æfing á Ullevål - 18.9.2012

Stelpurnar æfðu í dag á Ullevål leikvangnum í Osló en þetta var lokaæfingin fyrir leikinn mikilvæga gegn Noregi. Allr leikmenn hópsins voru með á æfingunni í dag sem var í blautara lagi því það rigndi vel og innilega á leikmenn. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá RÚV og hefst hann kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtaksæfingar U17 karla í Kórnum 18. til 23. september - 18.9.2012

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram í Kórnum dagana 18. til 23. september næstkomandi. Til æfinganna hafa verið valdir 26 leikmenn frá félögum víðs vegar um landið og fara æfingarnar fram undir stjórn Gunnars Guðmundssonar, þjálfara U17 landsliðsins.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Lokaumferðir á laugardag - 18.9.2012

Næstkomandi laugardag fara fram lokaumferðir 1. og 2. deildar karla. Í 1. deild liggur þegar ljóst fyrir að Þór og Víkingur Ólafsvík fara upp í Pepsi-deild, en fallbaráttan er ekki fullkláruð. Í 2. deildinni er þessu öfugt farið, botnbaráttan er búin en mikil spenna við toppinn.

Lesa meira
 
IMG_5088

Stelpurnar æfðu á Bislett leikvanginum í dag - 17.9.2012

Kvennalandsliðið kom til Osló í dag en á miðvikudaginn, 19. september, kemur í ljóst hvort það verða Íslendingar eða Norðmenn sem tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM kvenna í Svíþjóð 2013. Liðið æfði á honum sögufræga Bislett leikvangi í dag en á morgun verður æft á Ullevål leikvanginum þar sem leikið verður á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
Sindri

Sindri 3. deildarmeistari karla 2012 - 17.9.2012

Sindri frá Hornafirði tryggði sér á laugardag 3. deildarmeistaratitilinn með því að leggja Ægi frá Þorlákshöfn í úrslitaleik sem fram fór á Grindavíkurvelli. Jafnt var í hálfleik, en þrjú Sindramörk í þeim síðari tryggðu sigurinn.  Þessi tvö félög höfðu þegar tryggt sér sæti í 2. deild að ári. Lesa meira
 
FH

Sjötti Íslandsmeistaratitill FH - 17.9.2012

FH-ingar tryggðu sér um helgina Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla í sjötta sinn á níu árum með jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum. Þrjár umferðir eru eftir af Pepsi-deild karla, en FH hefur 11 stiga forskot á ÍBV og KR og efsta sætið er því öruggt.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Norður Írar lagðir í Laugardalnum - 15.9.2012

Íslendingar lögðu Norður Íra í undankeppni EM í dag með tveimur mörkum gegn engu á Laugardalsvelli og tryggðu þar með sæti í umspili fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð 2013. Ísland er í efsta sæti riðilsins fyrir síðustu umferðina og dugar jafntefli gegn Norðmönnum í síðasta leiknum sem fram fer í Osló á miðvikudaginn. Lesa meira
 
A-kvenna-Noregur

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Norður Írlandi - 15.9.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Norður Írum í dag. Leikurinn er í undankeppni EM og hefst kl. 16:15 á Laugardalsvelli. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur og með sigri smellir íslenska liðið sér á topp riðilsins að nýju.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

3. deild karla - Úrslitaleikur og leikur um 3. sætið á laugardaginn - 14.9.2012

Á laugardaginn verður leikið til úrslita í 3. deild karla og á sama tíma fer fram leikur um 3. sætið í sömu deild. Ægir og Sindri leika til úrslita en þessi félög hafa þegar tryggt sér sæti í 2. deild að ári. Lesa meira
 
Guðrún Inga Sívertsen

Dauðafæri og ÞÚ skiptir máli ! - 14.9.2012

Á morgun, laugardag, spila stelpurnar við Norður Írland á Laugardalsvelli.  „Stuðningur þinn skiptir máli“ er gömul klisja sem við heyrum alltaf og vitum að er rétt. En stuðningur ÞINN skiptir stelpurnar miklu máli. Að ÞÚ komir á völlinn og takir þátt í leiknum með þeim.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámskeið í október 2012 - 14.9.2012

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 5.-7. október og eitt helgina 12.-14. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 5.-7. október og 35 laus pláss helgina 12.-14. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega. Lesa meira
 
Vígalegt dómaratrío.  Frá vinstri: Ólafur Böðvar Helgason, Kristinn Jakobsson og Hlynur Áskelsson

Verðlaun til félaga vegna dómaramála - 14.9.2012

Aðildarfélög KSÍ eiga þess kost að vinna sér inn verðlaun með öflugri uppbyggingu dómaramála innan síns félags.  Öll félög sem uppfylla neðangreind skilyrði verða verðlaunuð.  Frestur til að skila umsóknum er til 1. október. Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

Ísland mætir Norður Írlandi á laugardaginn - 14.9.2012

Framundan er gríðarlega mikilvægur landsleikur á Laugardalsvelli á laugardaginn þegar Ísland tekur á móti Norður Írlandi í undankeppni EM 2013. Leikurinn hefst kl. 16:15 að íslenskum tíma og með sigri tryggir Ísland sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina sem fram fer í Svíþjóð. Lesa meira
 
Icelandair

Að hitta þverslána á laugardaginn - 13.9.2012

Í hálfleik á viðureign Íslands og Norður-Írlands í undankeppni EM kvennalandsliða 2013, sem fram fer á laugardag, munu þrír heppnir vallargestir Laugardalsvallar fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri þraut. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Norður Írland - Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja - 13.9.2012

Frítt er inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á leik Íslands og Norður Írlands í undankeppni EM kvenna. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. september og hefst kl 16:15. Hægt er að framvísa viðeigandi skírteinum við innganginn og þarf því ekki að sækja miða áður á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Tolfan

Ísland - Norður Írland - A passar gilda við innganginn - 13.9.2012

Handhafar A passa KSÍ 2012 geta sýnt passann við innganginn þegar komið er á leik Íslands og Norður Írlands, laugardaginn 15. september kl. 16:15. Ekki þarf að sækja miða á skrifstofu KSÍ heldur gildir skírteinið við innganginn. Lesa meira
 
Spurningakönnun 15. september

Spurningakönnun á kvennalandsleik 15. september - 13.9.2012

Á viðureign Íslands og Norður-Írlands á laugardag verður unnin spurningakönnun sem er hluti af átaki UEFA í markaðsmálum kvennaknattspyrnu. Markmiðið er að greina ýmsa þætti varðandi áhorfendur og aðsókn að leikjum deildarinnar.  Vallargestir eru hvattir til að taka vel á móti sjálfboðaliðum sem spyrja nokkurra laufléttra spurninga.

Lesa meira
 
Njarðvík

Knattspyrnudeild Njarðvíkur auglýsir eftir þjálfara - 13.9.2012

Knattspyrnudeild Njarðvíkur óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Leitað er eftir einstakling með faglegan metnað og áhuga á að koma að öflugu uppbyggingarstarfi félagsins. Lesa meira
 
Norður Írland

A kvenna - Hópurinn hjá Norður Írum - 12.9.2012

Norður Írar undirbúa sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Íslendingum á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. september kl. 16:15, í undankeppni EM 2013 kvenna.  Landsliðsþjálfarinn Alfie Wylie hefur tilkynnt 18 manna hóp sem mætir Íslendingum og þar er m.a. að finna þrjá leikmenn sem léku hér á landi í sumar.  Þetta eru þær Julie Nelson sem lék með ÍBV, markvörðinn Emmu Higgins sem lék með KR og Sarah McFadden sem lék með FH.

Lesa meira
 
Gríski dómarinn Thalia Mitsi

A kvenna - Grískir dómarar að störfum þegar Ísland mætir Norður Írlandi - 12.9.2012

Það vera grískir dómarar sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Norður Írlands sem fram fer í undankeppni EM kvenna á laugardaginn. Dómarinn heitir Thalia Mitsi og henni til aðstoðar verða þær Panagiota Koutsoumpou og Ourania Foskolou. Fjórði dómarinn er hinsvegar íslenskur, Rúna Sif Stefánsdóttir.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Æfingar hjá U19 kvenna 22. og 23. september - 12.9.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp til æfinga helgina 22. - 23. september. Ólafur hefur valið 32 leikmenn fyrir þessar æfingar sem eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM sem fram fer í Danmörku í október.

Lesa meira
 
Island-Noregur-(3)

A karla - Tap á Kýpur - 12.9.2012

Strákarnir í karlalandsliðinu biðu lægri hlut gegn Kýpverjum í undankeppni HM í kvöld en leikið var í Kýpur. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir heimamenn eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Næstu verkefni liðsins eru gegn Albaníu á útivelli, 12. október og gegn Sviss á heimavelli 16. október. Lesa meira
 
U17-kvenna---Varamenn-gegn-Tekkum

U17 kvenna - Tap gegn Tékkum í síðasta leik riðlakeppninnar - 11.9.2012

Stelpurnar í U17 kvenna léku í dag lokaleik sinn í riðlakeppni EM en riðill þeirra var leikinn í Slóveníu. Mótherjarnir, Tékkar, höfðu betur 0 - 2 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi. Íris Björk Eysteinsdóttir sendi okkur eftirfarandi umfjöllun um leikinn.

Lesa meira
 
Kypur

A karla - Byrjunarliðið gegn Kýpur - 11.9.2012

Lars Lägerback, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Kýpur í dag í undankeppni HM 2014. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu hjá RÚV, þar sem útsending hefst kl. 16:50.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kayle Grimsley best í umferðum 10 - 18 í Pepsi-deild kvenna - 11.9.2012

Kayley Grimsley leikmaður Þórs/KA þótti best í umferðum 10 - 18 í Pepsi-deild kvenna en viðurkenningar fyrir seinni helming Íslandsmótsins voru afhent í dag.  Athöfnin fór fram í húsakynnum Ölgerðarinnar og þar var þjálfari Kayle, Jóhann Kristinn Gunnarsson, útnefndur þjálfari umferðanna.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 37 leikmenn valdir í æfingahóp - 11.9.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið æfingahóp til æfinga um komandi helgi og fara æfingarnar fram í Kórnum. Gunnar velur 37 leikmenn fyrir þessar æfingar og koma þeir frá 21 félagi. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri iðkendum aðildarfélaga boðið á Ísland - Norður Írland - 11.9.2012

Eins og öllum er eflaust kunnugt um leikur íslenska kvennalandsliðið afar mikilvægan leik gegn Norður Írlandi næstkomandi laugardag kl. 16:15 á Laugardalsvelli. Með sigri í leiknum tryggir liðið sé a.m.k. leik í umspili um sæti í lokakeppni EM 2013. Frítt er á leikinn fyrir 16 ára og yngri og hvetjum við aðildarfélög til þess að skipuleggja hópferðir á leikinn.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

A karla - Leikið gegn Kýpur í dag - 11.9.2012

Íslenska karlalandsliðið mætir Kýpur í dag í undankeppni HM en leikið verður á Antonis Papadopoulos vellinum á Larnaca. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu hjá RÚV og hefst útsending kl. 16:50.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Tap í lokaleik undankeppni EM - 11.9.2012

Strákarnir í U21 töpuðu lokaleik sínum í undankeppni EM en leikið var gegn Belgum í Beveren. Lokatölur urðu 5 - 0 fyrir heimamenn eftir að þeir höfðu leitt með einu marki í leikhléi. Íslendingar enduðu undankeppnina með þrjú stig í riðlinum og kom sigurinn heima gegn Belgum.

Lesa meira
 
U17-kvenna-byrjunarlid-gegn-Eistlandi

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Tékkum - 11.9.2012

Stelpurnar í U17 leika í dag lokaleik sinn í riðlakeppni EM en riðill þeirra er leikinn í Slóveníu. Leikið verður gegn Tékkum í dag kl. 14:30 að íslenskum tíma og þarna keppa tvö efstu lið riðilsins um efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti í milliriðlum. Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
ÍR

ÍR óskar eftir þjálfara fyrir 6. flokk karla - 10.9.2012

Knattspyrnudeild Íþróttafélags Reykjavíkur auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara fyrir 6. flokk karla sem er tilbúninn til að vinna skv. stefnu félagsins. Nýtt æfingatímabil hefst í byrjun október en þá þarf viðkomandi að geta hafið störf. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun er skilyrði. Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

A karla - Miðasala hafin á Ísland - Sviss - 10.9.2012

Framundan er annar heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2014 og nú tökum við vel á móti Svisslendingum í Laugardalnum. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 16. október og hefst kl. 18:30. Stemningin á fyrsta heimaleik Íslands gegn Noregi var með eindæmum góð og gaf íslenska liðinu svo sannarlega byr undir báða vængi.

Lesa meira
 
Julius-markvordur

KSÍ markmannsþjálfaragráða - 10.9.2012

Í vetur mun Knattspyrnusamband Íslands, í samstarfi við UEFA, bjóða upp á veigamikið markmannsþjálfaranámskeið. Markmiðið með KSÍ markmannsþjálfaragráðu er að bæta við sérþekkingu markmannsþjálfara hér á landi og KSÍ hefur verið í góðri samvinnu við UEFA hvað það varðar.

Lesa meira
 
U21-karla-gegn-Aserum

U21 karla - Leikið við Belga í kvöld - 10.9.2012

Strákarnir í U21 leika í kvöld lokaleik sinn í undankeppni EM en leikið verður í Beveren í Belgíu. Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum en íslenska liðið hefur þrjú stig eftir 7 leiki en sigur vannst á Belgum í heimaleiknum. Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarliðið en leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma og má fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Annar sigur gegn Eistum - 10.9.2012

Strákarnir i U19 lögðu Eistlendinga í dag í öðrum vináttulandsleik liðanna á þremur dögum. Leikið var í Grindavík og urðu lokatölur 3 - 0 eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í leikhléi. Fyrri leiknum, sem fram fór á Víkingsvelli síðastliðinn föstudag, lauk einni með sigri Íslands, 4 - 0. Lesa meira
 
U17-kvenna-byrjunarlid-gegn-Eistlandi

U17 kvenna - Öruggur sigur gegn Eistlandi - 8.9.2012

Stelpurnar í U17 unnu öruggan sigur á jafnöldrum sínum frá Eistlandi í dag, 5 - 1, en þetta var annar leikur liðsins í undankepnni EM en riðillinn er leikinn í Slóveníu.  Fyrri leiknum lauk einnig með sigri Íslands en Íris Björk Eysteinsdóttir sendi okkur umfjöllun um leikinn.  Síðasti leikur liðsins í riðlinum er svo gegn Tékkum á þriðjudaginn.

Lesa meira
 
Tolfan

Frábær stuðningur - Takk fyrir okkur - 8.9.2012

Það er gömul saga og ný að tala um að stuðningur áhorfenda geti skipt sköpum á knattspyrnuvellinum. Allir þeir sem staddir voru á Laugardalsvelli í gækvöldi geta samt vitnað um hversu miklu máli slíkur stuðningur getur skipt.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Miðasala hafin á Ísland - Norður Írland - 8.9.2012

Ísland tekur á móti Norður Írlandi í undankeppni EM, laugardaginn 15 september kl. 16:15 á Laugardalsvelli. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í vegferð liðsins til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2013. Með sigri er íslenska liðið öruggt með sæti í umspili fyrir úrslitakeppninni sem fram fer í Svíþjóð.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi - 7.9.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Eistlandi í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Slóveníu. Þetta er annar leikur liðsins í riðlinum en sigur vannst á heimastúlkum í fyrsta leiknum. Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og er minnt á beina textalýsingu á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
Island-Noregur

Sætur sigur á Norðmönnum í Laugardal - 7.9.2012

Íslendingar byrjuðu undankeppni HM 2014 á besta mögulega máta þegar þeir lögðu Norðmenn á Laugardalsvelli í kvöld.  Lokatölur urðu 2 - 0 eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í leikhléi.  Kári Árnason og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk Íslendinga í leiknum sem unnu sanngjarnan sigur.

Lesa meira
 
Noregur-3

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi - 7.9.2012

Lars Lagerbäck hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Norðmönnum á Laugardalsvelli kl. 18:45 í kvöld. Fólk streymir á völlinn enda skartar Laugardalurinn sínu fegursta í blíðunni í kvöld. Ef einhver er að velta þessu fyrir sér er viðkomandi hvattur til að skella sér á völlinn hið snarasta.

Lesa meira
 
ISL_04

U19 karla - Öruggur sigur Íslendinga - 7.9.2012

Strákarnir í U19 liðinu unnu í dag öruggan sigur á jafnöldrum sínum frá Eistlandi. Lokatölur urðu 4 - 0 fyrir Ísland eftir að staðan í leikhléi hafði verið 1 - 0. Sigurinn var nokkuð öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en þjóðirnar mætast aftur í Grindavík á sunnudaginn kl. 16:00. Lesa meira
 
Keflavík

Úrskurður í máli Keflavíkur gegn Breiðabliki - 7.9.2012

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli Keflavíkur gegn Breiðabliki í 3. flokki karla B liða vegna ólöglega skipaðs liðs hjá Breiðabliki. Í úrskurðarorðum segir að úrslit í leik Breiðabliks og Keflavíkur í 3. flokki karla B liða sem fram fór þann 16 ágúst 2012 skulu standa óhögguð.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingahópur leikmanna fæddir 1998 valinn - 7.9.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt æfingahóp leikmanna sem fæddir eru árið 1998. Hópurinn kemur saman á æfingar helgina 15.-16. september og er þetta liður í undirbúningi fyrir úrslitakeppni EMU17 kvenna sem fram fer á Íslandi í júní 2015.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi - 7.9.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir liði Eistland í vináttulandsleik í dag. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 15:00. Þetta er fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en seinni leikurinn fer fram í Grindavík á sunnudaginn kl. 16:00 Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Bílastæði í Laugardalnum - 7.9.2012

Þegar vel sóttir viðburðir fara fram í Laugardalnum hefur borið á að bílum er lagt ólöglega og einhverjir sem keyra heim með sektarmiða í vasanum. Lögreglan vekur athygli á að töluverður fjöldi er af bílastæðum í Laugardalnum þó svo að þau séu ekki beint fyrir utan viðburðinn. Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins - 7.9.2012

Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfurum fyrir 7. og 8.flokk sem eru tilbúnir til að vinna skv. stefnu félagsins. Nýtt tímabil hefst um miðjan september og þá þurfa viðkomandi að geta hafið störf. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun skilyrði. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Mætum tímanlega á völlinn - 7.9.2012

Eins og öllum er kunnugt er leikur Íslands og Noregs í undankeppni HM í kvöld kl. 18:45 á Laugardalsvelli. Miðasala á leikinn gengur mjög vel og má búast við þéttsetnum velli í kvöld. Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn til að forðast langar biðraðir. Völlurinn opnar klukkutíma fyrir leik, kl. 17:45. Miðasala á Laugardalsvelli opnar kl. 12:00 og eru þeir sem enn eiga eftir að fá sér miða, hvattir til þess að koma tímanlega til að tryggja sér miða

Lesa meira
 
U17 kvenna í Slóveníu

Frábær byrjun hjá stelpunum í Slóveníu - 7.9.2012

Stelpurnar í U17 kvenna byrjuðu undankeppni EM á besta máta í gær þegar þær lögðu Slóveníu 3:0 Í Evrópukeppni U17 kvenna en riðillinn er haldinn í Slóveníu.  Íris Björk Eysteinsdóttir sendi okkur eftirfarandi umsögn um leikinn.

Lesa meira
 
Keflavík

Leikmaður Keflavíkur áminntur vegna ummæla - 6.9.2012

Í samræmi við starfsreglur nefndarinnar ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 4. september 2012 að áminna Guðmund Steinarsson vegna ummæla hans í fjölmiðlum eftir leik Keflavíkur og Vals í Pepsi-deild karla sem fram fór mánudaginn 27. ágúst.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka - 6.9.2012

Knattspyrnudeild Breiðabliks leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins. Um er að ræða stöður í 5. flokki, 4. flokki og 3. flokki karla og kvenna. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Mætum í bláu - Styttist í leik Íslands og Noregs - 6.9.2012

Það styttist í stórleik Íslands og Noregs í undankeppni HM 2014 en leikið verður á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. september kl. 18:45.  Tólfan mun láta vel í sér heyra á vellinum en þeir mæta til leiks bláir og kátir. Við viljum hvetja alla til þess að fara að fordæmi þeirra og mæta í bláu á völlinn og gera þannig Laugardalsvöll að blárri heimavallargryfju. Lesa meira
 
Flóðljós á Laugardalsvelli

Og það varð ljós! - 6.9.2012

Að ýmsu þarf að hyggja fyrir leiki á Laugardalsvelli og ljóst að sum þau verk sem inna þarf af hendi eru ekki fyrir hvern sem. Það hefði í það minnsta lítið þýtt fyrir lofthrædda að standa í peruskiptum á flóðljósunum á Laugardalsvelli sem fram fóru í vikunni Lesa meira
 
U19-karla-i-Svithjod

U19 karla - Tveir vináttulandsleikir gegn Eistlandi - 6.9.2012

Framundan eru tveir vináttulandsleikir hjá U19 karla gegn jafnöldrum þeirra frá Eistlandi. Fyrri leikurinn er á morgun, föstudaginn 7. september, á Víkingsvelli og hefst kl. 15:00. Sá síðari er sunnudaginn 9. september en þá verður leikið á Grindavíkurvelli.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið er mætir Slóvenum - 5.9.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvenum í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Slóveníu.  Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma en þetta er fyrsti leikur Íslands í riðlinum.  Tékkland og Eistland skipa einnig þennan riðil.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Svartfjallalandi - 5.9.2012

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Svartfjallalands og Póllands í undankeppni HM 2014 en leikið verður í Podgorica í Svartfjallalandi á föstudaginn. Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og fjórði dómari er Þóroddur Hjaltalín. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala á leikdag hefst kl. 12:00 á Laugardalsvelli - 5.9.2012

Framundan er fyrsti heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2014 þegar Norðmenn koma í heimsókn á Laugardalsvöll, föstudaginn 7. september kl. 18:45. Miðasala á leikinn fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Norður Írlandi og Noregi - 5.9.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn er mætir Norður Írum og Norðmönnum í lokaleikjum liðsins í undankeppni EM 2013. Leikið verður við Norður Íra hér á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. september og Noreg á Ullevål vellinum í Osló, miðvikudaginn 19. september. Lesa meira
 
Alid1947-0001

Karlalandslið Íslands og Noregs mætast í 31. skipti - 5.9.2012

Karlalandslið Íslands og Noregs mætast á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. september kl. 18:45. Þetta er 31. skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en fyrsti landsleikur þjóðanna fór fram á Melavelli, 24. júlí 1947, eða fyrir 65 árum síðan. Norðmenn höfðu þá betur, 2 - 4.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið upp um 12 sæti - 5.9.2012

Íslenska karlalandsliðið er í 118. sæti í nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Liðið fer upp um 12 sæti frá síðasta lista en Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans.

Lesa meira
 
Throttur---Fram-1.-deild-kvenna-2

Þróttur og HK/Víkingur í Pepsi-deild kvenna - 4.9.2012

Þróttur og HK/Víkingur tryggðu sér í kvöld sæti í Pepsi-deild kvenna á næsta keppnistímabili. Þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins en þessi félög höfðu betur í viðureignum sínum í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Lesa meira
 
ThorKA-meistari-2012

Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn - 4.9.2012

Þór/KA tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna þegar liðið lagði Selfoss örugglega að vell. Leikið var á Þórsvelli og eftir leikinn fékk liðið afhentan bikarinn, úr hendi Geirs Þorsteinssonar formanns KSÍ. Liðið hefur sjö stiga forystu á ÍBV og Stjörnuna þegar einn leikur er eftir af mótinu.

Lesa meira
 
Throttur---Fram-1.-deild-kvenna

Hverjir fara upp í Pepsi-deild kvenna? - 4.9.2012

Í kvöld ræðst það hvaða félög leika í Pepsi-deild kvenna að ári en þá fara fram seinni leikir undanúrslita 1. deildar kvenna. Einnig fara fram í kvöld seinni leikir í 8 liða úrslitum 3. deildar karla og kemur þá í ljós hvaða félög komast í undanúrslitin. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland – Noregur - Miðar fyrir handhafa A-passa - 4.9.2012

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland – Noregur í undankeppni HM 2014 afhenta miðvikudaginn 5. september frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Verður titillinn afhentur á Akureyri í kvöld? - 4.9.2012

Sautjánda og næstsíðasta umferð Pepsi-deildar kvenna fer fram í kvöld en þá er fimm leikir á dagskránni sem hefjast allir kl. 18:00. Þór/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið í kvöld með því að leggja Selfoss á heimavelli. Stjarnan, sem tekur á móti ÍBV í kvöld, bíður færis ef norðanstúlkur misstíga sig.

Lesa meira
 
Icelandair

Að hitta þverslána eða ekki - það er spurningin - 3.9.2012

Í hálfleik á viðureign Íslands og Noregs á föstudag munu þrír heppnir vallargestir fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri þraut.  Þrautin felst í því að spyrna knetti frá vítateigsboganum, hitta þverslána og vinna þannig ferð fyrir tvo til Bandaríkjanna með Icelandair!

Lesa meira
 
Thorvaldur-Arnason

Þorvaldur dæmir í Skotlandi - 3.9.2012

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni í Skotlandi á fimmtudaginn þegar hann dæmir leik Skotlands og Lúxemborg í undankeppni EM U21 karla. Leikurinn fer fram í borginni Paisley. Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Frosti Viðar Gunnarsson. Fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson.

Lesa meira
 
Þór

Þórsarar upp í Pepsi-deildina að nýju - 3.9.2012

Þórsarar frá Akureyri tryggðu sér um helgina sæti í Pepsi-deild karla á næsta keppnistímabili en þetta varð ljóst eftir úrslit 19. umferðar 1. deildar karla. Þórsarar hafa nú 11 stiga forystu á liðið í þriðja sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn sem mætir Belgum - 3.9.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn er mætir Belgum ytra í undankeppni EM 2013. Þetta er síðasti leikur Íslands í riðlinum en leikurinn fer fram mánudaginn 10. september og verður leikið á Freethiel Stadium í Beveren. Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Gunnar Heiðar kallaður inn í landsliðshópinn - 3.9.2012

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð, hefur verið kallaður inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni HM 2014.  Björn Bergmann Sigurðarson verður ekki með íslenska landsliðinu í þessum tveimur leikjum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Grundarfjörður og Augnablik í nýrri 3. deild - 3.9.2012

Grundarfjörður og Augnablik tryggðu sér um helgina sæti í nýrri 3. deild en hana skipa 10 félög á næsta keppnistímabili. Þurfti að leika aukaleiki um sæti í þessari deild á milli þeirra félaga er lentu í 3. sæti riðlanna í 3. deild.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög