Fréttir

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

A karla - Arnór Sveinn í hópinn - 31.8.2012

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni fyrir HM 2014. Arnór Sveinn Aðalsteinsson úr Hönefoss kemur inn í hópinn í stað Indriða Sigurðssonar sem er meiddur.

Lesa meira
 
ARBITRE_GAUTHIER_230411

Franskir dómarar á Ísland - Noregur 7. september - 30.8.2012

Það verða franskir dómarar sem verða við stjórnvölinn þegar Ísland tekur á móti Noregi í undankeppni HM 2014. Þetta er fyrsti leikur Íslands í keppninni og fer fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. september kl. 18:45.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Staðfestur leiktími á lokaleikinn gegn Noregi - 30.8.2012

Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt um leiktíma á leik Noregs og Íslands í undankeppni EM kvenna 2013.  Leikurinn fer fram miðvikudaginn 19. september á Ullevaal vellinum í Osló og hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U19-karla-gegn-Svium

U19 karla - Hópur valinn fyrir vináttulandsleiki gegn Eistlandi - 30.8.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Eistlandi. Leikirnir fara fram föstudaginn 7. september kl. 15:00 á Víkingsvelli og sunnudaginn 9. september á Grindavíkurvelli kl. 16:00.

Lesa meira
 
Skallagrimsvollur

Leikið í aukakeppni 3. deildar karla á laugardaginn - 30.8.2012

Næstkomandi laugardag, 1. september, verður leikið í aukakeppni 3. deildar karla en þá fara fram úrslitaleikir um tvö laus sæti í nýrri 3. deild karla 2013. Báðir leikirnir fara fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla hefst um helgina - 30.8.2012

Laugardaginn 1. september hefst úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla en barist er þar um sæti í landsdeildum.  Fjögur félög berjast um tvö sæti í Pepsi-deild kvenna á næsta keppnistímabili en átta félög eru um hituna í baráttunni um tvö sæti í 2. deild karla.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sigurvegarar í Hnátumótum KSÍ 2012 - 29.8.2012

Um nýliðna helgi lauk úrslitakeppni í Hnátumótum KSÍ árið 2012 á Suð-Vesturlandi en áður hafði keppni verið lokið á Norð-Austurlandi. Þar með er Polla - og Hnátumótum KSÍ árið 2012 nú lokið en sigurvegarar í Hnátumótunum voru: Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 7.flokk karla - 29.8.2012

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 7. flokk karla í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Nýtt tímabil hefst í byrjun október. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis, Hörð Guðjónsson, með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 571-5604.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Evrópudeildinni í Marseille - 29.8.2012

Kristinn Jakobsson verður við stjórnvölinn í Frakklandi á morgun, fimmtudaginn 30. ágúst, þegar hann dæmir leik Marseille og FK Sheriff frá Moldavíu í Evrópudeild UEFA.  Kristni til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og fjórði dómari verður Magnús Þórisson. Lesa meira
 
Valur

Fyrri úrskurður í máli Vals gegn Leikni staðfestur - 29.8.2012

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð Aga-og úrskurðanefndar frá 14. ágúst varðandi leik Vals og Leiknis/KB á Íslandsmóti 2. flokks karla B-liðum. Leikurinn, sem fram fór 20. júlí var úrskurðaður Val tapaður með markatölunni 0-3.

Lesa meira
 
Ísland - Færeyjar 2012 (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

Miðasala á Ísland - Noregur gengur vel - 28.8.2012

Miðasala á viðureign Íslands og Noregs í undankeppni HM 2014 gengur vel. Fólk er því hvatt til að tryggja sér miða tímanlega og nýta þann afslátt sem miðakaup á netinu gefa. Sérstaklega er vakin athygli á því að kaup á miðum í hólf A og I í forsölu gefa kr. 1.000 í afslátt frá fullu verði. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Landsliðshópurinn gegn Noregi og Kýpur - 28.8.2012

A landslið karla mætir Noregi og Kýpur í fyrstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2014 í byrjun september.  Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið hóp sinn fyrir þessa leiki, sem er skipaður 22 leikmönnum.  Leikmennirnir koma frá félagsliðum í átta löndum.

Lesa meira
 
Háttvísidagar FIFA 2012

Háttvísidagar FIFA 2012 - 28.8.2012

FIFA stendur nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 16. sinn, en þeir voru fyrst haldnir árið 1997. Að þessu sinni urðu dagarnir 7. til 11. september fyrir valinu, en á því tímabili fara m.a. fram landsleikir um allan knattspyrnuheiminn.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 landsliðshópur kvenna til Slóveníu - 27.8.2012

Úlfar Hinriksson, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur valið hóp 18 leikmanna fyrir undankeppni EM 2013. Riðill Íslands fer fram í Slóveníu í byrjun september og er Ísland í riðli með Slóveníu, Tékklandi og Eistlandi.

Lesa meira
 
NOR

Norðmenn tilkynna landsliðshópinn gegn Íslandi - 27.8.2012

Norska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt þann landsliðshóp sem þjálfarinn Egil Drillo Olsen hafur valið fyrir leikinn gegn Íslandi á Laugardalsvellinum 7. september næstkomandi. Níu leikmenn í hópnum leika utan Skandinavíu.

Lesa meira
 
Stjarnan-bikarmeistari-2012i

Stjarnan bikarmeistari í fyrsta skiptið - 25.8.2012

Stjörnustúlkur tryggðu sér í dag sigur í Borgunarbikar kvenna þegar þær lögðu Val í úrslitaleik, 1 - 0. Leikurinn var spennandi en það var fyrirliðinn, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta bikarmeistaratitil.

Lesa meira
 
Valur---Stjarnan

Allt að verða klárt fyrir úrslitaleikinn - 24.8.2012

Undirbúningur er nú á fullu fyrir úrslitaleikinn í Borgunarbikar kvenna en leikið verður á Laugardalsvelli, laugardaginn 25. ágúst kl. 16:00. Það eru bikarmeistarar Vals og Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem að mætast og má búast við hörkuspennandi leik eins og ætíð þegar þessi lið mætast. Lesa meira
 
Thorvaldur-Arnason

Þorvaldur dæmir í efstu deild í Noregi - Norskur dómari á Kópavogsvelli - 24.8.2012

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Hönefoss og Tromsö í efstu deild norsku deildarinnar og fer leikurinn fram sunnudaginn 26. ágúst. Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Gylfi Már Sigurðsson.  Sama sunnudag munu norskir dómarar dæma hér í efstu deild, leik Breiðabliks og Selfoss á Kópavogsvelli.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Guðmundur Ársæll dæmir í Lyngby - Lars Müller á Leiknisvelli - 24.8.2012

Lars Müller mun dæma leik Leiknis og Víkings Ólafsvíkur í 1. deild karla sem fram fer í kvöld.  Lars kemur frá Færeyjum eins og annar aðstoðardómara leiksins, Andreas Josephsen.  Þá munu tveir íslenskir dómarar vera við störf í Danmörku á sunnudaginn en þá mun Guðmundur Ársæll Guðmundsson dæma leik Lyngby og Viborg og Leiknir Ágústsson verður honum til aðstoðar. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Ýmsar upplýsingar um úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 23.8.2012

Framundan er úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna en Valur og Stjarnan mætast á Laugardalsvelli, laugardaginn 25. ágúst kl. 16:00.  Hér að neðan má finna ýmsar upplýsingar um leikinn.

Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 23.8.2012

Það verður Gunnar Jarl Jónsson sem dæmir úrslitaleik Vals og Stjörnunnar í Borgunarbikar kvenna. Leikið verður á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00, laugardaginn 25. ágúst. Honum til aðstoðar verða Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Jóhann Óskar Þórólfsson og fjórði dómari verður Rúna Kristín Stefánsdóttir. Lesa meira
 
UEFA-A-utskrift-2012

28 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A þjálfaragráðu - 23.8.2012

28 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A gráðu um helgina en þjálfararnir voru útskrifaðir við athöfn sem fram fór fyrir bikarúrslitaleik karla. Þar með hafa 170 manns útskrifast með gráðuna frá upphafi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sigurvegarar í Pollamótum KSÍ 2012 - 23.8.2012

Keppni er nú lokið í Pollamótum KSÍ árið 2012 en úrslitakeppni lauk í gær á Suð-Vesturlandi. Áður hafði farið fram úrslitakeppni Norð-Austurlands. Um helgina verður svo leikið í úrslitum í Hnátumótum KSÍ 2012

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Stjarnan mætir FK Zorkiy frá Rússlandi - 23.8.2012

Í dag var dregið í 32 og 16 liða úrslitum Meistaradeildar UEFA kvenna og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon. Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru í pottinum og leika þær gegn rússneska liðinu FK Zorkiy sem kemur frá Krasnogorsk.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Dregið í dag í Meistaradeild UEFA kvenna - 23.8.2012

Í hádeginu í dag verður dregið í 32 liða úrslitum og 16 liða úrslitum í Meistaradeild kvenna en drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA. Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru í pottinum en liðunum 32 er skipt í tvo styrkleikaflokka og er Stjarnan í þeim neðri.  Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu af heimasíðu UEFA Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Þróttar Vogum gegn Hvíta Riddaranum - 22.8.2012

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Þróttar Vogum gegn Hvíta Riddaranum vegna leiks félaganna í 3. deild karla, C riðli, sem fram fór 10. ágúst síðastliðinn. Í úrskurðarorðum kemur fram að Þrótti Vogum sé dæmdur sigur í leiknum, 0 - 3, auk þess sem Hvíti Riddarinn þarf að greiða 10.000 krónur í sekt.

Lesa meira
 
Ullevaal

A kvenna - Noregur mætir Íslandi á Ulleval vellinum í Osló - 22.8.2012

Eins og öllum er kunnugt er íslenska kvennalandsliðið í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppni EM í Svíþjóð 2013. Liðið er í efsta sæti riðilsins, einu stigi á undan Noregi, þegar tveir leikir eru eftir hjá liðunum í riðlinum.  Noregur tekur á móti Íslandi í lokaleiknum í riðlinum og hefur norska knattspyrnusambandið nú ákveðið, m.a. vegna mikilvægi leiksins, að leika hann í Osló, nánar tiltekið á Ulleval vellinum

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7072

Uppfyllir nýr þjálfari kröfur um menntun? - 22.8.2012

Félög sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ (efstu tvær deildir karla) þurfa að hafa þær kröfur sem eru gerðar vandlega í huga við ráðningu nýrra þjálfara til að forðast það að sæta viðurlögum. Nú þegar haustið nálgast með tilheyrandi breytingum á þjálfurum yngri flokka er rétt að gefa þessu gaum. Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Gæðavottun á leyfiskerfi KSÍ staðfest - 22.8.2012

Fyrr í mánuðinum fór fram árlegt og víðtækt gæðamat á leyfiskerfi KSÍ.  Úttektin er framkvæmd af SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki, fyrir hönd UEFA. Alls þarf KSÍ að uppfylla 40 forsendur í gæðastaðli leyfiskerfisins, sem UEFA gefur út.  Engar athugasemdir voru gerðar og var gæðavottunin því staðfest.

Lesa meira
 
kenneth-heiner-moeller

A-landsliðsþjálfari danska kvennalandsliðsins til Íslands - 22.8.2012

Kenneth Heiner Möller A-landsliðsþjálfari kvenna hjá Danmörku kemur til Íslands á laugardaginn og heldur fyrirlestur á vegum KSÍ og KÞÍ um „possession“ fótbolta. Kenneth hefur lokið við Pro licence þjálfaranám frá danska knattspyrnusambandinu og hefur stýrt danska kvennalandsliðinu síðan árið 2006 með frábærum árangri. Lesa meira
 
Ægir

Knattspyrnufélagið Ægir óskar eftir þjálfara fyrir yngri flokka - 21.8.2012

Knattspyrnufélagið Ægir auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Menntun eða reynsla á sviði knattspyrnuþjálfunar æskileg.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna - Miðasala hafin á Valur - Stjarnan - 21.8.2012

Miðasala er hafin á úrslitaleik Borgunarbikars kvenna en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 25. ágúst. Þá mætast núverandi bikarmeistarar, Valur og handhafar Íslandsmeistaratitilsins, Stjarnan. Miðasala fer sem fyrr fram í gegnum miðasölukerfi mid.is en 1.000 krónur kostar fyrir 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Valur - VISA-bikarmeistari kvenna 2010

Yfir þúsund áhorfendur síðustu fjögur ár - 21.8.2012

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna fer fram laugardaginn 25. ágúst kl. 16:00. Síðustu fjögur ár hefur aðsókn að úrslitaleik bikarkeppni kvenna farið yfir eitt þúsund manns og er líklegt að svo haldi áfram í ár, enda var fjölmennasti úrslitaleikur síðustu 10 ára einmitt viðureign þessara sömu liða árið 2010.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Norræn dómaraskipti - Dómarar frá Finnlandi dæma í 1. deild karla - 20.8.2012

Eins og undanfarin ár hafa knattspyrnusambönd Norðulandanna haldið úti verkefni sem miðast við dómaraskipti á milli landanna. Á morgun, þriðjudaginn 21. ágúst, munu dómarar frá Finnlandi starfa á leik Víkinga frá Reykjavík og Tindastóls. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Bikarúrslitaráðstefna KSÍ og KÞÍ í tengslum við Borgunar bikarúrslitaleik kvenna - 20.8.2012

KÞÍ og KSÍ standa fyrir árlegri ráðstefnu í tilefni úrslitaleiks í Borgunarbikarkeppni kvenna laugardaginn 25. ágúst. Úrslitaleikurinn, sem er milli Vals og Stjörnunnar, fer vitanlega fram á Laugardalsvelli og verður ráðstefnan haldin í höfuðstöðvum KSÍ. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala í gangi á leik Íslands og Noregs - Norðmenn fjölmenna - 20.8.2012

Ísland og Noregur mætast á Laugardalsvellinum föstudaginn 7. september næstkomandi í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2014. Leikurinn hefst kl. 18:45 og má búast við mikilli stemmningu eins og venjan er þegar þessar frændþjóðir mætast.  Mikil áhugi er á leiknum í Noregi en Norðmenn hafa rétt á 1.000 miðum á leikinn. Norska knattspyrnusambandið hefur þegar selt 700 miða á þennan leik. Lesa meira
 
KR

Þrettándi bikarmeistaratitill KR - 18.8.2012

Ekki kom til þess að nýtt nafn væri skráð á lista bikarmeistara karla eftir úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvellinum í dag. Stjarnan, sem hafði aldrei áður leikið til úrslita, beið lægri hlut fyrir KR, sem hefur unnið bikarinn oftast allra félaga. Titillinn í ár er sá 13. í sögunni. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn 2012

KR-ingar Borgunarbikarmeistarar karla 2012 - 18.8.2012

KR-ingar fögnuðu sigri að loknum úrslitaleik Borgunarbikars karla, sem fram fór á Laugardalsvelli í blíðskaparveðri í dag. Stjörnumenn léku vel í leiknum og geta verið stoltir af sínu liði. Lokatölur leiksins urðu 2-1 fyrir KR.

Lesa meira
 
DSCN0029

Hvað ætla margir að mæta á bikarúrslitin? - 17.8.2012

Hvað skyldu margir ætla sér að mæta á úrslitaleik Borgunarbikars karla á laugardag? Það er alltaf spennandi að velta þessu fyrir sér. Kannski er áhugavert að skoða töflu með yfirliti yfir aðsókn síðustu 20 ára.  Alla vega eitthvað til að ræða um ...

Lesa meira
 
Frá Laugardalsvelli

Ýmislegt um úrslitaleikinn - 17.8.2012

Smellið hér að neðan til að skoða ýmsar upplýsingar um úrslitaleik Borgunarbikars karla.  Hver verður heiðursgestur, í hvernig búningum leika liðin, hvorum megin eru stuðningsmenn, hvert er verðlaunaféð, o.fl?

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur Hjaltalín dæmir úrslitaleikinn - 17.8.2012

Þóroddur Hjaltalín verður dómari á úrslitaleik Stjörnunnar og KR í Borgunarbikar karla, sem fram fer á Laugardalsvelli á Laugardag kl. 16:00. Aðstoðardómarar verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Einar Sigurðsson.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið í 16. sæti á styrkleikalista FIFA - 17.8.2012

A landslið kvenna fer upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem kom út í dag og er Ísland nú í 16. sæti listans. Ísland er í 9. sæti á meðal Evrópuþjóða. Hæsta staða Íslands frá upphafi á heimslistanum er 15. sæti Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Vegna miðaverðs á úrslitaleik Borgunarbikarsins - 17.8.2012

Vegna fjölda fyrirspurna um verð á barnamiðum á úrslitaleik Borgunarbikars karla á laugardag skal áréttað að börn 10 ára og yngri fá frían aðgang á leikinn. Lesa meira
 
Ísland - Færeyjar 2012 (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

Miðasalan á Ísland-Noregur er hafin - 16.8.2012

Ísland og Noregur mætast á Laugardalsvellinum 7. september í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2014. Leikurinn hefst kl. 18:45 og má búast við mikilli stemmningu eins. Miðasalan er hafin á midi.is og er fólk hvatt til að tryggja sér miða sem fyrst.

Lesa meira
 
Ísland - Færeyjar 2012 (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

Kærar þakkir fyrir góða mætingu og öflugan stuðning! - 16.8.2012

Leikmenn, þjálfarar og aðrir aðstandendur A landsliðs karla vilja koma á framfæri einlægum þökkum fyrir mætinguna og stuðninginn á leiknum við Færeyinga á miðvikudag.  Stuðningur áhorfenda var öflugur og Tólfan lét afar vel í sér heyra.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Ertu með miða á úrslitaleik Borgunarbikarsins á laugardaginn? - 16.8.2012

Eins og kunnugt er fer úrslitaleikur Borgunarbikars karla fram á Laugardalsvelli á laugardag og er miðasala í fullum gangi á midi.is. Félögin sem mætast eru Stjarnan og KR, sem hafa ansi ólíka sögu í bikarkeppninni. Stjarnan er í úrslitum í fyrsta sinn, en KR er sigursælasta félagið í sögu bikarkeppni karla.

Lesa meira
 
Ísland - Færeyjar 2012 (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

Góður tveggja marka sigur á Færeyingum - 15.8.2012

A landslið karla vann í kvöld góðan 2-0 sigur á Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum. Þetta far fyrsti heimaleikur liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og jafnframt fyrsti sigurleikurinn síðan hann tók við þjálfun liðsins.  Kolbeinn Sigþórsson gerði bæði mörk íslenska liðsins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Færeyjum 2012

Byrjunarlið Íslands gegn Færeyingum í kvöld - 15.8.2012

Fyrsti heimaleikur A landsliðs karla undir stjórn Lars Lagerbäck fer fram á laugardalsvellinum kl. 19:45 í kvöld, miðvikudagskvöld. Smellið hér að neðan til að skoða byrjunarlið Íslands og uppstillingu þess. Það þarf ekki að koma á óvart að leikkerfið sé 4-4-2.

Lesa meira
 
Laurent Kopriwa

Dómarar frá Lúxemborg - 14.8.2012

Dómararnir á vináttulandsleik Íslands og Færeyja á Laugardalsvellinum á miðvikudag koma frá Lúxemborg. Maðurinn með flautuna heitir Laurent Kopriwa. Aðstoðardómararnir eru bræðurnir Antonio og Claudio De Carolis.

Lesa meira
 
Valur

Úrskurður í máli Leiknis gegn Val - 14.8.2012

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Leiknis gegn Val vegna leiks félaganna í 2. flokki karla B-liðum, Íslandsmóti, sem fram fór 27. júlí síðastliðinn. Í úrskurðarorðum kemur fram að leikurinn skuli dæmdur tapaður fyrir Val með markatölunni 0-3, og að auki er Val gert að greiða sekt. Lesa meira
 
Andri Vigfússon

Andri dæmdi í UEFA Futsal Cup - 14.8.2012

Andri Vigfússon, sem er FIFA Futsal dómari, var við störf í einum riðlanna í UEFA Futsal Cup fyrr í mánuðinum. UEFA Futsal Cup er Evrópumót félagsliða í Futsal-innanhússknattspyrnu.

Lesa meira
 
Íslandsmeistarar BÍ/Bolungarvíkur í 7 manna bolta 3. flokks karla

BÍ/Bolungarvík Íslandsmeistari í 3. flokki karla 7 manna - 14.8.2012

Keppni í Íslandsmóti 3. flokks karla í 7 manna bolta lauk á dögunum og þar fögnuðu sigri liðsmenn BÍ/Bolungarvíkur, sem unun alla leiki sína í riðlinum og luku því keppni með fullt hús stiga.

Lesa meira
 
Lars Olsen

Um helmingur leikur utan Færeyja - 14.8.2012

Færeyski landsliðshópurinn sem mætir Íslendingum í vináttuleik á Laugardalsvellinum á miðvikudag kl. 19:45 er öflugur og tæplega helmingur leikmannanna er á mála hjá erlendum félagsliðum. Einn þeirra leikur á Íslandi.  Þjálfarinn Lars Olsen lék 84 landsleiki fyrir Danmörku.

Lesa meira
 
Frá æfingu - Ingvar Jónsson markvörður og Guðmundur Hreiðarsson þjálfari markvarða

Strákarnir ætla sér sigur - 14.8.2012

A landslið karla mætir Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á miðvikudag kl. 19:45. Þetta er síðasti æfingaleikurinn áður en undankeppni HM 2014 hefst í september. Ísland teflir fram sterku liði og ljóst að menn vilja sanna sig fyrir þjálfaranum. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik Fylkis og FH breytt - 13.8.2012

Leik Fylkis og FH í Pepsi-deild karla, sem fara árri fram mánudaginn 27. ágúst, hefur verið flýtt um einn dag. Breytingin er tilkomin vegna þátttöku íslenskra félagsliða í UEFA-mótum. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Bikarúrslitaráðstefna KSÍ og KÞÍ - 13.8.2012

KÞÍ og KSÍ standa fyrir árlegri ráðstefnu í tilefni úrslitaleiks í Borgunarbikarkeppni karla þann 18. ágúst, næsta laugardag. Úrslitaleikurinn, sem er milli KR og Stjörnunnar, fer vitanlega fram á Laugardalsvelli og verður ráðstefnan haldin í höfuðstöðvum KSÍ. Lesa meira
 
Hallgrímur Jónasson

Hallgrímur Jónasson ekki með á miðvikudag - 11.8.2012

Hallgrímur Jónasson hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópnum sem mætir Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á miðvikudag. Haddi, eins og hann er jafnan kallaður, hefur því miður ekki náð sér fyllilega af meiðslum sem hann hefur verið að stríða við.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla tapaði í vítakeppni gegn Færeyingum - 11.8.2012

U17 landslið karla lék í dag lokaleik sinn á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Færeyjum. Leikið var gegn heimamönnum um 7.-8. sæti mótsins. Hvort lið um sig skoraði eitt mark í fyrri hálfleik og þar við sat í markaskorun. Færeyingar höfðu svo betur í vítakeppni. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Færeyingum á laugardag - 10.8.2012

U17 landslið karla mætir Færeyingum í leik um 7.-8. sæti Opna Norðurlandamótsins á laugardag kl. 11:00 að íslenskum tíma, en mótið fer einmitt fram í Færeyjum og þar taka m.a. þátt bæði U17 og U19 landslið heimamanna.  Byrunarlið Íslands hefur verið opinberað. Lesa meira
 
Sölvi með ungum aðdáendum í Danmörku

Sölvi Geir ekki með gegn Færeyjum - 10.8.2012

Sölvi Geir Ottesen á við meiðsli að stríða og getur ekki verið með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum við Færeyinga á Laugardalsvellinum á miðvikudag. Ekki verður kallaður annar leikmaður í hópinn í stað Sölva Geirs Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót drengja 2012 fer fram 17.-19. ágúst - 10.8.2012

Úrtökumót drengja (árgangur 1997) fer fram helgina 17.-19. ágúst næstkomandi að Laugarvatni. Alls hafa á sjöunda tug leikmanna frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir á úrtökumótið að þessu sinni.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aðgöngumiðar á Ísland-Færeyjar fyrir handhafa A-passa - 10.8.2012

Handhafar A-passa 2012 frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Færeyjar afhenta þriðjudaginn 14. ágúst frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir eru afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Færeyjar - 10.8.2012

KSÍ hefur ákveðið að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 15. ágúst næstkomandi kl. 19:45.  Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu KSÍ á mánudag og þriðjudag. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla leikur um 7. - 8. sætið á Opna NM - 10.8.2012

U17 landslið karla tapaði á fimmtudag lokaleik sínum í riðlakeppni Opna NM, sem fram fer í Færeyjum. Mótherjarnir voru Danir, sem unnu 2-0 sigur með mörkum á 8. og 39. mínútu, leiddu.  Ísland leikur við Færeyjar um 7.-8. sætið í mótinu.

Lesa meira
 
ÍA

Þjálfari ÍA áminntur vegna ummæla - 9.8.2012

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 7. ágúst 2012 var samþykkt að áminna Þórð Þórðarson þjálfara ÍA vegna ummæla hans í fjölmiðlum eftir leik ÍA og KR í Pepsi-deild karla sem fram fór 30. júlí og sekta jafnframt Knattspyrnudeild ÍA um kr. 25.000 vegna ummælanna.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Yngri flokkum og forráðamönnum boðið á Ísland-Færeyjar - 9.8.2012

KSÍ hefur ákveðið bjóða yngri flokkum og forráðamönnum flokka (3. flokkur og yngri) allra aðildarfélaga miða á vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 15. ágúst og hefst kl. 19:45. Lesa meira
 
Tólfan

Ný Facebook-síða Tólfunnar - 8.8.2012

Flestir þeir sem lagt hafa leið sína á Laugardalsvöllinn til að styðja við landsliðin okkar kannast við stuðningsmannahópinn Tólfuna. Nú þegar landsleikjahrina haustsins nálgast er Tólfan að vakna aftur til lífsins og hefur ný Facebook-síða Tólfunnar verið sett upp.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Árleg gæðaúttekt UEFA á leyfiskerfi KSÍ fer fram á föstudag - 8.8.2012

Næstkomandi föstudag fer fram árleg gæðaúttekt UEFA á leyfiskerfi KSÍ. Allt skipulag KSÍ í tengslum við leyfiskerfið er skoðað, vinnulag.  Úttektin er sem fyrr framkvæmd af alþjóðlegu vottunarfyrirtæki, SGS, sem hefur höfuðstöðvar í Sviss.

Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen bætti markamet Ríharðs Jónssonar með því að skora tvö mörk gegn Lettum í október 2007

Eiður Smári, Grétar Rafn og Hallgrímur í landsliðshópinn - 8.8.2012

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn við Færeyinga á miðvikudag. Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Hallgrímur Jónasson bætast við áður tilkynntan leikmannahóp, en Björn Bergmann Sigurðarson á við meiðsli að stríða og verður því ekki með.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Tveir íslenskir dómarar á Opna NM - 8.8.2012

Á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla, sem fram fer í Færeyjum þessa dagana, eru tveir íslenskir dómarar að störfum. Þetta eru þeir Þórður Már Gylfason og Adolf Þorberg Andersen.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 130. sæti á FIFA-listanum - 8.8.2012

Ísland er í 130. sæti á mánaðarlegum styrkleikalista FIFA fyrir A landslið karla og fellur um eitt sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Annars er almennt lítið um breytingar á listanum milli mánaða og þá sérstaklega við topp listans.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Tap U17 gegn U19 liði Færeyja - 8.8.2012

U17 landslið karla tapaði á þriðjudag gegn U19 liði Færeyinga á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Færeyjum. Lokatölur leiksins urðu 3-1 fyrir heimamenn, sem leiddu með einu marki í hálfleik. Mark Íslands kom undir lok leiksins. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Sjö breytingar á byrjunarliði U17 karla á NM - 7.8.2012

U17 landslið karla leikur annan leik sinn á Opna NM í dag og eru mótherjarnir U19 landslið Færeyinga, heimamanna.  Sjö breytingar eru gerðar á á byrjunarliði Íslands frá tapleiknum gegn Svíum í gær, sem þýðir að allir þeir leikmenn sem ekki byrjuðu gegn Svíum byrja í dag. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tveimur leikjum í Pepsi-deildinni breytt vegna bikarúrslitaleiksins - 7.8.2012

Tveimur leikjum í Pepsi-deild karla hefur verið breytt vegna úrslitaleiksins í Borgunarbikar karla.  Um er að ræða viðureignir FH og KR annars vegar og ÍA og Stjörnunnar hins vegar.  Báðir leikir haf averið færðir til 23. ágúst.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

2-2 jafntefli gegn Skotum - 7.8.2012

Skotland og Ísland mættust í U23 landsliðum kvenna á sunnudag og er þetta í fyrsta sinn sem Ísland teflir fram U23 liði. Lokatölur leiksins urðu 2-2 og kom jöfnunarmark Skota seint í leiknum. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Sænskur sigur í fyrsta leik U17 karla á Opna NM - 6.8.2012

Fyrsta umferð Opna NM U17 karla fór fram í dag, mánudag, og voru mótherjar Íslands Svíar, sem þykja hafa á sterku liði að skipa. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og hálfleiksstaðan 1-1 endurspeglaði þá stöðu.  Eina mark síðari hálfleiks kom svo á 46. mínútu, sigurmark Svía.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Skotum kl. 14:00 - 4.8.2012

Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag vináttulandsleik gegn Skotum en leikurinn fer fram í Glasgow. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er einn nýliði sem hefur leikinn, Glódís Perla Viggósdóttir.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Metfjöldi félagaskipta í seinni glugganum - 3.8.2012

Eins og kunnugt er var síðasti dagur félagaskipta 31. júlí en ekki er hægt að hafa félagskipti innanlands eða til landsins eftir þann dag. Félagaskiptagluggarnir eru tveir, annars vegar frá 21. febrúar til 15. maí og hinsvegar frá 15. júlí til 31. júlí.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Stjarnan og KR í úrslitum - 3.8.2012

Það verða Stjarnan og KR sem mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 18. ágúst. KR lagði Grindavík á útivelli í gærkvöldi, 0 - 1, en Stjörnumenn höfðu betur gegn Þrótti í Garðabænum, 3 - 0. Lesa meira
 
EURO 2012

Hagnaður af EM 2012 til félagsliða - 2.8.2012

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að þau félög sem áttu leikmenn í landsliðum sem tóku þátt í Evrópukeppni landsliða 2012 fái hlutdeild í hagnaði keppninnar, alls 100 milljónir evra. Í fyrsta sinn fá félög sem áttu leikmenn í undankeppninni framlag Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Grindavík tekur á móti KR - 2.8.2012

Í kvöld kl. 19:15 mætast Grindavík og KR í undanúrslitum Borgunarbikars karla og hefst leikurinn kl. 19:15 á Grindavíkurvelli. Mikið er í húfi, sæti í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli sem fram fer laugardaginn 18. ágúst.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót stúlkna 2012 á Laugarvatni 10. - 12. ágúst - 1.8.2012

Framundan er úrtökumót stúlkna (fæddar 1997) sem fer fram helgina 10. - 12. ágúst næstkomandi á Laugarvatni. Hér að neðan má sjá dagskrá, nafnalista og ýmsar hagnýtar upplýsingar.

Lesa meira
 
KÞÍ

Bikarúrslitaráðstefnur KÞÍ og KSÍ 2012 - 1.8.2012

Í ágúst fara fram úrslitaleikir í Borgunarbikarkeppni karla og kvenna. Af því tilefni munu KÞÍ og KSÍ standa fyrir ráðstefnum í húsakynnum KSÍ sama dag og leikirnir fara fram. Nánari lýsing á innihaldi fyrirlestra og þátttökugjald verður auglýst eftir Verslunarmannahelgi. Viðvera á ráðstefnunum gefa endurmenntunarstig fyrir þjálfararéttindi KSÍ. Innifalið í þátttökugjaldinu eru léttar veitingar.

Lesa meira
 
Gudmunda-Brynja

U23 kvenna - Guðmunda Brynja kölluð í hópinn - 1.8.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á U23 hópnum sem mætir Skotum í vináttulandsleik í Glasgow, sunnudaginn 5. ágúst. Guðmunda Brynja Óladóttir úr Selfossi kemur inn í hópinn í stað Sigrúnar Ellu Einarsdóttur sem er meidd. Lesa meira
 
A landslið karla

A landslið karla - Hópurinn gegn Færeyingum tilkynntur - 1.8.2012

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er mætir Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 15. ágúst kl. 19:45. Þetta er lokahnykkurinn í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni HM 2014 þar sem Norðmenn verða fyrstu mótherjarnir þann 7. september á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Harpa-Thorsteinsdottir

A kvenna - Harpa kölluð inn í hópinn - 1.8.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið Hörpu Þorsteinsdóttur úr Stjörnunni í A landsliðshópinn er mætir Skotum í vináttulandsleik ytra þann 4. ágúst næstkomandi. Harpa kemur í stað Katrínar Jónsdóttur sem getur ekki tekið þátt í þessu verkefni vegna meiðsla.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Stjarnan tekur á móti Þrótti í undanúrslitum - 1.8.2012

Fyrri undanúrslitaleikur Borgunarbikars karla fer fram í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Þrótti á Samsungvellinum í Garðabæ. Leikurinn hefst kl. 19:15 og má búast við fjörugum leik en hvorugt þessara félaga hefur komist í hinn eftirsótta úrslitaleik.  Hinn undanúrslitaleikurinn fer svo fram fimmtudaginn 2. ágúst, þegar Grindavík og bikarmeistarar KR mætast í Grindavík kl. 19:15.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög