Fréttir

Sportmyndir_30P4852

Pepsi-deildin aftur af stað eftir bikarhlé - 29.6.2012

Pepsi-deild karla fer aftur af stað um helgina eftir smá hlé þegar leikið var í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Fyrsti leikur 9. umferðar fer fram í kvöld, föstudagskvöld, þegar Valsmenn sækja Vestmannaeyinga heim á Hásteinsvöll.  Öll liðin sem leika í Evrópudeild UEFA í næstu viku eiga leiki um helgina. Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur Hjaltalín dæmir í Evrópudeildinni - 29.6.2012

UEFA hefur tilnefnt Þórodd Hjaltalín sem dómara á viðureign welska liðsins Llanelli AFC og KuPS Kuopio frá Finnlandi. Leikurinn, sem fram fer í Llanelli í Wales, er í forkeppni Evrópudeildar UEFA og fer fram 12. júli næstkomandi.

Lesa meira
 
Fylkir

Þjálfari Fylkis áminntur vegna ummæla - 28.6.2012

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 26. júní 2012 var samþykkt að áminna Jón Pál Pálmason þjálfara Fylkis vegna ummæla hans í fjölmiðlum eftir leik Fylkis og Vals í Pepsi-deild kvenna sem fram fór 11. júní og sekta jafnframt Knattspyrnudeild Fylkis um kr. 25.000 vegna ummælanna.

Lesa meira
 
Úr fyrsta leik Íslandsmótsins 1912 -

100 ár frá fyrsta leik í Íslandsmóti! - 28.6.2012

Í dag, 28. júní, eru liðin nákvæmlega 100 ár frá fyrsta leiknum sem fram fór í Íslandsmóti í knattspyrnu. Þennan dag árið 1912 mættust Fram og KR, sem þá hét reyndar Fótboltafélag Reykjavíkur, í kappleik á Melavellinum. Í þessu fyrsta Íslandsmóti lék einnig lið Eyjamanna, sem þá hét KV (Knattspyrnufélag Vestmannaeyja).

Lesa meira
 
Fulltrúar Triple Double og UEFA

Átak UEFA í markaðsmálum kvennaknattspynu - 28.6.2012

Dagana 24. til 26. júní voru staddir hér á landi fulltrúar UEFA og hollenska ráðgjafarfyrirtækisins Triple Double. Heimsóknin var í tengslum við nýtt verkefni á vegum UEFA sem miðar að því að styðja við knattspyrnusambönd í uppbyggingu og styrkingu markaðs- og kynningarstarfs í deildarkeppni í aðildarlöndum UEFA.

Lesa meira
 
Jóhann Gunnar Guðmundsson

Jóhann Gunnar aðstoðardómari í úrslitakeppni EM U19 karla - 28.6.2012

Jóhann Gunnar Guðmundsson hefur verið tilnefndur af UEFA sem einn af átta aðstoðardómurum í úrslitakeppni EM U19 landsliða karla, sem fram fer í Eistlandi dagana 3. til 15. júlí.  Jóhann Gunnar, sem er 34 ára gamall, hefur verið FIFA-aðstoðardómari síðan 2008.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

16-liða úrslit Borgunarbikars kvenna næstu daga - 28.6.2012

Næstu daga fara fram 16-liða úrslit Borgunarbikars kvenna og er fyrsti leikur á dagskrá í dag, fimmtudag, þegar Breiðablik sækir ÍBV heim til Vestmannaeyja. Fjórir leikir fara svo fram á föstudag og þrír á laugardag. Það er óhætt að segja að leikirnir í 16-liða úrslitum fari fram víðs vegar um landið, því leikið er í sjö sveitarfélögum.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Frá dómaranefnd - Um túlkun á ákvæði 12. greinar - 27.6.2012

Borið hefur á misskilningi um túlkun ákvæðis 12. greinar knattspyrnulaganna.  Að gefnu tilefni skal áréttað varðandi þetta ákvæði laganna að leikmaður telst einungis "spyrna" knettinum sé snertingin við knöttinn með fæti leikmannsins (þ.e. frá ökkla og niður). Lesa meira
 
Julius-markvordur

Bók um markmannsþjálfun - 27.6.2012

Fræðsludeild KSÍ vill vekja athygli nýrri bók sem FIFA hefur gefið út um markmannsþjálfun. Bókin inniheldur allt sem viðkemur þjálfun markvarða, allt frá grunnatriðum markmanns og markmannsþjálfunar upp í æfingar fyrir börn, unglinga og fullorðna. Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Meistaradeild UEFA - 27.6.2012

Þorvaldur Árnason mun dæma seinni leik SP Tre Penne frá San Marínó og F91 Dudelange frá Luxemborg en leikurinn er í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA. Leikið verður í San Marínó og Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Frosti Viðar Gunnarsson. Fjórði dómari verður svo Erlendur Eiríksson.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Bikarmeistararnir til Eyja - 27.6.2012

Í dag, miðvikudag, var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ. Núverandi bikarmeistarar, KR, halda til Vestmannaeyja og bæði 1. deildar félögin sem eftir eru í keppninni fengu heimaleik.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Dregið í 8 liða úrslitum í dag - 27.6.2012

Í dag verður dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu. Síðustu leikir 16 liða úrslita kláruðust í gærkvöldi og tryggðu þá bikarmeistarar KR og 1. deildarlið Víkings sér sæti í 8 liða úrslitum. Fyrir í pottinum voru 1. deildarlið Þróttar ásamt Grindavík, ÍBV, Fram, Stjörnunni og Selfoss.

Lesa meira
 
Keflavík

Úrskurður í máli Tindastóls gegn Keflavík - 27.6.2012

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Tindastóls gegn Keflavík vegna leiks félaganna í 3. flokki kvenna, Íslandsmóti B2 deild, sem fram fór laugardaginn 2. júní 2012. Í úrskurðarorðum kemur m.a. fram að úrslitum er breytt og Tindastóli dæmdur 0-3 sigur í leiknum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Markmannsskóli drengja 29. júní - 1. júlí - Dagskrá og listi þátttakenda - 25.6.2012

Markmannsskóli drengja fer fram á Akranesi 29. júní - 1. júlí. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið, Þjóðbraut 13 Akranesi.  Skólastjóri er Halldór Björnsson og aðstoðarskólastjóri er Lúðvík Gunnarsson

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Mótherjar íslensku liðanna - 25.6.2012

Í dag, mánudag, var dregið í fyrstu tvær umferðirnar í undankeppni Evrópudeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Þrjú íslensk félög voru í pottinum, FH, ÍBV og Þór.  Fyrri leikirnir fara fram 5. júlí en þeir síðari 12. júlí.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR mætir HJK Helsinki - 25.6.2012

Í dag, mánudag, var dregið í fyrstu umferðir í undankeppni Meistaradeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA. Íslandsmeistarar KR drógust gegn HJK Helsinki frá Finnlandi en þessi félög koma beint inn í aðra umferð. Fyrri leikurinn verður í Finnlandi 17. - 18. júlí en sá síðari á KR vellinum 24. - 25. júlí.

Lesa meira
 
KÞÍ

Frá Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands - 25.6.2012

Stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) minnir okkur alla á það að við erum leikmönnum okkar og nánasta umhverfi fyrirmyndir að háttvísi í þátttöku okkar í knattspyrnuleikjum og í umfjöllun um þá. Nú er tími fjölmennra knattspyrnumóta og á þessi áminning við um alla þá fjölmörgu þjálfara sem taka þar þátt sem og þjálfara eldri flokka sem standa í eldlínunni. Lesa meira
 
UEFA

Dregið í dag í Meistaradeild og Evrópudeild UEFA - 25.6.2012

Í dag verður dregið í fyrstu umferðum Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA og er dregið í höfuðstöðvum UEFA. Fjögur íslensk félög eru í pottinum, KR í Meistaradeildinni og FH, ÍBV og Þór í Evrópudeild UEFA.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Öruggur íslenskur sigur í Lovech - 21.6.2012

Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur á Búlgörum í dag í undankeppni EM en leikið var í Lovech. Lokatölur urðu 0 – 10 eftir að íslenska liðið hafði leitt með þremur mörkum í leikhléi. Liðið er því komið á topp riðilsins að nýju.

Lesa meira
 
Open-Nordic

U16 kvenna - Hópurinn valinn fyrir Norðurlandamótið í Noregi - 21.6.2012

Nýráðinn landsliðsþjálfari U17 kvenna, Úlfar Hinriksson, hefur valið hópinn sem tekur þátt á Opna Norðurlandamótinu sem fer fram í Noregi dagana 9. - 14. júlí. Ísland er þar í riðli með Finnum, Frökkum og Svíum.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

Ísland mætir Búlgaríu - Byrjunarliðið tilbúið - 21.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Búlgörum í dag kl. 15:00. Leikurinn er liður í undankeppni EM og fer fram í borginni Lovech í Búlgaríu. Hægt er að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Ísland mætir Búlgaríu í dag kl. 15:00 - 21.6.2012

Íslenska kvennalandsliðið mætir stöllum sínum frá Búlgaríu í dag í undankeppni EM og verður leikið í Lovech í Búlgaríu. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á heimasíðu UEFA. 

Lesa meira
 
Gudni-og-konurnar

Guðni og konurnar - 20.6.2012

Eins og vonandi flestum er kunnugt þá var kvenréttindadagurinn í gær, 19. júní, en þá voru 97 ár síðan að konur fengu kosningarétt til Alþingis.  Þessi kvenréttindadagur var ofarlega í huga Guðna Kjartanssonar í Búlgaríu og kom hann færandi hendi með bleikar rósir. Lesa meira
 
Bulgaria

Stelpurnar mæta Búlgörum - Viðtal við Sigurð Ragnar - 20.6.2012

Íslenska kvennalandsliðið er í Búlgaríu þar sem liðið undirbýr sig nú undir mikilvægan leik gegn heimastúlkum í undankeppni EM. Fer leikurinn fram í Lovech, fimmtudaginn 21. júní og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Heimasíðan heyrði í Sigurði Ragnari Eyjólfssyni á milli æfinga.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar um helgina hjá U17 karla - 18.6.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 34 leikmenn til úrtaksæfinga sem fram fara um komandi helgi. Æfingarnar verða á gervigrasinu fyrir utan Kórinn, laugardag og sunnudag.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Markmannsskóli stúlkna á Akranesi - Dagskrá - 18.6.2012

Hér að neðan má finna upplýsingar um Markmannsskóla stúlkna á Akranesi 22. - 24. júní. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið, Þjóðbraut 13, Akranesi.  Skólastjóri er Mist Rúnarsdóttir og aðstoðarskólastjóri er Daði Rafnsson en kunnir markmannsþjálfarar sjá um kennslu.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Stelpurnar farnar til Búlgaríu - 18.6.2012

Kvennalandsliðið hélt í morgun til Búlgaríu þar sem leikið verður við heimastúlkur í undankeppni EM á fimmtudaginn. Leikið verður í Lovech í Búlgaríu og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A kvenna - Öruggur sigur á Ungverjum - 16.6.2012

Íslenska kvennalandsliðið vann góðan sigur á Ungverjum í undankeppni EM en leikið var á Laugardalsvelli í dag. Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Ísland og leiddu stelpurnar með tveimur mörkum í leikhléi.  Búlgarir eru næstu mótherjar íslenska liðsins og fer leikurinn fram fimmtudaginn, 21. júní.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

Ísland - Ungverjaland - Byrjunarlið Íslands tilbúið - 16.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið gegn Ungverjum í leik sem er liður í undankeppni EM. Leikið er á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní, og hefst leikurinn kl. 16:00.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Ísland - Ungverjaland á laugardaginn - Allir á völlinn! - 15.6.2012

Stelpurnar taka á móti Ungverjum í undankeppni EM, laugardaginn 16. júní, á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst kl. 16:00 og er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið.  Það er því ljóst að stelpurnar munu spila til sigurs því möguleikinn á sæti í úrslitakeppni EM 2013 er mikill. Stuðningur áhorfenda getur því skipt sköpum á Laugardalsvelli á laugardaginn því mikið er í húfi.

Lesa meira
 
Hlin-Gunnlaugsdottir

A kvenna - Hlín Gunnlaugsdóttir í hópinn - 15.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Ungverjum og Búlgörum í undankeppni EM. Hlín Gunnlaugsdóttir úr Breiðabliki kemur inn í hópinn í stað Soffíu Gunnarsdóttur sem á við meiðsli að stríða. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Fyrri sumarfundur Pepsídeildardómara - 15.6.2012

Fyrri sumarfundur landsdómara var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Eins og undanfarin ár var fundurinn nýttur til þess að fara yfir ýmis atvik úr leikjum, skoða það sem vel var gert og það sem betur má fara. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Ungverjaland - Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja - 14.6.2012

Frítt verður inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á landsleik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM kvenna. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní og hefst kl. 16:00. Með því að framvísa viðeigandi skírteinum geta ellilífeyrisþegar og öryrkjar komist frítt inn Lesa meira
 
Icelandair

Hittir einhver markslána í hálfleik á laugardag? - 13.6.2012

Í hálfleik á viðureign Íslands og Ungverjalands á laugardag munu þrír heppnir vallargestir fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri en skemmtilegri þraut. Þrautin felst í því að spyrna knetti frá vítateigsboganum með það fyrir augum að hitta þverslána og vinna þannig ferð fyrir tvo til útlanda með Icelandair!

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Facebook, Twitter og aðrir samfélagsvefir - 13.6.2012

Það færist stöðugt í aukana að leikmenn, þjálfarar og aðrir fulltrúar knattspyrnunnar tjái sig um knattspyrnutengd málefni á samskiptavefjum eins og Twitter og Facebook, hér á landi sem erlendis.  Mönnum er oft heitt í hamsi eftir knattspyrnuleiki, jafnvel í aðdraganda þeirra. Stundum segja menn hluti sem þeir sjá eftir, og þetta getur líka gerst ef menn eru aðeins of fljótir á sér að setja færslu á samskiptavef. Lesa meira
 
Cristina-Dorcioman

Ísland - Ungverjaland - Dómarar frá Rúmeníu - 13.6.2012

Það verða dómarar frá Rúmeníu sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní og hefst kl. 16:00. Lesa meira
 
Rakel-Logadottir

A kvenna - Rakel Logadóttir kölluð inn í hópinn - 13.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert aðra breytingu á landsliðshópnum er mætir Ungverjum á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní. Rakel Logadóttir úr Val kemur inn í hópinn í stað Hallberu Guðnýjar Gísladóttur sem á við meiðsli að stríða. Lesa meira
 
Sandra María Jessen

A kvenna - Sandra María í hópinn - 13.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum sem mætir Ungverjum í undankeppni EM á laugardaginn. Sandra María Jessen úr Þór kemur inn í hópinn í stað liðsfélaga síns, Katrínar Ásbjörnsdóttur, sem er meidd.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Tap gegn Norðmönnum í Drammen - 13.6.2012

U21 landslið karla tapaði í gær gegn Norðmönnum, en liðin mættust á Marienlyst Stadion í Drammen. Norska liðið sótti mun meira í leiknum og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Sigurmarkið kom þegar aðeins um 5 mínútur voru eftir af leiknum.

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

Ráðstefna þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Augsburg - 12.6.2012

Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands hefur verið boðið að senda einn fulltrúa á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Augsburg 30. júlí - 1. ágúst í sumar. Ráðstefnan mun að mestu leyti fjalla um EURO 2012 og hvernig má yfirfæra það sem þar kemur nýtt fram, yfir í leikrænar æfingar. Lesa meira
 
U21-karla-gegn-Aserum

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Noregi - 12.6.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Norðmönnum í dag. Leikið er í Drammen, Marienlyst gervigrasvellinum sem er heimavöllur norska félagsins Strömsgodset. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og einnig er minnt á beina textalýsingu af heimasíðu UEFA.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Leikið við Noreg í dag - 12.6.2012

Strákarnir í U21 mæta Norðmönnum í dag í undankeppni EM og fer leikurinn fram í Drammen. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn

Borgunarbikarinn 2012-2013 - 11.6.2012

Borgunarbikarinn er nýtt nafn á bikarkeppnum karla og kvenna í knattspyrnu. Þetta var kynnt á blaðamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag og undirrituðu þeir Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ, Haukur Oddsson forstjóri Borgunar og Ari Edwald forstjóri 365 miðla samstarfssamning þessa efnis.
Lesa meira
 
Borgunarbikarinn

Dregið í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla og kvenna - 11.6.2012

Í hádeginu í dag, mánudag, var dregið í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla og kvenna. Ýmsir áhugaverðir leikur komu upp í drættinum. Ríkjandi kvennabikarmeistarar Vals fara austur og leika við Hött á Egilsstöðum.  Stórleikur 16-liða úrslita karla er þó væntanlega viðureign Íslands- og bikarmeistara KR og Breiðabliks í Frostaskjóli.

Lesa meira
 
756e3d3a-d65a-45fe-b544-a3d04365141c_L

A kvenna - Miðasala hafin á Ísland-Ungverjaland - 11.6.2012

Stelpurnar taka á móti Ungverjum í undankeppni EM, laugardaginn 16. júní, á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst kl. 16:00 og er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið.  Miðasala á leikinn er hafin og er miðaverð á leikinn 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli drengja 2012 - Dagskrá - 11.6.2012

Knattspyrnuskóli karla 2012 fer fram að Laugarvatni 18. - 22. júní næstkomandi. Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1998.

Lesa meira
 
borgun

Borgunarbikarinn - Dregið í 16 liða úrslitum í dag - 11.6.2012

Í hádeginu í dag, mánudaginn 11. júní, verður dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna og verður dregið í höfuðstöðvum KSÍ. Einn leikur er þó eftir í 32 liða úrslitum hjá körlunum en Víkingur Ólafsvík og ÍBV mætast á morgun. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Sandra valin í hópinn - 8.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið Söndru Sigurðardóttur úr Stjörnunni í hópinn fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Búlgaríu. Sandra kemur í stað Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem á við meiðsli að stríða.

Lesa meira
 
U17kv2002-0006

U16 kvenna - Undirbúningsæfingar fyrir Norðurlandamót - 8.6.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt æfingahóp fyrir Norðurlandamótið sem fer í Noregi í júlí. Úlfar velur 33 leikmenn fyrir þessar æfingar sem fara fram 15. og 16. júní.

Lesa meira
 
31a6e874-5f23-4cd0-a152-90fbe896f949_L

A kvenna - Hópurinn fyrir leiki gegn Ungverjum og Búlgörum valinn - 7.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 22 leikmenn í landsliðshóp sinn er mætir Ungverjum og Búlgörum síðar í þessum mánuði. Leikið verður við Ungverja á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní en við Búlgari í Lovech, fimmtudaginn 21. júní.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Andri og Arnór koma inn í hópinn - 6.6.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert tvær breytingar á hópnum sem mætir Noregi í undankeppni EM en leikið verður í Drammen, þriðjudaginn 12. júní. Inn í hópinn koma þeir Andri Adolpsson úr ÍA og Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík.

Lesa meira
 
EURO 2012

Geir eftirlitsmaður UEFA í Varsjá - 6.6.2012

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leikjum úrslitakeppni EM sem fram fara í Varsjá. Alls verða leiknir fimm leikir í Varsjá, þeirra á meðal opnunarleikur keppninnar og annar undanúrslitaleikurinn. Þá má einnig geta þess að Lars Lagerbäck, verður í tækninefnd UEFA sem fylgist með úrslitakeppninni.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar í Pepsi-deildum karla og kvenna 2012 - 6.6.2012

Líkt og undanfarin ár verða veittar viðurkenningar fyrir fyrri helming og seinni helming í Pepsi-deildum karla og kvenna.  Settar hafa verið upp sérstakar valnefndir og ræður einfaldur fjöldi atkvæða niðurstöðunni í hvert sinn varðandi lið umferðanna, besta leikmann, þjálfara dómara og bestu stuðningsmenn.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið stendur í stað - 6.6.2012

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í morgun, er karlalandslið Íslands í 131. sæti listans og stendur í stað frá því að síðasti listi var gefinn út. Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti en Uruguay veltir Þjóðverjum úr öðru sæti listans.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Svekkjandi tap á KR vellinum - 5.6.2012

Strákarnir í U21 biðu lægri hlut gegn Aserum í undankeppni EM í kvöld en leikið var á KR vellinum. Lokatölur urðu 1 - 2 gestunum í vil eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi. Sigurmark Asera kom í uppbótartíma.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Aserum - 5.6.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Aserum í kvöld á KR velli kl. 19:15. Leikurinn er í undankeppni EM en Aserar höfðu betur þegar þessar þjóðir mættust ytra í febrúar á þessu ári.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Aserbaídsjan - 5.6.2012

Ísland og Aserbaídsjan mætast í kvöld í undankeppni EM U21 karla og hefst leikurinn kl. 19:15 á KR velli. Miðaverð á leikinn er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Einnig er frítt inn fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega og geta þeir framvísað viðeigandi skírteinum við innganginn. Handhafar A skírteina geta einnig framvísað skírteinum við innganginn. Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Litháen - 4.6.2012

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Litháen og Úkraínu í undankeppni EM U21 karla. Leikurinn fer fram í Kauna í Litháen og Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Áskell Gíslason. Fjórði dómari er Þóroddur Hjaltalín.

Lesa meira
 
borgun

Borgunarbikarinn í knattspyrnu - 4.6.2012

Samkomulag hefur náðst á milli 365 miðla, KSÍ og Borgunar um það að Bikarkeppnin í knattspyrnu muni nefnast Borgunarbikarinn næstu tvö keppnistímabil.  Mun því bikarkeppnin bera nafn Borgunar en framundan í vikunni eru ákaflega áhugaverðir leikir í 2. umferð Borgunarbikars kvenna og 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

Sigurður Ragnar sá landsliðskonur í Svíþjóð - 4.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, var um helgina um Svíþjóð þar sem hann fylgdist með nokkrum landsliðskonum leika í sænsku úrvalsdeildinni. Framundan hjá kvennalandsliðinu er hörkubarátta um sæti í EM 2013 og er næsta verkefni hér á Laugardalsvelli þegar tekið verður á móti Ungverjum. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Ísland tekur á móti Aserbaídsjan - 4.6.2012

Strákarnir í U21 taka á móti Aserum á KR velli og fer leikurinn fram þriðjudaginn 5. júní og hefst kl. 19:15. Leikurinn er liður í undankeppni EM en íslenska liðið er sem stendur í neðsta sæti riðilsins með 3 stig eftir fimm leiki. Aserar eru sætinu yfir ofan, hafa 4 stig eftir fimm leiki.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 7. júní - 4.6.2012

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 7. júní kl. 19:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Knattspyrnuskóli stúlkna 2012 - Dagskrá - 1.6.2012

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1998. Mæting er stundvíslega kl. 13:30 mánudaginn 11. júní á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli. Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandsliðið í 17. sæti - 1.6.2012

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í dag, er íslenska kvennalandsliðið í 17. sæti og fellur niður um 2 sæti frá síðasta lista. Litlar breytingar eru á milli lista og eru Bandaríkin á toppnum en Þjóðverjar skammt á eftir.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög