Fréttir

Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar í dag - Þriðjudaginn 31. júlí - 31.7.2012

Í dag, þriðjudaginn 31. júlí, er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil. Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, þriðjudaginn 31. júlí. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Brussel - 30.7.2012

Kristinn Jakobsson verður við stjórnvölinn á miðvikudaginn þegar hann dæmir leik Anderlecht frá Belgíu og Ekranas frá Litháen. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA og fer fram á Constant Vanden Stock vellinum í Brussel.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frá Áfrýjunardómstóli KSÍ - Fyrri úrskurður staðfestur - 27.7.2012

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð Aga-og úrskurðanefndar varðandi leikbann þjálfara 4. flokks karla hjá KA. KA skaut málinu til Áfrýjunardómstóls KSÍ en hinn áfrýjaði úrskurður aganefndar var kveðinn upp 3. júlí 2012 þar sem Sævar Pétursson, þjálfari 4 flokks karla hjá KA, var úrskurðaður í eins mánaðar leikbann og knattspyrnudeild KA gert að greiða kr. 20.000 í fjársekt. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Þór bæði úr leik - 27.7.2012

FH og Þór léku í gærkvöldi heimaleiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Um var að ræða seinni leiki viðureignanna en íslensku liðin duttu bæði úr keppni.  Þór lék gegn tékkneska liðinu Mlada Boleslav og FH tók á móti sænska liðinu AIK á Kaplakrikavelli.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Atli Guðnason valinn bestur í umferðum 1 - 11 í Pepsi-deild karla - 27.7.2012

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri hluta Pepsi-deildar karla, þ.e. umferðir 1 - 11 og fór athöfnin fram í húsakynnum Ölgerðarinnar. Atli Guðnason úr FH var valinn besti leikmaðurinn og þjálfari hans, Heimir Guðjónsson, valinn besti þjálfarinn. Dómari umferðanna var Erlendur Eiríksson og stuðningsmenn Stjörnunnar þóttu bestu stuðningsmennirnir.

Lesa meira
 
kfr

KFR óskar eftir þjálfara fyrir yngri flokka - 25.7.2012

Knattspyrnufélag Rangæinga (KFR) óskar eftir að ráða þjálfara í 100 % starf fyrir yngri flokka félagsins frá og með nk. hausti. Menntun eða reynsla á sviði knattpyrnuþjálfunar skilyrði. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Fjölnis gegn Þrótti - 25.7.2012

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Fjölnis gegn Þrótti Reykjavík vegna leiks félaganna í 3. flokki karla, Íslandsmóti B riðli, sem fram fór 10. júlí síðastliðinn. Í úrskurðarorðum kemur fram að úrslitin í leiknum skulu standa óbreytt.

Lesa meira
 
Þórir Hákonarson

Margt framundan í fótboltanum - 25.7.2012

Mótin hafa í stórum dráttum gengið afar vel sem af er tímabili og fyrir utan þá leiki sem skipulagðir eru af KSÍ hafa verið haldin fjölmörg mót yngri iðkenda sem alltaf vekja mikla athygli og eru mikilvægur þáttur í grasrótarstarfi knattspyrnuhreyfingarinnar.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Þór leika heimaleiki sína - 25.7.2012

Tvö félög leika heimaleiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA, fimmtudaginn 26. júlí kl. 19:15. FH tekur á móti sænska liðinu AIK á Kaplakrikavelli og Þór tekur á móti Mladá Boleslav frá Tékklandi á Þórsvellinum.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR úr leik - 25.7.2012

KR er úr leik í Meistaradeild UEFA en þeir töpuðu gegn HJK Helsinki í seinni leiknum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA. Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Finnana en þeir unnu einnig fyrri leikinn og tryggðu sér því sæti í þriðju umferð forkeppninnar. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópurinn fyrir Norðurlandamótið í Færeyjum - 25.7.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur á Opna Norðurlandamótinu í Færeyjum, dagana 5. - 12. ágúst. Ísland er þar í riðli með Svíþjóð, Danmörku og U19 liði heimamanna. Fyrsti leikurinn verður gegn Svíum, mánudaginn 6. ágúst.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á vináttulandsleik Íslands og Færeyja 15. ágúst - 24.7.2012

Íslendingar taka á móti frændum sínum Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 15. ágúst, hefst kl. 19:45 og er miðasala á leikinn hafin. Þetta er lokahnykkurinn í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni HM 2014 þar sem Norðmenn verða fyrstu mótherjarnir þann 7. september á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR tekur á móti HJK Helsinki í kvöld - 24.7.2012

KR tekur á móti HJK Helsinki í kvöld í 2. umferð Meistaradeildar UEFA en þetta er seinni leikur félaganna.  Leikurinn fer fram á KR vellinum í kvöld, þriðjudaginn 24. júlí, og hefst kl. 19:15.  Finnarnir unnu fyrri leikinn örugglega á sínum heimavelli, 7 - 0. Lesa meira
 
Oliver-madur-motsins

U19 karla - Oliver valinn bestur á Svíþjóðarmótinu - 23.7.2012

Strákarnir í U19 fóru, sem kunnugt er, með sigur af hólmi á Svíþjóðarmótinu sem lauk um helgina. Auk Íslands og heimamanna léku þar Rúmenar og Norðmenn. Að loknum móti völdu mótshaldarar Oliver Sigurjónsson sem besta leikmann mótsins en hann var fyrirliði liðsins sem vann 2 leiki og gerði að lokum jafntefli við Norðmenn. Lesa meira
 
U19-karla-gegn-Svium

U19 karla - Efsta sætið á Svíþjóðarmótinu tryggt - 21.7.2012

Strákarnir í U19 gerðu í dag jafntefli í lokaleik sínum á Svíþjóðarmótinu og voru Norðmenn mótherjarnir. Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að Norðmenn höfðu leitt í leikhléi. Jafnteflið dugði íslenska liðinu til að tryggja sér efsta sætið á þessu fjögurra þjóða æfingamóti en auk ofangreindra þjóða, eru Svíar og Rúmenar þátttakendur.

Lesa meira
 
UEFA

Meistara- og Evrópudeild UEFA - Dregið í 3. umferð forkeppni - 20.7.2012

Í dag var dregið í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA. Þrjú íslensk félög eru enn í keppninni og eru möguleika FH óneitanlega hvað mestir, íslensku félaganna, á að komast áfram.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Góð úrslit hjá FH - 19.7.2012

FH og Þór voru í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í kvöld þegar félögin léku fyrri leiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Bæði félögin léku á útivelli, Hafnfirðingar í Svíþjóð en Akureyringar í Tékklandi.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Góður sigur á Svíum - 19.7.2012

Strákarnir í U19 halda áfram góðu gengi sínu á Svíþjóðarmótinu en heimamenn voru mótherjarnir í dag. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Íslendinga eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

Hópurinn kynntur hjá A og U23 landsliði kvenna - 19.7.2012

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag kynnti Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hópa hjá A og U23 landsliðum kvenna. Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Skotum í Glasgow, 4. og 5. ágúst.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið er mætir Svíum í dag - 19.7.2012

Strákarnir í U19 leika í dag sinn annan leik á Svíþjóðarmótinu og eru heimamenn mótherjar dagsins í leik sem hefst kl. 17:00.  Ísland lagði Rúmena í fyrsta leik sínum á þriðjudaginn en þá gerðu Svíar og Norðmenn jafntefli, 1 - 1.  Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Þór leika útileiki í dag - 19.7.2012

Íslensku félögin FH og Þór verða í eldlínunni í dag þegar þau leika fyrri leiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Báðir leikirnir fara fram á útivelli og hefjast kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hvenær tekur leikbann gildi? - 18.7.2012

Skrifstofu KSÍ berast alloft fyrirspurnir um það hvenær leikbönn taka gildi.  Oftast er verið að leita upplýsinga um það hvenær leikbönn vegna áminninga taka gildi.  Aðildarfélög eru hvött til að kynna sér reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál en almennt gildir að:

Lesa meira
 
Hamar

Hamar óskar eftir þjálfurum - 18.7.2012

Knattspyrnudeild Hamars í Hveragerði auglýsir eftir knattspyrnuþjálfurum fyrir yngri flokka deildarinnar.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Frábær byrjun á Svíþjóðarmótinu - 17.7.2012

Strákarnir í U19 karla hófu í dag leik á Svíþjóðarmótinu þegar þeir mættu Rúmenum. Íslenska liðið vann öruggan sigur, 4 - 1 eftir að staðan hafði verið 2 - 1 í leikhléi.  Öruggur og sannfærandi sigur hjá íslenska liðinu sem leikur aftur á fimmtudaginn þegar heimamenn í Svíþjóð verða mótherjarnir.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR leikur í Finnlandi í dag - 17.7.2012

Íslands- og bikarmeistarar KR verða í eldlínunni í dag þegar þeir mæta HJK Helsinki í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta er fyrri leikur félaganna og fer fram í Finnlandi. Seinni leikurinn verður eftir rétta viku, þriðjudaginn 24. júlí, á KR vellinum.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Króatíu - 17.7.2012

Kristinn Jakobsson verður við stjórnvölinn á leik NK Osijek frá Króatíu og Kalmar FF frá Svíþjóð sem fram fer í Osijek, fimmtudaginn 19. júlí. Þetta er fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Kristni til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson og fjórði dómari verður Gunnar Jarl Jónsson. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið er mætir Rúmenum í dag - 17.7.2012

Strákarnir í U19 verða í eldlínunni í dag þegar þeir mæta Rúmenum á Svíþjóðarmótinu en þetta er fyrsti leikur liðsins á mótinu. Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og hefur Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið sem hefur leik í dag.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-11 afhentar 27. júlí - 16.7.2012

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-11 í Pepsi-deild karla verða afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 föstudaginn 27. júlí kl. 12:00 (annan föstudag). Á þeim tímapunkti verður reyndar 12. umferðinni einnig lokið, en þessi dagsetning er valin til að forðast árekstur við þátttöku íslenskra félagsliða í UEFA-mótum.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn - Tveir undanúrslitaleikir í Garðabænum - 16.7.2012

Í dag var dregið í undanúrslitum Borgunarbikarsins í karla- og kvennaflokki og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Það er ljóst að tveir undanúrslitaleikir verða í Garðabænum, bæði í karla- og kvennaflokki.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn - Dregið í undanúrslitum karla og kvenna í dag - 16.7.2012

Það má segja að mikil eftirvænting sé í loftinu en á hádegi í dag verður dregið í undanúrslitum Borgunarbikars karla og kvenna. Dregið verður í höfuðstöðvum KSÍ kl. 12:00 og má fylgjast með drættinum á Facebooksíðu KSÍ.

Lesa meira
 
Open-Nordic

U16 kvenna - Góður sigur á Dönum - 14.7.2012

Stelpurnar í U16 unnu góðan sigur á stöllum sínum frá Danmörku í morgun en leikið var um 7. sæti á Opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Noregi. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland og komu bæði mörkin í fyrri hálfleiknum. Ísland hafnaði því í 7. sæti á mótinu.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Enski dómarinn Andy Davies starfar á þremur leikjum - 13.7.2012

Enski dómarinn Andy Davies mun á næstu dögum starfa á þremur leikjum í íslensku deildarkeppninni. Hann mun dæma leiki Víkings Ólafsvíkur og KA sem og Fjölnis og Hauka sem fer fram 17. júlí.  Einnig verður hann aðstoðardómari á leik ÍBV og Fram í Pepsi-deild karla 15. júlí.  Þessi verkefni eru liður í samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambanda Íslands og Englands.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Þór áfram - 13.7.2012

Þrjú íslensk félög voru í eldlínunni í gærkvöldi í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA. FH og Þór komust áfram í 2. umferð en ÍBV féll úr leik eftir framlengdan leik í Vestmannaeyjum.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Leikið í 8 liða úrslitum í kvöld - 13.7.2012

Í kvöld, föstudagskvöldið 13. júlí, verður leikið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og eru allir fjórir leikirnir á dagskránni í kvöld. Til mikils er að vinna, sæti í undanúrslitum en dregið verður í undanúrslitum, karla og kvenna, mánudaginn16. júlí.

Lesa meira
 
U16-gegn-Frokkum

U16 kvenna - Frakkarnir reyndust sterkari - 12.7.2012

Stelpurnar í U16 töpuðu lokaleik sínum í riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins sem fram fer í Noregi. Frakkar voru mótherjarnir og fór þeir með sigur af hólmi, 4 - 0, eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í leikhléi.  Ísland leikur gegn Dönum á laugardaginn um 7. sætið.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna - Sandra María valin best í fyrstu 9 umferðunum - 12.7.2012

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir fyrstu níu umferðirnar í Pepsi-deild kvenna og fór athöfnin fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Sandra María Jessen úr Þór/KA var valin besti leikmaður umferðanna og þjálfari hennar, Jóhann Kristinn Gunnarsson, var valinn besti þjálfarinn Lesa meira
 
Evrópudeildin

Íslensk lið í eldlínunni í Evrópudeild UEFA - 12.7.2012

Þrjú íslensk félög verða í eldlínunni í kvöld í Evrópudeild UEFA og er um að ræða síðari leiki félaganna í fyrstu umferð undankeppninnar. Tveir leikjanna verða hér á landi, á Akureyri og í Vestmannaeyjum en FH leikur í Liechtenstein.

Lesa meira
 
U16-gegn-Svithjod

U16 kvenna - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 12.7.2012

Stelpurnar í U16 leika síðasta leik sinn í riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins í dag þegar þær mæta Frökkum og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar sunnudaginn 15. júlí - 11.7.2012

Sunnudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Mikið að gera hjá dómurum - 10.7.2012

Íslenskir dómarar fara mikinn þessa dagana á erlendri grundu en margir eru við störf þessa dagana.  Alls eru 11 íslenskir dómarar að dæma erlendis þessa dagana og líklega bætist við þann hóp á næstu dögum.

Lesa meira
 
U16-gegn-Svithjod

U16 kvenna - Tap í kaflaskiptum leik gegn Svíum - 10.7.2012

Stelpurnar í U16 töpuðu í dag gegn sænskum stöllum sínum en þetta var annar leikur liðsins á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Lokatölur urðu 0 - 1 fyrir Svía eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Lokaleikur Íslands verður svo gegn Frökkum, fimmtudaginn 12. júlí.

Lesa meira
 
Geir-fyrir-austan

Stjórn KSÍ fundar á Egilsstöðum - 10.7.2012

Stjórn KSÍ er stödd á Austurlandi þar sem haldinn verður stjórnarfundur á Egilsstöðum í dag. Stjórnarmenn nýta tækifærið og funda með aðildarfélögum á Austurlandi auk þess sem skoðuð eru vallarmannvirki á svæðinu.

Lesa meira
 
Open-Nordic

U16 kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum - 10.7.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í dag á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Ísland tapaði gegn Finnum í fyrsta leiknum, 0 - 1, en Svíar unnu Frakka í sínum fyrsta leik með sömu markatölu.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn sem fer á Svíþjóðarmótið - 9.7.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hópinn sem fer til Svíþjóðar og leikur þar á Svíþjóðarmótinu. Mótið fer fram dagana 17. - 21. júlí og verða mótherjarnir, auk heimamanna, frá Rúmeníu og Noregi. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Níunda umferð Pepsi-deildar kvenna - 9.7.2012

Níunda umferð Pepsi-deildar kvenna verður leikin á mánudag og þriðjudag og verður deildin þar með hálfnuð. Fyrri helmingurinn verður svo gerður upp í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu á fimmtudag. Lesa meira
 
U16-kvenna-byrjunarlidid

U16 kvenna - Naumt tap gegn Finnum - 9.7.2012

Stelpurnar í U16 léku sinn fyrsta leik í dag á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Mótherjarnir voru frá Finnlandi og höfðu þær finnsku betur, 0 - 1, og kom markið í fyrri hálfleik.  Næsti leikur liðsins á mótinu er strax á morgun, þriðjudag, en þá verður leikið við Svía.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn - 8 liða úrslitum karla lýkur í kvöld - 9.7.2012

Átta liða úrslitum Borgunarbikars karla lýkur í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Fram í Garðabænum og hefst leikurinn kl. 19:15. KR, Grindavík og 1. deildarlið Þróttar hafa tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Á föstudaginn verður svo leikið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna.

Lesa meira
 
Open-Nordic

U16 kvenna - Byrjunarliðið gegn Finnum - 9.7.2012

Stelpurnar í U16 hefja í dag leik á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Fyrsti leikurinn verður gegn Finnum og hefst hann kl. 12:45 að íslenskum tíma. Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Birna og Bríet dæma á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna - 8.7.2012

Stelpurnar í U16 landsliðinu eru ekki einu fulltrúar Íslands á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Tveir íslenskir dómarar eru þar einnig en þetta eru þær Birna Bergstað Þórmundsdóttir og Bríet Bragadóttir.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 kvenna - Breyting á hópnum - 5.7.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum hjá U16 kvenna en liðið leikur á Opna Norðurlandamótinu í Noregi sem hefst 9. júlí. Úlfar hefur valið Esther Rós Arnarsdóttur úr Breiðabliki í hópinn í stað Hrefnu Þ. Leifsdóttur.

Lesa meira
 
Hamarshollin

Tekið höndum saman - 5.7.2012

Hvergerðingar hafa staðið í stórræðum en vinna við Hamarshöllina er nú í fullum gangi. Um er að ræða "uppblásið" íþróttahús þar sem m.a. verður að finna hálfan knattspyrnuvöll ásamt annarri íþróttaaðstöðu.

Lesa meira
 
Hvolsvollur-lofmynd

Frá KFR í landsliðið - 5.7.2012

Þrír leikmenn sem valdir hafa verið í U16 ára landslið kvenna sem tekur þátt í Opna Norðurlandamótinu í Noregi nú í júlí hófu knattspyrnuferil sinn með yngri flokkum KFR, en þetta eru þær Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Katrín Rúnarsdóttir. Bergrún og Hrafnhildur leika núna með ÍBV en Katrín með Selfossi.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin 2012

Viðurkenningar fyrri helmings Pepsi-deildar kvenna afhentar 12. júlí - 5.7.2012

Líkt og undanfarin ár verða veittar viðurkenningar fyrir mótshluta í Pepsi-deildum karla og kvenna. Afhending viðurkenninga fyrir umferðir 1-9 í Pepsi-deild kvenna (fyrri helming) fer fram í Ölgerðinni fimmtudaginn 12. júlí kl. 12:00. Lesa meira
 
Karl Guðmundsson

Karl Guðmundsson - Minning - 4.7.2012

Knattspyrnuhreyfingin minnist við andlát Karls Guðmundssonar félaga sem tengdist leiknum ævilangt, fyrst innan vallar en síðan með áratuga starfi einkum við þjálfun og fræðslustörf. Þáttur Karls í uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu er stór og knattspyrnuhreyfingin á honum margt að þakka.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið upp um tvö sæti á FIFA-listanum - 4.7.2012

A landslið karla er í 129. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og hækkar um tvö sæti frá því í síðasta mánuði. Evrópuþjóðir eru áberandi í efstu sætum listans og eru 8 af 10 efstu þjóðunum aðilar að UEFA, hinar tvær þjóðirnar eru Suður-amerískar.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Leikið í Kaplakrika og Dyflinni - 3.7.2012

Íslensk félagslið verða í eldlínu Evrópudeildar UEFA á fimmtudag. Tvö af okkar liðum, ÍBV og Þór leika gegn írskum liðum í Dyflinni, en FH-ingar leika á heimavelli í Kaplakrika. Allir leikirnir eru í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Lesa meira
 
EURO 2012

100 milljónir evra til evrópskra félagsliða - 2.7.2012

Um það bil 580 knattspyrnufélög í öllum aðildarlöndum UEFA munu fá skerf af þeim fjármunum sem UEFA hefur aflað með úrslitakeppni EM sem lauk nýlega.  Þetta þýðir að þau félög sem áttu leikmenn í landsliðshópum Íslands í leikjum í undankeppninni fá greiðslur.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Dregið í 8-liða úrslit Borgunarbikars kvenna - 2.7.2012

Í hádeginu í dag, mánudag, var dregið í 8-liða úrslita Borgunarbikars kvenna. Ljóst er að um hörkuviðureignir verður að ræða í þessum leikjum, sem fara allir fram 13. júlí. Fyrsta liðið upp úr pottinum var bikarmeistaralið Vals, sem fékk heimaleik á móti FH. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Íslendingar í eftirlitsstörfum fyrir UEFA - 2.7.2012

Fjölmargir leikir eru framundan í Evrópudeild og Meistaradeild UEFA og verða íslenskir dómaraeftirlitsmenn og eftrlitsmenn virkir þátttakendur. Þrír Íslendingar verða við störf á þessum leikjum.

Lesa meira
 
Stjörnuvöllur

Leikvangar sem bera nafn kostunaraðila - 2.7.2012

Það hefur færst í aukana síðustu ár að gerðir séu samstarfssamningar milli íþróttafélaga og fyrirtækja um að leikvangar beri nöfn kostunaraðila, og hefur sú þróun átt sér stað í knattspyrnunni um gjörvalla Evrópu.  Ísland er engin undantekning í þessum málum.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög