Fréttir

Knattspyrnusamband Íslands

Polla- og Hnátumót 2012 - Staðfestir leikdagar - 30.5.2012

Leikdagar í Polla og Hnátumótum hafa nú allir verið staðfestir á heimasíðu KSÍ. Úrslitakeppni NL/AL fer fram 18. – 19. ágúst. Úrslitakeppni SV-lands fer fram helgina 25. – 26. ágúst.  Athugið að breytingar hafa orðið á leikdögum og eins hafa átt sér stað tímabreytingar frá því að fyrri drög voru send út. 

Lesa meira
 
A landslið karla

Tap á Gamla Ullevi - 30.5.2012

Íslendingar töpuðu 3 - 2 fyrir Svíum í vináttulandsleik sem fram fór á Gamla Ullevi vellinum í Gautaborg í kvöld. Staðan í leikhléi var 2 - 1 fyrir Svía sem skoruðu tvö mörk á fyrstu 14 mínútum leiksins. Kolbeinn Sigþórsson og Hallgrímur Jónasson skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Byrjunarliðið gegn Svíum í kvöld - 30.5.2012

A landslið karla mætir Svíum í vináttulandsleik á Gamla Ullevi í Gautaborg kl. 18:15 að íslenskum tíma í dag, miðvikudag. Byrjunarlið Íslands hefur verið tilkynnt og eru gerðar tvær breytingar frá leiknum við Frakka á dögunum.  Leikaðferðin er sem fyrr 4-4-2.

Lesa meira
 
Blaðamannafundur - A landslið karla gegn Frakklandi og Svíþjóð

Ísland mætir Svíþjóð í kvöld - 30.5.2012

Karlalandsliðið leikur í kvöld vináttulandsleik gegn Svíum og verður leikið á Gamla Ullevi vellinum í Gautaborg. Leikurinn hefst kl. 18:15 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst kl. 18:05.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

Frá blaðamannafundi á Gamla Ullevi - 29.5.2012

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, sat fyrir svörum fulltrúa fjölmiðla á blaðamannafundi á Gamla Ullevi leikvanginum í Gautaborg.  „Það er svolítið sérstakt fyrir mig að vera við stjórnvölinn á landsliði sem er að leika gegn Svíþjóð, en þetta er mjög spennandi verkefni og verður góð prófraun fyrir okkur."

Lesa meira
 
Mynd-afhending-neydartosku-1

Hjartastuðtæki og neyðarsjúkratöskur - 29.5.2012

Landslið Íslands munu því framvegis ferðast með hjartastuðtæki og fullbúnar neyðarsjúkratöskur ásamt hefðbundnum sjúkrabúnaði í öll sín verkefni, innanlands sem erlendis.

Lesa meira
 
A landslið karla

Naumt tap í Valenciennes - 27.5.2012

Karlalandsliðið tapaði naumlega gegn Frökkum í kvöld í vináttulandsleik sem fram fór í Valenciennes. Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Frakka eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi, 0 - 2. Frakkar skoruðu tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggðu sér þar með sigur.

Lesa meira
 
A landslið karla

Byrjunarlið Íslands í Valenciennes - 27.5.2012

Byrjunarlið Íslands í vináttuleiknum gegn Frökkum á Stade de Hainaut leikvanginum í Valenciennes hefur verið opinberað. Það þarf ekki að koma á óvart að Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, stilli upp í leikkerfið 4-4-2, enda hefur hann gefið það út að í grunninn sé það sú leikaðferð sem hann vilji helst alltaf leika.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frakkland - Ísland í kvöld kl. 19:00 - 27.5.2012

Íslendingar mæta Frökkum í vináttulandsleik í kvöld, sunnudaginn 27. maí og hefst leikurinn kl. 19:00. Þetta er 11 skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en leikið verður í Valenciennes í Frakklandi.  Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingn kl 18:50.

Lesa meira
 
Blaðamannafundur fyrir Frakkland-Ísland

Frá blaðamannafundi í Valenciennes - 25.5.2012

A landslið karla er nú statt í Frakklandi þar sem það undirbýr sig fyrir vináttulandsleik við Frakka í Valenciennes. Á blaðamannafundi á Stade de Hainaut leikvanginum, þar sem leikurinn fer fram á sunnudaginn, sátu þjálfari íslenska liðsins og tveir leikmenn fyrir svörum franskra blaðamanna.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Hópurinn fyrir leiki gegn Aserum og Norðmönnum - 25.5.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Aserum og Norðmönnum í undankeppni EM. Leikið verður gegn Aserum á KR velli, þriðjudaginn 5. júní kl. 19:15 og gegn Norðmönnum í Drammen viku síðar.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Tveir leikir færðir til - 25.5.2012

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að færa til tvo leiki í Pepsi-deild karla en um er að ræða leik ÍBV og Stjörnunnar í 6. umferð og leik Stjörnunnar og Vals í 7. umferð Pepsi- deildar karla. Leikirnir verða því eftirfarandi:

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 31. maí - 25.5.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.

Lesa meira
 
Mynd-afhending-neydartosku-1

KSÍ kaupir hjartastuðtæki og fullbúnar neyðarsjúkratöskur - 25.5.2012

Vegna hertra reglna UEFA um öryggismál landsliða í knattspyrnu festi KSÍ nýverið kaup á Lifepak CR Plus sjálfvirkum hjartastuðtækjum og Sport Promote sjúkratöskum með endurlífgunar- og fyrstu hjálparbúnaði frá Á.Hr ehf.  Landslið Íslands munu því framvegis ferðast með hjartastuðtæki og fullbúnar neyðarsjúkratöskur Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Bikarkeppni KSÍ - Konurnar hefja leik í kvöld - 23.5.2012

Í kvöld, miðvikudaginn 23. maí, hefst Bikarkeppni KSÍ kvenna með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo á morgun þegar Snæfellsnes tekur á móti Tindastóli á Grundarfjarðarvelli. Leikir kvöldsins hefjast allir kl. 20:00. Lesa meira
 
Hjalmar-Jonsson

Hjálmar ekki með gegn Frökkum og Svíum - 22.5.2012

Hjálmar Jónsson, leikmaður Gautaborgar, verður ekki með í vináttulandsleikjunum gegn Frökkum og Svíum sem fram fara 27. og 30. maí. Hjálmar þarf að draga úr hópnum vegna meiðsla. Ekki hefur verið kallaður inn nýr maður í hans stað. Lesa meira
 
Jóhann Berg Guðmundsson sækir að marki Andorra á Laugardalsvellinum 2010

A karla - Leikið við Andorra 14. nóvember - 21.5.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Andorra hafa komið sér saman um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Andorra 14. nóvember næstkomandi. Þessi leikur er hluti af samkomulagi knattspyrnusambandanna sem fól einnig í sér vináttulandsleik á Laugardalsvelli sem fram fór árið 2010

Lesa meira
 
UEFA

Luku 30 eininga háskólanámi á vegum UEFA - 21.5.2012

Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, og Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, luku nýlega 30 eininga háskólanámi í knattspyrnusértækri viðburðastjórnun. Námið, sem er diplomanám, er á vegum UEFA og er stýrt af IDHEAP menntastofnuninni, sem er hluti af háskólanum í Lausanne.

Lesa meira
 
Special-Olympics-2012

Fjör á Íslandsleikunum - 18.5.2012

Íslandsleikarnir voru samstarfsverkefni Knattspyrnusambands Íslands og knattspyrnufélagsins Víkings og fóru fram í tengslum við Evrópuviku UEFA og Special Olympics í Evrópu. Sex lið tóku þátt í mótinu, blönduð lið karla og kvenna.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Bikarkeppni KSÍ - ÍA og KR mætast í 32 liða úrslitum - 18.5.2012

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum í bikarkeppni KSÍ og var dregið í höfuðstöðvum KSÍ. Margar athygliverðar viðureignir eru á dagskránni og ber þar kannski hæst leik ÍA og KR. Tvær aðrar viðureignir liða úr Pepsi-deildinni eru á dagskránni, Keflavík - Grindavík og FH - Fylkir.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 7. karla og 6. karla í sumar - 18.5.2012

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 7. flokk karla og 6. flokk karla núna í sumar. Áhugasömum er bent á að hafa sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 571-5604. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Bikarkeppni KSÍ - Dregið í 32 liða úrslit í dag - 18.5.2012

Í dag verður dregið í 32 liða úrslit bikarkeppni KSÍ og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ kl. 12:00. Keppni í 2. umferð bikarkeppninnar lauk í gær að einum leik undanskildum, KF og Þór eiga eftir að leika. Nú koma félögin úr Pepsi-deildinni inn í dráttinn og má því eiga von á mörgum athygliverðum viðureignum. Lesa meira
 
Ulfar-Hinriksson

Úlfar Hinriksson ráðinn landsliðsþjálfari U17 kvenna - 16.5.2012

Úlfar Hinriksson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U17 kvenna og tekur hann við starfinu af Þorláki Árnasyni. Þjálfunarferill Úlfars spannar 18 ár en hann var m.a. aðstoðarlandsliðsþjálfari A landsliðs kvenna og þjálfaði U21 landslið kvenna 2003 – 2004. Lesa meira
 
Borgun og KSÍ - Leikur án fordóma

Prúðmennskuverðlaun KSÍ og Borgunar fyrir opin mót - 16.5.2012

Minnt er á að þau félög sem halda opin mót í sumar fyrir yngri flokka geta pantað prúðmennskuverðlaun hjá KSÍ.  KSÍ sér um að panta verðlaunin sem viðkomandi félag sækir síðan í Ísspor, Síðumúla 17. Lesa meira
 
Julius-markvordur

Markmannsskóli KSÍ - Tilkynna þarf þátttöku fyrir 30. maí - 16.5.2012

Í sumar mun Knattspyrnusamband Íslands starfrækja Markmannsskóla fyrir stúlkur og drengi í 4. aldursflokki.  Tilkynna þarf þátttöku á meðfylgjandi eyðublaði og senda til KSÍ fyrir 30. maí. Eftir þann tíma er litið svo á að viðkomandi félag ætli ekki að tilnefna þátttakanda í skólann.

Lesa meira
 
Atli Eðvaldsson var þjálfari KR árið 1999

Trúnaðarmenn landshluta – Atli Eðvaldsson ráðinn - 16.5.2012

Eins og áður hefur komið fram hefur verið ákveðið að koma á fót verkefni á vegum KSÍ þar sem trúnaðarmenn eru ráðnir til landshlutanna.  Nú hefur Atli Eðvaldsson verið ráðinn sem trúnaðarmaður Suð-Vesturlands en áður höfðu Pétur Ólafsson verið ráðinn fyrir Norðurland og Eysteinn Húni Hauksson fyrir Austurland.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Bikarkeppni KSÍ - Önnur umferð hefst í kvöld - 15.5.2012

Í kvöld, þriðjudaginn 15. maí, hefst keppni í 2. umferð Bikarkeppni KSÍ en þá er leikur Augnabliks og Hamars á dagskránni.   Það verður svo fjör á morgun en þá eru 16 leikir á dagskránni. Umferðinni lýkur svo á fimmtudaginn með þremur leikjum.  Föstudaginn 18. maí verður svo dregið í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Tveimur leikjum frestað í kvöld - 14.5.2012

Tveimur leikjum af þremur sem áttu að fara fram í kvöld, mánudagskvöld, hefur verið frestað. Eini leikur kvöldsins í Pepsi-deild karla fer því fram á Nettóvellinum í Keflavík þar sem heimamenn taka á móti Stjörnunni kl. 19:15.

Lesa meira
 
Blaðamannafundur - A landslið karla gegn Frakklandi og Svíþjóð

A karla - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Frökkum og Svíum - 14.5.2012

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, tilkynnti Lars Lagerbäck landsliðshópinn sem leikur tvo vináttulandsleiki síðar í mánuðinum. Leikið verður gegn Frökkum sunnudaginn 27. maí og gegn Svíum miðvikudaginn 30. maí.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna og 1. deild karla hefjast um helgina - 12.5.2012

Það verður nóg um að vera á knattspyrnuvöllum þessa lands um helgina en keppni hefst í 1. deild karla á laugardag og Pepsi-deild kvenna á sunnudag. Þá hófst 2. deild karla í gærkvöldi og lýkur 1. umferðinni í dag með þremur leikjum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2012 - 11.5.2012

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 26. apríl síðastliðinn að úthluta úr Mannvirkjasjóði KSÍ og er þetta í fimmta skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Alls var úthlutað til 13 verkefna og í samræmi við reglugerð um sjóðinn njóta forgangs þær umsóknir sem miða að því að uppfylla leyfiskerfi KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Yfirlýsing KSÍ vegna málefna FFR - 11.5.2012

Knattspyrnusamband Íslands heldur mót fyrir knattspyrnufélög á Íslandi og rétt til þátttöku hafa öll félög innan vébanda ÍSÍ og UMFÍ. KSÍ er aðili að UEFA og FIFA og hefur sem slíkt umboð til að skipuleggja keppni á Íslandi en getur ekki opnað mót sín fyrir erlend félög.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Strákarnir nálægt undanúrslitunum - 11.5.2012

Strákarnir í U17 voru einu marki frá því að komast í undanúrslitin í úrslitakeppni EM sem fram fer í Slóveníu. Lokaleikurinn var gegn Georgíu og höfðu Georgíumenn betur, 1 - 0, og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitunum. Íslenska liðinu hefði dugað 1 - 1 jafntefli til að komast áfram í undanúrslitin.

Lesa meira
 
Hafsteinn Guðmundsson

Hafsteinn Guðmundsson - Minning - 10.5.2012

Hafsteinn fékk heiðurskross KSÍ fyrir störf sín að knattspyrnumálum. Hann var tíður gestur á landsleikjum, fylgdist vel með og lagði gott til málanna. Áhugi hans á leiknum var sannur og entist ævilangt.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Georgíu - 10.5.2012

Strákarnir í U17 leika í dag lokaleik sinn í riðlakeppni úrslitakeppni EM sem fram fer í Slóveníu.  Leikið verður gegn Georgíu og með sigri á íslenska liðið möguleika á sæti í undanúrslitum.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan hampaði titlinum í Meistarakeppni kvenna - 9.5.2012

Stjarnan fór með sigur í Meistarakeppni kvenna og vann þann titil í fyrsta skiptið. Stjarnan lagði Val með þremur mörkum gegn einu eftir að hafa leitt, 1 - 0, í leikhléi. Leikið var á nýjum gervigrasvelli í Garðabæ og var þetta vígsluleikur vallarsins. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 131. sæti - 9.5.2012

Íslenska karlalandsliðið er í 131. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Er það sama sæti og á síðasta lista en litlar breytingar eru á milli lista. Spánverjar eru sem fyrr í efsta sætinu og Þjóðverjar koma þar á eftir.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Frábær aðsókn á fyrstu umferð Pepsi-deildar karla - 8.5.2012

Aldrei hafa fleiri mætt á leiki fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla heldur en nú en 10.439 áhorfendur mættu á leikina sex í fyrstu umferðinni. Þetta gerir 1.740 áhorfendur að meðaltali á leik.  Hér að neðan má sjá hversu margir hafa mætt á leiki fyrstu umferða síðustu sjö ár  Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

1. deild karla á SportTV í sumar - 8.5.2012

KSÍ og SportTV hafa komist að samkomulagi um að sýnt verði frá leikjum 1. deildar karla í sumar á SportTV.  Sýndur verður a.m.k. einn leikur í hverri umferð og einnig er stefnt að því að teknar verði saman markasyrpur í hverri umferð sem einnig verða sýndar á SportTV. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Mót sumarsins 2012 staðfest - 8.5.2012

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í eldri flokki karla. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir. Eftir er að gefa út niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög séu tekin úr umferð.

Lesa meira
 
UEFA

Valur hársbreidd frá Evrópusæti - 8.5.2012

UEFA hefur tilkynnt hvaða þjóðir fá aukasæti í Evrópudeild UEFA í keppninni 2012/13. Þær þrjár þjóðir sem efstar eru á háttvísilista UEFa hljóta þessi sæti og koma þau í hlut Noregs, Finnlands og Hollands að þessu sinni.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Þjóðverjar reyndust sterkari - 8.5.2012

Strákarnir í U17 töpuðu öðrum leik sínum í úrslitakeppni EM þegar þeir léku við Þjóðverja í Slóveníu. Loktatölur urðu 1 - 0 fyrir Þjóðverja og kom eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Þjóðverjar voru sterkari aðilinn í leiknum og var sigurinn sanngjarn en með smá heppni hefði íslenska liðið getað lætt inn marki.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni kvenna - Stjarnan tekur á móti Val - 7.5.2012

Þriðjudaginn 8. maí, verður leikið í Meistarakeppni kvenna en þá taka Íslandsmeistarar Stjörnunnar á móti bikarmeisturunum í Val. Leikið verður á Stjörnuvelli í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 19:15.

Lesa meira
 
Magni_Mohr

Fitness þjálfun knattspyrnumanna - endurmenntunarnámskeið - 7.5.2012

Helgina 27.-28. október verður haldið endurmenntunarnámskeið í Fitness þjálfun fyrir knattspyrnumenn. Hingað til lands kemur Magni Mohr, doktor í íþróttalífeðlisfræði og sérhæfður í þjálfun knattspyrnumanna.  Hér er um frábært tækifæri að ræða fyrir þjálfara þar sem Magni Mohr er í fremstu röð á sínu sviði og mun fara yfir það nýjasta í þessum fræðum.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Þjóðverjum - 7.5.2012

Strákarnir í U17 leika annan leik sinn í úrslitakeppni EM í dag þegar þeir mæta Þjóðverjum í Slóveníu. Leikurinn hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Eurosport.  Gunnar Guðmundsson hefur tilkynnt byrjunarliðið í dag og gerir hann eina breytingu frá liðinu sem gerði jafntefli 2 - 2 við Frakka. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deildin byrjar af krafti - 7.5.2012

Pepsi-deild karla hófst í gærkvöldi og var sælubros á andlitum knattspyrnuáhugafólks um allt land. Fimm leikir voru á dagskránni í gærkvöldi og voru það nýliðarnir í deildinni sem lönduðu þremur stigum en á þremur völlum lauk leikjum með jafntefli.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla hefst í kvöld - 6.5.2012

Í kvöld, sunnudagskvöldið 6. maí, hefst keppni í Pepsi-deild karla og eru fimm leikir á dagskránni. Það eru margir sem hafa beðið lengi eftir þessum degi og nú er hann runninn upp. Fyrst verður flautað til leiks kl. 18:00 á Selfossi þar sem heimamenn taka á móti ÍBV.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Frábært stig gegn Frökkum - 4.5.2012

Strákarnir í U17 náðu sér í dýrmætt stig í kvöld þegar þeir mættu Frökkum í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni EM sem fram fer í Slóveníu.  Lokatölur urðu 2 - 2 þar sem Frakkar leiddu með einu marki í leikhléi og höfðu tveggja marka forystu þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum.  Frábær endurkoma hjá strákunum sem sýndi mikinn og sterkan vilja hjá þessum skemmtilega hópi.

Lesa meira
 
Fundur um áhersluatriði dómaranefndar 2012

Fundað um áhersluatriði dómaranefndar - 4.5.2012

Í vikunni hafa dómararnir Gunnar Jarl Jónsson, Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín fundað með tveimur mikilvægum hópum um knattspyrnulögin, breytingar á þeim og áhersluatriði dómaranefndar KSÍ fyrir keppnistímabilið 2012.

Lesa meira
 
U17-hopurinn-til-Sloveniu

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 4.5.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Frökkum í kvöld. Þetta er fyrsti leikur liðsins í úrslitakeppni EM hjá U17 karla en leikið er í Slóveníu. Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Breiðabliki og KR spáð sigri í Pepsi-deildunum - 3.5.2012

Í dag fór fram kynningarfundur Pepsi-deildanna 2012 en þar eru m.a. kynntar spár forráðamanna félaga í Pepsi-deildum karla og kvenna. Breiðabliki er spáð sigri í Pepsi-deild kvenna en í karladeildinni er því spáð að KR verji titilinn.

Lesa meira
 
sjalandsskoli-003

Krakkar úr Sjálandsskóla í heimsókn - 3.5.2012

Það var stór hópur af hressum krökkum í 5. bekk Sjálandsskóla í Garðabæ sem heimsótti höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum í dag, fimmtudag. Krakkarnir fengu kynningu á starfsemi og aðstöðu KSÍ og Laugardalsvallar og þreyttu síðan nokkrar laufléttar knattþrautir. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla hefja leik á morgun - 3.5.2012

Strákarnir í U17 hefja á morgun, föstudaginn 4. maí, leik í úrslitakeppni EM U17 sem leikin verður í Slóveníu. Ísland er í riðli með Georgíu, Þýskalandi og Frakklandi og verður síðastnefnda þjóðin fyrstu mótherjar Íslands í riðlinum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Skínanda sigur í C deild Lengjubikars karla - 3.5.2012

Það var hið nýja félag Skínandi sem fór með sigur í C deild Lengjubikars karla eftir að hafa lagt Berserki í úrslitaleik 3 - 2. Skínandi er nýstofnað félag sem leikur í 3. deild karla í fyrsta skipti í sumar og kemur úr Garðabæ.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Blikar Lengjubikarsmeistarar kvenna - 2.5.2012

Blikastúlkur tryggðu sér sigur í A deild Lengjubikar kvenna í kvöld þegar þær lögðu Val í úrslitaleik í Kórnum. Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Breiðablik eftir að þær höfðu leitt í leikhléi, 2 - 1. Þetta var í sjötta skiptið sem Breiðablik vinnur þennan titil en í fyrsta sinn síðan 2006.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli KSÍ á Laugarvatni 2012 - 2.5.2012

Eins og undanfarin ár starfrækir Knattspyrnusamband Íslands í sumar knattspyrnuskóla fyrir stúlkur og drengi. Í ár eru þetta iðkendur fæddir 1998. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildanna á fimmtudaginn - 2.5.2012

Hinn árlegi kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna fer fram fimmtudaginn 3. maí kl. 16:30. Staðsetning að þessu sinni eru höfuðstöðvar Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 (aðalinngangur að ofanverðu). Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslit A deildar Lengjubikars kvenna - Breiðablik mætir Val í kvöld - 2.5.2012

Breiðablik og Valur mætast í kvöld, miðvikudaginn 2. maí, í úrslitaleik A deildar Lengjubikars kvenna. Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 19:00.  Blikar hafa unnið þennan titil oftast allra liða og geta aukið forskot sitt á Val í þeim efnum, en Valur getur jafnað titlafjölda Breiðabliks með sigri.

Lesa meira
 
KR

KR fór með sigur í Meistarakeppni karla - 1.5.2012

KR fór í kvöld með sigur af hólmi í Meistarakeppni karla en leikið var um sigurlaunin í kvöld við góðar aðstæður á Laugardalsvelli. Mótherjarnir voru FH og lauk leiknum með sigri KR, 2 - 0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög