Fréttir

flugeldar_2007

Gleðilegt nýtt ár - Áramótakveðjur frá KSÍ - 31.12.2012

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári.

Skrifstofan opnar aftur á nýju ári, miðvikudaginn 2. janúar.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson

U21 karla - Eyjólfur Sverrisson áfram með liðið - 27.12.2012

Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára. Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005. Lesa meira
 
jolakort-ksi-2012

Gleðileg jól - Hátíðarkveðja frá KSÍ - 21.12.2012

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu.

GLEÐILEG JÓL!

Lesa meira
 
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 kvenna

U19 kvenna - Ólafur Þór Guðbjörnsson áfram með liðið - 21.12.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U19 kvenna en hann hefur gert samning út næstu tvö tímabil. Ólafur er svo sannarlega enginn nýgræðingur þegar kemur að þjálfun yngri landsliða Íslands en hann byrjaði að þjálfa U17 kvenna árið 1997. Lesa meira
 
Frá grasrótarheimsókn á Ísafjörð í júlí 2008

KSÍ IV þjálfaranámskeið 11. - 13. janúar 2013 - 21.12.2012

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu helgina 11.-13. janúar 2013.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.

Lesa meira
 
Kristinn_R._Jonsson

U19 karla - Kristinn R. Jónsson áfram þjálfari - 20.12.2012

Kristinn Rúnar Jónsson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U19 karla en hann tók við því starfi í desember 2006. Nýr samningur við Kristin er til tveggja ára. Kristinn hefur víðtæka reynslu úr þjálfun og hefur m.a. þjálfað meistaraflokka karla hjá ÍBV og Fram. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Umsóknir í Mannvirkjasjóð KSÍ 2013 - 20.12.2012

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.

Lesa meira
 
Merki FIFA

Íslenskir FIFA dómarar 2013 - 19.12.2012

FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2013 og er listinn óbreyttur frá síðasta ári.  Íslenskir FIFA dómarar fyrir árið 2013 eru eftirfarandi: Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

A karla - Ísland upp um 6 sæti - 19.12.2012

Íslenska karlalandsliðið fer upp um 6 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Ísland er í 90. sæti listans en Spánverjar halda sem fyrr fast í toppsæti listans. Landslið frá Evrópu raða sér í 10 af 12 efstu sætum listans að þessu sinni. Lesa meira
 
Thjodsongur

A kvenna - 42 leikmenn valdir í undirbúningshóp - 18.12.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið 42 leikmenn í undirbúningshóp fyrir verkefni komandi árs. Fundur verður haldinn með hópnum á milli jóla og nýárs þar sem farið verður yfir verkefni næsta árs. Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþing 2012

Knattspyrnuþing 2013 - Fjöldi þingfulltrúa - 17.12.2012

67. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Nordica Hótel, laugardaginn 9. febrúar næstkomandi. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar:

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Vináttulandsleikur gegn Wales 6. febrúar - 17.12.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Wales hafa komist að samkomulagi um að U21 karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 6. febrúar næstkomandi. Leikið verður á Steabonheath Park í Llanelli í Wales. Lesa meira
 
Dans

A kvenna - Leikið við Dani 20. júní - 17.12.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Danmörku 20. júní. Þetta verður að öllum líkindum síðasti leikur Íslands áður en úrslitakeppni EM hefst í Svíþjóð 10. júlí.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum - Ný reglugerð um 5 manna bolta - 14.12.2012

Á fundi stjórnar KSÍ sem fram fór á Selfossi, 13. desember, voru samþykktar nokkrar reglugerðarbreytingar og einnig samþykkt ný reglugerð um 5 manna bolta. Þessar breytingar má finna hér til vinstri, undir "Dreifibréf til félaga" og eru breytingarnar í dreifibréfi nr. 13. Lesa meira
 
Þorlákur Árnason

U17 karla - Þorlákur Árnason ráðinn landsliðsþjálfari - 14.12.2012

Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U17 karla og tekur við af Gunnari Guðmundssyni. Þorlákur hefur m.a. þjálfað meistaraflokka karla hjá Val, Fylki og Stjörnunni ásamt því að hafa þjálfað fjölda yngri flokka. Hann náði frábærum árangri sem þjálfari U17 kvenna og fór m.a. með liðið í fjögurra liða úrslit á EM 2011.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

A kvenna - Riðlaskiptingin tilbúin fyrir Algarve-bikarinn - 12.12.2012

Algarvemótið fer fram dagana 6. - 13. mars en þar mætast flest af sterkustu kvennalandsliðum heims. Tólf landslið taka þátt í mótinu en átta sterkustu þjóðunum er skipt í tvo riðla og leikur Ísland í B-riðli með Bandaríkjunum, Svíþjóð og Kína. Lesa meira
 
Merki FIFA

Knattspyrnulögin 2012/2013 - 12.12.2012

Á heimasíðunni má finna uppfærða íslenska útgáfu af knattspyrnulögum FIFA 2012/2013. Lögin eru með skýringarmyndum og þar má einnig finna túlkun knattspyrnulaganna og leiðbeiningar til dómara. Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2012

Íslensk knattspyrna 2012 komin út - 12.12.2012

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2012 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 32. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.  Bókin er 256 blaðsíður og þar af 112 síður í lit. Hún er prýdd um 370 myndum, m.a. liðsmyndum af sigurvegurum í öllum flokkum á Íslandsmótinu.
Lesa meira
 
byrjunarlið

A kvenna - Vináttulandsleikur gegn Skotum 1. júní á Laugardalsvelli - 11.12.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Skotlands hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní 2013. Leikurinn er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð sem hefst 10. júlí.

Lesa meira
 
U17-hopurinn-til-Sloveniu

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um helgina - 10.12.2012

Framundan eru úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og fara æfingarnar fram um komandi helgi í Kórnum og Egilshöll. Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar og má sjá þá hér að neðan.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2013 - 10.12.2012

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2013 hefur verið birt á vef KSÍ. Best er að skoða leiki á vef KSÍ undir "mótamál" á forsíðunni og velja svo leiki félaga. Athugasemdir við niðurröðun leikja ber að skila í síðasta lagi fimmtudaginn 27. desember. Lesa meira
 
KÞÍ

Frá aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands - 7.12.2012

Á aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands útnefndi félagið þjálfara ársins á efstu deildum karla og kvenna. Heimir Guðjónsson þjálfari Íslandsmeistara FH var útnefndur þjálfari ársins í Pepsi-deild karla fyrir árið 2012 og Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Íslandsmeistara Þórs/KA var útnefndur þjálfari ársins í Pepsi-deild kvenna fyrir árið 2012. Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti kvenna - Ísland í 15. sæti - 7.12.2012

Á nýjum styrkleikalista FIFA kvenna, sem út kom í morgun, er Ísland í 15. sæti og fer upp um eitt sæti frá því að listinn var birtur síðast. Bandaríkin eru sem fyrr í efsta sæti listans en litlar breytingar eru á meðal efstu þjóða. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Gylfi og Þóra valin knattspyrnufólk ársins - 6.12.2012

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Þóru Björgu Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2012. Þetta er í níunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Lesa meira
 
Nystuka2007-0137

Fundað með leyfisfulltrúum félaga vegna leyfisferlisins 2013 - 5.12.2012

Á þriðjudag var fundað með leyfisfulltrúum félaga sem undirgangast leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2013. Fundurinn, sem er árviss viðburður, var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Alls áttu 13 félög fulltrúa á fundinum.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið gegn Belgum, Frökkum og Norður Írum - 5.12.2012

Í dag var dregið í undankeppni EM hjá U19 karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Ísland er í riðli með Belgíu, Frakklandi og Norður Írlandi. Leikið verður í Belgíu dagana 10. - 15. október. Tvær efstu þjóðirnar komast áfram í milliriðla en úrslitakeppnin sjálf fer svo fram í Ungverjalandi 2014.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Leikið í Rússlandi í undankeppni EM 2013/14 - 5.12.2012

Í dag var dregið í undankeppni EM hjá U17 karla og voru íslensku strákarnir dregnir í riðil með Rússlandi, Slóvakíu og Aserbaídsjan. Riðillinn verður leikinn í Rússlandi dagana 21. - 26. september. Tvær efstu þjóðirnar í riðlunum 13 komast áfram í milliriðla ásamt þeirri þjóð sem bestan árangur verður með í þriðja sæti.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuþing 2013 - Boðun - 4.12.2012

67. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Nordica Hótel 9. febrúar nk. Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 9. janúar næstkomandi. Lesa meira
 
U17-kvenna---Varamenn-gegn-Tekkum

U16, U17 og U19 kvenna - Landsliðsæfingar um helgina - 4.12.2012

Um komandi helgi fara fram landsliðsæfingar hjá þremur landsliðum kvenna, U16, U17 og U19 kvenna. Þjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar og eru alls 96 leikmenn boðaðir á þessar æfingar.

Lesa meira
 
UEFA - Knattspyrnusamband Evrópu

Ítarleg tölfræðiskýrsla UEFA um kvennaknattspyrnu - 3.12.2012

UEFA hefur nýverið sent aðildarsamböndum sínum ítarlega tölfræðiskýrslu sem unnin var um kvennaknattspyrnu í Evrópu. Mikil rannsóknarvinna er á bak við skýrsluna, sem verður birt opinberlega eftir áramót og mun hún þá verða birt í heild sinni á vef KSÍ.

Lesa meira
 
Magni_Mohr

Magni Mohr – hraða- og snerpuþjálfun, upphitun og endurheimt - 3.12.2012

Helgina 19.-20. janúar 2013 mun Magni Mohr koma aftur hingað til lands og halda námskeið ætlað knattspyrnuþjálfurum. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið hraða- og snerpuþjálfun, upphitun og endurheimt knattspyrnumanna.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Tékklandi - 3.12.2012

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Viktoria Plzen frá Tékklandi og Atletico Madrid frá Spáni í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Plzen á fimmtudaginn. Aðstoðardómarar verða Sigurður Óli Þorleifsson og Frosti Viðar Gunnarsson og aukaaðstoðardómarar þeir Þorvaldur Árnason og Gunnar Jarl Jónsson. Fjórði dómari verður Gunnar Sverrir Gunnarsson.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Ísland vinnur til UEFA verðlauna - 30.11.2012

Á árlegri verðlaunaafhendingu UEFA fyrir markaðsmál tengd knattspyrnu, sem fram fór í gærkvöldi í Róm, hlaut Ísland verðlaun fyrir markaðssetningu á Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Fimmtán þjóðir kepptu við Ísland í flokknum "Best Sponsorship Activation", en sá flokkur þykir afar eftirsóttur og mörg glæsileg verkefni sem keppa um sigur.

Lesa meira
 
Sigurdur-Ragnar-Eyjolfsson

Getuskipting í þjálfun yngri flokka - Viðtal við Sigurð Ragnar Eyjólfsson - 29.11.2012

Nokkur umræða hefur verið á síðustu dögum varðandi þjálfun yngri flokka í knattspyrnu og getuskiptingu sem notuð er í þeirri þjálfun.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun og fjallaði um þetta málefni. Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigurð hér.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Tækniþjálfun - Coerver Coaching - 28.11.2012

Dagana 5 .- 6. janúar mun KSÍ bjóða þjálfurum upp á námskeið í tækniþjálfun. Hingað til lands kemur Brad Douglass en hann starfar sem Technical Director hjá Coerver Coaching í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Margir ættu að kannast við hollenska þjálfarann Wiel Coerver sem var á sínum tíma brautryðjandi á sviði tækniþjálfunar og byggist Coerver Coaching á hans hugmyndafræði.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Tveir hópar æfa um helgina - 27.11.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið tvo hópa til æfinga um komandi helgi. Æft verður í Kórnum og æfir annar hópurinn laugardaginn 1. desember og hinn hópurinn, sunnudaginn 2. desember.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum - Samþykktar á stjórnarfundi 22. nóvember - 27.11.2012

Á stjórnarfundi KSÍ, þann 22. nóvember síðastliðinn, voru samþykktar breytingar á reglugerðum KSÍ og má finna þessar breytingar undir "Dreifibréf til félaga" hér til vinstri á síðunni. Sérstaklega er mikilvægt að aðildarfélög kynni sér viðamiklar breytingar sem hafa orðið á reglugerð um knattspyrnumót. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Úrtaksæfingar á Norðurlandi - 27.11.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um komandi helgi í Boganum á Akureyri. Valdir eru 33 leikmenn á þessar æfingar og koma þeir frá sex félögum á Norðurlandi. Lesa meira
 
U17-hopurinn-til-Sloveniu

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 27.11.2012

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða þessar æfingar í Kórnum og Egislhöll. Þjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Ferðasjóður íþróttafélaga - Umsóknarfrestur til 7. janúar - 22.11.2012

Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga hefur verið opnað. Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða á árinu 2012 rennur út á miðnætti mánudaginn 7. janúar 2013. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sent inn umsóknir í sjóðinn.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Skipta íþróttir máli? - 22.11.2012

Ráðstefna Háskóla Íslands og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um stöðu íþrótta í íslensku samfélagi verður haldin miðvikudaginn 28. nóvember nk. klukkan 13.00-16.30. Ráðstefnan verður í Hátíðarsal Háskóla Íslands og er þátttaka öllum að kostnaðarlausu. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Aðalfundur KÞÍ fimmtudaginn 6. desember - 21.11.2012

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 6. desember n.k. klukkan 20:00.

Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

Milliriðill U19 kvenna - Leikið í Portúgal - 20.11.2012

Ísland er í riðli með Finnlandi, Norður Írlandi og Portúgal í milliriðli EM U19 kvenna en dregið var í dag. Leikið verður í Portúgal, dagana 4. - 9. apríl á næsta ári en stelpurnar tryggðu sér sæti í milliriðlum þegar þær léku í Danmörku í október. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Leikið í Búlgaríu í undankeppninni 2013/14 - 20.11.2012

Í dag var í höfuðstöðvum UEFA í Sviss, dregið í undankeppni EM U19 kvenna 2013/14 og dróst Ísland í riðil með Frakklandi, Slóvakíu og Búlgaríu. Leikið verður í Búlgaríu dagana 21. - 26. september 2013. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Opin mót 2013 - 20.11.2012

Félögum sem halda opin mót 2013 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður á póstfangið thorvaldur@ksi.is.  Upplýsingarnar verður að finna í lista undir Opin mót hér til vinstri á síðunni. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Stelpurnar leika í Moldavíu - 20.11.2012

Í dag var dregið í riðla í undankeppni EM U17 kvenna 2013/2014 og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Ísland er í riðli með Lettlandi, Ungverjalandi og Moldavíu og verður leikið í síðastnefnda landinu, dagana 30. júlí - 4. ágúst 2013. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Úrtaksæfingar U16 karla í Boganum 24. og 25. nóvember - 19.11.2012

Úrtaksæfingar fyrir U16 landslið karla (leikmenn fæddir 1998) fara fram í Boganum á Akureyri um komandi helgi, laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. nóvember. Alls hafa 24 leikmenn frá átta félögum á Norðurlandi verið boðaðir til æfinga. Lesa meira
 
U17-kvenna-byrjunarlid-gegn-Eistlandi

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar 24. - 25. nóvember - 16.11.2012

Helgina 24. - 25. nóvember verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna. Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa á þessar æfingar sem fara fram í Kórnum og Egilshöll. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisferlið fyrir 2013 hafið - 16.11.2012

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ hefur þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild karla 2013 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst. Keflvíkingar hafa þegar skilað leyfisgögnum og eru því fyrstir annað árið í röð.

Lesa meira
 
Futsal  Ísland - Lettland

Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu hefst um helgina - 16.11.2012

Keppni í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu hefst um helgina þegar riðlakeppni hefst í karlaflokki. Keppt er í þremur riðlum um helgina og verður leikið í Vestmannaeyjum, Ólafsvík og Grafarvogi. Lesa meira
 
Jóhann Berg skorar á móti Andorra

Öruggur sigur á Andorra - 14.11.2012

Ísland bar sigur af Andorra í kvöld í vináttulandsleik sem leikinn var í Andorra. Loktaölur urðu 0 - 2 og komu mörkin í sínum hvorum hálfleiknum.  Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrra mark Íslands en Rúnar Már Sigurjónsson gerði það síðara, í sínum fyrsta landsleik.

Lesa meira
 
Andorra

Byrjunarliðið gegn Andorra - 14.11.2012

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Andorra í vináttulandsleik í kvöld kl. 18:00. Leikið er í Andorra en einn nýliði er í byrjunarliðinu að þessu sinni, Rúnar Már Sigurjónsson. Bent er á að hægt verður að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á Facebooksíðu KSÍ. Einnig verður hægt að horfa á leikinn á netinu.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - 45 leikmenn valdir í æfingahóp - 14.11.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið æfingahóp fyrir æfingar sem fram fara um komandi helgi í Kórnum. Alls eru 45 leikmenn í þessum hóp og koma þeir frá 20 félögum.

Lesa meira
 
Island-Noregur-(3)

A karla - Leikið við Andorra í kvöld - 14.11.2012

Íslenska karlalandsliðið mætir Andorra í vináttulandsleik í kvöld og er leikið á Andorra. Leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma en þetta er í fimmta skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla og hafa Íslendingar unnið allar fjórar viðureignirnar til þessa.

Lesa meira
 
Guðrún Inga Sívertsen

Baráttudagur gegn einelti - Ávarp - 13.11.2012

Knattspyrnuhreyfingin á Íslandi telur fleiri tugi þúsunda einstaklinga og er þverskurður af okkar samfélagi. Við í hreyfingunni erum meðvituð um okkar ábyrgð. KSÍ hefur til dæmis nú í nokkur ár staðið fyrir verkefninu leikur án fordóma. Hluti þess er barátta gegn einelti með fræðslu til iðkenda, þjálfara og foreldra. Einelti kemur okkur öllum við, því við erum liðsheild, ein stór fjölskylda.

Lesa meira
 
lars-lagerback-face-2012

"Ekkert er svo slæmt að það færi okkur ekkert gott" - 12.11.2012

A landslið karla leikur vináttulandsleik við Andorra ytra á miðvikudag er er það síðasti leikur íslenska liðsins á þessu ári. Í viðtalið við vef KSÍ voru Lars Lagerbäck, þjálfari liðsins, og Gauti Laxdal læknir m.a. spurðir út í mikilvægi leiksins og meiðsli leikmanna.

Lesa meira
 
Ísland-Sviss 2012 (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

Jón Daði og Garðar í hópinn sem mætir Andorra - 11.11.2012

Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson eiga allir við meiðsli að stríða og hafa dregið sig úr landsliðshópnum sem mætir Andorra í vináttuleik ytra á miðvikudag. Jón Daði Böðvarsson og Garðar Jóhannsson koma í hópinn í þeirra stað.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslandsmeistarar FH hefja leik á heimavelli í Pepsi-deild karla - 10.11.2012

Á fundi formanna- og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ í dag var m.a. dregið í töfluröð í landsdeildum. Íslandsmeistarar síðasta keppnistímabils byrja bæði titilvörnina á heimavelli, FH mætir Keflavík í Pepsi-deild karla og Þór/KA leikur gegn FH í Pepsi- deild kvenna. Lesa meira
 
2013 women

Ísland í riðli með Þýskalandi, Noregi og Hollandi - 9.11.2012

Í dag var dregið í riðla fyrir úrslitakeppni EM kvenna sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Ísland mun leika í B riðli og leikur þar við Þýskaland, Noreg og Holland. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Noregi í Kalmar, fimmtudaginn12. júlí.

Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

Æfingar U17 og U19 karla - 17. - 18. nóvember - 9.11.2012

Framundan eru úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla en þær fara fram helgina 17. og 18. nóvember næstkomandi. Æft verður í Kórnum og Egilshöll og hafa landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, valið hópa fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
2013 women

Úrslitakeppni EM kvenna - Dregið í riðla í dag - 9.11.2012

Í dag verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM kvenna en hún fer fram í Svíþjóð á næsta ári, nánar tiltekið 10. - 28. júní. Drátturinn fer fram í Gautaborg og hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá drættinum á RÚV og einnig er hægt að fylgjast með á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
logo-VGE-stondum-saman1

Kvennalandsliðið fær viðurkenningu á baráttudegi gegn einelti - 8.11.2012

Kvennalandsliðið fékk í dag afhenta viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna fengu þær afhenta í Þjóðmenningarhúsinu í dag en þar fór fram athöfn í tilefni af baráttudegi gegn einelti sem er í dag, 8. nóvember. Það var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sem afhenti viðurkenninguna.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6935

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna - 8.11.2012

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.  Hægt er að áfrýja flokkun leikmanns til samninga- og félagaskiptanefndar.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í 96. sæti á FIFA-listanum - 7.11.2012

A landslið karla hækkar um eitt sæti milli mánaða á styrkleikalista FIFA og er í 96. sæti á nýútgefnum lista. Ef aðeins Evrópuþjóðir eru teknar með í reikninginn er Ísland í 40. sæti.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sætinu og Þjóðverjar koma næstir. Lesa meira
 
Lars-Lagerback

"Vináttulandsleikir eru góður vettvangur til að prófa nýja hluti með liðið" - Viðtal við Lars Lagerbäck - 5.11.2012

Framundan er vináttulandsleikur gegn Andorra sem fram fer ytra, miðvikudaginn 14. nóvember. Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn og heyrði heimasíðan aðeins í Lars vegna þessa verkefnis. Lesa meira
 
Island-Noregur-(3)

A karla - Hópurinn valinn fyrir vináttulandsleik gegn Andorra - 5.11.2012

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp fyrir vináttulandsleik gegn Andorra sem fram fer ytra, 14. nóvember næstkomandi. Einn leikmaður í hópnum hefur ekki leikið A landsleik, Rúnar Már Sigurjónsson úr Val.  Þetta er í fimmta skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla.

Lesa meira
 
U17-kvenna-byrjunarlid-gegn-Eistlandi

U17 og U19 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 5.11.2012

Æfingar fara fram um komandi helgi hjá U17 og U19 kvenna og verður æft í Kórnum og Egilshöll. Þjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lengjubikarinn 2013 - Þátttökutilkynning - 5.11.2012

Þátttökutilkynningar vegna Lengjubikarsins 2013 hafa verið sendar út á aðildarfélög en frestur til að tilkynna þátttöku er til sunnudagsins 18. nóvember.  Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2012 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2013 hafa heimild til að senda lið til keppni.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Tyrklandi - 5.11.2012

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Fenerbache frá Tyrklandi og AEL Limassol frá Kýpur í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Istanbul á fimmtudaginn. Þessi félög leika í C riðli keppninnar og er tyrkneska liðið á toppi riðilsins Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Georgíu - 31.10.2012

Strákarnir í U19 töpuðu í dag gegn Georgíu í undankeppni EM en leikið var í Króatíu. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Georgíumenn. Íslendingar sitja því eftir en Georgíumenn fara áfram í milliriðla, ásamt Króatíu sem lögðu Asera 7 - 1. Lesa meira
 
Futsal  Ísland - Lettland

Drög að keppni meistaraflokka í Íslandsmótinu í Futsal 2013 - 31.10.2012

Drög hafa verið birt af niðurröðun í keppni meistaraflokka í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu – Futsal og má finna þau hér á heimasíðunni. Vakin er athygli á breyttu keppnisfyrirkomulagi en keppt er í hraðmótsfyrirkomulagi bæði hjá körlum og konum en úrslitakeppnin fer fram 5. – 6. janúar 2013. Lesa meira
 
Stjörnuvöllur

Ný leyfisreglugerð sem tekur gildi 1. nóvember 2012 - 31.10.2012

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 25. október 2012, með fyrirvara um samþykki UEFA, leyfisreglugerð KSÍ sem tekur gildi 1. nóvember 2012.  Rétt er að vekja sérstaka athygli á breytingum í reglugerðinni er snúa að fjárhagslegri háttvísi félaga.

Lesa meira
 
ISL_01

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Georgíu - 31.10.2012

Strákarnir í U19 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en leikið er í Króatíu.  Leikið verður í dag gegn Georgíu og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Framlag til félaga vegna leyfiskerfis hækkað - 30.10.2012

Á fundi stjórnar KSÍ þann 25. október sl. var samþykkt að hækka þær fjárhæðir sem félög er undirgangast leyfiskerfið fá, en með því er verið að bregðast við óskum er fram komu á fundum með aðildarfélögum fyrr á þessu ári. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formanna- og framkvæmdastjórafundur í höfuðstöðvum KSÍ 10. nóvember - 30.10.2012

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 10. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 12.00 - 15.00.   Um kl. 14.00 verður dregið í töfluröð í Pepsi-deild, 1., 2. deild og 3. deild karla og Pepsi-deild kvenna á sama stað. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 30.10.2012

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og fara þær fram í Kórnum og Egilshöll. Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Framlög UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga árið 2012 - 29.10.2012

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2011/2012 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Dýrmætt stig í sarpinn - 28.10.2012

Strákarnir í U19 náðu í dýrmætt stig í dag þegar þeir gerðu jafntefli við heimamenn í Króatíu í öðrum leik þeirra í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 2 - 2 eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Síðasta umferðin fer fram á miðvikudaginn en þá leikur Ísland við Georgíu Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Króötum - 28.10.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið byrjunarliðið er mætir Króatíu í dag í undankeppni EM. Leikið er í Króatíu en þessar þjóðir unnu báðar fyrstu leiki sína. Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
ISL_01

U19 karla - Aserar lagðir í fyrsta leik - 26.10.2012

Strákarnir í U19 byrjuðu undankeppni EM vel þegar þeir lögðu Asera í fyrsta leik sínum í undankeppninni en riðillinn er leikinn í Króatíu. Lokatölur urðu 2 - 1 og komu öll mörk leiksins í fyrri hálfleik.

Lesa meira
 
Thjodsongur

Áhorfendamet! - Kærar þakkir fyrir stuðninginn - 26.10.2012

Áhorfendamet á kvennalandsleik var sett í gærkvöldi þegar 6.647 áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn og studdu stelpurnar okkar til Svíþjóðar. Stemningin var frábær og átti stærri þátt í þessum sigri heldur en kannski flestir geta ímyndað sér.

Lesa meira
 
Hólmfríður og Sif

Afreksstyrkur til kvennalandsliðsins - 26.10.2012

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að veita íslenska kvennalandsliðinu 10 milljón króna afreksstyrk vegna glæsilegs árangurs í undankeppni EM. Sem kunnugt er tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð sem fram fer 10. – 28. júlí á næsta ári.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Aserbaídsjan í dag - 26.10.2012

Strákarnir í U19 hefja í dag leik í undankeppni EM en leikið er í Króatíu. Fyrsti leikur Íslands er gegn Aserbaídsjan og hefst hann kl. 13:30 að íslenskum tíma. Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
UEFA

Dregið í riðla á EM 9. nóvember - 25.10.2012

Dregið verður í riðla í úrslitakeppni EM föstudaginn 9. nóvember kl. 18:30 (CET) í Gautaborg.  Dregið verður í þrjá fjögurra liða riðla þar sem liðin eru flokkuð samkvæmt árangri í undanförnum 3 EM/HM keppnum.

Lesa meira
 
2013 women

Ísland á EM! - 25.10.2012

Það var metaðsókn á k vennalandsleik í kvöld þegar Ísland lagði Úkraínu með þremur mörkum gegn tveimur. Það voru 6.647 áhorfendur sem sáu stelpurnar tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð í júlí á næsta ári. Boðið var upp á hörkuleik í kvöld þar sem íslenska liðið byrjaði betur en gestirnir gáfust alls ekki upp og jöfnuðu metin.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aron fær formlega áminningu frá landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck - 25.10.2012

Stjórn KSÍ harmar ummæli þau sem Aron Einar Gunnarsson lét falla fyrir landsleik Albaníu og Íslands í undankeppni HM 12. október sl. Ummælin voru ósæmileg og á engan hátt í takt við það starf KSÍ að efla háttvísi sem og samskipti og skilning þjóða á milli.

Lesa meira
 
Úkraína

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu - 25.10.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Úkraínu í umspilsleik fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð. Sigurður Ragnar stillir upp sama byrjunarliði og í fyrri leiknum og það sama má segja um mótherjana. Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Ísland mætir Úkraínu - Mætum tímanlega á völlinn - 25.10.2012

Það styttist í leik Íslands og Úkraínu sem hefst á Laugardalsvelli kl. 18:30. Ljóst er að aðsókn verður góð enda sæti í úrslitakeppninni í húfi. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega á völlinn til að forðast biðraðir við innganginn en völlurinn opnar kl. 17:40. Miðasala er í gangi á midi.is og á Laugardalsvelli fram að leik. Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna - Danskur sigur í síðasta leik - 25.10.2012

Stelpurnar í U19 töpuðu í dag gegn Dönum í síðasta leik liðsins í undankeppni EM en leikið var í Danmörku. Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir heimastúlkur eftir að þær höfðu leitt, 2 - 0, í leikhléi. Báðar þjóðirnar höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í milliriðlum sem fram fara á næsta ári. Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna - Byrjunarliðið er mætir Dönum - 25.10.2012

Stelpurnar í U19 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn í Danmörku. Mótherjarnir í dag eru heimastúlkur en efsta sæti riðilsins er í húfi.  Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, tilkynnt byrjunarliðið fyrir þennan leik  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland mætir Úkraínu í kvöld kl. 18:30 - 25.10.2012

Ísland tekur á móti Úkraínu í kvöld í seinni umspilsleik þjóðanna um sæti í úrslitakeppni EM kvenna 2013. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 18:30. Miðasala á leikinn er í gegnum miðasölukerfi hjá mid.is og einnig er hægt að kaupa miða í miðasölu Laugardalsvallar frá kl. 13:00.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Þú getur breytt heiminum! - 24.10.2012

Venjulega koma á milli 3.000 og 4.000 manns á landsleikina okkar en mest hafa komið 6.000 manns á völlinn. En ég vil fá 10.000 manns! Með því að það verður uppselt á kvennalandsleikinn breytum við heiminum. Ekki bara hjá þeim 18 stelpum sem klæðast landsliðstreyjunni í leiknum. Heldur í huga allra lítilla stúlkna sem æfa íþróttir á Íslandi.

Lesa meira
 
U16-1996-0007

Æfingaáætlun yngri landsliða veturinn 2012 - 2013 - 23.10.2012

Æfingaáætlun yngri landsliða fyrir veturinn 2012 - 2013 liggur nú fyrir og má finna hana hér að neðan. Félög eru beðin um að kynna sér hana og koma henni til viðeigandi aðila til að hafa í huga við skipulagningu leikja og æfinga.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Gunnar Jarl og Birkir dæma í Belgíu - 23.10.2012

Gunnar Jarl Jónsson og Birkir Sigurðarson verða við störf næstu daga í Belgíu þar sem þeir dæma í undankeppni EM U17 karla. Þjóðirnar sem leika í þessum riðli eru, auk heimamanna, Holland, Lettland og Litháen. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 og U17 kvenna - Breyttir tímar á æfingum helgarinnar - 23.10.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið æfingahópa hjá U16 og U17 kvenna en æfingar hjá þessum hópum fara fram um komandi helgi. Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og Kórnum.

Lesa meira
 
Packie Bonner

KSÍ markmannsþjálfaragráða - Hefst í nóvember - 22.10.2012

Í næsta mánuði verður í fyrsta sinn farið af stað með KSÍ markmannsþjálfaragráðu. Um er að ræða veigamikið verkefni en markmiðið með KSÍ markmannsþjálfaragráðunni er að bæta við sérþekkingu markmannsþjálfara hér á landi. Námskeiðið mun standa yfir frá nóvember 2012 til apríl 2013. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ III þjálfaranámskeið 9. - 11. nóvember 2012 - 22.10.2012

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 9.-11. nóvember. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna – Fimm marka sigur á Moldavíu - 22.10.2012

Stelpurnar í U19 lögðu stöllur sínar frá Moldavíu örugglega í dag í undankeppni EM en þetta var annar leikur liðsins í riðlinum sem leikinn er í Danmörku. Lokatölur urðu 5 – 0 fyrir Ísland en þær leiddu með þremur mörkum í leikhléi.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Úkraína - A passar gilda við innganginn - 22.10.2012

Handhafar A passa KSÍ 2012 geta sýnt passann við innganginn þegar komið er á leik Íslands og Úkraínu, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30. Ekki þarf að sækja miða á skrifstofu KSÍ heldur gildir skírteinið við innganginn.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Úkraína - Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja - 22.10.2012

Frítt er inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á leik Íslands og Úkraínu, seinni umspilsleiknum á milli þjóðanna þar sem leikið er um sæti í úrslitakeppni EM 2013. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október og hefst kl 18:30. Hægt er að framvísa viðeigandi skírteinum við innganginn og þarf því ekki að sækja miða áður á skrifstofu KSÍ.

Lesa meira
 
byrjunarlið

A kvenna - Seinni leikurinn við Úkraínu á fimmtudaginn - 22.10.2012

Stelpurnar gerðu góða ferð til Úkraínu þar sem þær lögðu heimastúlkur í hörkuleik, 2 – 3, en seinni leikurinn verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30. Miðasala á þann leik er nú hafin og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til þess að tryggja sér miða í tíma og styðja stelpurnar til Svíþjóðar. Miðasala er sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
U19-kvenna-byrjunarlid-Slovakia

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Moldavíu - 22.10.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Moldavíu í dag. Leikið verður í Esbjerg í Danmörku og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Minnt er á að hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Stórt skref stigið í átt til Svíþjóðar - 20.10.2012

Íslenska kvennalandsliðið steig í dag stórt skref í átt að sæti í lokakeppni EM 2013 í Svíþjóð næsta sumar. Skrefið var stigið með því að leggja Úkraínu 3-2 í Sevastopol í fyrri umspilsleik liðanna. Seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvelli fimmtudaginn 25. október. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Frábær fjögurra marka sigur hjá U19 kvenna - 20.10.2012

U19 landslið kvenna hóf undankeppni EM með glæsibrag í fyrsta leik gegn Slóvakíu, en riðillinn fer fram í Danmörku. Fjögur mörk í síðari hálfleik tryggðu íslenskan sigur og íslenska liðið hefur þar með stimplað sig rækilega inn.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Byrjunarlið Íslands í Sevastopol - 20.10.2012

Eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt mætir A landslið kvenna Úkraínu í fyrri viðureign liðanna í umspili fyrir EM í dag. Leikurinn fer fram í Sevastopol og hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Íslands, hefur tilkynnt byrjunarliðið í dag.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Slóvakíu í dag - 20.10.2012

U19 landslið kvenna hefur í dag leik í undankeppni EM 2013 og fer riðill Íslands fram í Danmörku. Fyrstu mótherjarnir eru Slóvakía og hefst leikurinn kl. 10:00 í dag að íslenskum tíma. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Frá Sevastopol

Stelpurnar æfðu á keppnisvellinum í dag - 19.10.2012

Kvennalandsliðið æfði á keppnisvellinum í Sevastopol í dag en þetta var lokaæfing liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Úkraínu á morgun. Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma en aðstæður í Sevastopol eru mjög góðar og fór æfingin í dag fram í 17 stiga hita og logni

Lesa meira
 
Sevastopol

Fyrsti leikur sovéska kvennalandsliðsins fór fram í Sevastopol - 19.10.2012

Íslenska kvennalandsliðið mætir því úkraínska í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Leikið verður í hafnarborginni Sevastopol sem er sunnarlega í Úkraínu, við Svartahafið.

Lesa meira
 
Kirsi Heikkinen

Kirsi Heikkinen dæmir Úkraína - Ísland - 19.10.2012

Það verður hin finnska, Kirsi Heikkinen, sem dæmir leik Úkraínu og Íslands í umspili fyrir úrslitakeppni EM en leikið verður í Sevastopol í Úkraínu á morgun kl. 13:00. Kirsi er einn fremstu dómurum í alþjóðaboltanum en hún dæmdi t.a.m. undanúrslitaleik Frakka og Bandaríkanna á HM á síðasta ári sem og úrslitaleik Meistaradeildar UEFA kvenna árið 2010. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Stelpurnar héldu til Danmerkur í morgun - 18.10.2012

Stelpurnar í U19 héldu í morgun til Danmerkur en þar leika þær riðil sinn í undankeppni EM, dagana 20. - 25. október. Fyrsti leikur verður á laugardaginn þegar leikið verður við Slóvakíu og mótherjar mánudagsins verður Moldavía.

Lesa meira
 
ISL_01

U19 karla - Hópurinn sem fer til Króatíu - 18.10.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hópinn er leikur í undankeppni EM síðar í þessum mánuði, 26. - 31. október. Leikið verður í Króatíu og verða mótherjarnir, ásamt heimamönnum, Aserbaídsjan og Georgía. Lesa meira
 
Hólmfríður og Sif

Ísland mætir Úkraínu í umspilsleikjum - Miðasala hafin - 17.10.2012

Framundan eru tveir umspilsleikir hjá íslenska kvennalandsliðinu þar sem leikið er um sæti í úrslitakeppni EM 2013 í Svíþjóð. Fyrri leikurinn er ytra nú á laugardaginn en seinni leikurinn verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30.

Lesa meira
 
Tolfan

Þökkum frábæran stuðning - 17.10.2012

Þrátt fyrir að ekki hafi nást stig á Laugardalsvelli í gærkvöldi er svo sannarlega hægt að gleðjast yfir góðum stuðningi frá áhorfendum sem mættu vel á völlinn og létu vel heyra í sér. Stuðningssveitin Tólfan var þar fremst í flokki og fékk áhorfendur með sér í stuðninginn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar framundan hjá U16 og U17 karla - 17.10.2012

Um helgina fara fram æfingar hjá U16 og U17 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson, valið hópa fyrir þessar æfingar. Æfingarnar fara fram á Framvellinum í Úlfarsárdal og Egilshöllinni. Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Stelpurnar héldu utan í morgun - 17.10.2012

Íslenska kvennalandsliðið hélt utan snemma í morgun áleiðis til Sevastopol í Úkraínu þar sem leikið verður gegn heimastúlkum í umspilsleik fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð á laugardaginn. Leikið verður heima og heiman og verður seinni leikurinn hér á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Svissneskur sigur í Laugardalnum - 16.10.2012

Svisslendingar höfðu betur gegn Íslendingum í kvöld á Laugardalsvelli þegar liðin mættust í undankeppni HM. Lokatölur urðu 0 - 2 fyrir gestina eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Næsti leikur íslenska liðsins í riðlinum verður gegn Slóveníu ytra, 22. mars.

Lesa meira
 
Kypur

Byrjunarliðið gegn Sviss - 16.10.2012

Lars Lägerback, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svisslendingum á Laugardalsvelli kl. 18:30 í undankeppni HM. Ein breyting er á liðinu frá því í leiknum gegn Albaníu, Eggert Gunnþór Jónsson kemur inn í liðið í stað Arons Einars Gunnarssonar sem er í leikbanni. Lesa meira
 
Jónas Sigurðsson

Jónas Sigurðsson og félagar hita upp fyrir leik - 16.10.2012

Fyrir leik Íslands og Sviss í kvöld mun Jónas Sigurðsson og lítill hópur úr Lúðrasveit Þorlákshafnar hita upp með nokkrum lögum.  Það er því um að gera að mæta tímanlega á völlinn til að hlýða á þessa frábæru tónlist Jónasar og félaga.

Lesa meira
 
Throttur

Styttist í leik - 16.10.2012

Það styttist í leik gegn Sviss en írski dómarinn, Alan Kelly, flautar til leiks kl. 18:30 á Laugardalsvelli.  Veðurspáin fyrir kvöldið er góð en, eins vera ber í október, er betra að vera vel klæddur og öskra í sig hita. Eins og sjá má á myndum, leit völlurinn vel út í morgun en bar þess líka merki að vetur konungur er handan við hornið. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland mætir Sviss - Mætum tímanlega á völlinn - 16.10.2012

Eins og öllum er kunnugt er leikur Íslands og Sviss í undankeppni HM í kvöld kl. 18:30 á Laugardalsvelli. Miðasala á leikinn gengur mjög vel og má búast við þéttsetnum velli. Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn til að forðast langar biðraðir. Völlurinn opnar klukkutíma fyrir leik, kl. 17:30.

Lesa meira
 
Alan Kelly

Alan Kelly dæmir Ísland - Sviss - 15.10.2012

Það verður írski dómarinn Alan Kelly sem verður við stjórnvölinn á leik Íslands og Sviss í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 16. október kl. 18:30. Honum til aðstoðar verða landar hans, Damien Macgraith og Marc Douglas. Fjórði dómarinn kemur einnig frá Írlandi og heitir Padraigh Sutton.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Toppslagur í Laugardalnum - 15.10.2012

Ísland tekur á móti Sviss í undankeppni HM á Laugardalsvelli þriðjudaginn 16. október, kl. 18:30. Þarna eigast við þjóðirnar sem eru í efstu sætum riðilsins, Sviss hefur 7 stig en Ísland 6 stig eftir þrjá leiki. Miðasala á leikinn gengur vel og er hægt að kaupa miða í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Miðasala á leikdag hefst kl. 10:00 á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Pálmi Rafn Pálmason

Pálmi Rafn og Rúnar Már koma inn í A-landsliðið - 14.10.2012

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið tvo leikmenn í landsliðshópinn fyrir leikinn við Sviss á þriðjudag. Rúnar Már Sigurjónsson úr Val og Pálmi Rafn Pálmason, sem koma í stað Arons Einars Gunnarssonar, sem er í leikbanni, og Helga Vals Daníelssonar, sem hefur átt við veikindi að stríða. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Frækinn sigur í Tirana - 12.10.2012

Íslendingar unnu sigur á Albönum í undankeppni HM í kvöld en leikið var í Tirana. Lokatölur urðu 1 - 2 eftir að hvort lið skoraði eitt mark í fyrri hálfleiknum. Erfiðar aðstæður settu mark sitt á leikinn og var óvíst um tíma hvort hægt væri að klára leikinn vegna vallaraðstæðna.  Næsti leikur liðsins er á þriðjudaginn á Laugardalsvelli þegar leikið verður gegn Sviss. Lesa meira
 
Lars Lagerbäck á blaðamannafundi eftir leik við Albaníu

Frá blaðamannafundi eftir sigur á Albönum - 12.10.2012

Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leikinn við Albani.  „Við erum komnir með 6 stig. Auðvitað hefði ég heldur viljað vera með 9 stig eftir þrjá leiki, en ég er sáttur. Það geta allir unnið alla í þessum riðli, ég hef sagt það áður, og Albanía á eftir að fá stig hér á heimavelli."

Lesa meira
 
bleikur

Bleikur dagur hjá Knattspyrnusambandinu - 12.10.2012

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Það sem meira er, 12. október eru allir hvattir til þess að klæðast einhverju bleiku til að vekja athygli á málefninu. Starfsfólk KSÍ lætur sitt ekki eftir liggja í þessu máli og klæddist bleiku í tilefni dagsins. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sektir vegna leikja 2012 - 12.10.2012

Mótanefnd KSÍ hefur tekið saman sektir vegna leikja á keppnistímabilinu 2012 samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Þessar sektir eru tilkomnar vegna þess ef lið hafa hætt þátttöku eftir upphaf móts, ef lið hafa ekki mætt til leiks og vegna vanrækslu á skilum á leikskýrslum. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Ísland mætir Albaníu í dag í Tirana - 12.10.2012

Íslendingar sækja Albani heim í dag og fer leikurinn fram á Qemal Stafa leikvanginum í Tirana. Leikurinn er í undankeppni HM og verður í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending þar kl. 16:50. Lesa meira
 
Magni_Mohr

Endurmenntunarnámskeið í Fitness þjálfun fyrir knattspyrnumenn - 11.10.2012

Helgina 27.-28. október verður haldið endurmenntunarnámskeið í Fitness þjálfun fyrir knattspyrnumenn. Hingað til lands kemur Magni Mohr, doktor í íþróttalífeðlisfræði og sérhæfður í þjálfun knattspyrnumanna. Magni hefur unnið við mælingar og leikgreiningu hjá Juventus FC, vann að undirbúningi danska landsliðsins fyrir HM 2002 og starfaði sem sérlegur ráðgjafi hjá Chelsea FC frá árinu 2008 til 2011. Lesa meira
 
Tolfan

Miðasala í fullum gangi á Ísland - Sviss - 11.10.2012

Framundan er annar heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2014 og nú tökum við vel á móti Svisslendingum í Laugardalnum. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 16. október og hefst kl. 18:30. Stemningin á fyrsta heimaleik Íslands gegn Noregi var með eindæmum góð og gaf íslenska liðinu svo sannarlega byr undir báða vængi. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland – Sviss - Miðar fyrir handhafa A-passa - 11.10.2012

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland – Sviss í undankeppni HM 2014 afhenta mánudaginn 15. október frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Gunnar Guðmundsson

U17 karla - Gunnar Guðmundsson hættir sem þjálfari - 10.10.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur ákveðið að færa sig um set í þjálfun og hefur því ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við KSÍ um þjálfun U17 karlalandsliðsins. Lesa meira
 
Grótta

Úrskurður í máli Vals gegn Gróttu - 10.10.2012

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli Vals gegn Gróttu í 2. flokki karla B liða vegna ólöglega skipaðs liðs hjá Gróttu. Í úrskurðarorðum kemur m.a. fram úrslit í leiksins skulu skráð 3 - 0 Val í vil.

Lesa meira
 
UEFA

Ný verkefni fyrir U16 karla og kvenna á næsta ári - 10.10.2012

Knattspyrnusamband Evrópu hefur hrint af stað nýju verkefni fyrir landslið U16 karla og kvenna og hefur það göngu sína á næsta ári. Um er að ræða vináttulandsleiki sem settir eru upp á milli fjögurra þjóða og verður leikið í Wales á næsta ári, dagana 11. - 19. apríl.

Lesa meira
 
Qemal Stafa leikvangurinn

Qemal Stafa verður rifinn eftir leikina við Ísland og Slóveníu - 10.10.2012

Á föstudag mætast Albanía og Ísland í undankeppni HM 2014 og fer leikurinn fram á Qemal Stafa leikvanginum í Tirana. Þetta verður næst síðasti leikurinn á þessum leikvangi, því hann verður rifinn eftir leik Albaníu og Slóveníu á þriðjudag.

Lesa meira
 
Aron Einar og Lars á blaðamannafundi í Tirana

Frá blaðamannafundi fyrir leik Albaníu og Íslands - 10.10.2012

„Við eigum möguleika á móti öllum liðum og viljum keppa í efri hluta riðilsins, en til þess þurfum við að sýna stöðugleika frá einum leik til annars".  Þetta sagði þjálfarinn Lars Lagerbäck á blaðamannafundi sem haldinn var á hóteli íslenska liðsins í Tirana í Albaníu í dag, miðvikudag. 

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið í október 2012 - 9.10.2012

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, eitt helgina 12.-14. október og tvö helgina 19.-21. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 35 laus pláss helgina 12.-14. október og 70 laus pláss helgina 19.-21. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámskeið 12.-14. október - 9.10.2012

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið helgina 12.-14. október. Skráning er í fullum gangi og aðeins örfá sæti laus. Fólki er því ráðlagt að hafa hraðar hendur ef það hefur áhuga á að sækja sér þjálfaramenntun fyrir næsta sumar. Lesa meira
 
Blatter-i-Smaranum

Frá heimsókn Joseph S. Blatter til Íslands - 9.10.2012

Forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, Joseph S. Blatter, kom í heimsókn til landsins í gær og hélt til Færeyja í dag. Forseti FIFA nýtti tímann til að skoða knattspyrnumannvirki sem og að hann heimsótti mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Hópurinn valinn fyrir Danmörku - 9.10.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshópinn sem leikur í undankeppni EM í Danmörku. Leikirnir fara fram dagana 20. - 25. október og verða mótherjarnir, auk heimastúlkna, Slóvakía og Moldavía.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslandsmót í knattspyrnu innanhúss - Futsal 2013 - 8.10.2012

Skráning er hafin í Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu - Futsal en frestur til að tilkynna þátttöku er til föstudagsins 12. október. Þátttökutilkynningar hafa verið senda út til félaganna en hana má einnig finna hér að neðan

Lesa meira
 
Lorik Cana

Lorik Cana er stærsta stjarna albanska liðsins - 8.10.2012

Þeir leikmenn sem skipa landsliðshóp Albaníu fyrir leikinn við Ísland í undankeppni HM 2014 á föstudag eru á mála hjá félagsliðum víðs vegar um Evrópu. Stærsta stjarna liðsins og fyrirliði þess er Lorik Cana, sem leikur með Lazio á Ítalíu og er lykilmaður þar. Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Hópurinn sem mætir Úkraínu - 8.10.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum síðar í þessum mánuði. Leikið verður ytra 20. október og hér heima, á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október. Lesa meira
 
Gianni de Biasi

Ítalskur landsliðsþjálfari Albaníu - 8.10.2012

Næstkomandi föstudag mætast A karlalandslið Albaníu og Íslands í undankeppni HM 2014 á Qemal Stafa leikvanginum í Tirana. Þjálfari albanska liðsins er Ítalinn Gianni De Biasi, sem átti farsælan feril á Ítalíu, bæði sem leikmaður og þjálfari. Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Gunnar Heiðar ekki með gegn Albaníu og Sviss - 8.10.2012

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður sænska liðsins Norrköping, hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikina við Albaníu og Sviss af persónulegum ástæðum. Ekki verður annar leikmaður kallaður inn í hópinn að svo stöddu. Lesa meira
 
A landslið karla

A landslið karla - Guðjón í hópinn - 7.10.2012

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur valið Guðjón Baldvinsson í hópinn sem mætir Albaníu og Sviss í undankeppni HM en hann kemur í stað Arons Jóhannssonar sem er meiddur.  Guðjón kemur til móts við hópinn á þriðjudaginn en hann leikur með félagsliði sínu, Halmstad, á mánudaginn. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Sölvi úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd FIFA - 5.10.2012

Sölvi Geir Ottesen var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd FIFA og missir því af leikjunum gegn Albaníu og Sviss, í undankeppni HM, sem framundan eru. Sölvi fékk brottvísun í leiknum gegn Kýpur og var alltaf ljóst að hann myndi missa af leiknum gegn Albaníu. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Sigur á Möltu í síðasta leik undankeppni EM - 4.10.2012

Strákarnir í U17 unnu sinn síðasta leik í undankeppni EM en riðillinn var leikinn á Möltu. Heimamenn voru lagðir í síðasta leiknum, 2 - 0, og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. Kristinn Skæringur Sigurjónsson kom Íslendingum yfir á 12. mínútu og Eggert Georg Tómasson bætti við marki úr vítaspyrnu á 29. mínútu.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Stjarnan úr leik - 4.10.2012

Stjörnustúlkur eru úr leik í Meistaradeild kvenna en þær léku síðari leik sinn í 32 liða úrslitum í dag þegar þær mættu Zorkiy í Rússlandi. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli á Stjörnuvelli en þær rússnesku höfðu 3 - 1 sigur í dag eftir að hafa leitt, 1 - 0, í leikhléi. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

1.034 áhorfendur mættu að meðaltali á leikina í Pepsi-deild karla - 4.10.2012

Alls mættu 136.470 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi-deild karla á nýliðnu keppnistímabili sem gerir 1.034 áhorfendur að meðaltali á hvern leik. Flestir mættu að jafnaði á heimaleiki Íslandsmeistara FH eða 1.595 að meðaltali á leik.  Næstflestir komu á KR völlinn eða 1.452 að meðaltali á hvern leik.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Stjarnan leikur gegn Zorky ytra - 4.10.2012

Stjarnan leikur síðari leik sinn í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í dag þegar þær mæta Zorky frá Rússlandi og er leikið ytra. Stjörnustúlkur eygja möguleika á að komast áfram en fyrri leiknum á Stjörnuvelli lauk með markalausu jafntefli.  Leikurinn í dag hefst kl 11:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

Hópurinn er mætir Albaníu og Sviss - 3.10.2012

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er leikur gegn Albaníu og Sviss, 12. og 16. október. Leikið verður gegn Albaníu ytra föstudaginn 12. október en á Laugardalsvelli gegn Sviss, þriðjudaginn 16. október kl. 18:30. Miðasala á þann leik er í fullum gangi

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslit í Grunnskólamótinu 2012 - 3.10.2012

Grunnskólamóti KRR lauk um helgina en að venju er keppt hjá 7. og 10 bekk karla og kvenna. Leikið var í Egilshöll og mátti sjá glæsilegt tilþrif á meðal spennandi leikja. Rimaskóli vann tvöfalt hjá 10. bekk en stelpurnar í Breiðagerðisskóla og strákarnir í Hólabrekkuskóla unnu í 7. bekk.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið upp um 21 sæti - 3.10.2012

Íslenska karlalandsliðið fer upp um 21 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun. Ísland er nú í 97. sæti listans en það eru Spánverjar sem tróna á toppi listans sem fyrr og Þjóðverjar sitja í öðru sætinu. Lesa meira
 
Sepp Blatter

Forseti FIFA heimsækir Ísland - 2.10.2012

Forseti FIFA, Joseph S. Blatter, mun heimsækja Ísland í næstu viku en hann mun koma til landsins næstkomandi mánudag, 8. október. Þetta er í annað skiptið sem Blatter heimsækir landið síðan hann tók við sem forseti FIFA en hann kom hingað sama ár og hann tók við embættinu, árið 1998.

Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttur auglýsir eftir þjálfara fyrir 3. flokk kvenna - 2.10.2012

Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara fyrir 3.flokk kvenna sem er tilbúinn til að vinna skv. stefnu félagsins. Nýtt tímabil hófst um miðjan september og þarf viðkomandi að geta hafið störf strax. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun skilyrði. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Atli Guðnason og Chantel Jones valin best í Pepsi-deildunum - 1.10.2012

Afhending verðlauna fyrir nýliðið keppnistímabil 2012 fór fram í Silfurbergi Hörpu í kvöld og var athöfnin sýndi í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Atli Guðnason FH var valinn besti leikmaðurinn í Pepsi-deild karla og Chantel Jones úr Þór/KA var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn og félagar dæma í Evrópudeildinni - 1.10.2012

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni, fimmtudaginn 4. október, þegar hann dæmir leik Videoton frá Ungverjalandi og Sporting Lissabon frá Portúgal í Evrópudeild UEFA.  Fimm aðrir íslenskir dómarar munu starfa með Kristni á leiknum. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Tveggja marka tap gegn Noregi - 1.10.2012

Strákarnir í U17 töpuðu í dag gegn jafnöldrum sínum frá Noregi en leikurinn var liður í undankeppni EM og fór fram á Möltu. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Norðmenn sem leiddu með einu marki í leikhléi. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið er mætir Norðmönnum - 1.10.2012

Strákarnir í U17 mæta Norðmönnum í dag en leikurinn er liður í undankeppni EM og er leikið á Möltu. Þetta er annar leikur strákanna en fyrsta leiknum töpuðu þeir, 4 - 2, gegn Portúgölum á meðan Norðmenn lögðu heimamenn.  Gunnar Guðmundsson hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað: Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Tap gegn Portúgal í fyrsta leik - 29.9.2012

Strákarnir í U17 töpuðu gegn Portúgölum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM en leikið er á Möltu. Lokatölur urðu 4 - 2 eftir að Portúgal hafði leitt í leikhléi, 2 - 0.  Næsti leikur liðsins er gegn Norðmönnum á mánudaginn. Lesa meira
 
FH-med-bikar

Bikar í Krikanum - Blikar tryggðu sér annað sætið - 29.9.2012

Bikarinn fór hátt á loft á Kaplakrikavelli í dag þegar FH fengu afhent sigurlaunin í Pepsi-deild karla 2012. Það var vel við hæfi að Íslandsmeistararnir höfðu sigur í síðasta leik sínum, lögðu Val 2 - 1. Blikar tryggðu sér annað sætið í deildinni og í leiðinni Evrópusæti á næsta tímabili með því að leggja Stjörnuna á sínum heimavelli. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Portúgal - 29.9.2012

Strákarnir í U17 hefja í dag leik í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn á Möltu. Mótherjarnir eru ekki af verri endanum, Portúgal, og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Bikarinn fer á loft í Kaplakrika - 28.9.2012

Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram laugardaginn 29. september og hefjast allir leikir dagsins kl. 14:00. Bikarinn verður hafinn á loft á Kaplakrikavelli þegar FH verða krýndir Íslandsmeistarar. Mikil spenna verður í Kópavoginum þar sem Breiðablik og Stjarnan, berjast um Evrópusæti. Þessi félög eiga einnig möguleika á silfurverðlaununum en ÍBV stendur þar best að vígi.  Þá kemur einnig í ljós hvaða félag fylgir Grindavík í 1. deildina. Lesa meira
 
Dagur án ofbeldis

2. október – Dagur án ofbeldis - 28.9.2012

Þann 2. október næstkomandi er fagnað degi baráttu fyrir tilveru án ofbeldis. Ofbeldi er grundvallarvandamál okkar tíma.  Til að sýna samhug á táknrænan hátt verður mannlegt friðarmerki myndað á Klambratúni í Reykjavík þann 2. október kl. 20:00.

Lesa meira
 
Runa-Kristin

Rúna dæmir í Litháen - 27.9.2012

Rúna Kristín Stefánsdóttir verður við störf í Litháen dagana 30. september til 7. október. Hún verður þá aðstoðardómari í undankeppni EM hjá U17 kvenna en auk heimastúlkna leika þar Frakkland, Ungverjaland og Bosnía Hersegóvína.

Lesa meira
 
ISL_01

U19 karla - Æfingar í október - 27.9.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið æfingahóp sem verður við æfingar í október en framundan hjá liðinu er undankeppni EM sem fram fer í Króatíu í lok október. Kristinn hefur valið 28 leikmenn fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
Sigurdur-Ragnar-Eyjolfsson

Ísland - Best í heimi! - 27.9.2012

Ég tek hatt minn að ofan fyrir þeim rúmlega 600 knattspyrnuþjálfurum sem eru að vinna í að búa til næsta landsliðsmann og landsliðskonu. Starf þeirra er oft vanþakklátt en þau eru að skila rosalega góðu starfi Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A kvenna - Leikdagar fyrir umspilsleikina - 27.9.2012

Nú er ljóst hvenær umspilsleikir íslenska kvennalandsliðsins fara fram en eins og kunnugt er leika Ísland og Úkraína tvo leiki um sæti í úrslitakeppni EM 2013 í Svíþjóð. Fyrri leikurinn fer fram laugardaginn 20. október í Sevastopol í Úkraínu en sá síðari verður hér á Laugardalsvellinum, fimmtudaginn 25. október. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfurum fyrir komandi tímabil - 26.9.2012

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að aðalþjálfara fyrir 6. flokk kvenna og aðstoðarþjálfara fyrir 6. flokk karla í knattspyrnu á komandi tímabil. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 571-5604 Lesa meira
 
Stjarnan

Úrskurður í máli Hauka gegn Stjörnunni - 26.9.2012

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli Hauka gegn Stjörnunni í 4. flokki kvenna B liða vegna ólöglega skipaðs liðs hjá Stjörnunni. Í úrskurðarorðum kemur m.a. fram úrslit í leiksins skulu skráð 3 - 0 Haukum í vil.

Lesa meira
 
Fjölnir

Úrskurður í máli Hauka gegn Fjölni - 26.9.2012

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli Hauka gegn Fjölni í 3. flokki kvenna vegna ólöglega skipaðs liðs hjá Fjölni. Í úrskurðarorðum kemur m.a. fram úrslit í leiksins skulu skráð 3 - 0 Haukum í vil. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Stjarnan mætir Zorky í kvöld í Meistaradeild kvenna - 26.9.2012

Stjarnan mætir rússneska liðinu Zorky í Meistaradeild Evrópu kvenna á Samsung vellinum í kvöld, miðvikudaginn 26. september kl. 20:00.  Almenn forsala er í Hagkaupum í Garðabæ, miðaverð er kr 1.000,- fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn 16 ára og yngri. Miðasala verður síðan á Samsung vellinum frá kl. 18:00 á leikdegi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2012 í beinni á Stöð 2 sport - 25.9.2012

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2012 fer fram í Silfurbergi í Hörpu þann 1. október næstkomandi kl. 20:00 og verður allur viðburðurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Dagskrá hefst kl. 20:00 og er gert ráð fyrir að henni ljúki kl. 20:45. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Æfingar næstu daga - 25.9.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið æfingahóp en þessi hópur verður við æfingar næstu daga. Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM sem fram fer í Danmörku í október. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópurinn sem leikur á Möltu - 24.9.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM á Möltu 29. september til 4. október. Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru, auk heimamanna, Portúgal og Noregur og er fyrsti leikur Íslands gegn Portúgölum. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Stjarnan mætir Zorky - Handhafar A aðgönguskírteina geta sótt miða í Stjörnuheimilið - 24.9.2012

Stjarnan mætir rússneska liðinu Zorky í Meistaradeild Evrópu kvenna á Samsung vellinum miðvikudaginn 26. september kl. 20:00.  Handhafar A aðgönguskírteina KSÍ geta fengið afhentan einn miða á leikinn í Stjörnuheimilinu, þriðjudaginn 25. september, kl. 13-17. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson

Landsleikir í október 2012 - 24.9.2012

Mótherjinn í umspilinu verður Úkraína, sem var eins og íslenska liðið í úrslitakeppninni í Finnlandi fyrir fjórum árum. Leikið verður heima og heiman og þetta verða án nokkurs vafa hörkuleikir þar sem lítið má útaf bregða. Í heimaleiknum verðum við Íslendingar að fjölmenna og styðja við bakið á íslenska liðinu.

Lesa meira
 
Villi-Alvar

Vilhjálmur og Halldór dæmdu í Svíþjóð - 24.9.2012

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson dæmdu um helgina leik Ljungskile og Umeå í næst efstu deild í Svíþjóð. Vilhjálmur var dómari leiksins og Halldór var annar aðstoðardómara Lesa meira
 
Sigurdur-Ragnar-Eyjolfsson

Sigurður Ragnar - "Þetta verða jafnir og erfiðir leikir" - 21.9.2012

Í dag var dregið um það hvaða þjóðir mundu mætast í umspili fyrir úrslitakeppni EM kvenna 2013 sem fram fer í Svíþjóð. Ísland mun mæta Úkraínu í þessum umspilsleikjum og verður fyrri leikurinn ytra. Heimasíðan fór á stúfana og spurði landsliðsþjálfarann, Sigurð Ragnar Eyjólfsson, hvernig honum litist á mótherjana?

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A kvenna - Ísland mætir Úkraínu í umspili - 21.9.2012

Rétt í þessu var verið að draga í umspili í EM 2013 en þar tryggja þrjár þjóðir sér sæti í úrslitakeppninni 2013. Ísland mætir Úkraínu í tveimur leikjum, heima og heiman, og fer fyrri leikurinn fram ytra, 20. eða 21. október. Sá seinni fer fram hér heima 24. eða 25. október á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Ísland í efri styrkleikaflokki fyrir umspilsleiki EM 2013 - 20.9.2012

A landslið kvenna verður í efri styrkleikaflokki ásamt Rússlandi og Spáni þegar dregið verður í umspil fyrir EM kvennalandsliða 2013 í höfuðstöðvum UEFA á föstudag. Í neðri flokknum verða Skotland, Úkraína og Austurríki og verður því ein að síðarnefndu þjóðunum mótherji Íslands. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Dregið í umspilið á föstudag - 19.9.2012

Dregið verður í umspil fyrir EM kvennalandsliða 2013 í höfuðstöðvum UEFA á föstudag og þá verður ljóst hvaða þjóð verður mótherji Íslands í umspilsleikjum heima og heiman í október. Leikdagarnir eru 20. eða 21. október annars vegar og 24. og 25. október hins vegar. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Naumt tap í Noregi - 19.9.2012

Ísland tapaði naumlega 2-1 gegn Noregi í lokaleiknum í undankeppni EM 2013, en liðin mættust á Ullevaal í Osló í kvöld. Íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna riðilinn og tryggja þar með EM sætið, en tapið þýðir að Ísland fer í umspilsleiki, heima og heiman, í október. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Byrjunarlið A-kvenna gegn Noregi á Ullevaal - 19.9.2012

A landslið kvenna mætir Noregi á Ullevaal-leikvanginum í Osló í kvöld. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um efsta sæti riðilsins og dugir Íslandi jafntefli til að tryggja farseðilinn á EM 2013 í Svíþjóð. Tapi íslenska liðið fer það í umspil um EM-sæti og fara þeir leikir fram í október, heima og heiman. Lesa meira
 
Fjarðabyggð

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar auglýsir eftir þjálfara - 19.9.2012

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar óskar eftir að ráða þjálfara fyrir karlalið mfl. og 2. flokk félagsins. Leitað er eftir einstakling með faglegan metnað og áhuga á að koma að öflugu uppbyggingarstarfi félagsins.

Lesa meira
 
Bibiana-Steinhaus

Bibiana Steinhaus dæmir Noregur - Ísland - 18.9.2012

Það verður hin þýska Bibiana Steinhaus sem dæmir leik Noregs og Íslands í undankeppni EM á Ullevål, miðvikudaginn 19. september. Bibiana er ein af reyndustu dómurum sem völ er á og dæmdi t.a.m. úrslitaleik Bandaríkjanna og Japans á HM 2011 í Þýskalandi. Lesa meira
 
AEfing-a-Ulleval

Blaut æfing á Ullevål - 18.9.2012

Stelpurnar æfðu í dag á Ullevål leikvangnum í Osló en þetta var lokaæfingin fyrir leikinn mikilvæga gegn Noregi. Allr leikmenn hópsins voru með á æfingunni í dag sem var í blautara lagi því það rigndi vel og innilega á leikmenn. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá RÚV og hefst hann kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtaksæfingar U17 karla í Kórnum 18. til 23. september - 18.9.2012

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram í Kórnum dagana 18. til 23. september næstkomandi. Til æfinganna hafa verið valdir 26 leikmenn frá félögum víðs vegar um landið og fara æfingarnar fram undir stjórn Gunnars Guðmundssonar, þjálfara U17 landsliðsins.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Lokaumferðir á laugardag - 18.9.2012

Næstkomandi laugardag fara fram lokaumferðir 1. og 2. deildar karla. Í 1. deild liggur þegar ljóst fyrir að Þór og Víkingur Ólafsvík fara upp í Pepsi-deild, en fallbaráttan er ekki fullkláruð. Í 2. deildinni er þessu öfugt farið, botnbaráttan er búin en mikil spenna við toppinn.

Lesa meira
 
IMG_5088

Stelpurnar æfðu á Bislett leikvanginum í dag - 17.9.2012

Kvennalandsliðið kom til Osló í dag en á miðvikudaginn, 19. september, kemur í ljóst hvort það verða Íslendingar eða Norðmenn sem tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM kvenna í Svíþjóð 2013. Liðið æfði á honum sögufræga Bislett leikvangi í dag en á morgun verður æft á Ullevål leikvanginum þar sem leikið verður á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
Sindri

Sindri 3. deildarmeistari karla 2012 - 17.9.2012

Sindri frá Hornafirði tryggði sér á laugardag 3. deildarmeistaratitilinn með því að leggja Ægi frá Þorlákshöfn í úrslitaleik sem fram fór á Grindavíkurvelli. Jafnt var í hálfleik, en þrjú Sindramörk í þeim síðari tryggðu sigurinn.  Þessi tvö félög höfðu þegar tryggt sér sæti í 2. deild að ári. Lesa meira
 
FH

Sjötti Íslandsmeistaratitill FH - 17.9.2012

FH-ingar tryggðu sér um helgina Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla í sjötta sinn á níu árum með jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum. Þrjár umferðir eru eftir af Pepsi-deild karla, en FH hefur 11 stiga forskot á ÍBV og KR og efsta sætið er því öruggt.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Norður Írar lagðir í Laugardalnum - 15.9.2012

Íslendingar lögðu Norður Íra í undankeppni EM í dag með tveimur mörkum gegn engu á Laugardalsvelli og tryggðu þar með sæti í umspili fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð 2013. Ísland er í efsta sæti riðilsins fyrir síðustu umferðina og dugar jafntefli gegn Norðmönnum í síðasta leiknum sem fram fer í Osló á miðvikudaginn. Lesa meira
 
A-kvenna-Noregur

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Norður Írlandi - 15.9.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Norður Írum í dag. Leikurinn er í undankeppni EM og hefst kl. 16:15 á Laugardalsvelli. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur og með sigri smellir íslenska liðið sér á topp riðilsins að nýju.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

3. deild karla - Úrslitaleikur og leikur um 3. sætið á laugardaginn - 14.9.2012

Á laugardaginn verður leikið til úrslita í 3. deild karla og á sama tíma fer fram leikur um 3. sætið í sömu deild. Ægir og Sindri leika til úrslita en þessi félög hafa þegar tryggt sér sæti í 2. deild að ári. Lesa meira
 
Guðrún Inga Sívertsen

Dauðafæri og ÞÚ skiptir máli ! - 14.9.2012

Á morgun, laugardag, spila stelpurnar við Norður Írland á Laugardalsvelli.  „Stuðningur þinn skiptir máli“ er gömul klisja sem við heyrum alltaf og vitum að er rétt. En stuðningur ÞINN skiptir stelpurnar miklu máli. Að ÞÚ komir á völlinn og takir þátt í leiknum með þeim.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámskeið í október 2012 - 14.9.2012

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 5.-7. október og eitt helgina 12.-14. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 5.-7. október og 35 laus pláss helgina 12.-14. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega. Lesa meira
 
Vígalegt dómaratrío.  Frá vinstri: Ólafur Böðvar Helgason, Kristinn Jakobsson og Hlynur Áskelsson

Verðlaun til félaga vegna dómaramála - 14.9.2012

Aðildarfélög KSÍ eiga þess kost að vinna sér inn verðlaun með öflugri uppbyggingu dómaramála innan síns félags.  Öll félög sem uppfylla neðangreind skilyrði verða verðlaunuð.  Frestur til að skila umsóknum er til 1. október. Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

Ísland mætir Norður Írlandi á laugardaginn - 14.9.2012

Framundan er gríðarlega mikilvægur landsleikur á Laugardalsvelli á laugardaginn þegar Ísland tekur á móti Norður Írlandi í undankeppni EM 2013. Leikurinn hefst kl. 16:15 að íslenskum tíma og með sigri tryggir Ísland sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina sem fram fer í Svíþjóð. Lesa meira
 
Icelandair

Að hitta þverslána á laugardaginn - 13.9.2012

Í hálfleik á viðureign Íslands og Norður-Írlands í undankeppni EM kvennalandsliða 2013, sem fram fer á laugardag, munu þrír heppnir vallargestir Laugardalsvallar fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri þraut. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Norður Írland - Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja - 13.9.2012

Frítt er inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á leik Íslands og Norður Írlands í undankeppni EM kvenna. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. september og hefst kl 16:15. Hægt er að framvísa viðeigandi skírteinum við innganginn og þarf því ekki að sækja miða áður á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Tolfan

Ísland - Norður Írland - A passar gilda við innganginn - 13.9.2012

Handhafar A passa KSÍ 2012 geta sýnt passann við innganginn þegar komið er á leik Íslands og Norður Írlands, laugardaginn 15. september kl. 16:15. Ekki þarf að sækja miða á skrifstofu KSÍ heldur gildir skírteinið við innganginn. Lesa meira
 
Spurningakönnun 15. september

Spurningakönnun á kvennalandsleik 15. september - 13.9.2012

Á viðureign Íslands og Norður-Írlands á laugardag verður unnin spurningakönnun sem er hluti af átaki UEFA í markaðsmálum kvennaknattspyrnu. Markmiðið er að greina ýmsa þætti varðandi áhorfendur og aðsókn að leikjum deildarinnar.  Vallargestir eru hvattir til að taka vel á móti sjálfboðaliðum sem spyrja nokkurra laufléttra spurninga.

Lesa meira
 
Njarðvík

Knattspyrnudeild Njarðvíkur auglýsir eftir þjálfara - 13.9.2012

Knattspyrnudeild Njarðvíkur óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Leitað er eftir einstakling með faglegan metnað og áhuga á að koma að öflugu uppbyggingarstarfi félagsins. Lesa meira
 
Norður Írland

A kvenna - Hópurinn hjá Norður Írum - 12.9.2012

Norður Írar undirbúa sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Íslendingum á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. september kl. 16:15, í undankeppni EM 2013 kvenna.  Landsliðsþjálfarinn Alfie Wylie hefur tilkynnt 18 manna hóp sem mætir Íslendingum og þar er m.a. að finna þrjá leikmenn sem léku hér á landi í sumar.  Þetta eru þær Julie Nelson sem lék með ÍBV, markvörðinn Emmu Higgins sem lék með KR og Sarah McFadden sem lék með FH.

Lesa meira
 
Gríski dómarinn Thalia Mitsi

A kvenna - Grískir dómarar að störfum þegar Ísland mætir Norður Írlandi - 12.9.2012

Það vera grískir dómarar sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Norður Írlands sem fram fer í undankeppni EM kvenna á laugardaginn. Dómarinn heitir Thalia Mitsi og henni til aðstoðar verða þær Panagiota Koutsoumpou og Ourania Foskolou. Fjórði dómarinn er hinsvegar íslenskur, Rúna Sif Stefánsdóttir.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Æfingar hjá U19 kvenna 22. og 23. september - 12.9.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp til æfinga helgina 22. - 23. september. Ólafur hefur valið 32 leikmenn fyrir þessar æfingar sem eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM sem fram fer í Danmörku í október.

Lesa meira
 
Island-Noregur-(3)

A karla - Tap á Kýpur - 12.9.2012

Strákarnir í karlalandsliðinu biðu lægri hlut gegn Kýpverjum í undankeppni HM í kvöld en leikið var í Kýpur. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir heimamenn eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Næstu verkefni liðsins eru gegn Albaníu á útivelli, 12. október og gegn Sviss á heimavelli 16. október. Lesa meira
 
U17-kvenna---Varamenn-gegn-Tekkum

U17 kvenna - Tap gegn Tékkum í síðasta leik riðlakeppninnar - 11.9.2012

Stelpurnar í U17 kvenna léku í dag lokaleik sinn í riðlakeppni EM en riðill þeirra var leikinn í Slóveníu. Mótherjarnir, Tékkar, höfðu betur 0 - 2 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi. Íris Björk Eysteinsdóttir sendi okkur eftirfarandi umfjöllun um leikinn.

Lesa meira
 
Kypur

A karla - Byrjunarliðið gegn Kýpur - 11.9.2012

Lars Lägerback, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Kýpur í dag í undankeppni HM 2014. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu hjá RÚV, þar sem útsending hefst kl. 16:50.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kayle Grimsley best í umferðum 10 - 18 í Pepsi-deild kvenna - 11.9.2012

Kayley Grimsley leikmaður Þórs/KA þótti best í umferðum 10 - 18 í Pepsi-deild kvenna en viðurkenningar fyrir seinni helming Íslandsmótsins voru afhent í dag.  Athöfnin fór fram í húsakynnum Ölgerðarinnar og þar var þjálfari Kayle, Jóhann Kristinn Gunnarsson, útnefndur þjálfari umferðanna.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 37 leikmenn valdir í æfingahóp - 11.9.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið æfingahóp til æfinga um komandi helgi og fara æfingarnar fram í Kórnum. Gunnar velur 37 leikmenn fyrir þessar æfingar og koma þeir frá 21 félagi. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri iðkendum aðildarfélaga boðið á Ísland - Norður Írland - 11.9.2012

Eins og öllum er eflaust kunnugt um leikur íslenska kvennalandsliðið afar mikilvægan leik gegn Norður Írlandi næstkomandi laugardag kl. 16:15 á Laugardalsvelli. Með sigri í leiknum tryggir liðið sé a.m.k. leik í umspili um sæti í lokakeppni EM 2013. Frítt er á leikinn fyrir 16 ára og yngri og hvetjum við aðildarfélög til þess að skipuleggja hópferðir á leikinn.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

A karla - Leikið gegn Kýpur í dag - 11.9.2012

Íslenska karlalandsliðið mætir Kýpur í dag í undankeppni HM en leikið verður á Antonis Papadopoulos vellinum á Larnaca. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu hjá RÚV og hefst útsending kl. 16:50.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Tap í lokaleik undankeppni EM - 11.9.2012

Strákarnir í U21 töpuðu lokaleik sínum í undankeppni EM en leikið var gegn Belgum í Beveren. Lokatölur urðu 5 - 0 fyrir heimamenn eftir að þeir höfðu leitt með einu marki í leikhléi. Íslendingar enduðu undankeppnina með þrjú stig í riðlinum og kom sigurinn heima gegn Belgum.

Lesa meira
 
U17-kvenna-byrjunarlid-gegn-Eistlandi

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Tékkum - 11.9.2012

Stelpurnar í U17 leika í dag lokaleik sinn í riðlakeppni EM en riðill þeirra er leikinn í Slóveníu. Leikið verður gegn Tékkum í dag kl. 14:30 að íslenskum tíma og þarna keppa tvö efstu lið riðilsins um efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti í milliriðlum. Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
ÍR

ÍR óskar eftir þjálfara fyrir 6. flokk karla - 10.9.2012

Knattspyrnudeild Íþróttafélags Reykjavíkur auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara fyrir 6. flokk karla sem er tilbúninn til að vinna skv. stefnu félagsins. Nýtt æfingatímabil hefst í byrjun október en þá þarf viðkomandi að geta hafið störf. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun er skilyrði. Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

A karla - Miðasala hafin á Ísland - Sviss - 10.9.2012

Framundan er annar heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2014 og nú tökum við vel á móti Svisslendingum í Laugardalnum. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 16. október og hefst kl. 18:30. Stemningin á fyrsta heimaleik Íslands gegn Noregi var með eindæmum góð og gaf íslenska liðinu svo sannarlega byr undir báða vængi.

Lesa meira
 
Julius-markvordur

KSÍ markmannsþjálfaragráða - 10.9.2012

Í vetur mun Knattspyrnusamband Íslands, í samstarfi við UEFA, bjóða upp á veigamikið markmannsþjálfaranámskeið. Markmiðið með KSÍ markmannsþjálfaragráðu er að bæta við sérþekkingu markmannsþjálfara hér á landi og KSÍ hefur verið í góðri samvinnu við UEFA hvað það varðar.

Lesa meira
 
U21-karla-gegn-Aserum

U21 karla - Leikið við Belga í kvöld - 10.9.2012

Strákarnir í U21 leika í kvöld lokaleik sinn í undankeppni EM en leikið verður í Beveren í Belgíu. Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum en íslenska liðið hefur þrjú stig eftir 7 leiki en sigur vannst á Belgum í heimaleiknum. Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarliðið en leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma og má fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Annar sigur gegn Eistum - 10.9.2012

Strákarnir i U19 lögðu Eistlendinga í dag í öðrum vináttulandsleik liðanna á þremur dögum. Leikið var í Grindavík og urðu lokatölur 3 - 0 eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í leikhléi. Fyrri leiknum, sem fram fór á Víkingsvelli síðastliðinn föstudag, lauk einni með sigri Íslands, 4 - 0. Lesa meira
 
U17-kvenna-byrjunarlid-gegn-Eistlandi

U17 kvenna - Öruggur sigur gegn Eistlandi - 8.9.2012

Stelpurnar í U17 unnu öruggan sigur á jafnöldrum sínum frá Eistlandi í dag, 5 - 1, en þetta var annar leikur liðsins í undankepnni EM en riðillinn er leikinn í Slóveníu.  Fyrri leiknum lauk einnig með sigri Íslands en Íris Björk Eysteinsdóttir sendi okkur umfjöllun um leikinn.  Síðasti leikur liðsins í riðlinum er svo gegn Tékkum á þriðjudaginn.

Lesa meira
 
Tolfan

Frábær stuðningur - Takk fyrir okkur - 8.9.2012

Það er gömul saga og ný að tala um að stuðningur áhorfenda geti skipt sköpum á knattspyrnuvellinum. Allir þeir sem staddir voru á Laugardalsvelli í gækvöldi geta samt vitnað um hversu miklu máli slíkur stuðningur getur skipt.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Miðasala hafin á Ísland - Norður Írland - 8.9.2012

Ísland tekur á móti Norður Írlandi í undankeppni EM, laugardaginn 15 september kl. 16:15 á Laugardalsvelli. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í vegferð liðsins til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2013. Með sigri er íslenska liðið öruggt með sæti í umspili fyrir úrslitakeppninni sem fram fer í Svíþjóð.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi - 7.9.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Eistlandi í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Slóveníu. Þetta er annar leikur liðsins í riðlinum en sigur vannst á heimastúlkum í fyrsta leiknum. Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og er minnt á beina textalýsingu á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
Island-Noregur

Sætur sigur á Norðmönnum í Laugardal - 7.9.2012

Íslendingar byrjuðu undankeppni HM 2014 á besta mögulega máta þegar þeir lögðu Norðmenn á Laugardalsvelli í kvöld.  Lokatölur urðu 2 - 0 eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í leikhléi.  Kári Árnason og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk Íslendinga í leiknum sem unnu sanngjarnan sigur.

Lesa meira
 
Noregur-3

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi - 7.9.2012

Lars Lagerbäck hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Norðmönnum á Laugardalsvelli kl. 18:45 í kvöld. Fólk streymir á völlinn enda skartar Laugardalurinn sínu fegursta í blíðunni í kvöld. Ef einhver er að velta þessu fyrir sér er viðkomandi hvattur til að skella sér á völlinn hið snarasta.

Lesa meira
 
ISL_04

U19 karla - Öruggur sigur Íslendinga - 7.9.2012

Strákarnir í U19 liðinu unnu í dag öruggan sigur á jafnöldrum sínum frá Eistlandi. Lokatölur urðu 4 - 0 fyrir Ísland eftir að staðan í leikhléi hafði verið 1 - 0. Sigurinn var nokkuð öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en þjóðirnar mætast aftur í Grindavík á sunnudaginn kl. 16:00. Lesa meira
 
Keflavík

Úrskurður í máli Keflavíkur gegn Breiðabliki - 7.9.2012

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli Keflavíkur gegn Breiðabliki í 3. flokki karla B liða vegna ólöglega skipaðs liðs hjá Breiðabliki. Í úrskurðarorðum segir að úrslit í leik Breiðabliks og Keflavíkur í 3. flokki karla B liða sem fram fór þann 16 ágúst 2012 skulu standa óhögguð.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingahópur leikmanna fæddir 1998 valinn - 7.9.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt æfingahóp leikmanna sem fæddir eru árið 1998. Hópurinn kemur saman á æfingar helgina 15.-16. september og er þetta liður í undirbúningi fyrir úrslitakeppni EMU17 kvenna sem fram fer á Íslandi í júní 2015.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi - 7.9.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir liði Eistland í vináttulandsleik í dag. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 15:00. Þetta er fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en seinni leikurinn fer fram í Grindavík á sunnudaginn kl. 16:00 Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Bílastæði í Laugardalnum - 7.9.2012

Þegar vel sóttir viðburðir fara fram í Laugardalnum hefur borið á að bílum er lagt ólöglega og einhverjir sem keyra heim með sektarmiða í vasanum. Lögreglan vekur athygli á að töluverður fjöldi er af bílastæðum í Laugardalnum þó svo að þau séu ekki beint fyrir utan viðburðinn. Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins - 7.9.2012

Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfurum fyrir 7. og 8.flokk sem eru tilbúnir til að vinna skv. stefnu félagsins. Nýtt tímabil hefst um miðjan september og þá þurfa viðkomandi að geta hafið störf. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun skilyrði. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Mætum tímanlega á völlinn - 7.9.2012

Eins og öllum er kunnugt er leikur Íslands og Noregs í undankeppni HM í kvöld kl. 18:45 á Laugardalsvelli. Miðasala á leikinn gengur mjög vel og má búast við þéttsetnum velli í kvöld. Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn til að forðast langar biðraðir. Völlurinn opnar klukkutíma fyrir leik, kl. 17:45. Miðasala á Laugardalsvelli opnar kl. 12:00 og eru þeir sem enn eiga eftir að fá sér miða, hvattir til þess að koma tímanlega til að tryggja sér miða

Lesa meira
 
U17 kvenna í Slóveníu

Frábær byrjun hjá stelpunum í Slóveníu - 7.9.2012

Stelpurnar í U17 kvenna byrjuðu undankeppni EM á besta máta í gær þegar þær lögðu Slóveníu 3:0 Í Evrópukeppni U17 kvenna en riðillinn er haldinn í Slóveníu.  Íris Björk Eysteinsdóttir sendi okkur eftirfarandi umsögn um leikinn.

Lesa meira
 
Keflavík

Leikmaður Keflavíkur áminntur vegna ummæla - 6.9.2012

Í samræmi við starfsreglur nefndarinnar ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 4. september 2012 að áminna Guðmund Steinarsson vegna ummæla hans í fjölmiðlum eftir leik Keflavíkur og Vals í Pepsi-deild karla sem fram fór mánudaginn 27. ágúst.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka - 6.9.2012

Knattspyrnudeild Breiðabliks leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins. Um er að ræða stöður í 5. flokki, 4. flokki og 3. flokki karla og kvenna. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Mætum í bláu - Styttist í leik Íslands og Noregs - 6.9.2012

Það styttist í stórleik Íslands og Noregs í undankeppni HM 2014 en leikið verður á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. september kl. 18:45.  Tólfan mun láta vel í sér heyra á vellinum en þeir mæta til leiks bláir og kátir. Við viljum hvetja alla til þess að fara að fordæmi þeirra og mæta í bláu á völlinn og gera þannig Laugardalsvöll að blárri heimavallargryfju. Lesa meira
 
Flóðljós á Laugardalsvelli

Og það varð ljós! - 6.9.2012

Að ýmsu þarf að hyggja fyrir leiki á Laugardalsvelli og ljóst að sum þau verk sem inna þarf af hendi eru ekki fyrir hvern sem. Það hefði í það minnsta lítið þýtt fyrir lofthrædda að standa í peruskiptum á flóðljósunum á Laugardalsvelli sem fram fóru í vikunni Lesa meira
 
U19-karla-i-Svithjod

U19 karla - Tveir vináttulandsleikir gegn Eistlandi - 6.9.2012

Framundan eru tveir vináttulandsleikir hjá U19 karla gegn jafnöldrum þeirra frá Eistlandi. Fyrri leikurinn er á morgun, föstudaginn 7. september, á Víkingsvelli og hefst kl. 15:00. Sá síðari er sunnudaginn 9. september en þá verður leikið á Grindavíkurvelli.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið er mætir Slóvenum - 5.9.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvenum í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Slóveníu.  Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma en þetta er fyrsti leikur Íslands í riðlinum.  Tékkland og Eistland skipa einnig þennan riðil.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Svartfjallalandi - 5.9.2012

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Svartfjallalands og Póllands í undankeppni HM 2014 en leikið verður í Podgorica í Svartfjallalandi á föstudaginn. Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og fjórði dómari er Þóroddur Hjaltalín. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala á leikdag hefst kl. 12:00 á Laugardalsvelli - 5.9.2012

Framundan er fyrsti heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2014 þegar Norðmenn koma í heimsókn á Laugardalsvöll, föstudaginn 7. september kl. 18:45. Miðasala á leikinn fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Norður Írlandi og Noregi - 5.9.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn er mætir Norður Írum og Norðmönnum í lokaleikjum liðsins í undankeppni EM 2013. Leikið verður við Norður Íra hér á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. september og Noreg á Ullevål vellinum í Osló, miðvikudaginn 19. september. Lesa meira
 
Alid1947-0001

Karlalandslið Íslands og Noregs mætast í 31. skipti - 5.9.2012

Karlalandslið Íslands og Noregs mætast á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. september kl. 18:45. Þetta er 31. skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en fyrsti landsleikur þjóðanna fór fram á Melavelli, 24. júlí 1947, eða fyrir 65 árum síðan. Norðmenn höfðu þá betur, 2 - 4.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið upp um 12 sæti - 5.9.2012

Íslenska karlalandsliðið er í 118. sæti í nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Liðið fer upp um 12 sæti frá síðasta lista en Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans.

Lesa meira
 
Throttur---Fram-1.-deild-kvenna-2

Þróttur og HK/Víkingur í Pepsi-deild kvenna - 4.9.2012

Þróttur og HK/Víkingur tryggðu sér í kvöld sæti í Pepsi-deild kvenna á næsta keppnistímabili. Þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins en þessi félög höfðu betur í viðureignum sínum í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Lesa meira
 
ThorKA-meistari-2012

Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn - 4.9.2012

Þór/KA tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna þegar liðið lagði Selfoss örugglega að vell. Leikið var á Þórsvelli og eftir leikinn fékk liðið afhentan bikarinn, úr hendi Geirs Þorsteinssonar formanns KSÍ. Liðið hefur sjö stiga forystu á ÍBV og Stjörnuna þegar einn leikur er eftir af mótinu.

Lesa meira
 
Throttur---Fram-1.-deild-kvenna

Hverjir fara upp í Pepsi-deild kvenna? - 4.9.2012

Í kvöld ræðst það hvaða félög leika í Pepsi-deild kvenna að ári en þá fara fram seinni leikir undanúrslita 1. deildar kvenna. Einnig fara fram í kvöld seinni leikir í 8 liða úrslitum 3. deildar karla og kemur þá í ljós hvaða félög komast í undanúrslitin. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland – Noregur - Miðar fyrir handhafa A-passa - 4.9.2012

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland – Noregur í undankeppni HM 2014 afhenta miðvikudaginn 5. september frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Verður titillinn afhentur á Akureyri í kvöld? - 4.9.2012

Sautjánda og næstsíðasta umferð Pepsi-deildar kvenna fer fram í kvöld en þá er fimm leikir á dagskránni sem hefjast allir kl. 18:00. Þór/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið í kvöld með því að leggja Selfoss á heimavelli. Stjarnan, sem tekur á móti ÍBV í kvöld, bíður færis ef norðanstúlkur misstíga sig.

Lesa meira
 
Icelandair

Að hitta þverslána eða ekki - það er spurningin - 3.9.2012

Í hálfleik á viðureign Íslands og Noregs á föstudag munu þrír heppnir vallargestir fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri þraut.  Þrautin felst í því að spyrna knetti frá vítateigsboganum, hitta þverslána og vinna þannig ferð fyrir tvo til Bandaríkjanna með Icelandair!

Lesa meira
 
Thorvaldur-Arnason

Þorvaldur dæmir í Skotlandi - 3.9.2012

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni í Skotlandi á fimmtudaginn þegar hann dæmir leik Skotlands og Lúxemborg í undankeppni EM U21 karla. Leikurinn fer fram í borginni Paisley. Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Frosti Viðar Gunnarsson. Fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson.

Lesa meira
 
Þór

Þórsarar upp í Pepsi-deildina að nýju - 3.9.2012

Þórsarar frá Akureyri tryggðu sér um helgina sæti í Pepsi-deild karla á næsta keppnistímabili en þetta varð ljóst eftir úrslit 19. umferðar 1. deildar karla. Þórsarar hafa nú 11 stiga forystu á liðið í þriðja sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn sem mætir Belgum - 3.9.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn er mætir Belgum ytra í undankeppni EM 2013. Þetta er síðasti leikur Íslands í riðlinum en leikurinn fer fram mánudaginn 10. september og verður leikið á Freethiel Stadium í Beveren. Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Gunnar Heiðar kallaður inn í landsliðshópinn - 3.9.2012

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð, hefur verið kallaður inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni HM 2014.  Björn Bergmann Sigurðarson verður ekki með íslenska landsliðinu í þessum tveimur leikjum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Grundarfjörður og Augnablik í nýrri 3. deild - 3.9.2012

Grundarfjörður og Augnablik tryggðu sér um helgina sæti í nýrri 3. deild en hana skipa 10 félög á næsta keppnistímabili. Þurfti að leika aukaleiki um sæti í þessari deild á milli þeirra félaga er lentu í 3. sæti riðlanna í 3. deild.

Lesa meira
 
Arnór Sveinn Aðalsteinsson

A karla - Arnór Sveinn í hópinn - 31.8.2012

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni fyrir HM 2014. Arnór Sveinn Aðalsteinsson úr Hönefoss kemur inn í hópinn í stað Indriða Sigurðssonar sem er meiddur.

Lesa meira
 
ARBITRE_GAUTHIER_230411

Franskir dómarar á Ísland - Noregur 7. september - 30.8.2012

Það verða franskir dómarar sem verða við stjórnvölinn þegar Ísland tekur á móti Noregi í undankeppni HM 2014. Þetta er fyrsti leikur Íslands í keppninni og fer fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. september kl. 18:45.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Staðfestur leiktími á lokaleikinn gegn Noregi - 30.8.2012

Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt um leiktíma á leik Noregs og Íslands í undankeppni EM kvenna 2013.  Leikurinn fer fram miðvikudaginn 19. september á Ullevaal vellinum í Osló og hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U19-karla-gegn-Svium

U19 karla - Hópur valinn fyrir vináttulandsleiki gegn Eistlandi - 30.8.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Eistlandi. Leikirnir fara fram föstudaginn 7. september kl. 15:00 á Víkingsvelli og sunnudaginn 9. september á Grindavíkurvelli kl. 16:00.

Lesa meira
 
Skallagrimsvollur

Leikið í aukakeppni 3. deildar karla á laugardaginn - 30.8.2012

Næstkomandi laugardag, 1. september, verður leikið í aukakeppni 3. deildar karla en þá fara fram úrslitaleikir um tvö laus sæti í nýrri 3. deild karla 2013. Báðir leikirnir fara fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla hefst um helgina - 30.8.2012

Laugardaginn 1. september hefst úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla en barist er þar um sæti í landsdeildum.  Fjögur félög berjast um tvö sæti í Pepsi-deild kvenna á næsta keppnistímabili en átta félög eru um hituna í baráttunni um tvö sæti í 2. deild karla.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sigurvegarar í Hnátumótum KSÍ 2012 - 29.8.2012

Um nýliðna helgi lauk úrslitakeppni í Hnátumótum KSÍ árið 2012 á Suð-Vesturlandi en áður hafði keppni verið lokið á Norð-Austurlandi. Þar með er Polla - og Hnátumótum KSÍ árið 2012 nú lokið en sigurvegarar í Hnátumótunum voru: Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 7.flokk karla - 29.8.2012

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 7. flokk karla í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Nýtt tímabil hefst í byrjun október. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis, Hörð Guðjónsson, með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 571-5604.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Evrópudeildinni í Marseille - 29.8.2012

Kristinn Jakobsson verður við stjórnvölinn í Frakklandi á morgun, fimmtudaginn 30. ágúst, þegar hann dæmir leik Marseille og FK Sheriff frá Moldavíu í Evrópudeild UEFA.  Kristni til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og fjórði dómari verður Magnús Þórisson. Lesa meira
 
Valur

Fyrri úrskurður í máli Vals gegn Leikni staðfestur - 29.8.2012

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð Aga-og úrskurðanefndar frá 14. ágúst varðandi leik Vals og Leiknis/KB á Íslandsmóti 2. flokks karla B-liðum. Leikurinn, sem fram fór 20. júlí var úrskurðaður Val tapaður með markatölunni 0-3.

Lesa meira
 
Ísland - Færeyjar 2012 (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

Miðasala á Ísland - Noregur gengur vel - 28.8.2012

Miðasala á viðureign Íslands og Noregs í undankeppni HM 2014 gengur vel. Fólk er því hvatt til að tryggja sér miða tímanlega og nýta þann afslátt sem miðakaup á netinu gefa. Sérstaklega er vakin athygli á því að kaup á miðum í hólf A og I í forsölu gefa kr. 1.000 í afslátt frá fullu verði. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Landsliðshópurinn gegn Noregi og Kýpur - 28.8.2012

A landslið karla mætir Noregi og Kýpur í fyrstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2014 í byrjun september.  Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið hóp sinn fyrir þessa leiki, sem er skipaður 22 leikmönnum.  Leikmennirnir koma frá félagsliðum í átta löndum.

Lesa meira
 
Háttvísidagar FIFA 2012

Háttvísidagar FIFA 2012 - 28.8.2012

FIFA stendur nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 16. sinn, en þeir voru fyrst haldnir árið 1997. Að þessu sinni urðu dagarnir 7. til 11. september fyrir valinu, en á því tímabili fara m.a. fram landsleikir um allan knattspyrnuheiminn.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 landsliðshópur kvenna til Slóveníu - 27.8.2012

Úlfar Hinriksson, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur valið hóp 18 leikmanna fyrir undankeppni EM 2013. Riðill Íslands fer fram í Slóveníu í byrjun september og er Ísland í riðli með Slóveníu, Tékklandi og Eistlandi.

Lesa meira
 
NOR

Norðmenn tilkynna landsliðshópinn gegn Íslandi - 27.8.2012

Norska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt þann landsliðshóp sem þjálfarinn Egil Drillo Olsen hafur valið fyrir leikinn gegn Íslandi á Laugardalsvellinum 7. september næstkomandi. Níu leikmenn í hópnum leika utan Skandinavíu.

Lesa meira
 
Stjarnan-bikarmeistari-2012i

Stjarnan bikarmeistari í fyrsta skiptið - 25.8.2012

Stjörnustúlkur tryggðu sér í dag sigur í Borgunarbikar kvenna þegar þær lögðu Val í úrslitaleik, 1 - 0. Leikurinn var spennandi en það var fyrirliðinn, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta bikarmeistaratitil.

Lesa meira
 
Valur---Stjarnan

Allt að verða klárt fyrir úrslitaleikinn - 24.8.2012

Undirbúningur er nú á fullu fyrir úrslitaleikinn í Borgunarbikar kvenna en leikið verður á Laugardalsvelli, laugardaginn 25. ágúst kl. 16:00. Það eru bikarmeistarar Vals og Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem að mætast og má búast við hörkuspennandi leik eins og ætíð þegar þessi lið mætast. Lesa meira
 
Thorvaldur-Arnason

Þorvaldur dæmir í efstu deild í Noregi - Norskur dómari á Kópavogsvelli - 24.8.2012

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Hönefoss og Tromsö í efstu deild norsku deildarinnar og fer leikurinn fram sunnudaginn 26. ágúst. Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Gylfi Már Sigurðsson.  Sama sunnudag munu norskir dómarar dæma hér í efstu deild, leik Breiðabliks og Selfoss á Kópavogsvelli.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Guðmundur Ársæll dæmir í Lyngby - Lars Müller á Leiknisvelli - 24.8.2012

Lars Müller mun dæma leik Leiknis og Víkings Ólafsvíkur í 1. deild karla sem fram fer í kvöld.  Lars kemur frá Færeyjum eins og annar aðstoðardómara leiksins, Andreas Josephsen.  Þá munu tveir íslenskir dómarar vera við störf í Danmörku á sunnudaginn en þá mun Guðmundur Ársæll Guðmundsson dæma leik Lyngby og Viborg og Leiknir Ágústsson verður honum til aðstoðar. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Ýmsar upplýsingar um úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 23.8.2012

Framundan er úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna en Valur og Stjarnan mætast á Laugardalsvelli, laugardaginn 25. ágúst kl. 16:00.  Hér að neðan má finna ýmsar upplýsingar um leikinn.

Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 23.8.2012

Það verður Gunnar Jarl Jónsson sem dæmir úrslitaleik Vals og Stjörnunnar í Borgunarbikar kvenna. Leikið verður á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00, laugardaginn 25. ágúst. Honum til aðstoðar verða Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Jóhann Óskar Þórólfsson og fjórði dómari verður Rúna Kristín Stefánsdóttir. Lesa meira
 
UEFA-A-utskrift-2012

28 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A þjálfaragráðu - 23.8.2012

28 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A gráðu um helgina en þjálfararnir voru útskrifaðir við athöfn sem fram fór fyrir bikarúrslitaleik karla. Þar með hafa 170 manns útskrifast með gráðuna frá upphafi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sigurvegarar í Pollamótum KSÍ 2012 - 23.8.2012

Keppni er nú lokið í Pollamótum KSÍ árið 2012 en úrslitakeppni lauk í gær á Suð-Vesturlandi. Áður hafði farið fram úrslitakeppni Norð-Austurlands. Um helgina verður svo leikið í úrslitum í Hnátumótum KSÍ 2012

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Stjarnan mætir FK Zorkiy frá Rússlandi - 23.8.2012

Í dag var dregið í 32 og 16 liða úrslitum Meistaradeildar UEFA kvenna og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon. Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru í pottinum og leika þær gegn rússneska liðinu FK Zorkiy sem kemur frá Krasnogorsk.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Dregið í dag í Meistaradeild UEFA kvenna - 23.8.2012

Í hádeginu í dag verður dregið í 32 liða úrslitum og 16 liða úrslitum í Meistaradeild kvenna en drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA. Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru í pottinum en liðunum 32 er skipt í tvo styrkleikaflokka og er Stjarnan í þeim neðri.  Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu af heimasíðu UEFA Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Þróttar Vogum gegn Hvíta Riddaranum - 22.8.2012

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Þróttar Vogum gegn Hvíta Riddaranum vegna leiks félaganna í 3. deild karla, C riðli, sem fram fór 10. ágúst síðastliðinn. Í úrskurðarorðum kemur fram að Þrótti Vogum sé dæmdur sigur í leiknum, 0 - 3, auk þess sem Hvíti Riddarinn þarf að greiða 10.000 krónur í sekt.

Lesa meira
 
Ullevaal

A kvenna - Noregur mætir Íslandi á Ulleval vellinum í Osló - 22.8.2012

Eins og öllum er kunnugt er íslenska kvennalandsliðið í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppni EM í Svíþjóð 2013. Liðið er í efsta sæti riðilsins, einu stigi á undan Noregi, þegar tveir leikir eru eftir hjá liðunum í riðlinum.  Noregur tekur á móti Íslandi í lokaleiknum í riðlinum og hefur norska knattspyrnusambandið nú ákveðið, m.a. vegna mikilvægi leiksins, að leika hann í Osló, nánar tiltekið á Ulleval vellinum

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7072

Uppfyllir nýr þjálfari kröfur um menntun? - 22.8.2012

Félög sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ (efstu tvær deildir karla) þurfa að hafa þær kröfur sem eru gerðar vandlega í huga við ráðningu nýrra þjálfara til að forðast það að sæta viðurlögum. Nú þegar haustið nálgast með tilheyrandi breytingum á þjálfurum yngri flokka er rétt að gefa þessu gaum. Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Gæðavottun á leyfiskerfi KSÍ staðfest - 22.8.2012

Fyrr í mánuðinum fór fram árlegt og víðtækt gæðamat á leyfiskerfi KSÍ.  Úttektin er framkvæmd af SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki, fyrir hönd UEFA. Alls þarf KSÍ að uppfylla 40 forsendur í gæðastaðli leyfiskerfisins, sem UEFA gefur út.  Engar athugasemdir voru gerðar og var gæðavottunin því staðfest.

Lesa meira
 
kenneth-heiner-moeller

A-landsliðsþjálfari danska kvennalandsliðsins til Íslands - 22.8.2012

Kenneth Heiner Möller A-landsliðsþjálfari kvenna hjá Danmörku kemur til Íslands á laugardaginn og heldur fyrirlestur á vegum KSÍ og KÞÍ um „possession“ fótbolta. Kenneth hefur lokið við Pro licence þjálfaranám frá danska knattspyrnusambandinu og hefur stýrt danska kvennalandsliðinu síðan árið 2006 með frábærum árangri. Lesa meira
 
Ægir

Knattspyrnufélagið Ægir óskar eftir þjálfara fyrir yngri flokka - 21.8.2012

Knattspyrnufélagið Ægir auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Menntun eða reynsla á sviði knattspyrnuþjálfunar æskileg.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna - Miðasala hafin á Valur - Stjarnan - 21.8.2012

Miðasala er hafin á úrslitaleik Borgunarbikars kvenna en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 25. ágúst. Þá mætast núverandi bikarmeistarar, Valur og handhafar Íslandsmeistaratitilsins, Stjarnan. Miðasala fer sem fyrr fram í gegnum miðasölukerfi mid.is en 1.000 krónur kostar fyrir 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Valur - VISA-bikarmeistari kvenna 2010

Yfir þúsund áhorfendur síðustu fjögur ár - 21.8.2012

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna fer fram laugardaginn 25. ágúst kl. 16:00. Síðustu fjögur ár hefur aðsókn að úrslitaleik bikarkeppni kvenna farið yfir eitt þúsund manns og er líklegt að svo haldi áfram í ár, enda var fjölmennasti úrslitaleikur síðustu 10 ára einmitt viðureign þessara sömu liða árið 2010.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Norræn dómaraskipti - Dómarar frá Finnlandi dæma í 1. deild karla - 20.8.2012

Eins og undanfarin ár hafa knattspyrnusambönd Norðulandanna haldið úti verkefni sem miðast við dómaraskipti á milli landanna. Á morgun, þriðjudaginn 21. ágúst, munu dómarar frá Finnlandi starfa á leik Víkinga frá Reykjavík og Tindastóls. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Bikarúrslitaráðstefna KSÍ og KÞÍ í tengslum við Borgunar bikarúrslitaleik kvenna - 20.8.2012

KÞÍ og KSÍ standa fyrir árlegri ráðstefnu í tilefni úrslitaleiks í Borgunarbikarkeppni kvenna laugardaginn 25. ágúst. Úrslitaleikurinn, sem er milli Vals og Stjörnunnar, fer vitanlega fram á Laugardalsvelli og verður ráðstefnan haldin í höfuðstöðvum KSÍ. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala í gangi á leik Íslands og Noregs - Norðmenn fjölmenna - 20.8.2012

Ísland og Noregur mætast á Laugardalsvellinum föstudaginn 7. september næstkomandi í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2014. Leikurinn hefst kl. 18:45 og má búast við mikilli stemmningu eins og venjan er þegar þessar frændþjóðir mætast.  Mikil áhugi er á leiknum í Noregi en Norðmenn hafa rétt á 1.000 miðum á leikinn. Norska knattspyrnusambandið hefur þegar selt 700 miða á þennan leik. Lesa meira
 
KR

Þrettándi bikarmeistaratitill KR - 18.8.2012

Ekki kom til þess að nýtt nafn væri skráð á lista bikarmeistara karla eftir úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvellinum í dag. Stjarnan, sem hafði aldrei áður leikið til úrslita, beið lægri hlut fyrir KR, sem hefur unnið bikarinn oftast allra félaga. Titillinn í ár er sá 13. í sögunni. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn 2012

KR-ingar Borgunarbikarmeistarar karla 2012 - 18.8.2012

KR-ingar fögnuðu sigri að loknum úrslitaleik Borgunarbikars karla, sem fram fór á Laugardalsvelli í blíðskaparveðri í dag. Stjörnumenn léku vel í leiknum og geta verið stoltir af sínu liði. Lokatölur leiksins urðu 2-1 fyrir KR.

Lesa meira
 
DSCN0029

Hvað ætla margir að mæta á bikarúrslitin? - 17.8.2012

Hvað skyldu margir ætla sér að mæta á úrslitaleik Borgunarbikars karla á laugardag? Það er alltaf spennandi að velta þessu fyrir sér. Kannski er áhugavert að skoða töflu með yfirliti yfir aðsókn síðustu 20 ára.  Alla vega eitthvað til að ræða um ...

Lesa meira
 
Frá Laugardalsvelli

Ýmislegt um úrslitaleikinn - 17.8.2012

Smellið hér að neðan til að skoða ýmsar upplýsingar um úrslitaleik Borgunarbikars karla.  Hver verður heiðursgestur, í hvernig búningum leika liðin, hvorum megin eru stuðningsmenn, hvert er verðlaunaféð, o.fl?

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur Hjaltalín dæmir úrslitaleikinn - 17.8.2012

Þóroddur Hjaltalín verður dómari á úrslitaleik Stjörnunnar og KR í Borgunarbikar karla, sem fram fer á Laugardalsvelli á Laugardag kl. 16:00. Aðstoðardómarar verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Einar Sigurðsson.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið í 16. sæti á styrkleikalista FIFA - 17.8.2012

A landslið kvenna fer upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem kom út í dag og er Ísland nú í 16. sæti listans. Ísland er í 9. sæti á meðal Evrópuþjóða. Hæsta staða Íslands frá upphafi á heimslistanum er 15. sæti Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Vegna miðaverðs á úrslitaleik Borgunarbikarsins - 17.8.2012

Vegna fjölda fyrirspurna um verð á barnamiðum á úrslitaleik Borgunarbikars karla á laugardag skal áréttað að börn 10 ára og yngri fá frían aðgang á leikinn. Lesa meira
 
Ísland - Færeyjar 2012 (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

Miðasalan á Ísland-Noregur er hafin - 16.8.2012

Ísland og Noregur mætast á Laugardalsvellinum 7. september í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2014. Leikurinn hefst kl. 18:45 og má búast við mikilli stemmningu eins. Miðasalan er hafin á midi.is og er fólk hvatt til að tryggja sér miða sem fyrst.

Lesa meira
 
Ísland - Færeyjar 2012 (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

Kærar þakkir fyrir góða mætingu og öflugan stuðning! - 16.8.2012

Leikmenn, þjálfarar og aðrir aðstandendur A landsliðs karla vilja koma á framfæri einlægum þökkum fyrir mætinguna og stuðninginn á leiknum við Færeyinga á miðvikudag.  Stuðningur áhorfenda var öflugur og Tólfan lét afar vel í sér heyra.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Ertu með miða á úrslitaleik Borgunarbikarsins á laugardaginn? - 16.8.2012

Eins og kunnugt er fer úrslitaleikur Borgunarbikars karla fram á Laugardalsvelli á laugardag og er miðasala í fullum gangi á midi.is. Félögin sem mætast eru Stjarnan og KR, sem hafa ansi ólíka sögu í bikarkeppninni. Stjarnan er í úrslitum í fyrsta sinn, en KR er sigursælasta félagið í sögu bikarkeppni karla.

Lesa meira
 
Ísland - Færeyjar 2012 (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

Góður tveggja marka sigur á Færeyingum - 15.8.2012

A landslið karla vann í kvöld góðan 2-0 sigur á Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum. Þetta far fyrsti heimaleikur liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og jafnframt fyrsti sigurleikurinn síðan hann tók við þjálfun liðsins.  Kolbeinn Sigþórsson gerði bæði mörk íslenska liðsins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Færeyjum 2012

Byrjunarlið Íslands gegn Færeyingum í kvöld - 15.8.2012

Fyrsti heimaleikur A landsliðs karla undir stjórn Lars Lagerbäck fer fram á laugardalsvellinum kl. 19:45 í kvöld, miðvikudagskvöld. Smellið hér að neðan til að skoða byrjunarlið Íslands og uppstillingu þess. Það þarf ekki að koma á óvart að leikkerfið sé 4-4-2.

Lesa meira
 
Laurent Kopriwa

Dómarar frá Lúxemborg - 14.8.2012

Dómararnir á vináttulandsleik Íslands og Færeyja á Laugardalsvellinum á miðvikudag koma frá Lúxemborg. Maðurinn með flautuna heitir Laurent Kopriwa. Aðstoðardómararnir eru bræðurnir Antonio og Claudio De Carolis.

Lesa meira
 
Valur

Úrskurður í máli Leiknis gegn Val - 14.8.2012

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Leiknis gegn Val vegna leiks félaganna í 2. flokki karla B-liðum, Íslandsmóti, sem fram fór 27. júlí síðastliðinn. Í úrskurðarorðum kemur fram að leikurinn skuli dæmdur tapaður fyrir Val með markatölunni 0-3, og að auki er Val gert að greiða sekt. Lesa meira
 
Andri Vigfússon

Andri dæmdi í UEFA Futsal Cup - 14.8.2012

Andri Vigfússon, sem er FIFA Futsal dómari, var við störf í einum riðlanna í UEFA Futsal Cup fyrr í mánuðinum. UEFA Futsal Cup er Evrópumót félagsliða í Futsal-innanhússknattspyrnu.

Lesa meira
 
Íslandsmeistarar BÍ/Bolungarvíkur í 7 manna bolta 3. flokks karla

BÍ/Bolungarvík Íslandsmeistari í 3. flokki karla 7 manna - 14.8.2012

Keppni í Íslandsmóti 3. flokks karla í 7 manna bolta lauk á dögunum og þar fögnuðu sigri liðsmenn BÍ/Bolungarvíkur, sem unun alla leiki sína í riðlinum og luku því keppni með fullt hús stiga.

Lesa meira
 
Lars Olsen

Um helmingur leikur utan Færeyja - 14.8.2012

Færeyski landsliðshópurinn sem mætir Íslendingum í vináttuleik á Laugardalsvellinum á miðvikudag kl. 19:45 er öflugur og tæplega helmingur leikmannanna er á mála hjá erlendum félagsliðum. Einn þeirra leikur á Íslandi.  Þjálfarinn Lars Olsen lék 84 landsleiki fyrir Danmörku.

Lesa meira
 
Frá æfingu - Ingvar Jónsson markvörður og Guðmundur Hreiðarsson þjálfari markvarða

Strákarnir ætla sér sigur - 14.8.2012

A landslið karla mætir Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á miðvikudag kl. 19:45. Þetta er síðasti æfingaleikurinn áður en undankeppni HM 2014 hefst í september. Ísland teflir fram sterku liði og ljóst að menn vilja sanna sig fyrir þjálfaranum. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik Fylkis og FH breytt - 13.8.2012

Leik Fylkis og FH í Pepsi-deild karla, sem fara árri fram mánudaginn 27. ágúst, hefur verið flýtt um einn dag. Breytingin er tilkomin vegna þátttöku íslenskra félagsliða í UEFA-mótum. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Bikarúrslitaráðstefna KSÍ og KÞÍ - 13.8.2012

KÞÍ og KSÍ standa fyrir árlegri ráðstefnu í tilefni úrslitaleiks í Borgunarbikarkeppni karla þann 18. ágúst, næsta laugardag. Úrslitaleikurinn, sem er milli KR og Stjörnunnar, fer vitanlega fram á Laugardalsvelli og verður ráðstefnan haldin í höfuðstöðvum KSÍ. Lesa meira
 
Hallgrímur Jónasson

Hallgrímur Jónasson ekki með á miðvikudag - 11.8.2012

Hallgrímur Jónasson hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópnum sem mætir Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á miðvikudag. Haddi, eins og hann er jafnan kallaður, hefur því miður ekki náð sér fyllilega af meiðslum sem hann hefur verið að stríða við.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla tapaði í vítakeppni gegn Færeyingum - 11.8.2012

U17 landslið karla lék í dag lokaleik sinn á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Færeyjum. Leikið var gegn heimamönnum um 7.-8. sæti mótsins. Hvort lið um sig skoraði eitt mark í fyrri hálfleik og þar við sat í markaskorun. Færeyingar höfðu svo betur í vítakeppni. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Færeyingum á laugardag - 10.8.2012

U17 landslið karla mætir Færeyingum í leik um 7.-8. sæti Opna Norðurlandamótsins á laugardag kl. 11:00 að íslenskum tíma, en mótið fer einmitt fram í Færeyjum og þar taka m.a. þátt bæði U17 og U19 landslið heimamanna.  Byrunarlið Íslands hefur verið opinberað. Lesa meira
 
Sölvi með ungum aðdáendum í Danmörku

Sölvi Geir ekki með gegn Færeyjum - 10.8.2012

Sölvi Geir Ottesen á við meiðsli að stríða og getur ekki verið með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum við Færeyinga á Laugardalsvellinum á miðvikudag. Ekki verður kallaður annar leikmaður í hópinn í stað Sölva Geirs Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót drengja 2012 fer fram 17.-19. ágúst - 10.8.2012

Úrtökumót drengja (árgangur 1997) fer fram helgina 17.-19. ágúst næstkomandi að Laugarvatni. Alls hafa á sjöunda tug leikmanna frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir á úrtökumótið að þessu sinni.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aðgöngumiðar á Ísland-Færeyjar fyrir handhafa A-passa - 10.8.2012

Handhafar A-passa 2012 frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Færeyjar afhenta þriðjudaginn 14. ágúst frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir eru afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Færeyjar - 10.8.2012

KSÍ hefur ákveðið að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 15. ágúst næstkomandi kl. 19:45.  Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu KSÍ á mánudag og þriðjudag. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla leikur um 7. - 8. sætið á Opna NM - 10.8.2012

U17 landslið karla tapaði á fimmtudag lokaleik sínum í riðlakeppni Opna NM, sem fram fer í Færeyjum. Mótherjarnir voru Danir, sem unnu 2-0 sigur með mörkum á 8. og 39. mínútu, leiddu.  Ísland leikur við Færeyjar um 7.-8. sætið í mótinu.

Lesa meira
 
ÍA

Þjálfari ÍA áminntur vegna ummæla - 9.8.2012

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 7. ágúst 2012 var samþykkt að áminna Þórð Þórðarson þjálfara ÍA vegna ummæla hans í fjölmiðlum eftir leik ÍA og KR í Pepsi-deild karla sem fram fór 30. júlí og sekta jafnframt Knattspyrnudeild ÍA um kr. 25.000 vegna ummælanna.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Yngri flokkum og forráðamönnum boðið á Ísland-Færeyjar - 9.8.2012

KSÍ hefur ákveðið bjóða yngri flokkum og forráðamönnum flokka (3. flokkur og yngri) allra aðildarfélaga miða á vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 15. ágúst og hefst kl. 19:45. Lesa meira
 
Tólfan

Ný Facebook-síða Tólfunnar - 8.8.2012

Flestir þeir sem lagt hafa leið sína á Laugardalsvöllinn til að styðja við landsliðin okkar kannast við stuðningsmannahópinn Tólfuna. Nú þegar landsleikjahrina haustsins nálgast er Tólfan að vakna aftur til lífsins og hefur ný Facebook-síða Tólfunnar verið sett upp.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Árleg gæðaúttekt UEFA á leyfiskerfi KSÍ fer fram á föstudag - 8.8.2012

Næstkomandi föstudag fer fram árleg gæðaúttekt UEFA á leyfiskerfi KSÍ. Allt skipulag KSÍ í tengslum við leyfiskerfið er skoðað, vinnulag.  Úttektin er sem fyrr framkvæmd af alþjóðlegu vottunarfyrirtæki, SGS, sem hefur höfuðstöðvar í Sviss.

Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen bætti markamet Ríharðs Jónssonar með því að skora tvö mörk gegn Lettum í október 2007

Eiður Smári, Grétar Rafn og Hallgrímur í landsliðshópinn - 8.8.2012

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn við Færeyinga á miðvikudag. Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Hallgrímur Jónasson bætast við áður tilkynntan leikmannahóp, en Björn Bergmann Sigurðarson á við meiðsli að stríða og verður því ekki með.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Tveir íslenskir dómarar á Opna NM - 8.8.2012

Á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla, sem fram fer í Færeyjum þessa dagana, eru tveir íslenskir dómarar að störfum. Þetta eru þeir Þórður Már Gylfason og Adolf Þorberg Andersen.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 130. sæti á FIFA-listanum - 8.8.2012

Ísland er í 130. sæti á mánaðarlegum styrkleikalista FIFA fyrir A landslið karla og fellur um eitt sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Annars er almennt lítið um breytingar á listanum milli mánaða og þá sérstaklega við topp listans.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Tap U17 gegn U19 liði Færeyja - 8.8.2012

U17 landslið karla tapaði á þriðjudag gegn U19 liði Færeyinga á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Færeyjum. Lokatölur leiksins urðu 3-1 fyrir heimamenn, sem leiddu með einu marki í hálfleik. Mark Íslands kom undir lok leiksins. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Sjö breytingar á byrjunarliði U17 karla á NM - 7.8.2012

U17 landslið karla leikur annan leik sinn á Opna NM í dag og eru mótherjarnir U19 landslið Færeyinga, heimamanna.  Sjö breytingar eru gerðar á á byrjunarliði Íslands frá tapleiknum gegn Svíum í gær, sem þýðir að allir þeir leikmenn sem ekki byrjuðu gegn Svíum byrja í dag. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tveimur leikjum í Pepsi-deildinni breytt vegna bikarúrslitaleiksins - 7.8.2012

Tveimur leikjum í Pepsi-deild karla hefur verið breytt vegna úrslitaleiksins í Borgunarbikar karla.  Um er að ræða viðureignir FH og KR annars vegar og ÍA og Stjörnunnar hins vegar.  Báðir leikir haf averið færðir til 23. ágúst.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

2-2 jafntefli gegn Skotum - 7.8.2012

Skotland og Ísland mættust í U23 landsliðum kvenna á sunnudag og er þetta í fyrsta sinn sem Ísland teflir fram U23 liði. Lokatölur leiksins urðu 2-2 og kom jöfnunarmark Skota seint í leiknum. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Sænskur sigur í fyrsta leik U17 karla á Opna NM - 6.8.2012

Fyrsta umferð Opna NM U17 karla fór fram í dag, mánudag, og voru mótherjar Íslands Svíar, sem þykja hafa á sterku liði að skipa. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og hálfleiksstaðan 1-1 endurspeglaði þá stöðu.  Eina mark síðari hálfleiks kom svo á 46. mínútu, sigurmark Svía.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Skotum kl. 14:00 - 4.8.2012

Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag vináttulandsleik gegn Skotum en leikurinn fer fram í Glasgow. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er einn nýliði sem hefur leikinn, Glódís Perla Viggósdóttir.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Metfjöldi félagaskipta í seinni glugganum - 3.8.2012

Eins og kunnugt er var síðasti dagur félagaskipta 31. júlí en ekki er hægt að hafa félagskipti innanlands eða til landsins eftir þann dag. Félagaskiptagluggarnir eru tveir, annars vegar frá 21. febrúar til 15. maí og hinsvegar frá 15. júlí til 31. júlí.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Stjarnan og KR í úrslitum - 3.8.2012

Það verða Stjarnan og KR sem mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 18. ágúst. KR lagði Grindavík á útivelli í gærkvöldi, 0 - 1, en Stjörnumenn höfðu betur gegn Þrótti í Garðabænum, 3 - 0. Lesa meira
 
EURO 2012

Hagnaður af EM 2012 til félagsliða - 2.8.2012

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að þau félög sem áttu leikmenn í landsliðum sem tóku þátt í Evrópukeppni landsliða 2012 fái hlutdeild í hagnaði keppninnar, alls 100 milljónir evra. Í fyrsta sinn fá félög sem áttu leikmenn í undankeppninni framlag Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Grindavík tekur á móti KR - 2.8.2012

Í kvöld kl. 19:15 mætast Grindavík og KR í undanúrslitum Borgunarbikars karla og hefst leikurinn kl. 19:15 á Grindavíkurvelli. Mikið er í húfi, sæti í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli sem fram fer laugardaginn 18. ágúst.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót stúlkna 2012 á Laugarvatni 10. - 12. ágúst - 1.8.2012

Framundan er úrtökumót stúlkna (fæddar 1997) sem fer fram helgina 10. - 12. ágúst næstkomandi á Laugarvatni. Hér að neðan má sjá dagskrá, nafnalista og ýmsar hagnýtar upplýsingar.

Lesa meira
 
KÞÍ

Bikarúrslitaráðstefnur KÞÍ og KSÍ 2012 - 1.8.2012

Í ágúst fara fram úrslitaleikir í Borgunarbikarkeppni karla og kvenna. Af því tilefni munu KÞÍ og KSÍ standa fyrir ráðstefnum í húsakynnum KSÍ sama dag og leikirnir fara fram. Nánari lýsing á innihaldi fyrirlestra og þátttökugjald verður auglýst eftir Verslunarmannahelgi. Viðvera á ráðstefnunum gefa endurmenntunarstig fyrir þjálfararéttindi KSÍ. Innifalið í þátttökugjaldinu eru léttar veitingar.

Lesa meira
 
Gudmunda-Brynja

U23 kvenna - Guðmunda Brynja kölluð í hópinn - 1.8.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á U23 hópnum sem mætir Skotum í vináttulandsleik í Glasgow, sunnudaginn 5. ágúst. Guðmunda Brynja Óladóttir úr Selfossi kemur inn í hópinn í stað Sigrúnar Ellu Einarsdóttur sem er meidd. Lesa meira
 
A landslið karla

A landslið karla - Hópurinn gegn Færeyingum tilkynntur - 1.8.2012

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er mætir Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 15. ágúst kl. 19:45. Þetta er lokahnykkurinn í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni HM 2014 þar sem Norðmenn verða fyrstu mótherjarnir þann 7. september á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Harpa-Thorsteinsdottir

A kvenna - Harpa kölluð inn í hópinn - 1.8.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið Hörpu Þorsteinsdóttur úr Stjörnunni í A landsliðshópinn er mætir Skotum í vináttulandsleik ytra þann 4. ágúst næstkomandi. Harpa kemur í stað Katrínar Jónsdóttur sem getur ekki tekið þátt í þessu verkefni vegna meiðsla.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Stjarnan tekur á móti Þrótti í undanúrslitum - 1.8.2012

Fyrri undanúrslitaleikur Borgunarbikars karla fer fram í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Þrótti á Samsungvellinum í Garðabæ. Leikurinn hefst kl. 19:15 og má búast við fjörugum leik en hvorugt þessara félaga hefur komist í hinn eftirsótta úrslitaleik.  Hinn undanúrslitaleikurinn fer svo fram fimmtudaginn 2. ágúst, þegar Grindavík og bikarmeistarar KR mætast í Grindavík kl. 19:15.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar í dag - Þriðjudaginn 31. júlí - 31.7.2012

Í dag, þriðjudaginn 31. júlí, er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil. Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, þriðjudaginn 31. júlí. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Brussel - 30.7.2012

Kristinn Jakobsson verður við stjórnvölinn á miðvikudaginn þegar hann dæmir leik Anderlecht frá Belgíu og Ekranas frá Litháen. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA og fer fram á Constant Vanden Stock vellinum í Brussel.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frá Áfrýjunardómstóli KSÍ - Fyrri úrskurður staðfestur - 27.7.2012

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð Aga-og úrskurðanefndar varðandi leikbann þjálfara 4. flokks karla hjá KA. KA skaut málinu til Áfrýjunardómstóls KSÍ en hinn áfrýjaði úrskurður aganefndar var kveðinn upp 3. júlí 2012 þar sem Sævar Pétursson, þjálfari 4 flokks karla hjá KA, var úrskurðaður í eins mánaðar leikbann og knattspyrnudeild KA gert að greiða kr. 20.000 í fjársekt. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Þór bæði úr leik - 27.7.2012

FH og Þór léku í gærkvöldi heimaleiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Um var að ræða seinni leiki viðureignanna en íslensku liðin duttu bæði úr keppni.  Þór lék gegn tékkneska liðinu Mlada Boleslav og FH tók á móti sænska liðinu AIK á Kaplakrikavelli.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Atli Guðnason valinn bestur í umferðum 1 - 11 í Pepsi-deild karla - 27.7.2012

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri hluta Pepsi-deildar karla, þ.e. umferðir 1 - 11 og fór athöfnin fram í húsakynnum Ölgerðarinnar. Atli Guðnason úr FH var valinn besti leikmaðurinn og þjálfari hans, Heimir Guðjónsson, valinn besti þjálfarinn. Dómari umferðanna var Erlendur Eiríksson og stuðningsmenn Stjörnunnar þóttu bestu stuðningsmennirnir.

Lesa meira
 
kfr

KFR óskar eftir þjálfara fyrir yngri flokka - 25.7.2012

Knattspyrnufélag Rangæinga (KFR) óskar eftir að ráða þjálfara í 100 % starf fyrir yngri flokka félagsins frá og með nk. hausti. Menntun eða reynsla á sviði knattpyrnuþjálfunar skilyrði. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Fjölnis gegn Þrótti - 25.7.2012

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Fjölnis gegn Þrótti Reykjavík vegna leiks félaganna í 3. flokki karla, Íslandsmóti B riðli, sem fram fór 10. júlí síðastliðinn. Í úrskurðarorðum kemur fram að úrslitin í leiknum skulu standa óbreytt.

Lesa meira
 
Þórir Hákonarson

Margt framundan í fótboltanum - 25.7.2012

Mótin hafa í stórum dráttum gengið afar vel sem af er tímabili og fyrir utan þá leiki sem skipulagðir eru af KSÍ hafa verið haldin fjölmörg mót yngri iðkenda sem alltaf vekja mikla athygli og eru mikilvægur þáttur í grasrótarstarfi knattspyrnuhreyfingarinnar.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Þór leika heimaleiki sína - 25.7.2012

Tvö félög leika heimaleiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA, fimmtudaginn 26. júlí kl. 19:15. FH tekur á móti sænska liðinu AIK á Kaplakrikavelli og Þór tekur á móti Mladá Boleslav frá Tékklandi á Þórsvellinum.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR úr leik - 25.7.2012

KR er úr leik í Meistaradeild UEFA en þeir töpuðu gegn HJK Helsinki í seinni leiknum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA. Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Finnana en þeir unnu einnig fyrri leikinn og tryggðu sér því sæti í þriðju umferð forkeppninnar. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópurinn fyrir Norðurlandamótið í Færeyjum - 25.7.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur á Opna Norðurlandamótinu í Færeyjum, dagana 5. - 12. ágúst. Ísland er þar í riðli með Svíþjóð, Danmörku og U19 liði heimamanna. Fyrsti leikurinn verður gegn Svíum, mánudaginn 6. ágúst.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á vináttulandsleik Íslands og Færeyja 15. ágúst - 24.7.2012

Íslendingar taka á móti frændum sínum Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 15. ágúst, hefst kl. 19:45 og er miðasala á leikinn hafin. Þetta er lokahnykkurinn í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni HM 2014 þar sem Norðmenn verða fyrstu mótherjarnir þann 7. september á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR tekur á móti HJK Helsinki í kvöld - 24.7.2012

KR tekur á móti HJK Helsinki í kvöld í 2. umferð Meistaradeildar UEFA en þetta er seinni leikur félaganna.  Leikurinn fer fram á KR vellinum í kvöld, þriðjudaginn 24. júlí, og hefst kl. 19:15.  Finnarnir unnu fyrri leikinn örugglega á sínum heimavelli, 7 - 0. Lesa meira
 
Oliver-madur-motsins

U19 karla - Oliver valinn bestur á Svíþjóðarmótinu - 23.7.2012

Strákarnir í U19 fóru, sem kunnugt er, með sigur af hólmi á Svíþjóðarmótinu sem lauk um helgina. Auk Íslands og heimamanna léku þar Rúmenar og Norðmenn. Að loknum móti völdu mótshaldarar Oliver Sigurjónsson sem besta leikmann mótsins en hann var fyrirliði liðsins sem vann 2 leiki og gerði að lokum jafntefli við Norðmenn. Lesa meira
 
U19-karla-gegn-Svium

U19 karla - Efsta sætið á Svíþjóðarmótinu tryggt - 21.7.2012

Strákarnir í U19 gerðu í dag jafntefli í lokaleik sínum á Svíþjóðarmótinu og voru Norðmenn mótherjarnir. Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að Norðmenn höfðu leitt í leikhléi. Jafnteflið dugði íslenska liðinu til að tryggja sér efsta sætið á þessu fjögurra þjóða æfingamóti en auk ofangreindra þjóða, eru Svíar og Rúmenar þátttakendur.

Lesa meira
 
UEFA

Meistara- og Evrópudeild UEFA - Dregið í 3. umferð forkeppni - 20.7.2012

Í dag var dregið í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA. Þrjú íslensk félög eru enn í keppninni og eru möguleika FH óneitanlega hvað mestir, íslensku félaganna, á að komast áfram.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Góð úrslit hjá FH - 19.7.2012

FH og Þór voru í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í kvöld þegar félögin léku fyrri leiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Bæði félögin léku á útivelli, Hafnfirðingar í Svíþjóð en Akureyringar í Tékklandi.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Góður sigur á Svíum - 19.7.2012

Strákarnir í U19 halda áfram góðu gengi sínu á Svíþjóðarmótinu en heimamenn voru mótherjarnir í dag. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Íslendinga eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

Hópurinn kynntur hjá A og U23 landsliði kvenna - 19.7.2012

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag kynnti Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hópa hjá A og U23 landsliðum kvenna. Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Skotum í Glasgow, 4. og 5. ágúst.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið er mætir Svíum í dag - 19.7.2012

Strákarnir í U19 leika í dag sinn annan leik á Svíþjóðarmótinu og eru heimamenn mótherjar dagsins í leik sem hefst kl. 17:00.  Ísland lagði Rúmena í fyrsta leik sínum á þriðjudaginn en þá gerðu Svíar og Norðmenn jafntefli, 1 - 1.  Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Þór leika útileiki í dag - 19.7.2012

Íslensku félögin FH og Þór verða í eldlínunni í dag þegar þau leika fyrri leiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Báðir leikirnir fara fram á útivelli og hefjast kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hvenær tekur leikbann gildi? - 18.7.2012

Skrifstofu KSÍ berast alloft fyrirspurnir um það hvenær leikbönn taka gildi.  Oftast er verið að leita upplýsinga um það hvenær leikbönn vegna áminninga taka gildi.  Aðildarfélög eru hvött til að kynna sér reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál en almennt gildir að:

Lesa meira
 
Hamar

Hamar óskar eftir þjálfurum - 18.7.2012

Knattspyrnudeild Hamars í Hveragerði auglýsir eftir knattspyrnuþjálfurum fyrir yngri flokka deildarinnar.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Frábær byrjun á Svíþjóðarmótinu - 17.7.2012

Strákarnir í U19 karla hófu í dag leik á Svíþjóðarmótinu þegar þeir mættu Rúmenum. Íslenska liðið vann öruggan sigur, 4 - 1 eftir að staðan hafði verið 2 - 1 í leikhléi.  Öruggur og sannfærandi sigur hjá íslenska liðinu sem leikur aftur á fimmtudaginn þegar heimamenn í Svíþjóð verða mótherjarnir.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR leikur í Finnlandi í dag - 17.7.2012

Íslands- og bikarmeistarar KR verða í eldlínunni í dag þegar þeir mæta HJK Helsinki í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta er fyrri leikur félaganna og fer fram í Finnlandi. Seinni leikurinn verður eftir rétta viku, þriðjudaginn 24. júlí, á KR vellinum.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Króatíu - 17.7.2012

Kristinn Jakobsson verður við stjórnvölinn á leik NK Osijek frá Króatíu og Kalmar FF frá Svíþjóð sem fram fer í Osijek, fimmtudaginn 19. júlí. Þetta er fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Kristni til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson og fjórði dómari verður Gunnar Jarl Jónsson. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið er mætir Rúmenum í dag - 17.7.2012

Strákarnir í U19 verða í eldlínunni í dag þegar þeir mæta Rúmenum á Svíþjóðarmótinu en þetta er fyrsti leikur liðsins á mótinu. Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og hefur Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið sem hefur leik í dag.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-11 afhentar 27. júlí - 16.7.2012

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-11 í Pepsi-deild karla verða afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 föstudaginn 27. júlí kl. 12:00 (annan föstudag). Á þeim tímapunkti verður reyndar 12. umferðinni einnig lokið, en þessi dagsetning er valin til að forðast árekstur við þátttöku íslenskra félagsliða í UEFA-mótum.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn - Tveir undanúrslitaleikir í Garðabænum - 16.7.2012

Í dag var dregið í undanúrslitum Borgunarbikarsins í karla- og kvennaflokki og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Það er ljóst að tveir undanúrslitaleikir verða í Garðabænum, bæði í karla- og kvennaflokki.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn - Dregið í undanúrslitum karla og kvenna í dag - 16.7.2012

Það má segja að mikil eftirvænting sé í loftinu en á hádegi í dag verður dregið í undanúrslitum Borgunarbikars karla og kvenna. Dregið verður í höfuðstöðvum KSÍ kl. 12:00 og má fylgjast með drættinum á Facebooksíðu KSÍ.

Lesa meira
 
Open-Nordic

U16 kvenna - Góður sigur á Dönum - 14.7.2012

Stelpurnar í U16 unnu góðan sigur á stöllum sínum frá Danmörku í morgun en leikið var um 7. sæti á Opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Noregi. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland og komu bæði mörkin í fyrri hálfleiknum. Ísland hafnaði því í 7. sæti á mótinu.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Enski dómarinn Andy Davies starfar á þremur leikjum - 13.7.2012

Enski dómarinn Andy Davies mun á næstu dögum starfa á þremur leikjum í íslensku deildarkeppninni. Hann mun dæma leiki Víkings Ólafsvíkur og KA sem og Fjölnis og Hauka sem fer fram 17. júlí.  Einnig verður hann aðstoðardómari á leik ÍBV og Fram í Pepsi-deild karla 15. júlí.  Þessi verkefni eru liður í samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambanda Íslands og Englands.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Þór áfram - 13.7.2012

Þrjú íslensk félög voru í eldlínunni í gærkvöldi í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA. FH og Þór komust áfram í 2. umferð en ÍBV féll úr leik eftir framlengdan leik í Vestmannaeyjum.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Leikið í 8 liða úrslitum í kvöld - 13.7.2012

Í kvöld, föstudagskvöldið 13. júlí, verður leikið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og eru allir fjórir leikirnir á dagskránni í kvöld. Til mikils er að vinna, sæti í undanúrslitum en dregið verður í undanúrslitum, karla og kvenna, mánudaginn16. júlí.

Lesa meira
 
U16-gegn-Frokkum

U16 kvenna - Frakkarnir reyndust sterkari - 12.7.2012

Stelpurnar í U16 töpuðu lokaleik sínum í riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins sem fram fer í Noregi. Frakkar voru mótherjarnir og fór þeir með sigur af hólmi, 4 - 0, eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í leikhléi.  Ísland leikur gegn Dönum á laugardaginn um 7. sætið.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna - Sandra María valin best í fyrstu 9 umferðunum - 12.7.2012

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir fyrstu níu umferðirnar í Pepsi-deild kvenna og fór athöfnin fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Sandra María Jessen úr Þór/KA var valin besti leikmaður umferðanna og þjálfari hennar, Jóhann Kristinn Gunnarsson, var valinn besti þjálfarinn Lesa meira
 
Evrópudeildin

Íslensk lið í eldlínunni í Evrópudeild UEFA - 12.7.2012

Þrjú íslensk félög verða í eldlínunni í kvöld í Evrópudeild UEFA og er um að ræða síðari leiki félaganna í fyrstu umferð undankeppninnar. Tveir leikjanna verða hér á landi, á Akureyri og í Vestmannaeyjum en FH leikur í Liechtenstein.

Lesa meira
 
U16-gegn-Svithjod

U16 kvenna - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 12.7.2012

Stelpurnar í U16 leika síðasta leik sinn í riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins í dag þegar þær mæta Frökkum og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar sunnudaginn 15. júlí - 11.7.2012

Sunnudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Mikið að gera hjá dómurum - 10.7.2012

Íslenskir dómarar fara mikinn þessa dagana á erlendri grundu en margir eru við störf þessa dagana.  Alls eru 11 íslenskir dómarar að dæma erlendis þessa dagana og líklega bætist við þann hóp á næstu dögum.

Lesa meira
 
U16-gegn-Svithjod

U16 kvenna - Tap í kaflaskiptum leik gegn Svíum - 10.7.2012

Stelpurnar í U16 töpuðu í dag gegn sænskum stöllum sínum en þetta var annar leikur liðsins á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Lokatölur urðu 0 - 1 fyrir Svía eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Lokaleikur Íslands verður svo gegn Frökkum, fimmtudaginn 12. júlí.

Lesa meira
 
Geir-fyrir-austan

Stjórn KSÍ fundar á Egilsstöðum - 10.7.2012

Stjórn KSÍ er stödd á Austurlandi þar sem haldinn verður stjórnarfundur á Egilsstöðum í dag. Stjórnarmenn nýta tækifærið og funda með aðildarfélögum á Austurlandi auk þess sem skoðuð eru vallarmannvirki á svæðinu.

Lesa meira
 
Open-Nordic

U16 kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum - 10.7.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í dag á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Ísland tapaði gegn Finnum í fyrsta leiknum, 0 - 1, en Svíar unnu Frakka í sínum fyrsta leik með sömu markatölu.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn sem fer á Svíþjóðarmótið - 9.7.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hópinn sem fer til Svíþjóðar og leikur þar á Svíþjóðarmótinu. Mótið fer fram dagana 17. - 21. júlí og verða mótherjarnir, auk heimamanna, frá Rúmeníu og Noregi. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Níunda umferð Pepsi-deildar kvenna - 9.7.2012

Níunda umferð Pepsi-deildar kvenna verður leikin á mánudag og þriðjudag og verður deildin þar með hálfnuð. Fyrri helmingurinn verður svo gerður upp í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu á fimmtudag. Lesa meira
 
U16-kvenna-byrjunarlidid

U16 kvenna - Naumt tap gegn Finnum - 9.7.2012

Stelpurnar í U16 léku sinn fyrsta leik í dag á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Mótherjarnir voru frá Finnlandi og höfðu þær finnsku betur, 0 - 1, og kom markið í fyrri hálfleik.  Næsti leikur liðsins á mótinu er strax á morgun, þriðjudag, en þá verður leikið við Svía.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn - 8 liða úrslitum karla lýkur í kvöld - 9.7.2012

Átta liða úrslitum Borgunarbikars karla lýkur í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Fram í Garðabænum og hefst leikurinn kl. 19:15. KR, Grindavík og 1. deildarlið Þróttar hafa tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Á föstudaginn verður svo leikið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna.

Lesa meira
 
Open-Nordic

U16 kvenna - Byrjunarliðið gegn Finnum - 9.7.2012

Stelpurnar í U16 hefja í dag leik á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Fyrsti leikurinn verður gegn Finnum og hefst hann kl. 12:45 að íslenskum tíma. Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Birna og Bríet dæma á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna - 8.7.2012

Stelpurnar í U16 landsliðinu eru ekki einu fulltrúar Íslands á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Tveir íslenskir dómarar eru þar einnig en þetta eru þær Birna Bergstað Þórmundsdóttir og Bríet Bragadóttir.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 kvenna - Breyting á hópnum - 5.7.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum hjá U16 kvenna en liðið leikur á Opna Norðurlandamótinu í Noregi sem hefst 9. júlí. Úlfar hefur valið Esther Rós Arnarsdóttur úr Breiðabliki í hópinn í stað Hrefnu Þ. Leifsdóttur.

Lesa meira
 
Hamarshollin

Tekið höndum saman - 5.7.2012

Hvergerðingar hafa staðið í stórræðum en vinna við Hamarshöllina er nú í fullum gangi. Um er að ræða "uppblásið" íþróttahús þar sem m.a. verður að finna hálfan knattspyrnuvöll ásamt annarri íþróttaaðstöðu.

Lesa meira
 
Hvolsvollur-lofmynd

Frá KFR í landsliðið - 5.7.2012

Þrír leikmenn sem valdir hafa verið í U16 ára landslið kvenna sem tekur þátt í Opna Norðurlandamótinu í Noregi nú í júlí hófu knattspyrnuferil sinn með yngri flokkum KFR, en þetta eru þær Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Katrín Rúnarsdóttir. Bergrún og Hrafnhildur leika núna með ÍBV en Katrín með Selfossi.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin 2012

Viðurkenningar fyrri helmings Pepsi-deildar kvenna afhentar 12. júlí - 5.7.2012

Líkt og undanfarin ár verða veittar viðurkenningar fyrir mótshluta í Pepsi-deildum karla og kvenna. Afhending viðurkenninga fyrir umferðir 1-9 í Pepsi-deild kvenna (fyrri helming) fer fram í Ölgerðinni fimmtudaginn 12. júlí kl. 12:00. Lesa meira
 
Karl Guðmundsson

Karl Guðmundsson - Minning - 4.7.2012

Knattspyrnuhreyfingin minnist við andlát Karls Guðmundssonar félaga sem tengdist leiknum ævilangt, fyrst innan vallar en síðan með áratuga starfi einkum við þjálfun og fræðslustörf. Þáttur Karls í uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu er stór og knattspyrnuhreyfingin á honum margt að þakka.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið upp um tvö sæti á FIFA-listanum - 4.7.2012

A landslið karla er í 129. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og hækkar um tvö sæti frá því í síðasta mánuði. Evrópuþjóðir eru áberandi í efstu sætum listans og eru 8 af 10 efstu þjóðunum aðilar að UEFA, hinar tvær þjóðirnar eru Suður-amerískar.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Leikið í Kaplakrika og Dyflinni - 3.7.2012

Íslensk félagslið verða í eldlínu Evrópudeildar UEFA á fimmtudag. Tvö af okkar liðum, ÍBV og Þór leika gegn írskum liðum í Dyflinni, en FH-ingar leika á heimavelli í Kaplakrika. Allir leikirnir eru í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Lesa meira
 
EURO 2012

100 milljónir evra til evrópskra félagsliða - 2.7.2012

Um það bil 580 knattspyrnufélög í öllum aðildarlöndum UEFA munu fá skerf af þeim fjármunum sem UEFA hefur aflað með úrslitakeppni EM sem lauk nýlega.  Þetta þýðir að þau félög sem áttu leikmenn í landsliðshópum Íslands í leikjum í undankeppninni fá greiðslur.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Dregið í 8-liða úrslit Borgunarbikars kvenna - 2.7.2012

Í hádeginu í dag, mánudag, var dregið í 8-liða úrslita Borgunarbikars kvenna. Ljóst er að um hörkuviðureignir verður að ræða í þessum leikjum, sem fara allir fram 13. júlí. Fyrsta liðið upp úr pottinum var bikarmeistaralið Vals, sem fékk heimaleik á móti FH. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Íslendingar í eftirlitsstörfum fyrir UEFA - 2.7.2012

Fjölmargir leikir eru framundan í Evrópudeild og Meistaradeild UEFA og verða íslenskir dómaraeftirlitsmenn og eftrlitsmenn virkir þátttakendur. Þrír Íslendingar verða við störf á þessum leikjum.

Lesa meira
 
Stjörnuvöllur

Leikvangar sem bera nafn kostunaraðila - 2.7.2012

Það hefur færst í aukana síðustu ár að gerðir séu samstarfssamningar milli íþróttafélaga og fyrirtækja um að leikvangar beri nöfn kostunaraðila, og hefur sú þróun átt sér stað í knattspyrnunni um gjörvalla Evrópu.  Ísland er engin undantekning í þessum málum.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P4852

Pepsi-deildin aftur af stað eftir bikarhlé - 29.6.2012

Pepsi-deild karla fer aftur af stað um helgina eftir smá hlé þegar leikið var í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Fyrsti leikur 9. umferðar fer fram í kvöld, föstudagskvöld, þegar Valsmenn sækja Vestmannaeyinga heim á Hásteinsvöll.  Öll liðin sem leika í Evrópudeild UEFA í næstu viku eiga leiki um helgina. Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur Hjaltalín dæmir í Evrópudeildinni - 29.6.2012

UEFA hefur tilnefnt Þórodd Hjaltalín sem dómara á viðureign welska liðsins Llanelli AFC og KuPS Kuopio frá Finnlandi. Leikurinn, sem fram fer í Llanelli í Wales, er í forkeppni Evrópudeildar UEFA og fer fram 12. júli næstkomandi.

Lesa meira
 
Fylkir

Þjálfari Fylkis áminntur vegna ummæla - 28.6.2012

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 26. júní 2012 var samþykkt að áminna Jón Pál Pálmason þjálfara Fylkis vegna ummæla hans í fjölmiðlum eftir leik Fylkis og Vals í Pepsi-deild kvenna sem fram fór 11. júní og sekta jafnframt Knattspyrnudeild Fylkis um kr. 25.000 vegna ummælanna.

Lesa meira
 
Úr fyrsta leik Íslandsmótsins 1912 -

100 ár frá fyrsta leik í Íslandsmóti! - 28.6.2012

Í dag, 28. júní, eru liðin nákvæmlega 100 ár frá fyrsta leiknum sem fram fór í Íslandsmóti í knattspyrnu. Þennan dag árið 1912 mættust Fram og KR, sem þá hét reyndar Fótboltafélag Reykjavíkur, í kappleik á Melavellinum. Í þessu fyrsta Íslandsmóti lék einnig lið Eyjamanna, sem þá hét KV (Knattspyrnufélag Vestmannaeyja).

Lesa meira
 
Fulltrúar Triple Double og UEFA

Átak UEFA í markaðsmálum kvennaknattspynu - 28.6.2012

Dagana 24. til 26. júní voru staddir hér á landi fulltrúar UEFA og hollenska ráðgjafarfyrirtækisins Triple Double. Heimsóknin var í tengslum við nýtt verkefni á vegum UEFA sem miðar að því að styðja við knattspyrnusambönd í uppbyggingu og styrkingu markaðs- og kynningarstarfs í deildarkeppni í aðildarlöndum UEFA.

Lesa meira
 
Jóhann Gunnar Guðmundsson

Jóhann Gunnar aðstoðardómari í úrslitakeppni EM U19 karla - 28.6.2012

Jóhann Gunnar Guðmundsson hefur verið tilnefndur af UEFA sem einn af átta aðstoðardómurum í úrslitakeppni EM U19 landsliða karla, sem fram fer í Eistlandi dagana 3. til 15. júlí.  Jóhann Gunnar, sem er 34 ára gamall, hefur verið FIFA-aðstoðardómari síðan 2008.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

16-liða úrslit Borgunarbikars kvenna næstu daga - 28.6.2012

Næstu daga fara fram 16-liða úrslit Borgunarbikars kvenna og er fyrsti leikur á dagskrá í dag, fimmtudag, þegar Breiðablik sækir ÍBV heim til Vestmannaeyja. Fjórir leikir fara svo fram á föstudag og þrír á laugardag. Það er óhætt að segja að leikirnir í 16-liða úrslitum fari fram víðs vegar um landið, því leikið er í sjö sveitarfélögum.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Frá dómaranefnd - Um túlkun á ákvæði 12. greinar - 27.6.2012

Borið hefur á misskilningi um túlkun ákvæðis 12. greinar knattspyrnulaganna.  Að gefnu tilefni skal áréttað varðandi þetta ákvæði laganna að leikmaður telst einungis "spyrna" knettinum sé snertingin við knöttinn með fæti leikmannsins (þ.e. frá ökkla og niður). Lesa meira
 
Julius-markvordur

Bók um markmannsþjálfun - 27.6.2012

Fræðsludeild KSÍ vill vekja athygli nýrri bók sem FIFA hefur gefið út um markmannsþjálfun. Bókin inniheldur allt sem viðkemur þjálfun markvarða, allt frá grunnatriðum markmanns og markmannsþjálfunar upp í æfingar fyrir börn, unglinga og fullorðna. Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Meistaradeild UEFA - 27.6.2012

Þorvaldur Árnason mun dæma seinni leik SP Tre Penne frá San Marínó og F91 Dudelange frá Luxemborg en leikurinn er í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA. Leikið verður í San Marínó og Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Frosti Viðar Gunnarsson. Fjórði dómari verður svo Erlendur Eiríksson.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Bikarmeistararnir til Eyja - 27.6.2012

Í dag, miðvikudag, var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ. Núverandi bikarmeistarar, KR, halda til Vestmannaeyja og bæði 1. deildar félögin sem eftir eru í keppninni fengu heimaleik.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Dregið í 8 liða úrslitum í dag - 27.6.2012

Í dag verður dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu. Síðustu leikir 16 liða úrslita kláruðust í gærkvöldi og tryggðu þá bikarmeistarar KR og 1. deildarlið Víkings sér sæti í 8 liða úrslitum. Fyrir í pottinum voru 1. deildarlið Þróttar ásamt Grindavík, ÍBV, Fram, Stjörnunni og Selfoss.

Lesa meira
 
Keflavík

Úrskurður í máli Tindastóls gegn Keflavík - 27.6.2012

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Tindastóls gegn Keflavík vegna leiks félaganna í 3. flokki kvenna, Íslandsmóti B2 deild, sem fram fór laugardaginn 2. júní 2012. Í úrskurðarorðum kemur m.a. fram að úrslitum er breytt og Tindastóli dæmdur 0-3 sigur í leiknum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Markmannsskóli drengja 29. júní - 1. júlí - Dagskrá og listi þátttakenda - 25.6.2012

Markmannsskóli drengja fer fram á Akranesi 29. júní - 1. júlí. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið, Þjóðbraut 13 Akranesi.  Skólastjóri er Halldór Björnsson og aðstoðarskólastjóri er Lúðvík Gunnarsson

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Mótherjar íslensku liðanna - 25.6.2012

Í dag, mánudag, var dregið í fyrstu tvær umferðirnar í undankeppni Evrópudeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Þrjú íslensk félög voru í pottinum, FH, ÍBV og Þór.  Fyrri leikirnir fara fram 5. júlí en þeir síðari 12. júlí.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR mætir HJK Helsinki - 25.6.2012

Í dag, mánudag, var dregið í fyrstu umferðir í undankeppni Meistaradeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA. Íslandsmeistarar KR drógust gegn HJK Helsinki frá Finnlandi en þessi félög koma beint inn í aðra umferð. Fyrri leikurinn verður í Finnlandi 17. - 18. júlí en sá síðari á KR vellinum 24. - 25. júlí.

Lesa meira
 
KÞÍ

Frá Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands - 25.6.2012

Stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) minnir okkur alla á það að við erum leikmönnum okkar og nánasta umhverfi fyrirmyndir að háttvísi í þátttöku okkar í knattspyrnuleikjum og í umfjöllun um þá. Nú er tími fjölmennra knattspyrnumóta og á þessi áminning við um alla þá fjölmörgu þjálfara sem taka þar þátt sem og þjálfara eldri flokka sem standa í eldlínunni. Lesa meira
 
UEFA

Dregið í dag í Meistaradeild og Evrópudeild UEFA - 25.6.2012

Í dag verður dregið í fyrstu umferðum Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA og er dregið í höfuðstöðvum UEFA. Fjögur íslensk félög eru í pottinum, KR í Meistaradeildinni og FH, ÍBV og Þór í Evrópudeild UEFA.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Öruggur íslenskur sigur í Lovech - 21.6.2012

Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur á Búlgörum í dag í undankeppni EM en leikið var í Lovech. Lokatölur urðu 0 – 10 eftir að íslenska liðið hafði leitt með þremur mörkum í leikhléi. Liðið er því komið á topp riðilsins að nýju.

Lesa meira
 
Open-Nordic

U16 kvenna - Hópurinn valinn fyrir Norðurlandamótið í Noregi - 21.6.2012

Nýráðinn landsliðsþjálfari U17 kvenna, Úlfar Hinriksson, hefur valið hópinn sem tekur þátt á Opna Norðurlandamótinu sem fer fram í Noregi dagana 9. - 14. júlí. Ísland er þar í riðli með Finnum, Frökkum og Svíum.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

Ísland mætir Búlgaríu - Byrjunarliðið tilbúið - 21.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Búlgörum í dag kl. 15:00. Leikurinn er liður í undankeppni EM og fer fram í borginni Lovech í Búlgaríu. Hægt er að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Ísland mætir Búlgaríu í dag kl. 15:00 - 21.6.2012

Íslenska kvennalandsliðið mætir stöllum sínum frá Búlgaríu í dag í undankeppni EM og verður leikið í Lovech í Búlgaríu. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á heimasíðu UEFA. 

Lesa meira
 
Gudni-og-konurnar

Guðni og konurnar - 20.6.2012

Eins og vonandi flestum er kunnugt þá var kvenréttindadagurinn í gær, 19. júní, en þá voru 97 ár síðan að konur fengu kosningarétt til Alþingis.  Þessi kvenréttindadagur var ofarlega í huga Guðna Kjartanssonar í Búlgaríu og kom hann færandi hendi með bleikar rósir. Lesa meira
 
Bulgaria

Stelpurnar mæta Búlgörum - Viðtal við Sigurð Ragnar - 20.6.2012

Íslenska kvennalandsliðið er í Búlgaríu þar sem liðið undirbýr sig nú undir mikilvægan leik gegn heimastúlkum í undankeppni EM. Fer leikurinn fram í Lovech, fimmtudaginn 21. júní og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Heimasíðan heyrði í Sigurði Ragnari Eyjólfssyni á milli æfinga.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar um helgina hjá U17 karla - 18.6.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 34 leikmenn til úrtaksæfinga sem fram fara um komandi helgi. Æfingarnar verða á gervigrasinu fyrir utan Kórinn, laugardag og sunnudag.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Markmannsskóli stúlkna á Akranesi - Dagskrá - 18.6.2012

Hér að neðan má finna upplýsingar um Markmannsskóla stúlkna á Akranesi 22. - 24. júní. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið, Þjóðbraut 13, Akranesi.  Skólastjóri er Mist Rúnarsdóttir og aðstoðarskólastjóri er Daði Rafnsson en kunnir markmannsþjálfarar sjá um kennslu.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Stelpurnar farnar til Búlgaríu - 18.6.2012

Kvennalandsliðið hélt í morgun til Búlgaríu þar sem leikið verður við heimastúlkur í undankeppni EM á fimmtudaginn. Leikið verður í Lovech í Búlgaríu og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A kvenna - Öruggur sigur á Ungverjum - 16.6.2012

Íslenska kvennalandsliðið vann góðan sigur á Ungverjum í undankeppni EM en leikið var á Laugardalsvelli í dag. Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Ísland og leiddu stelpurnar með tveimur mörkum í leikhléi.  Búlgarir eru næstu mótherjar íslenska liðsins og fer leikurinn fram fimmtudaginn, 21. júní.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

Ísland - Ungverjaland - Byrjunarlið Íslands tilbúið - 16.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið gegn Ungverjum í leik sem er liður í undankeppni EM. Leikið er á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní, og hefst leikurinn kl. 16:00.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Ísland - Ungverjaland á laugardaginn - Allir á völlinn! - 15.6.2012

Stelpurnar taka á móti Ungverjum í undankeppni EM, laugardaginn 16. júní, á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst kl. 16:00 og er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið.  Það er því ljóst að stelpurnar munu spila til sigurs því möguleikinn á sæti í úrslitakeppni EM 2013 er mikill. Stuðningur áhorfenda getur því skipt sköpum á Laugardalsvelli á laugardaginn því mikið er í húfi.

Lesa meira
 
Hlin-Gunnlaugsdottir

A kvenna - Hlín Gunnlaugsdóttir í hópinn - 15.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Ungverjum og Búlgörum í undankeppni EM. Hlín Gunnlaugsdóttir úr Breiðabliki kemur inn í hópinn í stað Soffíu Gunnarsdóttur sem á við meiðsli að stríða. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Fyrri sumarfundur Pepsídeildardómara - 15.6.2012

Fyrri sumarfundur landsdómara var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Eins og undanfarin ár var fundurinn nýttur til þess að fara yfir ýmis atvik úr leikjum, skoða það sem vel var gert og það sem betur má fara. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Ungverjaland - Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja - 14.6.2012

Frítt verður inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á landsleik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM kvenna. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní og hefst kl. 16:00. Með því að framvísa viðeigandi skírteinum geta ellilífeyrisþegar og öryrkjar komist frítt inn Lesa meira
 
Icelandair

Hittir einhver markslána í hálfleik á laugardag? - 13.6.2012

Í hálfleik á viðureign Íslands og Ungverjalands á laugardag munu þrír heppnir vallargestir fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri en skemmtilegri þraut. Þrautin felst í því að spyrna knetti frá vítateigsboganum með það fyrir augum að hitta þverslána og vinna þannig ferð fyrir tvo til útlanda með Icelandair!

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Facebook, Twitter og aðrir samfélagsvefir - 13.6.2012

Það færist stöðugt í aukana að leikmenn, þjálfarar og aðrir fulltrúar knattspyrnunnar tjái sig um knattspyrnutengd málefni á samskiptavefjum eins og Twitter og Facebook, hér á landi sem erlendis.  Mönnum er oft heitt í hamsi eftir knattspyrnuleiki, jafnvel í aðdraganda þeirra. Stundum segja menn hluti sem þeir sjá eftir, og þetta getur líka gerst ef menn eru aðeins of fljótir á sér að setja færslu á samskiptavef. Lesa meira
 
Cristina-Dorcioman

Ísland - Ungverjaland - Dómarar frá Rúmeníu - 13.6.2012

Það verða dómarar frá Rúmeníu sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní og hefst kl. 16:00. Lesa meira
 
Rakel-Logadottir

A kvenna - Rakel Logadóttir kölluð inn í hópinn - 13.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert aðra breytingu á landsliðshópnum er mætir Ungverjum á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní. Rakel Logadóttir úr Val kemur inn í hópinn í stað Hallberu Guðnýjar Gísladóttur sem á við meiðsli að stríða. Lesa meira
 
Sandra María Jessen

A kvenna - Sandra María í hópinn - 13.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum sem mætir Ungverjum í undankeppni EM á laugardaginn. Sandra María Jessen úr Þór kemur inn í hópinn í stað liðsfélaga síns, Katrínar Ásbjörnsdóttur, sem er meidd.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Tap gegn Norðmönnum í Drammen - 13.6.2012

U21 landslið karla tapaði í gær gegn Norðmönnum, en liðin mættust á Marienlyst Stadion í Drammen. Norska liðið sótti mun meira í leiknum og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Sigurmarkið kom þegar aðeins um 5 mínútur voru eftir af leiknum.

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

Ráðstefna þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Augsburg - 12.6.2012

Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands hefur verið boðið að senda einn fulltrúa á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Augsburg 30. júlí - 1. ágúst í sumar. Ráðstefnan mun að mestu leyti fjalla um EURO 2012 og hvernig má yfirfæra það sem þar kemur nýtt fram, yfir í leikrænar æfingar. Lesa meira
 
U21-karla-gegn-Aserum

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Noregi - 12.6.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Norðmönnum í dag. Leikið er í Drammen, Marienlyst gervigrasvellinum sem er heimavöllur norska félagsins Strömsgodset. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og einnig er minnt á beina textalýsingu af heimasíðu UEFA.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Leikið við Noreg í dag - 12.6.2012

Strákarnir í U21 mæta Norðmönnum í dag í undankeppni EM og fer leikurinn fram í Drammen. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn

Borgunarbikarinn 2012-2013 - 11.6.2012

Borgunarbikarinn er nýtt nafn á bikarkeppnum karla og kvenna í knattspyrnu. Þetta var kynnt á blaðamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag og undirrituðu þeir Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ, Haukur Oddsson forstjóri Borgunar og Ari Edwald forstjóri 365 miðla samstarfssamning þessa efnis.
Lesa meira
 
Borgunarbikarinn

Dregið í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla og kvenna - 11.6.2012

Í hádeginu í dag, mánudag, var dregið í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla og kvenna. Ýmsir áhugaverðir leikur komu upp í drættinum. Ríkjandi kvennabikarmeistarar Vals fara austur og leika við Hött á Egilsstöðum.  Stórleikur 16-liða úrslita karla er þó væntanlega viðureign Íslands- og bikarmeistara KR og Breiðabliks í Frostaskjóli.

Lesa meira
 
756e3d3a-d65a-45fe-b544-a3d04365141c_L

A kvenna - Miðasala hafin á Ísland-Ungverjaland - 11.6.2012

Stelpurnar taka á móti Ungverjum í undankeppni EM, laugardaginn 16. júní, á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst kl. 16:00 og er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið.  Miðasala á leikinn er hafin og er miðaverð á leikinn 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli drengja 2012 - Dagskrá - 11.6.2012

Knattspyrnuskóli karla 2012 fer fram að Laugarvatni 18. - 22. júní næstkomandi. Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1998.

Lesa meira
 
borgun

Borgunarbikarinn - Dregið í 16 liða úrslitum í dag - 11.6.2012

Í hádeginu í dag, mánudaginn 11. júní, verður dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna og verður dregið í höfuðstöðvum KSÍ. Einn leikur er þó eftir í 32 liða úrslitum hjá körlunum en Víkingur Ólafsvík og ÍBV mætast á morgun. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Sandra valin í hópinn - 8.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið Söndru Sigurðardóttur úr Stjörnunni í hópinn fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Búlgaríu. Sandra kemur í stað Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem á við meiðsli að stríða.

Lesa meira
 
U17kv2002-0006

U16 kvenna - Undirbúningsæfingar fyrir Norðurlandamót - 8.6.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt æfingahóp fyrir Norðurlandamótið sem fer í Noregi í júlí. Úlfar velur 33 leikmenn fyrir þessar æfingar sem fara fram 15. og 16. júní.

Lesa meira
 
31a6e874-5f23-4cd0-a152-90fbe896f949_L

A kvenna - Hópurinn fyrir leiki gegn Ungverjum og Búlgörum valinn - 7.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 22 leikmenn í landsliðshóp sinn er mætir Ungverjum og Búlgörum síðar í þessum mánuði. Leikið verður við Ungverja á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní en við Búlgari í Lovech, fimmtudaginn 21. júní.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Andri og Arnór koma inn í hópinn - 6.6.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert tvær breytingar á hópnum sem mætir Noregi í undankeppni EM en leikið verður í Drammen, þriðjudaginn 12. júní. Inn í hópinn koma þeir Andri Adolpsson úr ÍA og Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík.

Lesa meira
 
EURO 2012

Geir eftirlitsmaður UEFA í Varsjá - 6.6.2012

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leikjum úrslitakeppni EM sem fram fara í Varsjá. Alls verða leiknir fimm leikir í Varsjá, þeirra á meðal opnunarleikur keppninnar og annar undanúrslitaleikurinn. Þá má einnig geta þess að Lars Lagerbäck, verður í tækninefnd UEFA sem fylgist með úrslitakeppninni.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar í Pepsi-deildum karla og kvenna 2012 - 6.6.2012

Líkt og undanfarin ár verða veittar viðurkenningar fyrir fyrri helming og seinni helming í Pepsi-deildum karla og kvenna.  Settar hafa verið upp sérstakar valnefndir og ræður einfaldur fjöldi atkvæða niðurstöðunni í hvert sinn varðandi lið umferðanna, besta leikmann, þjálfara dómara og bestu stuðningsmenn.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið stendur í stað - 6.6.2012

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í morgun, er karlalandslið Íslands í 131. sæti listans og stendur í stað frá því að síðasti listi var gefinn út. Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti en Uruguay veltir Þjóðverjum úr öðru sæti listans.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Svekkjandi tap á KR vellinum - 5.6.2012

Strákarnir í U21 biðu lægri hlut gegn Aserum í undankeppni EM í kvöld en leikið var á KR vellinum. Lokatölur urðu 1 - 2 gestunum í vil eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi. Sigurmark Asera kom í uppbótartíma.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Aserum - 5.6.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Aserum í kvöld á KR velli kl. 19:15. Leikurinn er í undankeppni EM en Aserar höfðu betur þegar þessar þjóðir mættust ytra í febrúar á þessu ári.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Aserbaídsjan - 5.6.2012

Ísland og Aserbaídsjan mætast í kvöld í undankeppni EM U21 karla og hefst leikurinn kl. 19:15 á KR velli. Miðaverð á leikinn er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Einnig er frítt inn fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega og geta þeir framvísað viðeigandi skírteinum við innganginn. Handhafar A skírteina geta einnig framvísað skírteinum við innganginn. Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Litháen - 4.6.2012

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Litháen og Úkraínu í undankeppni EM U21 karla. Leikurinn fer fram í Kauna í Litháen og Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Áskell Gíslason. Fjórði dómari er Þóroddur Hjaltalín.

Lesa meira
 
borgun

Borgunarbikarinn í knattspyrnu - 4.6.2012

Samkomulag hefur náðst á milli 365 miðla, KSÍ og Borgunar um það að Bikarkeppnin í knattspyrnu muni nefnast Borgunarbikarinn næstu tvö keppnistímabil.  Mun því bikarkeppnin bera nafn Borgunar en framundan í vikunni eru ákaflega áhugaverðir leikir í 2. umferð Borgunarbikars kvenna og 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

Sigurður Ragnar sá landsliðskonur í Svíþjóð - 4.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, var um helgina um Svíþjóð þar sem hann fylgdist með nokkrum landsliðskonum leika í sænsku úrvalsdeildinni. Framundan hjá kvennalandsliðinu er hörkubarátta um sæti í EM 2013 og er næsta verkefni hér á Laugardalsvelli þegar tekið verður á móti Ungverjum. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Ísland tekur á móti Aserbaídsjan - 4.6.2012

Strákarnir í U21 taka á móti Aserum á KR velli og fer leikurinn fram þriðjudaginn 5. júní og hefst kl. 19:15. Leikurinn er liður í undankeppni EM en íslenska liðið er sem stendur í neðsta sæti riðilsins með 3 stig eftir fimm leiki. Aserar eru sætinu yfir ofan, hafa 4 stig eftir fimm leiki.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 7. júní - 4.6.2012

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 7. júní kl. 19:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Knattspyrnuskóli stúlkna 2012 - Dagskrá - 1.6.2012

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1998. Mæting er stundvíslega kl. 13:30 mánudaginn 11. júní á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli. Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandsliðið í 17. sæti - 1.6.2012

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í dag, er íslenska kvennalandsliðið í 17. sæti og fellur niður um 2 sæti frá síðasta lista. Litlar breytingar eru á milli lista og eru Bandaríkin á toppnum en Þjóðverjar skammt á eftir.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Polla- og Hnátumót 2012 - Staðfestir leikdagar - 30.5.2012

Leikdagar í Polla og Hnátumótum hafa nú allir verið staðfestir á heimasíðu KSÍ. Úrslitakeppni NL/AL fer fram 18. – 19. ágúst. Úrslitakeppni SV-lands fer fram helgina 25. – 26. ágúst.  Athugið að breytingar hafa orðið á leikdögum og eins hafa átt sér stað tímabreytingar frá því að fyrri drög voru send út. 

Lesa meira
 
A landslið karla

Tap á Gamla Ullevi - 30.5.2012

Íslendingar töpuðu 3 - 2 fyrir Svíum í vináttulandsleik sem fram fór á Gamla Ullevi vellinum í Gautaborg í kvöld. Staðan í leikhléi var 2 - 1 fyrir Svía sem skoruðu tvö mörk á fyrstu 14 mínútum leiksins. Kolbeinn Sigþórsson og Hallgrímur Jónasson skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Byrjunarliðið gegn Svíum í kvöld - 30.5.2012

A landslið karla mætir Svíum í vináttulandsleik á Gamla Ullevi í Gautaborg kl. 18:15 að íslenskum tíma í dag, miðvikudag. Byrjunarlið Íslands hefur verið tilkynnt og eru gerðar tvær breytingar frá leiknum við Frakka á dögunum.  Leikaðferðin er sem fyrr 4-4-2.

Lesa meira
 
Blaðamannafundur - A landslið karla gegn Frakklandi og Svíþjóð

Ísland mætir Svíþjóð í kvöld - 30.5.2012

Karlalandsliðið leikur í kvöld vináttulandsleik gegn Svíum og verður leikið á Gamla Ullevi vellinum í Gautaborg. Leikurinn hefst kl. 18:15 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst kl. 18:05.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

Frá blaðamannafundi á Gamla Ullevi - 29.5.2012

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, sat fyrir svörum fulltrúa fjölmiðla á blaðamannafundi á Gamla Ullevi leikvanginum í Gautaborg.  „Það er svolítið sérstakt fyrir mig að vera við stjórnvölinn á landsliði sem er að leika gegn Svíþjóð, en þetta er mjög spennandi verkefni og verður góð prófraun fyrir okkur."

Lesa meira
 
Mynd-afhending-neydartosku-1

Hjartastuðtæki og neyðarsjúkratöskur - 29.5.2012

Landslið Íslands munu því framvegis ferðast með hjartastuðtæki og fullbúnar neyðarsjúkratöskur ásamt hefðbundnum sjúkrabúnaði í öll sín verkefni, innanlands sem erlendis.

Lesa meira
 
A landslið karla

Naumt tap í Valenciennes - 27.5.2012

Karlalandsliðið tapaði naumlega gegn Frökkum í kvöld í vináttulandsleik sem fram fór í Valenciennes. Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Frakka eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi, 0 - 2. Frakkar skoruðu tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggðu sér þar með sigur.

Lesa meira
 
A landslið karla

Byrjunarlið Íslands í Valenciennes - 27.5.2012

Byrjunarlið Íslands í vináttuleiknum gegn Frökkum á Stade de Hainaut leikvanginum í Valenciennes hefur verið opinberað. Það þarf ekki að koma á óvart að Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, stilli upp í leikkerfið 4-4-2, enda hefur hann gefið það út að í grunninn sé það sú leikaðferð sem hann vilji helst alltaf leika.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frakkland - Ísland í kvöld kl. 19:00 - 27.5.2012

Íslendingar mæta Frökkum í vináttulandsleik í kvöld, sunnudaginn 27. maí og hefst leikurinn kl. 19:00. Þetta er 11 skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en leikið verður í Valenciennes í Frakklandi.  Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingn kl 18:50.

Lesa meira
 
Blaðamannafundur fyrir Frakkland-Ísland

Frá blaðamannafundi í Valenciennes - 25.5.2012

A landslið karla er nú statt í Frakklandi þar sem það undirbýr sig fyrir vináttulandsleik við Frakka í Valenciennes. Á blaðamannafundi á Stade de Hainaut leikvanginum, þar sem leikurinn fer fram á sunnudaginn, sátu þjálfari íslenska liðsins og tveir leikmenn fyrir svörum franskra blaðamanna.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Hópurinn fyrir leiki gegn Aserum og Norðmönnum - 25.5.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Aserum og Norðmönnum í undankeppni EM. Leikið verður gegn Aserum á KR velli, þriðjudaginn 5. júní kl. 19:15 og gegn Norðmönnum í Drammen viku síðar.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Tveir leikir færðir til - 25.5.2012

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að færa til tvo leiki í Pepsi-deild karla en um er að ræða leik ÍBV og Stjörnunnar í 6. umferð og leik Stjörnunnar og Vals í 7. umferð Pepsi- deildar karla. Leikirnir verða því eftirfarandi:

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 31. maí - 25.5.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.

Lesa meira
 
Mynd-afhending-neydartosku-1

KSÍ kaupir hjartastuðtæki og fullbúnar neyðarsjúkratöskur - 25.5.2012

Vegna hertra reglna UEFA um öryggismál landsliða í knattspyrnu festi KSÍ nýverið kaup á Lifepak CR Plus sjálfvirkum hjartastuðtækjum og Sport Promote sjúkratöskum með endurlífgunar- og fyrstu hjálparbúnaði frá Á.Hr ehf.  Landslið Íslands munu því framvegis ferðast með hjartastuðtæki og fullbúnar neyðarsjúkratöskur Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Bikarkeppni KSÍ - Konurnar hefja leik í kvöld - 23.5.2012

Í kvöld, miðvikudaginn 23. maí, hefst Bikarkeppni KSÍ kvenna með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo á morgun þegar Snæfellsnes tekur á móti Tindastóli á Grundarfjarðarvelli. Leikir kvöldsins hefjast allir kl. 20:00. Lesa meira
 
Hjalmar-Jonsson

Hjálmar ekki með gegn Frökkum og Svíum - 22.5.2012

Hjálmar Jónsson, leikmaður Gautaborgar, verður ekki með í vináttulandsleikjunum gegn Frökkum og Svíum sem fram fara 27. og 30. maí. Hjálmar þarf að draga úr hópnum vegna meiðsla. Ekki hefur verið kallaður inn nýr maður í hans stað. Lesa meira
 
Jóhann Berg Guðmundsson sækir að marki Andorra á Laugardalsvellinum 2010

A karla - Leikið við Andorra 14. nóvember - 21.5.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Andorra hafa komið sér saman um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Andorra 14. nóvember næstkomandi. Þessi leikur er hluti af samkomulagi knattspyrnusambandanna sem fól einnig í sér vináttulandsleik á Laugardalsvelli sem fram fór árið 2010

Lesa meira
 
UEFA

Luku 30 eininga háskólanámi á vegum UEFA - 21.5.2012

Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, og Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, luku nýlega 30 eininga háskólanámi í knattspyrnusértækri viðburðastjórnun. Námið, sem er diplomanám, er á vegum UEFA og er stýrt af IDHEAP menntastofnuninni, sem er hluti af háskólanum í Lausanne.

Lesa meira
 
Special-Olympics-2012

Fjör á Íslandsleikunum - 18.5.2012

Íslandsleikarnir voru samstarfsverkefni Knattspyrnusambands Íslands og knattspyrnufélagsins Víkings og fóru fram í tengslum við Evrópuviku UEFA og Special Olympics í Evrópu. Sex lið tóku þátt í mótinu, blönduð lið karla og kvenna.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Bikarkeppni KSÍ - ÍA og KR mætast í 32 liða úrslitum - 18.5.2012

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum í bikarkeppni KSÍ og var dregið í höfuðstöðvum KSÍ. Margar athygliverðar viðureignir eru á dagskránni og ber þar kannski hæst leik ÍA og KR. Tvær aðrar viðureignir liða úr Pepsi-deildinni eru á dagskránni, Keflavík - Grindavík og FH - Fylkir.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 7. karla og 6. karla í sumar - 18.5.2012

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 7. flokk karla og 6. flokk karla núna í sumar. Áhugasömum er bent á að hafa sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 571-5604. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Bikarkeppni KSÍ - Dregið í 32 liða úrslit í dag - 18.5.2012

Í dag verður dregið í 32 liða úrslit bikarkeppni KSÍ og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ kl. 12:00. Keppni í 2. umferð bikarkeppninnar lauk í gær að einum leik undanskildum, KF og Þór eiga eftir að leika. Nú koma félögin úr Pepsi-deildinni inn í dráttinn og má því eiga von á mörgum athygliverðum viðureignum. Lesa meira
 
Ulfar-Hinriksson

Úlfar Hinriksson ráðinn landsliðsþjálfari U17 kvenna - 16.5.2012

Úlfar Hinriksson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U17 kvenna og tekur hann við starfinu af Þorláki Árnasyni. Þjálfunarferill Úlfars spannar 18 ár en hann var m.a. aðstoðarlandsliðsþjálfari A landsliðs kvenna og þjálfaði U21 landslið kvenna 2003 – 2004. Lesa meira
 
Borgun og KSÍ - Leikur án fordóma

Prúðmennskuverðlaun KSÍ og Borgunar fyrir opin mót - 16.5.2012

Minnt er á að þau félög sem halda opin mót í sumar fyrir yngri flokka geta pantað prúðmennskuverðlaun hjá KSÍ.  KSÍ sér um að panta verðlaunin sem viðkomandi félag sækir síðan í Ísspor, Síðumúla 17. Lesa meira
 
Julius-markvordur

Markmannsskóli KSÍ - Tilkynna þarf þátttöku fyrir 30. maí - 16.5.2012

Í sumar mun Knattspyrnusamband Íslands starfrækja Markmannsskóla fyrir stúlkur og drengi í 4. aldursflokki.  Tilkynna þarf þátttöku á meðfylgjandi eyðublaði og senda til KSÍ fyrir 30. maí. Eftir þann tíma er litið svo á að viðkomandi félag ætli ekki að tilnefna þátttakanda í skólann.

Lesa meira
 
Atli Eðvaldsson var þjálfari KR árið 1999

Trúnaðarmenn landshluta – Atli Eðvaldsson ráðinn - 16.5.2012

Eins og áður hefur komið fram hefur verið ákveðið að koma á fót verkefni á vegum KSÍ þar sem trúnaðarmenn eru ráðnir til landshlutanna.  Nú hefur Atli Eðvaldsson verið ráðinn sem trúnaðarmaður Suð-Vesturlands en áður höfðu Pétur Ólafsson verið ráðinn fyrir Norðurland og Eysteinn Húni Hauksson fyrir Austurland.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Bikarkeppni KSÍ - Önnur umferð hefst í kvöld - 15.5.2012

Í kvöld, þriðjudaginn 15. maí, hefst keppni í 2. umferð Bikarkeppni KSÍ en þá er leikur Augnabliks og Hamars á dagskránni.   Það verður svo fjör á morgun en þá eru 16 leikir á dagskránni. Umferðinni lýkur svo á fimmtudaginn með þremur leikjum.  Föstudaginn 18. maí verður svo dregið í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Tveimur leikjum frestað í kvöld - 14.5.2012

Tveimur leikjum af þremur sem áttu að fara fram í kvöld, mánudagskvöld, hefur verið frestað. Eini leikur kvöldsins í Pepsi-deild karla fer því fram á Nettóvellinum í Keflavík þar sem heimamenn taka á móti Stjörnunni kl. 19:15.

Lesa meira
 
Blaðamannafundur - A landslið karla gegn Frakklandi og Svíþjóð

A karla - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Frökkum og Svíum - 14.5.2012

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, tilkynnti Lars Lagerbäck landsliðshópinn sem leikur tvo vináttulandsleiki síðar í mánuðinum. Leikið verður gegn Frökkum sunnudaginn 27. maí og gegn Svíum miðvikudaginn 30. maí.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna og 1. deild karla hefjast um helgina - 12.5.2012

Það verður nóg um að vera á knattspyrnuvöllum þessa lands um helgina en keppni hefst í 1. deild karla á laugardag og Pepsi-deild kvenna á sunnudag. Þá hófst 2. deild karla í gærkvöldi og lýkur 1. umferðinni í dag með þremur leikjum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2012 - 11.5.2012

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 26. apríl síðastliðinn að úthluta úr Mannvirkjasjóði KSÍ og er þetta í fimmta skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Alls var úthlutað til 13 verkefna og í samræmi við reglugerð um sjóðinn njóta forgangs þær umsóknir sem miða að því að uppfylla leyfiskerfi KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Yfirlýsing KSÍ vegna málefna FFR - 11.5.2012

Knattspyrnusamband Íslands heldur mót fyrir knattspyrnufélög á Íslandi og rétt til þátttöku hafa öll félög innan vébanda ÍSÍ og UMFÍ. KSÍ er aðili að UEFA og FIFA og hefur sem slíkt umboð til að skipuleggja keppni á Íslandi en getur ekki opnað mót sín fyrir erlend félög.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Strákarnir nálægt undanúrslitunum - 11.5.2012

Strákarnir í U17 voru einu marki frá því að komast í undanúrslitin í úrslitakeppni EM sem fram fer í Slóveníu. Lokaleikurinn var gegn Georgíu og höfðu Georgíumenn betur, 1 - 0, og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitunum. Íslenska liðinu hefði dugað 1 - 1 jafntefli til að komast áfram í undanúrslitin.

Lesa meira
 
Hafsteinn Guðmundsson

Hafsteinn Guðmundsson - Minning - 10.5.2012

Hafsteinn fékk heiðurskross KSÍ fyrir störf sín að knattspyrnumálum. Hann var tíður gestur á landsleikjum, fylgdist vel með og lagði gott til málanna. Áhugi hans á leiknum var sannur og entist ævilangt.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Georgíu - 10.5.2012

Strákarnir í U17 leika í dag lokaleik sinn í riðlakeppni úrslitakeppni EM sem fram fer í Slóveníu.  Leikið verður gegn Georgíu og með sigri á íslenska liðið möguleika á sæti í undanúrslitum.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan hampaði titlinum í Meistarakeppni kvenna - 9.5.2012

Stjarnan fór með sigur í Meistarakeppni kvenna og vann þann titil í fyrsta skiptið. Stjarnan lagði Val með þremur mörkum gegn einu eftir að hafa leitt, 1 - 0, í leikhléi. Leikið var á nýjum gervigrasvelli í Garðabæ og var þetta vígsluleikur vallarsins. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 131. sæti - 9.5.2012

Íslenska karlalandsliðið er í 131. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Er það sama sæti og á síðasta lista en litlar breytingar eru á milli lista. Spánverjar eru sem fyrr í efsta sætinu og Þjóðverjar koma þar á eftir.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Frábær aðsókn á fyrstu umferð Pepsi-deildar karla - 8.5.2012

Aldrei hafa fleiri mætt á leiki fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla heldur en nú en 10.439 áhorfendur mættu á leikina sex í fyrstu umferðinni. Þetta gerir 1.740 áhorfendur að meðaltali á leik.  Hér að neðan má sjá hversu margir hafa mætt á leiki fyrstu umferða síðustu sjö ár  Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

1. deild karla á SportTV í sumar - 8.5.2012

KSÍ og SportTV hafa komist að samkomulagi um að sýnt verði frá leikjum 1. deildar karla í sumar á SportTV.  Sýndur verður a.m.k. einn leikur í hverri umferð og einnig er stefnt að því að teknar verði saman markasyrpur í hverri umferð sem einnig verða sýndar á SportTV. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Mót sumarsins 2012 staðfest - 8.5.2012

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í eldri flokki karla. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir. Eftir er að gefa út niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög séu tekin úr umferð.

Lesa meira
 
UEFA

Valur hársbreidd frá Evrópusæti - 8.5.2012

UEFA hefur tilkynnt hvaða þjóðir fá aukasæti í Evrópudeild UEFA í keppninni 2012/13. Þær þrjár þjóðir sem efstar eru á háttvísilista UEFa hljóta þessi sæti og koma þau í hlut Noregs, Finnlands og Hollands að þessu sinni.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Þjóðverjar reyndust sterkari - 8.5.2012

Strákarnir í U17 töpuðu öðrum leik sínum í úrslitakeppni EM þegar þeir léku við Þjóðverja í Slóveníu. Loktatölur urðu 1 - 0 fyrir Þjóðverja og kom eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Þjóðverjar voru sterkari aðilinn í leiknum og var sigurinn sanngjarn en með smá heppni hefði íslenska liðið getað lætt inn marki.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni kvenna - Stjarnan tekur á móti Val - 7.5.2012

Þriðjudaginn 8. maí, verður leikið í Meistarakeppni kvenna en þá taka Íslandsmeistarar Stjörnunnar á móti bikarmeisturunum í Val. Leikið verður á Stjörnuvelli í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 19:15.

Lesa meira
 
Magni_Mohr

Fitness þjálfun knattspyrnumanna - endurmenntunarnámskeið - 7.5.2012

Helgina 27.-28. október verður haldið endurmenntunarnámskeið í Fitness þjálfun fyrir knattspyrnumenn. Hingað til lands kemur Magni Mohr, doktor í íþróttalífeðlisfræði og sérhæfður í þjálfun knattspyrnumanna.  Hér er um frábært tækifæri að ræða fyrir þjálfara þar sem Magni Mohr er í fremstu röð á sínu sviði og mun fara yfir það nýjasta í þessum fræðum.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Þjóðverjum - 7.5.2012

Strákarnir í U17 leika annan leik sinn í úrslitakeppni EM í dag þegar þeir mæta Þjóðverjum í Slóveníu. Leikurinn hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Eurosport.  Gunnar Guðmundsson hefur tilkynnt byrjunarliðið í dag og gerir hann eina breytingu frá liðinu sem gerði jafntefli 2 - 2 við Frakka. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deildin byrjar af krafti - 7.5.2012

Pepsi-deild karla hófst í gærkvöldi og var sælubros á andlitum knattspyrnuáhugafólks um allt land. Fimm leikir voru á dagskránni í gærkvöldi og voru það nýliðarnir í deildinni sem lönduðu þremur stigum en á þremur völlum lauk leikjum með jafntefli.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla hefst í kvöld - 6.5.2012

Í kvöld, sunnudagskvöldið 6. maí, hefst keppni í Pepsi-deild karla og eru fimm leikir á dagskránni. Það eru margir sem hafa beðið lengi eftir þessum degi og nú er hann runninn upp. Fyrst verður flautað til leiks kl. 18:00 á Selfossi þar sem heimamenn taka á móti ÍBV.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Frábært stig gegn Frökkum - 4.5.2012

Strákarnir í U17 náðu sér í dýrmætt stig í kvöld þegar þeir mættu Frökkum í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni EM sem fram fer í Slóveníu.  Lokatölur urðu 2 - 2 þar sem Frakkar leiddu með einu marki í leikhléi og höfðu tveggja marka forystu þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum.  Frábær endurkoma hjá strákunum sem sýndi mikinn og sterkan vilja hjá þessum skemmtilega hópi.

Lesa meira
 
Fundur um áhersluatriði dómaranefndar 2012

Fundað um áhersluatriði dómaranefndar - 4.5.2012

Í vikunni hafa dómararnir Gunnar Jarl Jónsson, Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín fundað með tveimur mikilvægum hópum um knattspyrnulögin, breytingar á þeim og áhersluatriði dómaranefndar KSÍ fyrir keppnistímabilið 2012.

Lesa meira
 
U17-hopurinn-til-Sloveniu

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 4.5.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Frökkum í kvöld. Þetta er fyrsti leikur liðsins í úrslitakeppni EM hjá U17 karla en leikið er í Slóveníu. Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Breiðabliki og KR spáð sigri í Pepsi-deildunum - 3.5.2012

Í dag fór fram kynningarfundur Pepsi-deildanna 2012 en þar eru m.a. kynntar spár forráðamanna félaga í Pepsi-deildum karla og kvenna. Breiðabliki er spáð sigri í Pepsi-deild kvenna en í karladeildinni er því spáð að KR verji titilinn.

Lesa meira
 
sjalandsskoli-003

Krakkar úr Sjálandsskóla í heimsókn - 3.5.2012

Það var stór hópur af hressum krökkum í 5. bekk Sjálandsskóla í Garðabæ sem heimsótti höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum í dag, fimmtudag. Krakkarnir fengu kynningu á starfsemi og aðstöðu KSÍ og Laugardalsvallar og þreyttu síðan nokkrar laufléttar knattþrautir. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla hefja leik á morgun - 3.5.2012

Strákarnir í U17 hefja á morgun, föstudaginn 4. maí, leik í úrslitakeppni EM U17 sem leikin verður í Slóveníu. Ísland er í riðli með Georgíu, Þýskalandi og Frakklandi og verður síðastnefnda þjóðin fyrstu mótherjar Íslands í riðlinum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Skínanda sigur í C deild Lengjubikars karla - 3.5.2012

Það var hið nýja félag Skínandi sem fór með sigur í C deild Lengjubikars karla eftir að hafa lagt Berserki í úrslitaleik 3 - 2. Skínandi er nýstofnað félag sem leikur í 3. deild karla í fyrsta skipti í sumar og kemur úr Garðabæ.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Blikar Lengjubikarsmeistarar kvenna - 2.5.2012

Blikastúlkur tryggðu sér sigur í A deild Lengjubikar kvenna í kvöld þegar þær lögðu Val í úrslitaleik í Kórnum. Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Breiðablik eftir að þær höfðu leitt í leikhléi, 2 - 1. Þetta var í sjötta skiptið sem Breiðablik vinnur þennan titil en í fyrsta sinn síðan 2006.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli KSÍ á Laugarvatni 2012 - 2.5.2012

Eins og undanfarin ár starfrækir Knattspyrnusamband Íslands í sumar knattspyrnuskóla fyrir stúlkur og drengi. Í ár eru þetta iðkendur fæddir 1998. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildanna á fimmtudaginn - 2.5.2012

Hinn árlegi kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna fer fram fimmtudaginn 3. maí kl. 16:30. Staðsetning að þessu sinni eru höfuðstöðvar Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 (aðalinngangur að ofanverðu). Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslit A deildar Lengjubikars kvenna - Breiðablik mætir Val í kvöld - 2.5.2012

Breiðablik og Valur mætast í kvöld, miðvikudaginn 2. maí, í úrslitaleik A deildar Lengjubikars kvenna. Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 19:00.  Blikar hafa unnið þennan titil oftast allra liða og geta aukið forskot sitt á Val í þeim efnum, en Valur getur jafnað titlafjölda Breiðabliks með sigri.

Lesa meira
 
KR

KR fór með sigur í Meistarakeppni karla - 1.5.2012

KR fór í kvöld með sigur af hólmi í Meistarakeppni karla en leikið var um sigurlaunin í kvöld við góðar aðstæður á Laugardalsvelli. Mótherjarnir voru FH og lauk leiknum með sigri KR, 2 - 0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Bikarkeppni KSÍ hefst 1. maí - 30.4.2012

Þó svo að margir marki upphaf knattspyrnusumarsins við upphaf Pepsi-deildarinnar eða Meistarakeppni KSÍ er fyrsti leikur þessa sumar-keppnistímabils leikur í bikarkeppni KSÍ. Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar tekur á móti Hömrunum á Hvammstangavelli þann 1. maí.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Velkomin til leiks - 30.4.2012

Það er komið sumar og knattspyrnan fer í gang á völlum landsins. Mörg þúsund leikir munu fara fram í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum landsins á vegum KSÍ þar sem um 20 þúsund iðkendur reyna með sér.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Úrslitahópur U17 karla klár - 30.4.2012

Gunnar Guðmundsson, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur tilkynnt leikmannahópinn fyrir úrslitakeppni EM, sem fram fer í Slóveníu og hefst 4. maí. Ísland er í riðli með Frakklandi, Georgíu og Þýskalandi, og eru fyrstu mótherjarnir Frakkar.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P5580

Félagaskiptaglugginn lokar þriðjudaginn 15. maí - 30.4.2012

Þriðjudaginn 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta. Félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokks- eða samningsbundna leikmenn aftur fyrr en 15. júlí, nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum.

Lesa meira
 
Laugardalsvollur-1

Meistarakeppni karla á Laugardalsvelli 1. maí - 30.4.2012

KR og FH mætast í Meistarakeppni KSÍ þriðjudaginn 1. maí kl. 19:15 og fer þessi árlegi leikur nú fram á Laugardalsvelli í fyrsta skipti í mörg ár.  Valsmenn hafa oftast fagnað sigri í Meistarakeppni KSÍ, eða 9 sinnum. KR-ingar hafa unnið þrjá sigra og FH-ingar fjóra.

Lesa meira
 
FH

FH vann sigur í B-deild Lengjubikars kvenna - 30.4.2012

FH fagnaði um liðna helgi sigri í B-deild Lengjubikars kvenna. Ekki er leikið til úrslita í B-deildinni, heldur er um að ræða fimm liða riðil. Tryggði FH sér efsta sætið með 5-1 sigri á KR í lokaumferðinni í leik sem fram fór að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Breiðablik og Valur leika til úrslita - 30.4.2012

Það verða Breiðablik og Valur sem leika til úrslita í A-deild Lengjubikars kvenna í ár eftir sigra á andstæðingum sínum í undanúrslitum síðasta föstudag. Úrslitaleikurinn fer fram í Kórnum á miðvikudag og hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 
KR

KR-ingar Lengjubikarmeistarar karla 2012 - 30.4.2012

KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar karla árið 2012 eftir 1-0 sigur á Frömurum í úrslitaleik A-deildar í Kórnum í Kópavogi á laugardag. Eina mark leiksins kom á 57. mínútu og var þar að verki Þorsteinn Már Ragnarsson.

Lesa meira
 
Handbók leikja 2012

Handbók leikja 2012 komin út - 30.4.2012

Handbók leikja 2012 er komin út, en hún inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir aðildarfélög KSÍ. Í Handbók leikja eru ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja, yfirlit yfir reglur og kröfur sem gerðar eru varðandi hina ýmsu þætti, eyðublöð og fleira. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Athygli vakin á breytingum á reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál - 27.4.2012

Á stjórnarfundi 8. mars síðastliðinn voru samþykktar breytingar á reglugerð um aga- og úrskurðarmál og hefur félögunum verið tilkynnt um þessa breytingu með dreifibréfi. Rétt er, nú þegar stutt er í að Íslandsmótin og Bikarkeppni hefja göngu sína, að vekja athygli á þessum breytingum.

Lesa meira
 
Þór

Unglingadómaranámskeið hjá Þór miðvikudaginn 3. maí (breyting) - 27.4.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ fimmtudaginn 2. maí og hefst kl. 20:00 í Hamri. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - Dregur til tíðinda í neðri deildunum - 27.4.2012

Um helgina fara línur að skýrast í neðri deildum Lengjubikars karla og kvenna og meðal annars ráðst úrslitin í B deild kvenna. Ekki er um eiginlegan úrslitaleik að ræða í þeirri deild en FH og KR mætast á sunnudaginn og berjast þessi félög um sigur B deildinni.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar A deild kvenna - Undanúrslitin fara fram í kvöld - 27.4.2012

Í kvöld, föstudaginn 27. apríl, verður leikið í undanúrslitum A deildar Lengjubikars kvenna en úrslitaleikurinn sjálfur fer svo fram miðvikudaginn 2. maí. Breiðablik og Fylkir mætast í Fífunni kl. 18:00 og Valur og Stjarnan hefja leik í Egilshöllinni kl. 19:00.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fram og KR mætast í úrslitum A deildar Lengjubikars karla á laugardaginn - 27.4.2012

Reykjavíkurfélögin Fram og KR mætast í úrslitum A deildar Lengjubikars karla, laugardaginn 28. apríl. Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl. 16:00. KR hefur unnið þennan titil í fjögur skipti en Fram hefur aldrei unnið þenna titil.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmaður í banni? - Fær þitt félag örugglega ekki tölvupóst? - 27.4.2012

Samkvæmt reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál eru úrskurðir Aga-og úrskurðarnefndar sendir með tölvupósti til aðildarfélaga. Áríðandi er að öll aðildarfélög KSÍ athugi að rétt tölvupóstföng séu skráð hjá sambandinu vegna úrskurða Aga-og úrskurðarnefndar.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6935

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2012 - 27.4.2012

Á hverju vori fær skrifstofa KSÍ ótalmargar fyrirspurnir um óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Ævinlega er félögum bent á að þeim hafi verið tilkynnt um leikbönn með tölvupósti og það sé á þeirra ábyrgð að gæta þess að leikmenn sem eigi eftir að taka út leikbönn geri svo. Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Könnun á meðal leyfisumsækjenda 2012 - 26.4.2012

Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, þar sem farið er yfir alla þætti kerfisins. Einn mikilvægur þáttur í þessu endurmati er að óska eftir upplýsingum frá leyfisumsækjendum um þessi atriði. Hvað fannst fulltrúum félaganna?  Svör bárust frá 16 félögum af þeim 24 sem undirgengust leyfiskerfið að þessu sinni.

Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_125

Fundur með fjölmiðlafulltrúum félaga í Pepsi-deild - 26.4.2012

Fundað var með fjölmiðlafulltrúum félaga í Pepsi-deild karla 2012 í vikunni.  Starf þeirra á leikjum í Pepsi-deildinni verður sífellt mikilvægara með auknum fjölda miðla sem fjalla um deildina. Því er afar mikilvægt að fjölmiðlafulltrúarnir séu vel undirbúnir undir þetta krefjandi starf. Lesa meira
 
Frá undirritun samningsins - Mynd af visir.is (Vilhelm)

Umfangsmikill samningur um Pepsi-deildirnar 2012 - 25.4.2012

KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag, miðvikudag, umfangsmikinn samning um Pepsi-deildir karla og kvenna í knattspyrnu.  Umfjöllun í opinni dagskrá verður stóraukin, Pepsi-mörkin í opinni dagskrá og beinar útsendingar frá Pepsi-deild kvenna.

Lesa meira
 
ÍH

Ólöglegur leikmaður með ÍH - 25.4.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Sigurður Örn Arnarson lék ólöglegur með ÍH gegn Reyni S. í Lengjubikar karla, þann 22. apríl síðastliðinn. Leikmaðurinn er skráður í FH.

Lesa meira
 
Fram

Unglingadómaranámskeið í Framheimilinu fimmtudaginn 26. apríl - 25.4.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fram í Framheimilinu Safamýri fimmtudaginn 26. apríl og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Fram og KR mætast í úrslitum A deildar - 24.4.2012

Nú er ljóst að Reykjavíkurfélögin Fram og KR mætast í úrslitum A deildar Lengjubikars karla. Fram lagði Stjörnuna í undanúrslitum, 2 - 1, eftir framlengingu og KR lagði Breiðablik 2 - 0. Úrslitaleikurinn fer laugardaginn 28. apríl kl. 16:00 og verður leikinn í Kórnum. Lesa meira
 
League Managers Association

Þjálfaranámskeið í fjarnámi – Evaluating performance - 23.4.2012

KSÍ hefur komist að samkomulagi við LMA í Englandi og Sportspath.com um að bjóða þjálfurum á Íslandi upp á þjálfaranámskeið í fjarnámi (í gegnum tölvu). Þetta námskeið nefnist „Evaluating performance“ og er um hvernig við metum frammistöðu í knattspyrnu

Lesa meira
 
League Managers Association

Þjálfaranámskeið í fjarnámi - Creating a culture of excellence - 23.4.2012

KSÍ hefur komist að samkomulagi við LMA í Englandi og Sportspath.com um að bjóða þjálfurum á Íslandi upp á þjálfaranámskeið í fjarnámi (í gegnum tölvu). Námskeiðið inniheldur m.a. 6 klukkutíma af vídeóviðtölum við nokkra af kunnustu framkvæmdastjórum í ensku úrvalsdeildinni.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Undanúrslit A deildar karla á mánudaginn - 20.4.2012

Nú er ljóst hvaða félög mætast í undanúrslitum A deildar Lengjubikars karla en keppni í 8 liða úrslitum lauk í gær. Undanúrslitaleikirnir fara fram mánudaginn 23. apríl og verða leiknir á Framvellinum í Úlfársárdal annarsvegar og á KR vellinum hinsvegar. Úrslitaleikurinn fer svo fram í Kórnum, laugardaginn 28. apríl. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR

Staðfest niðurröðun í landsdeildum og bikarkeppni 2012 - 20.4.2012

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í landsdeildum karla og kvenna sem og bikarkeppni karla og kvenna fyrir árið 2012. Mikilvægt er að félögin sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast misskilning.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin 2012

Fantasydeildin.is - 20.4.2012

Fantasydeildin

er draumaliðsleikur fyrir allt það knattspyrnuáhugafólk sem hefur áhuga á Pepsi-deild karla. Leikurinn er í anda draumaliðsleiksins fyrir ensku úrvalsdeildina.  Hefurðu eitthvað vit á þessu? Sannaðu það ...

Lesa meira
 
Icelandair

Samstarfssamningur við Icelandair framlengdur - 20.4.2012

Á miðvikudag undirritaði formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, framlengingu á samstarfssamningi KSÍ við Icelandair, og gildir samningurinn því út árið 2014. Samningurinn felur í sér víðtækt samstarf sem felst m.a. í því að öll knattspyrnulandslið Íslands ferðast með Icelandair.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

Vináttulandsleikir gegn Skotum hjá A og U23 kvenna - 20.4.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Skotlands hafa komist að samkomulagi um vináttulandsleiki á milli þjóðanna hjá A landsliði kvenna og U23 kvenna. Leikirnir fara fram í Skotlandi 4. og 5. ágúst næstkomandi.  Stefnt er að því að Skotar endurgjaldi heimsóknina með A landsliði sínum sumarið 2013.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Stelpurnar hársbreidd frá úrslitakeppninni - 18.4.2012

Stelpurnar í U17 voru hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni EM hjá U17 kvenna en lokaumferð milliriðils þeirra fór fram í dag. Ísland lagði Belgíu með þremur mörkum gegn einu en á sama tíma vann Sviss England, 1 - 0. Sviss tryggði sér þar með efsta sætið í riðlinum og þátttökurétt í úrslitakeppninni í Sviss.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Sumardagurinn fyrsti - Grasleikur á Hellu - 18.4.2012

Landsmenn fagna sumarkomu, samkvæmt dagatali, á morgun fimmtudaginn 19. apríl. Það er líka vel við hæfi að leikið verður á grasi í Lengjubikarnum þennan dag en þá mætast HK og KFR á iðagrænum Helluvelli. Leikurinn er í B deild Lengjubikars karla og hefst kl. 18:00.

Lesa meira
 
Huginn

Ólöglegur leikmaður hjá Hugin - 18.4.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ívar Karl Hafliðason lék ólöglegur með Hugin gegn KFS í Lengjubikar karla þann 15. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegir leikmenn hjá BÍ/Bolungarvík - 18.4.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að þeir Gunnlaugur Jónasson og Sölvi G. Gylfason léku ólöglegir með BÍ/Bolungarvík í Lengjubikar karla. Gunnlaugur lék ólöglegur gegn Fram þann 13. apríl síðastliðinn en Sölvi gegn Haukum, 15. apríl síðastliðinn. Lesa meira
 
ÍR

Ólöglegur leikmaður hjá ÍR - 18.4.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Jón Gísli Ström lék ólöglegur með ÍR gegn Víkingi R. í Lengjubikar karla, þann 23. mars síðastliðinn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stjarnan tekur sæti Víkings í 8 liða úrslitum Lengjubikars karla - 18.4.2012

Komið hefur í ljós að Víkingur R lék með ólöglegan leikmann í leik liðsins í Lengjubikar karla gegn Stjörnunni 11. apríl sl. Af þeim sökum hefur úrslitum leiksins verið breytt Stjörnunni í vil 3 - 0.  Mótanefnd KSÍ hefur því ákveðið að Stjarnan taki sæti ÍA í úrslitakeppni Lengjubikars karla, en áður hafði verið ákveðið að Víkingur R tæki það sæti.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Ólöglegur leikmaður hjá Víkingi R. - 18.4.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Reynir Leósson lék ólöglegur með Víkingi R. gegn Stjörnunni í Lengjubikar karla, þann 13. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Belgum - 18.4.2012

Stelpurnar í U17 leika í dag lokaleik sinn í milliriðli EM sem fram fer í Belgíu. Mótherjarnir eru heimastúlkur og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7484

Breytingar á knattspyrnulögunum 2012 - Stutt samantekt - 17.4.2012

Alþjóðanefnd FIFA hefur gert nokkrar breytingar á knattspyrnulögunum sem taka gildi 1. júní. Að venju munu þessar breytingar taka gildi á Íslandi við upphaf Íslandsmótsins/Bikarkeppninnar 1. maí. Nákvæmur texti verður birtur í nýrri útgáfu af knattspyrnulögunum um leið og endanlegur texti berst frá FIFA.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum KSÍ - Samþykkt á stjórnarfundi 12. apríl - 16.4.2012

Á stjórnarfundi KSÍ, 12. apríl síðastliðinn, voru samþykktar breytingar á reglugerðum KSÍ og má finna þesar breytingar hér til hægri undir "Dreifibréf til félaga". Gerðar voru breytingar á reglugerð um knattspyrnuleikvanga og einnig á reglugerð um knattspyrnumót sem gerir það að verkum að leyfilegt er að vera með 7 varamenn og 7 í liðsstjórn í 2. deild karla. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Víkingur R. í stað ÍA í Lengjubikar karla - 16.4.2012

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að Víkingur R. taki sæti ÍA í 8 liða úrslitum Lengjubikars karla. ÍA hafði með góðum fyrirvara ákveðið að fara í æfingaferð 14. - 22. apríl og hafði gert KSÍ viðvart um það. Það reyndist þó ekki unnt að gera breytingar á úrslitakeppninni þannig að ÍA gæti tekið þátt og dró ÍA því lið sitt úr keppni. Lesa meira
 
Blái naglinn

Blái naglinn og KSÍ - 16.4.2012

Aðildarfélögum KSÍ stendur til boða að taka þátt í söluátakinu Bláa naglanum og með þátttöku geta félögin skapað sér góðar tekjur. KSÍ vonast eftir góðri þátttöku knattspyrnufélaga á landsvísu til að styðja við þetta mikilvæga málefni, og hvetur jafnframt félögin til að nýta söluátakið sem fjáröflun vegna eigin starfsemi.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn – A deild karla úrslitakeppni - 16.4.2012

Hér að neðan má sjá niðurröðun leikja í 8-liða úrslitum Lengjubikars karla. Einn leikur í 8 liða úrslitum fer fram miðvikudaginn 18. apríl og hinir þrír verða fimmtudaginn 19. apríl. Undanúrslitin fara fram mánudaginn 23. apríl og úrslitaleikurinn verður leikinn í Kórnum, laugardaginn 28. apríl.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður hjá Hvíta Riddaranum - 16.4.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Marinó Haraldssson lék ólöglegur með Hvíta Riddaranum gegn Árborgu í Lengjubikar karla, þann 31. mars síðastliðinn. Leikmaðurinn var skráður í Aftureldingu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður hjá Ými - 16.4.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Stefán Ari Björnsson lék ólöglegur með Ými gegn Létti í Lengjubikar karla, þann 11. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn var skráður í HK.

Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 karla - Undirbúningshópur fyrir úrslitakeppni EM - 16.4.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Slóveníu 4. - 16. maí. Ísland mun þar leika í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Georgíu.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Tap gegn Sviss - 15.4.2012

Stelpurnar í U17 töpuðu gegn Sviss í dag með einu marki gegn engu og kom eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik. Í hinum leik riðilsins lögðu Englendingar Belga með sömu markatölu og er því mikil spenna fyrir síðustu umferðina í riðlinum.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Enskar lagðar í Leper - 13.4.2012

Stelpurnar í U17 lögðu England í dag í fyrsta leik liðsins í milliriðli EM. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og skoraði Sandra María Jessen markið á 14. mínútu leiksins en leikið var í Leper í Belgíu.  Næsti leikur Íslands er gegn Sviss og fer hann fram á sunnudag kl. 13:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Hvammstanga þriðjudaginn 17. apríl - 13.4.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Kormák í Grunnskólanum á Hvammstanga 17. apríl og hefst kl. 17:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.

Lesa meira
 
Laugardalsvollur-3

Vorverkin á Laugardalsvellinum - 13.4.2012

Það styttist óðum í að flautað verði til leiks á Íslandsmótinu í knattspyrnu en Pepsi-deild karla hefst 6. maí og Pepsi-deild kvenna viku síðar. Verið er að undirbúa Laugardalsvöll fyrir sumarið en þar verður fyrsti leikur 7. maí þegar Fram tekur á móti Val.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Englandi - 13.4.2012

Stelpurnar í U17 hefja í dag leik í milliriðli EM en leikið er í Belgíu. Mótherjarnir í dag eru Englendingar og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Á undan leika heimastúlkur gegn Sviss.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag. Lesa meira
 
Nemendur úr Vættaskóla í starfskynningu

Nemendur úr Vættaskóla í starfskynningu - 12.4.2012

Hér voru þrír strákar úr Vættaskóla í Grafarvogi í starfskynningu dagana 11. og 12. apríl. Þeir töluðu við ýmsa starfsmenn sambandsins og kynntust starfi þeirra, m.a. fjölmiðlafulltrúa, dómarastjóra og mótastjóra og stóðu sig með mikilli prýði.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Eitt laust sæti í 3. deild karla í sumar - 11.4.2012

Vængir Júpiters og Skallagrímur hafa hætt þátttöku í 3. deild karla og Bikarkeppni KSÍ í meistaraflokki.  Eitt sæti er því laust í A riðli 3. deildar karla.  Félög sem hafa áhuga á að taka sæti þeirra er bent á að hafa samband við KSÍ.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í 131. sæti á styrkleikalista FIFA - 11.4.2012

A landslið karla er í 131. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og hefur aldrei verið neðar á listanum. Liðið fellur um tíu sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Spánn er sem fyrr í efsta sætinu, á meðan Þýskaland og Úrúgvæ fara upp fyrir Hollendinga í næst tvö sæti.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Þrjátíu leikmenn á úrtaksæfingar U16 og U17 - 11.4.2012

Þrjátíu leikmenn frá átta félögum á Austurlandi, fæddir 1996 og 1997, hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar vegna U16 og U17 landsliða karla. Æfingarnar fara fram í Fjarðabyggðarhöllinni sunnudaginn 15. apríl.  Sindri Hornafirði á flesta leikmenn í æfingahópnum. Lesa meira
 
IMG_1377-leikskolakrakkar

Leikskólakrakkar af Rauðhóli í heimsókn - 11.4.2012

Glaðlegur og áhugasamur 22 manna hópur barna af leikskólanum Rauðhóli í Árbænum í Reykjavík heimsótti KSÍ í dag. Krakkarnir fengu skoðunarferð um höfuðstöðvar KSÍ og um Laugardalsvöllinn, sjálfan þjóðarleikvanginn.  Auðvitað voru allir leystir út með gjöfum og yfirgáfu litlu snillingarnir höfuðstöðvar KSÍ með bros á vör.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Unglingadómaranámskeið í Víkinni 12. apríl - 10.4.2012

Unglingadómaranámskeið verður haldið í Víkinni fimmtudaginn 12. apríl kl. 19:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking í Víkinni fimmtudaginn 12. apríl, hefst kl. 18:00 og stendur í um tvær og hálfa klukkustund. Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.

Lesa meira
 
2012-U19kv-byrjunarlid-gegn-Rumeniu

U19 kvenna - Naumt tap gegn Frökkum í lokaleiknum - 6.4.2012

Stelpurnar í U19 töpuðu lokaleik sínum í milliriðli EM sem leikinn var Hollandi. Frakkar voru mótherjir í lokaleiknum og höfðu þeir betur, 1 - 0 en eina mark leiksins kom strax á 8. mínútu. Tómas Þóroddsson sendi okkur umfjöllun um leikinn og má sjá hana hér að neðan.

Lesa meira
 
2012-U19kv-byrjunarlid-gegn-Rumeniu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 5.4.2012

Stelpurnar í U19 leika í dag lokaleik sinn í milliriðli EM en leikið er í Hollandi. Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn sem hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A landslið kvenna - Svekkjandi ósigur gegn Belgum í Dessel - 4.4.2012

Stelpurnar í A landsliði kvenna gengu niðurlútar af velli eftir svekkjandi tap gegn Belgum í Dessel í kvöld. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir heimastúlkur og kom eina mark leiksins á 66. mínútu en íslenska liðið sótti mun meira í leiknum. Belgíska liðið skaust því á toppinn á riðlinum með 14 stig eftir sjö leiki, Ísland hefur 13 stig eftir sex leiki og Noregur er með 12 stig eftir sex leiki.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Ísland í riðli með Frakklandi, Georgíu og Þýskalandi - 4.4.2012

Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM hjá U17 karla en dregið var í Slóveníu þar sem úrslitakeppnin fer fram, 4. - 16. maí. Átta þjóðir leika í úrslitakeppninni og er Ísland í A riðli ásamt: Frökkum, Georgíu og Þýskalandi.

Lesa meira
 
Keppnisvellir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði

Fimm leikvangar félaga heimilaðir sérstaklega með samþykkt stjórnar KSÍ - 4.4.2012

Á fundi stjórnar KSÍ þann 8. mars síðastliðinn var samþykkt sérstaklega að heimila fimm leikvanga fyrir leyfisumsóknir félaganna sem þar leika, með ákveðnum skilyrðum vegna framfara varðandi aðstöðu áhorfenda.  Þessi félög eru Fylkir, ÍBV og Selfoss í Pepsi-deild, auk BÍ/Bolungarvíkur og KA í 1. deild. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Dregið verður kl. 14:00 í dag - 4.4.2012

Í dag verður dregið í riðla í úrslitakeppni U17 karla en dregið verður í Slóveníu þar sem keppnin fer dagana 4. - 16. maí. Drátturinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

A landslið kvenna - Byrjunarliðið gegn Belgum tilbúið - 3.4.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Belgum í undankeppni EM á morgun, miðvikudaginn 4. apríl. Leikurinn hefst kl. 18.00 að íslenskum tíma og þarna eigast við tvær efstu þjóðirnar í riðlinum en efsta sæti riðilsins gefur beint sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð 2013.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A landslið kvenna - Styttist í stórleikinn gegn Belgum - 3.4.2012

Það styttist í stórleikinn gegn Belgum í undankeppni EM en hann fer fram á morgun, miðvikudaginn 4. apríl og hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma. Liðið hélt utan á sunnudagsmorgun og hefur æft vel úti og verður æft á keppnisvellinum í Dessel í dag.

Lesa meira
 
U17-kvenna-gegn-Donum-hopurinn

U17 kvenna - Hópurinn er leikur í milliriðli í Belgíu - 3.4.2012

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er heldur til Belgíu og leikur þar í milliriðli EM. Leikirnir fara fram dagana 13. - 18. apríl en auk heimastúlkna leika í riðlinum England og Sviss. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Englandi, föstudaginn 13. apríl.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður um leikbönn í deildarbikar KSÍ - 3.4.2012

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ 30. mars 2012 voru leikmenn úrskurðaðir í leikbönn. Hafa skal í huga að, samkvæmt reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni KSÍ 2012, eru sjálfkrafa leikbönn ekki tilkynnt.  Þetta er því eingöngu tilkynning um leikbönn þar sem leikmenn hafa fengið viðbótar leikbann.

Lesa meira
 
2012-U19kv-byrjunarlid-gegn-Rumeniu

U19 kvenna - Rúmenar höfðu betur í Hollandi - 2.4.2012

Stelpurnar í U19 léku í dag annan leik sinn í milliriðli EM en riðillinn er leikinn í Hollandi og voru Rúmenar mótherjarnir. Rúmenska liðið reyndist sterkara og fór með sigur af hólmi, 2 – 0.  Lokaleikur Íslands er gegn Frökkum á fimmtudaginn. Tómas Þóroddsson sendi okkur umfjöllun um leikinn og má sjá hana hér að neðan

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Aðgönguskírteini fyrir dómara 2012 - 2.4.2012

Þeir dómarar sem dæmt hafa tilskilinn fjölda leikja og hafa sent skrifstofu KSÍ mynd af sér, geta sótt aðgönguskírteini sín á skrifstofu KSÍ. Öruggara er þó að hringja á undan sér og fá staðfest að skírteinið sé tilbúið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Viðurlög vegna leyfiskerfis 2012 - 2.4.2012

Samkvæmt afgreiðslu leyfisráðs 13. og 22 mars á umsóknum félaga um þátttökuleyfi 2012 uppfylltu fimm félög ekki kröfu um menntun unglingaþjálfara. Þá skilaði eitt félag fjárhagslegum leyfisgögnum 16 dögum eftir lokaskiladag. Þessi félög voru því beitt viðeigandi viðurlögum.

Lesa meira
 
U19kv-Byrjunarlid-gegn-Hollandi´12

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Rúmenum tilbúið - 1.4.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Rúmenum í milliriðli EM sem fram fer í Hollandi. Leikið verður á morgun, mánudaginn 2. apríl, og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Valitor-bikar kvenna 2011

Gervigras á Laugardalsvöllinn? - 1.4.2012

Veðurfar á norðlægum slóðum gerir viðhald náttúrulegs grass á keppnisvöllum afar erfitt, auk þess sem nýting á gervigrasvöllum er vitanlega umtalsvert betri heldur.  Af þessum ástæðum var á fundi stjórnar KSÍ þann 8. mars síðastliðinn ákveðið að stofna starfshóp sem myndi kanna kosti og galla, þess að leggja gervigras á þjóðarleikvanginn.  Það tilkynnist hér með að þetta var aprílgabb ksi.is í ár .....  :-)

Lesa meira
 
U19kv-Byrjunarlid-gegn-Hollandi´12

U19 kvenna - Jafntefli gegn Hollandi í fyrsta leik - 31.3.2012

Stelpurnar í U19 léku í dag fyrsta leik sinn í milliriðli EM U19 en riðillinn er leikinn í Hollandi. Fyrstu mótherjarnir voru einmitt heimastúlkur og lauk leiknum með jafntefli, 1 - 1, eftir að Ísland hafði leitt í leikhléi. Lára Kristín Pedersen skoraði mark Íslands á 36. mínútu en heimastúlkur jöfnuðu á 78. mínútu. Hér að neðan má finna umfjöllun Tómasar Þóroddssonar um leikinn.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A landslið kvenna - Stelpurnar halda til Belgíu í fyrramálið - 31.3.2012

Framundan hjá A landsliði kvenna er gríðarlega mikilvægur leikur í undankeppni EM 2013 en þá sækir íslenska liðið það belgíska heim. Leikið verður í Dessel í Belgíu en þarna mætast þjóðirnar í efstu tveimur sætum riðilsins.  Belgar hafa tilkynnt hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Dregið í riðla úrslitakeppninnar á miðvikudaginn - 31.3.2012

Miðvikudaginn 4. apríl verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM U17 karla en dregið verður í Slóveníu þar sem keppnin fer fram. Í dag varð ljóst hvaða þjóðir munu verða í hattinum en eins og kunnugt hefur íslenska liðið tryggt sér þátttökurétt í keppninni.

Lesa meira
 
U19-i-Hollandi

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Hollandi - 30.3.2012

Stelpurnar í U19 leika á morgun, laugardaginn 31 mars, sinn fyrsta leik í milliriðli EM. Riðillinn er leikinn í Hollandi og eru heimastúlkur einmitt fyrstu mótherjar Íslands í riðlinum. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson  hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn

Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Dómaraskiptaverkefni KSÍ og FA - 30.3.2012

FIFA-dómararnir Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín halda Englands til um mánaðamótin og dæma leiki í Nike Youth Cup, sem er mót hjá unglingaliðum félaganna í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er liður í dómaraskiptaverkefni á milli Knattspyrnusambanda Íslands og Englands.

Lesa meira
 
Gylfi_Orrason_Breidablik_HK

Grasrótardagur UEFA og KSÍ 16. maí - 30.3.2012

Þann 16. maí er Grasrótardagur UEFA og KSÍ. Í þeirri viku munu aðildarlönd UEFA og félög innan aðildarlandanna gangast fyrir ýmsum viðburðum þar sem vakin er athygli á starfsemi félaganna.  En hvað er grasrótarknattspyrna? Lesa meira
 
Tryggvi Guðmundsson skorar gegn Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum í mars 2008.  Ísland vann með þremur mörkum gegn engu

Vináttulandsleikur við Færeyjar 15. ágúst - 30.3.2012

Samið hefur verið við Færeyinga um vináttulandsleik A liða karla þann 15. ágúst næstkomandi og er sá leikur lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir undankeppni HM 2014, sem hefst í september. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum og verður þetta 24. viðureign þessara frændþjóða.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Hin bjarta framtíð - 29.3.2012

Það er eflaust verið að bera í bakkafullan lækinn þegar talað er um hversu marga unga og efnilega leikmenn íslensk knattspyrna á, bæði í röðum karla og kvenna. Það þykir eflaust líka klisja að vera að tala um að framtíð íslenskrar knattspyrnu sé björt. En raunin er einfaldlega sú að þessar fullyrðingar eiga báðar rétt á sér.

Lesa meira
 
ÍH

Ólöglegur leikmaður hjá ÍH - 29.3.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Davíð Atli Steinarsson lék ólöglegur með ÍH gegn Aftureldingu í Lengjubikar karla, þann 23. mars síðastliðinn. Leikmaðurinn er skráður í danskt félag. Lesa meira
 
Frá vinstri:  Frosti Viðar, Ragnheiður, Sigurður Óli og Þorvaldur.

Knattspyrnudómarar söfnuðu 600 þúsund krónum í Mottumars - 29.3.2012

Félag deildadómara stóð fyrir sérstöku söfnunarátaki innan sinna raða í mars, til stuðnings hinu vel þekkta átaki Mottumars. Söfnunin fór þannig fram að dómararnir gáfu laun sín af leikjum í Lengjubikarnum og söfnuðust þannig alls kr. 600.000.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P5471

Nóg að gera hjá félögunum í leyfismálunum - 29.3.2012

Þó svo að þátttökuleyfi hafi verið gefin út af leyfisráði til handa öllum 24 félögunum sem undirgangast leyfiskerfið er vinnunni ekki lokið. Félögin þurfa nefnilega að sýna fram á að þau séu ekki í vanskilum vegna félagaskipta og vegna skuldbindinga við leikmenn, þjálfara og aðra 1. apríl. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Sigurði Óla boðið á Dallas Cup - 28.3.2012

Sigurði Óla Þorleifssyni hefur verið boðið af bandaríska knattspyrnusambandinu til þess að starfa á Dallas Cup, 1. - 8. apríl. Þetta er í 33. skiptið sem mótið er haldið en það þykir með því sterkara sem haldið er í yngri flokkum á hverju ári.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegir leikmenn hjá Víði - 28.3.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Eyþór Guðjónsson, Davíð Guðlaugsson og Jón Gunnar Sæmundsson léku ólöglegir með Víði gegn Álftanesi í Lengjubikar karla, þann 16. mars síðastliðinn. Leikmennirnir voru skráðir í Keflavík.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

Markmannsskóli KSÍ á Akranesi - 28.3.2012

Í ár ætlar Knattspyrnusamband Íslands að bjóða upp á Markmannsskóla KSÍ. Markmannsskólinn verður fyrir stúlkur og drengi í 4. aldurflokki og verður með svipuðu sniði og Knattspyrnuskóli KSÍ.

Lesa meira
 
IMG_4826

Nemar úr Grundarskóla í starfskynningu - 27.3.2012

Albert Hafsteinsson, Daníel Þór Heimisson og Tryggvi Hrafn Haraldsson, nemendur 10. bekkjar Grundaskóla á Akranesi komu í starfskynningu hjá okkur, þriðjudaginn 27. mars. Þeir kynntu sér starfssemi knattspyrnusambandsins frá öllum hliðum. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Breyting á hópnum - 27.3.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem leikur í milliriðli EM í Hollandi. Sóley Guðmundsdóttir, úr ÍBV, kemur inn í hópinn í stað Aldísar Köru Lúðvíksdóttir sem gefur ekki kost á sér.

Lesa meira
 
UEFA

Vilhjálmur og Andri til Sviss - 27.3.2012

Tveir íslenskir dómarar eru á leiðinni til Sviss þar sem þeir sækja námskeið fyrir unga og efnilega dómara. Námskeiðið er á vegum UEFA og kallast “CORE”.  Er hér um að ræða áætlun um þjálfun og menntun dómara á aldrinum 25 - 30 ára. Íslendingarnir sem fara til Sviss eru dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og aðstoðardómarinn Andri Vigfússon

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu föstudaginn 30. mars - 26.3.2012

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn föstudaginn 30. marsklukkan 12:15 á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.   Að þessu sinni mun Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, fjalla um fæðingardagsáhrif í knattspyrnu.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ 65 ára í dag - 26.3.2012

Í dag, mánudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 65 ára. Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ

Lesa meira
 
Stjörnuvöllur

Umsóknir í Mannvirkjasjóð KSÍ 2012 - 26.3.2012

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. apríl en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Hópurinn sem mætir Belgum í undankeppni EM - 26.3.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari A kvenna tilkynnti í dag, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, hópinn er mætir Belgum í undankeppni EM 2013. Leikurinn fer fram á KFC Dessel Sport vellinum í Dessel, miðvikudaginn 4. apríl kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Ísland í úrslitakeppni EM U17 karla! - 25.3.2012

U17 landslið karla vann í dag 4-0 stórsigur á Litháen í milliriðil fyrir EM, og á sama tíma vann Danmörk 3-2 sigur á Skotum. Þessi úrslit þýða að Ísland er komið í úrslitakeppnina, sem fram fer í Slóveníu í maí.  Frábær árangur sem sýnir enn og aftur hið öfluga starf í uppeldi ungra knattspyrnumanna hér á landi. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Lokaumferð milliriðilsins hjá U17 á sunnudag - 24.3.2012

U17 landslið karla á möguleika á að komast í úrslitakeppni EM, en liðið leikur lokaleik sinn í milliriðli sem fram fer í Skotlandi á sunnudag. Mótherjarnir eru Litháar og hefur Gunnar Guðmundsson tilkynnt byrjunarlið sitt, sem er óbreytt frá síðasta leik. Lesa meira
 
Magni

Ólöglegur leikmaður lék með Magna gegn KF - 23.3.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ingvar Már Gíslason lék ólöglegur með Magna gegn KF í Lengjubikar karla, þann 18. mars síðastliðinn. Keikmaðurinn var skráður í KA.

Lesa meira
 
003

Börn af leikskólanum Garðaborg í heimsókn hjá KSÍ - 23.3.2012

Þau voru eldhress og áhugasöm, börnin af leikskólanum Garðaborg í Fossvoginum í Reykjavík, sem heimsóttu KSÍ í dag. Þeim fannst mest spennandi að sjá alla þessa landsliðsbúninga sem veggirnir eru skreyttir með. Auðvitað voru svo allir leystir út með gjöfum.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 landsliðshópur kvenna fyrir milliriðil - 23.3.2012

U19 landslið kvenna leikur í milliriðli fyrir EM í Hollandi um mánaðamótin. Ásamt heimamönnum og Íslendingum eru Frakkar og Rúmenar í riðlinum. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið hóp Íslands. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður frá Aga- og úrskurðarnefnd - 22.3.2012

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 20. mars 2012, var leikmaður í Leikni R. úrskurðaður í 6 leikja bann og leikmaður KR úrskurðaður í 3 leikja bann vegna atvika sem áttu sér stað í leik KR og Leiknis R. í Reykjavíkurmóti 3. flokks karla B-lið 11. febrúar 2012.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Gunnar Jarl og Birkir dæma í Lúxemborg - 22.3.2012

Gunnar Jarl Jónsson dómari og Birkir Sigurðarson aðstoðardómari verða við störf næstu daga í Lúxemborg þar sem fram fer einn af milliriðlum EM hjá U17 karla. Þjóðirnar sem leika í þessum riðli eru auk heimamanna, Tékkland, Pólland og Hvíta Rússland.

Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 karla - Frækinn sigur á Skotum - 22.3.2012

Strákarnir í U17 unnu frækinn sigur á Skotum í kvöld í milliriðli EM en riðillinn er leikinn í Skotlandi. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og gerði Kristján Flóki Finnbogson eina mark leiksins í byrjun síðari hálfleiks.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6885

Níu þátttökuleyfi gefin út á seinni fundi leyfisráðs - 22.3.2012

Leyfisráð fundaði öðru sinni í yfirstandandi leyfisferli miðvikudaginn 21. mars og tók þá ákvarðanir um leyfisveitingu til þeirra félaga sem voru með útistandandi atriði á fyrri fundi ráðsins 13. mars.  Þar með hafa leyfisumsóknir allra þeirra 24 félaga sem leika í efstu tveimur deildum karla verið samþykktar. Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Skotum - 22.3.2012

Strákarnir í U17 karla leika í kvöld annan leik sinn í milliriðli EM en leikið er í Skotlandi. Mótherjarnir í kvöld eru einmitt heimamenn en leikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma.  Gunnar Guðmundsson landsliðsþjálfari U17 karla hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og er það skipað sömu leikmönnum og hófu leikinn gegn Dönum. Lesa meira
 
Beinmaeling

Glærur frá fyrirlestri um sjúkrakostnað - 22.3.2012

Í gær fór fram í höfuðstöðvum KSÍ, fyrirlestur er bar yfirskriftina "Sjúkrakostnaður íþróttafélaga: Leiðbeiningar um endurgreiðslu sjúkrakostnaðar hjá ÍSÍ og SÍ" og var það Svavar Jósefsson sem var fyrirlesari.  Það voru 30 manns sem sóttu fundinn frá 22 félögum

Lesa meira
 
Þróttur

Unglingadómaranámskeiði í Verkmenntaskóla Austurlands frestað - 21.3.2012

Fyrirhuguðu unglingadómaranámskeiði í Verkmenntaskóla Austurlands, sem halda átti fimmtudaginn 22. mars, hefur verið frestað vegna ónógrar þátttöku. Athugað verður síðar með að halda námskeiðið ef þátttaka verður næg. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Úrslitakeppni EM U17 kvenna haldin á Íslandi 2015 - 21.3.2012

Framkvæmdastjórn UEFA ákvað á fundi sínum á þriðjudag að samþykkja umsókn KSÍ um að halda úrslitakeppni EM hjá U17 kvenna. Mun hún því fara fram hér á landi árið 2015.  UEFA hefur ákveðið að stækka úrslitakeppnina í þessum aldursflokki og verða þjóðirnar 8 sem leika þar frá og með 2014 en þá verður keppnin haldin í Englandi. Íslendingar verða svo gestgjafar 2015 og Hvíta Rússland 2016.

Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 karla - Jafntefli í hörkuleik gegn Dönum - 20.3.2012

Strákarnir í U17 hófu í kvöld leik í milliriðli EM en leikið er í Skotlandi. Fyrsti leikur liðsins var við Dani og lyktaði leiknum með jafntefli, 2 - 2, eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Daði Bergsson og Gunnlaugur Birgisson skoruðu mörk Íslendinga í leiknum.  Næsti leikur Íslendinga í riðlinum verður gegn Skotum á fimmtudaginn

Lesa meira
 
U17-kvenna-gegn-Donum-byrjunarlidid

U17 kvenna - Markalaust jafntefli gegn Dönum - 20.3.2012

Stelpurnar í U17 gerðu í kvöld markalaust jafntefli gegn stöllum sínum frá Danmörku en leikið var í Egilshöllinni. Þetta var annar vináttulandsleikur þjóðanna í þessum aldursflokki en fyrri leiknum, sem leikinn var síðastliðinn sunnudag, lauk með 2 - 1 sigri Íslendinga.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tveir nemar úr Háskóla Íslands í vettvangsnámi hjá KSÍ - 20.3.2012

Þær Ellen Agata Jónsdóttir og Þórunn Þrastardóttir eru þessa dagana í vettvangsnámi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Þær stunda nám í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og eru á 2. ári. Lesa meira
 
2012-U17-kvenna-byrjunarlid-Danmorki

U17 kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Dönum í kvöld - 20.3.2012

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í kvöld er mætir Dönum í vinnáttulandsleik. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst kl. 18:00. Þetta er síðari leikur þjóðanna en Ísland vann fyrri leikinn 2-1.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 karla - Fyrsti leikur Íslands í milliriðlinum í kvöld - 20.3.2012

Strákarnir í U17 eru nú í Skotlandi þar sem þeir leika í milliriðli EM U17 karla. Fyrsti leikur Íslands er gegn Dönum í kvöld kl. 19:30 að íslenskum tíma. Á sama tíma leika hinar þjóðirnar í riðlinum, Skotar og Litháar. Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í kvöld.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 kvenna - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 19.3.2012

Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari hefur valið útakshóp til æfinga hjá U16 kvenna. Æfingarnar fara fram í Egilshöll og Kórnum og verða 24. og 25. mars næstkomandi. Æfingarnar áttu upphaflega að vera um nýliðna helgi en var frestað vegna vináttulandsleikja hjá U17 kvenna við Danmörku.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 26. mars - 19.3.2012

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 26. mars kl. 19:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþing 2012

Þinggerð 66. ársþings KSÍ - 19.3.2012

Hér að neðan má sjá þinggerð 66. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var á Hilton Nordica Hótel 11. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 
Hamar

Hamar óskar eftir þjálfurum - 19.3.2012

Knattspyrnudeild Hamars í Hveragerði auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara fyrir 1 – 2 yngri flokka deildarinnar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Þessa dagana er æft innahúss í íþróttahúsi bæjarins, en í vor færast allar æfingar út á gras-æfingasvæði.

Lesa meira
 
2012-U17-kvenna-byrjunarlid-Danmorki

U17 kvenna - Danir lagðir að velli - 18.3.2012

Stelpurnar í U17 lögðu stöllur sínar frá Danmörku í dag í vináttulandsleik sem fram fór í Egilshöll. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Ísland eftir að heimastúlkur leiddu 1 - 0 í leikhléi. Þjóðirnar mætast aftur á þriðjudaginn.   Aftur verður leikið í Egilshöll og hefst leikurinn kl. 18:00.

Lesa meira
 
Völsungur

Athygliverð rannsókn tengd vímuvarnasamningi hjá Völsungi - 16.3.2012

KSÍ vill vekja athygli á rannsókn sem gerð var á síðasta ári er tengist vímuvarnarsamningi sem Völsungur gerði við sína iðkendur og hefur verið í gangi frá árinu 2004. Rannsóknin var unnin af Kjartani Páli Þórarinssyni.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Fyrirhuguðu dómaranámskeiði fyrir konur frestað - 16.3.2012

Fyrirhuguðu dómaranámskeiði fyrir konur, sem halda átti mánudaginn 19. mars, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Námskeiðið hafði verið auglýst hér á heimasíðu KSÍ. Námskeiðið verður auglýst síðar þegar af verður. Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

FIFA styrkleikalisti kvenna - Ísland í 15. sæti - 16.3.2012

Íslenska kvennalandsliðið er í 15. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Þetta er sama sæti og á síðasta lista en sem fyrr eru það Bandaríkin sem tróna á toppi listans en Þjóðverjar eru skammt undan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Breyting á hópnum fyrir Danaleikinn á sunnudaginn - 15.3.2012

Þorlákur Árnason hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Dönum í vináttulandsleik á sunnudaginn í Egilshöll. Bergrún Linda Björgvinsdóttir úr ÍBV kemur í stað Hildar Antonsdóttur úr Val, sem er meidd. Bergrún er einnig í hópnum fyrir leikinn á þriðjudaginn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegir leikmenn með KB - 15.3.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Sigmar Egill Baldursson, Hrannar Bogi Jónsson og Freyr Saputra Daníelsson léku ólöglegir með KB gegn KFR í Lengjubikar karla, þann 10. mars síðastliðinn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður með BÍ/Bolungarvík - 15.3.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Pétur Georg Markan lék ólöglegur með BÍ/Bolungarvík gegn Breiðabliki í Lengjubikar karla, þann 25. febrúar síðastliðinn. Leikmaðurinn var skráður í Víking. BÍ/Bolungarvík er því sektað um 30.000 krónur og skulu úrslit leiksins standa óbreytt.

Lesa meira
 
Þróttur

Unglingadómaranámskeið í Verkmenntaskóla Austurlands 22. mars - Frestað - 15.3.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Þrótt Neskaupstað í Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði fimmtudaginn 22. mars og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR (Sportmyndir)

Fimmtán félögum veitt þátttökuleyfi - 14.3.2012

Leyfisráð fundaði síðast þriðjudag vegna og fór yfir umsóknir allra 24 leyfisumsækjenda í efstu tveimur deildum karla. Ákveðið var að gefa út þátttökuleyfi til 7 félaga í Pepsi-deild og 8 félaga í 1. deild.  Öðrum félögum var gefinn frestur til föstudags til að ganga frá útistandandi atriðum.

Lesa meira
 
Danski-U17-hopurinn

U17 kvenna - Leikið við Dani á sunnudag og þriðjudag - 14.3.2012

Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Dönum hjá U17 kvenna og fara báðir leikirnir fram í Egilshöll. Fyrri leikurinn verður sunnudaginn 18. mars og hefst kl. 11:45 en sá síðari verður þriðjudaginn 20. mars og hefst kl. 18:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sjúkrakostnaður íþróttafélaga og umsóknir um endurgreiðslu - 14.3.2012

Miðvikudaginn 21. mars milli kl. 13 og 15 býður KSÍ upp á fyrirlesturinn Sjúkrakostnaður íþróttafélaga: Leiðbeiningar um endurgreiðslu sjúkrakostnaðar hjá ÍSÍ og SÍ. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum KSÍ. Forsvarsmönnum allra knattspyrnudeilda landsins er boðið og er áhersla lögð á að framkvæmdastjórar eða aðrir sem sinna umsóknum um endurgreiðslu sjúkrakostnaðar sæki fyrirlesturinn. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 14.3.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar um komandi helgi. Æfingarnar fara fram í  Kórnum og er seinni æfingin utanhúss. Alls eru 23 leikmenn valdir á þessar æfingar um helgina.

Lesa meira
 
Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi

Dómaranámskeið fyrir konur í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 19. mars - Frestað - 13.3.2012

Dómaranámskeið fyrir konur verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 19. mars kl. 19:00.  Þetta námskeið ætlað konum sem hafa áhuga á því gerast héraðsdómarar og dæma í efri deildum.  Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Knattspyrnumót sumarsins 2012 - Athugasemdafrestur rennur út í dag - 13.3.2012

Drög að mótum sumarsins hafa verið birt hér á vef KSÍ. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi fimmtudaginn 22. mars.

Lesa meira
 
Steingrímur Jóhannesson

Kveðja frá KSÍ - 12.3.2012

Sumir búa yfir þeim hæfileika í knattspyrnu að skora mörk. Framherjinn knái úr Vestmannaeyjum, Steingrímur Jóhannesson, var slíkur leikmaður. Steingrímur lék um árabil með knattspyrnuliði ÍBV við góðan orðstír, var lykilmaður í liði ÍBV sem varð tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari á árunum 1997 og 1998, og varð markakóngur efstu deildar árin 1998 og 1999

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Málþing um íþróttadómara miðvikudaginn 21. mars - 12.3.2012

ÍSÍ, KSÍ, HSÍ, KKÍ og BLÍ boða til málþings um íþróttadómara og þeirra mikilvægu störf í tengslum við íþróttirnar. Fulltrúar sérsambandanna munu fjalla um stöðu mála og framtíðarhorfur. Málþingið er öllum opið, endurgjaldslaust á meðan húsrúm leyfir. Allir sem áhuga hafa á þessum málum eru hvattir til að mæta.

Lesa meira
 
Afturelding

Unglingadómaranámskeið að Varmá Mosfellsbæ fimmtudaginn 15. mars - 12.3.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu að Varmá fimmtudaginn 15. mars og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 karla - Hópurinn fyrir milliriðil EM í Skotlandi - 12.3.2012

Gunnar Guðmundson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM dagana 20. - 25. mars næstkomandi. Riðillinn verður leikinn í Skotlandi og eru mótherjar Íslendinga, auk heimamanna, Danir og Litháar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Hópar fyrir vináttulandsleiki gegn Dönum - 12.3.2012

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópa fyrir vináttulandsleiki gegn Dönum. Þorlákur velur tvo hópa fyrir þessa leiki en leikið verður í Egilshöllinni, sunnudaginn 18. mars og þriðjudaginn 20. mars.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Fræðslufundur um dómgæslu á Reyðarfirði - 9.3.2012

Kristinn Jakobsson, FIFA dómari, dæmir leik Hattar og Fjölnis þann 17. mars n.k. kl. 14:00 í Fjarðarbyggðarhöllinni. Í tengslum við leikinn verður fræðslufundur í Grunnskólanum á Reyðarfirði þar sem Kristinn mun ásamt reyndum aðstoðardómara fara yfir helstu þætti dómgæslunnar.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P5752

Sjónvarpsútsendingar frá íslenskri knattspyrnu - 9.3.2012

Allt frá árinu 1994 hefur KSÍ selt Sportfive (áður UFA) sýningarrétt frá íslenskri knattspyrnu, fyrst landsleikjum en síðan einnig frá Íslandsmóti og bikarkeppni frá árinu 1998. Með þessu hafa tekjur til íslenskrar knattspyrnu aukist verulega. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Frækinn sigur á Englendingum - 8.3.2012

Stelpurnar í U19 lögðu í dag Englendinga með þremur mörkum gegn tveimur í vináttulandsleik á La Manga. Þetta var þriðji og síðasti leikur stelpnanna í ferðinni en þær höfðu tapað naumlega fyrir Skotum og Norðmönnum áður. Íslenska liðið lenti tveimur mörkum undir í síðari hálfleik en, með elju og seiglu, tókst þeim að innbyrða sigur.

Lesa meira
 
UEFA

Tilkynningar um leiki við erlend lið og leiki erlendis - 8.3.2012

Þann 1. ágúst 2011 tóku gildi nýjar reglur FIFA um alþjóðlega leiki, þar með talið alla vináttu- og æfingaleiki félagsliða. Nú þarf að tilkynna UEFA og FIFA um alla leiki þar sem lið frá tveimur knattspyrnusamböndum mætast eða ef lið frá einu sambandi mætast á leikvelli í öðru landi. UEFA þarf svo að gefa leyfi sitt fyrir því að viðkomandi leikur fari fram.

Lesa meira
 
Íþróttabókin

„Íþróttabókin - ÍSÍ saga og samfélag í 100 ár” - 8.3.2012

Í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ gaf Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands út bók sem ber heitið „Íþróttabókin - ÍSÍ saga og samfélag í 100 ár”. Með útgáfu hennar er leitast við að geyma í senn sögu sambandsins og merka atburði í íslensku íþróttalífi. Lesa meira
 
Þróttur R.

Fjárhagsgögn allra 24 félaga hafa nú borist - 8.3.2012

Öll 24 félögin sem leika í efstu tveimur deildum karla og undirgangast þar með leyfiskerfi KSÍ hafa nú skilað fjárhagsgögnum sínum. Þróttur R. skilaði sínum gögnum á miðvikudag og var hringnum þar með lokað. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikið við England í dag á La Manga - 8.3.2012

Stelpurnar í U19 leika í dag síðasta leik sinn af þremur á La Manga en leikið verður við England í dag. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - 6. sætið á Algarve Cup - 7.3.2012

Íslenska kvennalandsliðið hafnaði í 6. sæti á Algarve Cup sem lauk í dag. Íslendingar biðu lægri hlut gegn Dönum í leik um 5. sætið, 1 - 3. Það var Hólmfríður Magnúsdóttir sem skoraði mark Íslands undir lok fyrri hálfleiks og minnkaði þá muninn í 1 - 2. Lesa meira
 
Blikkid_poster

Blikkið - Saga Melavallarins - 7.3.2012

Blikkið, saga Melavallarins, verður frumsýnd föstudaginn 9.mars næstkomandi. Myndin verður sýnd daglega í Bíó Paradís á Hverfisgötu 54 frá 10.mars og eru sýningar kl. 18:00 og 20:00 Um er að ræða heimildarmynd um Melavöllinn eftir Kára G. Schram.

Lesa meira
 

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið niður um 18 sæti - 7.3.2012

Íslenska karlalandsliðið fellur um 18 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Liðið er nú í 121. sæti listans en sem fyrr eru Spánverjar í efsta sætinu og Hollendingar í því öðru en þeir síðarnefndu velta Þjóðverjum niður í þriðja sætið.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Eins marks tap gegn Norðmönnum á La Manga - 6.3.2012

Stelpurnar í U19 töpuðu naumlega gegn stöllum sínum frá Noregi í dag. Leikurinn var vináttulandsleikur sem leikinn var á La Manga. Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Norðmenn eftir markalausan fyrri hálfleik. Elín Metta Jensen skoraði mark Íslands. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Dönum - 6.3.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum í leik um 5. sætið á Algarve Cup. Leikurinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með leiknum á Facebooksíðu KSÍ.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

U19 kvenna - Byrjunarliðið er mætir Norðmönnum á La Manga - 6.3.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Norðmönnum í dag á La Manga. Þetta er annar leikur liðsins í þessari ferð en fyrsta leiknum tapaði Ísland gegn Skotum, 0 - 1.

Lesa meira
 
A-kvenna-Algarve

A kvenna - Kínverjar lagðir á Algarve - 5.3.2012

Íslendingar lögðu Kínverja í dag í lokaleik liðsins í riðakeppni Algarve Cup. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. Fanndís Friðriksdóttir skoraði sigurmarkið á 79. mínútu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 og U19 karla - Æfingar um komandi helgi - 5.3.2012

Um komandi helgi verða æfingar hjá U17 og U19 karla og fara þær fram í Kórnum og Egilshöllinni. Tveir hópar verða við æfingar hjá U17 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-215

Lokayfirferð leyfisgagna - 5.3.2012

Nú stendur yfir lokayfirferð leyfisgagna þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ og hyggjast leika í efstu tveimur deildum Íslandsmóts karla 2012. Lokaathugasemdir vegna fjárhagsþátta verða senda til félaganna í byrjun vikunnar ásamt því sem minnt verður á útistandandi athugasemdir vegna annarra þátta. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu í undankeppni EM U19 á Vodafonevellinum

U19 kvenna - Tap gegn Skotum á La Manga - 5.3.2012

Stelpurnar í U19 eru nú staddar á La Manga þar sem þær leika þrjá vináttulandsleiki.  Leikið var gegn Skotum í gær í fyrsta leik liðsins og höfðu þær skosku betur, 1 - 0. 

Næsti leikur Íslands er á morgun, þriðjudag, en þá verður leikið gegn Noregi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Kína - 4.3.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Kínverjum á Algarve Cup á morgun, mánudaginn 5. mars. Leikurinn hefst kl. 15:30 að íslenskum tíma og er síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Skotum - 4.3.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Skotum á æfingamóti á La Manga. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma en aðrar þjóðir á mótinu eru Noregur og England.

Lesa meira
 
A-kvenna-Algarve

A kvenna - Sænskur sigur á Algarve - 2.3.2012

Svíar lögðu Íslendinga með fjórum mörkum gegn einu í annarri umferð á Algarve Cup í dag. Svíar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik þar sem þær léku mjög vel en öll mörk leiksins komu á fyrstu 45. mínútunum og hófst markasúpan strax á fyrstu mínútu.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve - 1.3.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Svíum á Algarve Cup. Þetta er annar leikur Íslands á mótinu en liðið tapaði gegn Þjóðverjum í fyrsta leiknum, 0 - 1. Svíar lögðu Kínverja í fyrsta leik sínum, 1 - 0.

Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Sigurmark Svartfellinga í lokin - 29.2.2012

Íslendingar biðu lægri hlut gegn Svartfellingum i vináttulandsleik þjóðanna sem fram fór í Podgorica í kvöld. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir heimamenn eftir að markalaust hafði verið í leikhléi. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslendinga og jafnaði þá metin.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Eins marks tap gegn Þjóðverjum - 29.2.2012

Íslenska kvennalandsliðið hóf í dag leik á Algarve Cup og voru mótherjarnir Þjóðverjar. Þýskar höfðu sigur, 1 - 0 og kom markið í fyrri hálfleik.  Næsti leikur er gegn Svíum á föstudaginn og hefst sá leikur kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Ósigur í Aserbaídsjan - 29.2.2012

Strákarnir í U21 lutu í lægra haldi í dag fyrir Aserbaídsjan en leikið var í Bakú. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 1 - 0 og kom markið á 41. mínútu leiksins.  Heimamenn skutust upp fyrir Íslendinga í riðlinum, hafa fjögur stig eftir 5 leiki en Íslendingar hafa þrjú stig, einnig eftir 5 leiki. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Aserum - 29.2.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Aserum í Bakú kl. 14:00 í dag. Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ en leikurinn er liður í undankeppni EM. Íslendingar hafa þrjú stig eftir 4 leiki fyrir þennan leik en Aserar eru með eitt stig eftir jafn marga leiki.

Lesa meira
 
A landslið karla

Byrjunarliðið gegn Svartfellingum - 29.2.2012

Lars Lagerbäck, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn við Svartfjallaland á Pod Goricom-leikvanginum í Podgorica í dag. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er þetta fyrsti knattspyrnulandsleikurinn milli þessara þjóða.

Lesa meira
 
FH

Unglingadómaranámskeið í Kaplakrika miðvikudaginn 14. mars - 29.2.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við FH í Kaplakrika miðvikudaginn 14. mars og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Þjóðverjum á Algarve - 28.2.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem hefur leik gegn Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins á Algarve Cup. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með gangi mála á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Vel fer um hópinn í Bakú - 28.2.2012

Strákarnir í U21 karla eru staddir í Bakú í Aserbaídsjan þar sem liðið leikur gegn heimamönnum í undankeppni EM á morgun.  Breytingar urðu á hópnum á síðustu stundu en Atli Sigurjónsson úr KR er kominn inn í hópinn. Tveir leikmenn þurftu að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla, Björn Bergmann Sigurðarson og Kristinn Steindórsson. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Góðar aðstæður á Algarve - Ýmsar upplýsingar um mótið - 28.2.2012

Stelpurnar í A landslið kvenna leika sinn fyrsta leik á morgun, miðvikudag, við Þjóðverja en þá hefst hið sterka Algarve mót. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með leiknum á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

Þrír landsleikir á hlaupársdag - 28.2.2012

Þrír landsleikir fara fram á morgun, hlaupársdaginn 29. febrúar. Þá eru þrjú landslið í eldlínunni, A landslið karla og kvenna og U21 karla. Karlalandsliðið leikur í Svartfjallalandi, kvennalandsliðið leikur gegn Þjóðverjum á Algarve og U21 karla leikur í undakeppni EM gegn Aserbaídsjan í Bakú.

Lesa meira
 
Höttur

Unglingadómaranámskeið í Menntaskólanum á Egilsstöðum þriðjudaginn 6. mars - 28.2.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Hött í Menntaskólanum á Egilsstöðum þriðjudaginn 6. mars og hefst kl. 16:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á NM U17 kvenna í Finnlandi

Æfing hjá U16 og U17 kvenna á laugardaginn - 28.2.2012

Laugardaginn 3. mars verður æfing hjá U16 og U17 kvenna sem fram fer í Kórnum. Þorlákur Árnason hefur valið tvo hópa fyrir þessa æfingu, annar samanstendur af leikmönnum fæddum 1995 en hinn af leikmönnum fæddir 1996 og 1997. Þessir hópar munu svo leika æfingaleik innbyrðis á laugardaginn.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Guðrún Fema, Rúna og Birna dæma á La Manga - 28.2.2012

Dómararnir Guðrún Fema Ólafsdóttir, Rúna Stefánsdóttir og Birna Bergstað Þórmundsdóttir eru þessa dagana á La Manga á Spáni þar sem þær dæma á æfingamóti U23 kvenna. Norska knattspyrnusambandið sér um skipulagningu þessa móts og bauð okkar bestu kvendómurum til starfa á mótinu.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

Frá blaðamannafundi í Podgorica - 27.2.2012

Á blaðamannafundi í Podgorica í Svartfjallalandi í dag, var Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, spurður um væntingar til leiksins.  „Þó svo menn noti vináttulandsleikina til að skoða ýmsa hluti, og þó að þetta sé minn fyrsti leikur með þessa leikmenn sem eru í hópnum núna, þá vil ég vinna alla leiki." Lesa meira
 
Svartfjallaland

Fyrsti knattspyrnulandsleikur Íslands og Svartfjallalands - 27.2.2012

Ísland og Svartfjallaland mætast í vináttulandsleik á Pod Goricom-leikvanginum í Podgorica á miðvikudag og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma. Þessar þjóðir hafa aldrei áður mæst í landsleik, hvorki í A landsliðum né yngri landsliðum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á landsliðshópum hjá A kvenna og U19 kvenna - 27.2.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem leikur á Algarve Cup, 29. febrúar - 7. mars. Anna María Baldursdóttir úr Stjörnunni kemur inn í hópinn fyrir Sif Atladóttur sem er meidd.  Sandra María Jessen úr Þór er kölluð inn í hópinn hjá U19 kvenna í stað Önnu Maríu. Lesa meira
 
Pálmi Rafn Pálmason

Pálmi Rafn Pálmason í landsliðshópinn - 26.2.2012

Lars lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, hefur boðað Pálma Rafn Pálmason til Svartfjallalands vegna vináttulandsleiks við heimamenn í Podgorica á miðvikudag. Pálmi, sem leikur með Lilleström í Noregi, verður kominn fyrir fyrstu æfingu liðsins, á mánudagskvöld.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

"Á heildina litið var ég sáttur við frammistöðuna" - 24.2.2012

Á blaðamannafundi eftir leik Japans og Íslands sat Lars Lagerbäck fyrir svörum japanskra fjölmiðla. Þjálfari íslenska liðsins fékk spurningar um frammistöðu beggja liða, einstaka leikmenn Íslands og hvers vegna hann hafi notað svæðisvörn. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Japan

Japanir höfðu betur í Osaka - 24.2.2012

Japanir lögðu Íslendinga í vináttulandsleik í dag en leikið var á Nagai vellinum í Osaka. Heimamenn skoruðu þrjú mörk gegn einu Íslendinga og leiddu Japanir í leikhléi, 1 - 0. Arnór Smárason skoraði mark Íslendinga úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

Lesa meira
 
A landslið karla

Byrjunarlið Íslands gegn Japan - 24.2.2012

Lars Lagerbäck, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjnuarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn við Japan á Nagai-leikvanginum í Osaka í dag. Leikurinn hefst kl. 10:20 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Lesa meira
 
NM-U16-kvenna-2012-logo

Norðurlandamót U16 kvenna haldið í Noregi 7. - 15. júlí - 23.2.2012

Norðurlandamót U16 kvenna verður að þessu sinni haldið í Noregi, dagana 7. - 15. júlí. Mótið verður haldið í bæjunum Alta og Hammerfest sem eru í Finnmörk, nyrst í Noregi. Mótið er að venju gríðarlega sterkt því auk Norðurlandaþjóðanna mæta sterkar knattspyrnuþjóðir til leiks.

Lesa meira
 
Yasuhito Endo

Heimamaðurinn er af flestum talinn lykilmaður Japans - 23.2.2012

Allir leikmenn japanska landsliðsins, sem eru í hópnum fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi, leika með japönskum liðum. Stærsta stjarna liðsins og sá sem flestir telja lykilmann fyrir leikinn, er heimamaðurinn Yasuhito Endo, sem leikur með Gamba Osaka og hefur gert það síðan 2001.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

"Menn eiga alltaf að leika til sigurs" - 23.2.2012

Blaðamannafundurinn fyrir vináttulandsleik Japans og ísland var fjölmennur, hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja.  "Menn eiga alltaf að leika til sigurs, það er ekki síður mikilvægt að fá menn til að hugsa eins og sigurvegara" sagði þjálfari íslenska landsliðsins, Lars Lagerbäck.

Lesa meira
 
Halgi Valur Daníelsson

"Við reynum auðvitað að vinna leikinn" - 23.2.2012

Helgi Valur Daníelsson, leikmaður AIK í Svíþjóð, var í viðtali við japanska fjölmiðla eftir æfingu í dag. Aðspurður um væntingar til leiksins við Japan á föstudag hafði hann þetta að segja: "Við reynum auðvitað að vinna leikinn, þannig að markmiðið er sigur."

Lesa meira
 
300px-Nagai_stadium20040717

Leikur Japans og Íslands sýndur á Stöð 2 Sport - 23.2.2012

Vináttulandsleikur Japans og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, föstudaginn 24. febrúar. Leikurinn hefst kl. 10:20 að íslenskum tíma en útsendingin hefst 10 mínútum fyrr.

Lesa meira
 
Hungary_FA

A karla - Vináttulandsleikur gegn Ungverjum í júní 2013 - 23.2.2012

Karlalandslið Íslands og Ungverjalands munu mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, mánudaginn 3. júní 2013. Þessi leikur er hluti af samkomulagi knattspyrnusambanda Íslands og Ungverjalands sem gert var á síðasta ári en þá mættust þjóðirnar í vináttulandsleik ytra þar sem Ungverjar fóru með sigur af hólmi.

Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Tækifæri fyrir leikmenn að sýna hvað þeir geta - 22.2.2012

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherjinn knái úr Vestmannaeyjum, ræddi við japanska fjölmiðla eftir æfingu landsliðsins á keppnisvellinum í Osaka.  Gunnar Heiðar sagði að með menn ætluðu svo sannarlega að sýna sig og sanna fyrir nýja þjálfaranum í leiknum við Japan á föstudag.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

"Gott tækifæri fyrir mig að sjá skapgerð leikmanna" - 22.2.2012

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, er að undirbúa lið sitt undir fyrsta leikinn undir hans stjórn, vináttuleik gegn Japan í Osaka 24. febrúar. Liðið æfði á keppnisvellinum undir kvöld og fyrir æfinguna svaraði þjálfarinn örfáum spurningum ksi.is, áður en hann sat fyrir svörum hjá Japönskum fjölmiðlum.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Námskeið fyrir aðstoðardómara mánudaginn 27. febrúar - 22.2.2012

Námskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið mánudaginn 27. febrúar í höfuðstöðvum KSÍ og hefst það kl. 19:00.  Ólafur Ingvar Guðfinnsson fyrrum FIFA aðstoðardómari mun fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Rúnar Már kemur inn í hópinn - 22.2.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum er mætir Aserbaídsjan ytra þann 29. febrúar í undankeppni EM. Rúnar Már S. Sigurjónsson úr Val kemur inn í hópinn í stað Eiðs Arons Sigurbjörnssonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Þróttur

Unglingadómaranámskeiði á Neskaupstað frestað - 21.2.2012

Fyrirhuguðu unglingadómaranámskeið sem halda átti á Neskaupstað, laugardaginn 25. febrúar, hefur verið frestað. Nánari dagsetning fyrir námskeiðið verður auglýst síðar hér á síðunni.

Lesa meira
 
Merki-SIGI

Aðalfundur og ráðstefna SÍGÍ 24. og 25. febrúar - 21.2.2012

Aðalfundur SÍGÍ (Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi) fer fram föstudaginn 24. febrúar á Laugardalsvelli og í framhaldi af honum fer fram ráðstefna samtakanna þar sem margir forvitnilegir fyrirlestrar eru á dagskrá.  Þátttaka á ráðstefnuna er ókeypis.

Lesa meira
 
ÍR

Unglingadómaranámskeið í ÍR heimilinu fimmtudaginn 23. febrúar - 20.2.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍR í ÍR heimilinu fimmudaginn 23. febrúar og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Hópurinn fyrir Algarve 2012 - 20.2.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur á Algarve Cup og hefst nú 29. febrúar. Fyrsti leikur Íslands er gegn Þjóðverjum, miðvikudaginn 29. febrúar. Aðrar þjóðir í riðlinum eru Svíar og Kínverjar.

Lesa meira
 
A landslið karla

Halldór Orri inn fyrir Theodór Elmar - 20.2.2012

Ein breyting hefur verið gerð á landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn við Japan, sem fram fer í Osaka þann 24. febrúar. Theodór Elmar Bjarnason er meiddur og í hans stað kemur Halldor Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar í Garðabæ.

Lesa meira
 
Íþróttahöllin Kórinn í Kópavogi

Landsliðsæfingar U16 kvenna 25. og 26. febrúar - 17.2.2012

Dagana 25. og 26. febrúar mun U16 landslið kvenna æfa í Kórnum og Egilshöll og hefur Þorlákur Árnason, þjálfari U17 kvenna, kallað 20 leikmenn til æfinga og koma leikmennirnir frá félögum víðs vegar af landinu.. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 landslið kvenna til La Manga - 17.2.2012

U19 landslið kvenna tekur þátt í æfingamóti á La Manga á Spáni í mars og leikur þar við Skotland, Noreg og England. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þálfari liðsins, hefur valið 18 manna hóp fyrir mótið. Þrír leikmenn í hópnum leika með erlendum félagsliðum. Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6885

Minnt er á bráðabirgðaákvæði varðandi félagaskipti - 17.2.2012

Nú þegar keppni í Lengjubikarnum er að hefjast er rétt að minna félögin á bráðabirgðaákvæði í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Þetta er grein 3.6 og er bráðabirgðaákvæði fyrir keppnistímabilið 2012. Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6991

Fimm félög hafa skilað fjárhagsgögnum til leyfisstjórnar - 17.2.2012

Fimm félög af þeim sem undirgangast leyfiskerfið hafa nú þegar skilað sínum fjárhagsgögnum. Þetta eru Víkingur Ó., Keflavík, Fram, Grindavík og Stjarnan. Það verður því nóg um að vera hjá leyfisstjórn á mánudag, sem er lokaskiladagur fjárhagsgagna. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Unglingadómaranámskeiði í Víkinni frestað - 15.2.2012

Unglingadómaranámskeið sem halda átti hjá Víkingi R. 22. febrúar og auglýst hafi verið á vef KSÍ hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ný dagsetning fyrir námskeiðið verður tilkynnt síðar hér á vefnum. Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-215

Skiladagur fjárhagsgagna nálgast - 15.2.2012

Skiladagur fjárhagsgagna hjá þeim félögum sem undirgangast leyfiskerfið er mánudagurinn 20. febrúar. Flest félögin vinna nú hörðum höndum að því að klára gagnapakkann, en nú þegar hafa tvö félög skilað, Víkingur Ó. og Keflavík, sem skilaði sínum gögnum í dag. Lesa meira
 
EM kvennalandsliða

Sigurður Ragnar á meðal áhorfenda á leik Belga og Norður-Íra - 15.2.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, verður á meðal áhorfenda á viðureign Belgíu og Norður-Írlands sem fram fer í dag, miðvikudaginn 15. febrúar, en Belgar eru einmitt næstu mótherjar Íslands í undankeppni EM. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Þjálfaranámskeið með þjálfurum frá Ajax akademíunni - 15.2.2012

Dagana 9. og 10. mars mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) í samstarfi við KSÍ standa fyrir námskeiði fyrir knattspyrnuþjálfara. Hingað til lands koma þeir Arnold Muhren og Eddie van Schaick, þjálfarar í unglingaakademíunni hjá hollenska stórliðinu Ajax og munu stýra námskeiðinu.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2012 - A-deild karla hefst fimmtudaginn 16. febrúar - 14.2.2012

Lengjubikarinn 2012 hefst með miklum krafti á næstu dögum en keppni hefst í A-deild karla, fimmtudaginn 16. febrúar. Þá mætast Víkingur R. og Keflavík í Egilshöll kl. 19:00. Leikið verður svo í öllum þremur riðlum A-deildar karla um komandi helgi.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Fundað með dómarastjórum félaganna - 14.2.2012

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu dögum funda sérstaklega með dómarastjórum félaganna og má sjá þá fundi sem ákveðnir hafa verið, hér að neðan.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Framarar Reykjavíkurmeistarar karla 2012 - 14.2.2012

Framarar hömpuðu Reykjavíkurmeistaratitli karla í gærkvöldi eftir úrslitaleik gegn KR. Fram vann öruggan sigur, 5 - 0, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 3 - 0. Steven Lennon, framherji Framara, var á skotskónum í leiknum og skoraði öll mörk liðsins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 karla - Tveir hópar við æfingar um helgina - 13.2.2012

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 karla og hefur landsliðsþjálfarinn, Gunnar Guðmundsson, valið leikmenn fyrir þessar æfingar. Tveir hópar verða við æfingar um helgina en eldri hópurinn, fæddur 1995, verður líka á æfingu á föstudeginum.

Lesa meira
 
Stjarnan

Unglingadómaranámskeið í Stjörnuheimilnu þriðjudaginn 28. febrúar - 13.2.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Stjörnuna í Stjörnuheimilinu þriðjudaginn 28. febrúar og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Katrin-Jonsdottir-jafnrettisvidurkenning

Katrín Jónsdóttir fékk Jafnréttisviðurkenningu KSÍ - 13.2.2012

Jafnréttisviðurkenning KSÍ var afhent á ársþingi KSÍ um helgina. Í þetta sinn var Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, heiðruð.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fram og KR mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í kvöld - 13.2.2012

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla fer fram í kvöld en þar mætast Fram og KR. Leikið verður í Egilshöll og hefst leikurinn kl. 19:30. Fram tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Þrótt í undanúrslitum en KR hafði betur gegn Fylki í hinum undanúrslitaleiknum.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Bikarkeppnin 2012 - Dregið í fyrstu umferðum Bikarkeppni KSÍ - 13.2.2012

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Bikarkeppni KSÍ hjá körlum og konum. Fyrsti leikur bikarsins í ár fer fram á Hvammstangavelli, 1. maí næstkomandi, þegar Hamrarnir sækja Kormák heim. Fyrstu leikirnir í Bikarkeppni kvenna fara fram 23. maí.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 3. deild karla 2012 - Drög að leikjaniðurröðun - 13.2.2012

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 3. deild karla fyrir keppnistímabilið 2012. Drög að leikjaniðurröðun í þessum deildum má finna á heimasíðu KSÍ.  Tvö félög leika í 1. deild kvenna í ár sem voru ekki með á síðasta tímabili en fjögur félög eru með í 3. deild karla sem tóku ekki þátt í fyrra.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþing 2012

66. ársþingi KSÍ lokið - 11.2.2012

Nú er lokið 66. ársþingi KSÍ sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Þinginu lauk um kl 16:00. Fréttir um afgreiðslu tillagna og aðrar fréttir frá þinginu má sjá hér. Kosið var um fjögur sæti í stjórn KSÍ en sjö voru í framboði.

Lesa meira
 
Arsthing-Geir-i-pontu

66. ársþing KSÍ hafið - Fylgst með afgreiðslu tillagna - 11.2.2012

Ársþing KSÍ, það 66. í röðinni, var sett kl. 11:00 í morgun. Fyrir þinginu liggja fyrir nokkrar tillögur. Þessar tillögur má sjá hér að neðan og verður fylgst með hér hvernig þær verða afgreiddar.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2012

ÍBV fékk háttvísiverðlaun í Pepsi-deild kvenna - 11.2.2012

Háttvísisverðlaun í Pepsi-deild kvenna voru veitt á 66. ársþingi KSÍ og var það ÍBV sem hlaut verðlaunin að þessu sinni.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2012

Hvöt, ÍBV og Víkingur fengu Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA - 11.2.2012

Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA voru veitt á 66. ársþingi KSÍ og voru þrjú félög sem fengu þau afhent. Veitt eru verðlaun í þremur flokkum og eru þessir flokkar ákveðnir af UEFA.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2012

Valur, ÍBV og BÍ/Bolungarvík fengu Dragostytturnar - 11.2.2012

Valur, ÍBV og BÍ/Bolungarvík fengu Dragostytturnar á 66. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hilton Nordica Hótel. Þá fengu Reynir Sandgerði og KFG viðurkenningu fyrir prúðmannlegan leik í 2. og 3. deild karla.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2012

Óskar Ófeigur Jónsson hlaut viðurkenningu - 11.2.2012

Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2011 hlýtur Óskar Ófeigur Jónsson, blaðamaður á íþróttadeild 365 miðla.

Lesa meira
 
Keflavík

Unglingadómaranámskeið í Keflavík 15. febrúar - 10.2.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Keflavík í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík miðvikudaginn 15. febrúar og hefst kl. 17:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Hópurinn sem mætir Aserbaídsjan - 10.2.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Aserbaídsjan í undankeppni EM. Leikið verður í Baku, miðvikudaginn 29. febrúar. Eyjólfur velur 19 leikmenn í hópinn að þessu sinni. Íslendingar eru með 3 stig eftir fjóra leiki en Aserar hafa hlotið 1 stig, einnig eftir fjóra leiki.

Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Hópar fyrir leiki gegn Svartfjallalandi og Japan - 10.2.2012

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Lars Lagerbäck hópa sína fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Japan og Svartfjallalandi síðar í þessum mánuði. Leikið verður gegn Japan 24. febrúar og gegn Svartfjallalandi 29. febrúar.

Lesa meira
 
Frá setningu ársþings KSÍ 2008

66. ársþing KSÍ - Þingið sett kl. 11:00 - 9.2.2012

Ársþing KSÍ, það 66. í röðinni, verður haldið á Hilton Nordica Hótel laugardaginn 11. febrúar. Þingið verður sett kl. 11:00 en afhending þinggagna hefst kl. 10:00.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2011

Þingfulltrúar á 66. ársþingi KSÍ - 9.2.2012

Laugardaginn 11. febrúar næstkomandi fer fram 66. ársþing KSÍ á Hótel Hilton Nordica. Alls hafa 137 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 129 fulltrúa.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Starfsemi KSÍ meiri en nokkurn tímann fyrr - 8.2.2012

Skipulögð keppni í 100 ár sýnir vel vinsældir knattspyrnuleiksins og þann trausta grunn sem hann byggir á. Margir hafa komið við sögu og gert garðinn frægan með þátttöku sinni en aðrir hafa unnið afrek utan vallar við stjórnun og rekstur knattspyrnuliða. Íslandsmótið hefur laðað að sér æsku landsins til þátttöku í knattspyrnu, íþróttinni sem nýtur meiri vinsælda en nokkur önnur íþrótt um heim allan. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit Reykjavíkurmóts karla á fimmtudaginn - 7.2.2012

Fimmtudaginn 9. febrúar fara fram undanúrslit Reykjavíkurmóts karla en leikið verður í Egilshöll. Fram og Þróttur mætast í fyrri leiknum og hefst hann kl. 18:45. Strax á eftir, eða kl. 20:45, leika svo Fylkir og KR.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Vináttulandsleikir gegn Dönum í mars - 6.2.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komið sér saman um að U17 kvennalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki í mars. Leikið verður hér á landi og fara leikirnir fram í Egilshöllinni, 18. og 20. mars næstkomandi.

Lesa meira
 
Stelpurnar í U19 á Millenium vellinum í Cardiff

Landsliðsæfingar hjá kvennalandsliðunum um helgina - 6.2.2012

Um komandi helgar verða kvennalandsliðin við æfinga en um er að ræða U17 kvenna, U19 kvenna og A kvenna. Þjálfararnir, Þorlákur Árnason, Ólafur Þór Guðbjörnsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2011 birtur - 3.2.2012

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2011. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2011 námu 766 milljónum króna samanborið við 723 milljónir króna á árinu 2010. Hækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af hækkun sjónvarpstekna og auknu framlagi frá UEFA. Rekstrarkostnaður KSÍ var í samræmi við áætlanir eða um 705 milljónir króna.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Unglingadómaranámskeið í Víkingsheimilinu miðvikudaginn 22. febrúar - 3.2.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking í Víkingsheimilinu miðvikudaginn 22. febrúar og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
bolti_i_marki

Unified fótbolti fyrir stelpur - 2.2.2012

Íþróttafélagið Ösp og Knattspyrnufélagið Víkingur bjóða í vetur upp á knattspyrnunámskeið fyrir þroskahamlaðar stelpur á öllum aldri, vinkonur þeirra, skólafélaga og aðra sem áhuga hafa.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Ólöglegur leikmaður hjá Fjölni í Reykjavíkurmótinu - 1.2.2012

Í ljós hefur komið að Fjölnir tefldi fram ólöglega skipuðu liði í leikjum liðsins gegn Fylki og Þrótti í B riðli Reykjavíkumóts karla. Leikirnir fóru fram 22. og 27. janúar og lék Júlíus Orri Óskarsson í þeim en hann var skráður í Björninn.

Lesa meira
 
UEFA

Umfangsmikil skýrsla UEFA um stöðu félaga í Evrópu - 1.2.2012

UEFA hefur gefið út umfangsmikla skýrslu um stöðu félaga í efstu deildum í Evrópu. Skýrslan, sem nú er gefin út í fjórða sinn, er m.a. byggð á upplýsingum úr leyfisgögnum félaga (fjárhagsár 2010), en þó er fjallað um ýmis mál sem tengjast leyfiskerfinu ekki beint.

Lesa meira
 
Fylkir

Unglingadómaranámskeið í Fylkisheimilinu 7. febrúar - 31.1.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki í Fylkisheimilinu þriðjudaginn 7. febrúar og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
U16-1996-0007

Yngri landslið karla - Æfingar um komandi helgi - 30.1.2012

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum karla, þ.e. hjá U16, U17 og U19 karla. Þjálfararnir, Freyr Sverrisson, Gunnar Guðmundson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

Tillögur á ársþingi KSÍ 2012 - 30.1.2012

Ársþing KSÍ, það 66. í röðinni, verður haldið á Hilton Nordica Hótel 11. febrúar næstkomandi. Hér að neðan má m.a. sjá þær tillögur er liggja fyrir þinginu sem og dagskrá þingsins sem sett verður kl. 11:00

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþing 2011

Kosningar í stjórn á 66. ársþingi KSÍ - Framboðsfrestur runninn út - 30.1.2012

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ hálfum mánuði fyrir þing. 

Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl á nýliðaráðstefnu FIFA dómara - 27.1.2012

Gunnar Jarl Jónsson verður einn 43 dómara sem sækja nýliðaráðstefnu FIFA dómara en ráðstefnan verður í Tyrklandi 29. janúar - 2. febrúar. Dómararnir koma frá 28 Evrópulöndum en það er UEFA sem stendur að ráðstefnunni.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Svíþjóðar

A karla - Vináttulandsleikur við Svía 30. maí - 27.1.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 30. maí næstkomandi. Þetta verður 15. viðureign karlalandsliða þjóðanna.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Trúnaðarmenn landshluta - Eysteinn og Pétur ráðnir - 26.1.2012

Ákveðið hefur verið að koma á fót verkefni á vegum KSÍ sem miðar að því að auka samskipti og samráð við þjálfara aðildarfélaga, færa þjónustu nær aðildarfélögum, meta efnilega leikmenn og fylgja eftir efnilegum leikmönnum í samráði við félögin. Til þessa starfs verða ráðnir í hlutastörf trúnaðarmenn landshluta og þegar hefur fyrsta skrefið verið stigið í þeim efnum

Lesa meira
 
HK

Unglingadómaranámskeið verður haldið í Fagralundi miðvikudaginn 1. febrúar - 26.1.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við HK á í Fagralundi miðvikudaginn 1. febrúar og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyting á reglugerð - Bráðabirgðaákvæði vegna félagaskipta - 26.1.2012

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 25. janúar bráðabirgðaákvæði í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga vegna félagaskipta og leikheimilda í deildarbikarkeppni (Lengjubikarnum) keppnistímabilið 2012. Lesa meira
 
Sigursteinn-Gislason

Kveðja frá KSÍ - 26.1.2012

Sigursteini kynntist ég þegar hann var leikmaður í 2. aldursflokki. Áhugi hans á knattspyrnu var mikill og hæfileikaríkur var hann.  Keppnisskapið var einstakt sem og sigurviljinn. Hann var maður liðsheildarinnar og kunni að gefa af sér enda var hann strax í 2 . aldursflokki fenginn til að þjálfa yngstu iðkendurna

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjárhagslegur stuðningur við aðildarfélög - 26.1.2012

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 12. janúar fjárhagslegan stuðning við aðildarfélög sambandsins.  Eins og síðustu ár tekur KSÍ yfir ferða- og uppihaldskostnað dómara fyrir árið 2012 í öllum deildum beggja kynja og í leikjum Valitor-bikarsins. 

Lesa meira
 
Stade-du-Hainut

A karla – Leikið við Frakka 27. maí - 26.1.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Frakklands hafa komið að samkomulagi um að karlalandslið þeirra leiki vináttulandsleik 27. maí næstkomandi. Leikið verður í Valenciennes í Frakklandi en þetta verður ellefta viðureign karlalandsliða þjóðanna.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6935

Drög að leikjum í landsdeildum 2012 tilbúin - 25.1.2012

Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum sumarsins í Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna, 1. og 2. deild karla.  Félög í þessum deildum eru vinsamlegast beðin um að fara yfir sína leiki og koma með athugasemdir við þessi drög í síðasta lagi miðvikudaginn 1. febrúar.

Lesa meira
 
Frá útskrift KSÍ A þjálfara 4. júní 2011

KSÍ B próf fer fram 13. febrúar - 24.1.2012

Mánudaginn 13. febrúar stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fótbolti fyrir alla hefst að nýju 29. janúar - 23.1.2012

Fótbolti fyrir alla, fótboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir, hefst að nýju sunnudaginn 29. janúar. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur til 11. mars. Að venju fara æfingarnar fram í Garðabænum, í íþróttamiðstöðinni Ásgarði.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá kvennalandsliðunum um komandi helgi - 23.1.2012

Um komandi helgi verða kvennalandsliðin okkar við æfingar en framundan eru æfingar hjá A kvenna, U19 og U17 kvenna. Þjálfararnir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Ólafur Guðbjörnsson og Þorlákur Árnason hafa valið leikmenn á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn, Birkir og Smári dæma á Copa del Sol 2012 - 23.1.2012

Norska knattspyrnusambandið hefur boðið Kristni Jakobssyni að dæma á æfingamóti, Copa del Sol 2012, sem fram fer á La Manga og Benidorm á Spáni í byrjun febrúar. Þá hefur dómaranefnd KSÍ valið Birki Sigurðarson og Smára Stefánsson til að fara með honum sem aðstoðardómarar.  

Lesa meira
 
Magnus Thorisson i leik

Heimsóknir dómara til aðildarfélaga - 23.1.2012

Aðildarfélögum KSÍ stendur til boða að fá starfandi dómara úr Pepsi-deild karla í heimsókn til að fjalla um hinar ýmsu hliðar dómgæslunnar. Heimsóknin er félögunum að kostnaðarlausu

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

U19 kvenna leikur þrjá leiki á La Manga - 23.1.2012

U19 kvennalandslið Íslands mun leika þrjá vináttulandsleiki á La Manga dagana 4. - 8. mars. Fyrstu mótherjarnir verða Skotar og á eftir koma leikir gegn Noregi og Englandi. Ekki er um eiginlegt mót að ræða ekki verður leikið um sæti en 10 þjóðir verða á La Manga á þessum tíma og leika allar þrjá leiki.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-218

Leyfisgögn komin frá öllum 24 félögunum - 18.1.2012

Leyfisstjórn hefur móttekið leyfisgögn allra leyfisumsækjendanna 24 sem leika í efstu tveimur deildum karla. Lokaskiladagur var mánudagurinn 16. janúar og voru öll félögin innan tímamarka.  Víkingur Ólafsvík skilaði líka fjárhagslegum gögnum. Lesa meira
 
Sportmyndir.net

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2012 - Skilafrestur rennur út á morgun - 18.1.2012

Á morgun, fimmtudaginn 19. janúar, er síðasti dagur til að skila inn þátttökutilkynningum í knattspyrnumót 2012. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

A karla - Ísland í sama sæti á styrkleikalista FIFA - 18.1.2012

Karlalandslið Íslands er í 104. sæti styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Þetta er sama sæti og á síðasta lista. Litlar breytingar eru á milli lista en sem fyrr eru Spánverjar á toppnum.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Opin mót 2012 - 18.1.2012

Félögum sem halda opin mót 2012 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður á póstfangið.  Upplýsingarnar verður að finna í lista undir Opin mót í valmyndinni hér vinstra megin á síðunni.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 karla - Tveir hópar við æfingar um helgina - 17.1.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið tvo hópa til úrtaksæfinga um komandi helgi. Æft verður í Kórnum og í Egilshöllinni en vakin er athygli á því að þolmæling verður á föstudagskvöldið.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Úrtaksæfing á Norðurlandi 25. janúar - 17.1.2012

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn á úrtökuæfingar U17 kvenna sem fram fara í Boganum, Akureyri, 25. janúar kl. 16:30. Leikmennirnir koma frá félagsliðum af Norðurlandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Landsliðsþjálfarar kvenna funda með þjálfurum - 17.1.2012

Landsliðsþjálfarar kvenna  vilja bjóða þjálfurum í Pepsi-deild kvenna, 1. deild kvenna, 2. flokk kvenna og 3. flokk kvenna til fundar laugardaginn 28. janúar í höfuðstöðvum KSÍ.  Farið verður yfir dagskrá landsliðanna á þessu ári, samstarf við félagsliðin og þjálfurum gefst tækifæri til að spjalla saman um málefni sem snúa að landsliðunum og/eða félagsliðunum.

Lesa meira
 
ÍA

Unglingadómaranámskeið verður haldið á Akranesi fimmtudaginn 26. janúar - 17.1.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍA á Jaðarsbökkum fimmtudaginn 26. janúar og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþing 2011

Kosningar í stjórn á 66. ársþingi KSÍ - 17.1.2012

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða 28. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Fundað með endurskoðendum félaga - 16.1.2012

Síðastliðinn fimmtudag var endurskoðendum félaga sem undirgangast leyfiskerfið boðið til fundar í höfuðstöðvum KSÍ. Með þessum fundi er reynt að kynna leyfiskerfið betur, beint til endurskoðenda, og ná þannig betra samræmi, fækka athugasemdum sem gerðar eru, og gera allt ferlið öruggara fyrir alla hagsmunaaðila.

Lesa meira
 
UEFA

Ísland er í fjórða sæti á Háttvísilista UEFA - 16.1.2012

Ísland er sem stendur í fjórða sæti á Háttvísilista UEFA (Respect Fair Play) en á þeim lista er tekið tillit til leikja á vegum UEFA frá 1. maí 2011 til 30. apríl 2012. Þær þjóðir sem verða í efstu þremur sætunum á þessum lista, fá í sinn hlut aukasæti í Evrópudeild UEFA 2012/13.

Lesa meira
 
Breiðablik

Unglingadómaranámskeið verður haldið í Smáranum þriðjudaginn 24. janúar - 16.1.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Breiðablik í Smáranum þriðjudaginn 24. janúar og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
ÍBV

ÍBV Íslandsmeistari kvenna innanhúss - 16.1.2012

Stelpurnar í ÍBV tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu - Futsal, um helgina. Þær höfðu sigur í öllum sínum leikjum og enduðu með fullt hús stiga. Fylkisstúlkur urðu í öðru sæti en innbyrðis leikur þessara liða var æsispennandi.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Lokaskiladagur leyfisgagna er á mánudag - 14.1.2012

FH, Stjarnan, KR, ÍBV, ÍR, Þór og Fram hafa skilað leyfisgögnum sínum í vikunni og þar með hafa 16 af þeim 24 félögum (Pepsi-deild karla og 1. deild karla) sem undirgangast leyfiskerfið skilað sínum gögnum. Skilafrestur er til mánudagsins 16. janúar.

Lesa meira
 
Æfingabúðir A landsliða karla í janúar 2012

Æfingabúðunum lokið - 14.1.2012

Eins og kynnt hefur verið valdi Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, tæplega 30 manna hóp sem var kallaður saman til æfinga hér á landi. Þessi hópur hefur æft og fundað stíft síðustu daga. Lars hefur farið ítarlega yfir sínar hugmyndir með leikmönnum og sýnt þær í verki á æfingum.

Lesa meira
 
Frá 65. ársþingi KSÍ

Tilnefningar óskast vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ - 12.1.2012

Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2011. Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi.
Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Gunnleifur inn í æfingahópinn - 12.1.2012

Í kvöld er fyrsta æfingin hjá æfingahóp A karla en þessari æfingahrinu lýkur með æfingaleik á laugardaginn í Kórnum. Gunnleifi Gunnleifssyni hefur verið bætt inn í æfingahópinn en þeir Sölvi Geir Ottesen og Birkir Bjarnason verða ekki með að þessu sinni. Lesa meira
 
Lars á fundi

Lars Lagerbäck fundaði með þjálfurum - 12.1.2012

Landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, Lars Lagerbäck, fundaði í gær með þjálfurum og aðstoðarþjálfurum í efstu tveimur deildum karla í knattspyrnu. Fundurinn var mjög vel sóttur en á honum fór Lars yfir sitt starf og sínar áherslur varðandi þjálfun landsliðsins.
Lesa meira
 
BÍ

Unglingadómaranámskeið í Menntaskólanum á Ísafirði miðvikudaginn 18. janúar - 11.1.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Boltafélag Ísafjarðar í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Ísafirði miðvikudaginn 18. janúar og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.
Lesa meira
 
Fjölnir

Unglingadómaranámskeið í Íþróttahúsinu Dalhúsum Grafarvogi þriðjudaginn 17. janúar - 11.1.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fjölni í Íþróttahúsinu Dalhúsum Grafarvogi þriðjudaginn 17. janúar og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.
Lesa meira
 
Keflavík

Unglingadómaranámskeið í Keflavík - Námskeiðinu frestað - 11.1.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Keflavík í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík mánudaginn 16. janúar og hefst kl. 17:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.
Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

U19 kvenna - Æfingar fara fram um helgina - 11.1.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið leikmannahóp fyrir æfingar um komandi helgi. Æft verður tvisvar sinnum í Kórnum og hefur Ólafur valið 21 leikmann fyrir þessar æfingar.
Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - 22 leikmenn boðaðir á æfingu um komandi helgi - 10.1.2012

Um komandi helgi verða æfingar hjá U17 kvenna og hefur Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, valið 22 leikmenn fyrir þessar æfingar. Æft verður í Kórnum á laugardag og í Egilshöllinni á sunnudag.

Lesa meira
 
A landslið karla

A landslið karla - Æfingaleikur á laugardag í Kórnum - 10.1.2012

Hópur sem Lars Lagerbåck hefur valið, verður við æfingar á næstu dögum og á laugardaginn verður leikinn æfingaleikur í Kórnum. Þá verður hópnum skipt í tvö lið og verður blásið til leiks kl. 15:15. Allir áhugasamir eru boðnir velkomnir til þess að fylgjast með leiknum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót KRR hefst á fimmtudaginn - 10.1.2012

Reykjavíkurmót KRR hefst fimmtudaginn 12. janúar þegar tveir leikir fara fram í A riðli meistaraflokks karla. Víkingur og Leiknir leika þá kl. 19:00 og strax á eftir, eða kl. 21:00, leika Fram og ÍR.  Konurnar hefja svo leik föstudaginn 13. janúar en þá leika KR og Fylkir kl. 19:00 en Þróttur og Fjölnir leika kl. 21:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur fyrir ársþing KSÍ þurfa að berast í síðasta lagi 11. janúar - 10.1.2012

66. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica, laugardaginn 11. febrúar 2012. Tillögur og málefni þau, er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi, skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 11. janúar nk.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ IV þjálfaranámskeið 20. - 22. janúar - Dagskrá tilbúin - 10.1.2012

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu helgina 20.- 22. janúar. Dagskrá námskeiðsins má sjá hér að neðan.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.

Lesa meira
 
IBV-Futsal

ÍBV Íslandsmeistarar innanhúss - 9.1.2012

ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu - Futsal, með því að leggja Víking Ólafsvík í úrslitaleik. Lokatölur urðu 5 - 0 fyrir Eyjamenn sem leiddu í leikhléi með tveimur mörkum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar 2012 - Niðurröðun leikja lokið - 6.1.2012

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2012. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast misskilning. Niðurröðun má sjá á vef KSÍ. Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_054

Breiðablik og Fylkir hafa skilað - 6.1.2012

Breiðablik og Fylkir hafa skilað fylgigögnum, öðrum en fjárhagslegum, með umsóknum sínum um þátttökuleyfi í Pepsi-deildinni 2012. Þar með hafa alls 9 félög skilað, fimm í Pepsi-deild og fjögur í 1. deild. Þetta er svipaður fjöldi og um sama leyti í fyrra, þegar 8 félög voru búin að skila, og sami fjöldi og 2010. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Úrslitakeppni Íslandsmótsins innanhúss hefst í kvöld - 6.1.2012

Í kvöld hefst úrslitakeppni meistaraflokks karla í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu - Futsal og verður leikið í Laugardalshöll. Fjölnir og Fylkir mætast kl. 18:30 og strax á eftir, eða kl. 20:00, leika Leiknir R. og Víðir.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Þjálfaraferð með norska þjálfarafélaginu - 6.1.2012

Knattspyrnuþjálfarafélaginu hefur tekist að fá nokkur sæti með norska þjálfarafélaginu í ferð til Englands. Farið verður í febrúar en tilkynna þarf þátttöku fyrir 15. janúar.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Heiðar Helguson útnefndur Íþróttamaður ársins 2011 - 5.1.2012

Knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins árið 2011 en það eru samtök íþróttafréttamanna sem velja. Valið var tilkynnt í kvöld við athöfn að Grand Hótel en það eru ÍSÍ og Samtök íþróttafréttamanna sem stóðu sameiginlega að athöfninni. Þetta er í 56. skiptið sem íþróttamaður ársins er útnefndur.
Lesa meira
 
Fæðubótarefni geta verið varasöm

Lyfjaeftirlitsmál - Nýr bannlisti WADA tók gildi 1. janúar 2012 - 5.1.2012

Að venju tók nýr bannlisti WADA (alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin) gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Ekki er um veigamiklar breytingar á listanum, en þær helstu snúa að undanþágum vegna astmalyfja.

Lesa meira
 
Sindri

Unglingadómaranámskeið á Höfn Hornafirði - Fer fram 11. janúar - 5.1.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Sindra í Nýheimum þriðjudaginn 10. janúar og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6991

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2012 - 4.1.2012

Póstlagðar hafa verið þátttökutilkynningar til aðildarfélaga KSÍ og munu þær því berast til félaganna á næstu dögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Æfingahópur valinn - 4.1.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 29 leikmenn til þess að æfa sunnudaginn 15. janúar. Æfingin er liður í undirbúningi fyrir leik gegn Aserbaídsjan í undankeppni EM sem fram ytra, 29. febrúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skiladagur leyfisgagna færður til 16. janúar - 3.1.2012

Skiladegi leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, hefur verið ýtt aftur um einn dag, þar sem 15. janúar, sem er skiladagur samkvæmt leyfisreglugerð, kemur upp á sunnudegi. Skilafrestur fjárhagsgagna helst þó óbreyttur mánudaginn 20. febrúar. Lesa meira
 
Ergo

Fundað með endurskoðendum leyfisumsækjenda - 3.1.2012

KSÍ hefur boðið endurskoðendum og fulltrúum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ á fund um fjárhagshluta leyfiskerfis KSÍ 12. janúar næstkomandi. Farið verður yfir grunnatriði leyfiskerfis KSÍ, þær reglur sem gilda og það vinnulag sem krafist er við undirbúning fjárhagslegra leyfisgagna.

Lesa meira
 
isi_merki

Ferðasjóður íþróttafélaga - Skila þarf fyrir miðnætti 9. janúar - 3.1.2012

Minnt er á að umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga vegna keppnisferða á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót á árinu 2011 verða að berast fyrir miðnætti þann 9. janúar 2012. Á miðnætti þann dag verður umsóknarsvæðinu lokað og gögnin færð yfir í gagnagrunn til úrvinnslu. Það verður því ekki mögulegt að taka við umsóknum eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Lesa meira
 
U17-2001-0012

U17 og U19 karla - Fyrstu æfingar á nýju ári - 2.1.2012

Fyrstu landsliðsæfingar á nýju ári eru fyrirhugaðar um komandi helgi og verða þá æfingar hjá U17 og U19 karla. Tveir hópar verða á ferðinni hjá U17 og hafa landsliðsþjálfararnir, Kristinn R. Jónsson og Gunnar Guðmundsson, valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ IV þjálfaranámskeið 20. - 22. janúar 2012 - 2.1.2012

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu helgina 20.- 22. janúar. Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu og verður birt síðar.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög