Fréttir

Fylkir

Unglingadómaranámskeið í Fylkisheimilinu 7. febrúar - 31.1.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki í Fylkisheimilinu þriðjudaginn 7. febrúar og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
U16-1996-0007

Yngri landslið karla - Æfingar um komandi helgi - 30.1.2012

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum karla, þ.e. hjá U16, U17 og U19 karla. Þjálfararnir, Freyr Sverrisson, Gunnar Guðmundson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

Tillögur á ársþingi KSÍ 2012 - 30.1.2012

Ársþing KSÍ, það 66. í röðinni, verður haldið á Hilton Nordica Hótel 11. febrúar næstkomandi. Hér að neðan má m.a. sjá þær tillögur er liggja fyrir þinginu sem og dagskrá þingsins sem sett verður kl. 11:00

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþing 2011

Kosningar í stjórn á 66. ársþingi KSÍ - Framboðsfrestur runninn út - 30.1.2012

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ hálfum mánuði fyrir þing. 

Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl á nýliðaráðstefnu FIFA dómara - 27.1.2012

Gunnar Jarl Jónsson verður einn 43 dómara sem sækja nýliðaráðstefnu FIFA dómara en ráðstefnan verður í Tyrklandi 29. janúar - 2. febrúar. Dómararnir koma frá 28 Evrópulöndum en það er UEFA sem stendur að ráðstefnunni.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Svíþjóðar

A karla - Vináttulandsleikur við Svía 30. maí - 27.1.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 30. maí næstkomandi. Þetta verður 15. viðureign karlalandsliða þjóðanna.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Trúnaðarmenn landshluta - Eysteinn og Pétur ráðnir - 26.1.2012

Ákveðið hefur verið að koma á fót verkefni á vegum KSÍ sem miðar að því að auka samskipti og samráð við þjálfara aðildarfélaga, færa þjónustu nær aðildarfélögum, meta efnilega leikmenn og fylgja eftir efnilegum leikmönnum í samráði við félögin. Til þessa starfs verða ráðnir í hlutastörf trúnaðarmenn landshluta og þegar hefur fyrsta skrefið verið stigið í þeim efnum

Lesa meira
 
HK

Unglingadómaranámskeið verður haldið í Fagralundi miðvikudaginn 1. febrúar - 26.1.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við HK á í Fagralundi miðvikudaginn 1. febrúar og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyting á reglugerð - Bráðabirgðaákvæði vegna félagaskipta - 26.1.2012

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 25. janúar bráðabirgðaákvæði í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga vegna félagaskipta og leikheimilda í deildarbikarkeppni (Lengjubikarnum) keppnistímabilið 2012. Lesa meira
 
Sigursteinn-Gislason

Kveðja frá KSÍ - 26.1.2012

Sigursteini kynntist ég þegar hann var leikmaður í 2. aldursflokki. Áhugi hans á knattspyrnu var mikill og hæfileikaríkur var hann.  Keppnisskapið var einstakt sem og sigurviljinn. Hann var maður liðsheildarinnar og kunni að gefa af sér enda var hann strax í 2 . aldursflokki fenginn til að þjálfa yngstu iðkendurna

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjárhagslegur stuðningur við aðildarfélög - 26.1.2012

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 12. janúar fjárhagslegan stuðning við aðildarfélög sambandsins.  Eins og síðustu ár tekur KSÍ yfir ferða- og uppihaldskostnað dómara fyrir árið 2012 í öllum deildum beggja kynja og í leikjum Valitor-bikarsins. 

Lesa meira
 
Stade-du-Hainut

A karla – Leikið við Frakka 27. maí - 26.1.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Frakklands hafa komið að samkomulagi um að karlalandslið þeirra leiki vináttulandsleik 27. maí næstkomandi. Leikið verður í Valenciennes í Frakklandi en þetta verður ellefta viðureign karlalandsliða þjóðanna.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6935

Drög að leikjum í landsdeildum 2012 tilbúin - 25.1.2012

Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum sumarsins í Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna, 1. og 2. deild karla.  Félög í þessum deildum eru vinsamlegast beðin um að fara yfir sína leiki og koma með athugasemdir við þessi drög í síðasta lagi miðvikudaginn 1. febrúar.

Lesa meira
 
Frá útskrift KSÍ A þjálfara 4. júní 2011

KSÍ B próf fer fram 13. febrúar - 24.1.2012

Mánudaginn 13. febrúar stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fótbolti fyrir alla hefst að nýju 29. janúar - 23.1.2012

Fótbolti fyrir alla, fótboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir, hefst að nýju sunnudaginn 29. janúar. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur til 11. mars. Að venju fara æfingarnar fram í Garðabænum, í íþróttamiðstöðinni Ásgarði.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá kvennalandsliðunum um komandi helgi - 23.1.2012

Um komandi helgi verða kvennalandsliðin okkar við æfingar en framundan eru æfingar hjá A kvenna, U19 og U17 kvenna. Þjálfararnir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Ólafur Guðbjörnsson og Þorlákur Árnason hafa valið leikmenn á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn, Birkir og Smári dæma á Copa del Sol 2012 - 23.1.2012

Norska knattspyrnusambandið hefur boðið Kristni Jakobssyni að dæma á æfingamóti, Copa del Sol 2012, sem fram fer á La Manga og Benidorm á Spáni í byrjun febrúar. Þá hefur dómaranefnd KSÍ valið Birki Sigurðarson og Smára Stefánsson til að fara með honum sem aðstoðardómarar.  

Lesa meira
 
Magnus Thorisson i leik

Heimsóknir dómara til aðildarfélaga - 23.1.2012

Aðildarfélögum KSÍ stendur til boða að fá starfandi dómara úr Pepsi-deild karla í heimsókn til að fjalla um hinar ýmsu hliðar dómgæslunnar. Heimsóknin er félögunum að kostnaðarlausu

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

U19 kvenna leikur þrjá leiki á La Manga - 23.1.2012

U19 kvennalandslið Íslands mun leika þrjá vináttulandsleiki á La Manga dagana 4. - 8. mars. Fyrstu mótherjarnir verða Skotar og á eftir koma leikir gegn Noregi og Englandi. Ekki er um eiginlegt mót að ræða ekki verður leikið um sæti en 10 þjóðir verða á La Manga á þessum tíma og leika allar þrjá leiki.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-218

Leyfisgögn komin frá öllum 24 félögunum - 18.1.2012

Leyfisstjórn hefur móttekið leyfisgögn allra leyfisumsækjendanna 24 sem leika í efstu tveimur deildum karla. Lokaskiladagur var mánudagurinn 16. janúar og voru öll félögin innan tímamarka.  Víkingur Ólafsvík skilaði líka fjárhagslegum gögnum. Lesa meira
 
Sportmyndir.net

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2012 - Skilafrestur rennur út á morgun - 18.1.2012

Á morgun, fimmtudaginn 19. janúar, er síðasti dagur til að skila inn þátttökutilkynningum í knattspyrnumót 2012. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

A karla - Ísland í sama sæti á styrkleikalista FIFA - 18.1.2012

Karlalandslið Íslands er í 104. sæti styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Þetta er sama sæti og á síðasta lista. Litlar breytingar eru á milli lista en sem fyrr eru Spánverjar á toppnum.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Opin mót 2012 - 18.1.2012

Félögum sem halda opin mót 2012 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður á póstfangið.  Upplýsingarnar verður að finna í lista undir Opin mót í valmyndinni hér vinstra megin á síðunni.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 karla - Tveir hópar við æfingar um helgina - 17.1.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið tvo hópa til úrtaksæfinga um komandi helgi. Æft verður í Kórnum og í Egilshöllinni en vakin er athygli á því að þolmæling verður á föstudagskvöldið.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Úrtaksæfing á Norðurlandi 25. janúar - 17.1.2012

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn á úrtökuæfingar U17 kvenna sem fram fara í Boganum, Akureyri, 25. janúar kl. 16:30. Leikmennirnir koma frá félagsliðum af Norðurlandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Landsliðsþjálfarar kvenna funda með þjálfurum - 17.1.2012

Landsliðsþjálfarar kvenna  vilja bjóða þjálfurum í Pepsi-deild kvenna, 1. deild kvenna, 2. flokk kvenna og 3. flokk kvenna til fundar laugardaginn 28. janúar í höfuðstöðvum KSÍ.  Farið verður yfir dagskrá landsliðanna á þessu ári, samstarf við félagsliðin og þjálfurum gefst tækifæri til að spjalla saman um málefni sem snúa að landsliðunum og/eða félagsliðunum.

Lesa meira
 
ÍA

Unglingadómaranámskeið verður haldið á Akranesi fimmtudaginn 26. janúar - 17.1.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍA á Jaðarsbökkum fimmtudaginn 26. janúar og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþing 2011

Kosningar í stjórn á 66. ársþingi KSÍ - 17.1.2012

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða 28. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Fundað með endurskoðendum félaga - 16.1.2012

Síðastliðinn fimmtudag var endurskoðendum félaga sem undirgangast leyfiskerfið boðið til fundar í höfuðstöðvum KSÍ. Með þessum fundi er reynt að kynna leyfiskerfið betur, beint til endurskoðenda, og ná þannig betra samræmi, fækka athugasemdum sem gerðar eru, og gera allt ferlið öruggara fyrir alla hagsmunaaðila.

Lesa meira
 
UEFA

Ísland er í fjórða sæti á Háttvísilista UEFA - 16.1.2012

Ísland er sem stendur í fjórða sæti á Háttvísilista UEFA (Respect Fair Play) en á þeim lista er tekið tillit til leikja á vegum UEFA frá 1. maí 2011 til 30. apríl 2012. Þær þjóðir sem verða í efstu þremur sætunum á þessum lista, fá í sinn hlut aukasæti í Evrópudeild UEFA 2012/13.

Lesa meira
 
Breiðablik

Unglingadómaranámskeið verður haldið í Smáranum þriðjudaginn 24. janúar - 16.1.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Breiðablik í Smáranum þriðjudaginn 24. janúar og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
ÍBV

ÍBV Íslandsmeistari kvenna innanhúss - 16.1.2012

Stelpurnar í ÍBV tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu - Futsal, um helgina. Þær höfðu sigur í öllum sínum leikjum og enduðu með fullt hús stiga. Fylkisstúlkur urðu í öðru sæti en innbyrðis leikur þessara liða var æsispennandi.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Lokaskiladagur leyfisgagna er á mánudag - 14.1.2012

FH, Stjarnan, KR, ÍBV, ÍR, Þór og Fram hafa skilað leyfisgögnum sínum í vikunni og þar með hafa 16 af þeim 24 félögum (Pepsi-deild karla og 1. deild karla) sem undirgangast leyfiskerfið skilað sínum gögnum. Skilafrestur er til mánudagsins 16. janúar.

Lesa meira
 
Æfingabúðir A landsliða karla í janúar 2012

Æfingabúðunum lokið - 14.1.2012

Eins og kynnt hefur verið valdi Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, tæplega 30 manna hóp sem var kallaður saman til æfinga hér á landi. Þessi hópur hefur æft og fundað stíft síðustu daga. Lars hefur farið ítarlega yfir sínar hugmyndir með leikmönnum og sýnt þær í verki á æfingum.

Lesa meira
 
Frá 65. ársþingi KSÍ

Tilnefningar óskast vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ - 12.1.2012

Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2011. Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi.
Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Gunnleifur inn í æfingahópinn - 12.1.2012

Í kvöld er fyrsta æfingin hjá æfingahóp A karla en þessari æfingahrinu lýkur með æfingaleik á laugardaginn í Kórnum. Gunnleifi Gunnleifssyni hefur verið bætt inn í æfingahópinn en þeir Sölvi Geir Ottesen og Birkir Bjarnason verða ekki með að þessu sinni. Lesa meira
 
Lars á fundi

Lars Lagerbäck fundaði með þjálfurum - 12.1.2012

Landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, Lars Lagerbäck, fundaði í gær með þjálfurum og aðstoðarþjálfurum í efstu tveimur deildum karla í knattspyrnu. Fundurinn var mjög vel sóttur en á honum fór Lars yfir sitt starf og sínar áherslur varðandi þjálfun landsliðsins.
Lesa meira
 
BÍ

Unglingadómaranámskeið í Menntaskólanum á Ísafirði miðvikudaginn 18. janúar - 11.1.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Boltafélag Ísafjarðar í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Ísafirði miðvikudaginn 18. janúar og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.
Lesa meira
 
Fjölnir

Unglingadómaranámskeið í Íþróttahúsinu Dalhúsum Grafarvogi þriðjudaginn 17. janúar - 11.1.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fjölni í Íþróttahúsinu Dalhúsum Grafarvogi þriðjudaginn 17. janúar og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.
Lesa meira
 
Keflavík

Unglingadómaranámskeið í Keflavík - Námskeiðinu frestað - 11.1.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Keflavík í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík mánudaginn 16. janúar og hefst kl. 17:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.
Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

U19 kvenna - Æfingar fara fram um helgina - 11.1.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið leikmannahóp fyrir æfingar um komandi helgi. Æft verður tvisvar sinnum í Kórnum og hefur Ólafur valið 21 leikmann fyrir þessar æfingar.
Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - 22 leikmenn boðaðir á æfingu um komandi helgi - 10.1.2012

Um komandi helgi verða æfingar hjá U17 kvenna og hefur Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, valið 22 leikmenn fyrir þessar æfingar. Æft verður í Kórnum á laugardag og í Egilshöllinni á sunnudag.

Lesa meira
 
A landslið karla

A landslið karla - Æfingaleikur á laugardag í Kórnum - 10.1.2012

Hópur sem Lars Lagerbåck hefur valið, verður við æfingar á næstu dögum og á laugardaginn verður leikinn æfingaleikur í Kórnum. Þá verður hópnum skipt í tvö lið og verður blásið til leiks kl. 15:15. Allir áhugasamir eru boðnir velkomnir til þess að fylgjast með leiknum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót KRR hefst á fimmtudaginn - 10.1.2012

Reykjavíkurmót KRR hefst fimmtudaginn 12. janúar þegar tveir leikir fara fram í A riðli meistaraflokks karla. Víkingur og Leiknir leika þá kl. 19:00 og strax á eftir, eða kl. 21:00, leika Fram og ÍR.  Konurnar hefja svo leik föstudaginn 13. janúar en þá leika KR og Fylkir kl. 19:00 en Þróttur og Fjölnir leika kl. 21:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur fyrir ársþing KSÍ þurfa að berast í síðasta lagi 11. janúar - 10.1.2012

66. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica, laugardaginn 11. febrúar 2012. Tillögur og málefni þau, er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi, skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 11. janúar nk.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ IV þjálfaranámskeið 20. - 22. janúar - Dagskrá tilbúin - 10.1.2012

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu helgina 20.- 22. janúar. Dagskrá námskeiðsins má sjá hér að neðan.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.

Lesa meira
 
IBV-Futsal

ÍBV Íslandsmeistarar innanhúss - 9.1.2012

ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu - Futsal, með því að leggja Víking Ólafsvík í úrslitaleik. Lokatölur urðu 5 - 0 fyrir Eyjamenn sem leiddu í leikhléi með tveimur mörkum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar 2012 - Niðurröðun leikja lokið - 6.1.2012

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2012. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast misskilning. Niðurröðun má sjá á vef KSÍ. Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_054

Breiðablik og Fylkir hafa skilað - 6.1.2012

Breiðablik og Fylkir hafa skilað fylgigögnum, öðrum en fjárhagslegum, með umsóknum sínum um þátttökuleyfi í Pepsi-deildinni 2012. Þar með hafa alls 9 félög skilað, fimm í Pepsi-deild og fjögur í 1. deild. Þetta er svipaður fjöldi og um sama leyti í fyrra, þegar 8 félög voru búin að skila, og sami fjöldi og 2010. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Úrslitakeppni Íslandsmótsins innanhúss hefst í kvöld - 6.1.2012

Í kvöld hefst úrslitakeppni meistaraflokks karla í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu - Futsal og verður leikið í Laugardalshöll. Fjölnir og Fylkir mætast kl. 18:30 og strax á eftir, eða kl. 20:00, leika Leiknir R. og Víðir.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Þjálfaraferð með norska þjálfarafélaginu - 6.1.2012

Knattspyrnuþjálfarafélaginu hefur tekist að fá nokkur sæti með norska þjálfarafélaginu í ferð til Englands. Farið verður í febrúar en tilkynna þarf þátttöku fyrir 15. janúar.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Heiðar Helguson útnefndur Íþróttamaður ársins 2011 - 5.1.2012

Knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins árið 2011 en það eru samtök íþróttafréttamanna sem velja. Valið var tilkynnt í kvöld við athöfn að Grand Hótel en það eru ÍSÍ og Samtök íþróttafréttamanna sem stóðu sameiginlega að athöfninni. Þetta er í 56. skiptið sem íþróttamaður ársins er útnefndur.
Lesa meira
 
Fæðubótarefni geta verið varasöm

Lyfjaeftirlitsmál - Nýr bannlisti WADA tók gildi 1. janúar 2012 - 5.1.2012

Að venju tók nýr bannlisti WADA (alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin) gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Ekki er um veigamiklar breytingar á listanum, en þær helstu snúa að undanþágum vegna astmalyfja.

Lesa meira
 
Sindri

Unglingadómaranámskeið á Höfn Hornafirði - Fer fram 11. janúar - 5.1.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Sindra í Nýheimum þriðjudaginn 10. janúar og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6991

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2012 - 4.1.2012

Póstlagðar hafa verið þátttökutilkynningar til aðildarfélaga KSÍ og munu þær því berast til félaganna á næstu dögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Æfingahópur valinn - 4.1.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 29 leikmenn til þess að æfa sunnudaginn 15. janúar. Æfingin er liður í undirbúningi fyrir leik gegn Aserbaídsjan í undankeppni EM sem fram ytra, 29. febrúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skiladagur leyfisgagna færður til 16. janúar - 3.1.2012

Skiladegi leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, hefur verið ýtt aftur um einn dag, þar sem 15. janúar, sem er skiladagur samkvæmt leyfisreglugerð, kemur upp á sunnudegi. Skilafrestur fjárhagsgagna helst þó óbreyttur mánudaginn 20. febrúar. Lesa meira
 
Ergo

Fundað með endurskoðendum leyfisumsækjenda - 3.1.2012

KSÍ hefur boðið endurskoðendum og fulltrúum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ á fund um fjárhagshluta leyfiskerfis KSÍ 12. janúar næstkomandi. Farið verður yfir grunnatriði leyfiskerfis KSÍ, þær reglur sem gilda og það vinnulag sem krafist er við undirbúning fjárhagslegra leyfisgagna.

Lesa meira
 
isi_merki

Ferðasjóður íþróttafélaga - Skila þarf fyrir miðnætti 9. janúar - 3.1.2012

Minnt er á að umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga vegna keppnisferða á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót á árinu 2011 verða að berast fyrir miðnætti þann 9. janúar 2012. Á miðnætti þann dag verður umsóknarsvæðinu lokað og gögnin færð yfir í gagnagrunn til úrvinnslu. Það verður því ekki mögulegt að taka við umsóknum eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Lesa meira
 
U17-2001-0012

U17 og U19 karla - Fyrstu æfingar á nýju ári - 2.1.2012

Fyrstu landsliðsæfingar á nýju ári eru fyrirhugaðar um komandi helgi og verða þá æfingar hjá U17 og U19 karla. Tveir hópar verða á ferðinni hjá U17 og hafa landsliðsþjálfararnir, Kristinn R. Jónsson og Gunnar Guðmundsson, valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ IV þjálfaranámskeið 20. - 22. janúar 2012 - 2.1.2012

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu helgina 20.- 22. janúar. Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu og verður birt síðar.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög