Fréttir

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár - Áramótakveðjur frá KSÍ - 31.12.2011

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári.  Skrifstofan opnar aftur á nýju ári, mánudaginn 2. janúar.

Lesa meira
 
Lars-Lagerback

Æfingabúðir A landsliðs karla í janúar - 27.12.2011

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, hefur boðað 28 leikmenn til æfinga 12. - 14. janúar næstkomandi og fara allar æfingarnar fram í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi. Eingöngu er um að ræða leikmenn sem leika með liðum á Íslandi og í Skandinavíu.

Lesa meira
 
KA

KA-menn búnir að skila - 23.12.2011

Leyfisgögn KA hafa nú borist leyfisstjórn og þar með hafa alls sjö félög skilað fylgigögnum með leyfisumsóknum sínum, öðrum en fjárhagslegum. Fyrstu þrjú félögin til að skila komu úr Pepsi-deildinni, en nú hafa fjögur 1. deildarlið skilað sínum gögnum.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Kvennalandsliðið í 15. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA - 23.12.2011

Íslenska kvennalandsliðið situr í 15. sæti styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun og stendur liðið í stað. Bandaríkin tróna á toppi listans og Þjóðverjar koma í humátt á eftir.

Lesa meira
 
jolakort-ksi-2011

Gleðileg jól! - Hátíðarkveðja frá KSÍ - 23.12.2011

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með fjölskyldum og vinum.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Fundað með 40 leikmönnum - 21.12.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur boðað 40 leikmenn til fundar á milli jóla og nýárs. Framundan er spennandi ár hjá íslenska kvennalandsliðinu en fyrsta verkefnið er hið geysisterka Algarve mót sem hefst í lok febrúar.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í sama sæti á nýjum styrkleikalista FIFA - 21.12.2011

Íslenska karlalandsliðið stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Ísland er í 104 sæti listans en sem fyrr eru Spánverjar í efsta sæti listans sem tekur litlum breytingum frá fyrri lista.
Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Nýliðarnir fyrstir að skila í 1. deild - 21.12.2011

Þrjú félög hafa skilað inn leyfisgögnum í 1. deild karla, vegna umsóknar um þátttökuleyfi í deildinni sumarið 2012. Tvö þeirra, Tindastóll og Höttur, hafa aldrei áður undirgengist leyfiskerfið. Þriðja félagið er svo Fjölnir og öll skiluðu þessi félög í síðustu viku.

Lesa meira
 
Nagai-vollurinn-i-Osaka

Vináttulandsleikur gegn Japan 24. febrúar - 20.12.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Japans hafa komist að samkomulagi um karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Japan, 24. febrúar næstkomandi. Leikið verður á Nagai vellinum í Osaka en á þessum velli var m.a. leikið á HM í Japan/Suður Kóreu árið 2002.  Þetta er annar vináttulandsleikurinn sem skipulagður er í febrúar, því Ísland mætir Svartfjallalandi ytra þann 29. febrúar næstkomandi

Lesa meira
 
Merki FIFA

Íslenskir FIFA dómarar 2012 - 19.12.2011

FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2012. Einn dómari og einn aðstoðardómari fara af listanum í þetta skiptið. Hinsvegar bætast á hann einn dómari og tveir aðstoðardómarar. Íslenskir FIFA dómarar fyrir árið 2012 eru eftirfarandi:
Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 14.12.2011

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða æfingar í Kórnum, Fífunni og Reykjaneshöllinni. Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lengjubikarinn 2012 - Athugasemdafrestur til 28. desember - 14.12.2011

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2012 sem hafa verið birt á vef KSÍ. Riðlaskiptingu í karla- og kvennaflokki má sjá hér að neðan en félögin hafa frest til 28. desember til þess að gera athugasemdir.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

Algarve 2012 - Fyrsti leikur gegn Þýskalandi - 13.12.2011

Íslenska kvennalandsliðið tekur að venju þátt í hinu geysisterka Algarve Cup á næsta ári og hefst mótið 29. febrúar. Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur því fyrsti leikur er gegn Þjóðverjum.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk kvenna - 13.12.2011

Knattspyrnudeild Fylkis auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk kvenna sem yrði líka aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax eftir áramót. Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið olipu@hive.isþar sem fram þarf að koma reynsla af þjálfun og menntun eða hringið í síma 894-0979 (Ólafur). Lesa meira
 
Leyfisreglugerð KSÍ - Útgáfa 2.1

Fundað með fulltrúum leyfisumsækjenda 2012 - 12.12.2011

Í síðustu viku var haldinn fundur með leyfisfulltrúum félaga sem seækja um þátttökuleyfi í efstu tveimur deildum karla sumarið 2012. Um er að ræða árlegan fund, þar sem farið er yfir ýmis mál tengd leyfiskerfinu og vinnuferli þess. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Madrid - 12.12.2011

Kristinn Jakobsson dæmir á fimmtudaginn leik Atletico Madrid frá Spáni og Rennes frá Frakklandi. Kristni til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson. Fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson og aukaaðstoðardómarar þeir Magnús Þórisson og Þóroddur Hjaltalín.

Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Heiðar og Margrét Lára valin knattspyrnufólk ársins - 9.12.2011

Leikmannaval KSÍ hefur valið Heiðar Helguson og Margréti Láru Viðarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2011. Þetta er í áttunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

66. ársþing KSÍ - Laugardaginn 11. febrúar 2012 - 9.12.2011

66. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica, laugardaginn 11. febrúar 2012. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu:

Lesa meira
 
Allur hópurinn hjá U17 kvenna í Sviss

Úrtaksæfingar hjá U16, U17 og U19 kvenna um helgina - 6.12.2011

Um komandi helgi verða þrír úrtakshópar yngri landsliða kvenna við æfingar og fara þær fram í Kórnum og Egilshöllinni. Æfingar verða hjá U16, U17 og U19 kvenna þessa helgi og hafa þjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
100-ara-saga-seinna-bindi

Síðara bindi af 100 ára sögu Íslandsmótsins komið út - 2.12.2011

Í dag kom út síðara bindi af 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu en það er Sigmundur Ó. Steinarsson sem sem er höfundur þessa verks. Fyrra bindið kom út í apríl á þessu ári og vakti mikla athygli. Það voru þeir Gunnar Guðmannsson og Sigursteinn Gíslason sem fengu afhent fyrstu eintökin en þeir hafa orðið 9 sinnum Íslandsmeistarar karla, oftast núlifandi Íslendinga.

Lesa meira
 
Frá útskrift KSÍ A þjálfara 4. júní 2011

Góð staða á menntun þjálfara - 2.12.2011

Staðan á menntun þjálfara í Pepsi-deildum karla og kvenna hefur líklega aldrei verið betri.  Í dag uppfylla 20 þjálfari af 22 þá kröfu sem Knattspyrnusamband Íslands gerir um menntun þjálfara í viðkomandi deildum. En krafa KSÍ er sú að þjálfarar í Pepsi-deildum karla og kvenna skulu hafa UEFA Pro þjálfaragráðu eða KSÍ A þjálfaragráðu.

Lesa meira
 
12_ISLAND

Íslensk knattspyrna 2011 komin út - 1.12.2011

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2011 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 31. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.  Bókin er stærri en nokkru sinni fyrr, 256 blaðsíður og þar af 112 síður í lit, Lesa meira
 
Valur

Valur óskar eftir þjálfara fyrir 7. flokk karla - 1.12.2011

Knattspyrnufélagið Valur óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 7. flokk karla starfsárið 2011-2012.  Óskað er eftir áhugasömum þjálfara með góða menntun og reynslu.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög