Fréttir

A landslið karla

A karla - Sigurmark Svartfellinga í lokin - 29.2.2012

Íslendingar biðu lægri hlut gegn Svartfellingum i vináttulandsleik þjóðanna sem fram fór í Podgorica í kvöld. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir heimamenn eftir að markalaust hafði verið í leikhléi. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslendinga og jafnaði þá metin.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Eins marks tap gegn Þjóðverjum - 29.2.2012

Íslenska kvennalandsliðið hóf í dag leik á Algarve Cup og voru mótherjarnir Þjóðverjar. Þýskar höfðu sigur, 1 - 0 og kom markið í fyrri hálfleik.  Næsti leikur er gegn Svíum á föstudaginn og hefst sá leikur kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Ósigur í Aserbaídsjan - 29.2.2012

Strákarnir í U21 lutu í lægra haldi í dag fyrir Aserbaídsjan en leikið var í Bakú. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 1 - 0 og kom markið á 41. mínútu leiksins.  Heimamenn skutust upp fyrir Íslendinga í riðlinum, hafa fjögur stig eftir 5 leiki en Íslendingar hafa þrjú stig, einnig eftir 5 leiki. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Aserum - 29.2.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Aserum í Bakú kl. 14:00 í dag. Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ en leikurinn er liður í undankeppni EM. Íslendingar hafa þrjú stig eftir 4 leiki fyrir þennan leik en Aserar eru með eitt stig eftir jafn marga leiki.

Lesa meira
 
A landslið karla

Byrjunarliðið gegn Svartfellingum - 29.2.2012

Lars Lagerbäck, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn við Svartfjallaland á Pod Goricom-leikvanginum í Podgorica í dag. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er þetta fyrsti knattspyrnulandsleikurinn milli þessara þjóða.

Lesa meira
 
FH

Unglingadómaranámskeið í Kaplakrika miðvikudaginn 14. mars - 29.2.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við FH í Kaplakrika miðvikudaginn 14. mars og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Þjóðverjum á Algarve - 28.2.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem hefur leik gegn Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins á Algarve Cup. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með gangi mála á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Vel fer um hópinn í Bakú - 28.2.2012

Strákarnir í U21 karla eru staddir í Bakú í Aserbaídsjan þar sem liðið leikur gegn heimamönnum í undankeppni EM á morgun.  Breytingar urðu á hópnum á síðustu stundu en Atli Sigurjónsson úr KR er kominn inn í hópinn. Tveir leikmenn þurftu að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla, Björn Bergmann Sigurðarson og Kristinn Steindórsson. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Góðar aðstæður á Algarve - Ýmsar upplýsingar um mótið - 28.2.2012

Stelpurnar í A landslið kvenna leika sinn fyrsta leik á morgun, miðvikudag, við Þjóðverja en þá hefst hið sterka Algarve mót. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með leiknum á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

Þrír landsleikir á hlaupársdag - 28.2.2012

Þrír landsleikir fara fram á morgun, hlaupársdaginn 29. febrúar. Þá eru þrjú landslið í eldlínunni, A landslið karla og kvenna og U21 karla. Karlalandsliðið leikur í Svartfjallalandi, kvennalandsliðið leikur gegn Þjóðverjum á Algarve og U21 karla leikur í undakeppni EM gegn Aserbaídsjan í Bakú.

Lesa meira
 
Höttur

Unglingadómaranámskeið í Menntaskólanum á Egilsstöðum þriðjudaginn 6. mars - 28.2.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Hött í Menntaskólanum á Egilsstöðum þriðjudaginn 6. mars og hefst kl. 16:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á NM U17 kvenna í Finnlandi

Æfing hjá U16 og U17 kvenna á laugardaginn - 28.2.2012

Laugardaginn 3. mars verður æfing hjá U16 og U17 kvenna sem fram fer í Kórnum. Þorlákur Árnason hefur valið tvo hópa fyrir þessa æfingu, annar samanstendur af leikmönnum fæddum 1995 en hinn af leikmönnum fæddir 1996 og 1997. Þessir hópar munu svo leika æfingaleik innbyrðis á laugardaginn.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Guðrún Fema, Rúna og Birna dæma á La Manga - 28.2.2012

Dómararnir Guðrún Fema Ólafsdóttir, Rúna Stefánsdóttir og Birna Bergstað Þórmundsdóttir eru þessa dagana á La Manga á Spáni þar sem þær dæma á æfingamóti U23 kvenna. Norska knattspyrnusambandið sér um skipulagningu þessa móts og bauð okkar bestu kvendómurum til starfa á mótinu.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

Frá blaðamannafundi í Podgorica - 27.2.2012

Á blaðamannafundi í Podgorica í Svartfjallalandi í dag, var Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, spurður um væntingar til leiksins.  „Þó svo menn noti vináttulandsleikina til að skoða ýmsa hluti, og þó að þetta sé minn fyrsti leikur með þessa leikmenn sem eru í hópnum núna, þá vil ég vinna alla leiki." Lesa meira
 
Svartfjallaland

Fyrsti knattspyrnulandsleikur Íslands og Svartfjallalands - 27.2.2012

Ísland og Svartfjallaland mætast í vináttulandsleik á Pod Goricom-leikvanginum í Podgorica á miðvikudag og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma. Þessar þjóðir hafa aldrei áður mæst í landsleik, hvorki í A landsliðum né yngri landsliðum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á landsliðshópum hjá A kvenna og U19 kvenna - 27.2.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem leikur á Algarve Cup, 29. febrúar - 7. mars. Anna María Baldursdóttir úr Stjörnunni kemur inn í hópinn fyrir Sif Atladóttur sem er meidd.  Sandra María Jessen úr Þór er kölluð inn í hópinn hjá U19 kvenna í stað Önnu Maríu. Lesa meira
 
Pálmi Rafn Pálmason

Pálmi Rafn Pálmason í landsliðshópinn - 26.2.2012

Lars lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, hefur boðað Pálma Rafn Pálmason til Svartfjallalands vegna vináttulandsleiks við heimamenn í Podgorica á miðvikudag. Pálmi, sem leikur með Lilleström í Noregi, verður kominn fyrir fyrstu æfingu liðsins, á mánudagskvöld.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

"Á heildina litið var ég sáttur við frammistöðuna" - 24.2.2012

Á blaðamannafundi eftir leik Japans og Íslands sat Lars Lagerbäck fyrir svörum japanskra fjölmiðla. Þjálfari íslenska liðsins fékk spurningar um frammistöðu beggja liða, einstaka leikmenn Íslands og hvers vegna hann hafi notað svæðisvörn. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Japan

Japanir höfðu betur í Osaka - 24.2.2012

Japanir lögðu Íslendinga í vináttulandsleik í dag en leikið var á Nagai vellinum í Osaka. Heimamenn skoruðu þrjú mörk gegn einu Íslendinga og leiddu Japanir í leikhléi, 1 - 0. Arnór Smárason skoraði mark Íslendinga úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

Lesa meira
 
A landslið karla

Byrjunarlið Íslands gegn Japan - 24.2.2012

Lars Lagerbäck, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjnuarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn við Japan á Nagai-leikvanginum í Osaka í dag. Leikurinn hefst kl. 10:20 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Lesa meira
 
NM-U16-kvenna-2012-logo

Norðurlandamót U16 kvenna haldið í Noregi 7. - 15. júlí - 23.2.2012

Norðurlandamót U16 kvenna verður að þessu sinni haldið í Noregi, dagana 7. - 15. júlí. Mótið verður haldið í bæjunum Alta og Hammerfest sem eru í Finnmörk, nyrst í Noregi. Mótið er að venju gríðarlega sterkt því auk Norðurlandaþjóðanna mæta sterkar knattspyrnuþjóðir til leiks.

Lesa meira
 
Yasuhito Endo

Heimamaðurinn er af flestum talinn lykilmaður Japans - 23.2.2012

Allir leikmenn japanska landsliðsins, sem eru í hópnum fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi, leika með japönskum liðum. Stærsta stjarna liðsins og sá sem flestir telja lykilmann fyrir leikinn, er heimamaðurinn Yasuhito Endo, sem leikur með Gamba Osaka og hefur gert það síðan 2001.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

"Menn eiga alltaf að leika til sigurs" - 23.2.2012

Blaðamannafundurinn fyrir vináttulandsleik Japans og ísland var fjölmennur, hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja.  "Menn eiga alltaf að leika til sigurs, það er ekki síður mikilvægt að fá menn til að hugsa eins og sigurvegara" sagði þjálfari íslenska landsliðsins, Lars Lagerbäck.

Lesa meira
 
Halgi Valur Daníelsson

"Við reynum auðvitað að vinna leikinn" - 23.2.2012

Helgi Valur Daníelsson, leikmaður AIK í Svíþjóð, var í viðtali við japanska fjölmiðla eftir æfingu í dag. Aðspurður um væntingar til leiksins við Japan á föstudag hafði hann þetta að segja: "Við reynum auðvitað að vinna leikinn, þannig að markmiðið er sigur."

Lesa meira
 
300px-Nagai_stadium20040717

Leikur Japans og Íslands sýndur á Stöð 2 Sport - 23.2.2012

Vináttulandsleikur Japans og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, föstudaginn 24. febrúar. Leikurinn hefst kl. 10:20 að íslenskum tíma en útsendingin hefst 10 mínútum fyrr.

Lesa meira
 
Hungary_FA

A karla - Vináttulandsleikur gegn Ungverjum í júní 2013 - 23.2.2012

Karlalandslið Íslands og Ungverjalands munu mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, mánudaginn 3. júní 2013. Þessi leikur er hluti af samkomulagi knattspyrnusambanda Íslands og Ungverjalands sem gert var á síðasta ári en þá mættust þjóðirnar í vináttulandsleik ytra þar sem Ungverjar fóru með sigur af hólmi.

Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Tækifæri fyrir leikmenn að sýna hvað þeir geta - 22.2.2012

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherjinn knái úr Vestmannaeyjum, ræddi við japanska fjölmiðla eftir æfingu landsliðsins á keppnisvellinum í Osaka.  Gunnar Heiðar sagði að með menn ætluðu svo sannarlega að sýna sig og sanna fyrir nýja þjálfaranum í leiknum við Japan á föstudag.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

"Gott tækifæri fyrir mig að sjá skapgerð leikmanna" - 22.2.2012

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, er að undirbúa lið sitt undir fyrsta leikinn undir hans stjórn, vináttuleik gegn Japan í Osaka 24. febrúar. Liðið æfði á keppnisvellinum undir kvöld og fyrir æfinguna svaraði þjálfarinn örfáum spurningum ksi.is, áður en hann sat fyrir svörum hjá Japönskum fjölmiðlum.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Námskeið fyrir aðstoðardómara mánudaginn 27. febrúar - 22.2.2012

Námskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið mánudaginn 27. febrúar í höfuðstöðvum KSÍ og hefst það kl. 19:00.  Ólafur Ingvar Guðfinnsson fyrrum FIFA aðstoðardómari mun fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Rúnar Már kemur inn í hópinn - 22.2.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum er mætir Aserbaídsjan ytra þann 29. febrúar í undankeppni EM. Rúnar Már S. Sigurjónsson úr Val kemur inn í hópinn í stað Eiðs Arons Sigurbjörnssonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Þróttur

Unglingadómaranámskeiði á Neskaupstað frestað - 21.2.2012

Fyrirhuguðu unglingadómaranámskeið sem halda átti á Neskaupstað, laugardaginn 25. febrúar, hefur verið frestað. Nánari dagsetning fyrir námskeiðið verður auglýst síðar hér á síðunni.

Lesa meira
 
Merki-SIGI

Aðalfundur og ráðstefna SÍGÍ 24. og 25. febrúar - 21.2.2012

Aðalfundur SÍGÍ (Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi) fer fram föstudaginn 24. febrúar á Laugardalsvelli og í framhaldi af honum fer fram ráðstefna samtakanna þar sem margir forvitnilegir fyrirlestrar eru á dagskrá.  Þátttaka á ráðstefnuna er ókeypis.

Lesa meira
 
ÍR

Unglingadómaranámskeið í ÍR heimilinu fimmtudaginn 23. febrúar - 20.2.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍR í ÍR heimilinu fimmudaginn 23. febrúar og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Hópurinn fyrir Algarve 2012 - 20.2.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur á Algarve Cup og hefst nú 29. febrúar. Fyrsti leikur Íslands er gegn Þjóðverjum, miðvikudaginn 29. febrúar. Aðrar þjóðir í riðlinum eru Svíar og Kínverjar.

Lesa meira
 
A landslið karla

Halldór Orri inn fyrir Theodór Elmar - 20.2.2012

Ein breyting hefur verið gerð á landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn við Japan, sem fram fer í Osaka þann 24. febrúar. Theodór Elmar Bjarnason er meiddur og í hans stað kemur Halldor Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar í Garðabæ.

Lesa meira
 
Íþróttahöllin Kórinn í Kópavogi

Landsliðsæfingar U16 kvenna 25. og 26. febrúar - 17.2.2012

Dagana 25. og 26. febrúar mun U16 landslið kvenna æfa í Kórnum og Egilshöll og hefur Þorlákur Árnason, þjálfari U17 kvenna, kallað 20 leikmenn til æfinga og koma leikmennirnir frá félögum víðs vegar af landinu.. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 landslið kvenna til La Manga - 17.2.2012

U19 landslið kvenna tekur þátt í æfingamóti á La Manga á Spáni í mars og leikur þar við Skotland, Noreg og England. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þálfari liðsins, hefur valið 18 manna hóp fyrir mótið. Þrír leikmenn í hópnum leika með erlendum félagsliðum. Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6885

Minnt er á bráðabirgðaákvæði varðandi félagaskipti - 17.2.2012

Nú þegar keppni í Lengjubikarnum er að hefjast er rétt að minna félögin á bráðabirgðaákvæði í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Þetta er grein 3.6 og er bráðabirgðaákvæði fyrir keppnistímabilið 2012. Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6991

Fimm félög hafa skilað fjárhagsgögnum til leyfisstjórnar - 17.2.2012

Fimm félög af þeim sem undirgangast leyfiskerfið hafa nú þegar skilað sínum fjárhagsgögnum. Þetta eru Víkingur Ó., Keflavík, Fram, Grindavík og Stjarnan. Það verður því nóg um að vera hjá leyfisstjórn á mánudag, sem er lokaskiladagur fjárhagsgagna. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Unglingadómaranámskeiði í Víkinni frestað - 15.2.2012

Unglingadómaranámskeið sem halda átti hjá Víkingi R. 22. febrúar og auglýst hafi verið á vef KSÍ hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ný dagsetning fyrir námskeiðið verður tilkynnt síðar hér á vefnum. Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-215

Skiladagur fjárhagsgagna nálgast - 15.2.2012

Skiladagur fjárhagsgagna hjá þeim félögum sem undirgangast leyfiskerfið er mánudagurinn 20. febrúar. Flest félögin vinna nú hörðum höndum að því að klára gagnapakkann, en nú þegar hafa tvö félög skilað, Víkingur Ó. og Keflavík, sem skilaði sínum gögnum í dag. Lesa meira
 
EM kvennalandsliða

Sigurður Ragnar á meðal áhorfenda á leik Belga og Norður-Íra - 15.2.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, verður á meðal áhorfenda á viðureign Belgíu og Norður-Írlands sem fram fer í dag, miðvikudaginn 15. febrúar, en Belgar eru einmitt næstu mótherjar Íslands í undankeppni EM. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Þjálfaranámskeið með þjálfurum frá Ajax akademíunni - 15.2.2012

Dagana 9. og 10. mars mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) í samstarfi við KSÍ standa fyrir námskeiði fyrir knattspyrnuþjálfara. Hingað til lands koma þeir Arnold Muhren og Eddie van Schaick, þjálfarar í unglingaakademíunni hjá hollenska stórliðinu Ajax og munu stýra námskeiðinu.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2012 - A-deild karla hefst fimmtudaginn 16. febrúar - 14.2.2012

Lengjubikarinn 2012 hefst með miklum krafti á næstu dögum en keppni hefst í A-deild karla, fimmtudaginn 16. febrúar. Þá mætast Víkingur R. og Keflavík í Egilshöll kl. 19:00. Leikið verður svo í öllum þremur riðlum A-deildar karla um komandi helgi.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Fundað með dómarastjórum félaganna - 14.2.2012

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu dögum funda sérstaklega með dómarastjórum félaganna og má sjá þá fundi sem ákveðnir hafa verið, hér að neðan.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Framarar Reykjavíkurmeistarar karla 2012 - 14.2.2012

Framarar hömpuðu Reykjavíkurmeistaratitli karla í gærkvöldi eftir úrslitaleik gegn KR. Fram vann öruggan sigur, 5 - 0, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 3 - 0. Steven Lennon, framherji Framara, var á skotskónum í leiknum og skoraði öll mörk liðsins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 karla - Tveir hópar við æfingar um helgina - 13.2.2012

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 karla og hefur landsliðsþjálfarinn, Gunnar Guðmundsson, valið leikmenn fyrir þessar æfingar. Tveir hópar verða við æfingar um helgina en eldri hópurinn, fæddur 1995, verður líka á æfingu á föstudeginum.

Lesa meira
 
Stjarnan

Unglingadómaranámskeið í Stjörnuheimilnu þriðjudaginn 28. febrúar - 13.2.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Stjörnuna í Stjörnuheimilinu þriðjudaginn 28. febrúar og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Katrin-Jonsdottir-jafnrettisvidurkenning

Katrín Jónsdóttir fékk Jafnréttisviðurkenningu KSÍ - 13.2.2012

Jafnréttisviðurkenning KSÍ var afhent á ársþingi KSÍ um helgina. Í þetta sinn var Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, heiðruð.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fram og KR mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í kvöld - 13.2.2012

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla fer fram í kvöld en þar mætast Fram og KR. Leikið verður í Egilshöll og hefst leikurinn kl. 19:30. Fram tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Þrótt í undanúrslitum en KR hafði betur gegn Fylki í hinum undanúrslitaleiknum.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Bikarkeppnin 2012 - Dregið í fyrstu umferðum Bikarkeppni KSÍ - 13.2.2012

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Bikarkeppni KSÍ hjá körlum og konum. Fyrsti leikur bikarsins í ár fer fram á Hvammstangavelli, 1. maí næstkomandi, þegar Hamrarnir sækja Kormák heim. Fyrstu leikirnir í Bikarkeppni kvenna fara fram 23. maí.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 3. deild karla 2012 - Drög að leikjaniðurröðun - 13.2.2012

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 3. deild karla fyrir keppnistímabilið 2012. Drög að leikjaniðurröðun í þessum deildum má finna á heimasíðu KSÍ.  Tvö félög leika í 1. deild kvenna í ár sem voru ekki með á síðasta tímabili en fjögur félög eru með í 3. deild karla sem tóku ekki þátt í fyrra.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþing 2012

66. ársþingi KSÍ lokið - 11.2.2012

Nú er lokið 66. ársþingi KSÍ sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Þinginu lauk um kl 16:00. Fréttir um afgreiðslu tillagna og aðrar fréttir frá þinginu má sjá hér. Kosið var um fjögur sæti í stjórn KSÍ en sjö voru í framboði.

Lesa meira
 
Arsthing-Geir-i-pontu

66. ársþing KSÍ hafið - Fylgst með afgreiðslu tillagna - 11.2.2012

Ársþing KSÍ, það 66. í röðinni, var sett kl. 11:00 í morgun. Fyrir þinginu liggja fyrir nokkrar tillögur. Þessar tillögur má sjá hér að neðan og verður fylgst með hér hvernig þær verða afgreiddar.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2012

ÍBV fékk háttvísiverðlaun í Pepsi-deild kvenna - 11.2.2012

Háttvísisverðlaun í Pepsi-deild kvenna voru veitt á 66. ársþingi KSÍ og var það ÍBV sem hlaut verðlaunin að þessu sinni.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2012

Hvöt, ÍBV og Víkingur fengu Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA - 11.2.2012

Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA voru veitt á 66. ársþingi KSÍ og voru þrjú félög sem fengu þau afhent. Veitt eru verðlaun í þremur flokkum og eru þessir flokkar ákveðnir af UEFA.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2012

Valur, ÍBV og BÍ/Bolungarvík fengu Dragostytturnar - 11.2.2012

Valur, ÍBV og BÍ/Bolungarvík fengu Dragostytturnar á 66. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hilton Nordica Hótel. Þá fengu Reynir Sandgerði og KFG viðurkenningu fyrir prúðmannlegan leik í 2. og 3. deild karla.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2012

Óskar Ófeigur Jónsson hlaut viðurkenningu - 11.2.2012

Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2011 hlýtur Óskar Ófeigur Jónsson, blaðamaður á íþróttadeild 365 miðla.

Lesa meira
 
Keflavík

Unglingadómaranámskeið í Keflavík 15. febrúar - 10.2.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Keflavík í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík miðvikudaginn 15. febrúar og hefst kl. 17:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Hópurinn sem mætir Aserbaídsjan - 10.2.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Aserbaídsjan í undankeppni EM. Leikið verður í Baku, miðvikudaginn 29. febrúar. Eyjólfur velur 19 leikmenn í hópinn að þessu sinni. Íslendingar eru með 3 stig eftir fjóra leiki en Aserar hafa hlotið 1 stig, einnig eftir fjóra leiki.

Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Hópar fyrir leiki gegn Svartfjallalandi og Japan - 10.2.2012

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Lars Lagerbäck hópa sína fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Japan og Svartfjallalandi síðar í þessum mánuði. Leikið verður gegn Japan 24. febrúar og gegn Svartfjallalandi 29. febrúar.

Lesa meira
 
Frá setningu ársþings KSÍ 2008

66. ársþing KSÍ - Þingið sett kl. 11:00 - 9.2.2012

Ársþing KSÍ, það 66. í röðinni, verður haldið á Hilton Nordica Hótel laugardaginn 11. febrúar. Þingið verður sett kl. 11:00 en afhending þinggagna hefst kl. 10:00.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2011

Þingfulltrúar á 66. ársþingi KSÍ - 9.2.2012

Laugardaginn 11. febrúar næstkomandi fer fram 66. ársþing KSÍ á Hótel Hilton Nordica. Alls hafa 137 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 129 fulltrúa.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Starfsemi KSÍ meiri en nokkurn tímann fyrr - 8.2.2012

Skipulögð keppni í 100 ár sýnir vel vinsældir knattspyrnuleiksins og þann trausta grunn sem hann byggir á. Margir hafa komið við sögu og gert garðinn frægan með þátttöku sinni en aðrir hafa unnið afrek utan vallar við stjórnun og rekstur knattspyrnuliða. Íslandsmótið hefur laðað að sér æsku landsins til þátttöku í knattspyrnu, íþróttinni sem nýtur meiri vinsælda en nokkur önnur íþrótt um heim allan. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit Reykjavíkurmóts karla á fimmtudaginn - 7.2.2012

Fimmtudaginn 9. febrúar fara fram undanúrslit Reykjavíkurmóts karla en leikið verður í Egilshöll. Fram og Þróttur mætast í fyrri leiknum og hefst hann kl. 18:45. Strax á eftir, eða kl. 20:45, leika svo Fylkir og KR.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Vináttulandsleikir gegn Dönum í mars - 6.2.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komið sér saman um að U17 kvennalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki í mars. Leikið verður hér á landi og fara leikirnir fram í Egilshöllinni, 18. og 20. mars næstkomandi.

Lesa meira
 
Stelpurnar í U19 á Millenium vellinum í Cardiff

Landsliðsæfingar hjá kvennalandsliðunum um helgina - 6.2.2012

Um komandi helgar verða kvennalandsliðin við æfinga en um er að ræða U17 kvenna, U19 kvenna og A kvenna. Þjálfararnir, Þorlákur Árnason, Ólafur Þór Guðbjörnsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2011 birtur - 3.2.2012

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2011. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2011 námu 766 milljónum króna samanborið við 723 milljónir króna á árinu 2010. Hækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af hækkun sjónvarpstekna og auknu framlagi frá UEFA. Rekstrarkostnaður KSÍ var í samræmi við áætlanir eða um 705 milljónir króna.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Unglingadómaranámskeið í Víkingsheimilinu miðvikudaginn 22. febrúar - 3.2.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking í Víkingsheimilinu miðvikudaginn 22. febrúar og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
bolti_i_marki

Unified fótbolti fyrir stelpur - 2.2.2012

Íþróttafélagið Ösp og Knattspyrnufélagið Víkingur bjóða í vetur upp á knattspyrnunámskeið fyrir þroskahamlaðar stelpur á öllum aldri, vinkonur þeirra, skólafélaga og aðra sem áhuga hafa.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Ólöglegur leikmaður hjá Fjölni í Reykjavíkurmótinu - 1.2.2012

Í ljós hefur komið að Fjölnir tefldi fram ólöglega skipuðu liði í leikjum liðsins gegn Fylki og Þrótti í B riðli Reykjavíkumóts karla. Leikirnir fóru fram 22. og 27. janúar og lék Júlíus Orri Óskarsson í þeim en hann var skráður í Björninn.

Lesa meira
 
UEFA

Umfangsmikil skýrsla UEFA um stöðu félaga í Evrópu - 1.2.2012

UEFA hefur gefið út umfangsmikla skýrslu um stöðu félaga í efstu deildum í Evrópu. Skýrslan, sem nú er gefin út í fjórða sinn, er m.a. byggð á upplýsingum úr leyfisgögnum félaga (fjárhagsár 2010), en þó er fjallað um ýmis mál sem tengjast leyfiskerfinu ekki beint.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög